Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Virðist algerlega ljóst að aldrei nokkru sinni verði af lagningu raforku sæstrengs milli Bretlands og Íslands

Ég held að útkoma nákvæmrar greiningar á kostum og göllum verkefnisins, leiði þá útkomu fram án nokkurs minnsta raunverulegs vafa - að algerlega sé ljóst að aldrei verði nokkru sinni af þessu.

Sæstrengur til Evrópu – skýrsla verkefnisstjórnar

  1. Verkefnið ber sig ekki, nema að bresk stjórnvöld samþykki að styrkja við það.
  2. Áætlaður kostnaður - 800ma.kr. eða milli 1/3-1/4 af landsframleiðslu Íslands.
    --En ég held að öruggt sé að líkur séu á að kostnaður verði hærri, vegna fjölda óvissu þátta.
  3. Raforkuþörf verkefnisins væri 1.459MW, sbr. Kárahnjkúkavirkjun er 690MW.
  4. Raforkuverð til almennings yrði milli 5-10% hærra.
    --Orkuverð atvinnulífs hækkar um 2,1 - 4,2ma.kr./ár.
  5. Áætluð aukning landsframleiðslu 1,2 - 1,6%.
  6. Mundi uppfylla um 2% af raforkuþörf Bretlands.

Ég held að það hafi komið nægilega í ljós á kjörtímabilinu 2009-2013, þegar rætt var um drauma um 3-risaálver, sem hefðu þurft einnig gríðarlega umfangsmiklar virkjanir.

Að andstaða innan lands sé slík gagnvart risastórum virkjanaframkvæmdum, að óraunhæft sé að slíkt verkefni séu -- pólitískt séð mögulegt.

  • Þó hefðu þær virkjanir - ekki hækkað raforkuverð til landsmanna.
  • Eða stuðlað að hækkun raforkuverð alls atvinnulífs starfand á Íslandi.

Vandamálið er að sjálfsögðu sú raun tekjuskerðing, sem felst í þessu fyrir almenning.
Bæði beint í gegnum hækkun raorkuverðs heimila -- og óbeint, en fyrirtæki munu þurfa að mæta raforkuverðs hækkun með því að skera niður kostnað; sennilega að það bitni á launum eða starfsmannahaldi, eða bil beggja.

  1. Í dag er ferðamennska orðin sú atvinnugrein sem mestu fjármagni skilar inn í landið.
  2. Erfitt er að sjá að sú atvinnugrein, mundi bregðast við með öðrum hætti, en andstöðu við stórfelldar framkvæmdir - hvort sem þær væru í virkjunum á hálendinu eða umfangsmiklum línulagningum um hálendið.
  3. Þar sem ferðamennskan hefur aukist mjög mikið sl. 6 ár, eða síðan rætt var um risaálverin 3-þá hafa pólitísk ítök hennar sama skapi vaxið.
  • Ég held að klárt sé, að líkur á að samstaða geti myndast um slíkar risaframkvæmdir hér innanlands - á næstu misserum.
  • Sé verulega mikið minni - þar af leiðandi, en fyrir 6-árum, og þó reyndist það ómögulegt fyrir 6 árum.


Síðan er svo augljóst að auki að vafasamt er að verkefnið borgi sig yfir höfuð!

En vegna þess að rafstrengur hefur aldrei verið lagður á svo miklu dýpi - einnig ekki svo langa vegalengd.
Þá hljóti tæknileg óvissa vera umtalsverð.
Ekki síst, veruleg óvissa um raunverulegan kostnað við lagningu, og viðhald slíks strengs.

Gríðarleg óvissa að sjálfsögðu væri einnig um kostnað hér innanlands, vegna þess m.a. að mikil óvissa augljóslega er um það -- hvernig pólitísk andstaða mundi hafa áhrif á skilvirkni virkjana, og kostnað við lagningu lína.

  • En t.d. er auðvelt að minnka skilvirkni virkjunar, t.d. ef stíflan er lægri en til stendur, vegna kröfu um minna lón.
  • Eða að krafa er gerð um, umfangsminni miðlanir á vatni.
  • Að auk gæti það vel verið, að gufuvirkjanir fengu ekki eins mikið frelsi til borana, og til stendur -- eða að svæði væru friðuð að hluta, sem áætlað væri að virkjun þyrfti á að halda.

Ef strengir eru verulega mikið -- neðanjarðar að kröfu sveitafélaga og almennings í sveitafélögum, þá auðvitað vex mjög verulega kostnaður við lagningu.

Það má auðvitað reikna með umtalsverðum töfum á mörgum stigum framkvæmda -- vegna mótmæla.

Niðurstaða

Hún er afar einföld, að ég er næsta öruggur á því, að enginn raunverulegur pólitískur vilji sé til staðar á Íslandi, að taka þau óskaplegu samfélagslegu átök er mundu hefjast, ef gerð væri tilraun til að koma þessari gígantísku framkvæmd á koppinn.

Réttast væri að jarða þessar hugmyndir að fullu og öllu.

 

Kv.


Það væri einkar óviðeigandi ef íslensk stjórnvöld færu að skipta sér af málefnum þeim sem tilheyra stjórnvöldum Bretlands!

Þorsteinn Pálsson hefur skrifað 2-pistla þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að skipa sér í raðir stjórnvalda sem hafa tjáð sína eindregnu skoðun á því - hvað þau telja að Bretland skuli gera þegar kemur að BREXIT:

Ísland á að fylgja Norðurlöndum

Þeir unnu kosningarnar en hafa týnt röksemdunum

Þorsteinn setur þetta þannig fram - að það séu 2-lið, þ.e. ábyrgð lönd sem mælast eindregið fyrir því að Bretland hætti við Brexit, og einhver ónefnd önnur lönd sem séu óábyrg.

  1. Með því að setja einungis fram 2-valkosti.
  2. Þá lítur hann hjá 3-valkostinum.
  • Sem sé sá, að sína Bretum þá kurteisi, að vera ekki að skipta sér af!

Mín persónulega skoðun á BREXIT -- t.d. er ekki fyrir hendi, þ.e. mér er slétt sama hvort að BRETLAND yfirgefur ESB, eða ekki!

Augljóslega hefur Þorsteinn Pálsson sterka skoðun á BREXIT, þ.e. hann er eindregið andvígur BREXIT.

  • Mín skoðun er einföld -- að þetta sé ákvörðun Breta eingöngu.
    --Enginn annar eigi með réttu að skipta sér af þeirri grundvallarákvörðun.

 

Það sem mér finnst áhugavert við orð Þorsteins er eftirfarandi!

"Ætla þeir að skipa Íslandi í fylkingu með þeim sem vilja nota úrslitin í Bretlandi til að fá fleiri ríki til að yfirgefa innri markaðinn og stuðla að upplausn Evrópusambandsins? Eða er ríkisstjórnin fús til að standa með þeim hófsömu og ábyrgu öflum í Evrópu sem ætla að standa vörð um innri markaðinn og um leið Evrópusambandið?"

  1. En þetta er í fyrsta sinn sem ég sé hann tala með þeim hætti - að skín í gegn, að hann óttast að upplausn ESB geti verið yfirvofandi.
  2. Og kannski er það einmitt ótti við slíka útkomu, sem hefur rekið nokkrar ríkisstjórnir í Evrópulöndum -- til að hefja upp raust sína.

Málið með mig -- að ég er einnig hlutlaus gagnvart tilvist ESB.
--Það er, mín vegna má það vera til, en mín vegna má það einnig farast!

En augljóslega er Þorsteinn það ekki :)

  1. Málið með þessa afstöðu mína er það --> Að mitt megið prinsipp er, sjálfsákvörðunarréttur þjóða!
  2. Sem þíðir það, að ég virði frjálsar ákvarðanir sem þjóðir taka um sína framtíð -- hver sem sú ákvörðun er.
    --M.ö.o. að ef þjóð sannarlega tekur frjálsa ákvörðun um ESB aðild, virði ég það!
    --Sem þíðir, að það þveröfuga einnig gildir, að ef þjóð neitar aðild, eða í þessu tilviki, vill fara út -- þá einnig virði ég það!

_______Þetta er auðvitað hvers vegna, ég hef brugðist svo harkalega við afskiptum Rússlands að málefnum Úkraínu --> Þ.e. tilraunum Pútíns að ákveða framtíð þess lands, gegn augljósum vilja meirihluta íbúa þess lands, um annað!
--Mér er algerlega sama hvort að draumur Úkraínumanna sé um ESB aðild, einhverntíma í framtíðinni --> Fyrir mér eigi alltaf að virða frjálsan vilja þjóðar!

  • Þ.e. engin tvískinnungur hjá mér þegar kemur að Krím-skaga, því að kosningin sem þar fór fram --> Var ekki lýðræðisleg! Heldur með, sovéskri aðferð!
    --Þannig að sú kosning geti ekki talist réttmæt mæling á vilja íbúa þar!
    --Sá vilji verði að teljast, óþekktur!
    *Einhverjar skoðanakannanir, gerðar án þess að íbúar hafi tækifæri á að fá að vita sannleikann, séu einskis virði.*
    --Það mætti hugsa sér að þar færu fram nýjar kosningar -- með lýðræðislegri aðferð, þ.s. tryggt væri að íbúar væru nægilega upplýstir um allar hliðar málsins --> Í stað þess sem var, að - að þeim var ýtt einhliða heilaþvotti, skipulögð lygaherferð.


Niðurstaða

Ég vona að stjórnvöld Íslands haldi áfram að sleppa afskiptum af ákvörðun Bretlands um sína framtíð. Sýni þannig rétti Bretlands, og bresku þjóðarinnar - til að taka ákvörðun um sína framtíð - fulla tilhlýðilega virðingu.

Jafnvel þó það megi halda því fram að það geti verið betra út frá hagsmunum Íslands, að Bretland haldi sér innan ESB -- þá væru afskipti af því tagi sem Þorsteinn Pálsson hvetur til að mínu mati - fullkomlega óviðeigandi.

 

Kv.


Taugaveiklunarkennd umræða um útlendingalög

Las yfir þau ákvæði sem eru gagnrýnd -- sé eiginlega ekkert að þeim: Útlendingalög.
Það sem menn fetta fingur út í - er réttur sem lögin veita þeim sem veitt er dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða fær svokallaða "alþjóðalega-vernd" að fá dvalarleyfi fyrir sína nánustu ættingja -- sbr. börn innan v. 18 ára, eiginkonu/eiginmann - eftirlifandi forelda.

Tal um að hingað verði stjórnlaust flæði af þessa völdum, virðist mér lýsa háu stigi - taugaveiklunar.

Eiginlega krystallast þessi taugaveiklun afar vel í áhugaveðri teikningu sem vakið hefur athygli - sjá frekar taugaveiklunarkennda umfjöllun Eyjunnar: Teiknari Morgunblaðsins sagður stjórnast af mannfyrirlitningu.

  • Ég hef að sjálfsögðu ekkert að athuga við rétt teiknara Mbl. að teikna það hvað sem honum sýnist, eða telur að í okkar samfélagi --> En þá á móti má hann reikna með gagnrýni, þegar hann sjálfur er gagnrýninn!
    --Ef hann hallar að einhverju leiti réttu máli - má að sjálfsögðu gagnrýna það á móti.

Vek athygli á texta myndarinnar þ.s. íjað er að mikilli fjölgun flóttamanna!

helgi sig_skopmynd_forsíða

Eiginlega sé ég ekki að viðkomandi hafi nokkuð hið minnsta fyrir sér í þessu!
Að það ákvæði að börn viðkomandi megi dvelja með honum eða henni, eiginmaður eða eiginkona og hugsanlega aldrað foreldri --> Geti skapað alvarlega ógn við Ísland.
--Eins og taugaveiklunarkennt tal manna heldur á lofti.
**Verð ég að kalla taugaveiklun er jaðrar við - ofsóknarbrjálæði.

Þetta sé svo víðsfjarri því að vera sennilegt!

  1. Tek fram að ég er ekki að verja aðgerð tiltekins prests, sem hindraði brottvísun erlends einstaklings, eftir að viðkomandi hafði - löglega verið vísað úr landi.
  2. Einfaldlega að benda á þessa vægt sagt sérkennilegu túlkun teiknarans, Helga Sigurðssonar, á útlendingalögum -- sem mér virðist fullkomlega úr öllu röksamhengi.


Þessi umræða tónar við svipaða taugaveiklunarkennda umræðu frá Evrópu - þ.s. t.d. haldið er fram staðhæfingum sem gjarnan standast ekki tölfræðilega greiningu!

  1. Rétt að árétta það, að meðalfjöldi Múslima í V-Evrópu er á bilinu 6-7% af heildarmannfjölda.
  2. Nú, ef þeir hafa hneigð til að safnast saman í tilteknum borgarhverfum, þá á móti þíðir það væntanlega að -- mjög fáir eru þá í þeim hverfum þ.s. þeir safnast ekki saman.
  • Íbúafjöldi V-Evr. á bilinu 500-600 milljón.

Hver og einn ætti að sjá það, að þó að aðstreymi væri 2-milljónir per ár, þá væru það 200 milljón á 100 árum.
--Sem klárlega dugar samt ekki til þess að Múslimar mundu verða meirihluti.

  • Augljóslega er það þá ekki rétt - að þeir geti náð meirihluta á örfáum áratugum.

____Það sem mig grunar, er að þessi taugaveiklunarkennda umræða, sé fyrst og femst - pólitísk.

M.ö.o. að tilgangurinn sé að skapa -- ótta innan samfélagsins.
Til þess að afla samtökum sem standa fyrir umræðu til að skapa þann ótta!
--Aukins fylgis og áhrifa innan samfélagsins.

  1. Það sé sennilegur tilgangur taugaveiklunarkenndrar umræðu á Íslandi um Útlendingalög, algerlega sjáanlega úr takti við raunverulegt tilefni.
  2. Að skapa ótta innan samfélagsins, eða a.m.k. einhvers hluta þess -- í von um að geta fiskað einhver atkvæði nk. haust.
    --En þ.e. örugglega ekki tilviljun að þessi umræða kemur nú fram, þegar fáir mánuðir eru til Alþingiskosninga nk. haust.

--Sjálfsagt vonast menn til að flokkur sem boðar andúð gagnvart flóttafólki og aðkomufólki, sérstaklega ef þeir eru Múslimar --> Geti fiskað einhver atkvæði nk. haust.

 

Ég vara þessa hópa við því að -- hjálpa Íslamista hryðjuverkamönnum við sína iðju!

Það er nefnilega það kaldhæðna í þessu öllu -- að markmið hryðjuverkamanna Íslamista - og hópa sem boða útlendinga-andúð, sérstaklega ef um eru að ræða Múslima.
--Fara nefnilega að hluta til saman!

  1. Íslamistum nefnilega hentar það mjög vel, ef andúð gegn Múslimum vex í Evrópu -- því í fullri kaldhæðni, þá þjónar það einmitt þeirra markmiðum að sú andúð vaxi.
    --Þar með aðstoða andstöðuhópar við Múslima -án þess að ætla sér það- hættulega Íslamista við sitt verk, þegar þeir hópar fyrir sitt leiti, boða andstöðu og andúð við Múslima almennt.
  2. En hættulegir Íslamistar -- vilja magna sem allra mest, gagnkvæmt hatur milli Kristinna samfélaga og Múslima, sem og annarra V-Evrópumanna og Múslima.
    --Því það þjónar því markmiði þeirra -- að efla sem mest áhrif þeirra samtaka, þ.e. stuðla að fjölgun hryðjuverkamanna!
  3. Þetta þíðir, að V-evr. hópar, sem og kristnir hópar, sem í misskildri sókn í því að verja sín samfélög; hvetja til útbreiðslu andúðar á Múslimum í Evrópu --> Þar með aðstoða -án þess að líklega ætla sér það- hættuleg íslamista hryðjuverkasamtök við það markmið þeirra samtaka, að fjölga hættulegum Múslima hryðjuverkamönnum í Evrópu.
  • Ég er m.ö.o. að segja að mikilvægir þættir baráttu V-evr. hópa, sem stuðla að aukinni andúð á múslimum --> Hafi nær fullkomlega þveröfug áhrif miðað við þeirra ætlan.
  • Eða m.ö.o. að þeirra barátta -- sé óskynsöm!

Það sem vekur athygli við samfélög aðkomufólks í Evrópu -- er atvinnuleysi sem er mun hærra en meðaltal í Evrópu; sem er þó hátt fyrir.
Það bendir til þess að aðgengi að vinnu sé erfiðara -- sem er ekki sögulega óvenjulegt.
Aðkomufólkið er einnig fátækara en meðaltalið -- sem einnig er sögulega séð venjulegt.
Og ekki síst, glæpatíðni ívið hærri en meðaltal -- það einnig er dæmigert sögulega séð fyrir hópa aðkomufólks.

En mannkynssaga sl. 150 ára, færir okkur ítrekað svipaða sögu -- þ.e. hópar aðkomumanna, eiga framan af erfiðar uppdráttar en meðaltal íbúa -- því fylgir meiri fátækt en meðaltal íbúa -- og það ásamt atvinnuleysi umfram meðtaltal leiðir til hærri glæpatíðni en meðaltal.

En rannsóknir á aðkomuhópum í gegnum áratugi -- bendir til þess að það sé verra aðgengi að vinnu og sú tiltölulega fátækt sem það leiðir til --> Er leiðir fram hærri glæpatíðni hópa aðkomufólks en er dæmigert fyrir meðaltal íbúa lands, sem hefur fjölmenna hópa aðkomufólks.

  1. Hryðjuverkahópar geta notfært sér slíkar aðstæður - þ.e. meiri fátækt, meira atvinnuleysi --> Til að efla andúð meðal slíkra hópa á samfélaginu þar sem þeir dvelja.
  2. Þ.e. alltaf möguleiki á að einhver hluti láti glepjast til fylgilags!

___Til þess að draga úr getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks!

  1. Þarf þvert á móti að efla tengingu þess fólks við samfélagið þ.s. það býr.
  2. Stuðla að því að það fólk fái vinnu ca. til jafns við heimafólk -- svo sú hugmynd að samfélagið sé þeim andvígt, verði ekki til staðar.
  3. Og tryggja almennt séð séu borgararéttindi þeirra hin sömu og annarra.

En einmitt þessi þættir -- draga út getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks.
Og þar með stuðla að lágmörkun fjölda hættulegra hryðjuverkamanna -- sem spretta fram meðal aðkomufólks er dvelur í V-Evr.

 

Niðurstaða

Málið er að það versta sem samfélög Evrópu geta gert, ef markmiðið er að stuðla að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna. Er að stuðla að aukinni - andúð á trúarminnihlutahópum innan Evrópu.
Sú hugmynd svokallaðra baráttuhópa gegn Múslimum innan Evrópu, að efling andúðar á Múslimum í almennum skilningi -- stuðli að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna; sé sbr. útskýringar, fullkomlega röng!
Þvert á móti, þá hjálpi slíkir hópar hryðjuverkamönnum við sitt verk, þ.e. stuðla að fjölgun hættulegra hryðjuverkamanna!

Því það sé einmitt sjálft hatrið -- sem býr til hryðjuverkamenn!

Þannig að með því að aðstoða hryðjuverkamenn við það verk að styrkja við útbreiðslu haturs milli Múslima er búa í Evrópu - og annarra íbúa Evrópu.
Þá þvert á móti að aðstoða við fækkun hryðjuverkamanna, þá aðstoða þeir hópar við fjölgun þeirra -- þannig að þeir þar með hjálpa hryðjuverkahópunum við sitt verk.

M.ö.o. að barátta hópa sem telja sig verja evr. og Vestræn samfélög gegn hryðjuverkamönnum, með eflingu andúðar á múslimum - sé þar af leiðandi, óskynsöm!

 

Kv.


Fullkomin áætlun um ólympýugull fyrir Ísland :)

Mér flaug þetta í hug þegar ég velti því fyrir mér öllu þessu rússneska frjálsíþróttafólki sem verður bönnuð þátttaka í ólympýuleikunum í Ríó.
--Þegar formlegt bann á Rússland verður væntanlega samþykkt á næstunni!
Þannig að Rússneskt frjálsíþróttafólk verði ekki með á næstu ólympýuleikum.

http://www.thesundaytimes.co.uk/sto/multimedia/dynamic/01190/01_D08ATH_1190993k.jpg

Hvað ef Ísland býður völdu úrvali rússnesks íþróttafólks sem telst líklegt til afreka en lendir í banni á næstu ólympýuleikum -- íslenskan ríkisborgararétt?

Ísland er auðvitað ekki í banni!
Með ríkisborgararétt upp á vasann - ættu íþróttamenn að mega keppa fyrir Íslands hönd.
Þetta gæti veitt íþróttafólki - sem annars missir af sínu tækifæri til að keppa um ólympýtitil, tækifæri til afreka.
**Og auðvitað teldist sá ólympýutitill vera fyrir hönd Íslands.

  • Að sjálfsögðu ætti að gæta þess, að fylgjast vel með því að ekkert misjafnt fari fram -- þ.e. enginn passi t.d. án þess að standast próf um að vera laus við ólögleg efni.
  • Síðan vandlega fylgst með því að allt sé í lagi - reglum skv.

___En uppgefin ástæða þess að Rússland fer í bann, er sú - að ekki sé unnt að treysta því, vegna þess hve mikil spilling sé í kringum íþróttastarf innan Rússlands, með þátttöku rússneska stjórnkerfisins í þeirri spillingu -- að rússneskt íþróttafólk verði ekki undir áhrifum ólöglegra efna.

  • En enginn hefur a.m.k. enn klagað neitt upp á Ísland að þessu leiti!

Það hafi því enginn ástæðu til að hindra þetta fólk í að keppa fyrir Íslands hönd, ef leyfi fengist fyrir því í Rússlandi - og rússneskt íþróttafólk væri til í að slá til.
Þar sem að enginn hafi ástæðu að ætla, að Ísland sé ófært um að tryggja að ólympýufarar fari að settum reglum.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Það þarf ekki endilega vera að rússnesk stjórnvöld mundu bregðast illa við slíkri tillögu. En ef fólk sem mundi keppa fyrir Íslands hönd - mundi vinna til verðlauna. Og það hefði enginn ástæðu til að halda að ólögleg efni hefðu verið í spilum.
___Þá kannski minnka líkur á því að rússneskt íþróttafólk sem hefur unnið til verðlauna á ólympýuleikum þeim sem síðast fóru fram, verði svipt sínum verðlaunum.

Og Ísland gæti skemmt sér við það -- að sjá kannski ísl. fánann í miðjunni í einhver skipti á næstu ólympýuleikum.

 

Kv.


Þarf Ísland ekki að vinna áhættumat vegna hugsanlegs kjörs Donald Trumps?

En hugsanlegu kjöri Trumps fylgir margvísleg áhætta fyrir Ísland!
--Miklar líkur á því að stefna Trumps leiði fram kreppu í Bandaríkjunum, síðan heimskreppu.
--Þ.e. þekkt að heimskreppa getur leitt til aukinnar spennu í heiminum, og þ.e. ástæða að ætla að í því tilviki --> Ef ákvarðanir Trumps leiða beint til kreppu í Kína, eru líkur á nýju Köldu Stríði ákaflega miklar.
--Síðan er það spurning um hótun Trumps - að labba frá NATO. En það gæti sett öryggismál, þar á meðal öryggismál Íslands, í stórfellda óvissu!

 

Af hverju gæti afstaða Trumps til NATO verið hættuleg fyrir Ísland?

Mjög einfalt -- Ísland hefur engar hervarnir, nákvæmlega eina vörn Íslands - er sú trygging sem fylgir varnar skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO löndum.
---Að vísu er tæknilega séð, enn í gildi 2-hliða varnarsamningur Bandar. og Íslands.
*En það væri augljóst - að ef Trump labbar frá NATO, þá væri varnarvilji Bandar. í tengslum við þann samning -- einnig í mikilli óvissu.*

  1. Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. gagnvart NATO löndum til baka - þá framkallar það algera stökkbreytingu á stöðu þeirra landa.
  2. Sérstaklega þegar um er að ræða lönd -- sem sjálf ráða ekki yfir stórfelldum eigin varnarmætti.

Í því tilviki þegar um er að ræða lönd -- með afar litla eigin varnargetu!
Þá væri augljós hætta á því -- að hernaðarlega öflug 3-lönd geti beitt slík lönd þrýstingi eða hótunum, með hótun um beitingu vopnavalds í bakhöndinni.

Rétt að nefna, að þegar Ísland lenti í átökum við Breta á sínum tíma - svokölluð þorskastríð.
Er vitað að það var þrýstingur Bandaríkjanna -- sem hélt aftur af Bretum - þannig að Bretar beittu ekki skot- eða eldflaugavopnum herskipa sinna!---Ég er ekki að segja að Ísl. sé í mikilli hættu gagnvart Bretlandi - akkúrat núna.
---Heldur að benda á þá afar veiku stöðu sem Ísland stendur frammi fyrir - ef Trump dregur varnarskulbindingar gagnvart NATO löndum til baka!

  1. Mun líklegri lönd eru Kína - eða Rússland, en bæði þau lönd, gætu séð sér hag af að koma sér fyrir hérna, t.d. með her- eða flotastöðvar, eða bæði.
  2. Ísland yfrið nægilega stórt fyrir hernaðarfluvelli, og auðvitað flotahafnir.
  • Kína ætlar í framtíðinni - án vafa að verða heims flotaveldi, ekki síður en Bandar.
  • Og Rússland er greinilega í dag - í þeim fasa, að vera að efla sinn herstyrk og flota.

Ég er að segja -- að það séu líkur á því, að Ísland verði beitt hótunum af 3-landi, hernaðarlega sterku landi --> Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. til baka gagnvart NATO löndum. Þetta getur gerst á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar Íslands.

  • Þó að ég óttist Rússland í þessu samhengi -- þá skulum við ekki vanmeta Kína, því líklega leiðir stefna Trumps til nýs kalds stríðs við Kína!

 

Kreppan sem líklega skellur á ef áform Trumps um tollavernd gagnvart Asíulöndum ná fram að ganga, líklega leiðir til heimskreppu og nýs Kalds Stríðs

Kaldastríðs hættan ein og sér er mikil - sérstaklega ef Trump dregur Bandar. út úr NATO.
Þá hefði það að sjálfsögðu mjög miklar afleiðingar á Íslandi - ef stefna Trumps í þeirri viðskiptadeilu er hann vill hefja við Asíulönd - ekki síst Kína; nær fram að ganga.

  1. En ný heimskreppa - sérstaklega sennilega djúp slík. Mundi hafa mjög miklar afleiðingar fyrir ferðamennsku á Íslandi -- leiða fram samdrátt í greininni, og sá mundi hefjast nærri strax og alþjóðleg efnahagskreppa væri hafin.
  2. Verðlag á áli mundi fara niður.
  3. Og sama mundi gilda um verð á fiski.

Hraður hagvöxtur á Íslandi -- mundi á skömmum tíma umpólast í snöggan og líklega djúpan samdrátt.
Og fjöldagjaldþrot í ferðamennsku væru líklega óhjákvæmileg -- í ljósi þess hve mörg fyrirtæki eru að spenna bogann hátt.

  1. Ný ríkisstjórn gæti þá þegar um mitt nk. ár -- staðið frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu.
  2. Og hún gæti skollið á - um svipað leiti, og alvarleg ógn um öryggismál þjóðarinnar gæti að steðjað.

 

Niðurstaða

Er eitthvað sem Ísland getur gert?
Ekkert gagnvart heimskreppunni - ef og þegar hún skellur á.
En það er hugsanlega unnt að skipuleggja viðbrögð við þeirri öryggisógn sem Ísland getur lent í á nk. kjörtímabili.

Viðbrögðin væru þá þau - að fá eitthvað land, eða lönd - til að setja hér upp herstöð.
T.d. ef það væri Rússland er væri með hótanir á Ísland - þá væri það augljós ógn allt í senn fyrir Noreg - Danmörk og Bretland; ef hér væru settar upp rússneskar her-, flota-, og flugherstöðvar.
--Það væri því rökrétt að leita hófanna til þeirra þjóða! Áður en hótanir utanaðkomandi lands - sem við mundum óttast mun meir - væru komnar á mjög alvarlegt stig.

Ef ríkisstjórn VG og Pírata væri til staðar - væri auðvitað kaldhæðið að sjá t.d. utanríkisráðherra VG, ef VG fengi utanríkisráðuneytið, væla í Bretum eða Norðurlandaþjóðum, um uppsetningu herstöðvar!

 

Kv.


Afar villandi málflutningur þ.s. fullyrt er tjón Íslands upp á 53ma.kr. af því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur á sínum tíma

Hlekk sem útskýrir ásökunina má sjá -hér- en um er að ræða grein er birtist á Kjarnanum.
En málið er það, að uppgjör þrotabúanna sýnir fram á tvennt:

  1. Þrotabúin áttu fyrir lágmarks greiðslum.
  2. Skv. uppgjörum þrotabúanna, þá var greitt úr þeim upphæð sem nemur 53.5 milljörðum króna, umfram -- það fé sem Bretar og Hollendingar greiddu út þegar þeir ákváðu að greiða sjálfir lágmarks tryggingu, gegn endurkröfu rétti í TIF.
  • Ástæðan er sú, að krafa kröfuhafa var í ísl. krónum - gengi krónu er hærra þegar lokauppgjör fer fram, þannig að kröfuhafa fá meira greitt úr þrotabúi LBI sem nemur þessari upphæð.

Ég sé ekki að ástæða sé til annars en að fagna því, að þetta uppgjör gekk svo vel upp.

 

En af hverju er málflutningurinn villandi?

  1. Ekki er tekið tillit til kröfu Breta og Hollendinga á ísl. ríkið -- um vexti, ef ég man upphæðina rétt, á bilinu 30-50ma.kr.
    --Fer eftir því hvenær uppgjör fer fram, hve miklir vextir hafa hlaðist upp.
    --Eins og flestir ættu að vita, voru uppgjör ekki kláruð fyrr en í ár.
  2. Íslenska ríkið, átti enga endurkröfu um þessar vaxtagreiðslur - í eignir þrotabúanna.
    --Þannig að ísl. skattgreiðendur, þar með almenningur, hefði ekki getað fengið það tjón sitt endurgreitt.
  3. Ísl. almenningur er ekki að greiða þessa 53,5ma.kr. umfram, heldur er það þrotabú LBI skv. sölu eigna.
    --Þetta er mikilvægt atrið -- þ.e. ekkert beint tjón af þessu fyrir almenning.
    --Tæknilega gæti gengi krónu hafa hækkað undanfarið eitthvað minna, meðan að þetta fé var að streyma út.
    -Tjón almennings er mun beinna í hinu tilvikinu.-
  4. Varðandi það hvort að Ísland beið eitthvert annað tjón af því, að deilan hélt síðan áfram eftir að almenningur hafnaði samningum, þangað til að ísl. ríkið vann deiluna eftir að dómur EFTA féll ríkinu í hag --> Væri gríðarlega erfitt að sýna fram á.
  5. Losun hafta hefur enn ekki endanlega farið fram.
    ---Endanlegt uppgjör þrotabúa fór ekki fram fyrr en í ár.
    *Ekki tel ég að unnt sé að halda því fram að dráttur þar um, tengist því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur.*

Hverjir eru að taka undir þetta?

Guðni Th. í Sprengisandi sl. laugardag -- Jón Baldin Hanniballsson:  Ekki flýja, Ólafur – Áskorun frá Jóni Baldvini.

Ég held að með því að taka undir þessa fullyrðingar -- sé Guðni búinn að ákveða það fyrir mig!
Að ég greiði honum ekki mitt atkvæði!


Mikið af fullyrðingunum flokkast undir eftir á speki!

Enginn gat vitað það með vissu 2010, að þrotabúin mundu duga fyrir lágmarks greiðslum.
En nú 2016 gerður þau það með stæl.
---Þannig að fullyrðingar þess eðlis, að menn hefðu átt að vita betur.
---Byggja þar með á vitneskju dagsins í dag.
---Sem menn gátu ekki búið yfir fyrir 6 árum.

Að sjálfsögðu lugu ekki þeir sem óttuðust Lee Bucheit samninginn -- en fullyrðingin um lygar, stenst ekki að sjálfsögðu, þ.s. enginn gat vitað útkomuna með vissu.
-------------Og ég ítreka!

  1. Menn taka ekki tillit til vaxtakröfu Breta og Hollendinga!
  2. Sem ríkið hefði ekki getað fengið til baka, þar með tjón skattgreiðenda verið óbætt.

 

 

Niðurstaða

Ég vona Guðna Th. vegna, að hann fari ekki mikinn í stuðningi við þennan málflutning. Þó hann hafi tekið undir þetta sl. laugardag. Því mjög auðvelt er að sýna fram á að þessi framsetning er villandi, í besta falli.
---Ég átta mig ekki á því, af hverju vaxtakrafa Breta og Hollendinga er ekki nefnd, af þeim sem þusa um meint tjón þjóðfélagsins upp á 53,5ma.
Annaðhvort eru menn að gleyma henni - - eða vísvitandi að flytja villandi mál!

Síðan er almenningur ekki að tapa þessum 53,5ma.kr., en það er þrotabú LBI sem greiðir það fé -- ekki almenningur. En almenningur hefði sannarlega greitt vaxtakröfu Breta og Hollendinga, í gegnum hækkaða skatta á sínum tíma, eða lélegri þjónustu!

 

Kv.


Spurning hvort að Davíð einnig hættir við sitt framboð þegar Ólafur Ragnar segist nú hættur við sitt framboð

Skv. könnun sem birt var í morgun virtist Guðni Th. fá langsamlega mest fylgi, þó að könnunin hafi verið að mestu unnin áður en Davíð tilkynnti um framboð - skv. þeirri könnun var þó gerð tilraun til að meta fylgi Davíðs, sem virtist ekki mikið; Guðni með yfirburðafylgi í nýrri könnun MMR. Tilkynning forsetaembættis þess efnis að Ólafur er hættur skv. frétt berst einungis mínútum eftir að könnun MMR berst til fjölmiðla: Ólafur hættur við að bjóða sig fram.

Í könnun MMR var Guðni algerlega drottnandi, með meir en 2-falt fylgi á við Ólaf, og Andri Snær mælist einungis með um 8%.

Guðni með yfirburðastuðning í nýrri könnun – Tekur ekki nema að hluta til Davíð

"Könnunin var að hluta gerð áður en Davíð Oddson tilkynnti um framboð sitt en nafni hans var bætt inn könnunina um leið og hann gerði það. 27 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni fengu möguleika á að nefna nafn Davíðs og mælist hann með 3,1 prósenta fylgi miðað við þær forsendur."

En eins og Davíð talaði í gær er hann kynnti sitt framboð, þá virtist tilgangurinn fyrst og fremst sá, að hindra Ólaf í því að ná hugsanlega kjöri.

þekkja mína kosti og galla
En mér finnst líka of langt gengið að forseti í lýðræðisríki sitji í 24 ár með fullri virðingu fyrir Ólafi. Þannig að ég tel að ef ég gæti tryggt að þessi þekking og þetta afl og þessi kunnátta væri fyrir hendi að það væri maður sem að gæti brugðist við öllum þeim aðstæðum sem upp kynnu að koma fljótt og örugglega. En með sama hætti væri ekki verið að brjóta svona reglur sem að alls staðar gilda í lýðræðisríkjum að lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi sitji ekki mikið meira en í 12, 16 ár.

Nú, ef Davíð sjálfur mælist ekki nema með sáralítið fylgi, eftir að Ólafur er hættur.
Virðist mér það lítill tilgangur í því fyrir Davíð, að halda áfram.
Auðvitað getur verið að Davíð haldi aðeins áfram, þangað til að nýjar skoðanakannanir eru komnar fram eftir að Ólafur er hættur, en skv. könnun MMR segist helmingur þeirra sem kusu Ólaf ætla að kjósa Guðna -- Davíð getur ekki reiknað með því að fá endilega restina af fylgi Ólafs, fjöldi stuðningsmanna Ólafs auk þessa segist ætla að skila auðu!

En svo stoltur maður sem Davíð get ég vart ímyndað mér að sé til í að halda áfram kosningabaráttu, ef ljóst verður að hann ekki einungis á enga sigurmöguleika, heldur sé það svo svart að hann fái sára lítið fylgi.

  • Ef fylgið sé vel innan við 10% þá hætti hann sennilega einnig.

Útkoman virðist sennilega þá blasa við, að Guðni Th. sé nær fullkomlega öruggur með kjör.
Hann sé því næsti forseti Íslands!
Ætli það sé þá ekki rétt að óska Guðna til hamingju!

 

Niðurstaða

Forsetatíð Ólafs hefur verið algerlega einstök og söguleg. Þau 3 skipti sem hann hefur beitt neitunarvaldi forsetaembættisins, voru afar mikilvæg á sínum tíma. En þau skipt hafa einnig markað ný spor fyrir embætti forseta. Fært því embætti mun meiri vikt innan stjórnskipunarinnar, en var t.d. í tíð Vigdísar Finnbogadóttur.
Það verður að koma í ljós hvernig forseti Guðni Th. reynist vera!
T.d. ef það verða vandamál við stjórnarmyndun eftir næstu kosningar gæti reynt á hann!
En hann er auðvitað maður með mjög mikla þekkingu á embættinu, þannig að hann þekkir öll þau tilvik sem upp hafa komið, hvernig fyrri forsetar hafa brugðist við krísum fyrri tíma.
Og mun örugglega leita fanga í þeirri sögu embættisins, t.d. viðbrögðum Kristjáns Eldjárns.
Það þarf því alls ekki að vera að ástæða sé að óttast hugsanlegt reynsluleysi hans!

Ég reikna með því að Davíð Oddson dragi sig einnig fljótlega til baka ef fylgi hans mælist með þeim hætti, að það sé innan við 10%.
Andri Snær miðað við nýjustu könnun er ekki að veita Guðna nokkra raunverulega samkeppni.

Þannig að nema eitthvað stórst breytist sé spennan öll farin úr næsta forsetakjöri.

 

Kv.


Ætlar Davíð Oddson að tryggja Guðna Th. alla leið í mark?

Staðan síðan Guðni Th. lýsti yfir framboði hefur virst vera sú að framboð Andra Snæs mundi taka nægilega mörg atkvæði af framboði Guðna Th. til þess að Ólafur Ragnar mundi sigla öruggur í mark.

  1. Það virðist ljóst af ummælum Davíðs Oddsonar í hádeginu sunnudag, að Davíð sé að þessu til að fella hann Ólaf -- en framboð Davíðs blasir við að eykur verulega sigurlíkur Guðna Th.
    þekkja mína kosti og galla
    En mér finnst líka of langt gengið að forseti í lýðræðisríki sitji í 24 ár með fullri virðingu fyrir Ólafi. Þannig að ég tel að ef ég gæti tryggt að þessi þekking og þetta afl og þessi kunnátta væri fyrir hendi að það væri maður sem að gæti brugðist við öllum þeim aðstæðum sem upp kynnu að koma fljótt og örugglega. En með sama hætti væri ekki verið að brjóta svona reglur sem að alls staðar gilda í lýðræðisríkjum að lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi sitji ekki mikið meira en í 12, 16 ár.
  2. En Davíð - svipað og Andri Snær tekur atkvæði af Guðna - tekur atkvæði væntanlega af Ólafi.
    Að sjálfsögðu getur Davíð ekki unnið - það veit hann örugglega, því hann er ekki heimskur.
  3. Í ljósi hins óvænta framboðs Davíðs, verða ummæli Guðna Th. í þættinum Sprengisandi á laugardag, áhugaverð -- en hann sagði eftirfarandi sem ég vek sérstaklega athygli á:
    Hagsmunir þjóðarinnar verða að ganga framar vinskap á alþjóðavettvangi
    "Smáþjóð eins og Ísland þarf að eiga vini í hörðum heimi en á sama tíma getur þurft að taka erfiðar ákvarðanir og láta hagsmuni þjóðarinnar ganga framar slíkum vinskap." - „Þegar stundir koma að við þurfum að hugsa um þjóðarhag þurfum við að biðja okkar bandalagsþjóðir að sýna okkur skilning. Ef ekki, þá verður bara að hafa það.“

Ummæli Guðna Th., má skilja sem andstöðu við það að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum NATO landa gegn Rússlandi!
Hann vilji Ísland sé áfram í NATO, en á sama tíma ætlast til þess að bandalagsþjóðir okkar sýni því skilning, að það sé of stór fórn fyrir Ísland að fórna Rússl. viðskiptunum.

Auðvitað getur hann einnig verið að vísa til Isave deilunnar - eða fiskveiðideilu við ESB er tengdist skiptingu makríl kvóta - en deilan um refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, er ferskust í minni - það var eftirminnileg umræða um það mál einmitt á sl. ári.
---Fyrst að Guðni talar um -bandalagsþjóðir- þá finnst mér í því liggja sterk vísbending að Guðni meini deiluna um þátttöku Íslands í refsiaðgerðum NATO landa á Rússland.

 

Mín samsæriskenning er eftirfarandi!

Að það hafi verið leynileg samskipti milli Davíðs og Guðna undanfarið - að í þættinum Sprengisandi, hafi Guðni sett inn áherslur - sem samist hafi þeirra á milli að Guðni tæki inn --- til að gera framboð Guðna ásættanlegra fyrir þjóðernissinnaða Íslendinga.
Að með því að tilkynna síðan daginn eftir framboð, sé Davíð þá búinn að ákveða að gera Guðna Th. að næsta forseta lýðveldisins.
Með einmitt þeim hætti, að Davíð veiki framboð Ólafs frá hægri -- sem þannig auki til muna sigurlíkur Guðna, þannig að þrátt fyrir að Andri Snær sé enn að taka af Guðna atkvæði geti Guðni samt -- með óbeinni aðstoð Davíðs, siglt í mark.

  1. Á hinn bóginn, eru fáir betri í keppni um atkvæði heldur en Ólafur Ragnar. Það eru auðvitað til mótleikir við -- það sem virðist tilraun Guðna, að sækja að Ólafi með þeim hætti - að Guðni mundi verja -sérhagsmuni Íslands.-
  2. En ummæli Guðna geta skaðað fylgi hans hjá hópi fólks.
    Ég sá ummæli einstaklinga, sem bendir til þess.
    Ólafur gæti sókt fram á móti, einmitt inn á miðjuna!
    --En með ummælunum og stefnu af þessu tagi, veikir Guðni einmitt hugsanlega miðjuna hjá sér.
    *Ólafur getur talað forsetalega, almennt um þjóðarhag, um jákvæð samskipti við allar þjóðir - og gætt þess að íja aldrei að stuðningi við tilraun til að rjúfa t.d. samstöðu NATO landa, gegn Rússlandi.*
    Ef síðan Guðni ítrekar ummæli sem skiljast sem slík andstaða, þá fælir hann frá sér miðjuatkvæði og skapar Ólafi sóknarfæri inn á miðjuna.

Þannig gæti Ólafur unnið samt sem áður -- en kosningin yrði þá spennandi og engin leið að sjá fyrir úrslit með nokkru öryggi, svona fyrirfram!

 

Niðurstaða

Það er augljóslega rétt sem bent hefur verið á að framboð Davíðs eykur mjög óvissuna um úrslit í forsetakjöri framundan. Nú er fyrirfram engin leið að spá því hvort Guðni eða Ólafur sé líklegri til sigurs.
Það blasi þó við, að framboð Davíðs styrki líkur Guðna á sigri - á sama tíma af ummælum Davíðs, er ljóst að áhersla hans er á að fella Ólaf.
Davíð sé alveg örugglega ljóst hvaða áhrif hans framboð hefur á sigurlíkur Guðna.
---Mín ályktun er því að Davíð ætli að gera Guðna að næsta foresta lýðveldisins.
Ummæli Guðna Th. í þættinum Sprengisandi á laugardag - verða hugsanlega athyglisverð í ljósi þess að Davíð kynnti framboð síðan deginum eftir.

 

Kv.


Glötuð tækifæri í sambandi við Reykjavíkurflugvöll?

Það hefur verið undanfarið mjög áhugaverð umfjöllun á RÚV um Keflavíkurfluvöll og nágrenni flugstöðvarinnar -- sl. föstudag, var umfjöllun með yfirskriftinni "Dúbæ norðursins."

Hlustið á umfjöllun -- frá og með 16:14.

En þarna er rætt um gríðarleg sóknarfæri tengd Keflavíkurflugvelli.

  1. En málið er að það má heimfæra nánast alla sömu hluti upp á Reykjavík.
  2. Og Reykjavíkuflugvöll.

File:Höfuðborgarsvæðið-kort.png

Ég hef nefnt einmitt þetta atriði -- að Reykjavíkurflugvöllur geti nýst atvinnulífinu í Reykjavík með margvíslegum hætti!

  1. Til þess að það virki, þarf að hefja -- millilandaflug frá Reykjavík.
  2. Þ.e. vel hægt, þarf að lengja nokkuð flugbraut út í sjó, sem mundi duga fyrir 2-ja hreyfla þotur af smærri gerðinni, sem geta flogið t.d. til Boston eða London eða Stokkhólms eða Kaupmannahafnar, jafnvel - NewYork.
  3. En þá nýtist um leið völlurinn með algerlega sama hætti Reykjavík -- og umfjöllunin í Speglinum, segir að unnt sé að þróa svæðið við Keflavíkurvöll.
  4. Og það þarf nýja flugstöð!

Hvorugt er rosalega dýrt!


Nokkrir augljósir hlutir!

  1. Mundi auka mjög sölumöguleika Reykjavíkur, á helgarferðum til Reykjavíkur -- mjög þægilegt því að völlurinn er í reynd í göngufæri við miðborgina, ekki endilega örstutt labb - en fyrir sæmilega hrausta einstaklinga er þetta ekki vandamál.
    Eða stutt ferð með leigubíl - miklu ódýrara en frá Keflavík.
    Reyndar getur leigubíll frá Kefló kostað eins mikið og flugmiði.
    **Sparar auðvitað 45 mínútur með rútu.
    **Þarf ekki hraðlest til Keflavíkur.
  2. Þetta auðvitað eykur nýtni hótela og annarra gististaða, veitingastaða - skemmtistaða.
    Margir mundu koma til þess að vera í Reykjavík eingöngu.
  3. Síðan auðvitað -- eins og rætt er í Speglinum um fyrirtækjanet sem er að myndast á flugvallasvæðinu við Keflavíkurvöll, þá mundu þekkingarfyrirtæki í Rvk. einnig geta nýtt sér þessar flugferðir frá Rvk.
    Það að sjálfsögðu sparar verulega þeim, að fljúga beint frá Rvk. En ekki Keflavík.
    Ekki bara peninga - heldur einnig, tíma.
  4. Og það nýtist ekki síður fyrirtækjum sem framleiða dýran varning á höfuðborgarsvæðinu, varningur sem er nægilega dýr að borgar sig að flytja hann með flugi -- að geta t.d. afhent varninginn jafnvel samdægurs t.d. til Kaupmannahafnar!
    **Við erum að ræða um, að fyrirtæki í Rvk. mundu geta boðið mjög snögga afhendingu, þ.e. allt frá tæpum sólarhring í rúman sólarhring.

Mér finnst merkilegt fyrir þá mörgu sem eru að dreyma um Rvk. sem þekkingar-iðnaðarsetur.
Að þeir skuli ekki sjá þá mörgu kosti sem það er fyrir borgina að hafa flugvöll.

 

Höfum í huga, að uppbygging á Reykjavíkurvelli, þarf ekkert að hindra að uppbygging fari samtímis fram í Keflavík!

Keflavík mun alltaf hafa ákveðið forskot -- t.d. að þar geta lent stærri flugvélar.
Og því unnt að bjóða upp á afhendingu til fjarlægari staða.
Og á meira magni í einu!

  • Það má alveg hugsa sér að byggð yrði samt sem áður, hraðlestalína milli Rvk. og Keflavíkurvallar!

Vellirnir gætu alveg unnið saman!
Þurfa ekki að skoðast sem ógn hvor við annan!

Líkleg framtíðar heildarumferð er örugglega nóg fyrir þá báða.

Til samans gætu heildaráhrifin verið þau.
Að gera allt svæðið frá Keflavík til Reykjavíkur að vaxtarsvæði!

  • Ég er alveg sammála umfjölluninni að við eigum að hugsa stórt!

 

Niðurstaða

Liggja framtíðar vaxtar-tækifæri Íslands ekki síst í flugvöllunum tveim á SA-horninu? Það skildi þó ekki vera að þeir séu miðpunktur þeirra framtíðarmöguleika til uppbyggingar hálaunastarfa af því tagi sem við Íslendingar höfum svo lengi dreymt um?

 

Kv.


Spurning hvort næsta þing verður stutt - en ekki þó með þeim hætti sem Píratar segjast vilja

Ég hjó eftir því aðspurður sagði Ólafur Ragnar eitthvað á þá leið, er hann svaraði spurningu fréttamanns um hlutverk forseta við stjórnarmyndun - að það væri á ábyrgð nýkjörins meirihluta að mynda stjórn, sem allir kannast við að sé rétt; en á hinn bóginn - að ef þingmeirihluti ekki getur myndað stjórn, þá færist ábyrgðin yfir á forseta!
http://risanmedia.com/wp-content/uploads/2014/05/Grimsson_Interview.jpg
Mér finnst það áhugavert að Ólafur hafi tekið þetta fram!
Atburðarásin gæti þá ca. verið á þá leið --> að 2-mánuðum eftir kosningar, skipi Ólafur Ragnar utanþingsstjórn, ef stjórnarmyndun virðist ekki að þeim tíma liðnum líklegri en fyrstu dagana eftir kosningar.

Ekkert er því til fyrirstöðu að þingmeirihluti haldi áfram tilraunum til stjórnarmyndunar samt sem áður -- felli síðar utanþingsstjórn með vantrausti.
  1. En ímyndum okkur að utanþingsstjórn sitji í 3-mánuði, að þeim tíma liðnum bóli enn ekkert á því að tilraunir þingmeirihluta til stjórnarmyndunar gangi.
  2. Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að Ólafur Ragnar og utanþingsforsætisráðherra, ákveði að kjósa að nýju. 
  3. Sérstaklega ef skoðanakannanir eru í einhverjum skilningi hagstæðar, sem þær sannarlega mundu geta verið ef heilir 5-6 mánuðir væru liðnir án þess að meirihluta þings væri fært að mynda stjórn!
 
Með þessum hætti gæti næsta þing orðið stutt - án þess að það væri í samræmi við yfirlýstar hugmyndir Pírata!
 
  1. Bendi á að Ólafur Ragnar getur ekkert gert, ef stjórn er mynduð innan fáeinna vikna frá kosningum.
     
  2. Sama gildir einnig ef meirihluti getur myndað stjórn - fljótlega eftir að utanþingsstjórn tekur formlega við, og fellir utanþingsstjórn með vantrausti!
  • Mál geta einungis spilast með ofangreindum hætti -- ef þingmeirihlutanum sannarlega reynist ókleyft að mynda stjórn!
    -- Þá kannski eiga þeir það skilið, að verða sópað burt með nýjun kosningum innan 8-9 mánaða frá kjördegi!
  • Þannig að þetta má skoðast sem svipa á nýkjörinn meirihluta að afloknum nk. kosningum -- að láta stjórnarmyndun virka!
--Þetta er ekki sama sviðsmynd og Próf. Svanur var að tala um, en hann hélt því fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra, sem enn hefur traustan meirihluta!
Sem sé að sjálfsögðu af og frá!
  • En forseti hefur aftur á móti raunverulega mikil völd - ef það reynist kjörnum meirihluta ómögulegt að mynda stjórn -- > En ofangreind sviðsmynd er ekki brot á þingræðisreglu "meðan að hugmynd Svans sannarlega var það."
 

Niðurstaða
Mín tilfinning er sú að Ólafur Ragnar meti stöðuna með þeim hætti - að líkur séu á erfiðri stjórnarmyndun eftir nk. kosningar.
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Þá mundi sennilega fylgi við Pírata að mestu hverfa!
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
 
 
Kv.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250403 214638
  • 20250403 214519
  • 20250309 183513

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband