Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.6.2016 | 01:12
Fullkomin áætlun um ólympýugull fyrir Ísland :)
Mér flaug þetta í hug þegar ég velti því fyrir mér öllu þessu rússneska frjálsíþróttafólki sem verður bönnuð þátttaka í ólympýuleikunum í Ríó.
--Þegar formlegt bann á Rússland verður væntanlega samþykkt á næstunni!
Þannig að Rússneskt frjálsíþróttafólk verði ekki með á næstu ólympýuleikum.
Hvað ef Ísland býður völdu úrvali rússnesks íþróttafólks sem telst líklegt til afreka en lendir í banni á næstu ólympýuleikum -- íslenskan ríkisborgararétt?
Ísland er auðvitað ekki í banni!
Með ríkisborgararétt upp á vasann - ættu íþróttamenn að mega keppa fyrir Íslands hönd.
Þetta gæti veitt íþróttafólki - sem annars missir af sínu tækifæri til að keppa um ólympýtitil, tækifæri til afreka.
**Og auðvitað teldist sá ólympýutitill vera fyrir hönd Íslands.
- Að sjálfsögðu ætti að gæta þess, að fylgjast vel með því að ekkert misjafnt fari fram -- þ.e. enginn passi t.d. án þess að standast próf um að vera laus við ólögleg efni.
- Síðan vandlega fylgst með því að allt sé í lagi - reglum skv.
___En uppgefin ástæða þess að Rússland fer í bann, er sú - að ekki sé unnt að treysta því, vegna þess hve mikil spilling sé í kringum íþróttastarf innan Rússlands, með þátttöku rússneska stjórnkerfisins í þeirri spillingu -- að rússneskt íþróttafólk verði ekki undir áhrifum ólöglegra efna.
- En enginn hefur a.m.k. enn klagað neitt upp á Ísland að þessu leiti!
Það hafi því enginn ástæðu til að hindra þetta fólk í að keppa fyrir Íslands hönd, ef leyfi fengist fyrir því í Rússlandi - og rússneskt íþróttafólk væri til í að slá til.
Þar sem að enginn hafi ástæðu að ætla, að Ísland sé ófært um að tryggja að ólympýufarar fari að settum reglum.
Niðurstaða
Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Það þarf ekki endilega vera að rússnesk stjórnvöld mundu bregðast illa við slíkri tillögu. En ef fólk sem mundi keppa fyrir Íslands hönd - mundi vinna til verðlauna. Og það hefði enginn ástæðu til að halda að ólögleg efni hefðu verið í spilum.
___Þá kannski minnka líkur á því að rússneskt íþróttafólk sem hefur unnið til verðlauna á ólympýuleikum þeim sem síðast fóru fram, verði svipt sínum verðlaunum.
Og Ísland gæti skemmt sér við það -- að sjá kannski ísl. fánann í miðjunni í einhver skipti á næstu ólympýuleikum.
Kv.
En hugsanlegu kjöri Trumps fylgir margvísleg áhætta fyrir Ísland!
--Miklar líkur á því að stefna Trumps leiði fram kreppu í Bandaríkjunum, síðan heimskreppu.
--Þ.e. þekkt að heimskreppa getur leitt til aukinnar spennu í heiminum, og þ.e. ástæða að ætla að í því tilviki --> Ef ákvarðanir Trumps leiða beint til kreppu í Kína, eru líkur á nýju Köldu Stríði ákaflega miklar.
--Síðan er það spurning um hótun Trumps - að labba frá NATO. En það gæti sett öryggismál, þar á meðal öryggismál Íslands, í stórfellda óvissu!
Af hverju gæti afstaða Trumps til NATO verið hættuleg fyrir Ísland?
Mjög einfalt -- Ísland hefur engar hervarnir, nákvæmlega eina vörn Íslands - er sú trygging sem fylgir varnar skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO löndum.
---Að vísu er tæknilega séð, enn í gildi 2-hliða varnarsamningur Bandar. og Íslands.
*En það væri augljóst - að ef Trump labbar frá NATO, þá væri varnarvilji Bandar. í tengslum við þann samning -- einnig í mikilli óvissu.*
- Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. gagnvart NATO löndum til baka - þá framkallar það algera stökkbreytingu á stöðu þeirra landa.
- Sérstaklega þegar um er að ræða lönd -- sem sjálf ráða ekki yfir stórfelldum eigin varnarmætti.
Í því tilviki þegar um er að ræða lönd -- með afar litla eigin varnargetu!
Þá væri augljós hætta á því -- að hernaðarlega öflug 3-lönd geti beitt slík lönd þrýstingi eða hótunum, með hótun um beitingu vopnavalds í bakhöndinni.
Rétt að nefna, að þegar Ísland lenti í átökum við Breta á sínum tíma - svokölluð þorskastríð.
Er vitað að það var þrýstingur Bandaríkjanna -- sem hélt aftur af Bretum - þannig að Bretar beittu ekki skot- eða eldflaugavopnum herskipa sinna!---Ég er ekki að segja að Ísl. sé í mikilli hættu gagnvart Bretlandi - akkúrat núna.
---Heldur að benda á þá afar veiku stöðu sem Ísland stendur frammi fyrir - ef Trump dregur varnarskulbindingar gagnvart NATO löndum til baka!
- Mun líklegri lönd eru Kína - eða Rússland, en bæði þau lönd, gætu séð sér hag af að koma sér fyrir hérna, t.d. með her- eða flotastöðvar, eða bæði.
- Ísland yfrið nægilega stórt fyrir hernaðarfluvelli, og auðvitað flotahafnir.
- Kína ætlar í framtíðinni - án vafa að verða heims flotaveldi, ekki síður en Bandar.
- Og Rússland er greinilega í dag - í þeim fasa, að vera að efla sinn herstyrk og flota.
Ég er að segja -- að það séu líkur á því, að Ísland verði beitt hótunum af 3-landi, hernaðarlega sterku landi --> Ef Trump dregur varnarskuldbindingar Bandar. til baka gagnvart NATO löndum. Þetta getur gerst á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar Íslands.
- Þó að ég óttist Rússland í þessu samhengi -- þá skulum við ekki vanmeta Kína, því líklega leiðir stefna Trumps til nýs kalds stríðs við Kína!
Kreppan sem líklega skellur á ef áform Trumps um tollavernd gagnvart Asíulöndum ná fram að ganga, líklega leiðir til heimskreppu og nýs Kalds Stríðs
Kaldastríðs hættan ein og sér er mikil - sérstaklega ef Trump dregur Bandar. út úr NATO.
Þá hefði það að sjálfsögðu mjög miklar afleiðingar á Íslandi - ef stefna Trumps í þeirri viðskiptadeilu er hann vill hefja við Asíulönd - ekki síst Kína; nær fram að ganga.
- En ný heimskreppa - sérstaklega sennilega djúp slík. Mundi hafa mjög miklar afleiðingar fyrir ferðamennsku á Íslandi -- leiða fram samdrátt í greininni, og sá mundi hefjast nærri strax og alþjóðleg efnahagskreppa væri hafin.
- Verðlag á áli mundi fara niður.
- Og sama mundi gilda um verð á fiski.
Hraður hagvöxtur á Íslandi -- mundi á skömmum tíma umpólast í snöggan og líklega djúpan samdrátt.
Og fjöldagjaldþrot í ferðamennsku væru líklega óhjákvæmileg -- í ljósi þess hve mörg fyrirtæki eru að spenna bogann hátt.
- Ný ríkisstjórn gæti þá þegar um mitt nk. ár -- staðið frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu.
- Og hún gæti skollið á - um svipað leiti, og alvarleg ógn um öryggismál þjóðarinnar gæti að steðjað.
Niðurstaða
Er eitthvað sem Ísland getur gert?
Ekkert gagnvart heimskreppunni - ef og þegar hún skellur á.
En það er hugsanlega unnt að skipuleggja viðbrögð við þeirri öryggisógn sem Ísland getur lent í á nk. kjörtímabili.
Viðbrögðin væru þá þau - að fá eitthvað land, eða lönd - til að setja hér upp herstöð.
T.d. ef það væri Rússland er væri með hótanir á Ísland - þá væri það augljós ógn allt í senn fyrir Noreg - Danmörk og Bretland; ef hér væru settar upp rússneskar her-, flota-, og flugherstöðvar.
--Það væri því rökrétt að leita hófanna til þeirra þjóða! Áður en hótanir utanaðkomandi lands - sem við mundum óttast mun meir - væru komnar á mjög alvarlegt stig.
Ef ríkisstjórn VG og Pírata væri til staðar - væri auðvitað kaldhæðið að sjá t.d. utanríkisráðherra VG, ef VG fengi utanríkisráðuneytið, væla í Bretum eða Norðurlandaþjóðum, um uppsetningu herstöðvar!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2016 | 00:27
Afar villandi málflutningur þ.s. fullyrt er tjón Íslands upp á 53ma.kr. af því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur á sínum tíma
Hlekk sem útskýrir ásökunina má sjá -hér- en um er að ræða grein er birtist á Kjarnanum.
En málið er það, að uppgjör þrotabúanna sýnir fram á tvennt:
- Þrotabúin áttu fyrir lágmarks greiðslum.
- Skv. uppgjörum þrotabúanna, þá var greitt úr þeim upphæð sem nemur 53.5 milljörðum króna, umfram -- það fé sem Bretar og Hollendingar greiddu út þegar þeir ákváðu að greiða sjálfir lágmarks tryggingu, gegn endurkröfu rétti í TIF.
- Ástæðan er sú, að krafa kröfuhafa var í ísl. krónum - gengi krónu er hærra þegar lokauppgjör fer fram, þannig að kröfuhafa fá meira greitt úr þrotabúi LBI sem nemur þessari upphæð.
Ég sé ekki að ástæða sé til annars en að fagna því, að þetta uppgjör gekk svo vel upp.
En af hverju er málflutningurinn villandi?
- Ekki er tekið tillit til kröfu Breta og Hollendinga á ísl. ríkið -- um vexti, ef ég man upphæðina rétt, á bilinu 30-50ma.kr.
--Fer eftir því hvenær uppgjör fer fram, hve miklir vextir hafa hlaðist upp.
--Eins og flestir ættu að vita, voru uppgjör ekki kláruð fyrr en í ár. - Íslenska ríkið, átti enga endurkröfu um þessar vaxtagreiðslur - í eignir þrotabúanna.
--Þannig að ísl. skattgreiðendur, þar með almenningur, hefði ekki getað fengið það tjón sitt endurgreitt. - Ísl. almenningur er ekki að greiða þessa 53,5ma.kr. umfram, heldur er það þrotabú LBI skv. sölu eigna.
--Þetta er mikilvægt atrið -- þ.e. ekkert beint tjón af þessu fyrir almenning.
--Tæknilega gæti gengi krónu hafa hækkað undanfarið eitthvað minna, meðan að þetta fé var að streyma út.
-Tjón almennings er mun beinna í hinu tilvikinu.- - Varðandi það hvort að Ísland beið eitthvert annað tjón af því, að deilan hélt síðan áfram eftir að almenningur hafnaði samningum, þangað til að ísl. ríkið vann deiluna eftir að dómur EFTA féll ríkinu í hag --> Væri gríðarlega erfitt að sýna fram á.
- Losun hafta hefur enn ekki endanlega farið fram.
---Endanlegt uppgjör þrotabúa fór ekki fram fyrr en í ár.
*Ekki tel ég að unnt sé að halda því fram að dráttur þar um, tengist því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur.*
Hverjir eru að taka undir þetta?
Guðni Th. í Sprengisandi sl. laugardag -- Jón Baldin Hanniballsson: Ekki flýja, Ólafur Áskorun frá Jóni Baldvini.
Ég held að með því að taka undir þessa fullyrðingar -- sé Guðni búinn að ákveða það fyrir mig!
Að ég greiði honum ekki mitt atkvæði!
Mikið af fullyrðingunum flokkast undir eftir á speki!
Enginn gat vitað það með vissu 2010, að þrotabúin mundu duga fyrir lágmarks greiðslum.
En nú 2016 gerður þau það með stæl.
---Þannig að fullyrðingar þess eðlis, að menn hefðu átt að vita betur.
---Byggja þar með á vitneskju dagsins í dag.
---Sem menn gátu ekki búið yfir fyrir 6 árum.
Að sjálfsögðu lugu ekki þeir sem óttuðust Lee Bucheit samninginn -- en fullyrðingin um lygar, stenst ekki að sjálfsögðu, þ.s. enginn gat vitað útkomuna með vissu.
-------------Og ég ítreka!
- Menn taka ekki tillit til vaxtakröfu Breta og Hollendinga!
- Sem ríkið hefði ekki getað fengið til baka, þar með tjón skattgreiðenda verið óbætt.
Niðurstaða
Ég vona Guðna Th. vegna, að hann fari ekki mikinn í stuðningi við þennan málflutning. Þó hann hafi tekið undir þetta sl. laugardag. Því mjög auðvelt er að sýna fram á að þessi framsetning er villandi, í besta falli.
---Ég átta mig ekki á því, af hverju vaxtakrafa Breta og Hollendinga er ekki nefnd, af þeim sem þusa um meint tjón þjóðfélagsins upp á 53,5ma.
Annaðhvort eru menn að gleyma henni - - eða vísvitandi að flytja villandi mál!
Síðan er almenningur ekki að tapa þessum 53,5ma.kr., en það er þrotabú LBI sem greiðir það fé -- ekki almenningur. En almenningur hefði sannarlega greitt vaxtakröfu Breta og Hollendinga, í gegnum hækkaða skatta á sínum tíma, eða lélegri þjónustu!
Kv.
9.5.2016 | 12:05
Spurning hvort að Davíð einnig hættir við sitt framboð þegar Ólafur Ragnar segist nú hættur við sitt framboð
Skv. könnun sem birt var í morgun virtist Guðni Th. fá langsamlega mest fylgi, þó að könnunin hafi verið að mestu unnin áður en Davíð tilkynnti um framboð - skv. þeirri könnun var þó gerð tilraun til að meta fylgi Davíðs, sem virtist ekki mikið; Guðni með yfirburðafylgi í nýrri könnun MMR. Tilkynning forsetaembættis þess efnis að Ólafur er hættur skv. frétt berst einungis mínútum eftir að könnun MMR berst til fjölmiðla: Ólafur hættur við að bjóða sig fram.
Í könnun MMR var Guðni algerlega drottnandi, með meir en 2-falt fylgi á við Ólaf, og Andri Snær mælist einungis með um 8%.
Guðni með yfirburðastuðning í nýrri könnun Tekur ekki nema að hluta til Davíð
"Könnunin var að hluta gerð áður en Davíð Oddson tilkynnti um framboð sitt en nafni hans var bætt inn könnunina um leið og hann gerði það. 27 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni fengu möguleika á að nefna nafn Davíðs og mælist hann með 3,1 prósenta fylgi miðað við þær forsendur."
En eins og Davíð talaði í gær er hann kynnti sitt framboð, þá virtist tilgangurinn fyrst og fremst sá, að hindra Ólaf í því að ná hugsanlega kjöri.
þekkja mína kosti og galla
En mér finnst líka of langt gengið að forseti í lýðræðisríki sitji í 24 ár með fullri virðingu fyrir Ólafi. Þannig að ég tel að ef ég gæti tryggt að þessi þekking og þetta afl og þessi kunnátta væri fyrir hendi að það væri maður sem að gæti brugðist við öllum þeim aðstæðum sem upp kynnu að koma fljótt og örugglega. En með sama hætti væri ekki verið að brjóta svona reglur sem að alls staðar gilda í lýðræðisríkjum að lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi sitji ekki mikið meira en í 12, 16 ár.
Nú, ef Davíð sjálfur mælist ekki nema með sáralítið fylgi, eftir að Ólafur er hættur.
Virðist mér það lítill tilgangur í því fyrir Davíð, að halda áfram.
Auðvitað getur verið að Davíð haldi aðeins áfram, þangað til að nýjar skoðanakannanir eru komnar fram eftir að Ólafur er hættur, en skv. könnun MMR segist helmingur þeirra sem kusu Ólaf ætla að kjósa Guðna -- Davíð getur ekki reiknað með því að fá endilega restina af fylgi Ólafs, fjöldi stuðningsmanna Ólafs auk þessa segist ætla að skila auðu!
En svo stoltur maður sem Davíð get ég vart ímyndað mér að sé til í að halda áfram kosningabaráttu, ef ljóst verður að hann ekki einungis á enga sigurmöguleika, heldur sé það svo svart að hann fái sára lítið fylgi.
- Ef fylgið sé vel innan við 10% þá hætti hann sennilega einnig.
Útkoman virðist sennilega þá blasa við, að Guðni Th. sé nær fullkomlega öruggur með kjör.
Hann sé því næsti forseti Íslands!
Ætli það sé þá ekki rétt að óska Guðna til hamingju!
Niðurstaða
Forsetatíð Ólafs hefur verið algerlega einstök og söguleg. Þau 3 skipti sem hann hefur beitt neitunarvaldi forsetaembættisins, voru afar mikilvæg á sínum tíma. En þau skipt hafa einnig markað ný spor fyrir embætti forseta. Fært því embætti mun meiri vikt innan stjórnskipunarinnar, en var t.d. í tíð Vigdísar Finnbogadóttur.
Það verður að koma í ljós hvernig forseti Guðni Th. reynist vera!
T.d. ef það verða vandamál við stjórnarmyndun eftir næstu kosningar gæti reynt á hann!
En hann er auðvitað maður með mjög mikla þekkingu á embættinu, þannig að hann þekkir öll þau tilvik sem upp hafa komið, hvernig fyrri forsetar hafa brugðist við krísum fyrri tíma.
Og mun örugglega leita fanga í þeirri sögu embættisins, t.d. viðbrögðum Kristjáns Eldjárns.
Það þarf því alls ekki að vera að ástæða sé að óttast hugsanlegt reynsluleysi hans!
Ég reikna með því að Davíð Oddson dragi sig einnig fljótlega til baka ef fylgi hans mælist með þeim hætti, að það sé innan við 10%.
Andri Snær miðað við nýjustu könnun er ekki að veita Guðna nokkra raunverulega samkeppni.
Þannig að nema eitthvað stórst breytist sé spennan öll farin úr næsta forsetakjöri.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2016 | 13:58
Ætlar Davíð Oddson að tryggja Guðna Th. alla leið í mark?
Staðan síðan Guðni Th. lýsti yfir framboði hefur virst vera sú að framboð Andra Snæs mundi taka nægilega mörg atkvæði af framboði Guðna Th. til þess að Ólafur Ragnar mundi sigla öruggur í mark.
- Það virðist ljóst af ummælum Davíðs Oddsonar í hádeginu sunnudag, að Davíð sé að þessu til að fella hann Ólaf -- en framboð Davíðs blasir við að eykur verulega sigurlíkur Guðna Th.
þekkja mína kosti og galla
En mér finnst líka of langt gengið að forseti í lýðræðisríki sitji í 24 ár með fullri virðingu fyrir Ólafi. Þannig að ég tel að ef ég gæti tryggt að þessi þekking og þetta afl og þessi kunnátta væri fyrir hendi að það væri maður sem að gæti brugðist við öllum þeim aðstæðum sem upp kynnu að koma fljótt og örugglega. En með sama hætti væri ekki verið að brjóta svona reglur sem að alls staðar gilda í lýðræðisríkjum að lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi sitji ekki mikið meira en í 12, 16 ár. - En Davíð - svipað og Andri Snær tekur atkvæði af Guðna - tekur atkvæði væntanlega af Ólafi.
Að sjálfsögðu getur Davíð ekki unnið - það veit hann örugglega, því hann er ekki heimskur. - Í ljósi hins óvænta framboðs Davíðs, verða ummæli Guðna Th. í þættinum Sprengisandi á laugardag, áhugaverð -- en hann sagði eftirfarandi sem ég vek sérstaklega athygli á:
Hagsmunir þjóðarinnar verða að ganga framar vinskap á alþjóðavettvangi
"Smáþjóð eins og Ísland þarf að eiga vini í hörðum heimi en á sama tíma getur þurft að taka erfiðar ákvarðanir og láta hagsmuni þjóðarinnar ganga framar slíkum vinskap." - Þegar stundir koma að við þurfum að hugsa um þjóðarhag þurfum við að biðja okkar bandalagsþjóðir að sýna okkur skilning. Ef ekki, þá verður bara að hafa það.
Ummæli Guðna Th., má skilja sem andstöðu við það að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum NATO landa gegn Rússlandi!
Hann vilji Ísland sé áfram í NATO, en á sama tíma ætlast til þess að bandalagsþjóðir okkar sýni því skilning, að það sé of stór fórn fyrir Ísland að fórna Rússl. viðskiptunum.
Auðvitað getur hann einnig verið að vísa til Isave deilunnar - eða fiskveiðideilu við ESB er tengdist skiptingu makríl kvóta - en deilan um refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, er ferskust í minni - það var eftirminnileg umræða um það mál einmitt á sl. ári.
---Fyrst að Guðni talar um -bandalagsþjóðir- þá finnst mér í því liggja sterk vísbending að Guðni meini deiluna um þátttöku Íslands í refsiaðgerðum NATO landa á Rússland.
Mín samsæriskenning er eftirfarandi!
Að það hafi verið leynileg samskipti milli Davíðs og Guðna undanfarið - að í þættinum Sprengisandi, hafi Guðni sett inn áherslur - sem samist hafi þeirra á milli að Guðni tæki inn --- til að gera framboð Guðna ásættanlegra fyrir þjóðernissinnaða Íslendinga.
Að með því að tilkynna síðan daginn eftir framboð, sé Davíð þá búinn að ákveða að gera Guðna Th. að næsta forseta lýðveldisins.
Með einmitt þeim hætti, að Davíð veiki framboð Ólafs frá hægri -- sem þannig auki til muna sigurlíkur Guðna, þannig að þrátt fyrir að Andri Snær sé enn að taka af Guðna atkvæði geti Guðni samt -- með óbeinni aðstoð Davíðs, siglt í mark.
- Á hinn bóginn, eru fáir betri í keppni um atkvæði heldur en Ólafur Ragnar. Það eru auðvitað til mótleikir við -- það sem virðist tilraun Guðna, að sækja að Ólafi með þeim hætti - að Guðni mundi verja -sérhagsmuni Íslands.-
- En ummæli Guðna geta skaðað fylgi hans hjá hópi fólks.
Ég sá ummæli einstaklinga, sem bendir til þess.
Ólafur gæti sókt fram á móti, einmitt inn á miðjuna!
--En með ummælunum og stefnu af þessu tagi, veikir Guðni einmitt hugsanlega miðjuna hjá sér.
*Ólafur getur talað forsetalega, almennt um þjóðarhag, um jákvæð samskipti við allar þjóðir - og gætt þess að íja aldrei að stuðningi við tilraun til að rjúfa t.d. samstöðu NATO landa, gegn Rússlandi.*
Ef síðan Guðni ítrekar ummæli sem skiljast sem slík andstaða, þá fælir hann frá sér miðjuatkvæði og skapar Ólafi sóknarfæri inn á miðjuna.
Þannig gæti Ólafur unnið samt sem áður -- en kosningin yrði þá spennandi og engin leið að sjá fyrir úrslit með nokkru öryggi, svona fyrirfram!
Niðurstaða
Það er augljóslega rétt sem bent hefur verið á að framboð Davíðs eykur mjög óvissuna um úrslit í forsetakjöri framundan. Nú er fyrirfram engin leið að spá því hvort Guðni eða Ólafur sé líklegri til sigurs.
Það blasi þó við, að framboð Davíðs styrki líkur Guðna á sigri - á sama tíma af ummælum Davíðs, er ljóst að áhersla hans er á að fella Ólaf.
Davíð sé alveg örugglega ljóst hvaða áhrif hans framboð hefur á sigurlíkur Guðna.
---Mín ályktun er því að Davíð ætli að gera Guðna að næsta foresta lýðveldisins.
Ummæli Guðna Th. í þættinum Sprengisandi á laugardag - verða hugsanlega athyglisverð í ljósi þess að Davíð kynnti framboð síðan deginum eftir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2016 | 23:49
Glötuð tækifæri í sambandi við Reykjavíkurflugvöll?
Það hefur verið undanfarið mjög áhugaverð umfjöllun á RÚV um Keflavíkurfluvöll og nágrenni flugstöðvarinnar -- sl. föstudag, var umfjöllun með yfirskriftinni "Dúbæ norðursins."
Hlustið á umfjöllun -- frá og með 16:14.
En þarna er rætt um gríðarleg sóknarfæri tengd Keflavíkurflugvelli.
- En málið er að það má heimfæra nánast alla sömu hluti upp á Reykjavík.
- Og Reykjavíkuflugvöll.
Ég hef nefnt einmitt þetta atriði -- að Reykjavíkurflugvöllur geti nýst atvinnulífinu í Reykjavík með margvíslegum hætti!
- Til þess að það virki, þarf að hefja -- millilandaflug frá Reykjavík.
- Þ.e. vel hægt, þarf að lengja nokkuð flugbraut út í sjó, sem mundi duga fyrir 2-ja hreyfla þotur af smærri gerðinni, sem geta flogið t.d. til Boston eða London eða Stokkhólms eða Kaupmannahafnar, jafnvel - NewYork.
- En þá nýtist um leið völlurinn með algerlega sama hætti Reykjavík -- og umfjöllunin í Speglinum, segir að unnt sé að þróa svæðið við Keflavíkurvöll.
- Og það þarf nýja flugstöð!
Hvorugt er rosalega dýrt!
Nokkrir augljósir hlutir!
- Mundi auka mjög sölumöguleika Reykjavíkur, á helgarferðum til Reykjavíkur -- mjög þægilegt því að völlurinn er í reynd í göngufæri við miðborgina, ekki endilega örstutt labb - en fyrir sæmilega hrausta einstaklinga er þetta ekki vandamál.
Eða stutt ferð með leigubíl - miklu ódýrara en frá Keflavík.
Reyndar getur leigubíll frá Kefló kostað eins mikið og flugmiði.
**Sparar auðvitað 45 mínútur með rútu.
**Þarf ekki hraðlest til Keflavíkur. - Þetta auðvitað eykur nýtni hótela og annarra gististaða, veitingastaða - skemmtistaða.
Margir mundu koma til þess að vera í Reykjavík eingöngu. - Síðan auðvitað -- eins og rætt er í Speglinum um fyrirtækjanet sem er að myndast á flugvallasvæðinu við Keflavíkurvöll, þá mundu þekkingarfyrirtæki í Rvk. einnig geta nýtt sér þessar flugferðir frá Rvk.
Það að sjálfsögðu sparar verulega þeim, að fljúga beint frá Rvk. En ekki Keflavík.
Ekki bara peninga - heldur einnig, tíma. - Og það nýtist ekki síður fyrirtækjum sem framleiða dýran varning á höfuðborgarsvæðinu, varningur sem er nægilega dýr að borgar sig að flytja hann með flugi -- að geta t.d. afhent varninginn jafnvel samdægurs t.d. til Kaupmannahafnar!
**Við erum að ræða um, að fyrirtæki í Rvk. mundu geta boðið mjög snögga afhendingu, þ.e. allt frá tæpum sólarhring í rúman sólarhring.
Mér finnst merkilegt fyrir þá mörgu sem eru að dreyma um Rvk. sem þekkingar-iðnaðarsetur.
Að þeir skuli ekki sjá þá mörgu kosti sem það er fyrir borgina að hafa flugvöll.
Höfum í huga, að uppbygging á Reykjavíkurvelli, þarf ekkert að hindra að uppbygging fari samtímis fram í Keflavík!
Keflavík mun alltaf hafa ákveðið forskot -- t.d. að þar geta lent stærri flugvélar.
Og því unnt að bjóða upp á afhendingu til fjarlægari staða.
Og á meira magni í einu!
- Það má alveg hugsa sér að byggð yrði samt sem áður, hraðlestalína milli Rvk. og Keflavíkurvallar!
Vellirnir gætu alveg unnið saman!
Þurfa ekki að skoðast sem ógn hvor við annan!
Líkleg framtíðar heildarumferð er örugglega nóg fyrir þá báða.
Til samans gætu heildaráhrifin verið þau.
Að gera allt svæðið frá Keflavík til Reykjavíkur að vaxtarsvæði!
- Ég er alveg sammála umfjölluninni að við eigum að hugsa stórt!
Niðurstaða
Liggja framtíðar vaxtar-tækifæri Íslands ekki síst í flugvöllunum tveim á SA-horninu? Það skildi þó ekki vera að þeir séu miðpunktur þeirra framtíðarmöguleika til uppbyggingar hálaunastarfa af því tagi sem við Íslendingar höfum svo lengi dreymt um?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2016 kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2016 | 22:17
Spurning hvort næsta þing verður stutt - en ekki þó með þeim hætti sem Píratar segjast vilja
Ekkert er því til fyrirstöðu að þingmeirihluti haldi áfram tilraunum til stjórnarmyndunar samt sem áður -- felli síðar utanþingsstjórn með vantrausti.
- En ímyndum okkur að utanþingsstjórn sitji í 3-mánuði, að þeim tíma liðnum bóli enn ekkert á því að tilraunir þingmeirihluta til stjórnarmyndunar gangi.
- Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að Ólafur Ragnar og utanþingsforsætisráðherra, ákveði að kjósa að nýju.
- Sérstaklega ef skoðanakannanir eru í einhverjum skilningi hagstæðar, sem þær sannarlega mundu geta verið ef heilir 5-6 mánuðir væru liðnir án þess að meirihluta þings væri fært að mynda stjórn!
- Bendi á að Ólafur Ragnar getur ekkert gert, ef stjórn er mynduð innan fáeinna vikna frá kosningum.
- Sama gildir einnig ef meirihluti getur myndað stjórn - fljótlega eftir að utanþingsstjórn tekur formlega við, og fellir utanþingsstjórn með vantrausti!
- Mál geta einungis spilast með ofangreindum hætti -- ef þingmeirihlutanum sannarlega reynist ókleyft að mynda stjórn!
-- Þá kannski eiga þeir það skilið, að verða sópað burt með nýjun kosningum innan 8-9 mánaða frá kjördegi!
- Þannig að þetta má skoðast sem svipa á nýkjörinn meirihluta að afloknum nk. kosningum -- að láta stjórnarmyndun virka!
- En forseti hefur aftur á móti raunverulega mikil völd - ef það reynist kjörnum meirihluta ómögulegt að mynda stjórn -- > En ofangreind sviðsmynd er ekki brot á þingræðisreglu "meðan að hugmynd Svans sannarlega var það."
Niðurstaða
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2016 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2016 | 22:17
Ólafur Ragnar Grímsson, virðist reikna með erfiðri stjórnarmyndun í kjölfar næstu þingkosninga!
En þetta mátti lesa út úr orðum þeim sem Ólafur Ragnar beitti sem rökum fyrir því, að það væri ástæða fyrir hann að - skipta um fyrri yfirlýstu skoðun, og ákveða að bjóða sig fram til forseta Íslands --> 6. kjörtímabilið í röð.
--Skv. því ef maður reiknar með kjöri hans þá mun hann sitja í 24 ár.
Langsamlega lengst forseta Íslands, líklega verður það met hans aldrei jafnað eða slegið.
Hér hefur verið afar óvenjulegt ástand
Mikilvægustu orðin sem hann sagði í viðtalinu - eru ef til vill þau "ekki haft eftir orðrétt":
- ...að ef kemur til þess að kjörinn þingmeirihluti geti ekki myndað nýja stjórn...
- ...þá sé það á ábyrgð forseta að tryggja að landinu verði stjórnað.
Eru líkur á því að líklegasta þingmeirihlutanum eftir kosningar muni mistakast stjórnarmyndun?
Ég hef sjálfur bent á það að engin leið sé að vita það fyrirfram - hvernig framtíðar þingflokkur Pírata verður samsettur.
En það séu möguleikar á því að þangað rati inn einstaklingar sem hafa lengi barist fyrir tilteknum málefnum sem þeir persónulega trúa á, en hingað til hafa ekki haft nægilegt persónulegt fylgi - til að koma þeim áleiðis; en sjá nú ef til vill tækifæri að koma þeim fram undir regnhlíf Pírata.
Það getur vel verið að fleiri en einn slíkur -örhópur- rati þangað inn, sem geta verið sammála um grunnhugmyndina að -beita þjóðaratkvæðagreiðslum- en nánast ósammála um alla aðra hluti.
- Vegna lítils skipulags Pírata.
- Vegna þess, hvernig það litla skipulag sem þeir þó hafa, virkar.
- En um stefnuna virðist einfaldlega kosið á tilteknum vef.
--hef ekki kynnt mér akkúrat hvernig menn öðlast atkvæðarétt þar.
En væntanlega felur það í sér að vera meðlimur - sennilega að hafa borgað félagsgjald.
- En þegar unnt er að kjósa um stefnuna af meirihluta félaga - hvenær sem er.
- Þá er auðvitað möguleiki að sú stefna geti breyst með litlum fyrirvara.
- Og auðvitað --> Þetta býður upp á þann möguleika, virðist mér, að aðilar smali fólki inn í flokkinn -- til þess einmitt að breyta einstökum atriðum um stefnu.
- Svo er auðvitað hitt atriðið --> Að þingmenn skv. lögum og stjórnarskrá, eru einungis bundnir sinni samvisku.
M.ö.o. að stefna flokksins bindur þá ekki skv. lögum eða stjórnarskrá. - Mig rámar í það að tilteknir 3-þingmenn Borgarahreyfingarinnar sálugu, hafi komið sér saman um stefnu er var í mikilvægum atriðum önnur en samþykkt stefna Borgarahreyfingarinnar -- skv. félagsfundum þar.
Við þetta spruttu upp hatrammar deilur milli 3-menninganna og fjölda félagsmeðlima.
Og varð á endanum af umtalsverð biturð.
**Þetta að sjálfsögðu -- getur gerst aftur.
--Sem væri kaldhæðið að vissu leiti í ljósi þess að Birgitta var stofnandi Pírata flokksins íslenska.
__________
Svo hef ég auðvitað ekki enn nefnt, að ef VG vinnur stórsigur í nk. kosningum þ.e. 20% eða jafnvel ívið meir en 20% -- þá auðvitað verður VG tregur til að samþykkja að kjörtímabilið verði einungis 9-mánuðir, og að málefnin verði fá!
En það rökrétt mun ekki virðast þingmönnum VG skynsamt að taka þá óþörfu áhættu, að kjósa rúmum 3-árum fyrr en þeir þurfa, og auðvitað þingmenn VG munu vera kjörnir út á mörg fleiri málefni en þau -- sem Píratar hafa nefnt sem þau örfáu mál sem nk. þing skuli taka fyrir.
- Ef VG nær 20% eða rúmlega 20% -- en Pírata um 30% eða jafnvel ívið minna en það.
- Þá auðvitað er samningsstaða VG -- allt annað en veik.
- Sérstaklega þegar það er haft í huga að afar ósennilegt sé að Píratar geti yfir höfuð myndað stjórn með nokkrum öðrum en flokkum úr núverandi stjórnarandstöðu.
- Þ.e. auðvitað sá möguleiki að fylgi Pírata skreppi frekar saman.
- Það getur auðvitað farið svo - að Samfylkingin þurfi að vera með.
Þá yrði stjórnarmyndun -- enn flóknari.
Punkturinn er sá, að það stefni í að -- Píratar geti líklega ekki knúið fram stutt kjörtímabil.
- Þá auðvitað þarf að semja um þau mál, sem annað af tvennu VG vill að verði tekin fyrir, eða ef þ.e. Samfó + VG.
- Og hafandi í huga, að það virðist ekki a.m.k. enn að Píratar hafi heilsteypta stefnu um þau mál -- þá gæti þeim reynst það mjög erfitt, að semja um þau málefni.
- Síðan gæti þinghópur þeirra eða hluti þinghóps þeirra -- reynst andvígur einstökum málum.
Þannig að ef Ólafur Ragnar telur að stjórnarmyndun geti reynst erfið eða jafnvel ómöguleg!
Og það sé hluti skýringar þess - af hverju honum hefur snúist hugur.
Er það vel mögulegt að hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér!
Niðurstaða
Hafandi í huga orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands - þá getur vel verið að baki þeirra orða, liggi hótunin um -- utanþingsstjórn.
Einungis í eitt skipti hefur slík stjórn verið mynduð, þ.e. af Sveini Björnss. á tíma Seinna Stríðs. Ég hef heyrt því haldið fram að Kristján Eldjárn - hafi haft slíka tilbúna í eitt skiptið, þegar stjórnarmyndun var sérlega erfið. En ekki reyndi á það fyrir rest.
En það getur vel verið að tilraunir til stjórnarmyndunar muni reynast mjög skrautlegar eftir nk. þingkosningar! Mun meir svo en reynst hefur verið alla tíð síðan á árum Kristjáns. En í forsetatíðs Kristjáns Eldjárns - kom það oft fyrir að stjórnarmyndun tók verulegan tíma og reyndist bæði flókin og erfið. Að auki sátu ríkisstjórnir í hans tíð gjarnan ekki út sitt kjörtímabil.
--Hann sat tímabil pólitísks óstöðugleika á Íslandi.
Kv.
15.4.2016 | 00:13
Brjáluð hugmynd -- Sigmundur Davíð í framboð til forseta Íslands?
Tek fram - að mér hefði sjálfum ekki dottið þetta í hug, ef vinnufélagi minn hefði ekki stungið upp á þessu, sjálfsagt eins mikið sem grýn sem alvara.
Síðan einhvern veginn hætti þessi hugmynd ekki að láta mig vera þann daginn!
13 frambjóðendur og 9 undir feldi
SDG að flytja áramótaávarp forsætisráðherra - forsetalegasta myndin sem ég fann!
Forsetaframboð eru víst þegar orðin 15 talsins!
-Andri Snær Magnason, rifhöfundur
-Ari Jósepsson, vídjóbloggari
-Ástþór Magnússon, athafnamaður
-Bæring Ólafsson, athafnamaður
-Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur
-Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður
-Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur
-Halla Tómasdóttir, athafnakona
-Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur
-Hildur Þórðardóttir, þjóðfræðingur
-Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Vodafone
-Sturla Jónsson, vörubílsstjóri
-Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur
-Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
Málið er að - - tækifæri Sigmundar Davíðs getur einmitt legið í því hve margir frambjóðendur eru orðnir, annars vegar og hins vegar, í því að þeir eru ívið fleiri vinsta megin línunnar.
- SDG er að sjálfsögðu gríðarlega þekktur einstaklingur, það gefur honum sjálfkrafa forskot - alveg burtséð frá því að mörgum er samtímis í nöp við hann, jafnvel svo að það geti verið fleiri í þeim hóp en fylla hóp vina hans og aðdáenda.
- Það er enginn vafi á að hans framboð mund vekja gríðarlega athygli - algerlega óhjákvæmilega, og því - umtal.
Nánast svo, að SDG þyrfti sennilega að verja mjög litlu fé til að auglýsa sitt framboð, eða hvað það stæði fyrir.
Því svo margir aðilar mundi keppast um að ræða um hans framboð. - Ég held að möguleikar SDG séu raunverulega til staðar -- einmitt vegna þess hve vinstri fylgið er klofið -- þeir sem eru hægra megin pólitískt séð þegar með yfirlýst framboð, eru miklu mun minna þekktir einstaklingar - og sennilega með minna persónufylgi.
- Hans skæðasti keppinautur gæti verið -- Andri Snær.
En Andri Snær virðist mér af þeim sem þegar hafa lýst yfir framboði - líklegastur til að fá umtalsvert fylgi.
Ef SDG færi í framboð - þá held ég að áhuginn á forsetakosningunum mundi magnast, því að framboð SDG yrði sennilega það umdeilt, að umræðan um forsetakosningarnar í heild, mundi verða stórfellt meiri með SDG inni sem frambjóðanda.Ekki viss hvort það væri gott eða slæmt fyrir framboð SDG -ef af yrði- en slík aukin umræða, gæti einnig leitt til aukinnar þátttöku kjósenda þegar verður kosið.
- Þetta gæti endað sem keppni milli þeirra tveggja, þ.e. SDG og Andra Snæs.
Hvernig sem það á endanum færi - þá yrði útkoman án efa mjög áhugaverð kosningabarátta.
Niðurstaða
Svona til gamans ef það mundi fara þannig að SDG mundi bjóða sig fram til forseta og ná kjöri, að ef það hittir svo á að Píratar og Vinstri Grænir mynda ríkisstjórn eftir nk. þingkosningar -- þá yrðu samskiptin milli embættis forseta og Stjórnarráðsins afar áhugaverð á því kjörtímabili.
Ein samstarfskona mín í vinnunni -- líkti því við alkul andrúmsloftinu er gæti verið til staðar þar á milli :)
- En án gríns held ég að SDG geti unnið sigur við þær aðstæður sem eru til staðar.
En einnig að ef hann fer fram, þá muni kosningabaráttan og umræðan um forsetaframboðin snúast mjög um hans framboð -- hans framboð yrði langsamlega mest umrætt.
Sem væri sjálfkrafa gríðarleg auglýsing fyrir hans framboð - þannig að hann þyrfti nánast ekkert að hafa fyrir því, að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Það mundi þá koma í ljós hvort að það er rétt - að það sé ekki til neitt slæmt umtal, bara umtal! Sá sem sé milli tannanna á fólki, hafi alltaf forskot.
Kv.
13.4.2016 | 23:29
Gæti orðið forvitnileg stjórnarmyndun eftir þingkosningar, en mér sýnist Píratar geti lent í vandræðum með að knýja fram sín skilyrði
Mig grunar samt sem áður miðað við umræðuna á þingi undanfarið - að líkur þess að Píratar hafi áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokki, séu litlar.
Þó svo að nýjasta Gallup könnunin á Íslandi - sýni að ef það væri niðurstaða kosninga, þá stæðu Píratar hugsanlega með pálmann í höndum -- með möguleika á tveim 2-ja flokka stjórnum.
Sjálfstæðisflokkurinn stóreykur fylgi sitt
Framsókn fengi 4 þingsæti, tapaði 15
Ef maður fer aðeins yfir könnunina:
- Píratar.................29,3%.....19 þingmenn.
- Sjálfstæðisflokkur......26,7%.....18 þingmenn.
- Vinstri Grænir..........19,8%.....13 þingmenn.
- Samfylking...............9%........6 þingmenn.
- Framsóknarflokkur........6,9%......4 þingmenn.
- Björt Framtíð............5%........3 þingmenn.
Skv. þessu hafa Píratar og VG 32 þingmenn, og Píratar og Sjálfs.fl. 37 þingmenn.
Vegna þess að ég á von á því að einungis VG komi til greina sem samstarfsflokkur, þá hefur sú útkoma að VG virðist nú við 20% -- mikilvægar afleiðingar!
Þetta þíðir að samningsstaða Pírata er allt í einu -- miklu mun veikari en þeir hafa haldið undanfarið.
En þeir hafa verið að varpa fram allskonar skilyrðum -- sbr. stutt kjörtímabil, mjög fá málefni.
Það hefur mátt heyra á þeim, að þeir vilji ekki nema mjög einfaldan stjórnarsáttmála um mjög takmörkuð málefni.
- Ég held það sé algerlega ljóst að Sjálfstæðisflokkur, mundi ekki vera til í að fylgja fram þeim málum -- sem Píratar hafa líst yfir að þurfi að hrinda í framkvæmd.
- Eða að þeir væru til í -- stutt kjörtímabil.
- Það þíðir sennilega í raun og veru.
- Að VG situr uppi með pálmann í höndum.
- Og getur mikið til ráðið því hvað mun standa í stjórnarsáttmálanum.
VG - mun örugglega knýja á að fleiri málefni en þau sem Píratar hafa talað um undanfarið, verði afgreidd á nk. kjörtímabili.
Og síðan grunar mig að ef VG vinnur slíkan kosningasigur -- þá verði VG tregur í taumi um að hætta löngu fyrir lok eiginlegs kjörtímabils skv. lögum.
- Flokkarnir geta líklega náð saman um að tillaga Stjórnlagaráðs svokallaðs, verði tekin í almenna atkvæðagreiðslu -- og síðan afgreidd "ef ég gef mér það að kjósendur samþykki þá tillögu."
- En mjög sennilega mundi VG ekki vilja -- að þá yrði strax kosið, heldur mun fleiri mál afgreidd - flokkarnir starfi saman áfram.
Spurningin er þá -- hvað gerist með slíkt stjórnarsamstarf eftir því sem á líður?
Samfylkingu leið ekki vel með VG á sl. kjörtímabili -- ég held að margir eigi enn að muna upphlaupin sem voru fjölmörg.
En ég er ekkert viss að VG - - mundi hafa einleik um upphlaup og rifrildi.
En augljóst -- er engin leið að vita í dag hverjir munu vera á þingi fyrir Pírata.
Þ.e. vel hugsanlegt að það mundi enda sem -- afar ósamstæður hópur.
Einstaklingar með jafnvel afar ólíkar skoðanir -- þó þeir væru ef til vill sammála um þau fáu atriði sem Píratar hafa gefið upp að skuli afgreidd á nk. þingi.
- Ég held að það væri augljós hætta að þessir flokkar mundu efla það versta í fari hvors um sig.
- Þá meina ég - hugmyndir átt til öfgakenndra breytinga.
VG -- eins og þekkt er, er ákaflega skatta-glaður flokkur.
Ef það fer saman að innan raða Pírata verða margir þingmenn, sem vilja auka mjög á auðlinda skattlagningu -- þá gæti orðið mjög mikil aukning á skattlagningu á starfandi fyrirtæki í landinu.Ekki endilega bara innan sjávarútvegs -- en margir vilja auka mjög skattlagningu á ferðamennsku.
- Það gæti orðið forvitnilegt að sjá -- hvaða áhrif það hefði á afkomu fyrirtækja í þeim greinum.
En samdráttur í báðum greinum samtímis.
Gæti skapað nokkuð hressilegan lífskjarasamdrátt.
Niðurstaða
Í augum einhverra er sjálfsagt samstjórn Pírata og Vinstri Grænna - hugmynd að helvíti. En þetta er það stjórnarmynstur sem mig er farið sterklega að gruna að liggi fyrir sem það sennilegasta á nk. kjörtímabili.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2016 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar