Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.6.2015 | 01:32
Ég sé ekki hvernig BHM og hjúkrunarfræðingar geta haft erindi sem erfiði í baráttu sinni við ríkið
Því jafnvel þó að hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og BHM - hefðu fullan sigur. Yrði sá sigur líklegast algerlega fyrrískur, mundi mjög sennilega ekki leiða fram þá kjarabót sem þeir hópar krefjast.
Málið er ákvæði kjarasamnings þess sem undirritaður var föstudag fyrir viku við 15 stéttafélög, samtals 75 þúsund meðlimi, sem virðist kveða á um - - að sá samningar sé ógildur ef ríkið semur um verulega hærri launahækkanir við aðra hópa.
Þetta var staðfest af formanni VR föstudaginn fyrir viku:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
- En með þessu er augljóst búið að stilla BHM og hjúkrunarfræðingum upp að vegg.
- En samtímis - ríkinu einnig.
Ég heyrði í viðtölum tekin á mótmælafundi sem haldinn var sl. föstudag, þá mótbáru - - að BHM og hjúkrunarfræðingar - - hafi sinn samningssrétt. Sem út af fyrir sig er rétt.
Nú erum við bara sprungin. Þetta gengur ekki lengur, segir Sigrún Bjarnadóttir geislafræðingur til margra ára...Ef við náum ekki okkar kröfum göngum við bara út. Við erum fanar að skoða Noreg þar sem margar okkar hafa starfað.....Við erum bara sprungin í raun eftir margra ára hræðilega mikla vinnu innan heilbrigðiskerfisins.
Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum...Ég er með norskt hjúkrunarleyfi. Ég er með stálpaða krakka þannig að ég get alveg farið á milli landa. Það eru mjög margir sem eru komnir með norskt hjúkrunarleyfi. Ég fer ekki til Noregs nema í neyð því ég vil vinna á Íslandi, en það eru takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér.
Báðir hóparnir - - hafa hafnað sambærilegum samningum við þá, sem félögin 15 gerðu föstudaginn fyrir viku, og sagt slíkan samning - - alls ekki mæta þeirra kröfum.
En samtímis - - þá fæ ég ekki betur séð en vissrar afneitunar gæti í þeirra herbúðum; þegar viðkomandi eru spurðir út í þá samninga sem félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum gerðu.
- En þessir hópar virðast tilbúnir til þess, að í raun og veru - - sprengja samninginn sem kláraður var föstudaginn fyrir viku.
- En ekkert annað kemur fram í þeirra svörum en, að þeim finnist ekki nein ástæða vera til þess - - að taka tillit til samnings félaganna 15 á almenna vinnumarkaðnum.
Þegar spurt er - - hvað á ríkiið að gera? Þá virðast svörin á þá leið, að það sé ekki þeirra vandamál.
Síðan er krafist - - samningsvilja af hálfu ríkisins, sem auðvitað þíðir kröfu um það - - að ríkið samþykki þeirra launakröfur - - > Sem augljóst eru umfram þá samninga sem almenni vinnumarkaðurinn gerði föstudaginn fyrir viku, fyrst að þeir samningar -að þeirra eigin sögn- eru ekki einu sinni nærri því að standat þær kröfur sem þeir hópar halda uppi.
Ég sé enga lausn á þessum vanda?
En augljóst - - mun almenni vinnumarkaðurinn, gera kröfu til sambærilegra hækkana. Ef ríkið samþykkir kröfu BHM og hjúkrunarfræðinga.
Sem mundi að sjálfsögðu - - leiða til mun meiri verðbólgu en annars blasir við, ef samningar þeir sem gerðir voru föstudaginn fyrir viku yrðu viðmið í staðinn.
- Ég held líka, að gengisfelling - - sé fullkomlega örugg, ef hjúkrunarfræðingar og BHM knýja kröfur sínar fram.
- Og síðan félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum, krefjast þess sama.
Sem auðvitað þíddi - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM - - næðu þeim kröfum fram, þá mundi það líklega ekki, alls ekki leiða til nærri því sambærilegrar aukningar kaupmáttar og nemur prósentu hækkun launa er þá mundi verða knúin fram umfram samninginn er náðist á almenna vinnumarkaðnum. Má meira að segja vera - - að tapið verði stærra en nemi þeirri prósentulauna-hækkunar-viðbót.
- Það mundi þíða, að sá brottflutningur úr landi, sem hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og flr. eru að hóta - - > Sé sennilega ekki mögulegt að forða.
- Þ.e. sá flótti - verði í báðum tilvikum, því sá aukni kaupmáttur sem þær stéttir heimta, muni nást fram í hvorugu tilvikinu - - > Því verðbólgan í kjölfar gengisfellingar tryggi það með sennilega fullkomnu öryggi ef þeir ná kröfum sínum fram.
Það leiði til þeirrar eðlilegu ályktunar.
Að ríkið eigi ekki valkost annan - en að hafna þeirra kröfum.
Og setja síðan lög á verkfall BHM, og hjúkrunarfræðinga sem og geislafræðinga.
Það verður þá að koma í ljós hve margir fara úr landi í kjölfarið, en eins og ég sagði - - er sennilega þegar of seint að forða því, að þeir óánægðustu í þessum tilteknu hópum, fari.
Niðurstaða
Vandi geislafræðinga - hjúkrunarfræðinga, og BHM félaga - - virðist viss skortur á þekkingu á grunn hagfræði. En það sé afar afar ósennilegt að þær kauphækkanir sem þeir hópar heimta, skili þeirri kaupmáttaraukningu sem þau félög fara fram á.
Vegna þess, að þá rjúfa félögin á almenna markaðinum, þegar sína samninga - og heimta sambærilegar hækkanir. Sú gagnkrafa, muni fullkomlega tryggja að - - > Að barátta geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga og BHM verði unnin fyrir gíg að þessu sinni a.m.k.
Því miður virðast þeir hópar hreinlega ekki átta sig á þessu.
Ég sé ekki að þó að ríkið mundi hugsanlega ganga að þeirra kröfum, að það væri líklegt til að forða þeim flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga og meðal félaga í BHM - - sem haldið er fram að sé annars yfirvofandi.
Því ef því ágæta fólki er alvara með það að fara - - ef þau geta ekki náð fram þeirri kjarabót sem þau fara fram á. Þá hljóti það fólk -hvort sem er að fara- þegar félögin 15 knýja fram sömu hækkanirnar og síðan verður án nokkurs vafa gengisfelling er eyðir stórum hluta eða jafnvel alveg, hugsanlega jafnvel gott betur, þeirri viðbótarhækkun.
Þannig að mér virðist - - rökrétt séð, ríkið ekki hafa neinn raunhæfan valkost annan, en að setja lög á verkföll geisflafræðinga, hjúkrunarfræðinga og BHM.
Síðan fara þá þeir sem fara vilja - - því verði sennilega ekki forðað héðan af.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2015 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2015 | 21:57
Hvernig mundi Reykjavík plumma sig sem sjálfstætt ríki?
Þessi pæling er meir til gamans, en Hilmar Sigurðsson borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í svokölluðu -stjórnkerfis og lýðræðisráði- borgarinnar. Lagði fram tillögu um að - - Reykjavík segði sig úr lögum við Ísland; vegna þeirrar frekju sem hann telur Reykjavík vera beitta af Alþingi í ljósi atkvæðavægis sem sé borginni í óhag.
En um er að ræða reiði vegna meðferðar Samgöngunefndar Alþingis á tillögu um að færa skipulagsvald á -millilandaflugvöllum- til ríkisins.
Rétt að kanna hug borgarbúa til að stofna sjálfstætt borgríki
Í því ímyndaða tilviki að Reykjavík mundi komast upp með að segja sig úr lögum við Ísland
- Þá er hún auðvitað ekki lengur höfuðborg Íslands, þannig að stofnanir ríkisins allar með tölu, og ráðuneytin, Alþingi, Hæstiréttur - eiginlega allt á vegum ríkisins; flytur frá borginni - - t.d. til Kópavogs.
- Bjartsýnn einstaklingur benti mér á að í Reykjavík væri rekin öflug útgerðarfyrirtæki, á hinn bóginn - - sé ég ekki að þau mundu fá úthlutað nokkrum afla, þ.s. Ísland á miðin í kringum landið, Reykjavík á þá engin varðskip -en þau mundu færa sig t.d. til Kaupavogshafnar, enda í eigu ísl. ríkisins. Að sjálfsögðu mundu þá útgerðarfyrirtæki ekki fá úthlutað afla frá ísl. ríkinu - - og varðskipin mundu hindra skip frá Reykjavík í því að veiða. Útgerðarfyrirtækin og vinnslu, mundu þá flytja sig um set.
- Sami bjartsýni einstaklingur benti mér á að nær allir ferðamenn er koma til Íslands, koma við í Reykjavík - - en þ.e. að sjálfsögðu vegna þess að þ.s. Reykjavík er höfuðborg landsins er hún einnig samgöngumiðstöð landsins. Augljóslega yrði reist ný samgöngumiðstöð t.d. í Kópavogi. Ferðamenn mundu þá koma við þar við á leið sinni annað.
- Sennilega fer - - Háskóli Íslands að auki.
- Við erum að tala um gríðarlega fækkun starfa í Reykjavík.
- Sannarlega eru til staðar önnur fyrirtæki sbr. Íslensk Erfðagreining, Össur og einhver fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja - er hætta ekki endilega að reka sig frá borginni. Á hinn bóginn grunar mig að þau einnig mundu fara vegna hnignunar borgarinnar.
- Mikið tekjuhrap yrði hjá borginni - vegna allra þeirra útvarstekna er hún mundi missa, þegar öll störfin sem ríkið veitir mundu hverfa, störfum vegna ferðamanna sennilega einnig fækka verulega, og útgerðafyrirtæki sem og vinnsla fara annað.
- Borgin yrði sennilega gjaldþrota fremur fljótlega í kjölfarið.
Sú mynd sem ég er að draga upp - - er Detroit í Bandarikjunum.
Þ.e. gjaldþrota borg sem hefur misst helming sinna íbúa.
Þ.e. sú sýn sem ég er að draga upp utan um Reykjavík í þessu ímyndaða tilviki að hún gerðist sjálfstæð.
Þ.e. að eins og í Detroit hafi fasteignaverð hrunið vegna glataðra atvinnutækifæra -sem ekki sneru aftur- sem leiði til fólksflótta og þess, að heilu hverfin verði draugahverfi þ.s. enginn býr.
Niðurstaða
Hefur Reykjavík resktrargrundvöll sem sjálfstæð eining - - nei, algerlega af og frá.
Fólk í borgarstjórn er eitthvað haldið veruleikafyrringu.
Kv.
29.5.2015 | 23:10
Augljóslega verða sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga
Ef marka má yfirlýsingu formanns VR. - þá eru ákvæði í nýja kjarasamningnum, sem tryggja að ríkið getur ekki samið um hærri laun við aðra hópa; nema að ógilda hinn nýja kjarasamning sem undirritaður var á föstudag af hálfu fulltrúa VR, Starfsgreinasambandsins og 13 annarra félaga samtímis.
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
VR - Nýr kjarasamningur undirritaður
Skv. fréttum, hefur viðræðum við BHM verið slitið:
Allt í pattstöðu hjá BHM og ríkinu
Langt í land í kjaraviðræðum BHM
"Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði við fréttastofu Stöðvar tvö fyrir fundinn að samningar Flóabandalagsins, Starfsgreinasambandið og verslunarmanna í dag svari engan veginn þeirra kröfum."
- Mér virðist alveg augljóst - - ef við gerum ráð fyrir að Ólafía Rafnsdóttir fari ekki með fleypur, að ákvæði í hinum nýju samningum við VR og 14 önnur félög; feli það í sér að - - ef ríkið semur um rausnarlegri launahækkanir við aðra hópa þá sé samningurinn við VR og félögin 14 þar með úr gildi fallinn.
- Að þá sé alfarið útilokað, að BHM og hjúkrunarfræðingar - - geti þar með reiknað með því, að knýja fram -launahækkanir umfram þ.s. þeir samningar fela í sér.
Á hinn bóginn mun ríkið að sjálfsögðu bíða með að setja lög - þar til félagar í VR og hinum 14 félögunum, hafa greitt atkvæði um samninginn.
Á hinn bóginn, gerum ráð fyrir að þær atkvæðagreiðslur leiði til samþykkis, þá reikna ég að fljótlega í kjölfar þess að sú niðurstaða liggur fyrir - - þá muni ríkið setja lög á önnur útistandandi verkföll.
- Mun það leiða til - - flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, og þeirra sem teljast til BHM?
Kannski, en hafandi í huga að samningar við hópa með samtals 75þ. félagsmenn eru í húfi, þá sé ég ekki að ríkið fórni þeim samningum - - þó svo að flótti verði úr störfum hjúkrunarfræðinga, og úr þeim störfum sem falla undir BHM.
Það er þá - - "Den til, den sorg."
Ef það verður, þá mun ríkið leita lausna - - ein fær leið, er að auglýsa þau störf á evópska efnahagssvæðinu.
Niðurstaða
Ég sannarlega á von á því að kjarasamningarnir muni leiða til verðbólgu - en hækkanir eru meðaltali sagðar um 10% á þessu ári til félagsmanna þeirra félaga sem samningarnir ná undir. Þ.e. töluvert yfir þeim viðmiðum sem Seðlabankinn gaf út þ.e. 3-4%. Og þ.e. yfir þeirri launahækkun er varð í tíð síðustu ríkisstjórnar, en þá dugði 6% launahækkun til að lyfta nokkuð upp verðbólgu.
Á hinn bóginn - - virðist allsherjarverkfalli og þeirri röskun er það hefði valdið, vera forðað.
Það hefði getað rústað verulega ferðamannasumrinu í ár, og þ.s. verra er - jafnvel getað valdið skaða á næsta ferðamannasumri. En hvekktir ferðamenn, hefðu ekki endilega treyst Íslandi strax.
- Vonandi verður ekki gengisfelling af völdum samninganna.
- Það getur verið að það sleppi - vegna þess að svo virðist að AGS lánið sé frá eftir mitt nk. ár.
Kv.
27.5.2015 | 22:58
Fyrst að hrunskuldirnar eru að klárast - má vera að þetta sleppi með þessar launahækkanir
Ég vissi að það var búið að greiða upp lánin frá Norðurlöndum á sínum tíma, einnig frá Færeyjum - - að auki hafði töluverðu fé fengið að láni frá AGS verið skilað ónotuðu. Síðan kemur fram á vef Fjármálaráðuneytis - að búið sé að greiða upp lán frá Póllandi; Lán frá Póllandi greitt upp.
Skv. því sem fram kemur - var þetta síðasta lánið frá "vinaþjóðum" sem eftir var óuppgreitt.
Seðlabankinn hafi flýtt töluvert greiðslum af láni frá AGS - - einungis séu eftir 2. greiðslur.
- Lok þessa árs.
- Fyrri hl. nk. árs.
Þá er hinum eiginlegu hrunskuldum lokið.
- Þá er eftir sá stóri kaleikur að losa höft.
- Það á eftir að kosta mjög mjög mikið - ríkið hefur þá a.m.k. eitthvert svigrúm nú, til að lofa tilhliðrun við kröfuhafa; gegnt góðri afskrift á kröfu.
Punkturinn er sá, að með því að AGS lánið hverfur nk. ár, og aðrar erlendar skuldir vegna hrunsins eru frá
Þá minnkar nokkuð áhættan af þeim - stórfelldu launahækkunum sem eru framdundan.
- Það stendur til að dreifa þeim á 3-ár.
Ef það kemur dugleg hækkun þetta ár - - síðan önnur dugleg nk. ár, það ár hverfur AGS lánið - - en síðan á 3. árinu er AGS lánið ekki til staðar.
Með því að AGS lánið hverfur, og önnur erlend lán tengd hruninu virðast horfin. Þá auðvitað - - léttir á álaginu á gjaldeyrisforða landsins.
Sem væntanlega, eykur á móti þanþol landsins gagnvart launahækkunum.
Það athyglisverða er, að spurning getur vaknað um -þanþol ferðamennskunnar
Ég á við, að ferðamennska er að einu leiti -lik fiskvinnslu. Þ.e. að vera -mannaflafrek grein. Samtímis því, að viðskiptavinir eru -venjulegt launafólk frá öðrum löndum. Og það ágæta fólk hefur því -takmörkuð fjárráð. Og auk þess hefur það -aðra valkosti, sem það getur varið sínu fé til.
- Punkturinn er sá, að vegna þess að ferðamennska er nú stærsta gjaldeyrisskapandi greinin.
- Þá mjög sennilega er hún nú sú starfsgrein, er hefur flesta starfandi.
Mér virðist blasa við - - > Að þegar launahækkanirnar skalla á.
Þá þurfa fyrirtækin í ferðamennsku - - > Að hækka verð.
- Þetta er þ.s. ég á við, um spurning um þanþol.
- En einhvers staðar liggur verð, sem er umfram þ.s. markaðurinn þolir.
Við getum -góðir hálsar- átt eftir að hrasa um það verð.
Ef sú stund upp rennur, þá mun það sjást - - í samdrætti innan ferðamennskunnar, þ.e. ferðamenn hætta við komur, afpanta.
Þá verður það áhugaverð spurning - - > Hvort þrýstingur mun skapast frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, um gengislækkun - til að bjarga störfum, til að bjarga fyrirtækjum innan greinarinnar.
Niðurstaða
Ferðaþjónusta er sennilega orðin það mikilvæg á Íslandi - að samdráttur innan hennar. Geti togað hagkerfið inn í samdrátt. Að lágmarki mundi það leiða fram ár með mjög lítinn eða engan hagvöxt.
Vegna þess að -ferðamennska- hafi sama eðli og fiskvinnsla - - að þola illa launahækkanir.
Þá grunar mig að áfall vegna ferðamennsku, geti verið í farvatninu í -> ekki fjarlægri framtíð.
Kannski ekki nk. ár - - kannski árið eftir. Sem væri ljómandi tímasetning að fá samdrátt á kosningaári.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2015 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2015 | 11:48
Mun gengi krónunnar í framtíðinni miðast út frá þörfum ferðamennsku?
Vöxtur ferðamennsku hefur verið svo gríðarlegur seinni misseri, að á sl. ári virðist hafa það gerst -að ferðamennska varð sú atvinnugrein sem mestum gjaldeyristekjum skilar.
Miðað við að sú grein er enn í vexti, þá líklega þíðir það -að hagsmunir ferðamennsku munu vega þyngst, þegar kemur að togstreitu hér innanlands um mismundandi þarfir starfsgreina.
Líklegt virðist m.a. að þetta þíði, að sú krafa að sífellt fleiri svæðum verði lokað fyrir annarri nýtingu -en þeirri sem felst í nýtingu þeirra sem ferðamannasvæða- muni óhjákvæmilega vaxa - - þetta felur m.a. í sér, að hugmyndum um að hætta almennt öllum framkvæmdum sem geta hugsanlega skaðað hagsmuni ferðamennsku vex fiskur um hrygg - - -> Ég er að vísa til rifrildisins um það hvort að svæði skili meira af sér sem ferðamannasvæði, eða sem grunnur undir aðra starfsemi, þ.e. meiri raforka vs. friðun.
Líkur virðast á að - - > Ferðamennska vinni þetta rifrildi.
Vegna þess að vera orðin stærsta atvinnugreinin - - > Leiðir til þess að hún hefur mesta fjármagnaið, fyrir utan að auki -skaffa flest störf. Þá styður hvort tveggja í senn, það vaxandi fjármagn sem fyrirtæki í þeirri grein hafa hagsmuni þeirrar greinar, sem og að það starfsfólk sem starfar við þá grein samtímis hefur vaxandi vikt í þjóðfélagsumræðunni.
Af hverju segi ég að þessi þróun muni sennilega leiða til þess að gengi krónunnar miðist út frá þörfum ferðamennsku?
- Ferðamennska hefur mörgu leiti sama galla og sjávarútvegur, þá er ég að vísa til gengisþróunar, en sá galli er. - - > Að það verður takmörkunum háð, hve miklar launahækkanir greinin mun þola.
- Þannig að mér virðist líklegt, að háar prósentu launahækkanir í framtíðinni, muni skila - - > kröfu um gengislækkun, að sú krafa komi til að verða þyngri frá fyrirtækjum í ferðamennsku, nákvæmlega vegna þess að þar muni flestir starfa.
- Hvaða galla vísa ég til?
Fiskur er seldur á almennan neytendamarkað í Evrópu, þar sem hann er keyptur af -venjulegu fólki- þá meina ég, venjulegu fjölskyldufólki sem þarf eins og íslenskt fjölskyldufólk að gæta sín í eyðslu í hverjum mánuði - - hefur takmarkaðann kaupmátt.
- Neysla á fiski er ekki leidd af -milljónamæringum- heldur dæmigerðum -almenningi- sem þarf að velta hverri -evru- af sínm launum.
- Ef fiskur verður dýrari en svo, að það ágæta fólk treysti sér til að kaupa hann - - > Þá kaupir það ágæta fólk, einhver önnur matvæli - - > En þ.e. nóg framboð þarna úti af einhverju öðru nmatvælakyns, sem það hefur úr að velja. Jafnvel þó það -kjósi fisk- þá kýs það hann -ekki á hvaða verði sem er.
- Ef Íslendingar verðleggja sig yfir það verð sem -markaðurinn þolir- þá minnkar markaðshlutdeild Íslendinga; sjávarútvegurinn verður fyrir tjóni, sala minnkar og tekjur einnig.
- Klassískt sögulega séð, kallar slíkt ástand á -gengisfellngu, til að redda greininni.
Málið er, að mér virðist -rökrétt- að ætla að ferðamennska hafi sömu eiginleika?
- En það sama fylgir, að viðskiptavinir Ísendinga eru -venjulegt fjölskyldufólk- og það hefur -takmarkaðan kaupmátt- þ.e. eru ekki milljónamæringar, heldur þarf að -velta hverri- evru eða dollar eða pundi eða jeni - - sem það hefur í laun.
- Það þíðir, að þ.e. takmörkunum háð -hversu dýrt frýið á Íslandi getur verið- áður en þetta góða fólk; mun neyðast til að unnvörpum afpanta ferðir hingað.
- Eins og hefur gjarnan gerst með sjávarútveg, þá getur -hnignunin verið hröð- um leið og sú stund birtist, að Ísland er að verðleggja sig yfir þ.s. markaðurinn þolir.
- Ég held það sé alveg óhjákvæmilegt að þetta muni gerast.
- Get á hinn bóginn ekki sagt -akkúrat hvenær- þ.s. ég þekki ekki hvar þessi sársaukamörk liggja.
- Er einungis viss um, að slík sársaukamörk eru til staðar.
- Og að -hröð launaþróun hérlendis- sé líklegust til að leiða það fram, að Ísland rekist á þau sársaukamörk.
En sögulega séð, þegar þ.e. uppsveifla í launum á Íslandi, þá hefur alltaf -þá meina ég án nokkurra undantekninga, þau ár sem sjávarútvegur hefur verið megin atvinnugrein- sú stund komið á einhverjum enda, að gengi hefur verið fellt.
- Það sé þá fyrst og fremst spurningin, hvaða atvinnugrein mun -æpa hæst.
- En kannski ekki síður, óp hvaða atvinnugreinar, fái mesta áheyrn.
- Rökrétt virðist mér, að óp þeirrar atvinnugreinar fái mesta áheyrn, sem skaffi flest störf og mestar útflutningstekjur.
Athygli beinist auðvitað að miklum launahækkunum framundan nú í þessu samfélagi
Ísland hefur aldrei hingað til, upplifað samdrátt í hinni nýju megin grein, ferðamennsku.
Það er a.m.k. hugsanlegt, að þær verulegu launahækkanir sem eru í farvatninu á þessu ári, séu nægilega miklar vöxtum -að þær leiði til þess, að Ísland verði of dýrt sem ferðamannaland.
Ef það gerist, þá mun væntanlega -sagan með sjávarútveginn á árum árum endurtaka sig- þ.e. skýr merki um samdrátt í grein, muni leiða til -ákalls um gengislækkun, svo að störfum verði bjargað, og ekki síst -skuldugum fyrirtækjum innan greinarinnar bjargað frá þroti.
- Mig grunar að -fyrsta sinn þegar þetta gerist.
- Að ferðamennska leiðir kröfur um -gengislækkun.
- Þá verði það -töluverður "eye opener" fyrir marga.
Það verður líka spurning þá, hvaða flokkar munu æpa mest, með hagsmunum greinarinnar.
En það gæti farið eftir því, hvaða flokkar eða flokkur, hafa/hefur spyrt sig hvað mest við hagsmuni ferðamennsku.
Niðurstaða
Ég held að sú launahækkana bylgja sem er framundan, geti orðið mjög forvitnileg. En það sem er nýtt í dag, er að -nú er það ekki sjávarútvegur sem er stærsta gjaldeyris skapandi greinin. Heldur hefur ferðamennska tekið yfir það hlutverk.
- Ég spái því, að ferðamennska muni eins og sjávarútvegur árum áður, berjast fyrir sínum hagsmunum.
- Og það að ferðamennska sé orðin stærst, leiði það fram -að hennar hagsmunir verði fremur drottnandi.
- Lágt gengi krónu, verði meðal þeirra hagsmuna.
- Það gæti meira en verið, að í því -fari saman hagsmunir greinanna tveggja, þ.e. ferðamennsku og sjávarútvegs.
Vegna þess að báðar greinar séu háðar þeim sömu annmörkum.
Að kaupendur þess sem þær greinar selja, eru ekki -auðugt fólk.
Og samtímis, að sá kaupendahópur, hefur aðra valkosti.
Það þíðir -grunar mig- að ferðamennska verði ekki síður líkleg til að -krefjast gengislækkana í framtíðinni- heldur en hefur gilt um sjávarútveg.
Ég ætla ekki að fullyrða að sú stund sé upp að renna. En bendi þó á það sem möguleika, að það geti orðið -kröfur ferðamennsku- sem verði hvað háværastar um það að lækka gengið.
Kannski snemma á nk. ári, en þá ættu að liggja fyrir -tölur yfir pantanir ferðamanna um ferðir til Íslands sumarið 2016. Ef þá blasir við -samdráttur. Gæti krafan um gengislækkun orðið stíf.
- Þegar það hefur gerst, að gengið sé lækkað til að þjóna þörfum ferðamennsku.
- Þá grunar mig, að það muni hafa töluverð áhrif á viðhorf til greinarinnar.
- Og hugsanlega orðið aftur mögulegt, að taka að nýju upp þá umræðu -hvers konar atvinnu uppbyggingu til framtíðar, Íslendingar vilja- ég er að sjálfsögðu að vísa til stóryðju umræðunnar.
- En mín skoðun er sú, að einungis framleiðslugreinar geti í framtíðinni skaffað Íslendingum þau laun sem Íslendingar vilja hafa.
- Ef Íslendingar vilja ekki vera "láglaunaþjóð" þurfi að byggja upp greinar, sem geta borgað há laun. Svo einfalt sé þetta!
- Það verður einungis gert með þeim hætti, að -verðmætið að baki hverju starfi sé það mikið- að grundvöllur skapist fyrir þau háu laun.
- Þá þarf sú vara sem er framleidd að vera nægilega verðmæt.
Eins og ég hef áður nefnt. Vil ég að Ísland stefni í þá átt -að verða iðnríki. Þ.s. byggt verði ofan á núverandi álframleiðslu, framleiðsla á varningu úr áli. Að fá hingað framleiðslu á sólarhlöðum úr kísil, og flr. verksmiðjur sem framleiða úr kísil. Getur haft mjög öflug samlegðar áhrif með framleiðslu tækja og búnaðar á grunni áls. En þá gæti t.d. tæki haft sólarhlöðu framleidda hér og að auki tölvubúnað með móðurborð framleiddur úr ísl. kísil.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2015 | 13:40
Vara eindregið við hugmyndum að setja lögbann á fjölmenn verkföll sem eru fyrirhuguð á næstu vikum
Það er alveg augljóst - að þrýstingur á "lögbann" mun fram koma. En margir eru líklegir til þess að misskilja reynsluna af fyrri skiptum þegar lögbann hefur verið sett á verkfall.
- Málið er að -þau verkföll sem eru fyrirhuguð, eru miklu mun fjölmennari en -ég man til, að áður hafi verið beitt á lögbann.
- En allt að 100þ. manns fyrirhuga hugsanlega verkfall á næstu 2-mánuðum.
Þegar þú ert með slíkan fjölda þ.e. á bilinu 30 - 100þ.
Þá er áhættan á allt, allt, allt öðru stigi -að beita lögbanni.
Fjölmenn götumótmæli!
Þetta er sú áhætta sem ég vísa til -og ég vara fólk við því, að taka þau mótmæli sem viðmið, sem hafa -við og við sést árin frá 2009.
- Ég er að tala um mótmæli, frekar á þeim skala sem við sáum beitt gegn ríkisstjórn Geira og Sollu, lokatíma þeirrar ríkisstjórnar við völd.
Ríkisstjórnin má alls ekki misskilja eða vanmeta það hættustig sem hún stendur frammi fyrir.
Ég er m.ö.o. að segja -lögbann í tilviki svo fjölmennra verkfalla -> Of áhættusama aðgerð.
Ég geri mér fulla grein fyrir því tjóni -á efnahagslíf þjóðarinnar sem þessi verkföll munu valda, ef af þeim verður.
Þess vegna - -> Mín seinni ályktun.
Ríkisstjórnin á ekkert annað raunhæft val en að fallast á kröfur félaga launamanna
Ég geri mér fulla grein fyrir því -hvaða afleiðingar það mun hafa, að láta þær launahækkanir sem -læknar og -kennarar hafa fengið, ganga yfir línuna.
Það þíðir að sjálfsögðu -verðbólgu og óstöðugleika.
Á hinn bóginn -lít ég svo á nú, að það sé samt skárri kosturinn í boði.
- Hætta er að sjálfsögðu að -ferðamannasumarið fari í súginn.
- Það þíðir mikið tap gjaldeyristekna, sem þjóðfélagið hefur síst efni á.
- Að auki, getur vel verið að ferðamenn mundu einnig að einhverju leiti, afpanta fyrir sumarið á eftir, vegna ótta við óstöðugleika hér. Þannig að tjón af stórfelldum verkföllum, væru ekki endilega - - > Bara sumarið í ár.
- Á hinn bóginn, ef -lögbann væri sett á yfirvofandi verkföll.
- Og það gerist sem ég á þá von, að í staðinn muni sömu verkalýðsfélög standa fyrir -fjölmennum götumótmælum.
- Sennilega -í leiðinni, snöggum skammtímaverkföllum. Þ.e. starfsmenn mæta á mótmælafund, í stað þess að vinna. Það séu kannski - mjög fjölmennir mótmælafundir t.d. 2-svar eða 3-svar í viku, á meðan að fámennari mótmælastaða verði haldið uppi stöðugt þess á milli.
- Það verði nefnt mótmæli ekki verkfall.
- Og bent á réttinn til að mótmæla, þetta séu ekki verkföll, því ekki brot á lögbanni.
- Þá er mikil hætta á því, samt sem áður, að ferðamannasumarið mundi fara í súginn.
En það yrði óhjákvæmilega mikill hiti á slíkum, mótmælasamkundum í kjölfar lögbanns.
Og hætta stöðugt yfirvofandi á -óeirðum.
Það má reikna með -nákvæmlega sama viðbúnaði lögreglu, og þegar mótmælin stóru stóðu yfir þegar ríkisstjórn Geira og Sollu var við völd.
Sá kvittur gæti mjög auðveldlega skapast meðal ferðamanna, erlendra aðila í ferðaþjónustu -að hættulegt ástand vofi hér yfir.
Það er ekki einu sinni víst - að það yrðu stórar ýkjur.
Hvað er þá til ráða?
Úr því sem komið er -sé líklega of seint að forða þeirri verðbólgu og efnahags óstöðugleika sem líklega af hlýst, þegar gengið verður að kröfum verkafólks.
En málið er -að ég tel að stjórnendum og forsvarsmönnum helstu verkalýðsfélaga hljóti að vera það kunnugt, hvað mun gerast.
- Þannig að tilgangur þeirra krafna, að fá sambærilegar hækkanir við þær hækkanri sem aðrir hafa fengið.
- Sé einmitt sá, að framkalla þá verðbólgu og óstöðugleika - -því þá virðislækka laun þeirra sem þegar hafa fengið 30%. Enginn fær þá í reynd 30% heldur miklu minna.
- Verkalýðshreyfingin, sé að verja sneið síns fólks af þjóðarkökunni. En foringjar þeirra félaga hljóta að vita að 30% hækkun allar virkar ekki. Að það verður gengisfelling síðan verðbólga.
- Svo að sá eini -nytsami tilgangur sem ég kem auga á. Ég vil ekki gera ráð fyrir því að -forkólfar verkalýðsfélaga séu heimskir.
- Sé þá sá, að fyrst að við getum ekki fengið 30% eins og þeir, þá sé skárra fyrir okkur að lækka þá niður sem fengu 30%. Þannig að enginn fái þá raunverulega 30%.
- Það sé tilgangur í sjálfu sér því, að framkalla þá gengisfellingu og verðbólgu sem af hlýst.
Auðvitað -leiðir það til þess, að ríkisstjórnin getur ekki losað höft þetta ár.
En ég tel að ríkisstjórnin -hafi þegar verið búin að kasta þeim möguleika frá sér, þegar samningar við kennara sem tryggðu þeim 30% hækkanir voru undirritaðir.
Um þetta ályktaði ég þegar í júlí 2014:
Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?
Önnnur færsla frá janúar 2015 - þegar hlutir lágu nokkuð skírar fyrir:
Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?
- Meginlínur þess sem ég átti von á, virðast vera að rætast
Með öðrum orðum, allt sem síðan þá hefur gerst, hafi verið óhjákvæmilegt!
Því að -hin félögin sætti sig ekki við, að sneið sinna félagsmanna af þjóðarkökunni minnki.
Það eina sem kemur mér á óvart í því samhengi, er að ríkisstjórnin hafi ekki séð þetta sjálf fyrir -en þ.e. augljóst að það gerði hún ekki.
Hún súpi nú biturt seiði af þeim mistökum.
Niðurstaða
Eins og ég skil tal forsvarsmanna verkalýðsfélaga -þegar þeir hafna því að ætla að valda óstöðugleika. Kenna ríkisstjórninni sjálfri eða vinnuveitendum.
Þá vísa þeir til þeirra háu prósentu launahækkana -sem nokkur fjöldi hátekjuhópa hefur fengið, eða tekið sér. Þeir séu m.ö.o. að segja sínar aðgerðir -afleiðingu þeirra hækkana sem ríkisstjórnin eða vinnuveitendur, hafi þegar samþykkt fyrir þá hópa.
Þannig að niðurstaðan -sé m.ö.o. þeim sjálfum að kenna. Þá vísa ég til þess sem ég bendi á að ofan. Að verkalýðsstéttinn; sé að verja sína sneið af þjóðarkökunni umræddu.
En eins og komið sé -sé eina leið verkalýðsfélaganna einmitt að knýja fram sambærilegar launahækkanir. Í fullkominni vitneskju ákaflega sennilega að þá komi gengisfelling síðar og verðbólga.
- En þ.s. sú aðgerð geri, sé að hún ver -sneið viðkomandi hópa launafólks af þjóðarkökunni umræddu.
- Gengisfelling og verðbólga, sé þá -hliðarafurð.
Ég sé ekkert sem bendi til þess, að ríkisstjórnin geti sannfært hópa launamanna um að hætta við kröfur sínar -eða slá umtalsvert af þeim.
Að auki tel ég að það væri ákaflega háskaleg aðgerð, að gera tilraun til lögbanns á svo afskaplega fjölmenn verfköll -slíkt gæti framkallað, raunverulega uppreisn meðal fjölmennra hópa almennings. Alltof áhættusamt með öðrum orðum.
- Ríkisstjórnin verði einfaldlega taka þá bitru pillu.
- Að hún hafi misst plottið, þegar hún samþykkti launahækkanir til kennara á sl. ári.
- Að allt sem síðan þá hafi gerst, sé afleiðing þess að hafa látið kennara síðan lækna fá háar prósentu hækkanir.
Hvað gerist þegar það kemur síðan í ljós - - að hvorki læknar né kennarar.
Fengu raunverulega, leiðréttingu launa?
Það má vera að þá verði landflótti í þeim stéttum, en eins og er að koma í ljós, er hvort sem er ekki unnt að -leiðrétta laun tiltekinna hópa, án þess að aðrir stórir hópar launamanna hafi gengist inn á að sætta sig við að sitt fólk fái mun smærri prósentu launahækkanir.
- Það skársta í boði, úr því sem komið er, sé að samþykkja kröfur launamanna um stórar launahækkanir sem fyrst.
- Svo að verkföll skaði ekki ferðamannasumarið.
Gengisfelling verður væntanlega síðar -nk. haust eða nk. vetur.
Allar aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar -leiði fram enn verri útkomu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
En ein af stóru ástæðunum fyrir gríðarlegri fylgisaukningu Pírata er örugglega hve ákveðnir Píratar hafa einatt verið í afstöðu sinnar til kröfunnar um - - aukið lýðræði. Þegar kemur að -auknu lýðræði- vilja þeir ganga mun lengra -en ég er sjálfur tilbúin til.
Niðurstöður könnunar Gallup
Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga
En ég get vel fallist á það að 65. gr. tillögu stjórnlagaráðs, nái fram að ganga -verði færð inn í núverandi stjórnarskrá - með þeirri breytingu að miðað verði við 15%:
-----------------------------
65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
-----------------------------
- En þetta er það form -beins lýðræðis- sem mér líst vel á.
- Að veita þegnum landsins, stöðunvarvald á Alþingi, með beinum hætti -án atbeina forseta.
- Ég er aftur á móti -ekki tilbúinn að veita þegnum landsins með sama hætti, frumkvæðisvald - -en þ.e. ósamrýmanlegt við grunn regluna þingræði.
Ég hafna því 66. gr. tillögu Stjórnlagaráðs -Þó að ég sé til í að íhuga að þegnar landsins hafi -málsskotsrétt- þ.e. geti lagt fram -þingmál- en þá sé það alfarið á valdi Alþingis að hafna þeirri tillögu -einhliða.
Það þíðir, að ég annað af tvennu, hafna 66. gr. alfarið, eða til vara -legg til þá breytingu að ef Alþingi hafnar viðkomandi þingmáli, þá falli málið dautt -þannig að greinin veiti eingöngu -málsskotsrétt.
-----------------------------
66. gr.
Þingmál að frumkvæði kjósenda.
Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.
Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram
gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði, svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.
Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því
málið hefur verið afhent Alþingi.
-----------------------------
Ég mundi að auki leggja til þá breytingu við 67. gr. -hún væri færð inn í núverandi stjórnarskrá, að takmörkun sem snýr að -þjóðréttarskuldbindingum- verði afnumin. En ég lít svo á að ef e-h er, sé það þjóðinni sérlega mikilvægt að hafa stöðvunarvald um þjóðréttarlega gildandi skuldbindingar. Því slíkar skuldbindingar -geta bundið alla þjóðina um aldur of æfi. Það getur þess vegna, falið í sér -skuldsetningar skuldbindingu, sbr. Icesave.
-----------------------------
67. gr.
Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt
ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að
krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.
Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um
form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis, svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.
-----------------------------
Ég er að tala um -stjórnarskrárbreytingu - - ekki um samþykki -Tillögu Stjórnlagaráðs- sem heild.
En ég held að vel sé unnt að ná fram samstöðu um þessi tilteknu ákvæði - - þannig afnema þá ásökun frá þjóðfélaginu að Alþingi og nánar tiltekið ríkisstjórnarflokkarnir -standi á móti lýðræðinu.
- Mjög líklega verður að auki, þrýst á um að -eignaréttarákvæði tillögu Stjórnlagaráðs, verði að auki sett inn í stjórnarskrána.
- Það verður sjálfsagt ekki vikist undan því, að a.m.k. ræða breytingu á núverandi eignarréttarákvæði Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.
En ef tekið væri á öllum þessum atriðum - - þá ætti fylgissveifla Pírata að líða hjá.
Enda kem ég ekki auga á nokkur önnur stór mál sem þeir halda á lofti.
Niðurstaða
Stjórnarflokkarnir þurfa að átta sig á því að fylgissveifla Pírata er raunveruleg ógnun. Besta leiðin til þess að glíma við -ógn af þessu tagi. Er sögulega sú, að -stela þeim málum sem flokkur sem sækir fram fylgislega heldur hvað mest á lofti. Stjórnarflokkarnir eiga einfaldlega sjálfir -að standa fyrir ofangreindum lýðræðisumbótum.
Þá sofnar sú ásökun góðum svefni að þeir séu andlýðræðislegir.
Það ætti einnig að endurreisa -traust á þingræðinu- að veita almenningi stöðvunarvald skv. 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs.
En um leið og almenningur hefur stöðvunarvaldið með þannig formlegum hætti, þá hefur almenningur ekki lengur ástæðu til þess mikla vantrausts sem í dag virðist til staðar gagnvart Alþingi.
Með 15% viðmiði, ættu þjóðaratkvæðagreiðslur -ekkert að verða of tíðar. En hafandi í huga að í þau 3-skipti sem hefur verið með vel-heppnuðum hætti skorað á Forseta Íslands. Þá er 15% viðmið ekki of hátt!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2015 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2015 | 13:12
Mér virðist fljótt á litið hugmynd Sigmundar Davíðs um "stöðugleikaskatt" hnjóta hugsanlega um jafnræðisreglu EES
Ræðuna í heild má finna á þessum hlekk: Ræða Sigmundar Davíðs. Ræðan í megindráttum dæmigerð pólitísk ræða sem túlkar þætti með besta mögulega hætti ríkisstjórninni í hag, viss spegill á ræður pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar sem gjarnan túlka allt á hinn veginn - Framsóknarflokknum og ríkisstjórninni til foráttu - lítið dæmi t.d. eftirfarandi:
"Frá því að ríkisstjórnin tók við hefur störfum fjölgað um meira en 10.000. Það eru fleiri störf en nemur öllum störfum á Akureyri, svo dæmi sé tekið."
Formenn stjórnmálaflokka í ríkisstjórn - þakka sér og ríkisstjórninni sem þeir sitja í, ávalt þau störf sem skapast - eða það sem vel gengur, hvort sem sá árangur var í raun og veru þeim að þakka.
En þetta er ekki það sem ég hnaut um!
Það sem ég hnaut um - var villandi framsetning SDG á þeim upphæðum sem eru í spilum þegar kemur að losun hafta.
"Kröfurnar sem um ræðir eru svo háar að það er erfitt að gera sér það í hugarlund. Matið sveiflast, m.a. eftir gengi gjaldmiðla en það nemur yfir 20 milljörðum Bandaríkjadala eða sem nemur yfir 2.500 milljörðum króna."
SDG lætur vera að geta þess, að ca. 2.000ma.kr. af þessu fé - eru eignir í eigu þrotabúa bankanna sem staðsettar eru á erlendri grundu.
Og þar af leiðandi eru alls engin ógn við íslenska þjóðarbúið.
Fyrir bragðið varð sú umræða um fjárhæðir í spilum - stórfenglega villandi!
Eftirfarandi er alveg örugglega rétt:
"Við vitum að fulltrúar kröfuhafanna hafa tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða teljast líklegir til að geta haft áhrif á gang mála."
Þegar mikið fé er í spilum þá er rökrétt að afla sér upplýsinga um þá sem þú ert í einhverjum skilningi að glíma við. Stórfyrirtæki erlendis sem eiga í viðskiptum eða samkeppni sín á milli, greina örugglega - stjórnendur hinna fyrirtækjanna.
Ég veit ekki hvort þetta er farið að þekkjast hér!
"Reglulega eru skrifaðar leyniskýrslur hérlendis fyrir kröfuhafana þar sem veittar eru upplýsingar um gang mála á Íslandi, í stjórnmálun um, opinberri umræðu, fjármálakerfinu osfrv."
Það er afar rökrétt að ætla að kröfuhafar séu með starfsmenn á launum hér, við það verk að greina umræðuna hér í pólitík og í fjölmiðlum. Finnst eiginlega óþarfi að gera það sérstaklega tortryggilegt - þessir aðilar hafa hagsmuna að gæta, og þeir eru að gæta þeirra hagsmuna.
Fyrsta lagi er það tilkynning forsætisráðherra að það standi til að setja lög um losun hafta á næsta þingi
Fyrst að SDG segir 2.500ma.kr. Og ég veit að erlendar eignir þrotabúanna nema ca. 2.000ma.kr. Þá erum við sennilega að ræða töluna - - > 500ma.kr.
SDG:
- "Það ber líka að hafa það hugfast, að hluti af skráðum hagnaði sjóðanna er ekki raunverulegur þar sem hann hefur orðið til í höftum."
- "Eignirnar hafa verið verndaðar, viðhaldið og auknar í skjóli hafta. En aðeins með afléttingu haftanna er hægt að innleysa hagnaðinn."
Það er alveg óhjákvæmilegt að kröfuhafar innleysi einhvern hagnað við losun hafta!
Það er rétt hjá SDG að uppi voru hugmyndir þess efnis, að Ísland mundi fá -aðstoð Seðlabanka Evrópu við losun hafta- og þ.e. augljóslega rétt hjá SDG að "ECB" gefur ekki peninga, þannig að við erum að tala um að "ECB" láni Íslandi fyrir losun hafta; þá hugmynd má t.d. sjá útfærða í Skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ - sjá: Aðildar- viðræður Íslands við ESB.
"Slíkt hefði verið efnahagslegt glapræði enda gefur evrópski seðlabankinn ekki aðildarlöndunum ókeypis peninga."
- Það fer eftir lánsupphæð.
- Og vöxtum.
En þ.e. tæknilega unnt að semja við kröfuhafa -að ísl. ríkið greiði þá út- gegnt því að kröfuhafar t.d. afskrifi 60% af fjárhæð eða jafnvel 70%.
En losun hafta mun ávalt snúast um að - lækka með einhverjum hætti þær upphæðir sem líklega verða færðar af landi brott!
Stöðugleikaskattur: "Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað."
Ég óttast að þessi hugmynd sé glapræði.
- Vandinn er sá - að þeir 500ma.kr. í eigu kröfuhafa sem þeir vilja losa út.
- Eru ekki einu stóru upphæðirnar sem aðilar vilja flytja úr landi við losun hafta.
Sjá athugun AGS á losun hafta: Selected Issues.
Skýrsla AGS frá 2013 gerir ráð fyrir því - að annað eins fé vilji -lífeyrissjóðir landsmanna- flytja úr landi.
Þessi skannmynd sýnir tilraun AGS til að áætla heildarkostnað við losun hafta:
Ég tók eftir því að - - Sigmundur Davíð, talaði einungis um vandann við losun hafta. Út frá því fé sem erlendir fjárfestingasjóðir hafa eignast af kröfum - fjármagn sem þeir aðilar vilja losa héðan.
- Það er alveg ljóst að lífeyris-sjóðirnir vilja einnig losa mörg hundruð milljarða af fé héðan af landi, um leið og losað er um höft.
- Þetta er það sem ég á við, þegar ég bendi á að hugmyndin um -stöðugleikaskatt- geti hnotið um jafnræðisreglu ESB, sem er í gildi á Íslandi í gegnum EES samninginn.
- Ef tekið er mið af áætlun AGS að fé lífeyris-sjóðanna sé ca. helmingur á móti því fé sem erlendir aðilar vilja losa héðan, þ.e. 500ma.kr. af fé í eigu erlendra aðila.
- Þá væri heildarskaflinn vart undir 1.000ma.kr.
Skv. því er áætlun AGS eiginlega - - í lægri kanntinum.
En Alþjóðamálastofnun HÍ mat heildardæmið um 100% af þjóðarframleiðslu, sem getur verið ívið of hátt mat!
Ég fæ ekki betur séð, en að -jafnt verði að ganga yfir fé í eigu innlendra aðila, og á að ganga yfir fé í eigu erlendra-
Það sé með öðrum orðum, ekki mögulegt að láta -útgönguskatt- bitna eingöngu á fé í eigu kröfuhafa -þó svo að rök sé hægt að færa fyrir því að þeir hafi eignast þær á verulegu undirverði. Þá eru kröfurnar sem slíkar ekkert niðurfærðar eða hluta afskrifaðar.
Lagaformlega séð hefur fé í eigu erlendu aðilanna - ekkert lakari stöðu heldur en fé í eigu innlendra aðila.
Þ.e. einmitt lykilatriðið um jafnræðisregluna -að sama regla gildi. Enda var hún sett einmitt til þess að koma í veg fyrir -mismunun af slíku tagi.
- Það virðist mér afar líklegt, að gerð verði tilraun til þess að losa fé kröfuhafa af landi brott, án þess að hleypa fé lífeyrissjóðanna úr landi. Þá fari lífeyrissjóðirnir í mál fyrir EFTA dómstólnum, kæri þá mismunun. Það væri mjög sennilega algerlega óvinnandi mál fyrir stjórnvöld fyrir EFTA.
- Að sama skapi, ef á að beita útgönguskatt á fé í eigu kröfuhafa -en ekki á fé í eigu lífeyrissjóðanna. Þá muni kröfuhafar kæra ísl. ríkið fyrir EFTA, þ.e. kæra þá mismunun. Aftur væri um algerlega óvinnandi dómsmál að ræða. Enda lög um bann við mismunun algerlega skýr.
Sannarlega getur EFTA dómstóllinn ekki dæmt skaðabætur á ísl. ríkið.
En þ.s. reglurnar hafa verið leiddar í ísl. lög, þá yrðu ísl. dómstólar að dæma skaðabætur á ríkið.
Og þær gætu orðið mörg hundruð milljarðar - ef t.d. kröfuhafa kærðu mismunun, og lífeyrissjóðirnir fengu að flytja fé úr landi -án afskriftar. Þá gæti komið fram niðurstaða jafngild þeirri útkomu sem SDG fár háðsorðum um, að kröfuhafar væru leystir út með skuldsetningu ríkisins.
Svo vara ég við þeirri hugmynd, að líta á það fé sem útgönguskattur tekur af, sem fundið fé fyrir ríkið
En hugmyndin um útgönguskatt - gengur út á að lágmarka lækkun gengis krónunnar, við losun hafta. Þetta sé því raunverulega leið til að afskrifa hluta af því fé. Þannig á einmitt að líta það fé, sem afskrifað fé. Ef ríkið mundi fara að nota það til nokkurs hlutar, mundi það ganga gegn því markmiði - að verja gengi krónunnar.
Ég er að segja að ríkið geti ekki notað þetta fé til nokkurs hlutar. Þetta sé ekki eins og venjuleg skattheimta! Þetta sé í reynd sambærileg aðgerð við það, þegar stjórnvöld á Kýpur settu skatt á -ótryggðar innistæður- tveggja kýpv. banka sem bjargað var af kýpv. ríkinu.
Sú aðgerð var í reynd afskrift! Þó notað væri orðalagið, skattur.
En ríkið sjálft hefur engar gjaldeyristekjur - allar ísl. krónur eru í reynd á grunni okkar gjaldeyristekna. Ef ísl. ríkið mundi nota -afskriðar krónur- mundu þær fara í umferð, og líklega framkallast þau neikvæðu áhrif á gengið - sem til stendur að forða með útgönguskattinum eða stöðugleikaskattinum.
- Það hafi því verið villandi af SDG að segja - "Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna..." en það orðalag má skilja þannig að þarna sé ríkið að græða. Þegar ríkið verður að álíta þetta fé afskrifað.
Niðurstaða
Það sem gerir vandann við losun hafta svo stóran, er að sjálfsögðu sjálft umfang upphæðanna. En sennilega erum við að tala um upphæðir kringum 1.000 ma.kr. ef fé innlendra aðila sem vill af landi brott - er tekið með.
Vegna aðildarinnar að EES, er Ísland bundið reglum ESB um svokallaðan "Innra markað" þar á meðal svokallaðri "jafnræðisreglu." Sem bannar alla mismunun milli "innlendra aðila" og aðila starfandi á EES svæðinu þ.e. aðildarríki ESB, Noreg og Lightenstein.
Það bindi Ísland af því, að fara nákvæmlega eins með það fé -í eigu erlendra aðila sem vill af landi brott- og -fé í eigu innlendra aðila sem vill af landi brott.- Annað væri brot á jafnræðisreglunni. Og ísl. ríkið mundi án nokkurs vafa tapa slíku dómsmáli. Erlendir aðilar mundu þá geta leitað til ísl. dómstóla um að fá dæmdar skaðabætur á ísl. ríkið.
- Það sé því engin undankoma frá því, að útgönguskattur eða jafnvægisskattur, gildi jafnt fyrir fé innlendra aðila sem erlendra aðila.
- Skipti þá engu máli að einhverjir þeirra erlendu aðila, hafa keypt þær eignir á lágu verði. En þær kröfur sem þar liggi að baki séu alfarið óafskrifaðar. Lágt söluverð skapi engan augljósan lagalegan rétt til þess að fara með þær eignir með öðrum hætti.
Tæknilega getur auðvitað ríkisstjórnin - sagt upp EEE samningnum með 1-árs fyrirvara. Og síðan numið úr gildi úr ísl. lögum t.d. jafnræðisregluna. Á hinn bóginn, má vera að ísl. dómstólar mundu líta svo á að -afturvirkni- í framkvæmd laga væri brot á stjórnarskránni, að fara yrði eftir þeim reglum sem voru í gildi þegar höftin voru sett.
Þannig að virkilega sé engin hjáleið til staðar!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Við skulum skoða stöðuna eins og hún kemur fram í þeim gögnum sem allir geta séð á netinu, en skv. Hagstofu Íslands þá var viðskiptahalli á Íslandi fyrstu 2-mánuði þessa árs. Og launavísitala sl. árs hækkaði að meðaltali um 6,4%. Hafið i huga að þó að kjarasamningar sérfræðistétta hafi farið fram á sl. ári - þ.s. kennarar og læknar fengu 30% eða gott betur. Þá er eftir að gera kjarasamninga við fjölmennustu hópana á vinnumarkaði. Þeir samningar eru útistandandi í ár.
- "6,6 milljarða króna halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo mánuði ársins." Rétt að árétta að fyrstu 2-mánuðirnir gefa ekki endilega rétta mynd af stöðunni. Á hinn bóginn, er það rökrétt - að ef laun hækka að meðaltali meir en nemur prósentu aukningi gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Að þá leiði sú þróun á enda til viðskiptahalla. Því fylgi þaðan í frá óhjákvæmilega - gengisfelling, þegar gengur á gjaldeyrisforða. En innflutningu vex alltaf þegar laun hækka, ef hann vex hraðar en nemur vexti gjaldeyristekna, þá verður viðskiptahalli alveg án nokkurs vafa fyrir rest.
- "Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%." Hafið í huga að stóru hóparnir á vinnumarkaði koma inn þetta ár.
- "Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 3 milljarða króna árið 2014 eða 0,2% af landsframleiðslu." Mun minni halli en árið á undan, en samt halli.
- Vaxandi innflutningur er að draga niður hagvöxtinn, það skýrir líklega af hverju hagvöxtur mælist mun minni en væntingar voru til um. Það þíðir væntanlega að ef viðskiptahalli skapast að þá -hverfur hugsanlega mældur hagvöxtur alfarið: Hagvöxturinn árið 2014 var 1,9%. "...þannig að þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 128 milljarða króna, dró utanríkisverslun hagvöxtinn niður." - > Það kemur kannski einhverjum á óvart, að vöxtur neyslu minnki hagvöxt skv. ísl. þjóðhagsreikningum. En þ.e. rökétt ef fólk man eftir því að -nær allar neysluvörur eru innfluttar.- Það þíðir að ekki er hægt á Íslandi að keyra upp hagvöxt á neyslu. Þvert á móti gæti vaxandi neysla, keyrt Ísland í nýja kreppu. En ef gríðarlegar launahækkanir á þessu ári munu valda neyslusprengingu er keyrir innflutning upp mjög mörg prósent yfir aukningu gjaldeyristekna, þá mun sú aukning neyslu umfram prósentu aukningu gjaldeyristekna - - raunverulegs skapa frádrátt (innflutningur dregst frá) þegar útreikningar á hagvexti fara fram. Þá gæti hagvöxtur á Íslandi orðið -neikvæður- jafnvel á þessu ári. Síðan snögg gengisfelling - eins og ég hef óttast í um tæpt ár.
- "Rætt við Gylfa Arnbjörnsson" - "Það er mín skoðun að aðildarfélög ASÍ eigi við þessar erfiðu aðstæður að horfa til skammtímasamnings, helst ekki lengri en til loka nóvember. Það er ljóst að það má ekki standa upp frá þessu borði öðruvísi en að okkar fólk hafi fengið leiðréttingu sinna kjara m.v. það sem gerst hefur í kjarasamningum annarra, þ.e. kennara og lækna. Það er ekkert réttlæti í því að tekjulægsta fólkið eigi eitt að axla ábyrgð á stöðugleikanum með hógværum launahækkunum á meðan aðrir fái ríflegar launahækkanir með kaupmáttartryggingu." - "Varðandi afleiðingar af þessari stöðu vitnaði Gylfi í fyrrum formann Dagsbrúnar, Guðmund J. Guðmundsson, þegar hann svaraði spurningum blaðamanna um ávinninginn af Þjóðarsáttarsamningunum. Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á því að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að einhverjir sérhópar keyri áfram og valti yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu."
- "Stefnir í átök á vinnumarkaði" - Gylfi Arnbjörnsson "Ekkert samfélag þolir það að gerðir séu samningar upp á þrjú prósent á annan vænginn og upp á 30 prósent á hinn vænginn og út úr því komið eitthvað sem heitir sátt í samfélaginu. Slíkt samfélag er ekki til."
- "Guðmundur Ragnarsson, formaður VM" - "Sú aðferðafræði að launafólk eigi eitt að bera ábyrgð á stöðuleikanum hefur ekki gengið upp. Það verða allir í samfélaginu að axla ábyrgð og taka þátt í verkefninu, fyrr mun ekki takast að koma á stöðuleika í íslensku hagkerfi."
Það sem ég les út úr afstöðu forsvarsmanna hópa sem á eftir að semja við - er að þeir sætti sig ekki við það að þeirra félagsmenn fái minna í prósentulegu tilliti heldur en "læknar" eða "kennarar" sem fengu mjög rýflegar hækkanir á sl. ári - eða eins og Gylfi Arnbjörnsson segir
- "Háskólamenn hjá sveitarfélögunum riðu á vaðið með ríflega 9% launahækkun í árssamningi og síðan kennarar á öllum skólastigum með um 30% launahækkun í 2,5 ára samningi. Lokapunkturinn var síðan kjarasamningur lækna sem tryggði 30% launahækkun fyrir hóp sem er með um 1,2 milljónir króna að meðaltali í mánaðartekjur."
Verkalýðsforingjarngjarnir virðast sammála því að það eigi að vera stöðugleiki.
En á sama tíma, leggja þeir áherslu á að - jafnvægi verði að viðhalda milli hópa.
Ekki megi sumir hópar fara fram úr - > Á þessu ári verði að svara framúrkeyrslu sérfræðistéttanna með því að -jafna kjör lægri tekjuhópanna hlutfallslega til jafns."
Úr orðum Gylfa má lesa það út mjög skýrt - að hann "Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu" gerir sér fulla grein fyrir því, að það verður hrun og verðbólga.
Ég get einnig ekki heldur lesið annað úr orðum verkalýðsforingjanna - en að þeir muni í framtíðinni ekki sætta sig við -lágar hækkanir- nema að sérfræðihóparnir spili með í því.
- Ég veit, að sérfræðihóparnir voru með mjög harðar yfirlýsingar um brottflutning úr landi.
- En ég sé ekki að það sé mögulegt að lyfta þeim umfram lágtekjuhópana, þegar svo gersamlega skýrt er að lágtekjuhóparnir eru ekki til í að sætta sig við það að, sérfræðihóparnir hækki að hlutfalli umfram þá.
- Þá leiðir þessi -leiðréttingartilraun- launa lækna og kennara, til þess einmitt sem ég hef óttast síðan ég frétti af samningum kennara - - þess: að það verði gengisfelling.
Mér virðist allt vera að koma fram sem ég óttaðist.
Eins og það sé kominn af stað skriða - sem ekkert fær stöðvað.
Gylfi bersýnilega skilur þetta allt mæta vel, einnig -verðbólguafleiðingarnar- sem skella á sbr. orð hans að vilja -skammtímasamninga fram í nóvember.-
Hann veit -eins og ég- að sennilega í millitíðinni, verður gengið búið að falla, og þar með kemur í ljós að -kennarar- og -læknar- fengu raunverulega ekki 30% launaleiðréttingu.
Niðurstaða
Eins og ég fæ best séð, er það vísvitandi stefna fjölmennustu hópanna á vinnumarkaði - að knýja fram -stóra gengisfellingu- fyrir haustið, svo að svokölluð -leiðrétting launa- kennara og lækna. Sé þar með eyðilögð.
Þetta er það ástand sem verið hefur lengi, að hver hópur ber sig saman við þann næsta. Og hóparnir geta ekki unnt því, að jafnvægi milli þeirra raskist.
Við erum þarna að tala um, þá sneið af þjóðarkökunni sem kemur til hvers og eins. En ef það hefði raunverulega virkað, að sérfræðihóparnir mundu komast upp með að hækka um 30% meðan lágtekjuhóparnir hækka um 3-4%.
Þá auðvitað hefði sneið sérfræðihópanna af þjóðarkökunni stækkað á kostnað sneiðar lágtekjuhópanna.
Svar lágtekjuhópanna, því þeir vita mæta vel að þjóðfélagið hefur ekki efni á 30% hækkun yfir línuna - - er að knýja fram klassíska gengisfellingu. Og þar með, lækka niður að nýju sérfræðihópana. Svo að jafnvægi milli hópa haldist.
- Hvernig á þá að koma í veg fyrir að sérfræðingarnir flytja af landi brott?
- Ég hef enga lausn á því vandamáli.
- Bersýnilega eru lágtekjuhóparnir ekki tilbúnir til þess, að forða þeim brottflutningi með launahækkunum þeirra hópa hlutfallslega umfram kjör þeirra sjálfra.
- Rökrétt útkoma er þá væntanlega sú, að hér í framtíðinni - verði mikill skortur á sérfræðingum.
- Það gangi erfiðlega að manna stöður kennara og lækna, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2015 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2015 | 03:10
Bréfaskriftir utanríkisráðherra ætla að hafa töluverðar afleiðingar, sbr. gríðarlega fylgisaukningu Pírata, hugmyndir um kosningabandalag
Ég held ég hafi aldrei séð þetta svakalega mikla fylgisaukningu hjá nokkrum stjórnmálaflokki á skömmum tíma - já ég man eftir því á sl. kjörtímabili þegar "Dögun" fékk um skamma hríð nærri 20% fylgi skv. fylgismælingu í skoðanakönnun, svo sprakk sú bóla á skömmum tíma - og flokkurinn kom engum manni að þegar kosið var til þings.
En meira að segja í ljósi flokks Lilju Mós. - þá er fylgissprenging Pírata sérstök!
"Í könnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,4 prósent, Framsóknarflokkurinn með 11,6 prósent, Björt Framtíð og Vinstri græn með níu prósent og Samfylkingin með 16,1 prósent. Píratar eru hinsvegar samkvæmt könnuninni með 29 prósent og hversu lengi sem það varir, má þó slá því föstu að þeir hafi algera yfirburðastöðu í umræðunni."
Svo má nefna að auki áhugaverða könnun er sýnir mjög mikinn stuðning við það að hefja viðræður aftur við ESB! Samtímis að mikill meirihluti er samtímis andvígur aðildinnia sjálfri!
- "sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti."
- "Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu."
Það sem stendur upp úr -virðist mér - að bréfaskriftir Gunnars Braga hafa mælst afskaplega illa fyrir
Eins og ég benti á sl. sunnudag: Viðræðuferli Íslands við ESB er sennilega ekki slitið.
Þá virðast þessar bréfaskriftir - afskaplega vanhugsaðar!
- En Gunnar Bragi virðist hafa ætlast til þess, að ESB gerði honum þann pólitíska greiða - að loka með formlegum hætti viðræðuferli Íslands.
- Á sama tíma, og skoðanakannanir sýna þennan öfluga stuðning við -aðildarviðræður- og að auki skoðanakannanir sýna a.m.k. sl. 6 mánuði ríkisstjórnarflokkana með innan við 40% fylgi samanlagt. Meðan að flokkar er vilja - hefja viðræður, virðast hafa yfir helmings fylgi.
- Maður veltir því fyrir sér, hvernig Gunnari Braga - gat dottið í hug, að þegar ESB sennilega hafi væntingar um að viðræður verði hafnar á nk. kjörtímabili að nýju - - > Að þá sé sennilegt að ESB bregðist jákvætt við tilmælum Gunnars Braga um að binda sjálft endi á viðræðuferlið og þar með skemma þann möguleika sem annars hugsanlega við blasir að þingmeirihluti hlynntur viðræðum, ákveði að taka þráðinn upp að nýju.
- Gunnar Bragi hefði átt að vera það fyrirfram ljóst - - hver viðbrögð ESB mundu líklega verða við hans bréfaskriftum.
Mér finnst afar sérstakt að hann hafi ekki áttað sig á því atriði!
Útkoman virðist vera - bjarnargreiði við ríkisstjórnina.
En Gunnari Braga getur hafa tekist að sameina stjórnarandstöðuna!
Ég hef alveg frá upphafi þessa kjörtímabils - verið eindregið þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin ætti ekki að hreyfa neitt við aðildarmálinu - - láta viðræðuferlið haldast í frosti því sem það var statt í við upphaf þess.
Þannig að sá valkostur stæði opinn að hefja aftur viðræður síðar, ef þjóðin velur þá flokka sér til fylgilags er vilja halda viðræðum áfram.
Einfaldlega vegna þess, að ég var -algerlega viss um það fyrirfram- að sérhver tilraun stjórnarflokkanna, til að binda formlega endi á viðræðuferlið.
Mundi mælast afar illa fyrir - ekki einungis að slík tilraun mundi eytra pólitíkina á Alþingi, heldur að slík tilraun gæti ýft upp allt þjóðfélagið í ljósi þess hve merkilega mikill stuðningur landsmanna hefur verið við -viðræðuferlið sjálft!
- Mér virðist þetta einmitt koma á daginn, í ljósi - mótmælanna á Austurvelli um daginn.
- Gríðarlegt mælt fylgi nú við það að hefja viðræður að nýju.
- Síðan þessa miklu fylgissveiflu Pírata.
En Píratar eru sennilega að græða á málinu - vegna þeirrar afstöðu að -styðja þjóðaratkvæðagreiðslur.
En þeir hafa alltaf sagt, að hvað sem er í gangi, eigi þjóðin að ráða.
Í ljósi mikils vantrausts á öðrum flokkum, á Alþingi, virðist sem að stuðningur við þá hugmyndafræði hafi allt í einu - - gosið upp í kjölfarið á bréfaskriftum Gunnars Braga.
Vill að stjórnarandstaðan geri með sér kosningabandalag
- Þ.e. merkileg breyting ef -Birgitta- vill allt í einu inn í ríkisstjórn á nk. kjörtímabili, en áður hefur hún talað gegn því að Píratar starfi í ríkisstjórn.
- En ef af verður, hefði kosningabandalag Pírata - Samfylkingar - Bjartrar Framtíðar, möguleika á að ná fram meirihluta!
- Ef óvinsældir ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna viðhaldast.
Það væri áhugavert afrek af Gunnari Braga - að takast að sameina vinstri flokkana, fyrir utan VG - um 2-sameiginleg málefni, þ.e. nýja stjórnarskrá og aðildarmálið.
Niðurstaða
Enn eru 2 ár til kosninga, þannig að ekki er víst hvort að bréfaskriftir Gunnars Braga leiða fram það kosningabandalag vinstri flokka gegn ríkisstjórnarflokkunum, sem Birgitta talaði um í kvöldfréttum á laugardag.
Eitt virðist þó öruggt, að þær bréfaskriftir skýra gríðarlega og snögga fylgisaukningu Pírata upp í tæp 30%. Þó ólíklegt virðist að Píratar haldi því fylgi - miðað við reynsluna.
Skal maður ekki fullyrða slíkt fyrirfram - - en ef atlaga Birgittu að leiðtogahlutverki í stjórnarandstöðu við núverandi ríkisstjórn, leiðir til þess að hún verður í því leiðtogasæti.
En Árni Páll er nú veiktur mjög af leiðtogakjöri helgarinnar, og á því erfitt með að stíga inn í slíkt leiðtogahlutverk. Samtímis því að fylgisleg staða Bjartrar Framtíðar vart býður upp á slíkt heldur.
Þá gæti það alveg gerst, að Pírötum takist að taka að sér það leiðtogahlutverk - - í því tilviki má vel vera að þeir haldi þessu -óánægjufylgi- sem þeir hafa nú fengið að stórum hluta.
En sögulega séð, safnast óánægjufylgið til þess flokks, sem er í stjórnarandstöðu - sem tekst að taka að sér slíkt leiðtogahlutverk.
Svo kannski alveg óvænt!
Hefur Gunnari Braga tekist að leiða fram nýtt öflugt stjórnmála-afl á Íslandi :)
Sjálfsagt er það ekki það hlutverk sem hann ætlaði sér, að verða sameiningar-afl vinstrimanna!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 527
- Frá upphafi: 864895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar