Stendur ríkisstjórn Venezúela eða fellur hún?

Bandaríkin hafa greinilega verið með ríkisstjórn Nicolas Maduro undir miklum þrýstingi sl. sólarhringa - sjálfskipaður forseti landsins, sem Bandaríkin styðja - einstaklingur sem er í reynd forseti þings sem kosið var til síðast er almennar þingkosningar fóru fram; hefur kallað eftir því að her landsins rísi upp og gangi til liðs við andstæðinga Maduros.
--Hann reyndar segir e-h á þá leið, hann óski eftir að herinn fylgi fólkinu í landinu.

Skemmtileg frétt frá Guardian - taka orðum Maduro með fj. saltkorna!

Óþekkt hve stór hluti hersins þegar er genginn til liðs við Juan Guaido

Það vakti mikla athygli að Guaido kom fram greinilega undir vernd hermanna, annar stjórnarandstæðingur sem verið hefur í varðhaldi ríkisstjórnar landsins - birtist við tiltefnið, og sagði Guaido liðsmenn hersins hafa bjargað þeim manni úr prísund.
--Síðan óskaði Guaido þess, að herinn rísi upp.

Eins og kemur fram í máli Maduro í fréttinni, heldur hann því fram að fámennur hópur svikara - hafi gengið í lið með Guaido. Auðvitað kallar hann þá svikara, og leitast við að gera sem minnst úr því, hve margir hugsanlega séu búnir að - svíkja lit við ríkisstjórnina.

Vegna þess, að Maduro lætur statt og stöðugt frá sér - rangar yfirlýsingar, er réttast að líta á það sem algerlega óþekkt - hvort margir hafa gengið til liðs við Guaido eða hvort þeir eru fáir, eins og Maduro staðhæfir.

US commitment to regime change in Venezuela tested

Maduro says Venezuela’s opposition fooled US

Venezuelans rally in rival protests as crisis intensifies

Venezuela's uprising

Guaidó calls for more protests as Maduro defiant

Military Uprising in Caracas (in Development)

Guaidó calls on supporters to intensify ‘peaceful rebellion’ against Maduro

Ég er ekkert hissa að höfðað sé til hersins - það líklega opin spurning, hverjum herinn fylgir.

  1. Eitt sem vekur athygli, að Maduro beitir ekki hernum gegn mótmælendum.
  2. Ástæða gæti verið, hann sé ekki viss um - hollustu hermanna.

En ef hún er í vafa, þá gæti það þvingað fram ákvörðun hjá einstökum hópum hermanna, ef skipanir kæmu um að - skjóta á almenna borgara. Sú ákvörðun gæti í tilvikum orðið andstæð Maduro.

Að Maduro beitir ekki hernum með þeim hætti, gæti verið frekar að hann óttist innra veikleika hersins, frekar en það - að hann sé andvígur blóðsúthellingum.

Margvíslegar sögur eru að sjálfsögðu í gangi!

  • Pompeo virðist hafa sagt, Maduro undirbúa flótta úr landi.

Meðan að Maduro segir það - haugalýgi. Slíka sögur, eru sjálfsagt liður í taugastríðinu.
En vegna þess hve lýginn Maduro almennt er - gætu margir trúað slíkum sögum. Og þær hjálpað þannig ákvörðun liðsmanna hersins, að ákveða að snúast á sveif með Guiado.

Persónulega finnst mér sennilegt að dagar Maduro í embætti séu senn taldir.
Hvort það sé akkúrat þessi krísa - er nú önnur saga!

 

Niðurstaða

Eins og ég hef sagt áður, reikna ég með því að Bandaríkin - hafi betur í þetta sinn, Rússland verði undir að þessu sinni. Sumir ofmeta sigur Rússlands í Sýrlandi - hið fyrsta voru Bandar. ekki nægilega áhugasöm, og í öðru lagi - hafði Rússland öflugan bandamann, sem hafði eigin ástæður til að vilja styðja aðgerðir í Sýrlandi, Íran.

Bandaríkin hafa afhent stórfellt fjármagn yfir til Guiado, sem tilheyrir stjv. landsins.
Það er líklega því fé, sem Guido nú beitir, er hann lofar hershöfðingjum öllu fögru.
--Sigur/tap, gæti einfaldlega ráðist af því hvor býður stærri mútu-upphæðir.

Bandaríkin hafa tvö stór bandalagsríki Kólumbíu og Brasilíu, er hafa stjv. Bandar. hliðholl.
Bandaríkin eru nú í því hlutverki, að hafa öfluga bandamenn - þægilega staðsettir.

Nú er það Rússland sem er langt í burtu, en Bandaríkin miklu nær.
Rétt að ryfja upp, að Bandaríkin halda enn í Monroekenninguna, sem felur í sér yfirlýsingu að Bandaríkin umberi ekki afskipti nokkurs utanaðkomandi stórveldis af Norður/Suður Ameríku.

--Öfugt við Sýrland, hafa Bandaríkin ríkar ástæður til að leggja það til sem til þarf.
--Bandaríkin eru enn, mun öflugra ríki en Rússl. + plús að njóta að öflugra bandamanna á svæðinu.

Það þarf ekki vera að Guido hafi betur í núverandi rimmu. En ég á von á því, að Maduru hrökklist frá a.m.k. á þessu ári.

Það væri nokkurt tjón fyrir Rússl. þ.s. nokkur rússn. fyrirtæki hafa á seinni misserum, smám saman verið að koma sér fyrir í olíu-iðnaði Venezúela.
--Mig grunar að það séu ekki síst, vaxandi áhrif Rússl. í landinu, sem hafi vakið hinn núverandi áhuga bandar. stjv. til þess, að koma Maduro frá - setja sinn mann í hans stað.

Rússland gæti hafa gert mistök með því að leggja í svo mikinn kostnað innan landsins.
En Bandar. átta sig líklega á því, ef þau stoppa ekki Rússl. ræður það líklega Venezúela innan fárra missera!
--Það sé sennilega grunar mig, hvað kallar á þá ofuráherslu bandar. stjv. sem blasir nú við.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvort ríkisstjórn Venezuella falli eða ekki, skiptir í raun littlu máli. Hvort "drullsokkur A" stjórni landinu eða "drullusokkur B" skiptir ekki í raun neinu máli. Það sem skiptir máli, er að ríkisstjórn bandaríkjanna ... með þinni hjálp, lítur út fyrir að vera það sem hún er sökuð um að vera ... land, sem stillir upp "uppreisn" til að breita ríkisstjórnum eftir eigin hugarfari og stuðli þannig að dauða miljóna manna.

Örn Einar Hansen, 3.5.2019 kl. 19:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, þú ert skemmtilegur gaur - svo þér litist bara vel á það að Rússland taki landið yfir, stjórni auðlyndum þess - sér til hagsbótar, setji einhvern þægan generál yfir landið líklega. Eins og þú snýrð því upp, væri það glæpsamlegt athæfi ef Bandar. ákveddu að hindra þess lags útkomu, setja í staðinn - ríkisstjórn sem væri sennilega hliðholl Bandaríkjunum. Í stað ríkisstj. sem nú er greinilega hliðholl Rússlandi.
--Þegar þú, kvartar einungis yfir athæfi Bandar. - en ekki Rússlands í þessu tilviki.
--Ertu greinilega að lísa yfir stuðningi við Rússland, andstöðu við Bandar.
---------------
Af hverju ættu milljónir að farast? Maduro hefur sára lítinn stuðning innan landsins - halló, óðaverbólga yfir milljón prósent - fátækt nú nær yfir ca. 95% landsmanna skv. SÞ - auðlæknanlegir sjúkdómar grassera sem farsóttir, vegna niðurbrots heilbrigðiskerfis -- -- þetta að þakka sennilega lélegustu ríkisstjórn heimsins í dag.
--Ef Bandaríkin fara þarna inn með her, verða ólíklega einhverjir verulegir bardagar.
--Yrði frekar eitthvað í líkingu við það er Kanar fóru síðast inn í Haiti.
En mórallinn í hernum getur ekki verið sterkur við slíkar aðstæður, eftir allt saman líða fjölskyldur hermanna eins og aðrir landsmenn. Á ekki von á þó Maduro haldi öðru fram, að her Venezúela veiti mikla mótspyrnu.
--Þetta yrði fljótt búið. Þetta eru ekki Mið-Austurlönd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.5.2019 kl. 02:23

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta átti að fara til þín, þar sem þið voruð að ræða fjármálin.

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2234509/

Egilsstaðir, 05.05,2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 5.5.2019 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 847295

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband