Otmar Issing, aðalhagfræðingur seðlabanka Evrópu 1998-2006, segir að Evran geti raunverulega hrunið!

Það er mjög merkilegt að sjá varnaðarorð fyrrum aðalhagfræðings Seðlabanka Evrópu, þann sem sat frá stofnun hans til 2006 eða 8 ár.

En, hann tekur undir sjónarmið gagnrýnenda um það, að krýsan í dag hafi haft langan aðdraganda þannig, að vandamál hafi verið að hlaðast upp árin á undan.

Hann virðist kenna meðlimaríkjunum um ástand mála, að ekki hafa staðið sig í stikkinu.

 

“With the failure to make sovereign states’ fiscal policies consistent with the conditions for the single currency area, policymakers not only have weakened the functioning of monetary union, but have also called into question its very survival,” 

Þarna virðist hann vísa til óábyrgrar fjármálastjórnunar ríkissjóða, sem hafi safnað of miklum skuldum.

Það dregur úr gildi greiningar hans, ef hann einungis horfir á fjármálastjórnun, þ.s. vandamálin sem hafa hrannast upp og eru undirrót vandans, eiga sér fleiri rætur.

 

"The present seemingly unstoppable process towards further financial transfers will generate tensions of an economic and especially political kind.  The longer this process is characterised by unsound conduct of individual member countries, the more these tensions will endanger the existence of EMU."

Hann hljómar ekki sáttur við þá aðferð sem er ástunduð í dag, að vel stæðari ríkin veiti lán.

Hann virðist telja að áframhaldandi óábyrg stjórnun, geti leitt til þess að skussum verði verðlaunað. 

Þetta er tegund umræðu, sem hefur nokkuð gætt í Þýskalandi.

 

"The present scenario does not come as a surprise… This was a crisis that in many ways had been pre-announced. The seeds were sown some time ago… The euro members in no way represent a politically unified entirety, but they form a single currency. At the outset, and also after the start, politics failed to create the right conditions for it to work optimally.’"

Ég veit ekki enn, hvort hann er bara að tala um fjármálastjórnun eða einnig um önnur vandamál, er voru til staðar.

En, til þess að samstarf milli fullvalda ríkja um einn gjaldmiðil virki, þurfa allir að standa saman að því - að það raunverulega geri það. Upphleðsla vandamála má ekki eiga sér stað.

Dæmi um vandamál sem öll voru í gangi samtímis á Evrusvæðinu:

A) Ef óvönduð fjármálastjórnun ríkis, veldur stöðugri upphleðslu skulda ríkissjóðs - dæmi Grikkland og Belgía.

Þetta er klassísk ástæða fyrir kreppu, að fjármál ríkis fari úr öllum böndum.

B) Ef mikið misvægi skapast milli ríkis a) og ríkis b) í viðskiptum, þ.e. a) selur meir til ríkis b) en ríki a) kaupir af ríki b). Viðskiptahalli. Dæmi, Spánn og Portúgal einnig Grikkland vs Þýskaland.

En slíkur halli, ef viðvarandi mörg ár, skapar stöðuga uppþenslu skulda innan viðkomandi hagkerfa.

C) Stjórnlaus útþensla bankakerfis sbr. Írland, sem á endanum riðar til falls, og tekur ríkissjóð með sér í fallinu.

D) Að auki má nefna, að láta hagkerfi ofhitna svo að bóla skapist - Spánn, Portúgal, Grikkland og Írland.

Það verður sem sagt:

  1. Halda aftur af eyðslu ríkisins.
  2. Passa upp á að misvægi í viðskiptum milli einstakra ríkja vaxi ekki framúr öllu hófi.
  3. Og, passa upp á að bankakerfin, vaxi ekki einstökum ríkjum yfir höfuð.
  4. Passa upp á að hagkerfi ofhitni ekki.

Svo þ.e. engin furða, að Issing bölvi ríkisstjórnunum, þ.s. allt þetta gerðist samtímis á umliðnum áratug.

Það er nánast ekkert ríki, sem er algerlega saklaust. Öll, tóku þátt í vandanum að einhverju leiti.

Löndin í verstu ógöngunum, voru með 2. eða fleiri vandamál í gangi í einu.

 

"There is still hope for European monetary union. Europe has faced repeated crises in the past and each time has emerged on the whole in stronger shape,” - "As long as some countries misbehave, the more these tensions will endanger the existence of E.M.U.”

Þar sem ég hef ekki enn lesið ritgerðina hans, birti einungis þessar glefsur sem koma fram í kinningu á henni, þá veit ég ekki hvort fókus hans er einungis peningalegs eðlis, þ.e. peningastjórnun.

En, að horfa einungis á fjármálastjórnun væri of þröng nálgun, þ.s. sem dæmi ríkissjóðir Spánar og Írlands voru ekki skuldum vafnir fyrir hrun. Heldur, var það bóla sem sprakk sem orsakar að stórum hluta tjón þeirra landa. Að auki var Írland með uppblásið bankakerfi.

Svo horfa verður einnig á hagkerfisstjórnun.

En ekki einungis þetta, heldur einnig á uppsöfnun viðskipta ójafnvægi milli aðildarlandanna. En, upphleðsla skulda innan hagkerfanna sjálfra er einnig hættuleg þróun og alls ekki síður svo, en upphleðsla skulda ríkissjóða.

En, sem dæmi áleit hinn frægi hagfræðingur Kane að "export surplus" væri ein hættulegasta meinsemdin fyrir alþjóðahagkerfið, og vildi setja upp sérstakann skatt á hagnað af utanríkisviðskiptum umfram tiltekna prósentu tölu.

En, hagnaður af utanríkisviðskiptum er ekki mögulegur, nema að einhver annar hafi halla. Þá græðir landið með hagnaðinn meðan landið með hallann tapar þ.e. safnar skuldum. Slíkt ástand er einnig ósjálfbært yfir tíma. 

Því miður, var hvergi innan regluverks Evru, gætt að þessari tilteknu hættu. En, þ.e. ekki síst viðvarandi viðskiptahalli Spánar, Portúgals og Grikklands, sem lítt eða ekki hefur enn minnkað; sem skapar þá hratt vaxandi vantrú fjárfesta um framvindu mála hjá þeim. En, án hagnaðar af viðskiptum er mjög erfitt að sjá hvernig þau lönd geta mögulega hafið sig úr feninu.

 

“My conclusion at the start of 2011 is a somber one,” Mr. Issing wrote. “We have not yet reached the moment of truth for E.M.U. It has merely been postponed.” - “I (Issing) have indeed become very concerned that politics fail to take the crisis as an opportunity to forcefully improve the framework”

Þó Issing telji enn mögulegt að bjarga Evrunni, þá er hann ekki lengur bjartsýnn fyrir hennar hönd.

Þörf sé fyrir djarfar aðgerðir, til að bæta úr þeim göllum um stýringu Evrusvæðisins, sem í ljós hafi komið - virðist mat Issing.

Ella sé hrun raunverulegur möguleiki sbr. varnaðarorð hans efst.

 

Niðurstaða

Stöðugt fjölgar þeim sem vara við ástandinu á Evrusvæðinu, og telja ekki nóg að gert af stjórnmálaelótunni innan ESB. Að Issing sjálfur bætist nú við þann kór, ætti að fá einhverja til að hugsa málið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 48
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 549
  • Frá upphafi: 847270

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband