Bréfaskriftir utanríkisráðherra ætla að hafa töluverðar afleiðingar, sbr. gríðarlega fylgisaukningu Pírata, hugmyndir um kosningabandalag

Ég held ég hafi aldrei séð þetta svakalega mikla fylgisaukningu hjá nokkrum stjórnmálaflokki á skömmum tíma - já ég man eftir því á sl. kjörtímabili þegar "Dögun" fékk um skamma hríð nærri 20% fylgi skv. fylgismælingu í skoðanakönnun, svo sprakk sú bóla á skömmum tíma - og flokkurinn kom engum manni að þegar kosið var til þings.

En meira að segja í ljósi flokks Lilju Mós. - þá er fylgissprenging Pírata sérstök!

"Í könnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,4 prósent, Framsóknarflokkurinn með 11,6 prósent, Björt Framtíð og Vinstri græn með níu prósent og Samfylkingin með 16,1 prósent. Píratar eru hinsvegar samkvæmt könnuninni með 29 prósent og hversu lengi sem það varir, má þó slá því föstu að þeir hafi algera yfirburðastöðu í umræðunni."

Svo má nefna að auki áhugaverða könnun er sýnir mjög mikinn stuðning við það að hefja viðræður aftur við ESB! Samtímis að mikill meirihluti er samtímis andvígur aðildinnia sjálfri!

  1. "sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti."
  2. "Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu."

 

Það sem stendur upp úr -virðist mér - að bréfaskriftir Gunnars Braga hafa mælst afskaplega illa fyrir

Eins og ég benti á sl. sunnudag: Viðræðuferli Íslands við ESB er sennilega ekki slitið.

Þá virðast þessar bréfaskriftir - afskaplega vanhugsaðar!

  1. En Gunnar Bragi virðist hafa ætlast til þess, að ESB gerði honum þann pólitíska greiða - að loka með formlegum hætti viðræðuferli Íslands.
  2. Á sama tíma, og skoðanakannanir sýna þennan öfluga stuðning við -aðildarviðræður- og að auki skoðanakannanir sýna a.m.k. sl. 6 mánuði ríkisstjórnarflokkana með innan við 40% fylgi samanlagt. Meðan að flokkar er vilja - hefja viðræður, virðast hafa yfir helmings fylgi.
  3. Maður veltir því fyrir sér, hvernig Gunnari Braga - gat dottið í hug, að þegar ESB sennilega hafi væntingar um að viðræður verði hafnar á nk. kjörtímabili að nýju - - > Að þá sé sennilegt að ESB bregðist jákvætt við tilmælum Gunnars Braga um að binda sjálft endi á viðræðuferlið og þar með skemma þann möguleika sem annars hugsanlega við blasir að þingmeirihluti hlynntur viðræðum, ákveði að taka þráðinn upp að nýju.
  • Gunnar Bragi hefði átt að vera það fyrirfram ljóst - - hver viðbrögð ESB mundu líklega verða við hans bréfaskriftum.

Mér finnst afar sérstakt að hann hafi ekki áttað sig á því atriði!

Útkoman virðist vera - bjarnargreiði við ríkisstjórnina.

 

En Gunnari Braga getur hafa tekist að sameina stjórnarandstöðuna!

Ég hef alveg frá upphafi þessa kjörtímabils - verið eindregið þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin ætti ekki að hreyfa neitt við aðildarmálinu - - láta viðræðuferlið haldast í frosti því sem það var statt í við upphaf þess.

Þannig að sá valkostur stæði opinn að hefja aftur viðræður síðar, ef þjóðin velur þá flokka sér til fylgilags er vilja halda viðræðum áfram.

Einfaldlega vegna þess, að ég var -algerlega viss um það fyrirfram- að sérhver tilraun stjórnarflokkanna, til að binda formlega endi á viðræðuferlið.

Mundi mælast afar illa fyrir - ekki einungis að slík tilraun mundi eytra pólitíkina á Alþingi, heldur að slík tilraun gæti ýft upp allt þjóðfélagið í ljósi þess hve merkilega mikill stuðningur landsmanna hefur verið við -viðræðuferlið sjálft!

  • Mér virðist þetta einmitt koma á daginn, í ljósi - mótmælanna á Austurvelli um daginn.
  • Gríðarlegt mælt fylgi nú við það að hefja viðræður að nýju.
  • Síðan þessa miklu fylgissveiflu Pírata.

En Píratar eru sennilega að græða á málinu - vegna þeirrar afstöðu að -styðja þjóðaratkvæðagreiðslur.

En þeir hafa alltaf sagt, að hvað sem er í gangi, eigi þjóðin að ráða.

Í ljósi mikils vantrausts á öðrum flokkum, á Alþingi, virðist sem að stuðningur við þá hugmyndafræði hafi allt í einu - - gosið upp í kjölfarið á bréfaskriftum Gunnars Braga.

Vill að stjórnarandstaðan geri með sér kosningabandalag

  • Þ.e. merkileg breyting ef -Birgitta- vill allt í einu inn í ríkisstjórn á nk. kjörtímabili, en áður hefur hún talað gegn því að Píratar starfi í ríkisstjórn.
  • En ef af verður, hefði kosningabandalag Pírata - Samfylkingar - Bjartrar Framtíðar, möguleika á að ná fram meirihluta!
  • Ef óvinsældir ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna viðhaldast.

Það væri áhugavert afrek af Gunnari Braga - að takast að sameina vinstri flokkana, fyrir utan VG - um 2-sameiginleg málefni, þ.e. nýja stjórnarskrá og aðildarmálið.

 

Niðurstaða

Enn eru 2 ár til kosninga, þannig að ekki er víst hvort að bréfaskriftir Gunnars Braga leiða fram það kosningabandalag vinstri flokka gegn ríkisstjórnarflokkunum, sem Birgitta talaði um í kvöldfréttum á laugardag.

Eitt virðist þó öruggt, að þær bréfaskriftir skýra gríðarlega og snögga fylgisaukningu Pírata upp í tæp 30%. Þó ólíklegt virðist að Píratar haldi því fylgi - miðað við reynsluna.

Skal maður ekki fullyrða slíkt fyrirfram - - en ef atlaga Birgittu að leiðtogahlutverki í stjórnarandstöðu við núverandi ríkisstjórn, leiðir til þess að hún verður í því leiðtogasæti.

En Árni Páll er nú veiktur mjög af leiðtogakjöri helgarinnar, og á því erfitt með að stíga inn í slíkt leiðtogahlutverk. Samtímis því að fylgisleg staða Bjartrar Framtíðar vart býður upp á slíkt heldur.

Þá gæti það alveg gerst, að Pírötum takist að taka að sér það leiðtogahlutverk - - í því tilviki má vel vera að þeir haldi þessu -óánægjufylgi- sem þeir hafa nú fengið að stórum hluta.

En sögulega séð, safnast óánægjufylgið til þess flokks, sem er í stjórnarandstöðu - sem tekst að taka að sér slíkt leiðtogahlutverk.

Svo kannski alveg óvænt!

Hefur Gunnari Braga tekist að leiða fram nýtt öflugt stjórnmála-afl á Íslandi :)

Sjálfsagt er það ekki það hlutverk sem hann ætlaði sér, að verða sameiningar-afl vinstrimanna!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að benda á að fyrstu skoðanakannanir sem sýna þessa fylgisaukningu voru gerðar áður en bréfið var sent.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 08:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir 2-földuðu fylgi sitt dagana eftir að bréfið kom fram. Þeir höfðu bætt við sig fylgi mánuðina á undan en það var ekki sveifla neitt í líkingu við þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2015 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband