Bjargaði Kína uppboði Portúgala á miðvikudaginn, sem heppnaðist þrátt fyrir allt!

Ég viðurkenni, að ég virkilega átti ekki von á, að uppboðið myndi heppnast, eftir havarí undanfarinna daga þ.s. vaxtakrafa fór í 7% fyrir 10 ára bréf Portúgals sl. föstudag. Sl. mánudag þurfti stór inngrip Seðlabanka Evrópu, til að halda vaxtakröfunni við 7% múrinn. En, í daga fóru bréfin á 6,71%.

Spurningin sem ég velti fyrir mér, hvort þetta eru inngrip - en í þetta sinn stórs utanaðkomandi aðila, nefnilega Kína?

  • Kína hefur verið að veita peningum inn í portúgalska hagkerfið undanfarna daga. 
  • Að auki, lýstu þeir og Japanar yfir stuðningi við Evruna sl. mánudag.
  • Ein leið, til að setja upp varnarmúr, er að leitast við að verja Portúgal falli - skv. þeirri kenningu, að þá sé næsta land þ.e. Spánn einnig varið.
  • En hagsmunir Kínverja af því, að tryggja það að Evran falli ekki eru augljósir - en þeir selja mjög mikið af vörum til Evrópu, og óttast augljóslega að tapa markaðinum að einhverju verulegu leiti. 
  • Sami ótti líklega býr á bakvið viðbrögð Japana, nema að auki má vera að þeir óttist, að alþjóðleg fjármálakrýsa, er gæti hafist við hugsanlegt hrun Evrunnar, myndi einnig bitna á þeim sjálfum.

Portugal banks draw on ECB funds :"The most closely watched government bond auction of the year to date saw Lisbon sell €1.25bn ($1.6bn) of four-year and 10-year bonds. It was the maximum amount that debt managers were looking to sell and demand was strong." - "Critically, Lisbon paid yields of 6.71 per cent for the 10-year bonds, below the 7 per cent threshold that the government has acknowledged is unsustainable..."

Portúgal er samt sem áður langt í frá úr hættu. Það kemur að auki fram í greininni, að Portúgal þurfi að fjármagna 9,5 ma. Evra í apríl og allt í allt 20 ma. Evra á þessu ári. Síðan, eru óskaplega erfitt fyrir ríki að skulda stórar upphæðir á þessum vöxtum.

Í samanburði eru vextir á björgunarpakka sbr. Írland, lægri á 5,8% vöxtum. Svo, það má reikna með að þrýstingur á Portúgal haldi áfram að samþykkja björgun.

 

Niðurstaða

Mér finnst grunsamlegt, að einungis 2. dögum eftir að Seðlabanki Evrópu þurfti að berjast við fjárfesta, við það að halda verðum fyrir Portúgölsk 10. ára bréf niðri við 7% múrinn; þá skuli allt í einu auglýst uppboð fara á mun hagstæðara verði þ.e.  6,71%.

Þetta fer þvert gegn þeirri stefnu er mál voru að taka, og mig grunar sterklega að einhver utanaðkomandi aðili, hafi skipulagt kaup á megninu af útboðinu, sennilega í samvinnu við Evrópusambandið.

Augljósi aðilinn er Kína, sem mjög mikla hagsmuni hefur af því, að viðhalda öruggri sölu á neytendamarkað í Evrópu. En, fall Evrunnar myndi hækka verð á þeirra vörum í Evrum, sem óhjákvæmilega myndi draga úr sölu. 

Fyrir Kína, er það sennilega peninganna virði og vel það, að kaupa þessi bréf.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ja nú líst mér á. 

Er nú þannig komið að EMU beiti sömu meðulum og íslensku bankamennirnir í aðdraganda íslenska bankahrunsins. Það kann vel að vera Einar ? en eins og við vitum þá lengir svona sprikl bara snöruna. 

Guðmundur Jónsson, 13.1.2011 kl. 09:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat - Guðmundur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 847280

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 278
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband