Færsluflokkur: Umhverfismál

Er ammóníak, NH3, eldsneyti framtíðar fyrir almenning? Unnt að rafgreina vetni með vindmyllum, sækja Nytur úr andrúmslofti binda við vetnið!

Ég er þá að tala um hringrás, þar sem Nytur er hluti af loftinu sem við öll öndum að okkur -- nytur er ca. 78% af andrúmslofti Jarðar, súrefni ca. 21% - margvíslegar aðrar lofttegundir í lægra hlutfalli. Þannig, ef maður gerir ráð fyrir því að rafgreina vetni - t.d. með vindmyllum er væri komið fyrir í þyrpingum, svokallaðir vindmullugarðar, þeim væri unnt að koma fyrir á vindasömum stöðum - utan alfaraleiðar. Þá væri unnt að koma fyrir búnaði við hverjar vindmylluþyrpingu, sem tæki Nytur úr loftinu í kring - og hvarfaði nytruð við vetnið.

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

  1. Ammóníak hefur suðumark −33,34°C meðan suðumark vetnist er −259,16°C. Miðað við meðalloftþyngd við sjávarmál. 
    Þetta þíðir, að mun minni orku eða þrýsting þarf til að varðveita ammóníak.
  2. Fyrir utan er vetnis mólíkúlið það smæsta í heimi, sem þíðir það lekur úr mörgum tegundum efna -- hreinlega milli mólekúlanna.
    En ammóníak sameindin er það stór, hún gerir slíkt ekki.
    Þetta gerir gríðarlegan mun á geymslukostnaði.
  3. Ammóníak er þegar mikið notað í iðnaði, t.d. við fiskvinnslu hér -- því þekking og reynsla til af notkun þess, starfsmenn til sem vanir eru að vinna við það - gæta fyllsta öryggis; og ekki síst - nóg framleitt af ammóníaksgeymum.
  4. Hver lítri ammóníaks skilar 2-falt meiri orku, en lítri af hreinu vetni. Meira er af vetni í einum lítra af ammóníaki en einum lítra af hreinu vetni.
  5. Ammóníak eins og vetni er unnt að brenna á sprengihreyflum sem breytt hefur verið til þess lítillega.
  6. Bruni skilar: 2NO þ.e. og H2O - þ.e. vetnið verður að vatni, nytur skilað til baka.
  • Ég get því ekki komið auga á að efnasamsetningu lofthjúps sé raskað.
    Að sjálfsögðu ekkert CO2. Kolefni kemur hvergi við sögu.

 

Hvernig gætu bifreiðar brennt - Ammóníaki án þess að setja fólk í hættu? Ammóníak eftir allt saman eitrað!

Hef pælt í þessu síðan ég skrifaði:
Er NH3 eða ammóníak eldsneyti framtíðar? Einn lítri af NH3 inniheldur meira vetni en einn lítri af hreinu vetni

  1. Ímyndum okkur uppsetningu svipað því bifreið fari inn á þvottastöð, af þeirri tegund að til staðar er færiband og starfsfólk.
  2. Starfsmaður mundi ganga úr skugga, allir gluggar kyrfilega lokaðir -- slökkt á bifreið, loftinntak lokað.
  3. Eigandi gæti sjálfur ekið að punktinum þ.s. færiband byrjar - starfsmaður tekur við bifreið, og lykli -- tékkar á ofangreindum atriðum. Og setur bifreið á færiband, slekkur á.
  4. Færiband færir bifreið inn fyrir dyr, rennihurð lokar á milli -- þar bakvið starfsmaður heilgallaður, mikil loftræsting þar en loft síað áður en fer út, sá starfsmaður dælir á.
  5. Eldsneytistankur væri með mjög traustu loki ásamt innsygli, sérstakt áhald þyrfti til að opna og loka. Eldsneytistankur væri auk þessa, sterklega smíðaður til muna umfram gerð bensíntanka - svo ólíklegt væri að gat kæmi á við hugsanlegan árekstur.
  6. Þegar búið væri að dæla á, kyrfilega læsa loki á að nýju. Færi bifreið áfram aftur um rennihurð er lokaði á milli -- inn í rými með öflugum loftblæstri til að blása í burtu öllu hugsanlegu ammóníaki -- lykt mætti bæta við það loftstreymi.
  7. Við endann tæki eigandi við lykli að nýju, eftir að hafa greitt og æki af stað að nýju.

--Með ofangreindum öryggis-atriðum huga ég að notkun ammóníaks á bifreiðar væri nægilega örugg. Ef sett væri á mótorhjól, yrði það að virka svipað - þ.e. kyrfilega lokað með sérstöku loki, auk þess tankur væri þykkari sterkari og þyngri en bensíntankur.
--Megin ástæða umfram styrks, væri að hindra möguleikann að gat gæti komið á við árekstur.

  • Ekki væri selt eldsneyti á brúsa.

 

Hef sjálfur komist í kynni við ammóníaksleka!

Eitt sinn lak á mínum vinnustað pakkning - sem var illa merkt og ekki augljóst að innihélt ammóníak. Út af því var meðferð starfsmanns ekki eins gætileg, og ef viðkomandi hefði áttað sig á að pakkning innihélt ammóníak.
Ég við annan mann, komum öllum út úr húsinu.

Lyktin sem ég fann, var nægilega sterk til að mér súrnaði um augu svo tár láku.
Og óþægilegt var orðið að anda er ég fór út eftir að hafa gengið úr skugga allir aðrir voru farnir.
--Eftir atburðinn fann ég ekki fyrir nokkrum líkamlegum óþægindum.

Einn starfsmaður sem fann fyrir slíkum, fór til athugunar með sjúkralyði, kom til vinnu daginn eftir.

  1. Það er sem sagt - eitrað, en við erum ekki að tala um e-h sambærilegt við eiturgas.
    Lyktin er það sterk, svo fremi sem útgönguleiðir eru greiðar.
    Að lyktin algerlega sannfærir viðkomandi að ganga út.
    Áður en lífshætta er til staðar.
  2. Í tilviki þ.s. einungis finnst smávægileg lykt, er það ekki sama og vera í hættu - ímyndum okkur að einhver lítil lykt væri til staðar er eigandi tekur við bíl.
  3. Takið eftir, mér súrnaði um augu, að anda var orðið óþægilegt.
    En engar afleiðingar samt.
    En það var auðvitað ströng aðvörun að hypja sig út.
  4. Ef einhver smávægileg lykt er -- hægt að loftræsta þar til lykt er farin.

Það er einmitt mín eigin lífsreynsla sem segir mér -- að fyrirkomulagið sem ég sting upp á.
Sennilega sé nægilega öruggt!

 

Fyrir utan þetta, væri unnt að brenna ammóníaki á skipum og flugvélum!

Menn eru að leita leiða til að losna við allt þetta - CO2 - sem brennt er, auk sóts sem einnig kemur við bruna kolefnis.
--Vegna þess að ekkert kolefni er til staðar -- er auðvitað ekkert sót við bruna, NH3.
--En það mætti eins kalla Ammóníak -- Nytur3Hýdríd. 

Það er sérstaklega bagalegt að flugvélar setja megnið af sinni mengun upp í háloftin.
Er kemur að skipum, er það bagalegt - hve magnið af menguninni er óskaplegt.
--Alla þá mengun ásamt sótmengun er hægt að fjarlægja.

  • Og við þurfum ekki einu sinni að hætta að nota -- sprengi-hreyfla.

Galli við orku-skipti yfir í rafmagns-bíla.
Er þessi óskaplega fjárfesting í - bifreiðar með sprengihreyflum.
Hvað á að gera við þær allar?
--Enn eru milljónir þeirra framleiddar ár hvert.

  1. Ef hægt er að gera sprengi-hreyfla umhverfisvæna, a.m.k. ekki síður en batterís rafmagnsbíla.
  2. Væri greinilega óskaplegur heildar-sparnaður í því.
    Ekki satt?

Auðvitað kostar lausnin sem ég sting upp á nokkuð.
En ekkert á við að -- henda allri "ICE Internal Combustion" tækni.

  • Fyrir utan blasir engin lausn er kemur að langflugi.
    Eða skipa-umferð á heims-höfunum!
    --Ef menn einblína á orkuskipti einungis á forminu að skipta yfir í rafhlöður.

Þó þeir tankar sem ég geri ráð fyrir séu þyngri en venjulegir bensín- eða dísiltankar.
--Bendi ég fólki á að í dag kaupa margir bensínbíla sem eru hýbrid þ.e. einnig með rafmótor og batterýi -- sá búnaður bætir gjarnan 200kg. við heildarþyngd.
--Skv. því mættu tankarnir auðveldlega vega yfir 100kg. tómir.

 

Niðurstaða

Síðan sl. í viku netnotandi benti mér á Ammóníak sem brennslu-efni. Hef ég áttað mig á hve stórfelldur sparnaður gæti falist í því -- að svissa um brennslu-efni.
Frekar en að henda öllu því sem inniheldur sprengi-hreyfla. Síðan skipta því öllu út.

Þetta er slíkur kostnaður, ef orkuskipti fara þannig fram -- tölurnar eru langt umfram skilning venjulegrar persónu.
Mér virðist það augljóslega mun einfaldari og líklega til mikilla muna ódýrari leið.
--Að gera sprengi-hreyfla umhverfisvæna!

Þá breytum við núverandi tækni, getum áfram keyrt á bifreiðum með sprengihreyfla.
Og áfram flogið flugvélum með þotu- eða venjulega sprengihreyfla, án þess að leggja plánetuna í leiðinni í rúst.
--Hættum að nota kolefnis-eldsneyti algerlega.

Hver þjóð fyrir sig getur þá framleitt allt sitt eldsneyti.
--Vetni rafgreint - síðan vetni hvarfað við nytur úr súrefninu í kring.

  • Olíuþjóðir hætta þá að skipta máli.
    Ekki satt?
    Þar sem ekki er þá lengur ástæða til að nota olíu.
    --Fyrir utan smurolíu.

 

Kv.


Er NH3 eða ammóníak eldsneyti framtíðar? Einn lítri af NH3 inniheldur meira vetni en einn lítri af hreinu vetni

Vetni er vandræða-efni að mörgu leiti, þ.e. óhemju kulda eða −259,16°C þarf til að halda því á vökvaformi, fyrir utan þetta er mólekúl vetnis það minnsta í heimi, er leiðir til þess að það hreinlega lekur úr mörgum efnum - mikla orku eða þrýsting þarf til að halda því á vökvaformi.
--Kostnaður við varðveislu er því verulegur.

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

Kostir ammóníaks, NH3, sem inniheldur 3 vetnis-mólikúl:

  1. −33,34°C sem er mun viðráðanlegra þarf til að halda því á vökvaformi.
    Fyrir utan er hægt að blanda því við vatn allt að 88% þá helst það sem vökvi við stofuhita.
  2. Öfugt við hreint vetni sem brennur mjög auðveldlega, er ekki auðvelt að kveikja í metan - sprengihætta lítil því.
  3. Orkan í 1 lítra af ammóníaki er 2-föld orkan í einum lítra af hreinu vetni.
  4. Meira er af vetni í einum lítra af ammóníaki, en einum lítra af hreinu vetni.
  5. Ammóníak er þegar mikið notað af iðnaði, því mikil reynsla af því að varðveita það.
  6. Unnt er, ef menn vilja, að aðgreina vetnið frá Nytur mólekúlinu.
    En það kostar orku, bætir við orkutapi.
  7. Unnt er að brenna ammóníaki beint -- sprengihreyflum sem hefur verið smávægilega breytt, eru færir um að brenna því.
    --Hvarfið skilar H2O þ.e. vatni og 2NO þ.e. Tvínytur-Oxíð.
  • Ammóníak er auðvitað -- eitrað.
    Það er einnig ætandi efni er skaðar húð.
  • Bruni skilar hættulausum efnum -- á hinn bóginn.
    Sjálfsögðu engu CO2.

Vetni er auðvitað hægt að framleiða t.d. með vindmyllum í gegnum rafgreiningu.
Til þess að framkalla ammóníak þarf að binda það við nytur.
--Þekki ekki aðferðina til þess!

Augljóslega gallar við eiturefni sem eldsneyti!

Þó tæknilega sé hægt að dæla því eins og bensíni, væri alltof hættulegt að standa nærri dælunni -- væntanlega þyrfti róbótískur búnaður að sjá algerlega um verkið. Eða starfsmaður heilgallaður í líkingu við reikkafara hjá slökkviliði.
Á móti, skilar bruni engum hættulegum efnum -- og engu CO2.

  1. Möguleikar sem flugvéla-eldneyti ættu vera augljósir, þ.s. -33°C ætti að vera hægt að ráða við -- sérstakar öryggisráðstafanir yrði að gera við eldsneytistöku, starfsmenn vera heilgallaðir með öndunargrímur -- líta svipað út eins og reik-kafarar í slökkviliðssveitum.
  2. Skipa-eldsneyti ætti vera smærra vandamál!
  3. Vað væru augljósir erfiðleikar við að gera notkun þess, nægilega örugga -- fyrir almenna umferð. Þó það ætti ekki vera ómögulegt.
    En þetta ætti að vera unnt að brenna á sprengi-hreyflum.
    Afurðir brunans með öllu hættulausar.

Tæknilega er hægt að eyma nytrið frá vetninu!

Þá væri ammóníak einungis varðveislu-aðferð fyrir vetni.
Galli að eymingin þarf orku -- þá er orkutap orðið nokkuð mikið í ferlinu.

Hreina vetnið væri t.d. hægt að nota beint á efnarafal sbr. fuel-cell.

Heimildir:

Siemens Tests Ammonia as a Form of Energy Storage for Renewables

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

Ammonia—a renewable fuel made from sun, air, and water—could power the globe without carbon

Hydrogen storage

Ammonia

 

Niðurstaða

Ammóníak virðist ein möguleg leið til að nota vetni sem eldsneyti, fljótt á litið virðist manni að unnt ætti að vera að nota ammóníak sem skipa-eldsneyti a.m.k. og hugsanlega sem flugvéla-eldneyti.
33 gráðu frost virðist miklu mun minna óyfirstíganlegt en nærri 260 gráður frost.
Annaðhvort það eða smávægilegur þrýstingur.

Tæknilega væri hægt að brenna því einnig í sprengihreyflum í bílum.
Eins og kom fram eru afurðir brunans:

  1. Vatn, H2O.
  2. Tvínytur Oxíð, 2NO.

 

Kv.


Hvað gerir Ísland - ef skattlagning alþjóðlegrar ferðamennsku leiðir til stórfellds samdráttar?

Seinni misseri er gagnrýni farin að beinast að alþjóðlegri ferðamennsku sem mengunar-valdi. Þ.e. ekki einungis að þotur brenna eldsneyti og menga því lofthjúpinn, þar sem að þær fljúga hátt - hefur sú mengun hlutfallslega meiri áhrif, en sambærilegt magn af mengun frá farartækjum á Jörðu niðri.
--Fyrir utan, brenna risa-skemmtiferðaskip, oft mjög mengandi -svartolíu- þó leitast sé við að banna hana sem fyrst.
--Hefur verið bent á að eitt risaskip er brennir svart-olíu, sendi frá sér meira af - brennisteins-tvíoxíð, en allur bílafloti mannkyns.
--Það stafar af mjög háu brennisteins innihaldi svart-olíu.

  • Þ.e. algengur misskilningur að vísað sé til -- CO2 mengunar.
    Heldur er vísað til, brennisteins-tvíoxíðs, sem er annað mengunar-efni.
    Sem orsakar svokallað - súrt regn, en er ekki beinn áhrifa-valdur um hlínun lofhjúps. Súrt regn aftur á móti, getur skaðað gróður - með því að gera jarðveg súran, ef mikið er um súrt regn. Hinn bóginn, er svo mikið basalt á Íslandi, að súrt regn er ekki íkja mikil hætta, jafnvel þó eitthvað væri um slíkt hér.

 

Er það einungis spurning um tíma, hvenær kostnaður við ferðalög - vex aftur? Augljóslega minnkar þá alþjóðleg ferðamennska!

Framþróun flugvéla svokallaðar breiðþotur er byrja að detta inn á 8. áratugnum.
Hafa síðan frá 9. áratug 20. aldar -- orsakað gríðarlega sprengingu í flugferðum.
Hagkvæmni breiðþota umfram eldri gerðir langdrægra flugvéla var slík, fargjöld gátu lækkað umtalsvert - sem leiddi til þess mun fleiri en áður höfðu efni á að ferðast.
--Árin eftir 1980, hefur orðið veldis-aukning í ferðamennsku í heiminum.

  1. En þessi gósen-tíð gæti tekur endi á nk. árum - og við tekið djúpur samdráttur.
  2. Það þíddi auðvitað, fjöldi flugfélaga færi á hausinn - eftirspurn eftir stórum þotum dytti niður og það mikið.
  3. Og auðvitað lönd sem eru háð alþjóðlegri ferðamennsku - lentu í kreppu.

Hversu djúpur sá samdráttur yrði er enn ekki vitað!
Þar sem það yrði háð mjög því hversu skarpt kostnaður yrði hækkaður.
Síðan er auðvitað sennilegt - að kostnaður yrði hækkaður í þrepum, til að milda höggið.

  1. Hinn bóginn er engin tæknilausn á sjóndeildarhringnum í náinni framtíð fyrir langdrægar flugvélar.
  2. Þannig að sterkar líkur virðast á - fókus verði á að minnka flug.

Einfaldast að gera það með því að skattleggja eldsneyti það mikið.
Flug yrði aftur mun dýrara - eins og það áður var!

  • Það má reikna með því, svipað yrði hugsanlega gert við skipa-olíu.
  • Hinn bóginn, eru efnahaglegir hagsmunir þar enn stærri, þ.s. nær allir flutningar á varningi fara með skipum.
  • Þannig, veruleg hækkun á verðlagi á flutningum á sjó -- mundi hækka verðlag á flestum varningi í heiminum!
    --Er gæti eitt og séð dugað til að skapa heimskreppu.

Vegna gríðarlegra efnahagslegra hagsmuna!
Má reikna með því að umræðan um þessi mál verði - hatrömm og erfið!

En við erum einmitt að stefna á þann punkt, að aðgerðir lækka lífskjör!
Þess vegna getur enginn vafi verið, gríðarleg harka geti hlaupið í umræðu!

  1. En við séum komin að þeim veruleika, að ef við ætlum að raunverulega stöðva hnattræna hlínun af manna-völdum.
  2. Verði það ekki mögulega gert - án mjög umtalsverðrar kjara-rýrnunar í heiminum.

Það sé á þeim punkti, sem enginn vafi verði að illska mun hlaupa í umræðuna!
Ég ætla að gerast svo grófur að spá - pópúlisma bylgju!

  • Upp ríki fjölmenn andstaða.
  • Svo öflug gæti hún orðið, að hugsanlega nást ekki markmið um svokölluð gróðurhúsa-áhrif fram!

Ég spái engu um það!
Bendi einungis á að þegar við stefnum beint á þann punkt, að ógnar kjörum fólks.
--Er rétt að eiga von á hörðum átökum.
--Niðurstaða slíks hljóti alltaf fyrirfram vera óviss!

Þetta auðvitað ógnar kjörum fólks á Íslandi ekki síður en annars staðar.
Sennilega meira en á mörgum stöðum - því allt er hingað flutt á skipum eða með flugvélum!

 

Niðurstaða

Ég held að mjög hörð þjóðfélags-átök séu framundan í heiminum, því ef á að ná svokölluðum gróðurhúsamarkmiðum - er það ekki líklega mögulegt án stórskerðingar kjara almennings víðast hvar.
--Ef þetta gengur í gegn, fer Ísland auðvitað mjög djúpt niður.

A.m.k. mundi þetta skapa mjög öfluga hvata til að svissa yfir í aðra orkugjafa fyrir skip - en tæknilega getur Ísland framleitt nægt vetni. Og tæknilega geta sprengihreyflar brennt vetni, ekki einungis tæknilega. Það væri ekkert ómögulegt við að breyta skipum yfir í vetnis-bruna, og keyra öll flugningaskip landans á innlendu eldsneyti.

Þetta sama væri ekki eins auðvelt með flugvélar - þó vetni geti virkað sem þotu-eldsneyti, þyrfti að hanna alfarið nýjar flugvélar. En tankar fyrir vetni þyrftu að taka miklu stærra pláss, ef drægi ætti vera sambærilegt.
--Mætti ímynda sér tveggja-búka hönnun, ekki ólíka Airbus risaþotunni -- efri búkurinn risa-tankur, neðri fyrir farþega og farangur.

Ég bendi á að það sé sannarlega óvisst að gróðurhúsa-markmið náist fram.
En augljóst ætti að vera, að öflug andstaða frá almenningi gæti risið upp.
Er kemur að þeim punkti veruleg skerðing lífskjara er óumflýjanleg ef markmið eiga að nást -- hún gæti orðið það öflug, markmið næðust ekki.

  • Þannig hitun yrði meiri en 2°C.
    Mín persónulega tilfinning er sú að líklegar en ekki fari svo!

 

Kv.


Kalt stríð Bandaríkjanna gagnvart Kína gæti skaðað baráttu gagnvart hnattrænni hlýnun

Í dag eru víðtæk mótmæli gagnvart manngerðri hnattrænni hlýnun víða í Vestrænum löndum, þar sem mótmælendur krefjast harðari aðgerða. Vonandi fór það ekki framhjá Íslendingum, að mótmæli ungra Íslendinga fóru fram á föstudag - samtímis og sambærileg mótmæli ungmenna fóru fram víða um Vestræn lönd.

Hinn bóginn er alvarleg ógn að rísa er getur hugsanlega stórskaðað þá baráttu.
Ég er að vísa til vaxandi erja Kína og Bandaríkjanna!
--En ég er ekki í nokkrum vafa, ef kalt stríð skellur á!
--Þá stórskaðar það kalda stríð, aðgerðir gegn manngerðri hnattrænni hlýnun!

  1. Málið er að Donald Trump hefur mikið til tekist ætlunarverk sitt.
  2. Að snúa umræðunni í Bandaríkjunum gegn Kína.
  3. Þannig að þó að Demókrati mundi verða hugsanlega kosinn 2020, þá mundi það líklega ekki stöðva þá þróun til vaxandi spennu -- sem samskipti Bandaríkjanna og Kína eru stödd í.
  4. Donald Trump og hægri Repúblikönum, virðist hafa tekist að snúa umræðunni í Bandaríkjunum -- að andstaða við Kína sé að komast í forgrunn.
  5. Það hjálpar ekki, að Xi Jinping -- stendur nú í gríðarlega viðtækum aðgerðum gegn Úhígúr þjóðinni í Xynkiang, þ.s. yfir milljón úhígúr karlmönnum - virðist haldið í því sem kallaðar eru, endur-menntunar-búðir.
    --Undir Mao formanni, var það hefðbundið nafn fyrir þrælkunarbúðir.
    --Menn stundum sluppu þaðan lyfandi.
  6. Þessi stefna Xi, ásamt aukinni hörku í stefnu hans í innanlandsmálum, ýfir upp Demókrata -- sem styðja lýðræðishreyfingar og mannréttindabaráttu víða um heim.
    --Þannig að samhljómur hefur verið að myndast milli hægri-Repúblikana, og vinstri-Demókrata, að mörgu leiti er kemur að gagnrýni á Kína.
  7. Aðgerðir Xi gegn Úhígúr þjóðinni eru auðvitað forkastanleg mannréttindabrot á skala sem ekki hefur sést -- síðan Stalín var við völd í Sovétríkjunum.
    --Þær aðgerðir Xi, eiga því skilið alla fordæmingu.
    --En þær virðast beinast að - heilaþvotti.
    --Beinlínis tilraun til að útrýma menningu Úhígúr þjóðarinnar.
    --Bækur á máli Úhígúra virðast nú ófáanlegar, verið fjarlægðar - allir höfundar á tungu Úhígúra sem ekki hafa flúið, virðast í þessum búðum.
    --Stefnan virðist hreinlega sú, að gera Úhígúra eins menningarlega séð - og meirihluta Kínverja, en á sama tíma virðast börnin hafa verið sett í búðir.
    --Þ.s. í þau er dælt því sem stjórnarflokkur Kína telur hæfa sínum hagsmunum.
  • Þessar hrottalegu aðgerðir Xi - leiða til þess að fjöldi Bandaríkjamanna, sem eru andstæðingar Trumps í stjórnmálum.
  • Geta mætt honum í andstöðu við Kína.

Endurtek aðgerðir Xi - eiga alla fordæmingu skilið!
Það sem ég bendi á er - hvernig þessar tvær andstöður nú virka saman!
--Þ.e. þeirra sem telja Kína beita Bandar. viðskiptalegu ranglæti - og þeirra sem fókusa frekar á mannréttindamál.

  1. Það séu þar af leiðandi líkur á að gróf samstaða innan Bandaríkjanna gegn Kína sé að myndast.
  2. Þannig, að þó Demókrati næði kjöri - mundi það jafnvel líklega ekki, stöðva þá þróun yfir í kalt stríð - sem Donald Trump virðist hafa hrundið af stað!

 

Hvernig getur þetta skaðað baráttu gegn hnattrænni hlýnun?

Það ætti vera augljóst, þar sem þá stefnir væntanlega í að náin samskipti Bandaríkjanna og Kína taki enda -- við taki vaxandi tortryggni og barátta um heims-yfirráð.
Þar sem báðir aðilar leitast við að byggja upp bandalög gegn hinum.
Og því fylgdi að sjálfsögðu, vígbúnaðarkapphlaup.

  1. Þetta þíddi auðvitað, höfum í huga að Kína - ESB - Bandaríkin eru gróft séð svipað stór hagkerfi, að baráttan gegn hnattrænni hlýnun yrði stórsköðuð.
  2. En ef tvö af risahagkerfunum þrem - fókusa vaxandi mæli á undirbúning fyrir átök, keppni um yfirráð og áhrif.
    --Þá að sjálfsögðu færi samvinna við þau um baráttu gegn hnattrænni hlýnun að verulegu leiti suður.
  3. Höfum í huga, að Kína er í dag stærst í útblæstri CO2 - Bandaríkin næst stærst, það þarf því vart að - ítreka, hve alvarlegar afleiðingar kalt stríð þeirra á milli, hefði fyrir baráttuna gagnvart hnattrænni hlýnun.
  • Markmið um losun heimsins -- geta augljóslega ekki náðst.
  • Spurningin yrði -- hversu langt suður frá þeim markmiðum við færum.

Þeirri spurningu get ég ekki svarað!
Ég hugsaði þetta er ég heyrði í fundi ungmenna í Reykjavík.
Þar sem þau björt, kröfðust aðgerða núna!

Hvernig hefðu þeirra vonir og hjörtu brostið -- ef þau hefðu vitað að sennilega fer svo að hnattræn markmið -- nást ekki?
En, ef stærstu 2 hagkerfin í losun, fara í Kalt-stríð.
Geta þau markmið ekki náðst, burtséð frá hve mikið þriðju aðilar gera t.d. Evrópa.

  • Það þíðir ekki að Evrópa eigi að hætta orkuskiptum!
  • Það sé samt betra að hafa ívið minna en meira CO2.

Heimurinn fer þá eitthvað munna suður frá CO2 markmiðum, hlýnun verður ívið minni.
En ef Evrópa einnig missti móðinn!

 

Afleiðingar þessa kalda-stríðs gætu reynst hrikalegar!

Síðasta Kalda-stríð leiddi til manntjón upp á milljóna tugi heiminn vítt -- vegna gríðarlegs fjölda proxy stríða heiminn vítt er stóðu yfir um áratugi, orsökuðu ótrúlegan mannfelli.

  • Víxlverkan annars kalds-stríðs við hnattræna hlýnun, gæti haft enn verri afleiðingar.
  1. Loftslags-markmið þá án nokkurs vafa fara suður, þannig röskun vegna gróðurhúsaáhrifa verður meiri - jafnvel mun meiri.
  2. Það eitt og séð, getur valdið mannfelli - þ.s. breytingar á loftslagi, geta truflað framleiðslu á fæðu í fjölda landa.
  3. Þá getum við séð, flóttamannabylgjur umfram það sem nokkru sinni hefur sést.
  4. Versnandi gróðurhúsa-áhrif - án áhrifa kalds-stríðs - rökrétt auka samkeppni um auðlyndir, sérstaklega um vatnsforðabú og akuryekjuland.
  5. Kalda-stríðið hefur síðan eigin áhrif, þ.s. risaveldin líklega eins og í fyrra Kalda-stríði, færu að keppa um hylli stjórnvalda í margvíslegum löndum þ.s. mikilvægar auðlyndir eru til staðar.
    --Líklega hikuðu bæði tvö ekki í því að efla skærustríð gegn stjórnvöldum er fylgdu hinu að málum.
  6. Þá koma flóttabylgjur vegna stríðs-átaka ofan á flóttabylgjur vegna hlýnunar.
  7. Og auðlynda-samkeppni risaveldanna -- bætist ofan á auðlynda-samkeppni sem versnandi hlýnun veldur.

Samlegðar-áhrif slíks kalds stríðs við versnandi röskun af völdum vaxandi gróðurhúsa-áhrifa, gæti auðveldlega skapað krísu á hnattrænum skala -- langt, langt, langt umfram þ.s. mannkyn nokkru sinni hefur áður séð!
--Ég er að tala um krísu er gæti ógnað sjálfri tilvist flókinna mannlegra samfélaga!

  • Höfum í huga kjarnavopn eru enn til í nægu magni til að eyða nær öllu lífi.
  • Svo alvarleg gætu samlegðaráhrifin ofangreind orðið -- að krísuástand ríkti formlega í stórum hluta heims, neyðar-stjórnun ríkti.

--Hætta á pópúlisma, harðri þjóðernishyggju - yrði mjög stórfelld.

  1. Þá gæti hætta á kjarnorkustríði orðið meiri en nokkru sinni síðan á erfiðustu spennutímabilum Kalda-stríðsins.
  2. Það bættist síðan ofan á aðrar hættur, þær krísur þegar í gangi.

 

Niðurstaða

Heimurinn sem virtist svo bjartur - heimur vona - milli 1993-2008, gæti orðið afar dökkur.
Ég hugsa til ungmennanna er í Reykjavík sl. föstudag, sögðust eiga rétt á jafn góðu lífi og þeirra foreldrar -- shit!
Því miður virðist mér ekki að fullorðna fólkið sé að veita þeim góðan arf.
Eins og mál vaxandi mæli líta, getur stefnt í að heimurinn taki afar dökka beygju.
Hreinilega, heimurinn gæti/getur orðið afar hræðilegur.

Ég vildi óska þess að svo væri ekki. En dökk ský virðast mér hrannast upp.

 

Kv.


Áhugaverð þýsk hugmynd - hvað á að gera við vindmyllu-þyrpingar, þegar skortur er á nægum tengingum við orkukerfið? Láta þær framleiða vetni!

Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í Der Spiegel, þetta er löng frétt, en í stuttu máli er svokallað - EnergyWende - í alvarlegri krísu, Þýskaland í reynd að dragast aftur grannlöndum í innleiðingu - vistvænna orkukosta.
--Eitt alvarlegt vandamál sem stendur fyrir þrifum, er skortur á orkulínum.
--Hinn bóginn, er andstaða við orkulínur að skapa miklar tafir.
En íbúar byggða rísa upp - eigendur jarða, o.s.frv.
Eins og á Íslandi, má kæra allar fyrirætlanir - þannig kærumál eru að tefja uppbyggingu orkukerfisins úr hömlu.

  • Við blasi patt-staða, það sé einfaldlega ekki hægt, að bæta við frekari vindorku, því línukerfið annar ekki meiru.
    --En lagningar lína, mæta víða það einbeittri andstöðu, að línulagningar liggja niðri.

German Failure on the Road to a Renewable Future

...there is a need for 7,700 kilometers (4,800 miles) of such lines. But only 950 have been built. And in 2017, only 30 kilometers of lines were built across the whole country.

  1. Ef ekki er hægt að leggja línur.
  2. Er ekki heldur hægt að bæta meira við af vindmyllu-þyrpingum.

Og skv. Spiegel þarf Þýskal. að auka magn vistvænnar orku 5-falt fyrir 2050.

Þegar menn eru í krísu - fara stundum heilar að spinna!

 

Hvað ef vindmyllur framleiða vetni?

Sleppa þessum raflínum sem fólk er svo á móti - eru blokkeraðar út um allt land. Einn sérfræðinganna Spiegel ræðir við - nefnir framleiðslu á umhverfis-vænu eldsneyti sem lausn til að -- leysa patt-stöðuna.

  1. Rafbílar geta notað vetni - svokallaður, efna-rafall sbr. fuel-cell.
  2. Þá er efna-rafall í staðinn fyrir rafhlöðu.

--Tæknilega er einnig hægt að brenna vetni beint - í bifreiðum með sprengihreyfla, eða ICE bifreiðum, þá þarf kannski ekki að henda þeim öllum - strax.
--Því fylgir vísu sá galli, þ.s. vetni hefur mun minni orku per rúmmál, þá mundi hreyfill skila töluvert minna afli.

Another option would be to turn the wind power into methane or hydrogen and then turn them into so-called e-fuels. Here, too, existing infrastructure could be used: fuel-storage facilities, pipelines and gas stations of the petroleum industry.

Ég þekki ekki hvernig vindmyllur gætu framleitt metan.
En hvernig vindmyllur gætu framleitt - vetni liggur á tæru.

  1. Ef þær framleiða vetni, skiptir kannski ekki máli hvort þær framleiða þegar vindurinn er til staðar - án þess að það sé endilega hámarks-eftirspurnartími innan rafkerfis, eða það koma dauðir punktar í framleiðsluna þegar vindur er lítill.
  2. Því ef nægilega margar eru til staðar þ.s. vind er líklega reglulega að fá, væri óþarfi að leggja til þeirra - - línur, sem svo margir eru á móti - kosta gríðarlegt fé.
  3. Heldur, mundi duga að leggja veg -- og tank-bíll fer þá á staðinn þegar þarf, og flytur vetnið þangað þaðan sem það er notað af öðrum.

--Það sem ég hef heyrt nýlega - er að það gæti einmitt risið sambærilegur vandi á Íslandi.
--Að línukerfið sé ekki öflugt, einmitt á svæðum þ.s. hagstætt út frá vind-aðstæðum væri að reisa mikið af vindmyllum.

Á Íslandi, mætir lagning lína sannarlega um margt svipaðri andstöðu og í Þýskalandi.
Kærumál, geta sannarlega tafið framkvæmdir til margra ára eins og þar.

Þá kannski gæti þessi hugmynd -- þýska sérfræðingsins einnig virkað hér.

 

Niðurstaða

Málið er að rafbílar þurfa ekki endilega vera knúnir af - rafhlöðum. Það er eiginlega ekki algerlega víst enn - hvort að rafhlaðan sé framtíðin. Það sem mælir helst gegn efnarafal sem nýtir vetni, er að orkunýting við rafgreiningu er einungis 40%. Meðan tæknilega er hún nær 100%, þegar rafmagn er beint nýtt til að hlaða rafhlöðu.

Hinn bóginn, eru margvíslegir meinbugir á því, eins og reynsla Þýskalands sýnir - að skipuleggja umpólun yfir í vistvæna orku. Hratt vaxandi vandamál, er öflug og einbeitt andstaða við lagningu lína - sem þarf gríðarlega mikið af, ef á að tengja allar þær þyrpingar af vindmyllum, sem gjarnan hentar best frá vind-aðstæðum að setja á fremur afskekkta staði - við rafkerfið. Þá þarf að leggja línur, gjarnan um sjónrænt fagra dali eða heiðar, eða um land bænda sem vilja ekki sjá þær - o.s.frv.

--Kannski, ef það þíðir að það sé hægt að spara sér allar þessar auka-línur.
--Er kannski eftir allt saman, efna-rafallin hagkvæm lausn.
Höfum í huga, allan tímann sem sparast við öll málaferlin.

Það þarf hvort sem er að leggja veg, þangað sem vindmylluþyrping er reist.
Sami vegur getur þá þjónað umferð tank-bifreiðar er reglulega flytur vetnið til byggða.

  • Má benda á, efnarafalar geta verið af öllum stærðum, þess vegna á skala sem getur knúið heila borg! Eða einstök hús, ef menn vilja reisa sér afskekkt hús, en samt hafa rafmagn - og erfitt væri að fá heimild til að leggja raflínu.

 

Kv.


Fyrirhugaði ríkisstjórn Trumps að selja Saudi-Arabíu -- kjarnorkutækni?

Þetta eru fyrir mér afar svimandi ásakanir, en ef það er til eitthvert land í heiminum sem ég mundi persónulega segja - að ætti aldrei að ráða yfir kjarnorkutækni, þá er það SA.
--Það áhugaverða er, að ég get trúað á Donald Trump að vera til í slíka sölu.
--Eins og ég upplyfi Trump - er hann móral-laus persóna, þ.s. viðskipti og peningar skipta öllu máli -- það sé næsta öruggt, að SA - væri til í að borga vel fyrir aðgengi að slíkri tækni.
Það þíðir þó ekki að ásakanirnar séu pottþétt sannar!
En hinn bóginn, hefur vörn Trumps gagnvart krónprins SA - vakið athygli.
Hann hefur að manni virst, lagt höfuðáherslu á að tryggja áfram halda valda MbS.
--Svo ákafur hefur hann virst þar um, að manni hefur komið til hugar, að einhver persónulegur samningur sé í gangi milli hans og krónprinsins - sem gæti orðið ógildur ef MbS hrökklaðist frá.

House Dems reveal new info on a shady White House plan to sell nuclear tech to Saudi Arabia

House investigates 'White House plan' to share nuclear technology with Saudis

Trump officials accused of promoting nuclear power sales to Saudis

 

Skv. ásökunum - var Flynn, potturinn og pannan í þessu máli

Flynn var í skamma hríð, Þjóðaröryggisráðgjafi - en var það einungis í ca. 100 daga rámar mig - fyrsti embættismaðurinn í ríkisstjórn Trumps til að hrökkast frá.

Ég get trúað þessu af þrem ástæðum!

  1. Fyrir kosningar 2016, gagnrýndi Donald Trump -- ríkisstjórn Obama harðlega fyrir það sem Donald Trump - sagði ónógan stuðning ríkisstjórnar Bandaríkjanna í tíð Obama við hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.
  2. Mjög fljótt eftir að Donald Trump náði kjöri - var mjög skýrt, að Donald Trump og krónprins SA - voru miklir mátar -- það hefur verið einn af rauðu þráðunum í utanríkisstefnu Trumps -- stuðningur við krónprins SA.
  3. Það hefur eiginlega vantað skýringu á þessu mikla vinfengi Donalds Trumps og krónprinsins -- eftir að krónprinsinn komst í vanda vegna stórs hneykslismáls, morðið á blaðamanninum Kashoggi; þá lísti Trump ítrekað yfir stuðningi við MbS.

--Donald Trump er viðskiptamógúll - þannig að ekki er undarlegt að maður velti fyrir sér þeirri spurningu, hvort verðmæt viðskipti tengist stuðningi Trumps - við MbS.

  • Donald Trump sjálfur hefur haldið - vopna-viðskiptum á lofti, en fullyrðingar Trumps um upphæðir þeirra viðskipta, hafa einfaldlega ekki staðist -- miðað við þá staðfestu samninga er liggja fyrir.
  • En kannski, skýrist mismunurinn í upphæðum - að Trump hafi verið búinn að gera samninga um sölu á öðru en vopnum; m.ö.o. kannski eru ofangreindar ásakanir sannar.

--Það er freystandi að skilja ákefð Trumps um stuðning við MbS þannig - að fjölskylduveldi Trump fjölskyldunnar, líklega hafi góðan skilding upp úr krafsinu - ef MbS er varinn áfram af Trump.

Nógu auðugur er krónprins SA - án nokkurs vafa persónulega miklu mun ríkari.

 

Niðurstaða

Það sem mér fyrst og fremst hryllir yfir - er tilhugsuninni um Saudi-Arabíu sem kjarnorkuveld. En um leið og SA - ræður yfir kjarnorkuverum, þá skapast möguleiki til að búa til - plúton sprengju. En plútóníum - er möguleg auka-afurð kjarnaklofnunar. Það fer eftir hönnun kjarnorkuvera, hversu mikið plútóníum verður til sem auka-afurð.
--Krónprins SA - hefur hótað Íran því að SA verði einnig kjanorkuveldi, ef Íran sprengir sína fyrstu kjarnorkusprengju.

Pakistan er kjarnorkuveldi, hver veit hvað hugsanlega var um samið og ekki er gefið upp.
Kannski plan B ef díll við ríkisstjórn Bandar. gengur ekki upp.

 

Kv.


Mótmæli í Frakklandi gegn hærra olíu- og bensínverði sýna hve erfitt er að ná hnattrænum markmiðum að takmörkun gróðurhúsaáhrifa

Það sem skapar óánægjuna í Frakklandi virðist vera - samhengi opinberra gjalda sem hækkuð hafa verið á olíu og bensín, og hækkana á olíu og bensín á alþjóðamörkuðum - sem koma ekki aðgerðum franskra stjórnvalda í nokkru við.
--Tilgangur franskra stjórnvalda með auknum álögum á olíu og bensín, tvíþættur; að hvetja fólk til að skipta yfir í rafbíla eða tvinnbíla, og nota féð sem fæst til að auka hvatningar styrki til einka-aðila og einstaklinga, til að taka upp "grænar" lausnir við orkuframleiðslu.
--Þetta er þá liður í aðgerðum ætlað að nálgast þau markmið um minnkun CO2 losunar sem Frakkland hefur undirgengist skv. Parísar-sáttmálanum að ná fram!

  1. Málið er að ef þau markmið eiga að nást, þarf að draga verulega úr losun á næstu árum -- ekki nk. 20 árum, heldur næstu árum.
  2. Síðan, þarf líklega að helminga eða meir losun á nk. 20.

Ég kem einfaldlega ekki auga á hvernig er unnt að ná þessum markmiðum, án þess að það bitni á pingju almennings -- en þægilegasta leiðin til að stuðla að því að fólk taki upp aukinn orkusparnað, skipti yfir í grænni valkosti.
--Er að gera orku sem veldur útblæstri -- dýrari en græna valkosti.

  1. Grínið í öllu þessu er, þegar almenningur er spurður beint - hvort hlínun lofthjúps er alvarlegt vandamál, er almenningur yfirleitt sammála.
  2. Einnig þegar almenningur er spurður hvort mikilvægt sé að berjast gegn hlýnun lofthjúpsins - er almenningur einnig yfirleitt sammála.
  • En þegar loksins kemur að sinni persónulegu pingju.
  • Þá bregst almenningur reiður við -- heimtar að pólitíkusar hætti við, viðhaldi því ástandi sem fólk er vant að búa við.

--En ég skil þessi reiðiviðbrögð meðal almennings með þeim einfalda hætti.
--Þetta kemur við persónulegar pingjur, burtséð frá því þó flestir þeirra sem mótmæla sennilega séu sammála því að hlýnun lofthjúps sé alvarlegt vandamál, gjarnan segi sjálfir að aðgerða í loftslagsmálum sé þörf -- eru þeir ekki til í að það kosti neitt viðkomandi persónulega - þær aðgerðir sem beinast að loftslagsmálum.

Svo einfalt er það, að mér er fyrirmunað að koma auga á nokkra leið til þess að orskuskipti fari velheppnað fram á nk. 30-40 árum, án þess að það komi harkalega niður á pyngjum.

  • Skilaboð almennings eru greinilega krystal skýr -- við viljum ekki borga!

Woman killed during French fuel tax protests

 

 

Niðurstaða

Þetta er það sem ég tek eftir, að í hvert sinn er á reynir - að persónuleg pingja er undir. Bregst almenningur reiður við, og hótar pólitíkusum öllu illu - nema þeir dragi í land.
Endanum kjósum við pólitíkusa sem við teljum að hegði sér eins og við viljum, a.m.k. þá sem lofa því sem okkur persónulega líst vel á! Hvort sem þeir standa við það eða ekki.
--Almenningur hefur að sjálfsögðu rétt til að mótmæla, þegar óánægja sprettur fram.

En þ.e. einmitt áhugavert fókusinn á þeim mótmælum, þ.e. gegn aðgerðum sem ætlað er að hjálpa Frakklandi að nálgast gróðurhúsamarkmið.

Málið er að mér er fyrirmunað að sjá hvernig gróðurhúsaáhrif geta náðst, nema að raunverulegur náttúrukostnaður þeirra samgöngukosta sem notaðir eru - komi fram í verði.
Það þíðir að sjálfsögðu, það að lífskjör verða lægri, þegar sá kostnaður raunverlega birtist.

Í ljósi þess, hve almenningur seinni ár er reiður - einfaldlega því að kjör hafa staðnað í stað þess að vaxa eins og fólk var orðið vant -- að í raun mundi þurfa lækka all hressilega kjör flestra á plánetunni, ef raunverulega ætti að ná markmiðum.

Þá einfaldlega á ég alls ekki von á að þeim verði yfir höfuð náð.
Fólk muni mæta öllum tilraunum - með mótmælum.
Eða með því að kjósa - á endanum pópúlista sem segja þeim þær lygar sem það vill heyra.

  • Á enda verðir hlýnun sennilega miklu meiri en 2°C.
    --Sem þíðir auðvitað stórfellda röskun, væntanlega einnig á fæðuframleiðslu.
    --Lykti þar með sennilega í þeirri alvarlegustu krísu er mannkyn hefur séð.
  • Þegar þangað verður komið, mun almenningur að sjálfsögðu vera rasandi yfir því að ekkert hafi verið gert - þó almenningur muni hafa staðið þver gagnvart aðgerðum árin á undan.

 

Kv.


Önnur kynslóð Nissan Leaf - mest selda rafbíls í heimi, býður upp á betra drægi og bætta aksturseiginleika

Nissan Leaf hefur ekki fengið eins mikla fjölmiðlaathygli eins og Tezla bílar -- en Elon Musk hefur sannað sig sem frábær sölumaður, og hefur reynst einkar snjall í því að halda Tezla fyrirtækinu í heimsfréttum. Hinn bóginn, er vandi Tezla að þær bifreiðar eru seldar í lúxusbílaklassa á sambærilegum verðum við stóran Range Rover eða stóran Mercedes Bens.
--Hinn bóginn, er mest seldi rafbíll í heimi, Nissan Leaf seldur á verðum miklu mun nær því sem fólk almennt hefur efni til --: Nissan.is.verðlistar.
--Eins og sést ef menn kíkja á verð, eru þau samkeppnisfær við verð fjölskyldubíla af sambærilegri stærð knúnir með sprengihreyfli.
--Það auðvitað skýrist af því, að ríkið enn sem komið er tekur engin gjöld.
--Það verður að sjálfsögðu ekki þannig alltaf, en líklegt er talið að eftir því sem meiri reynsla kemst á bætta rafhlöðutækni og framleiðsla vex frekar, þá batni smám saman stærðarhagkvæmni þeirrar framleiðslu - þannig að verðin á endanum verði í framtíðinni samkeppnisfær án slíkrar eftirgjafar af sköttum.

Nissan Leaf

Hvert er drægi?

Menn eiga að leiða hjá sér tölur frá Evrópu eins og hvern annan brandara - þ.e. hins evrópska staðals en skv. honum á ný og bætt rafhlaða 2018 Nissan Leaf að vera 235 mílur eða 380km.
--En þetta er þvættingur sem menn eiga að leiða hjá sér, þó svo að umboðið á Íslandi muni nota þær tölur.

Réttari tölur eru skv. alþjóðlegum staðli er heitir -- "WLTP" og sá gefur upp 168 mílur, eða 270km.
--Þetta virðist standast ef marka á prófanir óháðra aðila!

Vandamálið virðist vera að hið evrópska prófunarkerfi sé meira eða minna undir stjórn evrópskra bílaframleiðenda - er hafi leitt til þess að opinberar tölur frá ESB um drægi eða eyðslu bifreiða sé - fantasía frekar en veruleiki.
--Bílarnir séu prófaðir við aðstæður sem séu fullkomlega óraunhæfar, en innan ESB hefur lengi staðið til að innleiða bættan staðal -- sem mætt hafi andstöðu framleiðenda.

Nissan Leaf 2018 review

Nissan Leaf

"Our test drive suggested you should expect more like 160- to 170 miles from this car between charges, in mixed real-world use."

Sem er akkúrat í samræmi við "WLTP" staðalinn.

Enn langdrægari rafhlaða kvá þó vera í farvatninu - getur verið að sú verði í boði innan nk. tveggja ára, grunar mig að þá gagnvart hærra verði -- fyrir þá sem kjósa að borga meira fyrir bíl með stærri hlöðunni -- meðan að sú sem boðið verður upp á frá byrjun verði þá áfram í boði í ódýrari útgáfum.

  1. Þetta þíðir að maður er ekki enn að aka alla leið til Akureyrar í einu.
  2. Heldur þarf að stoppa í Hrútafyrði borða þar meðan bifreiðin hleður sig.

En samt þetta kvá vera nokkrir tugir kílómetrar til viðbótar - við það raunverulega drægi sem hefur fram að þessu verið í boði.

  • 270 km. raunverulegt drægi þíðir væntanlega að óþarfi er að hlaða sérhvern dag ef bifreiðin er notuð á höfuðborgarsvæðinu í daglegum rúntum.
  • Eða unnt er að aka þægilega rúnta um nærsveitir borgarinnar án þess að hafa áhyggjur.

Það verður áhugavert síðar að vita hversu gott drægi sú rafhlaða sem á eftir að koma fram síðar mun hafa.

Nissan Leaf rear

Ef marka má erlendar prófanir eru aksturseiginleikar betri og bifreiðin er hljóðlátari í akstri en áður!

Veg og vindhljóð kvá hafa minnkað - þannig að bifreiðin er hljóðlátari en áður á ferð úti á vegum. Bifreiðin er einnig aflmeiri en áður þannig að hröðun er bætt, er ætti að gera bílinn ákaflega lipran innanbæjar vegna afleiginleika rafmótora. Bættir aksturseiginleikar eru síðan rjóminn ofan-á.

  1. Eiginlega er helst spurningin sem eftir er hjá mér -- af hverju er ekki boðið upp á "Leaf station" - "Leaf Sedan" - einungis "Leaf Hatchback."
  2. En ef framleiðendum er alvara með að bjóða upp á rafbíla fyrir almenning, eiga þeir að bjóða upp á allar sambærilegar týpur og t.d. eru í boði af sambærilegum bifreiðum með sprengihreyfli.

 

Niðurstaða

Meðan aðdáendur Tezla reikna með því að Elon Musk taki allt yfir - þá hefur hið risastóra Renault/Nissan fyrirtæki framleitt miklu fleiri rafbíla af gerðunum "Zoe" og "Leaf." Þó svo að líkur séu á að rafbílar Tezla fyrirtækisins séu þekktari -- þá er rétt að benda á að risastórir framleiðendur sem vanir eru að framleiða bifreiðar í milljónum eintaka per ár, að slíkt þíðir að þeir framleiðendur eru væntanlega síður líklegir að lenda í þeim vanda sem Tezla fyrirtækið nú hefur lent í er það er nú að markaðssetja bifreið á lægri verðum en það hefur áður boðið upp á.
--Mér skilst að biðlistar séu allt að 2-ár nú.

En á meðan, munu þeir sem kaupa Leaf geta fengið sinn afhentan með miklu mun skemmri fyrirvara. Og án vafa verða mun fleiri Leaf framleiddir, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar eiganda Tezla.

Og á endanum þegar menn velta fyrir sér rafvæðingu verður það geta framleiðenda að bjóða upp á bifreiðar á mannsæmandi verðum og í nægu magni - er mun mestu skipta um rafvæðingu framtíðarinnar.

 

Kv.


Ætti Ísland að prófa Tezla trukka?

Loforðin sem Musk gaf voru þau að hámarksdrægi væri liðlega 800km. fyrir langdrægari útgáfuna en - fullyrðing Musks sem sennilega hefur vakið einna mesta athygli, er væntanlega að unnt sé að hlaða rafhlöðupakkann á einungs 30 mínútum, fyrir 640km. drægi.
--Sem væntanlega mundi ekki vera of langt fyrir dæmigert stopp til að fá sér matarbita fyrir bílstjóra.

Skv. umfjöllun Bloomberg: Elon Musk touted ranges and charging times that don’t compute with the current physics and economics of batteries

Gengur þetta lengra en mögulegt er miðað við núverandi þekkta rafhlöðutækni annars vegar og hins vegar þarf mun öflugari hleðslutæki en nú séu í notkun, ca. 10-falt hraðvirkari.
Hinn bóginn, fullyrðir umfjöllun Bloomberg ekki að Musk fari með staðlausa stafi, þeir benda einfaldlega á að til þess að þetta gangi upp - þurfi Musk að hafa eitthvað uppi í erminni sem hann hafi ekki enn gefið upp.

Ef Tezla hafi náð árangri í þróun rafhlaða umfram þær hlöður sem séu til sölu í dag, hafandi í huga að framleiðsla hefst 2019 og sennilega fá flestir kaupendur sem panta bíl í dag ekki farartækið fyrr en ca. 2020 - að innan þess tíma sé alveg hugsanlegt að Musk geti efnt þau loforð.

--Auk þessa fullyrðir Musk að trukkurinn hafi sambærilega burðgargetu og dísiltrukkar.
--Þó bent hafi verið á að til að ná 800km. drægi, þurfi rafhlaðan líklega að vega nokkur tonn - m.ö.o. vera þyngri töluvert en vegur þyngd stórrar dísilvélar og eldsneytistanks fullur af dísil.

Hinn bóginn, segir aðili sem hefir tekið þátt í þróun Tezla trukksins, að tölur Musks standist: Tesla Semi test program partner says that performance specs are for real.

Það getur vel verið að tilraunaeintök í prufu hafi tilraunaútgáfur af rafhlöðupökkum, sem innihalda að einhverju leiti - bætta tækni samanborið við rafhlöðupakka áður í boði.

Elon Musk og Tezla Semi

https://www.dailybreeze.com/wp-content/uploads/2017/11/1117_nws_tdb-l-tesla-semi-1117186.jpg?w=620

En ef maður gefur sér að fullyrðingar Musks standist!

Þá virðist alveg full ástæða til þess að íslenskur aðili geri tilraunir með Tezla trukk - en skv. fréttum hafa nú nokkur stór fyrirtæki ákveðið að kaupa í tilraunaskyni fjölda sem nálgast 300stk. -- sem er auðvitað dropi í hafið miðað við framleiðslu per ár í Bandar. sem kvá vera yfir 200þ. trukkar per ár.

Can the Tesla Semi perform?

En það virðist tilgangur fyrirtækjanna - að kaupa lítinn fjölda í tilraunaskyni.

  1. En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með rafvæðingu íslenska bifreiðaflotans.
  2. Þá augljóslega blasir það við að full ástæða er til að hefja tilraunir sem fyrsta með rafmagnsdrifna trukka.

En drægið, ef þær tölur standast, ekki síst þetta með 640km. drægi eftir 30 mínútur í hleðslu -- þá er a.m.k. drægi fullkomlega praktískt miðað við íslenskar aðstæður.

Skv. Tezla fyrirtækinu er trukkurinn ákaflega öflugur -- virðist verulega aflmeiri hvað tork varðar en gerist og gengur með dísiltrukka.

Það ætti auðvitað að veita honum mjög gott afl í brekkum -- sem og auðvitað gott afl við erfiðar aðstæður, t.d. þunga færð.

Ég held að enginn bílstjóri muni taka því illa -- að hafa meira afl.

--Trukkurinn á að vera 20 sek. í hundraðið fullhlaðinn, 36 tonn.
--Sem væntanlega þíðir, að fullhlaðinn fylgir hann fullkomlega umferðarhraða og tekur af stað í takt við hröðun venjulegra bílstjóra sem ekki eru að flíta sér, ætti að halda algerlega hraða upp flestar brekkur.

Þó það ætti eftir að koma í ljós, hve mikið mundi ganga á rafhlöðu ef aflið væri notað með þeim hætti.

 

Niðurstaða

Ekki er hægt að neita því að mikilvægur kostur rafvæðingar umferðar, væri sparnaður í eldsneytiskaupum. Um það munar þjóðfélagið örugglega töluvert - fyrir utan auðvitað minnkaða loftmengun.

Hvor tveggja markmiðin eru út af fyrir sig góð, burtséð frá alþjóðamarkmiðum tengd loftslagi.

En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með grænt Ísland 2040 - sannarlega þarf að drífa í því að keyra á rafvæðingu bílaflotans; trukka ekki síður.

 

Kv.


Reuters segir frá sölu mannslíkama látins fólks, eða sölu líkamsparta úr látnu fólki - spurning hvernig þessu er háttað á Íslandi?

Fréttamenn Reuters unnu rannsókn á viðskiptum sem tiltölulega fáir vita um. En það eru einkafyrirtæki sem stunda viðskipti með líkama látins fólks, auk þess að eiga í viðskiptum með parta úr látnu fólki.
--Margt virðist að þeim viðskiptum ef marka má rannsókn Reuters.
--Viðskiptasiðferðið oft á afar lágu plani.

In the U.S. market for human bodies, almost anyone can dissect and sell the dead

How the body of an Arizona great-grandmother ended up as part of a U.S. Army blast test

 

Meginvandinn virðist sá að það gilda engin lög um þessa starfsemi innan Bandaríkanna, þannig að menn geta gert það sem þeim sýnist

--Ég þekki ekki hvernig þessum málum er háttað á Íslandi.
--Þ.e. hvort til staðar eru einkafyrirtæki er sérhæfa sig í slíku.

Rétt að taka fram að ekki er verið að tala um -- lifandi vefi.
Heldur látna vefi -- þannig að þá fellur dæmið ekki undir bann við sölu á lifandi vefjum eða lifandi líkamspörtum.

  1. Bandarísku fyrirtækin virðast mörg hver bjóða þjónustu sína í gegnum útfarastofur.
  2. Þá gjarnan bjóða að borga fyrir bálför og útfararkostnað - gegnt því að ástvinir hins látna fái ösku a.m.k. hluta líksins. Meðan að fyrirtækið nýtir bróðurpart þess í sínum viðskiptum.
  3. Í mörgum tilvikum virðist meðferð líkanna síðan - ábótavant. Sem og meðferð líkamspartanna sjálfra - ekki sjaldgæft að líkamspörtum sé eytt með hætti, sem væntanlega flestum þætti óásættanlegt.
  4. Ástvinir gjarnan fá að því er virðist - misvísandi upplýsingar um það, hvað mun gert við bróðurpartinn af líkinu.

Gjarnan segjast fyrirtækin að líkamspartar verði notaðir í vísindaskyni.
En það sé afar upp og ofan hvort svo raunverulega sé, og fyrirtækin veiti enga tryggingu þar um.

 

Rétt að taka fram, að líkamspartar eru mjög nauðsynlegir í læknanámi - gjarnan einnig fyrir læknarannsóknir

Meðferðir við hættulegum sjúkdómum hafa uppgötvast - síðan séu líkamspartar nauðsynlegir til þjálfunar skurðlækna - og gjarnan einnig til þróun tækja sem notuð séu í lækningaskyni.

  • Reuters segir frá áhugaverðri rannsókn bandaríska hersins.
    --Sem sennilegt virðist að hafi bjargað mannslífum.

En rannsakað var hvernig sprengjugildrur fara með lík. Þær upplýsingar notaðar við þróun, betri varnarbúnaðar gegn sprengjugildrum - fyrir farartæki á vegum hersins.
Auki við þróun sérstakrar dúkku, til sem síðan stóð til að nota þaðan í frá við slíkar rannsóknir.
--En Reuters sagði einnig frá tilviki, þ.s. einstaklingur hafði óskað eftir því sérstaklega, að lík ástvins væri ekki notað við rannsóknir á vegum hersins.

En fyrirtækið sem seldi hernum líkin til notkunar, stóð sig ekki.
Líklega um það fyritækinu að kenna - ekki "per se" hernum.

Líklega gætu helstu háskólar heims sem kenna læknum ekki fúnkerað, án aðgengi að líkamspörtum látinna.

 

Það sem ég er forvitinn um ef einhver veit hvernig aðgengi að líkum til rannsókna er háttað á Íslandi - getur verið að verslað sé við útlönd!

Að keypt sé að utan, hljómar sem tiltölulega þægileg lausn - ef út í þ.e. farið. Þar sem slík viðskipti ef færu fram á Íslandi - gæti mjög hratt orðið afar viðkvæm.

--En getur það hugsast að einhvers konar sambærileg viðskipti fari fram á Íslandi þeim er tíðkast í Bandaríkjunum?

 

Niðurstaða

Ég skal viðurkenna að ég hef aldrei hugsað um þetta mál. Hvernig spítalar - læknar og aðrir sem hafa með að gera að rannsaka líkamsparta látinna eða þurfa að nýta líkamsparta látinna t.d. í kennsluskyni eða til rannsókna þ.s. líkamspartar látinna koma við sögu -- fara að því akkúrat að útvega sé þá parta, eða þau lík.

Mér þætti forvitnilegt að vita hvort einhver þekkir hvernig þeim málum er háttað á Íslandi.

En eins og bandaríska dæmið sýnir - þá býður það mörgum hættum heim, ef engin lög gilda um slíka starfsemi -- þar með ekkert eftirlit af hálfu opinberra aðila.

Ég þekki ekki heldur hvaða lög gilda á Íslandi um meðferð líka látinna, eða meðferð líkamsparta látinna - sem notaðir séu í vísindalegum tilgangi af einhverju tagi.
--Ef einhver þekkir þau mál má sá eða sú gjarnan setja inn athugasemd!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband