Trump tekst ekki að tryggja væna eftirgjöf Japans í viðskiptadeilu við heimsókn Shinzo Abe í Hvítahúsið

Landbúnaðarmál eru Donald Trump greinilega kær, enda fjölmennur kjósendahópur hans í miðfylkjum Bandaríkjanna, svokölluðu - landbúnaðarbelti. 
--Eins og flestir ættu að vita sem hafa verið að fylgjast með viðskiptadeilum Trumps við nokkurn fjölda annarra þjóða, þá viðhefur Trump það bragð -- að leggja fram hótanir um tolla.
--Gegn því að láta ekki verða af þeirri hótun eða þeim hótunum, ætlast hann til að verða veitt eftirgjöf.

Eins og fólk ætti að muna, þá lofaði hann því í kosningabaráttunni 2016, að semja að nýju við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - fullyrti hann þá gildandi samninga ósanngjarna, að viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna hefðu árum saman verið að - græða á Bandaríkjunum.
--Eins og gefur að skilja eru langt í frá allir sammála þessu um ósanngjarna samninga.

Trump ætlast beinlínis til þess - að þær þjóðir sem hann beitir þrýstingi, sættist á lakari samninga fyrir sig en áður.
--Rökrétt, eru menn tregir til þess, að samþykkja lakari kjör en fram til þessa.

Image result for abe trump

Rétt að taka fram, að Shinzo Abe stendur frammi fyrir kosningum á þessu ári, eins og Trump þarf hann að tala til sinna kjósenda -- það áhugaverða er, að einnig líkt Trump, er Abe frekar þjóðernis-sinnaður, í vissri kaldhæðni þíðir það - að vegna þess að um sumt er bakgrunnur stefnu Abe og Trumps líkur, á Abe enn erfiðar en hugsanlega ella, að gefa eftir.
--Abe eins og Trump, byggir á þjóðernis-sinnuðu fylgi a.m.k. að einhverju verulegu leiti.

Kjósendur Abe eru því einmitt að segja við Abe -- stattu fast!
Svipað því að Trump hefur kjósendur -- sem heimta hann standi við stóru orðin.

Japan refuses to give greater access to US farmers

Eitt vandamál á ráði Trumps, einmitt vegna þess að hann hefur í nokkrum fjölda skipta vent um kúrs í óskildum málum - þá hefur hann skapað sjálfur óvissu um það, að hvaða marki aðrar þjóðir geta treyst því - hann sjálfur mundi standa við undirritaða samninga.

Bendi á, hann hóf sjálfur deilurnar um viðskipti með því að leggja fram kröfur.
Og síðan samhliða þeim kröfum að leggja fram hótanir um tolla, og leggja á tolla.
--Aðrar þjóðir hljóta að velta því fyrir sér, mundi hann endurtaka leikinn síðar, eftir að samningur hefur verið undirritaður og eftirgjöf veitt - í von um enn frekari eftirgjöf?

Trump talar um það - eins og það sé kostur - að enginn geti reiknað hann út.
En eins og ég þarna bendi á - þá er óvissan um það hvað hann gerir - einnig hugsanlega fjötur um fót, því ef menn vita ekki hvað hann gerir - hvernig geta menn þá treyst honum?

Trump þarf einnig að sannfæra aðra -- að óvissan gildi ekki lengur, eftir að samningur hefur verið gerður. Annars gæti hann átt í erfiðleikum með -- að fá fram samning í fyrsta lagi.

  1. Fyrir fundinn við Abe, hafði Trump vonast eftir snöggum samningi.
  2. En að sögn erlendra fjölmiðla, bauð Trump á fundinum Abe - enga eftirgjöf, ekkert skírt loforð um að hætt yrði við - hótanir um tolla.
  3. En meðan að Robert Lighthizer ætlast til þess, að Abe lofaði strax - bættum aðgangi fyrir bandar. landbúnaðarvörur, án þess að fá að því er virðist nokkuð á móti.

Rétt að taka fram, Japan hefur verið ákaflega lokað þegar kemur að landbúnaði, með enn hærri ef e-h er, verndartollmúra fyrir eigin landbúnað en Kanada eða Evrópa.

Japan vill að Trump slái af álagða toll á stál og ál, auk þess að falla frá hótunum um háa tolla á bifeiða-innflutning - auk þess að Japan æskir þess að Bandaríkin felli niður háa verndar-tolla sem þau hafa lengi viðhaft, á léttum trukkum.

--M.ö.o. virðist fátt benda til snöggra samninga.
--Varðandi samninga við ESB, hafa fréttir verið litlar sem engar - þær litlu er hafa borist benda til algerrar pattstöðu í samningum.

Það virðist sem svo, að Japan og ESB - hafni aðferð Trumps, m.ö.o. vilja að Trump felli niður tollhótanir og þegar álagða tolla, ætlist til þess að Bandaríkin veiti eftirgjöf á móti þess fyrir utan - eins og álagðir tollar ásamt hótuðum tollum væru ekki til.

  • Ég persónulega efa það verði af samningum - nema Trump taki ákvörðun um stóra eftirgjöf, eiginlega það - að slá hótanirnar af, ásamt þegar álögðum tollum.
  • Síðan væri samið út frá þeirri stöðu er til staðar var, við upphaf forsetatíðar hans.

Ég held nefnilega að - valdastaða Bandaríkjanna sé ekki lengur sú sem Trump aldist upp við er hann var yngri - stórar þjóðir úti í heimi hafi í dag aðra valkosti, þær hafi efni á að segja -Nei- eða þæfa málin þangað til að Trump sjálfur, þarf alvarlega að íhuga eftirgjöf eða hugsanlega fá nákvæmlega ekki neitt fram.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti virðist mér forsetatíð Trumps mæling á raunverulegum mætti Bandaríkjanna ekki síður en forsetatíð George W. Bush -- Trump hefur þó annan fókus á, America first, en Bush. 

En eins og Bush, virðist mér Trump vera að hnjóta um - takmarkanir valds/áhrifa Bandaríkjanna - þ.e. að hvort tveggja sé ekki eins mikið, og ríkisstjórnin í Washington ímyndar sér.

Mér virðist m.ö.o. að ríkisstjórn Trumps ekki ósvipað ríkisstjórn Bush, sé í ákveðinni - aðlögunar-kreppu, þegar hún rekst á það að heimurinn - sveiflast ekki lengur í takt við vilja eða óskir Bandaríkjanna og hann hugsanlega gerði einhverjum ónefndum árum fyrr.

--Bush ætlaði sér með aðgerðum sínum, að sanna styrk Bandaríkjanna svo eftir væri tekið, en þess í stað sýndi hann fram á veikleika þeirra - að sumt sé þeim um megn.
--Mig grunar, að tilraunir Trumps til þess - að semja aftur, fá fjölda stórra viðskiptaþjóða til að sætta sig við mun lakari viðskiptakjör, séu líklegar að hrasa um svipað vandamál - þ.e. að vald Bandaríkjanna sé takmarkaðra en ráðamenn Hvítahússins halda.

Með öðrum orðum eftir að hafa fylgst með tilraunum Trumps til að semja aftur, virðist mér fleira en færra benda til þess - að roðið á huganlegum samningum verði líklega miklu mun rýrara en Trump og teymið í kringum hann virðist ætla sér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar þetta er alltaf spurning enda segir Trump núna þ.e. nýtt vörumerki 

...Keep America grate... 

Valdimar Samúelsson, 28.4.2019 kl. 19:56

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að þetta sé alveg rétt greining hjá þér.

Trump hélt einfaldlega að hann væri að taka við miklu valdameira ríki en raunin er.

Það er ástæðan fyrir að hann hefur hafið öll þessi átök sem hann stendur í.

Hann er líka einstaklega klaufalegur í samskiftum sínum við bandamenn Bandaríkjanna,einkum í Evrópu.

Í stað þess að fylgja dæmi Obama og senda menn um Evrópu til að hóta ráðamönnum þar í kyrrþei,gerir hann þetta í opnum dreifibréfum eða á tvitter.

Þetta hefur farið afar illa í fyrrum leppa Bandaríkjanna og þeir hreinlega neyðast til að taka upp varnir til að verða ekki að athlægi um allann heim og sérstaklega meðal eigin kjósenda.

Meðan þessar hótanir áttu sér stað í kyrrþei gátu menn alltaf bjargað andlitinu með allskonar brellum.

.

Önnur ástæða fyrir þessu er hernaðarmáttur Rússlands og breytingar sem eru að verða í Kína.

Kína er ekki lengur bara land þar sem er framleitt ódýrt dót að beiðni okkar vesturlandabúa.

Kína er smá saman að taka sér stöðu við hlið Evrópu og Bandaríkjanna sem þjóð sem er leiðandi í nýsköpun.

Þetta hefur þær afleiðingar að þróunarríkin eru ekki lengur bundin af því að hafa hnökralaus samskifti við Vesturlönd.

Ef kemur upp ágreiningur er Kína tilbúið að fylla í skarðið.

.

Hernaðarmáttur Rússlands hefur gert Bandaríkjamönnum afar erfitt um vik að beita hernum.

Þetta sjáum við í Úkrainu,Sýrlandi og Venesúela. Vegna áhrifa frá Rússum hafa Bandaríkjamenn þurft að halda verulega aftur af sér í þessum efnum.

Ríki eru í vaxandi mæli farin að leita til Rússa um vernd,beint eða óbeint.

.

Rússland er líka gríðarlega vanmetið sem nýsköpunarland.

Á örstuttum tíma hefur þeim tekist að komast í fremstu röð á mörgum sviðum.

Til dæmis um þetta eru fyrirtæki eins og Yandex og GeoScan.

Yandex stendur nú að minnsta kosti jafnfætis keppinautum sínum í þróun sjálfkeyrandi bíla.

Þeir hafa nú þegar sjálfvirkar leigubílastöðvar í þremur borgum í Rússlandi og bíllinn þeirra vakti mikla athygli á tæknisýningu í Los Angeles fyrir nokkru,verandi eini bíllinn á sýningunni sem blaðamenn gátu fengið að ferðast með um götur borgarinar.

Bandarísk stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir að bíllinn kæmist á sýninguna með allskonar tæknihindrunum,en Yandex brást við því með að smíða bílinn í Bandaríkjunum á tveimur mánuðum.

Toyota,Jagúar og Land Rover hafa þegar gert samning við Yandex um samvinnu á þessu sviði.

.

GeoScan framleiðir svo dróna og hugbúnað fyrir landmælingar,eftirlit með olíuleiðslum , landbúnaðarlandi og skóglendi svo eitthvað sé nefnt.

Drónarnir þeirra eru framúrskarandi miðað við verð og sjálfsagt er hugbúnaðurinn góður líka.

Þetta fyrirtæki er gríðarlega vaxandi og hefur nú 50 þúsund viðskiftavini í 130 löndum.

Á þessu ári eru væntanlegar tvær nýjungar frá þeim, lítill drónn sem er á pari við Phanter og Mavic og stærri drónn sem getur flutt 250 Kg, þrjú hundruð kílómetra leið.

.

Það sem heldur Bandaríska heimsveldinu uppi í dag er óeðlileg ítök þeirra í fjármálaheiminu. Það er vopnið sem þeir beita í dag af mikilli hörku.

Þetta vopn á eftir að snúast illilega í höndunum á þeim.

Ég get ekki ímyndað mér að það sé til sú ríkisstjórn á jörðinni sem ekki er að ræða möguleikana á að komast undan þessu oki.

Fyrr en seinna mun þessi stífla bresta og þjóðir heims verða aftur frjálsar.

.

Þegar á heildina er litið er þessi þróun afar jákvæð fyrir alla.

Það er alls ekki jákvætt eða eðlilegt að eitt ríki geti kúgað öll önnur ríki að villd. 

Þegar Bandaríkin verða orðin eðlilegt ríki aftur verður heimurinn betri. Þá eiga þeir erfiðara með að nota öfgahópa eins og Nasista og öfga Múslima til að sprengja upp ríki.

Kannski munum við sjá alþjóðalög verða virt aftur í ríkari mæli.

Það gæti verið blómaskeið framundan.

Það sem er núna framundan fyrir Bandaríkjamenn er að reyna að púsla aftur saman eigin þjóð, sem er í molum.

.

Borgþór Jónsson, 28.4.2019 kl. 21:45

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, það er stórfelld niðurtónun - en ég man ekki betur en að Hillary hafi sagt í kosningabaráttunni 2016, að Bandar. væru great. Ef það þarf ekki að gera þau great again. Þá er það stórfelld breyting á fyrra málflutningi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.4.2019 kl. 23:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, vandamálið við þig Boggi að þú er blindur aðdáandi eins lands. Þú virkar á mig - eins og Trumparar, nema að þín blinda beinist ekki að Bandar. heldur að Rússlandi. Þú ert eins og nokkurs konar spé-spegill á Trumpara þar af leiðandi. --Hvað sem Bandar. eru, þá er Rússl. miklu mun veikara land. Grundvöllur áhrifa Rússl. í Mið-Austurlöndum - er bandalagið við Íran. Rússl. er greinilega háð því bandalagi, ef Írönum mislíkaði við Rússa - gætu þeir sparkað Rússum frá Mið-Austurlöndum og það með hraði. Spurning fyrst og fremst, hvort einhverjar líkur séu þar um -- en ég horfi til þess tæknilega möguleika að Kína taki yfir bandalagið við Íran. Ef það gerðist, væri ekkert pláss fyrir Rússl. í Mið-Austurlöndum, nema sem mjög junior partner við Kína og Íran. Þú ert svo blindaður af ímynduðum styrk Rússland - að blinda þín er miklu mun skoplegri um Rússland, heldur en blinda Trumps og hans manna er um veikleika Bandaríkjanna. Hernaðarmáttur Rússlands, er einnig miklu mun smærri en Bandaríkjanna -- eina ástæða þess að Bandar. sendu á endanum ekki fjölmennt herlið til Sýrlands; er líklegast einfaldlega það - að Sýrland hefur nákvæmlega ekkert upp á að bjóða. --Sem eign, er Sýrland myllusteinn um háls Rússlands, þeir mega eiga það í hlutafé með Írönum eins lengi og þeir vilja fyrir mér. --Bandar. mega eiga það, að fyrir utan Íran, eru þeir með alla þá bandamenn í Mið-Austurlöndum sem einhver raunveruleg vikt er í. --Hversu takmarkað sem vald Bandar. er sannarlega -- er vald Rússlands verulega miklu mun takmarkaðra. Googlaði þetta Yandex dæmi, eins og ég bjóst við - ertu að gera úlfalda úr mýflugu, virðist sem að Jaguar hafi gert bifreiðar sínar compatible við hugbúnað sem fyrirtækið býður, svo bílar seldir í Rússlandi geti notast við hann. Virðist ekki raunverulegt samstarf. Það er þekkt að Rússland framleiðir eigin dróna fyrir herinn, ekki hissa að Rússland vilji selja þá eins og önnur hergögn framleitt í Rússlandi. Fyrir utan olíu og gas, virðist hergögn helsta útflutnings-afurð Rússlands. Veit ekki um neitt land, sem er eins háð hergagnasölu.
--Ég á von á að næsti forseti verði líklega Demókrati í Bandar. - þarf ekki vera að sá taki við 2020, getur verið 2024 m.ö.o. mögulega nær DT endurkjöri. Þegar Obama var við stjórn, var stefnan verulega ólík þeirri sem Trump viðhefur. Þannig oft hafa Bandar. svissað til og frá eftir því hvor flokkurinn stjórnar. 
--Þetta er þ.s. er gott við Bandar. að þ.e. ekki bar einn hópur alltaf við völd - eins og t.d. í Rússlandi eða t.d. í Kína.
Það gefur a.m.k. meiri möguleika á stefnubreytingum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.4.2019 kl. 23:51

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert að rugla saman Yandex leiðsögukerfinu og sjálfkeyrandi bílum . Það er sitthvor hluturinn. Reyndar eru þessar innsetningar á Yandex leiðsögukerfinu ekki fyrir Rússland heldur er þetta einfaldlega hluti af búnaði bílsins.

.

Varðandi sjálfkeyrandi bílana.

Blaðamaður Automotive News lýsir þessu með eftirfarrandi hætti:

"From the start, there was a clear contrast between the Yandex demonstration and a dozen or so other self-driving rides others conducted that week. Others required their human safety drivers to operate the vehicle in private parking lots and engage autonomous mode only when we reached a public road. But the Toyota Prius V used by Yandex was under computer control from the moment we rolled out of a parking stall within the garage at the Hard Rock Hotel & Casino, though a human safety driver was behind the wheel"

Blaðamaðurinn bætir enn í og líkir þessu við þegar Sovétmenn skutu upp Sputnik geimfarinu.

Hér er greinin í heildina:

https://www.autonews.com/mobility-report/russias-yandex-has-created-what-may-be-most-aggressive-av-tech

Yandex virðist einfaldlega vera að taka forystuna í þessu þrátt fyrir að hafa ekki byrjað á verkefninu fyrr en 2015.

Þú getur líka lesið um þetta Bloomberg og í videobloggumm ýmissa bílaáhugamanna og blaðamanna.

Yandex er lika að láta verulega til sín taka í tölvustýrðum læknisaðgerðum og á fjölda annarra sviða.

Þessi góði árangur í hugbúnaðargerð er engin tilviljun heldur ávöxtur af stefnumörkun sem átti sér stað fyrir áratug í skólakerfinu.

Árangurinn er að Rússar eru nú búnir að stilla sér upp í forystusveitinni í hugbúnaðargerð.

Rússar hafa einfaldlega góð stjórnvöld sem vita hvert þau eru að fara og þjóðin er samstíga. Það skilar góðum árangri.

.

Vandamál Rússa stafar af tvennu.

Þeir virðast ekki hafa náð góðum árangri í markaðssetningu. Yandex vantar allan lúðraþytinn sem fylgir til dæmis Tesla.

Annað vandamál er að Bandarísk stjórnvöld aðallega, berjast gegn Rússneskum fyrirtækjum hvert fótmál og allstaðar og alltaf. 

Einn daginn mun sú stifla bresta,og hún er þegar að bresta.

Yandex er ágætt dæmi um þetta.

Þegar þeiir reyna að kynna útbúnað sem virðist hafa nokkra yfirburði,reyna Bandaríkjamenn að koma í veg fyrir að Yandex geti sýnt það á bílasýningu. Og mistekst.

Sama gegnir um MC 21 þotuna sem á að keppa við Boeing 737 MAX

Bandaríkjamenn geta eifaldlega ekki jafnað MC 21 þotuna og þá reyndu þeir að koma í veg fyrir að hún væri framleidd með því að banna Honeywell að selja Rússum flugstjórnunarkerfi í vélina.

Þetta var ákaflega barnalegt í ljósi þess að Rússar eru orðnir betri í framleiðslu á flugstjórnunarkerfum en Bandaríkjamenn og það tók þá aðeins fáa mánuði að hanna sitt eigið.

Nú eru uppi hugmyndir um að banna Rússum að nota bandaríska hreyfla á þotuna,sem mun mistakast líka.

Bandaríkjamenn eru smá saman að taka sér stöðu Sovétríkjann í heimsmyndinni á þessu svið sem og mörgum öðrum.

Hlutverk stjórnmálamanna á næsta áratug verður að gæta þess að við lokumst ekki vitlausumegin við járntjaldið sem Bandríkjamenn eru að reisa.

.

Varðandi hernaðarmáttinn.

Þetta er ekki spurning um hver hefur öflugasta herinn. Staðan er einfaldlega sú að Rússneski herinn er orðinn of sterkur til að Bandaríkjamenn geti tekið á honum. Afleiðingarnar yrðu algerlega óásættanlegar. Og þá er ég ekki að tla um kjarnorkuvopnin.

Í ljósi þess að aðgerðir Bandaríkjamanna í þessum efnum eru alltaf ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og móralskt rangar eru takmörk fyrir hvað þeir geta gengið langt.

.

.

Borgþór Jónsson, 29.4.2019 kl. 08:23

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, í minni bifreið - getur þú notað mismunandi tækjabúnað og bifreiðin inniheldur forrit sem heimila notkun eftir eigin vali -- ég reikna með því að þetta sé það sem á í hlut, að Jaguar hafi sett upp hugbúnað sem gerir mögulega notkun búnaðar frá Yandex eftir vali eiganda.

"Þú ert að rugla saman Yandex leiðsögukerfinu og sjálfkeyrandi bílum . Það er sitthvor hluturinn. Reyndar eru þessar innsetningar á Yandex leiðsögukerfinu ekki fyrir Rússland heldur er þetta einfaldlega hluti af búnaði bílsins."

Þú er að sjálfsögðu að gera of mikið úr þessu.

"Varðandi sjálfkeyrandi bílana."

Svakalegt hyperbole - aðrir hafa ekki bílstjóra, vegna þess að búnaðurinn sé svo lélegur - heldur vegna þess, að lög í Vestrænum löndum, heimila ekki enn - akstur sjálfkeyrandi bíla, án ökumanns til taks.
--Rússn. fyrirtækið er - kannski með búnað sambærilega góðan, að ökumaður var ekki til staðar, segir eiginlega ekki neitt.

"Árangurinn er að Rússar eru nú búnir að stilla sér upp í forystusveitinni í hugbúnaðargerð."

Alveg áreiðanlega ekki rétt. Mun sennilegar, að Rússland sé að rembast við að - fylgja þróun annars staðar, tja - eins og Rússl. hefur alltaf leitast við að gera, sl. 150 ár eða svo.
--Stjórnendur Rússl. hafa oftast nær skilið, að ríkinu gæti reynst hættulegt að dragast aftur úr.

"Yandex vantar allan lúðraþytinn sem fylgir til dæmis Tesla."

Vandamál Rússl. - er ekki endilega, andstaða utanaðkomandi - heldur að Rússn. búnaður hefur óorð á sér, auðvitað vegna þess - - að Sovétríkin lengi seldu annars flokks úr landi, rússn. búnaður fékk á sig það orð að bila mikið, endast ekki lengi - o.s.frv.
--Síðan er hitt auðvitað, Rússl. er ekki þekkt erlendis fyrir neitt annað en framl. vopna og sölu á olíu, gasi -- Rússl. flytur almennt ekki út hátækni aðra en í vopnabúnaði.

    • Það kostar óskaplegt fé að kynna sig á mörkuðum.

    "Sama gegnir um MC 21 þotuna sem á að keppa við Boeing 737 MAX"

    Tvö fyrirtæki í heiminum framleiða nú nær allar farþegaþotur sem eru til sölu. Vandi Rússl. er sá, að Rússar eiga eftir allt markaðs-starfið, sem kostar himin-háar upphæðir.
    --Bendi þér á, að Bombardier varð mjög nærri gjaldþrota við það að þróa nýja flugvél.

      • Síðan beitti Boeing pólit. ítökum í Bandar. ríkisstj. til að þvinga keppinautinn af markaði.

      Slík risafyrirtæki hafa gríðarleg ítök - geta oft fengið ríkisstjórnir í lið með sér. Efa Rússl. eigi nokkra möguleika, á beina samkeppni.

      "Bandaríkjamenn geta eifaldlega ekki jafnað MC 21 þotuna og þá reyndu þeir að koma í veg fyrir að hún væri framleidd með því að banna Honeywell að selja Rússum flugstjórnunarkerfi í vélina."

      Þarna ertu eins og kjáni - Bandaríkin banna að sjálfsögðu sölu á tækni, sem gæti nýst Rússlandi við þróun hergagna -- slík kerfi er að sjálfsögðu einnig hægt að nota í sprengjuflugvélum eða orrustuflugvélum, eða flutningavélum á vegum rússn. hersins.
      --Bandar. eru ekki fífl, hvað sem þeir annars eru.

      "Þetta var ákaflega barnalegt í ljósi þess að Rússar eru orðnir betri í framleiðslu á flugstjórnunarkerfum en Bandaríkjamenn og það tók þá aðeins fáa mánuði að hanna sitt eigið."

      Að sjálfsögðu á Rússl. sín kerfi - en var það sambærilega gott og það kerfi sem Rússl. vildi kaupa?
      Að sjálfsögðu fylgir það ekki sögunni úr rússn. fjölmiðlinum.

      "Bandaríkjamenn eru smá saman að taka sér stöðu Sovétríkjann í heimsmyndinni á þessu svið sem og mörgum öðrum."

      Óttalegur þvættingur. Það er ekkert líkt með Bandar. og Sovétríkjunum annað en það - að Bandar. eru risaveldi.

      "Hlutverk stjórnmálamanna á næsta áratug verður að gæta þess að við lokumst ekki vitlausumegin við járntjaldið sem Bandríkjamenn eru að reisa."

      Bandaríkin takmarka einungis sölu á slíkum búnaði til landa - sem þau meta hugsanlega andstæðinga á bardagavelli.
      --Langsamlega flest ríki heims, búa ekki við þess slags takmarkanir.

      "Staðan er einfaldlega sú að Rússneski herinn er orðinn of sterkur til að Bandaríkjamenn geti tekið á honum."

      Nei.

      "Í ljósi þess að aðgerðir Bandaríkjamanna í þessum efnum eru alltaf ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og móralskt rangar eru takmörk fyrir hvað þeir geta gengið langt."

      Ég hef aldrei orðið var við það - að ólöglegt eða móralskt rangt, trufli félaga Pútín.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 1.5.2019 kl. 23:51

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (26.4.): 35
      • Sl. sólarhring: 195
      • Sl. viku: 387
      • Frá upphafi: 847028

      Annað

      • Innlit í dag: 31
      • Innlit sl. viku: 365
      • Gestir í dag: 31
      • IP-tölur í dag: 30

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband