Ríkissjóður Íslands er með hæstu vaxtagreiðslur sem hlutfall af eigin tekjum, af ríkissjóðum allra OECD ríkja!

Gylfi Magnússon, hefur margítrekað borið stöðu ríkissjóðs Íslands saman við stöðu ríkissjóða annarra Evrópulanda, ekki síst stöðu Bretlands, og ályktað að skuldastaða ríkissjóðs  Íslands sé ekki ósambærileg - eða, ekki að ráði verri.

  • Ályktunin sem hann hefur af því dregið, hefur verið sú að íslenska ríkið muni ráða við sínar skuldir!
  • Vandinn við þetta er að - viðmiðið, skuldir sem hlutfall af landsframleiðsu - segir í raun og veru ekki nema hluta af sögunni.

Þ.s. skiptir meira máli, er hver akkúrat vaxtagjöld eru sem hlutfall af tekjum, enda líkur á að lönd séu að greiða misháa vexti af sínum skuldum, sem dæmi er líklegt að Bretland sé að fá betri vaxtakjör en litla Ísland. Óhagstæð vaxtakjör að sjálfsögðu skekkja myndina, þannig að ríki með lægra skuldahlutfall getur verið með hærri vaxtagjöld samt sem áður, ef lán eru óhagstæð.

Hérna fyrir neðan er samanburðartafla skv. upplýsingum frá OECD þ.s. fram kemur samanburður milli ríkja á vaxtagjöldum eftir árum.

  • Þar kemur klárlega fram, að vaxtagjöld Íslands eru hæst - sem þíðir að Ísland er með erfiðustu raun-skuldastöðu allra ríkja innan OECD, því Ísland er með hæsta kostnaðinn af sínum skuldum.
  • Takið eftir, að okkar vaxtagjöld eru verulega hærri en vaxtagjöld Grikklands, sem Þó allir eru sammála um í dag, að sé gjaldþrota land.

En, eins og kemur einnig skýrt þarna fram, er megnið af skuldunum komnar til fyrir tilverknað hrunsins, og ef fólk hefur verið að fylgjast með þá er einmitt vandi okkar, þ.e. eitt af vandamálunum, að stór lán voru tekin á mjög óhagstæðum tíma mitt í alþjóðlegu fjármálakreppunni, þegar lánakjör voru mjög óhagstæð - og enduðum við því með há lán á mjög dýrum kjörum - t.d. lánið til endurfjármögnunar Seðlabanka. Við áttum því miður ekkert val um annað, þegar í óefni var komið, en að taka þau óhagstæðu lán.

  • Afleiðingin er - eins og kemur fram að neðan - mjög há vaxtagjöld.

 

 

Vandinn við svo há vaxtagjöld, er að  þar með hefur ríkið minna fé til að standa undir nauðsynlegri þjónustu, og til að reka sjálft sig - og að auki, minna til að standa undir uppbyggingu í framtíðinni.

Alex Jurshevski - sagði á eigin bloggi, sjá " Why Iceland Must Vote “No” " - Um AGS lánapakkann, að "If the package were to be adopted the share of debt servicing out of total government revenues would top 16%. At those levels this statistic is more usually associated with extreme sovereign default risk. "

Þ.s. hann er að vísa til, að þ.e. mjög erfitt að búa við það að svo hátt hlutfall ríkistekna fari beint úr landi, engum í landinu til góðs. Rekstur við slíkar aðstæður, verður mjög erfiður.

Alex Jurshevski á Pressunni, segir "Evrópa vaknar upp við vondan skuldadraum...er Ísland ennþá sofandi?" - Við skoðun á meira en 140 tilraunum til þess að draga saman ríkisútgjöld í þróuðum ríkjum OECD koma nokkrar niðurdrepandi staðreyndir í ljós:

   Í meirihluta tilvika var farið í flatan niðurskurð þar sem fjárlög voru skyndilega skorin niður um 1-4% af vergri landsframleiðslu á einu ári. Þetta er svipað og gert hefur verið á Íslandi frá 2008.
   Í flestum tilvikum batnaði fjárhagsstaðan aðeins um 2% af vergri landsframleiðslu (miðgildi niðurstaðna) og í flestum tilvikum varði aðhaldið aðeins í tvö ár; og
   næstum 66% af niðurskurðaraðgerðunum voru álitnar misheppnaðar og í flestum tilvikum hafði árangurinn að mestu leyti horfið innan þriggja ára.

 

Jurshevski bendir á að flatur niðurskurður, sé mjög gölluð aðferð:

  1. En, sem dæmi, ef stofnanir eru skikkaðar til að skera niður t.d. 6% þetta árið, 4% næsta - sem dæmi, þá er hætta á að því sé einfaldlega komið í framkvæmd með því einu, að fresta endurnýjun tækja, viðhaldi húseigna - ímsu slíku sem auðvelt er að fresta tímabundið, - en slíkt er ekki raunverulegur sparnaður.
  2. Ef slíkum aðferðum er beitt, þá eðlilega sækir kostnaður aftur í sama farið innan fárra ára, þegar ekki er lengur hægt að fresta þeim þáttum, er tímabundið voru settir í frest.
  3. Raunverulegur niðurskurður sé þolinmæðisvinna, þ.s. vanalega er um þörf á skipulagsbreytingum að ræða.
  4. Fyrir utan þetta, er einna helst um það að velja, að hreinlega að leggja einhverja starfsemi niður.

 

Einst og sést að ofan, til að standa undir hinni gríðarlegu hækkun vaxtagjalda:

  • Til samanburðar stendur til að ríkissjóður Grikklands nái inn minnkun upp á um 11%.
  • Með enn hærri vaxtagjöld, þá hlýtur að þurfa að spara hærra hlutfall hérlendis.

IMF Reaches Staff-level Agreement with Greece on €30 Billion Stand-By Arrangement

A combination of spending cuts and revenue increases amounting to 11 percent of GDP—on top of the measures already taken earlier this year—are designed to achieve a turnaround in the public debt-to-GDP ratio beginning in 2013 and will reduce the fiscal deficit to below 3 percent of GDP by 2014.

 

Niðurstaða:

Við Íslendingar þurfum að horfast í augu við það, að Íslendingar allir - og hið opinbera, verða á næstu árum, að rifa seglin og það sem um munar.

  • Flatur niðurskurður, getur einungis verið skammtíma neyðaraðgerð.
  • Síðan, þarf að taka við úthugsaðar aðgerðir, sem lúta að því að ná fram sparnaði með skipulagsbreytingum.
  • En, einnig þurfum við að sætta okkur við, að það verður nauðsynlegt að leggja niður margvíslega starfsemi og þjónustu á vegum ríkisins og hins opinbera, og sennilega skerða þjónustu að auki.
  • Fyrir utan þetta, verða Íslendingar sennilega fyrir frekari samdrætti í lífskjörum.

Alls engin innistæða er fyrir launahækkunum á næstu misserum, hvorki hjá ríkinu né hinu opinbera, og líklega ekki heldur hjá atvinnulífinu.

  • Draumar um að sækja aftur til baka þau lífskjör er tapast hafa, verða að bíða betri tíma - en, mjög sennilega, mun það taka langan tíma að ná þeim hápunkti hvað lífskjör varðar.

Fyrir utan sparnað, verður að hrinda í framkvæmd aðgerðum, sem hjálpa atvinnulífinu og almenningi að rétta við sér.

  1. Lækkum vexti, og það stórlega, niður í 1%. Engin ein aðgerð mun skila meiri hagsbótum fyrir hag heimila og fyrirtækja.
  2. Hvetjum einnig til útflutnings, með skattaívilnunum til þeirra er annað af tvennu, vilja hefja nýja útflutningsstarfsemi, eða, hyggja á að umbreyta fyrri starfsemi sinni í það horf að þaðan í frá skapi hún gjaldeyristekjur.

Þessar aðgerðir, ættu alveg að geta dugað til að skapa sjálfssprottinn hagvöxt.

  1. Að auki vil ég leggja af verðtryggingu, þ.s. hún er mjög skaðlegt fyrirbæri fyrir hagkerfið, m.a. dregur hún úr virkni vaxtatækisins við hagstjórn og að auki hvetur hún til áhættusækni þeirra er veita lán. Að auki, bitnar hún mjög á almenningi.
  2. Síðan, þarf að finna leið til að afskrifa sem mest af lánum, ég vil eina stóra almenna afskrift - segjum 30-35%.

Ásamt lækkun vaxta, og líklegu raunverulegu upphafi hagvaxtar, þá ættu þær aðgerðir að duga almenningi til þess, að hann fari að sjá einhverja vonarglætu í sortanum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 847384

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 267
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband