Bankarnir með svipaðann innlendan starfsmannafjölda og þegar bóluhagkerfið var í hámarki árið 2007

Bankasýsla Ríkisins hefur gefið út mjög áhugaverða skýrslu um starfsemi bankanna. Nokkur atriði vegkja einkum athygli.
 
                                Arion Banki  Íslands Banki  NBI
Hagnaður eigin fjár       16,7%          35,3%       10%
 
Ef maður íhugar þetta í samhengi við eldri upplýsingar um hlutfall eiginfjár frá Seðlabanka Ríkisins:
 
Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna skv. Seðlabanka Íslands. 

Arion Banki - 13,7%

Íslandsbanki - 19,7%

NBI - 15%

MP banki 15,1%

Samtals 15,9%´

 

Þá virðist það klárt, að Íslands Banki sé fjárhagslega besti bankinn.

Þá væri ef til vill réttast, að sameina bankana með þeim hætti, að Íslands Banki taki yfir NBI og Arion Banka, eða þá að þeir 2 bankar fari í þrot og síðan Íslands Banki taki yfir þeirra eignir.

 

Skýrsla Bankasýslu Ríkisins "Ytra umhverfi fjármálafyrirtækja hefur tekið miklum stakkaskiptum frá bankahruni en lengri tíma tekur að breyta innviðum. Þrátt fyrir bankahrunið er hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu sem hlutfall af heildarvinnuafli svipað og það var árið 2007 er stefnt var að því að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð,"

 

Staðfest af Bankasýslunni, að innlendur starfsmannafj. sé svipaður og 2007 - þ.e. þegar starfsmfj. náði hámarki eftir hraða þenslu í fj. starfsmanna meðan bóluhagkerfið var að blása upp, frá 2004 fran að hruni október 2007. Einungis virðist hafa fækkað um starfsm. SPRON - starfsemi þess banka er lagðist að stórum hluta niður.

 

Eins og kemur fram á bls. 34 í annarri endurskoðunar-skýrslu AGS, sjá hlekk að neðaner stærð endurreists bankakerfis á Íslandi, 159% af áætlaðri stærð hagkerfisins.

Iceland IMF Staff Report Second Review

 

  • Staðfest er sem sagt, að bankakerfið sé enn alltof stórt.
  • Þetta verður að laga.
  • Því aupplásið umfang er augljóslega hít fyrir fjármagn, og alveg örugglega orsakaþáttur í vandræðum bankanna við það að finna fjármagn til að framkvæma nauðsynlegar afskriftir lána.

 

Niðurstaða 

Staðfest er, að bankakerfið er alltof stórt miðað við aðstæður. Ljóst virðist að við erum að stefna í annað sinn fram af bjargbrún. En, jafnvel nú á elleftu stundu má vera að enn sé hægt að bjarga málum í horn. En, skjótra og ákveðinna aðgerða er þá þörf.

Núverandi stefna, að láta Hæstarétt skera úr um hverjir vextir hluta af lánasafni bankanna eiga að vera, er í besta falli biðleikur stjórnvalda. Hann gefur ekki mikinn viðbótar tíma.

Væntanlega mun Hæstiréttur staðfesta hið augljósa, þ.e. að engin lög heimili að víkja til hliðar vaxtaákvæðum gildandi samninga, þ.e. samningsvextir standi.

Sennilega er e-h til í því, að þá komist bankakerfið í vandræði. En, þetta er líka annað tækifæri til að framkvæma nauðsynlega endurskipulagningu bankamála hérlendis.

Þ.e. nauðsynlegt, að með þeim hætti verði unnið með þetta - þ.e. út frá þeirri forsendu, að lágmarka skaða fyrir almenning og hagkerfið. Það verður ekki gert með áframhaldi núverandi stefnu, heldur með uppskurði bankakerfisins og endurreisn þess stórlegs smækkaðs, en þá loks á styrkum fjárhagslegum grunni.

Framkvæma verður almennar aðgerðir fyrir skuldara, til að skapa frið innan samfélagsins, en einnig sem hluta af almenndum efnahags aðgerðum til að stuðla að hagvexti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mjög athygisvert. Værum við samfélag þar sem hefð væri fyrir gagnrýnni hugsun, yrði tekið á málinu.

Sigurður Þorsteinsson, 7.7.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður - eitt af því sorglega, er að á árum áður, hafði innlenda pólitíkin oft dug til að taka á - einmitt á elleftu stundu. Reyndar, var óþarflega oft beðið með aðgerðir fram að brún hengiflugsins. En, einhvern veginn tókst það samt alltaf.

Manni finnst því einhvern veginn, þessi kynslóð í pólitíkinni einfaldlega vera alveg sérdeilis léleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847370

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband