Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Færsla opinberra stofnana er sennilega versta mögulega leið sem unnt er að fara, til þess að efla starfsemi á Landsbyggðinni

Með þessari færslu árétta ég þ.s. ég skrifaði þann 1.12. sl. þegar ég fjallaði sérstaklega um færslu á Fiskistofu til Akureyrar. En nú hafa komið fram tillögur sérstakrar nefndar ríkisstjórnarinnar fyrir NV-land, þ.s. ef marka má fréttir:

RARIK á Krókinn og Gæslan í Skagafjörð- "Rarik á Sauðárkrók, Gagnaveita á Blönduós og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð."

Verða 3-viðbótar tilfærslur á starfsemi ríkisins frá höfuðborgarsvæðinu.

  1. Við ættum að þekkja rifrildið um flutning Fiskistofu - sem langt í frá er búið.
  2. Ráðherra hefur samþykkt að styrkja starfsmenn til að flytja.
  3. Þannig að tryggja að ekki þurfi að endurreisa rekstur stofnunarinnar á "0" punkti á hinum nýja stað.
  4. Sem auðvitað verulega magnar upp kostnað við aðgerð.

http://www.photo.is/k/40.gif

Það má að sjálfsögðu reikna með því að -starfsmenn- geri kröfu um sambærilega tilhliðran, ef á að færa Rarik á Sauðárkrók, Gagnaveituna á Blönduós og síðan rekstur skipa Landhelgisgæslu í Skagafjörð.

  • Í fréttum hefur komið fram "óánægja sveitastjórnarmanna" á þriðju-svæðum, t.d. Vestfjörðum, en einnig Austurlandi.
  • Mér virðist blasa það við, að aðrir landshlutar -utan höfuðborgarsvæðis- geri kröfu um að einnig fá opinberar stofnanir til sín með sambærilegum hætti.

Hafandi í huga að enn er ekki búið að hrinda færslu á rekstri Fiskistofu til Akureyrar í framkvæmd, þá virðist ljóst að það stefni nú í langvarandi rifrildi um opinberan rekstur á landsbyggðinni.

Og ekki síst um flutninga á störfum út á land, með þeirri aðferð að flytja opinberar stofnanir - - sannarlega með ærnum tilkostnaði.

  1. Höfum í huga að ríkið er með hallarekstur, enn.
  2. Þó að fjárlög geri ráð fyrir því að vera hallalaus, hefur Hagstofa látið okkur vita, að hagvöxtur sl. 9 mánaða hafi einungis verið 0,5% Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014.
  3. Sem er miklu mun lakara en reiknað var með - - > Það þíðir að forsendur fjárlaga um tekjur standast sennilega ekki. Þannig að þau séu líklega með halla.
  4. Svo að, það má þá virkilega velta því fyrir sér, hversu snjallt það er - - að verja hugsanlega milljörðum í flutninga á stofnunum út á land. En ég reikna með því að ef stefni í framkvæmd tillagna Landshlutanefndar fyrir NV-Land.
  5. Þá rísi fólk á Vestfjörðum, Suðurlandi og á Austurlandi - upp. Og gerir einnig kröfur til ríkisins um störf - og eflingu starfa í þeirra landshlutum.
  6. Þannig, að ef það lýtur út fyrir að tillögur Landshlutanefndar stefni á framkvæmdastig - - opnist visst Pandórubox.

Það má líkja þessu einnig við - > Leiðréttingu launa kennara.

En sú aðgerð virðist einnig hafa opnað, Pandórubox krafna annarra hópa.

  1. Ríkisstjórnin er nú í augljósum vandræðum með deilu við lækna.
  2. Sem krefjast "leiðréttingar" eins og kennarar.
  3. Nú, ef ríkið samþykkir tuga prósenta hækkanir til lækna, eins 2-ja stafa launahækkanir til kennara voru samþykktar - - > Þá mun hún á útmánuðum nk. árs fá yfir sig deilu við ASÍ - sem hefur lofað eigin félagsmönnum, að taka tillit til samninga sem hafa verið frágengnir 12 mánuðina á undan, þegar ákvörðun verður tekin um kröfugerð.

Það er nefnilega málið með Íslendinga - að við erum ávalt í samanburði hvert við annað.

Það er, hópar launamanna.

En einnig, ef tillögur Landshlutanefndar ná fram að ganga, þá er ég þess fullviss, að þá mun rísa upp alfarið sambærileg deila þ.e. rígur milli landshluta.

Og nú ríkisstjórnin glímir við, í tengslum við stéttafélög launamanna.

  • Það mun þá hellast yfir hana, kröfugerðir landsbyggðarfólks, sem mun rífast hvert um annað þveran - - um störf, sem það mun þá heimta að færð verði til þeirra frá ríkinu.
  • Sá kostnaður að sjálfsögðu bætist ofan á þann kostnað, sem lendir á ríkinu vegna hækkana launa hópa starfsmanna ríkisins.

Í öllum þessum látum að sjálfsögðu - tínast þá hagsmunir ríkisins.

Og það verður afar fjarri á enda, að fjárlög verði án halla!

 

Hvernig á þá að aðstoða landsbyggðina? Með skattaúrræðum!

  1. Ég er að benda á sama lærdóminn, og af samningum á vinnumarkaði. Þann að það gerist ávalt, að önnur stéttafélög krefjast sambærilegra hækkana. Ef þau telja að eitt félag sé að fá meira en þau.
  2. Þannig, að reynslan er að það þarf að samræma kröfugerð, síðan að sníða úrræði sem geta samtímis nýst sem flestum. Með öðrum orðum, þetta gengur ekki upp - - > Nema allir fái það ca. sama.
  3. Að þá þurfi að beita svipaðri hugsun þegar kemur að vanda landsbyggðar vs. þéttbýlis. Að ekki gengur að fara eins að og þegar kennarar fengu "leiðréttingu" að "leiðrétta stöðu eins landshluta." Því þá munu aðrir landshlutar fyrir utan höfuðborgarsvæðisins, með sambærilegum hætti. Gera kröfur um það að þeirra staða verði jöfnuð - með þeim hætti að þeir fái sambærilega tilhliðran. Sem þíðir þá að sjálfsögðu að ríkið drukknar undan kostnaðinum við þá kröfugerð. Eins og stefnir í drukknun ríkisins undan kröfugerð Lækna, síðan næstu hópa þar í framhaldi, ef læknar fá sínar kröfur í gegn, eins og kennarar fengu sitt fram.
  4. Það verði með öðrum orðum --> Að laga stöðu landsbyggðar með einni samræmdri aðgerð. Svo sambærilegi rifrildi við þ.s. ríkið nú glímir við gagnvart hópum launamanna. Sé forðað, þ.e. að landshlutar einstakir fari að togast um opinber störf og fyrir rest drukkni ríkið einnig undir þeirri kröfugerð - einnig.
  • Ég er að tala um, lægri tekjuskatt almennings í skilgreindum jaðarsvæðum, sem getur verið - stiglækkandi.

En ég mundi leggja til, að svæði landsins verði greind. Síðan skv. þeirri greiningu, sveitafélögum skipt upp í hópa skv. greinanlegum viðmiðum. Hugmyndin að hópaskipting fari eftir greiningu á - stigversnandi óhagræði, sbr. gæði samganga - smæð vs. stærð atvinnusvæðis - hvort um sé að ræða svokallað "kalt svæði" eða ekki - fjarlægð frá kjarna landsfjórðungs með öðrum orðum hversu afskekkt.

  • Ég geri einnig ráð fyrir því, að tekjuskattur fyrirtækja - geti verið lægri, a.m.k. á einhverjum hinna skilgreindu svæða, t.d. köldum svæðum.
  1. Málið með skattaleg úrræði er einmitt - að þau hafa þau áhrif að "auka það fé sem verður eftir í vösum fólks" sem og "fyrirtækja."
  2. Það þíðir, að slík úrræði fela það í reynd í hendur hvers og eins, sem og hvers og eins rekstraraðila - - að hagnýta sér þau bættu tækifæri sem úrræðin fela í sér.
  • Það er ekki verið - - að sækja úrræðin til ríkisins.
  • Eða sækja björgina - - til einhvers "bjargvætts."

Heldur væri þetta, almenn aðgerð, sem einmitt mundi gera þ.s. SDG hefur sjálfur talað um á góðum dögum, skapa jákvæða hvata.

  1. Með "skattalegum úrræðum" er hægt að mæta því vandamáli, að laun eru ívið lægri almennt á landsbyggðinni en á SA-horninu.
  2. Að auki er unnt að bæta fólki upp viðbótar galla t.d. á "köldum svæðum" með því að hafa afslátt á tekjuskatti ívið meiri þar.
  3. Að auki er unnt að hvetja til atvinnu-uppbyggingar á landsbyggðinni með skattalegum úrræðum, hvetja til fjárfestinga þar, og þar með fjölgunar starfa. Sem á endanum mundi einnig bæta lífsskilyrði og laun þar.

Í stað þess að færa einstaka stofnanir - - með miklu rifrildi í hvert sinn.

Væri málið leyst með einum rykk - - í almennri aðgerð. Og í leiðinni, efling atvinnulífs sett í hendur fólksins sjálfs sem býr úti á landi.

Ég held að það sé vel unnt að fá samþykki fyrir því að skattalegt umhverfi komi til móts við landsbyggðina - - ef málið er sett fram með nægilega sannfærandi hætti.

Þá meina ég, eftir greiningarvinnu, þ.s. sýnt væri fram á tiltekin mælanleg einkenni, sem unnt væri að hafa sem -óumdeild viðmið.-

Skiptingu einstakra sveitafélaga milli skilgreindra "hópa" væri unnt að láta sæta endurskoðun t.d. einu sinni per áratug, eða einu sinni annan hvern áratug.

 

Niðurstaða

Mér líst afar illa á þá leið sem virðist stefna, að efla atvinnulíf á landsbyggðinni með tilfærslu starfa. Það virðist mér ákaflega skilvirk leið til þess að framkalla ríg, rífrildi og leiðindi. Það er við starfsmenn ríkisins og milli einstakra landshluta. Rifrildi milli þeirra um opinber störf. Þeir eru líklegir að heimta að sinn hlutur sé réttur ef þeim virðist annar landshluti vera að fá meira. 

Þetta auðvitað bætist ofan á deilur þær sem ríkið þegar stendur í við einstaka hópa um kaup og kjör - - sbr. læknadeiluna, er ríkið virðist standa nánast ráðalaust gagnvart. Og er alveg fyrirfram vitað, að ef ríkið samþykkir þær kröfur, að þá koma næstu hópar launamanna og heimta einnig stórfelldar prósentu hækkanir.

Ríkið -eins og ég benti á- skóp að verulegu leiti sér þennan vanda, er það samþykkti 2-ja stafa launakröfur til kennara. Svokallaða -leiðréttingu launa þeirra- sem að sjálfsögðu hefur kallað fram kröfur annarra hópa launamanna um sambærilegar hækkanir eða "leiðréttingu."

Ríkið gæti verið við það - - að opna á sambærilegt "Pandórubox" þegar kemur að landshlutaríg, ef farið verður að tillögu Landshlutanefndar.

  • Í öllum þessu látum - tínist markmiðið um hallalausan ríkissjóð.
  1. Ríkið verður að átta sig á því, að eins og með vinnumarkaðinn þá gengur það ekki að "taka eitt svæði út" eins og það gengur ekki að taka einn hóp út fyrir sviga.
  2. Heldur verður í báðum tilvikum - - að bjóða upp á "samræmd úrræði."

Vanda landsbyggðar verði að leisa með almennum hætti, ekki einungis til að forða því allsherjar rifrildi sem annars verður og þeim kostnaði sem kröfur og gagnkröfur geta leitt á ríkið.

Heldur ekki síst, vegna þess að það sé mun skilvirkara að fela það í hendur hvers og eins einstaklings, eða fyrirtækis - - að leysa vanda síns svæðis. Því að þeir einstaklingar sem búa á hverjum stað, sem og rekstraraðilar starfandi þar - - hafa mun meira vit á því, hvað sé skilvirk fjárfesting þ.s. þeir eru - en ríkið eða pólitíkusar, þó þeir telja sig starfa fyrir viðkomandi svæði.

  1. Að úrræði til leiðréttingar stöðu svæða, felist fyrst og fremst í skattalegum úrræðum - - þannig að - -> Ríkið sé ekki að ákveða hver fær hvað, þegar kemur að störfum og atvinnu.
  2. Heldur sjái frjálsir einstaklingar og atvinnulíf, sjálft um það að skapa þau störf.

Ekki síst, er það málið - - að ég er ekki hrifinn af þeirri hugsun, að verið sé að sækja störf til ríkisins, björg til ríkisins - - það bæli sjálsbjargarviðleitni, sú hugsun að ríkið færi okkur björgina.

Ég vil frekar, beita úrræðum - sem efla sjálfsbjargar viðleitni. Sem hvetja til þess, að fólk taki málin í sínar hendur. Hvetja það til þess, að skapa störf á þeim svæðum þar sem það sjálft býr.

  • Ég er reyndar smávegis hissa á Framsóknarflokkknum - að vera að einblína á ríkisstörf.
  • Ég hefði búist við því frá, VG.

Í stað þess að horfa til skattalegra úrræða, sem mundu hjálpa fólki á svæðum með þeim hætti, að það hafi aukið fé milli handa - - svo það geti sjálft ákveðið hvað skal gera.

Ég hefði talið það standa Framsóknarflokknum nær, að efla sjálfsbjargarviðleitni. Skapa jákvæðar hvatir.

 

Kv.


Hinar miklu olíuverðslækkanir munu líklega leiða til hágengis Bandaríkjadollars, það hágengi gæti hugsanlega startað kreppu í einhverjum nýmarkaðslöndum

Málið er að það stefnir sennilega í verulega aukningu neyslu almennings í Bandaríkjunum, vegna olíuverðs lækkana. Þó að eldsneytisverð sé lægra í Bandaríkjunum en í Evrópu, þá vegur á móti að vegalengdir innan Bandaríkjanna eru verulegar -annars vegar- og -hins vegar- að opinber samgöngukerfi innan Bandaríkjanna eru almennt til muna lakari en í Evrópu.

Svo þrátt fyrir lægra eldsneytisverð - hefur olíuverðlagslækkun sennilega stærri neyslueflandi áhrif innan Bandaríkjanna en innan Evrópu.

"Brent crude...has plunged 45 per cent since mid-June, fell...to $61.73 a barrel."

Eins og sést á tilvitnun að ofan, er olíuverð nú að nálgast 60$ mörkin, miðað við hve hratt það hefur lækkað - - gæti það sigið niður í 50 og eitthvað.

  1. Þegar eru menn að spá verulegri neyslubylgju í Bandaríkjunum á nk. ári, því verulegum viðbótar hagvexti + ekki síst, verulegri fjölgun starfa í verslunargeiranum.
  2. Það má einnig reikna með aukinni eftirspurn í eignum almennt, ekki síst fasteignum - og þá því að fasteignaverð fari að rísa - - sem hefur þá viðbótar "auðs áhrif."
  • Þess vegna, má fastlega reikna með því sem fullkomlega öruggu nú, að "US Federal Reserve" muni hætta prentun fyrir árslok.
  • En ekki einungis það, heldur því má vænta að vextir í Bandaríkjunum fari upp fyrir "0" mun fyrr - - en haldið var t.d. fyrir 6 mánuðum.

Olíuverðlagslækkunin er að breyta verulega myndinni hvað varðar efnahag landa. Þeirra sem kaupa olíu og nota hana. Hún hljóti að efla hagvöxt í heiminum, nema að til komi undirliggjandi veikeikar sem kollvarpi slíkri niðurstöðu.

 

Það má vænta að gengi dollars muni rísa verulega á nk. ári

Áhugaverð aðvörun kom frá "Bank of International Settlements" á þeim nótum, að hækkun dollars gæti skapað vandræði innan svokallaðra "rísandi hagkerfa" eða "emerging economies."

Sjá: Quarterly Review

Það sem horft er á, er að árin þegar dollarinn hefur verið mjög lár þ.e. 2008-2013, var mjög mikið um það að einkafyrirtæki í "ný-markaðslöndum" eða "rísandi hagkerfum" væru að notfæra sér það að lántökur í dollar voru sérlega hagstæðar þau ár - - meðan að vaxtaumhverfið var mjög lágt þegar prentun Seðlabanka Bandar. var á fullu.

  1. Sömu ár var gengi dollars einnig sérlega hagstætt - miðað við gjaldmiðla þessara landa.
  2. En rísandi gengi dollars mun skekkja þá mynd, þ.e. þá hækka dollaralánin í andvirði miðað við andvirði þeirra fyrirtækja í nýmarkaðslöndum er tóku lán í dollar.
  3. Að auki, verða dollaralánin meira virði miðað við gjaldmiðla þeirra landa.

Íslendingar sáu þetta mjög vel - þegar gengi krónunnar lækkaði mikið í kjölfar bankahrunsins, að þá urðu þeir aðilar er höfðu tekið erlend gjaldeyrislán - - margir fyrir slæmu áfalli.

Þetta er þ.s. "BIS" er að vara við, að hækkun dollara geti skapað vandamál.

"...emerging market borrowers had issued a total of $2.6tn of international debt securities, of which three-quarters were denominated in dollars. International banks’ cross-border loans to emerging market economies amounted to $3.1tn in mid-2014, mainly in US dollars, the BIS added..."

  • Ný lán árin 2008-2013 voru upp á ca. 2.000 milljarða dollara til fyrirtækja í nýmarkaðslöndum skv. þessu.
  • Heildarumfang dollaralána sé ca. 3.100 milljarðar dollara.
  1. Menn hafa áður orðið vitni að því, að stórar sveiflur í gengi dollars, skapi vandamál í öðrum löndum. Gjaldþrot Argentínu 2000 er sennilega með frægari afleiðingum hækkun dollars á seinni hl. 10. áratugarins.
  2. En frægari er þó Asíufjármálakrísan sem varð á seinni hl. 10. áratugarins, þá í nýmarkaðslöndum Asíu.

BIS getur auðvitað ekkert fullyrt.

En engar upplýsingar liggja fyrir um - dreifingu þessara lána, sem hafa verið tekin af einkaaðilum.

En mörg þeirra voru ekki veitt með "dæmigerðum hætti" heldur með "útgáfu skuldabréfa" sem vestrænir fjárfestar í leit að "rentum" keyptu á markaði að því er virðist, umhugsunarlítið.

Þetta leiðir til þess, að engin leið er að spá fyrir um það - hver hættan er.

Heldur erum við að feta okkur inn í myrkrið, vitum ekki hversu alvarlegt þetta er, eða verður.

 

Niðurstaða

Bandaríkin munu líklega hafa góðan hagvöxt á nk. ári - þó það gagnist ekki Obama forseta sem á 2-ár eftir. Þá getur þetta gagnast Demókrötum þegar dregur að nk. forsetakosningum. En efnahags uppgangur -jafnvel þó að ríkjandi stjórnvöld séu ekki raunverulega að búa þann hagvöxt til- oftast nær gagnast þeim flokki sem er við völd.

Góður hagvöxtur á nk. ári, batnandi árferði næstu 2-misseri, gæti tryggt Demókrötum næsta forseta Bandaríkjanna. Hvort það verður "frú Clinton" á eftir að koma í ljós.

  • Á móti kemur óvissa um hugsanlega neikvæðar afleiðingar hækkandi dollars, en hann mun sannarlega hækka verulega, ef þetta allt rætist - sem mun efla kaupmátt Bandaríkjamanna enn frekar.
  • Ef það verður svo, að góður hagvöxtur skellur á í Bandaríkjunum nk. 2 ár.

Það þarf þó ekki að fara svo, að þó að aðvörun "B.I.S" reynist rétt, að kreppa skelli á í einhverjum "nýmarkaðslanda" - > að það leiði til neikvæðra efnahagslegra boðafalla, er mundu ná alla leið til Bandaríkjanna.

Á hinn bóginn, gæti verið þess virði, að fylgjast með Evrópu á sama tímabili - en lækkandi olíuverð þó það ætti einnig að vera að nokkru leiti efnahagslega jákvætt fyrir Evrópu. Getur hugsanlega dugað til að hrinda af stað verðhjöðnun í Evrópu. Þá reynir á viðbrögð Seðlabanka Evrópu - - það virðist loksins stefna flest í þá átt að "ECB" hefji sambærilega seðlaprentun á við þá sem Seðlabanki Bandar. stundaði um árabil. En á sama tíma, er það ekki enn algerlega víst - - of veik viðspyrna gæti leitt til verðhjöðnunarspírals í Evrópu.

Og því óvæntrar kreppuhættu.

 

Kv.

 


Væri það virkilega til að stórauka tekjur af afla - að innkalla allan kvóta, síðan bjóða hann upp á ári hverju?

Það er út af umræðu sem ég lenti í, sem ég fór að velta þessu máli fyrir mér - eina ferðina enn. En ég hef töluvert lengi verið efins um það, að þessi hugmynd - allur kvóti á uppboð; mundi raunveruleg leiða til þess. Að stórfellt auknar tekjur mundu berast til almennings.

 

Fyrst skulum við aðeins velta upp núverandi ástandi!

Það augljóst skapar verulegan hagnað hjá útgerðarfyrirtækjum, sem og hjá eigendum útgerðarfyrirtækja. Þetta telja áhugamenn um "uppboð" sönnun þess að þarna sé mikið magn fjár sem unnt sé að sækja með uppboðs aðferðinni.

En af hverju framkallar fyrirkomulagið hagnað?

  1. Fyrirtækin hafa öruggan kvóta ár hvert, sem þau geta gengið að sem vísum. Það þíðir að þau geta gert langtímaáætlanir um nýtingu þess afla sem þau vita að þau hafa aðgang að. Þetta þíðir ekki síst - - > Að þau geta gert framvirka sölusamninga við seljendur. Þ.e. selt framtíðar fisk óveiddan, einnig selt gert langtíma sölusamninga við sömu aðila. Punkturinn við þetta atriði - - > Er að þetta tryggir þessum útgerðaraðilunum betra verð en þau ella mundu fá. Ef þau gætu ekki tryggt öruggan fisk. Ástæða hagnaðar nr. 1.
  2. Öruggur kvóti, þíðir einnig "öruggar tekjur" sem leiðir til þess, að fyrirtækin teljast tiltölulega áhættulítil þegar kemur að lánaviðskiptum við banka eða fjármálastofnanir. Það þíðir að sjálfsögðu hagstæðari kjör á lánum, og einnig að bankarnir eru tilbúnir að lána til lengri tíma en þeir annars væru sennilega tilbúnir til. Þetta þíðir m.a. að þessi fyrirtæki eiga auðveldar með að "fjármagna fjárfestingar" sbr. kaup á skipum, endurnýjun skipa og búnaðar - þannig að efla starfsemi sína, ekki síst að tryggja að skipin séu ekki of gömul og léleg, búnaður úr sér genginn. Ástæða hagnaðar nr. 2.
  3. Öruggur kvóti þíðir einnig að auki, að útgerðarfyrirtæki geta hagað veiðum eftir því sem "hentar mörkuðum" til að hámarka verð, tryggja að ekki verði verðfall vegna offramboðs. Ástæða hagnaðar no. 3.
  • Því má ekki gleyma að góður hagnaður fyrirtækjanna, hefur skilað góðu verði á hlutafé - þannig háu markaðsvirði margra af þessum fyrirtækjum.

 

Þá er það spurning, hvaða áhrif það hefði, að setja kvóta á markað, og hafa uppboðin árleg?

Augljóst er þá búið að afnema "öryggið" hvað aðgang að afla varðar, og það auðvitað hefur nokkrar afleiðingar.

  1. Rökrétt séð, ætti það að leiða til þess, að útgerðarfyrirtæki geta ekki lengur tryggt "áreiðanlegt" framboð af fiski til seljenda. Svo að rökrétt afleiðing yrði sennilega - að þeir langtímtasölusamningar sem mörg betri stæð útvegsfyrirtækin hafa í dag "tapast" - -> Sen rökrétt ætti að leiða til þess, að mögulegur hagnaður útvegs fyrirtækja minnkar, vegna þess að þau verða af "tekjum." Ástæða minnkun hagnaðar nr. 1.
  2. Næsta rökrétta afleiðing, væri að lán til útvegsfyrirtækja yrðu dýrari en áður. En með því að breyta öryggi um afla í - óvissu um afla. Þá mundu þau hætta að verða eins traustir lánþegar. Sem ætti þá að gera banka og fjármálastofnanir mun tregari en áður, að veita þeim lán til langs tíma og að auki má reikna með hærri vöxtum. Þetta ætti rökrétt séð, að gera þeim erfiðar að fjármagna stórar mikilvægar fjárfestingar sbr. endurnýjun skipa, ný skip, eða ný tæki - eða útþenslu. Það má því reikna með því að flotinn mundi eldast, endurnýjun verða hæg. Þau mundu hætta að hafa efni á skilvirkustu tækni í boði hverju sinni. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 2.
  3. Þar sem kvótaeignin er ekki lengur örugg til langs tíma. Grunar mig að fyrirtækin muni leitast við að veiða hann upp sem fyrst - svo þau brenni ekki hugsanlega út með ókláraðan kvóta. Og það gæti aukið líkur á því, að afli berist á markaði þegar það síður hentar - þannig að verðfall verði vegna offramboðs. Þ.e. markaðsstýring sjávarfyrirtækja mundi verða síður skilvirk. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 3.
  • Svo má ekki gleyma því, að markaðsvirði útvegsfyrirtækja mundi hrynja verulega við slíka breytingu.
  • Mig grunar að það gæti leitt til þess, að mörg þeirra yrðu minna virði en eigin skuldir.
  • Það ofan í aukna óvissu um tekjur - mundi leiða til þess að bankar mundu innkalla lán, og kalla fram gjaldþrot margra þeirra.
  • Við slíkar aðstæður gæti einnig orðið verlegur eignabruni hjá útvegsfyrirtækjum þ.e. hrap eigna í andvirði. Þannig að lánatap yrði verulegt.
  • Spurning hvaða áhrif það hefði á heilsu fjármálakerfisins.

 

Punkturinn sem ég vildi koma að - - er að ég sé ekki að uppboðsfyrirkomulagið skili endilega meiri tekjum til almennings

Mér virðist eiginlega að hlutir geti æxlast alveg á hinn veginn.

  1. En vegna þess að mér virðist tekjumöguleikar útvegs fyrirtækja umtalsvert skertir, við það að framkalla óvissu um framtíðar afla og tekjur.
  2. Auk þess að fjárfestingakostnaður yrði verulega meiri að miklum líkindum.
  • Þá blasir ekki endilega við mér, að þau yrðu fær um að greiða mjög há verð fyrir kvóta á uppboðum.
  • Þvert á móti gæti það farið þannig, að verulega veikari fyrirtæki með mun slakari fjárfestingagetu - - mundu einmitt ekki geta greitt sérdeilis há verð.

En sumir ímynda sér að slíkir uppboðsmarkaðir stórfellt auki tekjur almennings af fiskveiðum.

 

Niðurstaða

Það hafa sumir verið hrifnir af þeirri hugmynd að setja allan kvóta á uppboð, sem haldin væru reglulega - jafnvel árlega. Í þessum pistli tók ég fyrir rökréttar alfeiðingar þess, að setja allan afla á markað og hafa þau uppboð - tíð. Þ.e. einu sinni á ári.

  1. Það er á hinn bóginn unnt að hugsa sér mun mildari uppboðs leið.
  2. Að einungis hluti kvóta sé á uppboði í hvert sinn, t.d. 20%.
  3. Og að kvóti sé til 5 ára a.m.k. En 20% regla mundi leiða til 5 ára reglu.

Það væri einnig unnt að miða út frá 10% og 10 ára reglu. Það má vera að sá kostur komi skárst út. En þá væru fyrirtæki enn fær um að bjóða langtíma sölusamninga, og áfram fær um að skipuleggja veiðar fram í tímann, og fjárfesta án þess að það verði óskaplega óhagstæð kjör. Þau ættu þá að hafa sæmilega getu til að bjóða í kvóta.

  • Ég skal ekki útiloka að skynsamt uppboðs fyrirkomulag geti leitt til eitthvað aukinna tekna af sjávarútvegi til almennings.
  • En á sama tíma er ég þess fullviss, að hugmyndir sumra um gríðarlega tekjuaukningu til almennings - séu of háleitar.

 

Kv.

 


Af hverju Náttúrupassi - - frekar en að hækka skatta á gistingu, eða á flug til og frá landinu?

Ástæðan hvað mig varðar er sú, að ég reikna ekki með því að ríkið muni láta það fé raunverulega fara til reksturs viðkvæmra ferðamannastaða á hálendinu og víðar um landið.

  • Ég bendi fólki á "vegagjaldið" sem á sínum tíma var sett á fót til uppbyggingar vega en hefur runnið stærstum hluta til ríkisins og farið í annð en til uppbyggingar vega og viðhald þeirra.
  • Ég get einnig nefnt "nefskattinn" sem var settur til þess að halda RÚV uppi, en rennur stærri hluta beint í ríkishýtina frekar en að fara í rekstur RÚV.

Ég er eiginlega viss, að í ljósi stöðu ríkisins, mundi skattur á flugferðir og/eða á gistingu hvort sem það væri á hótel eða tjaldstæði eða svefnpokapláss, eða almenn hækkun á vaski - -> Fara í almennan rekstur ríkisins.

Með öðrum orðum, mundi slíkur skattur - eins og lagt er til af þeim sem eru andvígir Náttúrupassa, ekki leysa það vandamál sem við stöndum frammi fyrir, að það verður að leggja aukið fé í uppbyggingu ferðamannastaða, því að náttúruperlur landsins liggja nú undir skemmdum vegna hratt vaxandi átroðnings vegna hratt vaxandi ásóknar af völdum hratt vaxandi fjölda ferðamanna.

Hratt vaxandi álag, kallar á aukið fé, því vaxandi álag kallar á frekari uppbyggingu aðstöðu til verndar viðkvæmri náttúru á hverjum stað, og veldur einnig vaxandi þörf fyrir viðhald göngustíga og annarrar aðstöðu - því að aukin ásökn skapar vaxandi álag.

Mynd - sjá Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/hagvoxtur_2014_0001.jpg

Mynd - sjá Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/hagvoxtur_2014_0002.jpg

Af hverju er ég þetta viss, að skattur mundi ekki fara til uppbyggingar ferðamannastaða? Málið er það neyðarástand, sem ríkir um rekstur ríkisins

  1. Ríkið er rekið með halla, því miður skv. nýjustu fréttum af efnahag landsins -sjá skannaðar myndir að ofan- þá komu þær slæmu fréttir að hagvöxtur á árinu sé undir væntingum þ.e. ekki nema 0,5% fyrstu 9 mánuði ársins: Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda. Þetta þíðir á áætlanir stjv. er byggðust á fyrri spá um hagvöxt milli 2-3% standast líklega ekki - en sennilega er þetta vísbending þess að hagvöxtur nk. ár sé einnig slakur. Þetta þíðir væntanlega að forsendur núverandi fjárlaga-frumvarps eru sennilega þegar brostnar. Ísland er með öðrum orðum, enn statt í þeim hæga hagvexti sem hófst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þrátt fyrir fullyrðingar sumra þingmanna, m.a. míns eigin flokks, þess efnis að aðgerðir ríkisstj. hafi stuðlað að auknum hagvexti. Er það ekki að sjást í hagtölum að svo sé. Þetta þíðir að sjálfsögðu að fjárlagafrumvarpið er ekki hallalaust raunverulega. Fremur en síðustu fjárlög síðustu ríkisstjórnar hafi verið það. Það virðist því enn til staðar óleystur fjárlagavandi hjá ríkissjóði - sem hvorki síðustu ríkisstjórn tókst að leysa úr né þessari hefur tekist fram að þessu að leysa, eða virðist ætla miðað við þ.s. af er.
  2. Ég veit ekki af hverju hagspár standast þetta illa - en þetta vandamál var einnig á sl. kjörtímabili að hagvöxtur var undir væntingum miðað við spár. En þetta er ekki bara hér. Eins og eftirminnilegt er þá stóðust áætlanir um efnahagsframvindu Grikklands ákaflega illa eftir að kreppan þar hófst 2010, það var eiginlega það eina sem mátti treysta á að framvindan mundi verða verri en spáð væri fyrir, aðrar kreppur landa í vanda einnig urðu verri en reiknað var með. Síðan hafa spár Seðlabanka Evrópu um efnahags framvindu evrusvæðis sem heildar einnig ekki ræst fram að þessu eftir að kreppan hófst, t.d. á þessu ári er framvindan enn eitt skiptið lakari en reiknað var með. Það er eins og að núverandi efnahagsástand geri spálíkön þau sem notuð eru ómarktæk, þannig að spárnar verða alltaf rangar. Það verður ekki of oft endurtekið þ.s. ég benti á sl. kjörtímabil að spá er ekki veruleiki.
  3. Miðað við þá lakari efnahagsframvindu er við blasir, þá mun áframhaldandi hallarekstur ríkisins halda áfram að ágera þann vanda ríkisins að það vantar gríðarlegt fjármagn í rekstur þess. Við erum að tala um það að byggingar ríkisspítalanna eru í það slæmu ásigkomulagi eftir skort á viðhaldi í fjölda ára, að sumar eru að verða ónýtar. Síðan eru launakröfur starfsfólks spítalanna t.d. lækna um á bilinu 30-50% hækkanir launa bersýnilega ekki fjármagnaðar enn og bætast ofan á þann hallarekstur sem fyrir er ef af þeim verður. Það er ekki langt síðan að forstjóri HAFRÓ kynnti að engin hafrannsóknarskip verða rekin á nk. fjárlagaári - hafið í huga þetta er sú stofnun sem fylgist með heilsu okkar mikilvægustu auðlyndar, að auki þarf stöðugt að rannsaka fiskigöngur, hvar þær eru- hve miklu magni- hvaða tegundir- sem og hitaskilyrði í sjónum o.m.flr. Svo má nefna að auki, að Landhelgisgæslan hefur einungis efni á að reka 1-skip af þrem. Þar af einungis með áhafnir fyrir 2-skip af þrem. Stóra þyrlan er mánuðum saman á ári hverju þessi árin erlendis í leiguverkefnum því gæslan hefur ekki efni á að reka hana hérlendis allt árið. Og þ.s. verra er, að þessi rekstrarvandi hjá ríkinu er ekki bara á þessum sviðum heldur endurtekur hann sig um flest svið rekstrar þess, sem og viðhald bygginga almennt hjá því - - ekki má gleyma viðhaldi vega sem rétt svo er nægileg til þess að þeir hrörni ekki þ.e. engin uppbygging. Samt í þessu ástandi er ríkið enn með hallarekstur.
  • Það er í ljósi þessa ástands - - að ég er þess fullviss að ríkið mun hirða til sín, allt viðbótar fé sem það aflar sér, með hækkunum skatta.
  • Það er sannarlega rétt að -tæknilega séð- hefur ríkið nægar tekjur af ferðamennsku nú þegar til þess að þær geti staðið undir uppbyggingu staða, á hinn bóginn er þessi ábending "tautologia" því að þ.e. bersýnilegt af útgjaldavanda ríkisins og hallarekstri (er í ljósi lakari efnahagsframvindu virðist stefna í áframhald þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar til þess að skila hallalausum fjárlögum - en lakari framvinda bersýnilega gerir tekjuhlið þeirra fjárlaga ómarktækan)--> Að ríkið er löngu farið að nota allt það fé í annan rekstur þess, það sé því ekki hægt að nota það fé til uppbyggingar ferðamannastaða nema að "skera einhvern annan rekstur ríkisins niður á móti" eða "með því að auka hallarekstur ríkisins því söfnun skulda enn frekar." Hvorug þeirra leiða virðist áhugaverð - svo meir sé ekki sagt.

Það blasi því við að það þurfi nýtt fé til uppbyggingar ferðamannastaða.

Á sama tíma blasir við, að það má ekki vera "skattur" því þá rennr það fé til ríkissjóðs, og þaðan mundi það fé ekki streyma til uppbyggingar ferðamannastaða.

Því er sú leið sem lögð hefur verið fram, að hækka gjöld á flugferðir eða hækka vask eða hækka vask sérstaklega á öll form gistingar - - > ófær. Því það fé muni ekki renna til uppbyggingar ferðamannastaða, heldur í ríkishýtina.

  1. Niðurstaðan er við blasi, er því sú að eina leiðin sé að búa til nýjan gjaldstofn sem ekki skilgreinist sem skattur - - þannig að féð komi aldrei við í ríkissjóði.
  2. Nota þann gjaldstofn til þess að búa til "sjálfstæðan sjóð" sem rekinn væri alfarið óháður rekstri ríkisins - - > til að forða þeirri útkomu að ríkið hirði þetta fé í eigin hýt.
  3. Eins og "Náttúrupassinn" er hugsaður, þá er hann seldur til allra sem vilja sjá þá staði sem njóta sérstakrar verndar(tæknilega getur fólk valið að kaupa ekki passa samtímis því að það velur að forðast þá staði sem þarf passa til aðgöngu, ég reikna einnig með að einhverjir erlendir ferðamenn muni velja það sama því muni passinn einnig hafa þau áhrif að dreifa umferð ferðamanna á 3-staði þannig að afskekktari svæði njóti þá aukinnar umferðar og þeirra tekna sem þeirri umferð fylgir) og gildir jafnt um alla sem vilja sjá þá tilteknu staði. En skv. EES má ekki mismuna. Svo þ.e. eina færa leiðin að hann gildi um alla jafnt. Það fé sem fæst er lagt í "alfarið sjálfstæðan sjóð" (frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fyrir Alþingi svo ég er eingöngu að gera ráð fyrir að rökréttasta leiðin sé farin að sjóðurinn sé sjálfstætt rekinn) sem ekki verður þá rekinn sem hluti af öðrum rekstri ríkisins, síðan muni sjóðurinn hafa stjórn sem skipuð verði af fulltrúum ríkisins sem og aðila í ferðaþjónustu.

 

Við verðum að taka tillit til þess breytta veruleika að Ísland er að stefna í milljón ferðamenn ár hvert

Þetta er algerlega nýr veruleiki, en það þíðir að mörg hundruð þúsund manns eru að sækja ár hvert þekktustu og vinsælustu náttúruvætti landsins. Þetta felur í sér gríðarlegan átroðnings vanda - sem kallar á mikla fjármagnsþörf svo að staðirnir umræddu verði ekki fyrir óbætanlegu tjóni. En við erum að tala um að það hugsanlega stefni í það, að loka verði jafnvel sumum stöðum alfarið um óákveðinn tíma ef ekki verður unnt að forða frekari skemmdum.

  1. Það þíði ekki að stinga hausnum í sandinn, þverneita að takast á við veruleikann eins og hann er, sem sé að ástandið kallar á stórfellt aukið fjármagn til ferðamála.
  2. Á sama tíma að það blasi við, að ríkið muni -eigin útgjaldavanda vegna- óhjákvæmilega hirða til sín hven þann skatt sem búinn mundi verða til.

Ég með öðrum orðum, kem ekki auga á nokkra færa leið til þess að framkalla það fjármagn sem þörf er fyrir.

Án þess að ríkið hirði það fjármagn í eigin hýt.

Sem er skárri, heldur en sú leið sem er nú í boði, náttúrupassi.

  1. Þeir sem ríghalda í þá hugsjón, að ferðir um landið verði að vera frjálsar.
  2. Ásaka ég um einmitt að stinga hausnum í sandinn.
  • Það sé óábyrg afstaða fullkomlega.

Við þurfum að bera ábyrgð á landinu okkar, sýna það í verki að við höfum þroska og þá víðsýni, að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka - - svo að stjórtjóni á þeim náttúruvættum sem við segjumst bera virðingu fyrir sé forðað.

Við eigum að fórna þeim rétti að fara allra okkar ferða um landið án þess að borga fyrir þann rétt - - vegna þess einmitt að við elskum okkar land.

Þannig sýnum við einnig - - að við séum til í að fórna því til sem þarf til að fórna, svo að landið okkar verði ekki fyrir fyrir tjóni, sem gæti reynst óbætanlegt.

Þetta sé það öfuga við sjálfselska huguns, að vera til í að færa fórnir - - það að vera til í að brjóta odd af því sem við teljum okkar rétt, til þess að það sem við teljum okkar sameiginlegu eign, sé varið tjóni - - > Það að neita aftur á móti að færa nokkra fórn til þess að verja okkar sameiginlegu eign <--> sé sennilega akkúrat sjálfselsk afstaða.

 

Niðurstaða

Ég styð "náttúrupassa" vegna þess að ég tel hann minnst slæmu leiðina í boði til þess að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með því að sú uppbygging verði nægilega vel fjármögnuð, þá verði náttúra landsins einnig varin því tjóni sem hratt vaxandi átroðningur af völdum hratt vaxandi ferðamennsku, er annars að orsaka. Við getum með því að fórna hluta af okkar rétti til frjálsra ferða um landið - - stuðlað að því að verja landið okkar fyrir tjóni. Með því sýnum við í verki þann skort á sjálfselsku, að við séum til að fórna því sem til þarf, svo að landið býði ekki tjón. Þessi réttur má ekki vera það "heilagur" að ekkert sé unnt að gera til þess að forða landinu frá tjóni - - en slík afstaða væri afskaplega vil ég meina "sjálfselsk" að auki afar "skammsýn" sem og að auki "þröngsýn."

Stundum þarf að gefa eitthvað eftir, til að verja það sem okkur öllum er kært.

Að neita að gefa það eftir sem til þarf, til að vernda sameiginlega hagsmuni - sé sjálfselsk afstaða að mínu viti.

Ég sé enga skárri lendingu, styð því málið af heilum hug.

Ég verð að undirstrika eitt: Vegna þess að ég heyrði í fréttum viðtöl blaðamanna við almenning. Þá virðist það viðhorf algengt að það sé rangt að láta Íslendinga borga. En í lagi að útlendingar geri það. Að slíkt er ekki valkostur sem er í boði - því það er brot á EES reglum sem færðar hafa verið í íslensk lög, að mismuna útlendingum og Íslendingum með slíkum hætti. Með öðrum orðum, sama regla verður að gilda hvort tveggja fyrir Íslendinga og útlendinga. Svo það sé á hreinu.

 

Kv.


Flutningur Fiskistofu virðist virkilega vera slæm hugmynd

Ég hvet ráðherra Framsóknarflokksins, og sérstaklega nánar tiltekið -varaformann Framsóknarflokksins- til þess að falla frá tilfærslu Fiskistofu til Akureyrar. Eins og fram kemur í frétt RÚV þá er áætlaður umtalsverður kostnaður við þá tilfærslu:

Hundruð milljóna í flutning Fiskistofu

"Meirihluti fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að flutningur Fiskistofu til Akureyrar kosti alls 209 milljónir. Þar af verði 175 milljónir greiddar á næsta ári."

"Samkvæmt breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið verða 70 milljónir teknar af byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar, 60 milljónir verða greiddar úr ríkissjóði og loks verða 45 milljónir teknar af fjárveitingum til Fiskistofu. Afgangurinn, 34 milljónir, verður svo greiddur árið 2016."

Þetta virðist vera - slæm meðferð á almennu fé, ekki síst í ljósi þess að ríkið er að berjast við það verkefni að ná niður hallarekstri, og að á sama tíma er alvarlegur fjárskortur víða að finna í rekstri ríkisins.

Svo tel ég vera unnt að efla landsbyggðina með miklu mun skilvirkari hætti!

 

Færsla opinberra stofnana er sennilega versta mögulega leið sem unnt er að fara, til þess að efla starfsemi á Landsbyggðinni

Það deilir enginn um að til staðar er aðstöðumunur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins - að opinber störf leita þangað frekar, að margvíslegur resktur þrífst þar frekar.

Ekki síst að launakjör eru almennt betri á SA-horninu.

En það eru til aðrar aðferðir en þessi - til þess að rétta hlut landsbyggðarinnar.

  1. Að færa störf frá einu sveitarfélagi til annars, eins og til stendur, er nánast fullkomin uppskrift að deilum - - þ.e. milli sveitafélaga, milli landshluta. En ekki síst, við opinbera starfsmenn, sem ætlast er til að færi sig og sínar fjölskyldur.
  2. Höfum í huga að auki, að ímynd Framsóknarflokksins ætti einnig að skipta flokkinn máli - þ.e. hver hún er hér á SA-horninu ekki síður en það skipti flokkinn hver hún er í öðrum landshlutum. Ef fólk á SA-horninu upplifir að flokkurinn - sé þeim andstæður, þá grunar mig að það dragi úr líkum á stuðningi við hann á þessum fjölmennasta landshluta landsins.

Það sem ég hef að auki við þessa leið að athuga, er að hún virðist fela í sér þá hugsun - - að sækja björgina til ríkisins.

  • Það tel ég, bæla niður sjálfbjargarviðleitni.
  • Sem ég vil miklu frekar - byggja á, og efla.

Það sem ég er að pæla í, er þ.s. Sigmundur Davíð hefur stundum orðið tíðrætt - - þ.e. þá þörf að skapa jákvæða hvata.

Þ.e. einmitt í þá átt, að skapa jákvæða hvatningu - að efla sjálfsbjargarviðleitni - - > Sem mínar sjónir beinast.

 

Hvað legg ég þá til í staðinn? Svar-skattaleg úrræði!

  • Ég er að tala um, lægri tekjuskatt almennings í skilgreindum jaðarsvæðum, sem getur verið - stiglækkandi.

En ég mundi leggja til, að svæði landsins verði greind. Síðan skv. þeirri greiningu, sveitafélögum skipt upp í hópa skv. greinanlegum viðmiðum. Hugmyndin að hópaskipting fari eftir greiningu á - stigversnandi óhagræði, sbr. gæði samganga - smæð vs. stærð atvinnusvæðis - hvort um sé að ræða svokallað "kalt svæði" eða ekki - fjarlægð frá kjarna landsfjórðungs með öðrum orðum hversu afskekkt.

  • Ég geri einnig ráð fyrir því, að tekjuskattur fyrirtækja - geti verið lægri, a.m.k. á einhverjum hinna skilgreindu svæða.

Málið með skattaleg úrræði er einmitt - að þau hafa þau áhrif að "auka það fé sem verður eftir í vösum fólks" sem og "fyrirtækja."

Það þíðir, að slík úrræði fela það í reynd í hendur hvers og eins, sem og hvers og eins rekstraraðila - - að hagnýta sér þau bættu tækifæri sem úrræðin fela í sér.

  • Það er ekki verið - - að sækja úrræðin til ríkisins.
  • Eða sækja björgina - - til einhvers "bjargvætts."

Heldur væri þetta, almenn aðgerð, sem einmitt mundi gera þ.s. SDG hefur sjálfur talað um á góðum dögum, skapa jákvæða hvata.

  1. Með "skattalegum úrræðum" er hægt að mæta því vandamáli, að laun eru ívið lægri almennt á landsbyggðinni en á SA-horninu.
  2. Að auki er unnt að bæta fólki upp viðbótar galla t.d. á "köldum svæðum" með því að hafa afslátt á tekjuskatti ívið hærri þar.
  3. Að auki er unnt að hvetja til atvinnu-uppbyggingar á landsbyggðinni með skattalegum úrræðum, hvetja til fjárfestinga þar, og þar með fjölgunar starfa. Sem á endanum mundi einnig bæta lífsskilyrði og laun þar.

Í stað þess að færa einstaka stofnanir - - með miklu rifrildi í hvert sinn.

Væri málið leyst með einum rykk - - í almennri aðgerð. Og í leiðinni, efling atvinnulífs sett í hendur fólksins sjálfs sem býr úti á landi.

Ég held að það sé vel unnt að fá samþykki fyrir því að skattalegt umhverfi komi til móts við landsbyggðina - - ef málið er sett fram með nægilega sannfærandi hætti.

Þá meina ég, eftir greiningarvinnu, þ.s. sýnt væri fram á tiltekin mælanleg einkenni, sem unnt væri að hafa sem -óumdeild viðmið.-

Skiptingu einstakra sveitafélaga milli skilgreindra "hópa" væri unnt að láta sæta endurskoðun t.d. einu sinni per áratug, eða einu sinni annan hvern áratug.

 

Niðurstaða

Ég að sjálfsögðu er sammála því að það þurfi að draga úr aðstöðumun milli SA-hornsins og landsbyggðar. Á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að unnt sé að gera það með betri aðferð heldur en þeirri. Sem felst í því að færa eintakar stofnanir með stjórnvaldsákvörðun út á land.

Ég er ekki hrifinn af þeirri aðferð, vegna þess að ég tel hana skapa deilur, að auki er ég ekki hrifinn af þeirri hugsun - að sækja björgina til ríkisins.

Ég vil ég mun frekar beita þeirri aðferð, að skapa jákvæða hvata.

Með öðrum orðum, beita almennu úrræði sem mundi vera tilraun til þess, a.m.k. draga úr því forskoti sem SA-hornið hefur á restina af svæðum landsins.

Ég á ekki von á því, að unnt verði að "núlla" það forskot algerlega af. En það ætti hið minnsta að vera mögulegt, að minnka þann aðstöðumun og það umtalsvert - með einni almennri aðgerð.

Sem þá væri til muna skilvirkari leið, heldur en að færa stöku stofnanir milli landshluta.

 

Kv.


Styð eindregið innleiðingu "náttúrupassa"

Tek fullkomlega undir rökstuðning ráðherra: Telur náttúrupassa vera sanngjarna leið. Sammála henni, að það sé kostur við -náttúrupassa- að þá sé ekki verið að skattleggja eina tegund af ferðaþjónustu umfram aðra, heldur felist í -náttúrupassanum- almenn álagning á ferðamenn, og því að - - > Auknar tekjur af ferðmamönnum skila sér til að fjármagna uppbyggingu aðstöðu á ferðamannastöðum. Mér skilst að gjaldið eigi að renna í sameiginlegan sjóð, sem síðan fjármagni einmitt framkvæmdir á ferðamannastöðum. Rétt til að fjá fé úr þeim sjóði, eigi þá allir ferðaþjónustuaðilar - - fyrir utan þá sem viðhafa eigin gjaldtöku.

Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Af hverju Náttúrupassa?

Þeir sem hafa ferðast erlendis hafa væntanlega veitt því athygli, að víðast hvar þarf að greiða aðgang að þekkum náttúruvættum. Mér vírðist því sá ótti, að upplifun erlendra ferðamanna mundi bíða hnekki ef aðgangur að vinsælum náttúruvættum hérlendis væri ekki lengur frír - ástæðulaus með öllu.

Það sem virðist standa að baki, sé ákveðin "frelsishugmynd" þ.e. Íslendingar hafa verið vanir því, að hér sé aðgangur frír og við getum hegðað okkur með okkar eigið land eins og okkur sínist, vafrað hvar sem er - hvenær sem er og ekki þurfa að borga nokkrum fyrir.

Á hinn bóginn, með milljón erlenda ferðamenn, þá er álagið á vinsæla staði orðið slíkt - - að mikið þarf til að kosta svo að aðstaða sé -ásættanleg, eða jafnvel, staðurinn sé ekki -lífshættulegur.

Íslenska ríkið einfaldlega ræður ekki við það verkefni, að fjármagna svo vel sé aðstöðu á ferðamannastöðum - - ég veit að tekjur eru af ferðamönnum umtalsverðar nú þegar; en hvernig sem okkur líkar, þá er ríkið í vandræðum með fjármögnun fjölmargra atriða.

  1. Við höfum öll heyrt um ástandið á sjúkrahúsum landsins, að byggingar Landspítala séu í alvarlegu ástandi, sumar jafnvel -ónítar-.
  2. Þ.e. mikil óánægja með kjör hjá starfsfólki heilbrigðiskerfisins, kröfur um bættar tekjur.
  3. Fyrir nokkrum vikum síðan, kynnti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, að engin hafrannsóknarskip verði rekin á nk. ári, þeim öllum lagt - - > Hugsa sér, þetta er sú stofnun sem sér um að fylgjast með heilsu okkar helstu auðlindar.
  4. Landhelgissgæslan rekur nú bara eitt af þrem skipum, á ekki lengur einu sinni mannskap til að manna flr. en tvö af þeim - aðalþyrlan er mánuðum saman erlendis að sinna leiguverkefnum svo gæslan hafi enfi á að halda henni.
  5. Aðhald og niðurskurður er hvítvegna í ríkiskerfinu - - samt berst ríkið í bökkum við það að ná endum saman.

Við þessar aðstæður, þá er algerlega augljóst, að ríkið er ekki að verja fjármagni í uppbyggingu ferðamannastaða. Ekki þegar sumar byggingar Landspítalans eru að verða ónítar.

Þá er ekki um annað að ræða, en að sækja það fjármagn sem til þarf - - til ferðamannanna sjálfra.

Þessi aðferð, gjaldtaka í formi sölu á náttúrupassa, sem myndar sameiginlegan sjóð, sem aðilar í ferðaþjónustu geta fengið fé úr, svo fremi sem aðgangur að viðkomandi ferðastað er þeim takmörkunum háður að viðkomandi þarf að framvísa "náttúrupassa" til að fá aðgang - - > Virðist mér sanngjörnust.

  • Þá er ekki rukkað við inngang, einungis beðið um að framvísa passanum.
  • Passinn er þá væntanlega keyptur þegar við komuna til landsins.

Síðan fjármagna ferðamenn uppbyggingu aðstöðu við náttúruvætti sem þeir vilja sjá.

Það einmitt þykir mér eðlilegt, að þeir borgi sem vilja sjá.

Eðlilega gildir reglan um náttúrupassa fyrir alla - ég hef ekki kynnt mér nýju lögin, en ég sé ekki að nokkur önnur leið sé fær, því að á EES gildir almenn jafnræðisregla sem þíðir að öll mismunun er bönnuð.

Þá þurfa Íslendingar einnig að kaupa "náttúrupassa" ef þeir vilja fara inn á þá staði, sem njóta styrkja úr sjóð þeim sem fé fyrir náttúrupassa rennur í.

Mig grunar að það atriði, skýri að stórum hluta andstöðu, þ.e. fólk sé pyrrað yfir því að þurfa að borga aðgang, þegar það hefur svo lengi verið vant því að þurfa ekki að borga.

  1. Ég prívat og persónulega, lít á það sem hina eðlilegu og sanngjörnu aðferð.
  2. Að þeir sem vilja sjá, fjármagni aðstöðu þá sem þarf að vera, svo þeir sem vilja sjá geti farið um staðinn, án þess að vera persónulega í hættu, eða að þeir traðki viðkvæman gróður - skemmi náttúruvættið sjálft.

 

Niðurstaða

Ég er einmitt á því, að unnendur íslenskrar náttúru ættu að fagna "náttúrupassanum" því að með tilkomu þess sjóðs sem til verður, muni fjármögnun uppbyggingar nauðsynlegrar aðstöðu verða til muna tryggari. Sem ætti að leiða til þess að aðstaða á stöðum batni í framtíðinni. Þannig að þar með minnki sú hætta sem orðin er umtalsverð, að vaxandi ásókn í íslensk náttúruvætti valdi óbætanlegu tjóni einmitt á þeim náttúruvættum.

Þetta séu því góðar fréttir fyrir náttúruvernd á Íslandi.

----------------------------

Bendi á það atriði, að "náttúrupassi" er tegund af skatti sem fólk þarf ekki að borga nema það vilji skoða þá staði, þangað sem ætlast er til að fólk hafi passa. Það þíðir með öðrum orðum, að ef þú velur að skoða þá staði sem verða áfram utan þess kerfis - þá getur þú notið þeirra í staðinn og valið að sleppa við þetta gjald eða skatt.

Þetta er atriði sem gerir þessa tegund skattlagningar sanngjarnari en flest form af skattlagningu - að geta valið að borga ekki.

Önnur skattlagning sbr. gistináttagjald - gjald af flugmiðum, er þá annars eðlis. En þá hefur viðkomandi ekki val að borga það ekki - ef um erlendan aðila er að ræða sem ætlar t.d. að ferðast hingað í viðskiptaerindum, eða koma hingað til að hitta ættingja. 

Eina valið væri að - sleppa því að koma hingað.

Það síðasta sem við viljum er að fæla gestina frá - - það getur einmitt gerst ef við gerum gistingu dýrari, jafnvel flugerðir einnig. 

Náttúrupassi ætti ekki að hafa þannig fælingaráhrif. Því að hann hækkar ekki gistingarkostnað né gerir hann ferðalög hingað dýrari - - og þ.e. margs að njóta hér annars ef viðkomandi vill ekki kaupa sér náttúrupassa.

 

Kv.


Hvet ríkisstjórnina að hætta alfarið við skattahækkunaráform sín

Þþað voru margir stóryrtir út í skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar. Og það hefði sannarlega verið galað hátt af þáverandi stjórnarandstöðu - núverandi stjórnarflokkum, ef sú ríkisstjórn hefði lagt til sambærileg áform - þ.e. hækkun álagningar virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í annað af tvennu 11% eða 12%.

Ég samþykki ekki þau rök að það sé gagnleg aðgerð, að minnka bilið milli efra og neðra skattþreps.

Ég sé ekki að það skipti nokkru máli, að bilið sé breitt sem þ.e. meðan matarskattur er 7%, eða það sé mjókkað með því að hækka hann í 11% eða 12%.

Ég sé ekki hvaða meinta hagræði það hefur í för með sér.

  • Ef menn vilja lækka skatta.
  • Samtímis einfalda skattkerfið.
  • Væri það sannarlega skattalækkun, og samtímis kerfiseinföldun - að fella niður vaskálagningu alfarið á matvæli.
  • Það er, 0% í stað 7%.

Sem mundi vissulega vera vinsæl aðgerð, líklega til að auka fylgi ríkisstjórnarinnar.

 

Fylgiskönnun MMR

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

Leiðréttingin skilar Framsókn ekki auknu fylgi

1411 fylgi 01

Ég bendi fólki á að ríkisstjórnin er ekki að uppskera neitt sérdeilis mikið fyrir - leiðréttingu lána.

Fylgi hennar upp 2%, á sama tím og Framsóknarflokkurinn sá sem lofaði leiðréttingu - og stóð síðan við það loforð; er ekki beint að uppskera verulega fylgisaukningu.

  1. Það er augljóst, að hækkun matarskatts er óvinsæl aðgerð.
  2. Ég vil frekar að ríkisstjórnin loki þessum fjárlögum með "halla" en að láta matarskattinn ganga í gegnum þingið.
  3. Þetta er of dýru verði keypt fylgislega - - en fólk upplifir þetta, að ríkisstjórnin sé að "gefa" og "taka" þ.e. önnur höndin gefur / hin höndin tekur.
  4. Ég er alveg viss að mörgum finnst tvískinnungur í þeim aðgerðum.

Ef spár um hagvöxt nk. árs standa - verða fjárlög öruggugglega hallaus, síðar meir. En ríkisstjórnin hefur enn 2-viðbótar ár til að skila hallalausum fjárlögum.

 

Niðurstaða

Hættið við matarskattinn, svo að fylgi ríkisstjórnarinnar - rýrni ekki frekar. En ef mótstreymið frá andstöðunni við matarskattinn er slíkt, að Framsóknarflokkurinn uppsker ekki neina umtalsverða fylgisaukningu vegna "leiðréttingu lána" þó sá flokkur hafi verið potturinn og pannan að baki því loforði - þá ætti það blasa nægilega vel við að hafna þessu áhugamáli Sjálfstæðisflokksins sem hækkun matarskatts er.

En ég trúi því ekki, að "mótaðgerðir" verði slíkar að þessi skattahækkun, skili ekki tekjum í ríkiskassann.

Þ.e. augljóst tilgangur - að sækja aukið fé, ergo skattahækkun.

Það síðasta sem ég mundi skattleggja sérsaklega - eru matvæli.

Þ.e. skemmtilegt að ryfja upp, að þegar Davíð Oddson fór fyrir Sjálfstæðisflokknum, þá var það eitt árið baráttumál flokksins, að ná fram - lækkun matarskatts. Áhugavert að undir núverandi forystu sé sami flokkur á alfarið öndverðri skoðun.

 

Kv.


Ég átta mig ekki á því af hverju Vesturveldi eru svo lin í stuðningi við Úkraínu

Málið er að aðildarlönd ESB neita að senda vopn til Úkraínu. Á sama tíma t.d. og þau eru að senda vopn til Kúrda í Sýrlandi og Írak. Meðan að Bandaríkin hafa einungis séð úkraínska hernum fyrir "létt vopnum" þ.e. ekki skriðdrekum né hervélum né fallbyssum.

Á sama tíma, er úkraínski herinn búinn úreltum tækjabúnaði, sem varð eftir á landi Úkraínu þegar Sovétríkin liðuðust í sundur á sínum tíma. Og mjög sennilega verið lítt uppfærður tæknilega.

Á sama tíma, líta rússnesk vopn enn mjög svipað út og 1991, en munurinn liggur í því - að Rússar hafa varið umtalsverðum fjárhæðum í það að uppfæra sinn vopnabúnað tæknilega, þ.e. betri tölvur - betri miðunartæki - nýjar vélar o.s.frv.

Og ekki síst, Rússland hefur varið mun meira fjármagni í þjálfun hermanna, heldur en Úkraína.

  1. Verr vopnum búinn her.
  2. Og lakar þjálfaður.
  • Ekki má gleyma, mun stærri her Rússlandsmegin.

Þ.e. full ástæða að ætla, að eftir nýlegar vopnasendingar frá Rússlandi - séu uppreisnarmenn í dag, með betri búnað. Og það má einnig vel vera, að þeirra þjálfun sé einnig betri - en það virðist að rússn. herinn reki þjálfunarbúðir rétt handan landamæranna.

Biden promises to support Kiev – but not with heavy weapons

Biden Assails Russian Intervention in Ukraine as ‘Unacceptable’

 

Samkvæmt fréttum, hafa 1000 manns fallið meðan - svokallað vopnahlé hefur staðið yfir

Vopnahléð svokallaða, virðist eingöngu hafa - minnkað bardagana að umfangi. En allan liðlangan tímann, hafa staðið yfir harðir bardagar milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna um flugvöll Donetsk borgar.

Miðað við fregnir um miklar vopnasendingar til A-Úkraínu frá Rússlandi.

Þá gæti stefnt í það að uppreisnarmenn, hefi aftur fulla sókn gegn stjórnarhernum. Þá með þann tilgang, að hrekja hann út úr Luhansk og Donetsk héruðum. Hið minnsta það.

Það er þó ótti uppi um það, að einnig verði sókn hafin til Suðurs - - þ.e. til Mariupol sem er hafnarborg á strönd Azovshafs, og síðan áfram hugsanlega alla leið til Odessa.

En án Odessa, mundi Úkraína verða nánast alveg lömuð efnahagslega.

En fréttir hafa borist af því, að flutningur á vistum til Krím-skaga. Hafi gengið brösulega, byrgðir af kolum og jafnvel mat - séu ekki miklar.

Það gæti verið freystandi því, að mynda landtengingu í gegnum Úkraínu við Krím-skaga.

  • Það mundi þó líklega leiða til mjög mikils straums flóttamanna, því að meir en helmingur íbúa S-Úkraínu eru "ethnic" Úkraínumenn.
  • Að auki væri ekki sérdeilis ósennilegt, að skærustríð gæti hafist gegn hugsanlegu "hernámsliði" af rússnesku bergi, hvort sem það væru uppreisnarmenn eða hermenn rússneska hersins.
  1. Punkturinn í þessu er - - að tregða NATO landa til að vopna úkraínska herinn.
  2. Að sjálfsögðu eykur líkurnar á þessari útkomu.

Því sú tegða getur sannfært uppreisnarmenn, og stjv. í Kreml - að óhætt sé að láta til skarar skríða að nýju.

Menn virðast hafa gleymt lærdómi "Kalda-stríðsins" sem var sá, að einbeitt mótstaða var lykillinn að því að forða stríði. Þveröfugt við þ.s. margir svokallaðir friðarsinnar halda.

En ef þú mætir þeim sem þú óttast að hafi hernaðarátök í huga, með mótleik sem eykur til muna áhættuna fyrir þann aðila af því að hefja átök - - þá eru góðar líkur á því að "íhugull" mótaðili ákveði að láta ekki til skarar skríða.

  1. Slíkur mótleikur væri einmitt sá, að vopna her stjórnvalda í Kíev, og það rækilega. Þá sé ekki hætta á því að - mótaðilinn láti til skarar skríða af fyrra bragði.
  2. Á sama tíma, mundi samningsstaða stjv. í Kíev í samn. v. uppreinsarmenn styrkjast, og hugsanlegt endanlegt samkomulag fyrir bragðið verða hagstæðara stjv. í Kíev.

Annars gætu þau staðið frammi fyrir "úrslitakostum fremur fljótlega" sem gætu falist í Því, að flytja her sinn út fyrir þau svæði sem "uppreisnarmenn" telja sig eiga.

Eða að stríð verði hafið - eftir að frestur sé liðinn.

 

Niðurstaða

Það sem einlægir friðarsinnar gjarnan skilja ekki. Er að styrkar varnir eru leiðin til að forða stríði - - að veikja þær, eykur líkur þvert á móti á stríði. Eftir því sem Rússar senda meir af vopnum til uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Og einnig þjálfar meir af þeirra liði. Því meir hallar á stjórnvöld í Kíev - - og nú þegar Biden hefur formlega hafnað því að senda her Úkraínu þungavopn.

Þá gæti verið stutt í það að móherjar stjv. í Kíev, telji sig nægilega sterka til þess að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum sem þeir telja sig eiga.

Mig grunar í ljósi neitunar NATO ríkja að vopna stjórnarherinn, að mun meiri líkur séu á því að uppreisnarmenn leggi til atlögu af fyrra bragði - en það verði stjórnarherinn. En mig grunar sterklega, að nú séu sveitir uppreisnarmanna líklega orðnar sterkari. Þær þurfa ekki að vera fjölmennari, heldur getur vel dugað samspil af betri vopnum og þjálfun.

Og hver segir, að miðað við veik viðbrögð Vesturvelda fram að þessu, að uppreisnarmenn komist hreinlega ekki upp með það, að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum - - þá mundi að auki vakna sú spurning; hversu langt þeir mundu sækja fram?

En sumir uppreisnarforingjar - hafa talað um það að svæðið alla leið til Odessa, ætti að tilheyra "Novo Rossia."

 

Kv.


Það er sennilega snjallara fyrir ríkisstjórnina að láta Hönnu Birnu hætta sem ráðherra

Að þessari ályktun liggja alveg sambærileg rök og dæmigert er þegar kemur að spurningu um afsögn ráðherra eða aðstoðarráðherra í Bretlandi, þ.e. mat á stöðu ráðherrans fyrst og fremst í pólitísku samhengi annarsvegar og hinsvegar mat á áhrifum þeirrar pólitísku stöðu ráðherra á pólitíska stöðu ríkistjórnarinnar.

http://www.vb.is/media/cache/0c/ba/0cbaca07679e60e9f13be24064a8930b.jpg

Hanna Birna með mistökum gaf á sér höggstað - þess vegna hefur aldan gegn henni getað risið svo hátt sem hún hefur gert:

  1. Megin mistök hennar voru þau að ræða rannsóknina á hinum fræga leka við þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík, Stefán Eyríksson.
  2. Með þessu magnaði hún upp þá tortryggni gagnvart henni sem þegar var fyrir, vegna þess að hún sem Innanríkisráðherra var þá einnig "formlegur yfirmaður" lögreglustjórans í Reykjavík, sem þá var í miðjum klíðum að rannsaka leka innan hennar ráðuneytis.
  3. Með samræðum -sem túlka má sem afskipti af rannsókn- en -þó ekki sem tilraun til þess að hindra þá rannsókn- sýndi hún af sér -umtalsverðan brest á dómgreind.-
  4. Það tók hana síðan - alltof langan tíma að átti sig á því, að hún þyrfti að víkja sem yfirmaður lögreglumála.
  • 2-mistök, að víkja ekki sem yfirmaður lögreglumála, að ræða rannsóknina við lögreglustjóra.

Eftir stendur Hanna Birna ákaflega mikið löskuð - pólitístk séð.

Mín skoðun er að sennilega væri betra fyrir hana sjálfa að víkja, en hún virðist ekki þeirrar skoðunar sjálf - en ég tel að málið mundi frekar deyja niður og gleymast ef hún mundi stíga til hliðar sem ráðherra.

En ef hún ætlar áfram að halda sínum ráðherrastól, virðist hætta á að málinu verði haldið stöðugt vakandi af nú fjölmennum andstæðingum hennar.

Það er í því sem liggur hætta fyrir ríkisstjórnina.

 

Ríkisstjórnin mun þurfa á öllum sínum kröftum að halda í þau átök sem eru framundan á vinnumarkaði

Með því að standa með Hönnu Birnu, er ríkisstjórnin að verja hluta af sínu pólitíska kapítali - í þá vörn. En framundan eru stórfellt átök við aðila vinnumarkaðar, það liggur ljóst fyrir.

ASÍ er með stór orð uppi, ríkisstjórnin er í vandræðum með læknastéttina sem heimtar ákaflega háar prósentuhækkanir sinna launa - - ASÍ hafnar því algerlega að sætta sig við það að verkafólk hækki hlutfallslega minna en aðrir.

  • Það sem ég er að segja, er að ríkisstjórninni veiti ekki af öllu sínu pólitíska kapítali, fyrir þau átök.
  • Sem mig grunar að verði hörðustu átök á vinnumarkaði í a.m.k. 20 ár.

Mér virðist raunveruleg hætta á allherjarverkfalli - - þ.e. víðtækum verkföllum af því tagi, sem síðast sáust á fyrri hluta 10. áratugarins.

Og slík verkföll - verða ekki endilega skammvinn.

Það gætu orðið fjölmenn götumótmæli, þegar harkan í verkföllunum vex eftir því sem á líður.

 

Vegna þess að Hanna Birna er augljóslega dragbítur á vinsældir ríkisstjórnarinnar, og stjórnarflokkanna!

Þá bendi ég ríkisstjórnini á að líklega væri snjallara fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana, að láta hana hætta sem ráðherra. En óþarfi að láta hana hætta sem þingmann.

Það mætti hugsa það sem - - > Pólitíska ábyrgð fyrir þann skort á dómgreind sem hún sýndi, er hún mánuðum saman skildi ekki að hún þurfti að hætta sem ráðherra lögreglumála, og að auki sýndi þann skort á dómgreind að ræða rannsóknina við lögregælustjóra.

Ég lít ekki á að hún hafi brotið lög - eða formlega brotið af sér í starfi.

En ákvörðun um það hver gegnir stöðu ráðherra er eftir allt saman - alltaf pólitísk.

Ég er því að benda ríkisstjórninni á að taka þá pólitísku ákvörðun að láta óvinsælan ráðherra, dragbít á fylgi ríkisstjórnar og stjórnarflokka; hætta.

 

Niðurstaða

Við á Íslandi erum ekki vön því að ráðherrar taki poka sinn vegna mistaka sem ekki fela í sér lögbrot eða formlegt brot í starfi. Það hafa verið líflegar umræður um ábyrgð ráðherra. Það virðast margir rugla saman prinsippunum um "pólitíska ábyrgð" sem um er ætíð tekin pólitísk ákvörðun, og um "lagalega ábyrgð." Þ.s. ekki sé um brot á lögum að ræða og sennilega ekki heldur í starfi. Getur eingöngu hugtakið pólitísk ábyrgð komið til skjalanna.

  • Hver gegnir stöðu ráðherra er alltaf pólitísk ákvörðun.
  • Það er alltaf valinn sá eða sú, sem talin er vera í sterkri pólitískri stöðu.
  • Þá auðvitað má alveg hafa það á móti, að ef sá eða sú verður síðar pólitísk séð að dragbít.
  • Að þá sé viðkomandi vikið, fyrir einvhern annan einstakling sem talinn sé í betri stöðu pólitískt séð.

Erlendis þekkist það að endurnýjað sé í ráðherraliði ríkisstjórnar, ef vinsældir hafa dalað. Hörð átök eru framdundan, ríkisstjórnin þarf á því að halda að styrkja sig fyrir þau átök. Nýr "vinsælli" ráðherra í staðinn fyrir núverandi Innanríkisráðherra. Gæti verið góður leikur!

 

Kv.


Merkilegt hvernig þetta lekamál ætlar að vera þrálátt

Eins og hefur komið fram í dag, þá voru áhugaverð samskipti í gangi milli Gísla Freys Valdórfssonar, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur - sem þá var lögreglustjóri á Suðurnesjum: Gísli Freyr bað Sigríði Björk um greinargerð um Tony Omos.

Það sem gerir þetta sérdeilis áhugavert, er að þau samskipti fara fram - daginn þ.e. 20. nóv. 2013 - er fjölmiðlar fjölluðu um nú frægan leka á gögnum er varða hælisleitandann Tony Omos.

Það sem vekur athygli mína, er hve viðbrögð Sigríðar eru gjarnan túlkuð með ofsalegum hætti af sumu fólki, eins og þarna sé - enn eitt dæmið um spillingu embættismanna, ormagryfju spillingar!

DV virðist vera að túlka rás atburða í samsærisstíl:

Þrjú símtöl á lekadegi

Hringdi í Sigríði, ræddi við ritstjóra Moggans og hringdi svo aftur

Sigríður Björk átti frumkvæði að símasamskiptum og Gísli kannast ekki við að hafa sent skilaboð

En Sigríður virðist hafa hringt í Gísla Frey um morguninn, ekki náð í hann. Ekki er þekkt "af hverju hún hringdi" - - það er ekkert því til fyrirstöðu, að hann hafi áður gert tilraun til að ná í hana. Hún frétt af því.

  • Síðan sendir hún honum gögn, þ.e. lögregluskýrslu um Omos um kvöldið.
  1. En hafið í huga, að þá er lekinn búinn að eiga sér stað.
  2. Það urðu ekki frekari lekar af neikvæðum gögnum um viðkomandi hælisleitanda, svo við verðum að gera ráð fyrir því, að skýrslan hafi ekki stutt frekari aðdróttanir gegn hælisleitanda.

Á þeim punkti - - var engin rannsókn í gangi.

En ég man ekki betur en að Omos hafi kært málið - - eftir að það komst í hámæli.

Engin kæra - engin rannsókn, akkúrat á þessum tíma.

Gísli Freyr er þá ekki undir neinni rannsókn - lögreglan hefur ekki sett hann á nokkurn lista yfir grunaða - hann er aðstoðarmaður ráðherra; þannig að ekkert er að sjá athugavert augljóslega virðist mér við samskipti lögreglustjóra og Gísla Freys þann 20. nóv. 2013.

Varðandi hvort að - hún hafi eða hafi ekki látið rannsóknaraðila vita, síðar meir um sín samskipti þennan áhugaverða dag; er atriði sem við getum ekki vitað.

En fyrir mér blasir ekki neitt augljóst við, sem bendir til þess - að hún hafi staðið sem einhver þrándur í götu réttvísi.

En samskipti milli hennar og rannsóknaraðila, hefðu augljóslega verið - í trúnaði. Óopinber með öðrum orðum, maður verður að reikna með því að lögreglumaður með langa reynslu, vinni í þágu réttvísinnar í landinu - - ekki gegn henni.

  • Ég bendi á að lögreglan hefur líklega fengið einhvers staðar að, ábendingu um að rannsaka aðstoðarmann ráðherra, en sá virðist hafa verið meginfókus rannsóknar nærri frá upphafi.
  • Slík ábending gæti hafa komið frá henni, þannig að hún hafi enginn þrándur réttvísi verið heldur þvert á móti.

 

Niðurstaða

DV má eiga það, að hafa haft rétt fyrir sér í lekamálinu. Að leki varð frá ráðuneytinu. Á hinn bóginn, grunar mig að DV sé að leita að saknæmu þar sem saknæmt sé ekki til staðar, þegar kemur að samskiptum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar.

Það a.m.k. blasir ekki við mér að neitt sé óeðlilegt við þau samskipti.

Það eitt að þau fara fram - tiltekinn dag, þegar leki kemst í hámæli. Í reynd sýnir ekki fram á nokkurn skapaðan hlut. Þ.e. sannarlega áhugavert - en getur verið áhugaverð tilviljun.

Sjálfsagt á einhver eftir að saka mig um "blindu" en þá spyr ég á móti - - hvert væri mótíf Sigríðar? Að taka þátt í aðför gegn Omos?

Getur hann talist það mikilvægur, að löreglustjóri á Suðurnesjum, væri til í að fara á svig við lög og reglu, til að klekkja á honum?

Það virðist a.m.k. afar fjarstæðukennd atburðarás, þrátt fyrir áhugaverða dagsetningu. Sannarlega var hún síðar ráðinn í annað og stærra starf. En það virðist mér einnig afar fjarstæðukennt, að henni hafi verið lofað slíkri stöðu - á þeim tíma, er enginn gat vitað að sú staða yrði laus.

  • Menn mega ekki tína sér alveg í samsæriskenningum.

Málið þarf ekki augljóslega vera stærra en svo, að Gísli Freyr hafi lekið - lekinn hafi verið skv. hans frumkvæði, ráðherra hafi ekki vitað af málinu, málið sé eins og hann síðar segir, dæmi um hans eigin dómgreindarskort þann daginn - mótíf, tja - kannski haldið að hann væri að gera ráðherra greiða - ekkert samsæri.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 870148

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband