Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Róbótaskatt? Athygli vakti er Bill Gates tók undir slíka hugmynd

Eitt sem menn eru farnir að velta fyrir sér - er hvaða áhrif róbótvæðing hefur á skattstofna ríkisins.
En tekjuskattar eru ein megin stoð skattkerfisins í flestum löndum í dag. Sem heldur síðan uppi því velferðarkerfi sem tíðkast í dag í flestum þróaðri löndum.

  1. En róbótvæðing í sífellt fleiri starfsgreinar, bersýnilega fækkar í framtíðinni þeim sem starfa vítt og breitt.
  2. Sem væntanlega þíðir, eftir því sem færri hafa vinnu, þá minnkar innkoma ríkisins af tekjusköttum á laun.

--Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar í framtíðinni, fyrir félagslegt stuðningskerfi, en ekki síður fyrir aðra þætti, sbr. skólakerfi sem haldið er uppi af ríkisvaldinu og ekki síður heilbrigðiskerfi.

Ein möguleg útkoma er sú; að það verði stöðug þróun til vaxandi - félagslegs óréttlætis.
Þ.e. atvinnuleysi vaxi - skattstofnar ríkisins dvíni.
Þar af leiðandi, verði félagslegur stuðningur fyrir höggi, samtímis og atvinnuleysi vex.

--Augljóslega mundi slík útkoma, leiða fram samfélags átök.
--Sem og vaxandi stuðning við, pólitískar öfgar.

Bill Gates Says Robots Should Be Taxed Like Workers

The robot that takes your job should pay taxes, says Bill Gates

 

Málið er að róbótar taka ekki endilega bara yfir framleiðslustörf!

En gagnrýnin á róbótskatt hugmyndir - snýst helst um það, að ef róbótar eru skattlagðir -- fari framleiðslan þangað þ.s. róbótar eru ekki skattlagðir.
--Eiginlega klassíska röksemdin, að fyrirtækin leiti í lágskattaumhverfi.
Já og Nei.

  1. En málið er, að líklega verða einnig mörg einföld skrifstofustörf - róbótvædd.
  2. Og að auki mikill fjöldi einfaldra afgreiðslustarfa, sbr. er ekkert tæknilega ómögulegt við að sjoppu-afgreiðsla verði róbótvædd t.d., og einnig afgreiðsla á skyndibitafæði, jafnvel afgreiðsla í fatabúðum -- eða í bönkum, o.s.frv.
  3. Störf við þrif, virðast einnig líkleg að á endanum verða róbótvædd.

En það má væntanlega tala um -- það verði öldur "waves" af róbótvæðingu.
--Framleiðslustörfin fari fyrst - síðan komi næstu öldur róbótvæðingar smám saman inn.

  • Þá erum við að kannski tala um -- útrýmingu nánast allra "low skill" starfa.
  1. Augljóslega fer skyndibita-afgreiðslan ekki til lágskattalands, eða fatabúðin, o.s.frv.
  2. Ef róbótar yrðu skattlagðir.

 

Slík skattlagning rökrétt breytir markaðsforsendum!

Að róbótvæða verður dýrara en ella -- gagnrýnin er þá á þá leið, að skattlagningin minnki skilvirkni.
--En á móti, mundi hún skila tvennu!

  1. Ríkið fær skatta, til að áfram viðhalda velferðarkerfum.
  2. Einhver tilvik verða þ.s. skattur hindrar að róbótar taki yfir störf.

--Málið er að fjöldi skatta, breyta markaðsforsendum.
En það getur einfaldlega einnig verið vísvitandi markmið a.m.k. að hluta.
Að nota skattlagningu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja.

  • Pólitíkin hefur alveg rétt til að taka þess konar ákvarðanir.
  • Ef víðtækur stuðningur er fyrir því.

En þ.e. grundvöllur lýðræðis fyrirkomulags, að á endanum ræður samfélagið útkomunni.

 

Niðurstaða

Það er hvað maður saknar í þjóðfélagsgagnrýni t.d. Donald Trumps - og Trumpista. Að þeir fókusi á hina raunverulegu ógn við störf.
--Sem að sjálfsögðu er sú róbótvæðing sem er í farvatninu heiminn vítt.

En hún mun hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélög manna.
Setja meira eða minna allt á annan enda!
--Rökrétt mun því fylgja eins umfangsmikil samfélags átök a.m.k. og urðu þegar iðnvæðingin sjálf hófst og fór að umbylta öllum samfélagsháttum.

En hin stóru samfélagsátök 20. aldar, má öll kalla -- hliðarverkan iðnvæðingar.
--Vísa til kommúnisma bylgjunnar og öll þau átök er þá fóru af stað og voru hnattræn.

  • Róbótbylgjan - ef hún skellur yfir, án þess að vörnum væri við komið!
    --Gæti hrint af stað, fullt eins varasamri samfélags-uppreisn.

 

Kv.


Geta Almannavarnir Íslands ráðið við Kötlugos -- í ljósi gríðarlegs fjölda ferðamanna?

Ég set þetta fram sem opna spurningu!
Við vinnufélagarnir höfum rætt þetta innan okkar hóps, og enginn okkar hefur svar við þessu.
En punkturinn sem ég hef í huga, er hin gríðarlega fjölgun ferðamanna undanfarin ár.

  1. En 2017 gæti fjöldi ferðamanna farið rýflega yfir 2 milljónir.
  2. Í júlí 2017, er alveg hugsanlegt að fjöldi ferðamanna á landinu, gæti verið nærri - milljón.
  3. Þar af gætu nokkur hundruð þúsund verið á landinu - sunnanverðu.
  • Maður getur vel séð fyrir sér, að yfir 200þ. væru á svæðinu á Suðurlandi, þar sem stórhætta getur skyndilega orðið - ef Katla fer að gjósa.

Það eru þessar tölur sem ég hef í huga!
Er ég varpa því fram - hvort Almannavarnir mundu ráða við vandamálið?

http://cdn1.cdnme.se/cdn/6-2/157010/images/2010/katla2_82510876.jpg

Flestir vita geri ég ráð fyrir að Kötlugosi fylgir gríðarlegt hamfarahlaup úr Mýrdalsjöki!

Það er - bráðahættan, að loka þarf söndunum Sunnan við - um leið og gosórói hefst.
Svo þarf að tæma svæðið með hraði, koma ferðamönnum sem íbúum á brott - það er auðvitað þessi mikli fjöldi er getur verið til staðar, sem getur flækt málið, og valdið því að erfitt geti verið að tryggja fullkomna tæmingu í tæka tíð.

Síðan er það -- öskugosið.

  • Við erum að tala líklega um miklu stærra gos - en Eyjafjallajökulsgosið.
  1. Það gætu verið milljón manns á landinu.
  2. Keflavík - gæti lokast.

Það mundi fara eftir vindátt, í hvaða átt öskuskýið berst.

  1. Síðan gæti annað gerst, að þó Keflavík sé ekki lokuð.
  2. Að eins og í Eyjafjallajökulsgosinu, sé ekki hægt að fljúga frá Íslandi til Evrópu.
  • Við gætum því verið með -- hundruðir þúsunda strandaglópa.

Að klára peningana sína - sem þyrftu aðstoð, af þessa völdum.
Fyrir utan að ferðamennirnir - eðlilega eru ekki hugarfarslega undirbúnir fyrir, öskufall.

--Það gæti verið mikið um -- áfallastreyturöskun.
--Og þörf fyrir, áfallahjálp - umfram þ.s. Ísland hefur tekist á við fram til þessa.

Spurning um áhrif á framtíða ferðamennsku - en Ísland hefur verið í tísku, ef hundruðir þúsunda ferðamanna fara frá Íslandi --> Haldnir áfallastreyturöskun, gæti það alveg skaðað ferðamennskuna.

  • Ef Ísland fær á sig orðspor, að vera hættulegt land?

En orðspor fer gjarnan frekar eftir - upplifun, en nákvæmum staðreyndum máls!

 

Niðurstaða

Ef einhver þekkir til um það, að hvaða leiti viðbúnaður Almannavarna hefur verið uppfærður í ljósi gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna -- væri ágætt að sá eða sú, mundi koma með innlit.
En hin gríðarlega hraða fjölgun, gæti alveg verið umfram þá uppbyggingu sem er til staðar.
Á við, að viðbúnaður hafi ekki náð að fylgja þessari miklu fjölgun.

En væntanlega þarf að - skala upp viðbúnað í ljósi gríðarlegrar fjölgunar fólks sem getur verið til staðar á landinu, næst þegar Katla gýs.
--Það gæti vel gerst nk. sumar - um hábjargræðistímann.
En síð sumars er kannski ekki ósennilegt, en snjóbráð léttir fargi af jöklum og gæti aukið líkur á tímasetningu goss í júlí eða ágúst nk.

Þá gætu öll met um fjölda fólks á landinu verið að falla á sama tíma.
--M.ö.o. nokkurs konar fullkominn stormur fyrir okkar - Almannavarnir.

 

Kv.


Trump virðist hafa hætt við að ögra Kína með Tævan eða deilum um S-Kína-haf, segist nú styðja "Eitt Kína" stefnuna!

Þetta er sennilega merkilegasta frétt vikunnar!
-En rétt fyrir embættistöku Trumps og fyrstu dagana á eftir - var hávær umræða á þann veg úr röðum hópsins í kringum Trump, að viðkvæmni Kína gagnvart málefnum Tævan -- gæti verið hentug hótun í því skyni að þvinga hugsanlega Kína til eftirgjafar á öðrum vettvangi.
-Það var einnig hávær umræða á þann veg, að það þyrfti að mæta Kína með ákveðnum hætti á S-Kína hafi, stöðva uppbyggingu herstöðva Kína þar og notkun Kína á þeim hersvtöðum þar sem Kína þegar hefur reist, auk þess að sýna Kína fram á að Kína ætti ekki roð í bandaríska flotann!
-Með í för var hávær umræða - um vaxandi hættu af Kína, hratt vaxandi herstyrk Kína - meintan eða raunveruleg ógn frá Kína fyrir bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu - o.s.frv.

Valdi þessa samsettu mynd - er sýnir Trump og Xi ánægða með lífið og tilveruna!

https://www.hongkongfp.com/wp-content/uploads/2016/11/POWERPNT_2016-11-14_16-53-49.png

En nú er eins og Trump hafi fallið frá því að sækja að Kína með þessum hætti!

  1. Þetta er mikilvægt, því hótun um - stuðning við hugsanlega sjálfstæðisyfirlýsingu Tævan, hefði án nokkurs vafa, þegar í stað - ræst nýtt Kalt-stríð.
    --Tævan málið hefði einnig getað startað öryggiskrísu, eins hættulegri og Kúpu deilunni.
  2. Varðandi S-Kína-haf, að ef Bandaríkin hefðu mætt þar með heilu flugmóðurskipadeildirnar, en erfitt að sjá að minna hefði getað dugað, þá hefði það án lítils vafa getað ræst ákaflega hættulegt öryggisástand.
    --Sem einnig hefði getað leitt til vopnaðra átaka milli Kína og Bandaríkjanna!

--Trump virðist hafa fallið frá þessum - afar hættulegu hugmyndum, innan ráðgjafa hóps síns.

Trump backs ‘One China’ policy in first presidential call with Xi

Trump changes tack, backs 'one China' policy in call with Xi

Rökrétt ályktun virðist mér sú!
Að Trump hafi ákveðið að einbeita sér að - viðskiptadeilunni við Kína.

  1. En vandinn við að -- þrýsta á Kína með Tævan.
  2. Eða senda öflugan bandarískan flota inn á S-Kína haf, og ógna uppbyggingu Kína þar.

--Að um leið og deilan við Kína, hefði þróast í alvarlega öryggiskrísu.
--Hefði viðskiptadeilan - fallið í skugga, fullkomlega óhjákvæmilega.

  • Viðskiptadeilan <--> Hefði þá orðið gísl <--> Öryggiskrísunnar.

Megin afleiðing hefði getað orðið: Að ræsa nýtt Kalt-stríð við Kína. En án þess að ná nokkru fram af þeim - markmiðum á viðskiptasviðinu, sem Trump hefur einnig verið að tala um.

Hvort að Trump áttaði sig á þessu - að þetta væri ekki rétta leiðin!
Eða að honum var lokum bent á það, t.d. af ráðgjöfum hans varðandi viðskiptamál, að það gæti verið ósnjallt - að gera viðskiptadeilu að gísl deilu um öryggismál.
--Get ég ekkert sagt um!

A.m.k. sé það klárt - að það sé ákaflega mikilvæg ákvörðun Trumps.
Að hafna þeim hugmyndum - um nálgun að Kína, sem hefði án lítils vafa framkallað mjög hættulega hernaðarspennu gagnvart Kína.

Trump getur þá raunverulega -- einbeitt sér að viðskiptadeilunni!
--Eftir að hafa náð því, að öryggiskrísa mundi einungis skemma fyrir.

 

Niðurstaða

Eitt stórt -hjúkki- þegar ég frétti það, að Trump virðist hafa hafnað hugmyndum sumra ráðgjafa sinna, sem ráðlögðu að sækja að Kína með hætti - sem ég var fullkomlega öruggur um að mundi framkalla hernaðarspennu Bandaríkjanna við Kína - og mjög líklega Kalt-stríð þeirra á milli.

Í stað þess að stefna beint og nær milliliðalaust á hernaðarspennu við Kína - virðist Trump ætla að einbeita sér að því að ræða breytingar á viðskiptum Bandaríkjanna og Kína.
--Bendi þó á, að viðskiptadeila Bandaríkjanna við Kína, að ef hún fer í alvarlegan baklás - þ.e. viðskiptastríð.
--Þá getur hún einnig leitt til nýs Kalds-stríðs.

En a.m.k. er sú útkoma ekki nærri fullkomlega örugg.
Eins og hefði verið - ef Trump hefði fylgt ráðum róttækustu-Kína andstæðinganna meðal síns ráðgjafa hóps.

A.m.k. þarf viðskiptadeila ekki að enda með þeim hætti.
--Viðskiptadeila getur endað með samkomulagi, án frekari átaka.

Þá væntanlega - þurfa báðir aðilar þ.e. Trump líka, að bakka frá sínum ýtrustu markmiðum.
--Það reyni þá á það hvort Trump hafi - dyplómatíska hæfileika yfir höfuð, en þeir hafa ekki sérdeilis verið áberandi fram að þessu.

A.m.k. óþarfi að spá því að viðskiptadeila Trump starti Köldu-stríði.
Þó sú útkoma sé a.m.k. hugsanleg.

 

Kv.


Frændurnir Bjarni og Benedikt virðast ætla að bjóða þjóðinni upp á sápuóperu í beinni? Gleðilegt nýtt ár annars öll sömul!

Sannkölluð sápuópera er einmitt hvað ég er sannfærður um að ríkisstjórn frændanna Bjarna Ben og Benedikts Jóhannessonar verði - ef þeim frændum tekst að mynda þá ríkisstjórn í janúar 2017. Líklegast virðist að þeir frændur séu að skrifa - ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. formlega verði samið um helstu atriði - leitast við að negla niður hvað Sjálfstæðisflokkur skuldbindur sig til að gera fyrir - Viðreisn og Bjarta Framtíð.

  • Hinn bóginn er ég þess fullviss, að þetta plagg verði ekki pappírsins virði.

Bjarni-Benedikt

Líklegt virðist að til nefnda um mikilvæg mál verði stofnað strax!

En þ.e. gömul brella - þegar flokkar geta ekki komið sér saman um tiltekin mál - að stofna utan um þau eitt stykki nefnd!

  1. Pottþétt verður nefnd um endurskoðun sjávarútvegsstefnu.
  2. Einnig nefnd um endurskoðun landbúnaðarstefnu.
  3. Síðan einnig nefnd um Evrópumál.

Þær nefndir væntanlega fá einhvern fyrirfram uppgefinn tíma!

Meðan þær starfa - hugsanlega getur stjórnin starfað í einhverjum litlum friði í einhvern smá tíma!
En það þarf á hinn bóginn ekki endilega að vera svo - þar sem væntanlega má reikna með hressilegum deilum innan þeirra nefnda.
--Það má fastlega einnig reikna með því, þær deilur rati í fjölmiðla.
--Jafnvel þó að til standi að fresta því að þingflokkar flokkanna taki um þau tilteknu mál formlega afstöðu, fyrr en nefndirnar hafa lokið störfum.

  1. Það er sá tími sem nefndirnar starfa.
  2. Sem má vera að verði sá tími sem stjórnin getur náð að starfa - eitthvað, áður en hún spryngur.
  • En rökrétt þíðir 32 sæta meirihluti, þ.e. meirihluti upp á 1-þingmann, að sérhver þingmaður stjórnarflokkanna hefur -- neitunarvald.
  • Sem þíðir að sjálfsögðu, að stjórnin verður að -- fresta öllum umdeildum málum.

--Ég á því ekki von á því!
--Að mánuðina sem nefndirnar starfa!
--Komi hún miklu meira í verk, en starfsstjórn Sigurðar Inga.

  • Það gæti vel farið, að verkin verði færri - ef eitthvað er.

Síðan auðvitað þegar nálgast að nefnirnar ljúka störfum!
Yrði ég mjög hissa, ef það mundi nást utan um -- sameiginlega niðurstöðu.

  1. En hvernig getur t.d. fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, sjálfstæðismaður - samþykkt að skera mikið niður fjárframlög til landbúnaðarmála? Sjálfstæðisfl. á nokkra þingmenn sem kosnir eru á landbúnaðarsvæðum!
  2. Hvað um sjávarútvegsmál - þ.s. Sjálfstæðisflokkurinn á fjölda þingmanna sem eru kosnir á svæðum þ.s. sjávarútvegur er ráðandi atvinnugrein?
  3. Eða um alla þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru harðir andstæðingar ESB - aðildar? Geta þeir sætt sig við nokkra þá niðurstöðu, er mundi geta leitt til þess að Bjarni Ben væri að leiða ríkisstjórn til nýrra aðildarviðræðna?

--Það virðist blasa fullkomlega við.
--Að á einhverjum punkti, ég efa að heilt ár líði þangað til.
--Spryngi stjórnin í tætlur!

  • Ég hugsa að ég gefi henni - 6-->10 mánuði.

 

Niðurstaða

Ég held að efni áramótaskaups 2017 muni skrifa sig nánast sjálft í beinni útsendingu ef BB og BJ tekst að mynda Engeyingastjórnina. En ég er þess fullviss að þá muni frændurnir bjóða þjóðinni upp á sannkallaða sápuóperu.
--En ég er bjartsýnn að þegar kemur að deilum milli þingmanna stjórnar.
--Muni Engeyjarstjórnin fullkomlega slá út vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu er sat 2009-2013.

Endurtek síðan -- kærar kveðjur til allra á nýju ári.

 

Kv.


Gæti stefnt í annað hrun?

Þetta var fyrirsögn í frétt á Mbl.is -- : Gæti stefnt í annað hrun. Augljósa svarið er auðvitað - já! En í þeim skilningi, að næsta hrun nálgast alltaf - hvenær sem það verður.

"Vax­andi áhyggj­ur eru inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar af styrk­ingu krón­unn­ar og áhrif­um þeirr­ar þró­un­ar á grein­ina. Á einu ári hef­ur krón­an styrkst um 17% og ein­stak­ir gjald­miðlar, eins og sterl­ings­pundið, lækkað um hátt í 30%."

 

Ég held að allir Íslendingar viti vel af því, að líklega skellur ný kreppa yfir Ísland - ef ekki á næsta ári, kannski - þarnæsta!

  1. Flest okkar átta sig sennilega á því, að ferðaþjónustan - hefur tekið yfir sem sú grein, sem ræður mestu nú í hagsveiflunni.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu - tja sbr. fyrir 20 árum er sjávarútvegur var enn stærstur - að sveiflur í ferðaþjónustu, eru líklegar að ráða því hvort þ.e. -kreppa- eða -uppgangur.-
  3. Að sama skapi tel ég fullvíst - að næsta kreppa verði í líkingu við þær kreppur er við þekktum á árum áður -- þ.e. stuttar og grunnar, en einnig - tíðar.
  4. M.ö.o. ekkert í líkingu við þ.s. við upplifðum í svokölluðu - hruni.

Þannig að það má þá einnig svara spurninginnu -- Nei!
--Því við þurfum örugglega ekki að eiga von á ragnar-rökum í efnahagsskilningi.

 

En við þekkjum þetta vel, sem erum nægilega gömuml til að hafa upplifað a.m.k. eina kreppu gamla tímans!

  • Þ.e. uppgangur - stöðugar kostnaðarhækkanir.
  • Síðan snöggur samdráttur í megin greininni, m.ö.o. - kreppa.

En eftir að gengið hefur fallið slatta - fyrirtæki sem skulda mikið hafa orðið gjaldþrota.
Þá standa eftir betri fyrirtækin - þau standa þá frammi fyrir hagstæðari skilyrðum, eftir gengisfallið.
Og taka yfir eignir sem hafa verðfallið, og næsti uppgangur hefst!

  1. Ef e-h er sérstakt við núverandi uppgang, þá er það óskaplegur hraði í uppbyggingu.
  2. Einna helst minnir þetta mig, á það fyrir mörgum árum þ.e. á 10-áratugnum, þegar fiskeldis bóla gekk yfir samfélagið. Fiskeldið lagðist ekkert af, þ.e. betri fyrirtækin héldu áfram starfsemi.
    --En mjög mörg skuldum vafin slík, urðu gjaldþrota.
  3. Mér virðist sennilegt, að einnig verði fjöldagjaldþrot í ferðamennsku, þ.e. mörg hótel líklega verði gjaldþrota - þ.e. þau sem hafa starfað í skamman tíma og ekki náð að greiða niður lán, hafa lítið fjármagn umfram til umráða.
    -Líklega strandar einhver fjöldi hótela í byggingu, er eigendur verða gjaldþrota.
    -En verulegur fjöldi fyrirtækja í greininni sem ekki er endilega tengdur hótelarekstri, er einnig líklegur að fara í þrot.

Líklegasti -trigger- atburður er -- snöggur samdráttur í fjölda ferðamanna.
Jafnvel gæti dugað - að hægi á fjölgun, snögglega eða það verði stöðnun í fjölda.

 

Þessa kreppu er auðvitað ómögulegt að tímasetja nákvæmlega!

En mig grunar að 3-árum liðnum, verði mikið af ódýrum gjaldþrota hótelum - snögglega atvinnuleysi meðal fólks í ferðaþjónustu.
-En það sennilega standi ekki lengi.

  1. Spurningin er hvenær -- stöðugar kostnaðarhækkanir fyrirtækja sem þau velta í verðið til ferðamanna, þ.e. hækkanir vegna hækkaðra opinberra gjalda - gengishækkana - launahækkana, o.s.frv.
  2. Leiða á endanum fram -- samdrátt í komum eða a.m.k. stöðnun í komum.

Tilfinningin er m.ö.o. að Ísland sé nærri bjargbrúninni.
--Sem má einnig kalla --> Að ég ráðleggi fólki að kaupa dýra innflutta hluti, núna!

Mér virðist landinn einmitt mjög kaupglaður - sennilegt að væntingar um næstu kreppu geti haft þar einhver áhrif.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti má segja, að með því að ganga í gegnum sína -fyrstu kreppu- muni ferðaþjónustan taka út ákveðinn þroska. En að sumu leiti líklega mun hún, bæta greinina. Vegna þess, að kreppan líklega slær af - veikustu fyrirtækin, þau sem hafa spennt bogann mest - verið of áhættusöm eða eru ekki nægilega vel fjármögnuð.
--Eftir standa þá sterkari fyrirtækin.

Þannig að greining verður þá í vissum skilningi - heilbrigðari á eftir.

En hún hættir örugglega ekki að verða megin greinin úr þessu!
Og væntanlega verða ferðamenn áfram rúmlega milljón -- 1,6 milljónir skilst mér á þessu ári.

Ísland er þá orðið að ferðaþjónustulandi!
-Hvort sem það er gott eða slæmt!

  1. Því fylgir auðvitað sá galli, að ferðaþjónusta er í eðli sínu - láglaunagrein.
  2. M.ö.o. að við erum ekki að byggja upp þau - hálaunuðu sérfræðistörf svo íkja mikið, sem Íslendingar hafa lengi dreymt um.

 

Kv.


Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gefið Framsóknarflokknum betri gjöf, en að mynda stjórn með Bjartri Framtíð og Viðreisn!

Ég er að segja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta, Björt Framtíð og Viðreisn samþykkja. Þá reikna ég fastlega með hressilegri fylgisaukningu Framsóknarflokksins!
En ég er nær algerlega viss, að þessi ríkisstjórn - verður fullkomlega lömuð af innri deilum!

  1. En þessi ríkisstjórn verður augljóslega ekki mynduð, nema að BF og Viðreisn, nái fram í stjórnarsáttmála, loforði Sjálfstæðisflokksins að það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort skal hefja aðildarviðræður að nýju.
  2. En þó svo að slíkt næðist fram inn í stjórnarsáttmálann, er það ekki endilega það sama og að af slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu verði - en þingið mun þurfa að samþykkja að halda hana formlega.
  3. Og þar sem að í 32-sæta meirihluta, hefur sérhver þingmaður stjórnarinnar neitunarvald, og sumir þingmenn Sjálfst.fl. eru mjög andvígir aðild.
  4. Þá er ég ekki að sjá, að sennilegt sé að meirihluti náist fram innan þingliðs stjórnarinnar, fyrir tillögu um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
  5. Auðvitað, rökrétt beita þá þingmenn BF og Viðreisnar stöðvun á mál Sjálfst.fl. á móti - ef þeirra mál eru stöðvuð af einstökum þingmönnum Sjálfst.fl.

Hin athyglisverða spurning er þá gæti komið upp!
Er hvað stjórnarandstaðan gerir?

En tæknilega gætu t.d. 3-þingmenn Samfylkingar, og/eða þingmenn úr þingliði Pírata - stutt við tillögu Viðreisnar og BF - um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks a.m.k. greiða henni einnig sitt atkvæði.
--Gæti hún þá náð samt fram þrátt fyrir andstöðu einhverra þingmanna Sjálfstæðisfl.

  • Hinn bóginn, væru þeir þingmenn þá að bjarga jafnvel -- lífi stjórnarinnar!
  • Mundu flokkar er frekar vilja að vinstri stjórn verði mynduð -- hjálpa við að halda lífinu í slíkri hægri stjórn?

Óttarr_Bjarni Ben_Benedikt

Vegna innri klofnings og deilna gæti þessi ríkisstjórn orðið að "de facto" minnihlutastjórn!

Verið þá háð stjórnarandstöðunni um stuðning við einstök mál!
Það væri þá endurtekning á sjónarspilinu er Íslendingar urðu vitni að í tíð Vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms.

  • En á sama tíma, grunar mig, að það væri alltaf sterk freysting til staðar hjá a.m.k. Pírötum og Samfylkingu, jafnvel VG að auki -- að vilja fella stjórnina.

M.ö.o. sé a.m.k. ekki augljóst -- að þeir flokkar hjálpi stjórninni að koma sínum málum í gegn.

 

Útkoman gæti þá orðið sú, að stjórnin setji nýtt Íslandsmet í lömun og aðgerðaleysi

  1. Eiginlega græðir Framsókn í báðum tilvikum --> En ef Sjálfstæðisfl. eins og VG í tíð vinstri stjórnar, færi með virkum hætti að vinna í því að koma Íslandi inn í ESB.
    --Þá rökrétt lekur ESB andstætt fylgi yfir til Framsóknar.
  2. Ef vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðu velja frekar að hjálpa ekki stjórninni, í von um að hún falli -- Framsókn hjálpar ekki við það að stuðla að ESB aðild.
    --Þá verða flokksmenn BF og Viðreisnar stöðugt pyrraðri -- þeir blokka mál Sjálfst.fl. þá á móti --> Nettó útkoma, fullkomin lömun!
    **Í þessu tilviki gæti Framsókn grætt jafnvel enn fleiri atkvæði.

Sigurð Inga --> Mundi ég ráðleggja að halda áfram að vera jafn kurteis og málefnalegur og honum er tamt! Að tala landsföðurslega!
--> En að hann skapi trausta ímynd á sama tíma og það logar allt sundur og saman í deilum meðal annarra hægri flokka, mundi sennilega með öflugum hætti stuðla að því að Framsókn græddi þreytta og leiða hægri sinnaða kjósendur!

 

Niðurstaða

Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkur sé að taka mikla áhættu með því, að stofna til ríkisstjórnar þar sem fyrirséð er mikil hætta á sundrung og deilum, samtímis að þingmeirihluti gerir einstökum þingmönnum flokkanna þriggja það mögulegt - að stöðva mál að vild fullkomlega.
--Ég bendi á að Samfylking fékk á sig fylgishrun í kjölfar Vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem eins og þekkt er - logaði í nær stöðugum innri deilum kjörtímabilið á enda.

En rökrétt verða kjósendur leiðir - reiðir og pyrraðir á stjórn, þ.s. stjórnarheimilið reglulega logar stafna á milli.
--Svo erfið er þessi stjórn líkleg að verða hvað innra samstarf varðar, að hún sennilega virkar sem -- minnihlutastjórn, sem verði háð stjórnarandstöðu um framgang einstakra mála.

Það setur þá stórt spurningamerki, hvort að vinstri flokkarnir mundu hjálpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokk? Eða nota tækifærið til að hefna sín fyrir kjörtímabil vinstri stjórnarinnar? Að sjálfsögðu mundi Framsókn ekki aðstoða BF og Viðreisn með þeirra mál!

Ég held að góðar líkur séu á útkomu, er mundi leiða fram umtalsverða smölun á fylgi af hægri væng, yfir til Framsóknarflokksins. Framsókn þyrfti fyrst og fremst að gæta sín á því, að deilur blossi ekki upp innan Framsóknarflokksins sjálf á sama tíma, en ef friður er innan Framsóknar á sama tíma og Framsókn gætir sín að halda málflutningi málefnalegum!

Þá mundi Framsókn geta grætt mjög umtalsverða fylgisaukningu í stjórnarandstöðu í þetta sinn!

 

Kv.


Sérstakt af Bjarna Ben að segja lítinn stjórnarmeirihluta hafa kosti

En eins og Bjarni Ben sagði þetta - „Það geta svo sem verið kostir í því líka að þá þurfa allir að standa þétt saman og það er lítið svigrúm fyrir menn. Stundum eru meirihlutar of stórir fyrir sumra smekk,“ -> En hér er líklegast vísað til hugsanlegs 32 tekja sæta meirihluta Sjálfstæðisflokk í samstarfi við Bjarta Framtíð og Viðreisn!

Lítill stjórnarmeirihluti getur verið kostur

http://www.visir.is/apps/pbcsi.dll/storyimage/XZ/20121129/FRETTIR01/121128742/AR/0/AR-121128742.jpg?NoBorder

Í hvaða skilningi gæti svo lítill meirihluti verið kostur?

Mér virðist það einna helst geta verið kostur í augum einhvers -> Sem stefnir að ríkisstjórn, sem líklega - getur engu afrekað eða m.ö.o. gerir ekki neitt!
En það gæti skoðast sem kostur virðist mér nánast eingöngu í þeim skilningi, ef menn telja rétt að setja upp ríkisstjórn, er virkaði sem nokkurs konar - hindrun, eða Þrándur í Götu.Sem menn gætu viljað gera, ef afstaða þeirra er megin hluta á þann veg, að þeir telja líklegar breytingar -- fyrst og fremst ógn við þeirra hagsmuni!
--Þannig að betra sé að sem allra allra minnst sé gert!

  1. En flestir ættu að vita að 32ja sæta meirihluti þíðir, að hver einasti þingmaður ríkisstjórnar - getur stöðvað mál, eða m.ö.o. að mál ná ekki í gegn, nema allir þingmenn viðkomandi ríkisstjórnar eru sammála!
  2. Hafandi í huga stefnumál þessara tilteknu flokka --> Virðist það afskaplega ólíklegt að slík staða myndist, að allir þingmenn þeirra verði sammála!
    --Nema hugsanlega um mál sem varða rekstur ríkisins sjálfan t.d.
    --Þá grundvallarstefnu að greiða niður skuldir landsins.
    Eða m.ö.o. þá þætti sem ekki eru pólitískt umdeildir.

 

Ég persónulega skil ekki, af hverju Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppé - ættu að vilja þannig stjórn!

En þeir vilja tiltekna hluti - sem vitað er að eru mjög umdeildir meðal a.m.k. hluta þingliðs Sjálfstæðisflokksins. Sem auðvitað þíðir, að ef stjórn sem þeir starfa í með Sjálfstæðisflokknum hefur einungis 32-þingmenn, þá sé afar ósennilegt að sú ríkisstjórn muni geta klárað þau umdeildu mál vegna andstöðu a.m.k. sumra þingmanna Sjálfstæðisflokksins; áður en kjörtímabil er úti!
--Á netinu er nú gjarnan sagt, að starfa með Sjálfstæðisflokknum sé "toxic" en ég get a.m.k. tekið undir að það mundi mjög líklega virka með þeim hætti fyrir Bjarta Framtíð og Viðreisn - að starfa með Sjálfstæðisflokknum, með einungis 32-þingmenn!

En þá geta þeir einstöku þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem eru harðastir í andstöðu við þau mál - sem Óttar og Benedikt vilja ná fram!
Tafið þau eins lengi og þeir vilja!

Eða með öðrum orðum!
--Ég stórfellt efa að slík ríkisstjórn mundi endast lengi frameftir kjörtímabilinu!
--Því augljóslega yrðu þeir Óttar og Benedikt afskaplega frústreraðir, líklega fremur fljótlega.

Ályktunin er einföld!
--Að ef Óttar og Benedikt hafa áhuga á að starfa með hægri stjórn.
--Þarf Framsóknarflokkurinn að vera með, en einungis þannig væri nægur þingmannafjöldi til þess að flokkarnir gætu gert eitthvert stórt samkomulag sín á milli, og náð því fram!

Nú, ef Óttar og Benedikt geta ekki hugsað sé að hafa Framsókn með - einhverra hluta vegna!
--Þá sé hægri stjórn ekki raunhæfur möguleiki fyrir þá!

Það þarf vart að taka fram - að ef þeir vilja alls ekki Framsókn með.
Þá sé eina Plan-B tillaga Pírata um stjórn VG - Bjartrar Framtíðar - Viðreisnar; með stuðningi Pírata og leyfanna af Samfylkingu.

  • Ef þ.e. ekki hægt að mynda þá stjórn - ef slík niðurstaða mundi leiðast fram, mundi stefna í að þeir Óttar og Benedikt yrðu utan stjórnar eftir allt saman!
  • Ég efa að sú stjórn gæti afrekað miklu - þ.e. tillaga Pírata er einungis um vörn gegn vantrausti, en síðan yrði stjórnin að semja um öll þingmál - hvert fyrir sig.
    --Sem yrði í besta falli, tafsamt.

 

Niðurstaða

Ef ástæðan að Bjarni Ben talar um tiltekna 32 þingsæta stjórn er sú að þeir Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa hafnað þeim möguleika að hafa Framsókn með - þar af leiðandi einungis tilbúnir að ræða þá útgáfu með Bjarna Ben. Sem ég mundi álíta órökrétta afstöðu, þ.s. þá sé nær fullkomlega tryggt að þeir Óttar og Benedikt ná ekki sínum málum fram, þ.s. nær algerlega öruggt sé að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokks sé þeim andvígur. Þannig að Bjarni Ben álíti þessa tilteknu stjórn - eina möguleikann fyrir ríkisstjórnarsamstarf sem blasi við Sjálfstæðisflokknum! Þá sennilega bendi flest til þess, að BB-skili fljótlega umboðinu aftur til Guðna Th. líklega áður en nk. vika er á enda! Þar sem það sé nánast brjáluð hugmynd fyrir Óttar og Benedikt að mynda stjórn - sem nær algerlega öruggt er að mundi akki afgreiða nokkurt þeirra helstu stefnumála sem þeir stefna að, og þeirra flokkar eru kosnir út á! En þannig ríkisstjórn væri að sjálfsögðu -toxic- fyrir þá, sem sviki öll þau loforð sem þeir veittu þeirra kjósendum fyrir sl. þingkosningar!

 

Kv.


Úrskurður Kjararáðs um laun þingmanna - ráðherra og forseta Íslands, virðist skýrt lögbrot!

Á þetta atriði hefur verið bent af Formanni stéttafélagsins Framsýnar: Vill að kjararáð segi af sér. Aðalsteinn Baldursson heimtar afsögn Kjararáðs - fljótt á litið virðist það sanngjörn krafa.
--En mér virðist ábending Aðalsteins um lögbrot rétt!

Lög um kjararáð 2006 nr. 47 14. júní

8. gr. Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. [Við ákvörðun sína skal kjararáð gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra skv. 3. gr.]1) Við ákvörðun launakjara skv. 4. gr. skal kjararáð sérstaklega gæta samræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga annars vegar og ákvarðana kjararáðs skv. 3. gr. hins vegar.
Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.

Úrskurður Kjararáðs - þar segir:

"Í 8. gr. laga um kjararáð segir, að það skuli við úrlausn mála gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður, og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist  með tilliti til starfa og ábyrgðar."

Ekki gat ég fundið nein rök fyrir því - af hverju einungis er vitnað til fyrri helmings Gr. 8.
M.ö.o. - fann enga skýringu þess, að seinni helmingur ákvæða Gr. 8 sé hundsaður!

 

Í Kjararáði sitja:

  • Jónar Þór Guðmundsson, formaður - miðstjórnarmaður í Sjálfst.fl. og formaður kjördæmaráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi, og stjórnarformaður Landsvirkjunar, auk þess formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi.
    --Slatti af embættum sem sá meður hefur!
  • Óskar Bergsson, varaformaður, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarfl.
  • Svanhildur Kaaber, fyrrum formaður ráðsins, fyrrum framkvæmdastjóri VG.
  • Hulda Árnadóttir var skipuð af Bjarna Ben Fjármálaráðherra en hún er varaformaður Fjölmiðlanefndar.
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður - var um skeið borgarlögmaður, sat fyrrum í Landsdómi -- hann er skipaður af Hæstarétti.

Þetta fólk ætti því að hafa ágæta hæfni til að skilja lög og reglur um þá starfsemi sem þau sinna!

 

Þetta virðast meginröksemdir Kjararáðs:

  1. "Kjaradómur mat það svo á sínum tíma að eðlilegt væri að þingfararkaup  væri hið sama og ákvörðuð  mánaðarlaun  héraðsdómara, enda væru þessir hópar hliðsettir handhafar tveggja þátta hins þrískipta valds." 
  2. "Kjararáð telur rétt að þingfararkaup taki áfram mið af mánaðarlaunum héraðsdómara, en um nokk urt skeið hefur það verið lægra." 
  3. "Á sama hátt  telur kjararáð rétt að laun ráðherra taki mið af launum  hæstaréttardómara."

Kjararáð m.ö.o. fyrir nokkru síðan - hækkaði laun dómara!
Síðan ákveður það að binda sig við eldri úrskurð Kjaradóms, þó að Kjaradómur hafi ekki starfað eftir sömu lögum og Kjararáð.
--Þannig ákveðið að hækka laun þingmanna til samræmis við fyrri launahækkun til dómara.
Síðan ákveður Kjararáð að laun ráðherra skuli þau hin sömu og laun Hæstaréttardómara!

  • M.ö.o. að ef það eru einhver rök fyrir því - að líta framhjá ákvæði 8. Gr. laga um Kjararáð, þess efnis að taka skuli tillit til almennrar launaþróunar!
  • Þá liggi það í ofangreindri ákvörðun --> Að taka tillit til gamals úrskurðar Kjaradóms er starfaði skv. lögum um Kjaradóm sem ekki gilda lengur -- þar af leiðandi ég kem ekki auga á að Kjararáð hafi með nokkrum hætti þurft að fylgja þeim úrskurði.
  • En eigi að síður tekur ákvörðun um slíkt.
    --> Sem leiði fram þá ákaflega umdeildu ákvörðun, að hækka laun þingmanna og ráðherra um 44%.

Áttaði þetta ágæta fólk virkilega sig ekki á því hvaða sprengju það væri að varpa fram?

Öll helstu stéttafélög landsins hafa mótmælt ákvörðuninni, og ASÍ krefst þess að Alþingi komi saman hið allra fyrsta - til að breyta hinni umdeildu ákvörðun!

Ákvörðun kjararáðs stuðli að upplausn

Ákvörðun kjararáðs verði strax dregin til baka

BSRB mótmælir launahækkun kjararáðs

Vill setja kjararáði viðmiðunarreglur

Hækkunin á við byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga

Tímabært að leiðrétta kjör kennara

Samninganefnd ASÍ boðuð til fundar

Stéttafélögin hóta því að ákvörðun Kjararáðs, muni setja alla kjarasamninga í uppnám!
Muni hleypa af nýju launaskriði, þar sem nýtt viðmið yrði a.m.k. 44% -- í stað 30% frá 2013 til ársloka 2018.

Það þarf vart að taka fram, að 75% launahækkun þingmanna á 3-árum, er ekki í samræmi við 30% launahækkun almennra launamanna dreift yfir 5-ára tímabil!

Mér virðist þar með augljóst að ákvörðun Kjararáðs geti hleypt illu blóði í kjaramál innan samfélagsins.
--Þannig að það sé virkilega nauðsynlegt að taka ákvörðun Kjararáðs til baka -- hið snarasta!
--Og sennilega rétt að auki, að skipta alfarið um þá sem eiga sæti í Kjararáði!

Þeir einstaklingar hafi ekki reynst starfi sínu vaxnir!

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur að ofan, þá virðist mér rétt sú umkvörtun Aðalsteins Baldurssonar formanns stéttafélagsins Framsýnar að Kjararáð hafi gerst sekt um brot á 8. Gr. laga um Kjararáð í úrskurði sínum um laun þingmanna - ráðherra og forseta Íslands.

Þannig að skv. því þá verði sá úrskurður að teljast brot í starfi af hálfu 5-menninganna sem sitja í Kjararáði.

Rétt refsing við því broti, og því tjóni á samfélaginu sem einkar heimskulegur úrskurður 5-menninganna virðist geta valdið því; sé sennilega sá að 5-menningarnir allir með tölu verði látnir sæta þeirri ábyrgð að víkja hið snarasta úr ábyrgðastöðum sínum innan Kjararáðs.
--Og eigi þangað ekki afturkvæmt!

Nýr hópur einstaklinga verði síðar skipaður! Lögin um Kjararáð virðast í reynd nægilega skýr. Eftir þeim hafi einfaldlega ekki verið farið!
--Það eitt sé næg brottrekstrarsök!

 

Kv.


Verður uppganga flokksins -Viðreisnar- til þess að á næsta kjörtímabili þurfi að setja ný gjaldeyrishöft?

Þegar ég skrifa þetta líta kosningatölur þannig út að Viðreisn líklega lendir í - oddaaðstöðu.
Ástæða þess að ég hef miklar áhyggjur af þeirri þróun, eru hugmyndir flokksins um svokallað --> Myntráð eða "currency bord."

Þessi hugmynd hefur fram að þessu vakið litla athygli þjóðarinnar.
En full ástæða er að þjóðin skoði þetta atriði af fyllstu athygli!

 

Myntráð er í reynd ca. sama fyrirkomulag og gullfótur!

Það hefur einnig sömu megin galla og gullfótarkerfi!

  1. Grunnhugmyndin er sú sama, að - útiloka gengisfellingar, skv. þeirri hugmynd að allt þá meina ég allt, sé betra en gengisfelling.
  2. Eins og þegar gullfótarkerfi er notað -- er ríkjandi gjaldmiðill hafður 100% skiptanlegur yfir í annan gjaldmiðil.
  3. Það þíðir auðvitað, sem einnig er megin veikleiki gullfótarkerfis og myntráðskerfis, að alltaf og ætíð þarf að tryggja að nægilegt magn sé af - þeim gjaldmiðli sem innanlands gjaldmiðill skal vera 100% skiptanlegur fyrir.
  4. Ástæða að sú regla --> Er einnig meginveikleiki þeirra kerfa, þar með meginástæða þess að gullfótarkerfi og myntráð hafa í nokkrum þekktum tilvikum, hrunið með ákaflega harkalegum hætti.
  5. Er sú, að það eru einungis takmarkaður fjöldi mögulegra leiða til að redda málum, ef vandræði skapast við að tryggja stöðugleika 100% skipti-reglunnar.

 

Vandræðin skapast nær alltaf af sömu ástæðu, þ.e. að einhverra hluta vegna - verður viðskiptahalli, sá getur orðið til vegna þess að kreppa leiði fram hnignun atvinnuvega eða að almenn laun hafa hækkað of mikið og neysla er að framkalla viðskiptahalla!

  1. Viðskiptahalli leiðir þá til þess - að gjaldeyrinn streymir út úr gullfætinum þ.e. "gullið sjálft ef notast er við gull" eða "skiptigjaldmiðillinn t.d. ef notast væri við evru."
  2. Það að sjálfsögðu -- ógnar reglunni um 100% skipti milli innanlands gjaldmiðils, og gjaldmiðilsins sem notaður til skipta.

Beinar launalækkanir: Ég held að við getum afgreitt þá útkomu að stjórnvöld geti þvingað fram beinar launalækkanir hér á Íslandi - sem afar ósennilegan!
--En við urðum öll vitni að því, þegar hægri stjórnin bognaði og brotnaði undan verkfalla bylgju á kjörtímabilinu - þ.s. krafist var launahækkana langt umfram stöðguleika viðmið.

Menn ættu að muna þetta - þ.e. kjarasamningar við kennara upp á tuga prósenta hækkanir, kjarasamningar við lækna og hjúkrunarstéttir einnig upp á stórar prósentu tölur -- og að auki kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem enduðu einnig í nokkuð hressilegum prósentu tölum.

Punkturinn er auðvitað sá - að ríkisstjórnin gaf eftir yfirlýst stöðugleika viðmið.
--Manni virðist afar ósennilegt þar af leiðandi, að nokkur ríkisstjórn á Íslandi - gæti mögulega þvingað fram, gegn vilja verkalýðshreyfingar, beinar launalækkanir.

Þannig að þá sé sennilega óhætt að afgreiða þá - lausn í burtu.

Myntráð og stýring gullfótar, getur gripið til þess ráðs, að stöðugt minnka peningamagn í umferð: Þetta er frekar örvæntingarfullt úrræði til að bjarga gullfæti eða myntráði, frá bráða hruni. Þ.e. þekkt að þessu var beitt á kreppuárunum í Bretlandi áður en Bretland yfirgaf gullfótinn á 4. áratugnum, og einnig í Evrópu. Að auki var þessu úrræði beitt af Argentínu, árin rétt fyrir þjóðargjaldþrot Argentínu 2000, en eftir að kreppan þar hófst.

En tæknilega er unnt að mæta þeim vanda, að viðmiðunargjaldmiðill hvort sem þ.e. gull eða t.d. evra - streymir út, þannig vernda 100% skiptiregluna, með þessari aðferð.

Gallinn er sá, að þetta er óskaplega - samdráttaraukandi. En þá er verið að minnka stöðugt peningamang í umferð - og í kapítalísku hagkerfi, er peningamagn sjálft lífsblóð hagkerfisins.

Svo harkalegt var ástandið í Argentínu - rétt áður en Argentína kastaði myntráðinu. Að skortur á peningum var orðinn slíkur - að fyrirtæki voru sjálf farin að gefa út sína gjaldmiðla. Á tímabili skiptu slíkir, ópinberir gjaldmiðlar, mörgum tugum.
--Vegna þess að það vantaði peninga í hagkerfið, svo það gæti starfað eðlilega, samþykktu aðilar oftast nær - ef um var að ræða fyrirtæki t.d. í útflutningi, að taka við þessum bráðabirgðalausnum.

Ástandið varð þetta alvarlegt í Argentínu - vegna þess að ekki tókst að stöðva stöðuga hnignun atvinnuvega sem þá var í gangi, sem leiddi stöðugt til nýs og nýs viðskiptahalla -- þó að tæknilega hefði hratt vaxandi atvinnuleysi með því að slá á neyslu átt að hafa stöðvað þann viðskiptahalla fyrir rest.

  • En þessi samdráttar-leið - svo fremi sem atvinnuvegir eru ekki í stöðugri hnignun, vegna þess að samkeppnishæfni er hrunin, t.d. ef viðmiðunargjaldmiðill hefur hækkað mjög í andvirði; á endanum stöðvar viðskiptahalla.

Með þeirri einföldu -fúnksjón- að atvinnulausir kaupa minna, þ.s. þeir hafa minni peninga.
--M.ö.o. stýring viðskiptajöfnuðar með atvinnuleysi.

En samtímis, getur hagkerfið skroppið harkalega saman.
--Þá er eins gott að ríkið skuldi ekki mjög mikið fyrir, því samdráttur einn og sér hækkar skuldir miðað við þjóðarframleiðslu.--> Einmitt það atriði, leiddi fyrir rest til gjaldþrots Argentínu - en skuldir þess ríkis við kreppu-upphaf, voru ekki mikið yfir 50% af þjóðarframleiðslu.

  1. Það þarf vart að nefna, að mikið atvinnuleysi, mundi skapa þjóðfélags ólgu.
  2. Og sennilega mjög miklar óvinsældir stjórnvalda.

Að kaupa stöðugt gjaldeyri og þar með fjármagna viðskiptahalla með skuldsetningu ríkissjóðs: Það þarf vart lengi að fjalla um það úrræði - augljóslega getur það einungis gengið til skamms tíma. En um væri að ræða, gjaldeyris skuldsetningu ríkissjóðs.

Á endanum mundi ríkið missa lánstraust, og þeirri aðferð væri þar með - sjálfhætt!

Ný gjaldeyrishöft: Þetta virðist mér langsamlega sennilegasta úrræðið. En mér virðist augljóst að engin íslensk ríkisstjórn - gæti haldið út þær svakalegu óvinsældir ásamt þjóðfélagsólgu - sem sú aðferð að vernda kerfið með því að minnka peninga í umferð án nokkurs vafa mundi orsaka.
--En ég sé ekki hvernig nokkur ríkisstjórn gæti haldið lengi velli ef hér mundi vísvitandi vera búið til fjölda-atvinnuleysi í háum prósentu tölum.

Augljóslega sjá allir fyrirfram - að ekki gengur heldur að skuldsetja ríkið.

--> Þannig að ný höft blasa við sem hin augljósa redding!

  1. Segjum að myntráð hafi verið lögfest og virkjað - síðan skapist verulegur viðskiptahalli einhverjum tíma eftir að það kerfi hefur verið lögfest og er starfandi - sem getur vel gerst ef einhver af megin atvinnuvegum þjóðarinnar dalar eða ef ný bylgja stórra launahækkana gengur yfir.
  2. Þá er ekki unnt að fella gengið!
  • Það þíðir, segjum að höft hafi verið tekin upp sem redding -- meðan að lausn er fundin -- --> Þá verða þau ekki leyst, nema að innri aðlögun þ.e. launalækkanir hafa komist til framkvæmda!
  • Það gæti tekið töluverðan tíma - að sannfæra stéttafélög vinnandi fólks, að samþykkja slíkt --> Ef það þá tækist, nokkru sinni.

M.ö.o. að það kaldhæðna ástand gæti skapast --> Að myntráðskerfi leiði Ísland inn í haftakerfi sem mundi verða erfiðara úrlausnar, en nokkur þau höft sem áður hafa verið hér!

 

Hverjar eru líkur þess neikvæðar afleiðingar verði?

Ísland er greinilega nærri toppi á hagssveiflu! Nú er í gangi stórfelld endurnýjun dýrra hluta t.d. bifreiða - heimilistækja - innréttinga, hjá almenningi.
--M.ö.o. er mikið flutt inn um þessar mundir.

Það að stórar launahækkanir leiddu ekki til - verðbólgu og viðskiptahalla, bjargaðist af tveim ástæðum:

  1. Gríðarlegur vöxtur ferðamennsku, hefur tryggt næga aukningu gjaldeyristekna til að halda í við hratt vaxandi neyslu.
    --En t.d. nýlega kom fram í fjölmiðlum að Reykjavík er nú orðin langsamlega dýrasta borgin á Norðurlöndum, fyrir þá sem vilja gista á hótelum.
    Kostnaður við ferðalög til Íslands hefur stöðugt verið að aukast, hvert ár.
    --Við vitum ekki hver sársaukamörk fyrir ferðamenn eru!
    Einungis að þau eru til staðar - þ.s. ferðamenn er hingað koma, eru venjulegt fólk upp til hópa, ekki milljónamæringar eða milljarðamæringar.
  2. Margvíslegar hugmyndir eru um að --> Setja ný gjöld á ferðamennskuna, til að fá aukið fé í kassann - t.d. til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum.
    --Hugmyndir um - gjald á gistingar.
    --Hugmyndir um - aðkomugjald.
    Aðrar gjalda-hugmyndir virðast hafa fallið vegna andstöðu innan samfélagsins.
    **Galli við þessar 2-hugmyndir, er að slík gjöld - eru strax sýnileg ferðamönnum, sem ætla að koma til landsins.
  3. Þar með, er algerlega hugsanlegt, að þau stuðli að -- viðsnúningi í ferðamennsku til fækkunar, eða a.m.k. því að færri komi hingað en annars ætla sér.
    __Ef slík gjöld bætast ofan á allar þær innlendu kostnaðarhækkanir sem þegar hafa orðið.

Á einhverjum punkti kemur samdráttur í þessa grein!
--Þá má reikna með því, að viðskiptahalli myndist nánast samstundis!

Ég held að það séu töluverðar líkur á að það gerist á nk. kjörtímbili.
--Líkur þess að það skapist vandræði með - myntráðskerfi - byggjast þá á líkum fyrir samdrætti í ferðamennsku, eða a.m.k. því að stórfellt hægi á aukningu.

Svo geta menn vegið og metið -- þær líkur hver fyrir sig!

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að segja að myntráðskerfi - geti ekki gengið upp.
Ég er á hinn bóginn að segja, að til þess að það sé sennilegt að virka til lengdar.
Þá þurfi að skapast samstaða innan samfélagsins um þá leið - að lækka laun með skipulegum hætti, ef það skapast viðskiptahalli.
Eða, að það þarf að vera við völd ríkisstjórn - með mjög harðan og stífan vilja til að stjórna þrátt fyrir það sem gæti orðið mjög útbreidd mótmælahreyfing, beita þeim miskunnarlausu úrrræðum sem þá þyrfti - til að brjóta á bak aftur skæruverkföll -- m.ö.o. þyrfti mjög öflugar lögreglusveitir vel búnar og nægilega fjölmennar, auk þess nægilega hollar stjórnvöldum til að vera tilbúnar til að - berja á sínum samborgurum hópum saman.

  • M.ö.o. þyrfti annað af tvennu --> Víðtæka samstöðu um innri aðlögun <-- Eða lögregluríkis fyrirkomulag, með nokkurs konar einræðisherra við völd.

Ég held að við getum með töluvert háum líkum - útilokað hvort tveggja!

Ef Viðreisn stjórnaði með -- vinstriflokkunum, væri það fullkomlega fjarstæðukennt.
Einnig afar ósennilegt -- ef Viðreisn stjórnaði með hægri flokkunum, að þeir treystu sér til slíks heldur.

Ísland gæti þá verið læst í höftum frekar lengi - eða þangað til að viljinn til innri aðlögunar mundi myndast!
--En eins og tilvik Argentínu sýndi, er ekki hægt að yfirgefa myntráðs fyrirkomulag, nema með því -- að búa til nýjan innlendan gjaldmiðil er ekki væri bundin slíku kerfi.

Höft gætu þá a.m.k. verið eins lengi og á tímabilinu frá 1946 - 1959.

 

Kv.


Mun SDG standa fyrir skæruhernaði gegn forystu Framsóknarflokksins <-> Eða ætlar SDG að kljúfa sig og fylgismenn frá Framsóknarflokknum með stofnun nýs flokks eftir þingkosningar?

Það sem er áhugavert þessa vikuna - er herferð fylgismanna Sigmundar Davíðs og hans sjálfs, er virðist hönnuð til þess að --> Sverta niðurstöðuna í formannskjörinu, þ.e. skapa þá mynd að SDG hafi ekki tapað, heldur flokkurinn verið vélaður undan honum með svikum!

Slíkum hugmyndum er augljóslega ætlað að þétta fylgismenn hans innan Framsóknarflokksins utan um sinn foringja, og að auki ætlað að tryggja að fylgismenn hafi fullkomið vantraust til forystu flokksins -- þess utan, að þær skapa reiðiástand meðal fylgismanna SDG.


Tveir möguleikar virðast við blasa sem endaútspil!

  1. Skæruhernaður: En það væri að leitast við að gera forystunni eins ill mögulegt að stjórna flokknum og framast er unnt, en tilgangur þess að skapa þá ímynd meðal fylgismanna SDG - að niðurstaða formannskjörsins hafi verið óheiðarleg þ.e. flokkurinn vélaður af SDG, þannig að SDG hafi í reynt ekki - tapað, m.ö.o. að SDG sé áfram -réttmætur formaður flokksins- getur haft þann megin tilgang að undirbúa gagnbyltingu innan flokksins.
    __Galli við þetta, er að málflutningur sbr. að fólk sem rétt átti á að kjósa hafi ekki fengið, meðal þeirra stuðningsmenn SDG - að menn hafi verið keyrðir á kjörstað og kosið sem ekki hafi verið í flokknum í a.m.k. 30 daga, hafi síðan strax hætt - fólk hafi verið keyrt í rútum er komu á staðinn rétt fyrir 11. á sunnudag rétt fyrir kjörið, þar hafi verið fólk sem enginn hafi áður séð á fundum á vegum flokksins.
    __Greinilega vegur að heiðri margra er starfa innan flokksins, sbr. þeirra er sátu í andyri ráðstefnunnar og gengu úr skugga um að viðkomandi væri á lista yfir meðlimi flokksins sl. 30 daga skv. listum er bárust frá flokksfélögunum, þeirra sem ráða innan einstakra flokksfélaga - þaðan sem listarnir bárust, einnig heiðri þeirra sem starfa í höfuðstöðvum flokksins - en það fólk tekur m.a. við listunum frá flokksfélögunum --> Sem þurfa ef ég man rétt, að hafa borist innan tilskilins tíma fyrir flokksþing, sem er gert til þess að hindra einmitt slíka hluti; og auðvitað leitast við að mála nýja forystu sem - svikahrappa af verstu sort.
    __Fyrir utan, að þarna gætir greinilega þeirrar samsæriskenningar, að öfl utan Framsóknarflokksins, hafi tekið þátt í því að fella SDG -- en stutt væri í það, að menn færu að trúa því að fólk úr öðrum flokkum hafi mætt, ef menn fara að trúa því að -- unnt hafi verið að koma fólki að sem ekki hafði verið í flokknum skv. reglu flokksins í 30 daga að lágmarki.
    **Þessi málflutningur er náttúrulega til þess fallinn, að skapa ífingar og deilur -- fyrir utan að þetta særir þá aðila, sem vegið er að.
    **Þá auðvitað krystallast frekar fylkingamyndun milli Sigurðar Inga, og Sigmundar Davíðs.
    Nú, þegar menn hafa málað -- hina fylkinguna, svikahrappa og þaðan af verra, þá auðvitað --> Ætla menn vart, að stefna að sáttum síðar meir --> Ef fylkingu SDG mundi takast í því síðar meir, að ná fram nýju aukaflokksþingi, smala þangað fylgismönnum. --> En ég sé ekki, að menn mundu vægja þeim - sem þeir trúa að séu svikahrappar.
    __Þannig að þá værum við að tala um, tímabil harðra átaka um forystuna í flokknum, þ.s. reglulega væru gerðar tilraunir til að fella þá forystu er náði völdum sl. sunnudag.
    **Þetta væri auðvitað mjög skaðlegt fyrir flokkinn!
    En miðað við nálgun SDG og stuðningsmanna í málflutningi --> Þá sé ég ekki, að tilraunir til sátta séu líklegar til að skila friði innan flokksins!
    Það væri þá ekki um annað að ræða fyrir stuðningsmenn Sigurðar Inga --> En að leitast við að svæla stuðningsmenn SDG úr flokknum!
    M.ö.o. það verði annaðhvort --> Viðvarandi skæruhernaður, stöðugt leitast við að ná flokknum til baka --> Þannig uppbyggingartilraunir nýrrar forystu, hindraðar.
  2. Eða, að tilgangur SDG og stuðningsmanna er ekki, viðvarandi skæruhernaður - að ná aftur stjórninni á flokknum; heldur að kljúfa sig frá flokknum.
    --> En málflutningur undanfarinna daga, sem þéttir raðir stuðningsmanna SDG utan um hans persónu, magnar upp reiðiástand meðal stuðningsmanna SDG --> Getur einnig verið undirbúningur undir það, að SDG og hans fólk -- kljúfi sig frá flokknum.
    __Þá getur málflutningurinn undanfarið verið tilraun til þess, að tryggja að sem flestir fylgi honum út úr flokknum!
    **En með því að sverta gersamlega forystu flokksins, og niðurstöðuna á flokksþinginu, þá gæti tilgangurinn einmitt verið sá -- að tryggja það að sem flestir fylgi SDG, er hann tilkynnir til sögunnar þann tilgang, að stofna nýjan flokk!
  • Segjum að 2-sé tilgangur SDG: Þá væri líklegast að SDG kljúfi sig frá, eftir kosningar. En þá stendur hann við loforð þess efnis, að taka þingsætið sem hann segist hafa veitt félögum á NA-landi. Sama tíma, er þetta öruggt þingsæti.
    --Ef SDG færi í sérframboð, hefði hann ekkert öryggi fyrir því að vera á þingi.
    __Hafandi í huga, að hann er að mála forystu flokksins - svikahrappa, það að flokknum hafi verið rænt með svikum af honum - m.ö.o. að hann hafi í reynd ekki tapað.
  • Þá væntanlega, mundi aðferðin verða afsökuð í augum fylgismanna, að mynda annan Framsóknarflokk - utan um fylgismenn SDG, undir forystu SDG.
  • Ég reikna með því, að slíkur flokkur --> Hlyti að taka strax upp mjög harða gagnrýni á Framsóknarflokkinn, undir núverandi forystu.
  • Augljóst gæti ekki verið neitt samstarf við Framsóknarflokkinn.
  • Sem þíðir, að -- SDG flokkurinn, gæti ekki unnið með ríkisstjórn, er hefði Framsóknarflokkinn innanborðs.

Það fer þá eftir því -- hve stór hluti Framsóknarflokksins færi, hvort að möguleikar Framsóknarflokksins til ríkisstjórnarþátttöku væru verulega skaðaðir.

Mín skoðun, er að SDG flokkurinn - yrði mjög pólitískt einangraður.
En meðan að flestir flokkar virðast til í að vinna með Sigurði Inga -> Á annað við SDG, en vinstri flokkarnir hafa fullkomlega útilokað samstarf með honum, og sennilegt er að Sjálfstæðisfl. væri einnig ákaflega tregur til samstarfs, vegna þeirrar lyktar sem fer af SDG - vegna Vintris málsins.

Með vissum hætti, tel ég þetta skárri útkomuna, þ.e. klofning í stað -- stöðugs skæruhernaðar!

 

Niðurstaða

Málflutningur SDG og stuðningsmanna, þ.s. leitast virðist við að sverta hina nýju forystu framsóknarflokksins, með því að teikna upp þá mynd -- að flokkurinn hafi verið vélaður af SDG með svikum, þ.e. í reynd er verið að -- kalla hina nýju forystu, svikahrappa.
--Auk þess að fjöldi flokks fólks er starfar innan flokksins, er einnig svert. En til þess að slík meint svik væru framkvæmanleg, yrði fjöldi fólks að taka þátt í þeim. Fólk sem starfar innan flokksins í félögum hans, í höfuðstöðvum, og á ráðstefnunni sjálfri.

Virðist mér með mjög skýrum hætti benda til þess, að Sigmundur Davíð ætli sér engan friðarstól!

Ég sé einungis 2-rökréttar útkomur, þ.e. viðvarandi skæruhernað og tilraunir til að ná flokknum aftur, væntanlega til þess að svæla síðan út hvern þann sem tók þátt í meintu samsæri -- sem þíddi stöðug átök, mundi skaða tilraunir nýrrar forystu til flokks uppbyggingar, fyrir utan að stöðugt væri grafið undan getu hennar til að stjórna flokknum.

Eða, að til standi að kljúfa flokkinn eftir kosningar, er SDG væri búinn að tryggja sér örugga þingsætið. En þá mundi tilgangur máflutnings undanfarinna daga líklega vera sá, að tryggja að sem flestir stuðningsmanna SDG - fylgi honum!

  • Þá væri SDG að leika hlutverk - Hannibals Valdimarssonar heitins, föðurs Jóns Baldvins Hannibalssonar.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 1266
  • Frá upphafi: 849648

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1169
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband