Kalt stríð Bandaríkjanna gagnvart Kína gæti skaðað baráttu gagnvart hnattrænni hlýnun

Í dag eru víðtæk mótmæli gagnvart manngerðri hnattrænni hlýnun víða í Vestrænum löndum, þar sem mótmælendur krefjast harðari aðgerða. Vonandi fór það ekki framhjá Íslendingum, að mótmæli ungra Íslendinga fóru fram á föstudag - samtímis og sambærileg mótmæli ungmenna fóru fram víða um Vestræn lönd.

Hinn bóginn er alvarleg ógn að rísa er getur hugsanlega stórskaðað þá baráttu.
Ég er að vísa til vaxandi erja Kína og Bandaríkjanna!
--En ég er ekki í nokkrum vafa, ef kalt stríð skellur á!
--Þá stórskaðar það kalda stríð, aðgerðir gegn manngerðri hnattrænni hlýnun!

  1. Málið er að Donald Trump hefur mikið til tekist ætlunarverk sitt.
  2. Að snúa umræðunni í Bandaríkjunum gegn Kína.
  3. Þannig að þó að Demókrati mundi verða hugsanlega kosinn 2020, þá mundi það líklega ekki stöðva þá þróun til vaxandi spennu -- sem samskipti Bandaríkjanna og Kína eru stödd í.
  4. Donald Trump og hægri Repúblikönum, virðist hafa tekist að snúa umræðunni í Bandaríkjunum -- að andstaða við Kína sé að komast í forgrunn.
  5. Það hjálpar ekki, að Xi Jinping -- stendur nú í gríðarlega viðtækum aðgerðum gegn Úhígúr þjóðinni í Xynkiang, þ.s. yfir milljón úhígúr karlmönnum - virðist haldið í því sem kallaðar eru, endur-menntunar-búðir.
    --Undir Mao formanni, var það hefðbundið nafn fyrir þrælkunarbúðir.
    --Menn stundum sluppu þaðan lyfandi.
  6. Þessi stefna Xi, ásamt aukinni hörku í stefnu hans í innanlandsmálum, ýfir upp Demókrata -- sem styðja lýðræðishreyfingar og mannréttindabaráttu víða um heim.
    --Þannig að samhljómur hefur verið að myndast milli hægri-Repúblikana, og vinstri-Demókrata, að mörgu leiti er kemur að gagnrýni á Kína.
  7. Aðgerðir Xi gegn Úhígúr þjóðinni eru auðvitað forkastanleg mannréttindabrot á skala sem ekki hefur sést -- síðan Stalín var við völd í Sovétríkjunum.
    --Þær aðgerðir Xi, eiga því skilið alla fordæmingu.
    --En þær virðast beinast að - heilaþvotti.
    --Beinlínis tilraun til að útrýma menningu Úhígúr þjóðarinnar.
    --Bækur á máli Úhígúra virðast nú ófáanlegar, verið fjarlægðar - allir höfundar á tungu Úhígúra sem ekki hafa flúið, virðast í þessum búðum.
    --Stefnan virðist hreinlega sú, að gera Úhígúra eins menningarlega séð - og meirihluta Kínverja, en á sama tíma virðast börnin hafa verið sett í búðir.
    --Þ.s. í þau er dælt því sem stjórnarflokkur Kína telur hæfa sínum hagsmunum.
  • Þessar hrottalegu aðgerðir Xi - leiða til þess að fjöldi Bandaríkjamanna, sem eru andstæðingar Trumps í stjórnmálum.
  • Geta mætt honum í andstöðu við Kína.

Endurtek aðgerðir Xi - eiga alla fordæmingu skilið!
Það sem ég bendi á er - hvernig þessar tvær andstöður nú virka saman!
--Þ.e. þeirra sem telja Kína beita Bandar. viðskiptalegu ranglæti - og þeirra sem fókusa frekar á mannréttindamál.

  1. Það séu þar af leiðandi líkur á að gróf samstaða innan Bandaríkjanna gegn Kína sé að myndast.
  2. Þannig, að þó Demókrati næði kjöri - mundi það jafnvel líklega ekki, stöðva þá þróun yfir í kalt stríð - sem Donald Trump virðist hafa hrundið af stað!

 

Hvernig getur þetta skaðað baráttu gegn hnattrænni hlýnun?

Það ætti vera augljóst, þar sem þá stefnir væntanlega í að náin samskipti Bandaríkjanna og Kína taki enda -- við taki vaxandi tortryggni og barátta um heims-yfirráð.
Þar sem báðir aðilar leitast við að byggja upp bandalög gegn hinum.
Og því fylgdi að sjálfsögðu, vígbúnaðarkapphlaup.

  1. Þetta þíddi auðvitað, höfum í huga að Kína - ESB - Bandaríkin eru gróft séð svipað stór hagkerfi, að baráttan gegn hnattrænni hlýnun yrði stórsköðuð.
  2. En ef tvö af risahagkerfunum þrem - fókusa vaxandi mæli á undirbúning fyrir átök, keppni um yfirráð og áhrif.
    --Þá að sjálfsögðu færi samvinna við þau um baráttu gegn hnattrænni hlýnun að verulegu leiti suður.
  3. Höfum í huga, að Kína er í dag stærst í útblæstri CO2 - Bandaríkin næst stærst, það þarf því vart að - ítreka, hve alvarlegar afleiðingar kalt stríð þeirra á milli, hefði fyrir baráttuna gagnvart hnattrænni hlýnun.
  • Markmið um losun heimsins -- geta augljóslega ekki náðst.
  • Spurningin yrði -- hversu langt suður frá þeim markmiðum við færum.

Þeirri spurningu get ég ekki svarað!
Ég hugsaði þetta er ég heyrði í fundi ungmenna í Reykjavík.
Þar sem þau björt, kröfðust aðgerða núna!

Hvernig hefðu þeirra vonir og hjörtu brostið -- ef þau hefðu vitað að sennilega fer svo að hnattræn markmið -- nást ekki?
En, ef stærstu 2 hagkerfin í losun, fara í Kalt-stríð.
Geta þau markmið ekki náðst, burtséð frá hve mikið þriðju aðilar gera t.d. Evrópa.

  • Það þíðir ekki að Evrópa eigi að hætta orkuskiptum!
  • Það sé samt betra að hafa ívið minna en meira CO2.

Heimurinn fer þá eitthvað munna suður frá CO2 markmiðum, hlýnun verður ívið minni.
En ef Evrópa einnig missti móðinn!

 

Afleiðingar þessa kalda-stríðs gætu reynst hrikalegar!

Síðasta Kalda-stríð leiddi til manntjón upp á milljóna tugi heiminn vítt -- vegna gríðarlegs fjölda proxy stríða heiminn vítt er stóðu yfir um áratugi, orsökuðu ótrúlegan mannfelli.

  • Víxlverkan annars kalds-stríðs við hnattræna hlýnun, gæti haft enn verri afleiðingar.
  1. Loftslags-markmið þá án nokkurs vafa fara suður, þannig röskun vegna gróðurhúsaáhrifa verður meiri - jafnvel mun meiri.
  2. Það eitt og séð, getur valdið mannfelli - þ.s. breytingar á loftslagi, geta truflað framleiðslu á fæðu í fjölda landa.
  3. Þá getum við séð, flóttamannabylgjur umfram það sem nokkru sinni hefur sést.
  4. Versnandi gróðurhúsa-áhrif - án áhrifa kalds-stríðs - rökrétt auka samkeppni um auðlyndir, sérstaklega um vatnsforðabú og akuryekjuland.
  5. Kalda-stríðið hefur síðan eigin áhrif, þ.s. risaveldin líklega eins og í fyrra Kalda-stríði, færu að keppa um hylli stjórnvalda í margvíslegum löndum þ.s. mikilvægar auðlyndir eru til staðar.
    --Líklega hikuðu bæði tvö ekki í því að efla skærustríð gegn stjórnvöldum er fylgdu hinu að málum.
  6. Þá koma flóttabylgjur vegna stríðs-átaka ofan á flóttabylgjur vegna hlýnunar.
  7. Og auðlynda-samkeppni risaveldanna -- bætist ofan á auðlynda-samkeppni sem versnandi hlýnun veldur.

Samlegðar-áhrif slíks kalds stríðs við versnandi röskun af völdum vaxandi gróðurhúsa-áhrifa, gæti auðveldlega skapað krísu á hnattrænum skala -- langt, langt, langt umfram þ.s. mannkyn nokkru sinni hefur áður séð!
--Ég er að tala um krísu er gæti ógnað sjálfri tilvist flókinna mannlegra samfélaga!

  • Höfum í huga kjarnavopn eru enn til í nægu magni til að eyða nær öllu lífi.
  • Svo alvarleg gætu samlegðaráhrifin ofangreind orðið -- að krísuástand ríkti formlega í stórum hluta heims, neyðar-stjórnun ríkti.

--Hætta á pópúlisma, harðri þjóðernishyggju - yrði mjög stórfelld.

  1. Þá gæti hætta á kjarnorkustríði orðið meiri en nokkru sinni síðan á erfiðustu spennutímabilum Kalda-stríðsins.
  2. Það bættist síðan ofan á aðrar hættur, þær krísur þegar í gangi.

 

Niðurstaða

Heimurinn sem virtist svo bjartur - heimur vona - milli 1993-2008, gæti orðið afar dökkur.
Ég hugsa til ungmennanna er í Reykjavík sl. föstudag, sögðust eiga rétt á jafn góðu lífi og þeirra foreldrar -- shit!
Því miður virðist mér ekki að fullorðna fólkið sé að veita þeim góðan arf.
Eins og mál vaxandi mæli líta, getur stefnt í að heimurinn taki afar dökka beygju.
Hreinilega, heimurinn gæti/getur orðið afar hræðilegur.

Ég vildi óska þess að svo væri ekki. En dökk ský virðast mér hrannast upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þyrfti framkv.st. SAMEINUÐUÞJÓÐANA ekki að hafa meiri völd í sínu embætti og kastljósið að beinast meira að honum þegar að það kemur að því að skera úr um deilumál á alþjóða-vettvangi?

Jón Þórhallsson, 21.9.2019 kl. 14:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Þórhallsson, risaveldin mundu aldrei gefa eftir sitt neitunarvald innan SÞ.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2019 kl. 15:01

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er neitunrvaldið ekki ákveðinn galli á stjórnskipun SAMEINUÐUÞJÓÐANA ?

ímyndum okkur ef að allir flokkarnir á Alþingi hefðu neitunarvald

=að þá myndu væntanlega engin mál vera samþykkt á þeim vettvangi.

----------------------------------------------------------------------------------

Spurningin er hvort að það þyrfi ekki að koma á öðruvísi fyrirkomulegi þar en nú er þannig að allar þjóðirnar hjá SAMEINUÐUÞJÓÐUNUM hefðu atkvæðisrétt /1 atkvæði en þjóðirnar í öryggisráðinu mættu hafa þrefalt vægi á við aðrar þjóðir.

Neiturnarvaldið yrði fellt úr gildi.

Jón Þórhallsson, 22.9.2019 kl. 09:49

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hvað helv. ertu svartsýnn í dag.

Heimurinn hefur aldrei verið betri en núna,þökk sé hlýrra veðurfari.

Kornuppskera ,sem er grundvallarjurt fyrir mannkynið, hefur aldrei verið meiri og fer vaxandi

Þetta er hægt að þakka hýnandi veðurfari og auknu koldíoxíði í andrúmsloftinu.

Frá því 1960 hefur uppskera mikilvægustu korntegundanna fjórfaldast. Mest var aukningin 2017.

Kornræktarsvæðin hafa stækkað verulega og uppskera á hektara aukist.

Það vill svo skemmtilega til að korntegundirnar eru sérstaklega næmar fyrir auknu koldíoxíði sem gerfur meiri vöxt og gerir þeim kleift að vaxa við þurrara veðurfar en ella.

Meðan það er svona hlýtt er engin hætta á kornskorti og þar með fæðuskorti.

Í dag væri hægt að rækta milljónum tonna meira af korni,ef það væri einhver til að kaupa það.

Nánast allar vestrænar þjóðir hafa einhverskonar hömlur á landbúnaðarafurðir til að koma í veg fyrir verðfall. Sama gildir um innflutningshöft.

.

Vandræðin byrja hinsvegar þeger kólnar aftur. Þá er nokkuð öruggt að það verður matarskortur.

Reynslan hefur sýnt að það getur gerst mjög snöggt,á nokkrum áratugum.

Borgþór Jónsson, 22.9.2019 kl. 10:39

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Þórhallsson, valdamestu þjóðirnar hafa neitunar-vald, afar ósennilegt þær gæfu það upp -- margvíslegar aðrar þjóðir sem ekki hafa slíkt vald, eru ekki nægilega öflugar til að geta þvingað valdamestu þjóðirnar til að gefa neitunarvaldið eftir. Kem því ekki auga á hvernig unnt ætti að vera að koma neitunarvaldinu fyrir kattarnef.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2019 kl. 17:41

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, en þegar hitunin heldur áfram - kornið hættir að þrífast eins vel á núverandi svæðum? Og svipað gildir víða annars staðar, að tegundir fólk er vant að nýta -- hættir að þrífast eins vel og áður. Og vandinn er hnattrænn? 
Einungis spurning um tíma með áframhaldandi stöðugri hlínun.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2019 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 847082

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband