Færsluflokkur: Umhverfismál

Elon Musk fær samning um að búa til risastóran rafhlöðupakka fyrir Ástralíu

Elon Musk hefur lofað Suður-Ástralíu svæðinu, að rafhlöðupakkinn verði tilbúinn á 100 dögum.
Ef það tekst verður það mjög góð auglýsing fyrir fyrirtæki Musk, og Musk sjálfan.
--Jafnvel svo að það sé ekki endilega víst að þessi tiltekna framkvæmd gangi upp efnahagslega fyrir Tezla fyrirtæki Musks.
--En manni virðist sennilegt að það auki kostnaðinn við verkið, að flýta því svo mikið - sem sennilegt virðist að verið sé að gera.

Tesla wins giant battery contract in Australia, has 100-day deadline

En það sem sennilega hangir á spýtunni, er að ef verkið gengur upp á tilsettum tíma.
Getur Tezla átt von á fleiri slíkum samningum frá Ástralíu og víðar að.
--Enda verkefnið vakið umtalsverða athygli.

https://www.awesomestories.com/images/user/f9a1001120.jpg

Þetta snýst um vandamálið að geyma mikið magn af orku með hagkvæmum hætti!

Málið er að Suður-Ástralíu hérað hefur búið við mikil vandræði í rafkerfi sínu sl. 3 ár, eftir að ákvörðun var tekin um að -- hefja lokun kolaraforkuvera.
--Fjölgun vindorkuvera hefur verið stefna í staðinn.

  1. Útkoman að sjálfsögðu var fyrirsjáanleg, þ.e. miklar spennusveiflur í kerfinu.
  2. Og svokölluð "blackouts" eða víðtækt rafmagnsleysi - við og við, einnig viðvarandi hætta.

"In September, South Australia's 1.7 million residents were left without power, some of them for up to two weeks, when the grid overloaded and collapsed."

Þetta er auðvitað vegna þess - að sólarorka og vindorka framleiðir ekki rafmagn með stöðugum hætti.
Heldur eru toppar og lægðir þar um - er fara efti veðri.
--Ekki sveiflum í eftirspurn innan rafkerfisins eftir rafmagni.
--Að auki geta toppar og lægðir - verið á röngum stöðum innan rafkerfisins.

  1. Engar ódýrar lausnir eru til á þessu.
  2. Þ.e. gríðarlega kostnaðarsamt fyrir atvinnulíf, er rafmagn er mjög óstöðugt - því þá þurfa flest fyrirtæki að kaupa sér, vara-aflstöðvar.
    --Auk þess að heimili þurfa á slíku að halda líklega einnig.

"The battery, designed to light up 30,000 homes if there is a blackout, will be built on a wind farm operated by France's Neoen - parts of which are still under construction."

Það þíðir að verkefni Tezla er ekki nema dropi í hagið - miðað við umfang vanda S-Ástralíu.
En það þíðir á sama tíma - ef útkoman er sú að mat manna er að verkefnið hafi gengið upp, og sé nánar tiltekið hagkvæm eða tiltölulega hagkvæm lausn.
--Þá getur Elon Musk átt von á því að selja margar slíkar rafhlöður til Suður-Astralíu á nk. árum.

  1. Vandamálið er að varðveita rafmagn þegar framleiðslutoppar eru í rafkerfinu.
  2. Svo það rafmagn geti síðan farið inn í kerfið, þegar framleiðslulægðir á rafmagni lenda á kerfinu.

--Lægðir og toppar eru fullkomlega óhjákvæmilegir ef rafkerfi á að vera mjög háð framleiðslu á rafmagni með vindi og sól.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að dæma neitt um það hvort að rafhlöðupakkarnir hans Elons Musk eru lausnin á þeim stóra vanda sem margir klóra sig í hausnum yfir -- vegna áherslunnar á framleiðslu rafmagns með vindi eða sól.

En ef hátt hlutfall er framleitt með vindi eða sól -- þá verður kerfið að innihalda einhvern skilvirkan "buffer" því annars verða spennusveiflur fullkomlega óviðráðanlegar.

  • Hátæknibúnaður þarf yfirleitt stöðugt rafmagn -- sjónvörp og töluvur geta eyðilagst, ef stórir spennutoppar skella yfir.

 

Kv.


Harkaleg viðbrögð Trump við neitun alríkisdómstóls á sunnudag, að víkja til hliðar lögbanns úrskurði alríkisdómara frá laugardag - á ferðabanns tilskipunar Trumps; vöktu óskipta athygli!

Eins og ég reikna með að flestir hafi heyrt - þá á laugardag samþykkti alríkisdómari í Seattla að - tímabundið lögbann á framkvæmd tilskipunar Trumps um ferðabann ríkisborgara 7-landa til Bandaríkjanna.
Síðan á Sunnudag, hafnaði alríkisdómstóll á lægra dómstigi kröfu frá ríkisstjórn Trumps, um að - ónýta tafarlaust bann Judge James Robart.
Alríkisdómstóllinn - óskaði eftir frekari gögnum frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, og mun aftur taka fyrir kröfu ríkisstjórnar Trumps - um að ónýta ákvörðun Judge James Robart frá laugardag á mánudag.


--En viðbrögð Trump er hann fékk ekki kröfu sinni um ónýtíngu ákvörðunar Judge James Robart - framgengt án tafar -- voru hreint mögnuð!

 

Það var þá sem Trump greinilega varð brjálaður

  1. “The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!”
    --Þessi ummæli þykja mjög móðgandi gagnvart stétt dómara almennt, og hefur þegar verið víða mótmælt um Bandaríkin - sem persónunýð að Judge James Robart.
  2. “Because the ban was lifted by a judge, many very bad and dangerous people may be pouring into our country. A terrible decision.”
    --Vandinn við þessi ummæli, er að -ferða Visa- frá þessum tilteknu löndum, er langt í frá - sjálfsagður hlutur - þ.e. ólíkt t.d. Íslendingi sem fær ferða Visa nánast sjálfkrafa, þá eru einstaklingar kannaðir áður en þeim er veitt slíkt heimild.
    --Það þíðir, að það tekur margar vikur -skilst mér- yfirleitt að fá ferða -Visa- til Bandaríkjanna, ef þú átt heima í Líbýu eða Sómalíu.
    ----> En reglur voru mjög hertar í kjölfar svokallaðs, 9/11 atburðar.
    **Trump hefur með engum hætti fram til þessa einu sinni gert tilraun til þess að sýna fram á, að það eftirlitskerfi - augljóslega virki ekki.
  3. Interesting that certain Middle-Eastern countries agree with the ban. They know if certain people are allowed in it's death & destruction!”
    --Ég hef ekki frétt af því, að land innan Mið-austurlanda, hafi tekið undir bann tilskipun Trumps -- má vera að stjórnvöld Ísraels hafi það gert, og hugsanlega stjórnvöld Egyptalands. Hugsanlega jafnvel, stjv. í Saudi Arabíu -- enda það land ekki á bannlista Trumps, af ástæðum sem Trump hefur ekki til þessa - nefnt.

Það kemur í ljós - hvernig fer með málið á mánudag!
En þá mun krafa Trumps - aftur vera tekin fyrir.

En varla hafa ummæli Trumps - kætt dómarana við þann 3-ja manna dómstól.
--En ef þeir hafna kröfu Trumps endanlega - getur Trump kært málið áfram, upp á næsta dómstig.

  1. Þeir sem telja sig til þekkja --> Telja ummæli Trumps, setja málið í allt annað samhengi.
  2. Þar sem það nú, að þeirra dómi - snúist um, sjálfstæði dómstóla gagnvart stjórnvöldum.
  • Skv. fréttum, þar sem að ferðabann Trumps - er óvirkt.
  • Þá hafa þessa stundina, borgarar landanna 7-sem eru á bannlista tilskipunar Trumps, nú rétt sinn til að ferðast til Bandaríkjanna - endurreistan þ.e. í því tilviki að viðkomandi hafa gilt ferða-visa.

--Óvíst er þó hvort að nokkur nái að nýta sér glufuna!

 

Niðurstaða

Viðbrögð Trumps eru einfaldlega fullkomlega forkastanleg - en í Bandaríkjunum gildir sú regla sem nefnd er "rule of law" þ.e. að lögin sjálf eru í fyrsta sæti, eða m.ö.o. að aðgerðir stjórnvalda þurfa að falla að lögum og stjórnarskrá, þar með - útgefnar tilskipanir.
Skv. 3-skiptingu þeirri sem stofnendur Bandaríkjanna skrifuðu inn í stjórnarskrá Bandaríkjanna - þá voru lögin vísvitandi gerð rétthærri - framkvæmdavaldinu, sem þíðir að dómarar hafa einmitt þann rétt, að fella úr gildi tilskipanir stjórnvalda, ef þær teljast brot á lögum eða stjórnarskrá Bandaríkjanna.

  1. Þannig séð, er æðsti dómstóll Bandaríkjanna - mikilvægasta stofnun landsins, þar sem sú stofnun -- má slá af lög sem eru stjórnarskrárbrot og er endanlegur úrskurðaraðili þess hvort að ákvörðun stjórnvalda er stjórnarskrárbrot eða ekki.
  2. Síðan kemur þingið, en einungis það hefur rétt til að setja lög - og stjórnvöld eru háð þeirri kvöð að þeirra ákvarðanir og tilskipanir verða að vera í samræmi við þau lög sem eru í gildi.
    --En eins og ég hef bent á, hefur þingið rétt til að setja forseta af - ef sá brýtur vísvitandi lög.
    --Það eitt sýnir fram á, að þingið er valdameira en embætti forseta, ef einhver hefur efasemdir þar um.
  3. Embætti forseta skv. því er í 3-sæti í goggunarröðinni, þ.e. 3-skiptingin skv. fyrirkomulagi stofnenda Bandaríkjanna --> Snýst um að, tékka af framkvæmdavaldið.
    --Þess vegna er þingið haft sjálfstætt frá framkvæmdavaldinu, og með rétt til að setja forsetann af.
    --Og síðan það falið dómstólum, að ákveða hvort stjórnarathafnir eru í samræmi við lög og stjórnarskrá - sem felur í sér rétt til að ógilda stjórnarathafnir sem teljast lögbrot eða stjórnarskrárbrot.

Með þetta í huga, þá er alríkisdómari í fullum rétti að víkja til hliðar - tilskipun Trumps.
Ef sá kemst að þeirri niðurstöðu að líkur séu á að hún sé stjórnarskrárbrot.
Að sama skapi, hafa stjórnvöld rétt til að vísa -- lögbanni til næsta dómstigs, og síðan alla leið upp í æðsta dómstól Bandaríkjanna - sem þá tekur endanlega ákvörðun.

Hið minnsta er málið allt orðið að stórfelldu drama!
Ég efa stórfellt að árásir Trumps á alríkisdómarann sem setti lögbann á tilskipun hans, komi til með að auka álit almennings á Trump.
Heldur sennilega þvert á móti - þ.s. þau ummæli virðast fela í sér skort á virðingu forsetans fyrir rétti dómarastéttar Bandaríkjanna, til þess einmitt - að hlutast til um stjórnarathafnir ef þær athafnir eru kærðar til þeirra!

 

Kv.


Sannarlega áhugaverðar rannsóknir á niðurdælingu CO2 til að binda það í stein

Að binda CO2 í stein, er varanleg varðveisluaðferð, vegna þess að þá er það þar með orðið hluti af jarðlögunum djúpt undir og öruggt í margar milljónir ára, jafnvel tugi milljóna ára!
Rannsóknir við Hellisheiðarvirkjun með aðstoð "Columbia University."

Iceland Carbon Dioxide Storage Project Locks Away Gas, and Fast

Eins og fram kemur í grein -- er koltvíoxíið leyst upp í vatni, m.ö.o. gert að gosvatni, síðan dælt niður í jarðlög sem innihalda - basalt.
Hugmyndin að koltvíoxíið bindist við basaltið, og myndi steintegund nefnd "calcite."

  • Á tveim árum áætlað að 95% af koltvíoxíðinu hafi bundist við basaltið, og myndað kalsít.
  1. Magnið sem þarf er þó áhugavert, en skv. tölum koma 40þ. tonn af koltvíoxíði frá Hellisheiðarvirkjun ár hvert - vegna þess að koltvíoxíð er í heita vatninu.
  2. Miðað við það að 25 tonn af vatni þurfi á móti hverju tonni af CO2.
    ---Þarf allt í allt, 1.000.000 tonn af vatni!
  3. Og það, sérhvert ár!
  • Sem betur fer ekki skortur á vatni á Íslandi!

----------Þetta þíðir þó að aðferðin er gríðarlega vatnsfrek!

Sem leiðir til þess að ekki er unnt að beita henni, nema þarf sem -- virkilega nóg er af vatni, og það þurfa auðvitað einnig að vera -- basalt jarðlög undir.

  • Það kvá vera unnt að nota -- sjó!

Þannig að - niðurdælingarstöðvar gætu í framtíðinni einna helst verið staðsettar við flæðarmálið, eða jafnvel - úti á borpöllum úti á.

  • Kannski er unnt að nota gömlu -- olíuborpallana, til þess -- ef mannkyn hættir að nota þá til að bora eftir olíu, eða til að vinna olíu.
  1. Mér dettur þó í hug, að þarna sé leið fyrir lönd, sem eiga nóg af gasi - t.d. Noreg, ef þau nota gasið til að búa til rafmagn, þ.e. brenna því stórum orkuverum.
  2. Þá væri praktístk að safna CO2 - saman, jafnhliða - og bora í næsta nágrenni við orkuverið, ef þ.e. staðsett nærri sjó.
  3. Í dag er unnt að bora - lárétt, þannig að ekki er vandamál þó basalt sé ekki beint undir, ef slík jarðlög eru nægilega nærri -- þannig að lárétt borun frá orkuverinu gæti þá nýst til að losna jarnharðan við CO2 sem myndast.
  4. Þannig gætu CO2 losandi gasorkuver - jafnvel kolaorkuver, þar með starfað án losunar CO2.

Eðlilega gengur þessi leið ekki fyrir lönd -- sem eru of langt frá sjó!
En vegna þess hve mörg lönd eiga strandlengjur -- er vel mögulegt að þessi bindingar-aðferð verði mikilvæg í framtíðinni.
--Lönd þurfi ekki endilega að hætta alfarið brennslu kolefnis-eldsneytis, ef við erum að tala um -- orkuver!

 

En hvað með bíla - er unnt að safna CO2 úr þeim?

  1. Það mætti hugsa sér að sérhver bíll væri búinn búnaði til að fjarlægja CO2 úr útblæstrinum.
  2. Síðan væri því safnað í tank undir þrýstingi.
  3. Og öðru hverju væri tappað af þeim tanki - á söfnunarstað.
  4. Síðan öðru hverju, væri CO2 uppsafnað þar -- flutt til niðurdælingarstöðvar.

Ég þekki ekki hver lágmarks umfang slíks búnaðar væri!
M.ö.o. hvort það væri praktískt.
Þó það sé bersýnilega - tæknilega mögulegt.

Þíðir að tæknilega geta bensín- eða dísibilbílar verið núllstilltir fyrir CO2 með slíkri aðferð.

Þannig að mannkyn þurfi ekki endilega að -- innleiða rafbíla í staðinn!

Söfnunarstaðir gætu verið á sömu bensínstöðinni, sem menn mæta á til að -- fylla.
---Þá sé einnig tappað af!

 

Niðurstaða

Sönnun þess að varanleg geymsla CO2 í jarðlögum er praktísk getur átt eftir að reynast mjög mikilvægt! Hver veit -- kannski þíðir þetta að mannkyn þarf ekki að hætta brennslu kolefniseldsneytis eftir allt saman.


Kv.


Útlit fyrir að Parísar-ráðstefnan um vernd lofthjúpsins - valdi vonbrigðum

Vandamálið virðist ekki síst vera, Bandaríkjaþing er hefur Repúblikana meirihluta í báðum þingdeildum. Það liggi algerlega fyrir, að enginn þingmeirihluti sé mögulegur, fyrir bindandi markmiðum um minnkun útblástur gróðurhúsalofttegunda.
En allt skuldbindandi samkomulag þarf samþykki Bandaríkjaþings, skv. stjórnskrá Bandar.
Að sama skapi er útlit fyrir, að samkomulagið verði að heita eitthvað annað en sáttmáli/samningur eða "Treaty" því skv. bandarísku stjórnarskránni þarf þá samþykki Bandaríkjaþings, og jafnvel útvatnað samkomulag - mundi líklega ekki heldur fá bænheyrn.

France bows to Obama and backs down on climate ‘treaty

Laurent Fabius - “The accord needs to be legally binding. It’s not just literature,” - “But it will probably have a dual nature. Some of the clauses will be legally binding.” - “Another question is whether the Paris accord as a whole will be called a treaty. If that’s the case, then it poses a big problem for President Barack Obama because a treaty has to pass through Congress.” - “It would be pointless to come up with an accord that would be eventually rejected by either China or the US.” 

Það eru ákveðnar líkur á að stjórnvöld í Kína, séu ekki heldur vinsamleg hugmyndinni um bindandi skilyrði.

  1. Það að ekki verði bindandi skilyrði um minnkun gróðurhúsalofttegunda.
  2. Án vafa mun valda vonbrigðum hjá öllum umhverfisverndarmönnum.

Þettta sennilega minnkar til muna möguleika þess, að þessi ráðstefna stuðli að nægilega mikilli minnkun á losun, til að hitun lofthjúps fari ekki yfir 2°C.

Margir umhverfisverndarmenn hafa sagt að þetta sé ráðstefnan sem ekki má mistakast.

 

Niðurstaða

Þar með virðist það staðfest, að Parísarráðstefnan mun ekki skila bindandi skilyrðum um losun gróðurhúsalofttegunda.
Þá niðurstöðu má sennilega að verulegu leiti eigna þingmeirihluta Repúblikana á Bandaríkjaþingi.
En þó afstaða Kína sé minna þekkt í fjölmiðlum, er óvíst að afstaða stjv. þar sé öllu jákvæðari.

 

Kv.


Vandamál Volkswagen samsteypunnar versna heldur betur, þegar nýjar svindl ásakanir rísa upp frá bandarískum eftirlits-yfirvöldum

EPA eða "United States Environmental Protection Agency" sakar nú Volkswagen samsteypuna um svindl varðandi mengunarútblástur, frá 3000cc turbo diesel vélum.
Um er að ræða Audi módel er nota 3000cc vélina - af árgerð 2016, þ.e. A6 Quattro, A7 Qattro, A8L, og Q5. Síðan er það Porche Cayenne árgerð 2015, og Volkswagen Touareg árgerð 2014.
EPA vill meina að um - - vísvitandi svindl sé að ræða.
Þ.e. umræddar vélar, hafi viðbótar stýrikubb, er innihaldi annað stýrikerfi - sem aðeins fer í gang þegar stjórntölva vélarinnar veitir því athygli að verið sé að prófa viðkomandi ökutæki í prófunarstöð; en síðan skömmu síðar - - aukist mengunarútblástur frá vélinni í allt að 9-falt hámark skv. bandar. mengunarlöggjöf.

 The new allegations include the 2015 Porsche Cayenne.

EPA, California Notify Volkswagen of Additional Clean Air Act Violations

  1. "...VW manufactured and installed software in the electronic control module of these vehicles that senses when the vehicle is being tested for compliance with EPA emissions standards. When the vehicle senses that it is undergoing a federal emissions test procedure, it operates in a low NOx “temperature conditioning” mode. Under that mode, the vehicle meets emission standards. At exactly one second after the completion of the initial phases of the standard test procedure, the vehicle immediately changes a number of operating parameters that increase NOx emissions and indicates in the software that it is transitioning to “normal mode,” where emissions of NOx increase up to nine times the EPA standard, depending on the vehicle and type of driving conditions. In other tests where the vehicle does not experience driving conditions similar to the start of the federal test procedure, the emissions are higher from the start, consistent with “normal mode.”
  2. "VW's software on these vehicles includes one or more Auxiliary Emission Control Devices (AECD) that the company failed to disclose, describe and justify in their applications for certificate of conformity for each model. Every manufacturer must apply to EPA for and be approved for a certificate of conformity for each model, each year otherwise it is illegal to introduce the cars into commerce. An AECD designed to circumvent emissions test is a defeat device."

M.ö.o. segir EPA að Volkswagen samsteypan hafi algerlega sambærilegan búnað - í sinni nýjustu kynslóð af 3000cc turbo diesel vél; og EPA hafði fyrr á árinu fundið í 2-ja lítra turbo diesel vél einnig frá Volkswagen samsteypunni.

Frétt Financial Times er inniheldur viðbrögð Volkswagen: Volkswagen emissions scandal spreads to Porsche.

"VW insisted the issue was no more than a “software function which had not been adequately described in the application process”." - “Volkswagen wishes to emphasise that no software has been installed in the 3-litre V6 diesel power units to alter emissions characteristics in a forbidden manner,

Vægt sagt - finnst mér þessi viðbrögð ekki sannfærandi.

EPA lýsir því að vélin sýni sömu hegðan og 2-l díesel vélin er áður var afhjúpuð af EPA.
Að mæliingar sýni mjög mikinn mun á mengun - eftir því við hvort stýri prógramm vélarinnar virðist í gangi.

 

Niðurstaða

Eftir að 2-vélar Volkswagen samsteypunnar eru afhjúpaðar með svind búnaði af EPA. Þá virkilega líst mér ekki á framhaldið fyrir þetta gamalfræga fyrirtæki.
En sektir eiga án nokkurs vafa eftir að slá öll fyrri met - rétt að nefna að fyrir nokkrum árum var KIA sektað fyrir að gefa rangar upplýsingar upp um eyðslu tiltekinna bíla. Það var um einhverja milljarða dollara.
Sekt Volkswagen samsteypunnar - - augljóst, verður til mikilla muna hærri.

Volkswagen gæti þurft að selja eitthvað af eignum sínum, ekki síst - merkjum.
Til að standa straum af sektinni.

Þ.e. auðvitað gríðarlegt tjón á orðstír.
Þetta gæti leitt til skarprar hnignunar risafyrirtækisins.

 

Kv.


Enn á ný gera menn tilraun til að feta í spor Malthusar

Hugmyndir um framtíðar hungursneyðir dúkka upp við og við. Einhverjir eldri í hettunni, muna ef til vill eftir kenningum þess efnis frá 8. áratugnum. Þegar mannfjöldaspálíkön voru að spá jafnvel fjölgun Jarðarbúa í 20 milljarða. En síðan þá hefur þróun mannfjölda tekið breytingum - - og seinni tíma spár gera ekki ráð fyrir nærri þetta miklum mannfjölda.

Nýjustu tilraunir til að spá fyrir hungur - virðast byggja tvennu:

  1. Menn spá fyrir því að hlínun valdi vanda.
  2. Og þ.e. bent á að hagvöxtur í fjölmennum löndum í Asíu, sé að auka eftirspurn eftir fiski og kjöti, sem krefjist meira landrýmis að framleiða.
  • Þegar þetta fari saman, þá sé vaxandi hætta á útbreiddri hungursneyð.

Þessi grein kom í "The Independent - Society will collapse by 2040 due to catastrophic food shortages, says Foreign Office-funded study"

  • Aðilar á vegum "Global Sustainability Institute" virðast standa fyrir plaggi, þ.s. keyrt er reiknilíkan - og það spáir alvarlegum vandræðum ca. 2040 ef ekki eru gerðar stórfelldar breytingar.
  • Að sjálfsögðu, þá eru þeir aðilar að berjast fyrir þeim tilteknu breytingum.

 

Þetta er ímyndað gróðurhús nokkurra hæða, íbúðir sitt hvoru megin

Lóðrétt ræktun / Vertical farming

Þetta er hugmynd sem hefur í nokkra áratugi verið rædd og rannsökuð - án þess að vera hrint í framkvæmd. En í grófum dráttum felur hún í sér þá hugmynd, að færa ræktun inn í borgirnar.

En þ.e. ekkert tæknilega ómögulegt við það, að byggja gróðurhús á mörgum hæðum, jafnvel reisa skýjakljúfa sem mundu taka tilteknar hæðir frá fyrir ræktun, neðst gæti verið bílastæðakjallarar - einhverjar hæðir, nokkrar hæðir teknar fyrir ræktun, og svo íbúðarhæðir þar fyrir ofan: Vertical farming

  1. Það er kannski ekki undarlegt - að margra hæða gróðurhús hafa ekki notið vinsælda fram að þessu, þó þau spari land - þá sennilega þarf lýsingu til að rækta við slíkar aðstæður.
  2. Það þíðir, að takmarkandi þátturinn - er orka.
  • En ef unnt er að leysa það vandamál, þá er ekkert tæknilegt vandamál við það, að gera ráð fyrir því að borgir rækti að stórum hluta sína fæðu.

Ef maður hefur í huga þann gríðarlega fjölda skýjakljúfa sem til eru í heiminum, þá er ljóst - - að ef hver þeirra væri notaður að hluta fyrir ræktun.

Væri mjög sennilega unnt að auka stórfellt fæðuframleiðslu, án þess að - ganga á landrými.

  • Það má vera, að hagkvæmara sé, að reisa sérstaka skýjakljúfa fyrir ræktun - þeir standi innan um aðra er væru fyrir íbúðir.

 

Ef þessi hugmynd kemst nokkru sinni á framkvæmdastig!

Þá væri ástand sem skýrsluhöfundar gefa sér - þ.e. að matvælaframleiðsla í heiminum hafi ekku undan. Þannig að matvælaverð fari stig hækkandi.

Einmitt þær aðstæður er gætu leitt menn inn á slíkar brautir, sem að færa matvælaframleiðslu inn í borgir. En sú lausn væri alltaf - kostnaðarsöm.

  1. Þ.e. ódýrara að rækta fyrir berum himni, ef nóg er af ræktarlandi. En um leið og þ.e. farið að skorta, gefum okkur að vandræði séu með ræktar land.
  2. Gefum okkur að auki, að loftslag sé komið í umtalsverð vandræði, hitun sé að leiða til þess að - ræktunarsvæði séu að færast til.

Þá gæti einmitt það höfðað til landa, að færa ræktun að verulegu leiti - inn í verndað umhverfi. En augljóslega, er ræktun í lokuðu umhverfi, algerlega vernduð fyrir vandræðum sem geta verið til staðar vegna loftslags.

  1. Það gæti að auki verið leið til að spara vatn - en uppgufun eðlilega er minna vandamál inni fyrir, en undir berum himni.
  2. Svo eru borgir sumar hverjar a.m.k. farnar að endurnýta vant að verulegu leiti, í skóplhreinsikerfum, þ.e. vatn aftur gert drykkjarhæft. En þá er það einnig nýtilegt til ræktunar aftur.
  • Takmarkandi þátturinn er - orka.

En ef unnt er að tryggja næga orku.

Eru engin eiginleg takmörk önnur.

Sumir hugmyndasmiðir lóðréttrar ræktunar, hafa lagt hana til - sem umhverfisvæna lausn frá þeim útgangspunkti. Að með því væri verið að draga úr landnotkun.

En það mætti einnig hugsa hana, sem lausn - - ef vandræði eru með ræktarland, m.a. vegna gróðurhúsaáhrifa. Eða vegna þess, að kröfur mannkyns um aukið fæðuframboð, leggja of mikið álag á ræktarland.

 

 

Niðurstaða

Ég hef almennt séð ekki verulega áhyggjur af framtíðar fæðuframboði í sæmilega auðugum samfélögum. En auðug samfélög munu hafa getu til þess að tryggja eigið fæðuframboð - nánast fullkomlega óháð því hvað gerist með loftslagið á hnrettinum.

Áhættan sé frekar í fjölmennum fátækum samfélögum.

Ef loftstlagsvandi leiði til þess, að vandi skapast um framboð fæðu í sumum fjölmennum en fátækum löndum, er alveg hugsanlegt að slík samfélög mundu leysast upp. Gríðarlegur flóttamannavandi skapast - - miklu meiri en sá sem er í dag, þó sögulega mikill sé.

Auðugu löndin mundu sennilega slá skjaldborg um sjálf sig, vernda sitt fólk.

Mundi það ekki þá valda stríðum? Kannski, en ef við erum að tala um raunverulega fátæk samfélög sem ráða ekki við vandann - - en þróuð samfélög það geti. Þá sé ósennilegt að hættan sé stærri en sú sem felist í niðurbroti slíkra samfélaga, þar verði kaos.

Sómalíum fjölgi - - slík lönd hafi ekki burði til að ógna þeim auðugu.

 

Kv.


Er 2°C markmiðið raunhæft? Er unnt að ætlast til þess að mannkyni, að það lagi neyslu sína á auðlindum að þörfum Jarðar?

Mig grunar mjög sterklega að svarið sé - Nei, við báðum spurningum. En eins og ég heyrði haft eftir vísindamanni þá þarf mannkyn að skilja eftir 2/3 hluta þekkts kolvetna eldsneytis - ósnert, ónotað - - ef 2°C markmiðið á að nást, og ákvörðun um orkusparnað þarf að taka innan mjög fárra ára. Síðan er það auðvitað -augljóst- að með batnandi efnahag þjóða, þá vex neysla mannkyns og því notkun mannkyns á auðlindum Jarðar.

  1. Gott er að muna, að svokölluð Vesturlönd, hafa sennilega ca. 1 milljarð íbúa Jarðar.
  2. Kína er eitt og sér, ca. álíka fjölmennt og öll vesturlönd til samans.
  3. Indland að auki, er það einnig.
  4. Svo býr rúmur milljarður manna ef allt er ca. talið saman í Afríku.
  • 1,5 milljarður dreifist um restina af heiminum.

Vandinn er bersýnilega sá, að hraður efnahagsuppgangur er nú hjá milli 3,5-4 milljörðum Jarðarbúa.

Meðan að Vesturlönd, rúmur milljarður, hefur í dag mun hægari hagvöxt að jafnaði - sannarlega nýtir hlutfallslega mun meira af orku Jarðar og auðlindum.

En þegar notkun 3,5-4ma. manna vex á móti - tilraunum Vesturlanda til að -hægja á sinni auðlyndaneyslu- þá virðist það fjarstæður draumur að búast við því, að unnt sé að -minnka nýtingu mannskyns- hvað þá að -stöðva heildaraukningu nýtingar mannkyns.

  • Krafan meðal almennings í hinum mjög svo fjölmennu löndum Asíu, og einnig í Afríku - um bætt kjör, aukna lífsnautn, og auðvitað - aukna neyslu; er mjög stíf, eins og búast má við - þannig að erfitt virðist að ímynda sér að unnt sé að bremsa þá kröfu af.
  • Á sama tíma, á ég mjög erfitt með að sjá, að rúmur milljarður manna - geti svo mikið sparað í eigin neyslu - - að sá sparnaður haldi í horfinu heilt yfir.

 

Ályktanir virðst einfaldar - það mun hlýna mjög sennilega um meir en 2°C. Nýting kolvetna eldsneytis mun sennilega áfram vaxa. Sem og nýting annarra auðlinda Jarðar!

Gengur þá ekki á auðlindir Jarðar? Að sjálfsögðu - og líklega mun það valda vandræðum á endanum. Sem sennilega birtast í formi mjög djúprar kreppu.

  1. Síðan má auðvitað velta fyrir sér, afleiðingum þeirrar kreppu.
  2. En ég er á því, að þær afleiðingar verði ekki endilega þær afleiðingar, sem margir halda fram.

Ég held að best sé að nota söguleg dæmi:

Tímabilið í Evrópu frá 12. öld fram til um miðja 15. öld, var ákaflega merkilegur tími. Það bendir flest til þess - að heilt yfir hafi verið hagvöxtur það tímabil. Síðan hafi það endað á mjög djúpri kreppu í Evrópu.

Það áhugaverða við mannkyn, er að það virðist einna helst - móta sína hegðun í kreppu- eða krísuástandi.

Flestir ættu að vita - að eftir miða 15. öld, hófst siglingaútrás Evrópumanna, sem leiddi til svokallaðs nýlendutíma og drottnunar Vesturlanda á stórum hluta heimsins, sem hefur staðið fram á seinni ár. Ég tel að það sé alls engin tilviljun að sú siglingaútrás hafi hafist í alvarlegu kreppuástandi í Evrópu - það hafi einmitt verið kreppan sem rak Evrópumenn af stað.

  1. Ég á von á, að afleiðing þeirrar kreppu sem skella mun sennilega á Jarðarbúum, þegar raunverulegt tómahljóð fer að sjást á hráefnaauðlindum Jarðar, muni hafa sennilega sambærileg áhrif - - að leiða til útrásar.
  2. Evrópumenn leituðu nýrra landa - nýrra tækifæra - nýrra auðlinda - nýs auðs. Jarðarbúar muni nákvæmlega það sama gera. Ég er að sjálfsgöðu að tala um - útrás í nýtingu auðlinda þeirra pláneta og smástyrna sem finna má í Sólkerfinu utan við Jörðina.
  • Mannkyn muni leita nýrra auðlinda, síðan hefja að nýju þann vöxt nýtingar sem mannkyn er orðið vant.
  • Hafandi í huga að Sólkerfið er stórt - ættu þær auðlindir að endast a.m.k. í nokkrar aldir.

Fyrir þá sem ekki þekkja til -af hverju það var hagvöxtur í Evrópu frá 12. öld fram á miðja 15. öld - þá má rekja það til krossferðanna. Ég er að tala um hliðarafleiðingu þeirra en þegar Evrópumenn tóku botn Miðjarðarhafs - komust þeir í viðskiptatengsl þau sem arabakaupmenn höfðu aflað sér. En arabakaupmenn sigldu þá frá Persaflóa alla leið til Indlands, Kína og Indónesíu - ár hvert. Arabaverslun var ráðandi á Indlandshafi.

Þetta leiddi til -viðskiptaopnunar fyrir Evrópu- má tla um -verslunar- og -viðskiptatímabil. Fyrir utan þetta, bárust frá -Kína, merkilega nýungar. Púður - og - myllur, þ.e. vatnsmyllur og vindmyllur.

Púðrið orsakaði byltingu í vopnum. Myllurnar sköpuðu framleiðni-aukningu í landbúnaði. Sú framleiðnui-aukning leiddi til fólksfjölgunar. Sú fjölgun og þau blómlegu viðskipti er sköpuðust, leiddu til - stöðugrar aukningar velmegunar í Evrópu yfir það tímabil.

Hátindi náði þetta tímabil seint á 14. öld og fyrri hl. 15. aldar í svokallaðri - endurreisn á Ítalíu.

Kreppan skellur á - - þegar Tyrkjaveldi tekur botn Miðjarðarhafs. Tyrkjaveldi setti svo gríðarlega háa tolla á verslun Evrópumanna - - að afleiðingin varð efnahagshrun.

  1. Evrópumenn brugðust við -rányrkju- Tyrkja, með því að leita beinna siglingaleiða til Asíulanda.
  2. Það að Evrópumenn eignuðust nýlendur - var hliðarafurð. En tilgangur siglingatilraunanna var að finna leið framhjá einokun Múslima á verslun við Asíu. Þegar þá var komið við sögu, var vopnabúnaður Evrópumanna orðinn betri. Gátu því herskip Evrópumanna fremur auðveldlega - yfirtekið verslun araba á Indlandshafi. Þá auðvitað - - tapaði Tyrkjaveldi af gríðarlegum tekjum, er araba-viðskiptaveldið hrundi, og það endanlega.
  3. Síðan þá hafa arabalönd verið fátæk.

Hvað með rétt Jarðarbúa til að nýta pláneturnar og smástyrnin?

Því má ekki gleyma - að enginn býr þarna. Ef Jarðarbúar nýta ekki þau hráefni sem þar má finna, þá nýtast þau sennilega aldrei. Eftir milljarða ára mun síðan Sólin hvort sem er - leggja það mikið til í rúst. Svo þ.e. ekki eins og að, sú ákvörðun að nýta ekki mundi varðveita þær veraldir um alla tíð.

  1. En klárum við þá ekki einhverntíma auðlindir Sólkerfisins.
  2. Örugglega - en þá grunar mig, að mannkyn muni fara í enn eina útrásina. Eftir allt saman eru - önnur sólkerfi þarna úti.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að það sé ekki raunhæft að ætla mannkyni að stöðva -ofnýtingu- auðlinda Jarðar. Það virðist augljóslega rétt, að mannkyn á endanum mun nýta allt upp sem hér er að finna. Síðan tel ég að mannkyn láti þar ekki -staðar nem- heldur í framhaldinu hefjist á fullu nýting auðlinda Sólkerfisins utan Jarðar.

Við getum auðvitað velt fyrir okkur - réttmæti vs. óréttmæti.

En ég held í raun og veru, að ef mannkyn á að tryggja að það haldi áfram til lengri tíma litið - - þurfi það að nýta allt Sólkerfið.

Því að einungis með dreifingu mannkyns til annarra sólkerfa, verði framtíðar tilvist mannkyns tryggð.

 

Kv.


Umhverfisverndarmenn geta fagnað lægra olíuverði - því olíufélög virðast vera að seinka olíuleit í N-Íshafi

Helstu olíufélög heims, virðast annað af tvennu - hafa frestað áformum um olíuleit eða hætt við slík áform. Enda er olíuleit í N-Íshafinu ákaflega erfið vegna umhverfisaðstæðna, og því -kostnaðarsöm. Svo bætist auðvitað við -slagur við umhverfisverndarsamtök- sem virðast staðráðin í að koma í veg fyrir að leitað verði olíu í N-Íshafi.

  • Ég er þó 100% viss, að það sé ekki nokkur von til þess, að til lengri tíma litið, hafi þeir árangur sem erfiði.
  • Í besta falli muni aðgerðir þeirra fresta olíuleit í N-Íshafi - - af hálfu landa þ.s. lýðræði tíðkast. Sem mundi þíða, að olíufélög í Kína eða Rússlandi. Mundu þá starfa í staðinn -algerlega ótrufluð af slíkum þrýstingi.
  • Á endanum, mundu -Vestræn olíufélög- ná sínu fram, þegar ljóst verður að ekkert muni á endanum hindra leit fyrirtækja sem starfa innan lands, þ.s. engin von er til þess, að umhverfisverndarmenn geti beitt þrýstingi. Þá muni menn spyrja sig, hver væri tilgangur í því að hindra Vestræn fyrirtæki?

Takið eftir því hve -Rússland á stórt svæði- en Rússland, eftir að deilur við Vesturveldi hafa magnast - - virðist líklegt að leita samstarfs við kínv. olíufélög.

Þá auðvitað er ekki nokkur leið fyrir -umhverfisverndarsamtök- að hafa áhrif í gegnum þrýsting.

http://i.imgur.com/g0oQc.jpg

Oil companies put Arctic projects into deep freeze

Statoil Puts Arctic Exploration on Hold After Oil-Price Plunge

Shell determined to start Arctic oil drilling this summer

Shell - er eina stóra olíufélagið sem ætlar að halda ótrautt áfram, er með réttindi í lögsögu Bandaríkjanna.

Meira að segja "Rosneft" skv. Igor Sechin mun ekki bora neitt á þessu ári.

Í þá ákvörðun spila líklega einnig - refsiaðgerðir Vesturvelda.

Statoil - hefur gengið svo langt, að láta réttindi til könnunar-borana sem fyrirtækið átti við Grænland, lapsa - þ.e. falla dauð.

Og það hefur einnig ákveðið, að framkvæma engar tilraunaboranir langt í Norðri út frá ströndum Noregs - að sinni.

  • Varðandi ábendingu umhverfisverndarmanna, um 2°C markmiðið, er ég þeirrar skoðunar - að ekki sé krækibers séns í helvíti, að það náist.
  • Jafnvel þó að -Vestræn fyrirtæki- mundu ekki bora, þá mundi ekkert stoppa kínversk fyrirtæki eða Rússnesk, síðar meir.
  • Og mig grunar, að eftir einhver ár, þá dúkki upp indverskur áhugi, enda stefni það risaland í að vera með meiri hagvöxt á þessum áratug en Kína. Það þíðir að sjálfsögðu, gríðarlega aukningu í eftirspurn eftir olíuvörum frá Indlandi.

Þess vegna hallast ég meir og meir að því, að mannkyn - - stefni í aðlögun að hitun Jarðar.

Ekki að því að - hindra hana!

 

Mynd af dönskum rannsóknarborpalli v. Grænland!

http://www.dailygalaxy.com/.a/6a00d8341bf7f753ef01348670f96b970c-pi

Niðurstaða

Miðað við áhrif lágs olíuverðs á áætlanir fyrirtækja um leit og hugsanlega vinnslu á olíu úr N-Íshafi. Þá reikna ég með því, að umhverfisverndarmenn leggist þetta árið á bæn - - og biðji um "lágt olíuverð áfram."

Þó það get virst -öfugsnúið :)

En um leið og olíuverð fer upp að nýju - mun ekkert koma í veg fyrir að áætlanir olífélaga er starfa innan lögsögu Rússlands - - verði að veruleika. Pútin er búinn mjög rækilega að tryggja, að umhverfisverndarmenn eiga enga möguleika til þess - að trufla slík áform.

Á því svæði yrði þá -free for all- ástand sem á enda, hlyti að grafa undan tilraunum til þess, að hindra að Vestræn félög leiti olíu á svæðum sem tilheyra Vesturlöndum.

Það eina sem geti tafið áform Rússa, og hugsanlegs bandalags þeirra við Kína um vinnslu - sé að olíuverð haldist lágt sem lengst.

 

Kv.


Evrópa að snúast gegn dísil bílum?

Það hefur vaknað töluvert hávær umræða í Evrópu gegn bifreiðum með dísil vélar. Margir halda að dísil vélar mengi minna, en þ.e. ekki alls kostar rétt. Málið er að Evrópa hefur sl. 20 ár valið að fókusa á "gróðurhúsalofttegundir" sem dísil bílar sannarlega búa til minna af vegna minni eldsneytiseyðslu. CO2 aftur á móti hefur engin neikvæð áhrif á heilsufar fólks.

Það aftur á móti gerir nytur-oxíð mengun frá dísil bílum, en dísil vélar gefa frá sér verulega mikið meir af slíkri loftmengun: Health | Nitrogen Dioxide | US EPA

  1. "NOx react with ammonia, moisture, and other compounds to form small particles. These small particles penetrate deeply into sensitive parts of the lungs and can cause or worsen respiratory disease, such as emphysema and bronchitis, and can aggravate existing heart disease, leading to increased hospital admissions and premature death."
  2. "Ozone is formed when NOx and volatile organic compounds react in the presence of heat and sunlight. Children, the elderly, people with lung diseases such as asthma, and people who work or exercise outside are at risk for adverse effects from ozone. These include reduction in lung function and increased respiratory symptoms as well as respiratory-related emergency department visits, hospital admissions, and possibly premature deaths."

Eins og kemur fram á síðu umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, þá magnar nytur-oxíð upp astmavandamál hjá fólki, en einnig önnur öndunarfæravandamál - síðan er þetta viðbótar álag á lungun ofan í aðra rykmengun.

Það virðist erfitt að sanna þetta sem krabbameinsvald, vegna þess að önnur loftmengun getur einnig verið krabbameinsvaldandi.

En það sé sannarlega aukinn kostnaður af öndunarfærasjúkdómum þegar mikið er af nytur-oxíð í umhverfinu. Líklega - aukin dánartíðni af völdum öndunarfærasýkinga.

Það er einnig áhugaverð Wiki-síða: Diesel exhaust

Það er líka meira af hættulegum "sótögnum" í pústi dísilvéla. Það hefur sjálfstæð neikvæð áhrif á lungu og því á öndunarfærasýkingar - sem auðvitað bætist ofan á hitt vandamálið.

  1. "The main particulate fraction of diesel exhaust consists of fine particles. Because of their small size, inhaled particles may easily penetrate deep into the lungs. The rough surfaces of these particles makes it easy for them to bind with other toxins in the environment, thus increasing the hazards of particle inhalation."
  2. "Long-term exposures could lead to chronic, more serious health problems such as cardiovascular disease, cardiopulmonary disease, and lung cancer."
  3. "Mortality from diesel soot exposure in 2001 was at least 14,400 out of the German population of 82 million, according to the official report 2352 of the Umweltbundesamt Berlin (Federal Environmental Agency of Germany)."

Vandamál er að rannsóknir á langtíma heilsufarsvandamálum af völdum sótagna eru ekki enn langt komnar - þó að sérfræðingar séu almennt á þeirri skoðun, að þær skapi alvarleg lungna vandamál, jafnvel krabbamain.

Það virðist hafa verið vísvitandi val í Evrópu, að líta á gróðurhúsahitun sem meginvanda, þannig gefa vissan afslátt á þau heilsufarsvandamál sem því óhjákvæmilega fylgir - - að gera dísil bíla hagstæðari kost en bensínbíla fyrir flesta ökumenn.

En gríðarleg fjölgun dísilbíla hefur orðið í Evrópu sl. 20 ár, sem rökrétt er að ætla að sé nú að birtast í aukinni tíðni heilsufars vandamála tengd öndunarfærum, og sennilega aukinni dánartíðni af völdum slíkra vandamála.

Í Bandaríkjunum aftur á móti, hefur alveg frá ca. 1970 verið mikil áhersla á að lágmarka "nytur-oxíð" mengun sem og sótmengun, meðan að í Evrópu hefur mun minni áhersla verið á "nytur-oxíð" mengun, en svipuð á sótmengun.

Fyrir bragðið, hafa kröfur í Bandar. verið umtalsvert strangari alveg fram á þennan dag, þegar kemur að því hve mikil "nytur-oxíð" mengun er heimil, en í dag skilst mér að reglur um sótmengun séu svipaðar.

  1. Í Bandaríkjunum þarf dýrari hvarfakúta - með dísilvélum, hannaða til að draga úr nytur-oxíð.
  2. Dýrleiki þess búnaðar sennilega skýrir af hverju, dísil vélar eru almennt ekki í boði á bandar. markaði í fólksbílum.

Paris mayor declares war on diesel cars

 

Þetta mun auðvitað breyta evrópska bíla markaðinum ef það skapast stemming meðal evrópskra borga um að banna alfarið dísil bíla a.m.k. í miðborgum

Í Bandaríkjunum, hafa dísil fólksbílar ekki verið samkeppnisfærir, þess vegna hefur Toyota Prius verið svo stór sölubíll innan Bandaríkjanna. Og þeim fer hratt fjöldandi í boði sambærilegum bílum, er svo komið að hver einasti framleiðandi hefur í boði "blendingsbíla" eða "hybrid" af margvíslegum stærðum og gerðum.

Þeir fullkomnustu má nota sem rafbíla innan borgarmarka, ef vegalengdir eru ekki lengri en á bilinu 20-40km. og eigandi er duglegur í því að setja bílinn sem tíðast í samband að notkun aflokinni.

Rafbílar eru töluvert dýrari kostur, vegna kostnaðar við rafhlöður - þó Nissan Leaf virðist kosta svipað hérlendis og sambærilegur Nissan bensín bíll. Er það vegna þess að öll gjöld eru felld niður. Verð með gjöld væri sennilega nærri 7 millj. en ekki rúmlega 5.

  • Það er unnt að sjá fyrir sér blendingsbíla, draga mjög verulega úr loftmengun í borgum.

Ég velti fyrir mér hvort Evrópa hafi ekki gert mistök, með því að hvetja til fjölgunar dísil bíla, með því að gera dísil bíla ódýrari í rekstri en sambærilega bensín bíla - vegna þess að gjöld á mengun taka ekki tillit til "nytur-oxíð" megunar.

"In an interview on Sunday, Anne Hidalgo said..." - "“Apart from bikes, buses and taxis, the only vehicles allowed will be residents’ cars, delivery vehicles and emergency vehicles”" - > Sem sagt, miðborg Parísar. - "“I want diesel cars out of Paris by 2020,”"

Ég hef heyrt að umræða er um takmarkanir á dísil bílum í London, síðan að bann taki gildi eftir einhvern árafjöld.

  • Vegna ESB-regla sl. 20 ár, eru meirihluti bíla skilst mér í París, með dísil vélum, fólksíla einnig.

Þetta mundi því þvinga fram töluvert dramatíska breytingu á samsetningu bílaflota í einkaeigu.

Líklega mundi endursöluverð dísilbíla, sérstaklega fólksbíla - hríð falla.

Spurning um Ísland: En þ.e. ekki nema á allra síðustu árum, að dísil bílum fer hratt fjölgandi.

Ef París er að reiða á vaðið með þessar hugmyndir - mun það hafa veruleg áhrif.

Því eftir allt saman er höfuðborg Frakklands, töluvert áhrifamikil borg enn þann dag í dag.

Þetta getur ítt á London, að taka hugmyndir um sambærilega hluti -á umræðustigi- lengra, en borgarstjóri Lundúna kvá vera áhugasamur um takmarkanir eða jafnvel bann á dísil bílum, a.m.k. í miðlægum svæðum Lundúna. Ef ekki úthverfum.

 

Niðurstaða

Það virðist vera að skapast hreyfing innan evrópskra borga gegn dísilbílnum, sem hefur svo fjölgað að hlutfalli í heildarbílaflota Evrópumanna sl. 20 ár. Svo að mér skilst að í dag sé meira en helmingur allra fólksbíla með dísil vélum á meginlandi Evrópu.

Það séu vaxandi kvartanir vegna loftmengunar, sem hafi hrundið af stað þessari hreyfingu. Og þ.e. að auki sennilegt, að nú 20 árum eftir að farið var með reglum í Evrópu, að hvetja til fjölgunar dísil bíla, sé þess farið að gæta í tíðni öndunarfæra sjúkdóma að auki.

Í framtíðinni gæti Evrópa orðið líkari Bandaríkjunum, sem ávalt síðan upp úr 1970 hafa viðhaft mjög strangar takmarkanir við "nytur-oxíð" mengun, sem hefur skapað það ástand að fólksbílar í Bandaríkjunum eru almennt ekki búnir dísil vélum.

Þess í stað hefur myndast í Bandaríkjunum mjög stór og hratt vaxandi markaður fyrir "blendings bíla" þ.e. bíla með bensínvél og einnig rafmótor, sbr. Toyota Prius. Í dag séu allir framleiðendur með sambærilega bíla og Prius í boði, auk þess að þeir eru í dag innan Bandaríkjanna fáanlegir af öllum stærðum og gerðum.

Sennilega hafa Bandaríkin fetað hinn skárri veg - eftir allt saman.

 

Kv.


Ég held að gjaldtaka einkaaðila ásamt hóflegum hagnaði geti vel farið saman við náttúruvernd

Það hafa skapast deilur um gjaldtöku við Geysi. Ég ætla að taka það skírt fram. Að sú gjaldtaka er augljóslega óheimil. Þ.s. þeir sem heimta gjald. Hafa ekki eignarrétt á Geysissvæðinu sem slíku.

Þ.e. algerlega óeðlilegt að heimila aðila, sem hefur engin eignarréttartengsl, að einhliða skaffa sér tekjur - með þeim hætti sem er í gangi.

En aftur á móti þegar kemur að viðkvæmu svæði sem vissulega er í eigu einkaaðila, og sá rekur þar aðstöðu fyrir ferðamenn, ber kostnað af því að halda við göngustígum - halda við annarri aðstöðu, og gera við hugsanlega skemmdir vegna átroðnings.

Þá sé ég ekkert óeðlilegt við það, að heimila gjaldtöku þess aðila. Auðvitað skv. eðlilegum skilyrðum.

Og að auki, held ég að það sé skynsamt að heimila eða a.m.k. umbera, að sú gjaldtaka feli í sér einhvern hagnað fyrir viðkomandi aðila.

Þ.e. gjaldtaka sé meiri en nauðsynleg sé, til að mæta eingöngu kostnaði.

 

Það er áhugavert hve mörgum er illa við hugtakið "hagnaður!"

Maður heyrir "heilaga vandlætingu" um græðgi - þjófnað o.s.frv. Málið er að þessi afstaða á líklega rætur til "Marxisma" en skv. marxískri hugsun. Er hagnaður einmitt form af "þjófnaði" sbr. hugtakið "arðrán." Marxisti getur aldrei litið á hagnað sem réttmætan. Sá sem græðir er þá kallaður "arðræningi" eða með öðrum orðum - - þjófur.

Náttúruverndarlög gera ráð fyrir fyrirbærinu "Náttúrugjald" sem byggir á ákvæðum laga um Náttúruvernd - - sjá að neðan 85. gr. og 92. gr.

---------------------Lagasafn Íslands: Lög um náttúruvernd

 

85. gr.Umsjón falin öðrum.      

Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem ráðherra staðfestir. Til grundvallar samningi um umsjón friðlýsts svæðis skal liggja umsýsluáætlun fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku, sbr. 2. mgr. 92. gr. Samningur samkvæmt þessu ákvæði felur ekki í sér vald til töku stjórnvaldsákvarðana.
     Heimilt er að fela umsjónaraðila skv. 1. mgr. eftirlit skv. 84. gr. á umsjónarsvæðinu og skal þá í samningi kveðið nánar á um eftirlitið, valdheimildir og upplýsingagjöf til Umhverfisstofnunar.
     Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að umsjónar-, rekstrar- og eftirlitsaðili uppfylli samningsskuldbindingar.
     Ákvæði 1. mgr. greinar þessarar gildir ekki um rekstur fólkvanga. 

 

92. gr.Gjaldtaka.  
    
Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir afgreiðslu leyfisumsókna sem stofnunin annast og þær undanþágur sem hún veitir samkvæmt lögum þessum. Gjaldið skal vera í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra hefur staðfest og birt er í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldið má ekki vera hærra en sem nemur kostnaði við afgreiðslu erindisins.
     Umhverfisstofnun eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið sérstakt gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum og skal tekjum af því varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því.
     Eigi síðar en í ágúst ár hvert skal Umhverfisstofnun leggja fyrir ráðherra til staðfestingar skrá yfir gjöld skv. 2. mgr. sem stofnunin hyggst innheimta næsta ár á eftir. Staðfesti ráðherra gjaldskrána skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda.
     Ráðherra getur ákveðið nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð. 
 

---------------------

Það sem þessi lög gera ekki ráð fyrir - - er nokkrum hagnaði til handa rekstraraðila.

Tekjum er einungis ætlað að standa undir kostnaði - - punktur.

Þetta er sjálfsagt ákaflega vel í anda náttúruverndar-hugsjónar í VG.

Það merkilega er, að í dag er ekki amast við því að menn græði á ferðamönnum með margvíslegum hætti, með því að skipuleggja hópaferðir um landið - hvort sem þ.e. með rútum eða skipulögðum "sleðaferðum" - "gönguferðum" - "hestaferðum" eða hverju öðru sem mönnum getur komið til huga að skipuleggja fyrir erlenda ferðamenn.

Og auðvitað, menn sjá ekkert að því, að gjald sé tekið fyrir gistingu á tjaldsvæðum eða hótelum.

  • Þ.s. er áhugavert er að landeigandi má græða á ferðamönnum með margvíslegum hætti, þ.e.  sölu þeim varnings, að bjóða þeim upp á skipulagðar ferðir um svæðið, eða reka tjaldsvæði í útjaðrinum.
  • Þ.s. ekki má, er að selja inn á sjálf svæðið. Þá rísa menn upp og tala um græðgi.

Persónulega skil ég ekki almennilega - - af hverju mönnum er svo óskaplega mikill þyrnir í augum, þessi tiltekna leið til að hafa fé af ferðamönnum.

Það er verið að græða á ferðamönnum út um allt land, en það má ekki gera það með þeim hætti, að takmarka aðgang að svæði - selja aðgang að því svæði.

 

Með hvaða hætti getur "gróði" þjónað náttúruverndarsjónarmiðum?

Ef maður ímyndar sér - - að lagaákvæðum að ofan væri breitt þannig. Að Umhverfisstofnun, væri heimilt að gera samninga við aðila, sem fela í sér umsjón að svæði, og að auki heimilar gjaldtöku sem inniber kostnað viðkomandi aðila + "hóflegan" hagnað.

Þá er ég viss um að, eftirspurn eftir slíkum samningum - - mundi aukast verulega mikið. 

Það gæti verið svo, að Umhverfisstofnun fái til sín hluta þeirra tekna t.d., þannig að Umhverfisstofnun sjálf, mundi þannig séð - - græða á þeirri eftirspurn. T.d. hafa efni á fleiri Landvörðum.

Gróði rekstraraðila - getur verið visst umsamið hlutfall tekna, á sama tíma og samningur kveður á um að tiltekið hlutfall tekna fari í rekstur - viðhald og laun starfsmanna. Þannig að ef aðili vill "auka gróða sinn" þá mundi hann þurfa samtímis, að verja auknu fé til staðarins og starfsmanna.

Ef að auki, Umhverfisstofnun fær til sín "hlutfall" mundi gróðasóknin  að auki "vera gróðalind fyrir Umhverfisstofnun."

  • Ég er ekki að tala um, að í nokkru sé slakað á kröfum um verndun staða, um gæði uppbyggingar eða eftirlits.
  • Einungis að benda á, að gróði getur þjónað með öflugum hætti "náttúruverndarsjónarmiðum."

Það mundi verða eftirsóknarvert - - að taka að sér umsjón viðkvæmra staða.

Umhverfisstofnun mundi verða nánast umsetin þeim, sem hefðu áhuga.

Og það yrði ekkert vandamál, að fjármagna "landvörslu" og tja, stofnunina sjálfa.

Hennar tekjur mundu aukast og það hressilega.

-----------------------------

Það má hafa ákvæðin með þeim hætti þ.e. 85. gr. og 92. gr., að gjaldtaka inn á svæði sé með öllu óheimil - - nema gegn samningi við "Umhverfisstofnun."

Þannig að ef landeigandi hefur áhuga á að hafa tekjur af ferðamönnum, með því að takmarka umferð inn á svæði "sem er á hans landareign" þá verði hann að gera það í gegnum það ferli, að gerast "umsjónarmaður" þess svæðis, skv. samningi við "Umhverfisstofnun."

 

Niðustaða

Ég held að ráðherra umhverfismála hafi einfaldlega ekki áttað sig á því, hve öflugt tæki "gróðavon" getur verið, en málið er að "gróðavon" er einfaldlega form af hvata - - sem býr í mannlegu eðli. Gróðavon má stýra sbr. "manipulation" - hún getur bæði haft gott og slæmt í för með sér. 

Trixið er að stýra henni þannig, að hún hafi gott í för með sér. Þ.e. ekkert ómögulegt við það, að notfæra sér gróðavon i því skyni, að stuðla að eflingu náttúruverndar hér á landi.

  • Þ.e. augljóst að það vantar meira fé, til að standa að uppbyggingu ferðamannastaða.
  • Einfaldasta leiðin til þess að útvega það fé, væri - - að "Umhverfisstofnun" mundi standa fyrir "útboði" ferðamannastaða.
  • Ég virkilega meina það, að bjóða út rekstur þeirra - - skv. öllum þeim skilyrðum sem núverandi lög fara fram á, en auðvitað með þeirri lagfæringu á þeim ákvæðum, að gróði sé með í för.
Ef Umhverfisstofnun sjálf fær hluta af fénu í hvert skipti, mundi sjálfsaflafé hennar sennilega smám saman aukast svo mikið, að það má meira að segja vera - - að Umhverfisstofnun megi alfarið taka af fjárlögum í kjölfarið. Hún hefði samt meira fé til umráða en í dag skv. fjárlögum.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband