Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.4.2016 | 22:17
Ólafur Ragnar Grímsson, virðist reikna með erfiðri stjórnarmyndun í kjölfar næstu þingkosninga!
En þetta mátti lesa út úr orðum þeim sem Ólafur Ragnar beitti sem rökum fyrir því, að það væri ástæða fyrir hann að - skipta um fyrri yfirlýstu skoðun, og ákveða að bjóða sig fram til forseta Íslands --> 6. kjörtímabilið í röð.
--Skv. því ef maður reiknar með kjöri hans þá mun hann sitja í 24 ár.
Langsamlega lengst forseta Íslands, líklega verður það met hans aldrei jafnað eða slegið.
Hér hefur verið afar óvenjulegt ástand
Mikilvægustu orðin sem hann sagði í viðtalinu - eru ef til vill þau "ekki haft eftir orðrétt":
- ...að ef kemur til þess að kjörinn þingmeirihluti geti ekki myndað nýja stjórn...
- ...þá sé það á ábyrgð forseta að tryggja að landinu verði stjórnað.
Eru líkur á því að líklegasta þingmeirihlutanum eftir kosningar muni mistakast stjórnarmyndun?
Ég hef sjálfur bent á það að engin leið sé að vita það fyrirfram - hvernig framtíðar þingflokkur Pírata verður samsettur.
En það séu möguleikar á því að þangað rati inn einstaklingar sem hafa lengi barist fyrir tilteknum málefnum sem þeir persónulega trúa á, en hingað til hafa ekki haft nægilegt persónulegt fylgi - til að koma þeim áleiðis; en sjá nú ef til vill tækifæri að koma þeim fram undir regnhlíf Pírata.
Það getur vel verið að fleiri en einn slíkur -örhópur- rati þangað inn, sem geta verið sammála um grunnhugmyndina að -beita þjóðaratkvæðagreiðslum- en nánast ósammála um alla aðra hluti.
- Vegna lítils skipulags Pírata.
- Vegna þess, hvernig það litla skipulag sem þeir þó hafa, virkar.
- En um stefnuna virðist einfaldlega kosið á tilteknum vef.
--hef ekki kynnt mér akkúrat hvernig menn öðlast atkvæðarétt þar.
En væntanlega felur það í sér að vera meðlimur - sennilega að hafa borgað félagsgjald.
- En þegar unnt er að kjósa um stefnuna af meirihluta félaga - hvenær sem er.
- Þá er auðvitað möguleiki að sú stefna geti breyst með litlum fyrirvara.
- Og auðvitað --> Þetta býður upp á þann möguleika, virðist mér, að aðilar smali fólki inn í flokkinn -- til þess einmitt að breyta einstökum atriðum um stefnu.
- Svo er auðvitað hitt atriðið --> Að þingmenn skv. lögum og stjórnarskrá, eru einungis bundnir sinni samvisku.
M.ö.o. að stefna flokksins bindur þá ekki skv. lögum eða stjórnarskrá. - Mig rámar í það að tilteknir 3-þingmenn Borgarahreyfingarinnar sálugu, hafi komið sér saman um stefnu er var í mikilvægum atriðum önnur en samþykkt stefna Borgarahreyfingarinnar -- skv. félagsfundum þar.
Við þetta spruttu upp hatrammar deilur milli 3-menninganna og fjölda félagsmeðlima.
Og varð á endanum af umtalsverð biturð.
**Þetta að sjálfsögðu -- getur gerst aftur.
--Sem væri kaldhæðið að vissu leiti í ljósi þess að Birgitta var stofnandi Pírata flokksins íslenska.
__________
Svo hef ég auðvitað ekki enn nefnt, að ef VG vinnur stórsigur í nk. kosningum þ.e. 20% eða jafnvel ívið meir en 20% -- þá auðvitað verður VG tregur til að samþykkja að kjörtímabilið verði einungis 9-mánuðir, og að málefnin verði fá!
En það rökrétt mun ekki virðast þingmönnum VG skynsamt að taka þá óþörfu áhættu, að kjósa rúmum 3-árum fyrr en þeir þurfa, og auðvitað þingmenn VG munu vera kjörnir út á mörg fleiri málefni en þau -- sem Píratar hafa nefnt sem þau örfáu mál sem nk. þing skuli taka fyrir.
- Ef VG nær 20% eða rúmlega 20% -- en Pírata um 30% eða jafnvel ívið minna en það.
- Þá auðvitað er samningsstaða VG -- allt annað en veik.
- Sérstaklega þegar það er haft í huga að afar ósennilegt sé að Píratar geti yfir höfuð myndað stjórn með nokkrum öðrum en flokkum úr núverandi stjórnarandstöðu.
- Þ.e. auðvitað sá möguleiki að fylgi Pírata skreppi frekar saman.
- Það getur auðvitað farið svo - að Samfylkingin þurfi að vera með.
Þá yrði stjórnarmyndun -- enn flóknari.
Punkturinn er sá, að það stefni í að -- Píratar geti líklega ekki knúið fram stutt kjörtímabil.
- Þá auðvitað þarf að semja um þau mál, sem annað af tvennu VG vill að verði tekin fyrir, eða ef þ.e. Samfó + VG.
- Og hafandi í huga, að það virðist ekki a.m.k. enn að Píratar hafi heilsteypta stefnu um þau mál -- þá gæti þeim reynst það mjög erfitt, að semja um þau málefni.
- Síðan gæti þinghópur þeirra eða hluti þinghóps þeirra -- reynst andvígur einstökum málum.
Þannig að ef Ólafur Ragnar telur að stjórnarmyndun geti reynst erfið eða jafnvel ómöguleg!
Og það sé hluti skýringar þess - af hverju honum hefur snúist hugur.
Er það vel mögulegt að hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér!
Niðurstaða
Hafandi í huga orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands - þá getur vel verið að baki þeirra orða, liggi hótunin um -- utanþingsstjórn.
Einungis í eitt skipti hefur slík stjórn verið mynduð, þ.e. af Sveini Björnss. á tíma Seinna Stríðs. Ég hef heyrt því haldið fram að Kristján Eldjárn - hafi haft slíka tilbúna í eitt skiptið, þegar stjórnarmyndun var sérlega erfið. En ekki reyndi á það fyrir rest.
En það getur vel verið að tilraunir til stjórnarmyndunar muni reynast mjög skrautlegar eftir nk. þingkosningar! Mun meir svo en reynst hefur verið alla tíð síðan á árum Kristjáns. En í forsetatíðs Kristjáns Eldjárns - kom það oft fyrir að stjórnarmyndun tók verulegan tíma og reyndist bæði flókin og erfið. Að auki sátu ríkisstjórnir í hans tíð gjarnan ekki út sitt kjörtímabil.
--Hann sat tímabil pólitísks óstöðugleika á Íslandi.
Kv.
15.4.2016 | 00:13
Brjáluð hugmynd -- Sigmundur Davíð í framboð til forseta Íslands?
Tek fram - að mér hefði sjálfum ekki dottið þetta í hug, ef vinnufélagi minn hefði ekki stungið upp á þessu, sjálfsagt eins mikið sem grýn sem alvara.
Síðan einhvern veginn hætti þessi hugmynd ekki að láta mig vera þann daginn!
13 frambjóðendur og 9 undir feldi
SDG að flytja áramótaávarp forsætisráðherra - forsetalegasta myndin sem ég fann!
Forsetaframboð eru víst þegar orðin 15 talsins!
-Andri Snær Magnason, rifhöfundur
-Ari Jósepsson, vídjóbloggari
-Ástþór Magnússon, athafnamaður
-Bæring Ólafsson, athafnamaður
-Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur
-Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður
-Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
-Halla Tómasdóttir, athafnakona
-Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur
-Hildur Þórðardóttir, þjóðfræðingur
-Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Vodafone
-Sturla Jónsson, vörubílsstjóri
-Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur
-Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
Málið er að - - tækifæri Sigmundar Davíðs getur einmitt legið í því hve margir frambjóðendur eru orðnir, annars vegar og hins vegar, í því að þeir eru ívið fleiri vinsta megin línunnar.
- SDG er að sjálfsögðu gríðarlega þekktur einstaklingur, það gefur honum sjálfkrafa forskot - alveg burtséð frá því að mörgum er samtímis í nöp við hann, jafnvel svo að það geti verið fleiri í þeim hóp en fylla hóp vina hans og aðdáenda.
- Það er enginn vafi á að hans framboð mund vekja gríðarlega athygli - algerlega óhjákvæmilega, og því - umtal.
Nánast svo, að SDG þyrfti sennilega að verja mjög litlu fé til að auglýsa sitt framboð, eða hvað það stæði fyrir.
Því svo margir aðilar mundi keppast um að ræða um hans framboð. - Ég held að möguleikar SDG séu raunverulega til staðar -- einmitt vegna þess hve vinstri fylgið er klofið -- þeir sem eru hægra megin pólitískt séð þegar með yfirlýst framboð, eru miklu mun minna þekktir einstaklingar - og sennilega með minna persónufylgi.
- Hans skæðasti keppinautur gæti verið -- Andri Snær.
En Andri Snær virðist mér af þeim sem þegar hafa lýst yfir framboði - líklegastur til að fá umtalsvert fylgi.
Ef SDG færi í framboð - þá held ég að áhuginn á forsetakosningunum mundi magnast, því að framboð SDG yrði sennilega það umdeilt, að umræðan um forsetakosningarnar í heild, mundi verða stórfellt meiri með SDG inni sem frambjóðanda.Ekki viss hvort það væri gott eða slæmt fyrir framboð SDG -ef af yrði- en slík aukin umræða, gæti einnig leitt til aukinnar þátttöku kjósenda þegar verður kosið.
- Þetta gæti endað sem keppni milli þeirra tveggja, þ.e. SDG og Andra Snæs.
Hvernig sem það á endanum færi - þá yrði útkoman án efa mjög áhugaverð kosningabarátta.
Niðurstaða
Svona til gamans ef það mundi fara þannig að SDG mundi bjóða sig fram til forseta og ná kjöri, að ef það hittir svo á að Píratar og Vinstri Grænir mynda ríkisstjórn eftir nk. þingkosningar -- þá yrðu samskiptin milli embættis forseta og Stjórnarráðsins afar áhugaverð á því kjörtímabili.
Ein samstarfskona mín í vinnunni -- líkti því við alkul andrúmsloftinu er gæti verið til staðar þar á milli :)
- En án gríns held ég að SDG geti unnið sigur við þær aðstæður sem eru til staðar.
En einnig að ef hann fer fram, þá muni kosningabaráttan og umræðan um forsetaframboðin snúast mjög um hans framboð -- hans framboð yrði langsamlega mest umrætt.
Sem væri sjálfkrafa gríðarleg auglýsing fyrir hans framboð - þannig að hann þyrfti nánast ekkert að hafa fyrir því, að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Það mundi þá koma í ljós hvort að það er rétt - að það sé ekki til neitt slæmt umtal, bara umtal! Sá sem sé milli tannanna á fólki, hafi alltaf forskot.
Kv.
13.4.2016 | 23:29
Gæti orðið forvitnileg stjórnarmyndun eftir þingkosningar, en mér sýnist Píratar geti lent í vandræðum með að knýja fram sín skilyrði
Mig grunar samt sem áður miðað við umræðuna á þingi undanfarið - að líkur þess að Píratar hafi áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokki, séu litlar.
Þó svo að nýjasta Gallup könnunin á Íslandi - sýni að ef það væri niðurstaða kosninga, þá stæðu Píratar hugsanlega með pálmann í höndum -- með möguleika á tveim 2-ja flokka stjórnum.
Sjálfstæðisflokkurinn stóreykur fylgi sitt
Framsókn fengi 4 þingsæti, tapaði 15
Ef maður fer aðeins yfir könnunina:
- Píratar.................29,3%.....19 þingmenn.
- Sjálfstæðisflokkur......26,7%.....18 þingmenn.
- Vinstri Grænir..........19,8%.....13 þingmenn.
- Samfylking...............9%........6 þingmenn.
- Framsóknarflokkur........6,9%......4 þingmenn.
- Björt Framtíð............5%........3 þingmenn.
Skv. þessu hafa Píratar og VG 32 þingmenn, og Píratar og Sjálfs.fl. 37 þingmenn.
Vegna þess að ég á von á því að einungis VG komi til greina sem samstarfsflokkur, þá hefur sú útkoma að VG virðist nú við 20% -- mikilvægar afleiðingar!
Þetta þíðir að samningsstaða Pírata er allt í einu -- miklu mun veikari en þeir hafa haldið undanfarið.
En þeir hafa verið að varpa fram allskonar skilyrðum -- sbr. stutt kjörtímabil, mjög fá málefni.
Það hefur mátt heyra á þeim, að þeir vilji ekki nema mjög einfaldan stjórnarsáttmála um mjög takmörkuð málefni.
- Ég held það sé algerlega ljóst að Sjálfstæðisflokkur, mundi ekki vera til í að fylgja fram þeim málum -- sem Píratar hafa líst yfir að þurfi að hrinda í framkvæmd.
- Eða að þeir væru til í -- stutt kjörtímabil.
- Það þíðir sennilega í raun og veru.
- Að VG situr uppi með pálmann í höndum.
- Og getur mikið til ráðið því hvað mun standa í stjórnarsáttmálanum.
VG - mun örugglega knýja á að fleiri málefni en þau sem Píratar hafa talað um undanfarið, verði afgreidd á nk. kjörtímabili.
Og síðan grunar mig að ef VG vinnur slíkan kosningasigur -- þá verði VG tregur í taumi um að hætta löngu fyrir lok eiginlegs kjörtímabils skv. lögum.
- Flokkarnir geta líklega náð saman um að tillaga Stjórnlagaráðs svokallaðs, verði tekin í almenna atkvæðagreiðslu -- og síðan afgreidd "ef ég gef mér það að kjósendur samþykki þá tillögu."
- En mjög sennilega mundi VG ekki vilja -- að þá yrði strax kosið, heldur mun fleiri mál afgreidd - flokkarnir starfi saman áfram.
Spurningin er þá -- hvað gerist með slíkt stjórnarsamstarf eftir því sem á líður?
Samfylkingu leið ekki vel með VG á sl. kjörtímabili -- ég held að margir eigi enn að muna upphlaupin sem voru fjölmörg.
En ég er ekkert viss að VG - - mundi hafa einleik um upphlaup og rifrildi.
En augljóst -- er engin leið að vita í dag hverjir munu vera á þingi fyrir Pírata.
Þ.e. vel hugsanlegt að það mundi enda sem -- afar ósamstæður hópur.
Einstaklingar með jafnvel afar ólíkar skoðanir -- þó þeir væru ef til vill sammála um þau fáu atriði sem Píratar hafa gefið upp að skuli afgreidd á nk. þingi.
- Ég held að það væri augljós hætta að þessir flokkar mundu efla það versta í fari hvors um sig.
- Þá meina ég - hugmyndir átt til öfgakenndra breytinga.
VG -- eins og þekkt er, er ákaflega skatta-glaður flokkur.
Ef það fer saman að innan raða Pírata verða margir þingmenn, sem vilja auka mjög á auðlinda skattlagningu -- þá gæti orðið mjög mikil aukning á skattlagningu á starfandi fyrirtæki í landinu.Ekki endilega bara innan sjávarútvegs -- en margir vilja auka mjög skattlagningu á ferðamennsku.
- Það gæti orðið forvitnilegt að sjá -- hvaða áhrif það hefði á afkomu fyrirtækja í þeim greinum.
En samdráttur í báðum greinum samtímis.
Gæti skapað nokkuð hressilegan lífskjarasamdrátt.
Niðurstaða
Í augum einhverra er sjálfsagt samstjórn Pírata og Vinstri Grænna - hugmynd að helvíti. En þetta er það stjórnarmynstur sem mig er farið sterklega að gruna að liggi fyrir sem það sennilegasta á nk. kjörtímabili.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2016 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt fréttum virðist hafa fækkað mjög í mótmælum á Austurvelli - :Fámennustu mótmælin til þessa. En forsenda þess að ríkisstjórnin væri hrakin frá skv. kröfunni um -kosningar strax- var að sjálfsögðu sú, að mótmælin héldust fjölmenn og að mótmælendur hefðu þrautseigju til að viðhalda því fjölmenni nægilega lengi.
- Ef sú stemming sem myndaðist í þjóðfélaginu í sl. viku - endist ekki.
- Þá verður það einnig erfitt fyrir stjórnarandstöðu - að viðhalda málþófi.
Höfum í huga að þegar leitast er við að hrekja ríkistjórn frá þrátt fyrir traustan meirihluta.
Þá má líkja því við að - þreyta spriklandi fisk.
Til þess þarf úthald þeirra sem vilja stjórnina frá - að vera meira en þeirra er standa henni að baki.
Til þess að fella stjórnir með slíkum hætti - gjarnan þarf taugastríð að standa yfir um töluverðan tíma.
Sennilega hefur ríkisstjórnin og Sigmundur Davíð nú gert nægilega mikið til þess að svæfa smám saman mótmælabylgjuna!
Skv. nýjustu fréttum, hefur SDG ákveðið að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum á þingi: Sigmundur Davíð farinn í ótímabundið leyfi./ Ætlar að ferðast um landið og ræða við fólk.
- Ég er samt ekki alveg viss að snjallt sé hjá honum - að halda áfram að vekja á sér athygli, en hann segist ætla að ferðast um landið og ræða við almenning.
- Gæti verið betra að láta lítið fyrir sér fara í a.m.k. nokkrar vikur, kannski jafnvel - sumarlangt. Eða þangað til a.m.k. að öll mótmæli hafa dáið út - mál með kyrrjum kjörum.
Skv. fréttum hafa 3-þingmenn Framsóknarflokksins óskað þess að SDG dragi sig í hlé: Þingmenn vilja lítið tjá sig um skoðun Karls.
- Ég held að það væri rétt ákvörðun hjá SDG -- að hætta þingmennsku!
Hann getur síðan komið aftur, eftir að kosið hefur verið að nýju.
Endurnýjað umboð kjósenda m.ö.o.
- Fátt bendir til þess að SDG hafi gert e-h ólöglegt, eða misnotað aðstöðu sína sér til hagsbótar.
- Heldur sé um að ræða ákveðin dómgreindarbrest, að hafa ekki áttað sig á því hversu eitrað það væri pólitískt að hans fjölskylda væri eigandi að fé varðveitt í skattaskjóli.
Síðan virtist hann segja ósatt í viðtali við erlendan fjölmiðil. - Þetta flokkast undir -pólitíska ábyrgð- þ.s. eftir allt saman líklega gerði hann ekkert ólöglegt.
Þess vegna auðvitað - getur hann snúið aftur.
Eins og fram kom í sl. viku - ætlar ríkisstjórnin að kjósa einhverntíma væntanlega nk. haust, eða eins og sagt er -- kjörtímabil stytt um eitt þing.
Sem væntanlega þíðir að eftir að Alþingi fer í frý nk. sumar - kemur það ekki aftur saman fyrr en eftir kosningar.
Það hefur þó verið látið í veðri vaka, að það geti verið að þau þingslit geti dregist á langinn, ef málþóf viðhelst.
- En líklega getur stjórnarandstaðan ekki viðhaldið málþófi, ef mótmæli deyja niður.
- Því ef stemmingin að hrekja stjórnina frá - deyr niður. Gæti málþófið algerlega snúist í höndunum á þeim - og farið að skapa óánægju í samfélaginu.
En ríkisstjórnin -- vinnur taugastríðið með því að virðast, sanngjörn.
Og með því að -- virðast taka tillit til óánægju radda.
Ríkisstjórnir hvers tíma geta aldrei gert alla ánægða.
Heldur snýst þetta um - að óánægjan verði ekki of útbreidd.
Ef þegar ríkisstjórnin virðist sanngjörn - og koma til móts við eðlilegar kröfur.
Þá þurfa stjórnarandstæðingar að gæta þess að fá ekki á sig -- þann stimpil að vera ósanngjarnir og ósveigjanlegir.
Niðurstaða
Mér virðist ríkisstjórnin sennilega þegar búin að vinna sigur í taugastríðinu við stjórnarandstöðuna og þá sem vildu koma henni frá.
Fyrirfram að sjálfsögðu var það ekki ljóst.
Kv.
Ef sá hluti almennings sem vill knýja Sigmund Davíð til afsagnar - ætlar sér að halda mótmælum til streitu. Þá er ljóst að mótmæli mánudagsins - voru öflug byrjun!
Eins og sjá má á myndbandi - þá voru mótmælin á Austurvelli fjölmenn!
En þrátt fyrir þetta - þá er ekkert loku fyrir skotið að Sigmundur Davíð standi þetta af sér!
Miðað við viðtal sem tekið var við hann - er hann ekkert á þeim buxum að hætta: Viðtalið við Sigmund í heild sinni.
"SDG: Að sjálfsögðu er líklega enginn, nema jú líklega konan mín, sem hefði óskað þess jafnheitt að þetta fyrirkomulag hefði ekki verið sett upp þegar hún eignaðist þessa peninga og leitaði til bankans. Þetta er eitthvað sem maður velti ekkert fyrir sér lengi vel. Þetta var bara þetta fyrirkomulag á því hvernig bankinn hélt utan um peningana. Og ég held að það sé mjög æskilegt, mjög gott, að menn skuli vera búnir að breyta starfsháttum í fjármálafyrirtækjum, hvað svona hluti varðar. Því að þetta var náttúrlega, eins og er að koma mjög glögglega í ljós núna, gríðarlega umfangsmikið og algengt og jafnvel bara viðtekin venja þegar fólk sem átti umtalsverða peninga var annars vegar."
Mér finnst þetta skopleg nálgun - en hafandi í huga að félagið Vintris lýsti kröfum í þrotabú bankanna 2010 - í dag er 2016.
Hefur verið yfrið nægur tími fyrir hjónin eða eiginkonuna - að færa féð úr vörslu í Tortola, yfir t.d. í vörslu í London eða NewYork.
Mér finnst merkilegt ef það komi SDG á óvart, að þetta mál hafi verið -- hugsanlegt sprengiefni.
Lágmarks skynsemi hefði átt að segja honum, að það væri nauðsynlegt að færa þetta fé úr skattaskjólinu - í vörslu utan skattaskjóls.
Hann getur ekki með sanngirni haldið því fram - að þau hjón hafi í millitíðinni ekki haft tök á þessu.
Í besta falli --> Mjög merkileg yfirsjón!
- Eins og kemur fram í viðtalinu, hefur hann ekki íhugað afsögn - talar um að láta á það reyna í kosningum nk. vor, hver afstaða kjósenda verður.
Eins og menn ættu að muna, þá tók mánuði að fá fram afsögn ríkisstjórnar Geira og Sollu
Í því felst væntanlega helsta von forsætisráðherra að sitja áfram - að láta reyna á þrautsteigju mótmælenda, þ.e. hvort mótmælin haldast fjölmenn - viku eftir viku.
Það er líka spurning, hvort að mótmælendur - færa sig með einhverjum hætti upp á skaftið, t.d. hvort þeir stöðva alla umferð í gegnum miðbæ Reykjavíkur, haldi henni stöðvaðri.
En þannig fóru mótmælendur í Kíev fram!
- Spurning hvernig forsætisráðherra, fer að sér að verja sig gegn áskorunum meðal stjórnarliða - þar með frá eigin flokki, um að hætta? Framsóknarmenn vilja að Sigmundur segi af sér.
En punkturinn er sá, að ef mótmælin viðhalda krafti sínum.
Má reikna með stigvaxandi þrýstingi á SDG innan stjórnarflokkanna sjálfra. - Einn möguleiki sem SDG hefur -- er að hóta þingrofi.
En skv. ísl. stjórnskipan, er það forsætisráðherra sem hefur þingrofsréttinn, hann einn.
Þetta sást m.a. í frægu þingrofsmáli er forsætisráðherra Framsóknarfl. meira að segja, rauf þing í andstöðu við meirihluta Alþingis - óskaði eftir forsetabréfi um þingrof.
Hafandi í huga - að a.m.k. helmingur þingliðs stjórnarflokka sér fram á að missa starfið ef þ.e. kosið strax - en getur haldið því a.m.k. eitt ár enn, kannski.
Þá er þetta hugsanlega öflug hótun.
Hættan sem stjórnarflokkarnir standa fyrir - er auðvitað sú að mótmælin haldi áfram, og ekki bara í nokkra daga - heldur vikur, jafnvel mánuði.
Þetta auðvitað eytrar andrúmsloftið í samfélaginu.
Og eyðileggur fyrir stjórninni - sem áfram þarf að koma málum fram á Alþingi.
En líklega við þær tilteknu aðstæður er mjög hindruð í því af væntanlega mótmælum stjórnarandstæðinga á þinginu sjálfu - sem má fastlega reikna með, ef mótmæli almennings eru reglulegur atburður dag hvern fyrir framann þinghúsið.
Þá hafa stjórnarandstæðingar -- ekkert upp úr því, að sýna liðleik gagnvart stjórninni.
Þvert á móti -- allan hag af því, að þvælast sem mest fyrir.
- Stjórninni gæti verið gert mjög erfitt með að starfa.
- Auk þess, að skipulagt málþóf væntanlega mundi tefja alla þingafgreiðslu - hindra afgreiðslu mála.
- Það sé þar af leiðandi enginn vafi um -- að stjórninni og stjórnarflokkunum, er það fyrir bestu að úr því sem komið er, að SDG taki pokann sinn.
- Væntanlega þíðir það að hann hætti sem ráðherra og formaður í senn, en ekki endilega sem þingmaður - en kannski það einnig. Honum gæti reynst erfitt að sitja á þingi.
Niðurstaða
Þó að það sé hugsanlegt að Sigmundur Davíð standi af sér storminn - þá ef svo fer væri ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir mjög löskuð eftir. Og líklega lítt fær þrátt fyrir þingmeirihluta að koma málum áfram - vegna líklegs stöðugs málþófs.
En miðað við líklega stöðu stjórnarinnar - má reikna með því, að stjórnarandstæðingar græði á því gagnvart kjósendum - að viðhalda málþófi, allt til loka kjörtímabils - ef því er að skipta.
En ef mótmæli smám saman fjara út - og ef samstaða stjórnarliðs rofnar ekki.
Þá er það samt hugsanleg útkoma.
Það sé þó ljóst eins og mál eru nú komin, að fyrir eigin flokk og fyrir ríkisstjórnina, væri betra að Sigmundur Davíð hætti -- því fyrr því betra.
En skaðinn verður því meiri fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana -- því lengur sem það dregst að hann hætti.
- Það sé því rétt að ég skori formlega á Sigmund Davíð að hætta samtímis sem formaður Framsóknarflokksins, og sem forsætisráðherra og ráðherra.
Kv.
31.3.2016 | 00:30
Mér virðist Svanur Kristjánsson ganga of langt er hann heldur því blákalt fram að forseti Íslands hafi vald til að hundsa sjálfa grunnregluna um þingræði
Ég átti áhugavert tal við Svan á Facebook í gær, get notað beinar tilvitnanir úr því:
En hann heldur því blákalt fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra - burtséð frá þeirri staðreynd hvort hann njóti enn stuðnings Alþingis.
Sjá einnig á vef Eyjunnar: Stjórnmálafræðiprófessor segir forsetann eiga að mynda nýja ríkisstjórn vegna skattaskjólsmálanna
"Svanur Kristjánsson --> 1. Forsetinn kallar saman ríkisráðsfund á Bessastöðum og skipar nýjan forsætisráðherra. 2. Nýr forsætisráðherra undirritar ásamt forseta lausnarbréf burtrekins forsætisráðherra. 3. Nýr forsætisráðherra undirritar ásamt forseta bréf um þingrof. 4. Nýjar alþingiskosningar eru haldnar. Þessi möguleiki var rakinn á Alþingi í umræðum um lýðveldisstjórnarskránna 1943-1944 - eins og þeir fræðimenn vita sem nenna að vinna vinnuna sína."
Þegar ég benti honum á - að þetta væri gegn þingræðisreglu, þannig að líklega mundi forsætisráðherra meta það svo, að forseti hefði ekki til þessa - vald skv. ákvæðum stjórnarskrár, og hafna því að hann hefði verið rekinn - þannig að forsætisráðherra í slíku tilviki mundi starfa áfram eins og ekkert hefði í skorist, sem og sá þingmeirihluti sem hann væri með -- sá meirihluti mundi sennilega einnig hafna þingrofsbréfi forseta í slíku tilviki, og að auki sennilega neita -meintum ný skipuðum forsætisráðherra- um heimild til að lesa það í þingsal, þ.s. það væri ekki í samræmi við stjórnarskrána.
"Svanur Kristjánsson - Burtrekni forsætisráðherrann þarf ekki að samþykkja eitt eða neitt. Nýji forsætisráðherrann undirriitar lausnarbréf hins burtreikna ásamt forseta. Kristján Eldjárn samþykkti beiðni forsætisráðherra um þingrof árið 1974 án þess að kanna hvort þingmeirihluti væri fyrir þingrofi."
Þarna er hann að vísa til svokallaðs -þingrofsmáls- þegar starfandi forsætisráðherra stóð frammi fyrir því, að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn - var búinn að semja við Sjálfstæðisflokkinn að þeir báðir mundu styðja vantraust sem þingmenn Alþýðuflokks mundu leggja fram.
Á hinn bóginn -- meðan að Alþingi hefur ekki enn kosið um vantraust.
Þá er forsætisráðherra enn -- sitjandi forsætisráðherra.
- Ég lít því ekki á þessi tilvik sem Svanur talar um -- sem sambærileg.
- Þ.s. að beiðni forsætisráðherra um þingrofsbréf -- þegar vantraust hefur ekki enn verið samþykkt á hann af þinginu.
- Sé þá ekki -- brot á þingræðisreglu.
- En það sé algerlega enginn vafi á, að sú hugmynd Svans -- að forseti geti rekið forsætisráðherra, sem enn hefur traustan þingmeirihluta - og það eru litlar líkur á að sá meirihluti bili, að vantraust m.ö.o. verði samþykkt.
--Standist ekki þingræðisreglu.--
Hann geti m.ö.o. ekki notað - þingrofsmálið, því til stuðnings að forseti hafi vald sem hann heldur fram blákalt - að reka forsætisráðherra sem enn nýtur fullt trausts þingsins og fátt bendi til að sé líklegur að fá á sig samþykkt vantraust.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
"1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."
Ég get ekki séð betur en að fullyrðing hans, sé gegn fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar.
En það hefur alltaf verið skilið með þeim hætti - að forsætisráðherra sérhver sitji í skjóli þingsins.
Það væri augljóst brot á -1. gr.- ef forseti reyndi að reka forsætisráðherra sem hefði enn fullan stuðning þingsins.
- En þú ert annað af tvennu, með -þingræði- eða ekki.
- Ef forseti getur rekið forsætisráðherra, sem hefur starfandi þingmeirihluta - gegn vilja þess forsætisráðherra og einnig gegn vilja starfandi þingmeirihluta --> Þá er ekki þingræði, heldur - forsetaræði.
Hvernig á þá að útskýra merkingu -1.gr.- stjórnarskrárinnar?
Svo er auðvitað rétt að nefna:
"13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."
Sem hefur verið skilin með þeim hætti - alveg frá upphafi lýðveldisins - að það sé ákvörðun forsætisráðherra, en ekki forseta, að rjúfa þing.
En annað fyrirkomulag - væri afar erfitt að samræma því yfirfyrirkomulagi, að búa við þingræði.
Niðurstaða
Mig grunar að óbeit Svans á núverandi stjórnarflokkum sé slík að honum sé farið að förlast sýnin á hvað sé líklega eðlileg túlkun á valdi forseta og því hvernig þingræðið virkar á Íslandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2016 | 04:10
Er Jón Baldvin að íhuga endurkomu í stjórnmálin með málflutning er virðist litaður af pópúlisma?
Jón Baldvin var í viðtali á Eyjunni um helgina, og þ.e. áhugavert hvað málflutningur hans svipar til -- vinstri sinnaðra pópúlista, sbr. Sanders í Bandaríkjunum, jafnvel Corbyns í Bretlandi.
Þeir Sanders og Corbyn eru báðir aldraðir - en þeir fengu samt heilmikið fylgi fólks í yngri aldurshópum, einmitt út á það að nálgast málefni - án málamiðlana.
Þeir tveir vegna þess að þeir nálgast málin með þeim hætti - hafa gjarnan verið taldir af fólki sem leitar nýrra fyrirmynda - "authentic."
Sem ég skil þannig - taldir meina þ.s. þeir segja - hafa trúverðugleika m.ö.o.
En á sama tíma - þá gerir skortur á málamiðlunum í þeirra málflutningi, það líklega að verkum að hvorugur sennilega á mikla raunverulega möguleika að komast til valda!
Málflutningur Jóns virðist einkennast af pópúlisma
Jón Baldvin ómyrkur í máli: Einstaklingshyggjan er orðin allsráðandi
Á tímum bóluhagkerfisins fyrir Hrun upplifðu Íslendingar það, að örfámennur hópur, sem réði yfir ný einkavæddum bönkum og fjármála stofnunum, gat stofnað til skulda, sem námu tífaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. Þegar kom að skuldadögum eftir Hrun, báru þeir enga ábyrgð. Gróðinn hafði verið einkavæddur, en skuldirnar átti að þjóðnýta. Skattgreiðendur báru skaðann.
Þetta er einfaldlega kolrangt!
En þ.e. eitt af einkennum pópúlísks málflutnings - að sletta fram fullyrðingum, og hirða ekkert um það, að hvaða marki þær standast.
- Skuldir ísl. einkabankanna námu 6,6 þjóðarframleiðslum Íslands við hrun.
- Þ.e. algerlega augljóst -- að íslenskur almenningur, var ekki neyddur til að borga þetta -- það hefði aldrei verið mögulegt.
Þeir sem báru hið raunverulega tap af bankahruninu -- voru erlendir bankar.
Mér finnst magnað ef Íslendingar -- leyfa JBH að komast upp með að fullyrða fullkomna þvælu, og samtímis -- fagna því eins og karlinn sé að segja stórfenglegan sannleik.
En þannig voru viðbrögðin -- minnti á viðbrögð stuðningsmanna Trumps við ruglinu í þeim manni.
- Að auki -- hafa margir af helstu stjórnendum bankanna, lent í fangelsi.
Ég kannast því ekki við þetta -- fullyrðingu hans um algert ábyrgðarleysi.
Annað dæmi um pópúlískan málflutning.
"Með því að byrðin hafi lent á almenningi hafi þjóðfélagsáttmálin verið rofinn. Sá óorðaði sáttmáli felst í því, að hverjum og einum er frjálst að auðgast af eigin rammleik fyrir eigið fé, að því tilskyldu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur til þess samfélags, sem skapar verðmætin. Við hvorugt hefur verið staðið. Þjóðin bar skaðann. Og nú, þegar við erum að byrja að jafna okkur eftir áfallið, m.a. vegna hagstæðra ytri aðstæðna, bendir flest til, að það eigi að endurtaka sama leikinn."
Hér kemur meir af pópúlískum málflutningi -- en takið eftir því hvernig hann leitast við að kynda undir reiði hlustenda.
En pópúlískur málflutningur -- hefur einmitt þau einkenni, að hann er algerlega í æsingastíl.
M.ö.o. óvinurinn er skilgreindur mjög fljótt.
En þ.e. alltaf einkenni pópúlísks málflutnings, að hann er reiðilestur.
Og að þ.e. alltaf einhver óvinur -- sem bent er fingri að, leitast við að beina reiðinni að.
Trump er einmitt gott dæmi um þannig málflutning!
Þó svo að skotmörkin hans Trumps séu ekki þau sömu og hjá JBH.
Þá hefur málflutningur JBH sömu hegðunareinkenni.
- Efnahagsáföll skella alltaf á almenningi -- á því eru engar undantekningar.
- Þannig að þegar bankarnir hrundu -- þá varð kjarahrun.
- Enda engin leið að forða því -- vegna þess að innkoma Íslands minnkaði stórfellt.
----------------
Þarna gerir hann það að miklum glæp.
Að kjör hafi versnað -- vegna þess efnahagsáfalls sem landið varð fyrir.
- Sama tíma lætur hann algerlega vera að nefna þá fyrrum stjórnendur hrundu bankanna - sem hafa lent í fangelsi.
- Og þá staðreynd, að Ísland -- eitt allra landa, hefur fangelsað fyrrum stjórnendur banka, sem hrundu og þannig orsökuðu tjón fyrir þjóðfélagið allt.
Vegna þess að málflutningur hans er pópúlískur -- þá lætur hann einnig alveg vera að setja efnahagshrunið í víðara samhengi.
- T.d. að það var kreppa í mörgum löndum á sömu árum og Ísland gekk í gegnum sinn vanda.
Hann hefði getað nefnt það, að almenningur í þeim löndum, slapp ekki heldur við kjararýrnun, í þeim löndum Evrópu öðrum - sem lentu í kreppu.
Hann hefði getað nefnt þá staðreynd, að almenningur sleppi aldrei nokkru sinni við kjararýrnun -- algerlega burtséð frá því hver bakgrunns örsök efnahagsáfalls er.
"Það er ár til kosninga. Það gætu orðið þýðingarmestu kosningar í sögu lýðveldisins. Allir vita, að nú þarf að ná samstöðu um stóru umbótamálin kerfisbreytingu til frambúðar. Við vitum öll, hver stóru málin eru: Ný stjórnarskrá, sem tryggir þjóðinni virkt lýðræði. Málskotsréttinn til þjóðarinnar um að leggja stórmál undir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar stjórnmálaforystan á Alþingi bregst. Jafn atkvæðisréttur, einn maður eitt atkvæði. Sameign þjóðarinnar á auðlindum innsigluð í stjórnarskrá, sem og krafan um, að þjóðin fái réttmætan arð af auðlindum sínum. Húsnæði á viðráðanlegum kjörum handa nýrri kynslóð, sem hefur verið úthýst. Þetta eru næg verkefni til að sameinast um á nýju kjörtímabili."
"Hvernig fórum við að því? Með því að beita afli samstöð unnar þrátt fyrir allt sundurlyndið. Með því að beita lýðræðinu gegn auðræðinu. Við þurfum að gera það aftur. Við getum það. Vilji er allt sem þarf."
Þetta fær mig til að velta því fyrir mér -- hvort JBH er á leið aftur inn í pólitík!
- Hann lætur t.d. hjá líða að nefna það, að þ.e. engin sérstök ástæða að ætla að þannig stjórnarskrárákvæði breyti nokkru - þ.s. kvóti telst einungis vera eign á tilkalli til tiltekins veiðiréttar.
En ekki eign á fiskinum sem slíkum -- enda er stjórnvöldum frjálst að ákveða hver heildarveiðin er - þá frjálst að minnka eða auka hana - eða banna veiði alfarið.
Ef kvóti þíddi raunverulega eign á fiskinum í sjónum -- væri það ekki hægt, að banna t.d. mönnum að veiða eign sína - sennilega ekki heldur hægt að takmarka veiði viðkomandi á eign sinni.
Þannig að kvótakerfið einfaldlega stenst slíkt stjórnarskrárákvæði. - Annað er spurningin um -- réttmætan arð.
Það lætur hann gersamlega hjá líða að skilgreina.
En t.d. líta sumir vinstrimenn á allan arð sem óréttmætan -- þá vilja þeir meina að óréttmætt sé að þeir sem veiða græði yfir höfuð á því.
**Hinn bóginn hefur JBH alltaf verið -- hægri krati.
Hann er þá ekki þeirrar skoðunar -ef maður miðar við hans fyrri skoðanir- að þeir sem veiða megi ekki græða á því.
Einhvern veginn lætur hann alveg hjá að nefna sína pólit. sögu.
**T.d. að það var JBH sem -- gerði Davíð Oddson að forsætisráðherra! - Húsnæði á viðráðanlegum kjörum -- aftur lætur hann alveg hjá líða að skilgreina nokkuð.
**Ég mundi t.d. styðja endurvakningu verkamannabústaðakerfis.
**Og þ.e. einmitt fyrirhugað!
Sem JBH lætur alveg hjá líða að nefna.
T.d. stendur til að hefja byggingar nokkur þúsund íbúða í Rvk. í samvinnu við ASÍ.
Hann sjálfsagt ætlar sér að taka -"kredit." - Svo er það áhugavert hvernig hann talar um - nýja stjórnarskrá.
En augljóslega er hann að tala um - Tillögu Stjórnlagaráðs.
Þ.e. augljóslega tillaga -- en miðað við hvernig hópur innan þjóðfélagsins talar, þá er búið að gera það plagg að helgidómi - sem virðist svo helgur að ef það færi fyrir Alþingi, þá væri það einhvers konar -- saurgun.
**Þannig hefur hópur fólks haldið því fram, að stjórnmálamennirnir megi einfaldlega ekki snerta á því -- þó að raunveruleikinn sé sá, að meðan núverandi stjórnarskrá er í gildi - enn.
Þá gilda ákvæði hennar um það með hvaða hætti má gera á henni breytingar, og menn geta einfaldlega lesið stjórnarskrána: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
**Ég skal ekki segja -- að það geti ekki mögulega gerst, að ef nýr meirihluti Alþingis eftir nk. kosningar, hefur vilja til þess og meirihluta -- þá auðvitað getur hann ákveðið að gera - tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
**Vandinn er bara sá - að þá þarf strax aftur að kjósa til Alþingis -- því skv. ákvæðum núgildandi stjórnarskrár, taka breytingar einungis gildi -- eftir að næsta þing staðfestir þær að afliðnum nýjum kosningum.
Hvernig getur JBH þá vitað að næsti þingmeirihluti muni hafa sömu skoðanir?
Ég sé ekki alveg hvernig JBH -- fyrirhugar að komast framhjá þeirri hindrun.
En það tónar alveg við -- pópúlískan málflutning, að útskýra ekki neitt og samtímis hirða ekkert um hvort stefnan í málflutningnum er praktísk.
Niðurstaða
Mér finnst stórfellt í aukningu pópúlískur tónn í pólitísku umræðunni á Íslandi.
Og því miður virðist mér það meir áberandi á vinstri væng - en hægri væng.
Hægri sinnaður pópúlismi er sannarlega til á Íslandi, þ.e. í takt við Trump, eða hægri öfga flokka á meginlandi Evrópu - t.d. nýlega stofnaður flokkur, Þjóðfylking.
Nú virðist Jón Baldvin Hannibalsson, demba sér beint í bólakaf í hina nýju pópúlísku vinstri umræðu -- það fær mig til að velta því fyrir mér, hvort JBH sé á leið inn í pólitík á nýjan leik.
En miðað við fylgi Sanders í Bandaríkjunum, og Corbyns í Bretlandi meðal vinstri manna í Bandaríkjunum og Bretlandi -- þá gæti það alveg gerst að JBH hafi raunhæfa möguleika á slíkri endurkomu.
Hans pópúlíski málflutningur virðist treysta á gullfiskaminni kjósenda.
Að þeir t.d. muni ekki, að fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddsonar - samstjórn með Alþýðuflokki þegar JBH var einmitt formaður Alþýðuflokks.
- Þá startaði JBH einmitt nýrri hægri bylgju inn í ísl. stjórnmál.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Samningar Tyrkja og Evrópusambandsins virðast virkilega spennandi, en það virðist bersýnilegt að flóttamannakrísan er að auka mjög vægi Tyrklands -- góð fréttaskýring tæpir á meginatriðum, sem ef ná fram, munu gerbreyta samskiptum Tyrklands og ESB.
Gera það samband miklu mun nánara en áður!
EU set to postpone decision on Turkey migrant plan
Forsætisráðherra Tyrklands lagði fram á fundi með leiðtogum ESB aðildarríkja mjög djarft tilboð
- "Turkish Prime Minister Ahmet Davutoglu told the 28 EU leaders that Ankara was willing to take back all migrants who enter Europe from Turkey after a set date, as well as those intercepted in its territorial waters..."
- "In exchange for stopping the influx, Davutoglu demanded a doubling of EU funding through 2018 to help Syrian refugees stay in Turkey..."
- "...and a commitment to take in one Syrian refugee directly from Turkey for each one returned from Greece's Aegean islands."
- "He also sought to bring forward visa liberalization for Turks to June from late this year and to open more negotiating chapters in Turkey's long-stalled EU accession process."
Davutoglu er í reynd að heimta það að aðildarviðræður ESB við Tyrkland - sem hafa verið í frosti um árabil, verði hafnar að nýju.
Tyrkneskir ríkisborgarar mundu fá sömu heimildir til ferðalaga um ESB aðildarlönd - og Íslendingar í dag hafa.
- En án vafa, er mikilvægasta tilboðið -- að samþykkja að taka aftur við öllum flóttamönnum sem koma til ESB aðildarlanda í gegnum Tyrkland.
- Hugmyndin virðist vera sú -- að binda endi á ferðir flóttamanna á skriflum yfir á tvær grískar eyjar nærri ströndum Tyrklands.
"Davutoglu's spokesman said..." - "Our aim is to go further with game-changing ideas," ... "end the tragedy in the Aegean". - Það sé mikilvægur þáttur í þeirri áætlun -- að aðildarlönd ESB, samþykki að taka á móti út flóttamannabúðum, sama fjölda af sýrlenskum flóttamönnum og Tyrkir taka aftur við frá Ítalíu eða Marmarahafi.
En með því virðist hugmyndin að senda þau skilaboð til flóttamannabúða -- að flóttamenn frá Sýrlandi, fái landsvist í Evrópu -- þeir þurfi ekki að fara í þessa hættuför.
Einn helsti veikleiki áætlunarinnar -- er sjálfsagt vilji aðildarþjóða ESB, að veita þeim fjölda sem Tyrkir fara fram á af sýrlenskum flóttamönnum hæli.
Og þ.e. auðvitað umtalsvert fé sem Tyrkir fara fram á sem stuðning við milljónir flóttamanna innan Tyrklands.
En kannski ekki ósanngjörn krafa.
Niðurstaða
Ég geri ráð fyrir að af þessu samkomulagi verði, í þeim meginatriðum sem eru nefnd, þannig að við taki nýtt tímabil miklu mun nánari samskipta Tyrklands og ESB aðildarlanda. Ég á þó ekki von á aðild Tyrklands að ESB - en vandinn við það fyrir aðildarþjóðir ESB er ekki síst --> Stærð og umfang Tyrklands, þ.e. skv. reglum ESB - fengu Tyrkir líklega flesta þingmenn á Evrópuþinginu og að auki a.m.k. eins mikil áhrif og Þýskaland innan stofnana m.a. ráðherraráðsins - útkoma sem mundi mjög verulega breyta valdajafnvæginu innan sambandsins.
Það sé alveg burtséð frá öðrum atriðum, sbr. átökum tyrklandsstjórnar við Kúrda, og spenna í samskiptum milli Tyrklands og Rússlands, og ekki síst - aðför Erdogans að frelsi fjölmiðla.
Það verði þó a.m.k. ljóst - að ESB taki ekki afstöðu gegn Tyrklandi í deilum við Rússlands, ef af þessu -bandalagi- Tyrklands og ESB verður; sem mér virðist sennilegt úr þessu.
- Þetta sé mikilvæg ákvörðun aðildarþjóða ESB - sem muni skipta verulegu máli fyrir áhrif Tyrklands út á við, örugglega til eflingar þeirra áhrifa.
- Hvað sem má segja um Erdogan, þá hefur hann staðið sig í uppbyggingu efnahags Tyrklands, en sl. 15 ár hefur verið miklu meiri hagvöxtur í Tyrklandi en í nokkru ESB aðildarlandi -- í Tyrklandi hafi kjör fólks verulega batnað á þeim árum.
- Að auki, er þetta ekki -einnar víddar hagkerfi sbr. Rússland Pútíns- heldur er um að ræða nútíma vestrænt hagkerfi með áherslu á viðskipti - verslun - þjónustu og að auki, framleiðslu.
- M.ö.o. ber ég verulega mikla virðingu fyrir þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Tyrklandi -- sem ef hún heldur áfram, stefnir í að gera Tyrkland að efnahagsveldi innan nk. 20 ára -- án gríns.
Ég held að Tyrkland hafi miklu meiri möguleika en Rússland - sem virðist eingöngu stara á útflutning á olíu og gasi, vera eins háð því í dag og fyrir rúmum 20 árum.
En með þessu áframhaldi verður tyrkneska hagkerfið innan ekki margra ára -- miklu mun stærra hagkerfi en það rússneska.
- Þá spái ég því að menn fari að tala um nýtt --> Tyrkjaveldi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2016 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2016 | 01:34
Hvað ef við afleggjum "vaxtabætur" og "leigubætur"?
Málið er að í þessa liði fara gríðarlegar upphæðir ár hvert - þetta eru hreinar millifærslur, eða, niðurgreiðslur.
Að auki sinnir þessu fjöldi starfsmanna ríkisins, sem eru á launaskrá -- þá starfsmenn væri unnt að segja upp störfum og þar með spara ríkinu verulegt fé.
Hvað væri þá unnt að gera í staðinn?
- Unnt væri að breyta leigulögum:
A)Skapa forgang fyrir þá sem hafa fasta búsetu á Íslandi, á leigumarkaðnum. Þannig að ef einstaklingur sem sannað getur fasta búsetu hér í 12 mánuði - eitt form sönnunar gæti verið að hafa fasta vinnu sl. 12 mánuði á landinu, hugsanlegt einnig að kvittanir úr verslunum hér geti nýst sem sannanir --> Þá hafi sá forgang gagnvart þeim sem ekki hafi fasta búsetu.
B)Síðan mætti, skattleggja með mismunandi hætti leigusamninga á markaðinum, eftir því hvort um er að ræða - að leigt sé til aðila með fasta búsetu eða ekki.
M.ö.o. að það sé gert hagstæðara að leigja til þeirra er hafa fasta búsetu.
**Þetta gæti dugað og vel það, til að tryggja nægt framboð af leiguhúsnæði til þeirra sem hafa fasta búsetu.
**Skilgreiningin -- föst búseta, er þá almenn þannig grunar mig að það nýtist fordæmi frá "neyðarlögunum" frægu, þegar -- einungis voru tryggðar innistæður sem voru staðsettar á Íslandi --> Sem eins og frægt er, stóðst. Taldist ekki ólögleg mismunun. - Unnt væri að -tímabundið- eða -varanlega- afnema sjálfstæði Seðlabanka, og síðan taka pólitískar ákvarðanir um hríð - um stýrivexti.
Færa þá niður um nokkur prósent!
Það ætti að lækka ívið vexti hér á markaðinum.
**En það að seðlabankar eigi að vera sjálfstæðir er fyrst og fremst ríkjandi stefna - ekki meitlað í stein, Seðlabankar sögulega séð í öðrum löndum, hafa langt í frá alltaf verið sjálfstæðir.
Höfum í huga -- að mjög líklegt er að vaxtabætur haldi nokkuð uppi húsnæðisverði, þannig einnig verðlagi á íbúðum af því tagi - sem þeir sem eru á vaxtabótum einna helst sækjast eftir.
Þannig að - verðlag hækkar á móti, þeim kaupmætti sem vex við bæturnar.
**Að þetta sé líklega svo --> Sést á því, að húsnæðisverð fer alltaf upp eða niður, í takt við bætt eða versnandi kjör.
Ef þessar aðgerðir duga ekki --> Getur ríkið notað hluta þess fjármagns sem sparast til þess, að fjármagna í samvinnu við verkalýðfélög, nýtt verkamannabústaðakerfi.
En mig grunar að við aflagningu þessara kerfa - þá telst það sannarlega með að spara þá starfmenn sem ríkið þá þarf ekki á að halda.
Þá sparist mjög líklega nægilegt fé - til að loka þeirri gjá um fjármögnun sem er til staðar í heilbrigðiskerfinu.
Síðan er áhugavert að hafa í huga - að fyrir 30 árum þegar Ísland var ívið fátækara, þá vorum við að reka hér 3-hafrannsóknarskip + 4-5 varðskip.
Á sl. ári var hafrannsóknarskipunum tveim - lagt. Í staðinn samið við útgerðina að fræðingar fái að vera um borð í fiskiskipum -- fyrirkomulag frá því fyrir tíð hafrannsóknarskipa.
Og í dag er uppihald varðskipa einungis - 1 skip, annað til vara, það 3-ja er til en ekki er til áhöfn fyrir það.
- Fyrir 30 árum -- voru þessi bótakerfi a.m.k. mun minni í sniðum, jafnvel ekki til.
Mig m.ö.o. grunar að við munum auk þessa geta aftur hafið fullan rekstur hafrannsóknarskipa.
Og allra 3-ja varðskipanna.
- Vandinn er einmitt með -niðurgreiðslur- að þær minnka það fé sem til er hjá ríkinu.
Niðurstaða
Ég er viss að það fé er til hjá ríkinu sem þarf til þess að reka hafrannsóknarskip hér - eins og á árum áður. Auk þess að tryggja að það séu alltaf a.m.k. 2-varðskip úti á sjó, þ.e. þá þurfa öll 3 að vera í rekstri. Og til þess að heilbrigðiskerfið sé ekki fjársvelt.
Vandinn sé að fé sé varið í hluti - sem ríkið sennilega þarf raunverulega ekki að sinna.
Kv.
10.12.2015 | 02:00
Útfærsla refsiaðgerða Rússlands á Tyrkland - gæti falið í sér stórt sjálfsmark fyrir Rússland
Josh Cohen hjá Reuters, vakti athygli á þessu: If Vladimir Putin carries through on latest threats, it would only hurt Russia.
I. Fyrst er það gasleiðslan sem Pútín var að íhuga að reisa sem á að liggja í gegnum Tyrkland, svo áfram til Suður Evrópu: Þetta var hugsað að mundi koma í stað svokallaðrar "South-stream" leiðslu, sem átti að liggja frá Rússlandi í gegnum Suður Evrópu, en Rússland eða nánar tiltekið GAZPROM -þó það sé sami hluturinn- hætti við á sl. ári. Eftir að hafa lent í lagadeilum við Framkvæmdastjórn ESB um fyrirhugað viðskiptafyrirkomulag, sem gilda átti um leiðsluna.
Vandamál Rússlands er auðvitað, að ca. 25% af gasflæði frá Rússlandi til V-evrópskra kaupenda - liggur í gegnum Úkraínu.
Þ.e. auðvitað verra vandamál en áður, eftir að samskipti landanna versnuðu með ákaflega eftirminnilegum hætti - sbr. Rússland innlimaði Krímskaga, og fór að styðja vopnaðan her óvinveittan stjórnvöldum í Kíev, á hluta landsvæðis Úkraínu. Hvort tveggja aðgerðir sem vanalega flokkast undir "acts of war."
Síðan er Rússland eða GAZPROM í deilu um 3 milljarða dollara skuld, sem fallin er á gjalddaga - í kaldhæðni örlaga, er þetta fé sem fyrrum forseti Úkraínu fékk frá Pútín, fyrir að skrifa undir samning við Rússland, er hefði takmarkað mjög mikið raunverulegt sjálfstæði Úkraínu --> Sem útskýrir af hverju, það varð þessi bylgja mótmæla í landinu, og einnig það að hún fékk á sig afar sterkan þjóðernis sinnaðan blæ, er lyktaði fyrir rest með falli forseta landsins og ríkisstj. landsins.
Þetta er auðvitað af hverju - núverandi stjv. í Kíev, líta á þessa 3ma.dollara skuld, sem nokkurs konar blóðpeninga, og sú deila gæti raunverulega farið í hart - - með þeim hætti, að Rússland skrúfi fyrir gas til Úkraínu --> Og Úkraína á móti haldi eftir gasi sem streymir í gegnum landið; þannig að raunveruleg áhrif væri að Rússland missti af tekjum af sölu til 25% af sínum kaupendum í V-Evrópu.
Þetta þíðir auðvitað, að Kíev - hefur sterkt spil á hendi.
- Frá sjónarhóli Pútíns, þá er það bagalegt að fjórðungur af gasi til kaupenda í V-Evrópu, verði að fara í gegnum leiðsluna er liggur í gegnum Úkraínu.
- Rússland hefur ný áform, "Nord-Stream 2" sem væri ný leiðsla eftir botni Eystrasalts framhjá Póllandi og Eystrasaltlöndum, beint til Þýskalands - við hlið núverandi leiðslu sem ekki hefur næga flutningsgetu --> En afar óvíst er að sú komist á koppinn. Þ.s. hún mætir einbeittri andstöðu Eystrasaltlandanna, Póllands og Svíþjóðar. Þau lönd geta sameiginlega haft næg áhrif í Brussel, til að stöðva málið.
- Ef við gefum okkur, að sú leiðsla komist ekki á koppinn.
- Þá er fyrirhugaða leiðslan í gegnum Tyrkland - eina leiðin sem eftir er, sem gæti dugað til að losa Rússa við tappann í Úkraínu.
- Tyrkland fengi "transit fees" og leiðslan mundi síðan flytja gas til í gegnum S-Evr., einnig til kaupenda í S-Evr., ríki sem ólíkleg væru að beita sér gegn áformaðri leiðslu - innan Brussel. Þessi leiðsla gæti því haft að öðru leiti, ágæta möguleika á að geta komist á koppinn.
Ef Pútín hættir við þessi áform.
Þá sé erfitt að sjá annað en að Rússland sjálft tapi meir á því an Tyrkland.
II. Síðan er það fyrirhuguð kjarnorkuver, sem ROSATOM hefur samþykkt að reisa í Tyrklandi, áætlaður kostnaður, 20 milljarðar Dollara: Þetta sé ákaflega ábatasamur samningur fyrir ROSATOM, þar með Rússland.
- Fyrsta lagi mundi ROSATOM sjá um rekstur kjarnorkuveranna.
- Sem þíðir, að ROSATOM væri eigandi þeirra, og þar með seljandi þeirrar orku sem þau mundu framleiða, svo lengi sem þau mundu vera rekin - við erum að tala um áratugi.
- Skv. spá um framtíðar raforkuþörf í Tyrklandi, er talið að vöxtur verði 7% á hverju ári til 2023.
- Þessi samningur að auki tryggir, að Rússland eða nánar tiltekið ROSATOM - er einnig eigandi allra hliðarafurða er verða til í kjarnorkuverunum. Þó það sé neikvæð hlið á því, kjarnorku-úrgangur; þá er önnur hlið þar einnig - þ.e. að sá samningur einnig hindrar Tyrki í að nota þessi kjarnorkuver í því skyni að afla sér "Plútóníums" fyrir hugsanlegar kjarnorkusprengjur.
- Þannig tryggir Rússland <--> Að Tyrkland geti ekki beitt þeim kjarnorkuverum, í því skyni - að verða hugsanlega kjarnorkuveldi sjálft í framtíðinni, og þar með enn varasamari keppinautur fyrir Rússland, en í dag.
- Mjög sennilegt er, að ef Pútín afskrifar þennan <--> Ábatasama samning, að þá verði margir aðilar til í að selja Tyrkjum kjarnorkuver, allt frá bandarískum aðilum - yfir í kínverska - eða japanska - eða franska.
- Tyrkir muni ekki eiga í neinum vandræðum með að útvega sér aðila er væru tilbúnir í að reisa kjarnorkuver í Tyrklandi.
Það sé því afar erfitt að sjá annað en rétt sé.
Að það væri eigið sjálfsmark Pútíns, að slá þennan samning af.
Niðurstaða
Rétt að árétta hvað ég hef áður bent á, að staða Tyrklands í deilu við Rússland um Sýrland, og Mið-austurlönd; er afar sterk. Þarna ræður landafræðin miklu - það að Tyrkland ræður yfir sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs; og getur afar auðveldlega lokað þeim fyrir umferð rússneskra skipa. Aðgerð er á skammri stundu, mundi gera það nær óframkvæmanlegt fyrir Rússa, að viðhalda aðgerðum sínum innan Sýrlands.
Eins og sést á fréttum, sjá Tyrkir enga ástæðu til að gefa neitt eftir. Enda út frá hernaðarlegu sjónarmiði - er engin ástæða til. Þar sem Tyrkir eiga alls kosti, með yfrið nægilega sterkan flugher heima fyrir, til að geta skotið á skömmun tíma, niður hverja einustu rússn. vél í Sýrlandi - og væri S-400 eldflaugakerið þar um, engin hindrun. En Tyrkir eiga nóg af HARM flugskeytum er eyðileggja radara, og einnig "multispectrum jammers" er geta truflað radara á öllum bylgjusviðum. 2-flugsveitir búnar "jammer pods" og "HARM" flugskeytum gætu á skammri stundu eyðilagt þetta loftvarnarkerfi.
Fyrir utan, að þeir geta lokað sundunum, og án þess að hleypa af skoti - ónýtt aðgerð Rússa.
Það sem mér í reynd finnst merkilegt <--> Er að Pútín hafi ekki enn beygt sig fyrir veruleikanum, að staða Rússlands innan Sýrlands, sé algerlega komin undir góðvilja Tyrkja.
Það sé ekki til sú hótun sem Rússar geta beitt, sem mundi augljóslega breyta stöðunni Rússlandi í vil.
Ég á því enn von á því, að á endanum <--> Gefi Pútín eftir gagnvart Tyrklandi.
Sennilega séu viðræður í gangi milli embættismanna, þó það detti ekki inn í fjölmiðla.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 159
- Sl. sólarhring: 176
- Sl. viku: 209
- Frá upphafi: 863846
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 199
- Gestir í dag: 147
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar