Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Úkraína virðist undir nýrri rússneskri árás - þ.e. hafnbanni á hafnir við Azovshaf

Ég bendi fólki á áhugaverðan vef: Marine Traffic sjá traffík Azovshaf. Eins og sjá má á þessum áhugaverða vef - virðast engin skip að sigla frá Mariupol né til Mariupol. Það er auðvitað út í hött miðað við allar eðlilegar aðstæður, þ.s. Mariupol er mikilvæg höfn fyrir Úkraínu.

Image result for sea azov map area

Rússar virðast vera að nota brú yfir Kerch sund, til að hindra úkraínska skipa-umferð til og frá höfnum við Azovshaf!

Image result for kerch strait bridge

En einfalt er að hindra tiltekin skip í að sigla þar í gegn, þ.s. brúin hefur einungis eitt haf nægilega stórf fyrir skip að sigla undir og í gegn!
Sést á MarineTraffic vefnum að engin úkraínsk skip eru að sigla þessa leið.
Það er auðvitað hrikalega grunsamlegt að sjálfsögðu!

Ukraine ports feel squeeze from tensions with Russia

"Together the two Azov seaports account for almost 6 per cent of Ukraine’s exports. Mr Omelyan said their standstill threatened to hit living standards and destabilise the region ahead of the elections. He said authorities were preparing contingency plans to address bottlenecks from having to transfer cargo from the Azov sea to Ukraine’s larger Black Sea ports."

Kort er sýnir dreifingu íbúa er nokkuð gamalt eða frá 2001!

Image result for ukraine ethnic groups map

  1. En ef maður veltir fyrir sér - af hverju er Rússland að beita svæðið við Azovshaf sérstökum þrýstingi.
  2. Gæti það verið vegna þess, að þar er töluvert hlutfall Rússa er búa þar.

En takið eftir hve umráð Rússa yfir Krím yrðu þægilegri, ef þeir réðu landsvæðinu alla leið þangað, m.ö.o. það væri bein land-tenging!

Mig grunar einfaldlega það, að Rússland hyggist endurtaka leikinn frá því fyrir nokkrum árum, þ.e. fyrst beita efnahags-þrýstingi, síðan - hvetja til uppreisnar, lofa því að mun betra væri að búa í Rússlandi.

Senda flugumenn til svæðisins við Mariupol, með rússn. rúbblur að vopni, og loforð til hvers sem er sem tekur þátt - um stuðning Moskvu við aðgerðir.

Síðan komi í ljós, hvort plottið takist, m.ö.o. takist að skapa uppþot og vandræði á svæðinu.
--Stjórnvöld í Úkraínu eins og kom í ljós nýverið, hafa nú valdheimild frá þinginu til að setja herlög á einstökum svæðum, þau gætu þurt að grípa til slíkra aðgerða á Mariupol svæðinu, ef efnahagslegar þvingunar-aðgerðir Rússa gagnvart svæðinu halda áfram.

 

Niðurstaða

Það eru vísbendingar að Rússland sé að beita strönd Úkraínu við Azovshaf efnahags-þrýstingi, með því að hindra umferð skipa til hafna á svæðinu sem tilheyra Úkraínu - þau hafa annaðhvort ekki fengið að fara í gegn, eða eftir mjög langt japl jaml og fuður. Það eru enn nokkrir mánuðir til kosninga í Úkraínu. Það má alveg hugsa sér að Rússlands stjórn dreymi um að - svæðið gangi hreinilega í lið með rússn. stjv. - ef rússn. stjv. beita það þrýstingi, samtímis lofa mun betra ástandi, ef íbúar mundu ganga í lið með Rússlandi.
--Rússn. áhrif eru sterk á þessu svæði, það sé því ekki algerlega galið að slík tilraun gæti virkað a.m.k. að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. beita svipunni á íbúa - lofa þeim að svipan fari af ef íbúar láta að vilja rússn. stjv.

 

Kv.


Trump virðist hafa blikkað í viðskiptastríði við Kína -- kosningaskjálfti kominn í Trump?

Eins og heimurinn hefur lært þá hafa Trump og Xi líst yfir 90 daga vopnahléi í viðskiptastríði landanna.

U.S., China agree on trade war ceasefire after Trump, Xi summit

  1. Trump frestar um 90 daga fyrirhugaðri 25% tolli á 200ma.$ að andvirði kínverks innflutnings - sem átti að taka gildi nk. áramót.
  2. "China will agree to purchase a not yet agreed upon, but very substantial, amount of agricultural, energy, industrial, and other product from the United States to reduce the trade imbalance between our two countries,"
  3. "China has agreed to start purchasing agricultural product from our farmers immediately."

Þó svo að - talað sé um það, að viðræður haldi áfram um - aðrar umkvartanir Bandaríkjanna.
Þá á ég ekki von á því að Xi Jinping gefi neitt eftir!

  1. En allt og sumt sem mér virðist að Xi þurfi að gera til þess að Kínverjar kaupi aftur soijabaunir frá Bandaríkjunum -- er að lækka aftur tolla á bandarískan útflutning landbúnaðarvara.
  2. Varðandi kaup á olíu, gasi jafnvel kolum, þá þarf Kína hvort sem er að flytja inn a.m.k. olíu og gas í miklu magni ár hvert.
    --Hlutfall þeirra kaupa, geta allt eins verið frá Bandaríkjunum.
    --Orkufyrirtæki Kína held ég sé rétt að séu í ríkis-eigu.

 

Mér virðist Xi hafa unnið viðskiptastríðið a.m.k. í bili!

Donald Trump hefur verið undir vaxandi þrýstingi frá bændum í Suður-ríkjum Bandaríkjanna, og hann er líklega farinn að velta fyrir sér nk. ári sem er 2019 -- sem er árið sem DT þarf að keppa um endurkjör.
--Þá greinilega vill hann að landbúnaðarsvæðin kjósi hann aftur.

Ég held að í þessu liggi svarið -- þvert á það sem margir héldu fram, hafi það reynst vera Bandaríkin sem stóðu hallar fæti í þeim viðskipta-átökum.
--Xi þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri.

Þetta að tolla sérstaklega kjósendur Trumps - hafi virkað!

Viðræður um útistandandi deilumál - skulu standa yfir á meðan.
Hinn bóginn á ég ekki von á því - að Trump starti tollastríðinu aftur fyrir nk. forsetakjör.
--Enda ef hann það gerði, mundu kínversku tollarnir detta aftur á bandar. landbúnað -- auðvitað Kína hætta þeim kaupum á olíu og gasi sem um væru hafnir.
--Trump örugglega vill ekki sjá neitt slíkt gerast, fyrir kosningar.

Þannig að þó svo að sagt sé í samkomulaginu skv. tilkynningu Hvíta-hússins, að ef ekki semst innan nk. 90 daga -- hefjist tollastríðið af fullum þunga á ný.
--Á ég frekar von á því, að DT finni ástæður til þess að láta viðræður við Kína - þó líklega árangurslausar viðræður fram að þeim tíma, halda áfram a.m.k. fram yfir kosningar.

  • Síðan auðvitað, ef hann nær endurkjöri -- gæti tollastríð aftur hafist.
    --Enda væri DT þá væntanlega sama úr því um afstöðu kjósenda.
    --Ekkert annað endurkjör í boði.

 

Niðurstaða

Auðvitað get ég ekki sannað kenningu mína - en ég held ég hafi á réttu að standa. Trump sé sennilega farinn að hugsa um nk. forsetakosningar. Hann eins og ég íja að, vill geta auglýst að hann hafi gert vel fyrir sínar kjósendur - í landbúnaðarhéröðum, og í héröðum þ.s. olía- og gas-vinnsla er mikilvæg.
--Hann vill að auki hafa sterkan efnahag, en viðskiptastríð ef harnaði, gat ógnað honum.

Þannig að ég ætla að gerast svo grófur að spá því, að framhaldi viðskiptastríðs verði frestað framyfir forsetakosningar -- það standi síðan á því hver verður rétt kjörinn forseti næst.
--Ef það verður Trump í annað sinn, gæti hann þá ræst viðskiptastríð að nýju í trausti þess að eiga ekkert í húfi alveg eins og Xi.

Þá a.m.k. stæðu þeir jafnir hvað það varðar - nema að Trump ætti þá einungis 4 ár. En mig grunar að Xi muni endast töluvert lengur í embætti en það.
--En það er grunar mig einmitt hvað Xi hyggst fyrir - þæfa og tefja málið, þar til annar en Trump er í brúnni í Hvíta-húsinu, í vonu um að næsti forseti verði þægilegri.

 

Kv.


Robert Mueller bókar einn sigur - ef marka má yfirlýsingu Michael Cohen fyrrum lögmanns Trump sem segist nú sekur að hafa logið að FBI um fasteignaviðskipti Trumps 2016 er Trump var frambjóðandi!

Ef marka má játningu Cohens, hefur Donald Trump logið um það að hafa ekki staðið í viðskiptum við Rússland - á sama tíma og hann var forsetaframbjóðandi, en um var að ræða hugsanlegt verkefni um Trump-turn í Moskvu.
--Verkefnið kvá hafa verið blásið af áður en það komst til framkvæmda!

Hinn bóginn þykir ímsum þetta sýna Trump tvísaga í málinu!
--Hinn bóginn, eins og vænta mátti, túlkar Trump þetta með öðrum hætti.

Donald Trump: "I decided ultimately not to do it. There would be nothing wrong if I did do it."
--M.ö.o. vill Trump meina, hann hafi ekki sagt ósatt - að hafa ekki staðið í viðskiptum við Rússland, þ.s. á endanum komst verkið ekki til framkvæmda; samningurinn var ekki kláraður.

Síðan fylgdi auðvitað reiðilestur á Twitter:

Donald J. Trump@realDonaldTrump 
"When will this illegal Joseph McCarthy style Witch Hunt, one that has shattered so many innocent lives, ever end-or will it just go on forever? After wasting more than $40,000,000 (is that possible?), it has proven only one thing-there was NO Collusion with Russia. So Ridiculous!9h9 hours ago

Rannsóknin að sjálfsögðu er ekki ólögleg - sbr. fullyrðingu Trumps.
Og rannsóknin hefur ekki enn skilað af sér gögnum - þannig niðurstaðan er enn óljós.

Trump ex-lawyer pleads guilty to lying about Moscow tower project

Michael Cohen pleads guilty in deal with Robert Mueller

 

Það er áhugavert að Trump var að íhuga viðskipti við rússneska aðila er hann var í framboði!

Þó það að sjálfsögðu sanni ekki í sjálfu sér ekki endilega nokkurn hlut - annan en þann, að hann var alvarlega að íhuga slík viðskipti á þeim tíma.
--Þá a.m.k. virðist þetta sýna, að samskipti hans við rússneska aðila voru mun meiri, en fram til þessa hann hefur viljað viðurkenna.

Hitt málið sem við vitum um, er frægi -- Trump-turns fundurinn, þ.s. Jared Kushner, sonur hans Donald Trump jr. og þáverandi kosningastjóri Trumps - Manafort voru. 
--Almenningur veit ekki enn hvort á þeim fundi voru raunverulega keypt gögn af rússn. lögfræðingi - eða ekki, en þau kaup væru lögbrot. 
--Vegna þess erlendum einstaklingum er bannað að gera tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga innan Bandar. Og á sama tíma, er almennt bann til staðar skv. lögum að aðstoða við lögbrot --> Fyrir það atriði, væri hugsanlega hægt að hanka þá sem tengdust Trump ef unnt væri að sanna að þau kaup fóru fram!

Mér hefur lengi grunað að þessi fundur sér verulegur hluti af fókus Mueller, enda hefur Mueller náð "plea bargain" við nokkra aðila er tengdust framboði Trumps til forseta.
Augljós grunur að verið sé að fiska eftir því hvort þau kaup fóru fram - þrátt fyrir staðfasta neitun allra þeirra er sátu á þeim fundi hingað til.

  • Tekið saman sannar hvorugt nokkra spillingarásökun á Trump, né heldur landráðsásökun.

Það er á hinn bóginn góð spurning hvað Mueller hefur í pokahorninu - enda hefur hann nú "plea bargain" samninga við nokkurn fjölda aðila -- og lögfræðingur Trumps í meir en áratug, er greinilega farinn að -- singja.

Meðan að Mueller heldur skjóðunni sinni lokaðri.
Hefur almenningur ekkert í höndum nema - vangaveltur.

 

Niðurstaða

Það sé klárlega ekki lögbrot í sjálfu sér að Trump stóð í viðræðum um hugsanleg fasteignaviðskipti við Rússneska aðila, á sama tíma og hann var í framboði til forseta 2016. Sennilega er Mueller að fiska eftir því, hvort unnt sé að sína fram á að - málið tengist með einhverjum hætti framboðsmálum Trumps, að rússn. aðilar hafi verið að gera tilraun til þess - segjum, að múta Trump.

Hinn bóginn liggur ekkert fyrir um slíkt. Ekkert af því sem hefur komið fram á þessum punkti um þau fasteignatengdu viðskipti - er í nokkru sjáanlegu augljóslega ólöglegt.

--Eiginlega á þessum punkti sé það eina áhugaverða, að lögfræðingur Donalds Trumps hafi logið til um þetta áður, m.ö.o. sagt að hætt hafi veið við þau viðskipti áður en Trump hóf framboðsbaráttu. 

M.ö.o. eina ástæðan á núverandi punkti sem maður hefur í höndunum að velta fyrir sér, ef ekkert var að þessu - af hverju var Trump þá að leyna því að þau viðskipti voru í gangi mun lengur en hann fram að þessu hefur viljað viðurkenna.

Á sama tíma sannar það ekki nokkurn hlut, einungis vekur spurningar.

 

Kv.


Fyrirhugar Rússland hafnbann á svæði Úkraínu við Azovshaf?

Atburðarás sl. daga hefur hleypt athygli heimsins aftur að Úkraínu, í kjölfar þess að rússnesk yfirvöld hertóku tvö lítil skip í eigu flota Úkraínu, er þau hugðust fylgja litlum dráttarbát og pramma í gegnum svokallað - Kerch sund, framhjá Krímskaga inn á Azovshaf.

Ágætis gerfihnattamynd

Related image

Rússland hefur reist brú yfir Kerch sund, nefnd Krímar-brúin!

Image result for kerch strait bridge

Kort sem sýnir helstu staði við Azovshaf!

Image result for sea azov map area

Málið er hve auðvelt er að beita brúnni til að blokkera traffík!

Hæsta hafið á henni hleypir í gegn skipum mest 35m. háum, sem takmarkar nokkuð stærð skipa.
Hinn bóginn, það þarf ekki meira til - til að stöðva umferð, en að staðsetja skip þar.
--Ef skip er staðsett hreyfingarlaust í megin brúarhafinu, kemst ekkert annað stórt skip.

Ef marka má fréttir - voru rússnesk yfirvöld með ásakanir um það, að prammi væri fullur af sprengi-efni, hugsanlega, að úkraínsk yfirvöld fyrirhuguðu árás á brúna.
--Hinn bóginn, er atburðurinn klárlega skilaboð til Úkraínu - að Rússland geti stöðvað umferð, hvenær sem er.

Úkraínsk yfirvöld hafa kvartað yfir því, úkraínsk skip séu stöðvuð - oft tafin allt að tveim dögum, vegna nákvæmra skoðana sem Rússar heimta.
--Þetta hafa rússn. yfirvöld þvertekið fyrir að sé rétt, sagt athuganir taka 2-3 tíma.

Petro Poroshenko sends message with Ukraine martial law plan

Poroshenko vill geta beitt - herlögum innan einstakra svæða Úkraínu.
--Ef maður íhugar hugsanleg rök fyrir því.

  1. Ímyndum okkur, Rússland beiti sér með þeim hætti, að grandskoða hvert einasta skip sem siglir til hafna Úkraínu við Azovshaf undir brúna - skoðun í hvert sinn taki 2-3 daga.
    --Hefði það væntanlega lamandi áhrif á efnahag svæðisins út frá borginni, Mariupol.
  2. Á svæðinu eru Rússar í bland við Úkraínumenn, í hlutföllum frá ca. 50/50 í Mariupol niður í 30/70.
    --Það mætti ímynda sér, Rússland mundi samtímis róa í íbúum, hvetja til uppreisnar - með loforði um betri tíma, ef þeir mundu verða hluti af Rússlandi.

--Slíkt samhengi gæti skapað verulega miklar æsingar á svæðinu, og uppþot.
Ef Poroshenko óttast raunverulega e-h af þessu tagi, gætu lög sem heimila sett séu herlög í einstaka héröðum - markast af slíkum ótta.

Síðan getur hver sem er metið sjálfur/sjálf - líkur þess að eitthvað þvíumlíkt gerist.
En rússnesk yfirvöld virtust fullyrða, að pramminn sem úkraínskir byssubátar fylgdu, gæti verið að flytja sprengiefni til að sprengja brúna!
Greinilega, getur tæknilega hvaða skip sem er, verið að flytja sprengiefni.
--Þannig, rússn. yfirvöld geta þar með kosið að beita sama yfirvarpi - ítrekað.

Eiginlegt hafnbann á strönd Úkraínu við Azovshaf mundi á hinn bóginn vekja sterk viðbrögð.

 

Niðurstaða

Ég fullyrði ekkert hvað er í gangi. Hinn bóginn er atburðarásin all sérstök. Ég samþykki ekki að það að sigla skipum frá einni strönd Úkraínu til annarrar - sé "provocation."
--Hinn bóginn, geta yfirvöld þannig stemmd, ákveðið að nánast hvað sem er sé "provocation."

Bendi á að Rússland siglir reglulega með herskip um Bosporus-sund, það hafi hingað til ekki talist "provocation." Ég sé engan mun þarna á milli!

Full ástæða til að fylgjast með. En án vafa mundu Vesturveldi bregðast við því, ef rússn. yfirvöld færu að sverfa harkalega efnahagslega að byggðum Úkraínu við Azovshaf.

 

Kv.


Útlit fyrir að Bretland verði áhrifalaus meðlimur að tollabandalagi við ESB -- leiðtogar ESB og Theresa May segja það, besta samkomulagið í boði

Þetta samkomulag telst einungis vera til bráðabirgða - meðan að unnið er að gerð varanlegs samkomulags er taki gildi síðasta lagi mánaðamót mars./apr. 2019.; hinn bóginn liggur ekki fyrir hvaða form slíkt samkomulag tæki - atvinnulíf mun að sjálfsögðu þrýsta á um að það verði sem næst núverandi bráðabirgðasamkomulagi.
--Ég reikna því með því, að verulegar líkur séu til þess að slíkt endanlegt samkomulag verði sennilega einungis - nánari útfærsla á bráðabirgðasamkomulaginu, enda virðist sennilegt að hver höndin verði á móti annarri innan Bretlandseyja áfram - meðan atvinnulífið líklega verði einbeitt í sinni afstöðu, að ekkert minna en fullur aðgangur áfram komi til greina.

Á opnum fundi á sunnudag sem virtist hafa meir andrúmsloft samkvæmis en fundar, virtist greinilegt að svör við fyrirspurnum voru fyrirfram ákveðin, að aðilar voru búnir að fyrirfram ákveða hvernig tilteknum spurningum fjölmiðla yrði svarað!

European leaders sign off on UK’s Brexit deal

Theresa May: "If people think there is another negotiation to be done, that’s not the case." - "This is the only possible deal." -- aðspurð hvað gerðist ef breska þingið hafnaði samkomulaginu -- "It would open the door to yet more division and uncertainty,..." -- þegar May svaraði sömu spurningu og Juncker hvort hún væri sorgmædd yfir útkomunni -- "No. But I recognise that some European leaders are sad and some others at home in the UK are sad at this moment."

Jean-Claude Juncker: "This is the best deal possible for Britain, this is the best deal possible for Europe, this is the only deal possible." -- þegar blaðamaður beindi spurningu til Juncker -- "It is a sad moment, a tragedy,..."

Mark Rutte: "This is the best outcome with no political winners or losers. If I lived in the UK, I think I would say yes to this."

Michel Barnier: "This deal is a necessary step to build the trust between the UK and EU," - "Now it is time for everybody to take their responsibility."

Heilt yfir er ferlið klárlega - breskur ósigur. En bresku ríkisstjórninni, mistókst fullkomlega - að brjóta upp raðir aðildarríkjanna í málinu.

Hinn bóginn, flækti það stöðugt málið fyrir ríkisstjórn - Theresu May, að vera stöðugt háð afstöðu annarra - þ.s. hennar stjórn er minnihlutastjórn. 

Hún átti þar með í erfiðleikum með að halda uppi - consistent línu - en þess þarf ef menn vilja ná árangri við samningaborð, fyrir utan að ef á að kljúfa línu mótherja - þarf að vera unnt að spila snjalla pólitíska leiki, vera mögulegt að veita tilboð til einstakra meðlima meðal mótherja.

En klofningur í afstöðu innan ríkisstjórnar Bretlands - virtist gera ríkisstjórn Bretlands það öldungis ómögulegt, að spila aðildarríkin hvert gegn öðru, þannig brjóta upp samstöðu þeirra.

--Þannig breska ríkisstjórnin mætti alltaf samstöðu aðildarríkjanna, og komst lítt áfram.

Spain seals deal with EU and UK on Gibraltar

Ríkisstjórn Spánar á lokametrunum náði fram sigri gagnvart ríkisstjórn Bretlands - þvingaði Bretland til að samþykkja, að það yrði gert sérstakt samkomulag um Gibraltar síðar. Og að Spánn hefði neitunarvald um sérhvert það samkomulag sem Bretland síðar gerir við ESB -- ef það á að innibera málefni Gibraltar.
--Á meðan þíðir Brexit væntanlega að hörð landamæri myndast milli Spánar og Gibraltar. Eða svo lengi sem ekki hefur verið sérstaklega samið þar.

 

Er þá ekkert jákvætt við samkomulagið?

Það má líta á það sem efnahagslega jákvætt - þ.s. Bretland er áfram í tollabandalagi við ESB, í þetta sinn án nokkurra áhrifa á reglur þess - verða sem sagt að hlíta reglum þess og búa við það að vera undir svokölluðum Evrópudómstól. 

Þíðir a.m.k. það að það ættu ekki að verða nokkur umtalsverð neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Bretland - m.ö.o. fyrirtæki sem starfa í Bretlandi, áfram hafa fullan aðgang að markaði á meginlandi V-Evrópu.

Þannig væntanlega því forðað að hugsanlegur fyrirtækjaflótti til meginlandsins hugsanlega verði.

Bretland fékk -- sérstakt tollabandalag við ESB, það telst vera -- eftirgjöf.
Þó það þíði, að Bretland þurfi að hlíða öllum reglum ESB án nokkurra áhrifa á þær reglur.

  • Ég tek trúanlega hótun ESB - að ef samkomulaginu er hafnað, er það "hard Brexit."

Bendi á, að Bretlandi fullkomlega mistókst að kljúfa meðlimaríkin í sundur í málinu.
Það bendi ekkert sérstakt til þess að það væri sennilegar að slíkt mundi takast, ef Bretland færi í gegnum - hard Brexit - það efnahagstjón sem þá verður.
--Færi síðan þar á eftir aftur í samningaferli. Mig grunar að ef eitthvað væri, mundi samings-staða Bretlanda verða enn veikari þá, sennilega samningur enn lélegri.

Ég hugsa að miðað við reynsluna af samningaviðræðunum, mundu Brexiterar við stjórn Bretlands -- mæta sams konar samstöðu, en í enn veikari samingsstöðu vegna þess væntanlega við hard Brexit mundu raunverulega fj. fyrirtækja yfirgefa Bretland - þau sem eru mjög háð V-evr. markaði, þannig tengsl Bretlands við ESB markaðlega væri orðin veikari, þar með minna fyrir ESB að slægjast að semja við Bretland.

 

Er eitthvert "plan B"?

Eiginlega það eina sem ég kem auga á, er hugsanlega -- að hætta við Brexit. En það er tæknilega mögulegt.

Hinn bóginn er sá galli á, að Bretland yrði að fá samþykki aðildarríkja fyrir því - að fá að draga Brexit til baka. Sem þíddi væntanlega, að aðildarríkin mundu setja fram skilyrði.

Það sem mig grunar að gerðist, væri nokkurs konar - aðildarviðræður, er mundu snúast um að hvaða marki ef að nokkru marki, Bretland mundi halda þeim undanþágum er Bretland áður hafði um samið.

Það sé alveg hugsanlegt jafnvel líklegt - að Bretland fengi engri þeirra að halda.
M.ö.o. yrði að ganga í samstarf um Evru.

  • Mig grunar að krafa um að hætta við, verði a.m.k. ekki síður hávær, en krafa Brexit-era um annan samning -- hugsanlega háværari.

--Breska þingið getur hafnað samningi þeim er Theresa May er með í farteskinu.
--En það þarf ekki vera, að þingið mundi þá fylgja línu Brexit-era, það gæti tekið þá afstöðu að hafna samkomulaginu, en síðan -- óska eftir því að hætt yrði við Brexit.

M.ö.o. er ennþá möguleiki fyrir töluvert drama í málinu!

 

Niðurstaða

Hvað ætli að líklega gerist? Mér virðist umræðan innan Bretland benda til þess, að Theresa May haldi velli sem forsætisráðherra a.m.k. fyrst um sinn. M.ö.o. tilraun Brexit-era til að fella hana virðast ekki ætla að heppnast. 

Hinn bóginn, er samt sá möguleiki til staðar að þingið felli samkomulagið - og það yrði líklega henni að falli sem forsætisráðherra, en að í því samhengi mundi þingið taka þá afstöðu að óska eftir því að Brexit yrði dregið til baka.

Hinn bóginn, væri líklegt -grunar mig- að ríkisstjórn Íhaldsflokksins núverandi þá falli, þ.s. hún hefur stuðning N-Írskra sambandssinna. Að þingmenn Íhaldsflokksins sem styðja aðild, mundu þurfa að mynda samstöðu með Verkamannaflokki þingmönnum þaðan.

Þetta gæti verið slíkt "anathema" í augum Íhaldsþingmanna, að þeir frekar kjósi að kingja samkomulagi Theresu May.

--Svo kannski þrátt fyrir allt, eru meiri líkur en minni, að samkomulag May sigli í gegnum breska þingið, þó sennilega ekki án langra tilfinningaþrunginna umræðna.

--En útkoman væri óneitanlega töluverður ósigur Brexitera ef sú verður niðurstaðan.

  • Það virðist ekki sérdeilis líklegt, að ef þeir kæmust til valda, næðu þeir betra samkomulagi, en ég hugsa að fulltrúar aðildarríkjanna séu ekki ósannsöglir þar um, en vísbendingar um viðhorf ríkisstjórna hafa komið vel fram -- ef e-h er voru Barnier og Juncker að íta til baka kröfum sem gengu enn lengra er þeir ákváðu að landa samningi.

 

Kv.


Trump hótar að loka bandaríska ríkinu - ef hann fær ekki vegginn sinn fjármagnaðan!

Já - þetta hljómar sem gamalt mál - vegna þess að Donald Trump virðist ætla að endurtaka drama sem var í gangi - haustið og fyrri hl. vetrar 2017: Trump warns of government shutdown next month over border security

Rétt að benda á hvernig mál fóru síðast -- Trump fékk ekki vegginn fjármagnaðan.
--Ég veit ekki til þess, að enn hafi verið hafin bygging á - veggnum.
En Trump hélt þá umræðu um fjárlög í spennu, en hann a.m.k. í 3-skipti neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp án þess að veggurinn væri fjármagnaður.

Hinn bóginn á enda varð hann undir!
En þingmenn Repúblikana og Demókrata fyrir rest, náðu samkomulagi er hafði það mikinn stuðning innan þingsins, að DT átti engan annan kost en að skrifa undir!
--M.ö.o. þingið hafði náð 2/3 meirihluta, sem þíddi að neitun um undirritun, hefði verið án tilgangs.

Donald Trump: "Could there be a shut down? There certainly could and it will be about border security, of which the wall is a part,..."

Mig grunar að Trump eigi ekki mikla möguleika á að fá vegginn sinn fjármagnaðan fyrir nk. ár.
Eins og allir vita, þó Repúblikanar hafi aukið meirihluta sinn í Öldungadeild - misstu þeir meirihluta í Fulltrúadeild yfir til Demókrataflokksins.
--Það er afar afar afar ólíklegt, að Demókratar er á sl. ári neituðu veggnum fjármögnun, samþykki vegg fjármögnun fyrir nk. ár.

  • Þannig, að ég sé ekki annan tilgang fyrir Trump - að endurtaka leikinn, en þann.
    --Að senda skilaboð til þess stuðningshóps hans sem vill vegginn.
    --Að það sé ekki honum að kenna, að ekki sé verið að reisa vegginn.
  • OK, DT - beitir þingið þrýstingi.
    --En hann alveg örugglega fær ekki vegginn fjármagnaðan í þetta sinn fremur en síðast.

Aftur eins og síðast, er það afar sérstakt - að það sé forsetinn sem sé að hóta - lokun eigin stjórnar.

Þegar Obama á sínum tíma var undir þrýstingi, var það þingið sem var að hóta forsetanum - lokun á hans ríkisstjórn.

En Trump hefur snúið þessu algerlega við - virðist nota þá hótun, sem nokkurs konar hótun á þingið.

--Hinn bóginn, eins og kom í ljós á sl. ári - virkar það einungis takmarkað, eða þangað til að þingið nær tilskildum meirihluta til að knýja fram frumvarpið burtséð frá hugsanlegri neitun forseta.

--En sjálfsagt, vinnur Trump einhverja punkta hjá þeim stuðningsmannahóp er styður vegginn - að viðhalda þannig séð, baráttunni.

En á endanum, held ég að hann muni aldrei fá veggnum framgengt. Hann verði aldrei reistur.

 

Niðurstaða

Fyrir mér er þetta nánast eins og vindmylluslagur, það sé svo augljóst DT muni aldrei geta þvingað bandaríska þingið til þess að fjármagna vegginn hans. Hinn bóginn, sendir hann skilaboð til þess stuðningsmannahóps sem vill vegginn - að forsetinn standi með þeim. En það sé nánast það eina sem ég get komið auga á, sem hugsanlegur nytsamur tilgangur fyrir Donald Trump að endurtaka sama dramað og hann lék í fyrra.
--Eins og ég sagði, þessi veggur verður alveg örugglega ekki reistur.
--En sjálfsagt svo lengi sem DT er forseti, mun hann halda áfram að tala um hann.


Kv.


Breskur stúdent dæmdur í æfilang fangelsi í Sameinuðu-arabísku-furstadæmunum, fyrir þann glæp að vinna að ritgerðarsmíð

Ég er að tala um, Matthew Hedges, sem hefur nú lent í afar sérkennilegri lífsreynslu -- en hann vann að lokaritgerð, rannsaka fyrir doktórsritgerð. Þess vegna hafði hann ferðast um Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, tekið fjölda viðtala. En þetta gera menn einmitt gjarnan ef þeir vinna rannsókn fyrir ritgerð - að taka viðtöl. 

  • Málefni lokaritgerðar virðist hafa verið óheppilegt:
    Það er, hann virðist hafa verið að rannsaka - hlutverk hers- og öryggissveita "U.A.E." í svokölluðu, arabísku vori.

Síðan ferðast um landið, beint spurningum að fólki - væntanlega í störfum tengdum þeim greinum. Einmitt sú týpa af fólki, sem er líklegt að fyllast tortryggni af litlu tiltefni.

--Þetta hljómar ótrúlega "næívt."

Matthew Hedges: British academic accused of spying jailed for life in UAE

UAE appeals court sentences Matthew Hedges to life in prison

Matthew Hedges with his wife, Daniela Tejada.

Hann er sem sagt - dæmdur fyrir njósnir fyrir bresk yfirvöld.
Væntanlega nóg í augum yfirvalda í Dubai - að háskólinn breski sé ríkisrekinn.

Hedges virðist hafa verið haldið mánuðum saman í einangrun.
--Síðan látinn undirrita plagg á arabísku - sem hann skilur víst ekki.
--Því plaggi síðan hampað, sem játningu hans.
Síðan er hann sagður hafa játað í réttarhöldum.

Hinn bóginn, þá er þekkt að fólk brotni niður eftir margra mánaða vist í einangrun.
--Þetta kom t.d. vel fram í - Guðmundar og Geirfinns máli á Íslandi.
--Eftir langa einangrun, fóru sumir sakborningar að játa það sem þeir ekki gerðu.
Mörgum, mörgum árum seinna - hefur verið sínt fram á, þær játningar voru ómarktækar.

Líklegast virðist að Hedges sé ekki sekur um meira - en ótrúlega einfeldni.

Manni rennur í grun hugsanlega séu yfirvöld í Dubai að senda skilaboð til vestræns fólks.
En 100þ. breskir ríkisborgarar kvá vera í Sameinuðu-arabísku-furstadæmunum.

Furstunum finnst hugsanlega að Bretland sé í of veikri stöðu til að geta gert nokkurt.
En bresk yfirvöld eru að leitast við að beita fortölum til að fá Hedges látinn lausan. 

 

Niðurstaða

Ætli mál Hedges sýni ekki fram á einn sannleik, m.ö.o. -- ekki fara til einræðisríkis, síðan ítrekað spyrja aðila sem starfa í her eða öryggissveitum landsins, eða hafa starfað innan þeirra - spurninga um mál, sem innan þess lands líklega eru enn álitin viðkvæm m.ö.o. ekki fyrir eyru hvers sem er.

Menn geta gert þetta í líðræðislandi - en í einræðislandi geta slíkar spurningar haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi, því í einræðisríkjum vilja aðilar tengdir öryggissveitum og her - yfirleitt ekki svara viðkvæmum spurningum, og helst ekki vera spurðir heldur viðkvæmra spurninga.

 

Kv.


Danske Bank skandallinn vísbending um það hrikalega arðrán á fé almennings sem fer fram í ríki Pútíns

Umfang skandalsins hjá útibúi Danske Bank í Tallin 230 milljarðar Dollara er eitt og sér langsamlega stærsta einstaka mál er sníst um peningaþvætti í seinni tíma sögu V-Evrópu.

Why the Danske Bank money laundering scandal is a problem for Putin

Danske Bank money laundering: Europe's 'biggest scandal'

  1. En raunverulegi skandallinn er sá, að sl. 10 ár er áætlað að um 800 milljarðar Dollara hafi verið færðar út úr Rússlandi í gegnum margvíslega leynireikninga og skúffufyrirtæki.
  2. Þetta er herrar mínir og frúr -- ca. sambærilegt við heildarvirði eigna allra rússneskra heimila ca. á þessu herrans ári.

--Þetta er ekki hægt að kalla annað en hreint aðrán.
--M.ö.o. nákvæmlega eins og ég hef lengi sagt, að Rússlandi sé stjórnað af ræningjagengi.

Það sé ekki nokkur möguleiki - Pútín sé ókunnugt um þjófnað af þessum skala.
Það sé því ekki hægt að líta það með öðrum hætti - en þetta njóti hans blessunar.
Ekki opinberlega - en greinilega hefur hann ekkert gert til að hindra þetta rán.
Það sé því engin leið að álykta annað - en þetta óskaplega rán sé hluti af hans skipulagi.

 

Hvað hefði verið hægt að gera fyrir þetta fé?

Hvað með að -- bæta heilbrigðisástand, en enn er meðalaldur karlmanna innan 70 ár.
Ránið er af slíkum skala -- ef Rússland hefði ekki auðugar auðlyndir.
Væri ræningja-klíkan líklega búin að fátæktarvæða Rússland fyrir löngu.

Þess í stað, þá birtist útkoman í hlutum eins og því, að enn hefur meðalaldri karlmanna ekki verið lyft í 70 ár, þó Pútín hafi verið við völd frá rétt upp úr 2000.
--Enginn vafi að lítill hluti þessa stolna fjár hefði dugað til þess.

Almennt heilbrigðisástand Rússa er lakara en í V-Evr. - Því hefði örugglega verið unnt að lyfta upp á sambærilegan standard.

Vegakerfið er víða enn í molum, það klárlega hefði getað verið miklu mun betra.

Skólakerfi auðvitað!

Málið er að staða rússnesks almennings gæti verið svo miklu betri en í dag vítt yfir svið.

  1. Fyrir utan að að verja ekki fé til heilbrigðismála til að lyfta meðal-aldri.
  2. Felur í raun í sér stórfellt fjöldamorð á þeim sem deyja ótímabærum dauða, sem hefðu átt að lifa fjölda ára til viðbótar -- ef miðað er t.d. við ísl. meðalaldur.

--Með aðgerðaleysi, með því að heimila slíkt stórfellt rán á fé landsins, gæti Pútín hafa drepið hundruðir þúsunda meðal rússnesks almennings. 
--Vegna þess, að greinilega hefði verið unnt að stórbæta heilbrigðist ástand í landinu, þar með draga mjög líklega verulega úr ótímabærum dauðsföllum.

Þetta síni afar kuldalegt skeitingarleysi gagnvart eigin landsmönnum.

Rússland gæti verið svo miklu meira, ef það hefði ekki slíka ræningja við völd.
Er virðast einungis hanga á völdum - til að rupla og ræna sem þeir mest mega.

 

Niðurstaða

Málið er að það er líklega einfaldlega satt hvað ég heyrði fyrir meir en áratug, nefnilea að Pútín hefði alls ekki riðið niðurlögum rússn. mafíunnar -- heldur þess í stað, tekið hana inn í stjórnkerfið. 
Kerfi Pútín sé sem sagt, kerfi þ.s. spilling og rán er kerfisbundið stundað, innan frá úr ríkinu sjálfu - og það sennilega skipulagt af sjálfum toppunum sem stjórna landinu.
Það auðvitað skýri af hverju, gríðarlegt fé streymi úr landi án sjáanlegra aðgerða rússn. yfirvalda - á 10 árum fé sambærilegt heildarverðmæti allra eigna rússn. heimila.
--Pútín sé sennilega spillingin sjálf persónugerð - persónugervingur hennar!

 

Kv.


Er kreppa á næsta leiti í Bandaríkjunum? Er bólusprenging að hefjast í Bandaríkjunum?

Ég sá þessa grein í Finanical-times þar sem vitnað er í Paul Tudor Jones, sem er þekktur innan geira sem nefnist - vogunarsjóðir. Slíkir sjóðir þurfa að búa yfir þekkingu á því hvað líklegt er að hreyfa markaði, því starfsemi þeirra byggist á -- veðmálum.
--M.ö.o. hvort tiltekin bréf hækka vs. lækka, tilteknir gjaldmiðlar - eða nánast allt milli himins og jarðar sem er seljanlegt á alþjóða-fjármagnsmörkuðum.

Vegna sérstaks fókus aðila í þessum geira!
Geta aðvaranir einstaklings sem hefur lengi rekið slíka sjóði - verið áhugaverðar!

Image result for paul tudor jones

Tudor Jones sees peril in corporate credit ‘bubble’

  1. "If you go across the landscape you have levels of leverage that probably aren’t sustainable and could be systemically threatening if we don’t have . . . appropriate responses,"
    --Skv. greininni, hafa skuldir bandarískra fyrirtækja vaxið um - eina bandaríska trilljón per ár síðan 2010. Þetta sé vegna ofurlágra vaxta sem hafa verið í Bandar. síðan "sup-prime" keppan skall yfir ca. 2008.
  2. "These zero rates and negative rates encourage excess lending and that’s of course why we’re in such a perilous time right now, because if you just think about how repressed and how depressed interest rates have been for so long, the consequence of that is we have an enormous corporate credit bubble here in the United States, the largest corporate credit as a percentage of GDP ever,..."
    --í greininni kemur fram, að skuldamarkaður fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi stækkað í 9 bandarískar trilljónir undanfarin áratug, og markaður fyrir áhættuskuldir í liðlega 1 bandaríska trilljón yfir sama tímabil.
  3. "I don’t know whether we’re supposed to run for the exits but we are at a point in time that I think is really challenging to that paradigm of an ever-growing debt relative to the carrying capacity."
    --Vextir í Bandaríkjunum eru loksins aftur á uppleið - þá getur skapast hætta, en ef maður gerir ráð fyrir - útbreiddir ofurskuldsetningu, auðvelt að ryfja upp íslensku bankana áður en þeir hrundu - að þegar kostnaður við endurnýjun lána óx; þá fór hratt að fjara undan þeim.
    --Það var þá sem þeir fóru að snapa lausafé - hvaðan sem þeir gátu fengið það, sbr. Ice-save, hreinn þjófnaður á sparifé fólks.
    **En þegar er til staðar - ofurskuldsetning, geti lítil sveifla í vaxtagjöldum -- haft gríðarleg áhrif á sjálfbærni skulda.
  4. "The end of this 10-year run is going to be a really difficult time for policymakers going forward,..." - "I think inadvertently, the tax cut, we’re going to look back and say that may have been what pricked the bubble."
    --En það má alveg rökstyðja það - þ.s. skattalækkun Trumps myndaði hagvaxtar-aukningu á þessu ári, samtímis aukningu á þenslu í hagkerfinu -- við það myndaðist aukinn verðbólguþrýstingur; og sá aukni þrýstingur virðist vera flýta vaxtahækkunum.
  5. "I would say just in the past three or four days we’ve seen a variety of credit indices break down,..."
    --Hann bendi á að meðalvextir á nýjum fyrirtækja-lánum hafi snögglega hækkað, séu nú komnir á markaði í 4,3% í þessum mánuði.
  6. "the slide and collapse in investment grade credit has begun..."
    --Hann telur sig sjá fyrstu merki þess að það hrikti undir!

Hann vísar einnig til lækkana á mörkuðum undanfarið, hvernig markaðurinn hafi í síðustu tíð - metið niður væntingar um stöðu nokkurra þekktra lykilfyrirtækja.

 

Niðurstaða

Er ný lánabólusprenging að skella yfir heimsbyggðina fljótlega, eins og Paul Tudor Jones óttast? Síðast er lánabóla sprakk í Bandaríkunum orsakaði það alvarlega fjármálakreppu - sú fjármálakreppa barst til Evrópu, og þar hrikti einnig undir stoðum fjármálakerfis.

Í þetta sinn, virðist um að ræða -- lánabólu fyrirtækja. Kannski er sú bóla að springa á næstunni. Ef það gerðist, gæti hagvöxtur í Bandaríkunum -- mjög snögglega koðnað niður.

 

Kv.


Ríkisstjórn Bretlands virðist hafa samþykkt - Bretland verði að fylgja reglum ESB, sæta úrskurðum svokallaðs Evrópudómstóls

Um er að ræða skilgreint 20-mánaða langt millibilsástand "transition period" en Bretland virðist hafa fengið fram að landið fær að vera innan tollasambands ESB að stórum hluta.
--Það áhugaverða er, að Bretland virðist undanskilið landbúnaðarstefnu sambandsins.
--Ekki liggur enn fyrir hvað annað er hugsanlega undanskilið.

Hinn bóginn, verður N-Írland fullur meðlimur tollasambands ESB.
Ekki hefur komið fram akkúrat hvernig það skal ganga upp.
--En þá verður N-Írland fullur meðlimur landbúnaðarstefnu ESB, og þess hvað annað það er - sem Bretland fær að sleppa.

  1. Skv. þessu virðist Bretland hafa fengið að notast við -- niðurtálgað form af tollabandalagi sambandsins.
  2. Sem ESB hefur fram til þessa ekki tekið til greina.

En hingað til hefur alltaf verið sagt, að tollabandalagið sé "indivisible" þ.e. allur pakkinn eða ekkert, en það prinsipp virðist nú eftir gefið.
--Þó ekki án verulegra skilyrða á móti!

  • En Bretland þarf að sætta sig við úrskurði Evrópudómstóls um vafamál öll.
  • Og auk þessa, að ber að taka upp nýjar reglur eftir því sem þær verða til innan ESB um þau svið tollabandalags ESB sem Bretar munu starfa innan.

--Einnig skilst mér, að Bretar verði að fylgja - umhverfisreglum ESB.

Reaction after text of Brexit divorce deal agreed

 

Brexiterar eru ekki par hrifnir!

Rees-Mogg: "This is the vassal state. It is a failure of the government’s negotiating position, it is a failure to deliver on Brexit, and it is potentially dividing up the United Kingdom. It is very hard to see any reason why the cabinet should support Northern Ireland being ruled from Dublin." - "I hope the cabinet will block it and if not I hope parliament will block it. I think what we know of this deal is deeply unsatisfactory."

Boris Johnson; "It is vassal state stuff. For the first time in a thousand years this place, this parliament will not have a say over the laws that govern this country. It is a quite incredible state of affairs. It means having to accept rules and regulations over which we have no say ourselves. It is utterly unacceptable to anyone who believes in democracy." - "For the first time since partition, Dublin under these proposals will have more say in some aspects of the government of Northern Ireland than London. So I don’t see how you can support it."

Það er að sjálfsögðu möguleiki að May takist ekki að fá málið samþykkt innan ríkisstjórnar.
Það virðist einnig möguleiki að það mundi ekki ná í gegnum þingið!

Þá líklega mundi Bretland standa frammi fyrir tveim valkostum:

  1. Svokallað "hard Brexit."
  2. Eða hætta við allt saman.

Ljóst virðist á máli ráðherra Skotlands, hvaða skoðun hún hefur þar um!

Nicola Sturgeon: "If the PM’s ‘deal’ satisfies no-one and can’t command a majority, we mustn’t fall for her spin that the UK crashing out of EU without a deal is then inevitable - instead we should take the opportunity to get better options back on the table."

Þeir sem vita eitthvað um hennar skoðanir, vita hvað hún á við.
M.ö.o. að krefjast þess að hætt verði pent við Brexit.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með umræðum í Bretlandi nk. daga, en líklega verða margir lítt hrifnir af þeirri lausn sem May náði fram, þó sú lausn feli í sér einhverja eftirgjöf af hálfu ESB; þá eru skilyrðin á móti óneitanlega hörð.
--En kannski pólitískt óhjákvæmileg í samhengi hinnar pólitísku stöðu innan sambandsins.

Ef tilraun May til samkomulags bíður endanleg skipbrot.
Má reikna með því að breskir aðildarsinnar muni þá rísa og krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, eða að hætt verði við Brexit strax.
--Það getur verið að Boris og Mogg muni þá krefjast harðs Brexit.

Umræðan mundi án nokkurs vafa verða gríðarlega fjörug, tilfinningar miklar.
Treysti mér ekki til að spá niðurstöðu - en menn ættu ekki að afskrifa fyrirfram þann möguleika að í slíku samhengi, gæti það orðið ofan á að hætta við Brexit.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 871099

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband