Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er það í reynd snjallasta leiðin að bjóða 5 þúsund flóttamönnum hingað?

Spurningin er - hvert væri yfirmarkmiðið? En ef sá tilgangur er að hámarka fjölda flóttamanna sem Íslendingar mundu aðstoða. Að þá væri það ekki endilega augljóslega - mest skilvirkasta form slíkrar aðstoðar. Að senda þá hingað til Íslands.

  1. En ímyndum okkur að sama fjármagn sem til þarf - ég hef heyrt töluna 20 milljarða, væri varið til þess að aðstoða flóttamenn í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands?
  2. Þá grunar mig sterklega, að það fjármagn mundi nýtast mun betur - þ.e. til að hjálpa mun fleiri flóttamönnum en 5.000 - ef t.d. því fjármagni væri beitt innan landanna í næsta nágranni við Sýrland, þangað sem stærstu hópar sýrlenskra flóttamanna hafa leitað.

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2013/07/20/article-2371311-1AE19CB8000005DC-348_964x545.jpg

Það eru t.d. yfir 600.000 sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu:

Jordan | Syrian Refugees.

Jórdanía er mjög fátækt land!

Jórdaníumenn, væru örugglega mjög fegnir því - ef einhverjir mundu aðstoða þá við það verkefni, að aðstoða það örvæntingarfulla fólk sem hefst þar við.

Málið er auðvitað - að hver Dollar eða Evra - - dugar fyrir miklu meiru í Jórdaníu.

Þannig að sama féð sem þyrfti að nota, til að halda uppi 5.000 manns hér á Íslandi.

Mundi sannarlega - duga miklu mun fleira fólki, meðal sýrlenskra flóttamanna í Jórdaníu.

 

Það getur verið varasamt, að flytja fjölmenna hópa til annars lands, þar sem er mjög ólík menning og siðir

Ég er alls ekki að gagnrýna þá sem múslima - sami vandi væri ef við værum að tala um 5þ. Indverja, ef þar væru upplausn.

Þ.e. auðvitað aðlögunarvandi - því má ekki gleyma, að sá er - gagnkvæmur.

Þ.e. aðlögunin er bæði erfið fyrir samfélagið sem tekur við.

Og fyrir flóttamennina, sem leita til mjög ólíks samfélags.

Þetta er ein af þeim meginástæðum, að mig grunar að heppilegra sé að beina aðstoðinni að flóttamannabúðunum innan Mið-Austurlanda sjálfra. Aðstoða fólkið - til að búa þar áfram.

  1. Höfum í huga, að fyrir örfáum árum voru óeirðir í Svíþjóð meðal ungmenna af innflytjendafjölskyldum.
  2. Það kemur til af því að atvinnuleysi er mun meira, meðal þeirra - en sænskra ungmenna. Það er mjög eðlilegt - að ungmenni sem finna að þau hafa mun minni möguleika á vinnu en sænskir jafnaldrar - að þau verði pyrruð.
  • Ég þekki ekki nákvæmlega, af hverju svo er - að þau eru mun frekar atvinnulaus.

En ungmennin ættu að vera orðin vel fær í sænskunni, ég held að það sé ekki vandinn.

Það getur verið að sannleikur máls, liggi í - tortryggni samfélagsins, sem erfitt sé að yfirstíga.

Eins og ég sagði - aðlögunarvandinn er gagnkvæmur.

  • En um leið og það kemur upp pyrringur meðal innflytjenda.
  • Þá verður það alltaf vatn á myllu öfga-afla sem eru gegn innflytjendum.

---------------

  1. Eins og dæmið frá Svíþjóð sýnir!
  2. Er það mjög mikilvægt, að ekki sé tekið við fjölmennari hópi en svo, að samfélagið hér ráði við það að koma þeim til vinnu, að hóparnir - sætti sig við hvorn annan.

Í Svíþjóð vegna hins mikla fjölda sem þeir hafa tekið við.

Séu komin heil afmörkuð innflytjenda-samfélög, sem séu orðin eins og sérsamfélög - til hliðar við það sænska.

Þau séu ekki að renna inn í það sænska.

Og það sé að myndast greinilegur hópur - sem hætt er við að verði alltaf, undirmáls.

Sem fær mjög erfiðlega vinnu - er því mun fátækari en meðal Svíinn.

  1. Slíkt er hættuleg, vegna þess að slíkir hópar upplifa samfélagslega höfnun.
  2. Það er líklega úr röðum slíkra hópa sem séu pyrraðir fyrir, sem róttæklingar sækja í - til að afla sér fylgismanna. Til að fá einstaklinga til að snúast gegn samfélaginu.

Þegar hópar verða útundan - þá skapast hætta.

 

Niðurstaða

Það er full ástæða að ræða hérlendis hvað Ísland getur best gert, til að aðstoða við hinn gríðarlega flóttamanna vanda sem hefur sprottið upp í seinni tíð. Stærsta einstaka orsökin, virðist vera stríðið í Sýrlandi - milljónir Sýrlendinga eru flúnir út fyrir landamæri Sýrlands.

Flestir þeirra flóttamanna - eru þó enn tiltölulega nærri Sýrlandi. Það er, í nágrannalöndum Sýrlands.

Í þeim löndum eru gríðarlega fjölmennar flóttamannabúðir.

Í þeim búðum er mikil neyð.

Mig virkilega grunar að það jákvæðasta sem við getum gert, sé frekar en að - flytja 5þ. manns hingað. Og gera tilraun til þess að aðlaga það fólk Íslandi. Að frekar beina því sama fjármagni til að aðstoða við flóttamenn í nágrannalöndum Sýrlands.

Ég bendi einna helst á Jórdaníu - sem er bláfátækt land. Og er örugglega ekki fært um að veita rausnarlega til hins mikla fjölda flóttamanna sem þar eru.

Slík aðstoð væri örugglega mjög vel þegin af ríkisstjórn Jórdaníu. Og örugglega af því örvæntingarfulla fólki, sem þangað hefur leitað.

 

Kv.


Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi virðist eitthvað misskilja eðli viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi

En haft eru eftir Kolbeini Árnassyni eftirfarandi; „Þær hindranir sem við horfum upp á hérna koma mjög illa við íslenskt efnahagslíf. Mér er það til efs að það sé svo í nokkru landi að grein eins og sjávarútvegurinn og stór hluti nokkurrar greinar sem er svona mikilvæg verði svona illa fyrir barðinu á þessum tilteknu viðskiptaþvingunum.“ - Að við eltum ekki bara í blindni Evrópusambandið sem við erum ekki aðilar að og höfum engin tækifæri til að hafa áhrif á þegar kemur að mótun slíkra hluta.

Ísland elti ekki ESB í viðskiptaþvingunum

  1. Fyrsta lagi, þá taka öll meðlimalönd NATO -nema Tyrkland- þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ekki er um að ræða, að þetta sé sérstaklega mál ESB. Heldur er um að ræða -sameiginlega aðgerð NATO ríkja.-
  2. NATO hefur þó ekkert boðvald yfir meðlimalöndum, Tyrkir t.d. geta því neitað þátttöku, og að sjálfsögðu gæti Ísland það einnig.
  3. Þ.e. því -ákvörðun hvers ríkis fyrir sig- að taka þátt, eða ekki.
  4. Þannig hefur Kanada gefið út sínar eigin refsiaðgerðir. Það hafa Bandaríkin. Síðan hefur verið ákvörðun Noregs - að fylgja sömu viðmiðum um aðgerðir og ESB hefur gefið út. En meðlimalönd ESB - tóku sameiginlega ákvörðun.
  5. Ísland getur að sjálfsögðu ákveðið algerlega með hvaða hætti Ísland mundi taka þátt í refsiaðgerðum NATO - eða hafnað þátttöku eins og Tyrkland.
  • Hinn bóginn er rétt að benda á, að ástæða er að efa að Rússar hefðu eitthvað frekar -húmor fyrir sérstakri refsiaðgerðaáætlun sem Íslendingar mundu sjálfir búa til- en ef Ísland ákveður, að nota þá áætlun sem aðildarríki ESB - hafa ákveðið að fylgja.

 

Vegna þess að Kolbeinn nefnir hugtakið -hagsmunamat- er rétt að staldra aðeins þar við

Rétt er að muna að Ísland er ekki í eins sterkri valdastöðu og Tyrkland - en Tyrkir vita að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að pyrra önnur NATO ríki; því þeir séu of mikilvægir.

Tyrkir stjórna Bosporus sundi, og þar með aðgengi Rússa að Miðjarðarhafi, og öfugt - aðgengi NATO að Svartahafi. Og Tyrkland er einnig mótvægi við Rússland á Kákasus svæðinu, sem og að ef Tyrkir beita sér fyrir alvöru - - > Þá ráða þeir yfir 2-fjölmennasta herafla NATO, þannig að þeir geta verið mjög öflugt afl, til að aðstoða við það verk að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum.

Þ.e. einnig rétt að muna það, að Ísland hefur notið mjög góðs af því að vera meðlimur að NATO. En án vafa, þá styrkir það -annars mjög veika stöðu Íslands- að vera NATO land.

  • Ég er t.d. algerlega viss, að NATO aðild Íslands var það sem kom í veg fyrir að - Bretland beitti skotvopnum herskipa sinna þegar Ísland átti í landhelgisdeilum við Bretland. En þau skip hefðu getað bundið endi á þá deilu á örfáum mínútum.
  • Og mig grunar að auki sterklega, að NATO aðildin hafi einnig gagnast þegar Ísland lenti í deilu um Icesave - en rétt er að muna. Að Bretland beitti einungis aðgerðum sem það það gat beitt á heima velli. En Bretland hefði getað tæknilega, beitt mörgum öðrum úrræðum sem það ekki beitti.

Sjálfsagt vekur það athygli einvers - að ég segi NATO ekki síður veita Íslandi aukið öryggi gagnvart öðrum NATO löndum, en löndum utan NATO.

En ég vek athygli á því, að samanborið við t.d. Varsjárbandalagið, þá hefur það aldrei gerst í sögu NATO, að NATO land beiti annað NATO land - hernaðarárás af nokkru tagi. Ég hugsa að óþarfi sé að túlka ásiglingar breskra herskipa sem slíkar, en sannarlega ef þeir hefðu beitt skotvopnum skipa sinna.

En í tveim mjög frægum skiptum, þá gerðu aðildarlönd Varsjár-bandalags, innrás í eitt sinna aðildarlanda.

  1. NATO aðild veitir því hvort tveggja í senn, öryggi þegar deilur eru við önnur NATO lönd.
  2. Og tryggir að land utan NATO, ráðist ekki á Ísland.
  • Þessi trygging er án nokkurs vafa.
  • Mjög stórt atriði í því, að skapa Íslandi ástand, er nálgast raunverulegt sjálfstæði.

Það er með það í huga, hvað Ísland á mikið í húfi, hvað NATO varðar. Ef við ímyndum okkur að t.d. Rússum mundi takast að brjóta samstöðu NATO. Og þar með - leiða fram, upplausn þeirrar stofnunar.

Þá væri þar með - - öryggi Íslands stór-skert.

Og það um leið - - mundi veikja mjög stórfellt, raunveruleg sjálfstæði lands - sem ófært er sjálft um eigin varnir.

 

Ég hef orðið var við það -rugl- að einstaklingar halda því fram að NATO lönd séu leppríki Bandaríkjanna!

Það er að sjálfsögðu algert rugl. Þannig var það á árum áður með meðlimaríki Varsjárbandalags. Ég nefndi að 2-meðlimaríki þess urðu fyrir innrás annarra meðlimalanda. Þ.e. Tékkóslóvakía eins og það land þá hét, og einnig átti það við Ungverjaland.

Í Varsjárbandalaginu leyfðust engin stór - frá vilja miðstjórnarvaldsins í Sovétríkjunum.

  1. Til samanburðar, þá gerðist það -eins og einhver ætti að muna- að þegar Bush forseti yngri fór með stríð á hendur Saddam Hussain, fræg innrás Bush stjórnarinnar í Írak til að skipta þar um ríkisstjórn - - þá neituðu nokkur aðildarríkja NATO þátttöku. Og að auki, fengu Bandaríkin ekki að nota -sameiginlegar eignir NATO aðildarlanda í Evrópu þegar þeir voru að undirbúa þá innrás.-
  2. Slík alger neitun eða höfnun, hefði verið gersamlega óhugsandi í samhengi Varsjárbandalagsins.
  3. Síðan -einnig í tíð sömu Bush stjórnar- þá lögðu Bandaríkin það til, að Georgíu og Úkraínu væri hleypt inn í NATO. Þessu höfnuðu flest aðildarlanda NATO á meginlandi Evrópu. Og við það stóð, Bandaríkin fengu þetta ekki fram.
  4. Það ætti að vera klárt, að ef það væri satt að Bandaríkin stjórnuðu NATO - með sama hætti og Sovétríkin stjórnuðu á árum áður Varsjárbandalaginu, þá hefði það alls ekki getað gerst að NATO lönd höfnuðu því að taka þátt í stríði gegn Saddam Hussain. Né hefði það getað gerst, að önnur NATO lönd - höfnuðu tillögu Bandaríkjanna um að Georgía og Úkraína yrðu NATO þjóðir.

Fyrir þá sem ekki þekkja - þá er gildandi atkvæðaregla í NATO -unanimity- þ.e. allir verða að vera sammála. Og að sjálfsögðu hafa öll lönd rétt til að leggja fram ný mál á sameiginlegum fundi, þar með tillögu um nýtt aðildarland. En slík tillaga fæst ekki samþykkt, nema að allir séu sammála!

Ekki einu sinni Bandaríkin - geta þvingað fram mál á sameiginlegum NATO fundi! Sem ætti að vera full sannað af dæmunum tveim. Og þar með rækilega afsönnuð sú fullyrðing, að NATO þjóðir séu leppríki Bandaríkjanna.

  1. Eins og ég sagði að ofan -þá hefur NATO ekkert boðvald yfir aðildarlöndum- því geta einstakar aðildarþjóðir NATO -alltaf hafnað þátttöku í verkefnum.
  2. Nema ef um hernaðarárás á NATO land er að ræða, frá landi sem ekki er meðlimur að NATO. Þá eru öll NATO lönd bundin af því að koma því NATO landi sem á er ráðist, til aðstoðar - með öllu því sem þau eiga tiltækt ef því er að skipta.

NATO er m.ö.o. samband fullvalda og frjálsra landa um það sameiginlega markmið.

Að trygga vanir, og öryggi á þeirra eigin landsvæðum og auðvitað næsta nágrenni við þau eigin landsvæði.

  • Hvaða land sem er, sem er innan Evrópu - getur óskað aðildar að NATO.
  • Þ.e. síðan háð samþykki aðildarlanda hvort af slíkri aðild verður.

Frjáls ákvörðun hvers NATO aðildarlands fyrir sig, ræður þá þeirri niðurstöðu. Þ.e. að sjálfsögðu rætt á NATO fundum, þangað til annað af tvennu í ljós kemur - að samstaða næst um nýja NATO þjóð. Eða í ljós kmeur að slík samstaða næst ekki, þá verður ekki aðild þeirrar þjóðar a.m.k. að sinni.

Varðandi um spurninguna um - Úkraínu. Þá hafði spurning um hugsanlega aðild verið rætt í einhver skipti. Án þess að samstaða um aðild þess lands næðist.

  • Réð því að meginlandsþjóðir Evrópu óttuðust að styggja Rússa.
  • Það má auðvitað velta því aftur upp, fyrst að Rússar hafa þegar styggst, hvort að þá sé ekki lag.

Hvað geta Rússar frekar gert? Samskiptin þegar í rúst.

Ég efa þau versni mikið meir, þó að ákvörðun um aðild Úkraínu væri tekin.

 

Niðurstaða

Í ljósi þess að hve miklu leiti öryggis-trygging NATO er forsenda sjálfstæðis Íslands. Þá sé það ákaflega mikilvægt fyrir Íslendinga. Að tryggja að samstaða NATO þjóða rofni ekki frekar þegar mikið liggur við.

En Ísland hefur alltaf skort eina megin forsendu sjálfstæðis - að geta varið eigin landamæri. NATO aðildin hefur fært okkur þá -vörn- nánast á silfurfati. Kostnaður okkar af því aukna öryggi hefur verið smávægilegur miðað við það hve mikið sú styrking öryggis landsins - eflir raunverulegt sjálfsforræði þess.

En það er vart mögulegt að efast um það, að án NATO aðildar - ætti Ísland nánast engar forsendur þess, að eiga möguleika til þess að standa í milliríkjadeilum við sér annars mun öflugari ríki.

Án NATO aðildar, mundu möguleikar Ísland til að verja sig gagnvart ásælni 3-landa, verða afar litlir sem engir.

 

Kv.


Ég hef lengi haft þá trú, að afgæpavæðing vændis, sé líklega besta leiðin til að útrýma kynlífsþrælkun

Það hafa borist fréttir af því að áhugaverð tillaga um afstöðubreytingu Amnesti International gagnvart vændi verði tekin fyrir á fundi í Dublin í apríl 2016. Ekki er vitað nákvæmlega innihald tillögu þeirrar sem liggur fyrir þeim fundi - en það virðast hafa orðið lekar á skjalinu, spurst út a.m.k. hluti efnis þess - - og þeir aðilar sem berjast fyrir -boðum og bönnum- eru að sjálfsögðu í verulegum ham, út af þessu!

Amnesty International Considers Pushing for Decriminalization of Prostitution

“evidence that the criminalization of adult sex work can lead to increased human rights violations against sex workers.”

 

Meginfókusinn - hlýtur að vera á ástand þess fólks sem stundar vændi!

Eins og flestir vita, hefur vændi verið stundað í árþúsundir - í reynd fylgt mannkyni alla tíð frá því að fyrstu siðmenningar rísa.

Í gegnum aldirnar hafa ótal tilraunir verið gerðar til að - banna eða með einhverjum hætti takmarka þessa starfsemi - - > Án nokkurs verulegs árangurs, ef maður miðar árangur við það markmið, að útrýma vændi.

  • Gjarnan hefur fókusinn verið á að - - refsa vændiskonunum sjálfum.
  • Sem ég tek undir með sérhverri -kvenréttindakonu- að sé ákaflega óeðlileg nálgun.

Þær hafa lagt til að - - refsa kaupendunum í staðinn.

Ég skal a.m.k. samþykkja, að ef þú vilt -refsingar yfir höfuð- sé það mun heppilegri nálgun.

Enda séu -vændiskonur- og -karlar- með réttu í ákaflega mörgum tilvikum, fórnarlömb.

Gríðarleg mannvonska þrífst í vændis-iðnaðinum, og alltaf hefur.

 

Aftur á móti hef ég ekki trúa á þeirri leið, að -refsa kúnnunum- ef markmiðið er að bæta aðstæður þeirra sem starfa við vændi!

Kannski, er suma enn að dreyma um -að útrýma vændi. En allar tilraunir til slíks, hafa brugðist. Og ég er handviss, að það sé algerlega þíðingarlaust að vonast til þess. Að sú stund komi nokkru sinni, að vændi hverfi.

  1. Ég er þeirrar skoðunar, og tek undir sjónarmið -sem komið hafa frá frönskum vændiskonum- en þar er víst umræða um það að taka upp svipaða löggjöf og t.d. í Svíþjóð og á Íslandi, að beina refsingum að kúnnum.
  2. Að megin áhrif þess, séu sennilega þau - - að auka hættuna fyrir þá sem starfa við vændi. Auka líkur þess, að þar fari fram -mannsal- og -skipulagt þrælahald- og ekki síst, auka líkur þess -að meðferð þeirra sé ákaflega grimm og jafnvel lífshættuleg.-
  • Mig grunar að gögn sem eiga að styðja þá röksemd, að lögin séu að virka m.a. frá norskum rannsóknum - - sýni fyrst og fremst, að vændi hafi farið dýpra undir yfirborðið. Sé mun betur falið.
  • Þannig sé það síður sýnilegt, rannsakendum.
  • Mig grunar að -morð á vændiskonum séu þá tíðari- -þær séu enn líklegri að vera hjálparlaus fórnarlömb glæpamanna.- Öfug áhrif miðað við markmið baráttufólks.

 

Ég skil vel, að góðviljað fólk, vill hjálpa því fólki sem er sannarlega í mörgum tilvikum fórnarlömb glæpamanna - - en ég tel að besta leiðin til þess, sé lögleiðing!

  1. Lögleiðing má að sjálfsögðu ekki vera án skilirða, en ég geri ráð fyrir að -lögleiðing- mundi fela í sér -skilgreiningu á því- hvað telst vera -lögleg vændisstarfsemi.-
  2. Með öðrum orðum, að -annars sé hún ólögleg.- Og megi handtaka hvern þann, sem á viðskipti við starfsemi er ekki starfar í samræmi við lögin.
  3. Það felur í sér - að ég er að tala um að -skilgreina skilyrði sem lögleg starfsemi þarf að uppfilla svo hún teljist lögleg.-
  • Ég er að tala um, heilbrigðisvottorð.
  • Ég er að tala um, eftirlit.
  • Ég er að tala um, starfsfólk þurfi að fara í læknis-skoðun skv. einhverju eðlilegu millibili, sem verður komist að niðurstöðu um.
  • Eðlilegar reglur um starfs-aðstöðu.
  • Starfsemin borgi skatta.
  • Þeir sem starfa, séu skráðir að sjálfsögðu, og ef um er að ræða formlegt vændishús, þá þurfi það m.a. að uppfilla reglur t.d. um -lögleidd lágmarkslaun.-

Ég er í raun og veru að tala um, að skilgreint verði - - öruggt starfsumhverfi. Þeir sem starfi við þetta - - séu skráðir til vinnu. Þetta lúti því öllum eðlilegum - - vinnuverndarsjónarmiðum.

Hví ekki - - að það sé til staðar, verkalýðsfélag.

Að vændisfólk - - geti komið fram formlega, og barist fyrir réttindum sínum.

Hver veit hvað gerist, ef vændið kemur allt upp á yfirborðið.

 

Punkturinn er auðvitað sá, að þegar búið er að skapa öruggt umvherfi og heilsusamlegt, ásamt nægu eftirliti!

Þá er rökrétt, að kúnnarnir leiti til - öruggu vændishúsanna.

Eða þeirra vændiskvenna - sem hafa ákveðið að skrá sig og starfa undir eigin kennitölu. En þurfa þá einnig að lúta reglum um eftirlit - - vændishús verða þá -rekstraraðilar.-

  1. En til þess að dæmið gangi sem best upp.
  2. Þarf óskráð vændi áfram að vera -ólöglegt.-
  3. Og unnt að handtaka kúnna sem leita til -óskráðra aðila.-

Þá vænti ég þess, að skapist sterkar hvatir meðal þeirra sem vilja kaupa vændi - - að leita til skráðra og þar með öruggra aðila.

Bæði vegna þess, að kúnnarnir sjálfir eru öruggari með sína eigin heilsu.

En einnig vegna þess, að þá eiga þeir ekki á hættu að vera handteknir.

  • Þá vil ég meina, að vændi rekið af glæpamönnum, tapi sínum kúnnahópi.
  • Þannig leggist af smám saman starfsemi, sem rekin sé með þeim hætti að vændiskonum sé haldið nauðugum.

Eftir verði einungis sú starfsemi, sem bjóði upp á vændi í boði þeirra, sem sjálfir eða sjálfar taka þá -frjálsu ákvörðun- að stunda vændi.

Og veita slíkt sem þjónustu.

 

Niðurstaða

Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um að lögleiða vændi án djúprar umhugsunar og vendilegrar skoðunar. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja hagsmuni þeirra sem stunda vændi. Að lágmarka líkur þess að fólk sem stundar vændi -sé í nauðung í höndum glæpamanna- þ.s. það fólk líður hina verstu vist, með gjarnan ákaflega alvarlegu ofbeldi - jafnvel að vera myrt.

Að binda endi á skipulagt þrælahald í tengslum við vændi.

Mig grunar að þeim markmiðum sé ef til vill best náð, með vendilega íhugaðri lögleiðingu af því tagi sem ég fjalla um að ofan!

 

Kv.


3 mánuðir samfellt með rúmlega 30% fylgi og staða Pírata virðist ekki loftbóla

Eins og sést á myndinni tekin af síðu Gallup.is sést að fylgi Pírata fer í 30% þann 30. apríl 2015, og hefur samfellt síðan þá haldist í könnunum Gallup í rúmum 30% - þ.e. allan maí, allan júní, og allan júlí. Ég tel ekki apríl með þ.s. það var undir lok apríl þ.e. 30., að Píratar fóru í 30% - - þannig að skv. þeirri talningu eru þetta 3-samfelldir mánuðir.

RÚV virðist telja apríl með!

Höfum í huga að síðan þá, hefur ríkisstjórnin kynnt til sögunnar - áætlun um losun hafta, sem almenn ánægja virðist með - -> Maður hefði ætlað að það mundi stuðla að fylgisaukningu stjórnarflokkanna, en skv. því sem lesa má úr gögnum Gallup - virðist aukning fylgis hjá stjórnarflokkunum einungis smávægileg.

  • Það áhugaverða við þetta er - að Píratar virðast fá til sín, allt óánægjufylgi.
  • En fylgi stjórnarandstöðu, sérstaklega Bjartrar Framtíðar, dalar frekar en hitt - það virðist sem að BF hafi misst sinn fylgisgrundvöll.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/fylgi_flokka.jpg

Skv. frétt Rúv segir nýjasti Þjóðarpúls Gallup eftirfarandi:

Píratar með mest fylgi 4. mánuðinn í röð

 

  1. Píratar.................32%
  2. Sjálfstæðisflokkur......24%
  3. Framsóknarflokkur.......12%
  4. Samfylking..............12%
  5. Vinstri Græn.............9%
  6. Björt Framtíð............5%

Milli kannana síðan 30. apríl sl. - - virðast sveiflur á fylgi, afar litlar.

Skv. því virðist sveifla á fylgi - - ekki vera skammtíma-bóla.

  1. Fylgi flokka virðist þessa rúma 3-mánuði nokkurn veginn stöðugt, þ.e. það virðist hafa orðið raunveruleg fylgis-sveifla til Pírata.
  2. Þeir virðast fá - allt óánægjufylgi.

Ég hef alla mína hundstíð, aldrei séð fylgisþróun þessu líka.

En mér virðist það augljóst, að stjórnmálaflokkarnir þurfa að fara að ráðast að rótum þess vanda, sem þessi fylgisþróun virðist vera að gefa skíra vísbendingar um.

Mér finnst sennilegast, að í þessu felist - óskaplegt vantraust á hinum hefðbundnu pólitísku flokkum, og þeir flokkar þurfa þá sjálf sín vegna, að bregðast við þeirri óánægju.

Rétt er að muna, að slíkt vantraust er til staðar - ekki einungis á Íslandi. Á hinn bóginn, finnst mér reyndar dálítið merkilegt, af hverju vantraustið er þetta mikið á Íslandi.

Því að hér er ekki stórfellt atvinnuleysi, ekki er heldur hér djúpstæð efnahagskreppa, né eru lífskjör í stöðnun eða sérstaklega lág miðað við meðaltal Evrópuþjóða, en meira að segja 2010 voru lífskjör hér enn rétt yfir því meðaltali skv. Eurostat - hafa síðan batnað nokkuð.

  1. Um virðist að ræða, vantrausts bylgju er reis í tengslum við hrunið, en hefur ekki kulnað síðan.
  2. Höfum í huga, að Icesave deilan án vafa, hvatti frekar til hennar.
  3. En, ríkisstjórnin virðist ekki ná að endurreisa það traust á stjórnmálum, sem hrundi 2008.
  • Ef maður getur lesið eitthvað úr því - eftir hverju er kallað.

Þá virðist um að ræða krafa - -  um aukið lýðræði.

Sem aftur snýr að stjórnarskrármálinu - - sem mikið var rætt á sl. kjörtímabili.

 

Hvernig mundi snjall stjórnmálaforingi leysa úr þessu?

Ein klassísk aðferð - er að stela baráttumáli andstæðings þíns, og gera að þínu. Píratar hafa risið hátt, að því að virðist, vegna þess hve krafan um aukið lýðræði - nýtur mikils fylgis innan samfélagsins. Vegna þess hve vantraust á stjórnmálum er mikið.

  • Þjóðin virðist telja - að meira af beinu lýðræði, sé svarið.

Snjall stjórnmálaforingi, tek dæmi af því hvernig Davíð Oddson tók svokallaðan "matarskatt" fyrir eitt árið, og barðist fyrir - - lækkun VSK á matvæli.

Mál sem maður hefði talið - klassískt baráttumál vinstriflokka. Þar slóg hann vopn úr höndum vinstriflokkanna, þegar hann vann frægan kosningasigur - - þegar hann komst til valda í fyrsta sinn, og myndaði stjórn með Jóni Baldvin og Alþýðuflokki. En -skattmann- Ólafur Ragnar Grímsson, hafði framkvæmt breytingu úr gamla söluskattskerfinu yfir í VSK. Matvæli höfðu fengið sama skatt og aðrar vörur. Þarna tók Sjálfstæðisflokkur það upp, að gera skattlagningu flóknari, með því að innleiða fleiri skattþrep! Pópúlistinn Davíð Oddson.

  1. Nú er langt um liðið - - en ekkert segir að sama aðferð geti ekki virkað aftur.
  2. Að gera málefni þess pólitíska andstæðings - - sem þú metur hættulegastan, að þínu.
  • Ég er að segja, að núverandi stjórnarflokkar - ættu að hafa vit á því, að taka stjórnarskrármálið upp að nýju.
  • Og framkvæma lýðræðisumbætur - - þær þurfa ekki að vera nándar nærri eins umfangsmiklar og Píratar fara fram á; en þeir vilja skipta alveg í beint lýðræði.
  • En þ.e. vel unnt að halda í megin dráttum núverandi þingræðisfyrirkomulagi, en samtímis setja inn - - takmarkað beint lýðræði.

Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga

65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

Ég er að tala um - - breytingu á núverandi stjórnarskrá!

En 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs, með þeirri breytingu að miða við 15% atkvæðabærra manna í stað 10%, mundi grunar mig - - ef leidd inn í núverandi stjórnarskrá, fara mjög langt með að mæta þeirri kröfu almennings - - > Sem fram kemur í mikilli aukningu fylgis Pírata.

  • Þá hefur þjóðin málskotsréttinn - - í stað þess að forseti hafi hann!

Með slíku ákvæði, væri þjóðinni sjálfri falið það vald, að geta hvenær sem er - þegar stórfelld óánægja myndast vegna tiltekins þingmáls, krafist þjóðaratkvæðis vegna laga sem Alþingi hefur samþykkt - - svo fremi að krafan komi fram innan 3-mánaða.

Ég held að með því að fela almenningi þetta vald, þá mundi stærstum hluta hverfa sú ástæða sem almenningur finnur til - sem skapar það vantraust sem almenningur hefur.

Alþingi þarf þá auðsjáanlega, að taka mið af því - ef þ.e. bersýnilega til staðar öflug andstaða meðal almennings við -tiltekna lagabreytingu- eða -tiltekna ávkörðun.

Það í reynd setur aukna kröfu á stjórnmálamenn, að útskýra þau mál fyrir þjóðinnni -sem þeir vilja að nái fram að ganga.

Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að ef stjórnmálamenn trúa á sinn málstað, að þeir láti slag standa -og berjist fyrir sínu máli, ef til kemur að það fer í þjóðaratkvæði.

  • Mér virðist að fela þjóðinni málskotsréttinn, væri nægilega langt gengið í átt til - beins lýðræðis.

Vegna þess, að í þessu felst einungis -málskotsréttur, þá ógnar það ekki þingræðinu!

En Alþingi er þá áfram einrátt um lagasetningar, þar er löggjafarvaldið, og áfram sem nú, er það ríkisstjórn - sem sennilega leggur fram langsamlega flest frumvörp.

Svo ekkert breytist nema það, að þjóðin veit af því -að ef hún einhverntíma verður mjög óánægð með eitthvað tiltekið mál; þá getur hún knúið það mál í almenna atkvæðagreiðslu landsmanna á kosningaaldri.

  • Það -eins og ég sagði- ætti að duga til að langleiðina endurreisa traust almennings á Alþingi, og stjórnmálum.
  1. Þetta -eykur aðhald almennings að Alþingi og ríkjandi stjórnmálaflokkum hverju sinni.
  2. En þetta -tekur ekki völdin af Alþingi, né af þeim sem hverju sinni hafa ráðandi þingmeirihluta á Alþingi, og sitja í Stjórnarráðinu.

 

Niðurstaða

Það er kominn tími til að stjórnmálaforingjarnir taki á þeirri óánægju sem knýr fylgi Pírata. Annars raunverulega getur það gerst, að Píratar komist til valda. Vandinn með að svo verði er sá, að þ.e. ekki nokkur leið að vita hvernig Píratar mundu stjórna - - en þó 3-þingmenn núverandi virðast almennt séð ágætis fólk, þá mundi þingmönnum fjölga stórfellt, og ég get séð fyrir mér - - að margvíslegir hópar muni leitast við að koma sér inn í raðir Pírata, í von um að lyfta sér upp undir regnhlíf Pírata.

Þ.s. ég á við er, að þó svo öll af vilja gerð, geti svo farið að þau 3-muni ekki ráða við þann hóp sem sest inn á þing, undir þeirra nafni. Ég er að meina, að Pírata flokkurinn geti orðið fyrir -"hostile takeover."

En það eru margvíslegir hópar í samfélaginu okkar, sem hingað til hafa ekki haft nægan fylgisgrundvöll, til að ná inn á þing -en eru vel skipulagðir og samstæðir. Sem gætu gert slíka tilraun, þ.e. "hijacking" á Pírata flokknum.

  • Ég tel hættuna á þessu, þó nokkra.

-----------------

Við þekkjum þá flokka sem hafa oft stjórnað landinu. Getum því ráðið í það með líkum. Hvernig þeir munu fara að. M.ö.o. að þeir eru útreiknanlegir.

En ég get ekki litið á Pírata sem útreiknanlega, hafandi í huga að engin leið er að vita hvaða hópar þingmanna muni ráða innan þess flokks, eftir kosningar.

  1. Þannig að ég mæli eindregið með því, að Alþingi - - taki aftur upp stjórnarskrármálið.
  2. Þ.e. vel unnt að framkvæma þá stjórnarskrárbreytingu sem ég legg til, fyrir kosningar til Alþingis 2017.

Ég hugsa að sú breyting mundi duga stærstum hluta, til að róa þá óánægju sem lísir sér í gríðarlegu fylgi Pírata. Þannig að það fylgi mundi sennilega, dreifast að nýju með öðrum hætti.

 

Kv.


Hópur stuðningsmanna Rússlands, gerir lítið úr gagnsemi NATO aðildar Íslands og vill að Ísland hætti þátttöku í efnahagsþvingunum gegn Rússlandi

Það er vissulega rétt, að þátttaka Íslands í þvingunum gegn Rússlandi - getur á næstunni kostað okkur raunverulega peninga. Á hinn bóginn, þá eru miklu stærri hagsmunir í húfi fyrir okkur, af áframhaldandi þátttöku okkar í þeim þvingunum.

  1. En málið er, að Rússland Pútíns vill leggja í rúst -sjálft prinsippið sjálfsákvörðunarrétt þjóða í evrasísku samhengi.
  2. Það er sennilega ekki til neitt land, sem meira á undir því, að það prinsipp sé varið en einmitt Ísland.
  3. Sjálfstæði Íslands á afar litla möguleika í því kerfi, að réttur hins sterka mundi ráða.
  4. Þ.e. því rökétt afstaða sérhvers íslensks sjálfsstæðissinna, að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
  5. Og þar af leiðandi, rökrétt fyrir sérhvern sjálfsstæðissinnaðan einstakling hérlendis, að standa með sjálfstæðisbaráttu hinnar úkraínsku þjóðar gagnvart risanum fyrir Austan.
  • Því styð ég eindregið afstöðu utanríkisráðherra, þá sem hann hefur hingað til viðhaft um málefni Úkraínu, og afstöðu hans til refsiaðgerða Vesturvelda gagnvart Rússlandi þá sem hann hefur fram að þessu viðhaft!

 

Engin þjóð mundi tapa meir á því en við Íslendingar ef -sjálfsákvörðunarréttur þjóða er ekki lengur virtur

Hvernig mundi Evrópa virka, ef Rússum tekst að leggja öryggiskerfi Evrópu í rúst? Og þar með það kerfi, sem -tryggir að hver þjóð fær að ráða sínum málum sjálf?

Sumir t.d. halda því ranglega fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast í Þorstastríðunum.

  • Ekker er fjær sanni.
  1. Menn gleyma því bersýnilega -að Bretar beittu ekki þeim vopnum sem þau skip voru búin sem þeir sendu á Íslandsmið?
  2. Af hverju ætli að það hafi verið? Einfalt mál, NATO aðild Íslands kom í veg fyrir það.
  • Ég er ekki í nokkrum vafa, án NATO aðildar -hefðu Bretar beitt þeim vopnum, og bundið enda á þorskastríðin á nokkrum mínútum, Ísland hefði sannarlega mótmælt -en án vopna hefðu þau mótmæli haft nákvæmlega engin áhrif.

Því er einnig haldið fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast, þegar Ísland lenti í deilu við 2-NATO þjóðir nýverið -svokölluð Icesave-deila!

  • Ekkert er fjær sanni heldur.

En menn gleyma því bersýnilega, að Bretar höfðu tæknilega möguleika á beitingu margra úrræða sem þeir ekki beittu. -Vegna NATO aðildar, gátu þeir einungis beitt úrræðum, sem þeir gátu beitt heima fyrir. Þ.e. -þeir gátu fryst eignir innan Bretlands.

Bretar t.d. hafa flota -þeir hefðu getað sett hafnbann á Ísland. Og þannig neitt Ísland til algerrar uppgjafar á skömmum tíma.

Það eru meira að segja til þeir, sem andskotast úr í hernámið í Seinni Styrrjöld!

Þetta er tilraun til að endurskrifa söguna, en sannleikurinn er sá -að hernámið reddaði Íslandi. Fram til 1940 frá upphafi heimskreppu, var Ísland statt í gríðarlega alvarlegu kreppuástandi, með mjög útbreiddri fátækt. Í grennd við Reykjavík, var kofa og hreysahverfi alveg eins og í grennd við borgir í þróunarlöndum í Dag.

Við hernámið, hverfur atvinnuleysið á skömmum tíma. Þegar fyrst Bretar, síðan Kanar eftir að Bretar semja við Kana um yfirtöku á hernámi Íslands, sköffuðu vinnu við uppbyggingu hernaðaraðstöðu hér. Við þá uppbyggingu, fengu mjög margir Íslendingar vinnu -og þetta var launuð vinna.

Við þær launagreiðslur, kom mikið fé inn í landið. Auk þess byggði hernámsliðið upp vegi, reisti brýr og það voru byggðir flugvellir -sem enn þann dag í dag eru notaðir af Íslendingum.

Og því má ekki auk þess gleyma -að eftir hernám Noregs, var það fullkomlega mögulegt fyrir Þjóðverja að senda hingað herlið. Ekki sannarlega með skipum, en ég tel það fullvíst að Junkers Ju52 liðsflutningavélar þeirra, hafi getað flogið hingað frá strönd Noregs, og dreift hingað fallhlífarliði Þýska hersis. Svo hefðu landsmenn, verið gerðir að -vinnuþrælum, við að reisa flugvelli svo þýskar orrustuvélar mundi geta flogið hingað. En Messerschitt BF110 hefði vel getað flogið hingað, með því að geta lent hér strax. Hafði vel drægi hingað, aðra leið.

Hvorki SpitfireHurricane, höfðu drægi hingað frá Bretlandseyjum til að skjóta þær niður. Þannig að BF110 vélar hér staddar, hefðu getað drottnað yfir hafinu í grennd við landið. Gert síðan þýskum skipum það mögulegt -að sigla hingað, með meir af búnaði og herliði.

Einungis með meiriháttar aðgerð Breta og Bandaríkjanna, með fulltingi flugmóðurskipa -hefði verið unnt að eyða þeirri hættu. Og síðan með -landgöngu hér, herliðs og bardögum.

 

Deilan við Rússland -snýst um sjálfsákvörðunarrétt þjóða

Það er augljóst -hverjum þeim sem sjá vilja, að stjórnvöld Rússlands eru einmitt að beita sér gegn prinsippinu um það að hver þjóð ráði sinni framtíð -ekki utanaðkomandi stórþjóð.

  1. Þetta sést t.d. á því, hvernig stjórnvöld í Rússlandi, kvarta undan ákvörðun þjóða eftir hrun Sovétríkjanna 1991, að ganga inn í NATO. Þó svo að í hverju tilviki -hafi innganga verið ákvörðun hverrar inngöngu þjóðar fyrir sig.
  2. Kvartanir þeirra, um meintan yfirgang NATO vegna þess að þjóðir hafa ákveðið, að ganga í NATO -sjálfviljugar, og skv. eigin frumkvæði. Er ekkert annað en freklegt inngrip í mál þeirra þjóða, sem tóku hver um sig sína ákvörðun skv. sínum eigin vilja.
  3. Sama gildir um -meintan yfirgang ESB, vegna þess að sömu þjóðir tóku hver um sig, eigin frjálsa ákvörðun um inngöngu í ESB -bendi á að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór þá fram í sérhverju tilviki.
  4. Mér er slétt sama um það, að þær ákváðu að velja sér framtíð innan ESB -þ.s. ég legg áherslu á, að það eigi að vera þeirra ákvörðun hvaða framtíð hver þjóð fyir sig velur -ekki svo að frek stórþjóð ákveði framtíð þjóða, þvert gegn vilja þeirra þjóða.

Rússlands Pútíns, m.ö.o. vill endurreisa gömlu regluna -að máttur hins sterka ráði.

Stjórnvöld Rússlands, vilja geta ráðskast með framtíð þeirra þjóða -sem þeir meta mikilvægar fyrir sína hagsmuni.

Þeir vilja að það gildi, að ef þeir meta X-gegn sínum hagsmunum, -þá eigi það að vera þeirra ákvörðun, ekki þjóðar Y, hvort þjóð Y fær að gera X eða ekki.

  • M.ö.o. þá mundi sigur Rússa, leiða fram aftur það ástand, að smærri þjóðir þurfi að sitja og standa í einu og öllu, skv. vilja stærri þjóðanna.

Þetta er hvers vegna, þ.e. hagur Íslands, hagur Íslendinga, að standa með Vestrænum þjóðum, í því að verja öryggiskerfi Evrópu.

  1. En deilan um Úkraínu snýst um það, að - - meirihluti Úkraínumanna, vill aðra framtíð.
  2. En þá sem stjórnendur Rússlands meta í samræmi við hagsmuni Rússlands.
  • Til þess að hindra að vilji meirihluta Úkraínumanna nái fram að ganga, þá hafa stjórnvöld Rússlands beitt stigmagnandi aðgerðum.
  1. Fyrst voru það stigvaxandi viðskiptaþvinganir. Til að beygja fyrri stjórn Úkraínu í duftið. Þ.e stjórn Viktors Yanukovych. Fyrir rest leiddu þær viðskiptaþvinganir Rússa til þeirrar ákvörðunar, að Viktor Yanukovych hætti við -samning við ESB. Rússar auk þess -létu Viktor Yanukovych fá digra mútugreiðlu, 3 milljarða Dollara sama daginn og hann undirritaði samning við Pútín í staðinn. Og loforð um meira fé síðar, ef hann stæði við sitt gagnvart Pútín.
  2. Þá varð mikil mótmæla-alda í landinu -eins og eðlilegt er, að þegar utanaðkomandi land þvingar vilja sinn yfir land, að þá verða landsmenn reiðir. Með svipuðum hætti, urðu Íslendingar ákaflega reiðir vegna þvingana Breta og Hollendinga vegna Icesave. Fyrir rest, þá varð ríkisstjórn Úkraínu undir -sú meinta valdataka sem ásakanir er um, gerðist þannig að hluti þingmanna stjórnarflokksins, samdi við stjórnarandstöðuna og nýr þingmeirihluti varð til. Stjórnin féll því þegar þingmeirihluti hennar hrundi. Það var ekkert stærra en þetta er gerðist -tapaður þingmeirihluti. Sjá:Blaðamenn New York Times birta áhugaverða rannsókn á atburðum tengdum falli Yanukovych
  3. Þessu hefur stjórn Pútíns, svarað með -beinni hernaðaríhlutun inn í A-Úkraínu, og með þvi að stela Krím-skaga, og innlima í Rússland skv. atkvæðagreiðslu sem augljóst fór ekki fram skv. lýðræðisreglum, og var því ómarktæk augljóslega. En það blasir við, að svokölluð -uppreisn, er ekkert merkilegri heldur en þegar Reagan á sínum tíma, bjó til svokallaða Contra skæruliða í Nicaragua eftir að Sandinistar þar steyptu stjórn sem Bandaríkin höfðu stutt. Síðan beitti Reagan Contrum fyrir vagn sinn, til að þvinga Sandinista-hreyfinguna til uppgjafar. Með mjög sambærilegum hætti, virðist Putín hafa búið til -uppreisn innan A-Úkraínu, með flugumönnum -sem sumir í dag hafa opinberlega viðurkennt sína þátttöku -Sjarmerandi menn sem Pútín velur sér sem meðreiðarsveina- , vopnað hana og fjármagnað. Í sterkri kaldhæðni í ljósi afstöðu Bandaríkjanna til Úkraínudeilu, eru þeir að styðja -Saudi Arabíu í mjög sambærilegu atferli, gegn Yemen þ.s. hreyfing svokallaðra Hútha náði völdum á sl. ári;Stríðið í Yemen tekur nýja stefnu, eftir hernaðarsigur herliðs fjármagnað, þjálfað, vopnað af Saudi Arabíu og S.A.F.. Svar Sauda það sama -að magna upp her andstæðinga, vopna þá, beita eigin flugumönnum eftir þörfum, og -eigin herliði, flugher í tilviki Saudi Araba -ekki hluta landhers, eins og í tilviki Rússlands vs. Úkraínu.
  • Á því hvað gerðist með Nicaragua - hvað er að gerast með Yemen.
    Sjáum við hvernig það virkar, þegar reglan -réttur hins sterka gildir.
  • En sú regla þíðir, að þá vasast stórþjóðir með rétt smærri þjóða, og þeirra innanríkismál, að vild!
  • Og Úkraína -markar þá framtíð Evrópu, ef stjórnvöld Rússlands fá sínu framgengt.

Að stóru löndin -ákveða skipan mála.

Og -litlu löndin verða að taka því sem þeim er rétt.

En Pútín hefur virkilega -farið fram á að skipan mála í Evr-asíu, verði tekin til endurskoðunar, á ríkjaráðstefnu er væri þá algerlega sambærileg við Yalta ráðstefnuna fyrir áratugum síðan.

  1. Á slíka ráðstefnu, væri eingöngu fulltrúum stórþjóðanna hleypt inn.
  2. Og þær stórþjóðir mundu ákveða nýja skiptingu.

Smærri þjóðir yrðu að þiggja það sem þeim væri rétt.

Réttur þess sterka væri formlega tekinn upp aftur.

Prinsippið, sjálfsákvörðunarréttur þjóða, formlega afnumið.

 

 

Niðurstaða

Það hlýtur að vera augljóst -þegar hismið er tekið af kjarnanum. Að Ísland á alls enga möguleika í umhverfi, þ.s. -réttur hins sterka væri hin gildandi regla innan Evrasíu. Enda er Ísland eitt af veikustu sjálfstæðu ríkjunum í heimi. Þvert á móti, er það nánast forsenda sjálfstæðis Íslands, að það -lagakerfi og reglukerfi. Sem byggt hefur verið upp í kringum prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða í samhengi samstarfs Vestrænna þjóða við N-Atlantshaf; verði varðveitt áfram.

Þess vegna verður Ísland -sinna hagsmuna vegna.

Að standa með baráttu Vesturlanda gegn tilraun Rússlands -til að fá Kína í lið með sér, til þess að afnema -sjálfsákvörðunarrétt þjóða innan Evrasíu, setja aftur -rétt hins sterka þar í forgrunn.

Í samhengi heildar hagsmuna Íslands -eru markaðs hagsmunir í tengslum við Rússland, afar smáir, í samanburði við það að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða, því það prinsipp er ekkert minna, en grundvöllur þess að Ísland geti haft fyrirkomulag sem nálgast raunverulegt sjálfstæði.

Að verja sjálfsákvörðunarrétt þjóða -er í þessu samhengi einnig það, að verja sjálfstæði Íslands!

 

Kv.


Ég efa það væri snjöll ákvörðun að hækka verulega virðisaukaskatt á ferðaþjónustu

Það hefur verið umræða skilst mér meðal stjórnarflokkanna, að hækka VSK á ferðaþjónustu í hæsta stig eða ca. 2-falda skattprósentuna. Sjálfsagt dettur einhverjum í hug þau rök, að ferðaþjónustan eigi að borga sama skatt og margir aðrir. Sem mætti kalla, sanngyrnisrök.

  1. Kannski horfir einhver eftir - auknum skatttekjum í ríkiskassann!
  2. Málið er, að mig grunar að þetta yrði klassíst dæmi um - of skattlagningu. Það að hækkun skatts, leiði til - tekjutaps.

 

Af hverju?

Það þarf að hafa í huga, að ferðaþjónusta er ákaflega viðkvæm fyrir kostnaðarhækkunum, í sínu grunn eðli - - vegna þess að kaupendur þjónustunnar eru venjulegt fólk, launafólk frá öðrum löndum; ekki auðugir einstaklingar - upp til hópa.

Þetta fólk þarf að velta hverri, evru eða dollar eða pundi eða jeni, o.s.frv. Og aðrir áfangastaðir en Ísland - koma alltaf hugsanlega til greina.

Af fara hingað, er dýrt - þó fólkið láti freystast hingað í hratt vaxandi mæli, undanfarin ár.

  1. En menn mega ekki misskilja hinn hraða vöxt með þeim hætti.
  2. Að ekki séu líkur á snöggum djúpum samdrætti í greininni.

Það kemur til af því, að vegna þess að kaupendurnir eru venjulegt launafólk, þá er til staðar eitthvert verðbil - sem við vitum ekki nákvæmlega hvar liggur. Sem eru sársaukamörk margra þeirra einstaklinga sem hingað koma.

  1. Það eru þegar kostnaðarhækkanir fram undan í greininni, vegna launahækkana þeirra sem hafa verið samþykktar, sbr. þá samninga sem hækka lágmarkslaun í 300þ.kr. á 3-árum.
  2. Strax má reikna með því að fyrirtæki í greininni, verði að hækka verð nokkuð duglega, vegna þess að þau hafa ekki getað gert ráð fyrir launahækkunum þessa árs í verðum, þ.s. ekki lá fyrir hverjar þær mundu verða - er fyrirtækin auglýstu verð. Það má því reikna með því að sú hækkun verði fremur dugleg, því að þau væntanlega taka þá einnig inn kostnað vegna launahækkan nk. árs.
  3. Svo má reikna með annarri hækkun árið eftir, þegar launin fara fyrir rest í 300þ. Mér skilst að mjög margir sem vinna í þessari grein - - séu einmitt á lágmarks töxtum. Jafnvel þar neðan við, því töluvert sé af skólakrökkum að vinna á sumrin, á enn lægri töxtum en þeim.

Það þarf að muna þetta samhengi - - þegar menn velta fyrir sér því hvað getur gerst, ef VSK mundi vera ca. 2-faldaður á greinina, ofan í þessa launahækkanabylgju.

Mig grunar, að ef slíkri VSK hækkun er viðbætt - - þá séu afar góðar líkur á að verð til ferðamanna, fari yfir sársaukamörk - - > Að síðan verði veruleg fækkun ferðamanna. Sem gæti vel framkallað það ástand, að innheimtar skatttekjur mundu minnka.

Höfum auk þess í huga, að ef verulegur samdráttur skellur yfir greinina, þá finnst mér afar sennilegt, að nokkur fjöldi ferðaþjónustuaðila rúlli á hliðina í gjaldþrot. Vegna þess að það virðist alveg klárt að margir séu að byggja sig upp af meira kappi en forsjá.

Það er að auki rétt að muna, að þetta er nú orðin - stærsta gjaldeyrisaflandi greinin. Þannig að samdráttur er væri umtalsverður, mundi bitna töluvert á gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

  • Heildarniðurstaðan gæti knúið fram eina af hinum hagsögulega klassísku afleiðingum á Íslandi - - gengisfellingu.
  • Sem væri mjög óheppilegt fyrir stjórnarflokkana, að fá t.d. 2016. Þannig að það væri verðbólga og ný óánægja í gangi með kaup og kjör, svona rétt í tæka tíð áður en kosið verður næst til Alþingis.

Ég held að þetta svari því - af hverju mér virðist að sú hækkun á VSK á ferðaþjónustu sem umræða hefur verið um, geti reynst feilspor.

 

Niðurstaða

Íslendingar hafa ekki kynnst því enn. En ég fæ ekki betur séð, en að ferðaþjónusta sé með marga af sömu göllum og sjávarútvegur hefur lengi haft - að vera óstöðug grein. Ekki síst vegna þess, að greinarnar tvær séu viðkvæmar bersýnilega fyrir kostnaðarhækkunum.

Það þíðir grunar mig, að til lengri tíma litið, sé sennilegt að ferðamennska verði a.m.k. litlu síður sveiflukennd, en sjávarútvegur hefur verið.

Við höfum einfaldlega ekki enn, fengið fyrstu stóru niðursveifluna í ferðamennsku. En ég er algerlega viss, að slík kemur - - hvenær akkúrat veit ég ekki.

En ríkisstjórnin, ætti að stíga varlega til Jarðar, þegar kemur að framkvæmd aðgerða - er geta stuðlað að þeirri útkomu, að slíkur samdráttur geti orðið fyrr í farvatninu heldur en síðar.

 

Kv.


Vinstri stjórn hefði einnig sett lög á vekfall BHM og hjúkrunarfræðinga

Um þetta atriði er eg 100% viss, m.ö.o. að gagnrýni formmanna Samfylkingar og VG sé fyrst og fremst klassísk pólitísk tækifærismennska. En ég reikna með því að flestir viti af því með hvaða hætti félögin á almenna vinnumarkaðnum - - settu ríkisstjórninni úrslitakosti.

Lagasetning á verkföll BHM og FÍH samþykkt :Alþingi samþykkti nú undir kvöld lagasetningu á verkfallsaðgerðir 17 aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 30 atkvæðum gegn 19. Sigurður Ingi Jóhannsson, flutningsmaður frumvarpsins, sagði það alltaf erfitt og þungbært að setja...

Vitna aftur í orð Ólafía Rafnsdóttur, formanns Verslunarmanna fyrir 2-vikum:

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

  1. Menn verða að átta sig á því, að félögin á almenna vinnumarkaðnum, með 75þ. félagsmenn ca. samtals.
  2. Geta nokkurn veginn, stöðvað alla verðmætasköpun í íslenska hagkerfinu.
  • Og ef ríkið ætlaði að setja lög á þeirra verkföll, eru þetta það fjölmenn félög - - að ef þau standa fyrir skipulögðum mótmæla-aðgerðum, þá eru þau um leið ógn við ríkið.
  • En við höfum orðið vitni að því bæði hér og erlendis, að ríkisstjórnum sé ýtt frá völdum, fyrir tilstuðlan fjölmennra mótmæla.

Ef við aftur á móti berum þetta afl félaganna á almenna vinnumarkaðnum við afl félaga í BHM og hjúkrunarfræðinga. Þá sannarlega valda verkföll þar - vandræðum innan stjórnkerfis sveitafélaga sem og ríkis, og innan heilbrigðiskerfisins.

  1. En þau skaða lítt verðmætasköpun samfélagsins.
  2. Og Þeir hópar eru ekki nægilega fjölmennir, til að geta ógnað ríkinu með beinum hætti.

Ég er því ekki í nokkrum vafa, að útkoman hefði orðið sú hin sama, ef vinstristjórn VG og Samfylkingar hefði haldið áfram eftir kosningarnar 2013.

Setja Gerðardómi of þröng skilyrði :Þingmenn Samfylkingarinnar segja að lög á verkfall hjúkrunarfræðinga og BHM setji Gerðardómi of þröng skilyrði. Því sé ekki hægt að ætla að niðurstaðan verði réttlát eða skapi vinnufrið.

Eðlilega setur ríkisstjórnin ekki þau skilirði, sem mundu leiða til þess að Gerðardómur hleypti upp samningum á almenna vinnumarkaðnum.

Og ég er handviss um, að Árni Páll mundi bregðast nákvæmlega eins við ef hann væri í ráðherrastól í þetta sinn.

BHM í mál við ríkið vegna laga á verkföll :BHM ætlar að reyna að fá lögum um bann við verkföllum hnekkt fyrir dómstólum. Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Alþingi samþykkti í gærkvöldi lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Ég væri mjög hissa ef dómstólar dæmdu gegn ríkinu, enda frekar auðvelt að sýna fram á - - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, voru og eru nú fullkomlega vonlausri stöðu. Samtímis því að verkföll þeirra - skaða sjúklinga, þó þann skaða sé ekki auðvelt að sanna til skamms tíma, þíða verkföll þeirra að sjúklingar undir eftirliti fara ekki í skoðanir tímanlega eða í annað eftirlit tímanlega - - það þíðir að hvort það hefur orðið tjón kemur ekki í ljós fyrr en heilbrigðiskerfið vinnur niður biðlistana sem eru komnir.

Hálf deildin segir upp strax á morgun :Að minnsta kosti ellefu af um það bil tuttugu hjúkrunarfræðingum á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans ætla að segja upp strax í fyrramálið. Allt stefnir því í að fjöldi hjúkrunarfræðinga segi upp störfum eftir að lög voru sett á verkfall...

Og ég sé enga möguleika í stöðunni - - sem ekki skilar landflótta hjúkrunarfræðinga.

Eins og ég sagði - kröfur þeirra eru í fullkomlega vonlausri stöðu.

  1. En ljóst er, fyrst að samningar á almenna vinnumarkaðnum - eru ekki einu sinni nærri því að uppfylla þeirra kröfur, og sama gildir um kröfur BHM.
  2. Að þá hlýtur það að sprengja samninga á almenna vinnumarkaðnum, ef ríkið hefði gengið að kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.
  • Ríkið stóð frammi fyrir úrslitakostum.

Félögin á almenna vinnumarkaðnum hafa afl í sameiningu einmitt til þess, að setja ríkinu stólinn fyrir dyrnar.

Á sama tíma, munu þau einnig -ef samningar þeirra eru sprengdir- tryggja með því að framkalla nægilega mikla verðbólgu - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM næðu fram prósentu launahækkunum skv. þeirra kröfum - - > Þá mundi það ekki leiða til kaupmáttaraukningar umfram samninga þá sem félögin á almenna vinnumarkaðnum samþykktu fyrir 2-vikum.

Þannig að það sé virkilega svo - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, séu í vonlausri stöðu.

Þannig að ekkert komi í veg fyrir landflótta úr þeim stéttum - þeirra sem eru óánægðastir.

Ríkið hafi því ekki haft þ.s. raunhæfan kost, að ganga að þeirra kröfum. Það sé skárri kostur fyrir þjóðfélagið, að ríkið leitist við að -verja samningana á almenna vinnumarkaðnum- sem þíðir að setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga.

 

Niðurstaða

Það er búið og gert, lögin hafa verið sett. Og verkföllum BHM og hjúkrunarfræðinga frestað. Það var fyrirfram vitað að hluti félaga í þessum hópum, mundi fara í kjölfarið af landi brott. Á hinn bóginn, eins og ég hef áður bent á, tel ég enga leið hvort sem er að forða þeim landflótta - þ.s. félögin á almenna vinnumarkaðnum mundu tryggja að hann yrði einnig í því tilviki að BHM og hjúkrunarfræðingar næðu kröfum sínum fram; með því að keyra sömu kröfur í gegn fyrir sína félaga og þannig skapa það mikla verðbólgu í þjóðfélaginu að enginn, þar með ekki BHM né hjúkrunarfræðingar, mundu enda með umtalsverða nettó kaupmáttaraukningu.

Þannig að landflótti úr stéttunum tveim, hafi legið í loftinu burtséð frá því hvort ríkið mundi samþykkja kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga eða ekki.

Þannig að eina skynsama í stöðunni, hafi verið af hálfu ríkisins, að binda endi á þau verkföll í ljósi þess, hve fullkomlega vonlaust er að félögin 2-nái fram kaupmáttaraukningar kröfu sinni til sinna félagsmanna fram að sinni.

  • Ef þau vilja samt halda kröfu sinni til streitu.
  • Þá þurfa þeir hópar -rökrétt séð- að ræða þær kröfur við félögin á almenna vinnumarkaðnum.

Því þau félög -de facto- hafa vald til þess að hindra að kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga nái fram að ganga. Og félögin á almenna vinnumarkaðnum einmitt beittu því valdi sínu.

 

Kv.


Ég reikna með því að lagasetning bindi endi á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga

Þegar ég leit á fréttir þá stóðu umræður enn yfir á Alþingi, og því frumvarp ríkisstjórnar um að fresta verkföllum - ekki enn orðið lög.

  • Það er sannarlega rétt, að slík lagasetning - er viss atlaga að samningsrétti félaganna tveggja.
  • Á hinn bóginn, virðist þessi deila í gersamlega óleysanlegum hnút.
  • Á sama tíma, virðast þeir sem standa fyrir þeim verkföllum - - hreinlega ekki til í að samþykkja það sem við blasir, að ekki sé nokkur leið að ná kröfum félagsmanna fram.

En það hefur blasað við síðan samningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir, að ríkið ætti ekki það sem raunhæfan valkost - að mæta kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.

Skv. því sem Ólafía Rafnsdóttir, formaður Verslunarmanna sagði:

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

Þá stilltu félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum ríkinu upp við vegg:

  1. Þannig að ríkið er þvingað til að velja hvort það mætir kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga, og þar með rýfur samninga við samtals 75þ. félagsmenn 15 félaga á almenna vinnumarkaðnum.
  2. Eða setur lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga, ef félögin 2-neita að sætta sig við sambærilega samninga þeim samningi sem félögin 15 gerðu.

Ég lít þannig á, að með því að gefa BHM og hjúkrunarfræðingum - 2 vikur til að hugsa málið, átta sig á að þau félög ættu í reynd engan valkost annan í stöðunni.

Hafi ríkið í reynd sýnt samningssrétti þeirra félaga, eins mikla virðingu og því var fært.

Ef ríkið hefði strax fyrir 2-vikum sett lög á verkföll BHM, og hjúkrunarfræðinga, þá hefði mátt segja - - að þeim félögum væri sýnt lítilsvirðing.

En nú 2-vikum seinna, þá virðist ljóst af viðbrögðum félaganna 2-ja, að þau félög hafa engan áhuga á því að taka tillit til þessarar stöðu; þegar þau halda kröfu sinni til streytu - - > Sem er algerlega ljóst að mundi sprengja samninginn við félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum.

  • Félagsmenn félaganna 2-ja hafa vísað allri ábyrgð á bug.
  • Sakað ríkið um skilningsleysi.
  • Talið sig ekki hafa ástæðu til að taka nokkuð hið minnsta tillit til stöðunnar sem varð til, þegar ljóst var hvernig samningur félaganna á almenna vinnumarkaðnum leit út.

Það verður einfaldlega að álykta að - - þeir sem fara fyrir þessum 2-verkföllum, séu sjálfir ekki að sýna þá eðlilegu ábyrgð, sem fólk sem gegnir svo mikilvægum störfum ætti að auðsýna.

Þetta ágæta fólk, virðist haldið - - veruleikabrenglan á umtalsvert háu stigi.

Þegar þau heimta, og það ítrekað - - að ríkið sprengi samninginn á almenna vinnumarkaðnum.

 

Vandi ekki síst sá, að vonlaust er að BHM og hjúkrunarfræðingar nái fram þeirri kjarabót sem þeirra félög heimta

En það kemur til af því, að félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum - hafa látið það í skína að þau mundu sækja sambærilegar launahækkanir til sinna félagsmanna - - ef samningurinn sem þau félög undirrituðu fyrir 2-vikum er sprengdur.

Það þíðir að þá ganga sambærilegar hækkanir í prósentum talið til 75þ. meðlima þeirra samtaka - - og ég hreinlega trúi því ekki að landið hafi efni á það mikilli launahækkun fyrir þetta fjölmenna hópa, þegar félagar í BHM og hjúkrunarfræðingar bætast þar við.

Þannig að - - gengisfelling væri örugg útkoma.

  • Það þíði eiginlega að nú 2-vikum liðnum.
  • Og ekkert bendi til þess að félögin 2-séu að átta sig á þvi hve vonlaus staða krafna þeirra er.

Þá virðist ljóst, að það eina rökrétta sem eftir sé í stöðunni - sé að setja lög á verkföll þeirra.

 

Niðurstaða

Það að almenni vinnumarkaðurinn setti það ákvæði inn í sinn kjarasamning, að ef ríkið mundi semja um meira við aðra hópa - - þá mundi samningur þeirra vera sprunginn. Sýnir að auki fram á, að ljóst er að félagsmenn þeirra félaga séu sennilega ekki mikið haldnir af samúð þegar kemur að kröfum um launahækkanir - - verulega umfram þ.s. þau félög hafa samþykkt fyrir 2-vikum.

En ljóst er að viðbrögðum talsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga, að kröfur þeirra félaga eru umtalsvert meiri.

Það má vel vera að í kjölfarið verði flótti út hópi hjúkrunarfræðinga og þeim sem undir hatt BHM falla - til Noregs t.d.

Það verður þá að taka á því þegar það gerist - - t.d. auglýsa þær stöður á evrópska efnahagssvæðinu. En ég held það sé vel unnt að fá fólk til að gegna þeim störfum t.d. bjóða útlendingum ríkisfang á Íslandi eftir 6 ára starf.

Það hlýtur að vera nóg af fólki sem getur sinnt þeim störfum, þó það séu ekki endilega íslenskt. Ef Noregur getur sókt sé fólk að utan, getur Ísland það einnig gert, og á þeim kjörum sem hér bjóðast.

 

Kv.


Sala Arionbanka og Íslandsbanka til útlendinga fer sennilega fram án þess að hugmyndir Frosta verði að veruleika

Frosti Sigurjónsson - - eins og kom fram fyrr í vikunni, var með eftirfarandi Facebook færslu:

"Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður leyfa. Verði kaupandinn erlendur, mun hann eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en hann vill auk þess taka arðinn úr landi í gjaldeyri. Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana."

Þetta er að sjálfsögðu allt rétt hjá Frosta - að erlendir aðilar munu kaupa þá til þess að hagnast á þeim, og að sjálfsögðu - - því hærra sem söluverðið verður því stífari verður að líkum hagnaðarkrafa þeirra sem kaupa.

 

Frosti áttar sig greinilega að EES-samningurinn kemur í veg fyrir að unnt sé að hindra kaup útlendinga á bönkunum tveim

Enda kom fram í viðtali við hann á þriðjudag sú hugmynd - - að Alþingi setti lög um að gera alla banka á landinu að svokölluðum "non profit" bönkum. Þetta væri auðvitað tæknilega mögulegt, og sennilega eina tæknilega færa leiðin til að draga úr þeim hagnaði sem nýir eigendur hugsanlega taka til sín úr Íslandsbanka og Arionbanka.

  • Ég skal viðurkenna að ég þekki ekki almennilega hvernig "non profit" bankar virka.

En þetta fyrirbæri er til t.d. sums staðar í Bandaríkjunum.

Það eru samt ákveðnir gallar sem má vera að Frosti hafi ekki íhugað.

  1. Það þarf að hafa í huga, að ef -hagnaður- er þurrkaður nær alveg út í bankakerfinu hérlendis, þá auðvitað mundi söluverð Arionbanka og Íslandsbanka verða til mikilla muna lægra en annars.
  2. En það hefur komið fram í máli Sigmundar Davíðs, að ef söluverð á eignarhlut slitabúanna á bönkunum tveim - - er umfram þau viðmið sem gefin hafa verið upp, í samkomulagi við ríkið - > Þá fái ríkið til sín dágóðan slurk af þeim viðbótar hagnaði.
  3. Augljóst virðist - að ef þessi breyting yrði gerð á Ísl. lögum, þá mundi söluverð bankanna 2-ja fara mjög líklega undir þau viðmið, sem um hefur verið samið af hálfu ríkisins, við kröfuhafa Glitnis sáluga og Íslandsbanka sáluga.
  • Punkturinn er sá, að það mundi líklega ónýta það samkomulag sem ríkið virðist þegar hafa gert við skilanefndirnar tvær, þar með við þá hópa kröfuhafa sem eiga kröfur í þau þrotabú.

Ekki veit ég nákvæmlega hvaða afleiðingar það hefði fyrir ríkið - - að ónýta það samkomulag.

En mig grunar þó, að það gæti sett þá lausn sem ríkisstjórnin sagði þjóðinni frá sl. mánudag í vanda - - en sú tímasetning tók örugglega tillit til þess að ríkið var þá þegar komið með samkomulags ramma við stóran hluta kröfuhafa.

En nú væri allt í einu - - samkomulag í uppnámi við þá hópa kröfuhafa sem tengjast þrotabúi Glitnis sáluga, og Íslandsbanka sáluga.

  • M.ö.o. - - ríkið yrði örugglega að lágmarki, færa þá dagsetningu þegar 39% skattur á að leggjast á eignir þrotabúanna, sennilega um heilt ár.
  • Þar með fresta haftalosun um ár.

En líklegt væri að kröfuhafahóparnir yrðu nokkuð pyrraðir - - enda mundu sjá fram á minni heimtur úr búunum tveim.

Það gæti því tekið nokkurn tíma, að ná fram nýju samkomulagi - - segjum að það verði í höfn innan árs héðan í frá - - þá væri komið afar óþægilega nærri þingkosningum.

  1. Það sem mig grunar í reynd sterklega, er að það samkomulag sem þegar liggur fyrir milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafahóps þess sem á Arionbanka og Íslandsbanka.
  2. Bindi í reynd hendur ríkisstjórnarinnar, og það sé afar ólíklegt að hún sé til í að taka þá áhættu að fórna því samkomulagi, með einungis 2 ár til kosninga.

 

Niðurstaða

Ég held að spurningin hvort að við íhugum hugmyndir Frosta Sigurjónssonar snúist um það hvort að við leggjum í það að ónýta það samkomulag er virðist liggja fyrir við þá kröfuhafahópa er eiga Arionbanka og Íslandsbanka.

Það stefnir í að ríkið fái mjög mikið fé út úr því samkomulagi er virðist liggja fyrir, þ.e. fé er nemur hundruðum milljarða króna.

Ég held að sá söluhagnaður sem kröfuhafarnir og auðvitað ríkið fær sinn skerf af, sé mikilvægur þáttur í því samkomulagi.

Ég sé því ekki fyrir mér það sem sennilega útkomu, að ríkið fylgi hugmyndum Frosta fram.

Þessir 2-bankar verða örugglega seldir hæstbjóðanda. Og þó forsætisráðherra hafi sagt mikilvæga spurningu hver kaupir - - þá sé það ekki á valdi hans að velja þá kaupendur.

Kröfuhafar vilja auðvitað fá sem mest fé út úr sölunni, svo það verður örugglega hæstbjóðandi í bæði skiptin - - sem þíðir alveg örugglega að í báðum tilvikum mun kaupandi leggja áherslu á að sækja sér sem mestan hagnað úr bönkunum tveim á nk. árum.

Og það mun örugglega hafa neikvæð áhrif á þróun gengis krónunnar, nákvæmlega eins og Frosti nefndi í sinni Facebook færslu - - hann hefði mátt koma þessum ótta sínum fyrr á framfæri!

 

Kv.


Nýtt dómsmál á stærð við Icesave framundan?

Nú skv. fréttum mánudags eru komnar frekari fréttir af útfærslu svokallaðs "stöðugleikaskatts" - en ef marka má orð Sigmundar Davíðs, þá virðist ríkisstjórnin ásamt Seðlabanka Íslands, ætla að standa fyrir tilraun til þess að - - setja kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna í aðstæður þ.s. þeir verða að velja milli 2-ja slæmra kosta.

Slitabúin fá frest til áramóta :Slitabú föllnu bankanna hafa til áramóta til að ljúka nauðasamningum. Hafi það ekki tekist falli þau undir svokallaðan stöðugleikaskatt sem gæti numið allt að 850 milljörðum króna án frádráttar.
  • Vandi við að setja fram afarkosti - er auðvitað að hafa trúverðuga hótun.
  • Þá er það góð spurning - hvort hótunin einmitt er trúverðug.

Skv. frétt RÚV er stöðugleikaskatturinn 39% og ef kemst allur til framkvæmda skilar 850 ma.kr. ekki 500 ma.kr. eins og DV sagði frá um daginn.

Þetta er slík upphæð - að ég sé ekki annan möguleika en þann, að hann hljóti að eiga að leggjast á allar eignir þrotabúanna; þ.e. einnig þær erlendis.

  1. Þá virðist hugmyndin vera sú, að setja fram svo kostnaðarsama hótun - - > Að kröfuhafar verði tilbúnir til að, afskrifa að mestu innlendar eignir sínar þ.e. fé fast hér.
  2. Í stað þess að sleppa við stöðugleikaskattinn.
  • En þá er það auðvitað góð spurning - - hvort hótunin er trúverðug?

Vandamálið er, að ég er langt í frá 100% viss, að skattlagning eigna þrotabúanna á erlendri grundu, standist.

Ég að sjálfsögðu fullyrði hvorugt - að hún standist ekki, eða hún standist.

  • Ég verð að segja eins og er, að ég er ekki viss að það standist.

Eins og fram kom í máli forsætisráðherra, er um að ræða heildarskafl að verðmæti 1.200ma.kr:

  1. ",,,krónueignir slitabúa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða..."
  2. "...kröfum slitabúanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða..."
  3. "...aflandskrónum í eigu erlendra aðila að fjárhæð 300 milljarða..."

Á sl. kjörtímabili, kom fram að umfang eigna þrotabúanna erlendis sé um 2.000ma.kr. - umreiknað í krónur. Sjálfsagt mundi stöðugleikaskattur skila töluverðum gjaldeyri fyrir bragðið - ef við gefum okkur að hann standist, og komi til framkvæmda.

  1. Þá kemur sú innkoma af gjaldeyri - á móti flæði fjármagns úr landinu, og sennilega fer a.m.k. langt með að dekka þann gjaldeyriskostnað, ef hann er ekki dekkaður alfarið.
  2. Þannig mundu þá erlendu eignir þrotabúanna, þá fjármagna losun hafta.

Það sennilega skýri yfirlýsingu fjármálaráðherra - - > Að það verði engin kollsteypa.

Segi enn, að þessi hótun virkar eingöngu ef hún er trúverðug - þ.e. standist.

En ég virkilega hef ekki hugmynd um hvort Ísland fær að komast upp með slíkan gerning.

En þ.e. ekki ósennilegt að kröfuhafar geri tilraun til þess, að fá lögbann sett á slíka aðgerð - - en þeir hafa nú fram til áramóta að hefja málsflutning á erlendri grundu, t.d. "krafa um frystingu þessara eigna erlendis" fyrir dómi.

En þ.e. einmitt veikleiki slíkrar aðgerðar, að eignirnar eru í öðrum löndum, þ.s. svigrúm er fyrir kröfuhafa að leita til dóms-yfirvalda í þeim löndum; og fyrirfram virðist mér engin leið að spá fyrir útkomu slíks hugsanlegs dómsmáls. Eins og ég sagði, væri það þá krafa um lögbann- eða um frystingu eignanna.

En ég þekki langt í frá nægilega t.d. enskan rétt til þess að dæma um líkur þess, að slík krafa fengist fram. Sama gildir um hollenska löggjöf.

  • Ég treysti mér hvorki til þess að álykta að þessi hætta sé lítil eða óveruleg, né mikil eða veruleg.
  • Ég efa að nokkur raunverulega viti það hér á landi.
  1. En ef aðgerðin gengur upp, þá sennilega mundi hún duga til að dekka að miklu leiti líklegt útstreymi fjár héðan.
  2. Þannig kollsteypu við haftalosun forðað.
  • Og þ.s. þetta væri sennilega stærstum hluta gjaldeyrir, sem slíkur skattur næði að hala inn - - væri ekkert að því fyrir ríkið að hagnýta sér það fé. M.ö.o. "Win-Win" að öllu leiti fyrir Íslendinga, ef það gengur upp.
  • Þetta væri því gersamlega "brilliant" ef aðgerðin gengur upp - - en ef kröfuhafar geta ónýtt þetta vopn, þá tja - stendur landið eftir án hótunar. Kröfuhafar með pálmann í höndum.

 

Útgönguskattur hefur önnur vandamál

Þ.e. að skattleggja það fé sem streymir úr landi, að vegna jafnræðisreglu ESB er gildir í gegnum ESB. Mundi þurfa að beita slíkum skatti í samræmi við þá reglu um jafnræði.

Þ.e. jafnt á fé í eigu innlendra aðila, líklega megin dráttum lífeyrissjóðanna, og í eigu kröfuhafa.

  1. Útgönguskattur yrði því að leggjast á það söfnunarfé sjóðanna, sem þeir mundu kjósa að flytja héðan - afleiðing sennilega einhver skerðing lífeyrisréttinda.
  2. Á sama tíma, mundi óhjákvæmilega ganga á gjaldeyrisforðann.

En ef skatturinn er nægilega hár, þá gengur kannski ekki mjög mikið á forðann, en að sama skapi - þá vex skaðinn fyrir lífeyrissjóðina eftir því sem skatt hlutfallið er hærra.

Svo ég skil alveg - að menn hafi verið að leita að leið, sem forðaði tjóni fyrir sjóðina.

 

En þ.e. ein leið til viðbótar til staðar

Hún er afar einföld - að ríkið borgi kröfuhafa út. Fyrst að AGS lánið verður búið á fyrra helming 2016. Og fyrst að önnur lán frá vinaþjóðum eru upp borguð.

  1. Þá getur ríkið alveg gert þetta, án þess að of mikil áhætta sé tekin.
  2. Megin kosturinn er sá - að engin lagaleg áhætta er til staðar.
  3. Ekkert erlent lögsagnarumdæmi, getur fundið að - frjálsum samningi milli stjórnvalda Íslands, og kröfuhafa - er ekki felur m.ö.o. í sér nokkra hina minnstu þvingun.

Þannig að ekki er nokkur áhætta á því að þessi leið virki ekki.

  • Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því, að ísl. ríkið prútti við kröfuhafa um upphæðina.
  • Það þíðir auðvitað, að ríkið yrði að hefja beina samninga við hina erlendu aðila.

Vegna þess að AGS lánið verður frá fyrir mitt ár 2016, og vinaþjóðalánin eru einnig frá; þá hefur ísl. ríkið fyrir bragðið mjög sennilega þar af leiðandi ágætt lánstraust.

  • Lán ætti ekki að þurfa að vera neitt verulega dýrt, og það gæti verið til langs tíma.
  • Og ef prúttið um upphæðina gengur vel, þá þarf það ekki verða neitt að ráði íþyngjandi fyrir þjóðarbúið.

Þetta er leið sem núverandi stjv. virðast hafa -fyrirfram hafnað.

Ítreka enn, að ég hef ekki minnstu hugmynd um það, hver áhætta af "skatti á allar eignir þrotabúanna væri."

En hann er a.m.k. augljóslega "óvenjuleg" aðferð.

  1. Það þíðir, að ef kröfuhafar geta fengið erlend dóms-yfirvöld á þá skoðun, að slíkur skattur sé brot á EES; þ.e. t.d. form af mismunun.
  2. Þá get ég alveg séð fyrir mér, að krafa um frystingu eigna geti náðst fram.

Um leið og þær hafa verið frystar skv. lögboði í því landi sem tilteknar eignir eða tiltekin eign er til staðar, þá þar með tekur hið erlenda stjv. yfir lögsögu með þeim eignum eða þeirri eign.

  • Hvernig gætu þeir haldið því fram, að slíkur skattur væri mismunun?

Augljóst er, að "stöðugleikaskattur" ef um er að ræða skatt á eignir þrotabúanna, erlendar sem innlendar - - > Skilar langsamlega mestu fjármagni frá erlendum hluta eignasafnanna, því erlendi hluti eignasafnanna er miklu mun stærri að umfangi, og virðist því hafa þau áhrif að hlífa Íslendingum fyrir tjóni meðan það tjón sé flutt yfir á erlendu aðilana - því virðist mér þeir geta haft "case."

Það gæti einmitt verið bent á, að hann virðist vera hannaður til þess, að leggja kostnað af haftalosun á útlendinga, svo Íslendingar beri hann ekki, þetta er sjálfsögðu vísvitandi gert því skatturinn er hótun - - > En augljóst er, ef erlend eignasöfn þrotabúa bankanna eru skattlögð skv. 39% reglunni, þá mundi alík skattheimta á erlendu eignasöfnin skila það miklum gjaldeyri að sennilega dugar til að fjármagna haftalosun svo að Íslendingar losni við að fjármagna þá haftalosun sjálfir, að stærstum hluta eða jafnvel öllu leiti - en óþarfi er að gera ráð fyrir að allt fé kjósi að fara úr landi sem hugsanlega fara vill.

  • Fyrirfram augljóst væri engin leið að vita hver niðurstaða dóms yrði.
  • En við skulum segja, að ég hafi minna en 100% fullvissu að Ísland mundi vinna slíkt mál.
  • En samtímis, þó svo að dómsmál mundi vinnast - gæti málarektstur umtalsvert tafið losun hafta, jafnvel framyfir kosningar vorið 2017

En ríkið mundi að sjálfsögðu -reikna ég með- berjast þá fyrir dómi erlendis, til að verjast ásókn kröfuhafa eða ella - gefa hótunina eftir, sem væri álitshnekkir.

Þ.e. ekki gott að segja hve mikil töf gæti verið af slíku máli, en töfin mundi færa losun hafta sifellt nær kosningunum 2017, því setja núverandi stjórnarflokka sjálfa undir þrísting.

Sem gæti alveg verið nægileg ástæða fyrir kröfuhafa, að velja að tefja eða þæfa málið.

 

 

Niðurstaða

Ég held að haftalosun með samkomulagi við kröfuhafa, þ.s. ríkið mundi taka langtímalán og samtímis prútta niður upphæðina sem kröfuhafar mundu fá til baka. Mundi geta skilað haftalosun mjög hratt á nk. ári - en eftir að AGS lánið er frá ættu lánskjör ríkisins vera orðin hreint ágæt.

Aftur á móti hefur áherslan verið mikil hér á landi í seinni tíð, á að "illmennavæða" kröfuhafa, sem sannarlega eru "vogunarsjóðir" að verulegu leiti.

  1. Menn líkja gjarnan vogunarsjóðum við -úlfa- markaðarins, en úlfar hafa sinn tilgang. Vogunarsjóðir kaupa eignir - oftast nær lélegar eignir þrotabúa, sem aðilar á markaði kjósa að losa sig við fyrir lítið.
  2. Svo selja þeir þær eignir, á hærra verði - - þannig séð er þetta því, hreinræktuð kaupmennska, að kaupa fyrir minna - selja fyrir meira.
  • Ég sé ekki neinn jákvæðan tilgang í því, að líta á slíka starfsemi sem -glæpa/-illmennsku, fremur en önnur viðskipti sem snúast um að kaupa ódýrar og selja dýrar.

----------------

Eins og fréttir mánudagsins gefa til kinna, þá virðist ríkisstjórnin og Seðlabankinn ætla að knýja kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna - - til að sætta sig við afarkosti.

Með þeim hætti, kynna að til framkvæmda komi svokallaður stöðugleikaskattur sem fyrirfram er kynnt, að kosti þá 850ma.kr. Svo er gefinn frestur til áramóta fyrir þá, að semja um minna kostaðarsama lendingu.

Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð kröfuhafa, en þessir aðilar hafa færa lögfræðinga á sínum snærum - - minn grunur er að það geti farið að harður kjarni þeirra muni koma fram með gagnhótun.

Svara hótun stjórnvalda, með sinni eigin hótun. Það þarf þó ekki vera að hún komi fram strax, nema að þeir séu þegar búnir að skoða þann möguleika lögfræðilega í t.d. Bretlandi, hvort unnt sé að beita lögsókn á móti fyrir breskum rétti eða hollenskum, eða hvort tveggja.

Ef þeir eru þegar búnir að skoða það mál, þá getur verið að þeirra hótun, komi fljótt fram.

En ég er algerlega viss, að til staðar er lagaleg óvissa erlendis. En algerlega óviss um það, hver stærð þeirrar óvissu er.

Ef allt fer á versta veg, þá gæti ísl. ríkið lent í langvarandi og hugsanlega mjög kostnaðarsömum málaferlum við erlenda dómstóla.

Segjum, að ég virkilega vona að ótti minn sé ekki á rökum reistur! En umfang dómsmáls gæti verið á þann veg, að vera það stærsta mál sem stjórnvöld hafa rekið á erlendri grundu síðan Icesave var rekið fyrir EFTA dómstólnum.

Auðvitað má ekki útiloka þann möguleika að allt fari vel, að engin málaferli verði.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Maradir
  • Maradir
  • Rikisbref Bandar 2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 864892

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 591
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband