Hvað gerist ef Ísland hafnar 3ja orkupakkanum, eða vísar honum til sameiginlegu EES nefndarinnar?

Einfaldast til að svara þeim spurningum er að vísa beint til texta EES samningsins frá 1994, sem gerir þann texta í meginatriðum 25 ára ca. í dag!

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði

3. þáttur. Lausn deilumála.
111. gr.
1. Bandalagið eða EFTA-ríki getur lagt deilumál er varðar túlkun eða beitingu samnings þessa fyrir sameiginlegu EES-nefndina í samræmi við eftirfarandi ákvæði.
2. Sameiginlegu EES-nefndinni er heimilt að leysa deilumálið. Henni skulu gefnar allar upplýsingar sem hún kann að þarfnast til þess að framkvæma nákvæma rannsókn á málinu, með það fyrir augum að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við. Í þessum tilgangi skal sameiginlega EES-nefndin rannsaka alla möguleika til að viðhalda góðri framkvæmd samningsins.
3. Varði deilumál túlkun ákvæða samnings þessa, sem eru efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stálbandalagsins og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sáttmála, og hafi deilumálið ekki verið leyst innan þriggja mánaða frá því að það var lagt fyrir sameiginlegu EES-nefndina, geta samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, samþykkt að fara fram á það við dómstól Evrópubandalaganna að hann kveði upp úrskurð um túlkun á viðkomandi reglum.
Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki náð samkomulagi um lausn á slíku deilumáli innan sex mánaða frá þeim degi er þessi málsmeðferð hófst, eða hafi samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, á þeim tíma ekki ákveðið að fara fram á úrskurð dómstóls Evrópubandalaganna, getur samningsaðili, til að draga úr hugsanlegu ójafnvægi,
— annaðhvort gripið til öryggisráðstafana í samræmi við 2. mgr. 112. gr. og fylgt þá málsmeðferð 113. gr.;
— eða beitt 102. gr. að breyttu breytanda.
4. Varði deilumál umfang eða gildistíma öryggisráðstafana, sem gripið er til í samræmi við 3. mgr. 111. gr. eða 112. gr., eða jafngildi jöfnunarráðstafana, sem gerðar eru í samræmi við 114. gr., og hafi sameiginlegu EES-nefndinni ekki tekist að leysa deiluna þremur mánuðum eftir þann dag er málið var lagt fyrir hana getur hver samningsaðila sem er vísað deilumálinu til gerðardóms samkvæmt málsmeðferð sem mælt er fyrir um í bókun 33. Óheimilt er að fjalla um túlkun á ákvæðum samnings þessa, sem um getur í 3. mgr., samkvæmt þessari málsmeðferð. Gerðin er bindandi fyrir deiluaðila.

Skv. þessu hefur Sigmundur Davíð rétt fyrir sér að hluta
Að hluta segi ég - því skv. ofangreindum ákvæðum, er ferlinu veittir 6 mánuðir einungis.
Það má sem sagt vísa deilu til EES nefndarinnar, sem þá ber að rannsaka ágreininginn.
Henni ber að fá öll gögn um málið, þá punkta eða atriði sem eru umdeild.
--Eins og þarna kemur fram, þá ber EES nefndinni að skoða málið frá þeim útgangspunkti, að viðhalda því sem kallað er - góð framkvæmd samningsins.

Það sem -góð framkvæmd- þíðir, kemur fram ef lesin væru ákvæði annars staðar í lögunum um EES, þar sem hlutverk EES nefndarinnar sameiginlegu er skilgreint og einnig þar sem hlutverk EES samningsins sem slíks er skilgreint.
--En í þeim textum kemur fram, að lagarammi EES skal vera eins líkur lögum ESB um innra-markaðinn, eins og framast er unnt.
--Að ávallt skuli stefnt að því, að bil ef það myndast að því sé lokað.

Hlutverk EES nefndarinnar, sé sem sagt það, að skila þeirri framkvæmd að því tiltekna bili sé haldið eins litlu og framast sé unnt -- það sé góð framkvæmd, eins lítið og framast sé unnt.

  1. Þetta þíðir að lausn ágreinings sú sem EES nefndin er alltaf að horfa til, er hvernig framkvæmd upptöku ESB reglu eða laga, skal fara fram.
  2. Og endir ágreinings, er þá alltaf sá - að sú lausn, að lögin taka gildi hafi verið fundinn, að þau taki gildi.

Eins og þarna kemur fram - hefur ESB 2 megin valkosti, ef samkomulag text ekki.

  • Gr. 102.
  • Gr. 112 - 113

 

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði

102. gr.
1. Til að tryggja réttaröryggi og einsleitni EES skal sameiginlega EES-nefndin taka ákvörðun um breytingu á viðauka við samning þennan eins fljótt og unnt er, eftir að bandalagið hefur samþykkt nýja samsvarandi löggjöf bandalagsins, með það að markmiði að unnt sé að beita samtímis þeirri löggjöf og breytingunum á viðaukunum við samninginn. Bandalagið skal í þessum tilgangi tilkynna öðrum samningsaðilum í sameiginlegu EES-nefndinni eins fljótt og unnt er þegar það samþykkir réttarheimild um málefni sem fjallað er um í samningi þessum.
2. Sameiginlega EES-nefndin skal meta á hvaða hluta viðauka við samning þennan þessi nýja löggjöf hefur bein áhrif.
3. Samningsaðilar skulu gera sitt ýtrasta til að komast að samkomulagi um málefni sem samningur þessi tekur til.
Sameiginlega EES-nefndin skal einkum gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við þegar upp koma alvarleg vandamál á sviðum sem falla undir valdsvið löggjafans í EFTA-ríkjunum.
4. Ef ekki er unnt að komast að samkomulagi um breytingar á viðauka við samning þennan, þrátt fyrir beitingu undanfarandi málsgreinar, skal sameiginlega EES-nefndin kanna alla frekari möguleika á því að tryggja áframhaldandi góða framkvæmd samningsins og taka nauðsynlegar ákvarðanir þar að lútandi, meðal annars að viðurkenna að löggjöf sé sambærileg. Taka verður slíka ákvörðun eigi síðar en við lok sex mánaða tímabils, frá því að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, eða á gildistökudegi samsvarandi löggjafar bandalagsins ef sá dagur er síðar.
5. Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki tekið ákvörðun um breytingu á viðauka við þennan samning við lok frests sem settur er í 4. mgr. skal litið svo á að framkvæmd viðkomandi hluta viðaukans, sem ákveðinn er samkvæmt 2. mgr., sé frestað til bráðabirgða nema sameiginlega EES-nefndin ákveði annað. Frestun af þessu tagi gengur í gildi sex mánuðum eftir lok tímabilsins sem um getur í 4. mgr., þó ekki fyrir þann dag er samsvarandi gerð EB kemur til framkvæmda í bandalaginu. Sameiginlega EES-nefndin skal áfram leitast við að koma á samkomulagi um lausn sem aðilar geta sætt sig við svo að draga megi frestunina til baka við fyrsta tækifæri.
6. Ræða skal um raunhæfar afleiðingar þeirrar frestunar sem um getur í 5. mgr. í sameiginlegu EES-nefndinni. Réttindi og skyldur sem einstaklingar og aðilar í atvinnurekstri hafa þegar áunnið sér með samningi þessum skulu haldast. Samningsaðilar skulu, eftir því sem við á, ákveða hvaða breytingar þurfi að gera vegna frestunarinnar.

Gr. 102 veitir ESB heimild til að frysta virkni einstakra kafla EES samningsins!
Ég hugsa að ESB mundi ekki kjósa að beita þessari aðferð!
Ástæðan er sú, að fyrir okkur væri það nákvæmlega ekkert aðhald, ef ESB frysti kaflann um orkumál sem heild - það væri stór skellur fyrir Noreg að ósekju, sem flytur út gríðarlegt magn af orku til ESB.
--Ef á það allt kæmi allt í einu tollur, væri það verulegt áfall fyrir Noreg.

Okkur þætti þetta ekkert óþægilegt.
Þar sem Ísland selur enga orku til ESB.

Þar sem það er Ísland sem er í samhengi EES - óþægi aðilinn.
Virðist mér ósennilegt að ESB velji að beita ákvæði 102 er refsaði Íslandi ekki neitt.
--En Noregi með töluvert harkalegum hætti.

Takið eftir því sem sagt er í Gr.102 - 1-4. Þarna kemur ágætlega fram, hvernig EES nefndinni ber ávalt að stuðla að því að regluverk EES, líkist sem mest fyrirmyndinni frá ESB.
--Aftur er tekið fram, að deilur þurfi að leisast innan 6-mánaða!

 

Lög um Evrópskt Efnahagssvæði


4. kafli. Öryggisráðstafanir.
112. gr.
1. Ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur samningsaðili gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 113. gr.
2. Slíkar öryggisráðstafanir skulu vera takmarkaðar, að því er varðar umfang og gildistíma, við það sem telst bráðnauðsynlegt til þess að ráða bót á ástandinu. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst framkvæmd samnings þessa.
3. Öryggisráðstafanirnar skulu gilda gagnvart öllum samningsaðilum.
113. gr.
1. Samningsaðili sem hyggst grípa til öryggisráðstafana í samræmi við 112. gr. skal tilkynna hinum samningsaðilunum það án tafar fyrir milligöngu sameiginlegu EES-nefndarinnar og skal hann veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
2. Samningsaðilar skulu tafarlaust bera saman ráð sín í sameiginlegu EES-nefndinni með það fyrir augum að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila.
3. Hlutaðeigandi samningsaðili má ekki grípa til öryggisráðstafana fyrr en einum mánuði eftir dagsetningu tilkynningarinnar samkvæmt 1. mgr. nema samráði samkvæmt 2. mgr. hafi verið lokið áður en umræddur frestur var liðinn. Þegar óvenjulegar aðstæður, sem krefjast tafarlausra aðgerða, útiloka könnun fyrirfram getur hlutaðeigandi samningsaðili strax gripið til þeirra verndarráðstafana sem bráðnauðsynlegar teljast til þess að ráða bót á ástandinu.
Framkvæmdastjórn EB skal grípa til öryggisráðstafana fyrir bandalagið.
4. Hlutaðeigandi samningsaðili skal án tafar tilkynna ráðstafanirnar, sem gerðar hafa verið, til sameiginlegu EES-nefndarinnar og veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
5. Í sameiginlegu EES-nefndinni skal hafa samráð um öryggisráðstafanirnar á þriggja mánaða fresti frá því að gripið er til þeirra með það fyrir augum að fella þær niður fyrir áætluð lok gildistímabilsins eða takmarka umfang þeirra.
Hver samningsaðilanna um sig getur hvenær sem er farið fram á það við sameiginlegu EES-nefndina að hún endurskoði umræddar ráðstafanir.
114. gr.
1. Ef öryggisráðstöfun, sem samningsaðili hefur gripið til, veldur misvægi milli réttinda og skyldna samkvæmt samningi þessum getur hver hinna samningsaðilanna gripið til jafnumfangsmikilla jöfnunarráðstafana gagnvart fyrrnefndum samningsaðila og bráðnauðsynlegar eru til að jafna umrætt misvægi. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst starfsemi Evrópska efnahagssvæðisins.
2. Málsmeðferðin, sem kveðið er á um í 113. gr., gildir.

Heimild ESB til að beita refsiaðgerðum!
Eins og fram kom í kaflanum um -- ágreining, þ.e. gr. 111. Hefur ESB það sem valkost - ef ágreiningur er ekki leystur, að beita svokölluðum -- öryggisráðstöfnunum.
--Köllum það, refsi-aðgerðir.

Þetta er nefnt, öryggis-ráðstafanir, vegna þess að ákvæðið heimilar aðildarríki, að tímabundið sem neyðar-aðgerð, að grípa til ráðstafana sem að vernda atvinnu-grein í hrun hættu, með hætti sem - væntanlega gengur gegn almennum reglum EES samningsins.
--Samningurinn veitir ESB rétt á móti, til eigin aðgerða - sem eiga þó ekki vera óhóflegar, þ.e. skulu í samræmi við veitt tilefni - að mati ESB að sjálfsögðu hvað telst hóflegt.

  1. Hinn bóginn, eins og kemur fram í gr. 111 -- má ESB einnig beita öryggis-ráðstöfun, í tilviki því - að ágreiningur hefur orðið um gildistöku nýrra laga eða regla í sameinuðu EES nefndinni, og að samkomulag næst ekki innan 6-mánaða.
  2. Þeim aðgerðum, yrði rökrétt beint gegn þeim aðila, sem hindrar samkomulag.
    --M.ö.o. sem hindrar fulla gildstöku reglu eða laga.
  • Ég er algerlega persónulega viss - að ESB beitir þessari leið.

Því hin mundi refsa Noregi ekki Íslandi, sem frá sjónarhóli EES samningsins væri ekki seki aðilinn.

Með beitingu - öryggis-ráðstafana, getur ESB beitt því sem mundi sannarlega fúnkera sem refsing - gegn Íslandi eingöngu.

  1. Ákvæði í gr. 113 segir í reynd afar lítið hvað ESB má gera þ.e. varðandi umfang - nema það að - leitast skal við að takmarka röskun á starfsemi EES.
  2. Hinn bóginn, þar sem að Ísland er smátt - má alveg líta á afar umfangsmiklar aðgerðir gegn Íslandi, sem óverulega röskun á virkni eða starfsemi EES.
  • Mig grunar persónulega, ESB geti skv. þessu - beitt töluvert umfangsmiklum - refsingum gegn Íslandi, í samhengi EES samningsins.

Það hefur aldrei reynt á þessi ákvæði fram til þessa þau 25 ár sem EES hefur starfað.
Þar af leiðandi, eru engin fordæmi til staðar til að styðjast við.
--Sem mig grunar, að veiti ESB ef e-h er, athafnafrelsi.

  1. Bendi á að Ísland er töluvert efnahagslega háð EES.
  2. ESB getur því tæknilega, kallað fram -- nokkuð hressilega lífskjaralækkun hér, sé það þess val að beita það harkalegum ráðstöfunum.
  3. En ESB væntanlega veldi að loka á virkni samningsins gagnvart Íslandi, að einhverju marki - jafnvel að öllu leiti, eins og honum hefði verið sagt upp, þó án þess að taka slíka ákvörðun formlega.
    --Það væri tæknilega mögulegt hæsta aðgerða-stig.

Án EES væri Ísland um margt í líku ástandi og ESB eftir - HARD BREXIT.
Ef ESB mundi beita ítrustu tæknilega mögulegum aðgerðum í samhengi EES, þ.e. afvirkja samninginn sem heild gagnvart Íslandi -- gæti það birst okkur eins og samningnum hefði verið sagt upp, Ísl. fengið að prófa það hvernig það væri.
--Hvaða stig aðgerða ESB ákveður veit enginn, ég nefni einfaldlega hversu langt ESB getur mögulega gengið, sem þó væri skemmra en að ESB sjálft segði upp EES samningnum.

 

Niðurstaða
Þar sem hópur af fólki fer mikinn, með ásakanir um - landráð/svik.
Er rétt að benda fólki á að ef maður notar slíkt orðalag, fór það allt fram 1994.
--Ég kem ekki auga á að samþykki 3ja orkupakka, feli í sér landráð/svik.
--Einfaldlega vegna þess, að EES samningurinn í reynd - veitir Íslandi ekki rétt til að hafna honum, m.ö.o. fullveldis-afsalið 1994 var þetta afgerandi.

Ísland hafi í reynd einungis 2 kosti.
--Samþykkja 3ja orkupakkann.
--Full uppsögn EES.

Það sé í reynd ekki til staðar nokkur þriðji kostur, sbr. að ofan þá veitir það einungis frestun um 6-mánuði, að vísa ágreiningi til EES nefndarinnar, að þeim tíma liðnum -- neitum við enn að samþykkja 3ja orkupakkann, má ESB skv. heimildarákvæði EES - hefja refsiaðgerðir gegn Íslandi, í innra samhengi EES samningsins.
--ESB án nokkurs minnsta hugsanlegs vafa, beitir líklega heimilda-ákvæði um öryggis-ráðstafanir.

Ísl. fengi þá á sig refsingu, þangað til að Ísl. samþykkir 3ja orkupakkann.
---------------
Fólk þarf að skilja EES samninginn, hversu afdrifaríkt fullveldis-afsalið 1994 var.
Það skipti engu máli, að 3ji orkupakkinn - sé ekki sniðugur fyrir Ísland.
Ísl. hafi einfaldlega ekki val, meðan EES samningurinn sé virkur, annað en að taka upp 3ja orkupakkann, síðan þann 4ja og þar næst 5ta, o.s.frv.
--Fólk þarf að skilja hver veruleikinn er!

  • Jón Baldvin Hannibalsson samdi fyrir Íslands hönd.
  • Davíð Oddson var forsætisráðherra!

JBH sagði EES - lifandi samning. M.ö.o. þá virkni hans, að Ísl. er ávalt skuldbundið skv. EES að taka upp lög og reglur um innra-markaðinn, algerlega burtéð frá því hvort þær reglur eru Ísl. í hag eða óhag, eða hvort þær gagnist Ísl. eða komi því ekki við.

  1. Á sínum tíma barðist ég gegn upptöku EES - einmitt út af þessu afgerandi fullveldisafsali.
  2. Ég og faðir minn, vorum í fararbroddi í félagi sem nefndist, Samstaða.
  3. Síðar var söfnun undirskrifta til hvatningar til forseta vors, Vigdísar Finnbogadóttur - um að vísa málinu til þjóðar.
    --Eins og frægt er, túlkaði Vigga vald forseta þannig, það væri í reynd ekki til staðar.
    --Síðar, eins og frægt er, túlkaði Ólagur Ragnar Grímsson ákvæði um vald forseta þannig, hann sannarlega mætti vísa samþykktu þingmáli til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Líklega hefði EES verið fellt ef svo hefði farið. Þannig í reynd var það líklega Vigga er tók ákvörðunina. Síðan getum við rifist um það hvort útkoman var góð eða slæm.
--Til þess að vera sanngjarn, hefur a.m.k. efnahagslega séð samningurinn reynst vel.

Mín afstaða til hans í dag er sú, að hann sé í dag sá veruleiki sem við búum við.
--Rétt sé að samþykkja 3ja orkupakkann án tafar.
--Því, hinn valkosturinn sé einungis uppsögn EES.
Ekki sé rétt til taka það afdrifaríka óafturkræfa ákvörðun.
Nema að Ísl. standi fyrir það alvarlegum öðrum afleiðingum að uppsögn verði rétt ákvörðun.

Á á þá við, uppsögn væri síðasta neyðar-aðgerð. Við erum langt í frá á slíkum stað.
Ef aftur á móti síðar kemur í ljós, að dómsdags-spár þeirra sem tala 3ja orkupakkanum allt til foráttu, reynast réttar.
--Má alltaf segja upp EES í því síðar.

  • Með teknu tilliti til alls, sé rétt ákvörðun að samþykkja 3ja orkupakkann.
    --Síðan komi síðar í ljós, hvort slíkar afleiðingar er kalli á mjög afdrifaríka ákvörðun rísa.

Málið er að ég á ekki endilega von á því. Bendi á að Landsvirkjun hefur reglulega talað fyrir rafstreng í 20 ár. Blasir ekki við mér strengur sé líklegri eftir samþykki 3ja orkukappa en hingað til sl. 25 ár.
Bendi auk þessa á, að í tíð vinstristjórnar Steingríms og Jóhönnu, 2009-2013, voru um hríð áform um 2-risaálver ásamt gríðarstórum virkjunum. Þau áform fékk stjórnin í arf frá ríkisstjórninni á undan. Samfylking vildi þó fylgja þeim fram áfram í vinstri stjórninni.
Um hefði verið að ræða tvær virkjanir nærri Kárahnjúka skala, átti að reisa gríðarlegar gufuvirkjanir á Reykjanesskaga.
--Þessi áform vöktu mikla andstöðu, þrátt fyrir að fjársterkir aðilar stæðu með þeim áformum, náðu áformin ekki fram.

  • Þetta bendi ég fólki á, sem óttast að ekkert sé hægt að gera ef einhver auðugur aðili kemur með stórfé, og óskar eftir heimild til lagningar strengs - og vill reisa þær virkjanir sem til mundi þurfa, svo strengur gæti mögulega borið sig.
    --Að slík áform eru líkleg að mæta mjög harðri andstöðu.
    --Fyrir utan álvera-áformin auk virkjana þeim tengdum sem ekki varð af, vek ég athygli á lítilli virkjun á Vestfjörðum, sem hefur mætt mjög einbeittri andstöðu og tafist fyrir vikið meir en heilt kjörtímabil.

Ég bendi fólki á þetta - svo það sé ekki í einhverri hræðsluvímu.
Ef einhver vill leggja streng - mundi því fylgja það tafsöm í afgreiðslu mál, að nægur tími væri til þess að veita málinu andstöðu. Og ef allt fer til hins verra, til uppsagnar EES.
--Eins og ég benti á, ég á ekki endilega von á því þær meintu alvarlegu afleiðingar sem rætt er um að þær komi fram, en ef þær gera það - er almenningur ekki varnarlaus, eins og niðurstaðan um risaálverin frá því í tíð vinstristjórnarinnar sannar!
--Auðugir auðhringir fá ekkert að ráða öllu, ef þjóðin er á móti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar, þú sagðir hér að ofan að þú hefðir verið í Samstöðu gegn EES á sínum tíma, ásamt föður þínum.

Annað hvort hefur þú verið hugrakkari þá eða faðir haft góð áhrif á þig og fengið þig til að standa á sannfæringu þinni.

Veistu, ég hef sjaldan lesið eins mikla hundalógík til að réttlæta eitthvað eins og þú gerir hér að ofan þegar þú dregur öryggisákvæði EES samningsins inní dæmið og reynir síðan að réttlæta þá skoðun þína að þú teljir að það eigi að samþykkja orkupakkann.

Hvað er að því Einar að segja, ég er hlynntur orkupakkanum, bæði þessum, fyrri og þeim sem eiga eftir að koma því ég tel þá hagstæða þjóðinni og sú markaðslausn sem þar er að finna muni efla samkeppni og bæta lífskjör á Íslandi.

Til hvers þarftu að gera eitthvað skrímsli úr Evrópusambandinu til að réttlæta afstöðu þína?? Það liggur við að þeir sem bentu Ungverjum á í den að það væri óráðlegt að ögra Sovétinu um of, því kæmu skriðdrekar Varsjárbandalagsins á svæðið, hafi verið jákvæðari.

Allavega ert þú ekki að mála Evrópusambandið bjartari litum en menn máluðu Varsjárbandalagið á sínum tíma, þá kannski ekki að ósekju, en hvað hefur þú fyrir þér að Evrópusambandið sé slíkt ógnarbandalag eins og þú lýsir??

Hefur þér ekki dottið í hug að lausnin út úr þeirri klemmu sem málið væri í eftir íslenska Nei-ið að þessi 6 mánaða umþóttunartími yrði notaður til að semja um fyrirvara Íslands, og síðan myndi EES afgreiða orkupakkann þannig að allir gætu vel við unað.

Hvaða hag heldur þú að Evrópusambandið hefði af því að haga sér svona við lítið varnarlaust ríki, og til hvers ætti það að gera það??

Ímynd þess er stórlöskuð af ýmsum ástæðum, en svona gerræði myndi algjörlega ganga frá henni því svona haga bara geðvillingar sér eins og þeir sem sendu skriðdrekana inní Ungverjaland á sínum tíma.

Og hver er ávinningurinn á móti??

Það er ekkert sem meikar sens í þessu Einar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.5.2019 kl. 17:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson, "Hefur þér ekki dottið í hug að lausnin út úr þeirri klemmu sem málið væri í eftir íslenska Nei-ið að þessi 6 mánaða umþóttunartími yrði notaður til að semja um fyrirvara Íslands, og síðan myndi EES afgreiða orkupakkann þannig að allir gætu vel við unað."

Af hverju mundi ESB vilja semja? Ég er ekki að gera -skrímslí- úr ESB, samningurinn er einfaldlega settur þannig upp - að EES aðildarlönd, þurfa að taka upp allar lagabreytingar sem ESB býr til í samhengi - innra-markaðar.
--Um nákvæmlega það var samið 1994.

Kem ekki auga á hvaða hundalógík þú vísar til. Það var einfaldlega samið á þann hátt 1994. Við sitjum með samninginn eins og hann er.
--Valdheimildir ESB eru fullkomlega skýrar skv. samningnum, þú getur lesið hverjar þær eru sjálfur í lagatexta EES samningsins - skv. beinum tilvitnunum.

Hvað er ég réttlæta -- eins og ég rækilega bendi á, getum við sagt upp EES samningnum.
--Það er okkar eina hótun, og ef ESB - tekur það ekki alvarlega, segir t.d. við okkur bara -ok- og vill ekki gefa neitt eftir með ákvæði EES.
--Þá er valið skýrt -- uppsögn eða samþykki 3ja orkupakkans.

Hver er hundalógíkin? Mér virðist klárt að valið er einmitt þetta - uppsögn eða samþykki.

"Hvaða hag heldur þú að Evrópusambandið hefði af því að haga sér svona við lítið varnarlaust ríki, og til hvers ætti það að gera það??"

Gott og vel, ESB hefur verið afskaplega ósveigjanlegt í samningum við Bretland, þjóð yfir 70 millj. - sé ekki betur, neitar að bjóða Bretlandi - kjör sem séu skárri en þau, en Ísl. býr við í dag innan EES.
--Spurðu þig sömu spurninga um Bretland -- af hverju traðka þeir á þeim nú?

Greinilega vex ESB ekki í augum, að traðka á rétti rýlega 70 millj. manna þjóðar.

Gefðu mér góða ástæðu, af hverju ESB mundi vaxa í augum að -- beita þeim þvingunar-úrræðum sem ég vitna með fullkomlega skýrum hætti að, að ofan.

Ég hef fylgst mjög vel með samingum Breta við ESB -- það er í ljósi þeirra viðræðna, sem ég verð að tjá þér, að miðað út frá þeirri reynslu, hef ég enga trú að nokkur von sé til þess sveigjanleika sem þú ímyndar þér að gæti birst gagnvart Íslandi - ef bara Íslandi komi til hugar að gera tilraun til að semja sig frá 3ja orkupakkanum.

Sannast sagna kem ég ekki auga - hvað við getum í reynd samið um.
Það sem þú ferð fram á - kemur mér fyrir sjónir, svipað er Ísl. sendi bænabréf til Danakonungs, í tíð einveldis-áranna.

Við höfum ekkert í hendi - nema hótun um uppsögn, og miðað við það augljósa harðýðgi ESB beitir í samningum við Bretland nú; þá virðast mér hugmyndir þínar æði draum-órakenndar.

"Það er ekkert sem meikar sens í þessu Einar."

Ég bendi þér á að skoða veruleikann eins og hann er, í stað þess að horfa á hann í einhverri draumsýn.
Ég er að setja málið fram með þeim hætti - sem er enginn vafi í mínum huga að er sannleikur máls.
Að staðan sé sú -- annaðhvort samþykkjum við 3ja orkupakkann, og áfram þá næstu í kjölfarið; eða við hættum í EES - fjarlægjumst Evrópu.

Ég hef enga trú á - fyrst ESB traðkar þessi misserin augljóslega á Bretum, að það vakni einhver meðaumkun með litla Íslandi, ef Ísl. sendir þeim óskir - um að þurfa ekki að taka upp 3ja orkupakkann o.s.frv.

Þíðir það að ESB sé orðið að skrímsli? Góð spurning. 

"Og hver er ávinningurinn á móti??"

Taktu eftir hvernig ESB kemur fram við Breta - eins og Bretland sé krækiber sem litlu sem engu skipti, þeim boðnir hvað ekki verður kallað annað en -- afarkostir. Takið þessu eða hunskist, eru skilaboðin.
--Svo gefðu mér ástæðu -- af hverju litla Ísl. fær miskunnk, er Bretland fær enga?

Ætli að meðferðin á Bretlandi hafi ekki opnað augun smávegis -- gert það skýrt, að Ísl. fær enga meðaumkun, eins og þér dreymið um.

--ESB greinilega lítur á sig í dag sem stórveldi - hvað gera stórveldi gagnvart þeim litlu?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.5.2019 kl. 18:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Það er hundalógík að draga öryggisákvæði EES samningsins inní þessa umræðu um orkupakkann og þau ákvæði EES samningsins sem fjallar um hvernig EES samningurinn tæklaði þá stöðu sem gæti allaf komið upp að einstök EES ríki treystu sér ekki til að innleiða tilskipun sambandsins að óbreyttu.

Öryggisákvæðin eru hugsuð til að takast á við vandalisma á samningnum, kannski eins og þau sem þú leggur til, að einstök EES ríki samþykki tilskipun, en neiti svo síðan að fara eftir ákvæðum hennar þegar reynir á þau.

Það er ekki vandalismi að virkja ákvæði 102. og 103. greinar EES samningsins, heldur kallast slíkt að fara eftir samningnum, að virða hann.

Út frá þeirri málsmeðferð gæti ESB aldrei virkjað öryggisákvæðin, slíkt stæði aldrei dóm, og já, Evrópa er réttarríki og bæði EFTA dómurinn og ESB dómurinn dæmir eftir lögum og reglum.  Þó það sé reynt að halda öðru fram eins og í ICESave deilunni.  Hins vegar gætu EES ríkin virkjað öryggisákvæðin vegna fordæmalausrar málsmeðferðar ESB, þó slíkt væri hæpið, því hverju getur dvergurinn hótað fílnum, þó hann hafi farið inní postulínsbúð hans??

En aðalatriðið er það að til þess myndi aldrei koma, EES samstarfinu er aldrei hleypt í uppnám útaf hagsmunum sem eru óverulegir fyrir Evrópusambandið, bæði vegna smæðar íslenskra orkuauðlinda í stærra samhenginu, sem og að landið er ekki tengt orkumarkaðnum í dag, og þar með hafa fyrirvarar Íslands engin áhrif á það sem er til staðar í dag.

Hagsmunir Íslands snerta hins vegar grundvöll byggðar í landi sem er auðlindaland og fátt annað til tekjuöflunar en að nýta þær auðlindir.

Meintir hagsmunir Noregs eru ekki issjú í þessum máli, ef samningsforsendur Íslands eru viðurkenndar, þá fer pakkinn í gegn með fyrirvörum Íslands, ef þeir eru ekki viðurkenndir, og EES samstarfið hugsanlega leyst upp í kjölfarið, þá myndi Noregur alltaf geta gert tvíhliða samkomulag við ESB um innleiðingu pakkans, og málið dautt. 

Hinsvegar reikna ég með að Noregur myndi ekki fórna EES samstarfinu fyrir mál sem allir hlutlausir aðilar sjá að er grundallaratriði smáþjóðarinnar sem biður um fyrirvarann, og öll kúgun á henni kæmi ákaflega illa út fyrir norsk stjórnvöld.  Slík upplausn gæti haft ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir það EES samstarf sem eftir er, það er ef einhver gæti kallað Noreg og Lichenstein EES á eftir að Ísland væri þvingað úr samstarfinu.  Það er aðeins rúmlega helmingur norsku þjóðarinnar hlynnt þessu hjáleigusamstarfi og það gæti skjótt orðið minnihluti ef menn sjá vinnubrögð fortíðar sem hingað til voru talin tengjast föllnum alræðisstjórnum Evrópu.

Nei, þess vegna spyr ég aftur, af hverju ættu ESB ekki að vilja semja??

Síðan Einar, það er önnur hundalógík að bera saman samstarfið í EES, og þeim reglum og lögum sem þar eru umsamin, við útgöngu Breta úr ESB.  Líklegast er ógæfan í því máli, að ólíkt EES samningnum, þá voru ekki til skýrar reglur um hvernig ætti að standa að útgöngu.  Sem og það er stór fimmta herdeild í Bretlandi sem rær að því öllum árum að eyðileggja útgönguferlið.  En hvað á ESB að gera, samþykkja að Bretar séu á hinum innri markaði, en bara ekki í sambandinu, og undanþegnir regluverkinu sem býr að baki??

En það skiptir ekki máli um hverju er að kenna, þetta er bara á engan hátt sambærilegt.

Og ESB er ekki skrímsli, og það hefur aldrei hótað okkur, hvorki í ICEsave eða þessu máli.  Sögur um annað er hræðsluáróður innlendra hagsmunaafla sem á einhvern hátt sáu hag í skuldaþrælkun þjóðarinnar á sínum tíma, og í dag þeirra sem sjá hag í markaðsvæðingu orkunnar á samkeppnismarkaði ESB.

Slíkur áróður gerir  ESB ekki að skrímsli, ekki frekar en að Grýla yrði til af sögunum einum saman.

Einar, hræðsluáróður er ekki virðingarverð forenda afstöðu sinnar.

Og þar sem ég ber mikla virðingu fyrir skrifum þínum í gegnum tíðina, þá varð ég að gera þessa athugasemd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.5.2019 kl. 21:21

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson -- "Öryggisákvæðin eru hugsuð til að takast á við vandalisma á samningnum, kannski eins og þau sem þú leggur til, að einstök EES ríki samþykki tilskipun, en neiti svo síðan að fara eftir ákvæðum hennar þegar reynir á þau."

Þú áttar þig þá ekki á því, að ESB mundi mjög líklega telja það vandalisma á samningnum af hálfu Ísl. -- ef það vill ekki taka upp 3ja orkupakkann - eina ferðina enn, bendi ég þér á að gefnir eru 6 mánuðir, frá þeim tíma Ísl. sendi málið til sameiginlegu EES nefndarinnar -- það kemur skýrt fram að ofan, að ef nefndin kemst ekki að niðurstöðu.
--Má ESB beita öryggis-ákvæðunum fyrir sitt leiti.

Að sjálfsögðu mundi ESB þá ekki refsa Noregi eða Lichtenstein, heldur Ísl. eingöngu.
--Þ.s. hin löndin hafa þegar samþykkt 3ja orkupakkann fyrir sitt leiti, þá væri það klárlega Ísl. sem væri að fjargviðrast um málið.

Það væri mat ESB - háð því hvernig ESB þá metur málið, hvort ESB grípur til slíkra aðgerða.
--En valdheimildir ESB til slíks eru á tæru, eða nægilega svo.

Þ.e. rangt hjá þér, að slík beiting þess ákvæðis væri lögbrot - kemur algerlega nægilega skýrt fram, að ESB hefur heimild einmitt til að beita því ákvæði -- við nákvæmlega þess lags kringumstæður.
--Það væri því alveg örugglega, vonlaust fyrir okkur að fá slíkri aðgerð ESB - hnekkt.

"En aðalatriðið er það að til þess myndi aldrei koma, EES samstarfinu er aldrei hleypt í uppnám útaf hagsmunum sem eru óverulegir fyrir Evrópusambandið, bæði vegna smæðar íslenskra orkuauðlinda í stærra samhenginu, sem og að landið er ekki tengt orkumarkaðnum í dag, og þar með hafa fyrirvarar Íslands engin áhrif á það sem er til staðar í dag."

Rangt hjá þér. ESB mundi ekki alveg örugglega ekki umbera fordæmið sem fælist í því - ef Ísl. færi með skýrum hætti þvert gegn megin-kvöð EES samningsins, að meðlima-lönd hans, skuli alltaf fortakslaust taka upp nýja lagapakka sem gilda í samhengi innra-markaðarins. 
--Þ.e. einmitt grunnvallar-atriði samningsins, akkúrat sú kvöð.

Ef Ísl. kemst upp með það, væri búið að skapa fordæmi sem ESB vill alveg örugglega ekki að verði til.

Og alls ekki neitt smáatriði eða lítilsháttar hagsmunamál.

"Meintir hagsmunir Noregs eru ekki issjú í þessum máli, ef samningsforsendur Íslands eru viðurkenndar, þá fer pakkinn í gegn með fyrirvörum Íslands, ef þeir eru ekki viðurkenndir, og EES samstarfið hugsanlega leyst upp í kjölfarið, þá myndi Noregur alltaf geta gert tvíhliða samkomulag við ESB um innleiðingu pakkans, og málið dautt."

Þú veður eina ferðina villu og svima -- EES samstarfið yrði ekki leyst upp, við það -- að Ísl. hugsanlega segði sig úr EES -- hin löndin yrðu áfram þar eftir allt saman.
Og það yrði að sjálfsögðu ekki leyst upp -- ef ESB beitti Ísl. refsi-aðgerðum.
--En ESB mundi sjálfsögðu ekki formlega segja upp EES fyrir sitt leiti, enda ekki ástæða til - þó eitt meðlima-landið væri að brjóta samninginn en hin ekki.

ESB hefur enga ástæðu til að leysa upp EES sem heild - þó það ákveddi að beita Ísl. þrýstingi, vegna þess að Ísl. hefði ákveðið að - brjóta eina megin reglu EES, þá reglu - að löndin eigi alltaf að fylgja fram innleiðingu nýrra laga inn í lagaumgjörð innra-markaðarins eins og hann gildir einnig á EES eftir því sem ESB innleiðir ný slík eða breytir eldri.

"Hinsvegar reikna ég með að Noregur myndi ekki fórna EES samstarfinu fyrir mál sem allir hlutlausir aðilar sjá að er grundallaratriði smáþjóðarinnar sem biður um fyrirvarann, og öll kúgun á henni kæmi ákaflega illa út fyrir norsk stjórnvöld."

Noregur kemur deilunni ekki við - sem væri milli Ísl. og ESB.
Og ESB mundi að sjálfsögðu ekki refsa Noregi - samtímis og Íslandi, eins og þér virðist koma til hugar.
--Þó ESB tæknilega geti leyst upp EES sem heild.
--Mundi það ekki meta slíkt sem hæfileg viðbrögð, við broti Ísl. á megin-reglu EES.
Heldur einungis refsa Íslandi.

"Nei, þess vegna spyr ég aftur, af hverju ættu ESB ekki að vilja semja??"

Ég átta mig ekki á því hvernig þú komst í þetta hugsanafar. Farinn að tala um upplausn EES - þegar þar er ekki inni í myndinni.

ESB mundi ólíklega semja við Ísl. - eins og einhver hópur Íslendinga þar á meðal þér haldið það mundi gera.
Lestu ákvæðin um mótaðgerðir af hálfu ESB - sjá beinar tilvitnanir að ofan.
--Þau ákvæði sem vitnað er til.

Fela ekki í sér upplausn EES sem heildar.
--Þau ákvæði veita þó möguleika fyrir ESB - að bregðast við aðgerð eins meðlima-landa EES.
--Og ef eitt meðlimalanda EES brýtur ákvæði samningsins - þú þarft að átta þig á, að þ.e. brot á megin-reglu samningsins, að heikjast við að taka upp -- mikilvæga lagabreytingu frá ESB, eftir að 6 mánaða umþóttunartími sameiginlegu EES nefndarinnar er liðinn.
--Frá þeim punkti, er það orðið lögbrot að halda áfram að þræta um málið.
Þess vegna auðvitað virkjast heimildir ESB til mótaðgerða.

Þá erum við að sjálfsögðu ekki að tala um að leysa upp EES -- átta mig ekki á hvernig þér kemur slíkt til hugar.
Heldur, einungis í sér -- sértækar aðgerðir gegn því landi, sem ESB metur brotlegt.
--Eins og skýrt kemur fram í þeim öryggis-ákvæðum, getur ESB beitt eitt meðlima-land EES, refsi-aðgerð.
Samtímis og önnur meðlimalönd EES - eru undanskilin þeirri refsiaðgerð.

ESB mundi ekki leysa upp EES - refsa þannig Noregi einnig.
ESB þarf ekki að leysa upp EES - það hefur til þess aðrar leiðir, sem kemur fram í textanum hjá mér að ofan þ.s. ég vitna með beinum og skýrum hætti í ákvæði EES samningsins.

"En það skiptir ekki máli um hverju er að kenna, þetta er bara á engan hátt sambærilegt."

Það sem samningar Breta og ESB sína -- er að ESB er hart í horn að taka í samningum, afar hart í horn að taka.
Það mun að sjálfsögðu ekki gefa sitt eftir -- eða þ.s. það telur sitt.
Ef Ísl. brýtur eina meginstoð eða reglu EES -- þá getur ekki verið nokkur raunhæfur vafi um, að ESB beitir ákvæðunum að ofan, sem heimilar því að refsa Ísl. sérstaklega -- eftir að 6 mánaða umþóttunar-tíminn er liðinn, og Ísl. hugsanlega enn þverskallast við að taka upp 3ja orkupakkann.

"Einar, hræðsluáróður er ekki virðingarverð forenda afstöðu sinnar."

Ég er ekki með nokkurn hræðsluáróður. Heldur eins skilmerkilega og mér er kleyft, að útskýra fyrir þér hvernig málin liggja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.5.2019 kl. 23:53

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Einar, þú ert að lýsa skrímsli og það er hugarburður.

Það er ekki vandalismi að fara eftir samningum.

Evrópusambandið er bundið af lögum og það gæta aldrei réttlætt virkjun á öryggisákvæðum með tilvísun að það þyrfti að bregðast harkalega við til að skapa fordæmi.  Vegna þess að þessi þekktu rök handrukkar og annars glæpalýðs eru ekki lagarök heldur ofbeldisrök.

Ísland segir sig ekki frá EES samningnum með því að virkja ákvæði 102, greinar og 103. greinar, það er ekki einu sinni lagalega ljóst hvað gerist ef aðilar sameiginlegu EES nefndarinnar nái ekki samkomulagi, hvort það séu endalok EES eður ei, eða hvort það ríki sem neitar að innleiða tilskipun nema með fyrirvörum, haldi áfram, án þessarar tilskipunar.  Það þurfa hins vegar aðrir að krefjast að það víki.

Öll óvissa í þá veru eða upplausn EES kemur sér mjög illa við norsk stjórnvöld, hvað þá ef ESB tæki Stalín og Hitler á málið, því það voru vinnubrögð sem liðu undir lok um og uppúr miðja síðustu öld.  Það er enginn svo heimskur að spyrja sig ekki, hver verður næstur?  Og Norðmenn vita eins og er að það verður ekki Liechtenstein.

Að innleiða tilskipun, og neita síðan að fara eftir innihaldi hennar, eins og þú leggur til, er hins vegar skýlaust brot á EES samningnum.  Það virkjar ekki öryggisákvæðin, heldur kveður EES samningurinn á um skýra málsmeðferð sem endar með dómi og sektum ef ríki láta ekki af brotum sínum.  Rífi þau þá ennþá kjaft, þá má vera að öryggisákvæðin virkjast, fer eftir forsendum málsins.

EES samningurinn er samningur sjálfstæðra ríkja, ekki einhliða kúgunarsamningur stórríkis við fylgiríki.

Að halda því fram til að réttlæta stuðning sinn við orkupakkann, er ekki virðingarverð afstaða.

Síðan ítreka ég það að lagaflækjurnar við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru ekki á nokkurn hátt sambærilegar og sú lagalega staða sem kemur upp þegar einstök EES ríki virkja ákvæði samningsins um ágreining við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins.

Nema að því leitinu að í báðum málum eru lög virt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2019 kl. 00:38

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson,  einmitt það sem ég er stöðugt að benda á, að ESB er bundið af lögum - og að lögin eru í tilvikinu, andstæð okkur. Þess vegna eru viðbrögð ESB, einmitt í samræmi við þau lög - þ.e. það virkjast tiltekin heimilda-ákvæði, sem rökrétt er að ætla að ESB noti, þ.s. ESB rökrétt mun álíta líklega að aðgerð okkar - að þæfa mál varðandi samþykki 3ja. orkupakkans, umfram þá fresti sem lög um EES - sé brot á lögum um EES af okkar hálfu. Þá veitist ESB þar með, heimild til þess, að beita aðgerð gegn okkur í samræmi við þau heimilda-ákvæði, sem ég hef margítrekað bent þér á.
--Ég er ekki alveg að átta mig á því, af hverju þetta kemst ekki til skila.

"Vegna þess að þessi þekktu rök handrukkar og annars glæpalýðs eru ekki lagarök heldur ofbeldisrök." 
Nei, það er alls ekki svo, fordæmi eru þvert á móti - mikilvægt prinsipp í lagatúlkun. Hissa eiginlega á því, þér sé það ekki kunnugt. T.d. er algengt að lögregla Íslands, gangi vægilega fram við að framfylgja margvíslegum glæpum sem vægar refsingar eru við. Þá hefur lögreglan, skapað það fordæmi, að þeir sem brjóta lög með þeim hætti - eigi almennt ekki á hættu, að vera dæmdir fyrir. Það er auðvitað lögreglan, sem handtekur og færir til dómara.
--Þú getur með fordæmis-skapanir aðgerðum, breytt túlkun laga - breytt beitingu laga, það getur verið það afdrífarík aðgerð, að beyting einstakra laga þróist geng upphaflegum tilgangi þess er setti þau.

Upphaflegur tilgangur ESB með EES samningnum, er sú krafa ESB - að lög EES verði alltaf eins og lög ESB hvað - innra-markaðinn varðar. Löndin sem vildu semja við ESB, vildu bættan aðgang að markaði ESB - en á móti, vildi ESB að lög ESB giltu alltaf í þeim löndum. Það var samþykkt á sínum tíma - þetta var það sjálfstæðis-afsal sem ég og faðir minn tókum þátt í að mótmæla.
--Krafa ESB er alltaf á þá leið, að lög sem streyma frá ESB - taki sem fyrst gildi á EES. Þannig hefur það alltaf verið. Og sjálfur tilgangur - sameinuðu EES nefndarinnar skv. samningnum, er einfaldlega sá - að leysa þau vandamál sem upp kunnu að koma, við gildistöku nýrra laga frá ESB í aðildarlöndum EES, þannig að þau taki þá gildi.
--Svokallað samkomulag milli aðildarlanda EES, skal þá ávalt stuðla að því að tilgangur ESB að laga-umhverfið sé alltaf eða eins alltaf og framast mögulegt sé, eins.
**Ef, ESB heimilaði Íslandi, þ.e. gripi ekki til aðgerða til að hegna Íslandi fyrir, ef Ísl. vísvitandi storkaði þeim upphaflega tilgangi EES af hálfu ESB, að laga-umhverfi ESB sé - eins. 
**Þá væri ESB að sjálfsögðu að skapa afar stórt fordæmi.
__Eiginlega ef það fordæmi svo stórt, að þÐ munsdi stórfellt breyta því hvernig samningurinn virkar - miðað við það hvernig hann hefur virkað fram að þessu. 
Ég er nefnilega algerlega viss, að ESB getur ekki sætt sig við slíka útkomu. Og það gæti því alveg farið svo, að ESB sliti EES. Ef mál þróuðust með þeim hætti! Við skulum ekki segja það öldungis útilokað.

Þess vegna er ég svo algerlega viss - öruggur, að ESB mun beita ítrustu kröftum, gegn sérhverri þróun til slíkrar áttar.
Að það sé ekki eiginlegur vafi, að ESB mun beita Ísl. afarkostum - ef Ísl. neitar að taka upp 3ja. orkupakkan, eða ætlar sér að þæfa málið - umfram þann tíma sem samningurinn veitir þ.e. 6 mánuði.
--ESB mun algerlega örugglega, ekki álíta að það sé að beita Íslandi öfbeldi.
--Einungis líta svo á, það sé að koma lögum yfir Ísl.

"Ísland segir sig ekki frá EES samningnum með því að virkja ákvæði 102, greinar og 103. greinar, það er ekki einu sinni lagalega ljóst hvað gerist ef aðilar sameiginlegu EES nefndarinnar nái ekki samkomulagi, hvort það séu endalok EES eður ei, eða hvort það ríki sem neitar að innleiða tilskipun nema með fyrirvörum, haldi áfram, án þessarar tilskipunar. "

Tekið beint úr lagatexta EES: "Framkvæmdastjórn EB skal grípa til öryggisráðstafana fyrir bandalagið."
--Þú getur lesið úr hvaða samhengi sá texti er tekinn að ofan!

Ómar, af hverju lestu ekki texta laga-ákvæðanna sem ég hef sett inn að ofan? Þar stendur alveg nægilega skírt hvað gerist.
Það er meira að segja varið töluverðum orðaflaumi í það að skilgreina hver réttur aðila er, ESB sem og annarra meðlimalanda EES - ef eitt meðlimalanda EES virkjar sjálft öryggisákvæði EES samningsins.
--Skv. því sem stendur, ef t.d. Ísl. virkjar öryggisákvæðin sjálft af fyrra braði - fá önnur meðlimalönd einnig að beita öryggi gegn Ísl. og ESB veitist þá strax heimild að beita eigin öryggi gegn Ísl.

Það sem það líklega þíðir - er að mnálið verður - einangrað utan um Ísl. Þ.e. ef Ísl. sjálft virkjar öryggi, ræða væntanlega hin EES löndin og ESB saman, og taka ráð saman um að - einangra málið utan um Ísl.
--Enda hafa hin löndin þegar samþykkt 3ja orkupakkann, og ESB vill að Ísl. klári málið fyrir sitt leiti.

Þetta er þ.s. mér virðist líklegast að gerðist í slíku tilviki. Hin löndin, vilja ekki rugga EES bátnum. 
--Þau hugsa auðvitað um sína hagsmuni, þeirra ríkisstj. geta rætt við aðila innan ESB. Það öruggleg gerist. Hin löndin þá örugglega segja, Ísl. er vandamálið - látið þetta ekki bitna á okkur. Talsmenn ESB,örugglega lofa þeim því. Þannig að það yrðu sennilega samantekin ráð milli Noregs - Lichtenstein og Sviss, og fulltrúum ESB.

Eða af hverju væru það ekki rökrétt viðbröð þeirra að hugsa um sína hagsmuni?
--Ísl. yrði ekki rekið úr EES -- en samkrull aðgerða, gæti gert vist okkar innan EES, óþægilega - ef hin löndin virkja aðgerðir gegn okkur, og ESB það einnig geri samtímis.
--Eins og þeim öllum er skýlaust heimilt skv. laga-ákvæðunum sem ég setti inn að ofan.

"Öll óvissa í þá veru eða upplausn EES kemur sér mjög illa við norsk stjórnvöld, hvað þá ef ESB tæki Stalín og Hitler á málið, því það voru vinnubrögð sem liðu undir lok um og uppúr miðja síðustu öld.  Það er enginn svo heimskur að spyrja sig ekki, hver verður næstur?  Og Norðmenn vita eins og er að það verður ekki Liechtenstein."

Það yrði algerlega öruggleg engin upplausn í EES - þó Ísl. eitt færi að brjóta ákvæði samkomulagsins. Menn mega ekki fyllast einhverju stórfelldu ofmati á stöðu landsins eða hvað það þíddi, ef Ísl. eitt vísvitandi bryti EES reglur - með því, að neita að taka upp mikilvægan lagapakka, sem Ísl. skv. EES samningnum ber ávalt að samþykkja að taka yfir.

"Að innleiða tilskipun, og neita síðan að fara eftir innihaldi hennar, eins og þú leggur til, er hins vegar skýlaust brot á EES samningnum.  Það virkjar ekki öryggisákvæðin, heldur kveður EES samningurinn á um skýra málsmeðferð sem endar með dómi og sektum ef ríki láta ekki af brotum sínum.  Rífi þau þá ennþá kjaft, þá má vera að öryggisákvæðin virkjast, fer eftir forsendum málsins."

Lestu laga-textann sem ég hef sett beinar tilvitnanir í. En þú ítrekað fullyrðír blákalt á skjön við þann texta - þó sá texti standi svart á hvítu fyrir framan þig.
--Að neita að innleiða laga-texta sem Ísl. er skuldbundið til, einnig er skýlaust brot á EES. 

Hvergi kemur fram í mínu máli að ég leggi til að ekki sé farið eftir ákvæðum nokkurs þess lagatexta sem Ísl. tekur upp.
--Ég er ekki að sjá hvernig þú getur mögulega talið þig lega það úr því sem ég hef sagt.

--Ég hef allan tímann þvert á móti sagt - að Ísl. eigi ekki þann valkost annan, en að fylgja lögum EES.
--Ef Ísl. ætlar áfram þar að vera!
Það þíðir, að Ísl. þarf að taka upp 3ja orkupakkann.
--Annars líklega verður Ísl. pent einangrað innan EES, aðgerðum beint gegn okkur sem gera vist okkar í samningnum óþægilega - þangað til við gefumst upp "one way or other."

Það er vel hægt að gera, með samkrulli hinna aðildarlandanna og EES, m.ö.o. samráði þeirra um aðgerðir gegn okkur.
Í sameiningu gætu mótaðgerðir þeirra orðið mjög tilfinnanlega óþægilegar!
--Ákvæðið að ofan, greinilega gerir ráð fyrir samkrulli - sbr. það veitir öllum samtímis heimild til mótaðgerða gegn því ríki sem virkjar varúðarákvæði EES af fyrra bragði - þá mega allir hinir beita á móti, þ.e. hin aðildarlöndin og ESB fyrir sitt leiti.

"EES samningurinn er samningur sjálfstæðra ríkja, ekki einhliða kúgunarsamningur stórríkis við fylgiríki."

--Það er eiginlega rétt lýsing á EES samningnum. Best að menn átti sig á því sem fyrst.

"Að halda því fram til að réttlæta stuðning sinn við orkupakkann, er ekki virðingarverð afstaða."

Þú ert ekki enn að skilja málið -- hef bent allan tímann á það, hver hinn valkosturinn sé.
--Uppsögn EES.

Við getum komist hjá 3ja orkupakkanum með þeim hætti án nokkurs vafa.
En ég er 100% öruggur - hef reynt að útskýra það mál allan tímann - að ef við ætlum að vera í EES, verðum við að samþ. 3ja orkupakkann.
--Þú getur ekki sleppt og haldið, átt kökuna og étið hana samtímis.
--Þetta sé, annaðhvort eða.

Ef þú vilt EES - þá verðurðu einnig að velja 3ja orkupakkann.
Og ég vona að þú loks skiljir málið.

"Síðan ítreka ég það að lagaflækjurnar við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru ekki á nokkurn hátt sambærilegar og sú lagalega staða sem kemur upp þegar einstök EES ríki virkja ákvæði samningsins um ágreining við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins"

--Það er þvert á móti rökrétt að draga lærdóm af deilu ESB v. Breta. Því sú deila sýnir, að ESB - er eins og ég benti á, hart í horni.
--Það ætti að fylla þig beig, sem vilt starta deilu milli Ísl. og ESB.

Ég get ekki verið sammála þér, ef þú heldur þig við þann keip - að engan lærdóm sé unnt að draga af deilu Breta v. ESB, vs. hugsanlega deilu Ísl. og ESB í samhengi EES.
--Mér virðist þvert á móti, heilmikinn lærdóm unnt að draga þar um af deilunni um Brexit.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.5.2019 kl. 04:39

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég þakka ykkur kennsluna um stjórnsýsluna og viðurkenni að þið eruð nokkuð spakir.

Það eina sem ég get lagt til málana, er það sama og fyrrum forsætisráðherra sagði.

GUÐ BLESSI ÍSLAND.

Þessi grein fannst mér vera lærdómsrík.

slóð

Alltaf þegar til er flókið kerfi eins og orkumarkað urinn þá á fólk eftir að pota í það og sjá hvað virkar. Ég lifði samkvæmt þessu: Ef maður stjórnaði ekki markaðnum með brögðum, þegar maður hafði aðgang að vélabrögðum, þá var öskrað á mann.“

17.4.2019 | 09:29

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 06.05.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.5.2019 kl. 06:37

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Auðvita hef ég lesið lagatextann og ég er ekki fæddur í gær.

Ég er ekkert að rífast við þig um þetta öryggisákvæði, en hef reynt að benda þér á hvað heilbrigð skynsemi segir um þau ákvæði.

Og í grunninn deilum við um eina forsendu, hvort geðvillingar stýri Evrópusambandinu.

Segjum svo að það mat þitt sé rétt, þá er þeim mun meiri ástæða til að virkja sannarlegan rétt okkar samkvæmt ESS samningnum, sem er að virkja 102 og 103 grein samningsins, eins og okkar helsti sérfræðingur í Evrópurétti, Stefán Már Stefánsson hefur ítrekað bent á.  Og þeir sem sömdu við Evrópusambandið á sínum tíma hafa líka ítrekað bent á að þessi ákvæði voru hugsuð til að takast á við svona stöður í framtíðinni, enda ef alþjóðasamningur hefði ekki slíkt ákvæði, þá væri hann ekki samningur heldur einhliða kúgun, a la samþykktu eða hafðu verra af.  Og einhvers staðar hér að ofan benti ég þér á að jafnvel Varsjársamningurinn var ekki svo einstrengilegur.

Því ef þú mætir kúgun og ofríki, þá er eins gott að þú hafir ákvæði samningsins með þér, og getir því stefnt kúgurunum fyrir dóm, í stað þess að vera í þeirri stöðu að vera stefnt fyrir dóm eins og þú leggur til. 

Einar, ef þú óttast öryggisákvæðið, þá er það á hreinu að samningsbrot í framtíðinni er miklu líklegra til að kalla fram þau viðbrögð en lagaleg rétt leið í núinu.

En það er ekkert sem bendir til að geðvillingar í anda Stalíns stjórni Evrópusambandinu, það lýtur lögum og reglum, og virðir vald dómstóla.

Þetta er bara heilbrigð skynsemi að átta sig á þessari staðreynd Einar, og mig minnir að þú hafir ekki fallið fyrir svona hræðsluáróðri í ICEsave deilunni.

Og þá Einar var óttanum um eitthvað skelfilegt beitt til að hindra að íslensk stjórnvöld leituðu réttar síns.  Sem þau gerðu ekki, en gæfa þjóðarinnar var að EES samningurinn virkaði, því ESA taldi neitun Íslands á ICEsave samningnum vera samningsbrot, og þess vegna höfðaði stofnunin mál á hendur íslenskum stjórnvöldum.

Sem ESA tapaði eins og þér er fullkunnugt um.

Og þess vegna er ég að segja þér að ég er ekki fæddur í gær, ég man hótanirnar, ekki frá ESB, heldur frá innlendum taglhnýtingum breta.  En allan þann átakatíma, var enginn svo grófur að vitna í þetta öryggisákvæði EES samningsins líkt og þú gerir í þessum pistli þínum, og heldur þig ítrekað við í andmælum þínum.

Það datt engum þetta í hug Einar, þó var talið að sjálfur stöðugleiki hins evrópska fjármálakerfis væri undir, sem er miklu alvarlegra tilvik en að land sem er ekki tengt við hinn evrópska raforkumarkað, vilji ekki taka upp regluverk hans.

Og Einar, allan þennan tíma kom ekki minnsta múkk frá ESB í þá veru sem þú lýsir hér að ofan.

Hvorki í aðdraganda málsins, eða eftir að dómur var upp kveðinn.

Það er nákvæmlega ekkert í sögu Evrópusambandsins, lagaumhverfi þess eða annað sem réttlætir þau sjónarmið sem þú notar til að réttlæta stuðning þinn við markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Þess vegna segi ég enn og aftur, það er ekki virðingarvert að byggja afstöðu sína á þeirri forsendu að viðsemjendur okkar séu geðveikir og séu til alls trúandi.

Það er bara ekki svo, þó ESB sé ekki tilbúið að láta Breta fá allt fyrir ekkert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2019 kl. 17:10

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson -- nei, í reynd deilum við ekki hvort að geðvillingur stjórnar - þú kallar það geðveilu - en ég er eiginlega ekki sammála þeirri túlkun; ég mundi fremur kalla það - að standa fast á sínu, að vera ákveðinn í því að viðhalda því tiltekna kerfi sem komið var upp á sínum tíma með EES.
--Þér virðist vilja breyta EES kerfinu, frá því sem verið hefur, og virðist kalla það geðveilu - ef ESB mundi eins og ég bendi þér á, vilja verja kerfið eins og það hefur verið, þegar Ísl. mundi gera tilraun, til að breyta því.
--En kerfi EES virkar einfaldlega svo - lög streyma frá ESB, EES lönd taka þau upp, EES lönd rífast ekki við ESB um það atriði.
--Enda felur samningurinn í sér það atriði sem skildu meðlimalanda EES, að taka upp lög þau frá ESB - sem ESB vill að EES löndin taki upp.
**Þar sem það er skilda, þá er greinilega rökrétt að ESB álíti það brot á skuldbindingu EES lands, ef það vísvitandi heykist á að taka upp - tiltekinn lagapakka, sem hefur nokkru áður tekið gildi í ESB, og ESB hefur formlega farið fram á sá verði einnig tekinn upp af EES meðlimalöndum.
**Eins og ég hef bent þá á, ef Ísl. rýfur þessa skildu, sem legar má úr fjölda ákvæða EES - að raunverulega miðað við samninginn er skilda vissulega; þá mun ESB öruggleg framfylgja aðgerðum gegn Ísl. í samræmi við reglur EES um - öryggis-viðbrögð, en ESB má einnig beita öryggis-viðbrögðum.
__Ég einfaldlega lít ekki á það sem bilun, ef ESB kýs að verja virkni samningsins eins og hann hefur virkað fram að þessu - virkni hans eins og hún er ef maður miðar út frá ákvæðum samningsins.
__Mér finnst það reyndar merkilegt, hversu ofsafengin túlkun þín virðist vera á því, ef ESB kýs/velur alveg örugglega - að beita Ísl. hörðu, ef Ísl. vísvitandi leitast við - að brjóta á reglum EES, m.ö.o. þeirri grunnreglu EES, að aðildarland EES - taki ávalt upp reglubreytingar eða nýjar reglur, eftir þær hafa tekið gildi í ESB - þegar á við reglur um inna-markað ESB.

"Segjum svo að það mat þitt sé rétt, þá er þeim mun meiri ástæða til að virkja sannarlegan rétt okkar samkvæmt ESS samningnum, sem er að virkja 102 og 103 grein samningsins, eins og okkar helsti sérfræðingur í Evrópurétti, Stefán Már Stefánsson hefur ítrekað bent á. "

Aftur, ef Ísl. virkjar þau ákvæði - hefur ESB samtímis rétt til að beita öryggi á móti.
--Þú segist hafa lesið þau ákvæði, þá veistu að ég segir þér satt - að ef Ísl. beitir öryggi, beitir ESB öryggi á móti -- sbr. beina tilvitnun "
Framkvæmdastjórn EB skal grípa til öryggisráðstafana fyrir bandalagið" - mjöfg  sterkt orðalag, að ESB skal beita öryggi.
--Að auki er meðlimalöndum EES, einnig heimilt að beita öryggi á móti gagnvart Ísl.
Þú virðist ekki enn vilja bekenna afleiðingu þess - ef Ísl. beitir öryggi, og allir hinir þ.e. ESB og meðlimalönd EES, beita þá öryggi á móti Ísl.
--Eins og ákvæðið segir að þeim sé öllum þá heimilt!
**Öryggis-ákvæðið er afar ósanngjarnt í framsetningu - mjög grimmt. Stefán hlýtur að hafa vitað það, ef hann nokkru sinni las.
**Þ.e. ef Ísl. beitir öryggi - mega allir hinir beita öryggi á móti.

"Og þeir sem sömdu við Evrópusambandið á sínum tíma hafa líka ítrekað bent á að þessi ákvæði voru hugsuð til að takast á við svona stöður í framtíðinni, enda ef alþjóðasamningur hefði ekki slíkt ákvæði, þá væri hann ekki samningur heldur einhliða kúgun, a la samþykktu eða hafðu verra af.  Og einhvers staðar hér að ofan benti ég þér á að jafnvel Varsjársamningurinn var ekki svo einstrengilegur."

Ákvæðið er einungis hugsað til að fást við - neyðar-ástand. Þú ættir að íhuga, af hverju þeim hefur aldrei verið beitt.
--Þ.e. einmitt alveg örugglega, vegna þess - hversu herfilega ósanngjarnt ákvæðið er - þ.e. það beinlínis feli í sér að allir hinir taki einnig öryggi á móti meðlima-landi EES, sem beitir öryggi a.m.k. heimilda-ákvæði í tilviki meðlimalands EES - en það hljómar beinlínis sem skilda í tilviki ESB.
**Klárlega er svo herfilega ósanngjarnt ákvæði - hugsað til þess að verða aldrei notað. Ef JBH heldu öðru fram - lýgur karlinn eins og hann er langur til.
__Vegna þess, að beiting þess - hefði alvarlega afleiðingar strax fyrir þann er beitti því, þíðir í reynd - öll hin löndin, og ESB - mega beita refsi-aðgerð.

Ef þér þykja þær aðgerðir - geðveikar, þá voru geðveikir menn sem sömdu þessi ákvæði, þar á meðal JBH. En þeir aðilar sömdu þennan texta - með einmitt þess lags heimildar-ákvæðum.

"Því ef þú mætir kúgun og ofríki, þá er eins gott að þú hafir ákvæði samningsins með þér, og getir því stefnt kúgurunum fyrir dóm, í stað þess að vera í þeirri stöðu að vera stefnt fyrir dóm eins og þú leggur til. "

Það er algerlega útlokað - því það sem þú kallar kúgun, er skrifað inn í samninginn - stendur rækilega svart á hvítu, einmitt í þeim ákvæðum sem þú talar um að Ísl. ætti hugsanlega að beita fyrir sig.
--Samningurinn sem slíkur, er einfaldlega kúgunar-samningur, og hefur alltaf þannig verið.
--Þegar samningur er þannig skrifaður, og vísvitandi svo - ættir þú ekki vera hissa, að til staðar sé sennilega vilji, til að beita þess lags ákvæðum - fyrst að þær valdheimildir voru skrifaðar inn í þennan samning.
**Þ.s. þau ákvæði eru skrifuð inn, þar með greinilega gert ráð fyrir þeirra beitingu -- mundi alls engu stoða að kæra málið, þ.e. ákvæði sem skrifuð eru inn í samning, eru þá klárlega ekki ólögleg skv. honum - beiting þeirra, gæti ekki verið ólögleg.
**Samningurinn sé kúgunar-samningur, það vissi ég og pápi minn frá upphafi, þess vegna var ég og pápi svo harðir gegn honum á sínum tíma--söfnuðum m.a. undirskriftum til að fá Viggu til að beita valdi forseta Ísl. sem hún neitaði að beita - eftir að Alþingi var búið að samþykkja gerninginn fyrir sitt leiti, og að skora á Viggu var orðið síðasta hálmstráið.
__Ég hef alltaf vitað að þetta er kúgunar-samingur, og ég reikna fastlega með því, að fyrst að vilji var til þess að láta þess lags ákvæði inn, sé einnig vilji til staðar til beitingar þeirra ákvæða.
**Ég lít á þ.s. "naive" að ætla annað.

"Og þess vegna er ég að segja þér að ég er ekki fæddur í gær, ég man hótanirnar, ekki frá ESB, heldur frá innlendum taglhnýtingum breta.  En allan þann átakatíma, var enginn svo grófur að vitna í þetta öryggisákvæði EES samningsins líkt og þú gerir í þessum pistli þínum, og heldur þig ítrekað við í andmælum þínum."

Þú misskilur Icesave-málið, en deilan var við Holland og Bretland, ekki við ESB sem slíkt. 
En á hinn bóginn, ef við neitum vísvitandi að taka upp 3ja orkupakkann, þá erum við í þráðbeinni deilu við ESB.
--Bretar eða Hollendingar, gátu ekki virkjað öryggisákvæði EES, þ.s. þeir hafa ekki heimild til þess, þ.s. þau lönd eru ekki lagatæknilega meðlimir EES - heldur ESB sem stofnun.
**Þú getur ekki verið í nokkrum vafa, að Bretar og Hollendingar, hefðu þeir haft þær valdheimildir - hefðu þeir beitt þeim.
**ESB var ekki beinn aðili að Icesave-deilunni, og því ekki með - lögbundna ástæði til beitingar öryggis-ákvæða EES.

Þú getur m.ö.o. ekki notað þetta mál sem vísbendingu um það hvort sennilegt sé, að ESB beiti öryggi á móti, þegar Ísl. er komið í þráðbeina deilu við ESB sem stofnun.
--Ég er algerlega öruggur um það, að ESB mun beita Ísl. öryggi.
Eins og ég bendi þér á, er ákvæðið í EES afar skírt, svo ég endurtaki tilvitnunina: "Framkvæmdastjórn EB skal grípa til öryggisráðstafana fyrir bandalagið."
--Segir beinlínis, að ESB skuli beita öryggi - til að taka af öll tvímæli.
Eins og ég ítrekað nú bendi þér á, þá mun ESB alveg örugglega taka neitun Ísl. um það að samþykkja 3ja orkupakkann - sem vísvitandi brot Ísl. á sínum skildum skv. EES.
Auk þess ef Ísl. fyrir sitt leiti virkjar öryggi, þá beinlínis segir ákvæðið - að beiting ESB á öryggi sé skilda.
--Þannig þú skalt ekki velkjast í nokkrum vafa, að ESB beitir Ísl. afarkostum, og það strax og það er orðið algerlega ljóst, að Ísl. tekur með formlegum hætti ákvörðun - annaðhvort að formlega hafna upptöku 3ja orkupakka eða virkjar sjálf ákvæðið um öryggi.

"Þetta er bara heilbrigð skynsemi að átta sig á þessari staðreynd Einar, og mig minnir að þú hafir ekki fallið fyrir svona hræðsluáróðri í ICEsave deilunni."

Þetta er ekki hræðsluáróður - þetta er veruleiki samningsins, sem ég hef nú vitað samfellt í 25 ár, og faðir minn hefði sagt þér alla sömu söguna og ég hef sagt þér hana - ef hann væri ekki látinn fyrir meir en áratug. Ég og faðir minn, vorum eiginlega alltaf fullkomlega sammála um alla hluti, hugsun okkar mjög lík.
--Það sé alltaf affarasælast, að skilja veruleikann eins og hann er.

"Það er nákvæmlega ekkert í sögu Evrópusambandsins, lagaumhverfi þess eða annað sem réttlætir þau sjónarmið sem þú notar til að réttlæta stuðning þinn við markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar."

Ég er einfaldlega að segja þér, að það sé ekkert val fyrir okkur -- annað en full uppsögn EES -- ef Ísl. vill ekki 3ja orkupakkann.
--Þetta snýst ekki um það, að réttlæta hann - heldur einfaldlega spurning um það hvort það sé raunverulega þess virði að hafna honum, þegar það verður ekki gert nema með einni aðferð.
--Þ.e. full uppsögn EES.
En uppsögn EES setur Ísl. í mjög svipaða stöðu og Bretland verður í - ef það gengur úr ESB án samnings, svokallað "hard brexit."
Í því fælist harkaleg lending fyrir ísl. lífskjör.

    • Hafandi í huga, að um er að ræða 3ja orkupakkann, ekki þann fyrsta eða annan, að Ísl. orkufyrirtæki hafa starfað skv. samkeppnisreglum ESB síðan í tíð ríkisstj. DO og HÁ.
      Að LV var skipt upp í tíð þeirrar ríkisstjórnar, skv. þeim reglum - þ.e. veitukerfið var tekið undan LV, stofnað um að sér ríkisfélag. Og að auki, skv. þeim samkeppnisreglum, þá má LV ekki undirbjóða rafmagnsverð á Ísl. hefur einnig gilt síðan í ríkisstj. DO og HÁ.

    • Þá sé ég ekki annað en að samkeppnisumhverfi ESB sé búið að gilda um ísl. orkumarkað sl. 20 ár eða þar um bil.

    • Fyrir utan þetta, hefur LV tæpt á mögulegum streng sl. 20 ár, LV endurvekur þá umræðu reglulega - hefur ítrekað farið þess formlega á leit við ríkisstjórnir Ísl. að lagning strengs til Evr. væri formlega skoðuð.
      --Í hvert sinn mæta þau framlög LV í þá umræðu, öflugri andstöðu.

    • Öll sl. 25 ár, hefur einka-aðili getað komið hingað með fullar hendur fjár, og óskað eftir nánast öllu milli himins og jarðar. Bendi á að mikið af jarðnæði er nú í eigu útlendinga. Að sjálfsögðu hefði einhver getað óskað heimildar til að leggja streng.

    • Þetta þíðir, að ég velti fyrir mér -- fyrst það eina sem er nýtt í meginatriðum, að um orkumarkað sé stofnuð sérstök stofnun innan ESB. 
      --Það sé ekki nýtt, að um orkumarkað gildi reglur EES, það hefur verið sl. 20 ár a.m.k.

    • Þá raunverulega velti ég fyrir mér - hvað sé hættulegra í náinni framtíð, sem hafi ekki sl. 20-25 ár einnig verið hætta! Viðvarandi hætta!

    Þegar maður ber uppsögn EES - þá harkalegu kjaralendingu sem landsmenn lentu í.
    Við það að - kannski gerist eitthvað slæmt, sem þó ekki hefur enn gerst.
    Og að það slæma hefur í reynd getað einnig gerst sl. 20 ár.
    --Þá virkilega velti ég fyrir mér, hvort það sé virkilega þess virði að beita svo harkalegri aðgerð - til að útiloka þá möguleika, sem það sannarlega gerði.
    --Þegar það sé ljóst, að kostnaðurinn af því að útiloka þá slæmu möguleika - væri veruleg lækkun kjara hér - lækkun sem ekki augljóslega kæmi til baka.

    Sannarlega er hætta til staðar, það getur komið strengur - en hinn bóginn er sá strengur mjög dýr - hann þarf að hafa nægilegt rafmagn - það þíðir nýjar virkjanir á stórum skala.
    Bendi þér á að í tíð vinstri stjórna Steingríms og Jóhönnu - var um tíma áform uppi um 2-risaálver, ásamt stórfelldum virkjunum fyrir þau.
    Ekki varð af þeim áformum vegna einbeittrar andstöðu gegn þeim, þó að baki þeim áformum stæðu peningafurstar með mjög mikið undir sér.

    Málið er að í ljósi þeirrar reynslu - að almenningur er ekki varnarlaus gagnvart slíkum áformum, víðtæk mótmæli virkuðu í tíð vinstri-stjórnarinnar.

      • Þá vil ég láta fyrst á það reyna, hvort þær hættur sem varað er við - af m.a. þér en einnig nokkrum fjölda fólks, komi fram.

      • Ef þær koma fram, þá er unnt að segja upp EES - hvenær sem er.

      Ég er að segja, að ég sé ekki það hræddur við hvað gerist ef við samþykkjum 3ja orkupakkann. Ég mundi fyrst láta á það reyna - hvort af þeim verður, áður en ákveðið sé að segja upp EES.

      En ég er gersamlega viss um það atriði - að þ.e. ekkert annað hægt að gera.
      Vegna þess hve alvarleg sú aðgerð sé -- sé rétt að láta fyrst reyna á þær hættur.
      --Uppsögn sé einungis síðasta neyðar-aðgerð ef allt annað þrýtur.

      Þ.e. ekki rétt að kalla mig stuðningsmanna 3ja orkupakkans - ég einfaldlega skilji hvernig EES samningurinn virkar -- hef einfaldlega alltaf gert.
      --Þess vegna veit ég, hef alltaf gert, að ef við komumst í vandræði í samskiptum við ESB út af breytingum á lagaumhverfi EES - sem ESB vill að tekin sé samt sem áður upp, og skv. samningnum því miður - við værum alltaf skulbundin til að upp taka.
      --Þá væri uppsögn eina hótunin sem Ísl. hefur.

      Það eru ríkar ástæður fyrir því af hverju ég var svo andvígur EES á sínum tíma.
      Það er vegna þess hversu herfilega ósanngjörn ákvæði EES um margt eru.
      Sem hefur verið ljóst allan tímann!
      --Sbr. öryggisákvæðin - sem séu í reynd svipugögn á sérhvert það ríki, sem virkjar þau.
      --Ég meina, svipugöng. Afar ósanngjörn ákvæði.
      Ekki bara þetta að þurfa alltaf að fylgja lagaumhverfi ESB - hafa ekki um það nokkurt val, sbr. t.d. að þurfa að taka upp 3ja orkupakkann meðan við erum í EES - hafa í reynd ekkert tæki sem við getum beitt fyrir okkur í samningnum - að virkja öryggisákvæðin startar í raun og veru - ferli refsi-aðgerða gegn Ísl. - Þannig einfaldlega séu þau ákvæði skrifuð.
      Það sé í reynd besta dæmið um það hversu rosalega ósanngjarn samningur EES er og alltaf hefur verið -- hann sannarlega hafi verið, afarkosta-samningur.
      Það sé veruleikinn - var segi ég aftur, hvers vegna ég og pápi vorum svo gallharðir móti.

      Við þurfum hinn bóginn að skilja - að EES samningurinn er vissulega herfilega ósanngjarn.
      Og ekki láta það koma okkur á óvart, að virkni hans sé þá ósanngjörn.
      --Alveg eins og ég hef rækilega bent á, og þér virðist eiga erfitt með að trúa. En hann sé einfaldega þetta mikið ósanngjarn, sem aftur skýri af hverju ég og pápi vorum svo mikið andvígir þeim samningi á sínum tíma. Þar um sé ekkert nýtt, þetta hafi alltaf blasað við.

      **Ps. Ég mundi ekki treysta túlkunum Stefáns. Hann hefur alltaf viljað fulla ESB aðild. Hann mun alltaf túlka ESB í hag.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 7.5.2019 kl. 03:04

      10 Smámynd: Ómar Geirsson

      Blessaður Einar.

      Ekki ætla ég að rífast við þig um ágalla EES samningsins, ég rífst sjaldan um það sem ég er í kjarna sammála.

      Ef þú segir satt um  að þú sért ekki stuðningsmaður orkupakkans, þá er það eina sem okkur greinir á um er hvort geðvillingar sem eru svo heimskir að skjóta sig í fótinn, stjórni Evrópusambandinu.  Síðast þegar svoleiðis fólk var á ferðinni, var í Prag 1967, og þau inngrip eða sú kúgun var upphafið af endalokunum, því hún drap hugmyndafræðilega réttlætingu Varsjárbandalagsins.

      Ef ESB ætlar að afhjúpa sig sem grímulaust kúgunarbandalag, þá verði þeim að góðu, það verður þá einn síðasti naglinn í líkkistu þess, og við laus við þann fjanda sem EES samningurinn er.

      En ég hef enga trú á því, vitna í heilbrigða skynsemi og lærdóm sögunnar.

      "Þú misskilur Icesave-málið, en deilan var við Holland og Bretland, ekki við ESB sem slíkt. ".

      Það eru svona rök sem hundalógík elur af sér.  Þú veist innst inni betur Einar, ESA hóf mál gegn Íslandi vegna reglna um innlánstryggingasjóðsins og meintra vanefnda Íslands að uppfylla skyldur sínar að útvega íslenska innlánstryggingasjóðnum nægilegt fjármagn svo hann gæti staðið við skuldbindingar sínar.  Og það var ESA sem dró landið fyrir EFTA dóminn.  ESA er EES hlutinn af stofnanakerfi Evrópusambandsins  og þá leið virti Evrópusambandið allan tímann þó hér innlands voru sagðar tröllasögur af því hvað Evrópusambandið gæti gert.  Vissulega kvörtuðu Hollendingar og bretar vegna hinna meintu vanefnda, en málareksturinn var milli regluverksins annars vegar og Íslands hins vegar.

      Alveg eins og það verður í dag, því þannig virka regluverk

      Öryggisákvæði geta ekki virkjast nema regluverkið sé vanvirt, og það er ekki vanvirðing á regluverki að fara eftir því. 

      Nái menn ekki samkomulagi í sameiginlegu EES nefndinni þá er óvissa um framhaldið, hvort EES samstarfið leysist upp eður ei, en í samningnum er ákvæði um að þegar áunnin réttindi og skyldu haldist.  En sú niðurstaða, hver sem hún verður, er í samræmi við regluverkið. 

      Ekkert af þessu virkjar öryggisákvæðið ekki frekar en að löggan hafi rétt á að skjóta þig þó þú farir yfir á rauðu með vísan í öryggisákvæðið að í ýtrustu neyð megi hún grípa til slíkra ráða ef öll önnur ráð þrjóta.  Hún gæti vissulega gert það, og komist upp með það í skjóli þess að geðvillingar hafi náð völdum, en hún gæti aldrei réttlætt slíkt.

      Það er til fólk sem rífst um það að löggan geti skotið það að minnsta tilefni og vísað í þessa heimild, það eina sem maður getur gert er að benda á raunveruleikann og þá sögu sem styður hann.

      Ég skil alveg hvað þú ert að fara Einar, og ég deili þeirri skoðun að eftir ICEsave og Grikkland, þá sé fáu hægt að ljúga uppá þetta lið, en ég tel það ekki heimskt, og því þurfi ekki að óttast svona harkaleg viðbrögð, ennþá.

      En sé þessi ótti raunverulegur, eins og þú færir rök fyrir, þá samt áttu ekki að komast að þessari niðurstöðu ef þú ert á annað borð á móti orkutilskipuninni.

      Maður má aldrei láta stjórnast af óttanum, það var þess vegna sem við héldum haus í ICEsave deilunni.

      Ef maður þarf akkúrat að óttast þetta, þá er eins gott að hafa lögin með sér í þessari orrahríð, og losa sig út úr samkrullinu við slíkt kúgunarbandalag líkt og það var fyrsta verk ríkja Austur Evrópu að losa sig út úr Varsjárbandalaginu, og það er öruggt að fleiri munu hugsa eins, og gera slíkt hið sama.

      Samningar eiga að vera gagnkvæmir, og samningsaðilar eiga að virða hvorn annan.

      En ef menn gefast upp núna, þá er aldrei taka tvö á uppgjöf.

      Hún er alltaf endanleg.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 7.5.2019 kl. 08:47

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (19.4.): 1
      • Sl. sólarhring: 3
      • Sl. viku: 758
      • Frá upphafi: 846639

      Annað

      • Innlit í dag: 1
      • Innlit sl. viku: 694
      • Gestir í dag: 1
      • IP-tölur í dag: 1

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband