Útlit fyrir að Bretland verði áhrifalaus meðlimur að tollabandalagi við ESB -- leiðtogar ESB og Theresa May segja það, besta samkomulagið í boði

Þetta samkomulag telst einungis vera til bráðabirgða - meðan að unnið er að gerð varanlegs samkomulags er taki gildi síðasta lagi mánaðamót mars./apr. 2019.; hinn bóginn liggur ekki fyrir hvaða form slíkt samkomulag tæki - atvinnulíf mun að sjálfsögðu þrýsta á um að það verði sem næst núverandi bráðabirgðasamkomulagi.
--Ég reikna því með því, að verulegar líkur séu til þess að slíkt endanlegt samkomulag verði sennilega einungis - nánari útfærsla á bráðabirgðasamkomulaginu, enda virðist sennilegt að hver höndin verði á móti annarri innan Bretlandseyja áfram - meðan atvinnulífið líklega verði einbeitt í sinni afstöðu, að ekkert minna en fullur aðgangur áfram komi til greina.

Á opnum fundi á sunnudag sem virtist hafa meir andrúmsloft samkvæmis en fundar, virtist greinilegt að svör við fyrirspurnum voru fyrirfram ákveðin, að aðilar voru búnir að fyrirfram ákveða hvernig tilteknum spurningum fjölmiðla yrði svarað!

European leaders sign off on UK’s Brexit deal

Theresa May: "If people think there is another negotiation to be done, that’s not the case." - "This is the only possible deal." -- aðspurð hvað gerðist ef breska þingið hafnaði samkomulaginu -- "It would open the door to yet more division and uncertainty,..." -- þegar May svaraði sömu spurningu og Juncker hvort hún væri sorgmædd yfir útkomunni -- "No. But I recognise that some European leaders are sad and some others at home in the UK are sad at this moment."

Jean-Claude Juncker: "This is the best deal possible for Britain, this is the best deal possible for Europe, this is the only deal possible." -- þegar blaðamaður beindi spurningu til Juncker -- "It is a sad moment, a tragedy,..."

Mark Rutte: "This is the best outcome with no political winners or losers. If I lived in the UK, I think I would say yes to this."

Michel Barnier: "This deal is a necessary step to build the trust between the UK and EU," - "Now it is time for everybody to take their responsibility."

Heilt yfir er ferlið klárlega - breskur ósigur. En bresku ríkisstjórninni, mistókst fullkomlega - að brjóta upp raðir aðildarríkjanna í málinu.

Hinn bóginn, flækti það stöðugt málið fyrir ríkisstjórn - Theresu May, að vera stöðugt háð afstöðu annarra - þ.s. hennar stjórn er minnihlutastjórn. 

Hún átti þar með í erfiðleikum með að halda uppi - consistent línu - en þess þarf ef menn vilja ná árangri við samningaborð, fyrir utan að ef á að kljúfa línu mótherja - þarf að vera unnt að spila snjalla pólitíska leiki, vera mögulegt að veita tilboð til einstakra meðlima meðal mótherja.

En klofningur í afstöðu innan ríkisstjórnar Bretlands - virtist gera ríkisstjórn Bretlands það öldungis ómögulegt, að spila aðildarríkin hvert gegn öðru, þannig brjóta upp samstöðu þeirra.

--Þannig breska ríkisstjórnin mætti alltaf samstöðu aðildarríkjanna, og komst lítt áfram.

Spain seals deal with EU and UK on Gibraltar

Ríkisstjórn Spánar á lokametrunum náði fram sigri gagnvart ríkisstjórn Bretlands - þvingaði Bretland til að samþykkja, að það yrði gert sérstakt samkomulag um Gibraltar síðar. Og að Spánn hefði neitunarvald um sérhvert það samkomulag sem Bretland síðar gerir við ESB -- ef það á að innibera málefni Gibraltar.
--Á meðan þíðir Brexit væntanlega að hörð landamæri myndast milli Spánar og Gibraltar. Eða svo lengi sem ekki hefur verið sérstaklega samið þar.

 

Er þá ekkert jákvætt við samkomulagið?

Það má líta á það sem efnahagslega jákvætt - þ.s. Bretland er áfram í tollabandalagi við ESB, í þetta sinn án nokkurra áhrifa á reglur þess - verða sem sagt að hlíta reglum þess og búa við það að vera undir svokölluðum Evrópudómstól. 

Þíðir a.m.k. það að það ættu ekki að verða nokkur umtalsverð neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Bretland - m.ö.o. fyrirtæki sem starfa í Bretlandi, áfram hafa fullan aðgang að markaði á meginlandi V-Evrópu.

Þannig væntanlega því forðað að hugsanlegur fyrirtækjaflótti til meginlandsins hugsanlega verði.

Bretland fékk -- sérstakt tollabandalag við ESB, það telst vera -- eftirgjöf.
Þó það þíði, að Bretland þurfi að hlíða öllum reglum ESB án nokkurra áhrifa á þær reglur.

  • Ég tek trúanlega hótun ESB - að ef samkomulaginu er hafnað, er það "hard Brexit."

Bendi á, að Bretlandi fullkomlega mistókst að kljúfa meðlimaríkin í sundur í málinu.
Það bendi ekkert sérstakt til þess að það væri sennilegar að slíkt mundi takast, ef Bretland færi í gegnum - hard Brexit - það efnahagstjón sem þá verður.
--Færi síðan þar á eftir aftur í samningaferli. Mig grunar að ef eitthvað væri, mundi samings-staða Bretlanda verða enn veikari þá, sennilega samningur enn lélegri.

Ég hugsa að miðað við reynsluna af samningaviðræðunum, mundu Brexiterar við stjórn Bretlands -- mæta sams konar samstöðu, en í enn veikari samingsstöðu vegna þess væntanlega við hard Brexit mundu raunverulega fj. fyrirtækja yfirgefa Bretland - þau sem eru mjög háð V-evr. markaði, þannig tengsl Bretlands við ESB markaðlega væri orðin veikari, þar með minna fyrir ESB að slægjast að semja við Bretland.

 

Er eitthvert "plan B"?

Eiginlega það eina sem ég kem auga á, er hugsanlega -- að hætta við Brexit. En það er tæknilega mögulegt.

Hinn bóginn er sá galli á, að Bretland yrði að fá samþykki aðildarríkja fyrir því - að fá að draga Brexit til baka. Sem þíddi væntanlega, að aðildarríkin mundu setja fram skilyrði.

Það sem mig grunar að gerðist, væri nokkurs konar - aðildarviðræður, er mundu snúast um að hvaða marki ef að nokkru marki, Bretland mundi halda þeim undanþágum er Bretland áður hafði um samið.

Það sé alveg hugsanlegt jafnvel líklegt - að Bretland fengi engri þeirra að halda.
M.ö.o. yrði að ganga í samstarf um Evru.

  • Mig grunar að krafa um að hætta við, verði a.m.k. ekki síður hávær, en krafa Brexit-era um annan samning -- hugsanlega háværari.

--Breska þingið getur hafnað samningi þeim er Theresa May er með í farteskinu.
--En það þarf ekki vera, að þingið mundi þá fylgja línu Brexit-era, það gæti tekið þá afstöðu að hafna samkomulaginu, en síðan -- óska eftir því að hætt yrði við Brexit.

M.ö.o. er ennþá möguleiki fyrir töluvert drama í málinu!

 

Niðurstaða

Hvað ætli að líklega gerist? Mér virðist umræðan innan Bretland benda til þess, að Theresa May haldi velli sem forsætisráðherra a.m.k. fyrst um sinn. M.ö.o. tilraun Brexit-era til að fella hana virðast ekki ætla að heppnast. 

Hinn bóginn, er samt sá möguleiki til staðar að þingið felli samkomulagið - og það yrði líklega henni að falli sem forsætisráðherra, en að í því samhengi mundi þingið taka þá afstöðu að óska eftir því að Brexit yrði dregið til baka.

Hinn bóginn, væri líklegt -grunar mig- að ríkisstjórn Íhaldsflokksins núverandi þá falli, þ.s. hún hefur stuðning N-Írskra sambandssinna. Að þingmenn Íhaldsflokksins sem styðja aðild, mundu þurfa að mynda samstöðu með Verkamannaflokki þingmönnum þaðan.

Þetta gæti verið slíkt "anathema" í augum Íhaldsþingmanna, að þeir frekar kjósi að kingja samkomulagi Theresu May.

--Svo kannski þrátt fyrir allt, eru meiri líkur en minni, að samkomulag May sigli í gegnum breska þingið, þó sennilega ekki án langra tilfinningaþrunginna umræðna.

--En útkoman væri óneitanlega töluverður ósigur Brexitera ef sú verður niðurstaðan.

  • Það virðist ekki sérdeilis líklegt, að ef þeir kæmust til valda, næðu þeir betra samkomulagi, en ég hugsa að fulltrúar aðildarríkjanna séu ekki ósannsöglir þar um, en vísbendingar um viðhorf ríkisstjórna hafa komið vel fram -- ef e-h er voru Barnier og Juncker að íta til baka kröfum sem gengu enn lengra er þeir ákváðu að landa samningi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ah, hræðzla við breytingar aftur.  Klassík.

Bretar hefðu átt að fara alveg úr þessu strax, og gætu þá verið orðnir öflugir utan tollbandalaga.  Með fríverzlun við USA, Mið Ameríku, S-Ameríku, Asíu, og jafnvel ESB.  Því þeir eru með það stóran markað.

En nei... það hefði verið breyting.  Scary scary breyting.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2018 kl. 20:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, engin leið að það mundi ekki leiða til harkalegs efnahagslegs tjóns, sem skýrir afstöðu atvinnulífs sem mundi lenda í því að borga tolla til ESB, þyrftu einnig að borga kostnað við tollmeðferð með þeim töfum sem það kostar á landamærum, bindur endi á "just in time delivery" - líklegt að erlend bifreiðafyrirtæki innan Bretlands mundu pakka saman yfirgefa Bretlandseyjar - - þó það sé tæknilega mögulegt á löngum tíma fyrir Bretland að hugsanlega síðar að bæta sé það tjón upp væri að sjálfsögðu óvisst hversu langan tíma Bretland væri tæknilega að bæta sér það tjón upp, þó það væri tæknilega mögulegt -- verður það að teljast óvíst hvenær það hugsanlega tekst jafnvel hvort það tækist yfirleitt -- almenningur mundu að sjálfsögðu fá á sig snögga kjaralækkun og það gæti vel tekið a.m.k. nokkur ár að skila sér til baka.
--Þegar menn horfa á slíka þætti, þ.e. vissan um hvað þeir hafa vs. fullkomin óvissa á móti, þá er skiljanlegt að fyrirtæki og margir einstaklingar - hiki.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.11.2018 kl. 09:03

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér finnst ég hafa heyrt þetta áður "...besti samningur sem í boði er". Var það ekki Steingrímur J. sem sagði það eitt sinn????

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2018 kl. 10:23

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tómas Ibsen Halldórsson, örugglega rétt hjá þér - hinn bóginn var sú deila við Bretl. og Holland eingöngu. Meðan að Bretar voru að ræða við töluvert fleiri ríki í einu, þá eðli sínu skv. er flóknara að ná saman, og væntanlega aftur flóknara að ná saman að nýju - ef samkomulagi væri hafnað. Maður getur aldrei fyrirfram verið öruggur um árangur.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.11.2018 kl. 16:34

5 Smámynd: Merry

Sæll Einar

Þeir ættu að kjósa þann 11. desember - og ég held að það verði kosið niður. En ég vona að 48 bréf frá þau sem ekki treysta may muni koma fyrir þann dag.

Merry, 26.11.2018 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband