Robert Mueller bókar einn sigur - ef marka má yfirlýsingu Michael Cohen fyrrum lögmanns Trump sem segist nú sekur að hafa logið að FBI um fasteignaviðskipti Trumps 2016 er Trump var frambjóðandi!

Ef marka má játningu Cohens, hefur Donald Trump logið um það að hafa ekki staðið í viðskiptum við Rússland - á sama tíma og hann var forsetaframbjóðandi, en um var að ræða hugsanlegt verkefni um Trump-turn í Moskvu.
--Verkefnið kvá hafa verið blásið af áður en það komst til framkvæmda!

Hinn bóginn þykir ímsum þetta sýna Trump tvísaga í málinu!
--Hinn bóginn, eins og vænta mátti, túlkar Trump þetta með öðrum hætti.

Donald Trump: "I decided ultimately not to do it. There would be nothing wrong if I did do it."
--M.ö.o. vill Trump meina, hann hafi ekki sagt ósatt - að hafa ekki staðið í viðskiptum við Rússland, þ.s. á endanum komst verkið ekki til framkvæmda; samningurinn var ekki kláraður.

Síðan fylgdi auðvitað reiðilestur á Twitter:

Donald J. Trump@realDonaldTrump 
"When will this illegal Joseph McCarthy style Witch Hunt, one that has shattered so many innocent lives, ever end-or will it just go on forever? After wasting more than $40,000,000 (is that possible?), it has proven only one thing-there was NO Collusion with Russia. So Ridiculous!9h9 hours ago

Rannsóknin að sjálfsögðu er ekki ólögleg - sbr. fullyrðingu Trumps.
Og rannsóknin hefur ekki enn skilað af sér gögnum - þannig niðurstaðan er enn óljós.

Trump ex-lawyer pleads guilty to lying about Moscow tower project

Michael Cohen pleads guilty in deal with Robert Mueller

 

Það er áhugavert að Trump var að íhuga viðskipti við rússneska aðila er hann var í framboði!

Þó það að sjálfsögðu sanni ekki í sjálfu sér ekki endilega nokkurn hlut - annan en þann, að hann var alvarlega að íhuga slík viðskipti á þeim tíma.
--Þá a.m.k. virðist þetta sýna, að samskipti hans við rússneska aðila voru mun meiri, en fram til þessa hann hefur viljað viðurkenna.

Hitt málið sem við vitum um, er frægi -- Trump-turns fundurinn, þ.s. Jared Kushner, sonur hans Donald Trump jr. og þáverandi kosningastjóri Trumps - Manafort voru. 
--Almenningur veit ekki enn hvort á þeim fundi voru raunverulega keypt gögn af rússn. lögfræðingi - eða ekki, en þau kaup væru lögbrot. 
--Vegna þess erlendum einstaklingum er bannað að gera tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga innan Bandar. Og á sama tíma, er almennt bann til staðar skv. lögum að aðstoða við lögbrot --> Fyrir það atriði, væri hugsanlega hægt að hanka þá sem tengdust Trump ef unnt væri að sanna að þau kaup fóru fram!

Mér hefur lengi grunað að þessi fundur sér verulegur hluti af fókus Mueller, enda hefur Mueller náð "plea bargain" við nokkra aðila er tengdust framboði Trumps til forseta.
Augljós grunur að verið sé að fiska eftir því hvort þau kaup fóru fram - þrátt fyrir staðfasta neitun allra þeirra er sátu á þeim fundi hingað til.

  • Tekið saman sannar hvorugt nokkra spillingarásökun á Trump, né heldur landráðsásökun.

Það er á hinn bóginn góð spurning hvað Mueller hefur í pokahorninu - enda hefur hann nú "plea bargain" samninga við nokkurn fjölda aðila -- og lögfræðingur Trumps í meir en áratug, er greinilega farinn að -- singja.

Meðan að Mueller heldur skjóðunni sinni lokaðri.
Hefur almenningur ekkert í höndum nema - vangaveltur.

 

Niðurstaða

Það sé klárlega ekki lögbrot í sjálfu sér að Trump stóð í viðræðum um hugsanleg fasteignaviðskipti við Rússneska aðila, á sama tíma og hann var í framboði til forseta 2016. Sennilega er Mueller að fiska eftir því, hvort unnt sé að sína fram á að - málið tengist með einhverjum hætti framboðsmálum Trumps, að rússn. aðilar hafi verið að gera tilraun til þess - segjum, að múta Trump.

Hinn bóginn liggur ekkert fyrir um slíkt. Ekkert af því sem hefur komið fram á þessum punkti um þau fasteignatengdu viðskipti - er í nokkru sjáanlegu augljóslega ólöglegt.

--Eiginlega á þessum punkti sé það eina áhugaverða, að lögfræðingur Donalds Trumps hafi logið til um þetta áður, m.ö.o. sagt að hætt hafi veið við þau viðskipti áður en Trump hóf framboðsbaráttu. 

M.ö.o. eina ástæðan á núverandi punkti sem maður hefur í höndunum að velta fyrir sér, ef ekkert var að þessu - af hverju var Trump þá að leyna því að þau viðskipti voru í gangi mun lengur en hann fram að þessu hefur viljað viðurkenna.

Á sama tíma sannar það ekki nokkurn hlut, einungis vekur spurningar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Sami aðili og greiddi Bill Clinton hálfa milljón dali fyrir að halda stutta tölu í Moskvu?

Guðmundur Böðvarsson, 30.11.2018 kl. 21:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, sá peningur fyrir Clinton hefur verið eins og fyrir mig eða þig - að fá 100þ.kr. fyrir að tala á fundi, m.ö.o. ólíklegt að upphæð sé slík að hafi áhrif á hegðan viðkomandi. Einn Trump turn ef sá hefði verið reistur - hugsanlegur gróði af því hleypur á töluvert hærri upphæðum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2018 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband