Stefnir óðfluga í orustu um Bagdad - klofnar Írak í þrennt?

Ég ætla að leyfa mér að efast um það, að ISIS nái Bagdad. En leiðtogi ISIS hreyfingarinnar, Abu Bakr al-Baghdadi, hvatti fylgismenn sína til þess að ráðast fram gegn borginni, og taka hana. Á sama tíma berast fréttir af því, að frjálsir borgarar - væntanlega shia múslimar - séu að vopnast, og taka sér varnarstöðu nærri borginni. Skv. því stefnir í blóðbað.

  • Skv. áhugaverðri frétt, hefur Íran ákveðið að senda hersveitir til Íraks, hluta af svokölluðum "byltingaverði" til þess að berjast við ISIS: Iraq Girds to Defend Capital Baghdad

Einn af æðstu herforingjum Írana, hefur verið í Bagdad í þessari viku - líkur á að hann sé að skipuleggja varnir borgarinnar, skv. fréttinni mun a.m.k. hluti írönsku sveitanna taka þátt í vörnum Bagdad.

  • Enn frekar kemur fram í fréttum, að al Maliki forsætisráðherra Íraks - - hafi formlega beðið Obama um aðstoð. Beiðnin virðist um "loftárásir" á liðssveitir ISIS.

Skv. fréttum hafa bandarísk stjórnvöld ekki enn formlega svarað þeirri beiðni, en þó sagt að það geti komið til greina, að beita bandaríska flughernum - - en í sama svari, var sagt að það komi ekki til álita að senda hersveitir til landsins.

Obama warns of U.S. action as jihadists push on Baghdad

  1. Eitt áhugavert sem fram kemur í fréttum dagins - - sem getur skýrt hina leiftursnöggu sókn ISIS.
  2. Er að fyrrum liðsmenn hers Saddam Hussain, hafi gengið í sveitir ISIS.

Ef þetta er rétt, þá getum við verið að tala um umtalsverðan fjölda einstaklinga með herþjálfun, sem þá hafa bæst í þeirra raðir. Það gæti skýrt það, af hverju ISIS hefur snögglega öðlast þann styrk, að sækja svo hratt fram sem ISIS hefur gert í þessari viku.

En ef þ.e. rétt, þá sé það líklega einnig vísbending þess, að íraskir súnní múslímar margir hverjir, hafi ákveðið að styðja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum.

  1. Það gæti einnig hluta skýrt það að fjöldi hermanna í her Íraks, hafi gufað upp yfirgefið stöðvar sínar.
  2. Að herinn sé að klofna eftir "sectarian lines" þ.e. súnníta hluti hans, hafi yfirgefið stöðvar sínar - - jafnvel að þeir hafi gengið í raðir ISIS.

 

Þetta áhugaverða kort frá Wallstreet Journal, sýnir yfirráðasvæði ISIS:

Grænt litaða svæðið nær yfir hluta af Sýrlandi og hluta af Írak.

Kúrdahéröðin eru svæðin í jaðrinum Austan og norðan við græna svæðið.

 

Yfirvöld í Kúrdahéröðunum ákváðu, að hersveitir kúrda "Peshmerga" mundu taka yfir varnir borgarinnar, Kirkuk

"The whole of Kirkuk has fallen into the hands of peshmerga," said peshmerga spokesman Jabbar Yawar. "No Iraqi army remains in Kirkuk now."

 [image]

"Kurdish peshmerga forces deployed troops and armored vehicles on the outskirts of the multi-ethnic city of Kirkuk, Iraq, to defend the disputed oil-hub from Sunni Muslim insurgents."

Mér sýnist þetta vera - - T54 skriðdrekar. Greinilega að Peshmerga ræður yfir slíkum tækjum.

  • Það er sennilega enginn vafi á að Peshmerga getur varist ISIS. En fyrir ca. áratug, var styrkur Peshmerga áætlaður af Bandaríkjamönnum, um 70þ.

Það að Kúrdar ráði nú "olíuborginni" Kirkuk - - styrkir Kúrda stöðu þeirra ákaflega.

Freysting virðist augljóst fyrir hendi fyrir stjórnendur Kúrda, þegar héröðin vestan megin við Kúrdahéröðin, virðast nú öll undir stjórn ISIS - - flóttamenn þeir sem flúðu frá borgum sem ISIS liðar hafa tekið, ásamt hermönnum sem kusu að flýja sókn ISIS í stað þess að berjast - - virðast hafa leitað til Kúrda héraðanna.

Nú þegar Kúrdar ráða olíuborginni Kirkuk, þá blasir við að grundvöllur fyrir "sjálfstætt Kúrdistan er kominn."

Að auki blasir við, að þeir slái saman með sýrlenskum Kúrdum, sem einnig "de facto" ráða sér sjálfir.

 

Hvað verður þá eftir af Írak?

Það getur stefnt í að Írak verði að shia islam þjóðríki - - þ.e. að "kúrdahéröðin" klofni frá, og einnig súnní íslam héröðin. Eftir er þá suður hluti landsins, og sennilega Bagdad er þá verður áfram höfuðborg.

Það verða þá 3-olíuríki:

  1. Það er olía nærri Persaflóa í shia héröðum Íraks. Þannig að shia islam þjóðríki, verður olíuríki.
  2. Eftir að hafa náð Kirkuk, þá ráða Kúrdar einnig yfir olíu.
  3. Og það gera einnig sveitir ISIS. Sem þá væntanlega mynda kalífa ríki á svæðum súnní múslima. Að frádregnum Kúrdum.

Ríki ISIS muni ná yfir hluta af Írak og Sýrlandi - sjá kort af ofan.

En það geri sennilega einnig ríki Kúrda, en það virðist mér sjálfsagt að íraskir Kúrdar bjóði bræðrum sínum í Sýrlandi, að vera með.

  • Ríki Alavíta í Sýrlandi, verður þá einnig - verulega minnkað.

 

Niðurstaða

Ef þ.e. rétt að þúsundir fyrrum liðsmanna hers Saddam Hussain hafi gengið í raðir ISIS. Auk þess að ISIS hefur tekið mikið magn hergagna af her Íraks. 

Þá líklega dugar ekkert minna til - en fjölmenn innrás til þess að binda enda á yfirtöku ISIS á stórum landsvæðum í Írak. 

Þ.s. Obama virðist ekki áhugasamur um það að blanda sér mikið í þetta stríð - fremur en hann hefur haft áhuga á að blanda sér að ráði í stríðið í Sýrlandi.

  • Þá sé það einna helst spurningin um það hve mikið lið Íran sendir til Íraks.
  • En sennilega mun Íran, leggja áherslu á að verja shia islam meirihluta svæðin.

Ekki á að taka aftur súnní meirihluta héröðin.

Svo að þá virðist mér blasa við - svo fremi sem "al Bagdadi" fremur engin stór axarsköft, þá sé hreyfing hans ISIS með góða möguleika á því, að halda þeim landsvæðum sem ISIS hefur tekið undanfarna daga. Og þar með uppfylla drauminn, um stofnun súnní íslamista ríkis.

-------------------------------

Það virðist ákaflega sennilegt að fljótlega í kjölfar á formlegri stofnun ríkis súnní íslam íslamista í hluta af Írak og hluta af Sýrlandi, þá muni Kúrdar sem búa í Írak og Sýrlandi - - einnig stofna sitt ríki.

Það veit enginn hvað ríki ISIS mun heita. En aftur á móti er ekkert leyndarmál, að ríki Kúrda mun þá sennilega heita, Kúrdistan.

Það getur orðið áhugavert að sjá, hvort að shia íslam þjóðríkið sem restin af Írak þá verður, mun ákveða að halda - Írak nafninu. En þeir geta allt eins ákveðið, að stofna formlega þjóðríki undir nýju nafni. Þannig að Írak væri formlega lagt niður.

  • Þ.e. síðan spurning hvað gerist í Sýrlandi, en ef ástandið verður stöðugt innan Íraks þ.e. ISIS telji sig öruggt með þau svæði sem eru nú fallin undir stjórn ISIS liða, þá er ekki loku fyrir skotið - að ISIS muni færa liðssveitir til Sýrlands, til þess að sækja þar frekar fram, til að stækka frekar yfirráðasvæði ISIS þar. 

Það gæti því verið töluvert drama í framhaldinu, þó svo að hóparnir innan Íraks - sættist á um að skilja að skiptum. Það gæti þítt, að yfirráðasvæði stjórnar Alavíta í Sýrlandi, muni skreppa frekar saman í framtíðinni.

Sem gæti leitt til þess að íslamista ríki ISIS verði töluvert öflugt ríki.

Hvaða afleiðingar stofnun ISIS á ríki róttækra súnní íslamista í Mið-Austurlöndum mun hafa fyrir heiminn, mun koma í ljós fyrir rest.

  • Þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að það verði gróðrarstía fyrir hryðjuverkaöfl heiminn vítt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Nú er þetta ekki í samræmi við neocon stefnu
Leslie Gelb fyrrum forseta Council on Foreign Relations er birtist í neocone New York Times um skipta Írak up?

“so-called soft-partition plan ….calls for dividing Iraq into three semi-autonomous regions…There would be a loose Kurdistan, a loose Shiastan and a loose Sunnistan, all under a big, if weak, Iraq umbrella.”(http://www.counterpunch.org/2014/06/12/black-flags-over-mosul

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 12:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er afar skrítin umfjöllun. T.d. þetta tal um að ISIS taki niður olíuiðnaðinn í N-Írak. Missir algerlega marks, því í N-Írak hefur ekki verið nein olíuframleiðsla síðan í sl. Íraks stríði milli Bandar. og Saddam Hussain. Að auki, er augljóst að ISIS ætlar að koma þeirri olíu á markað, þ.s. þá fá þeir peninga til að kaupa meir af vopnum.

Með hvaða hætti "græða Bandaríkin" á skiptingu Íraks í 3-ríki?

ISIS er ekki líklegur Bandamaður Bandar. Á sama tíma eru Kúrdar afar líklegir slíkir. En á hinn bóginn, hafa þeir verið það allan tímann - þ.e. bestu bandamenn Bandar. á svæðinu þ.e. í Írak, síðan Saddam var steypt, þ.e. því ekkert sem breytist hvað það varðar. Og stjórnin í Bagdad, er með bandar. þjálfaðan her.

Maður strögglar við að sjá gróðann. Mun líklegra að Bandar. séu ekki að skipta sér af málinu, vegna þess að skipting landsins skiptir ekki neinu megin máli til eða frá, þ.e. hvort hún verður eða ekki. Hagsmunir Bandar. séu tryggðir í báðum tilvikum, nema að ISIS verði of öflug hreyfing.

Á hinn bóginn, munu bæði stjv. í Íran og Bagdad, aðstoða Bandar. eigin hagsmuna vegna, við það að berja á ISIS. Meira að segja Rússar gætu ákveðið, að taka þátt í því verki vegna ógnunar þeirrar sem Sýrlandi stafar af ISIS.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2014 kl. 15:21

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef þessi ummæli frá 2006 eru rétt eftir höfð, er langsamlega sennilegast að ekkert samsæri eða "plan" sé á ferðinni, enda blasir það við þeim sem vilja sjá - - að skipting Íraks í þrennt. Er eðlileg afleiðing - þ.s. þarna búa í reynd 3-þjóðir sem sennilega einfaldlega vilja ekki búa saman. Þ.e. eðlilegt að sá vilji þeirra að skilja að skiptum nái fram. Sennilega voru þeir félagar 2006, einungis að benda á þetta atriði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2014 kl. 15:31

4 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Planið hjá ziocon (öðru nafni neocon) hefur alltaf verið það sama eða að deila og drottna (divide and conquer) og þetta plan er ekkert nýtt með koma á átökum til þess eins þá að skipta upp, og núna er það Írak fyrir stærra Zíonista Ísrael:
"Every kind of inter-Arab confrontation will assist us in the short run and will shorten the way to the more important aim of breaking up Iraq into denominations as in Syria and in Lebanon. In Iraq, a division into provinces along ethnic/religious lines as in Syria during Ottoman times is possible. So, three (or more) states will exist around the three major cities: Basra, Baghdad and Mosul, and Shi'ite areas in the south will separate from the Sunni and Kurdish north. "(A Strategy for Israel in the Nineteen Eighties).

“[The Yinon plan] is an Israeli strategic plan to ensure Israeli regional superiority. It insists and stipulates that Israel must reconfigure its geo-political environment through the balkanization of the surrounding Arab states into smaller and weaker states.

Israeli strategists viewed Iraq as their biggest strategic challenge from an Arab state. This is why Iraq was outlined as the centerpiece to the balkanization of the Middle East and the Arab World. In Iraq, on the basis of the concepts of the Yinon Plan, Israeli strategists have called for the division of Iraq into a Kurdish state and two Arab states, one for Shiite Muslims and the other for Sunni Muslims. The first step towards establishing this was a war between Iraq and Iran, which the Yinon Plan discusses.

The Atlantic, in 2008, and the U.S. military’s Armed Forces Journal, in 2006, both published widely circulated maps that closely followed the outline of the Yinon Plan. Aside from a divided Iraq, which the Biden Plan also calls for, the Yinon Plan calls for a divided Lebanon, Egypt, and Syria. The partitioning of Iran, Turkey, Somalia, and Pakistan also all fall into line with these views. The Yinon Plan also calls for dissolution in North Africa and forecasts it as starting from Egypt and then spilling over into Sudan, Libya, and the rest of the region.

Greater Israel” requires the breaking up of the existing Arab states into small states.

“The plan operates on two essential premises. To survive, Israel must 1) become an imperial regional power, and 2) must effect the division of the whole area into small states by the dissolution of all existing Arab states. Small here will depend on the ethnic or sectarian composition of each state. Consequently, the Zionist hope is that sectarian-based states become Israel’s satellites and, ironically, its source of moral legitimation…  This is not a new idea, nor does it surface for the first time in Zionist strategic thinking. Indeed, fragmenting all Arab states into smaller units has been a recurrent theme.” (Yinon Plan “Greater Israel”: The Zionist Plan for the Middle East)

Nú og Zíonista palið með að skipta Írak upp er svipað og hjá Council on Foreign Relations, því að eftir sem áður þá er neocon bara annað nafn yfir ziocon.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 19:17

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL, ég skal segja þetta með einföldum hætti:

  1. Þ.e. ekkert Yinon plan.
  2. Þ.e. ekkert zíonista/NATO plan, um að skipta um Mið-Austurlöndum, til.

Þetta er allt saman hugarburður, samsæriskenningasmiðir sem eru í vaxandi vandræðum, því að heimurinn er einfaldlega ekki að þróast í samræmi við þeirra hugmyndir, og þ.e. sífellt tærara að svo er ekki. 

Þ.s. er í gangi í Mið-Austurlöndum, hefur ekkert með e-h NATO plan að gera, ekki heldur með e-h bandar. samsæri, eða gyðingasamsæri - - þarna eru í gangi átök milli trúarfylkinga súnnía og shíta - sem fara stig magnanadi.

Þau átök, eru að kljúfa Írak. Og einnig Sýrland. Síðan ætla Kúrdar sennilega að stofna sitt þjóðríki, sem þá lengi hefur langað til að stofna.

-------------------------------

Síðan bæti ég við, að það er ekkert "Neo-con" samsæri heldur í gangi. Hugmyndir Ný Íhaldsmannannar, eru algerlega úreltar hugmyndir - í versta falli voru þær draumórar nokkurra manna á þeim tíma, er Bush yngri réð. Manna er voru tímabundið við völd, en eru ekki lengur. Sem höfðu hugmyndir, sem í dag eru "discretited."

 

Þetta voru heimskulegar hugmyndir. Þ.e. afskaplega augljóst af aðgerðum núverandi stjórnvalda, að slíkri hugmyndafræði - er alls ekki framfylgt í dag.

 

Bandaríkin virðast, í tíð Obama, aftur hafa leitað í sitt fyrra far, þ.e. "pragmatic commercial empire."

 

En slík stunda einmitt ekki slíka "divide and conquere" stefnu, einfaldlega vegna þess - - að hún hefur engan nytsaman tilgang, fyrir þau sjálf.

 

Bandaríkin viðhafa sömu stefnu, og breska heimsveldið á fyrri tíð - - þ.e. stjórna því sem þau þurfa að stjórna. En ekki einni baun meir.

 

Þ.s. gerir þennan samsæriskenningakreðs, smávegis brjóstumkennanlegan, er einmitt skortur á getu þessa hóps netverja, að sjá það þegar stefnan sem þeir standa gegn. Einfaldlega er ekki lengur til - þannig að barátta þess hóps. Verður að baráttu gegn vindmyllum. Þeir ástunda því ákveðna afneitun, því þeir eru fastir í sýn á heiminn, sem í vaxandi mæli passar ekki við það hvað er raunverulega í gangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2014 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 847330

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband