Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Með kjöri Sigurðar Inga, svöruðu Framsóknamenn þeirri spurningu hvort Framsóknarflokkurinn verður með í nk. stjórnarmyndun eða ekki

Skv. fréttum fékk Sigurður Ingi 370 atkvæði eða 52,6% greiddra atkvæða, Sigmundur Davíð 329 atkvæði eða 46,8% greiddra atkvæða - þannig varð það ljóst að Sigurður Ingi er réttkjörinn nýr formaður Framsóknarflokksins!

Lilja Dögg verður varaformaður, það varð ljóst um leið og Eygló Harðardóttir dróg framboð sitt til baka, er úrslit um formannskjör voru ljós orðin -- í varaformannskjöri, fékk Lilja 392 atkvæði eða 95% greiddra atkvæða.
--Þarna virðist birtast tilraun til sáttar innan flokksins, með því að þeir sem styðja hinn nýja formann, láta varaformanns sætið eftir til - hinnar fylkingarinnar.

Ég ryfja upp, að í sl. viku mældist Sigmundur Davíð með 12,3% hlutfalls stuðning allra kjósenda, meðan að Sigurður Ingi mældist með 47,1% hlutfall stuðning allra kjósenda; í þeirri sömu könnun - mældist hlutfall stuðningur alla kjósenda við Lilju 25,1%.

Skv. þessu hefur Framsóknarflokkurinn líklega sína vinsælustu einstaklinga meðal þjóðarinnar í efstu tveim forystusætum:

  1. Sigurð Inga formann, með mældan stuðning 47,1%.
  2. Lilju Dögg, með mældan stuðning 25,1%.

 

Góð spurning - af hverju Sigmundur Davíð varð undir!

En í umræddri könnun, mældist stuðningur við SDG ef einungis voru spurðir stuðningsmenn Framsóknarflokksins - - 52% meðan að stuðningur Framsóknarmanna við Sigurð Inga mældist sem 37%.

Fyrir helgi, spáðu langsamlega flestir sjálfskipaðir spekingar - sigri Sigmundar Davíðs.

  1. Það eru auðvitað líkur á að könnunin fyrir helgi, hafi haft veruleg áhrif á fulltrúana á flokksþinginu.
  2. Síðan er annar möguleiki sá, að hegðan Sigmundar Davíðs gagnvart - framkvæmdastjórn flokksins er spurðist út, skv. umkvörtun Ásmundar Daða Einarssonar, að SDG hefði gengið út af fundi framkvæmdastjórnarinnar, er ræða átti dagskrá Flokksþingsins.
    --En SDG hafi strunsað út, og neitað að ræða dagskrána - þ.s. ekki var gert ráð fyrir sérstakri ræðu forsætisráðherra t.d., einungis stuttum framboðsræðum.
    -- -- Síðan hélt SDG því fram, að Ásmundur hefði verið með ósannindi.
  3. Að auki, getur ræða SDG sjálfs á flokksþinginu, löng ræða sem hann flutti, þ.s. hann rakti öll hin umdeildu mál -- og ítrekaði sínar þekktu túlkanir, sbr. ásakanir hans á fjölmiðla - fréttamenn; að ekkert hafi verið að athuga við það hvernig þau hjón hafa hagað sínum fjármálum - o.s.frv.
    --En þetta getur vel hafa stuðað ýmsa.
  4. Stærstu rökin eru augljóslega þau --> Að flokkurinn á meiri möguleika klárlega nú með Sigurð Inga í forystusætinu, en með Sigmund Davíð - í ljósi þeirra vandræða sem SDG var kominn í gagnvart þjóðinni.
    --Hafandi í huga, að SDG hefur engin merki þess sýnt, að hann ætli að gefa litla fingur eftir með það, að ekki nokkurt atriði hafi verið athugavert við nálgun hans og þeirra hjóna -- -- > Hafandi í huga að úrslit kannana benda ekki til þess að honum hafi verið fyrirgefið af þjóðinni.
    --Þá benti, held ég, fátt til þess að átök og deilur um mál SDG mundi linna, að þau myndu sennilega æsast upp að nýju, ef hann reyndi að leiða flokkinn áfram í gegnum kosningabaráttu.
  5. Til þess að flokkurinn geti skilið þau mál eftir -- þannig að þau hái honum ekki í nk. kosningabaráttu!
    --Hafi ekki verið um annað að ræða, en að skipta um formann!
    --Á endanum hafi nægilega margir séð þessa þörf - eða tekið ákvörðun um nýjan formann af öðrum þeirra ástæðna sem ég hef rakið.

 

Niðurstaða

Ég á ekki von á því að frekari deilur verði um forystumál innan Framsóknarflokksins, nú eftir að fylkingarnar innan flokksins hafa skipt milli sín -- formanni og varaformanni.
--Hvort að Framsóknaflokkurinn verður í næstu stjórn, kemur í ljós!
En a.m.k. nú er sennilega ljóst, að flokkurinn verður með í samningaferli um næstu ríkisstjórn, hvernig sem úr því síðar meir vinnst!

  • Ég held að klárlega sé rökrétt að flokkurinn fari næst í vinstri stjórn.
    --En á árum áður, fór valið einfaldlega eftir því - hvort að vinstri flokkar komu vel út úr kosningum, eða að þeir tapa og Sjálfstæðisfl. fær fylgisaukningu.
  • Framsókn leit á sig sem -miðjuflokk- og að hlutverk þess flokks, væri að jafna sveiflurnar í ísl. pólitík - þ.e. tempra vinstri sveifluna og hægri sveifluna eftir því sem við átti hverju sinni.

Það var farið að ógna verulega trúverðugleika skilgreiningar Framsóknar, miðjuflokkur -- að Framsókn hefur 4-sl. kjörtímbil sem hann hefur setið í ríkisstjórn, setið í stjórn með Sjálfstæðisfl.

Þannig - að val Framsóknarflokksins, snerist ekki síður um það!
--Hvort Framsóknarflokkurinn ætlar að vera - miðjuflokkur --> Eða hægri flokkur!

 

Kv.


Gæti Framsóknarflokkurinn tapað sínum helstu fjármögnunaraðilum innan atvinnulífsins?

Ég man eftir gögnum sem komu fram rétt eftir hrunið 2007, það var um fjármögnun einka-aðila á stærstu stjórnmálaflokkunum á árunum eftir 2000 - í ljós kom að:

  1. Sjálfstæðisflokkur fékk mest.
  2. Síðan Samfylking, er var stór flokkur árin fyrir hrun.
  3. Síðan Framsóknarflokkur.
  • Vinstri-grænir virtust nánast leiddir hjá sér af fjármögnunaraðilum úr atvinnulífinu.

Sú skýring blasir auðvitað við, að fjármögnunar-aðilar innan atvinnulífsins, bjóða flokkunum fé --> Til að hafa áhrif, til að þjóna sínum hagsmunum, ekki af góðmennsku.
--Þeir kasta ekki sínu fé á glæ!

  1. M.ö.o. líklega fjármögnuðu þeir ekki VG - í bland vegna áhrifaleysis flokksins í landstjórnmálum á þeim árum.
  2. Í bland við það, að stefna VG má vera að hafi ekki hugnast þeim.

Punkturinn sem ég er að leitast við að koma að er sá - að ef Framsóknarflokkurinn mundi lenda í pólitískri einangrun - þannig að hann hefði mjög óveruleg áhrif í landsstjórnmálum - þá rökrétt sjá einka fjármögnunar-aðilar minni ástæðu til að verja fé til stuðnings framboði Framsóknarflokksins eða frambjóðenda hans!


Pólitísk einangrun gæti kostað Framsóknarflokkinn stórfé í töpuðum framtíðar framlögum, auk þess að frambjóðendur flokksins líklega ættu einnig erfiðar með fjármögnun!

Sjálfsagt vita allir af 2-könnunum sem fram komu í vikunni - :

  1. Mæling á stuðningi við Sigmund Davíð og Sigurð Inga meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins - annars vegar - og - hins vegar - meðal þjóðarinnar.
    A) Ef einungis voru skoðaðir stuðningsmenn Framsóknarflokksins - var fylgi Sigmundar Davíðs 52% en Sigurðar Inga 37% - meðal kjósenda Framsóknarflokksins.
    B)Meðal allra landsmanna, var fylgi Sigmundar Davíðs 12,3% en Sigurðar Inga 47,1%.
  2. Síðan önnur könnun, þ.s. þar fólk var spurt hvort það væri líklegra til að kjósa Framsóknarflokkinn - ef Sigurður Ingi væri formaður eða Sigmundur Davíð.
    --Könnunin sýndi að 8,6% töldu sig líklegri að kjósa Framsókn ef Sigmundur Davíð er formaður áfram - en rúm 40% ef Sigurður Ingi er framtíðar formaður.

Það sem þetta virðist sýna er að Sigurður Ingi á þeim afar stutta tíma sem hann hefur verið forsætisráðherra --> Hafi hann aflað sér mjög víðtækrar velvildar meðal þjóðarinnar.

Ég t.d. er viss að Sigmundur Davíð náði aldrei þetta hátt -- en þó var hann áður mun vinsælli en hann mælist í dag!

  1. Ef pólitíkus nýtur víðtæks trausts, hlýtur það að vera mjög gagnlegt, fyrir hann og flokkinn hans.
  2. Að sama skapi, hlýtur víðtæk andstaða og vantraust - að hamla mjög möguleikum pólitíkuss til að beita sér fyrir sinn flokk.
  • Rökrétt hlýtur Sigurður Ingi að vera í betri aðstöðu til að afla Framsóknarflokknum nýrra kjósenda -- -- með þetta mikla mælda velvild þ.e. nærri helmings kjósenda.
  • Það sýnir einnig hin könnunin, sem sýni mun fleiri til í að íhuga að kjósa Framsóknarflokkinn - ef Sigurður Ingi er formaður.

Við vitum öll af hverju Sigmundur Davíð er í þessari stöðu að hafa svo skert persónufylgi.
Þjóðin er einfaldlega ekki enn búin að fyrirgefa honum það, að hafa átt í félagi við eiginkönu sína -- umtalsvert fé í aflandsfélagi í skattaskjólslandi.
Eins og ég benti á í sl. viku:

Hvet Framsóknarmenn til að styðja framboð Sigurðar Inga Jóhannessonar til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins nk. helgi

Þá sýnir þetta að mjög víðtæk tortryggni er enn til staðar gagnvart SDG!

  1. Að sjálfsögðu skaðar sú tortryggni flokkinn ef SDG leiðir hann áfram - þ.e. gerir honum erfiðar með að afla honum nýs fylgis.
  2. Gerir honum erfiðar að fá aðra flokka til liðs við tillögur og hugmyndir flokksins.
  3. Og ekki síst -- gerir honum erfiðar fyrir að sannfæra aðra flokka um að vinna með flokknum.

----> Það er sérstaklega síðasta atriðið sem er mikilvægt!
Hættan á pólitískri einangrun!
Ályktun: Ef sú staðar blasir við eftir kosningar, að Framsóknarflokkurinn á mjög skerta möguleika til stjórnarþátttöku, og að auki að samstarf hans við stjórnarandstöðuflokka er stirt og erfitt.

Gefum okkur auk þess, að það sem mig grunar að gerist - ef SDG leiðir flokkinn í kosningabaráttunni, að mál tengd hans persónulegu málum tengd aflandsfélagi þeirra hjóna, ýfist upp að nýju - þannig að deilur um hans persónu verði mjög drottnandi í pólitískri umræðu fyrir kosningarnar, þannig að flokknum gangi illa að kynna sín stefnumál og að kynna árangur stjórnarsamstarfsins.

Þannig að fylgið fari sennilega niður miðað við núverandi stöðu, þannig að flokkurinn fái afar slæma kosningu -- samtímis og deilur um formanninn, leiða til tregðu annarra flokka til að íhuga samstarf við Framsókn.

  1. Þá gæti flokkurinn -óttast ég- átt það raunverulega á hættu, að glata mikið til þeim fjármögnunar aðilum innan atvinnulífsins sem vanir hafa verið til margra ára að veita flokknum stuðning.
  2. En þeir aðilar, eru að gefa fé -- til að hafa áhrif, eftir allt saman!
    --Þannig að rökrétt gefa þeir ekki Framsóknarflokknum fé.
    --Ef Framsóknarflokkurinn stefnir í áhrifaleysi.
  • Það mundi þíða, eins og ég benti á efst, að flokkurinn sjálfur hefði skerta möguleika til að fjármagna eigið starf - og ekki síst, til að fjármagna kosningabaráttu framtíðar.
  • Að auki, mundi það sennilega einnig bitna á frambjóðendum - skerða einnig aðgengi þeirra að fé, þar með gera samkeppnishæfni þeirra gagnvart frambjóðendum annarra flokka, lakari en ella.

 

Málið er að það er Framsóknarflokknum afar mikilvægt af fjölda ástæðna að það sé tryggt að hann hafi áfram áhrif í landsstjórnmálum!

Eins og ég benti á, þá hefur flokkurin einungis sæmilega öruggt aðgengi að fjármögnun frá atvinnulífinu - ef flokkurinn á möguleika til að hafa áhrif í landsstjórnmálum.

Þannig að áhrif í landsstjórnmálum snúast ekki einungis um það, að geta komið baráttumálum flokksins fram -- heldur tryggja þau einnig flokknum aðgengi að fjármagni, sem hann ella hefur rökrétt ekki aðgengi að.

Það skiptir máli að sjálfsögðu vegna þess að kosningabarátta er alltaf kostnaðarsöm, hvort sem flokkurinn sjálfur á í hlut - eða frambjóðendur hans.

  1. Það sem ég er að benda á, er að flokksmenn á flokksþingi Framsóknarflokksins, þurfa að meta hvor frambjóðandinn, þ.e. Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi --> Eru líklegri skaffarar til framtíðar!
  2. Augljós vísbending ofangreindra kannana, er að Sigurður Ingi klárlega sé það:
    Sbr. að mikið persónufylgi hans er virðist ná langt út fyrir raðir kjósenda flokksins, þíðir væntanlega að hann hefur aflað sér góðvilja meðal kjósenda ímissa annarra flokka.
    Það eins og kannanirnar sýna bendir til þess að aðrir kjósendur séu líklegri en ella til að íhuga að kjósa flokkinn, vísbending þess að hann geti betur laðað að nýtt fylgi.
    Að auki, getur víðtækur góðvilji meðal flokksmanna annarra flokka - aukið líkur á samstarfs vilja þeirra flokka við Framsóknarflokkinn, og þar með líkur þess að þeir flokkar verði tilbúnir til stjórnarmyndunar með Framsóknarflokknum.
    -- -- > En þ.e. einmitt í gegnum stjórnarþátttöku sem Framsóknarflokkurinn hefur sögulega séð einna helst áhrif í landsstjórnmálum.

Því meiri líkur eru á að Framsóknarflokkurinn verði þátttakandi í stjórnarmyndun í nálægri sem fjarlægari framtíð!
--Því sennilegra er að fjármögnunar-aðilar út atvinnulífinu sem vilja hafa áhrif með þeim hætti - séu tilbúnir að láta fé af hendi rakna til flokksins og frambjóðenda hans.

Því smærri líkur eru á að Framsóknarflokkurinn verði þátttakandi í stjórnarmyndunum í nálægri sem fjarlægri framtíð!
--Því ólíklegar er að fjármögnunar-aðilar út atvinnulífinu sem vilja hafa áhrif með þeim hætti - séu tilbúnir að láta fé af hendi rakna til flokksins og frambjóðenda hans.

M.ö.o. - - geti flokkurinn tapað mjög miklu fjármagni sem flokkurinn gæti annars ráðið yfir í framtíðinni, sem og frambjóðendur hans --> Ef flokksmenn taka ranga ákvörðun!

 

Niðurstaða

Ábending mín er að val fulltrúa Framsóknarflokksins á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina, geti skipt miklu máli fyrir framtíðar fjárhag flokksins, og frambjóðenda hans!
--En eins og ég benti á, þá gefa fjármögnunar-aðilar út atvinnulífinu til flokka, til að hafa áhrif!
--Þannig rökrétt gefa þeir einungis til flokka, sem hafa áhrif í landsstjórnmálum.

Þar af leiðandi, gæti röng ákvörðun í formannskjöri helgarinnar - leitt til gríðarlegs framtíðar fjármögnunar taps flokksins, og einnig frambjóðenda hans!
--Sem leiddi þá til skertrar getu flokksins í þeirri framtíð til að fjármagna sína starfsemi, ekki síst - kosningabaráttu framtíðar, og sama gilti um frambjóðendur flokksins að þeir gætu átt erfiðar um vik að afla sér fjármagns og því staðið hallar fæti gagnvart frambjóðendum annarra flokka er hefðu betri aðgengi að fjármagni.

Áhrif eru ekki bara það -- að geta komið málefnum flokksins að!
Áhrif eru einnig -- peningar!

 

Kv.


Hvet Framsóknarmenn til að styðja framboð Sigurðar Inga Jóhannessonar til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins nk. helgi

Ég lít ekki á slíkan stuðning - sem svik við Sigmund Davíð. Heldur einfaldlega - kalt mat á hagsmunum flokksins. Í mínum augum sé flokkurinn alltaf mikilvægari en sá sem situr í formanns sætinu hverju sinni. M.ö.o. snúist málið ekki um einhverja sérstaka persónulega skoðun á Sigmund Davíð að öðru leiti en að því leiti - að mitt mat sé að Sigmundur Davíð sé búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð!

Það hafi hann gert á sínum tíma, er þau hjón varðveittu fé í skattaparadís -- áfram eftir að SDG var orðinn formaður Framsóknarflokksins, og þingmaður!
--Með öðrum orðum, skil ég ekki málið svo, að aðrir hafi framið á Sigmund Davíð - mannorðs morð, eða myrt hans pólitíska feril.
--Heldur hafi hann gert sér þetta sjálfur!

Sigurður Ingi býður sig fram til formanns

 

Mér finnst persónulega fullkomlega óskiljanlegt, að SDG skuli hafa framið það pólitíska axarskaft - að halda áfram að varðveita féð í skattaparadís, eftir að hann var orðinn einn af helstu pólitíkusum þjóðarinnar!

Að sjálfsögðu vita allir sem vita vilja, að þau hjón frömdu ekkert ólöglegt!

  1. En málið er að síðan eftir hrun, hefur sérhver eign á fé í skattaparadís -- orðið að pólitískt séð, baneitruðu fyrirbæri.
  2. Það kemur til vegna athæfis svokallaðra útrásarvíkinga, sem eins og þekkt er - tóku sér gríðarlegar arðgreiðslur út úr fyrirtækjum sem þeir áttu fyrir hrun, og komu því fé í mörgum tilvikum úr landi, og þá nánar tiltekið - gjarnan fyrir í skattaskjóls landi.
  3. Síðan í fjölda tilvika, reyndust þau fyrirtæki sem þeir höfðu tekið sér þetta mikinn arð út úr, líklega með löglegum hætti; gjarnan fullkomlega eignarlaus og mjög mörg þeirra voru sett í þrot - í fjölda tilvika afskrift skulda nærri 100%.
  • Þetta hefur leitt það að verkum --> Að í huga Íslendinga, er eign á fé í skattaparadís -- tengd afar neikvæðum formerkjum.

Þannig að --> Moldviðrið sem varð, hefði SFG átt að vera fullkomlega fyrirsjáanlegt!

Sú eitraða umræða sem fer strax af stað --> Tengist þeirri reiði sem enn býr með þjóðinni, vegna hegðunar útrásarvíkinga!

 

Það verður þar af leiðandi fullkomlega merkingarlaust í huga fólks - að þau hjón hafi ekkert gert sem ólöglegt var!

Um leið og almenningur fréttir af eign þeirra hjóna, þá fer þjóðin samstundist að munstra / máta þau hjón við -- útrásarvíkinga.

  1. Málið er að viðbrögð þjóðarinnar, eru nær öll á tilfinningasviðinu!
  2. Þar með, einfaldlega nær Sigmundur Davíð - einfaldlega ekki þeirri hlustun þjóðarinnar sem hann þarf, er hann trekk í trekk gerir tilraun til að útskýra málið.

Þau hjón lenda í því að verða -- endurskilgreind, um leið og málið fréttist af alþjóð. Með mun neikvæðari formerkjum en áður!
--Ég er viss að sú barátta þeirra, að sannfæra þjóðina - að þau hafi ekkert gert af sér, eða haft illt í hyggju.
--Sé fyrirfram töpuð.

Vegna þess að þjóðin kastar útskýringum þeirra hjóna strax til baka, þannig að þær útskýringar -- hafa ekki áhrif á mat fólks, sem þegar liggur fyrir.
--Þá hafi SDG litla sem enga möguleika til að endurskilgreina sig hjá þjóðinni.

  1. Hann lendi þar af leiðandi í því, að svara alltaf trekk í trekk, nákvæmlega sömu ásökuninni.
  2. Án þess að svör hans skili sér í breyttum viðhorfum til hans eða þeirra hjóna.

Vegna þess að svörin -fari inn um annað og út um hitt- nái umræðan ekki að fara lengra!
Sé föst í sama farinu, þ.e. alltaf á sama staðnum!

 

Það sem ég held að gerist ef SDG leiði flokkinn í nk. kosningaslag!

Sé að SDG og flokkurinn, komist ekkert úr því fari - að stöðugt svara sömu spurningunum, og verja þar með formanninn gegn þeirri ásökun.

Það sem menn þurfa að muna, er það:

  1. Að það menn trúa að sé rétt!
  2. Skiptir ofast nær meira máli, en hvað er rétt!

Vegna þess að SDG mæti stöðugt þeirri sannfæringu -- að hann hafi gert rangt!
Sem hann svari með þeim hætti -- að hann hafi ekkert rangt gert!

En vegna þess, að hann nær ekki að hafa áhrif á þá sannfæringu!
--Kemst málið ekki lengra!Þannig að hann er þá stöðugt á sama stað, í því að svara sömu ásökuninni.

  1. Hættan sé sú, að mínu mati, að nær öll orka formannsins fari stöðugt í þær sömu spurningar, og síðan að gefa sömu svörin -- án þess að nokkurt breytist.
  2. Vegna þess, að hann sé að glíma við -- mat þjóðar á máli þeirra hjóna er byggist á sannfæringu, ekki endilega rökum.

Þá skýrist af hverju, hann nái ekki í gegn!
--Þjóðin upplifi það, vegna þess að hún breyti ekki sinni sannfæringu sinni, að SDG sé -- siðlaus, er hann hafnar með rökum ríkjandi sannfæringu þjóðarinnar!

--Vegna þess að SDG er að glíma við, ráðandi hughrif!
Sem eðli sínu eru ekki á grundvelli rökhugsunar, þá er barátta hans vonlaus!

  • Rökin virka ekki - vegna þess að þjóðin hlustar ekki.
    --Hún heyrir þau, en kastar þeim jafnharðan frá sér.
    --Þau fara inn um annað og út um hitt!
  1. Hættan sé sú, að mínu mati, að of mikið af orku og tíma flokksins, og formannsins.
  2. Fari í það, að svara trekk í trekk sömu atriðunum, sem þjóðin síðan jafnharðan neitar að taka mark á.

--Vegna þess að þjóðin, upplifi frekar viðbrögð við svörum SDG - að hann sé siðlaus.
--En að þjóðin, taki undir þau rök - hans útskýringar!

  1. Hætta flokksins er m.ö.o. að önnur mál sbr. að kynna fyrir þjóðinni árangur ríkisstjórnarinnar, komist ekki að - sem og að flokkurinn fái ekki nægilegt næði, til að kynna stefnumál sín.
  2. Hættan er einnig, að upplifun þjóðarinnar - um meint siðleysi formannsins.
    --Færist yfir á flokkinn, ef hann tekur þátt í því að verja formanninn.
    --Þannig að sú neikvæða ímynd er formaðurinn hefur fengið í tengslum við þetta mál, færist þá einnig yfir á flokkinn sjálfan!
  • Það gæti leitt til þeirrar stöðu!
  • Að pólitístk séð yrði það - of eitrað fyrir aðra, að vinna með Framsóknarflokknum.

Flokkurinn gæti þá staðið frammi fyrir pólitískri einangrun, með SDG áfram í brúnni!
--Höfum í huga, að flokkurinn sögulega séð hefur einna helst áhrif með þeim hætti, að aðrir flokkar sjá hag sínum borgið að vinna með Framsóknarflokknum.

Pólitístk einangrun - þíddi pólitískt áhrifaleysi!
Að auki, sennilega að fylgið við flokkinn, færi stórum hluta annað!__En Framsókn á ekki tilkalla almennt séð til atkvæða, nema út á það gamla loforð flokksins að atkvæði greidd flokknum, tryggi áhrif.
__Það kemur til af því, að Framsóknarflokkurinn sögulega séð -- hefur ekki hugmyndafræði.

Þar af leiðandi ætti Framsóknarflokkurinn gríðarlega erfiða daga, ef hann lenti í því að verða einangraður!
--Það gæti ryðið flokknum að fullu!

 

Niðurstaða

Hlutverk formanns Framsóknarflokksins er að leiða flokkinn til sigurs. Ef formaður flokksins það fyrirsjáanlega ekki getur. Hefur það ekkert með persónulega óvild að gera, eða skort á þakklæti yfir sigrum eða árangri fortíðar. Fyrir flokksmenn að velja sér annan formann, þann sem þeir telja líklegri til að leiða flokkinn - til frekari sigra!

En flokkar þurfa alltaf að -- horfa til framtíðar! Það eru ekki sigrar gærdagsins sem tryggja sigur morgundagsins, eftir allt saman!

Formaður flokksins, hafi orðið á það axar-skaft, að fremja pólitískt sjálfsmorð!
Þar af leiðandi, þurfi flokkurinn að skipta um formann!

Að sjálfsögðu með góðu þakklæti við fráfarandi formann, yfir sigrum gærdagsins! Og fyrir þau góðu verk sem hann hefur framkvæmd fyrir flokkinn og þjóðina!

En eftir pólitískt sjálfsmorð sitt, sé staða Sigmundar Davíð slík - að hann geti ekki leitt flokkinn til frekari sigra! Þar með þurfi að skipta um formann!

Þetta snúist ekki um vanþakklæti. Heldur um mat á því sem er flokknum fyrir bestu!

 

Kv.


Spurning hvort að Trump geti grætt á hugsanlegum heilsuvanda Clintons

Augljósa svarið við því er að sjálfsögðu, hversu alvarleg lugnabólga hennar er! En lugnabólga getur að sjálfsögðu verið ákaflega - misalvarleg!

Tökum t.d. mig persónulega, en ég fékk sem krakki ca. 10 ára alvarlega lungnabólgu, var 3.-vikur á spítala! 1.-vikunni man ég lítt eftir, líklega í hitamóðu.

  1. En ég man þó, að ég var settur í --> Súrefnistjald!
  2. Og við það voru tengdir stórir kútar er litu út eins og mjög stórir gaskútar - mun hærri en t.d. þeir sem notaðir eru í gasgrillum.

Mér skilst að ég hafi virkilega verið mjög alvarlega veikur! Síðan leið hættutíminn smám saman hjá og súrefnistjaldið var tekið niður!

Clinton leidd út í bíl sl. sunnudag!

https://tribkcpq.files.wordpress.com/2016/09/160911123833-hillary-clinton-leaves-9-11-event-early-rs-00005305-exlarge-tease.jpg?quality=85&strip=all&w=770

  • En lungnabólga getur verið miklu mun vægari en þetta!

Hillary Clinton and pneumonia: "...milder pneumonia cases “will usually mean a few days or a week of being unwell, followed by a steady return to normal activity”. - "Dr Lim said even mild cases require proper rest and treatment, adding that it may take patients with less severe symptoms “longer than they expect” to make a full recovery."

  • Aldur hefur að sjálfsögðu áhrif - eldri sjúklingar líklega lengur að ná sér!
  1. Sem sagt, lungnabólga getur verið svo væg, að sjúklingur ef til vill hélt að viðkomandi hefði fengið - slæma flensu.
  2. Eða, eins og í mínu tilviki, raunverulega - lífshættuleg.

Miðað við þetta - hafandi í huga aldur Hillary Clinton -- jafnvel þó maður miði við vægustu lungnabólgu tilfelli; þíði það væntanlega að algeru lágmarki - að Clinton verði að fara mjög varlega með sig, nk. 2.-3. vikur.
--Sem þarf ekki þíða, rúmföst - eða hún geti alls ekki tekið nein viðtöl.

  • En það gæti gert útifundi, of áhættusama nk. 2. vikur a.m.k.
    --Þ.e. alveg hugsanlegt að ef þ.e. svo, að það dugi eigi að síður, til að bæta möguleika Trumps í keppninni um forsetaembættið!

Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu til að taka undir netumræðu þess efnis, að augljóslega ami eitthvað annað að Clinton - en þ.s. hefur verið gefið upp.
--En ég sé ekki að neitt hafi komið fram, sem útiloki að rétt sé skýrt frá hvað ami að.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða við fárið í kringum veikindi Clinton, er ákvörðun Trumps að - notfæra sér ekki þau veikindi með nokkrum beinum hætti. Ég efa að sú ákvörðun Trump hafi verið tekin frá öðrum sjónarhóli, en mati framboðs Trumps á því hvað væru skynsöm viðbrögð fyrir Trump.

Það má auðvitað vera, að Trump hafi ekki virst það sniðugt að snúa umræðunni í kringum kosningarnar, að umræðu um -- aldur frambjóðandanna!

En líkur eru á að umræða um veikindi þeirra, mundi fljótlega fara að snúast um aldur þeirra beggja -- en Trump er enn eldri en Clinton - eftir allt saman!

Eins og ein fréttin sem ég las benti á, þá er Clinton einu ári yngri en Reagan, sem er elsti forseti Bandaríkjanna við embættistöki fram að þessu - en Trump er 2-árum eldri en Reagan var við embættistöku; og mundi því slá aldursmetið ef hann næði kjöri.

  • M.ö.o. að framboð Trumps hafi líklega ekki séð sig græða á því að hvetja til umræðu af þessu tagi!

 

Kv.


Ég held að það sé nauðsynlegt að takmarka með lögum - réttinn til að heimta greiddan arð úr einkafyrirtækjum

Vandinn sem ég vísa til, er hvernig arðgreiðslur hafa sl. 20-25 ár í vaxandi mæli virst vera úr tengslum við - raunverulega velgengni þess rekstrar, sem látinn er greiða arð.
Málið er, að ef greiddur arður er umfram þá eiginfjármyndun sem er í fyrirtæki --> Þá óhjákvæmilega, er eigið fé þess þar með - skert! Síðan skert áfram, ár frá ári!
Það hefur að sjálfsögðu margvíslegar neikvæðar afleiðingar!
Og sérstaklega ef þetta er útbreidd hegðan innan viðskiptalífsins!
Þá ná þær neikvæðu afleiðingar að hafa umtalsverðar þjóðfélagslegar afleiðingar!


Málið er, að þessi hegðan, geti vel hugsanlega að einhverju umtalsverðu leiti, skýrt tiltölulega lélegan hagvöxt á vesturlöndum sl. 20-25 ár eða svo!

Sannarlega geta aðrar skýringar - einnig komið til.
En ég tel að full ástæða sé að - of greiddur arður, geti verið hluta skýring!

  1. En ef eigið-fé fyrirtækis er skert, vegna þess að arðgreiðslur eru umfram ný-myndun eigin fjár. Tölum ekki um, ef þetta er gert - ár eftir ár.
  2. Þá hefur fyrirtæki lakari getu, t.d. til að fjármagna þróun nýunga, með eigin rektrarfé.
    --Það getur auðvitað skert samkeppnishæfni þess til lengri tíma litið.
  3. Að auki, þá grunar mig að skerðing eigin fjár, einnig skerði getu viðskiptalífs til launagreiðsla.
    --Sem einnig getur skert langtíma samkeppnishæfni fyrirtækja, með þeim hætti, að þau geti síður greitt eftirsóttum starfskröfum þau laun sem slíkir eftirsóttir starfskraftar óska eftir, þar með síður haldið í - mikilvægt starfsfólk.
  4. En til viðbótar þessu, ef sú hegðan er útbreidd innan viðskiptalífsins, að greiddur er út arður til eigenda hlutafjár, umfram ný-myndun eigin fjár - til komna fyrir tilstuðlan hagnað af rekstri félagsins eða fyrirtækisins.
    --Þá sé vel hugsanlegt, að slík útbreidd hegðan, hafi einnig lamandi áhrif í víðara samhengi, á getu fyrirtækja - til að standa undir launagreiðslum!
    --Þannig, að ef of-greiðsla arðs, er raunverulega mjög útbreidd -- jafnvel almenn; þá gæti þar með slík hegðan, að verulegu leiti skýrt launastöðnun á Vesturlöndum.
  5. Síðan að auki, geti útbreidd of-greiðsla arðs, með því að skerða eigið fé.
    --Einnig orsakað skerta samkeppnishæfni atvinnulífs, með því að draga úr getu atvinnulífs til að fjármagna rannsóknir og þróun, með eigin-fé.--Það geti einnig verið orsakaþáttur, í öfugþróun hagvaxtar - og lífskjara, þar með launa.
  6. Þar með, geti sú hegðan, ef hún er nægilega útbreidd --> Verið hluta skýring, í hnignun atvinnulífs á Vesturlöndum <--> Í vaxandi samkeppni þess við Asíulönd.
  7. Þetta allt að auki, þíði að of greiddur arður, ef útbreidd hegðan innan viðskiptalífs; geti verið hluti af skýringu á vaxandi popúlisma á Vesturlöndum, með því að eiga sinn þátt í hnignun viðskiptalífs á Vesturlöndum seinni ár, og eiga sinn þátt í hnignun eða stöðnun lífskjara á Vesturlöndum - seinni ár.
  8. Svo auðvitað bætist við --> Að sennilega til viðbótar við þetta allt --> Sé of greiddur arður, ef útbreidd hegðan --> Hluta skýring á þeirri öfugþróun, að bilið milli ríkra og fátækra fer víkkandi á Vesturlöndum!
  9. Þar með, geti þessi hegðan, ef útbreidd - og því almennari; skýrt að verulegu leiti, vaxandi samfélags átök á Vesturlöndum!
  • Það sé þar af leiðandi, mjög nauðsynlegt að taka á þeirri hegðan -- sem greiðsla arðs umfram rektrarlegar forsendur einkafyrirtækja sé!
  • Að sjálfsögðu, ef réttur til greiðslu arðs, væri takmarkaður við rektrarlegar forsendur, þá hefst ramakvein frá eigendum hlutafjár --> T.d. að banna að prósenta arðs t.d. ef miðað er við heildar-rektrartekjur; sé umfram prósentu arðs af rekstri fyrirtækis miðað við heildar rekstrartekjur - áður en tekið sé tillit til skatta af reiknuðum arði.

 

En af mínu mati, sé þetta mjög nauðsynlegt aðgerð!

  1. Þetta muni bæta stöðu fyrirtækja, með því að gera þeim betur mögulegt að byggja upp sitt rektrarfé.
  2. Það með bæti það þeirra samkeppnishæfni, þ.s. þau geta betur haldið í mikilvæga starfskrafta - þ.e. þau hafa efni á hærri launum - auk þess að það einnig bæta samkeppnishæfni þeirra með þeim hætti, að þau ráði yfir meira fjármagni til að fjármagna rannsóknir og þróun - sem að sjálfsögðu er réttast að sé fjármagnað með fjármagni sem myndast af rekstrinum sjálfum.
  3. Þannig --> Að þessi aðgerð, tel ég að til lengri tíma litið; mundi stuðla að bættum hagvexti.
  4. Þar með, betri lífskjörum - til lengri tíma litið.

 

Hverjum er þetta að kenna?

Líklega útbreiðslu - fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli - í arðsemi. Sú samkeppni rökrétt leiði til þess, að þeir sjóðir leita allra leiða til þess að stuðla að sem mestum arðgreiðslum. Margir af þeim sjóðum í dag, ráða yfir ógrynni fjármagns - og gjarnan eiga hluti í mjög mörgum fyrirtækjum.

Það þíði, að áhrif þeirra nái sennilega vítt yfir gervallt viðskiptalífið á Vesturlöndum. Þeir hvetji til þeirrar hegðunar, að arðgreiðslum sé kippt úr samhengi við rektrarlegar forsendur. Til þess að auka sína eigin arðsemi --> Þá að sjálfsögðu, að kostnað -- langtíma aðrsemi viðskiptalífsins, þ.e. fyrirtækja almennt.

  1. Risastórir fjárfestingasóðir sem hafa stækkað gríðarlega á Vesturlöndum sl. 20-25 ár.
  2. Geta þar af leiðandi, í vaxandi mæli, hafað virkað sem --> Dauð hönd á atvinnulíf á Vesturlöndum almennt.
  • Þetta sé málefni lögjafans að fást við.
  • Og ég tel að lagasetning geti lagað þessa stöðu -- verulega.

Að sjálfsögðu lagar hún ekki öll vandamál!

  1. En þó að með lögum væri arður takmarkaður við mælanlegar rekstrarlegar forsendur.
  2. Þá gætu fjárfestingasjóðir -- samt áfram hvatt til þess, að fyrirtæki taki mikla áhættu með rekstur, í því skyni að auka -- rekstrarlegan hagnað til skamms tíma.
  • Á hinn bóginn, sé það þó ekki eins varasamt -- þ.e. sú tiltekna hegðan.
  • Ef þeir geta ekki lengur, krafist arðgreiðsla umfram -- raunverulegan mælanlegan rekstrarhagnað.

Þ.s. þá geta fyrirtæki frekar ráðið við áhættusamar ákvarðanir!
Án þess að það leiði til þess að þau fari í þrot.

En eitt sem fyrirtæki geta frekar gert!
Ef þeirra eigið fé vex -- þ.e. tekið á sig töp, án þess að það leiði þau í þrot.

 

Niðurstaða

Ég vísa því til næstu ríkisstjórnar - hver sú verður. Að taka á því vandamáli, sem of greiddur arður sé líklega fyrir viðskiptalífið á Íslandi.
Þó að ég telji þetta vera almennt vandamál á Vesturlöndum, þá getur litla Ísland einungis tekið á því vandamáli heima fyrir -- en þ.e. auðvitað möguleiki að með góðu fordæmi geti Ísland vakið athygli.

En ég er viss að á þessu vandamáli þurfi að taka á - alls staðar.
Það sé vel hugsanlegt þar af leiðandi - að gott fordæmi hér fái athygli.
Og hvetji fólk í öðrum löndum til dáða.

En einstaklingar í öðrum löndum hljóta einnig að átta sig á þessum vanda!

  • Þetta gæti virkilega verið þáttur í því, að endurreisa samkeppnishæfni Vesturlanda gagnvart löndum í Asíu.

 

Kv.


Líklega ekki rétt hjá Helga Hrafni, að ódýrara væri að heimila hælisleitendum að setjast hér að en að vísa þeim úr landi!

Það er auðvitað rétt ábending hjá honum að kostnaður við það ferli að vísa hælisleitendum úr landi er töluverður - vegna málaferla sem því vafstri fylgir ásamt lögfræðiaðstoð til viðkomandi meðan á því öllu stendur, þangað til að löglegar leiðir til að tefja brottvísun eða kollvarpa henni hafa verið kláraðar: Þingmaður telur kostnaðarsamara að senda hælisleitendur úr landi heldur en að veita þeim hæli.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.

En það eru sennilegir kostnaðarþættir sem má vera hann reikni ekki með!

Hann t.d. sennilega reiknar ekki með því, að sú ákvörðun að heimila öllum hælisleitendum að setjast hér að -- leiði til verulegrar fjölgunar hælisleitenda!
Eða, að hann telur að sú fjölgun mundi ekki verða -- umtalsverð!

Við þekkjum stefnu Íslands varðandi hælisumsóknir í gegnum árin, að langsamlega flestum er vísað úr landi skv. 1-lands reglu Dyflinnar samkomulagsins.
--Nema viðkomandi takist að sýna fram á málefnalegar ástæður í samræmi við ákvæði laga byggð á reglugrunni Flóttamannasáttmála SÞ - þess að veita viðkomandi hæli af mannúðarástæðum á Íslandi.

  1. Við þekkjum afleiðingar þess í Þýskalandi, er Kanslari Þýskalands ákvað að framfylgja ekki 1-lands reglunni -- undir þrýstingi frá S-Evr. ríkjum er höfðu hótað að hætta að taka við flóttamönnum er þannig væri vísað til þeirra til baka.
  2. Flóttamenn sumarið 2015 reyndust vera rúm milljón í Þýskalandi það ár!

Í kjölfarið reis upp veruleg óánægja innan Þýskalands, og Merkel hefur sætt umtalsverðu ámæli.
__Þó að rétt sé að taka fram, að ég sé ekki hvernig hún gat tekið aðra ákvörðun, er fyrir lá að löndin í S-Evr. mundu neita að taka við þeim til baka!

  • Í tilviki Íslands -- liggur ekki fyrir nein slík hótun.
    --Það væri því algerlega óþvinguð ákvörðun af okkar hálfu, að hætta að beita 1-lands reglunni!
  1. Punkturinn er sá, að þ.e. einmitt ástæða að ætla, að ef við hættum -- eins og Þýskaland gerði 2015, að framfylgja 1-lands reglunni.
  2. Þá gerist svipað, að það spyrjist út til flóttamanna, þannig að hælisleitendum til Íslands -- fjölgi sennilega mjög verulega!

 

Við skulum samt ekki mála skrattann á vegginn!

Það er dýrt að fara hingað -- fjöldinn yrði aldrei neitt í líkingu við það sem Þjóðverjar upplifðu sumarið 2015. Á hinn bóginn --> Þá yrði alveg örugglega erfitt fyrir okkur að glíma t.d. við það - ef 20þ. leituðu eitt sumarið til Íslands og óskuðu eftir hæli.

  1. Það sem þarf að muna eftir, að Íslendingar hafa aldrei viðhaft þá opnu stefnu sem Norðurlönd voru með um árabil.
  2. Heldur tekið einungis við þeim fjölda hælisleitenda --> Sem Ísland hefur vel ráðið við að koma í vinnu, aðstoða við aðlögun að samfélaginu; þannig að engin þau vandamál sem t.d. Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa lent í, hafa dunið yfir hér!
  • Hér eru ekki -- jaðarsamfélög innflytjenda, sem lenda utan við samfélagið.
  • Fá ekki vinnu -- ná ekki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu hér!

En það væri einmitt hættan, að ef hælisleitendum fjölgar það mikið --> Að kerfið á Íslandi, ræður ekki við það verkefni -- að veita þeim þá aðstoð sem þarf, til að koma þeim í vinnu - til að tryggja þeim menntun í tungumálinu sem talað er hér - sjá þeim fyrir húsaskjóli.

  1. Við skulum alls ekki vanmeta mikilvægi þess, að sá sem fær hæli - fái vinnu.
  2. En þá er viðkomandi stöðugt í samskiptum á sínum vinnustað.
  3. Það stuðlar mjög að tengingu við samfélagið -- að hafa vinnufélaga sem viðkomandi kynnist a.m.k. að einhverju leiti.
  4. Svo auðvitað það, að viðkomandi lendir ekki -- endalaust á "féló."
  • En ef viðkomandi lenda utan vinnumarkaðar.
  • Þá enda þeir á bótakerfi viðkomandi lands!

Ég held að það sé töluvert stórt lykilatriði -- að taka aldrei við fleirum en þeim, sem unnt er að tryggja með sæmilegu öryggi - starf.

 

Ef það færi að myndast á Íslandi -- jaðarhópur útlendinga utan samfélagsins, sem næðu ekki að mynda tengsl við samfélagið

Þá eru að auki líkur á að því fylgi -- veruleg félagsleg vandamál! Þar með, kostnaður vegna þeirra upphleðslu vandamála!

Síðan má ekki gleyma, að líklega endurtæki sig sagan frá Norðurlöndum - að ástand þ.s. verulegur fjöldi útlendinga myndaði jaðarsamfélag; yrði vatn á myllu hópa sem hvetja til útlendingahaturs.

Ekki síst, þá væru slíkum jaðarhópum, hætt við að enda í -- fátæktargildru. Og það gæti gert þá, viðkvæma fyrir -- áróðri öfgasamtaka.

Líkur á því að útlendingar mundu snúast gegn samfélaginu á Íslandi, mundu vaxa verulega -- tel ég; að ef það mynduðust jaðarsamfélög útlendinga sem lenda utan við.

  1. M.ö.o. gæti slík stefna sem Helgi Hrafn leggur til, leitt til vaxandi spennu milli vaxandi útlendingasamfélags er þá væri hér, og íbúa sem fyrir eru.
  2. Sem gæti stuðlað að verulegri fylgisaukningu flokka, sem berjast gegn aðflutningi fólks.

En sennilega gerðist það sama hér og í Skandínavíu og Danmörku, að andstaða við aðflutning útlendinga, mundi hratt vaxa innan samfélagsins -- sem síðan mundi birtast í sambærilega hratt vaxandi fylgi flokka sem mundu berjast gegn aðflutningi fólks hingað.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum, þá grunar mig að sú stefna sem Helgi Hrafn leggur til, mundi leiða til það mikils aðflutnings flóttafólks til Íslands - að í kjölfarið mundi rísa sterk bylgja útlendinga-andúðar á Íslandi eins og t.d. í Danmörku - er líklega mundi lísa sér eins og í Danmörku í hratt vaxandi stuðningi við og áhrifum flokka er mundu boða útlendingaandúð.

Ég er m.ö.o. því þeirrar skoðunar að sú stefnumörkun sem Helgi Hrafn leggur til, sé á hæsta máta óráðleg -- vegna þess, að ég vil ekki að Ísland verði fyrir sambærilegri bylgju útlendinga-andúðar og gætir í dag í Danaveldi, og vegna þess að ég vil ekki upplifa það samfélagslega umrót á Íslandi sem ég tel sennilegt að slík stefna mundi fram leiða.

Við erum að tala um kostnað -- sem er ekki, bara mældur í peningum!

  • Ég er ekki endilega að segja -- það væri útlendingunum endilega að kenna það umrót er líklega yrði -- heldur sé það málið að þanþol okkar eigins samfélags sé ekki slíkt að það mundi geta leyst betur úr svo auknum aðflutningi en þetta!

 

Kv.


Hugsanleg meginhætta með Pírata við stjórn getur verið að þröngt skilgreind réttlætismarkmið verði efnahagslegum markmiðum yfirsterkari

En -krafa um réttlæti- getur snúist upp í andhverfu sína -orðið ranglát- ef réttlætissýn viðkomandi, er of þröngt skilgreind.
Það sem ég hef áhyggjur af, þegar Píratar komast í stjórn sennilega eftir nk. kosningar, sé að í sókn eftir réttlæti - verði efnahagslegum markmiðum, hugsanlega fórnað.
Þannig að réttlætiskrafan, geti snúist í höndunum á ríkisstjórn Pírata.

 

Krafa sem nýtur vinsælda meðal Pírata, er að leggja af kvótakerfið!

Nú skulum við ímynda okkur, að tiltekin réttlætis-sjónarmið verði ofan á í kjölfarið.

  1. Að áhersla verði á að dreifa kvóta sem víðast um byggðir landsins meðfram sjó, m.ö.o. - byggðastefnuleg sjónarmið verði ofan á.
  2. Síðan grunar mig að andstaða við stór útgerðarfyrirtæki sé algeng meðal Pírata, þannig að samtímis getur verið, að sú afstaða ráði ferð -- að dreifa kvótanum á sem flesta smáa aðila og mögulegt er.

__Vandi við slíka stefnu, er að hún getur einmitt - verið ranglát frá öðrum sjónarmiðum.

  1. En kostnaður við útgerð að sjálfsögðu vex, ef aflanum er dreift á fleiri aðila. Án þess að auknar tekjur bersýnilega komi á móti.
    --Sem þíðir, að nettó afrakstur af útveginum þá minnkar, þar með tekjur ríkisins af honum.
  2. Væntanlega vex kostnaður einnig við vinnslu, þ.s. slík stefna væntanlega einnig hefði þá afleiðingu, að dreifa aflanum milli fleiri og smærri aðila.
    **Þannig væri stærðarhagkvæmni tekin út, og smáum minna hagkvæmum aðilum, mundi fjölga.
    --Þessi þáttur mundi einnig draga úr nettó afrakstri af sjávarútvegi, þar með tekjum ríkisins.

Byggða-samfélagsleg sjónarmið, útfærð með þessum hætti.
Með því að draga út skatttekjum ríkisins af sjávarútvegi og vinnslu, mundu augljóslega ógna margvíslegum öðrum félagslegum markmiðum -- er vinstri stjórn væri líkleg að vilja halda fram.

  • T.d. þeim markmiðum, að auka félagslegan stuðning við fólk í lægri tekjum, eða verja auknug fé til menntamála, eða auknu fé til heilbrigðismála.
  • Í þeim skilningi, gæti ofangreind stefnumörkun -- leitt til ranglætis.

 

Annað sem er vinsælt meðal Pírata, er svokölluð -- útboðsleið!

Vandi við stefnu Pírata þar, er að -- markmið takast á.

  1. En togstreita er milli aðila, sem vilja -- auka tekjur ríkisins af sjávarútvegi.
  2. Og þeirra sem vilja, dreifa aflanum sem mest og sem víðast.

__Þau markmið útiloka hvort annað!
__Svo skiptir auðvitað mjög miklu máli, til hversu langs tíma boðið væri upp á kvóta.

  • En meðal Pírata, er vinsælt að -- kvóti væri boðinn út til 1-árs í senn!

__En það er að sjálfsögðu, ósamrýmanlegt markmiðinu -- að hámarka afrakstur auðlyndarinnar.

Einna helst virðast þeir hrifnir af skammtíma leigu -- er vilja dreifa aflanum sem víðast, og vilja einnig að útgerðaraðilar séu sem flestir og sem smæstir.

  1. Það getur ekki nokkur vafi verið á því, að stóru útgerðarfyrirtækin, yrðu nær öll gjaldþrota á skömmum tíma, ef sú stefna væri tekin upp.
    --Að bjóða upp allan afla, en þá einungis til 1-árs í senn.
  2. Aftur á móti, ef menn vilja að uppboðsleið skapi hámörkun tekna ríkisins. Þá þarf að bjóða upp á kvóta - til nægilega langs tíma, til þess að lánskjör útgerðarinnar haldis viðráðanleg, svo að áfram verði unnt að fjárfesta í endurnýjun tækja.
    -- 20 ár í senn, tel ég ná slíku markmiði fram!

Ég held að mjög ósennilegt væri að meðal Pírata munsdi geta náðst sátt um útboð til svo langs tíma!

 

Af við gefum okkur að útboðsleið verði ofan á, og einungis afli boðinn til 1-árs í senn!

  1. Þá mundi það hafa þveröfug áhrif, að minnka verulega afrakstur þjóðarbúsins af sjávarauðlyndinni.
    --Þar með draga úr tekjum ríksins, sem mundi draga út getu ríkisstjórnarinnar, til að mæta öðrum félagslegum marmkiðum sínum.
  2. Það sem þarf að hafa í huga, er að lánskjör útgerðarfyrirtækja verða því óhagstæðari, sem óvissan um framtíðartekjur þeirra, vex.
    --Sama lögmál og á við um einstaklinga!**Ef t.d. viðkomandi hefur einungis öruggar tekjur 1-ár fram í tímann, þá er enginn að lána viðkomandi til lengri tíma en það.
    Augljóslega gætu einstaklingar þá ekki fjármagnað húsnæðiskaup.
    **Þetta virkar alveg eins fyrir útgerðir, að öruggar tekjur einungis 1-ár fram í tímann, mundu nær algerlega útiloka að mögulegt væri að fjármagna endurnýjun skipa og annars búnaðar.
  3. Ef menn íhuga rétta lengd -- útboðs samninga!
    Þá þarf að hafa þetta í huga, að því lengri sem samningur í boði er, því hagstæðari geta lánskjör útvegsfyrirtækja orðið - því lægri lántökukostnaður.
    --Þá auðvitað skapast svigrúm fyrir endurnýjun tækja, og auðvitað - hagnað.
    **Þarna verða menn að ákveða sig <--> Hvaða markmið að ráða, þ.e. að auka afraksturinn af auðlyndinni, eða stuðla að því þveröfuga - þá þess í stað að fókusa á einhver önnur markmið.
  4. Síðan að auki, þarf að hafa það í huga -- að útgerðir í dag flestar hverjar, selja sinn fisk fyrirfram. Það er, eru með langtíma samninga þar sem - tryggð afhending á fiski hefur verið boðin í staðinn fyrir betri verð. Kaupendur verið tilbúnir til þess að borga meira, gegn öruggri afhendingu fram í tímann.
    --Augljóslega geta fyrirtæki ekki boðið örugga afhendingu mörg ár, ef útboð væru einungis til 1-árs í senn.
    --Þá auðvitað, tapast þeir samningar er tryggja hærri verð - gegnt öruggri afhendingu árafjöld fram í tímann.
    --Þá auðvitað, minnkar afraksturinn af auðlyndinni, einnig vegna -- lækkunar fiskverðs. **Ef sú stefna yrði ofan á, að kvóti væri einungis til 1-árs í senn.
  5. Í þessu tilviki á svipað við, að því fleiri ár fram í tímann, sem útgerð getur boðið kaupendum örugga afhendingu --> Því hærri verð.
    Þannig að aftur <--> Verða menn að ákveða sig, hvaða markmið á að ráða - þ.e. aukning afraksturs af auðlynd <--> Eða að ákvörðun er tekin er leiðir til minnkaðs afraksturs meðan að einhverjum öðrum markmiðum er sinnt.

Umræðan meðal Pírata hefur mér virst afar neikvæð gagnvart sjávarútvegnum, sérstaklega útgerðinni.
Nánast eins og að fjölmargir meðlimir þess flokks, beinlínis vilji stærri útgerðarfyrirtæki, feig.

  1. Það markmið að drepa stærri fyrirtækin, næst sjálfsagt -- ef kvóti væri til 1-árs í senn --> Þá auðvitað væri unnt, að endurdreifa kvótanum til fjölda smárra aðila, ef það væri vilji stjórnarinnar.
  2. En þá í staðinn, mundu nettó tekjur af sjávarútveg minnka þ.e. kostnaður vaxa samtímis og tekjur minnka -- þar með tekjur ríkisins einnig.
  3. Höfum að auki í huga, að gjaldþrot stærri útgerðaraðila væri stórt högg fyrir bankakerfið -- þannig að langt í frá útilokað væri, að stefnan mundi þá hugsanlega skapa fjármálakrísu innan Íslands.
    --Ríkið gæti neyðst til að koma bönkunum til aðstoðar!
  • Því má ekki gleyma, að kjör allra Íslendinga skerðast ef afraksturinn af sjávarauðlyndinni, skerðist umtalsvert!

 

Niðurstaða

Mig grunar að átök um stefnuna í sjávarútvegi geti átt eftir að reynast ákaflega hörð -- ef vinstri stjórn Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar - tekur við eftir kosningar.
En meðan að mér virðist Píratar afar harkalega andstæðir sjávarútvegi eins og hann er stundaður í dag -- þá virðist mér meira að segja VG ekki nærri eins neikvæður gagnvart núverandi fyrirkomulagi, og enn síður Samfylking.

Átök gætu orðið milli flokkanna um það -- hvaða markmið ættu að verða ofan á, ef og þegar auðlyndastefnan í sjávarútvegi væri endurskoðuð. En ég er nokkuð viss, að Samfylking mundi vilja að stefna um uppboðsleið - mundi leiða til aukins afraksturs.

Meðan að mig grunar sterklega, að meira fylgi sé hjá Pírötum við það markmið, að drepa stóru útgerðarfyrirtækin - og síðan reka sjávarauðlyndina skv. félagslegum markmiðum, í stað marmkiða ætlað að stuðla að hámörkun afraksturs.
___________

En stefna sem mundi valda því að afrakstur samfélagsins af sjávarauðlyndinni skreppur verulega saman -- mundi samtímis augljóslega skaða önnur félagsleg markmið þau sem ríkisstjórnin gæti viljað halda á lofti, sbr. að minnka fátækt, setja aukið fé til menntamála, og aukið fé til heilbrigðismál - svo eitthvað sé nefnt.

  • Það mundi auðvitað ekki stuðla að vinsældum stjórnarinnar, að lækka kjör almennings.

 

Kv.


Virðist algerlega ljóst að aldrei nokkru sinni verði af lagningu raforku sæstrengs milli Bretlands og Íslands

Ég held að útkoma nákvæmrar greiningar á kostum og göllum verkefnisins, leiði þá útkomu fram án nokkurs minnsta raunverulegs vafa - að algerlega sé ljóst að aldrei verði nokkru sinni af þessu.

Sæstrengur til Evrópu – skýrsla verkefnisstjórnar

  1. Verkefnið ber sig ekki, nema að bresk stjórnvöld samþykki að styrkja við það.
  2. Áætlaður kostnaður - 800ma.kr. eða milli 1/3-1/4 af landsframleiðslu Íslands.
    --En ég held að öruggt sé að líkur séu á að kostnaður verði hærri, vegna fjölda óvissu þátta.
  3. Raforkuþörf verkefnisins væri 1.459MW, sbr. Kárahnjkúkavirkjun er 690MW.
  4. Raforkuverð til almennings yrði milli 5-10% hærra.
    --Orkuverð atvinnulífs hækkar um 2,1 - 4,2ma.kr./ár.
  5. Áætluð aukning landsframleiðslu 1,2 - 1,6%.
  6. Mundi uppfylla um 2% af raforkuþörf Bretlands.

Ég held að það hafi komið nægilega í ljós á kjörtímabilinu 2009-2013, þegar rætt var um drauma um 3-risaálver, sem hefðu þurft einnig gríðarlega umfangsmiklar virkjanir.

Að andstaða innan lands sé slík gagnvart risastórum virkjanaframkvæmdum, að óraunhæft sé að slíkt verkefni séu -- pólitískt séð mögulegt.

  • Þó hefðu þær virkjanir - ekki hækkað raforkuverð til landsmanna.
  • Eða stuðlað að hækkun raforkuverð alls atvinnulífs starfand á Íslandi.

Vandamálið er að sjálfsögðu sú raun tekjuskerðing, sem felst í þessu fyrir almenning.
Bæði beint í gegnum hækkun raorkuverðs heimila -- og óbeint, en fyrirtæki munu þurfa að mæta raforkuverðs hækkun með því að skera niður kostnað; sennilega að það bitni á launum eða starfsmannahaldi, eða bil beggja.

  1. Í dag er ferðamennska orðin sú atvinnugrein sem mestu fjármagni skilar inn í landið.
  2. Erfitt er að sjá að sú atvinnugrein, mundi bregðast við með öðrum hætti, en andstöðu við stórfelldar framkvæmdir - hvort sem þær væru í virkjunum á hálendinu eða umfangsmiklum línulagningum um hálendið.
  3. Þar sem ferðamennskan hefur aukist mjög mikið sl. 6 ár, eða síðan rætt var um risaálverin 3-þá hafa pólitísk ítök hennar sama skapi vaxið.
  • Ég held að klárt sé, að líkur á að samstaða geti myndast um slíkar risaframkvæmdir hér innanlands - á næstu misserum.
  • Sé verulega mikið minni - þar af leiðandi, en fyrir 6-árum, og þó reyndist það ómögulegt fyrir 6 árum.


Síðan er svo augljóst að auki að vafasamt er að verkefnið borgi sig yfir höfuð!

En vegna þess að rafstrengur hefur aldrei verið lagður á svo miklu dýpi - einnig ekki svo langa vegalengd.
Þá hljóti tæknileg óvissa vera umtalsverð.
Ekki síst, veruleg óvissa um raunverulegan kostnað við lagningu, og viðhald slíks strengs.

Gríðarleg óvissa að sjálfsögðu væri einnig um kostnað hér innanlands, vegna þess m.a. að mikil óvissa augljóslega er um það -- hvernig pólitísk andstaða mundi hafa áhrif á skilvirkni virkjana, og kostnað við lagningu lína.

  • En t.d. er auðvelt að minnka skilvirkni virkjunar, t.d. ef stíflan er lægri en til stendur, vegna kröfu um minna lón.
  • Eða að krafa er gerð um, umfangsminni miðlanir á vatni.
  • Að auk gæti það vel verið, að gufuvirkjanir fengu ekki eins mikið frelsi til borana, og til stendur -- eða að svæði væru friðuð að hluta, sem áætlað væri að virkjun þyrfti á að halda.

Ef strengir eru verulega mikið -- neðanjarðar að kröfu sveitafélaga og almennings í sveitafélögum, þá auðvitað vex mjög verulega kostnaður við lagningu.

Það má auðvitað reikna með umtalsverðum töfum á mörgum stigum framkvæmda -- vegna mótmæla.

Niðurstaða

Hún er afar einföld, að ég er næsta öruggur á því, að enginn raunverulegur pólitískur vilji sé til staðar á Íslandi, að taka þau óskaplegu samfélagslegu átök er mundu hefjast, ef gerð væri tilraun til að koma þessari gígantísku framkvæmd á koppinn.

Réttast væri að jarða þessar hugmyndir að fullu og öllu.

 

Kv.


Það væri einkar óviðeigandi ef íslensk stjórnvöld færu að skipta sér af málefnum þeim sem tilheyra stjórnvöldum Bretlands!

Þorsteinn Pálsson hefur skrifað 2-pistla þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að skipa sér í raðir stjórnvalda sem hafa tjáð sína eindregnu skoðun á því - hvað þau telja að Bretland skuli gera þegar kemur að BREXIT:

Ísland á að fylgja Norðurlöndum

Þeir unnu kosningarnar en hafa týnt röksemdunum

Þorsteinn setur þetta þannig fram - að það séu 2-lið, þ.e. ábyrgð lönd sem mælast eindregið fyrir því að Bretland hætti við Brexit, og einhver ónefnd önnur lönd sem séu óábyrg.

  1. Með því að setja einungis fram 2-valkosti.
  2. Þá lítur hann hjá 3-valkostinum.
  • Sem sé sá, að sína Bretum þá kurteisi, að vera ekki að skipta sér af!

Mín persónulega skoðun á BREXIT -- t.d. er ekki fyrir hendi, þ.e. mér er slétt sama hvort að BRETLAND yfirgefur ESB, eða ekki!

Augljóslega hefur Þorsteinn Pálsson sterka skoðun á BREXIT, þ.e. hann er eindregið andvígur BREXIT.

  • Mín skoðun er einföld -- að þetta sé ákvörðun Breta eingöngu.
    --Enginn annar eigi með réttu að skipta sér af þeirri grundvallarákvörðun.

 

Það sem mér finnst áhugavert við orð Þorsteins er eftirfarandi!

"Ætla þeir að skipa Íslandi í fylkingu með þeim sem vilja nota úrslitin í Bretlandi til að fá fleiri ríki til að yfirgefa innri markaðinn og stuðla að upplausn Evrópusambandsins? Eða er ríkisstjórnin fús til að standa með þeim hófsömu og ábyrgu öflum í Evrópu sem ætla að standa vörð um innri markaðinn og um leið Evrópusambandið?"

  1. En þetta er í fyrsta sinn sem ég sé hann tala með þeim hætti - að skín í gegn, að hann óttast að upplausn ESB geti verið yfirvofandi.
  2. Og kannski er það einmitt ótti við slíka útkomu, sem hefur rekið nokkrar ríkisstjórnir í Evrópulöndum -- til að hefja upp raust sína.

Málið með mig -- að ég er einnig hlutlaus gagnvart tilvist ESB.
--Það er, mín vegna má það vera til, en mín vegna má það einnig farast!

En augljóslega er Þorsteinn það ekki :)

  1. Málið með þessa afstöðu mína er það --> Að mitt megið prinsipp er, sjálfsákvörðunarréttur þjóða!
  2. Sem þíðir það, að ég virði frjálsar ákvarðanir sem þjóðir taka um sína framtíð -- hver sem sú ákvörðun er.
    --M.ö.o. að ef þjóð sannarlega tekur frjálsa ákvörðun um ESB aðild, virði ég það!
    --Sem þíðir, að það þveröfuga einnig gildir, að ef þjóð neitar aðild, eða í þessu tilviki, vill fara út -- þá einnig virði ég það!

_______Þetta er auðvitað hvers vegna, ég hef brugðist svo harkalega við afskiptum Rússlands að málefnum Úkraínu --> Þ.e. tilraunum Pútíns að ákveða framtíð þess lands, gegn augljósum vilja meirihluta íbúa þess lands, um annað!
--Mér er algerlega sama hvort að draumur Úkraínumanna sé um ESB aðild, einhverntíma í framtíðinni --> Fyrir mér eigi alltaf að virða frjálsan vilja þjóðar!

  • Þ.e. engin tvískinnungur hjá mér þegar kemur að Krím-skaga, því að kosningin sem þar fór fram --> Var ekki lýðræðisleg! Heldur með, sovéskri aðferð!
    --Þannig að sú kosning geti ekki talist réttmæt mæling á vilja íbúa þar!
    --Sá vilji verði að teljast, óþekktur!
    *Einhverjar skoðanakannanir, gerðar án þess að íbúar hafi tækifæri á að fá að vita sannleikann, séu einskis virði.*
    --Það mætti hugsa sér að þar færu fram nýjar kosningar -- með lýðræðislegri aðferð, þ.s. tryggt væri að íbúar væru nægilega upplýstir um allar hliðar málsins --> Í stað þess sem var, að - að þeim var ýtt einhliða heilaþvotti, skipulögð lygaherferð.


Niðurstaða

Ég vona að stjórnvöld Íslands haldi áfram að sleppa afskiptum af ákvörðun Bretlands um sína framtíð. Sýni þannig rétti Bretlands, og bresku þjóðarinnar - til að taka ákvörðun um sína framtíð - fulla tilhlýðilega virðingu.

Jafnvel þó það megi halda því fram að það geti verið betra út frá hagsmunum Íslands, að Bretland haldi sér innan ESB -- þá væru afskipti af því tagi sem Þorsteinn Pálsson hvetur til að mínu mati - fullkomlega óviðeigandi.

 

Kv.


Taugaveiklunarkennd umræða um útlendingalög

Las yfir þau ákvæði sem eru gagnrýnd -- sé eiginlega ekkert að þeim: Útlendingalög.
Það sem menn fetta fingur út í - er réttur sem lögin veita þeim sem veitt er dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða fær svokallaða "alþjóðalega-vernd" að fá dvalarleyfi fyrir sína nánustu ættingja -- sbr. börn innan v. 18 ára, eiginkonu/eiginmann - eftirlifandi forelda.

Tal um að hingað verði stjórnlaust flæði af þessa völdum, virðist mér lýsa háu stigi - taugaveiklunar.

Eiginlega krystallast þessi taugaveiklun afar vel í áhugaveðri teikningu sem vakið hefur athygli - sjá frekar taugaveiklunarkennda umfjöllun Eyjunnar: Teiknari Morgunblaðsins sagður stjórnast af mannfyrirlitningu.

  • Ég hef að sjálfsögðu ekkert að athuga við rétt teiknara Mbl. að teikna það hvað sem honum sýnist, eða telur að í okkar samfélagi --> En þá á móti má hann reikna með gagnrýni, þegar hann sjálfur er gagnrýninn!
    --Ef hann hallar að einhverju leiti réttu máli - má að sjálfsögðu gagnrýna það á móti.

Vek athygli á texta myndarinnar þ.s. íjað er að mikilli fjölgun flóttamanna!

helgi sig_skopmynd_forsíða

Eiginlega sé ég ekki að viðkomandi hafi nokkuð hið minnsta fyrir sér í þessu!
Að það ákvæði að börn viðkomandi megi dvelja með honum eða henni, eiginmaður eða eiginkona og hugsanlega aldrað foreldri --> Geti skapað alvarlega ógn við Ísland.
--Eins og taugaveiklunarkennt tal manna heldur á lofti.
**Verð ég að kalla taugaveiklun er jaðrar við - ofsóknarbrjálæði.

Þetta sé svo víðsfjarri því að vera sennilegt!

  1. Tek fram að ég er ekki að verja aðgerð tiltekins prests, sem hindraði brottvísun erlends einstaklings, eftir að viðkomandi hafði - löglega verið vísað úr landi.
  2. Einfaldlega að benda á þessa vægt sagt sérkennilegu túlkun teiknarans, Helga Sigurðssonar, á útlendingalögum -- sem mér virðist fullkomlega úr öllu röksamhengi.


Þessi umræða tónar við svipaða taugaveiklunarkennda umræðu frá Evrópu - þ.s. t.d. haldið er fram staðhæfingum sem gjarnan standast ekki tölfræðilega greiningu!

  1. Rétt að árétta það, að meðalfjöldi Múslima í V-Evrópu er á bilinu 6-7% af heildarmannfjölda.
  2. Nú, ef þeir hafa hneigð til að safnast saman í tilteknum borgarhverfum, þá á móti þíðir það væntanlega að -- mjög fáir eru þá í þeim hverfum þ.s. þeir safnast ekki saman.
  • Íbúafjöldi V-Evr. á bilinu 500-600 milljón.

Hver og einn ætti að sjá það, að þó að aðstreymi væri 2-milljónir per ár, þá væru það 200 milljón á 100 árum.
--Sem klárlega dugar samt ekki til þess að Múslimar mundu verða meirihluti.

  • Augljóslega er það þá ekki rétt - að þeir geti náð meirihluta á örfáum áratugum.

____Það sem mig grunar, er að þessi taugaveiklunarkennda umræða, sé fyrst og femst - pólitísk.

M.ö.o. að tilgangurinn sé að skapa -- ótta innan samfélagsins.
Til þess að afla samtökum sem standa fyrir umræðu til að skapa þann ótta!
--Aukins fylgis og áhrifa innan samfélagsins.

  1. Það sé sennilegur tilgangur taugaveiklunarkenndrar umræðu á Íslandi um Útlendingalög, algerlega sjáanlega úr takti við raunverulegt tilefni.
  2. Að skapa ótta innan samfélagsins, eða a.m.k. einhvers hluta þess -- í von um að geta fiskað einhver atkvæði nk. haust.
    --En þ.e. örugglega ekki tilviljun að þessi umræða kemur nú fram, þegar fáir mánuðir eru til Alþingiskosninga nk. haust.

--Sjálfsagt vonast menn til að flokkur sem boðar andúð gagnvart flóttafólki og aðkomufólki, sérstaklega ef þeir eru Múslimar --> Geti fiskað einhver atkvæði nk. haust.

 

Ég vara þessa hópa við því að -- hjálpa Íslamista hryðjuverkamönnum við sína iðju!

Það er nefnilega það kaldhæðna í þessu öllu -- að markmið hryðjuverkamanna Íslamista - og hópa sem boða útlendinga-andúð, sérstaklega ef um eru að ræða Múslima.
--Fara nefnilega að hluta til saman!

  1. Íslamistum nefnilega hentar það mjög vel, ef andúð gegn Múslimum vex í Evrópu -- því í fullri kaldhæðni, þá þjónar það einmitt þeirra markmiðum að sú andúð vaxi.
    --Þar með aðstoða andstöðuhópar við Múslima -án þess að ætla sér það- hættulega Íslamista við sitt verk, þegar þeir hópar fyrir sitt leiti, boða andstöðu og andúð við Múslima almennt.
  2. En hættulegir Íslamistar -- vilja magna sem allra mest, gagnkvæmt hatur milli Kristinna samfélaga og Múslima, sem og annarra V-Evrópumanna og Múslima.
    --Því það þjónar því markmiði þeirra -- að efla sem mest áhrif þeirra samtaka, þ.e. stuðla að fjölgun hryðjuverkamanna!
  3. Þetta þíðir, að V-evr. hópar, sem og kristnir hópar, sem í misskildri sókn í því að verja sín samfélög; hvetja til útbreiðslu andúðar á Múslimum í Evrópu --> Þar með aðstoða -án þess að líklega ætla sér það- hættuleg íslamista hryðjuverkasamtök við það markmið þeirra samtaka, að fjölga hættulegum Múslima hryðjuverkamönnum í Evrópu.
  • Ég er m.ö.o. að segja að mikilvægir þættir baráttu V-evr. hópa, sem stuðla að aukinni andúð á múslimum --> Hafi nær fullkomlega þveröfug áhrif miðað við þeirra ætlan.
  • Eða m.ö.o. að þeirra barátta -- sé óskynsöm!

Það sem vekur athygli við samfélög aðkomufólks í Evrópu -- er atvinnuleysi sem er mun hærra en meðaltal í Evrópu; sem er þó hátt fyrir.
Það bendir til þess að aðgengi að vinnu sé erfiðara -- sem er ekki sögulega óvenjulegt.
Aðkomufólkið er einnig fátækara en meðaltalið -- sem einnig er sögulega séð venjulegt.
Og ekki síst, glæpatíðni ívið hærri en meðaltal -- það einnig er dæmigert sögulega séð fyrir hópa aðkomufólks.

En mannkynssaga sl. 150 ára, færir okkur ítrekað svipaða sögu -- þ.e. hópar aðkomumanna, eiga framan af erfiðar uppdráttar en meðaltal íbúa -- því fylgir meiri fátækt en meðaltal íbúa -- og það ásamt atvinnuleysi umfram meðtaltal leiðir til hærri glæpatíðni en meðaltal.

En rannsóknir á aðkomuhópum í gegnum áratugi -- bendir til þess að það sé verra aðgengi að vinnu og sú tiltölulega fátækt sem það leiðir til --> Er leiðir fram hærri glæpatíðni hópa aðkomufólks en er dæmigert fyrir meðaltal íbúa lands, sem hefur fjölmenna hópa aðkomufólks.

  1. Hryðjuverkahópar geta notfært sér slíkar aðstæður - þ.e. meiri fátækt, meira atvinnuleysi --> Til að efla andúð meðal slíkra hópa á samfélaginu þar sem þeir dvelja.
  2. Þ.e. alltaf möguleiki á að einhver hluti láti glepjast til fylgilags!

___Til þess að draga úr getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks!

  1. Þarf þvert á móti að efla tengingu þess fólks við samfélagið þ.s. það býr.
  2. Stuðla að því að það fólk fái vinnu ca. til jafns við heimafólk -- svo sú hugmynd að samfélagið sé þeim andvígt, verði ekki til staðar.
  3. Og tryggja almennt séð séu borgararéttindi þeirra hin sömu og annarra.

En einmitt þessi þættir -- draga út getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks.
Og þar með stuðla að lágmörkun fjölda hættulegra hryðjuverkamanna -- sem spretta fram meðal aðkomufólks er dvelur í V-Evr.

 

Niðurstaða

Málið er að það versta sem samfélög Evrópu geta gert, ef markmiðið er að stuðla að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna. Er að stuðla að aukinni - andúð á trúarminnihlutahópum innan Evrópu.
Sú hugmynd svokallaðra baráttuhópa gegn Múslimum innan Evrópu, að efling andúðar á Múslimum í almennum skilningi -- stuðli að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna; sé sbr. útskýringar, fullkomlega röng!
Þvert á móti, þá hjálpi slíkir hópar hryðjuverkamönnum við sitt verk, þ.e. stuðla að fjölgun hættulegra hryðjuverkamanna!

Því það sé einmitt sjálft hatrið -- sem býr til hryðjuverkamenn!

Þannig að með því að aðstoða hryðjuverkamenn við það verk að styrkja við útbreiðslu haturs milli Múslima er búa í Evrópu - og annarra íbúa Evrópu.
Þá þvert á móti að aðstoða við fækkun hryðjuverkamanna, þá aðstoða þeir hópar við fjölgun þeirra -- þannig að þeir þar með hjálpa hryðjuverkahópunum við sitt verk.

M.ö.o. að barátta hópa sem telja sig verja evr. og Vestræn samfélög gegn hryðjuverkamönnum, með eflingu andúðar á múslimum - sé þar af leiðandi, óskynsöm!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband