Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?

Eins og flestir ættu a.m.k. að hafa frétt af, hefur leigumarkaðurinn í Reykjavík verið afar erfiður allra síðustu árin - leiga orðið afar dýr - það dýr, að til staðar er nú hópur Reykvíkinga sem mætti skilgreina húsnæðisfátæka.

Vancouver imposes sharp restrictions on Airbnb, homesharing sites

http://www.traveller.com.au/content/dam/images/g/m/z/z/b/r/image.related.articleLeadwide.620x349.gmzyec.png/1486092870406.jpg

Húsnæðisverðlag í Vancouver kvá hafa hækkað 75% á 5 árum, leiga einnig snarhækkað.
--Húsnæðisverð og leiguverð hafi af þessa völdum, orðið stórt þrætuefni meðal íbúa Vancouver borgar - kröfur sífellt háværari um virkar aðgerðir.

Skv. takmörkunum Vancouver borgar á leigu fasteigna í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Er einungis heimilt að leigja herbergi út frá íbúð eða húsnæði þ.s. þú býrð í að staðaldri.
  2. Eða leigja út húsnæði þitt í takmarkaðan tíma - meðan þú ert í frýi.

Óheimilt verði hér eftir að leigja í gegnum AirBNB eða aðrar sambærilegar vefsíður:

  1. Heila íbúð þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þó svo hún sé hluti af þinni fasteign - sbr. kjallaraíbúð sem er hluti af þinni fasteign sem þú býrð í.
  2. Ekki heldur, leigja út afmarkaða séreign þ.s. þú býrð ekki í að staðaldri, þú sú sé innan þinnar eignarlóðar - t.d. annað hús eða smáhús innan þinnar lóðar.
  3. Ekki heldur leigja út heilu fasteignirnar, hvort sem þeim væri skipt í leiguherbergi eða leigðar sem heild, sem eru staðsettar annars staðar en sú eign þ.s. þú býrð.

Ég held að flestir þekki til þess, að í Reykjavík hefur allra síðustu ár verið í hratt vaxandi mæli stundað að leigja eignir í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.

--Til séu fasteignabraskarar sem í dag eiga fjölda húseigna hér og þar, hvort sem það eru einstaka íbúðir annars staðar en þeir búa eða heilu húsin - sem séu í þannig útleigu.
--Hjá óþekktum fjölda aðila, sé þetta orðin líklega nokkuð umsvifamikil atvinnustarfsemi.
--Til eru að auki þess dæmi, fólk reisi til útleigu smáhýsi á sínum eignalóðum.
--Auðvitað að afmarkaðar leiguíbúðir hluti af þeirra fasteign, séu þannig leigðar.

Enginn vafi að það sama hefur verið í gangi og í Vancouver að leiguíbúðir hafa verið að hverfa af almenna leigumarkaðnum - inn í útleigu þess í stað í gegnum AirBNB og sambærilegar síður.

Það hefur verið bent á að þessi þróun geti verið mikilvægur þáttur í því að verðlag á húsaleigu hefur hækkað mjög hratt og mjög mikið sl. 5 ár - alveg eins og í Vancouver.
--Alveg eins og í Vancouver, er risin alda óánægju.

  • Spurning því - hvað skal til bragðs að taka?

 

Niðurstaða

Lausn Vancouver borgar er auðvitað stórfellt inngrip í starfsemi þess fólks sem hefur í vaxandi mæli, gert það að sinni atvinnu að leigja húsnæði í sinni eigu út í gegnum AirBNB eða sambærilegar síður.
Það getur vart verið nokkur vafi að sambærilegar aðgerðir mundu geta skilað töluverðu auknu aðgengi fólks á almenna leigumarkaðnum að húsnæði til útleigu.
Að auki sé rökrétt að bætt framboð mundi skila a.m.k. einhverri verulegri lækkun á leigu.

--Spurning hvort að Reykvíkingar eiga að þrýsta á svipaða lausn og Vancouver borg hefur gripið til?

 

Kv.


Fjögurra flokka hægri stjórn, eða verður það - hægri/vinstri stjórn - eða vinstri? Fer yfir mögulega meirihlutastjórnarmyndun. Staða Framsóknar óvænt sterk!

Miðað við viðbrögð þeirra tveggja, langar Sigmund Davíð og Bjarna Ben aftur í stjórn - ekki endilega saman, spurning með hverjum -- ég sé ekki fyrir mér að Framsóknarflokkur fari með Miðflokki í nokkurri tæknilega mögulegri stjórnarmyndun, svo skömmu eftir klofning, og svo skömmu eftir að Sigmundur Davíð úthúðaði stjórnendum Framsóknar - eiginlega kallaði þá svikahrappa og næstum, glæpamenn.

  • Niðurstaða Framsóknar má kalla, varnarsigur - m.ö.o. mun betri en ég átti von á!
  • Sannarlega húmor í því að Framsókn endaði einum flr. þingmenn en Miðflokkur.

Ég geri m.ö.o. ráð fyrir því að Bjarni Ben fái stjórnarumboð frá forseta.
Að Bjarni Ben tali fyrst við Miðflokk annars vegar og Framsóknarflokk hins vegar.
--Líklega leitist hann við að spila þá flokka einhverju leiti hvorn gegn öðrum.

Og stefna á myndun hægri stjórnar, annað tveggja ásamt mögulegum samsetningum með Miðflokki, eða Framsóknarflokki.
--Sannast sagna virðast samsetningar með Framsókn bjóða upp á flr. möguleika.

Hvað sem verður myndað sé líklega klárt að frammi er tafsöm stjórnarmyndun.
--BB mun sjálfsagt verja mörgum vikum í sínar tilraunir!

Katrín líklega þarf þá að bíða nokkuð lengi eftir því að BB mistakist stjórnarmyndun, hugsanlega jafnvel fram undir áramót.

  • En vinstristjórnarmyndun undir forsæti Katrínar, væri örugglega ekki heldur fljótleyst úr hendi.

BB gæti þurft fram undir áramót, ef lítur úr að stjórnarmyndun takist hjá honum.

En traust milli flokka er takmarkað á Íslandi um þessar mundir.
Líklega vilja menn því ítarlega stjórnarsáttmála - sem tekur þá rökrétt langan tíma að semja um, flókið ferli þegar flokkar eru 4-5 í ríkisstjórn.

Að semja stjórnarsáttmála væri a.m.k. ekki síður flókið fyrir hugsanlega stjórnarmyndun Katrínar Jakobsdóttur.
--Hún getur þó sparað tíma með því að ræða við flokka samhliða því sem BB er með stjórnarmyndun í gangi, án formlegs umboðs frá Guðna Th.

Katrín Jakobs og Bjarni Ben

http://nutiminn.is/wp-content/uploads/2016/11/bjarni-katrin-250x140.jpg

Úrslit

  1. Sjálfstæðisflokkur......25,25%.....16 þingmenn
  2. Vinstri Grænir............16,99%.....11 þingmenn
  3. Samfylking................12,05.......7 þingmenn
  4. Miðflokkur................10,87%......7 þingmenn
  5. Framsóknarflokkur.....10,71%......8 þingmenn
  6. Píratar....................9,20%......6 þingmenn
  7. Flokkur Fólksins.......6,8%.......4 þingmenn
  8. Viðreisn...................6,69%......4 þingmenn
  9. Björt Framtíð..........1,22%......0 þingmenn
  10. Alþýðufylking............0,19%......0 þingmenn
  11. Dögun....................0,06%......0 þingmenn

Kosningaúrslitin virðast gefa mjög margar tæknilega mögulegar ríkisstjórnir.
Þó sannarlega séu sumar þeirra afskaplega ólíklegar!

  • Ég sé það ekki fyrir mér sem raunhæfan möguleika að Katrín Jaboks og Bjarni Ben -- myndi stjórn saman.
    --Geri því ekki alvarlega ráð fyrir þeim tæknilega möguleika í pælingum í tengslum við stjórnarmyndun.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta Sjálfstæðisflokkur

35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins.
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins.
35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins.
32 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn + Flokkur Fólksins
37 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

35 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Viðreisn

40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking

Ég sleppi tæknilega mögulegum fimm flokka stjórnum í tilviki Sjálfstæðisfl.

En miðað við úrslit - virðist líklegra til árangurs fyrir BB, að ræða við Sigurð Inga.
Framsókn örugglega þorir í stjórn með Sjálfst.fl. með 10% fylgi.
--Það mundi vera auðveldara að mynda stjórn með Framsókn - yfir til vinstri.

M.ö.o. ræða við Pírata eða Samylkingu, í og með viðræðum við Viðreisn og Flokk Fólksins
--Viðræður með Miðflokki mundu nánast útiloka Pírata og Samfylkingu.
Nema að forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar - breyti um viðhorf gagnvart Sigmundi Davíð.

  1. Framsókn ætti ekki að flýta sér um of.
  2. Alveg þora jafnhliða að ræða óformlega við Katrínu Jakobsd.

En Framsókn þarf helst að geta spilað -- BB á móti Katrínu.
Til að ná sterkum samningum í stjórnarmyndunarferli!

BB mun líklega ekki eins auðveldlega geta spilað - Miðflokk gegn Framsókn.
--Vegna neikvæðra viðhorfa forsvarsmanna Samfylkingar og Pírata gagnvart SDG.

  • Niðurstaðan er því sú, að staðan virðist merkilega vænleg fyrir Framsóknarflokkinn.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta VG

35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Viðreisn

40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking

34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn

  1. Til að hámarka sín áhrif í stjórnarmynduninni, þarf Framsókn að ræða jafnhliða við Katrínu Jaboks -- þrátt fyrir að Bjarni Ben líklega fái keflið til stjórnarmyndunar frá Guðna Th.
  2. Sem betur fer út frá hagsmunum Framsóknarfl. eru til staðar neikvæð viðhorf til Sigmundar Davíðs af hálfu forsvarsmanna Pírata og Samfylkingar, sem og Vinstri Grænna -- sem geri þá flokka mun síður líklega að vilja ræða við Miðflokkinn.
  3. Það mun sennilega flækja mjög hugsanlegar tilraunir Bjarna Ben, til að spila Miðflokk gegn Framsókn -- og örugglega neitar Framsókna að starfa með Miðflokki - vegna sárinda tengd hörðum ásökunum SDG á stjórnendur Framsóknar sem hann endurtók mjög nýlega er hann klauf sig formlega frá Framsóknarfl. -- sárin eru þar með afar fersk.
  4. Meðan að Katrín - Logi Einars og Píratar viðhalda neikvæðum viðhorfum gagnvart SDG.
  • Þá virðist mér stöðuglega séð, Framsóknarflokkurinn standa merkilega sterkur eftir þessar kosningar, og hafa mjög vænlega stjórnarmyndunarkosti.

 

Og eftirfarandi tæknilega möguleg stjórn:

  • 32 Þingmenn: Framsókn + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

 

Niðurstaða

Ég efa að nokkru sinni í lýðveldissögunni hafi stjórnarmyndun verið eins flókin eins og í kjölfar kosninganna 28/10/2017. En tæknilega mögulegar ríkisstjórnir skipta tugum.

Hið augljósa í stöðunni virðist vera, að Bjarni Ben annars vegar og Katrína Jakobs hins vegar muni í sitt hvoru lagi streitast við að mynda stjórn.

M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að afhending umboðs af hálfu Guðna Th. líklega til BB verði einungis forms atriði. M.ö.o. að það muni í engu hindra Katrínu Jakobs í því, að hefja sínar eigin stjórnarmyndunartilraunir - samhliða stjórnarmyndunartilraunum BB.

Ef það fer þannig, vegna viðhorfa vinstri flokkanna til Sigmundar Davíðs.
Geti staða Framsóknar óvænt orðið afar vænleg, þegar nánast komi ekki annað til greina af hálfu BB eða Katrínar Jakobs, en að ræða við Sigurð Inga.

Líklega ræða samt forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar við BB, samhliða viðræðum hans við Sigurð Inga -- þeir eigi að síður en Framsókn hafa BB sem valkost við Katrínu Jakobs.
--En neikvæðra viðhorfa hjá þeim gætir einnig gagnvart BB, kemur í ljós hversu sterk þau reynast vera.

Það getur því farið svo, að þeir treysti sér ekki í alvarlegar viðræður nema við Katrínu Jakobs -- þá væri erfitt fyrir Katrínu að líta framhjá Framsókn - meðan Vinstri Grænir haldast svo neikvæðir gagnvart SDG sem þeir hafa verið fram að þessu.

Á sama tíma, hefur BB þann tæknilega möguleika að mynda stjórn án vinstriflokkanna, en sá möguleiki sé líklega einungis til staðar með Framsókn, meðan viðhorf vinstri flokkanna gagnvart SDG haldast svo neikvæð sem þau hafa verið um nokkra hríð.

  • Skv. þessari greiningu getur staðan spilast þannig að Sigurður Ingi óvænt algerlega á skjön við skoðanakannanir fyrir kosningar -- standi uppi með pálmann í höndunum.
    --Eina ferðina enn, miðað við lýðræðissögu Íslands, standi Framsókn með mjög sterka samningsstöðu gagnvart öðrum flokkum.

--Sú staða að sjálfsögðu byggist á útlokun vinstri flokkanna á BB og SDG.
--Ef þeir útiloka báða, hefur BB einungis einn möguleika til stjórnarmyndunar upp á 32 þingmenn með Framsókn - afar veik stjórn, sem ég mundi ekki mæla með við Framsókn að taka.
--Og vinstri flokkarnir yrðu einnig að ræða við Sigurð Inga.

 

Kv.


Frá hverjum mun enn nafnlaus flokkur Sigmundar Davíðs taka fylgi?

Augljósa svarið mundi einhver segja - frá Framsóknarflokknum; en það má alveg íhuga þá spurningu.
Sjá bloggfærslu Sigmundar Davíðs: Bréf til Framsóknarmanna, Sigmundur Davíð.
--En það má einnig velta því upp hvort SDG taki hugsanlega fylgi frá - Flokki Fólksins!

Mynd með færslu

Eins og sést af lestri skýringa Sigmundar Davíðs, þá er hann með óskaplega harkalegar ásakanir gegn starfsfólki á skrifstofu Framsóknarflokksins og hugsanlega einhverju leiti að því fólki er vann fyrir Framsóknarflokkinn á umræddu flokksþingi -- sbr. ásakanir á þann veg að fólk hafi ekki fengið að mæta á þingið.
--Þ.s. ég var ekki þarna sjálfur, í það sinnið - ég get ekki svarað fyrir þetta.
--Hitt veit ég að hvert flokksfélag fær ekki að fara inn með nema ákveðinn fjölda, í hlutfalli við fjölda félaga í því félagi -- og það situr fólk í andyri og fer yfir lista með nöfnum, þegar fólk mætir og vill fá að fara inn í salinn; en þangað eðlilega mega einungis fara skráðir fulltrúar.
--Skv. þessum ásökunum, mætti fólk sem taldi sig vera í rétti til að mæta, en fékk ekki.

Fyrir þessu liggja að sjálfsögðu engar sannanir - einungis að því er virðist orð aðila er telja sig hafa verið fulltrúa með rétti, en skv. þeim lista er lá fyrir - voru þeir ekki slíkir!
--Enginn hefur stigið fram og viðurkennt að listum hafi verið skipt.
--Ég veit ekki betur en að listum sé skilað með tilteknum fyrirvara á skrifstofu flokksins.
Þá væntanlega beinist ásökunin að skrifstofu flokksins - meðan SDG sjálfur var þar enn formaður.

Fyrir utan þetta, virðist Sigmundur Davíð - taka því ákaflega harkalega ef einhver býður sig fram gegn honum í NA-Kjördæmi, en skv. hans orðum er það gerðist síðast - var það aðför að hans persónu.
--Nýverið kynnti Þórunn Egilsdóttir um framboð í 1. sæti í NA-Kjördæmi gegn Sigmundi Davíð - eins og sést af lestri greinar Sigmundar Davíðs - virðist hann taka því afar illa!

"Nú býður sami þingmaður sig fram aftur. Sem fyrr hvattur til dáða af þingmönnum flokksins í Suðurkjördæmi og öðrum úr hópnum sem staðið hafa að fyrri atlögum." - Öllu skynsömu fólki má vera ljóst hversu vitlaust það er að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eyða þeim skamma tíma sem er fram að kosningum í tilraun til að hrekja burtu þá sem ekki dansa eftir pípu hópsins sem endurheimti fyrri völd í flokknum fyrir ári."

M.ö.o. tekur hann þessum mótframboðum afar afar - illa! En hann virðist túlka það mótfamboð sem skipulagða atlögu að hans persónu -- eins og hann virðist túlka fyrra mótfamboð.

Hann talar einnig um mótframboð gegn Gunnari Braga í sama stíl.

"Atlagan að Gunnari Braga Sveinssyni er þegar langt komin, skipulögð og framkvæmd af þeim sem sáu um atburðarásina á flokksþinginu."

Það áhugaverða er að Gunnar Bragi hefur líst því yfir, að hann bjóði sig áfram fram fyrir Framsóknarflokkinn: Gunnar Bragi stefnir á sæti hjá Framsókn.
--Gunnar Bragi skv. því tekur ekki mótfamboði eins illa og SDG.
--Gunnar Bragi m.ö.o. ætlar að vera áfram í Framsókn.

  1. En ég fæ ekki betur séð, að það sem SDG talar um sem sannanir fyrir því að - - áfram sé skipulega vegið að sér, séu mótframboð gegn honum og þeim sem hann lítur á sem sitt fólk.
  2. Áhugavert ef SDG er að taka þeim mótframboðum það illa, að þau séu kornið sem að hans mati fylli mælinn og geri honum ófært um að vera áfram í Framsóknarflokknum.

Takið t.d. eftir því sem hann skrifar undir fyrirsögn: Valkostirnir.
--En það virðist sem sagt að hann líti á þetta allt sem persónuárásir, sbr. mótframboð - það að þurfa að standa í því að verja sitt sæti innan flokksins "sem vart er sérstaklega óvenjulegt í ísl. pólitík" - og þær útstrikanir er hann varð fyrir er voru nærri nægilega margar til að færa hann niður um sæti.
--Fyrir utan virðist hann ósáttur við ríkjandi stefnu flokksins, en segir þó ekki í hverju.
--Og hann virðist ósáttur við stöðu flokksins, sem hefur takmörkuð áhrif þessa dagana.
Til samans sé þetta það sem hann hafi ekki áhuga á að taka þátt í.

  • Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað hann vill.
    --En Framsókn þarf alltaf að semja við aðra flokka um stefnumál, ef mynda á samstjórn með öðrum.
    --Og ráðuneyti eru ekki endilega mörg, þegar ekki er um að ræða 2-ja flokka stjórn.
  1. Hann talar um, róttæka rökhyggju sem stefnu.
    --Sannast sagna skil ég ekki alveg hvað það er.
    Rétt að hafa í huga að Framsókn hefur aldrei almennt séð verið róttækur flokkur.
    Róttækni og miðju-stefna, fer ekki saman!
  2. Hann vill flokk sem stendur með því sem er rétt, og treystir sér til þess þó á móti blási.
    --Það hljómar sem að ekki sé um miðjuflokk sem hann vill stofna.
    --En róttækir flokkar með róttæk sjónarmið af einhverju tagi, geta tæknilega staðið vörð um þau -hvað sem tautar og raular- en það virkar yfirleitt ekki nema flokkar slíkir haldi sig utan ríkisstjórna.
    Annars þurfa þeir að semja um mál, veita málamiðlanir.
    En róttækni og málamiðlanir yfirleitt fer ekki saman.
  3. Hann vill flokk sem standi vörð um grunngildi en standi þó fyrir framförum.
    --Alltaf spurning hvað menn meina með grunngildum.
    En ef hann spilar inn á þjóðernishyggju - þá yrði fljótt ljós ein möguleg meining.

 

Ef maður tekur mið af orðum Sigmundar Davíðs - gæti verið að hann sæki frekar að Flokki Fólksins! En mér virðist fljótt á litið stefna SDG töluvert önnur en dæmigerð Framsóknarstefna

En það fer afar oft saman að flokkar sem segjast standa vörð um grunngildi - taki þjóðernis sinnaðan pól á þá meiningu. Grunn-gildin m.ö.o. séu þjóðleg.
--Það má þó nálgast á fleiri en einn veg.

En þ.e. til jákvæð þjóðernishyggja, slík gæti t.d. lagt áherslu á þætti í þjóðlífi sem taldir eru í hættu á að glatast -- og/eða á vörn tungumálsins, sem gæti birst í aukinni áherslu á tungumálakennslu og áherslu á að verjast áhrifum ensku.

Neikvæð þjóðernishyggja gæti tekið þann pól í hæðina, að leggja áherslu á aðstreymi erlends fólks til Íslands - að teikna upp þá mynd af slíku fólki að það ógni íslenskum hefðum, gildum, ísl. tungu o.s.frv.

--Það liggur ekki fyrir hvorn pólinn SDG tekur.

Ekki hefur a.m.k. komið fram nokkuð þekkt nafn sem fer fram með SDG í hinn nýja flokk.
--Enginn þingmaður virðist ætla að fylgja SDG, a.m.k. enginn enn stigið fram.
--Lilja varaformaður sagðist harma ákvörðun Sigmundar Davíðs.

Ef það er rétt, að ónefndur flokkur Sigmundar Davíðs sæki fylgi til þjóðernissinnaðra Íslendinga.
Þá gæti hann einmitt reitt einhver atkvæði af Flokki Fólksins.

  1. Framsóknarflokkurinn ætti að eiga ágæta möguleika á því að verjast slíkri aðsókn -- með því að færa flokkinn til vinstri; t.d. leggja áherslu á velferðarmál.
  2. Bendi á að flokkurinn titlaði sig - velferðarflokk og félagshyggjuflokk, lengi á 10. áratugnum.

--Það gæti veitt Framsóknarflokknum tækifæri til að sitja í vinstri-stjórn sem líklega er framdunan!
--En sögulega séð hefur Framsóknarflokkurinn ávalt grætt fylgi á vinstri stjórnarsamstarfi.
Hinn bóginn verður Framsóknarflokkurinn líklega óvenju veikur flokkur í þetta sinn.
Það gæti veikt samningsstöðu hans og áhrif innan slíks samstarf.
Slíkt auðvitað skilar sömu áhrifum í samstarfi til hægri.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að Framsóknarflokkurinn ætti að verjast afleiðingum þess áfalls sem brottför Sigmundar Davíðs getur reynst vera, með þeim hætti að leggja áherslu á félagsleg málefni í komandi kosningum.
Eða með öðrum orðum, á velferðarmál.

En Framsókn hefur sögulega oft farið fram með þess konar áherslur.
Ef flokkur SDG væri á sama tíma með - þjóðernissinnaðar áherslur.
--Þá skapaðist nægileg fjarlægð milli þeirra flokka.

Þannig að flokkur SDG gæti þá í staðinn, orðið að ógn fyrir Flokk Fólksins, svokallaðan.
Brottfar SDG getur verið tækifæri fyrir Framsókn að horfa til vinstri.
En nú er vinstri sveifla akkúrat í augnablikinu, fólk horfir mjög til þarfar fyrir velferðarúrræði.
--Mig grunar í þessu geti legið tækifæri fyrir kosningarnar framundan.

Flokkurinn getur vart stefnt að öðru en að ná hugsanlega sama fylgi og síðast.

 

Kv.


Ég hugsa að Björt Framtíð hefði líklega ekki slitið ríkisstjórninni ef ekki hefði komið til slæm staða BF í skoðanakönnunum

Ég er tilfinningalaus gagnvart þessu, þ.e. ég er ekki stuðningsmaður BF langt í frá en ég hata ekki eða fyrirlít BF heldur -- mér er persónulega sama hvort flokkurinn hefur það af í næstu kosningum eða ekki.
En mig grunar að BF hafi verið að líta eftir ástæðu til að slíta stjórninni, eftir að nýlegar kannanir sýndu mjög slæma stöðu flokksins.

  1. Ég bendi á að flokkar hljóta að íhuga eigin stöðu alltaf við og við innan stjórnarsamstarfs.
  2. Það ber engum flokki þannig séð skilda til þess að standa lengur að stjórnarsamstarfi en meðlimir þess flokks -- meta að sé í samræmi við hagsmuni þess flokks, eða þess hóps er stendur að baki þeim flokki.

--Fyrir utan að væntanlega hafa flokkar einhver baráttumál.
--Ef flokkurinn metur að hann sé ekki að ná þeim fram, þá auðvitað þynnast út smám saman ástæður þess flokks að halda áfram stjórnarsamstarfi.

  1. Ef flokkur í slæmri stöðu telur sig þurfa að slíta stjórnarsamstarfi.
  2. Þarf sá flokkur að finna mál eða ástæðu til stjórnarslita sem sá flokkur telur sig geta nýtt í kosningabaráttu framundan.

 

Spurningin sé þá hvort að Björt Framtíð geti nýtt sér það mál sér til framdráttar -- sem Björt Framtíð segir að hafi knúið fram stjórnarslit af sinni hálfu?

Greinilega gerði Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Ben forsætisráðherra -- Sjálfstæðisflokknum bjarnargreiða, að hafa skrifað undir meðmæli fyrir því að gamall persónulegur vinur hans sjálfs Hjalti Sigurjón Hauksson -- fengi uppreist æru.

Mig grunar að það að forsætisráðherra Bjarni Ben umliðna 4. mánuði ræddi málið einungis við dómsmálaráðherra -- en ekki ríkisstjórnina í heild; þagði síðan þunnu hljóði yfir nöfnum þeirra er undirrituðu meðmælabréfið í þá 4. mánuði samfellt.
--Sé að reynast afskaplega pólitískt séð ósnjallt.

  1. Mér finnst eðlilegt að þetta skapi tortryggni -- kannski er líklegast að BB hafi viljað forðast fjölskylduskandalinn ef það vitnaðist að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru fyrir mann sem á sínum tíma var dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart eigin dóttur frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs.
  2. Hinn bóginn -- get ég alveg skilið það, að einhver fjöldi Íslendinga túlki þetta neikvæðar; að BB hafi hugsanlega haft fulla vitneskju um málið - þó hann segi í dag að hann hafi ekki vitað af því fyrr en í júlí.
  • Sennilegasst eru bestu rökin fyrir því að BB tjái satt og rétt að hafa ekki vitað af málinu fyrr en í júlí -- sá augljósi pólitíski skaði sem slíkur gerningur mundi valda ríkisstjórninni, BB persónulega og flokknum hans.
    --BB hefði þurft að vera afskaplega blindur á þau atriði, til að sjá ekki að slík undirritun væri slæm hugmynd.

En punkturinn er sá að Björt Framtíð getur hugsanlega grætt á þeirri tortryggni sem er innan samfélagsins gagnvart BB persónulega.
Að sú tortryggni er fyrir var, líklega valdi því að afar margir túlki málið BB í óhag - frekar en hitt.

Eins og BF segir söguna - þá er þeir áttuðu sig á málinu, þá varð þeim ljóst að þeim væri ekki lengur stætt í ríkisstjórninni.
Þetta sé það stórfelldur trúnaðarbrestur af hálfu forsætisráðherra - að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta!

  • Þó þeir ekki beint fullyrði að BB sé að ljúga að þjóðinni - þá líklega elur þessi framsetning um BF sem fórnarlamb, á neikvæðum túlkunum frekar en hitt.

--BF reynir þá væntanlega að skjóta þeirri hugmynd fram að flokkurinn hafi algerlega hreinan skjöld.
--Ef eitthvað vantar upp á kosningaloforð -- væntanlega þá leitast þeir við að setja Sjálfstæðisflokk fram sem blóraböggul.

Það verður síðan að koma í ljós hvernig það virkar fyrir Bjarta Framtíð.
En greinilega er sá flokkur í lífróðri.

 

Niðurstaða

Eftir að hafa hugsað um málið í nokkra daga, held ég að sennilegar sé að BB segi satt að hann hafi ekki vitað af undirritun föður síns fyrr en í júlí. Hinn bóginn sé það að reynast pólitískt ósnjallt að hafa ekki sagt strax frá því að faðir hans hafi verið einn af fjórmenningunum er rituðu undir meðmæli með uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar.
--Sennilega væri BF enn að leita sér að stjórnarslitamáli og því stjórnin enn starfandi.

En eftir að íhuga málið frá því að það gaus upp seint í sl. viku, þá hugsa ég að Björt Framtíð sé að nota málið til stjórnarslita -- frekar en það sé raunverulega svo að BF geti ekki setið í stjórninni lengur vegna trúnaðarbrests vegna tengsla BB við málið umrædda.

Ég skal ekki endilega hafna því að þetta geti verið skársta tækifæri BF til slita á stjórnarsamstarfinu.
En eins og ég sagði þá þarf BF að hafa mál sem BF telur sig geta nýtt sér til framdráttar að einhverju leiti í komandi kosningabaráttu.

Ég held að málið greinilega skaði allt í senn - Bjarna Ben sem stjórnamálamann og formann, og Sjálfstæðisflokkinn sem slíkan.
--Það hlýtur að setja fram spurningamerki um áframhaldandi setu BB sem formanns Sjálfstæðisflokks.

  1. Þó vegna þess hve stutt er til kosninga þá mundi spurningin um stöðu BB sem formanns bíða fram yfir kosningar.
  2. Það getur meira en verið ástæða þess að BB vill fyrir alla muni að kosningarnar fari fram eins fljótt og auðið er, í von um að kosningaútkoma hugsanlega styrki stöðu hans aftur.

--Slæm kosningaútkoma ofan í fyrri áföll, gæti gert út af við feril BB sem stjórnmálamanns.

  • Minn gamli skólafélagi úr MR væri þá hugsanlega hættur sem stjórnmálamaður.
    --BB er þá kannski einnig að róa lífróður!

Ps. Bendi á mjög áhugaverða grein Sigríðar Andersen: Ráðherr­um heim­ilt að kynna sér gögn­in.

Skv. hennar útskýringu hafi framkv. uppreist æru verið með endemum fáránleg, árum saman.
Málið hafi verið afgreitt af Ólöfu Nordal - að sögn Sigríðar hafi BB ekki setið sem staðgengill hennar þann dag. Málið hafi komið inn á ríkisstjórnarfund þeirrar ríkisstjórnar er þá sat og verið afgreitt þar, fundur sem BB sat -- hún hafi sjálf komist á snoðir um málið innan ráðuneytis síns þá rætt það við BB. Segir hann hafa virst koma af fjöllum er hún nefndi það við hann.
--Hún segir alla ráðherra geta kynnt sér gögn er koma inn til ríkisstjórnar.

  • Það getur þó vel verið að - það hafi ekki allir þeir sem sitja slíkan fund fyrir því að kynna sér - ætíð sérhvert atriði sem kemur frá ráðuneytum samráðherra inn á fund til afgreiðslu þar.
    --Það getur þar með vel verið að mál geti siglt í gegn án athygli sumra ráðherra.

M.ö.o. það þarf ekki vera endilega lýgi þó menn hafi getað kynnt sér mál að þeir hafi ekki vitað af því - fyrr en síðar er það vakti athygli -- ef það sigldi í gegn án þeirrar athygli.
--Eigum við ekki að segja að það gildi sama og sagt er um "samninga" að alltaf kynna sér smáa letrið.

M.ö.o. menn eigi að lesa plögginn sem hinir ráðherrarnir mæta með á fund, jafnvel þó þau virðist við fyrstu sýn um eitthvert smá mál.

PS. 2: Dálítið sérstök umræða má vefnum Hringbraut sem virðist fyrst og fremst snúast um það að Sigríður Andersen hafi rofið trúnað við föður BB er hún tjáði BB málavöxtu: Rauf trúnað - Sigríður Andersen er þúfan sem velti hlassinu - Útrétt sáttahönd - Yfirlýsing frá stéttarfélagi.

 

Kv.


Spurning hvort Guðni Th hafi einnig sett niður í tengslum við mál Hjalta Sigurjóni Haukssonar - málið sem var að fella ríkisstjórnina

Ég held að það sé alveg ljóst að Guðni Th framdi verulega stórt axarskaft er hann samþykkti að veita Hjalta Sigurjóni Haukssini uppreist æru.
--Ég veit það, umræðan snýst núna um þá feðgana Bjarna Ben og Benedikt Sveinsson - sem var einn þeirra þriggja er skrifaði undir meðmælabréf til dómsmálaráðuneytis um veitingu uppreist æru til handa gömlum vini Benedikts Sveinssonar: Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt.

  1. En mér finnst alveg í lagi að ræða þátt Guðna Th - einnig.
  2. En sjálfsögðu þurfti hann ekki að haga sér eins og stimpilpúði Dómsmálaráðuneytisins - er það sendi honum tillögur um náðanir skv. framlögðum nafnalista.

--En þ.e. eins og að Guðni Th hafi álitið það ekki sína ákvörðun, hverjir fá uppreist æru frá forseta -- heldur sem nokkurs konar stjórnvalds ákvörðun, undir ranni ráðherra.
--Þetta er eiginlega umræðan um vald forseta, þ.e. hver fer með það, forseti eða ráðherra.
--Eins og að Guðni Th hallist í hina áttina, samanborið við fyrri forseta - Ólaf Ragnar.

  • En með því að samþykkja öll nöfnin, þar á meðal nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar -- þá tók hann augljóslega þátt í þeirri ákvörðun -- að hleypa dæmdum barnanýðingi aftur til sinna gömlu starfa sem lögmaður.
    --En skv. lögum þá var honum ekki heimilt að starfa við lögmannsstörf eftir að hafa verið dæmdur fyrir það alvarlegan glæp.

Mér finnst eiginlega kostuleg -- ummæli Benedikts Sveinssonar, að hann hafi álitið þetta lítinn greiða við gamlan vin, að veita honum aftur - tiltekin mannréttindi.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/is/6/6f/Gudni_th_kynning.jpg

Sagði Bjarni Ben satt?

Ég verð að segja að ég upplyfi óvissu: „Rök Bjartrar standast ekki skoðun“.

Ég viðurkenni að mér finnst ekki öruggt að BB segi rétt frá að hann hafi ekki haft nokkra vitneskju um undirskrift föður síns -- fyrr en í sl. júlí.
Að hann hafi engan hlut átt að máli -- að mál Hjalta Sigurjóns eða Roberts Downey hafi fengið eðlilega máls-meðferð skv. lögum, m.ö.o. ekki flotið í gegn einungis vegna tengsla við þá feðga.

Þar fyrir utan þekki ég ekki hvort að hann segir satt - að honum hafi verið óheimilt að nefna nafn föðurs síns; hann hafi verið bundinn leyndarákvæði.

  1. Rétt að nefna að brot Hjalta Sigurjóns var gríðarlega alvarlegt, þ.e. hann beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs eða 10 ár.
  2. Mér finnst ekki rétt að slíkur einstaklingur, jafnvel þó að hann hafi setið af sér brotið - fái aftur að gegna lögmanns störfum.

Fólki er eðlilega brugðið - finnst málið andstyggilegt.
Fólk upplyfir örugglega eins og ég, óvissu um það hvort satt og rétt sé greint frá.

  • Bjarni Ben er greinilega búinn að fá á sig aukið óorð.

Bjarni vissi a.m.k. svo staðfest er um málið í 4. mánuði, áður en það kemst í hámæli að faðir hans hafði skrifað undir -- dómsmálaráðherra var þá að sjálfsögðu kunn málavöxtu. Hún hafði rætt málið við BB - en ekki virðist að hann hafi tjáð ríkisstjórn sinni frá því.

  1. Mörgum finnst þarna hafa verið yfirhylming - en ekki er greint frá af hálfu BB fyrr en ljóst er að málið er á leið í fjölmiðla hvort sem er.
  2. Sannfæring um yfirhylmingu eðlilega fyllir fólk -- aukinni tortryggni.

M.ö.o. segir Bjarni Ben raunverulega satt frá?

  • Staða BB hlýtur að teljast veikluð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kosningar gefi tækifæri á að koma ákveðnum málum í réttan farveg.

Sigmundur Davíð ætlar í framboð!

Það er áhugaverð þróun efling flokks er nefnir sig -- Flokk Fólksins. En ég tel öruggt að fylgisaukning þess flokks, hafi mjög verulega þrengt möguleika SDG, að mynda nýjan flokk.

Það ætti því ekki að koma á óvart, að hann bjóði sig enn á ný fram fyrir Framsóknarflokkinn: Sjálfur ætlar hann í framboð fyrir Framsóknarflokkinn.

  1. En mér sýnist að FF - muni sækja að Framsóknarflokknum, sérstaklega þegar kemur að atkvæðum fólks með mjög eindregna þjóðernissinnaða afstöðu.
  2. Að auki taka atkvæði þeirra sem eru fremur en hitt andvígir fjölgun útlendinga sem er setjast að á Íslandi - sérstaklega ef þeir eru frá fátækum löndum, eða löndum í upplausn.

--Það þrengi þá möguleika að taka Framsóknarflokkinn í slíkar áttir.

En mér virtist stundum eins og að SDG - gæti hugsað sér slíka stefnu.
Hinn bóginn, fannst mér yfirleitt afar óljóst hvaða stefnu akkúrat SDG boðaði.
--Virtist oft hann vera sammála hverjum þeim - sem hældi honum, burtséð frá því hvaða stefnu sá boðaði.
--Ég meina, mér virtist hann tala oft út og suður, því óljóst hvort hann styddi þess konar skoðanir eða ekki.

  1. Það sem sé jákvætt fyrir framsóknarflokkinn sé þá það, að líklega sé lokað á það að stefna með flokkinn í átt til -- harðrar þjóðernisstefnu.
  2. Og hitt, að líkur á klofningi flokksins hafi líklega stórfellt minnkað - er ljóst virðir að sennilegast sé úti um möguleika SDG á að stofna sinn eigin flokk er ætti raunhæfa möguleika á að ná inn á þing.

Kannski þíðir það að auðveldar verði að ná sátt innan flokksins eftir átök um forystu.

 

Niðurstaða

Ég er að segja að ég er ákaflega ósáttur við Guðna Th fyrir að hafa ekki hafnað því að veita Hjalta Sigurjóni - uppreist æru. En ég er þess fullviss að Guðni hafði alveg þann rétt að segja - NEI. Jafnvel þó það hefði hugsanlega verið fordæmalaust -- sýndi Ólafur Ragnar Grímsson fram á það að fordæmaleysi þíddi ekki að forsetinn hefði ekki valdið til að segja - NEI.
--Það hafi verið rangt hjá Guðna Th að fela sig bakvið ákvörðun ráðuneytisins, er það afhenti honum lista yfir þá sem það lagði til að fengju uppreist æru.

  • Ég er ekki að leggja til afsagnar Guðna Th -- en mundi gjarnan vilja að hann bæðist afsökunar á sínum þætti málsins.

Varðandi Bjarna Ben sjálfan, virðist mér fullljóst að orðstír hans meðal þjóðarinnar hafi beðið verulegan hnekki - ofan í fyrra óorð er fór af honum. En það þykir alveg örugglega án nokkurs vafa hálfu verra óorð að tengjast ákvörðun um að endurreisa mannorð dæmds barnanýðings.

  • Þetta mál á örugglega ekki eftir að vera lyftistöng fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni framundan.

Það verður áhugavert að fylgjast með Sigmundi Davíð - greinilega ætlar hann að halda spilum þétt að sér, en mér virðist þó a.m.k. ljóst að hann fer ekki í það að kljúfa flokkinn.
--Kannski fer hann aftur í formannsslag, en það þarf ekki endilega fara svo.
--Á hinn bóginn, er það viss greiði fyrir hann ef BB fær fram kosningar í nóvember því þá fer landsfundur Framsóknarflokksins væntanlega fram í góðu tómi eftir þær kosningar -- hinn bóginn með formanns-slag framundan, eru möguleikar flokksins á stjórnarþátttöku líklega veikir.

  • Flokkurinn gæti misst aftur af tækifæri til ríkisstjórnarþátttöku, nema að samkomulag náist milli fylkinga innan flokksins er skili sátt -- mundi slíkt samkomulag líklega þurfa að liggja helst fyrir mjög fljótlega eftir nk. kosningar eða fyrir þær.

 

Kv.


Bruninn í London - eldfim klæðning utan á íbúðaturninum sem sett var 2016, getur hafa breytt íbúðaturninum í brunagildru - eru hættuleg klæðningarefni til utan á húsum á Íslandi?

Mér fannst þetta atriði vert umhugsunar, en menn eru að velta fyrir sér -- hvernig eldur gat breiðst frá 4. hæð, upp á 24. hæð - á 15 mínútum; skv. sjónarvottum!
--En þetta ætti ekki að geta gerst!

Mér virðist bruninn benda til þess, að utanáhúsaklæðningar þurfi að taka til skoðunar, þ.e. nánar tiltekið - leggja bann við notkun klæðningarefna er geta brunnið.

Þetta þurfi öll lönd heimsins nú að skoða, Ísland að sjálfsögðu einnig, í ljósi þess er virðist hafa gerst í brunanum mikla í London.

Það getur vel verið að íbúðaturninn er brann í London, hafi haft fyrsta flokks brunavarnarhönnun, með niðurhólfun -- en mistök við val á klæðningarefni utan á turninn; getur hafa dugað til þess að flytja eldinn þá milli þeirra hólfa - þannig að ef slík hólfun var til staðar getur hún hafa ónýst með öllu vegna mistaka við val á utanhúsklæðningarefni.

Þetta er auðvitað fullkomlega skelfilegt til að hugsa, að ein mistök geti gert hús að brunagildru.

  1. En athygli hefur verið vakin á plast-klæðningu sem sett var utan á húsið fyrir liðnu ári.
  2. En byggingarreglugerðir í Bretlandi virðast ekki krefjast þess að utanáklæðningar á hús, séu eldfastar.

Eins og sjá má á myndum, hefur klæðningin greinilega brunnið utan á húsinu!

The building has been completely ripped out by the blaze

Þessi mynd virðist greinilega sýna klæðninguna loga utan á húsinu!

Grenfell Tower in Kensington, West London, looked like a scene from hell as a fire ripped through the building early this morning

Eins og sést, virðist eldurinn hafa borist hratt upp bygginguna á einni hlið hennar! Meðan að eldur virðist ekki enn hafa farið að loga á stórum hluta hæðanna! En íbúar hafi lokast hratt inni, um leið og eldur náði til -- eina stigagangsins í húsinu! Hugsanlega á þeim punkti, var aðaleldurinn í klæðningunni utan á húsinu. En lítt inni á hæðunum sjálfum á þeim punkti.
Residents still in the building had been told by firefighters to line the bottom of their doors to stop smoke getting in. Meanwhile, police conducted a roll call of flats to work out who might still be trapped inside

Það virðist möguleiki, að eldur hafi getað komist inn um glugga einhverra íbúðarglugga - á hæðum fyrir ofan hvar eldurinn byrjaði; eftir að hann komst í klæðninguna - þannig eldur í klæðningu flýtt fyrir útbreiðslu eldhafsins upp hæðirnar á húsinu. 
--Eldurinn getur beinlínis hafa borist í klæðninguna, eftir að gluggi springur á íbúð þ.s. eldurinn fyrst kom upp, og eldtungur síðan út um þann gluggja farið að sleikja klæðninguna nærri þeim glugga.
--Síðan getur eldurinn hafa borist eftir klæðningunni að næsta glugga fyrir ofan, umkringt þann glugga er klæðningin í kringum þann glugga fór að skíðloga, glerið á þeim glugga sprungið, þá eldurinn borist inn á þá hæð -- síðan ferlið endurtekið sig koll af kolli, lóðrétt upp hæðirnar inn um glugga á hæðunum beint fyrir ofan eldsupptökin.

  • Myndirnar virðast geta bent sterklega til þeirrar tilteknu sviðsmyndar -- sbr. eins og sést á mynd að ofan, að ein hliðin á húsinu skíðlogar - lóðrétt upp!
    --Sést einnig mjög vel á víedóunum.

Vara við mjög ljótum myndum á þessari síðu - sem sýna fólk veifandi út um glugga, sem án nokkurs vafa lét síðan lífið: Fears that new cladding made Grenfell Tower 'light up like a matchstick': First bodies are removed from building as 12 are confirmed dead and dozens missing amid chilling warning that 'nobody on top three floors survived'.

Myndir virðast benda til þess að eldurinn hafi farið hratt upp eina hliðina á húsinu alla leið upp á topp, síðan smám saman borist á hæðunum sjálfum um allt húsið!

Annað mynband með fréttalýsingu af atburðinum! Ath, sjokkerandi myndir af fólki horfandi út um glugga sem sennilega lét lífið!

Það hljómar þannig að eldur í klæðningu - geti einmitt skýrt rosalega hraða dreifingu eldsins lóðrétt nærri beint upp alla leið upp á topp, áður en hann virðist síðan hafa breiðst innan hæðanna sjálfra!

Eins og sést á myndunum á vídeóunum - er framan-af, klárlega eldur alla leið upp á topp.
--En á sama tíma, er eldlaus hluti á öllum hæðum alla leið upp á topp.
--Margir virðast hafa komist niður með því að bregðast hratt við, en síðan hefur stigagangurinn lokast sá eini í húsinu, og fólk lokast inni á hæðunum!

En ef menn voru ekki snöggir að hverfa niður, hefur sennilega mjög fljótlega möguleikar á björgun -- gufað upp.
--Mjög margir geta hafa látið lífið á efstu hæðum byggingarinnar!
--Vegna þess að sennilega slokknaði eldurinn ekki fyrr en nærri allt er brunið gat var brunnið, þá gæti reynst mjög erfitt að - komast að því, hve margir raunverulega létu lífið.

  • En líkin geta einfaldlega hafa brunnið fullkomlega til ösku, beinin líka.

12 dead in fire that destroyed 24-storey building

Death toll in London tower block blaze rises to at least 12

 

Niðurstaða

Þetta með klæðninguna á háhýsinu, virðist fullkomlega sjokkerandi. Ef eldur getur brotist út í einni íbúð, gluggi endanlega sprungið út þar -- eldur síðan borist í eldfima klæðningu, þaðan svo eftir klæðningunni nánast lóðrétt upp alla leið upp á topp.
--Síðan inn um glugga, þegar klæðning fer að loga hringinn í kring um þá glugga á hverri hæð, gler í þeim gluggum sem þá líklega springa svo eldurinn berst inn um þá.
--Þannig gæti eldurinn hafa borist framhjá öllum eldvarna-hurðum, ef þær voru til staðar, og einnig framhjá sérhverri eldhindrun er hafi hugsanlega verið byggð inn milli einstakra hæða!

Þannig slæm ákvörðun um val á klæðningu, til þess að minnka hita-útgeislun frá húsinu, og lækka þannig hitunarkostnað -- hafa breytt húsinu í tifandi eldsprengju!

Spurning hvort að íslenskar byggingareglugerðir -- hveða á um að klæðningar skuli vera eldfastar, eða hvort að klæðningar geta einnig á Íslandi, gert hús að brunagildrum?

 

Kv.


Sérsveit lögreglunnar með varðgæslu meðan "color run" stóð yfir - mig grunar að það sé hinn mikli ferðamannastraumur er skapar hættuna!

Ég hef séð fjölda athugasemda á þann veg, að við Íslendingar höfum boðið hættunni heim - eða að "góða fólkið" hafi gert Ísland hættulegt; en ég eiginlega hlæ að þessu.

  1. Fyrsta lagi, hefur Ísland fram að þessu tekið á móti, afar fámennum hópum aðkomufólks af því tagi sem þeir sem títt nota frasann "góða fólkið" vísa til.
  2. Í öðru lagi, hefur Ísland gætt þess að velja alltaf fjölskyldufólk. Það auðvitað skiptir máli, að velja úr - því augljóslega vilja fjölskyldur með börn fyrst og fremst koma börnum sínum í öruggt skjól. Slíkt fólk sé afar - afar ólíklegt að vera varasamt.
  3. Auk þess að hér er næga vinnu að hafa, þannig að fjölskyldufeður komast til vinnu - lenda ekki lengi á féló eins og víða innan Evrópu þ.s. atvinnuleysi er margfalt meir en hér.

Ég held það sé klárlega ferðamannastraumurinn sem lögreglan óttast.
Pælið í þessu - 2.000.000 ferðamenn í ár, án nokkurs vafa - sennilega rúmlega það að auki.

  1. Vandinn sé ekki, hverjum Ísland hefur hleypt til landsins.
  2. Heldur hverjum hafa nágrannalönd Íslands, hleypt til sín.

--En þau hafa mörg hver ekki verið eins varfærin, og við Íslendingar.
--En Ísland er algerlega galopið í alla enda, gagnvart Evrópulöndum.

Þess vegna sé fullkomlega rökrétt fyrir lögreglu Íslands, að hafa varann á þegar hættuleg hryðjuverk eru framin í Evrópu.
Ég er eiginlega feginn því frekar en að vera óttasleginn eða fyllast ónotum, að lögreglan byrgi brunninn áður en barnið er dottið ofan í.

Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær.

Ætlar að ræða vopnaburðinn í Þjóðaröryggisráði

Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð

Vopnaðir sérsveitarmenn í miðbænum

Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run

Velti fyrir mér viðbrögðum Katrínar Jakobs!

En viðhorf Vinstri-grænna, á undan þeim - Alþýðubandalagsins, þegar kemur að spurningunni um vopnaburð lögreglu, auk þátttöku í varnarsamstarfi Vestrænna þjóða; þau viðhorf hafa ætíð slegið mig sem barnaleg eða næív.
Katrín Jakobs, talar um ónotatilfinningu vegna þess að það voru sérsveitarmenn niðri í bæ meðan "Color Run" stóð yfir, greinilega vopnaðir. Þetta hljómar eins og hún, sé mun uppteknari yfir því, að vopnaðir lögreglumenn hafi verið á staðnum, ef af hverju þeir voru þar.
Ég man enn eftir umræðunni um - MP6 byssur sem lögreglan vildi fá gefins af Norðmönnum.
--Hvort tveggja Píratar og VG-arar linntu ekki látum, fyrr en vopnin voru send aftur úr landi.

  • Lögreglan ætti að fá sér - MP7.

File:BundeswehrMP7.JPG

Lögreglan á eitthvað af MP6-byssum, sem eru "sub-machine-guns."
--MP7 notar sérstök "armor piercing" skot, ætlað að komast í gegnum skotheld vesti.
--MP6 notar samskonar kúlur og notaðar eru fyrir Heckler&Koch skammbyssur af eldri gerð, ekki öflug skothylki heldur, þannig að þær komast ekki í gegnum skotheld vesti.

Það þíði að meðan lögreglan notast við MP6 geta hryðjuverkamenn mætt í vestum.
--Eins og sést er MP7 þægilega lítið vopn, einmitt hentug fyrir öryggissveitir.

  • Einhverja sjálfvirka ryffla þyrfti að eiga einnig, en væntanlega er MP7 fyrst og fremst nothæf á tiltölulega stuttu færi.

 

Niðurstaða

Þvert ofan í andstöðu VG-ara og Pírata, þá styð ég fullkomlega að íslenska lögreglan eigi í fórum nægilegt magn vopna sem nothæf væru í því skyni að fást við hryðjuverkaöfl, ef til árásar af slíku tagi mundi koma. Þvert ofan í að öryggisaðgerðir lögreglunnar fylli mig ónotatilfinningu, eins og Katrín Jakobs talar um, þá fynn ég fyrir öryggistilfinningu frekar en hitt. Enda geri ég mér fullkomlega grein fyrir því, að ekkert og þá meina ég ekkert hindrar hryðjuverkamenn í Evrópu í því að beita sér hér, ef þeir svo kjósa. Enda landið gersamlega galopið fyrir komum og brottförum fólks sem hefur varanlegt dvalarleyfi í Evrópulandi, eða eru borgarar þeirra landa. Og ferðamannastraumurinn er kominn í rúmar 2-milljónir manna ár hvert, yfrið nægur straumur til að fela sig innan um, ef misindismenn hafa áhuga á að beita sér hérlendis.

Mig grunar að það sé einmitt þessi gríðarlegi ferðamannastraumur, sem skapi þau tækifæri til þess að beita sér - sem lögreglan óttast sem möguleika, nægilega til að telja ástæðu að vera sýnileg á næstunni á fjöldasamkomum, vopnuð.
--Sé ekki ástæðu til að pyrrast yfr því.
--Fagna því frekar, að lögreglan hafi allan varann á!

 

Kv.


Spurning hvar Donald Trump mundi hitta Kim Jong-un?

Trump hefur sagt ákaflega margt, en nýleg ummæli Donalds Trump vekja eftirtekt!

“If it would be appropriate for me to meet with him, I would absolutely, I would be honoured to do it,” - Most political people would never say that but I’m telling you under the right circumstances I would meet with him.”

Skv. því telur Donald Trump það koma ágætlega til greina að hitta Kim Jong-un að máli.
--Hvað sem réttar kringumstæður annars væru: Trump says he ‘would be honoured’ to meet N Korea’s Kim Jong Un.

http://fpif.org/wp-content/uploads/2016/12/Kim-Trump-722x361.jpg

  1. Rétt að taka fram að síðan Kim Jong-un tók við völdum í N-Kóreu 2011.
  2. Hefur hann ekki farið út fyrir landsteina - né hitt nokkurn erlendan þjóðarleiðtoga yfir höfuð.
  3. Mig grunar að Kim Jon-un telji sér ekki óhætt að yfirgefa landið.
  4. Á sama tíma grunar mig að Donald Trump sé ekki tilbúinn að hitta Kim Jon-un í N-Kóreu.

Það þíði þó ekki endilega að slíkur fundur sé óhugsandi!
En það mætti hugsa sér að hann væri haldinn á stað á landamærum Norður og Suður Kóreu.
--En slíkir landamærastaðir eru til, sem notaðir hafa verið áður til fundahalda milli Norður og Suður Kóreumanna.

Slíkur fundur virðist þó ekki sérdeilis líklegur í augnablikinu.
--Alltaf góð spurning hvort unnt sé að fá N-Kóreumenn til að halda eitthvert samkomulag.
--En þeir hafa nokkrum sinnum áður undirritað sáttmála, en alltaf á endanum fundið tilliástæðu til þess að virða það ekki lengur, stundum nokkrum árum síðar.

  • Það blasi því ekki endilega við mér að Donald Trump ætti að halda slíkan fund.

 

Niðurstaða

Miðað við sögu deilna við N-Kóreu, sé ég ekki persónulega mikinn tilgang í hugsanlegum fundi Trumps og Kim Jong-un. En vandinn sé að fá N-Kóreu til að halda undirritað samkomulag - til lengdar. Fram til þessa, hafi tilraunir til samkomulags alltaf endað með því að N-Kórea hefur fyrir rest fundið ástæðu til þess að hætta að virða gert samkomulag.

 

Kv.


Mín skoðun er að svokallaður -komuskattur- sé afar slæm hugmynd

Pólitíkin á Íslandi hefur verið í megnustu vandræðum með að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum, ásamt því að nú virðist Alþingi einnig í vandræðum með að fjármagna -- mikilvægar vegaframkvæmdir.
--Flest virðist benda til þess, að svokallaður komuskattur verði líklega lagður á!

  1. Fyrsta lagi, höfum við ákaflega slæma reynslu af - ánöfnuðum sköttum, sbr. útvarpsgjald - vegagjald.
    --En Alþingi ræður yfir öllu skattfé á landinu.
    Hvað gert er við innheimta skatta, er einfaldlega til samninga í hvert sinn, sem umræða um fjárlög er tekin.
    Og allir þeir hagsmunahópar er byggja landið, og auðvitað einstök svæði innan landsins -- reyna í hvert sinn, að toga til sín sem -- allra mest.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu -- að nákvæmlega engin trygging er til staðar, að -- t.d. komugjald renni raunverulega að bróðurparti til uppbyggingar á ferðamannastöðum.
    --Enda getur maður séð það fyrir, að þegar umræða stæði uppi um fjárlög, og þessir peningar væru til umræðu -- þá mundu margir aðrir þarfir hagsmunir, krefjast aðgengi að því fé -- t.d. spítalar eða m.ö.o. heilbrigðismál, eða tryggingamál -- eða einstök byggðalög heimta það fé til verkefna hjá sér.
    --Hættan væri klárlega -- að smám saman væri meira og meira klipið af þessu í aðra hluti.

 

Þessi skattur hefur fleiri galla til viðbótar!

  1. En hann augljóslega letur ferðamenn til þess að koma til Íslands -- með því að gera farmiðann dýrari, en það lendir þá strax á öllum ferðalöngum til landsins - alveg burtséð í hvaða tilgangi ferðin er.
    --Hann að sjálfsögðu, bitnaði einnig á Íslendingum er væru að ferðast -- en mismunun er ekki heimil skv. EES.
    Mundi þá einnig gera ferðir landans til landsins frá - útlöndum, kostnaðarsamari.
  2. Færri ferðamenn --> Leiða að sjálfsögðu til, minni tekna ríkisins en ella af t.d.: launum þeirra er vinna við ferðaþjónustu, færri kaupa gistingar, minna er verslað innan landsins af ferðalöngum.

--Hver nettó áhrifin væru -- er ákaflega erfitt að spá fyrir!

  • En ríkið er að setja ferðamennsku í hærri - virðisaukaskattflokk.
  • Fyrir utan það er að koma inn hækkanir frá ferðaþjónustu, vegna launahækkana.

--Komuskattur bætist þá ofan á allt þetta!

 

Ég held að allir vita sem vita vilja, að það mun koma samdráttur í ferðamennsku!

Málið er að ferðamenn eru ekki auðmenn upp til hópa.
Heldur venjulegt launafólk frá öðrum löndum.
Það eru því til staðar -- sársaukamörk um það hve dýrt það má vera að ferðast til Íslands.

  • Þannig að ef kostnaður við ferðalög hingað, fer upp fyrir þau mörk.
    --Þá klárlega, kemur niðursveifla í komur ferðamanna!
  1. Punkturinn er augljóslega sá - að ef allt þetta er gert í einu, sbr: ferðamennska í hærri VSK flokk, ofan á kostnaðaraukningu vegna hækkaðs launakostnaðar ferða-iðnaðar, og síðan bætist þar við -- komuskattur.
  2. Þá grunar mig, að af hljótist nokkurs konar - fullkominn stormur fyrir ferðamennskuna.

M.ö.o. að ég yrði afar undrandi - ef svo rækilega er höggið ítrekað í sama knérunn.
Að það leiði ekki til þess samdráttar í ferðamennsku - sem margir hafa verið að óttast.

--Málið er, að sá samdráttur gæti orðið all verulegur.
--Jafnvel svo mikill, að sá hagvöxtur sem hefur verið til staðar á Íslandi, snúist við yfir í samdrátt.

Klárlega gæti hæglega orðið 20-30% gengisfall.

 

Ég upplyfi þetta dálítið þannig, eins og allir haldi að aukningin haldi alltaf áfram!

En umræðan á Alþingi, virðist fyrst og fremst um það -- hvernig sé unnt að skattleggja ferðalanga sem eru á landinu - í auknum mæli.
--Ekki um það, að aukin skattlagning --> Gæti fyllt mælinn, sem hefur smám saman hægt og rólega verið að fyllast.

 

Hvernig vil ég fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum?

  1. Einfalt, setja stærstu ferðamannastaðina í útleigu til einka-aðila á bilinu 10-20 ár. Setja stöðluð skilyrði, um uppbyggingu á hverjum stað ásamt um vernd náttúru staðar. Að sjálfsögðu væri það þá fjármagnað á hverjum stað af gjaldtöku leiguaðila.
    --Ef menn vilja, er hægt að undanskilja Þingvelli sérstaklega.

  2. Það ætti ekki að vera nokkur veruleg hætta á að fénu væri ekki varið til uppbyggingar á hverjum stað, en einfalt væri að setja í leigusamning - - að ef ekki er staðið við skilyrta uppbyggingu, sé leigusamningur -- sjálfvirkt útrunninn.
    --Þá fær aðilinn ekki þann hagnað sem viðkomandi ætlaði sér að sækja.
    --En unnt er að setja í samninginn, tiltekna áætlun um uppbyggingu með -- innbyggðum markmiðum, er yrði að uppfylla á tilteknum tíma-punktum.
    --Vel væri unnt að fylgjast með því, hvort allt væri eins og það ætti að vera.
  3. Með þessari aðferð, ætti ekki að vera neinn vandi að tryggja nægt fé til þeirra staða -- er væru leigðir út.
  4. Samtímis, dreifist umferð ferðamannanna um landið í auknum mæli, með því að hluti straumsins velji að fara þangað þ.s. ekki er gjaldtaka.
    --Þar með minnkar sjálfkrafa álagið þ.s. þ.e. þegar alltof mikið - sbr. náttúruvernd.
    --Og staðir sem nú eru tiltölulega afskiptir -- fá auknar tekjur.
  5. Þar með mjög góð aðgerð fyrir dreifðari byggðir, að þær fá hærra hlutfall ferðamannastraums þar með störf af þeim straum og tekjur.
  • Slík gjaldtaka --> Leiðir ekki fram fækkun ferðamanna!
  • Þar með, ekki ástæða að ætla að lækkun heildartekna af ferðamönnum geti orsakast.

Þetta er sú leið sem ég tel langsamlega skynsamasta!
--Að sjálfsögðu einmitt vegna þess að hún er skynsöm, er sennilega ólíklegt að pólitískur stuðningur sé finnanlegur fyrir því.

 

Niðurstaða

Í raun og sé afar einfalt að leysa málið með fjármögnun uppbyggingar á þeim helstu ferðamannastöðum landsins - vandinn sé fyrst og fremst pólitískur.
--Það er að skynsöm nálgun fái ekki pólitískan stuðning.

  • Þess í stað virðist Alþingi stefna að því að slátra gullgæsinni!
    --Því miður get ég ekki sagt að nokkur pólitískur foringi hafi það sem af er þessu kjörtímabili sýnt forystu í þessu máli, sem mark er á takandi!

 

Kv.


Út af ummælum Benedikts Jóhannessonar - að upptaka evru væri farsælast fyrir Ísland; ítreka ég af hverju ég tel það geta endað ákaflega illa í tilviki Íslands

Ég er ekki að halda því á lofti að það sé algerlega örugglega yfirvofandi að Evran hætti að vera til - þ.e. alveg hugsanlegt, en slík atburðarás sé hvorki algerlega örugglega yfirvofandi né svo að það sé örugg afleiðing þess ef -- t.d. tiltekin kona er kjörin forseti Frakklands.

Né er ég að halda því á lofti, að evran sé slæmur gjaldmiðill fyrir evrulönd. Það sé afar misjafnt eftir evrulöndum -- fyrir a.m.k. sum þeirra, virðist hún virka ákaflega vel. Fyrir sum önnur, síður.

Það sem ég er að segja, að Ísland hafi algerlega sérstök vandamál, þegar kemur að upptöku evru.
Vandamál af því tagi, sem gæti skilað ákaflega erfiðri útkomu fyrir Ísland!
--Þá meina ég, dýpri kreppu en svo að nokkur núlifandi Íslendingur þekki af eigin raun nema þeir sem eru komnir í kringum áttrætt.

Finance minister admits maintaining own free floating currency is not viable option

Benedikt Jóhannesson!
http://cdn.mbl.is/frimg/9/19/919679.jpg

Til að skilja málið, þar að skilja hvað gerist -- ef Ísland gengur í gegnum klassíska íslenska hagsveiflu!

  1. Ísl. hagsveiflan síðan 1959, er gamla haftakerfið var afnumið -- og kerfi gengisfallandi krónu tekið upp í staðinn.
  2. Hefur síðan þá virkað þannig, að niðursveifla í hagkerfinu tengist alltaf --> Stóru gengisfalli.

--Þetta skilja sumir með þeim hætti - að krónan sem slík sé orsakavaldurinn.
En það er rangtúlkun!

--Málið er að orsökin liggur í --> Viðskiptajöfnuðinum!

  1. Ísland er örríki - sem hefur mjög fáa liði sem skapa gjaldeyristekjur!
  2. Á sama tíma - er nær allur varningur sem neyttur er á heimilum, fyrir utan matvæli -- innfluttur.
  3. Sama á við nærri allar fyrirtækjavörur eða aðföng fyrirtækja, að þau einnig eru innflutt - með afar fáum undantekningum þar um.
  • Þetta gerir það að verkum --> Að neysluaukning á Íslandi, leiðir alltaf til viðskiptahalla á endanum.
  • En sérhver hagsveifla síðan 1959, toppar í viðskiptahalla.

Það sem gerist þá -- er að smám saman eyðir viðskiptahallinn upp gjaldeyrissjóðnum.
Þar sem Ísland þarf að flytja nærr allt inn -- þá endar málið í sérhvert sinn á því, að til þess að tryggja öruggan innflutning áfram, er gengið fellt.
--> En Ísland getur ekki flutt inn, nema að eiga gjaldeyri!
Öfugt við það sem sumir halda, breytir evru-upptaka ekki þessari grunnstaðreynd!

 

Málið er, að innan evrunnar þarf Ísland -- að tryggja öruggan innflutning, að sama skapi áfram - kaupir þá evrur!

  1. Gengisfellingar -- tryggja öryggi innflutnings með afar einföldum hætti, þ.e. með því að -- minnka eftirspurn innan hagkerfisins, einmitt með því að lækka lífskjör.
    --Óvinsæl staðreynd sannarlega!
  2. Innan evrunnar, heldur viðskiptajöfnuður áfram að vera -- sama lykilatriðið og áður.
  • En innan evrunnar, er ekki unnt að snögglega afnema hann --> Með gengisfellingu.

Það er auðvitað það --> Sem margir stuðningsmenn evru-upptöku horfa til.
Að ekki sé lengur unnt að --> Snögglega lækkar lífskjör með gengisfellingu.
--Þannig vonast þeir einstaklingar til þess, að lífskjör verði stöðugri.

  1. En þá gleyma þeir því krítíska atriði --> Að einhver þarf að fjármagna viðskiptahalla.
  2. Innan evrunnar --> Lendir það á ríkinu, þ.e. viðskiptahalli breytist í --> Skuldsetningu ríkissjóðs, þangað til að ríkið getur ekki lengur aukið sínar skuldir frekar.
  • En þarna gef ég mér það, að þeir launamenn -sem horfa löngunaraugum á evruna, því þeir ætla sér að standa fast gegn hættunni á kjararýrnun, ef stefnir í mögulega kreppu.-
  • Að þeir standi fastir fyrir -- gegn öllum tilraunum til þess, að lækka laun.

En þó svo að til staðar sé sameiginlegur Seðlabanki!
Ber ríkissjóður hvers lands -- ábyrgð á stöðugleika síns hagkerfis!

  1. Vegna þess að í evrukerfi - þá er aðildarland ekki með gjaldeyrisvarasjóð.
  2. Þá er notast við skiptimarkað seðlabankanna innan evrukerfisins (Target 2) -- þar sem t.d. Ísland mundi kaupa evrur líklega af "Bundesbank" þ.e. Seðlabanka Þýskalands sem meðlimur evrukerfis.
  • Það einmitt leiðir það fram --> Að viðskiptahalli verður að skuldsetningu ríkisins.

En Seðlabanki Íslands í þessu tilviki, þarf að bjóða eitthvað verðmæti á móti --> Því er þá reddað með því, að ísl. ríkið gefur út skuldabréf, sem í þessu tilviki Seðlabanki Þýskalands tekur á móti.
---------------
Margir hafa velt því fyrir sér --> af hverju evrulöndin sem lentu í kreppu.
Öll lentu í að skulda Þýskalandi stórfé!

  1. En mörg höfðu viðskiptahalla við Þýskaland.
  2. Sem þá var fjármagnaður með því -- að Þýskaland fékk skuldabréf á móti á ríkissjóð viðkomandi lands.

--Þannig fjármögnuðu ríkissjóðir þeirra landa, viðskiptahallann við Þýskaland þ.e. neyslu sinna ríkisborgara umfram þ.s. þau lönd fluttu út.

 

Þetta er af hverju ég hef haldið því fram - að evruaðild Íslands, væri líklegt að leiða til grískrar kreppu á Íslandi!

En innan evrukerfisins, hefur það verið Seðlabanki Þýskalands -- sem einkum hefur haft evrur umfram þarfir, og verið til í að selja þær fyrir ríkisskuldabréf.

Það virðist ósennilegt að róttæk breyting verði þar um!
--Það þarf ekki endilega vera, að viðskiptahallinn verði við Þýskaland.
--Heldur svo áfram, að það sé einna helst Þýskaland sem á evrur - í afgang miðað við þarfir.

  1. Þá verður viðskiptahalli Íslands, innan evrunnar.
  2. Líklega að ríkisskuld ríkissjóðs Íslands, við ríkissjóð Þýskalands.

--Ég vona að fólk hafi fylgst með vanda Grikklands.
Og ekki síst því atriði, að fram að þessu hefur Þýskaland algerlega ekki tekið það í mál, að afskrifa höfuðstól skuldabréfa á gríska ríkið í beinni eða óbeinni eigu ríkissjóðs Þýskalands.

------------

Nú, ef maður gefur sér það -- að ísl. verkalýðshreyfing standi nægilega þver gegn kröfum um -- launalækkanir frá stjórnvöldum.
--Til þess að bregðast við viðskiptahalla, og þeirri þróun að til þess að tryggja nægilegt fjármagn innan landsins þrátt fyrir nettó útstreymi evra af völdum viðskiptahalla, sé ísl. ríkið að safna stöðugt skuldum við aðildarríkissjóði evrulanda - líklega Þýskaland þar á meðal.

Þá rökrétt verður fyrir rest -- gjaldfelling á tiltrú á ríkissjóð Íslands.
Eins og við sáum hjá nokkrum aðildarlöndum evru milli -- 2009 og 2012.
--Og Ísland líklega er þá hrakið af lánamörkuðum, og neyðist að leita til aðildarlandanna!

  1. Þá taka eigendur evruskulda ríkissjóðs Íslands.
  2. Við stjórn landsins, að öllu leiti sem máli skiptir -- og eins og við höfum séð, þvinga fram það sem þeir telja best tryggja fullar endurgreiðslur.

--M.ö.o. að landinu yrði stjórnað með hagsmuni eigenda skuldanna í fyrirrúmi, þangað til þær skuldir væru uppgreiddar -- burtséð frá því hversu langt inn í framtíð sá endapunktur gæti legið.

--Við tæki ákaflega djúp og líklega mjög langvarandi kreppa fyrir Ísland.
Harðari eins og ég sagði að ofan, en líklega þ.s. nokkur Íslendingur hefur upplifað nema þeir sem eru orðnir um 80 ára gamlir.

 

Niðurstaða

Mín afstaða til spurningarinnar um evruaðild Íslands hefur síðan 2009-2010 í kjölfar upphafs kreppunnar á Grikklandi og víðar á evrusvæði þá, og að í kjölfar þess að ég las nokkrar áhugaverðar hagfræðilegar greiningar á undanfara kreppu þeirra landa sem þá lentu í vanda - auk Grikklands.
--Hefur verið sú, að evruaðild Ísland mundi líklega eftir ca. eina hagsveiflu innan evrunnar, leiða til sambærilegrar kreppu fyrir Ísland - við þá sem Grikkland hefur verið að ganga í gegnum.
**Það er, að ca. eftir eina hagsveiflu innan evru, væri það sennilegt að Ísland mundi lenda í þeirri dýpstu kreppu sem íslenska þjóðin hefur séð -- síðan fyrir 1959.

Það er eiginlega í ljósi þess að ég áttaði mig á þessu!
Að ég hef litið á það að búa við krónuna áfram, sem skárri valkost.
--Þó þekki ég ákaflega vel alla þá galla sem því fylgir að búa við gengisfallandi krónu.

Ég einfaldlega tel að gallarnir fyrir okkur við aðild að evru - verði enn verri fyrir rest!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 863660

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband