Krýsan á Evrusvæðinu magnaðist enn í gær!

Portúgal er í vanda. En, á föstudag fór vaxtakrafa fyrir 10. ára ríkisskuldabréf Portúgals upp í rúml. 7%. Um helgina, sagði fjármálaráðherra Portúgals, að vaxtakrafa upp á 7% eða rúmlega 7% væri ósjálfbær. Síðan, var tilkynnt að ríkisstjórn Portúgals myndi efna til útboðs á umtalsverðu magni ríkisskuldabréfa nk. miðvikudag.

 

En, á mánudag 10. jan. gerðist eftirfarandi:

ECB intervenes as debt crisis deepens :"Portugal’s cost of borrowing jumped to 7.18 per cent for 10-year debt, close to euro-era highs at one point before intervention by the ECB saw yields fall back to close at 7.01 per cent."

  • Einungis 2. dögum fyrir útboð, þarf seðlabanki Evrópu að kaupa mikið magn portúgalskra ríkisskuldabréfa fyrir prentaðar Evrur, til að halda verði þeirra niðri. Og, það fór ekki lægra en í 7,01 þrátt fyrir inngripin.
  • Svo málið lítur alls ekki vel út, fyrir nk. miðvikudag. Ólíklegt virðist að útboðið heppnist, nema að hreinlega seðlabanki Evrópu kaupi alla útgáfuna. 

Peninsula pressure point : "A bail-out bell tolls for Portugal..."

Í þessari grein er bent á að fyrir Portúgali sé orðið ódýrara að taka við björgun sbr. 5,8% vexti björgunarpakka Írlands. Þannig, að skynsamt sé fyrir þá, að leita eftir henni.

Síðan bendir fréttaskýrandi FT.com á að, eftir þá björgun muni Evrusvæðið vera búið að klára allar auðveldu lausnirnar, því björgunarsjóðinn mun þurfa að stækka ef á að bjarga fleiri ríkjum seinna.

Risk of contagion if Portugal defaults :"The way Spanish yields, and those of next-in-line Belgium and Italy, have soared this year shows that bondholders are in no mood to stop."

Vaxtakrafa fyrir 10. ára bréf Spánar er komin í rúml. 5%. Samtímis að fyrir Ítalíu og Belgíu, er krafan nálægt 4,5% í dag - sem er umtalsverð hækkun miðað við eldri tíð.

Margir telja víst, að fall Portúgals muni leiða hratt til falls Spánar, vegna mikillar tengingar milli hagkerfanna á Íberíuskaga. En, sem dæmi eiga spanskir bankar mjög mikið af skuldum í Portúgal. 

Hið minnsta, munu fjárfestar sennilega færa sig yfir á næsta fórnarlamb, þannig séð. Svo koll af kolli, er hættan.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef margsinnis spáð fyrir, eru útmánuðir 2011 að reynast mjög mikil prófraun fyrir Evruna. Ég spái því, að svo hratt sé krýsan að þróast að þegar um miðbik árs verði komið í ljós hvort Evran lifir eða deyr, eða hvort eitthvert Plan B svokallaðra ríkari landa, fer í gang.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta mun nafnvaxtaprósenta og gefur til kynna mismunandi verðbólgu þrýsting og harðnandi lífskjör á þessum svæðum.  Portúgal var hamingju samara almennt fyrir 30 árum.

Ef ég væri alþjóðlegur fjárfesti þá vel ég svæði þar sem sannarleg aukning er á tækni og fullframleiðslu. Ríki sem vilja draga úr sjálfþurftarbúskap verða að hafa efni á því það kostar að láta aðra gera hlutina fyrir sig.

Evran er nýtt nafn á markinu að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 11.1.2011 kl. 03:49

2 identicon

Þess vegna á Portúgal strax að leyta á náðir björgunarsjóðsins. Þá er það mál leyst og það verður auðveldara fyrir önnur ríki að fjármagna sig.

Þetta er niðurstaða eins aðalhagfræðings innan Deutsche Bank.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 09:09

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stefán - einn galli, að þetta mun ekki stöðva lekann frekar en björgun Írlands eða Grikklands gerði slíkt.

Að auki, grafa auknar ábyrgðir undan trausti á ríku ríkjunum svokölluðu. Meira að segja skuldir þjóðverja eru ekki litlar, munu vera nálgast 80% múrinn við lok þessa árs.

Eða eins og FT.com segir -"The eurozone crisis is moving inexorably from the periphery to the core. What began as a fiscal and banking crisis on the fringes has expanded into a crisis of credibility at the heart of European policymaking. After Portugal’s inevitable rescue, the eurozone will have run out of easy options."

Ríkin eru að nálgast sameiginlega bjargbrún. Eins og ég er búinn að segja núna í marga mánuði, einungis sameiginleg aðgerð á möguleika, til að stöðva lekann. 

Það verður að tryggja allt og einungis stóru ríkin geta það hugsanlega. Ef þau geta það ekki, þ.e. ef þeirra niðurstaða er slík. Þá, er Evrusamstarfið í núverandi mynd feigt og ekkert getur nema kraftaverk bjargað því úr því sem komið er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.1.2011 kl. 11:51

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríki á meginlandi Evrópu: Meðlimir EU: eru það til að standa saman sem ein gegn öllum heiminum í samkeppni um meðal rauntekjur á þegn.    Sér í lagi  gagnvart öðrum ríkjasamteypublokkum  eins og USA og Kína, ef ég skil Angelu Merkel rétt. Flest Ríkin hafa notið uppsveiflu og þeim flestum stendur ekkert annað til boða en fylgja með í samdrætti tækni og fullframleiðslu í EU. Fá ríki eiga nóg eða eru aflögufær um eftirsótt hráefni og orku. Innri andleg sérfræði þeirra er ekki mikilsvirði í samanburði, sér í lagi ekki þar sem almenn lífskjör eru slæm í samanburði.  

Reynsla eða saga Evrópuríkjanna sýnir að Evran heldur innan Evrópu Sameiningarinnar.  

Júlíus Björnsson, 11.1.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband