Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Viðræðuferli Íslands við ESB er sennilega ekki slitið

Ég vildi ekki vera of snöggur að tjá mig um mesta hitamál sl. viku, bréf utanríkisráðherra til ESB: 12.3.2015 - Ísland verði ekki lengur í hópi umsóknarríkja.

En mín reynsla er sú, að þ.e. mjög auðvelt að gera sig að fífli með því að tjá sig of fljótt.

Nú hef ég haft tíma til að lesa og heyra viðbrögð annarra, og þar með láta þau viðbrögð hafa áhrif á mína túlkun!

Minn skilningur -eftir vandlega íhugun- er sá að bréf utanríkisráðherra, sé í reynd -beiðni til Evópusambandsins, um að taka Ísland formlega af lista yfir ríki, sem ESB skilgreinir sem umsóknarríki.-

Bréfið sem slíkt, sé ekki -formleg slit á viðræðum- það tjái eindregna afstöðu ríkisstjórnarinnar, að Ísland skuli ekki eiga sína framtíð sem aðildarland ESB, og að hún hafi ekki í hyggju að hefja aðildarviðræður að nýju - - > Allt sem þegar lá fyrir.

Það nýja, sé sú beiðni/ósk til ESB sem felst í bréfinu, um - - > formleg viðræðuslit.

  • Það er hægt að túlka þ.s. visst veikleikamerki, að ríkisstjórnin láti það vera að láta Alþingi sjálft - formlega slíta viðræðuferli Íslands.
  • Óski þess í stað eftir því, að ESB sjálft það geri!
  • Það gefur ef til vill þá vísbendingu, að ríkisstjórnin óttist að hafa ekki þingmeirihluta fyrir ályktun um formleg viðræðuslit. Þannig að óvissa sé um vilja Alþingis - þar af leiðandi.
  • Það sé ef til vill, veikleikamerki hjá ríkisstjórninni, að hafa ekki farið í það ferli að nýju, að knýja í gegn nýja þingsályktun.

Þá auðvitað velti ég fyrir mér líkum þess, að stækkunarstjóri ESB, láti það eftir ríkisstjórn Íslands - formlegri ósk utanríkisráðherra - að taka Ísland af þeim lista. En þ.e. hans embætti sem -lagatæknilega- mundi óska eftir þeirri breytingu til Ráðherraráðs og svokallaðs Evrópuþings, að samþykkja að Ísland sé ekki lengur umsóknarland!

  1. Mig grunar sterklega, að viðbrögð stækkunarstjóra og embættis hans, verði á þann veg að bíða fram yfir kosningar á Íslandi 2017.
  2. Stækkunarstjórinn mun væntanlega veita því athygli, að ekki liggur fyrir ný þingsályktun. Að ríkisstjórnin valdi þessa aðferð í stað þess að láta aftur reyna á það hver vilji Alþingis er. Þessi óvissa um vilja Alþingis - gæti því orðið vatn á myllu þeirrar afstöðu, að láta vera að slíta viðræðuferlinu.
  3. Síðan hafa skoðanakannanir sýnt undanfarið heildarfylgi stjórnarflokkanna, vel neðan við þau mörk, sem leiða til -þingmeirihluta.- Líkur virðast um að, ef marka má kannanir undanfarna mánuði, að nýr meirihluti verði sennilega a.m.k. hlynntur viðræðum.
  4. Að auki mælist fylgi ríkisstjórnarinnar í öllum könnunum undanfarið, neðan við 40%.
  • Í ljósi þessara atriða. Finnst mér líklegra en ekki, að stækkunarstjóri ESB muni ekki leggja það til, að viðræðuferli við Ísland skulu formlega slitið, og Ísland þar með tekið af lista yfir lönd sem séu í viðræðuferli.
  • Það sé alls óvíst, að stækkunarstjóri eða embætti hans, svari formlega bréfi utanríkisráðherra -þó það mætti túlka þ.s. dónaskap- gæti verið að þeim aðilum virðist það vera sú leið sem skilar minnstri áhættu, að sýna engin viðbrögð, að svara engu.

 

Vonandi skannast skjalið vel inn!

Það kom best út að skanna skjölin inn sem myndir.

-------------------

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bref_utanrikis_0001.jpg

Eins og ég sagði, þá virðist þetta bréf vera - beiðni eða ósk um tiltekna lagatæknilega breytingu af hálfu ESB á stöðu landsins, eða með öðrum orðum, um viðræðuslit af hálfu ESB.

Skv. því, þá er það ekki rétt sem utanríkisráðherra fullyrðir, að þetta bréf leiði sjálfkrafa til viðræðuslita, þannig að Ísland geti ekki hafið aðildarviðræður að nýju, nema að hefja ferlið frá byrjunarreit.

  • Það sé háð viðbrögðum ESB hvort að bréfið leiði til viðræðuslita eða ekki!
  • Mig grunar að þau viðbrögð -eins og útskýrt að ofan- verði á þá leið, að bíða og sjá fram yfir nk. Alþingiskosningar 2017, í von um að næsti þingmeirihluti verði vinsamlegur aðildarviðræðum.
  • Í ljósi skoðanakannana, eins og ég bendi á, getur svo farið!
  • Þetta er líka í takt við hvernig ESB nálgast svokallaða "kreppu" þ.e. mikilvægum ákvörðunum er gjarnan frestað, vandamálum ýtt áfram! Í von um að þau leysist sjálfkrafa síðar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bref_utanrikis_0002.jpg

Takið eftir þessari málsgrein:

"Í ljósi framangreinds er það bjargföst afstaða ríkisstjórnarinnar að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB og lítur hún svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu."

Ég get ekki betur séð, en það sé algerlega skýrt af þessari málsgrein, að bréfið er -beiðni- þannig að það sem slíkt - - > Breyti ekki endilega stöðu Íslands gagnvart ESB.

Fyrst að ríkisstjórn Íslands -virðist ekki tibúin í að gera aðra tilraun til þess að koma í gegnum Alþingi "tillögu til þingsályktunar um viðræðuslit" sem mundi leiða til þess án nokkurs vafa að stofnanir ESB mundu líta svo á að viðræðum hafi verið slitið af Íslands hálfu!

Í ljósi aðferðar ríkisstjórnarinnar, sem sé augljóst að túlka sem veikleikamerki, að óska eftir því við ESB að sambandið slíti viðræðferli Íslands með formlegum hætti.

Sé það alfarið í valdi stofnana ESB, hvort farið sé eftir þeirri beiðni eða ekki.

Það sé því alls ekki -vonlaus- tilraun stjórnarandstöðunnar, að senda af sinni eigin hálfu bréf til að skýra sína afstöðu, og koma með eigin túlkun stöðu Íslands.

Sérstaklega í ljósi skoðanakannana undanfarið, sem benda til þess að líkur séu á að næsti þingmeirihluti Alþingis, verði hlynntur áframhaldandi aðildarviðræðum.

Þá -eins og ég sagði að ofan- grunar mig sterklega að stofnanir ESB muni láta vera af því að afnema stöðu Íslands sem umsóknarríki! Eða með öðrum orðum, láta vera að formlega slíta viðræðuferlinu, í von um að Alþingiskosningar 2017 leiði til þeirrar niðurstöðu að viðræðum verði framhaldið.

 

Niðurstaða

Hún er sú, að líklega leiði bréf utanríkisráðherra ekki til formlegra viðræðuslita. Stofnanir ESB muni humma af sé beiðni utanríkisráðherra, að þær slíti formlega viðræðuferlinu. Í von um að Alþingiskosningar 2017 leiði fram nýjan þingmeirihluta, sem sé áhugasamur um að halda viðræðum áfram. Það verði ekki farið að beiðni ríkisstjórnar Íslands!

Þannig að útkoman verði óbreytt!

  • Tek fram að ályktanir mínar eru alltaf mínar eigin, algerlega því á mína ábyrgð!

 

Kv.

 


Samningur Vesturvelda og Írans, sem virðist rétt handan við hornið, er líklegur til að draga úr spennu í Mið-Austurlöndum

Við verðum að muna forsögu deilna Írans og Vesturvelda. En þær hefjast í kjölfar írönsku byltingarinnar 1979, sem mögnuðust síðan frekar í tengslum við fræga gíslatöku er starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna voru teknir í gíslingu og það ástand varaði í um ár - - síðan studdu Vesturveldi Saddam Hussain í stríði hans gegn Íran. Það stríð hófst einungis nokkrum mánuðum eftir að byltingin fór fram, og var því hafið meðan að gísladeilan var enn í gangi.

  • Þessi mál hafa skilið eftir sig mikla biturð og tortryggni.
  • En gísladeilan leiddi til viðskiptabannsins sem síðan hefur verið viðhaldið.
  • Biturð Írana út af stuðningi Vesturvelda við "árásarstríð" Saddam Hussain - er skiljanleg. Enda er lauslega áætlað að allt að milljón manns samanlagt af beggja hálfu, hafi látið lífið. Mannfall Írana talið meira.

Í þessu samhengi tengjast einnig deilur Írana og Arabaríkjanna við Persaflóa, en þau einnig studdu árásarstríð - Saddam Hussain. Ætli það sé ekki óhætt að segja, að Íranar hafi ekki fyrirgefið flóa-aröbum allt fram á þennan dag.

En alla tíð síðan, hefur verið í bakgrunni leiksviðs Mið-Austurlanda, leynistríð Írans og Saudi Arabíu. En síðan stríðið í Sýrlandi hófst, virðist það leynistríð hafa farið stigmagnandi.

  1. En Sýrlandi er stjórnað af harðstjórn þjóðernisminnihluta alavíta sem eru af meiði Shia Íslam, sértrú þar innan.
  2. Í gegnum Sýrland og nú vinveitt stjv. Íran í Írak, hefur Íran aðgang að Hesbollah samtökum lýbanksra shíta, sem eru sterkari heldur en her Lýbanon.
  3. Á sl. ári, náði hópur sem talinn er vinveittur Íran, þjóðernishópur shíta í landinu Yemen á Suður landamærum Saudi Arabíu, yfirráðum yfir höfuðborg landsins.
  • Það hafa verið grunsemdir uppi, að Saudi Arabar hafi stutt a.m.k. framanaf - ISIS hreyfinguna. En vitað er að hún fær mikið fé frá Saudi-Arabíu. Eða hefur - þó það sé sagt frá koma frá margvíslegum sjálfstæðum aðilum. Þá geta slíkir vel verið "framhlið" fyrir leynilega fjármögnun á vegum stjv. Saudi Arabíu.
  • En vöxtur þeirrar hreyfingar, með því að ógna stjv. í Bagdad og stjv. í Damascus - virðist þar með, ógna -valdstöðu Írans í þeim sönu löndum.

Ég get sjálfsögðu ekki fullyrt þetta - en mér hefur fundist þetta a.m.k. "áhugaverð tilviljun." En framrás "ISIS" í Írak - hefur klárlega veikt möguleika Írans til að styðja við stjórnina í Damascus. Gert það að verkum t.d. að íraskir shítar sem voru farnir að streyma til Sýrlands til að taka þátt í Sýrlandsstríðinu - - þurfa í staðinn að verjast heima fyrir.

  • Þetta hefur hljómað á mig sem - tit for tat.

En punkturinn er sá - - að sú stigmögnun átaka er hefur virst í gangi.

Er augljóslega orðin - - verulega háskaleg.

Ein leiðin til að beinda endi á átök - - er klárlega samningaleiðin.

http://www.nickpapagopolos.com/wp-content/uploads/2012/07/Middle-East-map-CIA.jpg

Ég lít svo á að megin tilgangur samninga við Íran, sé að hindra að átök í Mið-Austurlöndum, milli fylkinga Súnní Íslam og Shia Íslam, þróist yfir í allsherjar Mið-Austurlandastríð

  1. Eins og ég skil niðurstöðu samninga milli Írans og Vesturvelda - er virðist við blasa.
  2. Þá hafa Vesturveldi bersýnilega gefið eftir - kröfuna að hindra það að Íran geti mögulega orðið kjarnorkuveldi.

Það er rökrétt niðurstaða, ef þ.e. ekki lengur aðal markmiðið að hindra að Íran geti þróað og smíðað kjarnavopn.

Heldur sé meginmarkmiðið orðið að, stöðva frekari stigmögnun átaka Shia Íslam og Sunny Íslam.

Ég er í reynd - ekki ósáttur við þá útkomu.

  1. Íranar virðast fá að halda milli 6-7.000 svokölluðum skilvindum, sem notaðar eru við auðgun á úrani.
  2. Sem gerir það tæknilega mögulegt að smíða kjarnasprengju á einu ári.
  3. Samningur gildi annað hvort í 10 ár eða 15.
  • Á móti fá Íranar, verulegar tilslakanir á viðskiptabanninu.

Það sem ég tel mikilvægast í þessu, er að fá - samvinnu Írana við það verk.

Að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. Binda endi á stríðin í Sýrlandi og Írak.

Það hlýtur eiginlega að vera hluti af pakkanum, samvinna við Íran - og í gegnum Vesturveldi, við Flóa-araba, við það verkefni - - að draga úr spennu.

  1. Rökrétt, ætti þessi samvinna - ásamt verulegri losun refsiaðgerða.
  2. Að bæta samskipti Írans og Vesturvelda.

Vonast er til þess, að við þetta - batni efnahagur Írans.

Og það leiði til þess, að núverandi þjóðkjörin stjv. Írans - styrkist af vinsældum. En þau eru talin, tiltölulega hófsöm.

http://miangin.persiangig.com/nostradamus/cheats/Iran-topographic-Map.gif

Vandamálið við Benjamin Netanyahu er líklega að hann áttar sig ekki á því, að hagsmunir Ísraels -eins og hann skilgreinir þá- eru ekki lengur í fyrsta sæti af mikilvægi

Eina hliðin sem hann skoðar, virðist vera möguleikinn að Íran verði kjarnaveldi. Hann og hægri menn á Bandar.þingi heimta - harðari refsiaðgerðir gegn Íran. Til að knýja fram frekari tilslakanir.

  1. En þ.s. þeir leiða hjá sér - er að samningsstaða Írans er alls ekki veik.
  2. Íran er eitt auðugasta olíuríki í heimi, sama hversu menn velta því lengi fyrir sér, þá skiptir það atriði miklu máli - - og verðmæti þeirra auðlynda fer ekki minnkandi.
  3. Menn geta verið vissir um, að Íran mun geta selt sína olíu áfram. Sama hve mikið refsiaðgerðir eru hertar.
  4. En augljósi valkostur Írans - - væri að halla sér að Kína. Ef valkosturinn, að vingast við Vesturlönd - - ekki til staðar. En Kína getur keypt olíu af Íran, utan við gjaldmiðla Vesturlanda.
  5. Síðan er rétt að benda á, að átök Vesturvelda við Rússland. Hafa líklega styrkt samningsstöðu Írans. Því að Íran blasir við sem valkostur við Rússland - - en umræða er í Evrópu að sækja gas til Kaspíahafs. Íran hefur strandlengju einnig við Kaspíahaf, og þ.e. því unnt að leggja leiðslu frá strönd Írans við Kaspíahaf - sækja gas til Túrkmenistan eins og Evrópumenn eru nú að tala um. Sigla síðan með það frá strönd Írans við Persaflóa. En að auki á Íran einnig að líkindum umtalsvert magn af gasi. Punkturinn - - tæknilega væri unnt að leysa gasvandamál Evrópu með því að kaupa gas í gegnum og af Íran - í staðinn.
  • Svo má ekki gleyma því, að Íranar lærðu af mistökum nágrannalanda sinna - og mikilvægir þættir kjarnorkuprógramms. Voru grafnir undir fjöll. Þar sem engin leið er að eyðileggja með loftárásum.
  • Skilvindur Írana eru t.d. í slíku neðanjarðarbyrgi - sem er gersamlega óhult fyrir lofthernaði.

Eina leiðin að eyðileggja kjarnorkuprógramm Írans - - væri innrás. Sem þíddi einmitt það allsherjar Mið-Austurlandastríð, sem Vesturlönd vilja forða.

Ég sé enga möguleika á að unnt sé að herða refsiaaðgerðir frekar, og þannig knýja fram frekari tilslakanir. Líklega mundu Íranir - frekar gefast upp á þessari samningatilraun.

Og velja - - Plan B.

 

Eini möguleikinn í stöðunni, fyrir Vesturlönd, að hafa áhrif á kjarnorkuprógrammið, liggi því einmitt í þeirri tilraun, að gera tilraun með friðsöm samskipti

Menn geta verið gersamlega vissir um, að Vesturlönd hafa ekki áhuga á því risastóra Mið-Austurlanda stríði, sem mundi leiðast fram - - ef gerð væri innrás í Íran.

  1. Það sem upp úr því hefðist, væri að Íran raunverulega yrði þá óvinur Vesturlanda.
  2. Og slíkt stríð, mundi líklega ekki koma í veg fyrir að Íran yrði kjarnorkuveldi. Heldur miklu mun frekar, afnema allan ágreining meðal Írana um sprengjuna. Þ.e. skapa þjóðarsamstöðu um að færa þær fórnir sem til þyrfti.
  3. Það má gera ráð fyrir, að í slíkri sviðsmynd - mundi Íran halla sér að Kína og Rússlandi, sem mundu selja Íran vopn og Kína er mundi kaupa olíu.

Í sviðsmyndinni - - friðsöm samskipti. Eða tilraun til slíkra.

Er a.m.k. möguleiki, að sú tilraun heppnist.

Og að Íran því verði ekki að óvinveittu kjarnorkuveldi.

En friðsöm samskipti gætu sannfært Írani um það, að þeir þurfi ekki á kjarnavopnum að halda, til að vera öruggir. En þ.e. öryggi gegn árásum eða innrásum, sem þjóðir gjarnan sækjast eftir - þegar þau vilja verða kjarnorkuveldi.

Hafandi í huga að Íran varð fyrir innrás, og hefur staðið undir ítrekuðum hótunum um árásir, þá er ekki endilega stórfurðulegt að Íranir hafi haft áhuga á sprengjunni.

 

Niðurstaða

Ég er bjartsýnn á að samningar Írana og Vesturvelda fari alla leið á leiðarenda. Mín ályktun byggist á því að það virðist stórfelldur hagur beggja aðila - þ.e. Vesturvelda og Írans. Að samningar komist alla leið á þann leiðarenda.

Það að Íran hefur sjálft ákveðið að semja - þíðir að líkindum að samningar við Vesturveldi séu "Plan A." Eða með öðrum orðum, sá valkostur sem Íran vill fremur.

En á sama tíma, sé samningsstaða Írans - - alls, alls ekki veik.

Útkoman virðist sýna að svo er - - fyrst að Vesturveldi virðast hafa gefið umtalsvert mikið eftir gagnvart Íran, þ.s. Íran virðist fá að halda getu til þess að tæknilega smíða kjarnavopn eitt stykki per ár.

Þeir sem segja þetta "óásættanlegt" virðast ekki átta sig á því, að Íran hefur líklega "valkost B" og það þíði - - að kröfur forsætisráðherra Ísraels, mundu ekki stuðla að því að minnka líkur þess að Íran verði að kjarnorkuveldi, heldur þvert á móti.

Eina leiðin sé að sannfæra Írani um að þeir þurfi ekki á sprengjunni að halda til að vera öruggir.

Það getur ekki gerst nema í gegnum leið friðsamlegra samskipta.

Allt annað, leiði til þess að Íran verði alveg örugglega kjarnorkuveldi, og því harkalegar sem farið yrði með Íran -- því óvinveittara slíkt yrði Íran.

 

Kv.


Ég held að Steingrímur J. - hafi selt Arionbanka og Íslandsbanka, á röngum tíma

Það er gjarnan vanmetið - - að tímasetningar skipta máli. En þegar Steingrímur J. seldi Arionbanka og Íslandsbanka til skilanefnda Kb Banka og Glitnis - sumarið 2009. Þá var Ísland statt í dýpsta kafla kreppunnar sem skall á landinu, í kjölfar hrunsins.

Það voru út af fyrir sig - skiljanleg markmið að baki sölunni:

  1. Ríkið slapp við 250ma.kr. eiginfjárinnspýtingu í bankana 2-er þeir voru afhentir skildanefndunum tveim.
  2. Og ekki síst, að fjármagna kaup á lánapakka fyrir báða banka, upp á líklega töluvert hærri upphæð.

Ríkið auðvitað munar um það hvort það skuldar 5-600ma.kr. meir, eða minna.

Á móti kemur, að sala í -dýpsta hluta kreppunnar- augljóst framkallar verulega lægra söluverð, en t.d. af sömu bankar hefðu verið seldir sumarið 2011.

Síðan virtist allt málið unnið í "miklum flýti" þ.e. ríkisstjórnin tók við um vorið, búið var að ganga frá sölunni ca. 2-mánuðum síðar. Höfum í huga, að Svavars samningurinn "alræmdi" sýndi okkur "hvað það getur verið dýrt að semja um mikilvægt mál í miklum flýti."

 

Hvað ef Arionbanki og Íslandsbanki hefðu verið seldir í júlí 2011?

  1. Það hefði þítt, að ríkið hefði komið öllum 3-bönkunum í rekstur samtímis, með "fjármögnun" og auk þess "kaupum á lánapökkum."
  2. Því hefði fylgt sá "stóri kostur" a.m.k. út frá hagsmunum "skuldara" að ríkið hefði getað "samræmt aðgerðir um meðferð skulda almennings sem og fyrirtækja."
  3. Það hefði unnist tími - til að eyða óvissu um gæði lánasafna.
  4. Það hefði verið unnt að "framkvæma samræmda lána-afskrift" ef vilji hefði verið fyrir hendi.
  • Auðvitað hefði ríkið - - yfir þetta tímabil, skuldað þann viðbótar kostnað, er hefði aukið verulega á skuldir ríkisins - á meðan.
  • En það hefði ekki endilega þurft að "hækka vaxtagjöld ríkisins" því - ríkið ætti að hafa verið mögulegt, að ganga þannig frá skuldabréfum að "greiðslur mundu ekki hefjast fyrr en eftir júlí 2011 t.d."
  • Nú, ef sala bankanna gengur síðan fram, áður en það gerist - - og það núllar út þau skuldabréf. Þá hefði tæknilega verið unnt að ganga þannig frá málum, að ríkið í reynd - - borgaði ekki krónu fyrir.
  • Þá meina ég, að aldrei hefðu peninga skipst um hendur. Ríkið hefði "afhend skuldabréf" síðan við sölu "væru þau rifin."

Kostir við að selja 2011 eru margir, t.d. að eftir er búið að eyða óvissu um gæði lánapakka, þá er sú óvissa ekki lengur - - að lækka söluverð.

Síðan auðvitað - - eru engir utanaðkomandi sem "hirða hagnað til sýn" af endurmati lánapakkanna, sem hefði þá farið fram á meðan að ríkið átti þá.

Ef samræmd "niðurfærsla lána hefði farið fram skv. hugmynd Framsóknarfl. um 20%" þá væri 2011 meir en ár liðið síðan þeirri aðgerð var lokið. Og áhrifa þeirrar aðgerðar væri því farið að gæta innan efnahagslífsins.

2011 var óvissa í efnahagslífinu einnig miklu mun minni en sumarið 2009. Traust á hagkerfinu hafði styrkst til muna - menn óttuðust ekki lengur, yfirvofandi gjaldþrot.

  1. Þetta hefur auðvitað allt áhrif á söluverð, þ.e. minni óvissa í efnahagsmálum, bætt traust, sýnilegar vísbendingar - að hagvöxtur sé að hefjast að nýju.
  2. Einnig, að búið er að rýna í gegnum lánasöfnin og síja út slæmu lánin.

Það sem ég er að meina, er að - - > Söluverð hefði getað verið mun hagstæðara 2011.

Jafnvel þó að "20% leiðrétting lána hefði farið fram" -sem gæti tæknilega hafað lækkað söluverð með því að minnka virði lánasafna- þá vegur á móti - - > Bætt gæði lánasafna og mun minni óvissa um efnahagsmál - bætt til muna traust miðað við 2009.

 

Niðurstaða

Hin eiginlegu mistök Steingríms J. - geta legið í því, að flýta sér við það verk, að losa ríkið við Íslandsbanka og Arionbanka. En mig grunar, að til muna hagstæðara hefði verið fyrir alla landsmenn. Ef salan hefði þvert á móti, farið fram 2-árum síðar.

En bankastofnanir eru mjög háðar almennu efnahagsástandi, sem hefur mikil áhrif á gæði lánasafna, sem og eftirspurn eftir lánsfé. Skárra efnahagsástand - bætt traust á hagkerfinu - mun minni ótti um framtíðina miðað við 2009; allt þýðir hærra verð.

Sama þíðir, að hafa tekið tíma í að eyða óvissunni um gæði lánasafna. Ekki síst, að samræma meðferð skuldamála almennings og fyrirtækja - yfir þessi 2 ár þ.e. 2009 - 2011.

Ríkisstjórnin var í "paník" andrúmslofti vorið og sumarið 2009. Í slíku samhengi, er varasamt að taka "stórar afdrifaríkar ákvarðanir" - - sbr. Svavars samningurinn alræmdi.

Ef menn eru að flýta sér um of, er hætt við "dýrum mistökum." Sbr. að færa yfir til bankanna, lánasöfn er innihéldu "gengistryggð lán" sem fljótlega síðar voru dæmd ólögleg.

Ef menn hefðu afgreitt þessi mál á "lengri tíma" þá hefði verið unnt að forða flestum þessara mistaka, og mig grunar að sú biturð sem varð eftir í samfélaginu vegna skuldamála - það hefði stórum hluta verið unnt að komast hjá henni.

 

Kv.


Við ræðum hér frumvarp til laga um heimild til að staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.

Fyrirsögn tekin úr áhugaverðri þingumræðu.

Það hefur opnast skrítin umræða um það hvort ríkið átti bankana alla með tölu "um skamma hríð" eða ekki, í tenglum við umræðu þá er hefur vaknað í kjölfar ásakana Víglundar Þorsteinssonar - - þ.e. meint svik sem hann telur hafa kostað þjóðina milli 300-400ma.kr.: „Stórfelldasta svika- og blekkingarmál sem sögur fara af hér á landi“

Sjá einnig: eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf., 1. umræða.

Hlekkurinn er á áhugaverða þingumræðu þ.s. verið er að ræða tillögu - að veita stjórnvöldum heimild til þess að ráðstafa bönkunum þrem, þ.e. eignarhlut ríkisins í þeim bönkum.

Eins og flestir ættu muna, þá á endanum "seldi Steingrímur J." eignarhlut ríkisins -sem þá var 100%- til þrotabúa Glitnis og KB Banka.

Greinargerð fjármálaráðherra vegna umræðu um bankaskýrslu

Eins og þarna kemur fram, þá taldi Steingrímur J. -hróðugur- sig hafa framkvæmt mjög góðan gerning með sölu bankanna 2-ja til þrotabúanna - - - þ.e. sparnaður ríkisins upp á 250ma.kr.

Hvernig gat það verið - - að Steingrímur J. væri að afla sér heimildar til þess að selja 2-banka í eigu ríkisins.

Ef ríkið átti þá ekki í fyrsta lagi?

 

En hvað með ásökunina um 300-400ma.kr. tjón?

Sjá nokkra reiðilestra:

Friðþæging – fyrri grein

Friðþæging með framvirkum samningum – síðari grein

--------------

Stóra Víglundsmálið

Nýtt eignarhald bankanna

Það sem mér finnst merkilegast - er andstaðan frá stjv. við niðurfærslu lána -meðan ríkið átti þá alla- sem sagt er frá í greinum "Óðins" og þeirra "Jón Scheving Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar".

Þeir Jón Scheving og Sigurður, telja ríkið hafi hlunnfarið sig á "sölu" til kröfuhafa um litla 307ma.kr.

  • Hinn bóginn er rétt að taka tillit til þess, að ríkið við söluna slapp við fyrirhugaða eiginfjárinnspýtingu upp á 250 ma.kr.

Það auðvitað -ef Jón Scheving og Sigurði reiknast rétt- lækkar þá tjónið í, 57 ma.kr.

-----------------------

Ég held að það sé ekki rétt hjá þeim félögum að 5 gr. neyðarlaganna hafi verið brotin, þ.s. mér virðist hún afar "óljóst orðuð":

Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuldbindingum fjármálafyrirtækis og láta meta verðmæti eigna og ráðstafa þeim til greiðslu áfallinna krafna eftir því sem þörf krefur.

  • Þarna segir ekkert beinum orðum, að mat skuli vera óháð.
  • Ekki heldur, að ekki megi framkvæma annað mat, og nota það í staðinn síðar.
  • Eða, að ekki megi taka tillit til krafna kröfuhafa - um hærra verð á lánapakka.

Áhugavert er, að ríkið virðist hafa litið svo á, að "gríðarlega mikilvægt væri fyrir ríkið" að hafa sem - best samskipti við kröfuhafa.

Mig grunar að sú afstaða "standi að baki andstöðu stjv. á þeim tíma við hugmyndir þess efnis að lækka höfuðstól skulda meðan það var tæknilega hægt er ríkið var eigandi allra bankanna."

  1. Kröfuhafar virðast hafa fengið bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, þ.e. -ríkið hafi í reynd borgað með þeim.-
  2. Kröfuhafar fengu þá með lánapökkum inniföldum, "án þess að höfuðstóll lána væri niðurfærður." Það auðvitað gerði eign "kröfuhafa" umtalsvert verðmeiri - - en annars hefði orðið.
  3. Svo ekki síst, fengu þeir greiddan út arð, þegar bankarnir reiknuðu lánin upp í fullt andvirði - þó þeir hafi fengið þau ca. á hálfvirði, að meðaltali.

Á móti má taka tillit til þess, að ef lánin hefðu verið "niðurfærð" t.d. skv. tillögu Framsóknarflokksins um 20% niðurfærslu:

  1. Þá má reikna með því, að bankarnir tveir hefðu verið -minna hagstæð eign- sem hugsanlega hefði leitt til - - enn óhagstæðari sölu ríkisins á þeim. Þ.e. meiri meðgjafar.
  2. 20% leiðin hefði kannski ekki verið alveg ókeypis fyrir ríkið, á hinn bóginn er alls ekki víst að ríkið hefði tapað á því "heilt yfir" ef tekið er tillit til áhrifa á hagkerfið, sem líklega hefði leitt af "skárri stöðu heimila" í landinu.

Mér virðist samt sem áður - - að ríkið hafi gengið frekar langt í því, að tryggja umtalsverðan hagnað "þrotabúanna" og þannig þeirra kröfuhafa er voru eigendur stærstu krafna.

Að baki því, gæti staðið "sektarkennd" en ég man eftir umræðu á "vinstri væng stjórnmála" þau ár sem síðasta ríkisstjórn stjórnaði - - > Að þjóðin hefði verið "meðsek" þ.e. eigendum bankanna er hrundu, því hún hafi notið ágóðans af bankabólunni er hún blés út - og samtímis hafi þeir í hennar augum verið hetjur er allt lék í lyndi.

Eins og þekkt er, þá urðu eigendur krafna í ísl. bankana fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni - - þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þessi "sektarkenndar hugsun" -sem mér fannst t.d. birtast töluvert í umræðunni um Icesave þ.e. hjá þeim sem sögðu réttlátt að þjóðin borgaði- hafi leitt stjórnarliða til þess að vera fremur fulla af samúð - gagnvart kröfuhöfum.

Kannski litið svo á, að það væri réttmætt, að bæta þeim upp -að litlum hluta- þeirra tjón, með því að selja þeim bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, svo vægt sé til orða tekið, auk þess að tryggja þeim þann arð er þeir fengu út úr því, er bankarnir færðu upp lánin og notuðu þ.s. rök fyrir arðgreiðslum.

Stjórnarliðar - hafi litið svo á, að þeir væru að breyta rétt.

Það þurfi ekki að vera - að baki þeirri breytni, hafi legið -spilling.-

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að reyna að slá tölu á það - hvað skuldugir landsmenn misstu af miklu fé. Þegar 20% leiðin var ekki farin, á þeim tíma er hún var sannarlega vel framkvæmanleg.

Ég árétta þá sektarkenndar umræðu, sem virtist gegnsýra stjórnarflokka sl. kjörtímabils - þ.e. áhersla á það að vera fullir sektarkenndar vegna tjóns þess er eigendur krafna í hrundu bankana - - sannarlega urðu fyrir, og var gríðarlegt.

Umræða sem einnig kom fram þegar rifist var um "Icesave" í ummælum þeirra, sem töldu Íslendinga - siðferðislega séð - eiga að borga skv. kröfu Breta og Hollendinga.

Það var eins og, að í þeim tiltekna fókus, þá misstu menn dálítið "fókusinn" á líðan skuldugs almennings hér á landi.

Ekki hafi sennilega ráðið "illska" þeim ákvörðunum - er leiddu til þess, að kröfuhafar fengu "að því er sannarlega virðist" hagnað umfram þ.s. þeir hefðu fengið.

Ef 20% leiðin hefði gengið fram.

Ég efa að hún hefði leitt til "nettó" taps ríkisins, þó ríkið hefði sennilega þurft að hafa eigin fjár innspýtingu í Landsbanka - - ýfið stærri. Hugsanlega hefði söluverð hinna bankanna orðið óhagstæðara - - > Þó það geti verið að sá gerningur hafi verið það "Svavars samningalegur" þ.e. hvort sem er - alltof hagstæður, þannig að ekki hefði verið ástæða til að borga meira með þeim.

 

Kv.


Varðandi vangaveltur Lars Christensen í gjaldmiðilsmálum Íslands

Þá verð ég að taka það rækilega fram - að alveg sama hvaða leið við förum. Þá getur sú leið ekki haft trúverðugleika. Nema að efnahagsmál hér gangi upp.

Hann virtist hrifnastur af því að "út-vista peningastefnuna á Íslandi" því þá taldi hann hana verða "fyrirsjáanlegri."

Hann nefndi að slík útvistun hefði gengið vel í Danmörku - með tengingu við evru.

En hann nefndi einnig svokallað „currency board“ fyrirkomulag - sem hann taldi hafa gengið vel í Hong-Kong.

  • En útvistun er náttúrulega sú aðgerð.
  • Að afsala sér sjálfstæðri peningastefnu.

 

Vandinn við hans tillögur er sá, að þ.e. ekki til sú aðferð sem ekki hefur brugðist einhvers staðar

  • Það eru til dæmi um allar helstu leiðir í peningastjórnun - þ.s. þær hafa gengið upp.
  • En það einnig þarf að íhuga hin dæmin, þ.s. sömu aðferðir hafa ekki gengið upp.

Eins og ég skil vanda Íslands, þá snýr hann megin atriðum að - - ítrekuðum viðskiptahallavanda.

Ég fullyrði að það sé 100% öruggt, að hvaða leið við kjósum, þá muni þær allar bregðast - - ef okkur tekst ekki að forðast "viðskiptahalla."

-------------------------

currency board“ - - þegar maður talar um þá aðferð, verður að nefna Argentínu. En þessi aðferð er í reynd, tenging við annan gjaldmiðil, en með þeim hætti að sú tenging verður - - órjúfanleg.

En þá er tekið upp kerfi, þ.s. sama magn er alltaf til af "heima-gjaldmiðli" og "þeim sem tengt er við."

Þannig að heimagjaldmiðill er alltaf 100% - "convertible" eins og þ.e. kallað.

Að því marki, svipar það til hugmyndar um "gullfót." En í gullfót á alltaf að vera nægilegt gull, til þess að ætíð sé unnt að skipta peningum fyrir gull.

Það má segja, að í stað þess að "tengja við gull" sé "tengt við gjaldmiðil X sem verði þá ígildi gulls."

  1. Gjaldþrot Argentínu varð árið 2000, í lok tímabils svokallaðs "ofurdollars" er hófst á seinni hl. 10. áratugarins. En þá varð gríðarlegt ris í gengi dollars.
  2. Það varð til þess, að útflutningsatvinnuvegir Argentínu - urðu ósamkeppnisfærir. Og þá varð fjöldi útflutningsfyrirtækja, að smám saman að hætta starfsemi.
  3. Við það minnkaði útflutningur landsins, það skapaðist viðskiptahalli - - við það fór að halla undan kerfinu, en þá "fóru dollarar að streyma nettó úr landi."
  4. Vegna þess að í „currency board“ verður gjaldmiðillinn að vera 100% "convertible" sköpuðust svipuð áhrif og innan "gullfótarins" í Evrópu á 4. áratugnum, þ.s. grípa varð til þess - - að minnka peningamagn í umferð eftir því sem "dollarasjóðurinn" minnkaði.
  5. Og það eins og þegar peningamagn var minnkað stöðugt, þegar gullfóturinn komst í vanda í kreppunni á 4. áratugnum í Evrópu - - var ákaflega "samdráttarmagnandi."
  6. Samanlögð áhrif - - minnkandi útflutnings. Vaxandi viðskiptahalla. Og minnkandi peningamagns. Var yfir 20% samdráttur í argentínska hagkerfinu. Á endanum varð argentínska ríkið greiðsluþrota.

„currency board“ - kerfið varð að gildru.

Til þess að losna út úr því - framkvæmdi Argentína á endanum gjaldmiðilsskipti. Tók upp nýjan.

En loka mánuðina, varð orðinn slíkur skortur á peningum í umferð - - að fyrirtæki voru unnvörpum farin að "gefa út sína eigin einkagjaldmiðla" voru á tímabili sennilega margir tugir slíkir í umferð - óformlega.

  1. Þegar við veltum fyrir okkur valkostum - - þá þarf alltaf að íhuga, hvernig allt getur farið til andskotans.
  2. Svo við getum vegið og metið líkur þess, að sambærileg atburðarás geti orðið hér.

Ísland hefur margítrekað lent í viðskiptahalla vanda - - þannig að ég met það verulega líklegt að argentínskt ástand geti skapast.

En höfum í huga, að Argentína er að því lík Íslandi, að vera einnig - - auðlyndahagkerfi.

Eins og á við um rekstur okkar helstu auðlyndar - - þá er fastur kostnaður verulegur, og erfitt um vik að spara þar um. Þess vegna hefur oft þurft að gengislækka til að bjarga málum.

En ég sé alveg fyrir mér, að ef það væri ekki hægt, gæti það sama gerst og í Argentínu - að fj. fyrirtækja loki í starfsgreininni, og þá fari útflutningur í hraða minnkun, og þá minnki innkoma í gjaldeyri verulega og ef þá skapast viðskiptahalli, verði að minnka peningamagn í umferð til þess að viðhalda "full convertibility."

En reglur „currency board“ eru ákaflega stífar.

Eins og á við um "gull-tengingu."

-------------------------

Lars benti einnig á Kanada dollar, taldi það ekki galna leið, þó hann hefði sagst hafa fyrst hlegið að henni er hann fyrst frétti af - - aftur er útvistun á peningastefnu.

Augljós galli er einnig sá - - eins og í „currency board“ að kaupa þarf mikið magn af erlendum gjaldeyri. Það hækkar skuld landsins.

Í þessu tilviki getur einnig skapast vandi - - ef gengi gjaldmiðilsins erlenda hækkar verulega, og útfl. atvinnuvegir verða ósamkeppnisfærir.

Þá getur einnig skapast - - viðskiptahalli, ef útfl. fyrirtæki hætta rekstri, og útfl. minnkar.

  • Þá einnig kemur sá vandi - - að peningamagn minnkar í umferð.

Í báðum tilvikum, er unnt að kaupa meiri gjaldeyri - - þ.e. ríkið getur það, til þess að glíma við vandann, að gjaldeyrir sem annað af tvennu er grundvöllur „currency board“ eða er notaður sem lögeyrir, sé að - nettó flæða úr landinu.

En ríkið getur einungis gert það með - aukinni skuldsetningu í gjaldeyri.

Og á enda, ef ekki tekst að stöðva -hnignun útfl. atvinnuvega- þannig að halli sí vaxi.

Og ef ríkið stöðugt kaupir gjaldeyri - þá getur það ekki annað en fyrir rest, endað með því að ríkið tapar lánstrausti, ef ekki tekst að stöðva hnignun atvinnuveganna.

  • Ef við gerum ráð fyrir því, að ekki takist að leysa samkeppnishæfni atvinnuveganna.

Þá á endanum, eins og í „currency board“ tilvikinu að málin leysast ekki, þá verður "þurrð á fé í umferð."

  • Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að ekki geti mögulega farið eins og í Argentínu, að það verði svo lítið fé í umferð, að fyrirtæki fara að redda sér - - með því að búa til eigin gjaldmiðla.

Á endanum gæti dæmið endað eins og í Argentínu - að landið mundi neyðast að nýju, til þess að taka upp sinn eigin gjaldmiðil.

Til þess að binda endi á það, að fjöldi einkagjaldmiðla sé í umferð. Og að almenningur sé farinn að nota þá hér og þar, í staðinn fyrir lögeyrinn. Vegna þess að almenningur getur ekki útvegað sér nægilegt magn af lögeyrinum. Sama um fyrirtækin.

-------------------------

Ef við tölum um að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla.

Þá hafa hingað til allar tengingar mistekist fyrir rest af sömu ástæðu.

  1. Ef skapast viðskiptahalli, þá minnka gjaldeyrissjóðir landsmanna. Þeir sem Seðlabankinn þarf að eiga til að geta varið tenginguna.
  2. Á endanum tæmast þeir, ef hallinn er ekki afnuminn í tæka tíð, og tengingin fellur.

-------------------------

Meginástæða þess, að gengið fellur - - er sögulega séð vegna viðskiptahalla.

Þá gerist það, að gjaldeyrissjóðir minnka, og á endanum er ekki nægilega mikið til þess að tryggja innflutning.

Þá eru valkostir að fella gengi eða taka upp innflutningshöft.

Gengi er þá fellt.

 

Niðurstaða

Punkturinn er sá, að það skipti engu máli hvað við reynum.

Ef við höfum ekki komið okkur saman um nægilega skilvirka aðferð til þess að halda viðskiptahalla í skefjum - sem mundi fela í sér útleið þegar slíkur verður til.

Þá muni ekkert það peningakerfi sem við gerum tilraun með - ganga upp til lengdar.

  • Engin nefndra leiða skapi trúverðugleika í sjálfu sér, hann sé ekki eigindlegur þ.e. "intrinsic" neinni tiltekinni leið.
  • Það sem gengur upp er trúverðugt.

 

Kv.


Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Seðlabanki Evrópu hefur hafið stórfellda prentunaraðgerð

Heildarupphæð kaupanna skilst mér að hlaupi á 1.100 milljörðum evra, eða 60 milljörðum evra per mánuð. Þó kaupin séu ákveðin fyrir tiltekið tímabil fylgir loforð yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu. Að keypt verði svo lengi sem verðbólguviðmið upp á tæp 2% hefur ekki náðst.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 22 January 2015

  1. "Under this expanded programme, the combined monthly purchases of public and private sector securities will amount to €60 billion."
  2. "They are intended to be carried out until end-September 2016..."
  3. "...and will in any case be conducted until we see a sustained adjustment in the path of inflation which is consistent with our aim of achieving inflation rates below, but close to, 2% over the medium term."

Mér virðist þetta loforð vera það sem mestu máli skipti í yfirlýsingu "ECB."

En þá er þetta sambærilegt fyrirheit við fyrirheit Seðlabanka Japans, við upphaf sl. árs, þ.e. að prentað verði þar til verðbólguviðmiði upp á 2% hefur verið náð.

Ég man eftir því á sl. ári, hve margir risu upp og héldu því fram að japanska prógrammið væri vitleysa - - en nú virðist Seðlabanki Evrópu ætla að gera samærilegan hlut.

Augljósa megin markmiðið er auðvitað að trygga það að verðbólga haldist ofan við núll.

  1. En hve háar skuldir eru gríðarlega útbreiddar um Evrópu - - gerir verðhjöðnun afar hættulega. Hún væri það ekki, ef skuldir almennt væru óverulegar.
  2. En í verðhjöðnun hækkar raunvirði skulda stöðugt. Samtímis, ef verðhjöðnun nær að gegnsýra allt hagkerfið, skapast lækkunarþrýstingur óhjákvæmilega á laun. Og ekki má gleyma, að það kemur að því - ef verðhjöðnun viðhelst, að eignaverð almennt fer að lækka.
  3. Það getur skapað mjög eitraðan vítahring fyrir - fyrirtæki, fyrir einstaklinga, meira að segja fyrir ríkisstjórnir.

Sannarlega hefur verðhjöðnun einnig þau áhrif, að hvetja fólk til þess - að eyða ekki peningunum sínum. Heldur halda í þá, því þeir verði meira virði á morgun.

  • En ég lít á þá hlið að skuldir virðishækka stöðugt, sem hina hættulegustu eins og ástand mála er í Evrópu - - vegna þess hve háar skuldir eru algengar.

Áhuga vekur að Seðlabanki Evrópu, samþykkti að hver og einn meðlimaseðabanki að Seðlabanka Evrópu, muni kaupa ríkisbréf síns ríkis - - en þó aldrei hærra hlutfall en 1/3 af heildarskuldum ríkissjóðs viðkomandi lands!

  1. Þetta mætti kalla -gríska ákvæðið- en með þessu mundi nærri allt tjónið lenda á seðlabanka þess ríkis, sem mundi ákveða að - - hætta að greiða af sínum ríkisskuldum.
  2. En það hefur verið umræða um það, ef grísk ríkisbréf væru keypt síðan hætti Grikkland að borga, þá gæti tap lent á hinum löndunum, ef þeirra seðlabankar hefðu keypt grísk ríkisbréf.
  • Annað atriði, er að -Grikkland fær ekki að vera hluti af prógramminu- fyrr en í fyrsta lagi í júní nk.

Mig grunar að sú tímasetning sé engin tilviljun - menn hafi viljað sjá hver vinnur sigur í nk. þingkosningum í Grikklandi.

Þannig að ef Syrisa flokkurinn vinnur, þá væntanlega fær Grikkland ekki aðild að kaupa-prógramminu, fyrr en Syriza samþykkir að Grikkland haldi áfram að greiða af sínum skuldum.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 22 January 2015

  1. "According to Eurostat, euro area annual HICP inflation was -0.2% in December 2014, after 0.3% in November. This decline mainly reflects a sharp fall in energy price inflation and, to a lesser extent, a decline in the annual rate of change in food prices. On the basis of current information and prevailing futures prices for oil, annual HICP inflation is expected to remain very low or negative in the months ahead. Such low inflation rates are unavoidable in the short term, given the recent very sharp fall in oil prices and assuming that no significant correction will take place in the next few months."
  2. "Supported by our monetary policy measures, the expected recovery in demand and the assumption of a gradual increase in oil prices in the period ahead, inflation rates are expected to increase gradually later in 2015 and in 2016. "

Ég held það sé alveg trúverðugt - að verðbólga muni ná upp fyrir núll.

Meðan að Seðlabanki Evrópu kaupir fyrir 60 milljarða evra per mánuð.

En aftur á móti verður forvitnilegt að sjá - - hve lengi þetta prógramm mun standa.

 

Niðurstaða

Seðlabanki Evrópu hefur bersýnilega hafið fullt kaupa prógramm, fullkomlega sambærilegt við prógramm Seðlabanka Japans, seðlabanka Bandaríkjanna og Seðlabanka Englands.

Áhugavert að "ECB" er síðastur seðlabankanna.

Og hitt, að Seðlabanki Bandaríkjanna, er hættur prentun.

Hvað annað er áhugavert í tengslum við kaupa prógramm Seðlabanka Evrópu - þá held ég að mestu skipti loforði að kaup haldi áfram meðan að verðbólga hefur ekki náð upp í ásættanlegt viðmið þ.e. nærri 2%.

Það sennilega skipti í reynd litlu máli, að skv. kröfu Þjóðverja, sjái hver seðlabanki fyrir sig sem er meðlimur að Seðlabanka Evrópu, um kaup ríkisbréfa síns lands - þannig að þau ríkisbréf eru ekki sett inn á sameiginlega ábyrgð landanna.

Þetta á að verja hin löndin gegn hugsanlegu greiðsluþroti eins landanna, eftir að kaup eru hafin.

Á hinn bóginn, draga þessi kaup mjög líklega stórfellt út gjaldþrots líkum. Svo eins og ég sagði, á endanum sennilega skiptir þetta ákvæði engu máli.

 

Kv.


Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?

Ég er búinn að velta þessu fyrir mér, síðan að samningar voru gerðir við kennara um kringum 30% launahækkanir. En þá þegar blasti við mér, að þeir samningar mundu geta orðið öðrum stéttarfélögum - hvatning til þess að "einnig krefjast launahækkana í 2-stafa prósentu tölu."

Nú nýverið hefur lokið samningum við lækna, um launahækkanir sem skv. fréttum eru á þessu ári rétt undir 30%, en síðan bætast við frekari hækkanir á nk. ári, og að auki - ef tilteknar skipulagsbreytingar fara fram, bætast enn frekari hækkanir við. Með öðrum orðum, hljómaði þetta í mín eyru sem e-h sem gat nálgast 40%.

Ég man eftir skemmtilegum orðum samningamanns ríkisins - - þess efnis, að "báðir aðilar hafi slegið af kröfum sínum."

Mér fannst þau orð merkileg, því þá veltir maður fyrir sér - hverjar voru kröfur lækna?

Sjá einnig eldri skrif:

Mun leiðréttingin fara forgörðum?

Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?

Eins og ég hef bent á nokkrum sinnum áður - getur launaleiðrétting eingöngu staðist - ef aðrar stéttir launamanna samþykkja að fara ekki fram á sambærilegar hækkanir

En því miður bendir flest til þess, að skriðan hafi farið af stað, og að hún sé að nálgast - óstöðvandi ferð.

 

En núna er ríkið búið að samþykkja 3-samninga, þ.e. við kennara, við lækna, og við skurðlækna - um launahækkanir um og yfir 30%

Ég bendi ykkur á að lesa viðtal við framkvæmdastjóra "Starfsgreinasambandsins":

Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök

"Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir."

Akkúrat - nákvæmlega þ.s. ég óttaðist er í býgerð. En samningar við "Starfsgreinasambandið" eru lausir á næstunni - og miðað við umtal, má reikna með kröfugerð upp á 2-ja stafa prósentu tölu.

Síðan að farið verði í verkfall - - en ég reikna fastlega með verkfalli.

En ríkið er þegar búið að ganga í gegnum verkföll lækna og kennara - - > Hafandi í huga að "Starfsgreinasambandið" hefur orðið vitni að ríkinu "kikna í hnjánum" eftir að verkföll kennara og lækna voru búin að standa yfir um nokkurn tíma.

Þá held ég að því megi treysta - - > Að "Starfsgreinasambandið" muni fara í verkfall, í trausti þess - að sagan endurtaki sig. Og ríkið kikni einnig í hnjánum gagnvart þeim.

-----------------

Ég á von á því að "ASÍ" muni bíða með sínar verkfalls aðgerðir, þar til niðurstaða úr kjaradeilu ríkisins við "Starfsgreinasambandið" liggur fyrir.

Nú, ef ríkið kiknar í hnjánum gagnvart "því" þá efa ég ekki að "ASÍ" muni fara einnig fram á 2-ja stafa prósentuhækkanir, og treysta á að ríkið einnig kikni í hnjánum þegar allsherjar verkfall "ASÍ" verður hafið.

  • Eftir að ríkið hefur kiknað í hnjánum undan kennurum, og læknum - nú þegar.
  • Þá á ég fastlega von á því, að það einnig kikni í hnjánum í hin skiptin.

 

Ég er ekki alltaf sammála Þorsteini Víglundss:

Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið - En það blasir við, að augljóst er rétt - að það stefnir í gengislækkun síðar á árinu.

  1. Þ.s. ég óttast þó mest, er að ríkisstjórnin sé að fórna möguleikanum á því að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
  2. En besta tækifærið var á þessu ári, með verðbólgu komna niður í ekki neitt. En með 30% samningum yfir línuna, þá auðvitað gýs aftur verðbólgan og óstöðugleikinn fram að nýju.
  3. Og það tækifæri sem fólst í þeim stöðugleika sem er þessa stundina, verður þá horfið.
  • En mér virðist af "lélegum hagvexti sl. árs" en skv. desember niðurstöðu Hagstofu - Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda - var hagvöxtur fyrstu 9. mánaða 2014 einungis 0,5%.
  • Að líklega séu höftin að - - halda aftur af hagvexti.
  • Fyrirtæki séu ekki að fjárfesta, meðan sú óvissa er enn til staðar.

Það mundi þá leiða til - áframhaldandi hagvaxtardoða út kjörtímabilið.

Úrslit kosninga yrðu þá vart hagfelld fyrir stjórnarflokkana 2017.

 

Niðurstaða

Það getur ekki verið annað en að verkalýðsforingjar skilji það mæta vel. Að ef 30% gengur yfir línuna þá leiði það til gengisfalls. Þannig að þegar þeir segja - að ekki sé annað en sanngjarnt að þeirra fólk fái einnig 30%. Þá séu þeir í reynd - - að knýja fram gengisfellingu vísvitandi.

Það sé sennilega til þess, að viðhalda hlutfallslegum stöðugleika milli kjarahópa.

Þ.e. að sneið eins af þjóðarkökunni minnki ekki hlutfallslega borið saman við sneið næsta hóps.

En með því að pína fram 30% hækkun fyrir alla, þá séu launamenn raunverulega að "lækka laun þeirra sérfræðihópa" er hafa fengið 30% - jafnvel gott betur - aftur niður, þannig að sú leiðrétting launa þeirra sérfræðihópa sem fram fór - sé þannig eyðilögð.

Eins og ég sagði í upphafi, þá getur ekki launaleiðrétting tekist - nema að almennir launamenn sætti sig á að fá minna í prósentum talið.

  • Svo má ekki gleyma því, að ef kennurum og læknum er alvara með það að flytja úr landi, ef laun þeirra hækka ekki -verulega.
  • Þá reikna ég með þeim landflótta þeirra, í kjölfar gengislækkunar og þeirrar verðbólgu sem kemur í kjölfarið á henni.

Því neyðarástandi nk. vetur í skólakerfinu landsins, sem og í heilbrigðiskerfinu.

 

Kv.


Langsamlega flest fórnarlömb róttækra íslamista eru aðrir múslimar

Málið er að sú sýn sem sumir hafa, að árásum róttækra Íslamista sé einna helst beint gegn Vesturlöndum, borgurum Vesturlanda - - stenst ekki ef menn veita einhverja athygli aðförum róttækra Íslamista í Afríku og í Mið-Austurlöndum.

Ágætt er að rifja t.d. upp, að "al-Qaeda" í tíð Bush forseta, var þátttakandi í borgarastríðinu innan Íraks, og beindi þá árásum sínum - ekki síður gegn íröskum shítum en bandarískum hermönnum. Ekki ósennilegt að "al-Qaeda" í Írak, hafi á þeim árum drepið þúsundir íraskra shíta.

Á síðari tímum, þá hefur framrás "ISIS" leitt til sannarlega "drápa á kristnum" - "að kirkjur hafa verið brenndar" - en á sama tíma, hefur "ISIS" stökkt á flótta sennilega hátt á annað milljón manns innan Íraks. Flestir þeirra - shítar.

Þeir hafa einnig ráðist gegn Kúrdum, og í reynd hverjum þeim - sem ekki hefur viljað lúta þeirra skilgreiningu á Íslam.

  • Svo eru það hryðjuverkasamtökin Boko-Haram.

 

10.000 manns létust 2014 í Nígeríu, vegna árása Boko Haram

Nigeria decries muted response to Boko Haram outrages

Extremist attacks not just in France but in Nigeria and Yemen too

Meðan að Evrópa var harmi slegin vegna atburðanna í Frakklandi, þ.s. tveir Íslamistar myrtu 17 manns -- þá hugsanlega dóu vegna aðgerðar Boko Haram allt að 2.000 manns.

Þeir réðust á bæ eða borg á jaðri Chad vatns, Baga - þetta er á landamærum við Kamerún. Tölur um fallna og særða virðast mjög á reiki - en þarna var víst fjölþjóða herstöð, skipuð nígerískum hermönnum og hermönnum nokkurra Afríkuþjóða, undir umsjón SÞ.

Boko Haram tók samt bæinn og herstöðina, stökkti hermönnunum á flótta, fjöldi íbúa flúði í ofboði - síðan tóku við dagar fjöldamorða á götum Baga.

Skv. stjv. Nígeríu, þá vilja þau ekki viðurkenna að flr. kringum 200 hafi farist. En marga grunar að þau vilji draga úr - leyna eigin manntjóni, og því tjóni sem Boko Haram hafi valdið.

  1. Þetta er sennilega í engu minna hættuleg hreyfing, heldur en ISIS.
  2. En á sama tíma og þúsundir farast ár hvert vegna Boko Haram, þá virðist ótrúlega lítið um athygli Vestrænna fjölmiðla á þessu svæði.

Skýringin liggur sennilega í því, að - - > Olían í Nígeríu er við strönd landsins.

Þ.s. Boko Haram herjar, er engin olía - í nyrstu héröðum landsins.

Og þau héröð eru einnig bláfátæk.

---------------------

Á meðan hefur "ISIS" náð á sitt vald, nokkrum fjölda olíulinda. Og ógnar -ef framrás ISIS heldur áfram- frekari olíusvæðum.

  • Vesturlönd hafa enga hagsmuni að verja í NA-Nígeríu.

 

 

Niðurstaða

Ef einhver vissi ekki að heimurinn snýst um olíu og peninga, þá sér sá það ef sá veitir því athygli að gríðarleg fjöldamorð hafa verið í gangi í NA-Nígeríu. Án þess að heimsfjölmiðlarnir þeysi inn á svæðið með risa-fyrirsagnir á lofti, og myndir berist um heiminn vítt af líkum fallinna.

Þau fjöldamorð eiga sér stað á fátæku svæði þ.s. enga olíu er að finna, né nokkra aðra auðuga auðlind.

Meðan að athygli Vestrænna fjölmiðla hefur sannarlega verið á atferli ISIS, en til samanburðar þá ógnar ISIS löndum þ.s. er að finna gríðarlegar olíulindir. Þau samtök hafa einnig drepið mikinn fjölda fólks - - en meðan að Vesturlönd hafa tekið sig saman um að ráðast að "ISIS."

Er hætta á að löng bið verði eftir sambærilegum aðgerðum af hálfu Vesturlanda í NA-Nígeríu.

 

Kv.


Evrasíubandalag Pútíns getur verið í alvarlegum vanda

Las áhugaverða greiningu Financial Times, en þar er vakin athygli á nokkrum áhugaverðum þáttum sem ekki hafa farið hátt í fjölmiðlum: Dangers of isolation.

  • Vandinn virðist stafa af - - mótrefsiaðgerðum Pútíns gegn Vesturveldum.
  • Þann 1/1 2015, tók tollabandalag aðildarlanda Evrasíubandalagsins formlega til starfa.

Eða, þannig áttu hluti að ganga fyrir sig.

En deilur virðast hafa sprottið upp milli Rússlands og Hvít-Rússlands, og Kasakstan.

Þær virðast koma til vegna mótrefsiaðgerða Pútíns á Vesturveldi - nánar tiltekið, bann Pútíns við innflutningi Vestrænna vara til Rússlands.

  1. En bæði Hvít-Rússland, og Kasakstan - hafa neitað að taka þátt í þeim viðskiptabannsaðgerðum.
  2. Þannig að vestrænar vörur streyma mótstöðulaust inn í þau lönd, og frá og með 1/1 hefðu Vestrænar vörur því -vegna niðurfellingar landamæraeftirlits sem átti að ganga fyrir sig milli aðildarlanda Evrasíubandalagsins- streymt viðstöðulaust inn fyrir landamæri Rússlands, í gegnum Hvít-Rússland eða Kasakstan.
  3. Út af þessu, virðist að stjórnvöld Rússlands hafi fyrirskipað landamæraeftirlit við landamæri Rússlands við Hvít-Rússland og Kasakstan.
  4. Og þau virðast hafa svarað líku-líkt, þannig að landamæraeftirlit fer nú fram eins og að ekkert viðskiptasamstarf sé í gildi milli landanna.
  • Að auki hafa leiðtogar Hvít-Rússlands, og Kasakstan - þverneitað að taka afstöðu gegn Úkraínu, með öðrum orðum - neitað að taka afstöðu með Rússlandi í deilu Rússlands við Vesturveldi og stjórnvöld Úkraínu.

Ef þessu fram heldur, gæti Evrasíusamstarf það sem Pútín sá fyrir sem viðskiptabandalag Rússlands og nágrannalanda Rússlands - - fljótlega orðið að engu.

Höfum í huga, að deilan við Vesturveldi, spratt upp - - þegar Pútín gerði tilraun til þess að fá Úkraínu inn í Evrasíubandalagið - - > Beitti forseta Úkraínu þrýstingi, þ.e. efnahagslegum refsiaðgerðum - stig vaxandi, samtímis að hann bauð milljarða dollara í efnahagsaðstoð ef forseti Úkraínu mundi skrifa undir; og hætta þar með við þann samning sem hann hafði varið 7 árum í að semja um við ESB.

Nú gæti þessi deila Rússlands og Vesturvelda, sem Hvít-Rússland og Kasakstan, meginlönd Evrasíusamstarfsins fyrir utan Rússland - hafa neitað að taka þátt í, og einnig neitað að styðja málstað Rússlands í nokkru í þeirri deilu - - > Leitt til endaloka þess samstarfs.

Þar eð, ef Pútín lætur ekki undan, semur við Vesturveldi.

  1. Þá sé Rússland í hættu á að enda uppi frekar vinafátt, ef deilan heldur áfram.
  2. Eins og virðist, að Hvít-Rússland og Kasakstan halda sig við þá afstöðu, að neita að styðja Rússland í þeirri deilu, og því - neita að taka þátt í refsiaðgerðum Rússlands gegn Vesturveldum.
  • Hluti af þessu er náttúrulega, að nærri 50% gengislækkun Rúbblunnar, kemur mjög við kauninn á Hvít-Rússlandi, sem hefur átt ca. helming allra utanríkisviðskipta við Rússland.
  • En þá er andvirði þeirra viðskipta allt í einu - - lækkað einnig um helming.
  • Þetta bitnar einnig á löndum, sem hafa treyst á fé sem fólk er vinnur í Rússlandi, sendir heim.
  • Þau laun eru þá einnig - - helmingi minna virði.

Önnur lönd eins og A-héröð Úkraínu, Moldavía, Armenía - sem einnig hafa mikil viðskipti við Rússland.

Munu örugglega einnig vera að finna fyrir því, að virði Rússlands viðskipta er allt í einu helmingi lægra, miðað við aðra gjaldmiðla.

Þetta t.d. þíðir það, að vægi Rússlands viðskipta er sennilega ekki lengur 50/50 móti öðrum viðskiptum Hvít-Rússlands, frekar 25/75.

Þá skilst af hverju - - Lukashenko forseti Hvít-Rússlands, vill alls ekki taka þátt í refsiaðgerðum Rússlands við Vesturlönd.

 

Niðurstaða

Deilan við Vesturlönd gæti verið að leiða til þess, að sú uppbygging viðskiptaumhverfis fyrir Rússland, sem Pútín hefur verið að gera tilraun til að byggja upp í nokkur ár samfellt - - fari fljótlega út um þúfur.

Ef sú tilraun Rússlands að byggja upp viðskiptasamband við næstu lönd, hrynur.

Meðan að refsiaðgerðir Vesturvelda tryggja að Rússland fær ekki aðgang að alþjóðlegri fjármögnun.

Þá getur stefnt í umtalsverða efnahagslega einangrun Rússlands.

Og það gæti leitt til þess að kreppan umrædda sem hafin er í Rússlandi þetta ár, verði ekki til skamms tíma. Nema að Pútín gefist upp.

------------------

En gjaldeyrisstaða Rússlands er miklu mun verri en lítur út fljótt á litið: The only cure for what plagues Russia.

Anders Aslund - útskýrir að Rússland hafi í reynd einungis gjaldeyrissjóð upp á 202ma.USD. Ekki 400ma.USD eins og oft er sagt. Málið sé að einungis helmingurinn sé lausafé. Hitt sé bundið í eignum sem ekki séu auðleysanlegar:

"The official reserves include the two sovereign wealth funds, the National Wealth Fund ($82bn) and the Reserve Fund ($89bn), which are held by the finance ministry and spoken for."

Í ljósi þess að Seðlabanki Rússlands hefur lofað að tryggja greiðslur 120ma.USD á þessu ári í formi skulda ríkisfyrirtækja.

Í ljósi þess að svipað fé streymdi út úr Rússlandi á sl. ári, af völdum fjármagnsflótta. Og annað eins gæti streymt út á þessu ári, ef fjármagnsflótti er ekki stöðvaður t.d. með höft á streymi fjármagns úr landi.

Þá gæti Rússland staðið fyrir greiðsluþroti innan 2-ja ára. Í ljósi 600ma.USD heildar skulda rússn. ríkisfyrirtækja.

------------------

Ég sannast sagna sé ekki hvernig Rússland snýr sig út úr þessari klemmu nema á 2-mögulega vegu:

  1. Gefast upp fyrir Vesturveldum, láta undan helstu kröfum þeirra.
  2. Eða, gerast leppríki Kína. En fjármögnun frá Kína mundi án efa, fela það í sér. En undir kringumstæðum þeim sem Rússland er í. Mundi Kína örugglega ekki veita slíka fjármögnun nema gegnt því, að fá raunverulegt tangarhald á Rússlandi.

Í hvorugu tilvikinu er Rússland sjálfstætt stórveldi.

Ef Pútín leitast við að feta 3-leið, þá muni Rússland síga stöðugt dýpra inn í efnahagskreppu, lífskjör almennings dala ár frá ári.

Mér virðist Pútín hafa komið sér í næstum því algerlega -fyrir hann- óvinnandi stöðu.

 

Kv.


Pútín óttast skipulagðan undirróður gegn utanaðkomandi afla

Ég sá þessa frétt á vef FT.com, en í henni kemur fram ný "stefnumörkun" rússneskra stjórnvalda þegar kemur að skilgreiningu þeirra á þeim helstu "ógnum" sem Rússland stendur frammi fyrir, gagnvart eigin öryggi.

New Putin doctrine emphasises threat of political destabilisation

  • “It can be observed that military dangers and threats are moving into the information sphere and the domestic sphere of the Russian Federation,”
  • “The establishment in states neighbouring the Russian Federation of regimes, especially through the overthrow of legitimate institutions of state power, whose policies threaten the interests of the Russian Federation”
  • “subversive activities of special services and organisations of foreign states and their coalitions against the Russian Federation”
  • "The doctrine warns of attempts to undermine “historical, spiritual and patriotic traditions in defence of the Fatherland”, especially among young Russians."
  • "It also for the first time names “foreign private military companies in areas adjacent to the borders of the Russian Federation and its allies” as a military danger. "

-----------------------

Mér finnst sérstaklega áhugaverð - aðdróttunin um "erlend áhrif" á rússneska æsku.

En rússnesk æska, eins og æska annars staðar í tækniþróuðum löndum, er orðin "netvædd." Það auðvitað þíðir, að rússn. æska hefur kynnst straumum og stefnum - frá öðrum áttum.

Það getur auðvitað skapað umtalsvert - kynslóðabil í Rússlandi. Milli hinnar nýju netvæddi kynslóðar. Og þeirra eldri.

Það er í sjálfu sér ekkert nýtt við þau viðbrögð - að bregðast "neikvætt" við breytingum á hegðan "yngri kynslóðar" í samanburði við hegðan og hugsun þeirra eldri.

  • Ég get vel trúað því, að yngsta kynslóðin, sú sem hefur alist upp sl. 20 ár - sé ekki eins innrömmuð í dæmigerða rússn. þjóðernishyggju.
  • Og kynslóðirnar á undan, sem ólust upp við - ögun Sovétríkjanna.

Þetta finnst mér skynja úr þessum orðum - líklegt kynslóðabil innan Rússlands.

Ég hef einmitt heyrt í gegnum árin, að rússn. æska sé orðin mjög útsmogin í því, að - - forðast herþjónustu.

Ég get vel trúað því, að hinir eldri - skynji andlega afturför.

 

Hvað aðra þætti varðar, þá virðast þeir snúa að - - Úkraínumálinu. En eins og ég skil málið, þá hófst málið á tilraun Pútíns - - til þess að leiða fram aðra stefnumótun um framtíð Úkraínu, en Úkraínumenn sjálfir vildu. En úkraínsk stjv. höfðu samið samfellt í 7 ár við ESB um "aukaaðild" sambærilegan samning við EES, þegar samningum var nærri alveg lokið - - hófu rússn. stjv. að beita forseta landsins og stjórn hans, þrýstingi - - efnahags refsiaðgerðir, stigversnandi - þar til að forseti landsins sannfærðist um að láta að kröfum rússn. stjv., skrifa þess í stað undir sáttmála við Rússland um inngöngu í svokallað "Asíusamband" undir stjórn Rússlands.

  • Gallin við þann gerning, er að sá hefði bundið endi á - efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Sett efnahagsmál landsins, að stærstum hluta undir yfirráð Rússlands.
  • Pútín lætur sem að það sé það gersamlega sama, og það að vera í t.d. EES og - taka við reglugerðum frá Brussel.

En þ.e. ekki rétt, Ísland sem dæmi, getur hvenær sem er, sagt upp EES. Þ.e. formlega aðferðin, er að forsætisráðherra sendi formlegt bréf um afsögn til "sameinuðu EES nefndarinnar." Það erindisbréf - tekur formlega gildi nákvæmlega einu ári eftir móttaka þess er dagstimpluð.

Afsögn er því - - algerlega einhliða aðgerð af Íslands hálfu.

Að ganga í EES, felur því ekki í sér - - eftirgjöf fullveldis, sem ekki er afturkræf.

  • Til samanburðar, þá taka aðildarlönd að Asíusambandinu, við lögum og reglugerðum ákveðin af rússn. þinginu - þ.s. það þing er stimpilpúði valdaflokks Pútíns og co.
  • Ég stórfellt efa að samn. um aðild að "Asíusambandinu" kveði á um "einhliða uppsögn."

Síðan vildi úkraínska þjóðin, ekki sætta sig við þá útkomu - - að Rússland þ.e. Pútín, gæti ákveðið fyrir þeirra hönd, hvaða framtíðar fyrirkomulag mundi gilda fyrir þeirra land.

Sem ég skil afskaplega vel!

  • Bendi á til sbr. að ég að sjálfsögðu mótmælti tilraun Breta og Hollendinga, til þess að "troða upp á Ísland svokölluðum Icesave-greiðslum" skv. þeirra einhliða túlkun.

Að Íslendingar mótmæltu þvingunum Breta og Hollendinga, langsamlega flestir hverjir. Virðist mér skýr vísbending þess, að í sömu sporum og Úkraínumenn - - hefðu Íslendingar brugðist eins við.

Ég bendi á að auki, að Íslendingar knúðu "hrunstjórnina" til afsagnar - - þá sem lét undan Bretum og Hollendingum. Ég held það hafi örugglega verið hluti af reiði almennings. Að ætla að semja við Breta og Hollendinga um, Icesave greiðslur - - eftir þeirra þvingun.

Pútín aftur á móti heldur á lofti þeirri söguskýringu, að utanaðkomandi öfl - þ.e. Vesturlönd, hafi búið til uppreisn gegn lögmætri stjórn Úkraínu, byltingin hafi verið "valdarán" með aðstoð utanaðkomandi afla!

Ég skynja framsetningu hans, að erlendur undirróður sé ein af lykilhættum Rússlands, ekki síst í innanlandsmálum - - sem framhald af þeirri áróðurssyrpu sem mér virðist Pútín hafa rekið alveg frá þeirri stund er stjórninni í Úkraínu var bylt; og landið fært aftur af byltingarstjórninni til baka á hinn fyrra kúrs - þ.e. að semja við ESB um aukaaðild.

  1. En þ.e. ekki bara það, heldur grunar mig að þessi orð séu vísbending þess - - að ef andstöðuhreyfing gegn núverandi stjórn Rússlands, rís upp - í kjölfar efnahagshrunsins sem er að steypast yfir Rússland.
  2. Að slíkar andstöðuhreyfingar verði stimplaðar, sem einhvers konar, handbendi - erlends undirróðurs.
  • Sem gæti því þítt, að Pútín og Co, hyggist mæta slíkri hreyfingu, með fyllstu hörku. Ef slík hreyfing kemur fram.

Það getur auðvitað verið, að ég sé að lesa of mikið í þessi orð!

 

Niðurstaða

Ný öryggisstefna Pútíns, bendir til þess að sjónir hans beinist nú gegn meintum erlendum undirróðri innan Rússlands sjálfs - - sbr. vísun hans til þess að erlend öfl hafi steypt lögmætum stjórnum, að hans mati, í nágrannaríkjum.

Þessi orð slá mig dálitlum óhug - því að mig grunar að í ljósi efnahagsvandræða, sem almenningur muni finna fyrir á nk. ári. Þegar lífskjarahrapið ætti að verða tilfinnanlegt.

Þá gæti það orðalag sem fram kemur, gefið vísbendingu þess efnis - að Pútínsstjórnin gæti verið líkleg til þess. Að stimpla hverja þá móttstöðu sem kann að gjósa upp, sem handbendi erlendra undirróðurs afla.

Þannnig, að líkur væru þá á því, að slíkt gæti orðið - réttlæting fyrir valdbeitingu.

Þannig að Rússland Pútíns, gæti ef til vill endurtekið mistök síðasta keisara Rússlands, Nikulásar, er hann mætti svipaðri aðstöðu í upphafi 20. aldar. Lögregla keisarans framdi þá fræg voðaverk, er varð þvert á móti til þess - - að andstaðan magnaðist til mikilla muna. Svæ nærri lág að keisarastjórnin félli 1905.

Það verður að koma í ljós hvað gerist. Ef til vill er öryggislögrelan í dag, öflugari en öryggislögregla keisarans.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Maradir
  • Maradir
  • Rikisbref Bandar 2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 528
  • Frá upphafi: 864896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 488
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband