Eru Íslendingar brjálaðir?

Ég byrja á því að taka fram, að ég tek undir a.m.k. verulegann hluta hans gagnrýni. En eins og ég skil það, þá er hún fyrst og fremst á þá sýn er virðist endurtaka sig hér á landi ítrekað á síðustu árum, að þegar vel gengur í einu þá sé allt í einu hægt að stækka sig í þeim geira 10 - 20 falt á nokkrum árum - eða þaðan af enn meira. En eðlilegur vöxtur er vanalega innan við 10%, oft litið á 3-4% árlegan vöxt sem eðlilegann í þroskuðum geirum.

 

 

Mynd af Andra Snæ

Andri Snær Magnason.

 

Ef við beinum gagnrýni okkar í þann farveg, að vera gagnrýni á slíkt óðagot - þá er hægt að vera mjög sáttur við megnið af því sem hann skrifar.

En ég hef sjálfur þá skoðun að sígandi lukkar sé best, þ.e. hefja rekstur sinn smáan, byggja hann síðan upp á hóflegri árlegri stækkun ári eftir ári - en ekki eins og var um okkar banka, að 2. falda stærð á hverju ári.

Visir.is: Í landi hinna klikkuðu karlmanna

andrisnaer.is : Í landi hinna klikkuðu karlmanna

Í dag virðist annað klikkæði í gangi, en þ.e. sú hugsun að hér sé hægt að margfalda á örfáum árum, þá orku sem tekin er úr okkar háhitasvæðum, þá orku á síðan að selja úr landi í því formi að hún verði bundin í langtímaorkusölusamningum við nýja stóryðju. 

Þessu fylgir mikill kostnaður, og þörf fyrir stóra viðbótar skuldsetningu okkar orkufyrirtækja, sem er reyndar tilbúin þörf því hún er einungis til staðar, ef raunverulega er þörf fyrir að skapa alla þá orku innan svo skamms tíma - annars vegar - og - hins vegar - raunveruleg þörf fyrir þá gríðarlegu áformuðu viðbótar álvers uppbyggingu er kallar á þessa orkuþörf.

 

Fyrst, hver er ástæða þessarar klikkunar?

Tölur yfir meðalhagvöxt á áratug á Íslandi: Datamarket

Ég bendi á yfirlitið frá "Datamarket" en þá kemur klárlega fram, að frá og með 9. áratugnum hefur hægt mikið á meðalhagvexti hvers áratugar.

Líkleg skýring er að upp úr 1980 hafi fiskimiðin verið orðin nokkurn vegin fullnýtt, og því ekki þaðan að sækja frekari uppsprettu mikils hagvaxtar.

Íslendingar voru vanir áratug eftir áratug að vera með mjög mikinn meðal-hagvöxt. Sá þíddi einnig, að hér var aukning tekna að sama skapi mikil.

Ef við ryfjum aðeins upp efnahags vandamál 9. áratugarins, þá einkenndist hann af mjög miklum óstöðugleika, þ.e. vinnumarkaðurinn krafðist áfram þeirrar tekjuaukningar sem hann hafði verið vanur að fá, en síðan kom í ljós að verðmæta-aukning úr sjó var ekki lengur fyrir hendi í þeim mæli lengur er til þurfti til að standa undir þeirri tekjuaukningu, þannig að til að bjarga varð ítrekað atvinnuvegunum, þ.e. fella varð gengið og þannig lækka laun.

Á þessu gekk í nokkur skipti, þar til í þjóðarsáttar samningunum frægu, gengust aðilar vinnumarkaðar við því að samþykkja til muna hófsamari launahækkanir þaðan í frá. Eftir þetta, hefur verðbólga hér að jafnaði verið til muna hófstilltari.

Þ.s. virðist vera í gangi, er að við Íslendingar sættum okkur ekki við 3-3,5% hagvöxt. Við viljum aftur 6-7% hagvöxt eins og fyrir 1980. Við viljum verða rík. Við viljum verða successful. 

Við störum í öfund á Norðurlöndin.

Við erum alltaf að keyra okkur áfram á samanburði við þau.

Sá samanburður er ekki sanngjarn, því við höfum enn sem komið ekki forsendur fyrir því að hafa hér sömu tekjur og telst eðlilegt hjá þeim! En okkar útflutningur tonn fyrir tonn er miklu minna verðmætur!

Lausnin er að skapa þær forsendur, og aðferðin er þá að auka verðmæti þess er við flytjum út!

Á þessu stendur - en við erum óþolinmóð - við viljum fá þetta í gær!

Þess vegna, erum við ítrekað að fara í þessi ævintýri, er eiga að redda okkur í fullt tekjujafnræði á örfáum árum. Svo rennum við á rassinn, og svo aftur og síðan enn aftur!

Við þurfum að hætta þessari óþolinmæði og sætta okkur við það, að raunverulegt tekjujafnræði mun taka e-h í kringum 25-30 ár, - sætta okkur við sem sagt hægari hagvöxt, en sem hugsanlega verður hægt að viðhalda án frekari stórtjóna!

 

Leitin að nýjum atvinnutækifærum

  • Rauður þráður í gegnum alla þá leiti hefur verið óþolinmæði, þ.e. eins og við viljum vöxt í gær.
  • Annar rauður þráður er einnig til staðar, þ.e. stigmögnun - þau eru alltaf að verða dýrari.  
  • Við erum komin að rökréttum endapunkti þess að vera "crazy" þ.e. að brjálsemin verður að taka enda - en skoðun á skuldastöðu þjóðarinnar ætti að gefa nægar vísbendingar.

Í hvert sinn, á hinn nýji þáttur að vaxa með ógnarhraða - en niðurstaðan er alltaf hin sama, þ.e. hraður vöxtur greinar síðan gjaldþrotahrina flestra í greininni og svo beinum við sjónum okkar annað.

  1. Fiskfeldið, miklu fjármagni var dælt í það, stöðvar spruttu um hvippinn og hvappinn, mikil bjartsýni kom fram, bent var á gríðarlega framleiðslu Norðmanna, allir fyrðir áttu að hafa eldisstöð, margir aðilar fóru af stað en fæstir kunnu vel til verka, erfiðleikar við eldið komu fram, tekjur dugðu ekki fyrir lánum og stöðvar urðu upp til hópa gjaldþrota.
  2. Minka/refarækt, en það var eins og fiskeldisævintýrið að mörgu leiti, þ.e. mikil stemming skapaðist, verð voru líka á tímabili há, með sama hætti komu fram margir áhugasamir, lán voru veitt í gríð og erg með svipuðum hætti í gegnum pólit. þrýsting, en sagan varð líka nánast hina sama þ.e. margir fóru af stað meira af kappi en forsjá, verð á skinnum reyndust lægri en vonast var til m.a. vegna þess að það tekur tíma að læra á eldið og ná þeim árangri að full verð fáist fram, fj. aðila gat því ekki staðið við afborganir lána er miðuð höfðu verið við 100% árangur strax, fjöldagjaldþrot urðu í greininni og flest hinna nýju búa lögðu upp laupana og framleiðslu var hætt víðast hvar.
  3. Hátækni iðnaðurinn, en á 9. áraturinn er þekktari í hugum margra fyrir hátækni-bóluna er endaði í svokallaðri "dot com" bólu og skelli. Við Íslendingar tóku fullan þátt í því, fjölmargir mjög bjartsýnir nýútskrifaðir tölvunnarfræðingar komu fram, og þóttust geta sigrað heiminn helst daginn áður, mjög bjartsýn plön um stórfelldan vöxt fyrirt. voru lögð fram og fengu lánsfjármögnun auk þess að hlutafé var selt fyrir dýra dóma. Sama sagan endurtók sig enn eina ferðina, þ.e. í flestum tilvikum var kappið meira en forsjá, miklu fjármagni var varið í allskonar hugbúnaðargerð en í flestum tilvikum með litlum árangri, að lokum lögðu flest fyrirtækin upp laupana og lánin urðu verðlaus. 
  4. Banka-"crazyð" er sennilega það afdrifaríkasta af þeim öllum. En eftir 2002 cirka-bout hefst veldisvöxtur bankanna, fyrst Kaupþings Banka er náði þeim vexti með því að yfirtaka á hverju ári banka er var cirka-bout jafn stór honum í hvert skipti. Þannig óx hann 100% árlega fram að hruni. Þumalfingurs regla í rekstri er að eðlilegur árlegur vöxtur er frá cirka 3-4% upp í 5-6%. Vöxtur um tugi prósenta, getur átt sér stað stöku sinnum, ef fyrirtæki kemur fram með vöru sem er stórt hitt. En, slíkur vöxtur er undantekning. Tilraunir til að viðhalda vexti í tugum prósenta á hverju ári, bera vanalega vott um mikla áhættusækni. Tvöföldun rekstarumfangs á hverju ári, er augljóst merki um áhættusækni, sem jaðrar við brjálsemi. Á hinn bóginn, ef árleg stækkun rekstarumfang er innan við 10% þá er ekki verið að taka áhættu, sem líklegt er að verði óviðráðanleg öllu jöfnu. Varfærin fyrirtæki geta lifað áratugum saman, og skilað jöfnum hagnaði á slíku bili. En, árleg aukning umfangs í tugum prósenta alltaf stöðugt, er mjög erfið - þ.s. mjög krefjandi er að finna leiðir sem ganga upp til slíks vaxtar þ.e. án þess að verið sé að stíga vanhugsuð skref. Og nær ómögulegt er við erum að tala um árlega tvöföldun umfangs. Þannig, að sá ofurhraði vöxtur okkar banka á umliðnum áratug, hefði átt um leið að kveikja öll aðvörunarljós. Eftir þetta síðasta ævintýri sitjum við með ofurskuldsetningu og sá baggi er þ.s. keyrir núverandi "craze".
  5. Álcrazið - er síðasta brjálæðið í langri röð. En, þ.s. nú er í gangi eru áætlanir um byggingu ekki bara eins heldur 2ja risaálvera cirka hvort um sig, eins stórt og Reyðarál. Þau á að keyra með uppbyggingu í nýtingu háhita til rafmagnsframleiðslu, sem samsvarar aukningu á milli 100 og 200%. Til að borga fyrir þetta, þarf viðbótar skuldsetningu upp á hundruð milljarða. Undir þetta þarf mjög hátt prósent allrar auðnýtanlegrar háhitaorku í landinu. Þ.s. er verra, er að það á að fara af stað með mjög intensíva nýtingu svæða þ.s. engin nýting eða mjög lítil hefur verið á, fram að þessu og því engin eða lítil þekking á þeirra sérkennum. Einfaldlega ekki vitað hvort hægt er að gera copy/paste á reynslu af nýtingu svæðis A og yfirfæra yfir á nýtingu svæðis B. Það hefur í reynd lítið upp á sig að rífast um hvort þessi nýting gangi upp eða ekki, þ.s. upplýsingar einfaldlega skortir. Þannig að stórar fullyrðingar af eða á um það, rekast á vegg þekkingarskorts. En þarna er klárlega verið að ana út í umtalsverða mikla óvissu, með nýtingu svæða sérstaklega á Norðurlandi sem mjög takmörkuð þekking er á, tja það má vera að nýtingin sé í lagi eða kannski ekki, þetta er bara ekki vitað. Þetta er crazy, að ana með þessum hætti í óvissuna með hundruð milljaðra verkefni, sem verður að ganga upp - annars dettur á okku enn ein skuldasúpan.
  • Ástæðan fyrir álævintýrinu virðist vera sú, að við skuldum svo mikið.
  • Eina leiðin sem stjv. sjá, er sú leið að auka tekjur nægilega mikið svo við skuldirnar verði ráðið.
  • Og eina leiðin til að svo verði með nægilegum hraða sem stjv. sjá, er þessi rosalega stórfellda álvera uppbygging.
  • Þ.e. ekki flóknara - án þeirrar uppbyggingar er Ísland greiðsluþrota. 

Hvað eiga crazyn sameiginlegt?

Þ.e. samt eitt sameiginlegt við öll þessi "craze" að öll samt sem áður skildu eftir sig einhverja aðila er lifðu af, þ.e. nokkrar eldisstöðvar lifðu af og í dag eru að skila þokkalegum tekjum og árangri. Nokkur fj. minka/refabænda hélt velli og í dag, eru þeir að fá mjög góð verð fyrir sýnar afurðir og útlit í dag fyrir að sú grein, loðdýrarækt, eigi framtíð fyrir sér. Og, síðast en ekki síst, það spruttu upp örfá hátæknifyrirtæki sem raunverulega virkuðu og eru enn að skila sínu.

  • Vandinn var ekki sá, að fiskeldi væri röng hugmynd - eða minkabú röng hugmynd - eða hátækni iðnaður röng hugmynd; heldur var vandinn við það óðagot sem skapaðist í öllum tilvikum
  • Þ.e. innlenda óþolinmæðinn sem skapar ítrekað vanda, ekki það að leiðirnar "per se" séu endilega rangar. En, málið er að vanalega þarf meiri tíma til að nýjar atvinnugreinar skapi af sér nýjan uppgang, þ.s. það þarf alltaf að byggja upp þekkingu innan hverrar nýrrar greinar og þ.e. engin skemmri skýrn á því ferli. Svo, nýjar greinar tekur 20-30 ár að gera öflugar, frá því að þær eru hafnar frá 0 punkti.

Þ.s. ég vill gera er að halda okkur við uppbyggingu þess sem þegar er til:
  1. Uppgangur virðist nú í minka- og refarækt, - verð góð. Þetta er gott mál. Þeir aðilar er hafa haldið velli í dag hafa góða þekkingu á sinni starfsemi. Áhugi virðist innan greinarinnar að efla hana, og nú með þann kjarna af þekkingu sem til staðar er, getur verið visst tækifæri.
  2. Fiskeldi, er einnig vaxandi grein, en nokkur fyrirtæki er lifðu af crazyð, þau eru í dag með góðan jafnan rekstur, hafa byggt upp góða eldisstofna og eru samkeppnishæf við eldisstöðvar erlendis. Á þeim kjarna er einnig hægt að byggja, og auka við þ.s. fyrir er.
  3. Hátækni iðnaður og lyfja iðnaður, þó þetta sé ekki sami hluturinn, er nú í dag til staðar uppsöfnuð þekking og reynsla sem hægt er að byggja á og efla. Nokkur velheppnuð hátækni hugbúnaðar fyrirtæki héldu velli. Einnig má nefna Össur hf, fyrirt. er framleiðir dvergkafbáta annað er framleiðir hátækni fiskimerki o.s.frv. Svo eins og ég sagði lyfjaiðnað.
  4. Svo er áliðnaður - en, á tímabili voru hér framleiddar pönnur og pottar af fyrirtækinu Alpan, sem lagði upp laupana fyrir nokkrum árum. En, þarna er til staðar tækifæri er í dag er ónýtt, þ.e. að nýta til framleiðslu e-h af því áli sem hér er framleitt. Það er þó ekki rétt, að gera þetta með þeim hætti að taka risalán og stórfellda áhættu. Hefja þetta í smáum stíl, því við þurfum að læra að vinna með þetta efni, þ.e. ál.
  5. Síðan, er það markaðssetning á þjónustu ísl. spítala og hjúkrunardeilda erlendis. En eitt af því fáa hér sem raunverulega er í heimsklassa eru okkar spítalar og sá árangur er þar hefur náðst fram. Fyrirséð er að á allra næstu árum verður mjög erfitt að tryggja að ekki verði tjón á þeim standard er hér hefur náðst fram, þ.s. algerlega fyrirsjáanlega verður sá geiri í fjársvelti. Á því vandamáli sé ég enga aðra lausn, en að sá geiri afli sér sjálfsaflafjármagns og þá með því að markaðssetja sína þjónustu til útlendinga. En, allt það fé sem okkar spítalar og hjúkrunardeildir geta með þeim hætti aflað sér, mun auðvelda það að viðhalda okkar þjónustukerfi í heilbrigðisgeiranum á þeim standard, er náðst hefur fram. Almenningur getur hreinlega ekki tapað á slíku.
  6. Núverandi álverksmiðjur haldi áfram sinni starfsemi og ef Straumsvík fær að stækka, en það verði síðasta uppbygging á álverum hér. Þær verksmiðjur er fyrir eru megi stækka, en af frekari nýjum álverum verði ekki.
  7. Áhersla verði þess í stað á þróun aðferða til að nýta okkar orkuauðlindir til að framleiða eldsneyti hér innan lands. Sem dæmi er hægt að framleiða metanól hérlendis með þeim hætti að vatn er rafgreint síðan vetninu umbreytt í metanól með því að nýta koltvísýring tekinn úr útblæstri t.d. álvera og einnig kvá vera hægt að nýta til þess brennistein tekinn út útblæstri háhitasvæða ( Hvernig förum við að því, að skipta út innfluttu eldsneyti og það raunverulega með hagkvæmum hætti? ). 
  8. Að auki er hægt að nýta tilfallandi lífrænar leyfar frá landbúnaði til að framleiða Metan, sem einnig má nýta sem eldsneyti á bifreiðar og önnur tæki er ganga fyrir sprengihreyflum. Þ.s. næst fram með ofangreindum aðferðum er sparnaður á innflutningi á eldsneyti sem getur skipt okkur miklu máli, því þá getum við nýtt þann gjaldeyri í e-h annan innflutning í staðinn.
  9. Svo að lokum er áhugavert tilrauna-verkefni þ.s. ræktað er hér erfðabreytt bygg, sem hefur verið erfðabreytt þannig að það innihaldi mannprótein svokölluð. En, það eru tiltekin prótein sem nýtast til lyfjagerðar. Þetta er mögulega mjög verðmæt ný búgrein. En ljóst er að landbúnaður hér getur aldrei keppt þráðbeint við erlendan landbúnað í því akkúrat sama er erlendur landbúnaður ástundar. Þannig, að eina leiðin er að finna e-h sem annað af hvoru erlendur landbúnaður vill ekki gera eða getur ekki framkvæmt. Þ.e. einmitt vegna þess, hve ólíklegt er að aðrir leiki sama leikinn eftir, sem gerir það vænlegt hugsanlega að prófa það hér! En ef raunveruleg hætta væri á að bygg erfðabreytt eða ekki erfðabreytt gæti kynblandast við aðrar grastegundir hér, þá hefði það líklega gerst fyrir löngu síðan, en byggrækt var hér ástunduð á fyrstu öldum eftir landnám. Svo ég tel hættuna þarf af leiðandi hverfandi einmitt vegna þess, að bygg-blendingar eru ekki löngu orðnir útbreyddir í ísl. náttúru.
  10. Auðvitað var þetta ekki tæmandi listi - við að sjálfsögðu höldum áfram veiðum og vinnslu - en ég reikna ekki með neinni dramatískri tekjuaukningu þaðan. 


Án risaálvera erum við greiðsluþrota!

Þetta er að ég held ástæða þess að ríkisstj. keyrir svo fast á þessi risaplön. En svo hár er skuldaveggurinn framundan, munum að einnig þarf á endanum að greiða af lánunum teknum í gegnum AGS prógrammið; að þau dramatísku plön þ.e. 2 risaálver á skalanum Reyðarál er einfaldlega þ.s. til þarf svo Ísland verði ekki fyrirsjáanlega greiðsluþrota.

  • En, ég held að þegar sé orðið ljóst að af þeim fyrirætlunum verður ekki.
  • En ég bendi á, að nýverið var láni til OR hafnað af Þróunarbanka Evrópu, og á það lán var stólað af stjv. er þau í sumar óskuðu eftir tilboðum í Búðarhálsvirkjun. En án hennar verður ekki af stækkun Straumsvíkur.
  • Þ.s. þetta er virkjun tengd þegar starfandi álveri, þá er áhættan í reynd sáralítil. Því er það áhugaverð vísbending virkilega þegar ekki tekst einu sinni að tryggja fjármögnun þeirrar framkvæmdar.
  • Ég tel ólíklegt að Icesave ráði mestu um, fremur að skuldastaða OR ráði ákvörðun erlendra bankamanna. Sama muni eiga við þegar þeir skoða stöðu LV. Staða LV er þó skárri en staða OR, en á móti kemur að LV er að óska eftir til muna stærri lánum, og þau eru til verkefna með umtalsvert hærri áhættustuðul. Að lokum skoða bankamenn einnig skuldastöðu eigenda OR þ.e. Reykjavíkur og ríkisins sem er eigandi LV.
  • Sú niðurstaða þeirra að neita lánsfjármögnun, er líklega sanngjörn miðað við mat á greiðslugetu OR - Reykjavíkur og LV - ríkisins. En bæði borgin og ríkið er á allra ystu mörkum nú þegar skuldalega séð. Vafasamt að hvorir tveggja ráði við nokkrar viðbótar skuldbindingar.
  • En eðlilegt mat er því, að ef verkefnin feila af einhverjum orsökum í miðjum klíðum og skuldirnar falli á borgina eða ríkið, þá muni það verða báðum að falli. Þannig, hafandi í huga að erlendir bankar eru varfærnari í lántökum í dag en fyrir kreppu, þá sennilega verður það skoðast sem ólíklegt úr þessu, að af þessum verkefnum verði.

Þár eru einungis 2. möguleikar eftir þ.e. :

 

Seinni kosturinn er sá skárri - þó sá fyrri sé alls ekki sá endanlegi stóri dómur sem margir hafa með mjög ýktum hætti fullyrt að hann sé.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Held að marga svíði nú undan þessari frábæru grein Andra.

Haraldur Rafn Ingvason, 13.9.2010 kl. 00:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sennilega rétt - hann skrifar vel!

Það má finna veikleika ef til vill hér eða þar, sbr. að hann fullyrðir örlítið of mikið þegar hann segir-

"Hvað ætlaði Einar að gera við alla þessa orku árið 1918? Álframleiðsla var varla til og ekki sjónvörp eða frystikistur. Stáliðjur nota helst hita frá kolum. Hvað átti að gera? Framleiða áburð? Áburðarverksmiðjan í Gufunesi notaði einhver 20 megawött þegar mest var. Hver átti að nota alla orkuna og borga niður virkjunarröðina? Svarið er líklega einfalt: Enginn. Enginn í heiminum hefði getað nýtt þessa orku! Þetta var bara rugl."

- þ.s. það inniber tilteknar staðreyndavillur sbr. að álver voru starfandi í Evrópu fyrir fyrra stríð.

Ál þá var að sjálfsögðu ekki notað í sjónvörp eða tölvur, heldur flugvélar - strúktúra er þurftu að vera léttir - mig rámar sem dæmi að grindin í Zeppelín loftförum í fyrri heimsstyrrjöld hafi haft verulegt álinnihald.

Þó hann flaski þarna, þá er megnið af því sem hann segir nokkurn veginn rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2010 kl. 02:22

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Góð grein, takk fyrir hana.

Grein Andra var sérlega góð fyrir það að hún slær á þynnkubrjálæðið í fyllibyttunni sem íslenska hagkerfið er. Það þarf að koma í veg fyrir að byttan teygi sig í afréttarann svo að hægt sé að komast út úr vítahringnum.

Þorgeir Ragnarsson, 13.9.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 269
  • Frá upphafi: 847351

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 265
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband