Spurning hvort það var í reynd -drónaárás- sl. sunndag á Saudi-Arabíu?

Árásin á Abqaiq hreinsistöðina er fyrir árás sá um ca. helming allrar olíu frá Saudi-Arabíu, eða 5% heimframleiðslunnar -- hefur verið mikið umrædd dagana á eftir.

Mynd sýnir tjón!

Image result for attack saudi arabia damage

Augljós nákvæmni árásanna hefur vakið mikla athygli!

Image result for attack saudi arabia damage

 

 

Sjá kort!

Image result for attacks on Abqaiq map

Skoðið nærmyndina af tönkunum -- allir tjónaðir frá sömu átt!

Tankarnir eru 11 -- það er síðan tjón á fleiri stöðum.

  1. Ef dróna-árás, er nákvæmnin -phenomenal- og muna flugleið nokkur hundruð km.
  2. Síðan virðist enginn radar hafa séð til meintra dróna.

Þetta hefur leitt til þess að ég velti því fyrir mér hvort árásin hafi frekar verið -- skemmdarverk framkvæmt af fólki er smyglaði sér inn?

Við höfum einungis orð Hútha og Írana fyrir því að drónar hafi verið notaðir.
Augljós punktur, það gæti verið lýgi.

Ef þetta væru drónar þyrftu þeir vera fleiri en 10 - sem þeir eru sagðir hafa verið.
Hinn bóginn, ef þetta var hópur skemmdar-verkamanna, þá auðvitað afsakast það - að engin radsjá sá nokkurn drón.

Á pínu erfitt með að trúa -- Húthar ráði yfir -stealth-drones.-

  1. Bendi á, landið var mjög fátækt fyrir.
  2. Stríðið hefur síðan orsakað gríðarlega eyðileggingu.
  3. Erfitt að sjá, hvernig land þannig statt -- kemur sér upp flóknum iðnaði. Ekki síst þegar engin þekking er fyrir. Og engvir peningar.
  • Tæknilega geta Íranar hafa smyglað drónum, en það færir spurninguna einungis til -- sannarlega eiga Íranar dróna, en erfitt að trúa þeir ráði yfir háþróaðri -stealth- tækni.

Það eiginlega færir mig að þeim punkti!
Að álykta sagan um dróna árás sé líklega - lýgi.

  1. Lygasagan hefur nokkuð skaðað ímynd Bandaríkjanna - menn spyrja sig, af hverju gat dýr vopnabúnaður Sauda ekki stoppað árásina, eða séð drónana?
    --Skaði á orðstír Bandar. sé bónus.
  2. Hún beini sjónum frá því að fókusa á veikleika í innra öryggi Saudi-Arabíu, sem Íran og bandamenn gætu hugsað sér að nota aftur.
  3. Og ekki síst, menn halda að Íran hafi öflugan vopnabúnað - ofmat sem geti gagnast Íran í því, að draga úr líkum á árás á Íran.

Hef náttúrulega engar beinar sannanir fyrir þessum vangaveltum.

 

Niðurstaða

Beini sjónum að því gamla máltæki að í átökum sé -- sannleikurinn alltaf fyrsta fórnarlambið. Menn m.ö.o. eiga alltaf að reikna með því, að frásagnir aðila -- séu a.m.k. að einhverju verulegu leiti, lygar. Þegar menn eiga í átökum. Því frásagnir verða eitt af þeim vopnum sem beitt er, sé beitt til að rugla andstæðing. Skapa sér sterkari stöðu, með því að villa fyrir andstæðingi.

Þess vegna eiga menn alltaf þegar átök eru í gangi - að íhuga hverju sé hugsanlega logið, þegar menn segja frá rás atburða er átök eiga sér stað. Því aðili að átökum, sé stöðugt rökrétt að leitast við að hagræða frásögnum sér í vil. Nota þær til að rugla fyrir andstæðing, styrkja sína stöðu gagnvart honum.

Allir aðilar að átökum stunda slíkt líklega að einhverju verulegu leiti.
Sem þíðir ákaflega erfitt getur verið að vita hvað raunverulega gerðist í einstökum tilvikum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Einar

Þakka marga leitina að skynsamlegri niðurstöðu. Ef Trump fer að beita Íran enn meiri hörku og hugsanlegri flugskeytaárás er þá ekki komin endurtekning frá Írakstríðinu. Stríð í stað þess að leita sátta. Rússar gætu orðið helstu bandamenn Sáda og selt þeim varnir. Evrópulönd hafa getað leyst mál með Íran. Gibraltar brölt Breta skilaði engu. 

Sigurður Antonsson, 18.9.2019 kl. 13:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður Antonsson, persónulega engum vafa Rússar mundu hjálpa Íran eins mikið og þeir gætu, án þess að starta stríði sjálfir við Kana. Hinn bóginn, hef ég á tilfinningunni í dag - Trump raunverulega meini þetta með að vilja ekki stríð, rétt að benda á hann hefur ekki - fyrirskipað árás á Íran í refsingarskyni, mig grunar hann muni ekki gera slíkt. Málið er að Írans-stríð væri miklu stærra stríð en Íraksstríðið - en Íranar líklega fá marga vopnaða hópa Shíta frá Írak með sér ef til slíks kæmi, þannig líklega næði það einnig samtímis til Íraks - að auki vegna þess íranskar hersveitir eru í Sýrlandi og þar eru einnig Hesbollah liðar fyrir utan þeir einnig eru í Lýbanon - og Hezbollah mundi styðja Íran. Væri líkur verulegar að stríðið næði að auki til Sýrlands og Lýbanon -- m.ö.o. miklu mun stærra stríð. Þetta hafa alltaf verið mín persónulegu rök af hverju Bandar. mundu ekki hefja slíkt stríð, því það væri það útbreitt - til þess þyrfti svo mikinn liðsstyrk - svo margir íbúar á svæðinu væru þeim óvinveittir -- Íranar og bandamenn mundu örugglega gera þetta að stærstum hluta, skæru-stríði á afar stórum skala. Eiginlega grunar mig að betra væri að bera þetta við Afganistan -- tala um Afganistan í 3ja eða 4ja veldi. Ég held m.ö.o. Kanar gætu aldrei unnið slíkan hildarleik, þeir mundu aldrei endast mjög lengi í stöðugum átökum á slíkum skala, fyrir rest missa áhugann og fara heim - án sigurs. Sem væri flestu því sem skipti máli, ósigur. Mig grunar að Trump sé að einhverju leiti farinn að skilja þetta, að stríð sé ákaflega slæm hugmynd. Og eins og ég sagði, ég trúi nú að hann meini þetta að vilja ekki stríð. Ég sé ekki það sem sennilegt að Rússar gætu komið inn í samning Bandar. og Sauda -- vandinn þar um liggur í því, samningur Bandar. og Sauda er ekki bara um varnig, heldur einnig um gríðarlegar upphæðir í peningum -- miklu stærri upphæðir en hagkerfi Rússlands ætti möguleika á að standa undir. Eina landið sem kæmi til greina, væri Kína -- þ.e. eina hagkerfið með þá stærð, að hafa hreinilega efni á því að taka yfir samning Sauda við Bandaríkin. Stóra málið í samningi Sauda við Bandar. -- eru þessir peningar, vopnin eru hliðar-grein þó þau skipti máli. Við skulum sjá til hvað Donald Trump gerir -- en kannski tekur hann sig til og býður Íran til samninga. Mig grunar að það séu vaxandi líkur á slíkri útkomu, þó hún sé enn óviss. Stríð getur auðvitað skollið á, ef einhver gerir mistök eða tekur heimskulega ákvörðun -- t.d. gæti krónprins Sauda komið því af stað, ef hann framkvæmdi nægilega stórt heimskupar - án þess að tala við Bandaríkin fyrst og veita þeim tækifæri til að ráðleggja honum frá því að hrinda heimskuparinu í framkv. Mig grunar nefnilega að nú sé Trump að halda aftur af þeim manni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.9.2019 kl. 18:58

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að það sé í sjálfu sér ekkert vafamál að árasin átti sér stað,allavega hafa Bandaríkjamenn ásakað Írani um að hafa staðið að árásinni. Sennilega með réttu.

Hernaðarsérfræðingur minn segir að ástæðan fyrir viðbragðsleysi Sauda geti stafað af ýmsu.

Í fyrsta lagi á Patriot eldflaugavarnarkerfið í vandræðum með skotmörk sem eru í minna en 50 metra hæð yfir landinu.

Í annan stað þá stjórna Saudar ekki kerfinu,heldur er því stjórnað frá Bandarískri herstöð í Þýskalandi. Þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér nokkra seinkun ,sem getur orðið afdrifarík þegar skotið er af svona stuttu færi.

Það er athyglisvert hversu Bandaríkjamenn halda fast um taumana á þeim stríðstólum sem þeir selja. Til dæmis geta Bretar ekki beitt kjarnorkuvopnum nema með samþykki Bandaríkjanna.

Í þriðja lagi kostar hvert skot af Patriot þrjár milljónir dollara svo að það er ekki ólíklegt að menn hiki við að skjóta niður ódýrann drón með slíku tæki. Það er hugsanlegt að þeir hafi einfaldlega ekki gert sér grein fyrir eyðingarmætti þessara dróna,enda Bandarísk ratsjárkerfi frekar ófullkomin.

.

Ég vil svo bæta við fjórða möguleikanum frá eigin brjósti ,en hann er sá að Bandaríkjamenn hafi hreinlega hleyft þessu flaugum eða drónum í gegn til að koma á ófriði milli Iran og Saudi Arabiu.

Bandaríkjamenn eru í þeirri stöðu að þeir geta ekki gert árás á Iran. Fórnarkostnaðurinn yrði alltof mikill.

Annað eins hefur nú verið gert á þeim bænum.

Hagnaður Bandaríkjamanna felst í tvennu.

Í fyrsta lagi lenti Iran í bullandi vandræðum án þes að Bandaríkjamenn þyrftu að kostaneinu til.

Í annan stað hækkar þetta olíuverð sem er algerlega nauðsynlegt fyrir "fracking# olíuvinnsluna sem hangir algerlega á horriminni með núverandi olíuverði.

Ofan á allt þetta mundi Bandarískii hergagnaiðnaðurinn hagnast ótæpilega, en stór hluti af utanríkispólitík Bandaríkjanna snýst um það.

Það er líklega nokkuð jafnt með Iran og Saudi Arabiu svo að slíkt stríð yrði með eindæmum ábatasamt

.

Svo eru hér glóðheitar fréttir af Magnitsky málinu,sem þú munt aldrei lesa um í snepunum sem þú sækir þínar upplýsingar í. Svona fréttir eru bannaðar þar.

Fyrir þremur dögum kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í málinu,en það er í fyrsta skifti sem það fer fyrir dóm.

Dómurinn tekur að flestu leyti undir mín sjónarmið,en dæmir þó sækendum málsins 34.000 Evrur í bætur vegna vanrækslu fangelsisyfirvalda,eða öllu heldur fyrir að bregðast of seint við þegar hætta stafaði að fanganum.

Dómurinn telur ekkert athugavert við málsmeðferðina og að handtakan hafi verið fyllilega réttmæt í ljósi málavaxta.

Magnitsky lögin sem voru sett fyri atbeina Obama og John MacCain eftir gríðarlegar mútugreiðslur frá Kodorkovsky eru því grundvölluð á lygaþvættingi.

Magnitsky var ekki saklaust fórnarlamb sem var að ákæra Rússneska lögreglumenn um spillingu.
Hann var endurskoðandi Bill Browder sem hafði svikið stórar upphæðir út úr Rússneska ríkinu gegnum skattaafslætti auk annarra afbrota.

Hann hafði síðan undirbúið eigin flótta eftir að snaran fór að herðast að honum.

Hann er nú dauður eins og allir þeir sem aðstoðuðu Bill Browder við að koma þýfinu út úr Rússlandi.

Endurskoðandinn,lögmaðurinn og bankastjórinn.

Bill Browder kann að hylja slóðina sína.

Borgþór Jónsson, 18.9.2019 kl. 20:43

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eina sem ég er öruggur um -- ásakanir frá Rússl. í því tiltekna máli séu lygar. Rússn. stjv. beita þessu trekk í trekk, að ljúga upp á aðila sem þeim er í nöp við -- þjófnaðar-ásökunum, Navalny eins og frægt er lenti í þessu. Þessi maður sé enn eitt fórnarlamb rússn. stjv. sem ljúga upp sökum án þess að blikka - gegn óþægilegum einstaklingum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2019 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband