Færsluflokkur: Umhverfismál

Það skildi ekki vera að gull sé í vinnanlegu magni rétt hjá Reykavík?

Það hafa komið skemmtilega fréttir um það um helgina, að hugsanlegt sé að gull sé í vinnanlegu magni í Þormóðsdal rétt við Hafravatn, skamman spöl frá Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn að hugmyndir um gull í Þormóðsdal hafa komið upp.

Gullæð skáldsins fundin -"Einar H. Guðmundsson, bóndi í Miðdal í Mosfellssveit, sendi um svipað leyti sýnishorn úr landi sínu til frænda síns Steingríms Tómassonar, sem hafði um langt skeið fengist við gullleit í Ástralíu og var þar búsettur. Steingrími fannst sýnin álitleg og kom heim árið 1908 til frekari rannsókna að tilstuðlan Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns. Niðurstaða Steingríms var að gull væri vissulega að finna í landi Miðdals og einnig Þormóðsdals, beggja vegna Seljadalsár sem skilur á milli jarðanna tveggja."

Til stendur að bora í Þormóðsdal næsta sumar og gera frekari rannsóknir á gullmagni í jarðvegi. Sjá fréttir helgarinnar:

Gullið gæti farið til vinnslu

Meira gull í Þormóðsdal en talið var

Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári

"„...helstu niðurstöður eru þær að þessi kjarnasýni...sýna töluvert betri niðurstöðu en áður.“ Þýðir þetta það að hægt er að fara með þetta gull í vinnslu. „Já já sem sagt „gradið“ er nægilega hátt, en nú þarf að finna út hvort þetta sé nægilegt magn,“ segir Vilhjálmur."

"Fyrr í ár mældust allt að 400 grömm af gulli í hverju tonni af jarðvegi."

Ekki fylgir sögunni akkúrat hvar þetta er tekið - - en þ.e. t.d. þekkt að gull getur verið í "árseti," slíkt gull kemur vanalega úr einhverju bergi sem er að verða fyrir vatnsveðrun.

En það getur verið dagóð þraut að finna akkúrat hvaðan! En eins og þekkt er, þá getur sandur og smásteinar borist vegalengdir t.d. í vatnsflóðum á vorin.

Sjálfsagt er þess vendilega gætt að ekki vitnist akkúrat hvaðan sýnin voru tekin af svæðinu, sem sýndu þessa jákvæðu svörun.

  • Skemmtilegt að ryfja upp að það varð þekkt gullæði í Vatnsmýrinni í Reykjavík upp úr 1905, en þá var verið að bora eftir heitu vatni á svæðinu, það hafa örugglega verið með fyrstu tilraunum til slíks.

"Járnsmiður nokkur, Ólafur Þórðarson, sem fenginn var til að brýna bortönnina, sagði að svo þykkar hefðu gullskánirnar verið að hann hefði tálgað þær af með vasahnífnum sínum. Gullæði braust út. Fjársterkir menn buðu sig fram og vildu taka þátt í ævintýrinu. Hlutafélagið Málmur var stofnað um gullvinnsluna. Mýrarflákinn í miðjum höfuðstaðnum var nefndur upp á nýtt og var nú kenndur við gull."


Sennilega verið svokallað "glópagull" eða Járnkís eins og Vísindavefurinn kallað það efni.

Þetta kvá vera efnasamband brennisteins og járns, og myndast mjög gjarnan í jarðhitakerfum, því er ekki furðulegt að þegar verið er að bora á slíku svæði, geti það hafa átt sér stað, að járnkís hafi litað bortönnina.

"...járnkís...fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot...flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum."

Sennilega - tæknilega mögulegt að ná járni úr járnkís. Kannski hafa fornmenn notað þetta efni er þeir voru að smíða vopn. 

  • Í dag að sjálfsögðu, er ekki hætta á að menn villist á glópagulli og - - gulli.

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með rannsóknum í Þormóðsdal, en ef gull mælist nægilega víða í jarðvegi á svæðinu í vinnanlegu magni, þá getur það hugsast að farið verði í það verk að vinna gull.

Líklega væri þetta þá gert með því að jarðvegi er mokað upp í miklu magni, en ef 400g. nást úr einu tonni. 

Þarf rúm 2,5 tonn af jarðvegi til að ná einu kílói, sem væntanlega þíðir að til þess að ná að vinna eitt tonn af gulli, þarf 2.500 tonn af jarðvegi.

Það gæti orðið töluvert rask!

 

Niðurstaða

Ég hef ekki hingað til tekið fréttir af gullleit mjög alvarlega. En ef þ.e. staðfest á næstu árum að gull sé í vinnanlegu magni. Þá mundi auðvitað skapast áhugaverð umræða. Vinnslan væri sennilega einföld, þ.e. stórvirk tæki að moka miklu magni af jarðvegi. Ekki sérlega kostnaðarsöm þannig séð. En því fylgdi mikið rask - - en kannski er það ásættanlegt!

 

Kv.


Olíuæðið í Bandaríkjunum verður ekki langlíft!

Financial Times sagði frá nýlegri árskýrslu Alþjóða Orkustofnunarinnar eða "International Energy Agency - IEA." Það sem er merkilegt er frekari umfjöllun um olíuæðið í Bandaríkjunum. Þar má finna nokkra áhugaverða punkta.

  1. "The IEA...now forecasts that the US will displace Saudi Arabia as the world’s biggest oil producer in 2015."
  2. "But it expects US light tight oil production, which includes shale, to peak in 2020 and decline thereafter, even as global demand continues to grow to 101m barrels a day by 2035, from about 90m b/d today."
  3. "The shale gas boom will boost US manufacturing and jobs until at least 2035..."

Ef maður les úr þessu, þá nær olíuæðið í Bandaríkjunum hámarki kringum 2020, síðan byrjar framleiðsla smá að fjara út - - og kringum 2035 sé æðið að nálgast endamörk.

En yfir þetta tímabil gefi olíuæðið mikinn kraft til orkufrekrar framleiðslu af margvíslegu tagi sbr. stálver, efnaverksmiðjur, álver o.s.frv.

Bandaríska stálbeltið svokallaða gæti a.m.k. um hríð gengið í endurnýjun lífdaga.

International Energy Agency warns of future oil supply crunch

Shale gas boom to fuel US lead over Europe and Asia for decades

Seinni fyrirsögnin eru smá ýkjur þ.s. eftir allt saman erum við einungis að tala um 20 ár rúm.

Þetta er heldur skammlífara "oil boom" en ég hélt að væri á ferðinni.

En sjálfsagt er það vegna þess að "shale" eða leirsteinn, myndar ekki stór forðabúr heldur eru þetta þunn jarðlög á víðu svæði þess vegna þarf svo margar holur, og hver hola um sig nær upp frekar litlu magni.

Það sé frekar fljótlegt að tæma hið vinnanlega magn hvort sem þ.e. olía eða gas.

Hið rússneska Bazhenov svæði er reyndar gríðar stórt, gæti því haft lengri endingartíma en Bakken svæðið í Bandaríkjunum.

 
Niðurstaða

Það sem "fracking" líklega gerir er að kaupa mannkyni tíma, til að þróa betur aðrar aðferðir við það að vinna orku. En eins og útskýrt í síðustu færslu, "Krafa um umtalsverða lífskjaralækkun á Vesturlöndum, felst í þeirri kröfu að Vesturlönd taki hitann og þungann af því að hindra hitun loftslags á Jörðinni," þá eru aðrar aðferðir til að vinna orku töluvert dýrari, það getur vel verið að mannkyn komi til með að sjá eftir því síðar, en eins og er þá mundi það dýpka mjög verulega heimskreppuna og draga mjög úr getu iðnríkjanna til að vaxa frá skuldunum; að ganga mjög langt í því að skipta út olíu og gasi á allra næstu árum - þá bætast áhrifin af auknum orkukostnaði ofan á skuldavandann, og hvort tveggja til samans gæti þá lækkað verulega lífskjör á Vesturlöndum. 

Það virðist ólíklegt að almenningur sé til í að færa slíkar fórnir.

Þannig að líkur séu sterkar á því, að mannkyn velji að kaupa sé þann viðbótar tíma. 

Sem felst í "fracking" aðferðinni.

Það verður að koma í ljós síðar meir hvort það var rangt val. Fell engan dóm á það nú.

 

Kv.


Krafa um umtalsverða lífskjaralækkun á Vesturlöndum, felst í þeirri kröfu að Vesturlönd taki hitann og þungann af því að hindra hitun loftslags á Jörðinni!

Það var töluvert áberandi frétt í hádegisfréttum RÚV: Ríkari lönd gagnrýnd á loftslagsráðstefnu. Það virðist að Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, sé að leisast upp í eitthvert allsherjar rifrildi milli svokallaðra þróaðra iðnríkja gjarnan nefnd "Vesturlönd" þó þar á meðal teljist lönd eins og Ástralía, Nýja Sjáland og Japan, kannski S-Kórea einnig - og nýiðnvæddra landa. Í reynd eru Vesturlönd hið gamla bandalag myndað í Kalda Stríðinu gegn tilraun kommúnisma til drottnunar. En þessi lönd hafa haldið áfram að vera í umtalsvert nánu samstarfi í mörgum atriðum, hafa myndað ákveðinn "samstarfs kjarna" innan alþjóða kerfisins t.d. í gegnum Heims Viðskiptastofnunina og/eða í gegnum AGS. Síðan að einhverju umtalsverðu leiti einnig í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar.

  • Vandinn er sá að það er til staðar sú skoðun er á vaxandi fylgi, að loftslagsvandinn sé á ábyrgð Vesturlanda - því sé það á ábyrgð þeirra að hindra hann.
  • En, jafnvel þó að Vesturlönd mundu ákveða einn daginn, að taka upp lifnaðarhætti 17. aldar, án allra nútímaþæginda og CO2 losandi tækni er þá var ekki til, ásamt því að taka aftur upp lífskjör þess tíma - - þá mundi það ekki duga til þess að hindra hækkun hita á Jörðinni.
  • Það mundi einungis hægja á hitun.

Risahagkerfi Asíu verða taka mjög virkan þátt, en ef á annað borð á að vera mögulegt að standa við þau markmið, að hnattræn hitun verði einungis 2°C fyrir aldamót.

Mín skoðun er að það sé algerlega öruggt, þá er ég að meina milli 90-95%, að það markmið náist ekki.

Og ég er nokkuð öruggur einnig, að hitun verði nokkuð nærri svartsýnum spám, um e-h í kringum 6°C.

 

Af hverju vilja ríki heims ekki taka á þessum vanda?

Það er einfalt - þetta snýst um lífskjör. 

Ef Asíulönd ættu að grípa til aðgerða sem til þarf, ásamt því að Vesturlönd mundu taka til hendinni - eins og sagt er, þá er það ekki spurning að lífskjör verða lægri en annars.

Skilvirk tækni sem losar minna er miklu dýrari, t.d. ef maður hugsar um Kína, þar er notað gríðarlega mikið af kolum, sem skapar óskaplega mengun í fjölda borga - - þ.e. gert vegna þess að kínv. hagkerfið ræður ekki við það, að viðhalda hagvexti - sem eykur lífskjör og á sama tíma hætta að nota kol.

Kína getur einungis kúplað kol út smám saman á mörgum árum, en það þíðir líklega að í raun og veru minnkar ekki kolanotkun, heldur einungis verður meiri áhersla lögð á aðra orkugjafa - þannig að notkun kola minnkar einungis hlutfallslega.

Vandinn er sá að hinn hraði hagvöxtur þíðir að orkunotkun eykst það hratt, að þó unnið sé að því að reisa orkuver af öðru tagi, þá eykst eftirspurn eftir orku það mikið, að kolanotkun minnkar ekki.

Það er sennilega ekki fyrr að það fer að hægja verulega á vexti í Kína, eftir 2020 lauslega áætlað af AGS: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!. Að Kína getur byrjað að ná fyrir endann á þessu, og fara raunverulega að hefja útkúplun kola.

Það mundi sennilega þíða einhverja áratugi þaðan í frá.

Við erum að tala líklega að heildar losun Kína sennilega a.m.k. 2-faldist í millitíðinni, þar til að það verulega hefur hægt á vexti í Kína, að þar sé unnt að huga að því að minnka losun.

Og Kína getur ekki tekið ákvarðanir sem verulega hægja á lífskjara-aukningu, þ.e. hagvexti - einfaldlega vegna þess að það mundi líklega á endanum leiða til innanlands uppreisnar gegn stjv.

En fátækir Kínverjar krefjast þess að hafa það betra!

 

Hinn raunverulegi fórnarkostnaður felst í lífskjaralækkun!

Við erum að tala um líklega mjög verulega lífskjaralækkun, ef Vesturlönd gerðu raunverulega tilraun til þess að ná markmiðum um loftslagshækkun.

Vandinn er að það er ekki nóg að skipta yfir í rafbíla, en víðast hvar á Vesturlöndum er orka framleidd með olíu eða gasi, í bland við kol og kjarnorku. Af þeim orkugjöfum er það einungis kjarnorka sem ekki veldur hitastigshækkun. En samt vilja umhverfisverndarmenn yfirleitt einnig - afleggja kjarnorkuverin. En þeim fylgja önnur vandamál.

Kjarninn er orkuframleiðslan sjálf - - ef á að minnka losun, þarf að skipta um orkuframleiðsluaðferðir.

Það þarf í reynd að skipta um orkukerfið sjálft, Þjóðverjar með sitt "Energy Wende" eru einmitt að þessu, a.m.k. að hluta. Ætla að skipta út ca. 1/3 sinnar orkuframleiðslu.

Þar eru þeir að skipta út kjarnorku - frekar en að þetta snúist beint um að minnka losun.

En ef þeir hefðu ætlað sér að standa við loftslagsmarkmiðin, hefðu þeir haldið kjarnorkuverunum, en ætlað sér samt að ná fram sömu markmiðum um að skipta úr 1/3 af orkukerfinu.

En það mundi sennilega ekki duga minna, en að skipta út allri annarri orkuframleiðslu - - en vandinn við kerfi þ.s. hátt hlutfall orku er framleitt með sólarhlöðum og vindi.

Er hve sveiflukenndir þeir orkukostir eru - þ.e. suma dagana engin orka, aðra mikil - það þíðir að innan orkukerfisins þurfa að vera til staðar "orkugjafar" sem unnt er að kúpla inn/út eftir þörfum, til að jafna sveiflur.

Ég sé því ekki að þetta sé mögulegt í landi eins og Þýskalandi, án kjarnorku.

Þ.e. nefnilega það kaldhæðna, að "Energy Wende" er að færa Þjóðverja frá markmiðum í loftslagsmálum, því að orkukerfið er að brenna kolum í meira mæli til að mæta þessum sveiflum.

Þannig séð má segja - - að Merkel hafi í reynd ákveðið að yfirgefa Loftslagsmarkmið SÞ er hún ákvað að loka kjarnorkuverunum á liðlega áratug.

  • Hafið samt í huga, að svo mikill er kostnaðurinn við þessa kerfisbreytingu í Þýskalandi, að sennilega mun orkukostnaður heimila a.m.k. 2-faldast áður en yfir líkur.

Það auðvitað minnkar aðra neyslu í Þýskalandi, gæti verið hluti skíringarinnar af hverju afgangur af utanríkisviðskiptum Þýskalands er að vaxa allra síðustu misserin.

Þetta minnkar auðvitað neyslu, vegna þess að þetta lækkar lífskjör.

  • Ef Þjóðverjar hefðu verið að stefna að Loftslagsmarkmiðunum, sem hefði þítt að skipta út kolum - gasi og olíu, halda kjarnorkunni sennilega fjölga kjarnorkuverum.
  • Í reynd skipta út a.m.k. 2/3 af sinni orkuframleiðslu.
  • Yrði náttúrulega kostnaðarhækkun til heimila, að sama skapi meiri.

 

Mér sýnist augljóst að Loftslagsmarkmiðin kalli á mikla fjölgun kjarnorkuvera!

En eitthvað þarf að framkalla stöðugleika í orkukerfum landa, vindur og sólarorka eru of óstöðugir kostir. Viðkvæm tæki eins og tölvubúnaður, þolir ekki miklar spennusveiflur.

Vegna þess að það verða alltaf svæði sem ekki njóta sólar eða vinds, þarf að vera mikil umfram framleiðslugeta innan kerfisins. Ef hátt hlutfall orku á að vera í bland framleidd með sól og vindi.

Að auki þarf að vera mikil flutningsgeta á orku, þ.e. mikið af raflínum því möstrum. Því að orku þarf að flytja inn á svæði þ.s. framleiðslan er lítil þá stundina, og öfugt af þeim svæðum þ.s. hún er mikil þá stundina. Síðan kannski daginn eftir snýst það allt við.

En þú þarft einnig að geta mætt álagi t.d. vetri þegar snjóar og stór hluti af kerfinu er ekki að framleiða, þá þurfa að vera til staðar stórir orkugjafar sem unnt er að kúpla inn. Sem unnt er að slökkva á í millitíðinni.

Kola-, gas- og olíurafstöðvar eru mun ódýrari kostir. En eins og Þjóðverjar hafa komist af, þegar notkun þeirra eykst. Þá vinnur það gegn markmiðum um losun.

Þannig að þá þarf eins og ég sagði, kjarnorku í staðinn - - sem varaafl.

  • En kjarnorkustöðvar eru einnig dýrar, ef á að fjölga þeim.
  • Og auðvitað, að leggja þúsundir km. af nýjum raflínum, eins og Þjóðverjar eru að komast að, er óskaplega dýrt.
  • Síðan kostar það ekki heldur smáaura að setja upp heilu skógana af risavindmyllum, og sólarhlöður alls staðar þ.s. þeim verður komið fyrir.

Það er einmitt málið - - kostnaðurinn er óskaplegur.

Sem þíðir að orkuverðið fer fer upp, þ.e. 3-faldast eða 4-faldast.

Það er sennilega að 2-faldast í Þýskalandi við það að skipta út 1/3 af orkunni, en að skipta út 2/3 örugglega a.m.k. 3-faldar orkukostnað heimila og annarra aðila.

 

Það er einmitt málið, lægri lífskjör!

Við skulum ekki gleyma því að Vesturlönd eru í skuldakreppu, þannig að við erum að tala um að 2 - 3 falda orkukostnað, ofan í hana. Heimili eru víð stórskuldug, fyrirtæki það, og ríki sem og sveitafélög.

  1. Að auki má ekki gleyma því, að ef orkukostnaður 2-3 faldast, þá minnkar hagnaður fyrirtækja.
  2. Svo að laun lækka.
  3. Sem kemur þá ofan í hækkun orkukostnaðar til heimila.
  4. Líklega hækkar matvælaverð að auki, því að matvæli eru á mörgum framleiðslustigum og einnig í verslunum, varðveitt í kælum.
  5. Náttúrulega, minnka skatttekjur ríkisins - vegna minnkaðs hagnaðar fyrirtækja, vegna líklega mikil samdráttar í neyslu þegar áhrif launalækkunar, matvælaverðlagshækkunar og rafmagnshækkunar dynur yfir heimili.

Þegar er meðalatvinnuleysi á evrusvæði 12,2%.

Að sjálfsögðu, þíddi það að hrun yrði í svokölluðum velferðarkerfum.

Það sem ég er að leitast við að setja fram - - er hve krafan um losun byggð á Loftslagsmarkmiðum SÞ er óraunsæ.

  • En ef Asíulöndin á sama tíma, en fátt bendir til annars, mundu lítinn eða engan þátt taka í þessu verkefni, þ.e. þau viðhorf sem þar eru að þetta sé Vesturlöndum að kenna.
  • Þau beri ábyrgð á losun þeirri sem sé að valda vanda í dag.
  • Það sé ósanngjörn krafa gagnvart Asíu, að þau lönd reddi vanda sem Vesturlönd bjuggu til.
  • Nú sé komið að þeim að byggja sig upp, Vesturlönd hafi fengið frítt spil fram að þessu - þeim beri að taka á sig hitann og þungann af því að leysa vandann.
  • Þá yrði þetta ekkert minna en efnahagslegt sjálfsmorð Vesturlanda.

Asía mundi einfaldlega keyra framúr Vesturlöndum og það rækilega, sennilega í lífskjörum einnig.

Og auðvitað, losun Asíu mundi aukast það mikið - - að minnkun Vesturlanda er kostaði þeirra efnahagslega sjálfsmorð. Mundi hvort eð er ekki hindra hækkun lofthita á Jörðinni.

 

Niðurstaða

Vandinn í hnotskurn er einfaldlega sá að Loftslagsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna eru óraunsæ, vegna þess að efnahagslegur kostnaður landa heims - þó verið geti að hann muni verða meiri seinna - yrði það mikill ef á að leitast við að ná þeim markmiðum, að mjög mikið mundi sjá á lífskjörum í löndum heims.

En Vesturlönd geta ekki ein reddað þessu, heldur þurfa lönd Asíu eins og Kína, þegar að stefna að minnkun á losun. Land eins og Indland, yrði að finna leið til að auka sín efnahagslegu umsvif án þess að auka losun. Sama um land eins og Filippseyjar, o.flr. 

Það mundi óhjákvæmilega hægja mjög mikið á efnahagsuppbyggingu í Asíu vegna þess hve miklu dýrari þeir orkukostir eru, sem ekki losa CO2. Og Vesturlönd á sama tíma yrðu að sætta sig við mjög verulega skerðingu lífskjara - þ.e. almenningur.

Sennilega frekar djúpa efnahagslega niðursveiflu á sama tíma.

Það ofan í þá skerðingu sem líklega verður vegna skuldakreppu.

  • Það þarf vart að taka fram, að þetta þíddi í reynd efnahagslegt kreppu ástand til mjög margra ára í heiminum, ef raunverulega á að ná þeim markmiðum fram.
  1. Þar liggur einmitt vandinn, almenningur - sættir sig ekki við þá lífskjaralækkun.
  2. Hvorki á Vesturlöndum eða í löndum Asíu. 

Almenningur mundi kjósa til valda þá sem mundu lofa þeim bættum kjörum.

Lýðræðisríkin geta einfaldlega ekki knúið þessi markmið fram.

Og líklega eiga einræðisríki einnig mjög erfitt með það.

Ég er ekki efasemdarmaður hvað það varðar, að ég er nokkuð viss um það að hitun af manna völdum er virkilega í gangi. Ég hef lesið nægilega mikið af sannfærandi gögnum, þ.e. sem ég tel sannfærandi. Aftur á móti, er ég mjög skeptískur á það að mögulegt sé að hindra þá hækkun.

Tel að augljóst sé að mannkyn standi frammi fyrir aðlögun að þeim breytingum á loftslagi Jarðar sem eru framundan, og þ.e. líklega rétt að líklega mun mikið á ganga þegar þær fara fram.

Ég held samt að þeir svartsýnustu máli of dökka mynd, t.d. mun Grænlandsjökull taka árhundruð að bráðna, S-Skautsjöklar a.m.k. árþúsund. Það er því svigrúm til að hindra bráðnun þeirra jökla.

Þó hitun loftshjúps Jarðar sé ekki hinduð með því að minnka losun, þess í stað á ég von á því að tæknilegum lausnum verði beitt, kenndar við: Geo Engineering.

 

Kv.


Merkel klúðrið mikla!

Það hefur verið magnað að fylgjast með ákvörðun sem sennilega er að þróast yfir í eitt af stærstu stórslysum seinni tíma. En þ.e. ákvörðun sem Angel Merkel tók, að loka kjarnorkuverum í Þýskalandi á ca. áratug.

Í staðinn fyrir ca. 1/3 orkuframleiðslu - á að koma vindorka í bland við sólarorku.

Hugmyndin er að þetta sé umhverfisvænt.

En í staðinn, er þetta að valda aukningu í losun gróðurhúsa lofttegunda.

Þetta er að verða sorglegt dæmi um mistök á virkilega mjög stórfelldum skala!

Germany's Defective Green Energy Game Plan

 

Orkuhryllingurinn!

Myndin sýnir að hluta af hverju dæmið er ekki að ganga upp. 

  1. Stór hluti vandans er sá að verið er að leggja af orkuver sem staðsett eru þ.s. mest er þörf fyrir orku, sjá staðsetningu kjarnorkuvera í S-Þýskalandi þ.s. stór hluti iðnaðarins er.
  2. Í staðinn koma vindorkuver, takið eftir svörtu krossunum, en þeir sýna þá umframorku sem er til staðar eftir svæðum, svörtu strikin sýna eftirspurnina - - vandinn er sem sagt í annan stað sá, að stór hluti hinnar nýju orkuframleiðslu er á svæðum þ.s. orkunotkun er miklu mun minni, því megnið af iðnaðinum er notar orkuna er ekki þar.
  3. Til að mæta þeim vanda, þarf að reisa gríðarlega mikið af nýjum flutningslínum fyrir rafmagn, en eins og sést á mynd - hefur fram að þessu einungis verið reist lág prósenta þess sem þarf af þeim nýju línum.
  4. Hinn stóri vandinn er sá vandi, að vindorkuver og sólarorkuver framleiða orku mjög sveiflukennt þ.e. sólarhlöður framleiða stundum mikið og stundum ekki neitt, sama um vindorkuver.
  5. Tæknilega séð er unnt að nýta tækni sem geymir orku - t.d. dæla vatni í lón sem hleypt er af síðar eða hlaða upp risastórar rafhlöður; en alltof lítið framboð er af slíkum orkugeymslum, og lítil hvatning er byggð inn - a.m.k. enn sem komið er - til að byggja upp leiðir til að varðveita hina sveiflukenndu orku til nota síðar.
  6. Þetta þíðir fyrir bragðið - - miklar spennusveiflur innan kerfisins. Og það gengur alls - alls ekki, þ.s. nútíma tæknikerfi eru viðkvæm fyrir nákvæmlega slíku.
  • Það er því brugðið á það ráð - - að keyra upp kolaorkuver.
  • Til að jafna út spennusveiflurnar er annars væru.
Fyrir bragðið hefur losun CO2 aukist í Þýskalandi sl. 2 ár. Ekki minnkað. 

Það eru fleiri vandamál!

Kostnaðurinn við uppbygginguna, er ægilegur - - og er að keyra upp orkuverð innan Þýskalands í áður óþekktar hæðir, og þ.e. ekkert sem bendir til annars en að þær orkuverðs hækkanir haldi áfram.

Ef þetta dæmi væri í reynd að gera e-h gagn, þ.e. minnka losun.

Eitt vandamál enn, er hvernig fyrirtæki eru hvött til að framleiða sem mest af orku með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum.

Þetta er gert með því að skattur hefur verið lagður á framleiðslu orku með svokölluðum "óumhverfisvænun" aðferðum. Takið eftir að sá fer hækkandi.

Í kaldhæðni örlaganna er sá skattur að gera rekstur gas-orkuvera óhagkvæman. Meðan að kolaorkuver, geta enn framleitt rafmagn án þess að skila taprekstri fyrir eiganda sinn.

Þannig að gas-orkuverum fækkar, sem þó menga miklu minna hlutfallslega en kolaorkuver. Það væri mun skárra, ef gas-orkuver væru notuð til að fylla upp í, til að taka af orkulægðirnar til að lágmarka spennusveiflur.

Annað vandamál við hvernig fyrirtæki eru hvött til að framleiða sem mest af orku með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum, er það.

Að þau græða meir eftir því sem þau framleiða meiri orku með þeim aðferðum sem skilgreindar eru - umhverfisvænar.

Til þess að flýta sem mest fyrir uppbyggingunni. Er þeim tryggt ákveðið lágmarksverð fyrir orku framleidd með þeim hætti, þannig að slík orkuframleiðsla skili alltaf hagnaði. Þetta þíðir m.a. að þessi sérstaki skattur "surcharge" hækkar öðru hvoru - sjá mynd.

Að auki fær "græn" orka - forgang innan orkukerfisins. Og því er alltaf skilt að kaupa hana - burtséð frá því hvort kerfið hefur þá stundina þörf fyrir þá orku eða ekki.

Vegna þess að ekki eru nægar línur til staðar - til að flytja orkuna þangað þ.s. hennar er mest þörf.

Fer mjög mikil orka til spillis - - sem er ekki mögulegt að nýta. Sem orkukerfið þarf samt að kaupa á fullu verði.

Þetta er verulegur hluti af því, af hverju orkukostnaður stöðugt hækkar.

Að auki, hafa þar með framleiðendur - hvata til að setja upp framleiðslu. Hvar sem þeir geta, burtséð frá því hvort framleiðsla á þeim stað með vindmyllum eða sólarhlöðum er yfirleitt skynsöm eða hagkvæm á akkúrat þeim stað eða ekki.

Þetta er viðbótar ástæða fyrir sóun.

  • Til samans er þetta að leiða til þess, að gríðarleg aukning er í sóun.
  • Samtímis er gríðarlega hröð aukning á kostnaði.
  • Og ekki síst, stöðug hækkun á verðlagi fyrir rafmagn.

Vonandi verður þetta "fíaskó" stöðvað - - áður en það veldur mjög stórfelldum skaða á þýska hagkerfinu.

En þegar eru fyrirtæki farin að hrekjast úr landi, vegna stöðugt hækkandi orkukostnaðar. 

Sem fyrirséð er að haldi áfram að hækka.

Og ekki síst, sífellt flr. fólk hefur ekki lengur efni á að greiða rafmagns reikninginn.

Svokölluðum "orkufátæklingum" fer hratt fjölgandi.

Ég veit ekki hvað þarf til að stöðva þetta brjálæði - en brjálæði virðist virkilega ekki of sterkt orðalag.

 

Niðurstaða

Ég segi eins og ég sagði síðast. Að "energy wende" stefnan sem Merkel hóf á sl. kjörtímabili, er líklega hennar verstu mistök. En í ofanálag, er sú stefna líklega ein hver verstu pólitísku mistök í nútíma sögu Evrópu hvorki meira né minna. En það getur tekið þó töluverðan tíma, áður en það kemur fyllilega upp á yfirborðið. Hve hrikalegt þetta dæmi er.

 

Kv.


Hörkurifrildi um virkjanir í Þýskalandi minnir á Ísland!

Þetta eru örlítið öðruvísi virkjanir en þær sem við erum vön. Það er, risastórar vindmyllur til raforkuframleiðslu. En þ.s. er nýtt í þessu, er að "andstöðuhreyfing" um margt líkt - finnst mér - af því að lesa grein Der Spiegel um málið, andstöðuhreyfingu þeirri sem er til staðar hér á Íslandi. En sjónarmiðin eru lík, það er, koma kunnuglega fyrir sjónir.

  1. Náttúruvernd.
  2. Sjónmengun.
  3. Áhrif á lífríkið.
  4. Hávaði - bætist við sem vandi. 

Undanfarin ár hefur verið byggt gríðarlega mikið af vindmyllum með ströndinni, en einnig víða meðfram hraðbrautum - - Þjóðverjar virðast ekki hafa enn sem komið er farið þá leið að reisa þær úti á sjó, eins og gert er í Bretlandi með mjög ærnum tilkostnaði.

En þ.s. hefur sett umhverfisverndarmenn í uppnám, eru áætlanir um að setja um vindmyllur í:

  1. Fjallaskógum.
  2. Við falleg stöðuvötn.
  3. Alltaf uppi á hæð þaðan sem til þeirra sést víða að.
  • Hugtakið - sjónmengun - er því orðið heitt í umræðunni, nú þegar til stendur að taka undir þetta, helstu náttúruperlur Þýskalands.

"Even valuable tourist regions -- such as the Moselle valley, the Allgäu and the foothills of the Alps -- are to be sacrificed. Sites have even been earmarked by Lake Constance and near Starnberg, where the Bavarian King Ludwig II drowned."

  • Síðan bætist við, að frá þessu þarf að leggja rafmagnslínur í staurum langan veg frá þessum gjarnan tiltölulega afskekktu stöðum, þar kemur aftur "sjónmengun" og síðan eins og hér á landi, vill fullt af fólki ekki hafa raflínur nærri sér sbr. áhyggjur af rafsegulsviðsmengun.

"Plans call for some 60,000 new turbines to be erected in Germany -- and completely alter its appearance."

"More than 700 citizens' initiatives have been founded in Germany to campaign against what they describe as "forests of masts", "visual emissions" and the "widespread devastation of our highland summits.""
  • En ekki síst eru það einnig neikvæð áhrif á "náttúru" - - að sjálfsögðu eru fiskistofnar ekki í hættu, en í staðinn eru það "fuglar himinsins" sem fljúga á þetta og bíða bana, sumir hafa vit á að forðast spaðana meðan aðrir hafa það ekki, að auki virðist þetta drepa gríðarlega mikið af skordýrum.
"Recent studies by bird protectors reveal how the giant blades chop up the air in brutal fashion. "Golden plovers avoid the wind turbines," says Potsdam-based ornithologist Jörg Lippert. Swallows and storks, on the other hand, fly straight into them. The barbastelle bat's lungs collapse as it flies by. A "terrible future" awaits the lesser spotted eagle and red kite, Lippert says."

Eitt enn sem er líkt og á Íslandi - - allt þetta á að gera í hvelli.

Þ.e. verið að gera umhverfismat í miklu flýti eða jafnvel hreint ekki.

Deilurnar eru ekki síst harðar meðal umhverfissinna - - þ.s. annar hópurinn styður vindmyllurnar meðan að hinn er eldheitur á móti.

"Johannes Remmel, a member of the Green Party who serves as environment minister for the state of North Rhine-Westphalia, has announced that he would like to put up around 2,000 wind turbines in the region's forests. The state of Hesse also wants to cut down thousands of hectares of trees."

Þetta snýr að fókus, þ.e. þeir sem fókusa á "hreina orku" þ.e. þá sem ekki framleiðir koltvísýring, styðja þessar "virkjanir" má kalla þá "virkjanasinna" eða "nýtingarsinna" meðan að þeir sem vilja halda umhverfinu óspilltu - óttast áhrif á fugla - skordýr, sem sagt náttúruna; eru andvígir.

"Some pioneering projects are already underway, such as that in Ellern, a small town in the low mountain range of Hunsrück in the state of Rhineland-Palatinate. Ellern has recently become home to a record-breaking wind turbine some 200 meters tall, or far above the treetops."

"Semi-trailers pulled nacelles, the enormous housings for wind turbine engines, and transformer stations up the narrow forest roads. A 1,000-ton crane made its way up the slippery slopes to the peak; trees were felled at the side of the road to make way for it. At the top, the forest was cleared to nothing with chainsaws so that concrete foundations could be laid for the turbines."

"No one knows what the impact of such activities will be on the flora and fauna. The offensive into this mountain range took place "without checks," protests Germany's Nature and Biodiversity Conservation Union (NABU). In any case, the group says, the idea of generating wind power in the forest should be "rejected on principle.""

Þetta er þ.s. ég á við er ég segi umræðuna svipaða um a.m.k. sumt.

Der Spiegel - Mutiny in the Land of Wind Turbines

 

The Rise of the Monster Wind Turbines

Vandinn var búinn til af Angelu Merkel!

Þetta er um að kenna A)ákvörðun hennar að loka kjarnaorkuverum í Þýskalandi í kjölfar slyssins í Japan þegar kjarnorkuver bræddi úr sér eftir að risaflóðbylgja fór yfir það og stórskemmdi, þó að enginn möguleiki sé til þess að sambærileg atburðarás eigi sér stað í Þýskalandi þ.e. 9,3 Richter skala skjálfti síðan margra metra há flóðbylgja frá hafi; varð mikil taugaveiklun í Þýskalandi tengt kjarnorkumálum í kjölfarið - að kjarnorkuver skildi geta brætt úr sér í Japan sem Þjóðverjar líta á sem það land sem þeir einna helst bera sig við, sé fyrirmynd. Óttinn var órökréttur þ.e. japanska kjarnorkuverið stóðst hinn ótrúlega skjálfta upp á 9,3 Ricther það var flóðbylgjan sem skemmdi það, sú staðreynd að Japanir byggðu sín ver við ströndina vegna þess að þá vantar stór vatnsföll svo vatnskæld kjarnorkuver í Japan þurfa að vera við strönd, meðan að í Þýskalandi þ.s. er gnógt vatnsfalla eru þau inn til landsins langt - langt frá öllum hugsanlegum flóðbylgjum, og að auki getur ekki orðið nándar nærri þetta stór skjálfti í Þýskalandi. Óttabylgjan var því órökrétt og Merkel hefði átt að sussa hana niður. En í staðinn tók hún afdrifaríka ákvörðun - - þá að loka öllum þýsku kjarnorkuverunum og það bara innan nokkurra ára.

  1. Vandinn er sá að þau framleiddu um 1/3 af allri raforku fyrir Þýskaland.
  2. Að auki voru þau staðsett þ.s. raforkuþörfin er mest, því þurfti ekki mjög mikið af rafstrengjum.

Seinni megin vandinn er B) ákvörðunin að orkan þyrfti að vera "umhverfisvæn." Þ.e. ekki kom til greina að reisa kolaorkuver, þó af kolum sé nóg enn í Þýskalandi. Né gasorkuver eða dísil. Þannig að það voru vindmyllur og sólarhlöður. Sólarhlöður í landi þ.s. snjóar um vetur - - og þ.s. gjarnan er skýjað.

  1. Vandinn við vindmyllurnar er ekki einungis sá að vindurinn er ekki alltaf til staðar, heldur sá að þær þurfa að vera staðsettar þ.s. vindinn er einna helst að fá.
  2. Sú staðsetning er víðast hvar ekki nærri þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest.
  3. Það að loka kjarnorkuverum sem vísvitandi voru staðsett á þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest, og skipta þeim út fyrir vindmyllur sem staðsettar eru einna helst utan þeirra svæða.
  4. Kallar á gríðarlega - - rafstrengi, þvers og kruss um allt landið.

Það sem er verst af öllu!

Er hve lítill tími er til stefnu! - "The German government wants to have renewable sources supply 35 percent of Germany's energy by 2020.

Það er vegna þess, að kjarnorkuverunum á að loka í síðasta lagi 2022.

Þess vegna er þessi gríðarlegi - flýtir í uppbyggingunni.

  1. Við þekkjum þetta, að þegar allt á að gera í hendingskasti er ekki einungis hætta á mistökum, heldur verða þau nánast örugg!
  2. Að auki, er farin að rísa upp "spillingarumræða" tengd verkefnunum.

En það eru mjög háir skattar á raforku framleidda með hefðbundnum aðferðum í dag. Sem hefur hækkað til muna raforkuverð til notenda. Ekki vinsælt eðlilega.

Síðan er beitt - - mjög háum styrkjum til verkefna, og til þeirra sem samþykkja að reistar séu vindmyllustöðvar á þeirra landi.

Dæmi um að bændur við ströndina hafi meiri tekjur af því að leigja landið undir vindmyllur en af því að hafa búskap.

"Baron Götz von Berlichingen, from the village of Jagsthausen in Baden-Württemberg, is a direct descendant of the knight celebrated by Goethe. Together with the power company EnBW, he is building 11 wind farms on his property. Used for farming, the land generated at the most €700 per hectare (2.5 acres) -- a fraction of what it earns as a site for wind turbines."

En ekki síst, virðist skorta - - eftirlit með verkefnunum, sem eru mjög - mjög mörg í gangi samtímis, úti um allt land.

  1. Fyrirtækin fá mikla styrki og þ.s. er verra græða meiri slíka eftir því sem þau reka flr. vindmyllur.
  2. Þannig að það virðist að þau séu að setja upp flr. vindmyllur, en þær sem líklega verða hagkvæmar þegar styrkjum verður aflétt.
  3. Líklega að verið sé að setja upp slíkar þ.s. vindur í reynd er ekki alveg nægilega mikill.
  4. Og það eru löndin sjálf sem sjá um eftirlitið með þessu - - og eins og gerist og gengur, standa þau sig mis vel.
"For a long time, the companies grew fat on feed-in tariffs, which provide guaranteed prices for green energy at above-market prices subsidized by the government via surcharges on consumers' power bills. Indeed, an entire industrial sector developed into a subsidy giant. The result? Bloated firms with excess capacity."

Svo er ágætt að hafa í huga - - hversu gríðarlega stórar þær stærstu eru orðnar.

"The sweeping blades of the Enercon E-126 cover an area of seven football fields. The rotors of modern wind turbines weigh up to 320 metric tons. There are 83 such three-armed bandits in Germany's largest wind farm, near the village of Ribbeck, northwest of Berlin. "

Það virðst eiginlega einungis spurning - - hversu stórt hneykslið verður á endanum.

""It's all an enormous swindle," says Besigheim-based auditor Walter Müller, 65, whose former job involved calculating the value of bankrupt East German factories. Today, he takes the same hard-as-nails approach to examining the books of wind farm companies." - "His verdict? A fabric of lies and deception. The experts commissioned by the operators of the wind farms sometimes describe areas with weak breezes as top "wind-intensive" sites to make them appear more attractive, he says. "Small-scale investors are promised profits to attract them into closed funds for wind farms that do not generate enough energy," he says. "Ultimately, all the capital is eaten up.""

Síðan að sjálfsögðu kostar þetta ótrúlegar upphæðir - - sem keyrir upp raforkukostnað í hæðir sem áður eru óþekktar.

Sem ég efa að muni bæta samkeppnisskilyrði þýskra atvinnuvega!

Spurning hvort það geti verið ástæða hvers vegna hagvöxtur hefur verið dalandi í Þýskalandi upp á síðkastið.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ákvörðun Angelu Merkel, að loka kjarnorkuverum landsins, eigi eftir að reynast hennar verstu mistök. Þá meina ég, jafnvel enn verri - - heldur en stefna hennar um vanda svokallaðs "evrusvæðis." 

En það að loka því sem framleiðir þriðjung orku landsins á einungis 9 árum, ætla að skipta þeirri orkuframleiðslu út, fyrir "græna orku" svokallaða þ.e. vindmyllur - sem verður meginfókusinn - og sólarhlöður. Sem kallar á gríðarlega rafstrengi þvers og kruss um allt landið. 

En þ.e. ekki einungis að raforkuframleiðslan er færð af svæðum þ.s. eftirspurnin er mest, heldur þarf að reisa heldur umfram af vindmyllum til að mæta því að vindur er breytilegur. Og þá þarf að vera næg flutningsgeta til að flytja mikið rafmagn landshluta á milli.

Ég velti fyrir mér hvernig á að tryggja að ekki séu verulegar spennusveiflur í rafkerfinu. En ég hef heyrt einmitt, að þeirra sé að gæta í vaxandi mæli. Í raforkukerfi sem hafði fram að þessu verið mjög öruggt.

Kostnaðurinn er að sjálfsögðu - - stjarnfræðilegur.

Þ.e. það sem á eftir að hækka og hækka og hækka enn meir, raforkuverð í Þýskalandi.

Hvernig getur þýska iðnaðarvélin þolað svo hátt raforkuverð?

Hvernig getur almenningur umborið hann?

  • Á einhverjum tímapunkti verður örugglega hætt við.
  • Halda t.d. nýjustu kjarnorkuverunum í gangi, sem vitað er að engin ástæða er að slökkva á næstu 20 árin a.m.k., ef miðað er við ástand þeirra.

En þ.e. þessi gríðarlegi flýtir sem ekki síst, virðist vera að búa til mikla spillingu - "misallocation of resources" - og auðvitað, stendur til að reisa heilu vindmylluskógana á viðkvæmustu náttúrusvæðum Þýskalands, að því er best verður séð. Án umhverfismats.

Þetta virðist eiginlega miklu harkalegra - - en þ.s. gagnrýnt var hér, þegar svokölluð virkjun við Kárahnjúka var byggð.

Þetta eru Kárahnjúkar í háu margfeldi. Sannarlega er ekkert sökkt land. En mér virðist umhverfisáhrif þessara virkjana heilmikil, samt sem áður.

Það kaldhæðna er að líklega er það skárra, að slökkva ekki á kjarnorkuverunum. Frá umhverfissjónarmiði séð.

 

Kv.


Nýstárleg hugmynd - getur vegklæðning verið risastór sólarhlaða?

Fljótt á litið virðist þetta ekki getað staðist. En ég rakst á þessa frétt á vef Der Spiegel: Solar Road Panels Offer Asphalt Alternative. En í textanum kemur fram, að bandarísk hjón hafa verið að gera tilraunir með nýja tegund af vegklæðningu. Hafi fengið fjárveitingu fyrir "Pilot Project" sem á að sanna að þetta sé praktískt.

Vegur búinn til úr gleri - - en sjálfsagt er þetta tæknilega mögulegt. Og getur líklega vel verið nægilega sterkt, að auki slitsterkt!

  1. "It had to be textured to the point that it provides at least the traction that current asphalt roads offer -- even in the rain,"
  2. At the development stage, that was one of the most important requirements for the upper layer of the panels."
  • "They managed to develop such a glass, which is as hard as steel but not at all smooth."
  • "We hesitate to even call it glass, as it is far from a traditional window pane, but glass is what it is, so glass is what we must call it,"

Þetta virðist flókið, en sjálfsagt væri fræðilega unnt að framleiða þetta allt saman í verksmiðju í fyrirframtilbúnum einingum!

Og síðan leggja þær hver við aðra, ekki ólíkt því að hellur eru lagðar nema þessar næðu þvert yfir veginn, sennilega þyrfti hver að vega nokkur tonn, en maður getur séð hvernig steyptir vegir eru steyptir í einingum. Þetta gæti líklega verið svipað að stærð og slíkar steyptar einingar.

  • "The composition of a panel is always the same and consists of three parts:"
  1. "on top, a hard glass layer containing the solar panels, LED lights and heating."
  2. "Then comes the second layer, which contains the controller, where a microprocessor unit activates the lights and communicates with the road panels."
  3. "Finally, the bottom layer ensures that the electrical current collected from above makes it to homes and charging stations for electric cars."
  • " In addition, there is space for other cables, such as television or telephone lines."
  • "And the Brusaws have thought even further ahead. Along the sides of the modules are canals that collect water drainage for filtering. That way the water isn't wasted and can be used to water fields, for example."

Það væri óneitanlega galli, að hafa veginn sem heild eina einingu, þannig að það þyrfti jafnvel að henda öllu klabbinu vegna eins jarðskjálfta - - einnig rétt að halda til haga, að frost og funi, getur einnig sprengt yfirborð sem er ósveigjanlegt sem gler - óneitanlega er.

Svo mig grunar, að ef þetta er smíðað úr fyrirfram tilbúnum einingum, er næðu þvert yfir veginn, og væru að auki nokkrir metrar á lengd. Þá væri þetta praktískt. En þá væri unnt að ganga frá því þannig, að unnt væri að skipta um einingar.

Skiptingin milli eininga, gæti leyft einhvern sveigjanleika.

  • "But what happens in the event of an earthquake?...Basically, any such force that could destroy an asphalt or concrete road would have a similar result with a Solar Roadway," says Scott Brusaw."
  • "But if one solar road panel is broken, it can simply be replaced, because all of the elements connect to create an intelligent street network, which can even use LED lights to alert drivers to dangers around the next curve."

Ég hefði reyndar átt von á því að þetta væri hlutfallslega miklu dýrara.

Þetta er samt líklega ekki að gerast alveg strax.

  • "There's just one catch: Currently the solar road panels cost about three times as much as conventional roads, the Brusaws say."

En kannski getur þá vegurinn sjálfur framleitt næga orku, fyrir lýsingu. En hugsa má sér, að ljósin séu tengd við rafhlöður, sem vegurinn hleður þegar er góð birta.

Má jafnvel vera, að við og við geti verið staurar - - svo rafbílar geti fengið hleðslu.

-------------------------

Hugsanlega getur þetta einna helst verið praktískt á götum innan bægja! Og borga.

 

Niðurstaða

Það mun örugglega taka flr. ár að þróa þessa tækni að fullu. Miðað við greinina í Der Spiegel, virðast þau ekki vera að hugsa í fyrirfram tilbúnum einingum. Heldur væri t.d. bílastæði lagt sem ein heild.

Það má vera að slíkt sé praktískt fyrir bílastæði. En vart fyrir heilu vegina.

Þá líklega þarf að þróa einingar sem unnt væri að framleiða í verksmiðju í miklum fjölda, og síðan leggja á veg. Þær gætu verið svipaðar að stærð og þær einingar eru að umfangi, sem eru til staðar þegar vegur er steyptur. 

Þetta gæti gert rafbílavæðingu mun praktískari möguleika!

Ég get séð fyrir mér, borgir gera tilraunir með þetta kannski innan næstu 10 ára.

 

Kv.


Er til hagkvæm lausn á brennisteinsmengun frá gufuvirkjunum?

Eins og ef til vill margir sáu, þá var áhugaverð grein á forsíðu Morgunblaðsins sl. föstudag, þ.s. fram kom að fyrirtækið Carbon Recycling International. Sem er reyndar íslenskt hátæknifyrirtæki. Hefur lagt það til við Orkuveitu Reykjavíkur. Að Carbon Recycling reisi verksmiðju við hlið Hellisheiðarvirkjunar, sem muni hafa það verkefni, að nýta brennisteininn sem í dag fer beint út í andrúmsloftið frá Hellisheiðarvirkjun. Til þess að framleiða metanól og brennisteinssýru.

Skv. fréttinni er áætlað útflutningsverðmæti 4ma.kr. per ár, af afurðum verksmiðjunnar miðað við magn það af brennisteini sem losað sé ár hvert af Hellisheiðarvirkjun.

Kostnaður við verkmiðju, á bilinu 6-7ma.kr. skv. frétt, væntanlega skv. áætlun Carbon Recycling. En fyrirtækið á eina slíka verksmiðju fyrir þ.e. í Svartsengi á Reykjanesi, en áður var rekin tilraunaverksmiðja í mjög smáum stíl í samvinnu við OR. Þannig að líklega þekkja þeir til þess, hvað kostar að reisa eina slíka.

  • Á vefsíðu fyrirtækisins er einnig frétt um málið Converting pollution into billions of value. Þar kemur fram að slík verksmiðja þurfi 45 mw af orku. Og þar muni líklega 45 manns starfa.
  • Á vef OR kemur fram að Hellisheiðarvirkjun framleiðir 303 MW. Svo verksmiðjan þarf tæp 1/7 af raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.

 

Er þetta lausnin á því að losna við brennisteininn úr útblæstri gufuvirkjana?

Menn hafa eðlilega haft nokkrar áhyggjur af umhverfisáhrifum gufuvirkjana, út af þessum brennisteinsútblæstri. Þó það sé ekki eina vandamálið við gufuvirkjanir.

  1. Það væri óneitanlega gagnlegt, að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum.
  2. En ennþá sniðugra, ef sá nýtist til að framleiða verðmæta afurð á sama tíma. 
  • En auðvitað spurning um hvert það verðmæti sé.

En rætt er um þetta í tengslum við svokallað "biofuel" eða lífrænt eldsneyti, en töluvert hefur verið í sókn á seinni árum, að blanda hlutfall af ræktuðu eldsneyti við venjulegt bensín eða dísil.

Talað þá um "lífeldsneyti" - "lífdísil." 

Fræðilega, væri unnt að íblanda metanóli í bifreiðar hérlendis í litlu magni, t.d. 5%. Og lækka a.m.k. eitthvað, gjaldeyriskostnað við eldsneytisbrennslu hérlendis.

Okkar metanól í þessu tilviki, væri þá ekki talið vera "lífeldsneyti."

-------------------------------------

Rétt er þó að halda til haga, að erlendis er mun algengara að nota etanól til íblöndunar í eldsneyti á bifreiðar, en metanól er samt - nothæft.

Eldsneyti með etanóli heitir gjarnan nafni er hefst á E, t.d. E10 sbr. 10% íblöndun.

Eldneyti íblandað með metanóli, hefur þá nafn er hefst á M, t.d. M5 fyrir 5%.

Common ethanol fuel mixtures

Methanol

Metanól er enn töluvert notað í Bandaríkjunum, tengslum við kappakstur og kvartmílu. 

En þekkt er að menn bæti við metanól innsprautun í vélar, til að gefa þeim aukið afl. Gamalt trix.

Ekki ráðlegt þó í nútíma vélum, nema þær séu gerðar til að þola metanól. En þ.e. víst töluvert tærandi sérstaklega fyrir vélar úr áli. Alls ekki ráðlegt að nota það, ef bíll er með vél sem hefur blokk úr áli.

Svo má ekki gleyma að metanól eða tréspíritus er eitrað efni! Sannarlega er bensín ekki hollt til neyslu né dísil.

En það er líklega samt meginástæða þess, að menn kjósa að nota frekar etanól. Eða venjulegt alkóhól.

-------------------------------------

Vegna þess hve miklu mun algengara er að etanól sé notað, þá má líklega hafa einhverjar efasemdir um raunverðmæti slíkrar framleiðslu.

En vélar í dag eru framleiddar a.m.k. í Evrópu, til að þola etanól. En þ.e. ekki endilega víst, að það þíði að þá einnig þoli þær metanól.

Þó líklega séu það efnafræðilega séð efni sem hafa líka eiginleika.

 

Hvað með afgangsvatnið?

Við þekkjum að það hefur ekki verið vinsælt af Hvergerðingum, að OR skuli dæla vatninu aftur niður í borholur á Hengilssvæðinu. En gætt hefur smáskjálfta af þess sökum, þegar vatnið leikur um sprungur og losar um spennu. Hefur víst verið töluvert um þá í Hveragerði og nágrenni.

Fljótt á litið virðist það áhugaverð leið, til þess að losna við afgangsvatnið sem gjarnan er nokkuð mengað af efnum sem eru íblönduð, sem blandast hafa við vatnið neðanjarðar.

---------------------------

En fræðilega er unnt að gera fleiri hluti við það - - en um er að ræða töluvert mikið magn af heitu vatni.

  1. Hugsa sér má stórfellda ylrækt þ.e. upphituð gróðurhús. Ylrækt gerð að stóriðju. Við þurfum hvort sem er að auka útflutning héðan til þess að bæta lífskjör.
  2. Búa til sambærileg lón eða laugar við Bláa Lónið fræga, heit böð - potta, fyrir ferðamenn. Einhvers konar heilsuferðamennska. 
  • Spurning hvort unnt er að nýta þ.s. til fellur frá gufuvirkjununum, og þannig lágmarka umhverfisáhrif þeirra?
  • Auðvitað eru borholurnar enn til staðar, raskið frá þeim, pípur til að leiða heita vatnið, stöðvarhúsin, vegir þessu tengt - raflínur o.s.frv.


Niðurstaða

Ég set fram spurninguna á vefinn til þeirra sem telja sig hafa vit á þessu. Hvort það sé gagn af hugmyndum Carbon Recycling að taka brennisteininn út úr útblæstri gufuvirkjana. Framleiða metanól, til m.a. íblöndunar í eldsneyti?

En það mun alltaf kosta að hreinsa brennisteininn út, ef þ.e. unnt að gera samtímis því að framleitt sé verðmæt afurð, þá virðist mér fljótt á litið það geta verið áhugaverð leið.

Síðan má ef til vill hugsa gufuvirkjanir í tengslum við nýtingu á heitu vatni ofanjarðar, vegna galla sem komið hafa fram með dælingu á vatninu aftur niður í jörðina.

En hugmyndir hafa komið fram um stóriðju á sviði ylræktar, sem væntanlega þarf nokkuð af heitu vatni, auk þess að krefjast rafmagns til lýsingar. En Ísland eins og þekkt er, þarf á auknum gjaldeyristekjum að halda á næstu árum.

Síðan, er ein hugmynd sem heyrst hefur um svokallaða heilsuferðamennsku, en þ.e. ekki svo að það sé eingöngu unnt að búa til Blá Lón á Reykjanesi.

En kannski má slá nokkrar flugur samtímis! Auka tekjur af orkuframleiðslunni með því að framleiða vörur til útflutnings sbr. ylrækt - metanól, jafnvel - heilsuferðamennska. 

 

Kv.


Eru rafbílar framtíðin?

Ég er áskrifandi af því ágæta tímariti WhatCar sem kemur út mánaðarlega. Þeir ástunda það að vera með nokkrar bifreiðar á hverjum tíma í langtíma-akstri. einn af þeim er Nissan Leaf.

  • Þessi pistill er áhugaverður því hann er raunhæft próf á drægi rafbíls.
  • Eins og fram kemur segir Nissan.uk að drægið sé 109 mílur eða 175km.
  • En þolraunin sem bifreiðin tók þátt í skv. lýsingu úr textanum að neðan, var upp á 64 mílur eða 103 km. Þannig að bifreiðin hefði átt að komast þá vegalengd fremur auðveldlega.

Lesið lýsinguna sem ég hef skannað inn úr mínu eigin eintaki af WhatCar!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/nissan_leaf_img_0006.jpg

 Ef þið lásuð textann þá hafi þið veitt því athygli:

  • að bílstjóri og farþegi ákváðu að sleppa að nota miðstöð/hitara.
  • að bílstjóri og farþegi einnig slepptu því að nota útvarp/hljómflutningstækii.
  • Einnig var fyllstu nærgætni gætt í akstri til að spara orku. 

Samt var það svo að bifreiðin ekki nema rétt svo náði á áfangastað.

En vandi við upplýsingar framleiðenda er að þær standast nær aldrei í praxís - þ.e. bifreiðar hafa alltaf umtalsvert minna drægi í eðlilegri notkun en þ.s. framleiðandi gefur upp.

Eins og þið sjáið af textanum, er munur milli þess er framleiðandi gefur upp, og þess drægis sem raunverulega er fyrir hendi - umtalsverður.

  • Bifreiðin hefði haft verulega styttra drægi, ef hitari hefði verið notaður.
  • Tala ekki um, rafmagnsrúðuhitara að auki.

Allt nauðsynleg tæki við íslenskar aðstæður.

 

Þetta er ástæða þess að ég tel blendingsbíla vera mun praktískari!

T.d. Chevrolet Volt - 2011 Chevrolet Volt Full Test

2011 Chevrolet Volt Hatchback

Hann gengur skrefinu lengra en Toyota Prius því Volt hefur mun stærri rafhlöðupakka, sem gefur því umtalsvert lengra drægi á rafmagni eingöngu.

Uppgefið drægi á rafmagni er 50 mílur eða  80 km. sem er rétt að taka með nokkrum saltkornum. En að flestum líkindum er það þó samt nóg ef ekið er aðeins innanbæjar.

Fyrir akstur utan borgarmarkanna, er bifreiðin einnig með 84 hestafla 1.400cc bensínvél, sem fer í gang og vinnur sem rafall, þ.e. er ekki hluti af drifrás - er þá keyrð á stöðugum hraða sem slíkur. Sem er sjálfsagt óvenjuleg tilfinning - að hafa bensínvél malandi á sama hraðanum nokkurn veginn allan tímann. 

Reyndar hefur bifreiðin 3. prógrammið, ef gefið er botngjöf með pedalnum, þá er bensínmótornum hleypt inn í drifrásina - og bifreiðin virkar eins og Prius rétt á meðan bifreiðin er í botngjöf eða þar um bil.

Mér skilst að sparneytnin sé ekkert samt svakaleg eftir að bensínvélin er komin af stað - en meðan bifreiðin er notuð innan borgarmarkanna þá getur hún í praxís verið að eyða engu ef maður telur það í lítrum af bensíni. Svo að tankurinn, ef hann er eingöngu notaður utan borgarmarkanna í praxís - þá getur hann enst afskaplega lengi.

Tölum ekki heldur um minnkun mengunar í borgum og bægjum, ef allir bílar yrðu með svipaða tækni.

Gamall rafbíll sennilega Detroit Electric milli 1900-1910.

 

Audi er með forvitnilegann prufubíll sem Autocar fékk að aka á sl. ári

Starfsm. Audi kalla dæmið "range extender" þ.e. að rafmagnsbíll með rafal í farteskinu, eins rótor vankelvél sem vegur einungis 60 kg. og kemst fyrir undir gólfinu á skottinu, í staðinn fyrir varadekk. Vélin einungis 20 hestöfl er alltof lítil til að framleiða alla þá orku sem bifreiðin þarf. Þess í stað lengir hún drægið.

Rafhlöðupakkinn er hafður minni, en mótorinn á að bæta það upp. 

Málið er að "lithion/ion" hlöður eru mjög dýrar en einnig þungar, um umtalsverðann sparnað á heildarþyngd bifreiðar sé að ræða annars vegar og hins vegar ætti mótorinn að vera ódýrari "skv. starfsm. Audi" - en þ.s. upp á vantar af rafhlöðum. 

Þessi hugmynd virðist mér þó vera nokkurn veginn endamarkið - ekki sé unnt að fara lengra með blendings eða tvinnbíls hugmyndina.

Mynd af kanadískum rafbíl frá cirka 1900

electric truck (Medium).jpg

Niðurstaða

Ég undirstrika þ.s. ég hef áður sagt - sjá: Bíll framtíðarinnar? að ég tel hreina rafbíla of takmarkaða til þess að þeir séu praktískir nema sem aukabíll. Þetta virðist ekkert vera að breytast á næstunni. En hafa ber í huga að rafbílar eru enn með nokkurn veginn sömu takmarkanir og rafbílar höfðu í kringum 1900. Þetta gefur til kinna að þau vandamál sem er við að glíma til að gera þá nægilega praktíska séu tæknilega mjög erfið úrlausnar. Sjá síðu sem listar rafbíla hins gamla tíma: Early Electric Car Site.

En mér sýnist að tvinnbílsform með stækkuðum rafhlöðupakka, þannig að sá dugi vel til aksturs innanbæjar, ásamt bensín eða dísel mótir sem starfi sem rafall - tryggi þannig nægt drægi utan borgarmarkanna, sambærilegt við þ.s. við erum vön í bílum í dag - sé framtíðin.

Hið minnsta næstu áratugina! En ég veit ekki um neitt sem getur leyst þann vanda sem rafbílar hafa haft sl. 100 ár. Sannarlega er alltaf verið að leita að nýjum betri rafhlöðum. En ekki enn hefur tekist að framkalla þá undrahlöðu sem varðveitt getur nægilega orku - til að hreinir rafbílar hafi sambærilegt notagildi.

Slík tækni virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum, þrátt fyrir allar þær framfarir er átt hafa sér stað á öðrum sviðum. 

Það segir að vandinn sem við er að glíma sé mjög erfiður úrlausnar, ef þá slík lausn er yfirleitt möguleg.

 

Kv.


Bíll framtíðarinnar?

Mjög margir spá því að rafmagnsbílar séu framtíðin, en jafnvel þeir allra - allra bestu, enn hafa nokkra galla sbr. sennilega sá besti Nissan Leaf , en í þessari video prófun á þeim bíl, er honum ekið þangað til hann deyr af rafmagnsleysi. Niðurstaða 74 enskar mílur eða rúml. 120km. Sjá einnig Nissan Leaf 80kW UK spec

Nissan Leaf 80kW UK spec:LED cluster is shaped to direct airflow away from the door morrors, reducing drag Niðurstaðan er, að þetta er prýðilegur annar bíll - en eiginlega ekki alveg nægilega praktískur sem eini bíll.

Í Bretlandi kostar hann svipað og ódýr útgáfa af BMW 300 línu, svo menn geta skoðað hvað ódýrasta útgáfa af BMW 300 dísil kostar hér, til að áætla líklegann prís á þennan Golf stærðar bíl.

Þetta er samt, velheppnað ökutæki - veitir akstursánægju, og er þá valkostur fyrir þá sem eiga peninga fyrir BMW 300, en vilja eiga bíl sem ekki hefur nokkra loftmengun, og þurfa ekki drægi að ráði umfram 100km. 

  • Í video prófuninni, er leitast við að nálgast það hvernig venjulegur ökumaður ekur bíl.
  • Þ.e. vifta er notuð á miðstöð, sem minnkar drægi. En ekki rafmagnsrúðuhitari eða útvarp.
  • Svokallað "eco mode" var ekki notað, sem minnkar hröðun umtalsvert og gerir hann minna skemmtilegann í akstri, á móti sparar rafmagn - en þeir álykta að þannig muni flestir aka.
  • Þetta skilar umtalsvert minna drægi, en þ.s. framleiðandi gefur upp sem mögulegt.
  • En, er alveg í anda við það, að framleiðendur venjulegra bensín- eða dísilfólksbíla, vanalega gefa upp eyðslutölur sem enginn venjulegur maður nær nokkru sinni.
  • Svo ég hallast að því, að þetta sé raunhæft!

 

Aðrir valkostir?

Margir myndu nefna blendingsbíla eða "hybrid". En, ég ætla að nefna bíl með fyrirkomulag sem gengur skrefinu lengra, þ.e. Chevrolet Volt. Sjá: 2011 Chevrolet Volt Road Test eða 2011 Chevrolet Volt Full Test - Road Test .

2011 Chevrolet Volt Hatchback

En, eins og t.d. Toyota Prius, þá getur hann ekið á rafmagni eingöngu. En, viðbótarskrefið sem stigið er, er að bensínvélin - þegar þú ert í rólegum akstri - fer í gang þegar rafgeymarnir tæmast, en starfar þá sem rafall þ.e. er ekki kúpluð inn í drifrásina. Á hinn bóginn, þá getur bíllinn kúplað hana inn, þannig að bæði bensínvél og rafmótor drífi bílinn í sameiningu eins og í Prius; en það gerist ef þú ert að flíta þér og gefur fulla eða nær fulla inngjöf.

Volt vísar þarna á næsta skref, þó hann klári það ekki alveg, þ.e. að vélin - bensín/dísil - sé ekki kúpluð inn í drifrás þ.e. starfi eingöngu sem rafall. En, þannig ætti að nást nær-hámarks skilvirkni út úr blendings eða "hybrid" kerfi.

 

En, er hægt að taka blendingsbíla enn eitt skref?

Já, þ.e. áhugaverð hugmynd frá Audi, sem þeir kalla "range extender" þ.e. að rafmagnsbíll sé með rafal í farteskinu sem geti verið lítil hefðbundin bensín- eða dísilvél, eða eins og í prufu eintaki Audi, eins rótor vankelvél sem vegur einungis 60 kg. og kemst fyrir undir gólfinu á skottinu, í staðinn fyrir varadekk.

Audi A1 12 kWh e-tron:The e-tron best lives up to the company's 'Vorsprung Durch Technik' mission statement

"The combination of a (three-hour) full battery charge from the household mains, and the petrol in the car’s three-gallon tank, gives a claimed 148mpg (1.9l/100km) on the upcoming EU electric vehicle test cycle."

Í staðinn, getur hann nýtt rafhlöðupakka sem sé helmingi minni og því helmingi ódýrari, en ef bíllinn gengi fyrir rafmagni eingöngu.

Vélin sé vísvitandi höfð of lítil til að geta haldið fullu í við það orkutap sem bíllinn verður fyrir, en fyrir bragðið fæst enn minni eyðsla en í blendingskerfi með stærri vél.

Að sögn Audi er um heildarsparnað að ræða, þ.e. litla vélin kosti minna en því sem nemur sparnaðinum af því, að hafa minni rafgeyma-pakka.

Mér sýnist þetta vera áhugaverð hugmynd - sennilega sé þetta eins langt og mögulegt sé að fara í því að minnka bensín- eða dísilnotkun, en vera enn að brenna bensíni eða dísil.

Ekki kom fram hvert drægið á að vera, en það fer klárlega eftir stærð rafgeyma-pakka vs. stærð vélar, en væntanlega stillanlegt á frekar víðu bili með því að hagræða þeim breitum.

 

Enn fleiri möguleikar!

Honda FCX Clarity - er orkuhlöðu (fuel cell) knúinn bíll, sem Honda hefur heimilað völdum hóp einstaklinga að nota sem einkabíl, í tilraunaskini. Þessi tilraun hefur staðið yfir í nokkur ár, en bíllinn hefur ekki verið settur í fjöldaframleiðslu. En, ennþá er tæknin nokkuð dýr. Hvert af 200 stikkjum raunkostaði um milljón dollara. 

2009 Honda FCX Clarity

En þessi bíll hefur samskonar drægi og fólk er vant í hefðbundnum bílum, og er algerlega eins þægilegur og hentugur. Verðið er þó enn, út úr kortinu. Enn vantar lausn til að framleiða vetni, með hagkvæmum hætti.

Ekki víst að sú lausn sé væntanlega alveg á næstunni.


Aðrar hugmyndir:

  •  Ræktað eldsneyti, en sú hugmynd er í reynd ekki sérlega sniðug ef hún felur í sér rækun æðri-plantna, vegna ótrúlegrar aukningar landnotkunar sem hún myndi hafa í för með sér, en því myndi fylgja fjölmörg umhverfisvandamál af öðru tagi, auk þess að matarverð myndi hækka mikið vegna hækkaðs verðlags á ræktarlandi. En, framtíð þessarar hugmyndar, liggur sennilega einkum í að nota smásægja þörunga, til að framleiða þann "bio"-massa sem til þarf. Þá má vera, að hægt sé að sameina eldsneytisframleiðslu skólphreinsun, þannig að skólphreinsunarkerfi stórborga samtímis framleiði umhverfisvænt eldsneyti. Þetta myndi draga mjög mikið úr slæmum umhverfisáhrifum, sem stafar af borgarmenningu mannkins.
  • Landbúnaður, getur framleitt metan sem bílvélar og landbúnaðartæki geta brennt.
  • Sólarorkuknúnir bílar. Þ.e. einungis fræðilega unnt, en ekki í reynd praktískt, nema hugsanlega til að auka e-h drægi rafmagnsbíla, að hafa sólarhlöður á ytra byrði, felldar inn í ytri byrðing. Fræðilega væri unnt, að hafa allan ytri byrðing bíls þannig, að efnið sjálft framleiddi rafmagn með sólarorku. En, fræðilega væri alveg hægt að setja slíka virkni í trefjaefni.


Niðurstaða

Á næstu árum munu sennilega bensín- og dísilbílar flestir þróast yfir í blendingsformið. Eins og kom fram að ofan, er nokkur sveigjanleiki mögulegur innan heildar klassa blendingsbíla. En sjálfsagt með þessum hætti, munum við hafa bensín- og dísilbíla a.m.k. næstu 20-30 árin. 

En, ef til vill lengur, sérstaklega ef umfangsmikil bio-eldsneytis framleiðsla hefst á því tímabili, með framþróun aðferða við það, að nýta smásægja þörunga til þess, sem krefst mjög mikið minna landrýmis en sú aðferðin að nýta æðri plöntur til slíkra hluta.

Það er ekki víst að vetnis-orkuhlöðu bíllinn komi nokkru sinni, þó tæknilega sé hann algerlega mögulegur, vegna vandræða við að gera framleiðslu á vetni skilvirka.

Metan verður sennilega alltaf hliðargrein, en meðfram öðru getur metanframleiðsla nýst vel einkum í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá nútíma landbúnaði.

Hreinir rafbílar, verða sennilega einnig ætíð hliðargrein. En sl. 100 ár hefur ekki tekist að auka drægi þeirra að nokkru umtalsverðu marki. Eins og að rafhlöðu tækni sé á vegg, sem hún komist ekki yfir.

 

Kv.


Tökum áformum um metanól verskmiðju Carbon Recycling International við Kröflu fagnandi!

Ég er þeirrar skoðunar að það beri af fagna útþenslu CRI hérlendis.

Síðan 2007 hefur verið starfrækt tilraunaverksmiðja í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. En nú er í byggingu verksmiðja sem hefja mun rekstur nk. vor við Svartsengi á Reykjanesi með framleiðslugetuna 5 milljón lítra af metanóli.

Sjá: IAV hefur framkvæmdir - Vefsíða Carbon Recycling International

 

Skv. glænýrri viljayfirlísingu CRI og Landsvirkjunar, ef af byggingu annarrar verksmiðju CRI við Kröflu bætist við 50-100 milljóna lítra framleiðslugeta frá og með 2013.

Sjá: Landsvirkjun og Carbon Recycling International undirrita viljayfirlýsingu um hagkvæmnisathugun á metanólverksmiðju

Umhverfisvænt

Eins og fram kemur á veg CRI og sést á skýringamynd til hægri, þá er hægt að nýta Metanól til blöndunar í eldsneyti.

En metanól er framleitt með þeim hætti að fyrst er vetni rafgreint. Síðan, er því umbreytt í metanól með því A) nýta koltvísýring úr útblæstri stórra framleiðenda eða B) að nýttur brennisteins útblástur úr háhitasvæði. 

Þá er skv. flókinni efnaformúlu, vetni umbreytt í metanól.

Eins og sést af þessu þá er verið að nýta gufur sem annars væri hleypt út í andrúmsloftið, svo sú nýting er umhverfisvæn.

 

Metanól til íblöndunar

Metanól hefur að auki marga kosti, ekki síst þá að ekki þarf nýtt eldsneytis dælukerfi, þ.s. vökaeiginleikar eru þeir sömu.

Að auki, geta bílar nýtt metanól án breytinga allt að því að 25% blöndu hlutfalli, þó óalgengt sé að boðið sé upp á blöndunarhlutfall umfram 10-15%. En, allir nýlegir bílar geta nýtt slíkt eldsneyti vandræðalaust.

En, 100% metanól er vel nýtanlegt á sprengihreyflum, en þá þarf sérstaka hreyfla gerða fyrir metanól. En kostir eru að slíkar vélar geta einnig brennt bensíni, þannig að ekki skapast vandræði ef við akstur hringinn metanól fæst ekki einhver staðar.

 

Common ethanol fuel mixtures - Wikipedia, the free encyclopedia

Country/
Region(1)Ethanol
blendLegal use
 Australia[1] E10 Optional
 Brazil[2] E20-E25 Mandated
 Canada[3] E5 Mandated(1)
 China[4] E10 Nine provinces
 Colombia[5] E10 Mandated(2)
 Costa Rica[6][7] E7 Mandated(3)
 India[8] E5 Mandated
 Jamaica[9] E10 Mandated(4)
 New Zealand[10] E10 Optional
 Pakistan[11] E10 Optional
 Paraguay[12] E12 Mandated
 Philippines[13] E10 Mandated
 Thailand[14] E10/E20 Mandated
 European Union[15]
 Austria E10 Optional
 Denmark E5 Optional
 Finland E10 Optional
 France E10 Optional
 Germany[16] E10 Mandated
 Ireland[17] E4 Mandated
 Sweden E5 Mandated

Nægur markaður erlendis

Eins og fram kemur á ágætri upplýsingasíðu Wikipedia, þá heita bensín og metanól blöndur E eitthvað. E10 er þá með 10% blöndunarhlutfall.

Eins og sést vel af töflunni tekin af síðu wikipedia þá er víða búið að leiða í lög, að blandað eldsneyti skuli vera í boði. Reyndar ganga sum lönd svo langt, að einungis er heimilt að selja annað en blandað eldsneyti sbr. "mandated".

Eins og sést af töflu Wikipedia þá er yfrið nægur markaður erlendis fyrir allt það metanól sem nokkru sinni verður hægt að framleiða hér. Og þ.s. betra er, að ísl. metanól er umhverfisvænna.

 

Íslenskt metanól vistvænt

Vandi við metanól fengið annars staðar að, er að þ.e. búið til með niðurbroti plöntuleyfa sem er galli vegna þess, að ræktun á eldsneyti hefur ýmsar sjálfstæðar neikvæða afleiðingar eins og þær að auka landnotkun í heiminum og þar með minnka svigrúm villtra planta og villtra vistkerfa.

Að auki, að iðnvædd ræktun er mengandi á margan hátt.

Þetta metanól, myndi því vera tiltölulega vistvænt og CRI mynd geta selt þetta sem slíkt á Evrópumarkað, þ.s. með reglugerðum um blöndun metanóls í hlutfalli í eldsneyti hefur verið búinn til stór markaður fyrir metanól eins og sést.

 

Ísland Kuvait norðursins?

Ísland verður kannski ekki endilega Kuwait norðursins, en hér er hægt samt sem áður að stórlega að auka framleiðslu umfram markmið CRI, þau sem nú eru komin fram.

Hægt væri sem dæmi, að nýta þá gufu sem plön voru um, að nýta við uppbyggingu álvers og margfalda framleiðslu getu.

En, að auki, væri með djúpborunar verkefninu, hægt að 20 eða 30 falda framleiðsluna síðar, enn þar umfram.

Þetta er í reynd form þess, að selja rafmagn úr landi. Væri örugglega margfalt meira virði en samanborið við það verð sem álverksmiðjur borga í dag. 

 

Förum samt vel með svæðin

Slík útþensla mun þó taka tíma. Fer eftir hve góður aðgangur er að fjármagni.

Einnig skiptir máli, að læra á þau háhitasvæði sem verið er að nýta. En hvert svæði hefur sín sérkenni, og ekki er heppilegt að auka vinnsluna hraðar en svo, en svæðin ráða við með sjálfbærum hætti.

Svo betra er að byrja frekar smátt á hverju nýju svæði og síðan smá auka, eftir því sem lærist inn á sérkenni hvers fyrir sig.

 

Alla bíla á metanól eða bíódísel

Hægt væri að stefna að því, að allir bílar hérlendis gangi á 100% metanóli eftir t.d. 10 ár eða 20 ár, og bílar þá fluttir inn frá Brazilíu eða Bandaríkjunum, eða hvort tveggja. En, í þeim löndum er hægt að fá bíla sem brenna metanóli 100%.

Þeir bílar eru 100% eins þægilegir í noktun og venjulegir bensínbílar þ.e. með sama afl og drægi. Ef eitthvað er, þá fæst meira afl úr metanóli.

 

Niðurstaða

Metanól framleiðsla getur orðið stófelldur útflutningur héðan, og margaldað gjaldeyristekjur þjóðarinnar af hennar orkuauðlyndum.

Verið ein af þeim leiðum sem fara má, í því skyni að byggja hér upp betra Ísland.

Að auki, getur sparast algerlega allur sá gjaldeyrir sem í dag fer í eldsneytis innflutning.

Ísland getur orðið fyrirmyndar land í umhverfismálum!

 

Kv.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 847335

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband