Þurfum að átta okkur á, við stöndum á bjargbrún annars hruns!

Hvernig stendur á að við virðumst aftur komin að nokkurn veginn sama stað, og eftir hrun?

  • Eins og ég sé það, þá liggja mistökin í því, að innlenda bankakerfið var endurreist, nokkurn veginn eins og það, rétt fyrir hrun. Þ.e. - fyrir utan SPRON er hrundi og margir misstu þar vinnuna - er innlenda bankakerfið nokkurn veginn með sama starfsmannafjölda og fyrir hrun, en höfum í huga að þá erum við að tala um útþaninn starfsm.fj. bóluhagkerfisins að slepptum þeim er störfuðu erlendis. Skv. tölum AGS, er bankakerfið í dag 1,59 falt hagkerfið.
  • Allur þessi fj. umfram brína þörf, þiggur laun sem eru langt yfir lágmarkslaunum, en laun bankamanna eru tiltölulega góð. Að auki, er það rekstrar og stjórnunarkostnaður umfram brína þörf.
  • Þetta er verulegur peningur, sem dæmi er stærsti hluti kostnaðar Ríkisspítala launakostnaður. Sjálfsagt er það út af fyrir sig göfugt markmið að halda fólki á launum, þannig að þeirra fjölskyldur hafi nóg að bíta og brenna. En, þennan pening hefði einnig verið hægt að nota til að sinna öðru og a.m.k. ekki minna göfugu markmiði.

Er þetta ekki einfaldlega peningurinn, sem hefði dugað fyrir 20% leiðinni, sem Framsóknarflokkurinn lagði til, um árið?

Var þetta ekki líka gróðinn, af færslu útlánapakka frá þrotabúum gömlu bankanna, yfir til þeirra nýju, á tuga prósenta afslætti? Þannig, að sá gróði er nú uppeyddur?

------------------------------

Varðandi núverandi deilu um gengistryggð lán, var eftirfarandi haft eftir Steingrími J., Fjármálaráðherra. Hann er eins og fram kemur, mikill líðræðissinni :)

Steingrímur J. og gengistryggð lán
Steingrímu"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikilvægt að fá
botn í það sem fyrst hvernig fara eigi með gengistryggð lán. Hann
segir hins vegar að farið verði eftir tilmælum Seðlabankans og
Fjármálaeftirlitsins um 8,5% prósent vexti þangað til. Ráðherra segir
andstaða almennings hafi ekki áhrif á málið
..."


„AGS einskonar skuggastjórnandi“
Lilja Mósesdóttir, sem er formaður viðskiptanefndar,segir
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vera nokkurs konar skuggastjórnanda og
andstaða hans við almenna niðurfellingu íbúðalána endurómi í stefnu
ríkisstjórnarinnar.

Þ.s. Lilja sagði, virðist vera kjarni málsins, þ.e. að landinu sé í reynd stjórnað af AGS.

Skv. því sem mér hefur verið sagt er þekktum erlendum aðilum, þá er AGS "very inverstor friendly organization".

Þ.e. mikil kaldhæðni í því, að fyrsta eiginlega vinstristjórnin hérlendis, fari þráðbeint í það far, að reka sérhagsmuni fjármálamanna, eigenda fjármagns, og starfsmanna bankanna.

Á sama tíma, er hagsmunum almennings, vinnandi fólks, og barnafjölskylda, fórnað.

-------------------------------

Við sem erum ósátt, þurfum samt sem áður að hugsa upp, hvernig vandinn verður leystur:

  • - því ef þ.e. raunverulega satt, eins og Viðskiptaráðherra, og nú Fjármálaráðherra, segja.
  • Þá, er búið að eyða upp hagnaðinum af yfirfærslu lánapakkanna, frá þrotabúum hrundu bankanna, yfir í þá nýju
  • Þá stöndum við frammi fyrir þeim grimma valkosti, að taka bankana niður í annað sinn - ef til vill?

Viðkomandi staðreyndum má ekki heldur gleyma: 

  • Peningar verða ekki heldur búnir til úr engu, þ.e. ef hagnaðinum hefur verið eytt, er sá peningur farinn fyrir fullt og fast.
  • Þá er ef til vill eina leiðin sem eftir er, til að framkvæma þá niðurstöðu sem er skv. ísl. lögum, og að auki nauðsynlega afskrift annarra lána; að minnka bankakerfið um helming, og að auki afskrifa öll innlán fyrir umfram þak sem gæti verið sett á bilinu 3-5 milljón per reikning.

 

Þ.e. auðvitað ekki sanngjarnt í sjálfu sér, að ráðast að innlánseigendum, en því má ekki gleyma að innlán eru skuld bankans við sérhvern innlánseigenda - þ.e. innlán eru skuldameginn hjá bönkunum.

  • Ef eignastaða bankanna er hrunin, þeir eiga ekki fyrir nauðsynlegum afskriftum, þá eru þeir pent gjaldþrota í reynd, sem einnig þíðir ekki er innistæða lengur fyrir hendi fyrir innlánunum - hafandi í huga, að líklega er að auki ríkið ófært til að endurtaka leikinn frá því síðast, og tryggja öll innlán óháð upphæð.

 

Niðurstaða
Við stöndum með öðrum orðum frammi fyrir valkostum, sem allir eru slæmir - og alveg sama hvað verður gert, úrlausn mála getur ekki annað en falið í sér það að einhverjir tapi.

  • Einn valkosturinn, er þá að halda áfram núverandi stefnu, þ.e. neita að afksrifa, að ganga svo langt að brjóta landslög til að tryggja hagsmuni þeirra er starfa í bönkunum, þá á kostnað restarinnar af almenningi. Þetta virðist leið AGS og stj.v. - með þá Gylfa og Steingrím í fararbroddi.
  • Annar væri, að fórna bankamönnum, þ.e. stórum hluta þeirra, einnig innlánseigendum er eiga umfram 3-5 milljónir, einnig hagsmunum eigenda bankanna, en þess í stað verði hægt að ná fram sátt við almenning með leiðréttingum lána niður í það far þ.s. þau voru fyrir hrun - eða langleiðina þangað. Ljóst er, að sú leið er í andstöðu AGS og fjármála-afla samfélagsins, og virðist ríkistj.

Ég efst um að fyrri leiðin sé fær, þ.e. Hæstiréttur muni í annað sinn einfaldlega dæma skv. landslögum, og þá standi lánafyrirtæki þau er fara eftir tilmælum stj.v. jafnvel frammi fyrir skaðabótamálum, fyrir utan önnur töp.

Þau hið minnsta taka áhættu ef þau kjósa að fylgja tilmælum stj.v. - er virðast brjóta landslög og ganga gegn dómi Hæstaréttar - þ.s. með því að gera þetta einungis að tilmælum, varpa stj.v. áhættunni af valinu yfir til þeirra, en væntanlega var sú leið valin vegna þess að innst inni vita stj.v. að spilið er tapað - en samt sem áður, velja þau þann biðleik að halda áfram.

Má reyndar vera, -að stj.v. skv. hótun Gylfa Magnússonar og Steingríms J. gagnvart almenningi- þá leitist við að færa kostnað af þeim aðgerðum á almenning, þ.e. stj.v. taki þann valkost að dæla skattfé í bankana, til að halda öllu á floti áfram óbreittu - sem augljóslega væri einn biðleikurinn enn, hækki svo skatta og aðrar álögur á móti - til þess væntanlega að gersamlega að kaffæra atvinnulífinu í sköttum. Síðan, reyni þau enn um skeið að halda áfram stefnunni, að neita að afskrifa. Reynt verði áfram að halda öllum bankamönnum í vinnu - er ekki klárt fyrir hverja ríkisstj. starfar? Bankamenn, fjármálamenn og AGS. Auðvitað, breytir slík aðgerð engu öðru en því, að hruninu verður frestað ef til vill nokkra mánuði í viðbót - þ.e. ef almenningur einfaldlega pent gerir ekki uppreisn og sparkar öllu klabbinu í burtu.

Seinni leiðin, sjá að ofan, verður alls ekki heldur auðveld, en hún mun fela í sér algera endurskipulagningu bankakerfisins, verulega fjölgun atvinnulausra þ.s. sennilega helmingur bankamanna a.m.k. verða atvinnulausir - en, hugsanlega á móti, verður hægt að ná sátt við almenning.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Þú hefur að öllum líkindum rétt fyrir þér, það voru mistök að endurreisa innlendu bankarústirnar. Mikil og sennilega skelfileg vitleysa er mun kosta óheyrilegt fé og gefa litla möguleika á að ná efnahag þjóðarinnar á ferð um langa tíð.

Er aldrei hægt að gera annað en tóma dellu í stjórnkerfi Íslands? Var ekki upplagt að pakka sirkusnum saman fyrst hann var hrunin hvort sem var. Einfalt sparisjóðskerfi í líkingu sem var, sægi um venjuleg inn og útlán, Seðlabankinn um gjaldeyrisviðskipti og stærri gerninga. Byrja svona, með lítinn tilkostnað og fikra sig upp eftir getu.

Láta bankaruslið fjúka út í veður og vind. Undirskálaaugun starandi á gullstangir hrúgast upp við fætur sér við hverja sölu, lánuðu í græðgi sinni íslensku bönkunum svo ótrúlegar upphæðir að ekki var nokkur séns að þeir gætu nokkur tíman borgað þær aftur, verða einfaldlega að sitja uppi með sitt tap. Að almenningur á Íslandi eigi að borga tap af klikkaðri lánastarfsemi og fjárfestingum erlendra stórbanka sem voru að gambla í von um ævintýralegan gróða er fjarstæðukennd útópía, lögleysa og babababa-Galið rugl.

En hvað gerist. Taka stjórnvöld á Íslands sig ekki til og segjast geta látið forríka góðærisfíkla sína borga ¼ allavega, svona 3000.000.000.000 eða svo + Icesave + 600.000.000.000 krónu-jökla-ástarbréf.

Við sem erum ósátt, þurfum samt sem áður að hugsa upp, hvernig vandinn verður leystur:  Það er nú það, VIÐ!  Fyrir hvað fá 60 fávitar sem ráðnir voru til að sjá um að redda "léttu" málunum laun? Selja auðlindirnar undir borðið? Verð að hætta  

Dingli, 7.7.2010 kl. 08:58

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nei, nei, nei elsku vinur, bankarnir mega ekki fara yfir um enn á ný.  Veistu ekki að allt okkar byggist á því að bönkunum gangi sem best, þeir hafi nógu háar tekjur til þess að geta greitt nógu háan arð til eigenda sinna??? 

Hvernig getur þjóðfélag okkar þrifist ef bankarnir geta ekki gengið að fjármunum og öðrum eigum almennings???

Það er alkunna að íslenska þjóðin byggist á öflugum bönkum, en það er jafn afleitt að fólkið í landinu og einhver ónýt fyrirtæki eru að þvælast fyrir framgangi bankanna.  Það þarf að setja öll heimili landsins í þrot og fyrirtækin líka svo að bankarnir og fjármagnseigendur s.s. útrásarvíkingar megi blómstra og hafa tök á skítugum almúganum.

Heilög Jóhanna og St.Steingrímur með lærisveina sína vita alveg hvað þau eru að gera, þeirra er ríkið, ......

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.7.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fræðilega væri mögulegt, að gefa yfirlísingu um að allar innistæður væru tryggðar innan 3-5 milljóna per reikning. Síðan, mætti leggja einfaldlega Ísl.b. og Arion inn í Landsb. án þess að fj. starfsm. NBI. Þá væru tveir starfandi bankar, þ.e. MP og NBI.

Ég reikna með því, að Hæstiréttur staðfesti ísl. lög, dæmi skv. þeim.

Þá muni sennilega svokölluð sala 2ja banka ganga pent til baka, ríkið þurfa að endurgreiða söluverð.

Þá verður ofangreind aðgerð mjög framkvæmanleg.

Auðvitað er þetta bara upphafið, einnig þarf að afskrifa lán - leggja af verðtryggingu, lækka vexti í cirka 1%.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 847368

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband