Hverjar eru ástæður þess, að bankakerfi Evrópu ramba á barmi þrots?

Ég fæ reglulega sent analísur frá bandaríska einka-stofnuninni Stratfor. Eins og gerist og gengur, eru þeirra analísur mis áhugaverðar

En, um daginn fékk ég þessa fyrir neðan.

  • Að mínu mati, er hún svo frábær greining á grunnástæðum fyrir vanda bankakerfa Evrópu, að ég hef ákveðið að setja hana inn í þessa bloggfærslu.

Ég hvet ykkur endilega til, að hafa fyrir því, að lesa þetta í gegn.

 

-----------------------------------------Source of analyzis STRATFOR

Europe: The State of the Banking System (STRATFOR Analyzis)


ast six months, the eurozone has faced its biggest economic challenge to date — one sparked by the Greek debt crisis which has migrated to the rest of the monetary union. But well before the sovereign debt crisis, Europe was facing a full-blown banking crisis that did not seem any closer to being resolved than when it began in late 2008. With investors and markets focused on European governments’ debt problems, the banking issues have largely been ignored. However, the sovereign debt crisis and banking crisis have become intertwined and could feed off each other in the near future.


Analysis
July 1 is a milestone for eurozone banks, with 442 billion euros ($541 billion) worth of European Central Bank (ECB) loans coming due. The loans were part of the ECB’s one-year liquidity offering made in 2009, which was intended to help stabilize the banking system.
However, one year after the ECB provision was initially offered, the eurozone’s banks are still struggling, and now Europe’s banks must collectively come up with the cash roughly equivalent to Poland’s gross domestic product (GDP).


Fears regarding the potentially adverse consequences of removing ECB liquidity are gripping many European banks and, by extension, investors who were already panicked by the sovereign debt crisis in the Club Med countries (Greece, Portugal, Spain and Italy). These concerns are as much a testament to the severity of the eurozone’s ongoing banking crisis as to the lack of resolve that has characterized Europe’s handling of the underlying problems.


Origins of Europe’s Banking Problems
Europe’s banking problems precede the eurozone’s ongoing sovereign debt crisis and even exposure to the U.S. subprime mortgage imbroglio. The European banking crisis has its origins in two fundamental factors: euro adoption in 1999 and the general global credit expansion that began in the early 2000s. The combination of the two created an environment that inflated credit bubbles across the Continent, which were then grafted onto the European banking sector’s structural problems.


In terms of specific pre-2008 problems we can point to five major factors. Not all the factors affected European economies uniformly, but all contributed to the overall weakness of the Continent’s banking sector.


1. Euro Adoption and Europe’s Local Subprime Bubble
The adoption of the euro — in fact, the very process of preparing to adopt the euro that began in the early 1990s with the signing of the Maastricht Treaty — effectively created a credit bubble in the eurozone. As the adjacent graph indicates, the cost of borrowing in peripheral European countries (Spain, Portugal, Italy and Greece in particular) was greatly reduced due, in part, to the implied guarantee that once they joined the eurozone their debt would be as solid as Germany’s government debt.


In essence, euro adoption allowed countries like Spain access to credit at lower rates than their economies could ever justify based on their own fundamentals. This eventually created a number of housing bubbles across Europe, but particularly in Spain and Ireland (the two eurozone economies currently boasting the relatively highest levels of private-sector indebtedness). As an example, in 2006 there were more than 700,000 new homes built in Spain — more than the total new homes built in Germany, France and the United Kingdom combined, even though the United Kingdom was experiencing a housing bubble of its own at the time.


It could be argued that the Spanish case was particularly egregious because Madrid attempted to use access to cheap housing as a way to integrate its large pool of first-generation Latin American migrant workers into Spanish society. However, the very fact that Spain felt confident enough to attempt such wide-scale social engineering indicates just how far peripheral European countries felt they could stretch their use of cheap euro loans. Spain is today feeling the pain of a collapsed construction sector, with unemployment approaching 20 percent and with the Spanish cajas (regional savings banks) reeling from their holdings of 58.9 percent of the country’s mortgage market. The real estate and construction sectors’ outstanding debt is equal to roughly 45 percent of the country’s GDP.


2. Europe’s ‘Carry Trade’
“Carry trade” usually refers to the practice in which loans are taken in a low interest rate country with a stable currency and “carried” for investment in the government debt of a high interest rate economy. The European practice, which extended the concept to consumer and mortgage loans, was championed by the Austrian banks that had experience with the method due to their proximity to the traditionally low interest rate economy of Switzerland.


In the carry trade, the loans extended to consumers and businesses are linked to the currency of the country where the low interest loan originates. Because of this, Swiss francs and euros served as the basis for most of such lending across Europe. Loans in these currencies were then extended as low interest rate mortgages and other consumer and corporate loans in higher interest rate economies in Central and Eastern Europe. Since loans were denominated in foreign currency, when their local currency depreciated against the Swiss franc or euro, the real financial burden of the loan increased.


This created conditions for a potential economic maelstrom at the onset of the financial crisis in 2008 when consumers in Central and Eastern Europe saw their monthly mortgage payments grow as investors pulled out from emerging markets in order to “flee to safety,” leading these countries’ domestic currencies to fall. The problem was particularly dire for Central and Eastern European countries with a great amount of exposure to such foreign currency lending (see adjacent table).


3. Crisis in Central/Eastern Europe
The carry trade led Europe’s banks to be overexposed to Central and Eastern European economies. As the European Union enlarged into the former Communist sphere in Central Europe, and as security and political uncertainties in the Balkans subsided in the early 2000s, European banks sought new markets where they could make use of their expanded access to credit provided by euro adoption. Banking institutions in mid-level financial powers such as Sweden, Austria, Italy and even Greece sought to capitalize on the carry trade by going into markets that their larger French, German, British and Swiss rivals largely shunned.


This, however, created problems for the banking systems that became overexposed to Central and Eastern Europe. The International Monetary Fund and the European Union ended up having to bail out several countries in the region, including Romania, Hungary, Latvia and Serbia. And before the eurozone ever contemplated a Greek or eurozone bailout, it was discussing a potential 150 billion-euro rescue fund for Central and Eastern Europe at the urging of the Austrian and Italian governments.


4. Exposure to ‘Toxic Assets’
The exposure to various credit bubbles ultimately left Europe vulnerable to the financial crisis, which peaked with the collapse of Lehman Brothers in September 2008. But the outright exposure to various financial derivatives, including the U.S. subprime market, was by itself considerable.
While the Swedish, Italian, Austrian and Greek banking systems expanded into the new markets in Central and Eastern Europe, the established financial centers of France, Germany, Switzerland, the Netherlands and the United Kingdom dabbled in various derivatives markets. This was particularly the case for the German banking system, where the Landesbanken — banks with strong ties to regional governments — faced chronically low profit margins caused by a fragmented banking system of more than 2,000 banks and a tepid domestic retail banking market. The Landesbanken on their own face between 350 billion and 500 billion euros worth of toxic assets — a considerable figure for the 2.5 trillion-euro German economy — and could be responsible for nearly half of all outstanding toxic assets in Europe.


5. Demographic Decline
Another problem for Europe is that its long-term outlook for consumption, particularly in the housing sector, is dampened by the underlying demographic factors. Europe’s birth rate is at 1.53, well below the population “replacement rate” of 2.1. Exacerbating the demographic imbalance is the increasing life expectancy across the region, which results in an older population. The average European age is already 40.9, and is expected to hit 44.5 by 2030.


An older population does not purchase starter homes or appliances to outfit those homes. And if older citizens do make such purchases, they are less likely to depend as much on bank lending as first-time homebuyers. That means not just less demand, but that any demand will depend less upon banks, which means less profitability for financial institutions. Generally speaking, an older population will also increase the burden on taxpayers in Europe to support social welfare systems, dampening consumption further.


In this environment, housing prices will continue to decline (barring another credit bubble, which would of course exacerbate problems). This will further restrict lending activities because banks will be wary of granting loans for assets that they know will become less valuable over time. At the very least, banks will demand much higher interest rates for these loans, but that too will further dampen the demand.


The Geopolitics of Europe’s Banking System
Given these challenges, the European banking system was less than rock-solid even before the onset of the global recession in 2008. However, Europe’s response as a Continent to the crisis so far has been muted, with essentially every country looking to fend for itself. Therefore, at the heart of Europe’s banking problems lie geopolitics and “capital nationalism.”


Europe’s geography encourages both political stratification and unity in trade and communications. The numerous peninsulas, mountain chains and large islands all allow political entities to persist against stronger rivals and continental unification efforts, giving Europe the highest global ratio of independent nations to area. Meanwhile, the navigable rivers, inland seas (Black, Mediterranean and Baltic), Atlantic Ocean and the North European Plain facilitate the exchange of ideas, trade and technologies among the disparate political actors.


This has, over time, incubated a continent full of sovereign nations that intimately interact with one another but are impossible to unite politically. Furthermore, in terms of capital flows, European geography has engendered a stratification of capital centers. Each capital center essentially dominates a particular river valley where it can use its access to a key transportation route to accumulate capital. These capital centers are then mobilized by the proximate political powers for the purposes of supporting national geopolitical imperatives, so Viennese bankers fund the Austro-Hungarian Empire, for example, while Rhineland bankers fund the German Empire. With no political unity, the stratification of capital centers becomes more solidified over time.


The European Union’s common market rules stipulate the free movement of capital across the borders of its 27 member states. Theoretically, with barriers to capital movement removed, the disparate nature of Europe’s capital centers should wane; French banks should be active in Germany, and German banks should be active in Spain. However, control of financial institutions is one of the most jealously guarded privileges of national sovereignty in Europe.


One reason for this “capital nationalism” is that Europe’s corporations and businesses are far less dependent on the stock and bond market for funding than their U.S. counterparts, relying primarily on banks. This comes from close links between Europe’s state champions in industry and finance (for example, the close historical links between German industrial heavyweights and Deutsche Bank). Such links, largely frowned upon in the United States for most of its history, were seen as necessary by Europe’s nation-states in the late 19th and early 20th centuries because of the need to compete with industries in neighboring states. European states in fact encouraged — in some ways even mandated — banks and corporations to work together for political and social purposes of competing with other European states and providing employment. This also goes for Europe’s medium-sized businesses — Germany’s mid-sized businesses are a prime example — which often rely on regional banks they have political and personal relationships with.


Regional banks are an issue unto themselves. Many European economies have a special banking sector dedicated to regional banks owned or backed by regional governments, such as the German Landesbanken or the Spanish cajas which in many ways are used as captive firms to serve the needs of both the local governments (at best) and local politicians (at worst). Many Landesbanken actually have regional politicians sitting on their boards while the Spanish cajas have a mandate to reinvest around half of their annual profits in local social projects, tempting local politicians to control how and when funds are used.


Europe’s banking architecture was therefore wholly unprepared to deal with the severe financial crisis that hit in September 2008. With each banking system tightly integrated into the political economy of each EU member state, an EU-wide “solution” to Europe’s banking problems — let alone the structural issues, of which the banking problems are merely symptomatic — has largely evaded the Continent. While the European Union has made progress in enhancing EU-wide regulatory mechanisms by drawing up legislation to set up micro- and macro-prudential institutions (with the latest proposal still in the implementation stages), the fact remains that outside of the ECB’s response of providing unlimited liquidity to the eurozone system, there has been no meaningful attempt to deal with the underlying structural issues on the political level.
EU member states have, therefore, had to deal with banking problems largely on a case-by-case (and often ad hoc) basis, as each government has taken extra care to specifically tailor its financial assistance packages to support the most and upset the fewest constituents. In contrast, the United States — which took an immediate hit in late 2008 — bought up massive amounts of the toxic assets from the banks, swiftly transferring the burden onto the state.


Europe’s banking system obviously has problems, but exacerbating the problems is the fact that Europe’s banks know that they and their peers are in trouble. This is causing the interbank market to seize up and thus forcing Europe’s banks to rely on the ECB for funding.


The interbank market refers to the wholesale money market that only the largest financial institutions are able to participate in. In this market, the participating banks are able to borrow from one another for short periods of time to ensure that they have enough cash to maintain normal operations. Normally, the interbank market essentially regulates itself. Banks with surplus liquidity want to put their idle cash to work, and banks with a liquidity deficit need to borrow in order to meet the reserve requirements at the end of the day, for example. Without an interbank market there is no banking “system” because each individual bank would be required to supply all of its own capital all the time.


In the current environment in Europe, many banks are simply unwilling to lend money to each other, as they do not trust their peers’ creditworthiness, even at very high interest rates. When this happened in the United States in 2008, the Federal Reserve and Federal Deposit Insurance Corporation stepped in and bolstered the interbank market directly and indirectly by both providing loans to interested banks and guaranteeing the safety of the loans banks were willing to grant each other. Within a few months, the U.S. crisis mitigation efforts allowed confidence to return and this liquidity support was able to be withdrawn.


The ECB originally did something similar, providing an unlimited volume of loans to any bank that could offer qualifying collateral, while national governments offered their own guarantees on newly issued debt. But unlike in the United States, confidence never fully returned to the banking sector due to the reasons listed above, and these provisions were never canceled. In fact, this program was expanded to serve a second purpose: stabilizing European governments.


With economic growth in 2009 weak, many EU governments found it difficult to maintain government spending programs in the face of dropping tax receipts. They resorted to deficit spending, and the ECB (indirectly) provided the means to fund that spending. Banks could purchase government bonds, deposit them with the ECB as collateral and walk away with a fresh liquidity loan (which they could use, if they so chose, to buy yet more government debt).


The ECB’s liquidity provisions were ostensibly a temporary measure that would eventually be withdrawn as soon as it was no longer necessary. So on July 1, 2009, the ECB offered the first of what was intended to be its three “final” batches of 12-month loans as part of a return to a more normal policy. On that day 1,121 banks took out a record total of 442 billion euros in liquidity loans (followed by another 75 billion euros taken out in September and 96 billion euros in December). The 442 billion euro operation has come due July 1. The day before, banks tapped the ECB’s shorter-term liquidity facilities to gain access to 294.8 billion euros to help them bridge the gap.


Europe now faces three problems:

  • First, global growth has not picked up sufficiently in the last year, so European banks have not had a chance to grow out of their problems. This would have been difficult to accomplish on such a short timeframe.
  • Second, the lack of a unified European banking regulator — although the European Union is trying to set one up — means that there has not yet been any pan-European effort to fix the banking problems. And even the regulation that is being discussed at the EU-level is more about being able to foresee a future crisis than resolving the current one. So banks still need the emergency liquidity provisions now as they did a year ago (to some degree the ECB saw this coming and has issued additional “final” batches of long-term liquidity loans). In fact, banks remain so unwilling to lend to one another that they have deposited nearly the equivalent amount of credit obtained from ECB’s liquidity facilities back into its deposit facility instead of lending it out to consumers or other banks. 
  • Third, there is now a new crisis brewing that not only is likely to dwarf the banking crisis, but could make solving the banking crisis impossible. The ECB’s decision to facilitate the purchase of state bonds has greatly delayed European governments’ efforts to tame their budget deficits. There is now nearly 3 trillion euros of outstanding state debt just in the Club Med economies — vast portions of which are held by European banks — illustrating that the two issues have become as mammoth as they are inseparable.


There is no easy way out of this imbroglio. Reducing government debts and budget deficits means less government spending, which means less growth because public spending accounts for a relatively large portion of overall output in most European countries. Simply put, the belt-tightening that Germany and the markets are forcing upon European governments likely will lead to lower growth in the short term (although in the long term, if austerity measures prove credible, it should reassure investors of the credibility of the eurozone’s economies). And economic growth — and the business it generates for banks — is one of the few proven methods of emerging from a banking crisis. One cannot solve one problem without first solving the other, and each problem prevents the other from being approached, much less solved.


There is, however, a silver lining. Investor uncertainty about the European Union’s ability to solve its debt and banking problems is making the euro ever weaker, which ironically will support European exporters in the coming quarters. This not only helps maintain employment (and with it social stability), but it also boosts government tax receipts and banking activity — precisely the sort of activity necessary to begin addressing the banking and debt crises. But while this might allow Europe to avoid a return to economic recession in 2010, it alone will not resolve the European banking system’s underlying problems.


For Europe’s banks, this means that not only will they have to write down remaining toxic assets (the old problem), but they now also have to account for dampened growth prospects as a result of budget cuts and lower asset values on their balance sheets due to sovereign bonds losing value.


Ironically, with public consumption down as a result of budget cuts, the only way to boost growth would be for private consumption to increase, which is going to be difficult with banks wary of lending.


The Way Forward?
So long as the ECB continues to provide funding to the banks — and STRATFOR does not foresee any meaningful change in the ECB’s posture in the near term or even long term — Europe’s banks should be able to avoid a liquidity crisis. However, there is a difference between being well-capitalized but sitting on the cash due to uncertainty and being well-capitalized and willing to lend. Europe’s banks are clearly in the former state, with lending to both consumers and corporations still tepid.


In light of Europe’s ongoing sovereign debt crisis and the attempts to alleviate that crisis by cutting down deficits and debt levels, European countries are going to need growth, pure and simple, to get out of the crisis. Without meaningful economic growth, European governments will find it increasingly difficult — if not impossible — to service or reduce their ever-larger debt burdens. But for growth to be engendered, the Europeans are going to need their banks, currently spooked into sitting on liquidity, to perform the vital function that banks normally do: finance the wider economy.
As long as Europe faces both austerity measures and reticent banks, it will have little chance of producing the GDP growth needed to reduce its budget deficits. If its export-driven growth becomes threatened by decreasing demand in China or the United States, it could also face a very real possibility of another recession which, combined with austerity measures, could precipitate considerable political, social and economic fallout.

---------------------------------------------------Analyzis from STRATFOR.

Að mínu mati frábær analía.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

1) Þetta er gott og blessað, en mér finnst áhugaverðara hvað Stratfor segir um USA sem hefur lýst yfir að þeir muni ekki kynda eimreið hagkerfisins á næstu árum eða áratugum! Það er hin raunverulega bomba sem mér finnst hafa verið kastað á okkur af núverandi heimsveldi.

2) Ég skil ekki pointið með því að einblína á Eurozone þar sem það hagkerfi á við vanda og vinnur með hann. (hverning sem til tekst þýðir ekkert að spá í á þessum tímapunkti enda veit það enginn frekar en áreiðanleika annara spádóma.) Seðlabankastjóri Evrópska sentralbankans hefur ekki ástæðu til að segja annað en þetta muni blessast. Það er samt alveg hægt að færa rök að því gagnstæða. En ég sé samt ekki hvers vegna maður á að velta sér upp úr því neikvæða.

3) Er ekki ástæðan fyrir því að þú veltir þér upp úr neikvæðri stöðu Eurozone vegna hinna margumtöluðu "aðildarviðræða" þjóðþingsins við ESB? Það á að virka sem ástæða til að hræðast evrópumiðaða utanríkisstefnu til framtíðar án þess að geta bent á neitt í staðinn. Mér finnst persónulega fáránlegt að taka Evrópu útúr sviga í heimskreppunni sem nú ríkir. Kína er miklu miklu óstapílla en Evrópa. Kína er risi á brauðfótum. Kína á eftir að ganga í gegnum alveg hrikalegt ferli sem gerir allt evrópuhjal nútímans hjákátlegt. Auðvitað er þetta "educated guess" hjá mér en það er kannski ekkert langt í að þetta gerist fyrst þróun kapítalsimans þar er svona hröð.

4) Mín afstaða er að svona upplýsingar sem þú setur fram er meira í áróðurskyni gegn umræðu um aðildarviðræður sem munu eiga sér stað í framtíðinni. Afleiðingar hugsanlegrar aðildar er framtíðarmúsikk sem aldrei mun innihalda neitt annað en bæði góð stef og léleg. Við eigum vonandi eftir að lifa lengi og geta bætt það sem aflaga fer í framtínni sem hingað til. Maður gefst ekki upp fyrir kreppum!

5) Ertu ekki bara að flytja einhliða áróður. Finnst þér virkilega að þú gætir ekki lifað frjálsara andlegu lífi ef þú hættir Heimsýnaráróðrinum og segja þig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég hef trú á því.

Gísli Ingvarsson, 4.7.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL - ég er hvorki meðlimur í Heimmsýn né Sjálfsstæðisflokknum.

Hef ekki áhyggjur af Kína, þ.s. ef þeir lenda í vandræðum, hafa þeir fullt af bandar. skuldabréfum, sem þeir geta komið í verð.

Tja, það mun verðfella Dollarann nokkur, að auki sennilega hækka vaxtakröfu fyrir bandar. skuldabréf - en, þetta er samt nægilegur peningur til að endurfjármagna kínv. bankakerfið, og fyrir kínv. stj.v. að halda áfram að dæla peningum inn í sitt hagkerfi, án þess að safna skuldum.

Í samanburði við hvort sem er Bandar. eða Evr. eru þeirra vandamál, öfundsverð.

Ég meina land, sem framleiðir meira en helming ódýrs tæknivarnings í heiminum, og getur hæglega haldið þeirri stöðu lengi, þ.s. enn er til staðar nægt magn af fátækum kínv. til að vinna, eða fátækum héröðum þangað sem verksmiðjur fyrir ódýran varning geta flutt.

Kína, er þegar komið með eins marga a.m.k. "mid level income consumers" eins og Bandar. Svo, smám saman, mun innlend eftirspurn koma í staðinn - mun taka nokkur ár.

----------------------

Í samanburðinum er Evrópa "basket case" alveg sama hvort þú berð hana saman við Kína eða Bandar, þ.e. elliheimili, með mjög slæma hagvaxtarframtíð, nær óleysanleg af þess völdum skuldavandamál - efnahagsl. vandam. Evrópu eru rétt að byrja.

Klikkað algerlega, að ætla að ganga þar inn, þangað þ.s. allt er á niðurleið og - eins og langt og augað eigir - er ekkert annað í boði fyrir Evr. , þ.e. alla sjáanlega framtíð. Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur augljós útkoma ef maður horfir hlutlægum augum á staðreyndir er liggja á borðinu fyrir allra augum.

En, sumir vilja ekki sjá hið augljósa - of blindaðir af fyrirframgefnum hugmyndum til þess.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.7.2010 kl. 22:55

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gísli - stóðst ekki freystinguna að gá aðeins á þína síðu. Þú segist hafa gaman af að stríða pólit. sannfærðum.

En hefur þú aðeins íhugað þ.s. þú væntanlega, tekur sjálfur sem gefnum hlutum?

Þ.e. mjög algengur ósíður, að kasta steinum úr glerhúsum.

Ég legg til, að þú skoðir eldri færslu frá mér um krónuna - þarf ekki að bakka um síðu á blogginu, aðeins um færslur.

Getur tjáð þig um það alveg eins hér. Er mjög frjálslyndur um, hvað er rætt. Þ.e. loka aldrei á umræður, nema þær sem eru dónalegar eða ókurteisar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.7.2010 kl. 23:50

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já ég er pirraður á Heimssýn og xD fyrir að reyna að þagga fremur en að ræða málin þó óþægileg séu frá þeirra sjónarhorni. Mikið er ég feginn að þú ert ekki þar í flokki. Hinsvegar finnst mér þú skulda mér þína sýn á hvað íslensk utanríkisstefna á að reiða sig ef ekki á "gömlu evrópu". USA, Kína? Rússland?

Ertu ekkert hræddur um að ungir íslendingar finni fjöl sína í evrópulöndum/eða annarsstaðar og yfirgefi okkur aldraða á skerinu eftir 10 - 15 ár?

Ég er ekkert að stríða þér. Tek þig alvarlega. En finnst þú full svartsýnn á köflum.

Gísli Ingvarsson, 5.7.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Það þarf að hefja allsherjar og langtímaátak, til að bæta framleiðsluhagkerfið.

Það gengur ekki lengur, að hafa framleiðsluhagkerfið sambærilegt við S-Evrópu og á sama tíma reyna að halda uppi sama þjónustustigi og á Norðurlöndum.

Ég er hræddur um, að við verðum að færa þjónustustig niður á það plan sem framleiðsluhagkerfið í reynd stendur undir - og síðan gera það að langtímaplani svona 20 ára plani, að komast til baka.

Síðast en ekki síst, bæta innlenda stjórnsýslu og stjórnun af hendi okkar stjórnmála á hagkerfinu."

Þetta er tilvitnun í þín úrræði. Ekki ósammála, en sé ekki hvernig á að gera langtímaátak án þess að vera í nánu samstarfi við ESB til að tryggja nokkurn stöðugleika og fjölbreyttara atvinnulíf.

Krónan, nú verðurðu að vera sanngjarn og viðurkenna að er ekki mynt á heimsmarkaði. Hún fær að vera til "af náð" AGS og ef við höldum í hana verður hún bara "vöruskiptamynt" sem lokar okkur inni í hráefnisútfluningshagkerfinu sem við viljum komast útúr.

Fall krónunnar var algert. Í raun hefur verið "stofnuð" ný króna af AGS-lánapakkanum til að kaupa okkur svigrúm til að skifta um mynt. Þetta er þvingað ferli EF við ætlum ekki að missa af efnahagsþróun ríkja í kringum okkur. Þessi lánakostun krónunnar er of dýru verði keypt.

Auðvitað er hægt að lifa hér ágætu lífi fyrir fámenna yfirstétt í tvo áratugi til viðbótar á fisk og raforkusölu en það lið mun ekki þróa neitt velferðarkerfi fyrir aðra en sjálfa sig.

Íslenskur eignaaðall er ekki í eðli sínu frábrugðinn erlendum. Þeir munu þurfa að koma peningunum sínum þangað sem þeir gefa mest af sér. Til lengri tíma litið verða aðrir markaðir en sá íslenski sem þá munu njóta arðsins. Óvinurinn er innlendur.

Ég veit ekki hvort Samfylkingin eða Jón Gnarr séu sammála mér en ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn er höfuðóvinur okkar sem höfum tapað öllu bæði fyrir og eftir hrun, enda ætlar sá flokkur hvorki að breyta sér né nokkru sem hann hefur staðið fyrir.

Gísli Ingvarsson, 5.7.2010 kl. 01:14

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Íslendingar fara þangað sem störf eru í boði. Í dag fara þeir fyrst og fremst til Noregs.

Þú bentir á möguleika þess, að Kína fari niður. Hafðu í huga, þ.s. skuldavandi Evrópu er klár, mixaðu inn klárann vanda bankakerfa Evrópu - síðan addaðu inn því (skv. eigin analísu Evrópusambandsins) byrjar geta ESB ríkja til hagvaxtar að dragast saman frá cirka 2020 af völdum fólkfj. þróunar.

Vandi Evrópu vegna núverandi kreppu, mun taka fleiri ár að komast fyrir - og þeirra eigin stofnanir telja sjálfar tíndan áratug líklega útkomu. Þetta er samhengið, og þ.e. mjög grimmt, fyrir Evrópu - ekki svartsýni heldur einfaldlega þ.s. köld skoðun segir manni.

------------------------

Ísland getur mjög auðveldlega snúið sér til hagvaxtar, án aðildar. Þ.e. ekki einu sinni sérlega flókið í framkvæmd - og þ.e. algerlega hægt, burtséð einnig frá EES samningnum. Þó þú myndir taka hann á brott, en ég legg það ekki endilega til, þessi fullyrðing einfaldlega sett fram, sem ábending á hve auðvelt málið er í framkvæmd. Við getum meira að segja komið því í framkvæmd "In state of default". Já, ég veit algerlega hvað það hefur í för með sér.

Við getum kallað það plan A), B), C) - eftir því hvaða bakgrunnssaðstæður maður miðar við.

Ekkert af þeim plönum, er núverandi plan - sem ég tel það versta af þeim öllum, þ.e. enn verra en "full default" sem er plan C).

----------------------------

Plan A)

*Aðildarviðræður settar á ís - til að styrkja samningsaðstöðu gagnvart Bretum og Hollendingum. Óþarfi að ganga lengra, en að setja aðild á ís.

*Vil ekki ganga frá Icesave - fyrr en tekist hefur að framkalla innlendan hagvöxt - þá er ég ekki að tala um tæknilegan hagvöxt heldur sjálfssprottinn innan úr hagkerfinu, þ.s. aukning starfsemi einkahagkerfisins væri drifkraftur. Ástæða, er að ég tel ekki ljóst hver greiðslugeta okkar er, fyrr en raun hagvöxtur er hafinn - og þá hægt að sjá út á hvaða vegferð hagkerfið er í, til næstu ára. Veit alveg, að á meðan haldast B & H pirraðir, og aðild verður hvort eð er útilokuð. Einnig, mun sennilega Eftirlytsstofnun EFTA, senda mál fyrir dóm, sem má vera að dæmi okkur í óhag. En, það breitir ekki minni niðurstöðu, sem er sú að greiðslugeta okkar sé úrslita atriði - og allt annað verði af vera í öðru sæti þar fyrir aftan,

*Plan A gerir ráð fyrir, að niðurstaða dómsmáls, verði sú að Íslandi beri að greiða lágmark - sem mun ekki skaða efnahagslega stöðu okkar umfram þ.s. orðið er, nema að hugsanlegt er að gagnaðgerðum verði beitt, en ég lít ekki á þær sem "game braker".

*Þegar hagvöxtur er hafinn og orðinn nægilega stöðugur, er hægt að ganga frá Icesave - sala eigna Landsbanka mun hafa farið fram og óvissa um þá verður eftir farin - og frágangur samkomulag verður þá fremur einfaldur, þ.e. miðað við raunverulega greiðslustöðu landsins en ekki áætlaða.

**Þetta er besta planið - hagvexti náð fram með lækkun vaxta í 1% sem ég tel fullkomlega áhættulaust, sama tíma 100% afnám verðtryggingar - nauðsynlegt vegna þess að við fyrri aðgerð lækkar krónan e-h áður en vaxandi tiltrú á hagkerfinu snýr þeirri þróun við - einnig nauðsynlegt vegna þess að þá verða vextir skilvirkara stjórntæki en þeir hafa verið - að auki nauðsynlegt vegna til þess að þá minnkar sá skaðlegi hvati fyrir hagkerfið sem er til staðar af völdum verðtryggingar til áhættusamrar lántöku, ég lít á verðtryggingu sem hluta ástæðu fyrir þeirri vegferð er endaði í hruninu. Að auki legg ég til, að skattafsláttur verði leiddur í lög, 50% í 5 ár og 25% í önnur 5, til aðila sem annað af hvoru hefja nýjan rekstur er framkallar gjaldeyristekjur eða þá umbreyta gömlum rekstri í þá átt - hugsað til að stýra atvinnulífinu inn í gjaldeyrisskapandi iðju.

Plan B) er svipað, nema að gert er ráð fyrir þörf fyrir "partial default" þ.s. samið verði um að greiða af hlutfalli skulda, án þess að lýst sé yfir "default" - þ.e. greiðslur hætti ekki. Getur komið til, ef heimurinn dettur aftur í kreppu en hún verður ekki mjög alvarleg, að auki ef Ísland er dæmt til að greiða meira en lágmark af EFTA dómstólnum - en þá væri "partial default" nauðsynleg aðgerð. Tel samt, að við þær aðstæður muni efnahags aðgerðir þær sem ég talaði um, framkalla hagvöxt - krónan fellur þá meir en í A og meira atvinnuleysi verður, hagkerfið skreppur nokkuð saman miðað þ.s. nú er, áður en hagvöxtur hefst - en hann hefst samt.

Plan C) Þ.e. "Default" - en þá -

I)Endar núverand stefna í hruni, sem ég tel líklegri niðurstöðu en ekki, og við tekur einhvers konar neyðarstj. - gerð er tilraun til að semja við kröfuhafa en þær viðræður takast ekki, og peningurinn á gjaldeyrisreikningum klárast og gjaldþrot verður.

ii)Alvarleg efnahagshrun á sér stað í heimsbyggðinni - stór samdráttur hér ásamt því að allt fer í kaos úti, þíðir að vonlaust reynist að fá nokkurn til að veita okkar málum athygli, svo samningar um "partial default" fara ekki fram.

iii)Ísland dæmt til að greiða meira en það getur, samningar um "partial default" takast ekki.

Efnahags aðgerðir, enn á ný skila hagvexti, en miðað við B) verður það ekki fyrr en eftir enn dýpra efnahags hrun - enn meira atvinnuleysi.

A),B) eða C) - gera ekki ráð fyrir hlutverki Evrópu til að efla hér hagvöxt. Ekki heldur upptöku annars gjaldmiðils.

Þegar hagvöxtur hefst, nær krónan á ný nokkurn veginn stöðugu gengi - og smám saman með áframhaldandi útflutnings afgangi, - kemur að því að hægt verður að sleppa höftum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2010 kl. 01:23

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Fall krónunnar var algert. Í raun hefur verið "stofnuð" ný króna af AGS-lánapakkanum til að kaupa okkur svigrúm til að skifta um mynt. Þetta er þvingað ferli EF við ætlum ekki að missa af efnahagsþróun ríkja í kringum okkur. Þessi lánakostun krónunnar er of dýru verði keypt."

-------------------------

Algerlega ósammála þessu.

Tiltrú á krónu mun haldast í hlutfall við tiltrú á okkar hagkerfi.

Með öðrum orðum, um þegar raunverulegur hagvöxtur fer af stað og styrkist, þá kemur tiltrúin aftur til baka.

Hef engar efasemdir um þetta - þ.s. þ.e. algerlega rökrétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2010 kl. 01:27

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Þetta er tilvitnun í þín úrræði. Ekki ósammála, en sé ekki hvernig á að gera langtímaátak án þess að vera í nánu samstarfi við ESB til að tryggja nokkurn stöðugleika og fjölbreyttara atvinnulíf."

--------------------

Þarna vantar rökrétt samhengi.

Hvert er orsakasamhengið?

Sé þarna ekki orsakasamhengi, en þessu er þó trúað af nokkru hlutfalli þjóðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2010 kl. 01:29

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst ekkert að þessum plönum þínum og þau kunna alvega að standast röklega. Orsakasamhengi er einnig erfitt að sanna fyrirfram í stórnmálum. Það er oftast betra að sjá það eftir á hvað hafði áhrif á hvað í því samhengi. - Mér finnst tímafaktorinn vera óvissustærðin hér og það er einmitt hin pólitíska list að tímasetja ákvarðanir þannig að þær virki einsog til er ætlast. Þarna komum við að deilunni um Icesafe.

Þú vilt fresta samningsferlinu þangað til við getum sýnt fram á að við séum borgunarmenn því annars munum við fara í þrot. Steingrímur J vill flýta því og helst vildi hann vera búinn að semja. Hann telur líklega að tafir muni hamla hagvexti og gera okkur erfiðara fyrir að borga það sem okkur ber þegar sá tími kemur.

Þú vilt leggja viðræður um ESB á ís til að þrýsta á ESB ríkin að þrýsta á Breta og Hollendinga. -Samningatæknilega eru þetta aðskilin mál og þarna gengurðu í sama takti og William Hague lét hafa eftir sér um daginn að þeir ætli að tefja aðildaviðræðurnar með áhrifum sínum innan ESB. Þarna finnst mér hvorki þú né Hague berið virðingu fyrir hlutlausum málarekstri. (kannski það fyrirbæri sé ekki til)

Varðandi markmiðin sem þú settir til úrræða í krónublogginu þá finnst mér að tíminn vinni gegn okkur ef við tökum of langan tíma í þetta. Það er orsakasamhengið sem ég sé á milli ESB aðildarviðræðna og leið okkar í átt að nýjum lausnum. Bara það að fá að taka upp á "hlutlausan" hátt fiskveiðar, fiskveiðistjórnun og landbúnað við ÞRIÐJA aðila er stórkostlegt pólitískt tækifæri hvað sem á eftir að koma útúr því. Fáum við annað svona tækifæri næstu 20 árin ef við hættum við allt núna? Ekki bara það, heldur óttast ég að landbúnaður alveg sérstakega lendi þá í "þvinguðu" niðurskurðarferli sem er verra en meðvitað og áræðið.

Hvað varðar fiskveiðar, réttindi til þeirra og skiptingu aflaheimilda, framsal og veðköll eru þvílík hagstærð næstu 20 árin að ég get ekki hugsað mér að það verði status quo í þeim efnum.

Tíminn vinnur gegn okkur sem ríki ef við tökum bara passívar ákvaðanir: fresta, semja ekki um erfið mál, taka ekki á stóru óþægilegu verkefnunum í hagstjórninni einsog fiskveiðum og afnámi verðtryggingar.

Þessi mál eru þverpólitsk í þeim skilningi að pólitík sé tæknileg aðgerð til að bæta hag heildarinnar. Nú er ég ekki að tala um sósíalisma og alræði öreiganna eða eitthvað slíkt. En ég tel þó að almenningur eigi að hafa meiri rétt á búsetu í landi sínu og meiri áhrif á stjórn ríkisins en að borga skatta og láta hagsmunaöflunum um að útdeila þeim til sjálfra sín.

Tíminn vinnur gegn okkur er hið röklega samhengi sem þvælist fyrir mér. Þessu ertu ósammál og ekkert að því okkar á milli.

ESB aðildarviðræður eru ekki hafnar. En þær eru tækifæri og því eigum við að fagna sem höfum áhuga á lifandi pólitík. ESB er pólitiskt tæki og sem slikt verður sambandinu beitt á þau vandamál sem upp koma, líka öldrun íbúanna. Aldraðir hafa líka mannréttindi og pólitíska og efnahagslega og ekki síst siðferðilega skírskotun. Mér líkar illa að tala niður til þeirrar staðreyndar að við verðum að taka á þessari breyttu þjóðfélagþróun. Markaðslíberalistar einfalda sínar analýsur mjög ef þeir ætla að vanmeta áhrif reynslu, þekkingar og neyslu þessa mikilvæga og stækkandi hóps og verkefna tengdan honum. Æskudýrkun hagfræðimódela er í grunninn veikleiki þeirra. Ég er sammála því að þjóðfélag sem ekki getur endurnýjað sig er dauðadæmt en hinar öfgarnar eru að þjóðfélag sem byggir á örri fólksfjölgun stefnir í örbyrgð og konflikta vegna fákunnáttu og vanstjórnunar einsog dæmin sanna.

Ég vil því ekki að við köstum frá okkur möguleikum sem bjóðast núna. Tækifærin koma kannski aftur eða ekki. Hvers vegna að hika. Ekki verðum við eilífir augnakarlar á þessari jörð hvort eð er.

Gísli Ingvarsson, 5.7.2010 kl. 10:14

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. enginn skortur á tækifærum - þegar við höfum snúið hagkerfinu við, þá einnig styrkir það eitt samningsaðstöðu okkar við Brussel, ef ákvörðun okkar er að taka viðræður upp að nýju.

Sé enga ástæðu til taugaveiklunar gagnvart þessu - enda þ.s. slíkir samningar eru alltaf endanlegir, þá er betra að leysa deilur áður en þangað er komið, að auki að gera þ.s. hægt er til að styrkja okkar stöðu, áður en þangað er komið.

Persónulega, met ég okkar tækifæri a.m.k. álíka góð, að slepptu ESB.

Ég held að þau tækifæri sem þú telur þig skynja, séu stórlega ofaukin. Enda er eina breitingin við aðild, að Evrópumenn fá að fjárfesta í ísl. sjávarútvegi. Mjög líklegt verður að telja, að við því ákvæði myndi fást fram, fremur rúmlegur aðlögunartími - ef til vill 10 ár. Þ.e. ekkert samhengi við kvótakerfið þarna. Það stenst reglur ESB, og myndi geta haldið áfram.

Landbúnaður, þyrfti að sætta sig við minnkaða vernd, erfiðari samkeppni - þó svo gert sé ráð fyrir viðmiðum um svokallaðan heimskautalandbúnað. Honum hlítur því að hnigna e-h. Hvað það e-h verður mikið, verður ekki séð fyrirfram. En, fyrir menn í landbúnaði, er samt sem áður rökrétt að standa á móti aðild, einnig fyrir fólk í sjávarútvegi - óþarft að efast um að það geti skynjað rétt sína hagsmuni.

----------------------------

Núverandi stjv. rétt, virðast ákvarðanafælin - en, planið sem ég legg til, er allt annað en dæmi um slíkt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2010 kl. 12:41

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þakka þér fyrir að svara mér málefnalega þó við höfum ólíka sýn á málin. Það á ekki að þurfa að koma neinum úr jafnvægi þó tekist sé á um skoðanir.

Gísli Ingvarsson, 5.7.2010 kl. 13:14

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, ég er reyndar bjartsýnn á stöðu Íslands til framtíðar, - ef ekki fyrir annað en að við höfum hagstæðari "demographics".

Í dag, var sænski fjármálaráðherrann, að gefa það út að sænska hagkerfið myndi hafa nærri því prósent í umframhagvöxt í ár, miðað við spá frá upphafi árs. Þar er þó atvinnuleysi svipað og hér, en spáð að það muni byrja að minnka. Ég hugsa, að Svíþjóð verði áfram í þokkalegum málum. Norðurlönd eru bestu ríkin, frá efnahagslegu sjónarmiði, í Evrópu. Ísland, því miður, er þó ekki nándar nærri sambærilegt - vegna frumstæðs framleiðsluhagkerfis. En, uppbygging þess, er forsenda þess, að viðhalda sambærilegum þjónustustandard og þekkist á Norðurlöndum. Án hagkerfis er gefur vel, er slikt einfaldlega ekki mögulegt.

Það verður sennilega að vera langtímaplan, að byggja okkur upp. Mín skoðun er - byggð á þeim lærdómi er ég dreg af krísunni í S-Evópu - er sú að ísl. hagkerfið sé ekki tilbúið fyrir annan gjaldmiðil en krónu, en aðild að Evru krefjist samkeppnishæfni við þýska hagkerfið. Ef, farið væri samt sem áður inn í Evru, væri valið stöðugleiki í mjög mikið lægra launastigi, en við höfum verið vön - en, laun myndu þá þurfa hér að vera nægilega lág til að okkar viðkvæma framleiðsluhagkerfi, sem margsannað er að er mjög viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum, myndi halda samkeppnishæfni sinni vs. þróuðu hagkerfin.

Ég er ekki til í slíkan díl, tel heppilegra að búa áfram við krónu, vegna þess að þá er hægt að mæta þörf fyrir sveigjanleika með sveigjanleika gjaldmiðilsins. Með því að smám saman að umbreyta sveiflutíðni grunnhagkerfisins, er hægt smám saman að gera hagkerfið fært um að búa við annan gjaldmiðil en krónu - ef þ.e. okkar val að skipta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 257
  • Frá upphafi: 847371

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 254
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband