Leiftursókn "ISIS" heldur áfram í Írak - her Íraks að gufa upp, heilu byggðalögin falla án bardaga

Krísan í Írak virðist magnast á ótrúlegum hraða. En á miðvikudag féllu að því er best verður séð - stór svæði. Þar á meðal borgin Tikrit þ.s. Saddam Hussain fæddist, skv. nýjustu fréttum stefnir í að borgin Samarra falli þá og þegar. Auk þess náðu ISIS liðar bænum Baji þ.s. mikilvæg orkuver eru staðsett, þ.s. meðal annars Bagdad fær orku.

Iraq insurgents take Saddam's home town in lightning advance

  1. Miðað við þessar upplýsingar - - er 3-héraðið innan Íraks, að falla í hendur ISIS þ.e. Salhaddin, sjá kort.
  2. ISIS virðist nú ráða alfarið Ninawa héraði, en skv. fréttum hafi hersveitir ISIS klárað töku héraðsins á miðvikudag. 
  3. Auk þessa, ráði ISIS Anbar héraði - sem er strjálbýlt mestu auðn.

Þ.s. kannski er mikilvægast - - er sennilega að "ISIS" hefur náð mikilvægu olíusvæði í N-Írak. Að vísu hefur engin olíuframleiðsla verið þar í nokkurn tíma, en þ.e. ekkert ómögulegt við það, að hefja hana að nýju - ef ISIS liðar ráða yfir fólki sem kann til verka.

En ISIS kvá ráða yfir olíusvæði innan Sýrlands, þaðan sem þeir fá sína eigin olíu, og hafi þegar af tekjur af sölu olíu á svörtum markaði. Kannski er þar að finna fólk, sem kann til verka.

Ef þeir geta ræst brunnana í N-Írak, geta þeir aukið mjög mikið innkomu sína, og þar með getu til að afla sér frekari vopna, á svörtum.

Þetta getur hafa verið lykilatriðið í framrás hersveita ISIS, en stjórnandi ISIS hefur metnað til þess, að stofna ríki - - og þá þarf að sjálfsögðu, að huga að grundvelli þess.

Iraqi insurgent commander is jihad's rising leader

Skv. þessari umfjöllun heitir hann, Abu Bakr al-Baghdadi.

Lítið er vitað um hann.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Iraq.gif

ISIS er þekkt fyrir ótrúlegt "brutality" þ.s. andstæðingar séu yfirleitt hálshöggnir, ef þeir gefast upp.

Þetta getur verið "taktík" en skv. fréttum, virðist að ISIS liðar hafi leyft hermönnum og lögreglu í Tikrit, að gefast upp án bardaga, og yfirgefa staðinn fótgangandi án vopna - en lifandi.

Með öðrum orðum, að berjast sé sama og dauðadómur, að gefast upp sé leiðin til að lifa af.

Militants Sweeping Toward Baghdad

Í mannkynssögunni er að finna sambærilegt dæmi, en Mongólar voru þekktir fyrir svipaðar aðferðir. Oft leiddi það til þess, að þeir unnu sigra - - án bardaga. Þegar andstæðingar kusu frekar uppgjöf.

Skv. fréttum, þá viðhafa "ISIS" liðar mjög stranga túlkun á "Sharia" þ.s. þeir ráða, sem sjálfsagt kemur ekki á óvart. Sjálfsagt er að búa á þeirra umráðasvæði, um margt svipað og var að búa í Afganistan meðan að Talibanar réðu þar ríkjum.

  • Skv. fréttinni að ofan, hefur leiftursókn "ISIS" skapað nokkurn ugg íbúa í Bagdad, og berast fréttir af að íbúar í borginni, séu farnir að "vopnast."
  • Þeir treysti ekki lengur hernum, sem virðist nánast vera að gufa upp á heilu svæðunum.

Þ.s. "ISIS" eru strangtrúar súnní múslímar - - þá blasir við að þeir sjálfsagt að þeir álíta shia islam, villutrú.

Það má því fastlega gera ráð fyrir því, að þeir séu ekki sérlega velkomnir, á svæðum þ.s. meirihluti íbúa er shia.

  • Það virðist hugsanlegt, að súnní íslam hluti Íraks, sé við það að "klofna frá" stjórninni í Bagdad, sem lýtur stjórn meirihluta landsmanna, sem eru shia islam.

-----------------------------

Áhuga vekur að "ISIS" liðar hafa nú á sínu valdi nokkurn fjölda tyrkneskra borgara, þ.e. konsúlatið í Mosúl, konsúllinn og starfsfólk, og nokkur hópur tyrkneskra vörubílstjóra.

Militants Seize Turkish Consulate Staff in Iraqi City

Skv. frétt, hefur ekki verið skert hár á höfði þeirra, en líkur virðast sterkar á því að "ISIS" muni heimta lausnargjald.

Þetta getur þróast yfir í áhugavert drama, því Tyrkir eru pottþétt mjög ókátir yfir þeirri þróun.

En þeir ráða yfir fjölmennasta hernum í Mið-Austurlöndum, að auki eiga vel þjálfaðar sérsveitir.

 


Niðurstaða

Hafandi í huga að stjórnarher Íraks, virðist hafa verulegu leiti gufað upp í loftið. Í kjölfar ósigurs þriðjudagsins, sem virðist hafa gert "ISIS" liðum það mögulegt - að taka heilu svæðin á miðvikudag nánast alfarið án mótspyrnu. Þá getur það reynst torvelt fyrir stjórnina í Bagdad, að bregðast snöggt við.

En hrun stjórnarhersins, væntanlega þíðir að "ISIS" liðar hafi náð á sitt vald verulegum vopnabirgðum, svo má ekki gleyma að þeir ráða nú olíuhéraði innan Ninawa. Sem gæti verið lykilatriðið sem "ISIS" var að sækjast eftir. Með því að halda samt áfram að víkka út yfirráðasvæði sitt, þá verður staða þeirra tryggari í Ninawa héraði. En þá eru hugsanlegir bardagar síður nærri því olíusvæði.

En menn mega ekki gleyma því, að al Bagdadi leiðtogi hreyfingarinnar, virkilega ætlar sér að skapa íslamískt ríki á svæðum sem hann ræður yfir í Sýrlandi og Írak.

Að tryggja ríkinu "olíutekjur" er því ekki neitt smáatriði, þegar kemur að því að skapa því raunverulegan grundvöll. En það getur skapað getu, til að viðhalda fjölmennum fastaher, og afla enn betri vopna.

Við verðum að gera ráð fyrir því að "al Bagdadi" viti hvað hann er að gera.

Ef Bagdad stjórnin, getur ekki endurskipulagt herinn, og hafið öfluga gagnsókn. Þá getur það áhugaverða ástand hafa skapast, að súnní íslam svæðin innan Írak, séu mestu komin undir yfirráð "ISIS - fyrir utan Kúrdasvæðin sem lúta stjórn þeirra sjálfra. Þau svæði innan Íraks ásamt svæðum sem ISIS ræður innan Sýrlands - - tja, þá er íslamista ríkið komið til sögunnar.

Þ.e. dálítið síðan, heimurinn hefur orðið vitni að því, að nýtt ríki sé skapað með hernaði.

-----------------------------

Eitt tvist í þessari sögu, er líklega að Obama forseti mun að líkindum vera gagnrýndur fyrir "meinta linkind" af bandarískum hægri mönnum.

En Bandaríkin hvöttu allt sitt lið frá Írak. Hafa engan her þar í seinni tíð. Það eru sannarlega til þeir, sem töldu það mistök - - það er sennilega sama fólkið, sem einnig vill að bandar. her verði áfram í Afganistan. En Obama hefur gefið upp, að herinn verði kvaddur þaðan fyrir árslok 2016.

  • Mín skoðun er að Bandaríkin hafi gert rétt með því að yfirgefa Írak, þeir hafi reyndar aldrei átt að fara þar inn, en þ.e. önnur saga.
  • Þeir hafi einungis haft 2-valkosti. Að vera þar alltaf, eða fara. Sömu valkostir gildi í Afganistan. Endalaus stríðsþátttaka með öðrum orðum.
  • Þ.e. auðvitað galli við þá röksemd bandar. hægri manna, að þá verður þetta algerlega "open ended" - - en þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess að önnur 10 ár mundu duga í Afganistan. Eða að nokkur ár til viðbótar í Írak, hefði skilað landi líklegra að hanga saman.

Þ.e. kannski best að þessi 2-lönd þ.e. Sýrland og Írak. Flosni upp, en þau voru aldrei "náttúruleg" lönd í þeim skilningi, að þau væru þjóðríki eða líkleg að verða að slíkum. Það hafi einungis verið unnt að halda þeim saman, með ógnarstjórn - - það hafi Saddam séð um í Írak, og Assadarnir í Sýrlandi.

Þegar ógnarstjórnin fer frá eða fólk rís upp gegn henni, eins og í Sýrlandi. Komi upp á yfirborðið, innrii ósamkvæmni þessara landa. Og þau sennilega "hlutu að klofna." 

------------------------------------

PS: Eins og fram hefur komið í fréttum virðist að sveitir Kúrda innan Írak, hafi tekið borgina Kirkuk. Sem er áhugaverð þróun, því í grennd við þá borg er olíusvæði, hafa Kúrdar lengi viljað fá þá borg. Ef þessar fréttir eru réttar. Getur það þítt að Kúrdar séu þar með komnir með olíu. Sem getur þítt, að styttist óðfluga í að Kúrdar stefni að eigin formlegu sjálfstæði. En þeir örugglega sleppa ekki haldi á Kirkuk síðar - ef rétt er að þeir hafi þá borg núna. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já þetta eru sannarlega merkilegar fréttir sem berast af þessu svæði. Samkvæmt því sem ég las (á vefsíðu Guardian ef ég man rétt) telja einhverjir spekúlantar að á bak við ISIS geti verið einhverjar leyfar írakska hersins frá því fyrir 2003.

Það er merkilegt hvað ISIS er vel skipulagt og vel stjórnað. Þeir borga víst þrefalt á við stjórnarherinn í Írak ($400 á mánuði) og hafa eins og þú bendir á komist yfir talsvert af vopnabúnaði síðustu daga, m.a. skriðdreka.

ISIS selur Sýrlandsstjórn rafmagn frá orkuverum og virðast einnig hafa á sínu valdi sérfræðinga sem geta stýrt og endurræst olíuframleiðslu. En þetta virðist varla skýra hvaðan þeir hafa það fjármagn sem þeir hafa yfir að ráða.

Það er rétt hjá þér að Írak og Sýrland eru nútímasmíð, þótt t.d. stríðið gegn Íran hafi aukið mjög þjóðerniskennd Íraka. En klofningurinn í Kúrda og súnní/shía virðist rista dýpra. Spurning hvort niðurstaðan úr þessum átökum verði að Sýrland og Írak breytist í Kúrdístan, ISIS kalífat með Sýrlandi og mið-Írak, og Shía-stýrt suður Írak.

Ég held að ISIS fari ekki að trufla olíuframleiðslu eða flutning. Það myndi bjóða heim hættu á innrásum, Tyrkir eru kannski líklegastir til að blanda sér í átökin en Obama virðist tregur mjög.

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.6.2014 kl. 09:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mig grunar að stefni í sjálfstætt Kúrdistan, en Sýrlenskir Kúrdar virðast jafn "de facto" sjálfstæðir í dag og þeir innan Íraks. Og eins og þú nefndir, að það myndist "kalífat" sem standi af hluta af Sýrlandi og súnní héröðum Íraks fyrir utan Kúrda héröðin. Shíta svæðin í Írak, ættu að halda velli - ekki falla í hendur "ISIS" en þ.e. örugglega ósennilegt annað en að íbúar þeirra svæða, muni berjast við ISIS ef sá hópur gerir atlögu þar. Þetta auðvitað þíddi nokkuð breytt landakort í Mið-Austurlöndum. Já, jafnvel þó ISIS gæti sjálfsagt hugsað sér að ná olíunni í S-Írak, hugsa ég að Shia hlutinn muni hrinda atlögu þeirra ef af verður. En það sé nokkuð sennilegt á móti, að ISIS haldi N-Írak fyrir utan Kúrda svæðin, þ.s. einnig er umtalsverð olía. ISIS vill örugglega koma þeirri olíu á markað, og örugglega því ræsir að nýju þá brunna ef ISIS ræður yfir þekkingu til þess. Jamm, það virðist hugsanlegt a.m.k. að Tyrkir blandi sér í málið. Það sé einna helst það sem geti breytt verulega þessari stöðu er annars geti blasað við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2014 kl. 11:13

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bæti því við að Íranar mundu örugglega koma trúbræðrum sínum í Írak til aðstoðar, ef ISIS mundi gera tilraun til að ná þeirra landsvæðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2014 kl. 11:26

4 identicon

Sæll Einar Björn

Já það er rétt þetta er og hefur verið leiftursókn, reyndar skildu Bandarísk yfirvöld þetta allt eftir svona opið alls staðar þarna án þess að koma upp einhverjum írönskum her og löggu í landinu. Í dag þá eru að minnsta kosti þrjár Bandarískar herstöðvar þarna í Írak með um 50.000 Bandarískum hermönnum er sjá reyndar bara um að vakta olíuleiðslur er liggja til Ísraels. Nú þar sem að Bandarísk stjórnvöld hafa verið í því að styðja þetta öfga- og uppreisnarlið í Sýrlandi og víða, þá reiknar maður ekki með að ráðist verði á þessa 50.000 Bandarísku hermenn þarna eða hvað þá að olíuleiðslur er liggja til Ísraels verði sprengdar, því eins og þeir segja þá er ISIS bara nýtt Buzz -orð:

ISIS ISIS ISIS New buzz words in middle east explained... Yes CIA creation again!

ISIS and al-Qaeda, two sides of the same US-minted coin 

Crimes of US Imperialism and the Fall of Mosul to the Islamic State of Iraq and the Levant 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 19:58

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem, það er magnað Þorsteinn hve þú ferð frjálslega með staðreyndir, kanar vörðu 25 milljörðum dollara, til þess að byggja upp nýja íraskan her - á teikniborðinu er hann milljón manns. Það þíðir auðvitað að þegar hermennirnir flúðu stöðvar sínar í stað þess að berjast, þá náðu ISIS liðar umráðum yfir miklum vopnabirgðum.

"The million-strong Iraqi army, trained by the United States at a cost of nearly $25 billion, is hobbled by low morale and corruption."

Furðulegt bull sem haldið er fram á þessum vefjum sem þú vitnar í, að CIA hafi búið ISIS til. Eða að kanar styðjí öfgasinnaða íslamista.

Eða að það séu 50þ. bandar. hermenn í Írak. Mér finnst magnað hvernig þessir aðilar eru duglegir við það verk, að skálda svona upp - þeir ættu að skrifa spennusögur í stað þess að flytja skáldaðar fréttir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2014 kl. 22:49

6 identicon

Sæll aftur Einar Björn
Það má vel vera að það sé rétt sem kemur fram núna í áróðurs neocon Reuter -fréttamiðlinum (Rothschild), með að Bandaríkin hafi eytt 25 milljörðum dollara í eitthvað sem þeir vilja meina að hafi verið til þess að byggja upp her í Írak, en það er eins og þessir fjármunir hafi alls ekki farið í að byggja um her í landinu, eða rétt eins og her Íraks sé bara til þarna að nafninu til. Eitt getur þú þó verið vissum að það verður örugglega ekki ráðist á olíuleiðslunnar frá Írak til Ísrael, því að ónafngreindir aðilar sprengja ævinleg allar aðrar leiðslur í sundur. Það eru reyndar fleiri á því að

CIA hafi ekki bara búið til ISIS heldur líka Al-Qaeda, og svo stjórni öllu þessum hryðjuverkum og öllu saman: The CIA Controls Al Qaeda og Former Al-Qaeda Leader says that the CIA runs Al-Nusra, Al-Qaeda  og allt hérna fyrir "pretext" eða þeas. fleiri stríð ofan á stríð.
Bandarísku herflugvellir H1, H2 og H3 er sérstaklega voru byggðir til þess eins að gæta olíuleiðsl. frá Írak og til Ísraels eru þarna ennþá.  

  “Obama to extend Iraq withdrawal timetable; 50,000 troops to stay” 

“Israel is in the midst of its plan to use the United States military, which it controls, to conquer Iraq and divert Iraqi oil to the Haifa refinery via the Mosul to Haifa pipeline. The U.S. has built airbases at H1, H2 and H3 (which stand for Haifa 1, 2 and 3) to protect this strategic pipeline. The pipeline is used to send oil to Israel. Paid for with the blood of American soldiers that die in Iraq” http://www.nogw.com/warforisrael.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 847337

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband