Fjölmenn mótmæli á Austurvelli voru bersýnilega öflug skilaboð til ríkisstjórnarinnar, en þ.e. samt alveg hugsanlegt að SDG haldi standi þetta allt af sér!

Ef sá hluti almennings sem vill knýja Sigmund Davíð til afsagnar - ætlar sér að halda mótmælum til streitu. Þá er ljóst að mótmæli mánudagsins - voru öflug byrjun!


Eins og sjá má á myndbandi - þá voru mótmælin á Austurvelli fjölmenn!

En þrátt fyrir þetta - þá er ekkert loku fyrir skotið að Sigmundur Davíð standi þetta af sér!
Miðað við viðtal sem tekið var við hann - er hann ekkert á þeim buxum að hætta: Viðtalið við Sigmund í heild sinni.

"SDG: Að sjálfsögðu er líklega enginn, nema jú líklega konan mín, sem hefði óskað þess jafnheitt að þetta fyrirkomulag hefði ekki verið sett upp þegar hún eignaðist þessa peninga og leitaði til bankans. Þetta er eitthvað sem maður velti ekkert fyrir sér lengi vel. Þetta var bara þetta fyrirkomulag á því hvernig bankinn hélt utan um peningana. Og ég held að það sé mjög æskilegt, mjög gott, að menn skuli vera búnir að breyta starfsháttum í fjármálafyrirtækjum, hvað svona hluti varðar. Því að þetta var náttúrlega, eins og er að koma mjög glögglega í ljós núna, gríðarlega umfangsmikið og algengt og jafnvel bara viðtekin venja þegar fólk sem átti umtalsverða peninga var annars vegar."

Mér finnst þetta skopleg nálgun - en hafandi í huga að félagið Vintris lýsti kröfum í þrotabú bankanna 2010 - í dag er 2016.
Hefur verið yfrið nægur tími fyrir hjónin eða eiginkonuna - að færa féð úr vörslu í Tortola, yfir t.d. í vörslu í London eða NewYork.
Mér finnst merkilegt ef það komi SDG á óvart, að þetta mál hafi verið -- hugsanlegt sprengiefni.

Lágmarks skynsemi hefði átt að segja honum, að það væri nauðsynlegt að færa þetta fé úr skattaskjólinu - í vörslu utan skattaskjóls.
Hann getur ekki með sanngirni haldið því fram - að þau hjón hafi í millitíðinni ekki haft tök á þessu.

Í besta falli --> Mjög merkileg yfirsjón!

  • Eins og kemur fram í viðtalinu, hefur hann ekki íhugað afsögn - talar um að láta á það reyna í kosningum nk. vor, hver afstaða kjósenda verður.

 

Eins og menn ættu að muna, þá tók mánuði að fá fram afsögn ríkisstjórnar Geira og Sollu

Í því felst væntanlega helsta von forsætisráðherra að sitja áfram - að láta reyna á þrautsteigju mótmælenda, þ.e. hvort mótmælin haldast fjölmenn - viku eftir viku.
Það er líka spurning, hvort að mótmælendur - færa sig með einhverjum hætti upp á skaftið, t.d. hvort þeir stöðva alla umferð í gegnum miðbæ Reykjavíkur, haldi henni stöðvaðri.
En þannig fóru mótmælendur í Kíev fram!

  1. Spurning hvernig forsætisráðherra, fer að sér að verja sig gegn áskorunum meðal stjórnarliða - þar með frá eigin flokki, um að hætta? Framsóknarmenn vilja að Sigmundur segi af sér.
    En punkturinn er sá, að ef mótmælin viðhalda krafti sínum.
    Má reikna með stigvaxandi þrýstingi á SDG innan stjórnarflokkanna sjálfra.
  2. Einn möguleiki sem SDG hefur -- er að hóta þingrofi.
    En skv. ísl. stjórnskipan, er það forsætisráðherra sem hefur þingrofsréttinn, hann einn.
    Þetta sást m.a. í frægu þingrofsmáli er forsætisráðherra Framsóknarfl. meira að segja, rauf þing í andstöðu við meirihluta Alþingis - óskaði eftir forsetabréfi um þingrof.
    Hafandi í huga - að a.m.k. helmingur þingliðs stjórnarflokka sér fram á að missa starfið ef þ.e. kosið strax - en getur haldið því a.m.k. eitt ár enn, kannski.
    Þá er þetta hugsanlega öflug hótun.

Hættan sem stjórnarflokkarnir standa fyrir - er auðvitað sú að mótmælin haldi áfram, og ekki bara í nokkra daga - heldur vikur, jafnvel mánuði.
Þetta auðvitað eytrar andrúmsloftið í samfélaginu.
Og eyðileggur fyrir stjórninni - sem áfram þarf að koma málum fram á Alþingi.
En líklega við þær tilteknu aðstæður er mjög hindruð í því af væntanlega mótmælum stjórnarandstæðinga á þinginu sjálfu - sem má fastlega reikna með, ef mótmæli almennings eru reglulegur atburður dag hvern fyrir framann þinghúsið.
Þá hafa stjórnarandstæðingar -- ekkert upp úr því, að sýna liðleik gagnvart stjórninni.
Þvert á móti -- allan hag af því, að þvælast sem mest fyrir.

  1. Stjórninni gæti verið gert mjög erfitt með að starfa.
  2. Auk þess, að skipulagt málþóf væntanlega mundi tefja alla þingafgreiðslu - hindra afgreiðslu mála.
  • Það sé þar af leiðandi enginn vafi um -- að stjórninni og stjórnarflokkunum, er það fyrir bestu að úr því sem komið er, að SDG taki pokann sinn.
  • Væntanlega þíðir það að hann hætti sem ráðherra og formaður í senn, en ekki endilega sem þingmaður - en kannski það einnig. Honum gæti reynst erfitt að sitja á þingi.

 

 

Niðurstaða
Þó að það sé hugsanlegt að Sigmundur Davíð standi af sér storminn - þá ef svo fer væri ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir mjög löskuð eftir. Og líklega lítt fær þrátt fyrir þingmeirihluta að koma málum áfram - vegna líklegs stöðugs málþófs.
En miðað við líklega stöðu stjórnarinnar - má reikna með því, að stjórnarandstæðingar græði á því gagnvart kjósendum - að viðhalda málþófi, allt til loka kjörtímabils - ef því er að skipta.
En ef mótmæli smám saman fjara út - og ef samstaða stjórnarliðs rofnar ekki.
Þá er það samt hugsanleg útkoma.

Það sé þó ljóst eins og mál eru nú komin, að fyrir eigin flokk og fyrir ríkisstjórnina, væri betra að Sigmundur Davíð hætti -- því fyrr því betra.
En skaðinn verður því meiri fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana -- því lengur sem það dregst að hann hætti.

  • Það sé því rétt að ég skori formlega á Sigmund Davíð að hætta samtímis sem formaður Framsóknarflokksins, og sem forsætisráðherra og ráðherra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir Panama Pappírar, eru lítið annað en "Pólitískt skítkast".  Fyrstu myndir af þessum pappírum, voru birtar með Putin, þó svo að Putin sé ekki nokkurs staðar á blaði. Fólk sem hann þekkir er þar, en ekki hann sjálfur. En Poroschenko, vinur þinn ... er þar einna efstur á blaði.

Og nú, eins og þú veist, er ég andsnúinn Úkraínu ... en í þessu máli hefur Poroschenko 100% rétt fyrir sér. Það er ekkert ólöglegt, sem fyrir kemur á þessum pappírum. Þetta er sett fram, til að skapa "haturs" mynd almennings á fólki.

Og þá bæri þér, sem Íslendingi, að nota vit þitt og spyrja spurninga.  Til dæmis, Hillary Clinton sem er Þekkt fyrir sína svissnesku reikninga, er ekki á blaði hérna. Það er vitað fyrir, að hún á slíka reikninga ... en henni er hlíft á þessum pappírum.  Né heldur er ég svo grænn, að ég viti ekki að Putin sjálfur, og þá meira að segja Obama og fólk á hans snærum, hefur líka reikninga erlendis. En samt er ENGINN opinber bandarískur aðili á pappírunum ... þetta er vegna þess, að USAID stendur á bak við fjármögnun þessa.  Og ef USAID stendur á bak við þetta, sem er ríkisstjórn bandaríkjanna og "felur" Bandaríkjamenn (Hillary Clinton, sem sönnun fyrir þessu). Þá eru þeir að gera atlögu að Evrópu ríkjum, og meðal annars Ísland í þessu dæmi.

Og Einar, þú ættir að reyna að standa með landi þínu, en ekki óvinum þess.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 08:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er óttalegt rugl hjá þér - þ.e. tengslin við Panama eru vegna þess að það varð upplýsingaleki í tengslum við þann aðila, gögnum komið til blaðamanns - þýsks fjölmiðils.
Þ.e. síðan fullt af öðrum fyrirtækjum sem hafa umsjón með peningum í skattaskjólum - þau fyrirtæki eiga síðan heimilisfesti hér og þar.
En það varð enginn upplýsingaleki hjá þeim fyrirtækjum -- þess vegna enginn gögn komin fram, nema um þá sem þetta fyrirtæki í Panama vann með.

Þ.e. vegna þess að fj. rússn. aðila sem taldir eru tengdir Pútín, höfðu lagt fé í umsjón þessa fyrirtækis - sem talað er um Pútín og Poroshenko o.flr. sem fram hafa komið í þessu samhengi.
**Ég tek enga afstöðu til þess hverjir aðrir geta tengst skattaskjóls viðskiptum -- enda enginn upplýsingaleki er varpar ljósi á aðra aðila en þá sem tengjast þessu Panama fyrirtæki, enn orðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.4.2016 kl. 08:47

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er verulegur munur á Putin og Poroshenko ,en það er ekki skrýtið í ljósi fyrri skrifa þinna að þú reynir að láta eitthvað af drullunni af Poroshenko loða við Putin.

Það hefur verið dagskipunin á vestrænum fjölmiðlum.

Putins er hinsvegar hvergi getið í þessum skjölum en Poroshenko er með reikninga þarna.

Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá sem hafa verið að tala umm 40-200 milljarða auð Putins að hans skuli í engu getið í þessum skjölum sem koma fra´fyrirtæki sem Rússneskir auðmenn hafa greinilega notað.

Reyndar hugsa þeir ekkert um þetta,þeir halda bara áfram að ljúga upp á hann eins og ekkert hafi í skorist enda engin viðurlög við að ljúga upp á hann.

Raunar eru almennt engin viðurlög við því á vesturlöndum að brjóta gegn Rússum.

Ef þú ert morðingi og mannréttindaglæpamaður eins og Dimitry Yarosh ertu úrskurðaður Freedom fighter

Þetta á líka við um skipuleggendur hryðjuverka sem framin eru í Rússlandi ,eins og Boston bræðurna.

Ef þú ert hinsvegar þjófur og fjárglæframaður eins og Kordakovsky ertu úrskurðaður stjórnarandstæðingur og lýðræðissinni

Borgþór Jónsson, 5.4.2016 kl. 15:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skal segja það, að ef Pútín væri raunverulega að standa í því að láta fé inn á leynireikninga erlendis þá trúi ég því ekki að hann mundi láta sitt nafn koma við sögu.
**ég læt liggja milli hluta hvað raunverulega er í gangi þarna í Panama.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2016 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband