Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.11.2015 | 23:39
Loftárásir virðast hafnar af krafti á olíu- og gasvinnslu ISIS
Ef frétt Financial Times er rétt, þá hafa Bandaríkin hafið umfangsmikinn lofthernað til höfuðs þeirra tekna sem ISIS hefur af gas og olíuvinnslu. Sem er að sjálfsögðu - fínar féttir. Því það er einmitt olíu- og gasvinnslan, sem hefur gert ISIS mögulegt, að vera að mig grunar - fjárhagslega sjálfstæðir.
Upsurge in air strikes threatens Isis oil production
Hvað virðist ráðist á - eru ekki gas-/olíulyndirnar sjálfar, heldur virðist ráðist að vinnslustöðum og flutningatækjum
Það má alveg færa rök fyrir því - að eyðileggja ekki búnaðinn við brunnana.
En rökin væru þá þau, að það verði kostnaðarsamt að byggja upp búnaðinn við brunnana að nýju. Hugsanlega kostnaður er geti numið milljörðum dollara.
M.ö.o. - draumurinn, að ná brunnunum stærstum hluta gangfærum.
Þannig að landið geti nýtt tekjur af þeim, um leið og tekist hafi að hrekja ISIS af svæðunum þar sem brunnana er að finna.
- Með því að eyðileggja flutningatækin, þó þau séu mörg hver í einka-eigu, þá sé möguleikar ISIS á að selja olíu og gas frá olíu og gassvæðunum - rökrétt skertir.
- Meðan að ekki er ráðist á búnaðinn við sjálfa brunnana, heldur samt sem áður - framleiðslan áfram næsta óskert.
- Spurning hvort þ.e. nóg að gert - að hindra að ISIS geti flutt gas og olíu á markað.
The strikes are insane, sometimes 20 in a few hours, - If the strikes go on like this they could stop oil production.
- Þessi leið hefur þó einn galla --> en ef búnaðurinn við brunnana er eyðilagður, þá er framleiðslan raunverulega stöðvuð - og það mundi þurfa mun meira til en ISIS hefur líklega getu til, að koma þá framleiðslunni aftur af stað.
- Gallinn er auðvitað sá, að fyrst að menn virðast tregðast við að eyðileggja búnaðinn við brunnana sjálfa - þá muni þurfa að viðhalda stöðugum árásum á þau tæki og tól sem notuð eru til að dreifa olíunni og gasinu - til að halda olíunni og gasinu sem streymir upp, af markaði.
- Þannig hindra ISIS frá því, að hafa af olíunni og gasinu, tekjur.
Niðurstaða
Þetta virðist ný áhersla af hálfu Bandaríkjanna, að halda uppi áköfum loft árásum, á þau tæki og búnað - sem notað er af ISIS, við það að dreifa olíu og gasi til kúnna. Á meðan að svo virðist að Bandaríkin láti vera, að ráðast að sjálfum olíu- og gasbrunnunum.
Það er reyndar áhugaverður vinkill á þessu - að stjórnvöld í Damaskus hafa verið einn helsti kaupandi á olíu og gasi frá olíu og gassvæðunum undir stjórn ISIS síðan 2013. Spurning því - hvort Bandaríkin eru ef til vill ekki síður, að leitast við að gera stjórninni í Damaskus lífið leitt.
Kv.
15.11.2015 | 01:45
Við megum ekki láta hryðjuverkamennina sigra
Hryðjuverkamennirnir sigra - ef samfélög Vesturlanda láta þá kúga sig, til þess að fara í það ferli að skerða mannréttindi og almenn lýðréttindi einstakra hópa.
En það er hættuleg freysting við aðstæður sem þessar, þegar mannskæð árás - vekur ótta og eflir almennt óröyggi ibúa; þá fara gjarnan þeir á kreik - sem vilja notfæra sér ástandið, til að sveigja samfélagið í átt að þeirra vilja - gjarnan sett fram með þeim hætti, að um sé að ræða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir almennt öryggi.
Það er sennilega ekki til neitt það hugtak í nútíma sögu mannkyns er oftar hefur verið herfilega misnotað - heldur en hugtakið öryggi!
Á 20-öld var það notað til að réttlæta þætti, allt frá takmörkunum á - skoðanafrelsi, ritfrelsi, ferðafrelsi.
Yfir í fjöldafangelsanir, pólitísk morð og pyntingar.
- Ýktasta dæmið er að sjálfsögðu útrýmingarherferð nasista á gyðingum, sem réttlætt var á þeim grunni, að Gyðingar væru ógn fyrir heildarsamfélagið - sem framanaf var beitt til að réttlæta eignaupptöku, takmarkanir á ferðafrelsi - síðan fangelsun þeirra, og að lokum - skipulagða útrýmingarherferð.
- Að mörgu leiti sambærilegar eru útýmingarherferðir þær sem stjórnir kommúnista hófu alltaf án undantekninga fljótlega eftir valdatöku, á skilgreindum óvinum byltingarinnar.
Við þurfum að varast að endurtaka leika sem þessa.
Það er, að skilgreina tiltekna þjóðfélagshópa sem óvini.
Sem síðan sé réttlætt til að - beita þann tiltekna hópa, harðræði af margvíslegu tagi - sem miðað við sögu 20-aldar er hætt við að fari stig-magnandi.
- Ég skynja augljósa hættu á því - að áhrifamiklir skoðanahópar.
- Fari að berjast fyrir því, að Múslimar sem búa í Evrópu, séu beittir - almennum skerðingum, takmörkunum - sem sagðar verða í því skyni að verja samfélögin gegn þeim.
Miðað við það hvernig slíkum - almennum skerðingum á rétti einstakra hópa, hefur verið herfilega gjarnan misbeitt á 20-öld.
Þá tel ég fulla ástæðu til þess að vara við hugmyndum af slíku tagi.
Ég bendi fólki á að V-Evrópa beitti aldrei slíkum almennum skerðingum á rétti kommúnista í Kalda-Stríðinu!
Það voru mörg dæmi þess í öðrum heimshlutum, að kommúnistaflokkar - væru bannaðir.
Að skoðanafrelsi kommúnista væri skert, þeirra rit bönnuð.
Þeir fangelsaðir - án þess endilega að vera sekir um annað, en að hafa þessa sannfæringu.
- Vandamálið er, að þetta leiddi nær alltaf til - - miklu mun meiri átaka, en þ.e. mjög merkilegt í raun og veru, hve afskaplega vel V-Evrópa slapp við samfélagsleg átök í Kalda-stríðinu.
- En víða um heim, urðu gríðarlega harkaleg slík átök - ég er að tala um allt yfir í ákaflega mannskæð borgarastríð.
- Höfum í huga, að í Evrópu var meðal stuðningur við kommúnisma á bilinu 10-20%.
Hann m.ö.o. var alls ekki lítilfjörlegur.
Kommúnistar m.ö.o. voru mun flr. en Múslimar í dag eru innan Evrópu.
- Og það væri afskaplega rangt, að halda því fram að kommúnismi hafi verið, minna hættuleg stefna - en stefna öfga íslamista.
- Ítreka, að án nokkurra undantekninga - hófu kommúnistar í kjölfar valdatöku. Skipulagðar útrýmingarherferðir á þjóðfélagshópum - sem þeim var í nöp við.
- Alltaf varð gríðarlegt manntjón, í kjölfar valdatöku kommúnista - þegar þeir fóru að drepa í stórum stíl, skilgreinda óvini byltingarinnar - eða varpa í fangabúðir þ.s. margir létu lífið vegna slæmrar aðbúðar.
Við erum að tala um það.
Að hundruðir þúsunda - upp í milljónir, létu lífið.
Haturs Íslam hættulegra Íslamista, er ekki hin dæmigerða stefna Íslam - eins og hatursmenn Íslam gjarnan halda fram
Ég hef veitt því athygli - hvernig hættulegir Íslamistar eru að æsa upp gamalt og undirliggjand hatur gagnvart Íslam. Sem virðist hafa verið til staðar í Evrópu, en legið í dvala.
Íslam hatarar gjarnan - láta sem að haturskenningar öfgamúslima, séu réttmæt lýsing á því hvernig allir Múslimar hugsa, og hvernig Íslam með réttu sé.
- Þarna eru að rísa upp haturshópar - þeirra hatur með vissum hætti, virðist endurspeglun á hatri öfgaíslamista á samfélögum Vesturlanda.
- Hatur hvorra tveggja - virðist nærast á hatri hins, þannig efla hvort annað.
Þetta minnir mig töluvert á upprisu nasista á 4-áratugnum.
Algerlega án gríns.
__________________
En þær haturshreyfingar sem eru að rísa innan evrópskra samfélaga - sem endurspeglun gegn hatri öfgaíslamista.
Eru sennilega nærri því eins hættulegar evrópsku samfélagi, og sjálfir öfgaíslamistarnir.
- Þó þeir sem hatast við Íslam, séu ekki líklegir til að skjóta fólk á götum úti, eða sprengja sig í loft upp.
- Þá hvetja þeir til - skerðingar á frelsi; í nafni - öryggis sjónarmiða.
- Þannig getur þeirra stefna, þróast upp í hugsanlega alvarlega ógn við almennt lýðfrelsi í Evrópu. Ef þær haturshreyfingar - halda áfram að eflast.
- En frelsis-skerðingar, gjarnan færa sig upp á skaftið.
__________________
- Ég hef að auki veitt athygli - - hræðslu áróðri, sem rekinn er af þeim sem hata Íslam.
- Ég er að vísa til áróðurs sem heldur því fram - - að fjölgun Múslima í Evrópu, sé hvorki meira né minna en - ógn við sjálfa tilvist samfélaga Evrópu.
Það er nákvæmlega ekki neitt hæft í fullyrðingum af því tagi, að stórfelld hætta sé á að Múslimar - - verði meirihluti íbúa innan nokkurra áratuga.
Þær fullyrðingar styðjast við ákaflega barnalega lélega tölfræði.
En þegar menn eru komnar inn í slíkar hugmyndir.
Er samanburðurinn við nasismann orðinn ákaflega óþægilega mikill.
- Takið eftir, að nasistar skilgreindu ávalt herferð þeirra gegn Gyðingum, þannig að þeirra aðgerða væri þörf til varnar samfélögum svokallaðra -aría.-
- Þegar menn halda því blákalt fram, gegn öllum staðreyndum, að einungis nokkrir áratugir séu í að Múslimar taki yfir Evrópu.
Þá eru menn þar með farnir að skilgreina Múslima.
Með hætti, sem svipar óþægilega til þess, hvernig nasistar töluðu um gyðinga.
__________________
Með hugmyndum af þessu tagi.
Séu haturshópar sem vaxa eins og púkinn á fjósbitanum.
Að tala sig sennilega upp í það, að þörf sé á að beita múslímska íbúa Evrópu - afar harkalegu harðræði, til að verja samfélög Evrópu gegn þeim.
- Hætta sé á að evrópskir Múslimar verði Gyðingar framtíðarinnar.
Það er alls engin þörf á að skerða almenn réttindi Múslíma í Evrópu. Fullyrðingar um hættulega fjölgun Múslima - eiga ekki neitt skilt við veruleikann! Þetta sé staðhæfulaust rugl!
Við eigum að koma fram við Múslima í Evrópu - með algerlega sama hætti, og í Kalda-stríðinu var komið fram við Kommúnista.
Ég hafna því algerlega að öfga Íslam sé varasamara fyrirbæri, en heims kommúnisminn var.
Bendi á að yfir 100 milljón manns létu lífið í löndum kommúnista.
Ítreka að í kjölfar valdatöku kommúnista í landi, hófust alltaf - útrýmingarherferðir. Kommúnisminn, var - allsherjar kenning þ.e. "universal" og stefndi sannarlega á heims yfirráð.
Það vantaði ekkert upp á fanatík skæruliða kommúnista, eða þeirra er börðust fyrir honum.
Loforð kommúnismans, um nokkurs konar himnaríki á Jörðu - virtist algerlega duga til að hala inn ofsafengna fylgjendur, eins og hugmyndir um himnaríkisvist.
Ég er að tala um - fullt lýðfrelsi.
- Skoðanafrelsi.
- Ritfrelsi.
- Félagafrelsi.
- Óskertan kosningarétt.
- Óskertan rétt til framboða.
- Það er rökrétt að fylgjast með hópum öfgamanna - njósna um þá.
- Eins og njósnað var um og hafðar gætur á kommúnistum.
Um leið og menn brjóta lög, þá er farið með þá eins og aðra lögbrjóta.
Að sjálfsögðu, beitt fullri hörku á hverja þá hópa sem rísa upp, til að beita hryðjuverkum.
En ekki undir nokkrum kringumstæðum - á að beita "collective punishment."
- Bendi á að, sigur Vestrænna samfélaga í Kalda-Stríðinu, varð þegar samfélög A-Evrópu ákváðu sjálf að -kasta kommúnismanum, og taka upp vestrænt lýðræði.
- Það gerðu þau að sjálfsögðu vegna þess, að samfélög V-Evrópu stóðu vörð um sín lýðræðisgildi, og þannig tryggt að V-evr. samfélög væru til mikilla muna meir aðlaðandi fyrir íbúa - og þannig höfðuðu þau sterkt til annarra til eftiröpunar.
Ég á von á því - að "ISIS" eins og gilti um ríki kommúnista.
Muni mistakast að skapa - aðlaðandi samfélag.
Þvert á það sem -öfgamenn er hatast við Múslima halda fram- þá er lýðræðis-fyrirkomulagið sjálft, ásamt fyrirkomulagi lýðfrelsis.
Einn helsti styrkur Vesturlanda.
- Það að Múslimar vilja setjast að á Vesturlöndum, frekar en í öðrum Múslima löndum.
- Er eiginlega fullkomin sönnun þess, hve sterk Vestræn samfélög eru.
En þetta sýnir - að Vestræn samfélög eru aðlaðandi.
Og einmitt það er einn helsti styrkur Vestrænna samfélaga.
Þ.e. - aðlaðandi að búa í þeim.
Þ.e. - aðlaðandi að vera þar.
Það sést einnig á ítrekuðum sjálfs-sprottnum tilraunum til lýðræðisbyltinga í öðrum heimsálfum.
Að það mörgum öðrum þjóðum hugnast að öðlast frelsi og lýðræði.
Að þeim hugnast fordæmi Vestrænna samfélaga.
- Þó að arabíska vorið 2011 hafi megin hluta mistekist.
- Þá einnig er það fullkomin sönnun þess, að löngun í lýðfrelsi er til staðar í Mið-austurlöndum.
- Mjög sennilega - sýnir aðstreymi fólks þaðan, sem hefur aukist mikið eftir að arabíska vorið almennt séð rann út í sandinn.
- Einnig löngun til þess að lifa við slíkar aðstæður.
Fyrst að íbúum mistókst að skapa þær aðstæður heima fyrir.
Þá dreymi þá um að lifa þar hvar slíkar aðstæður þekkjast.
- Það sé einmitt hvað ég held, að eigi við um flesta þá sem séu að flytja til Evrópu frá Mið-Austurlöndum.
- Það sé að sjálfsögðu, duglegasta fólkið - en þ.e. alltaf duglegasta fólkið sem flytur annað, ef það getur - ef aðstæður eru slæmar heima fyrir.
- Það sé að sækja í sannarlega - betri kjör. En einnig, það lýðfrelsi sem er til staðar innan Evrópu; og svo ákaflega skortir víðast hvar í Mið-Austurlöndum.
Með tíð og tíma - muni þessi "diaspora" hafa áhrif til baka inn í sín heima lönd.
Vestræn samfélög séu - ekki veik.
Eins og öfgahægri menn - gjarnan halda fram.
Þvert á móti - sanni aðflutningurinn, styrk þeirra.
- Vestræn samfélög séu sterkari, og muni móta þá sem setjast að.
- Slíkt tekur gjarnan 2-3 kynslóðir að skila sér.
- Þ.e. barna-börn innflytjenda, séu oftast nær orðin full-aðlöguð.
- Menn gjarnan láta töluvert með það, hvernig - innflytjendur setjast að í sömu hverfunum. Leitast við að halda sinni menningu.
- En þetta gera einmitt Vesturlandabúar sjálfir, þegar þeir sjálfir lifa í Arabalöndum.
- Það gera Vesturlandabúar einnig, þegar þeir lifa í Asíulöndum.
Málið er - að þegar fólk sest að í framandi menningu.
Þá sest það innan um sína líka, vegna þess að því líður betur þannig.
Ef tekið er mið af Bandaríkjunum - en þar var gríðarlegur aðflutningur á 19. öld. Þá tekur full aðlögun, eins og ég benti á, ca. 3-kynslóðir.
Þá vísa ég til þess, ef að streyma fjölmennir hópar.
- Á 3-kynslóðum urðu þetta allt, að Bandaríkjamönnum.
- Ég sé enga augljósa ástæðu þess, af hverju það virkar með öðrum hætti fyrir Evrópu.
Niðurstaða
Málið er - að besta vörn Evrópu gegn áróðri hættulegra Íslamista. Er að halda fast í sjálft frelsið. Og hafna öllum hugmyndum í þá átt - að fara að tálga af því, skerða það - smám saman, stig af stigi.
En besta vörnin gegn áróðri hættulegra Íslamista, í þá átt að Vesturlönd hatist við Múslima, er að sjálfsögðu að - koma fram við Múslima er lifa meðal vor með sama hætti og aðra.
Málið með aðflutning Múslima til Evrópu <-> Er að Múslimar sjálfir sem flytjast búferlum eru með sínu vali, að sína fram á allt annan hlut.
Nefnilega þann hlut, að eftirsóknarvert sé fyrir Múslima að lifa í Evrópu.
En eftir allt saman, búa Múslimar í Evrópu við miklu mun víðtækari lýðréttindi og vernd mannréttinda - en tíðkast á nokkru byggðu bóli í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
Það ásamt betri kjörum, leiðir til þess að - Múslimum finnst eftirsóknarvert að lifa í Evrópu.
Þetta sýnir að sjálfsögðu fram á styrk evrópskra og vestrænna samfélaga almennt, að fólk úr öðrum heimshlutum vill stöðugt setjast þar að.
Að sjálfsögðu er ekki rétta svarið við hættum af öfga Íslam.
Að draga úr lýðréttindum - gera samfélög okkar, minna aðlaðandi.
En öfugt við það hvað sumir halda - mundi það minnka mótstöðu-afl okkar samfélaga.
Styrkur okkar samfélaga liggur að stórum hluta - í sjálfum lýðréttindunum.
Að veikja þau réttindi - mun einnig veikja okkar samfélög.
Og sennilega stuðla að - raunverulegri hnignun þeirra.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2015 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.10.2015 | 23:02
Fljótt á litið virðist niðurstaðan af slitum þrotabúa föllnu bankanna - framar vonum
Eins og kemur fram í greiningu Seðlabanka Íslands: Uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja á grundvelli stöðugleikaskilyrða.
- Batnar gjaldeyrisstaða Seðlabankans um 40 milljarða, við slit þrotabúanna.
- Gjaldeyrisskuldir þjóðarbúsins lækka um 360 milljarða, og fara niður í einungis 10% af þjóðarframleiðslu. Sem verður að teljast harla gott í sögulegu samhengi.
- Sú staða geti þó batnað enn frekar - þegar útboð á aflandskrónum fara fram á nk. ári, að sögn Seðlabanka Íslands. En í ljósi útkomu uppgjörs bankanna, þá ætti verð aflandskróna að hækka verulega; þannig gengismunur sá sem verið hefur - minnka eða jafnvel hverfa.
- Stöðugleikaframlag kröfuhafa leggist á 491 milljarð - upphæð sem ríkissjóður fær og forsætisráðherra segir fara til lækkunar skulda, en sú upphæð gæti orðið hærri - ef eignir eru selda á hærra verði en nú er talið líklegast.
Þetta hefur eðlilega margvísleg jákvæð áhrif svo sem:
- Bætt vaxtakjör ríkisins.
- En samtímis ætti bætt staða ríkissjóðs, einnig að hafa jákvæð áhrif á traust erlendra aðila sérstaklega til innlendra fjármálafyrirtækja - en þekkt er t.d. í evrukrísunni ca. 2012 þegar minnkandi traust á ríkissjóð, leiddi fram minnkandi traust á bönkum, og það gat einnig virkað á hinn veginn að tapað traust á bönkum leiddi fram minnkandi traust á stöðu ríkissjóðs.
Nú með betri stöðu ríkissjóðs Íslands og þjóðarbúsins - ættu slík víxlverkandi áhrif að virka í hina áttina. - Augljóst - batna horfur fyrir Landsvirkjun, að fjármagna dýrar framkvæmdir, en staða ríkisins að sjálfsögðu víxlverkar einnig við stöðu LV. Þetta er atriði sem verður örugglega rætt.
- Á hinn bóginn, getur verið - að megin áhersla stjórnvalda ætti frekar að vera í þá átt, restina af kjörtímabilinu -- að forðast ofhitnun hagkerfisins.
- Þannig að síður ætti að fara í nýjar risaframkvæmdir.
- Og ríkið ætti samtímis, síður að nota bætta möguleika sína til að fjármagna framkvæmdir, til þess að fara í verulega aukningu á ný framkvæmdum.
Ég skil á hinn bóginn - þá freystingu sem verið getur til staðar.
Að leitast við að auka sem mest - fá sem mest af ný-fjárfestingum.
Auka framkvæmdir - - stuðla að því að LV hefji nýtt stórverkenfni.
- En það hafa verið gríðarlegar launahækkanir - og þær eiga eftir einnig að detta inn á nk. ári, og að auki - kosningaárið sjálft.
- Það gæti reynt á stöðu viskiptajafnaðar landsins gagnvart útlöndum.
Ef það kemur ekki á móti - - umtalsverð ný gjaldeyris-innspýting.
En þá geta menn verið að taka áhættu af ofhitnun.
Nú verða menn að vega og meta, hvort er varasamara:
- Möguleikinn á gengisfellingu, vegna þess að launahækkanir leiði til neyslu aukningar umfram það hvað gjaldeyristekjustaða hagkerfisins ræður við - - þannig að gengur á forðann.
- Eða hættuna á hættulegri ofhitnun hagkerfisins, neyði til nýrra bólumyndana innan landsins, sem gæti leitt fram aðra bólusprengingu í framtíðinni.
Niðurstaða
Mér virðist blasa við, að það sé sennilegt að það takist að losa höft fyrir lok nk. árs.
En í kjölfar útkomu samkomulags Seðlabankans við kröfuhafa föllnu bankanna, þá virðist staða landsins batna það mikið - - að sennilega verður útboð Seðlabankans á aflandskrónum á nk. ári alls ekki að vandamáli.
Heldur gæti það gerst, að verðmunur sá er verið hefur - hverfi að nærri öllu leiti.
- Megin ógnin virðist vera niðurstaða kjarasamninga þeirra sem landsmenn hafa gert á þessu ári og því síðast liðna. Sem leiða til launahækkana langt umfram þ.s. a.m.k. hingað til í Íslands sögunni hefur gengið - án gengisfellingar.
- Það verður risastór freysting fyrir ríkisstjórnina, að gera allt í sínu valdi til að forða þeirri útkomu, að af slíkri gengisfellingu verði. M.ö.o. að keyrt verði á fullu í öflun nýrra erlendra fjárfestinga - til að fá inn nýjar innspýtingar á gjaldeyri.
- Eins og ég benti á, þá gæti slík sókn - miðað við núverandi efnahags aðstæður - leitt fram hættu á nýjum verðbólu myndunum innan ísl. hagkerfisins, og hugsanlega sett fram farveg er leiði fram nýja bólusprengingu í ekki fjarlægri framtíð.
Það verður forvitnilegt að sjá - hvernig ríkisstjórnin glýmir við þá ógn, sem útkoma kjarasamninga klárlega er fyrir stöðugleika hér - - út kjörtímabilið.
Má ekki gleyma, að ofhitnun er ekki síður ógn.
Kv.
20.10.2015 | 23:04
Ríkisstjórnarflokkarnir fá í hendurnar tækifæri til að losna við fortíðardrauga, með óvæntu útspili kröfuhafa Glitnis sáluga
Ég held það sé alveg augljóst það tækifæri sem stjórnarflokkarnir fá - ef svo fer að ríkisstjórnin eignast Íslandsbanka, sem hluta af samkomulagi við hóp kröfuhafa Glitnis.
En eins og fjármálaráðherra segir, þá vill hann selja hluta ríkisins í Landsbanka, og hann segir að ef ríkinu áskotnast Íslandsbanki - ætti ríkið ekki að eiga hann lengi.
- Netið er nú fullt af söguburði þess efnis, að nú verði nýr helmingaskiptasamningur, eins og í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.
- Þannig að aðilar tengdir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, fái að kaupa hvorn banka - á einhverjum afar hagstæðum kjörum --> Hluti af því umtali, sem segir flokkana ekkert hafa lært af aðdraganda hrunsins.
Ég held að augljósa svarið sé - að þetta sé tækifæri fyrir formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, einmitt að sýna aðra og mun betri ráðdeild
Það má segja, að ef sala bankanna fer fram með aðferð - sem almennt verði talin lítt eða ekki spillt, eignar-aðild verði raunverulega umtalsververt dreifð, útkoman valdi litlum deilum í kjölfarið.
Þá muni formennirnir tveir, geta með því - bætt verulega ímynd sinna flokka og sjálfra sín í leiðinni.
En ef aftur á móti, salan fer fram með þeim hætti, að almanna rómur verði sammála nokkurn veginn um það, að verið sé að endurtaka - gamlar syndir.
Mundi það geta haft þau áhrif, að festa með kyrfilegum hætti í sessi - afar neikvæða ímynd Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, meðal margra kjósenda og auðvitað færa ímynd formannanna tveggja til mun verri vegar í augum kjósenda.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar.
--- Að athafnir, ekki orð, segi til um hver þú ert.
Eins og sagt er - orð eru ódýr.
- Ég mundi að sjálfsögðu leggja áherslu á að sala hluta í bönkunum tveim, fari fram með nægilegri þolinmæði.
- Ekkert snöggt óðagot t.d., að selja fyrir kosningar - ef sala hluta gengur hægt.
- Ef það fer þannig, að salan gengur hægar fyrir sig en vonast er til, þá gefa því lengri tíma. Láta málið þá klárast á næsta kjörtímabili.
- Ekki endurtaka hugmyndina - sem spratt upp síðast; þegar spratt fram hugmyndin um svokallaða "kjölfestufjárfesta."
- Ég velti fyrir mér - hve margir muna eftir því orði "kjölfestufjárfestir."
Þetta var frasinn, sem dúkkaði upp - þegar menn urðu óþolinmóðir, er hægt virtist ganga salan sem átti að tryggja dreifða eignar-aðild.
Og varð að rökum fyrir því - að hverfa frá markaðri stefnu.
Eins og frægt var þá, er stefnubreytingin varð ljós - sagði formaður einkavæðingarnefndar af sér.
- Það getur vel verið, að ef það á að virka að dreifa eignar-aðildinni rækilega.
Þá þurfi jafnvel að dreifa sölunni yfir nokkur ár, þannig að einungis náist t.d. að selja 20% hlut á því sem eftir er af kjörtímabilinu.
Það auðvitað kemur í ljós.
En ég get alveg unnt lífeyrissjóðunum að eiga 10-15% í hvorum banka t.d.
Síðan verði leitast við að selja t.d. 30% sala dreifð yfir nokkur ár - einungis selt lítið magn hluta til hvers og eins sem kaupir.
Ríkið gæti síðan átt áfram - minnihluta í báðum, t.d. 20%.
Það má hugsa að auki að 30-40% verði boðin til kaupenda er vilja stærri hlut, en sett t.d. þak við 5% per hluthafa.
Niðurstaða
Ef ríkisstjórnin fær tækifæri til að standa fyrir einkavæðingu tveggja banka, þá eins og ég sagði - væri það sennilega gott tækifæri fyrir ríkisstjórnina að afsanna ákveðin neikvæðan almanna róm sem hefur loðað við ríkisstjórnarflokkana seinni ár.
Vel framkvæmd sala með eignaraðild er væri raunverulega nægilega dreifð.
Gæti haft mjög sterk jákvæð áhrif á ímynd stjórnarflokkanna, og einnig mjög bætt ímynd formanna þeirra.
Þannig sé sannarlega um tækifæri fyrir formennina 2-að sanna fyrir þjóðinni, hverjir þeir eru í verki.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2015 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er að vísa til ummæla höfð eftir Áslaugu Friðriksdóttur, en í viðtali á VISI.is sagði hún eftirfarandi:
Föstudagsviðtalið: Ofan á það geta þessi fyrirtæki búið til aukaþjónustu og náð inn tekjum. Geta farið að bjóða fjölskyldum alls konar þjónustu sem þörf er á. Við eigum að búa til kerfi þar sem um almennara velferðarkerfi er að ræða. Fólk þarf ekki að bíða þar til það kemst í mikil vandræði heldur bara veit að það er alls konar fólk með fagþekkingu sem veit hvernig það á að mæta alls konar vandamálum, hjá börnum og fjölskyldum.
Síðan er þau ummæli voru gagnrýnd - þá svaraði hún um hæl -
Af hverju er ekki jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu og farsíma? :"Af hverju á ekki að vera jafn sjálfsagt að kaupa velferðarþjónustu, til dæmis ráðgjöf, svona eins og að kaupa sér farsíma eða föt. Grunnþjónustuna er hægt að verja með því að fé fylgi þeim sem ákveður hvar hann vill nýta þjónustu en fari ekki beint til fyrirtækja."
Upplýsingavandi!
Meginvandamálið frá mínum sjónarhóli, með það að heimila - bein kaup almennings á þjónustu, sem viðkomandi greiði fullu verði - - vera þann; að almenningur og heilbrigðis starfsmenn, standa langt í frá jafnfætis, hvað þekkingu á viðfangsefninu varðar.
Það er ástæða af hverju, að sérfræðingar taka ákvörðun um aðgerðir eða meðferð - nánast á öllum stigum; sem er sú - að mjög djúpa þekkingu á viðfangsefninu þarf, svo unnt sé að meta rétt þörf fyrir aðgerð, en ekki síður - hvaða aðgerð eða meðferð akkúrat.
Ég vil meina að almenningur standi mjög höllum fæti gagnvart sérfræðingum, ef ákvörðun um aðgerð - á að vera sjúklings, en ekki sérfræðings - - og um sé að ræða fyrirkomulag, að viðkomandi sérfræðingur hafi fjárhagslega hagsmuna að gæta af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir séu framkvæmdar á hans stofu.
- En eins og hún setur þetta upp, þá hefðu heilbrigðis starfsmenn rétt á að stofna fyrirtæki, og bjóða í veitingu þjónustu sem væri stöðluð og greidd af ríkinu.
- En samtímis að veita hverjum þeim sem greiða vill - þjónustu er greidd væri fullu verði, framhjá úthlutunarkerfi heilbrigðiskerfisins - þannig komist framhjá biðlistum.
- En punkturinn er um þá hvata sem þá verða til.
- Þegar heilbrigðis starfsmenn, hafa þann möguleika, að auka tekjur sínar með því að - einstaklingar kaupa aðgerðir eða meðferð af þeim, með beinum hætti.
- En við þurfum ætíð að gera ráð fyrir möguleikanum á óheiðarleika - þegar við sköpum fjárhagslega hagsmuni.
- Gleymum því ekki hvað gerðist rétt fyrir hrun - - þegar svokallaðir sérfræðingar bankanna, veittu falska ráðgjöf til viðskiptavina, þeim gjarnan til stórfellds fjárhagslegs tjóns.
Og þekkingarbilið milli almennings og heilbrigðis-starfsmanna - er ef eitthvað er, enn breiðara, en milli bankastarfsmanna og almennings.
Hætta á seljendamarkaði
Ég er að tala um að, veitt verði meðferð sem er umfram þörf, eða jafnvel alfarið óþörf. Að farið verði í kostnaðarsamari greiningar en ástæða er til. Dýrari aðgerðir en ástæða er til.
Vegna þess að -þekkingarbilið er svo mikið- hafi viðskiptavinir afar litla möguleka, til að ákveða hvað sé hæfilegt eða of mikið.
Það verði freystandi fyrir heilbrigðis starfsmenn -í einkarekstri- að mjólka viðskiptavini, þegar þeir sennilega með fremur auðveldum hætti, geta komist upp með það.
Heilbrigðis-starfsmennirnir geti þá - ráðið afa miklu um það, hve mikil þjónusta verði af þeim keypt, og hve dýr.
Þetta geti orðið að nokkurs konar - sjálfstöku.
Þegar menn hafa þennan möguleika, grunar mig að einhverjum verði hált á svellinu, eins og gilti að því er virtist - um svokallaða ráðgjafa bankanna fyrir hrun.
Fólk geti átt afar erfitt með að komast að því - að svindlað hafi verið á því.
Allt annað gildi þegar viðskipti eru um föt eða farsíma
Slíkar ákvarðanir þarfnist ekki sérfræðiþekkingar.
Ekki sé til staðar, víð þekkingargjá milli - seljenda, og kaupenda.
Almenningur sé fær um að taka sæmilega upplýstar ákvarðanir, þegar kemur að kaupum á fatnaði eða farsímum.
Þess vegna sé þetta ekki sambærilegt - að eiga í viðskiptum með föt eða farsíma.
Eða kaupa aðgerð eða meðferð af einkafyrirtæki í heilbrigðisrekstri.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að halda því fram að heilbrigðis starfsmenn séu síður heiðarlegir en annað fólk. Heldur einungis það, að þeir séu sennilega eins breyskir og hver annar.
Ef sköpuð er sú aðstaða, að almenningur hefur bein viðskipti framhjá skömmtunarkerfi ríkisins um heilbrigðis þjónustu, og almenningur hefur þannig val um að kaupa hana fullu verði - framhjá öllum biðlistum.
Þá virðist mér liggja á ljósu - að við það verði til mikill, freystni vandi.
Vegna víðrar þekkingargjár, mundu heilbrigðisstarfsmenn sem hefðu hugsanlegan kaupanda, standa fyrir þeirri freistingu - vegna þess að kaupandi eigi litla möguleika til að bera brigður á mat þeirra á umfangi þeirrar aðgerðar eða þjónustu sem þeir leggja til.
- Þá gæti skapast það ástand, að slík viðskipti - yrðu að nokkurs konar sjálfsstöku þeirra heilbrigðis-starfsmanna, er stæðu í slíkum viðskiptum.
- Og hefðu fjárhaglega hagsmuni af því, að sem flestar og dýrastar aðgerðir væru framkvæmdar á þeira stofu eða í þeirra fyrirtæki.
Mig grunar að a.m.k. einhverjum yrði hált á því svelli.
Kv.
23.9.2015 | 00:41
Ef borgin vill, getur hún sett bann eingöngu á vörur frá hernumdu svæðunum í Ísrael
Það er sannarlega rétt, að erfitt er að - sanna hvar varan er akkúrat framleidd. Á hinn bóginn, þá er það tæknilega leysanlegt með þeim hætti - - að setja sönnunarbyrðina á Ísrael. Það er, krefjast þess að vörur frá Ísrael séu - upprunavottaðar.
- Þannig að unnt sé að greina á milli varnings, sem framleiddur er á hernumdum svæðum, og þess sem framleiddur er utan þeirra svæða.
- Ég er að sjálfsögðu að tala um, að það verði merkt á vöruna - hvaða verksmiðja framleiddi, og í hvaða bæjarfélagi. Þannig að unnt sé að sjá, hvort varan er framleidd t.d. í Haifa utan hernumdu svæðanna, eða í einhverjum hinna nýju bæjarfélaga er risið hafa á hernumdum svæðum, byggð svokölluðum - landnemum.
- Einungis verði heimilað að kaupa frá Ísrael.
- Vörur með nægjanlegum upprunamerkingum.
Svo unnt sé að vita hvar í Ísrael varningur er framleiddur.
Höfum í huga, að landnám Ísraela á hernumdum svæðum, er brot á alþjóðalögum
Það þíðir að sjálfsögðu - að varningur framleiddur af ísraelskum landnemum, fellur undir það - alþjóðlega bann.
Það má því líta svo á, að borgin væri ekki að gera neitt annað, en það - að framfylgja þessu alþjóðlega banni af sinni hálfu.
M.ö.o. væri aðgerðin ekki ólögleg. Sennilega verjanleg skv. reglum "W.T.O." þ.e. Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar.
Það má þó vera, að Ísraelar samt mundu kæra slíkt bann, af hálfu Reykavíkurborgar til dómstóls "W.T.O."
- Það yrði þá að áhugaverðu prófmáli.
- Er sennilega vekti alþjóða athygli.
Auðvitað væri úrskurður fordæmisgefandi, hvorn veginn sem hann færi.
________________
Það er auðvitað rétt, að strangt til tekið - má borgin ekki hafa eigin utanríkisstefnu.
Ég veit samt ekki til þess, að nokkur viðurlög séu til við því, ef borgin mundi halda því til streitu, að viðhafa sitt eigið bann - við kaupum á varningi frá byggðum landtökumanna í Ísrael.
Þannig að mér virðist að borgin - geta komist upp með þetta, ef hún vill.
Niðurstaða
Sannarlega var upphafleg samþykkt tillaga borgarstjórnarmeirihluta - um allsherjar bann á kaupum varnings frá Ísrael, illa unnin - kjánaleg. Á hinn bóginn, virðist mér alveg mögulegt að útfæra framkvæmanlegt - bann. Ef borgin virkilega vill hafa eigin utanríkissstefnu.
Það er í sjálfu sér - full ástæða til að banna sölu varnings frá hernumdum svæðum í Ísrael, þ.s. eftir allt saman - er byggð Ísraela þar, ólögleg skv. samþykktum S.Þ. og ályktunum Öryggisráðs S.Þ.
Slíkt bann, ef það yrði að hreifingu er breiddist út - gæti sannarlega sett þrýsting á Ísrael. Með því, að ekki sé um -viðskiptabann á Ísrael að ræða- heldur bann eingöngu á sölu varnings frá byggðum Ísraela sem séu ólöglegar á hernumdum svæðum undir stjórn Ísraels.
Þá sé ekki aðgerð - atlaga að tilvist Ísraels.
Heldur eingöngu beint að - hinni ólöglegu aðgerð Ísraela, að taka taka harnumið land yfir og gera að byggðum Ísraela í trássi við samþykktir S.Þ. og ályktanir Öryggisráðs S.Þ.
Kannski kominn tími til að beita Ísrael raunverulegum þrýstingi sem um munar, að fara eftir þeim ályktunum.
Það getur vel verið að - bann hreyfing geti breiðst út, sérstaklega ef Ísraelar væru nægilega heimskir, til að - setja málið fyrir dómstól "W.T.O." svo að málið fangi alþjóðlega athygli.
Kv.
Höfum í huga að um er að ræða fólk, sem hefur upplifað helvíti stríðs í landi þ.s. áætlað er í dag að mannfall sé yfir 300þ., þ.e. að ca. álíka margir og öll ísl. þjóðin - hafi látið lífið. Af myndum frá Sýrlandi að dæma, virðist eignatjón ótrúlegt, margar borgir í nærri eins slæmu ástandi og þýskar borgir voru í - við lok Seinni Styrrjaldar.
Mannfall bendir sterklega til þess, að sprengjukast úr flugvélum og fallbyssum, hafi verið óspart beitt - og án tillits til þess sjónarmiðs að vernda almenna borgara.
Einungis stjórnarher Sýrlands, hefur flugher.
Og stjórnarherinn hefur einnig mun öflugari stórskotavopn.
- ca. 40% íbúa landsins virðist á vergangi.
- Sem er ótrúlegt hlutfall - önnur vísbending um stórkostlega eyðileggingu íbúðabyggðar.
Það áhugaverða er - að þau átök þ.s. ég heyrði síðast um svo hátt hlutfall þjóðar á vergangi, var í átökunum - - í Téténíu, ca. 2000 er Pútín réð niðurlögum uppreisnar íbúa þess svæðis, þ.s. býr sérstök þjóð sem ekki eru Rússar, og hafa Múslima trú.
Út af þessu - - hef ég velt því fyrir mér, hvort að Kremlverjar hafi veitt Assad ráðgjöf um tilhögun stríðsins - - > En þegar rússn. herinn sókti gegn Téténum, þá voru nánast allar byggðir í landinu lagðar í rúst, sem skýrði hlutfall íbúa á flótta mjög líklega.
A.m.k. hefur grimmd stjórnarhers Sýrlands virst óskapleg.
Ekki minni en grimmd rússn. hersins er hann réð niðurlögum uppreisnar Téténa.
- Höfum í huga, að í Téténíu - létust margfalt fleiri en hingað til hafa fallið í átökum í Úkraínu - - þó búa á þeim svæðum þ.s. barist hefur verið í A-Úkraínu ca. 3-svar sinnum flr. fólk en í Téténíu.
- Þ.e. áhugaverður samanburður.
Mér hefur stríðið í Téténíu verið -við og við- íhugunarefni, sérstaklega þegar -vinir Pútíns- gagnrýna -meinta hörku- í A-Úkraínu.
- Þó er þar beitt silkihönskum svo sannarlega, í samanburði við aðfarir Pútíns sjálf í Téténíu.
- Og sannarlega í sbr. v. aðfarir einkavinar Pútíns, Assads - í Sýrlandi.
Yfir hundrað flóttamenn til landsins í ár
Punkturinn er - þetta fólk hefur liðið mikið
Það síðasta sem það þarf á að halda, ef einhver Íslendingur - fer að veitast að því, eftir að það er hingað komið.
En ég hef orðið var við gríðarlega grimma umræðu á -erlendum netmiðlum- um flóttamenn frá Sýrlandi.
- T.d. vilja sumir, halda þeim í einangrun - að sögn til að vernda evr. samfélag.
Haldið fram því varúðarsjónarmiði, að rétt sé að halda fj. fólks í nokkurs konar fangabúðum, konum og börnum einnig, vegna hugsanlegrar hættu á að innan um geti leynst hættulegir einstaklingar.
M.ö.o. sönnunarbyrði snúið við. En hvernig er unnt að sanna með óhyggjandi hætti að einhver tiltekinn sé meinlaus?
Eiginlega mjög sambærilegur hugsunarháttur er lá að baki búðum Bandar. í Guantanamo, nema að þeir sem þangað voru fluttir, voru raunverulega grunaðir um að vera hryðjuverkamenn, en umtalið á netinu beinist að - flóttamönnunum almennt. - Mín skoðun er að slík aðferðafræði væri gríðarlega misráðin, að vísvitandi halda hópnum einangruðum, en að sjálfsögðu tryggði það að engin aðlögun að samfélaginu gæti farið fram, og síðan hefðu þeir ekkert við að vera -augljóslega- og að auki, væru slíkar búðir -með reiðum flóttamönnum- nánast fullkomin aðstaða fyrir varasama einstaklinga til að afla sér fylgismanna - - > En þekkt er af fangelsum, að þar gjarnan kynnast einstaklingar eftir fyrsta brot, hörnuðum glæpamönnum - og þá fyrst kynnast glæpabrautinni fyrir alvöru.
Einn hryðjuverkamaður er leyndist innan um 1000 flóttamenn, gæti náð áheyrn margra í slíkum hóp, ef þeim væri öllum haldið á sama stað, mánuðum saman - öllum meira eða minna haldið aðgerðalausum.
Hér aftur á móti stendur allt annað til - að skipta hópnum sem kemur upp, og koma honum fyrir hjá sveitafélögum - sem bjóðast til að taka við flóttamönnum. Þar sem þeim verður strax komið í húsnæði í almennri byggð, og síðan að auki - eins fljótt og unnt er, komið í vinnu.
- Reynsla okkar hingað til af svokölluðum -kvótaflóttamönnum- hefur verið góð.
En hafa ber í huga, að í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu, var tekið við hér við einhverjum fjölda Bosníu-manna - en þar er meirihluti íbúa Múslimar.
Ekki hefur frést af því að sá hópur hafi verið til vandræða. Heldur séu í vinnu, og búi meðal fólks hér - eins og hverjir aðrir.
Ég á ekki von á öðru - en það fólk sem hingað kemur - - sennilega frá flóttamannabúðum í Lýbanon, verði fyrst og fremst umhugað um að koma sér fyrir - afla sér atvinnu.
Í Evrópu, vegna þess að atvinnuleysi er mun útbreiddara en hér, er það algengt - að kvótaflóttamenn geti ekki fengið nokkra vinnu sem hefur skapað þá umræðu, að flóttamenn - séu fyrst og fremst að leita til Evrópu, til þess að komast á féló.
- En oftast nær, er mun erfiðara fyrir flóttamenn, en heimamenn - að fá vinnu.
Og ef atvinnuleysi er útbreitt, þá geta þær aðstæður skapast - að flóttamenn eigi nær enga möguleika til atvinnu. - Það að sjálfsögðu, er einnig -hindrun fyrir aðlögun þess fólks að samfélaginu.
Umræðan virðist mér því oft afar ósanngjörn.
Þ.s. að flóttamönnunum sé gjarnan kennt um þetta.
Af þeim sem ræða um þessi mál á vefnum.
- Vegna þess hve gott framboð er af vinnu hér.
- Gæti Ísland einmitt verið betur í stakk borið en mörg önnur lönd, að taka við flóttafólki - og raunverulega koma því síðan inn í samfélagið.
- En atvinnu-þátttaka sé um það, lykilatriði.
Þegar menn komast ekki í vinnu.
Þá býði þeirra -félagsleg einangrun, a.m.k. frá samfélaginu sem þeir hafa sest að í.
Og þá verði aðkomuhópurinn -eðlilega að samfélagi, til hliðar við megin-samfélagið í því landi.
Niðurstaða
Ég held að það geti verið alveg rétt hjá forsætisráðherra, að það séu ágætir möguleika á því, að Ísland verði a.m.k. að einhverju leiti fyrirmynd um það, hvernig á að taka við flóttamönnum - svo vel sé.
En ég tel það afar líklegt, að stór hluti ástæðu þess að sums staðar í Evrópu, lenda flóttamenn utan gátta í samfélaginu, og aðlagast ekki.
Sé vegna þess hve skortur á atvinnu sé útbreitt vandamál innan Evrópu.
Ef atvinnuleysi sé útbreitt - þá flæki það mjög fyrir því að koma flóttamönnum í vinnu.
Og án atvinnu, þá stórfellt aukist hættan á því að flóttamenn verði einangraðir félagslega frá samfélaginu sem þeir hafa sest að í.
Sem þá verði til þess, að hindra aðlögun þeirra að því samfélagi.
Þannig að þá verði þeir að - - hliðarænu samfélagi, í stað þess að renna inn í samfélagið.
Ísland ætti að geta komið þeim langsamlega flestum til vinnu.
Og sem ætti, ef kenning mín er rétt, að hindra þannig útkomu að þeir verði að félagslega einangruðu hliðar-samfélagi við okkar samfélag.
Kv.
13.9.2015 | 15:58
Hefur hið nýja vinstri lausnir sem eru nothæfar gagnvart vandamálum þeim sem fylgja heimsvæðingunni svokallaðri?
Við þekkjum þau vandamál sem hafa gerst sífellt meir áberandi: Kjör miðstéttafólks eru í hnignun í gervöllum hinum Vestræna heimi -ekki bara í Bandaríkjunum, þau hafa besta falli staðið í stað eða hnignað, meðan að kjör sérfræðihópa hafa batnað verulega, og samtímis er gríðarleg aukning í velmegun þeirra sem eru eigendur í fyrirtækjum eða stunda fjárfestingar; ofan í þetta, eru verkamenn að sjá beina tekjurýrnun - þeir eru að auki að sjá starfsöryggi hraka og áunnin réttindi eiga sífellt meir á högg að sækja, og eru víða hvar í hnignun.
Að einhverju leiti má líta á kjör - - Jeremy Corbins, sem formanns Verkamannaflokksins breska, sem andsvar eða mótmæli við þessari þróun.
Stefán Ólafsson - sem við þekkjum, hann er ekki í nokkrum vafa, hverjum það er að kenna - af hverju þessi þróun hefur verið í gangi sl. 15-20 ár. Að sjálfsögðu, hægri mönnum að kenna.
Þarna á blogginu hans, má sjá marga pistla eftir hann - þ.s. hann mótmælir þeirri þróun sem ég vísa til - og veifar skýringu sinni, að þetta sé allt hægri mönnum að kenna.
Ég reikna með því að -Jeremy Corbin- sé Stefáni vini okkar, fullkomlega sammála.
Ég hef að sjálfsögðu allt aðrar skýringar, m.ö.o. - - uppbygging Asíu, einkum Kína
Það þarf að hafa í huga, að þessi þróun - hefur verið að gerast í öllum hinum Vestræna heimi, og það burtséð frá því - hvort hægri eða vinstri stjórnir hafa verið við völd.
Ég er að tala um ekki einungis V-Evrópu, Bandaríkin og Kanada, heldur að auki - S-Kóreu, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralíu.
Ég hef fjallað um þetta áður - en rökin eru sára einföld.
- Íbúar Vesturlanda nálgast ef til vill samanlagt 1,5 milljarð.
- Í Kína einu saman búa ef til vill ca. svipað margir.
- Við höfum Indland, ekki alveg komið eins langt í hagþróun en samt á uppleið.
- Við höfum restina af SA-Asíu stór þjóðfélög eins og Indónesía, Malasíu, jafnvel Bangladesh, Tæland - - kannski samanlagt kringum hálfur milljarður manna.
- Afríka hefur liðlega milljarð manna.
Það sem við þurfum að muna, er að kringum 1990.
- Var hagrþóun risa þjóðfélaganna Indlands, Kína - miklu skemmra komin. Og það efnahagslega -take off- sem hófst í mörgum löndum Afríku ca. 2000, var þá ekki hafið.
- Síðan þá, hefur samkeppni um -auðlindir- og um -framleiðslustörf- í heiminum. Vaxið geigvænlega.
Við erum virkilega að tala um það - - að 3.000 milljón manns, eru í löndum í hagþróun.
Þetta leitar beint til gamla lögmálsins, framboð vs. eftirspurn
- Munið eftir þeim þætti - - - að ef framboð vex gríðarlega.
- Þá lækkar verðið - - - ef framboðið vex hraðar en eftirspurnin.
Þetta tel ég vera ástæðu þess, að kjör verkafólks á Vesturlöndum eru í hnignun.
Þegar 3.000 milljón manna þjóðfélög fara á hreyfingu, að þá vex gríðarlega framboð af vinnu-afli í boði á hnettinum.
Og sú gríðarlega aukning á framboði - - knýr fram verðlækkun.
---------------------
Þetta aukna framboð - - tel ég einnig hafa áhrif á öðrum sviðum.
- Þannig hafi einnig orðið gríðarleg aukning á eftirspurn eftir fjárfestum, þ.e. fjárfestingum, þegar svo mörg lönd eru að bjóða ný fjárfestingartækifæri.
- Það þíði, að -samnings aðstaða fjárfesta hefur batnað stórfellt- sem skýri sennilega, hvers vegna lönd eru að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum - - > Sífellt hagstæðari kjör.
- Sem auðvitað, eykur hagnað fjárfesta, og þar með þeirra auð - þ.e. samfélögin fá minna til sín, stærra hlutfall gróða lendir hjá fjárfestunum sjálfum.
- Þetta skýri miklum hluta - af hverju verkafólk verði fátækara < - - > Samtímis að gróði hinna ofsaríku hafi aldrei sennilega verið meiri.
- Við sjáum þetta einnig í þeirra hegðan, þ.e. þeir verða sýfellt hrokafyllri.
- Sífellt minna tilbúnir til að - veita til samfélaganna, láta fé af hendi rakna til sameiginlegra sjóða.
---------------------
Sérfræðingastéttir - virðast einnig vera að græða á þessu, a.m.k. enn - þ.s. að enn sem komið er, þá sé þróunin að leiða fram aukna eftirspurn eftir þeirra þekkingu.
- En ég hugsa, að það muni koma sá tími, að löndin sem eru að þróast - fari að skóla nægilega mikinn fjölda eigin sérfræðinga.
- Sem líklega lengra séð inn í framtíðina, muni einnig leiða til - aukins framboðs af sérfræðingum, þannig að -framboð vs. eftirspurn- þá snúist gegn þeim einnig, í stað þess að virka með þeim.
---------------------
En fjárfestirinn líklega heldur áfram að vera kóngurinn á hæðinni.
Það virðist vera að byggjast upp ný auðsstétt - sem sé svo ofsalega svakalega auðug, að sá auður er ekki á færi venjulegs manns að skilja.
Það gæti alveg farið hugsanlega svo, að það sé að þróast - - ný aðalsstétt.
Það er að sjálfsögðu engin furða, að það séu að spretta upp mótmæli gegn þessari þróun
Vandinn er - - að ég er alls ekki viss að lausnir dæmigerðra vinstri manna, muni virka - fremur en áður.
En Corbin er eftir allt saman - vinstri maður eins og vinstri menn voru á 8. áratugnum.
- Það sem geri hann ferskan -í vissum skilningi- sé að hann hélt sér alltaf í sínu fari.
- Heimurinn sé aftur á móti, að snúa sér í hring - og að einhverju leiti að leita að nýju í smiðju, hins gamla vinstri.
- Menn kalla hann "authentic" eða "alvöru" vegna þess að hann skipti aldrei um skoðun, m.ö.o. hann leitaði aldrei málamiðlana.
- Þ.e. e-h í tísku núna, að horfa með aðdáun á einstaklinga, sem hafna málamiðlunum.
Þeir eru nú titlaðir með aðdáun -authentic- eða -alvöru- þ.e. menn sem meina þ.s. þeir segja, ekki -gerfi.-
En þ.e. allt og sumt sem þessir einstaklingar eru - -> Þ.e. einstaklingar, sem halda á lofti hugmyndum, sem séu róttækar -sannarlega,- en þegar þeir hafna -venjulegri pólitík- eru þeir að hafna -málamiðlunum.-
Sumir þessara -virðast vonast til þess- að geta komist hjá þeim, með því að -höfða beint til fjöldans.
M.ö.o. séu þetta fyrirbærið "demagogues" - sem mætti nefna -upphrópendur- eða -æsingamenn.-
Við höfum séð marga slíka áður.
---------------En punkturinn, hvað geta þeir gert?
Ég sé í reynd í þeim lausnum sem haldið er á lofti.
Ekki nokkurt sem líklegt sé til að - snúa þessari þróun við.
Ef maður horfir t.d. á Jeremy Corbin: Þá vill hann afnema skólagjöld, ríkisvæða járnbrautir í Bretlandi, hætta niðurskurði í ríkisútgjöldum + auka seðlaprentun.
- M.ö.o. - klassísk verðbólguleið.
Endurvakning stefnu Verkamannaflokksins frá árunum - fyrir Thatcher.
En á 8. áratugnum var einmitt í Bretlandi tíð gjarnan mikillar verðbólgu.
Meðan að við búum enn við opið hnattrænt viðskiptakerfi
Þá gildir það enn - - að verkamenn í Kína, keppa beint við verkamenn í Evrópu. Það á einnig við verkamenn í vaxandi mæli, í enn fátækari löndum.
- Aukin seðlaprentun í Evrópu, breytir því ekki.
Samtímis, þá hafa fyrirtæki gríðarlegan fjölda valkosta - að fjárfesta annars staðar en í Evrópu. Það rökrétt heldur áfram, að þrýsta á lönd að veita þeim mjög hagstæða fjárfestingar samninga, þannig að - löndin bera lítið út bítum.
- Sem þíðir að þeir ofsaríku, halda áfram að verða enn auðugari - og enn hrokafyllri.
Og mig grunar, að sá tími muni renna í garð -að hnattvæðingin bitni á sérfræðingum, þegar sérfræðingar menntaðir í ný-iðnvæðandi löndum, fara í vaxandi mæli að koma inn.
----------------
- Það er alveg augljóst, að hið hnattvædda viðskiptakerfi.
- Er að skapa nýja tekjuskiptingu, milli landa í þróun - - og landa sem hafa þróast.
- M.ö.o. - kjör á Vesturlöndum lækka.
- Kjör í ný-iðnvæðandi löndum batna.
Ég kem ekki auga á að - lausnir vinstri manna.
Muni forða þeirri útkomu.
- Það er auðvitað, að vegna þess að -einlægir vinstrimenn- eins og Stefán Ólafsson (þó hann sé haldinn þeirri ranghugmynd að vera miðjumaður) - - > Virkilega trúa því, að öfug þróunin sé stefnu hægri manna að kenna.
- Svo þeir geta básúnað það, með svo miklum sannfæringarkrafti - - > Að unnt sé að snúa þessu öllu við, ef þeirra -vinstristefna- er tekin upp.
Nú er í tísku - að falla í stafi af aðdáun yfir mönnum með sannfæringarljóma.
Sem halda fram róttækum leiðum - hafna málamiðlunum sbr. hafna venjulegri pólitík.
Ég er aftur á móti algerlega viss.
Að Stefán (ég hef reyndar útskýrt þetta allt fyrir honum á hans eigin bloggi) og aðrir hans skoðunarbræður - - > Greina vandann kolrangt.
Það séu ekki - vondir hægri menn sem séu að valda þessu.
Heldur - hnattvæðingin sjálf.
Er unnt að leysa þetta innan samhengis hnattvæðingarinnar?
Það má alveg hugsa sér - - sérstaka skattheimtu á hnattrænt starfandi fyrirtæki.
Er mundi fara í að standa undir rekstri alþjóða stofnana.
Það má hugsa sér - - sérstakan skatt á skattaskjól, er væri samþykktur sameiginlega af meirihluta þjóða heims - er einnig mundi fara í rekstur alþjóða stofnana.
En gríðarlegur kostnaður t.d. fylgir vaxandi flóttamanna-vanda. Og það kostar mikið fé að mæta þeim vanda. Einnig til að aðstoða lönd eins og í Sahel svæðinu í Afríku, þ.s. fátækt er líkleg til að vera gríðarleg áfram.
- Lönd heims, gætu sameiginlega ákveðið innan ramma S.Þ.
- Að sækja í þennan auð, sem auðmenn fela í skattaskjólum út um hvippinn og hvappinn.
Að sjálfsögðu - yrði veruleg andstaða.
Auðmenn mundu beita sér á ríkisstjórnir - um að hafna slíku.
Sérstaklega fókusa á þær sem hafa - neitunarvald.
----------------
En sú hætta getur skapast - - að sú krafa komi fram.
Að snúið verði baki við þessu - - opna viðskiptakerfi.
Og tekið upp í staðinn - - kerfi með lokuðum blokkum.
- Það mundi sannarlega, ekki bæta lífskjör - sú útkoma.
- Fyrstu áhrif væru sennilega, að framkalla mjög djúpa heimskreppu eins og á 3. áratugnum.
- En smám saman, mundi nýtt jafnvægi skapast.
- Kjarnorkuvopn - sennilega koma í veg fyrir nýja heimsstyrrjöld.
- En þau mundu ekki forða því - að ný heims blokkavæðing, leiði fram - > Vaxandi spennu og vopnavæðingu.
Það sé vegna þess, að í dag - þá eru margir þættir innan -heims-væðingarinnar- sem stuðla að auknu samstarfi í hnattrænu samhengi.
En ef kerfið brotnar upp í blokkir, þá fækkar ástæðum -til að vinna saman.-
En hver blokk um sig, mundi sennilega stærstum hluta vera sjálfri sér næg.
- Þjóðir mundu skipta sér í lið.
- Og ríkjandi þjóðir innan hverrar blokkar, mundu drottna yfir sinni blokk.
Vegna þess að hver blokk fyrir sig væri sjálfri sér næg.
Mundi sennilega verða -ívið jafnari dreifing á framleiðslustörfum en í dag.
Og það gæti stuðlað að nokkurri endurkomu -starfsöryggis.
- En kjör yrðu mjög líklega - heilt yfir lægri.
- Alþjóðlegt samstarf yrði sennilega - mjög erfitt, jafnvel ólíklegt.
- Sem þíddi sennilega m.a. niðurbrots samstarfs, um að forða - hnattrænni hlýnun.
----------------
Ég er ekki að segja að þetta fari þannig pottþétt.
Einungis að benda á þá hættu.
Að það getur gerst.
Að almenningur snúist gegn - hnattvæðingunni.
Niðurstaða
Það getur vel verið framundan sé bylgja á nk. árum, af róttækum vinstri stjórnum. Sem muni gera tilraunir til þess -að beita hefðbundnum vinstri aðferðum. Á birtingarmyndir -heimsvæðingarinnar- sem hrjá í dag Vestræn þjóðfélög.
Hinn bóginn hef ég ekki trú á að -leiðir hins hefðbundna vinstris muni virka.
En m.a. bendi ég á, að margir vinstri menn, kenna bakara fyrir smið, þegar þeir halda því fram - að um sé að kenna, vondri hægri stefnu eða vondum hægri mönnum.
En ekki - heimsvæðingunni sjálfri.
Það má vera - með réttum skilningi, þ.s. að það sé sjálf heimsvæðingin sem valdi þessu.
Þá sé unnt að gera tilraun - til að bregðast við hnattrænum risafyrirtækjum, að hnattrænir fjárfestar feli auð í skatttaskjólum - með hnattrænum hætti.
En það ætti að vera mögulegt - að setja alþjóðalög og reglur, og meira að segja að leggja á alþjóðlegan skatt.
- En ef sú tilraun mundi fara út um þúfur.
- Gæti fyrir rest, sjálf alþjóðavæðingin -beðið skiprot.
- Þegar þjóðir mundu snúa við henni baki, og ákveða þess í stað -að brjóta niður sjálft kerfið.
Slíkt kerfis niðurbrot hefur áður gerst.
Þ.e. árin rétt fyrir Seinni Heimsstyrrjöld - sem auðvitað felur í sér ábendinu, um mögulega endurtekningu heimssögunnar.
Kv.
3.9.2015 | 00:53
Píratar og Vinstri-Grænir saman í stjórn 2017?
Ég hef verið að velta fyrir mér - hverjir gætu hugsanlega þegið "úrslitakosti" Pírata, sem fram komu á fundi Pírata um sl. helgi: Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði.
- Síðast sagðis ég efa - að Píratar geti fengið nokkurn með sér.
- En síðan, eftir viðbótar íhugun - hef ég komist að þeirri niðurstöðu að VG gæti ákveðið að taka þessu og slá sér saman með Pírötum.
Það sem Píratar segjast vilja:
- Að á næsta þingi verði bara 2-mál, þ.e. ný stjórnarskrá, og að kjósa um það hvort á að hefja aðildarviðræður við ESB að nýju.
- Þingið sitji í 6 mánuði, kosið aftur að 9 mánuðum liðnum.
Mér virtist strax ljóst, að þetta gæti ekki höfðað til aðildarsinnaðra flokka
En augljóst mundu þeir vilja klára viðræður um aðild. Af hugmynd Pírata að dæma. Að gefa þinginu bara 6-mánuði. Þá líklega færi nær allur tími þess, í - stjórnarskrármálið.
Þó að fá mál hafi verið eftir í samningaferlinu -svokallaða- þá voru erfiðustu málin eftir.
Ósennilegt að 6-mánuðir dugi.
Líklega mundu aðildarsinnaðir flokkar vilja fullt kjörtímabil, til að vera sæmilega vissir að ná að klára málið; og auðvitað málefnasamning þ.e. stjórnarsáttmála - m.ö.o. öll þau atriði sem Birgitta talaði gegn, nefndi stjórnmál gamla tímans.
Augljóst höfða hugmyndir Pírata ekki til Framsóknarflokks, eða Sjálfstæðisflokks
En þar virðist öflug andstaða til staðar við það að - kjósa um spurninguna varðandi aðildarviðræður.
En VG er sennilega í nægilega örvæntingarfullri stöðu, til að vera tilbúinn að íhuga að slá til
Formaður VG hefur auðvitað gefið út - að hún styðji að spurningin um aðildarviðræður fari í þjóðaratkvæði.
Samtímis er VG enn yfirlýst á móti aðild. Þannig að það virðist mér geta verið aðgengilegt fyrir VG - að kjósa um það mál. En láta vera að hefja viðræður strax aftur.
Það væri þá málefni kosninganna þar eftir - að þjóðin fengi að velja hvort hún þá kýs flokka er styðja viðræður eða ekki.
- VG - er ekki að fá til sín neitt viðbótar fylgi nú í stjórnarandstöðu.
- VG - gæti því slegið til, í þeirri von - að stuðningur þeirra við prógramm Pírata, mundi skila þeim - vænlegri stöðu gagnvart kjósendum, í kosningunum þar á eftir.
Niðurstaða
Þannig að ályktun mín er sú, að VG - sé eini valkostur Pírata. Ef þeim er virkilega fúlasta alvara með það að - heimta að hlutir verði akkúrat með þeim hætti, að einungis 2-þingmál verði afgreidd á nk. þingi, það fundi í 6 mánuði, og síðan kosið aftur eftir 9. mánuði frá nk. Alþingiskosningum vorið 2017.
- Eðlilega óttast maður að slík stjórn mundi magna upp vinstri róttæklingana í röðum beggja.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2015 | 13:24
Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði
Eins og fram kemur í -ræðu Birgittu- og skv. fréttum að aðalfundur Pírata hafi samþykkt - Píratar vilja tvö mál á stutt þing - þá samþykktu Píratar þá hugmynd Birgittu. Að næsta þing mundi sitja einungis í 9 mánuði, þar af að það starfaði í 6. Og á því væru einungis 2-þingmál, þ.e. að samþykkja nýja stjórnarskrá, væntanlega - tillaga Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá: Frumvarp til stjórnskipunarlaga, til samanburðar sjá einnig; Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands - og að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort á að hefja að nýju viðræður um aðild að ESB.
Það eru reyndar til fordæmi fyrir því að ríkisstjórnir sitji í skamman tíma, til þess að koma í gegn tiltekinni breytingu: Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, Emilía, sat í skamma hríð í skjóli Sjálfstæðisflokksins 1959.
Sú stjórn hafði þann tilgang að framkvæma breytingar á kosningakerfi landsins, síðan var kosið aftur skv. þeim breytingum - og við tók svokölluð "Viðreisnarstjórn."
En þá voru Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. þegar búnir að semja um samstarf eftir þær kosningar.
Ég hef heyrt þá hugmynd, að ræða við aðildarsinnaða flokka!
Segjum að Píratar hefji formlegar viðræður við Bjarta Framtíð, og Samfylkingu. Báðir flokkar ákaflega áhugasamir um aðild Íslands.
- Þá finnst mér afar afar ósennilegt - að þeir samþykki stutt kjörtímabil.
- Því augljóslega ætla þeir þá að starta viðræðum að nýju, og gera tilraun til þess að landa samningi innan kjörtímabilsins.
Ef maður les ræðu Birgittu - er eins og að hún átti sig ekki á þessu atriði. En þ.e. eins og að hún sé einungis að miða - starfstíma þings, við þau 2-atriði. Að atkvæðagreiðslan sé haldin, og að þingið taki stjórnarskrármálið fyrir, geri þær breytingar sem taldar séu bráðnauðsynlegar - afgreiði það mál síðan sem lög frá Alingi. Þingið hætti störfum þegar þessu tvennu sé aflokið - að halda atkvæðagreiðsluna og koma í gegn nýrri stjórnarskrá.
- Hún talar niður fyrirbærið stjórnarsáttmála, vegna þess að þá þurfa flokkar að gefa eftir sín stefnumál að einhverju leiti a.m.k.
- Talar um bútasaums aðferð, þegar breytingar eru gerðar án þess að ferli sé heildar-endurskoðað.
En þ.e. sannarlega rétt að mun algengara er að lagfæringar séu gerðar innan ferlis, heldur en að það sé allt tekið upp - heildarendurskoðað. En punkturinn er auðvitað sá - - að mun auðveldara er að gera mistök þegar menn heildarendurskoða, en þegar tilteknar afmarkaðar breytingar eða lagfæringar á kerfi eru unnar.
En þumgalfingursregla er sú, að því stærri breytingu sem þú vilt gera.
Því meiri hætta sé á mistökum, og að þú þurfir eftir á að framkvæma lagfæringar.
Síðan finnst mér það harkaleg afstaða, að heimta heildarendurskoðun í hvert sinn, í stað þess eins og er venja að einstök atriði atriði eru skoðuð ef vankantar hafa komið upp í ferli eða kerfi - til að lagfæra þá, sbr. bútasaum.
En það eðli sínu skv. er mun líklegra til að valda mistökum, að taka allt kerfið upp í heild, en að lagfæra á því einstaka vankanta - þegar þeir birtast, einfaldlega vegna þess að heildarendurskoðun er miklu mun flóknara ferli. Fyrir utan að þ.e. mun tafsamara og til mikilla muna kostnaðarsamara, að fara í þá vinnu - að taka heildarendurskoðun.
Mér finnst þetta dálítið hljóma sem svo, Píratar eru öðruvísi flokkur, þess vegna þarf hann að haga sér öðruvísi - - ekki endilega vegna þess að öðruvísi sé betra
Það verður merkilegt að fylgjast með því - hvernig Pírötum gengur með sína hugmynd.
Það er til ágætt máltæki - - "If it aint broke, don't fix it."
Mér finnst þetta ágætis svar við tali Birgittu, bersýnilega með nokkurri fyrirlitningu, um bútasaumsaðferð.
En samfélagið er síbreytilegt - þess vegna er eðlilegt að það komi upp vankantar, gjarnan vegna þess einfaldlega að samfélagið er síbreytilegt. Það sem virkaði í gær, smám saman hættir að virka.
Vegna þess að Birgitta hugsar svo mikið tengt tölvum - - þá er ágætt að nota líkingu við forrit. En flestir forritarar, beita -bútasaumsaðferð- þ.e. þeir skrifa ekki alfarið nýtt forrit í hvert sinn, þegar gallar koma upp eða að einhver annar hugbúnaður breytist svo að forritið virkar ekki lengur sem skildi.
- Heldur uppfæra þeir sín forrit.
- Oft eru forrit uppfærð oft og mörgum sinnum, löngu áður en íhugað er að skrifa alfarið nýtt.
Gamalt forrit er ekki endilega ónýtt - ef það virkar enn. Svo fremi sem það hefur alltaf verið uppfært reglulega.
Það þíðir að það þá inniheldur það enn að stórum hluta gamla kóðann. En uppfærslur eru gjarnan eins og plástrar á forrit: Skoða t.d. hvernig gamla stjórnarskráin hefur verið marguppfærð - Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.
- Menn gera þetta með þessum hætti -vegna þess að þ.e. miklu mun kostnaðarsamara að skrifa alfarið nýtt.
- Heldur en að lagfæra það gamla.
- Að auki bendi ég fólki að íhuga, hvort að það muni nokkru sinni eftir flóknu forrits kerfi, sem var - nýtt. Sem virkaði alveg án galla frá fyrsta degi?
- Þurfti ekki strax að lagfæra sand af göllum, sem komu í ljós?
Málið er að þetta á allt saman einnig við þau atriði sem Birgitta gagnrýnir.
Hún nefnir t.d. Tryggingastofnun, þar er sannarlega til staðar afar flókið kerfi. Og alveg með sama hættinum, og ef þú værir með afar stórt og flókið forritunarkerfi, þá vex mönnum í augum að -skrifa alfarið nýtt- heldur er það valið að framkvæma "bútasaum."
En það sama heldur, að ef þú ákveður að semja alfarið nýtt kerfi - vegna þess hve þau mál eru flókin - - > Þá er nærri alfarið öruggt, að nýtt kerfi væri verulega gallað, einfaldlega vegna þess hve þessi mál eru flókin þá er erfitt að sjá fullkomlega fyrir hvernig mál víxlverka. Þannig að eins og að ef nýtt forritunarkerfi væri innleitt - þá mundi fljótlega í kjölfarið þurfa að hefja "bútasauminn" svo kerfið raunverulega virki eins og það á að gera.
- M.ö.o. virðist mér Birgitta vera að hníta í aðferðafræðina, án þess að gera sér grein fyrir því, að það eru góðar og gildar ástæður fyrir því - að menn leiðast í þá tilteknu aðferð. Að gera litlar breytingar, bútasaum, heldur en að skrifa upp alfarið nýtt stýrikerfi fyrir það kerfi sem menn eru að vinna með.
Það má ef til vill líta á Stjórnarskrána sem stýrikerfi landsins.
Síðan er Tryggingastofnun með sitt eigið.
- Ef ég væri spurður, þá sé ég ekkert óframkvæmanlegt við það að gera lagfæringar á núverandi stjórnarskrá - - en þó svo að margt í textanum sé gamalt, þá þíðir það ekki endilega að sá texti sé nærri alltaf úreltur. T.d. er mannréttinda hluti hennar frá 10. áratug sl. aldar. M.ö.o. ca. 25 ára. Þannig hefur hún verið smá uppfærð í gegnum árin. Þ.e. ekki svo að Ísland hafi verið að nota hana í marga marga áratugi, án þess að uppfæra þ.s. þurft hefur nauðsynlega að uppfæra.
- En þ.e. mikilvægur punktur, að fjöldi dóma liggur fyrir sem byggja á núverandi texta stjórnarskrárinnar - sem skíra þann texta. Þ.s. dææmt hefur verið í málum - - en lögfræðingar hafa bent á að ef sá texti er algerlega endurskrifaður jafnvel þó sá sé efnislega svipaður að innihaldi, þá mundi þurfa ný dómsmál að skera úr því hvort að sá nýi texti - hafi nákvæmlega sömu merkingu.
- M.ö.o. er ég að segja, að heppilegra væri að láta gamla textann eftir óbreyttan -ef texti "Tillögu um Stjórnarskrá" er efnislega að segja það sama. En ný stjórnarskrá skilgreinir flestu leiti sömu atriði og sú gamla - - og þegar maður les hana í gegn. Er í reynd ekki mjög margt sem er nýtt. En margt er endursagt í öðrum orðum, og köflum er raðað upp með öðrum hætti.
- Síðan eru innan um raunveruleg ný atriði - - það væri unnt að taka þau fyrir sérstaklega. Og fella inn í stjórnasrkána, skipta út gömlum köflum eða setja inn nýja í þeim tilvikum að fjallað er um mál sem ekki er um fjallað í þeirri gömlu.
Mér finnst alltof mikið sem að fólk tali illa um stjórnarskrána.
Mér finnst mjög oft ekki mikil hugsun að baki slíku tali.
Niðurstaða
Mér finnst Birgitta og Píratar vera töluvert úti á túni með þá hugmynd, að ætla láta næsta þing starfa í 6 mánuði, kjósa aftur að 9. mánuðum liðnum.
En fyrir utan þau atriði er ég nefndi, þá mun samstarfsflokkur alltaf hafa sín eigin baráttumál, sem sá vill koma í gegn. Þetta hljómar pínu, eins og að Píratar séu að segja - að hvað hinn flokkurinn leggur til skipti ekki máli.
Eins og t.d. að hugsa ekki það atriði, að ef farið er í kjör um það að hefja kannski aftur viðræður ef þjóðin segir já - að þá detti ekki Birgittu eða öðrum Pírötum í hug, að þá mundi líklegur samstarfsflokkur heimta að þingið starfaði a.m.k. þangað til að aðildarviðræðum væri lokið, og samningur í höfn - svo að unnt væri að leggja samning fyrir þjóðina; eins og aðildarsinnar tala alltaf um að þeir vilji gera.
Ég held því að afar ósennilegt sé að þeir fái samstarfsflokk með sér, upp á þau býti að þing starfi bara í 6-mánuði.
Eða að þeir sleppi frá því að fara í samninga um gerð stjórnarsáttmála til 4-ára. Eiginlega eins og Pírataflokkurinn og Birgitta talar, þá mundi hann þurfa að fá hreinan meirihluta.
Þá þarf hann ekki að semja við neinn, ekki gefa neitt eftir af sínu.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 1
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 303
- Frá upphafi: 864253
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 269
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar