Borgarastríðið í Sýrlandi er bersýnilega búið að breiðast yfir til Íraks

Það voru sumir sem vöruðu við þeirri þróun, sem vildu að "vesturveldi" sendu herlið til Sýrlands. Til þess að "skakka leika" - - en ég var ætíð þeirrar skoðunar. Að slíkt hefði verið óráð hið mesta.

Hef ekki breytt þeirri skoðun, þó svo að nýjustu fréttir bendi til þess - að skæruliðaherinn "ISIS" eða "Islamic State of Iraq and al-Sham." Hafi náð á sitt vald borginni Mosul "al Mawsil á kortinu að neðan" og í dag ráði að mestu "tveim héruðum" í norðanverðu Írak.

Þ.e. -sjá kort- Ninava og Anbar.

Svæðið sem kallað er "al-Sham" er það sem og á ensku er nefnt "the Levant" og á íslensku er nefnt, "botn Miðjarðarhafs." Þ.e. svæðið sem markast af Líbanon, Sýrlandi og Ísrael.

Skæruliðaherinn, vill sem sagt, stofna íslamískt ríki, sem nái yfir þetta landsvæði, ásamt a.m.k. norðanverðu Írak.

Berst sem sagt fyrir því, að ná stjórn á því landsvæði - - skv. nýjustu fréttum vegnar honum "merkilega vel."

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Iraq.gif

Skv. fréttaskýringum - - eru landamæri Sýrlands og Íraks, að hverfa.

Militants Overrun Iraq's Second-Largest City As Government Forces Flee

Sunni Militants Drive Iraqi Army Out of Mosul.

Extremists seize Iraqi city of Mosul

Skv. fréttum dreifðist varnarliðið um víðan völl, eftir að ósigurinn við Mosul.

Skv. fréttum, hafa kúrdískir hermenn "Peshmerga" hernumið svæði í næsta nágrenni við borgina "Kirkuk" að sögn, til að hindra að yfirgefnar herstöðvar falli í hendur "ISIS" liða.

Ef þ.e. rétt, bendir það til - að töluvert víðtækur flótti hafi færst í lið stjórnarinnar, jafnvel að fleiri héröð á svæðinu riði til falls.

Skv. fréttinni á myndbandinu - - hefur mikill fjöldi óbreyttra borgara flúið Mosul, þ.s. áður bjuggu 1,8 milljón manns. Skv. því er þetta hugsanlega að þróast í töluverðan mannlegan harmleik.

Það er merkilegt, að "ISIS" skuli halda borginni "Fallujah" einungis 50km. frá Bagdad, og hafi gert það síðan í janúar 2014 - - sjá kort rétt NV-við Bagdad.

Þó að Anbar hérað sé stórt og dreifbýlt, mestu þurr auðn. Þá markar fall Mosul, það að "ISIS" stjórnar nú - næst fjölmennustu borg landsins. Og þ.e. ekki neitt smáatriði.

Skv. fréttum, hefur stjórnin - - óskað eftir aðstoð, frá her Kúrda. Sem er fjölmennur, en fyrir rúmum áratug, meðan Bandaríkin voru enn í Írak, var "Peshmerga" áætlað um 70þ. Örugglega ekki fækkað síðan.

En, ef "Peshmerga" liðar beita sér í N-Írak - - verða örugglega nokkrar afleiðingar af því. En Kúrdar hafa verið með "sjálfstæðiskröfur" og að auki, hafa "heimtað að fá borgina Kirkuk" í sinn hlut.

En hún er á olíuríku svæði - þannig að með því mundi grundvelli vera skotið undir, hugsanlegt sjálfstætt "Kúrdistan" ef af verður.

  • En það væri auðvelt að sjá, Kúrda í sjálfstjórnarhéraði sínu innan Íraks, slá sér saman með Kúrdum handan landamæranna Sýrlandsmegin, og mynda sjálfstætt - Kúrdistan.
  • Saman gætu þeir haft um 100þ. manna her.

Tyrkir hafa ætíð hótað Kúrdum öllu illu, ef þeir ætla að gera alvöru úr sjálfstæðisdraumum.

En "Peshmerga" er sennilega "langsamlega öflugasti herinn" þarna á næstu grösum.Tyrkneski herinn að sjálfsögðu, er mun sterkari - af á reyndi. En "Peshmerga" ef beitt í skæruhernaði, væri ekki lamb að leika sér við.

  • Það er sennilega ekki nein hætta á því, að stjórn Íraks - - riði til falls.
  • En þ.e. virkilega óheppilegt, að skæruliðaher tengdur "al-Qaeda" stjórni fjölmennum svæðum.
  • En augljósa hættan af því, er að sjálfsögðu að þau svæði, verði að miðstöð hryðjuverkamanna, sem geti síðar beitt sér, heiminn vítt.

Ástandið er bersýnilega í - - gerjun. En líklega getur  "Peshmerga" stökkt "ISIS" liðum á flótta frá Mosul og nærstöddum svæðum; en spurning á móti, er - - hvaða verð heimta Kúrdar fyrir að koma stjórninni í Bagdad til aðstoðar?

 

Niðurstaða

Það sem getur verið að gerast - að landakortið sem dregið var upp á sínum tíma af Bretum og Frökkum - sé að riðlast. En t.d. var héruðum Kúrda skipt milli 3-ja landa. En þar með var þjóð sem telur nokkrar milljónir. Svipt þeim rétti, að eiga sitt eigið ríki.

N-héröð Íraks, eru meginhluta byggð súnní aröbum. Fyrir utan Kúrda sem einnig eru súnní, en hafa sína eigin þjóðarvitund.

Sýrland, er einnig búið til án tillits til íbúa, þ.s. þjóðflokkur "Alavíta" -sem eru með einhverja sértrú sem er tilbrigði við shía íslam- hefur nú ráðið ríkjum, en sá er ekki nema milli 2-3% landsmanna, meðan langsamlega megnið af íbúum eru súnní.

Einungis með "ógnarstjórn" hefur svo fámennur hópur getað drottnað yfir landinu.

Líkur virðast á því, að stjórn Alavíta með Assad í broddi fylkingar, haldi velli. En á sama tíma, virðist líklegt að sú stjórn, geti ekki náð á sitt vald að nýju - landinu öllu. Þannig að heilu héröðin flosni jafnvel með varanlegum hætti, undan þeirra stjórn.

Sýrlenskir Kúrdar t.d. í dag, hafa "de facto" sjálfsstjórn, eins og Kúrdar í Írak.

Inn í þetta dæmi - - hefur þessi hópur "ISIS" stungið sér. Stjórnar nú verulegum landsvæðum beggja megin landamæranna.

Þetta virðist vera orðið að "potti í gerjun." Hver sem endanleg útkoma þess verður.

  • En ég er dauðfeginn, að Vesturveldi eru ekki að þvælast þarna með heri sína.
  • Eins og verulegur þrýstingur var um, fyrir ca. einu ári.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er mikil mildi að Rússum og Sýrlendingum hafi tekist að afstýra beinni innrás Vesturveldanna, þótt þau hafi frá fyrstu tíð mjög haft hönd í bagga með þessa sk. uppreisn, þar sem erlendir jíhadistar virðast leika mjög stórt hlutverk. En er það Sýrlandsstríðið sem breiðist út til Íraks? Eða er það Íraksstríðið sem breiðist út til Sýrlands? Það var í fyrsta lagi áform Bandaríkjanna í upphafi að ráðast á Sýrland þegar þeir væru búnir að ráðast á Írak. Í öðru lagi hefur Íraksstríðið haft mikil ruðningsáhrif yfir landamærin í kring um sig, bæði vegna umsvifa vopnaðra hópa og líka vegna flóttamannabúða og annarra neyðarráðstafana sem taka óhjákvæmilega mikið pláss og setja þrýsting á samfélögin í kring.

Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2014 kl. 03:48

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hefur það verið til að "seinka" þróuninni að Bandaríkjamenn fóru með herlið sitt úr landinu.  Írakar sjálfir höfðu ekki nokkur tök á því að hafa neina hernaðarlega stjórn á landinu og ég held að ástandið eigi bara eftir að versna...............

Jóhann Elíasson, 11.6.2014 kl. 07:27

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, ég kannast ekki við "meint áform Bandar. um innrás í Sýrland." Það var alveg frá upphafi augljóst, að ríkisstjórn Obama hafði ekki áhuga á innrás. En á sama tíma, var einnig ljóst - að aðilar á Bandar.þingi beittu hana þrýstingi. Þar grunar mig að hafi verulegu ráðið áhrif Saudi Arabíu - en margir gleyma því að bandalag Bandar. og Sauda í gegnum tíðina "virkar ekki bara í eina átt" heldur hefur gríðarlegur fjárhagslegur styrkur Saudi Araba, veitt þeim "mikil pólit.áhrif innan Bandar. sjálfra - beittu þeir sér bersýnilega mjög virkt í því að virkja sína bandamenn innan þingsins þar." En stríðið í Sýrlandi, virðist mótast af átökum "Saudi Arabíu og Írans." En þau 2-lönd hafa verið í stöðugu leynistríði síðan íranska byltingin varð fyrir nærri 30 árum nú. Að mörgu leiti má líta á Sýrlandsstríðið sem "proxy war" milli Saudi Arabíu og Írans, þ.e. Íran styður minnihluta stjórn "local" shíta í Sýrlandi, beitir fyrir sig "local shítum í Lýbanon" þ.e. Hesbollah, sem hefur stutt her "Alavita" og fram að þessu tekist að tryggja að stjórn "Alavíta" hefur haldið velli. Þrátt fyrir uppreisn "meirihluta súnní múslima." Sem súnní Arapa ríkið Saudi Arabía, hefur stutt með vopnasendingum.

Rússland spilar sinn eigin leik þarna, sem virðist snúast um tvennt - - auðlyndir en nærri sl. jólum gerðu þeir samn. v. ríkisstj. "Alavíta" um nýtingu gas/olíu á landgrunni Sýrlands." Og hitt er að Rússar hafa herstöð á strönd Sýrlands. Eina flotastöð Rússa við Miðjarðarhaf, mikilvægur hluti af getu Rússa til að beita sér á svæðinu.

  • Eins og oft í átökum - er rétt vs. rangt nokkuð í þoku.
  • Stjórn Alavíta er ógnarstjórn sem drepið hefur líklega í gegnum stjórnarsetu í 40 ár eða svo, nærri 100þ. af eigin landsmönnum.
  • En á sama tíma, hefur Saudi Arabía elft hættulega trúarofstækismenn meðal súnní múslima, ólíklegt virðist að vel mundi fara fyrir "Alavítum" ef þeir tapa. Á hinn bóginn, á minnihluti sem traðkar á meirihlutanum, aldrei von á góðu ef sá minnihluti tapar stríði fyrir meirihluta landsmanna.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2014 kl. 10:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, ertu ekki að rugla Íraksstríðinu við Sýrlandsstríðið? En það eru hátt á 3-milljón flóttamanna í þeim átökum, yfir milljón þeirra hafa leitað yfir landamærin til annarra ríkja. Stærri hluti flóttamanna, er enn innan eigin lands á flótta frá fyrri heimkynnum. Og að sjálfsögðu, hefur þessi gríðarlegi flóttamannastraumur, haft mjög alvarleg áhrif á löndin í kring.

Núverandi stjórn í Bagdad er meirihluta stjórn shíta, sem hefur í seinni tíð verið fremur höll undir Íran. Þ.e. því vísbending um það, hve alvarleg ógn Bandar. meta "ISIS" samtökin, að þeir skuli hafa farið að vopna stjórnarherinn í seinni tíð, til að berjast við þau samtök. Þegar sú stjórn er eiginlega "bandamaður Írans á svæðinu."

Má vera að staða Bandar. á svæðinu sé að breytast, eftir að þeir hófu samn.viðræður við Íran, kannski er það liður í bættum samskiptum Bandar. og Írans, að Bandar. skuli allt í einu verið farin - - að aðstoða shíta stjórnina í Bagdad, í baráttu hennar við "súnní múslima skæruliða."

Mig grunar að í farvatninu, sé samkomulag milli Bandar. og Írans, um frið þeirra á milli, og jafnvel að Íranar söðli um. Það verður að koma í ljós.

En það var merkileg frétt um daginn, þ.s. Saudi Arabar töluðu um hugsanlegar viðræður við Íran, til að binda kannski enda á löng átök landanna. 

Bandar. gætu verið að beita Sauda þar þrýstingi. Þ.e. örugglega margt að gerjast undir yfirborðinu - - En Bandar. væri gríðarlegur akkur af "bandalagi við Íran."

Það væri stórt "kúp" fyrir þá, hefði hugsanlega dramatísk áhrif á getu Rússa til að beita sér í Mið-Austurlöndum. Með því, gætu þeir tekið í burtu megin veikleikann í bandalaga strúktúr sínum á því svæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2014 kl. 11:00

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, þ.e. spurning. Við skulum sjá hvað gerist. En einhvern veginn örugglega fittar aðstoð Bandar. nýlega við shíta stjórnina í Írak, við viðræður Bandar. v. Íran um frið þeirra í milli. Akkúrat hvernig mun koma í ljós síðar.

En það þíðir örugglega ekki að Kanar ætla að sleppa bandalagi sínu við Saudi Arabíu, en það gæti þítt, að þeir beittu sinn gamla bandamann á svæðinu, þrístingi til að enda átök sín við Íran - - svo þeir hætti að styðja súnní Íslam skæruliða hvarvegna þ.s. shíta ríkisstjórn er við völd, og öfugt að Íranar hætti að leitast við að grafa undan þeim stjórnum sem eru bandamenn Sauda um Mið-Austurlönd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2014 kl. 11:04

6 identicon

Sæll Einar Björn     "..ég kannast ekki við meint áform Bandar. um innrás í Sýrland."

Þú hefur örugglega heyrt um PNAC. osfv. og svo örugglega eitthvað um stríðsáformum Bandaríkjamanna er hann General Wesley Clark (NATO Supreme Allied Commander) sagði frá á FORA.TV : GENERAL WESLEY CLARK SPEAKING 2007

En eins og þeir segja í PNAC þá eru það fleiri stríð ofan á stríð, eða: " The neocon agenda, PNAC published in 1997, called for regime change in 6 countries by force. Iraq, Libya, Syria, Iran, Lebanon & Jordan. Iraq was done under GW Bush. Libya was done by Obama (installing an Islamic Extremist government in the process.) Syria in progress..."  (http://www.dailypaul.com/266343/pnacs-neocon-agenda-continues-unabated-under-barack-obama)

Sjá einnig: Is Ukraine Crisis Neocon Payback To Putin For Syria and Iran Interventions?

PNAC moving to Syria

Project for a New American Century PNAC: the "Mein Kampf" of World War IV

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 17:06

7 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Er hérna Project for a New American Century  eða PNAC samsæriskenning, og er hann General Wesley Clark bara einhver samsæriskenningarsmiður eða bara einhver bullari?

Það er eins og sért í afneita á öllu er kemur frá einhverjum öðrum fjölmiðlum en hérna New York Times, BBC, CNN og /eða þessu neocon- fjölmiðlum, en er það ekki bara málið að allt sem kemur frá öðrum fjölmiðlum er annað hvort samsæriskenningar eða bara drasl, ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 18:44

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þorsteinn svaraði þessu í þetta sinn: PNAC. Þetta er ekki einhver bleikur fíll heldur alvöru plan manna sem höfðu mjög mikil ítök í ríkisstjórn Bush yngri.

Og Obama-stjórnin hefur ekki minni áhuga á Sýrlandsstríði en það, að hún hefur háð það "by proxy" frá upphafi í nánu samstarfi við bandamenn sína einkum í Tyrklandi og Saúdi-Arabíu.

Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2014 kl. 20:57

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Viðbót: Bandaríkin hafa aldrei verið neitt sérlega mótfallin stjórn shííta í Írak, enda voru það þau sjálf sem komu henni til valda og það var fyrirséð. Hitt er vissulega merkilegt ef BNA og Sádar huga að bættum samskiptum við Íran, reyndar hafa BNA verið að þreifa fyrir sér í því, en ég trúi ekki að Sádar verði með fyrr en ég sé það.

Auk þess: Þótt Hafez al-Assad hafi verið mikill ruddi, er Bashar sonur hans ekki alveg eins slæmur - þótt hann hafi gert margt sem hann hefði betur látið ógert, þá er hann samt álitinn umbótasinni (aflétti t.d. 40 ára gömlum herlögum pabba síns) og eitthvað þarf mikið að breytast ef hann verður ekki forseti næstu árin. Hann var endurkjörinn fyrir nokkrum dögum.

Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2014 kl. 21:05

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, varðandi PNAC þá virkilega tek ég það ekki alvarlega, en ég tel það fullvíst að þó hugsanlega hafi slíkt plan verið til í tíð Bush yngri, sé það ekki lengur "operational." En að mínu mati, var það ákveðinn prófsteinn á það. Fyrir ca. ári síðan, er Obama var beittur þrýstingi til að gera hugsanlega innrás í Sýrland. Og Obama hefur þess í stað, tekið allt annan pól í hæðina - - sbr. viðræður hans við Íran. Sem hefði gersamlega verið óhugsandi í tíð Bush, sem hafði svipuð viðhorf til Írans og Íranar höfðu til hans, eða fullur fjandskapur. Þó að menn láti oft sem að stefna Bandar. sé alltaf eins, frá einum forseta til annars, þá er það ekki rétt - sögulega séð hefur oft orðið töluverð breyting á stefnu Bandar. fyrir tilstuðlan forsetaskipta.

Ég er 100% viss eftir þetta, að það "action plan" sem kallað er "PNAC" er ekki "operational.

  • "Og Obama-stjórnin hefur ekki minni áhuga á Sýrlandsstríði en það, að hún hefur háð það "by proxy" frá upphafi í nánu samstarfi við bandamenn sína einkum í Tyrklandi og Saúdi-Arabíu."

Það er ekki réttur skilningur hjá þér. Þetta er algerlega Saudi project. Þ.e. þú skilur það rétt sem "proxy war" en þ.e. ekki "proxy" milli Bandar. og t.d. Rússlands, heldur "proxy" milli Írans annarsvegar og Saudi Araba hinsvegar.

Þetta með öðrum orðum, séu trúarátök í bland við átök Írans og Saudi Arabíu, um áhrif og áhrifasvæði þeirra, innan Mið-Austurlanda.

Þó svo að Bandaríkins séu öflugasta ríki heims enn í dag, þá þíðir það ekki að smærri "powers" geti ekki verið að spila sína leiki, eða keppa sín á milli. Og haft "local" áhrif.

  • "Hann var endurkjörinn fyrir nokkrum dögum."

Sú kosning er eins og hvert annað grín, með herlög í gildi í landinu, og a.m.k. 5 milljón manns á flótta innan lands og utan, og meir en helming landsins á valdi uppreisnarmanna.

Ég er ekki sammála þér að Assad yngri sé minna brútal en faðir hans. Ég held að hegðan stjórnarhersins í borgaraátökunum, hafi alveg sínt alla þá verstu takta sem fram komu í tíð föðursins, að jafnvel sé sonurinn betrungur hvað "brutality" stjórnarhátta varðar.

  • "Hitt er vissulega merkilegt ef BNA og Sádar huga að bættum samskiptum við Íran, reyndar hafa BNA verið að þreifa fyrir sér í því, en ég trúi ekki að Sádar verði með fyrr en ég sé það."

Auðvitað þ.s. Saudar og Íranar hata hverja aðra sem pestina sjálfa. Skeptík er því afar skiljanleg, en það mundi henta Bandar. ákaflega vel - - að binda enda á átök þeirra við Íran.

Saudi Arabía þó svo hún sé "local power" mun eiga erfitt með að hafna alfarið þrýstingi Bandar. um að hætta beinum átökum við Írani, ef Bandar. hafa náð samkomulagi við Írana.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2014 kl. 01:17

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þannig ætli Obama að binda enda á stríðið í Sýrlandi - - þ.e. hans greining og samstarfsmanna hans, sé sennilega það - - að Íran sé lykillinn að því að enda þau átök, með þeim hætti að hagsmunir Bandar. verði ofan á.

Þetta sé að sjálfsögðu margfalt snjallari aðferð, en Bush yngra hefði nokkru sinni getað komið til hugar, eða vinum hans meðal Ný-íhaldsmanna, sem virtist eingungis geta komið til hugar, hernaðarlausnir.

Það auðvitað mun þíða, að Bandar. munu þurfa að veita Írönum einhverja mikilvæga eftirgjöf - - en Íranir eru ekki vitleysingar, og munu prútta vel.

Bandar. geta boðið upp á margvíslegar öflugar gulrætur, ef þeir kæra sig um.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2014 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 847344

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband