Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eiga íslenskir ráðherrar að bera pólitíska ábyrgð á gerðum aðstoðarmanna?

Nú liggur fyrir það sem líklega verða lok svokallaðs "lekamáls" í kjölfar dóms yfir, Gísla Frey Valdórssyni, fékk hann 8 mánuði skilorðsbundna, eftir að hann játaði á sig sök fyrir dómi og baðst afsökunar á að hafa brotið Stjórnsýslulög með því að leka tilteknum gögnum í fjölmiðla, sem viðkoma mál Tony Omos. Skv. frásögn hans hafði Hanna Birna enga vitneskju um brot hans, Hanna Birna enn sem fyrr þverneitar nokkurri vitneskju um lekann fræga. Miðað við játningu Gísla Freys - þá segist hann einn bera fulla sök á máli.

  • Skv. þessu eru engar lagaforsendur fyrir því að krefjast afsagnar Hönnu Birnu.
  • En skv. lögum, þarf ráðherra sjálfur að hafa gerst brotlegur, t.d. ef ráðherra átti hlut að máli.

 

Spurningin um pólitíska ábyrgð

Spurninging um "pólitíska ábyrgð" er þó önnur. Í Bretlandi virðist gilda sú regla að ráðherra beri ábyrgð á embættisverkum sinna starfsmanna - þar með talið, þeirra mistökum.

Þegar rifist er um "ábyrgð" ráðherra, er gjarnan verið að blanda inn í umræðuna - spurningunni um pólitíska ábyrgð.

En ef viðhöfð væri sú regla á Íslandi, að ráðherra væri pólitískt ábyrgur á starfsmönnum ráðuneytis - - þá mundi sjálfvirkt koma upp spurning um hugsanlega afsögn ráðherra. Ef alvarleg afglöp verða af hálfu ráðuneytis þess sem sá ráðherra er ráðherra yfir.

Það má alveg velta því fyrir sér, hvort að ráðherra á ekki a.m.k. að bera pólitíska ábyrgð á sínum nánustu ráðgjöfum - - þ.e. pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum, eins og Gísla Frey.

Hið minnsta er það svo, að vart er unnt að hafa þann hóp sem ráðherra mundi bera pólitíska ábyrgð á, smærri - - en nánustu ráðgjafa og pólitískt ráðna aðstoðarmenn ráðherra.

Sennilega hefur þó aldrei verið komið á fót því prinsippi á Íslandi, að ráðherrar séu pólitískt ábyrgir þegar undirmenn gera mistök, en ef sú regla væri fyrir hendi - - > Þá er svarið ljóst. Hanna Birna ætti mjög sennilega að víkja.

 

Mér hefur gjarnan fundist farið offari með pólitíska ábyrgð í sumum öðrum löndum

Sérstaklega verið áberandi í Bretlandi. Þar sem eru tilvik þess að ráðherra víki vegna atviks er varð innan ráðuneytisins, á ábyrgð starfsmanna. Sem engar líkur eru um að ráðherra hafi verið um kunnugt. Gjarnan einnig svo, að afar ólíklegt hafi verið að ráðherra hafi nokkru sinni hitt viðkomandi, eða vitað af honum. Meira að segja dæmi þess að ráðherra hafi einungis setið í embætti nokkra mánuði.

Það sem virðist gjarnan ráða niðurstöðu í Bretlandi, eru vinsældir viðkomandi ráðherra. Eða með öðrum orðum, hve öflugt er hans pólitíska bakland. Síðan að nokkru, hve óvinsæl ríkisstjórnin er orðin.

Þetta sé alltaf pólitískt reikningsdæmi forsætisráðherra.

Þannig beiting upplifi ég sem - - > Öfgarnar í hina áttina. 

Ef ákveðið verður að viðhafa "prinsippið" pólitíska ábyrgð ráðherra, þá mundi ég ekki styðja að farið væri með sambærilegum hætti með pólitíska ábyrgð ráðherra og gert er í Bretlandi, þ.s. prinsippið um "algera pólitíska ábyrgð ráðherra."

 

Ef menn velta upp hvaða gagn pólitísk ábyrgð getur gert

Þá mundi það ef til vill leiða til þess, að ráðherrar verða vandvirkari í ráðningum pólitískra aðstoðarmanna - þegar þeirra mistök geta komið ráðherra sjálfum í koll. Að auki til þess, að ráðherra fylgist betur með gerðum hinna pólitískt ráðnu aðstoðarmanna, hefi betri gætur á því hvernig þeir leysa sín verkefni af hendi o.s.frv.

Sem alveg hugsanlega væri jákvætt.

Ráðherra -þannig séð- ætti a.m.k. að vera fær um að hafa nána yfirumsjón með sínum allra nánstu samstarfsmönnum.

Kannski mundi það gera hópinn í kringum ráðherra, meira að teimi.

 

Niðurstaða

Lagaformlega virðist ekki unnt að krefjast afsagnar Hönnu Birnu. Þar sem dómsniðurstaða virðist með engum beinum hætti tengja Hönnu Birnu við málið. Gísli Freyr í sinni játningu tók af allan vafa um, að hún hafi ekki haft vitneskju um lekann fræga. Svo það er því ekkert því til fyrirstöðu að Hanna Birna sitji út kjörtímabilið - eins og hún hefur skv. fréttum talað um.

Prinsippið um "pólitíska ábyrgð" virðist ekki gilda á Íslandi.

Það má alveg ræða það, hvort að eigi að taka það upp.

Ef fólk hefur skoðanir á því atriði - má það alveg tjá þær!

 

Kv.


Heimskasta hugmynd allra tíma - sameining við Noreg?

Það kom fram í vikunni að hópur einstaklinga hefur stofnað vef- og Fésbókarsíðu utan um hugmynd að flokki: Fylkisflokkurinn. Ef það eru "rök" fyrir þeirri sameiningu, þá virðast þau felast fyrst og fremst í því "hvernig þeir vitna í könnun World Economic Forum á samkeppnishæfni landa" - Austur-Evrópskt viðskiptaumhverfi, afríkanskt fjármálalíf og efnahagstaða Karíbahafsins. Þegar maður les þeirra greiningu á niðurstöðum WOF þá les maður úr því 2-megin ástæður fyrir lakari samkeppnishæfni:

  1. Smæð Íslands, sem veldur auknum efnahagsóstöðugleika sbr.v. stærri lönd, sem skapar smáan heimamarkað, sem er stór orsakavaldur að einhæfni atvinnulífs og því líklega a.m.k. hluta orsök þess að hér eru laun lægri en í stærri löndum. Að auki getur smæð vel verið "faktor" í pólit. óstöðugleika. Í veikleika stofnana þannig að eftirlit með samkeppnismarkaði er lakara. Til viðbótar er smæð líklega örsakasamhengi að fákeppni sem hefur verið og er vandamál á Íslandi.
  2. Höftin, mín skoðun er að það sé ekki "krónan" sem sé osakavaldur í því að "þörf verði líklega fyrir einhver höft áfram" - heldur sé aftur "smæð" landsins meginbreytan. Það kemur til af því, að "smæð" landsins þíðir - að landið er og verður áfram, "ákaflega viðkvæmt fyrir tilfærslum fjármagns" - en slík er smæð efnahagslifsins og slík er stærð þess flæðandi fjármagns sem er til staðar í heimskerfinu. Að það þarf ekki sérlega marga milljarða dollara eða evra til að streyma hingað tímabundið. Til þess að setja allt á hvolf. A)Fyrst mundi innstreymið, skapa verðbólu hvort sem er í verðbréfum eða öðrum eignum. B)Svo mundi snöggt útstreymi skapa snöggan skell. C)Snöggt útstreymi gæti alltaf valdið -frekari höftum- þ.e. lokun landsins gagnvart fjárstreymi að nýju, ef við gætum okkar ekki í bóluástandi þ.e. gætum þess ekki að nota ekki það fé sem streymt hefur inn til neyslu þ.e. til að fjármagna viðskiptahalla.
  • Ég neita því ekki, að smæð landsins sé vandamál að mörgu leiti, hafi alltaf verið.
  • En ég sé ekki að innganga í Noreg, leysi þessi vandamál "endilega."

Sjáið loforðalista Fylkisflokksins, hvernig innganga í Noreg á að leysa öll vandamál.

  1. Meginbreyting er Ísland væri hérað í Noregi, væri að Ísland væri "afkekkt hérað" miðað við þungamiðju Noregs sem eru héröðin í kringum Osló. Í noregi eru afskekkt héröð verulega "styrkt" með sameiginlegu skattfé Norðmanna. Þannig er tryggt að fólk í afskekktum héröðum "hafi ekki verulega lægri lífskjör." Þessir styrkir auðvitað kosta Noreg mjög verulegar upphæðir ár hvert.
  2. Ég verð að segja, að ég hef verulegar efasemdir um það, að Norðmenn mundu samþykkja að veita Íslandi aðgang að þessu "styrkjakerfi" þ.e. sameiginlegu skattfé núverandi byggða í Noregi. Þá blasir ekki beint við mér - hvað við aðild að Noregi ætti að vera slík kjarabylting sem stuðningsmenn aðildar að Noregi halda á lofti.
  3. En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að innganga í Noreg - sé líklegi að skapa aukna fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi. Sannarlega er heimamarkaður Noregs stærri samt smár á alþjóðamælikvarða - "en sá er megni til þ.s. meginþungamiðja íbúa Noregs er til staðar" þ.e. í "fjölmennustu byggðum Noregs." Með öðrum orðum, í S-Noregi.
  4. Punkturinn er sá, að fyrirtæki koma sér fyrir sem næst meginþungamiðja heimamarkaðarins þ.e. "ekki í afskekktum byggðum" eins og "nyrst í Noregi" en fjarlægð til Ísl. er svipuð miðað við S-Noreg. Heldur á þeim svæðum þar sem meginþungamiðja þéttbýlis Noregs er að finna þ.e. í S-Noregi.

Þó að tæknilega væru Íslendingar með aðgang að stærri heimamarkaði, þá væri það samt alltaf örðugt að halda í fyrirtæki hér sem hefðu þann valkost að koma sér fyrir í S-Noregi.

  1. Það er nálægðin við þéttbýlið sem þá laðar að, þ.e. í grennd við Osló ertu "nálægð við byggðir með meir en milljón íbúa."
  2. En ekki bara það heldur einnig "skammt til Svíþjóðar" og "skammt til Danmerkur." Þau lönd, þ.e. S-Svíþjóð og Danmörk, eru þá hluti "heimamarkaðar fyrirtækja staðsett í grennd við Osló."
  3. Svo má ekki heldur gleyma því, að ef þú ert með þitt fyrirtæki staðsett í grennd við meginþéttleika byggðar, þá ertu einnig með aðgang að fjölbreyttara vinnuafli og að auki smærri líkur á að þú getir ekki útvegað þér þá starfsmenn með þá þekkingu sem þig vanhagar.
  4. Hvað gæti Ísland sem meðlimur að Noregi boðið fyrirtækjum á Íslandi upp á til þess að þau sættust á það óhagræði að vera hér frekar en að vera nærri Osló þ.s. nálægðin við markaði væri meiri, og vegna meiri íbúaþéttleika væri betri aðgangur að fjölbreyttu vinnuafli? Lægri laun er nánast það eina sem Ísland gæti boðið sem hluti af Noregi.
  • Afskekktari byggðir Noregs, hafa einmitt svipuð vandamál og Ísland - að þar sé atvinnulíf fábreytt.
  • Meðan að kjarni Noregs þ.e. svæðin með mestan íbúaþéttleika, þar er umtalsvert einnig fjölbreyttara atvinnulíf.

Upp úr 1970 var munur á lífskjörum í Noregi og Íslandi "miklu smærri" en í dag. Upp úr 1970 fara tekjur af olíuvinnslu að lyfta upp kjörum fólks í Noregi.

Ísland í dag er í sérstöku ástandi, sem dregur niður kjör tímabundið - þ.e. hrun skuldir sem lækka kjör sennilega ca. 20% eða hér um bil.

Á sama tíma, eru "olíutekjur Norðmanna komnar yfir há-punktinn" þ.e. þær lindir sem séð hafa Norðmönnum fyrir gríðarlegum auðæfum - - munu fara að þverra á nk. árum, olíutekjur að minnka.

Ég er ekki að segja Noreg standa frammi fyrir "hraðri hnignun" - - en á hinn bóginn þá verða Norðmenn væntanlega á næstu árum mun meir meðvitaðir um það, að þeir þurfa að halda vel utan um olíusjóðinn sem þeir hafa safnað sér.

Því hann verði á næstu árum í vaxandi mæli "bakgrunnur tekjuöryggis Norðmanna." Sem þíðir að þeir verða ef e-h er, enn varfærnari með notkun hans en hingað til.

  • Það verði því afar afar ólíklegt, að þeir samþykki að styrkja Ísland með stórfé eins og byggðir í N-Noregi, til þess að tryggja tekjujöfnun hér miðað við Noreg.
  • En án þess að fá aðgang að skattfé Norðmanna - - kem ég ekki auga á neitt það sem ætti að lyfta Íslandi upp í hærri lífskjör, þ.e. ég kem ekki auga á hvernig "Fylkisflokkurinn" mundi geta staðið við fullyrðingar á borð við 100% hærri laun.

 

Hvernig sé ég framtíð Íslands sem sjálfstæðs ríkis?

Smæð Íslands hefur alltaf verið vandamál, og það verður það áfram - sbr. smár heimamarkaður, fákeppni, fábreyttni atvinnulífs, sem hefur haldið frekar en hitt niðri kjörum. Ísland væri miklu mun fátækara en það er í dag, ef Ísland nyti ekki tiltekinna auðlynda sbr. "heitt vatn" sem leiðir til mun kostnaðarminni hitunar húsa samanborið við það sem fólk víðast hvar annars staðar býr við, vatnsafl sem hefur skaffað Íslendingum mun lægra orkuverð en fólk víðast hvar annars staðar býr við. Og auðvitað landið sjálft sem gerir það að ferðamannaparadís - - og ekki síst, miðin í kringum landið sem skaffa verulegar tekjur með útflutningi fiskafurða.

Ég held að á nk. árum verði kjarastaða Íslendinga hlutfallslega hagstæðari en hún er í dag, vegna þess að það er að ganga á olíulindir Jarðarbúa "þó svo að -fracking- hafi verið þróuð sem leið til að vinna viðbótar olíu þá líklega einungis frestar það um 20-30 ár þeirri þróun að olíuverðlag verði ákaflega hátt. Hér er tæknilega unnt að rafvæða bílaflotann. Við munum ekki þurfa að innleiða ákaflega kostnaðarsamar aðferðir við framleiðslu á orku til heimilisnota, orkuverð á að geta haldist lágt til heimila "meðan það hækkar annars staðar." Hrunskuldirnar munu hverfa á endanum - þær verða ekki hér til endaloka eilífðar.

Ég held að hér séu vannýtt tækifæri - þá horfi ég til áliðnaðar. En framleiðsla á verðmætri vöru "úr áli" virðist mér augljós leið til þess að bæta kjör Íslendinga. Þó svo að hér væri ekki framleitt nema varningur úr 5% af framleiddu áli. Mundi strax muna um það. "En framleiðsla varnings úr álinu hér framleitt mundi auka útflutningstekur af álframleiðslu." Þannig kjör allra sem hér búa. Þannig að - - því hærra hlutfall af álinu sem við mundum nota til framleiðslu af slíku tagi - - því hærri yrðu kjör landsmanna. Ég er að tala um "iðnvæðingu" að í grennd við hvert álver mundi rísa "iðnaðarhverfi."

Líklega því fjölmenn íbúabyggð, ef fjölmenn íbúabyggð væri ekki fyrir.

Ég er ekki að segja að við munum pottþétt ná hinum Norðurlöndunum.

En við eigum að geta bætt kjör fólks sem býr hér, ef haldið er vel á spöðum.

Mér virðist það með engum hætti ljóst, að Ísland hefði það betur sem "afskekkt hérað í öðru landi" eða sem "afskekkt jaðarland í ESB."

  1. Það sem við höfum úr að spila eru okkar auðlindir - - við getum náð mun meir út úr "álinu" en við hingað til höfum gert.
  2. Fiskimiðin eru fullnýtt - - frekari arðaukning verður sennilega ekki dramatísk.
  3. Við þurfum að gæta þess, að hér sé haldið í "lágt orkuverð" svo að almenningur haldi áram að njóta lágs kostnaðar.
  4. Ferðamennsku er unnt að efla frekar.

Ég skal ekki segja að hér sé ekki unnt að skapa hátæknifyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það blasir aftur á móti ekki við mér neitt samkeppnisforskot sem Ísland hefur fram yfir önnur lönd á slíkum sviðum. Slík fyrirtæki verða alltaf í gríðarlega hörðu samkeppnisumhverfi. Eiginlega því erfiðasta sem til er. Finnland hefur "misst að mestu Nokia" þ.e. það fyrirtæki hefur selt frá sér sína meginstarfsemi. Þetta sýnir hve erfitt samkeppnisumhverfi hátækni-iðnaðurinn er. Það er afar erfitt að tolla á toppnum - - fyrir Bandar. skiptir ekki máli að einu stórfyrirtæki hnignar en t.d. fyrir Finnland þá þíðir það "hagkerfinu öllu hnignar." Líklega er hnignun NOKIA ástæða þess að Finnland er í efnahagsstöðnun og verðhjöðnun núna.

Punkturinn er, að það sé í besta lagi að hafa hátækni-iðnaðinn með. Á sama tíma, sé þetta afar óstöðugur iðnaður - - það komi ört toppar og dalir. Ekki sé unnt að stóla á hann - - í staðinn fyrir allt hitt. Það gæti það alveg sama gerst þegar Ísland stólaði á 3-risa banka, að stór fyrirtæki sem vegnaði vel um tíma - - gætu hrunið á skömmum tíma; ef þau veðja á rangan hest í því tæknikapphlaupi sem er í gangi í heiminum.

Sem segir einnig, að ég hafi ekki beint á móti því "endilega" að hefja aftur "alþjóða bankastarfsemi á Íslandi" - - en við yrðum þá að muna það "að þetta óstöðug starfsemi." Við mættum ekki stóla of mikið heldur á hana.

  1. Það sem ég er að segja - - er að það séu engar töfralausnir sem líklegar eru til að hækka okkar kjör hér með dramatískum hætti.
  2. Við getum styrkt þær stoðir sem hér eru frekar, sbr. ábending um áliðnaðinn. Aukið ferðamennsku frekar.
  3. Við getum fjölgað þeim, sbr. hátækni-iðnað. Hugssanlega aftur að einhverju leiti aftur farið í alþjóða fjármálastarfsemi "en með mun meiri varfærni en áður."

 

Niðurstaða

Ef við höldum vel á spöðum hverfa þær skuldir sem íþyngja okkur smám saman. Það á alveg að vera mögulegt, að viðhalda stöðugri "ekki endilega mjög hraðri" bætingu kjara íbúa landsins næstu áratugina.

Ég veit ekki hvort við náum hinum Norðurlöndunum mokkru sinni.

En við ættum að geta tollað og vel það í hópu efnaðara þjóðfélaga í heiminum.

Ég held að -miðað við örþjóðfélag- þá væri það afar góður árangur.

Ég sé aftur á móti ekki, að innganga Íslands í annað land - - bæti stöðu landsmanna með dramatískum hætti. Að það sé betra að vera "afskekkt hérað" frekar en "afskekkt land." Ókostirnir séu áfram megindráttum þeir sömu í báðum tilvikum.

  • Margir vanmeta það "tækifæri sem felst í sjálfstæðinu" það að geta "samið beint við önnur lönd" - "eða beint milliliðalaust við risafyrirtæki."
  • Að stjórnvald sem staðsett er á Íslandi - - sé líklegra að þjóna hagsmunum "landsmanna" fremur en stjórnvald mun stærra lands - er Ísland væri einungis hérað innan.
  • Nálægð við stjórnvaldið getur sannarlega verið galli - - sbr. kunningjaþjóðfélag. Erfitt er gjarnan að tryggja fullt hlutleysi ákvarðana sem skapar hættu á tiltekinni gerð af spillingu.
  • Á hinn bóginn, ættum við að geta "tryggt minni fyrringu milli stjórnvalds og almennings." Nema auðvitað þeir sem stjórna séu klaufar.
  • En þá er málið að skipta klaufunum út og setja þá til valda sem skilja vanda fólksins. Með öðrum orðum, ef það eru klaufar við völd. Þá er það okkur kjósendum að kenna. Að beita okkur ekki fyrir því að fólk með góða almenna skynsemi sé við völd.

 

Kv.


3/4 þeirra unglinga sem áróður "ISIS" kveikir í eru "athei-istar"

Tók eftir þessu á vef Der Spiegel, í viðtali við franska konu sem rekur "hjálparlínu" í Frakklandi sem fólk getur hring í, til að segja frá sorg sinni yfir eigin börnum sem hafa gengið í lið með "ISIS" -- "Now three-quarters of them come from atheist families."

--------------------------------------

The Lost Children: France Takes Stock of Growing Jihadist Problem

"In the spring, when cases of minors who had secretly left the country were mounting, Bouzar set up a hotline for family members seeking advice. About five new families call the hotline every week. But Bouzar also receives calls from young girls wanting to know what to do about female friends who have stopped wearing makeup and no longer want to go to the movies. Instead, they say, the girls are now covering their entire bodies with loose-fitting robes."

  1. "Radicalization used to be limited to the poor and the uneducated, says Bouzar. Immigrants from Muslim backgrounds were usually the ones who joined jihadist groups. But the situation has changed today, she explains. "Now three-quarters of them come from atheist families."
  2. They include Christians and Jews, and almost all are from the middle class, with some coming from upper-class families, the children of teachers, civil servants and doctors. Bouzar is even familiar with a case involving an elite female university student. It also appears that more and more girls and young women are fantasizing about jihad."
  • "The process of brainwashing usually follows the same principles, not unlike the approach taken by sects.
  1. First the victim, be it a boy or a girl, is isolated from his or her surroundings.
  2. The young people are pressured to sever all ties to family and friends.
  3. Then the indoctrination begins, through videos about genetically engineered food or alleged conspiracies.
  4. The goal is to make the victims believe that the world is evil and that only they have been chosen to make it a better place."
  • "As a result of this brainwashing, the young women and men gradually lose their connection to everyday life and their old identities. Once a new identity has been created, they often see themselves as members of a chosen group of fighters for a better world."
  • "Bouzar has found that the radicalized young women have a common trait: They are all interested in careers in social work or humanitarian aid."
  1. "As soon as these aspirations become apparent, through such channels as a Facebook profile, the Islamists begin casting their nets.
  2. They masquerade as "sisters in spirit" and become friends with the young women.
  3. During this initial phase, the conversations do not revolve around religious issues, but around an emotional world that is being created.
  4. The recruiters foster feelings of dismay, using images of children gassed by the Syrian regime, for example.
  5. Only when the victims have become sufficiently unsettled, and when they begin to question their current world and way of life, does Islam come into play."

"The extremists use the religion to lead their victims to believe in a higher, "godly" objective, she explains. And girls like Sahra, confused and disgusted by the supposed decadence of the West, believe what they hear."

"Extremism expert Bouzar has found that boys and men who join the jihadists do it for different reasons than girls and women. They too often fit the profile of the humanitarian and starry-eyed idealist, but it is less pronounced than the belief that they are "knights" with a mission. Many men become fighters to satisfy their fantasies of omnipotence."

  1. ""It's a question of playing God, of being in control of life and death," says Bouzar."
  2. "Others are simply motivated by a desire to belong, to be part of a group, a clique."

--------------------------------------

Eins og þið vonandi tókuð eftir - þá virðist algengt fórnarlamb vera ung kona eða ungur maður, sem er óánægður eða óánægð með heiminn - upplifir heiminn ósanngjarnan; vildi gjarnan geta breytt honum til hins betra!

Íslamistarnir notfæra sér þessar tilfinningar - hefja fyrst verkið með því að "vingast" við unglingana í gegnum netmiðla - svo þeim sé treyst.

Síðan hefja þeir verkið í smá skömmtum, að "upplýsa" unglingana um það "hve heimurinn er vondur" - - íta að þeim efni um illsku margs þess sem gert er.

En nóg er af illsku í heiminum.

Síðan auðvitað má mistúlka og fara rangt með efni - sem sýnir vondan atburð, með þeim hætti sem þjónar málstað íslamistanna.

Enda vilja þeir efla með unglingunum "hatur" á það samfélag sem þau ólust upp í.

Ekki fyrr en unglingurinn er orðinn nægilega reiður út í eigið samfélag - út í eigið land, út í vonsku heimsins.

Sé hafið að tengja Íslam inn í myndina, löngu eftir að unglingurinn er farinn að treysta íslamista "vini sínum" - sé viðkomandi sagt að "ISIS" sé í reynd baráttusamtök gegn illsku heimsins.

 

Niðurstaða

Þetta er það sem margir skilja ekki, að "ISIS" er ekki bara vandamál fyrir lönd þar sem til staðar er kjarni múslima, hluti íbúa eru múslimar. Þvert á móti virðist "ISIS" skipulega leggjast á viðkvæm og leitandi ungmenni -almennt. Ungmenni sem sé ekki sama um heiminn. Ungmenni sem hafa skoðanir. Ungmenni sem gjarnan vildu bæta heiminn.

Slíkum óskum um betri heim, þátttöku í slíku starfi - - sé umsnúið í þátttöku í grimmdarverkum, fjöldamorðum, fjöldanauðgunum - þátttöku í útbreiðslu haturs.

  • Það áhugaverða er - - að kommúnistar á sínum tíma, höfðuðu mjög gjarnan til svipaðrar manntegundar - þ.e. "unga mannsins" eða "ungu konunnar" sem vildi breyta heiminum.

Það virðist að fólk sem er sjálfhverfara, sé veraldlegra í hugsun - - sé ekki í sambærilegri hættu.

 

Kv.


Þessi pirrandi umræða um sæstreng til Bretlands

Nýlega kom út skírsla á vegum Hagfræðideildar Landsbanka um hugsanlegan sæstreng til Bretlands: Sæstrengur gæti orðið mjög arðsöm framkvæmd. Þeir vitna til skírslu Hagfræðideildar HÍ sem unnin var fyrir Landsvirkjun - - nota sömu forsendur.

Fréttir í fjölmiðlum:

Sæ­streng­ur til Bret­lands mjög arðsam­ur

Ekki til orka fyrir sæstreng

Eitt er gott við þessa skírslu, það - að þar er gert ráð fyrir þörf fyrir mikla uppbyggingu virkjana samhliða lagningu strengs, svo hann geti borið sig.

Og þ.e. viðurkennt að miðað við forsendur dagsins í dag - þá ber strengurinn sig ekki

  • Þarna er byggt á spá um hækkun orkuverðs í Bretlandi nk. 30 ár eða svo.
  • Svo er bent á samning sem breska ríkið hefur nýverið gert þ.s. kjarnorkuveri sem verið er að reisa í Bretlandi er tryggð örugg sala á orku á hagstæðu verði til nk. 30 ára.
  • Síðan benda þeir á, að breska ríkið hefur boðið aðilum "innan Bretlands" sem reisa virkjanir sem bjóða upp á umhverfisvæna orku, hagstæð verð.

Það er að sjálfsögðu ekki vitað - - hvort að slíkt verð geta staðið "erlendum framleiðanda á orku" - til boða.

Síðan finnst mér áhugavert atriði sem kemur fram á síðustu blaðsíðum skírslunnar - "Norðmenn hafa nú þegar samið um lagningu tveggja 1,4 GW sæstrengja til Bretlands og áætlað er að þeir verði komnir í notkun árið 2020. Framkvæmdirnar munu því auka flutningsgetuna í 6,8 GW árið 2020. Þar að auki eru viðræður hafnar um lagningu fleiri sæstrengja til Bretlands."

  1. Takið eftir, að þarna "blasir við verðsamkeppni við Norðmenn." 
  2. Norðmenn eru í óða önn að gera sem mest úr sínum gasauðlindum, hafa komist að því að hagstæðara sé að flytja gas út sem "rafmagn" en sem fljótandi gas, það eru því að spretta upp gasorkuver í Noregi - - og þeir stefna að því að flytja þá orku út.

Norðmenn hafa að sjálfsögðu getu til þess að framleiða "margfalt það rafmagn" sem við Íslendingar munum nokkru sinni geta.

Mér virðist því í reynd útlit fyrir, að Norðmenn séu að stefna að því að taka að sér þennan markað.

Hafið einnig í huga, að áhætta Norðmanna er nær engin, þegar kemur að hugsanlegu tjóni á náttúrufari - - enda þurfa þeir ekki að reisa nein lón, ekki drekkja neinu landi.

Meðan að líkur á andstöðu hér innanlands við stórfellda uppbyggingu virkjana - - er sannarlega fyrir hendi. Samtímis því, að engin leið er að fullyrða að stuðningur almennings væri nægur við þetta verkefni til þess að það geti komist til framkvæmda - en augljóslega er mjög veruleg pólitísk áhætta til staðar. En verkefnið hefur marga alvarlega galla sem mjög auðvelt er að sína fram á.

 

Ég get ekki ímyndað mér að þetta verkefni geti komist á koppinn, vegna innlendrar andstöðu við framkvæmt

  1. Það fyrsta augljósa er að sjálfsögðu að, ef Ísland er tengt við Bretland - - þá hækkar orkuverð til allra innlendra notenda (nema stóriðju) um prósentu tugi. Að sjálfsögðu - - ef hinar bjartsýnu spár um orkuverð í Bretlandi og þar með hugsanlegan hagnað LV rætast. Þá um leið fela þær spár í sér - - að þær miklu verðhækkanir á rafmagni bitna einnig á íslenskum orkunotendum.
  2. Stóriðjan hins vegar sleppur - - vegna þess að hún hefur samninga um orkusölu næstu áratugi fram í tímann. Bendi á þegar Kárahnjúkavirkjun var reist, þá getur vart annað komið til greina, en að LV hafi samið við Alcoa til langs tíma um orkusölu - - til þess að tryggja LV sem hagstæðasta lánsfjármögnun fyrir það verkefni. Síðan voru samn. LV við álverið í Straumsvík og við Norðurál endurskoðaðir í tíð síðustu ríkisstjórnar, í tilraun til þess að fá meir úr þeim "tímabundið" - en hafandi í huga hve staða ríkisins var tæp á þeim tíma - -> Kemur ekki til greina annað en gengið hafi verið frá þeim samningum til langs tíma, til þess að tryggja að LV mundi halda lánstrausti og þeim hagstæðu lánasamningum sem LV býr að. Þetta umtal að það þurfi að tengja landið við Evrópu með rafstreng vegna þess hve orkan sé seld ódýr til stórra orkunotenda - er því afar villandi svo meir sé ekki sagt.
  3. Þessu fylgir að sjálfsögðu - - veruleg kjaraskerðing almennings, vegna: A)Hækkunar rafmagnsreiknings til heimila. B)En einnig vegna hækkunar matvælaverðs en matvæli þarf að varðveita í kælibúnaði á flestum stigum vinnslu síðan auðvitað í verslunum. C)Síðan auðvitað bitnar hækkun orkuverðs einnig á öllum rekstri í landinu sbr. frystihúsum, fiskvinnslu, þeim sem þurfa að reka mikið af tölvubúnaði - - þessi kostnaður leggst væntanlega á án þess að þau fyrirtæki geti reddað sé með auknum tekjum á móti. Þannig að "launaskerðing blasir við almenningi."
  4. Svo auðvitað, er það allt umhverfistjónið sem mun fylgja nýjum virkjunum á umtalsverðum skala. Við getum tekið víðtæk mótmæli við framkvæmdir - sem gefinn hlut. Sérstaklega þegar við bætast aðrir gallar.

Það er bent á að hagnaður LV aukist, ríkið fái milljarða tugi í kassann:

  • Þá bendi ég á móti á það tjón sem ríkið verður fyrir vegna þess að framlegð fjölda fyrirtækja á landinu mun skerðast - - ríkið verður þá fyrir skerðingu á skatttekjum af þeirra rekstri.
  • Síðan má vænta með því - - að almenningur dragi úr neyslu vegna skerðingar kjara, og þar með skerðist innkoma ríkisins í gegnum VSK.

Svo bendi ég á "spillingarhættuna" sem muni augljóst vera fyrir hendi, en ef það verður rétt að ríkið muni fá aukinn arð frá LV upp á t.d. 30 ma.kr. per ár.

Þá mun statt og stöðugt vera mikill pólitískur slagur um þá peninga.

Ég velti einnig fyrir mér þeim pólitísku áhrifum sem LV getur hugsanlega öðlast, í gegnum það að hafa þær tekjur - - þ.e. hvort að LV geti beitt þeim til þess að hafa áhrif á ákvarðanir ríkisstjórna í gegnum það að veita styrki til pólit. starfs.

  1. Hafandi í huga augljósa óvissu um rafmagnsverð.
  2. Hafandi í huga augljósa óvissu um raunverulegan kostnað við lagningu strengs. En enginn sambærilegur strengur er til í heiminum. 
  3. Hafandi í huga augljósa óvissu um það, að hvaða leiti mögulegt er að fá heimildir til að yfirleitt reisa þær virkjanir sem til þarf.
  4. Ekki síst, hafandi það í huga - að um leið og Ísland er tengt við Bretland með streng. Þá birtast allir þeir gallar sem felast í hærra orkuverði til innlendra notenda. Burtséð frá því hvort orkuverðið er nægilegt í raun og veru til þess að framkalla þann hagnað sem LV heldur á lofti.

Þá get ég ekki séð að þetta sé áhugaverður kostur fyrir Ísland!

En auk allra þeirra galla sem ég hef nefnt, þá get ég bætt því við. Að tenging landsins við Bretland mun væntanlega hindra alla möguleika landsins til þess að "laða atvinnu til Íslands" út á innlenda orku. Til þess að þannig skapa framleiðslustörf á Íslandi.

 

Niðurstaða

Það er afar einfalt. Ég get ekki undir nokkrum kringumstæðum sætt mið við þá hugmynd að tengja Ísland við Bretland með sæstreng. Sú tilhugsun fær fær kaldan hroll renna niður bakið á mér, þ.e. tilhugsunin um það hvaða afleiðingar það hefði í for með sér fyrir almenning í landinu, og að sjálfsögðu ekki síst - - fyrir framtíðar möguleika Íslands til þess að búa til störf.

Bendi á eldri umfjöllun:

Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

 

Kv.


Vopnamálið - stormur í tebolla, eða alvarlegt mál?

Mín prívat afstaða er - stormur í tebolla. Ég hef ekkert annað en fjölmiðla að miða við. En skv. því sem fram hefur komið, voru vopnin komin til landsins þegar í febrúar sl. Þau virðast hafa verið fengin af Landhelgisgæslunni hingað til lands. Síðan bendir fátt til þess að hún hafi látið ráðherra vita af því. Þau hafi verið varðveitt mánuðum saman í læstri hirslu á Kefló sem Landhelgisgæslan á.

Skv. Verdens Gang sbr. umfjöllun Eyjunnar - Verdens Gang: Byssumál lögreglunnar getur orðið ríkisstjórninni að falli -- á norski herinn verulegt magn af MP5 byssum - Heckler & Koch MP5. Norska lögreglan hafi t.d. keypt fyrir slikk nokkur hundruð nýlega, sem um hafi verið nokkur umræða í Noregi. 

Þetta þykja ekki merkileg vopn í dag, svokölluð "submachine gun" sem skítur sambærilegum skotum og notaðar eru af handbyssum. Því hafa þær verið vinsælar oft af lögreglu, sem á þá einnig gjarnan frá Hekler&Koch handbyssu sem notar sömu skothylki.

Þá notar lögreglan bara eina tegund af skothylkjum. Þykir hagkvæmt.

Gallinn þ.s. þetta eru ekki "öflug skot" er að þau ráða ekki við "kevlar vesti" eða þaðan af öflugari hlífðarbúnað, ef andstæðingur er búinn slíkum. Þess vegna eftir þekktan skotbardaga í Bandar. þá hefur bandar. lögreglan tekið öflugari "hríðskota riffla" í notkun í staðinn: North Hollywood shootout

  • Það virðist síðan gerast nýverið að "Innanríkisráðherra" heimilar ísl. lögreglunni, að taka við 150 MP byssum, sem þá þíðir væntanlega að "Landhelgisgæslan" heldur eftir 100.
  • Ekki hef ég hugmynd um, hvað "Landhelgisgæslan" hyggst fyrir með þau vopn. En tæknilega séð má hugsa sér gæslumenn hafa vopn um borð í skipunum í læstum skápum. Til hugsanlegrar notkunar við töku landhelgisbrjóta.

 

Er ástæða að ætla að það sé hættulegt fyrir borgarana að lögreglan sé vopnuð?

Ég held að "eðlilegra" sé að miða við reynslu Norðmanna - - en þ.e. eftir norskri fyrirmynd sem er farið. Í blaðagrein sem ég sá vitnað til í af netverja, má sjá eftirfarandi upplýsingar:

  1. Rogaland--- "Tre ganger avfyrte norsk politi sine våpen i fjor – det samme som året før." - "To av de tre skuddene traff og skadet mennesker. Det tredje var et varselskudd." - "Norsk politi har ikke drept noen siden 2006."
  2. Síðan má nefna að Víkingasveitin hefur skotið einn einstakling, eftir að sá skaut lögreglumann í höfuð af stuttu færi hlífðarfatnaður sem betur fer tók það skot en lögreglumaður féll aftur fyrir sig niður stiga sennilega vissi sá sem skaut manninn ekki líðan hans er hann tók það skot - - þetta er eina skiptið sem ég veit til þess að "Víkingasveitin hafi beitt vopnum sínum á vettvangi" öll árin sem hún hefur verið til.

Svo má nefna málið á "Hnífsdal" fyrir nokkrum árum: Sérsveit lögreglu yfirbugaði byssumann á Hnífsdal í nótt  ---  Sér­sveit lög­regl­unn­ar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífs­dal

  • Gallinn við það að búa við það, að einungis Víkingasveit hefur vopn, er auðvitað sá að þá er eins gott að - - enginn brjóti af sér meðan veðrið er vont.
  • En Víkingasveitin er kannski 2-3 tíma að mæta á staðinn, við bestu aðstæður. Ef veðrið er vont - - getur verið að ómögulegt sé fyrir hana að mæta. Vegna þess að flugvellir eru lokaðir.
  1. Eigum við ekki að segja - - að spurningin með vopnin sé einmitt varðandi stór undantekningatilvik. Ef lögreglan hefur vopn t.d. á stöðinni í næsta bæjarfélagi í læstri hirslu. Þá er a.m.k. unnt að nálgast þau í skilgreindu neyðartilviki.
  2. Ef vopnin eru í bifreiðum - - eru þau "heldur aðgengilegri" og kannski því fyrir bragðið "líklegri til að vera notuð" en ef þau eru læst inni á lögreglustöð. Auðvitað kemur á móti, að sums staðar úti á landi er langt til næstu stöðvar kannski 200km. Það gæti alveg tekið töluveðran tíma að sækja vopn.

Þetta verðum við að vega og meta skv. líkum.

Skv. reynslu norsku lögreglunnar þ.s. vopn eru höfð í bílunum læst í sérstökum kistli í skottinu, þá eins og fram kemur að ofan, var vopni beitt í 3-skipti sl. ár og 3-skipti árið á undan. 

Enginn verið skotinn síðan 2006. Noregur er auðvitað rúmlega 10-falt fjölmennara land. Taka þarf tillit til þess, þannig skv. því - - má alveg hafa þau tilvik í huga í hlutfallinu 1/10.

  • Það gæti þítt, að vopni sé beitt þriðja til fjórða hvert ár t.d. 

Ef vopnin eru ekki í bílunum heldur á næstu stöð, þá getur tíðnin verið enn lægri.

Mig grunar að ótti sumra um stigmögnun í vopnaeign sé ástæðulítill. En það virðist ekki reynsla Norðmanna að slíkt sé í gangi.

 

Niðurstaða

Ég læt liggja milli hluta - hvort lögreglan á að þiggja þessi vopn. Í annan stað virðist þörfin ekki svakaleg þ.s. ekkert alvarlegt hefur hingað til gerst. Bendi þó á, að það að ekkert alvarlegt hafi hingað til gerst - segir í reynd ekkert um líkur. Það getur t.d. heppni hafa ráðið í tilvikum. Einstaklingar í rugli hvort sem þeir eru fullir eða á einhverju verra - geta verið frekar óútreiknanlegir.

Á hinn bóginn, bendir reynsla Norðmanna ekki til þess, að tilvist vopna með þeim hætti sem venja hefur verið um í Noregi. Skapi mikla tíðni vopnanotkunar af hálfu lögreglunnar, eins og má ætla af ótta sumra sem hafa verið að ræða málið í fjölmiðlum. Það má því segja - - að ótti við lögregluna sé "ástæðulítill."

Mín ályktun er þá sú, að ef lögreglan vill þessi vopn. Þá má hún fá þau - ég óttast ekki að ísl. lögreglan misbeiti þeim frekar en sú norska. Mér virðist reynsla norsku lögreglunnar ekki styðja ótta sumra um að lögregla sé að beita vopnum í tíma og ótíma. Á sama tíma, ef niðurstaðan er sú að hún þiggur þau ekki. Þá er ég alveg rólegur yfir þeirri útkomu - - ég treysti með öðrum orðum mati lögreglunnar á því, hvort hún þarf þau eða ekki. Ef hún þiggur þau ekki, þá væntanlega væri það mat hennar að þörfin sé ekki brýn.

Stormur í tebolla!

 

Kv.


Óvinsælasta tillaga allra tíma?

Eins og við þekkjum eru vandræði hjá ríkinu að ráða við verkefni sín - listinn er orðinn töluvert langur: Varðskipin eru í höfnum en ekki úti á rúmsjó, Landhelgisgæslan er ekki einu sinni með mannskap til að manna þau öll, svo mikill hefur niðurskurðurinn verið. Hafrannsóknarstofnun hefur nýverið kynnt, að öll rannsóknarskipin verði í höfnum, líklega stefnir í að Hafró í náinni framtíð geti ekki heldur mannað þau því fjölda manns hefur verið kynntar uppsagnir.

Þarna erum við að tala um - mjög mikilvæg grunnverkefni séu í hættu; eftirlit með Landhelginni, að sjófarendur fylgi reglum og lögum, skip innlend sem erlend virði takmarkanir og landhelgi - ekki litlir hagsmunir í húfi. Síðan í annan stað, þá erum við að tala um sjálfa "grunnauðlind landsmanna" að haldið sé uppi nægum rannsóknum á henni, til þess að "veiðistýring" geti farið fram með sæmilega vitrænum hætti - en rangar ákvarðanir þar um geta haft töluverðar afleiðingar, síðan er það einnig það að - mikilvægt er að stunda rannsóknir almennt á hafinu ekki síst vegna þess að enn þann dag í dag er mjög margt sem ekki er nákvæmlega vitað um botndýralíf við landið, síðan að sjálfsögðu dúkka upp öðru hvoru nýjar fiskigöngur sbr. makríl - - með öðrum orðum, þ.e. virkilega þörf fyrir öflugar hafrannsóknir.

Flestir þekkja vandræðin í heilbrigðisgeiranum, sérstaklega að meginsjúkrahús landsins er í byggingum sem hafa hlotið alltof lítið viðhald til margra ára, sem hefur leitt til alvarlegs ástands nokkurra þeirra - það má vera að ein meginbygginganna gömlu sé í reynd ónýt. Ef þetta er ekki nóg, þá hefur ríkið ekki getað greitt starfsfólki þau laun sem það getur sætt sig fyllilega við, þannig að - erfiðlega gengur að ráða lækna og þeim fer heldur en hitt, fækkandi. Okkur helst ekki á hæfileikafólki - þeir sem eru eftir, eru of hlaðnir störfum - þetta á víst einnig við um hjúkrunarfræðinga. Þetta er ástand - sem getur ekki gengið til lengdar, samt er engin lausn í augsýn.

Það hefur einnig verið mjög verulega skorið niður í löggæslu, of fáir lögregluþjónar eru á vakt hringinn í kringum landið. Veik löggæsla - er klassískt áhættuatriði, því þá geta glæpir grasserað.

Það má bæta við - viðhald vega og samgöngumannvirkja sem rétt svo heldur í horfinu. 

Óánægja er innan skólanna, hún er í svipuðum tón, að erfiðlega gengur að halda í hæfileikafólk.

 

Spurning er því ef til vill kominn, hvort Ísland þurfi ekki að skera niður -stóra kostnaðarliði-

Eins og ljóst er af upptalningunni, vantar annað af tvennu - mikið fé. Eða, það þarf að afnema eitthvað sem kostar mikið, færa það fé í aðra hluti.

  1. Vaxtabætur.
  2. Leigubætur.
  • Þetta eru sannarlega stórir kostnaðarliðir.
  • Og það er unnt að leggja þá niður með pennastriki.

Augljóst kemur þetta við marga - en þannig gildir það alltaf um "niðurgreiðslur."

Sem dæmi, þá hafa stjórnvöld í Úkraínu lengi - niðurgreitt í öllu landinu "gas" til heimilisnota. Þar eru stjórnvöld nú tilneytt til að falla stórum hluta frá þeim, og þá auðvitað bitnar það á "almenningi."

Á sama tíma, hafa stjórnvöld verið í útgjaldavandræðum af margvíslegu tagi - mjög margt í niðurníðslu, að stór hluti útgjalda fari beint til að niðurgreiða gas, hefur auðvitað átt sinn þátt í þeim vanda.

Á Indlandi hafa hrísgrjón verið niðurgreidd og vatn til landbúnaðar, þó víða sé vatnsskortur. Í Venesúela, er eldsneyti selt til almennings, á mjög niðursettu verði. Þetta eru nokkur dæmi.

Punkturinn er auðvitað sá:

  1. Niðurgreiðslur eru ávalt settar á af góðum hug.
  2. Það er yfirleitt mjög erfitt síðar meir, að afnema þær - vegna andstöðu þeirra sem njóta.
  3. Þær hafa tilhneigingu til að "blása út" og þar með, minnka þ.s. ríkið hefur aflögu til annarra mála. Ekki síst vegna þess, að gjarnan er "pólit. aðlaðandi" að lofa aukningu slíkra greiðsla - - atkvæðavænt.

Ísland er augljóslega engin undantekning - alveg eins hér, að niðurfelling niðurgreiðsla - mun koma illa við marga.

Ég held að enginn vafi sé um, að ef það fé sem fer í dag í "vaxtabætur" og "leigubætur" væri þess í stað, fært yfir á "heilbrigðiskerfið" - - væri unnt að gersamlega laga allt það þar sem miður er.

 

Ég held einnig að unnt sé að koma til móts við þá sem minna mega sín með öðrum hætti

Ég held að það losni það mikið fé, að það þurfi ekki allt - - að fara í heilbrigðiskerfið. Það eru auðvitað "valkostir."

  1. Einn möguleiki væri að - - hækka skattleysismörk. Hækkun þeirra mundi geta töluvert vegið á móti fyrir marga.
  2. Annar möguleiki væri að - - hækka lágmarkslaun.
  3.  Svo er það sá möguleiki - - að koma til móts við almenning í gegnum heilbrigðiskerfið, t.d. með lækkun "kostnaðarþátttöku" - koma aftur á frýjum skólatannlækningum.

Ég hugsa að það komi ekki til greina, að framkvæma þessa breytingu - - án einhverra slíkra "mótaðgerða."

Sem dæmi, væri skynsamlegt - - að lækka, jafnvel afnema, þátttöku almennings í kostnaði við notkun þjónustu heilbrigðiskerfisins, að auka til muna kostnaðarþátttöku ríkisins í lyfjum o.s.frv.

En heilbrigði þjóðarinnar er mikilvægt - - mig grunar að, meiri skynsemi sé í því, að halda kostnaðarþátttöku almennings á þeim sviðum í lágmarki. En að niðurgreiða "vexti" eða "leigu."

Heilsan sé enn mikilvægari þáttur. Dýrt sé fyrir þjóðfélagið, að setja mál upp þannig - - að fátækt fólk hafi ekki efni á að nota þjónustu heilbrigðiskerfisins.

 

Niðurstaða

Ég man eftir því að á 9. áratugnum rak Ísland 4 varðskip, 3 -stór, eitt lítið. Þau voru í meira eða minna stöðugri notkun. Hér voru í meira eða minna stöðugum rekstri, 3-hafrannsóknarskip, þar af 2 stór. Berið þetta saman við ástandið hér. Þegar Landhelgisgæslan hefur eingöngu í seinni tíð verið að halda úti einu að öllu jafnaði. Á ekki áhafnir lengur á öll 3. Eða, að á nk. fjárlagaári - verður ekkert hafrannsóknarskip rekið.

Ísland - - er ekki fátækara í dag, en það var ca. 1980.

Það virðist alveg ljóst - - að einhvers staðar er verið að nota fjármagn með röngum hætti.

Hafið í huga, að þessi vandi er ekki alfarið nýr - hans var farið að gæta á sl. áratug, fyrir hrun. Það bendir til þess, að "einhver stór fjárlagaliður hafi sennilega verið að draga til sín það mikið fjármagn" að þrátt fyrir "vaxandi skatttekjur" hafi þá þegar verið farið að þrengja að mikilvægri starfsemi ríkisins. Síðan kom auðvitað hrunið - - og allt varð svo miklu mun erfiðara.

Nú virðist mér Ísland statt þar, að eitt smávegis efnahagsáfall til viðbótar. 

Gæti skapað alvarlegt hrun á mikilvægum sviðum starfsemi ríkisins.

Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Við þurfum að hætta einhverju sem er dýrt. Sú ákvörðun mun óhjákvæmilega koma við kaunin á mörgum.

Ég hef bent á 2-þætti sem hægt væri að leggja af. Og nota það fjármagn í staðinn innan mikilvægra fjársveltra sviða. Bæta þar með þjónustu við almenning.

 

Kv.


Það virðist vinsæl kenning að færri unnar stundir á viku stuðli að aukningu framleiðni

Ég hef í sjálfu sér - ekki hugmynd hvort nokkuð sé að marka þá kenningu, eða ekki. En ég ræddi við nokkra í dag, þá hugmynd "Pírata" að fækka vinnustundum á viku í 35: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum.

"Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa. Frakkland, sem hefur verið með 35 stunda vinnuviku síðan árið 2000, er með talsvert hærri framleiðni en Ísland og er mun ofar í mælingunni um jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista, þar er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri. Í öllum þessum löndum eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða."

Það er sem sagt uppi kenning: um samhengi milli vinnustunda og framleiðni.

 

Ég held að margir vanmeti "smæðar áhrif Íslands" annars vegar og hins vegar "samsetningu atvinnugreina" sem hugsanlega "hluta skýringu" á tiltölulega lágri framleiðni

  1. Öll þessi lönd eru miklu fjölmennari en Ísland, punkturinn í því er sá - að hér eru vinnustaðir almennt séð smáir; og mig grunar - - að vinnustaðir sem hafa 5.000 starfsmenn t.d. að á slíkum sé frekar grundvöllur fyrir notkun "vinnusparandi tækjabúnaðar" en á vinnustöðum er hafa 50 - 150 starfsmenn.
  2. Síðan er það spurning um samsetningu starfsemi, þarna er t.d. vitnað til landa eins og "Belgíu" - "Danmerkur" og "Frakklands." Allt lönd með þróaða framleiðsluatvinnuvegi. Punkturinn er sá, að mig grunar einnig, að þegar verið er að framleiða "tæki" úr "stöðluðum einingum" - þá auðveldi það til muna það að koma við "vinnusparandi tækni" sem sé því "framleiðniaukandi."
  3. Á Íslandi er grundvöllurinn - - ferðamennska, sem í eðli sínu er ákaflega mannaflafrek, erfitt er að sjá með hvaða hætti væri unnt að beita vinnusparandi stöðlun, eða ef auka ætti vinnuframlag hvers og eins starfsmanns, gæti það bitnað að þjónustunni sjálfri og ánægju viðskiptavina. Síðan er það fiskur - fiskar eru náttúrulega ekki í eðli sínu "staðlaðir" - þú færð þá í margvíslegum stærðum, tegundum og einnig gjarnan margvíslegan annan meðafla. Síðan þarf vinnslan að glíma við þ.s. "veiðist" og ná verðmætum úr því. Þó að margvíslegar tilraunir hafi verið gerðar til tækjavæðingar hennar, virðist mér sennilegt að eðli aflans hafi hamlandi áhrif á það hve mikilli "framleiðni" sé unnt að ná fram.

Það sem ég hef bent á, er að Íslandi vanti framleiðslustörf einmitt af því tagi - - sem gætu verið í starfsemi þ.s. auðvelt væri að ná fram góðri framleiðni, því líklega - - háum launum.

Auk þessa, hef ég bent á það, að hér sé nóg af áli sem flutt sé út sem "hrávara" og því ekki nýtt til neins á Íslandi.

Mér virðist blasa við, að "tæknilega" sé fyrir hendi tækifæri, að líta á þetta "framleidda ál" sem - - vannýtta eða í reynd ónýtta auðlind.

Og að Íslendingar, þurfi að horfa akkúrat til nýtingar þeirrar auðlindar, til þess að skapa hér á Íslandi þau verðmætu framleiðslustörf er akkúrat gætu skaffað þau háu laun - - sem svo marga hér á landi langar til að auðnast.

  • Jafnvel þó um væri að ræða einungis framleiðslu álfelga - styrktarbita - íhluta í önnur tæki - jafnvel leikföng --- hvað sem er, sem væri tiltölulega einfalt að framleiða.
  • Þá væri það strax framför - - aukning á verðmæti þess áls sem væri nýtt til þeirrar framleiðslu.

Auðvitað felast há launuðu störfin, í framleiðslu - - á hærra þrepi í "tæknistiganum" en framleiðsla slíkra tiltölulega einfaldra hluta.

En einhvers staðar þarf að byrja! Það þarf að læra að ganga áður en maður getur lært að hlaupa.

Mig grunar með öðrum orðum, að samsetning atvinnuvega hér, sé að verulegu leiti skýring þess, að framleiðni sé tiltölulega lítil á Íslandi.

Ég efa því, að þó svo að "lögboðin væri stytting vinnuviku" að þá mundi það í reynd leiða til þess að meðal Íslendingurinn mundi í reynd "vinna skemur per viku að meðaltali." Vegna þess að sú starfsemi sem mikið til fer fram hér virðist ekki megna að bjóða það há laun, að fólkl mundi telja sig hafa efni á að fækka við sig unnum stundum.

Okkur vanti "há virðisauka framleiðslu" sem geti skilað hárri framleiðni og dýrum störfum. Störf sem einmitt þau lönd sem vitnað var í að ofan - - hafa.

Ísland hafi einungis gengið í gegnum "iðnvæðingu" í einni grein - - sjávarútvegi.

Það skorti að landið iðnvæðist einnig í - - áliðnaði, þá meina ég ekki í formi nýrra álvera.

  • Ég held að þetta sé "stórt algerlega ónýtt tækifæri."

 

Hvernig munu vinnuveitendur bregðast við því, ef lögboðið væri að unnið skuli ein klst. skemur í dagvinnu?

Mér dettur í hug, að "tekin verði af" - - "kaffi" og "matarpásur." Þannig að morgunverðurinn verði sannarlega "mikilvægasta máltíð dagsins" því að fólk verði orðið "hungrað" þegar dregur að lokum vinnu annað hvort kl. 3 eða 4.

Annar möguleiki er að "áhrifin séu nær engin" þ.e. að fólk fari einfaldlega klst. fyrr yfir á yfirvinnutaxta.

Með öðrum orðum, að fólk vinni jafn lengi - og áður. Vinnufyrirkomulag verði það sama áfram, og ekki verði hreyft við "kaffi" og "matarpásum."

--------------------------

Kannski er það síðara - sennilegra. 

 

Niðurstaða

Mig grunar að áhrif lögboðinnar breytingar úr 40 stunda vinnuviku í 35 stundir á mælda framleiðni, verði mjög sennilega akkúrat engin. En sennilegast þá muni fólk áfram vinna sama klst. fjölda og áður, fólk þurfi á þeim launatekjum að halda - - sem fullri vinnu fylgi. 

Varðandi af hverju framleiðni er lág á Íslandi - - þá grunar mig að ástæðan sé ekki sú að fyrirtækjum sé illa stjórnað eða íslenskir stjórnendur séu vanhæfari en stjórnendur annars staðar. Heldur stafi tiltölulega lág framleiðni hérlendis - - af annars vegar "smæð landsins" sem leiði til þess að ísl. vinnustaðir séi smáir miðað við vinnustaði í öðrum löndum - og - hins vegar af samsetningu atvinnuvega hérlendis sem séu atvinnuvegir er séu í eðli sínu mannaflsfrekir og síður til þess fallnir en megin atvinnuvegir stórra Evrópulanda að verði við komið vinnusparandi tækni sem auki framleiðni.

  • Að auka framleiðni hér, snúist því ekki síst um - að breyta samsetningu atvinnuvega.
  • Að hækka laun til langframa, snúist um það sama.

 

Kv.


Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Þetta kom fram í viðtali á Bylgjunni í hádegisfréttum á miðvikudag. Síðan ræddi Bylgjan við forseta ASÍ og spurði hann út í ummæli Más. Þá svaraði hann því, að ríkisstjórnin hafi með samningum þeim sem hún gerði við "háskólamenn" sett ákveðin tón - það væri ósanngjarnt af krefjast þess af "verkamönnum" að þeir fái "lægri launahækkanir" en "háskólamenn" til þess að halda niðri verðbólgu. Það væri ósanngjörn krafa, að setja ábyrgðina af því að "viðhalda stöðugleikanum" eingöngu á "verkafólk."

Ég man ef til vill ekki orð Gylfa Arnbjörnssonar - - nákvæmlega orðrétt.

En ég held að ég fari nokkurn veginn rétt með - - innihald þeirra.

 

Hvað meinar Már Guðmundsson, með 3,5% viðmiðinu?

Mér finnst þetta afar forvitnilegt, og í reynd merkilegt - hve lítil umræða hefur um það skapast. En mér finnst það afar freistandi að skilja það svo - - að þetta sé áætlun starfsm. Seðlabankans, mat þeirra með öðrum orðum, á því hve mikla aukningu á "innflutningi" hagkerfið ber í gegnum frekari launahækkanir - - án þess að sennilega þurfi að fella gengið.

  1. Ég hef verið það samfellt síðan ríkisstjórnin gerði kjarasamninga við kennara, sem sjálfur formaður samninganefndar kennara, sagði geta falið í sér 30% launahækkun - þegar tillit er tekið til hækkana sem lofað væri ef tilteknar skipulagsbreytingar væru samþykktar innan skólanna; verið viss um að með þeim hafi ríkisstjórnin gert afar afdrifarík mistök.
  2. Grunnhækkunin var e-h rúmlega 6%. En hafandi í huga, hve öflug gulrót það sennilega er -að fá restina af launahækkuninni- þá væntanlega verða þær skipulagsbreytingar framkvæmdar, þannig að við séum virkilega að tala um - - launahækkanir í 2-ja stafa tölu.
  3. Ég verð að segja það, að ég var "virkilega undrandi á menntamálaráðherra" - "sem sjálfur er hagfræðingur að mennt" - "sem þíðir að honum á að vera vel kunnugar þær afleiðingar sem það getur haft fyrir stöðugleika í landinu ef 2-ja stafa launahækkanir ganga sem bylgja í gegnum kjarasamninga allra helstu hópa launamanna" - "að það skuli hafa verið hann sem þó tók slíka ákvörðun" - "maður sem hefur árum saman predikað að ríkið eigi að sýna ráðdeild." Svo bregðast krosstré sem önnur tré - segi ég.

Í haust stendur nú ríkisstjórnin frammi fyrir afleiðingunum - - stífri kröfu frá almennum launamömum, um hækkanir af sambærilegu tagi - og þær sem kennarar hafa fengið.

Þetta er atriði - sem menn áttu að sjá fyrir - sem virkilega "naívt" var að menn skuli ekki hafa áttað sig á þessu fyrirfram.

Sannarlega er það rétt, að starf kennara er mikilvægt, að það hefur verið flótti út stéttinni, að þeir eiga skilið hærri laun - - - allt þetta er rétt.

En í alvöru, að heimila slíkar launahækkanir - - var samt gersamlega ábyrðalaust.

  • Punkturinn er augljóslega sá, að aðrir launamenn munu krefjast sambærilegra hækkana.
  • Már hefur algerlega með réttu, í reynd bent á, að slíkar launahækkanir ef þær ganga í gegnum allan skalann - - munu leiða til "hærri verðbólgu" - líklega þíðir það að hann á von á gengisfellingu.
  1. Þá auðvitað - - hverfur þessi "launaleiðrétting kennara" og verður nær því að engu.
  2. Menn áttu að sjá - - að slík "leiðréttingartilraun" gat aldrei gengið upp, hlaut að ganga ekki upp, nema að hún væri framkvæmd í - - sátt við aðra hópa launamanna.
  3. Leiðrétting- - getur eðli málsins ekki gengið upp. Nema að aðrir hópar, sætti sig við hana.

Annars verður engin leiðrétting. Svo einfalt er það.

Þegar aðrir hópar heimta og ná "sennilega fram" sambærilegum hækkunum.

Gengur verðbólgubylgja í gegnum samfélagið "eftir líklega gengisfellingu" og verðbólgan þá "eins og svo oft áður hefur gerst" étur að mestu upp hinar 2-ja stafa prósentulaunahækkanir.

Við sáum þetta svo oft í endurtekningu á 9. áratugnum, að ég er undrandi á því, að menn skuli - - taka ákvörðun sem svo að miklum líkindum - - mun kalla slíka dembu yfir okkur eina ferðina enn.

 

Þetta er örugglega af hverju Már lækkaði ekki vexti

Mér virðist þetta alveg klárt - - verðbólga sl. 6 mánuði hefur verið "innan við 2%" sem þíðir - - að skoðað eingöngu út frá verðbólgunni. Eru stýrivextir augljóst alltof háir.

Á hinn bóginn, ef maður hefur í huga, að Már - - telur sennilega miklar líkur á nýrri verðbólgubylgju á nk. 12 mánuðum. Þá skýrist algerlega, af hverju hann lækkaði ekki vexti. Og ekki síst, að hann skuli á sama tíma - hóta frekari "vaxtahækkunum."

  • Ég er mjög hræddur um, að ríkisstjórnin hafi gersamlega "klúðrað stöðugleikanum" með þessari einu ákvörðun, kjarasamningum kennara.
  • Með þeim hafi hún búið til tifandi tímasprengju, sem eigi eftir að springa.
  • Sem muni síðan, sprengja þann stöðugleika í "tætlur" sem við höfum náð fram á síðustu mánuðum.
  1. Það þíðir að auki, að þ.s. sá stöðugleiki er "ein megin forsenda þess" að unnt verði að losa um höft.
  2. Að líklega verður ekki af því, að hafin verði losun hafta.
  3. Það getur verið það slæmt, að losun hafta verði ekki -- þetta kjörtímabil.

Hversu afdrifaríkt getur þetta verið? Svo afdrifaríkt: Að við fáum, vinstri stjórn að nýju, ef hægri stjórnin verður fyrir því atlægi að hafa gersamlega klúðrað "stöðugleikanum" og síðan "losun hafta" - - fyrir Framsóknarflokkinn "klúðrast þá sennilega einnig leiðréttingin svokallaða þó svo hún verði framkvæmd því verðbólgan sem kennara samninga klúðrið býr til í kjölfar þess að samtök launamanna að afloknum útbreiddum verkföllum neyða ríkisstjórnina til að semja um sambærilega hækkanir og kennarar fengu; eyði upp kjarabótinni sem skuldugir launamenn töldu sig fá með lánaleiðréttingunni fyrir utan að lánin munu hækka duglega þegar verðbólgu bylgjan gengur yfir. Þá fá báðir stjórnarflokkarnir duglegan rassskell frá kjósendum - að góðum líkindum. Þetta sýnir - hvað eitt klúður getur klúðrar miklu.

Ríkisstjórnin -virtist vera á ágætri siglingu með sín mál- svo með einni ákvörðun var sennilega öllu klúðrað.

 

Niðurstaða

Því miður,  ég segi þetta dapur í hjarta, en ég tel það líklegra en ekki, að ríkisstjórnin muni fá afskaplega slæma útreið úr nk. þingkosningum. Það verði vegna þess, að vegna einnar slæmrar ákvörðunar - - muni nánast allt þ.s. ríkisstjórnin stefndi að, ekki takast.

Þetta sýnir það - hve óskaplega mikilvægt það er.

Að stara stöðugt á heildarmyndina - þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.

En hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, þá eru "laun" - mikilvægt púsl í þá heildarmynd sem þarf að ganga upp. Tekjur Íslendinga af utanríkisviðskiptum eru alltaf takmarkaðar. Landið býr við þunga greiðslubyrði sem verður væntanlega ekki minnkuð að verulegu ráði, fyrr en á nk. kjörtímabili. 

Meðan að "hrunskuldirnar" eru enn þungur baggi - þá verður að taka tillit til þeirra greiðsla, sem þíðir m.a. að "launahækkanir" verður á meðan að halda í "hófi" því að innflutningur verður að vera "nægilega hófstilltur" meðan að greiðslubyrðin af hinum erlendu skuldum er enn þung.

Þetta áttu allir að vita. Átti ekki að koma nokkrum á óvart!

En ekki síður, að stöðugleiki - lág verðbólga, væri einnig ein grunnforsenda fyrir losun hafta. Svo að klúðraður stöðugleiki, þíðir einnig að líkindum, að ekki verði af haftalosun.

 

Kv.


Mun Tiananmen hryllingurinn endurtaka sig í Kína, en nú eru fjölmenn mótmæli í Hong Kong og borgum nærri Hong Kong?

Ég held að Tiananmen sé á vörum allra í dag sem fylgjast með bylgju mótmæla sem virðist hefjast í Hong Kong, og standa í tengslum við - ákvörðun stjórnvalda þar skv. þrýstingi frá meginlandinu, að takmarka lýðfrelsi í Hong Kong. Þar sem meira frelsi hefur verið til staðar - en fram að þessu innan Kína.

Hong Kong pro-democracy protests swell as riot police back off

Hong Kong protesters defy Beijing with calls for democracy

Það sem er merkilegt við þetta, er ekki síst - að Kína skuli velja að þrengja að lýðfrelsi í Hong Kong.

En það mun veikja til muna áhuga t.d. íbúa í Tævan, að verða að nýju hluti af Kína.

Á myndinni má sjá greinilega lík liggja í vegkantinum!

lSzvWLU En á sínum tíma er Bretar afhentu nýlenduna, þá var loforð með í þeim pakka, að stjv. mundi leitast við, að varðveita þá samfélagsmynd - sem hefur verið til staðar í Hong Kong. Og að mörgu leiti hefur gert Hong Kong að þeim stað sem Hong Kong er.

Þetta getur bent til þess, að Kína meti í dag - að ógnin af því tiltölulega mikla frjálsræði sem hafi verið í Hong Kong, sé meiri ógn - - en hugsanlegur gróði.

Hong Kong er ekki lengur stærsta viðskiptaborgin í S-Kína, heldur hefur Shanghæ tekið sinn gamla sess - - þ.e. kannski það. Sem ræður niðurst. kínv. stjv. - - að þau telji sig ekki þurfa lengur á því að halda, að viðhalda Hong Kong eins og Hong Kong hefur verið.

  • En þetta þíðir samt, að það muni draga úr áhuga Tævan búa að ganga Kína á hönd.

Remembering the Tiananmen Square Massacre, 25 Years Later

The Untold Story: “25th Anniversary Tiananmen Square Massacre”

Látnir og lifandi á sömu myndFinals-1

 

Eins og þessar grimmu myndir sína, þá vissulega féllu margir á Tiananmen torgi og nærstöddum götum!

Það er þessi útkoma sem ég óttast, að flokkurinn muni senda herinn inn - ef Hong Kong og nærstödd svæði. Ráða ekki við það að halda mótmælendum í skefjum. Sérstaklega ef mótmælin halda áfram að dreifast út.

  • En ég er viss að flokkurinn, ef flokksmenn telja að völdum flokksins sé ógnað - - láta sverfa til stáls að nýju.

Í dag ráði ekki "hugmyndafræði" miklu - heldur frekar "græðgi" í peninga og völd. Gríðarleg spilling virðist innan flokksins, þ.s. flokks tengdir falbjóða sig út í viðskiptalífinu - að þeir hafi tengsl. Síðan þiggja peninga, til að aðstoða aðila í viðskiptum við það að fá "land" eða önnur gæði á hagstæðum kjörum, eða námu - eða hvað annað. Eða við það að komast framhjá reglum um vinnuvernd eða hvað annað, jafnvel að sleppa undan sköttum að verulegu leiti.

Eftir því sem flokks meðlimir séu hærra í virðingarstiganum í flokknum - - séu þeir líklega spilltari og auðugri af slíkum peningum. Sjálfir t.d. í stjórn fyrirtækja þó þeir hafi ekkert upp á að bjóða, en að geta útvegað fyrirgreiðslu - - að vera innanbúðar menn.

  • Það sé ekki síst þetta fyrirkomulag, sem flokksmenn - muni leitast við að verja.
  • Það er, sinn eigin auð - þá aðstöðu er þeir hafa að geta auðgast.

Á sama tíma grafi þessi spilling undan virðingunni fyrir flokknum - - sú sýn vaxi eðlilega ásmegin, að þetta séu allt - - > þjófar.

Ef einhver stuðningur er enn til staðar - - snúist hann um það. Að þrátt fyrir allt tjónið sem spillingin örugglega veldur. Hafa flestir Kínverjar það betur í dag en fyrir 30 árum.

En það á að sjálfsögðu einnig við mörg önnur lönd - - að þar er betra en fyrir 30 árum. Og þar er annars konar stjórnarfyrirkomulag.

Protesters hold their mobile phones as they block the main street to the financial Central district, outside the government headquarters, in Hong Kong September 29, 2014. REUTERS/Carlos Barria

Þetta virðast virkileg fjöldamótmæli - það að óeirðalögreglan hafi hörfað. Er ekki endilega ólíkt því sem áður gerðist. En framan af reyndu yfirvöld þá, að semja við mótmælendur - - en eftir að þau höfðu staðið yfir í töluverðan tíma. Og ekki sýnt nein merki þess að vera að hætta.

Varð einhvers konar - - innanflokks bylting. Harðlínumenn náðu völdum yfir honum - og sá sem var leiðtogi flokksins þá dagana sem mótmælin fóru fyrir sig að mestu óáreitt. Hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar. Síðan tók við tímabil - - þ.s. mun meiri harka var til staðar en í tíð þess manns.

Það gæti endurtekið sig að nokkru leiti í Kína nú, ef full harka er sýnd - þá megi búast við því, að aukin harka verði sýnd um allt þjóðfélagið, það muni koma nýtt tímabil þegar harka er meiri en verið hefur upp á síðkastið. 

Ég á þó ekki von á innanhús byltingu í flokknum, núverandi valdhafar muni læra þá lexíu af fyrirrennara sínum 1989, að sýna hörku sjálfir - - svo að einhver annar innan flokksins hrifsi völdin ekki af þeim.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega það sem mig grunar, að flokkurinn sé hættur að snúast um annað en "völd" og "peninga" þ.e. - - græðgi. Spillingin sé svo víðtæk innan flokksins að hún sé regla - ekki undantekning. Innanbúðar menn falbjóði sig, noti þannig aðstöðu sína til að auðgast persónulega, á móti þjóni þeir aðilum í viðskiptalífinu - - þeirra gróði að miklu leiti tengist þeirri fyrirgreiðslu þeir fá.

  • Þetta fyrirkomulag heitir á ensku "crony capitalism" - einnig er gjarnan notað hugtakið "rent seeking."

Hann er á endanum alltaf ákaflega "kostnaðarsamur" fyrir samfélagið, því hann leiðir til spillingar ekki einungis innan valdastéttarinnar - heldur innan fyrirtækjanna sjálfra.

Og þessi spilling hefur tilhneigingu til að vinda frekar upp á sig, versna.

Meðan hagvöxtur er enn til staðar innan Kína - lífskjör fara batnandi.

Umber fólkið þetta, ef til vill - - en annað mundi sennilega gilda. Ef kreppuástand skapast, og almenningur verður þá meir var við kostnaðinn - tjónið af spillingunni.

Spurning hvað flokkurinn gerir - - ef þessi hreyfing fer að dreifast víðar um kínv. samfélag?

Ég held að flokkurinn muni endurtaka leikinn frá - - Tiananmen. Og það áður en hreyfingin nær að berast of víða. 

Ef hún sýnir hratt aukna útbreiðslu, þá muni þess skammt að bíða, að herinn fái að tala.

Því víðar sem hún dreifist út - - því harðar verður ástandið þegar flokkurinn lætur til skarar skríða í kjölfarið.

 

Kv.


Enn eina ferðina vilja Vinstri Grænir - gera tilraun til þess að koma Íslandi úr NATO. Barnaskapur VG í öryggismálum þjóðarinnar ætlar engan endi að taka

Eins og kemur fram í fréttum, vill Ögmundur og Birgitta "sem er meðflutningsmaður ályktunartillögunarinnar" skora á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild. Ef marka má þetta fólk, þá er staða heimsmála algerlega breytt í dag. NATO hafi annað hlutverk að mörgu leiti en áður. Að þeirra mati, þá sé Íslandi engin akkur af því - að tilheyra samstökum, sem standi fyrir átökum t.d. núna í Mið-Austurlöndum.

Vilja atkvæðagreiðslu um úrsögn úr NATO

Áhugaverð tilvitnun í ummæli Ögma: Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO

"Áform eru nú uppi meðal leiðtoga bandalagsins um 4.000 manna herlið á vegum bandalagsins  til að mæta óskilgreindri ógn frá ríkjum utan bandalagsins. Hvorki sér fyrir endann á þessari útrás bandalagsins, né átökunum sem þau standa í nú og í framtíðinni. Nauðsynlegt er að staldra við og gefa landsmönnum færi á að svara þeirri spurningu hvort þeir telji rétt að Ísland eigi aðild að slíkum hernaðaraðgerðum og ljóst að mikil þörf er á opinni og lýðræðislegri umræðu um samflot Íslands í fyrrnefndum hernaðaraðgerðum."

Þarna nefnir hann "fámennar" hraðsveitir sem Evrópulönd, hafa ákveðið að stofna - til þess að svara kalli Eystrasalt þjóðanna. Þar sem varnarvígbúnaður hefur fram að þessu verið ákaflega lítill.

En hafa ber í huga, að skv. loforðinu "árás á einn er árás á alla" þarf NATO að sína fram á, eða a.m.k. geta sýnt fram á, að geta varið öll aðildarríki - - og það hefur verið "vaxandi spenna í samskiptum við Rússland."

Rússland hefur auðsýnt getu, til að færa með hraði til "tugi þúsunda hermanna." Eða hæglega - 10. faldan þennan fjölda.

  • Með það í huga, er stofnun 4000 manna liðssveitar - - afskaplega væg aðgerð.
  • En auðvitað, Ögmi nefnir að sjálfsögðu ekki á nafn, hver sú ógn er - sem aðgerðin beinst gegn.

Heldur lætur hann eins og um sé einhverja "óútskýrða hernaðarstefnu af hálfu NATO."

http://waldotomosky.files.wordpress.com/2013/03/map-of-northern-atlantic.jpg

Við skulum ímynda okkur að Ísland hefði sagt sig úr NATO, og varnarsamningnum við Bandaríkin að auki

Þá væri sýn "einlægra friðarsinna" um "fullkomið varnarleysi" - þar með "fullkomnuð." En skv. sýn slíkra einstaklinga, þá getur þjóð eingöngu verið fullkomlega góð - ef hún hefur engar varnir af nokkru tagi. Enda sjá slíkir einstaklingar, alltaf "varnarviðbúnað" sem "hernaðarstefnu" þ.s. þeir gera engan greinarmun á "varnarviðbúnaði" og "viðbúnaði ætlað til árásar á annað land."

Slíkir einstaklinga að auki, líta ávalt á hervígbúnað sem "illan" hlut, alveg óháð að því er best verður séð, tilgangi þess vígbúnaðar.

----------------------------------

  1. Ég bendi á að á hverju ári koma hingað til lands, fjölmennir hópar ferðamanna frá margíslegum heimshornum.
  2. En þar eru þó fjölmennastir hópar frá Evrópu og N-Ameríku.
  • Höfum í huga að í dag, eru til hryðjuverkasveitir sem eru ákaflega vel vopnum búnar.

Íslenska lögreglan á einhvern fjölda af gömlum Heckler og Koch hríðskotarifflum, gömul týpa sem flestir eru hættir að nota.

  • Þær sveitir ættu ekki roð í vel vopnum búnar sveitir hryðjuverkamanna, ef þeir mundu ganga hingað á land.

Er það ekki frámunalega ólíklegt? Munum eftir "ferðamönnunum" - en hingað koma "frakkar" - "þjóðverjar" - "Bretar" - "Bandaríkjamenn." Auk fjölda annarra.

Hér má á sumrin reikna með, að hér séu ávalt fjöldi vestrænna ferðamanna, og margir frá þjóðum "sem hryðjuverkasveitir hafa líst réttdræpa" - "ef til þeirra næst."

  • Meðan Ísland er í NATO, þá eru nágranna lönd okkar, skuldbundin til þess að koma Íslandi til aðstoðar.

Utan NATO, utan varnarsamstarfs - - væri aðstoð algerlega háð duttlungum pólit. ákvarðana. Jafnvel þó að aðstoð mundi "sennilega berast" á "einhverjum enda" - gæti það tekið nokkurn tíma.

  • Punkturinn er sá, að hinir fjölmennu hópar ferðamanna hér, þar sem "engar varnir eru fyrir hendi" gætu verið - freistandi skotmark. 

Hér gætu hryðjuverkamenn, komist yfir "ferðamenn" - "tekið þá í gíslingu" - og "hótað að drepa þá nema að t.d. hættulegir hryðjuverkamenn væru leystir úr haldi."

  • A.m.k. þíðir NATO aðild í þessu tilviki, að hver sá sem hingað ræðst, á að vita - - að hjálp mundi berast fljótt.
  • Við höfum engar aðrar varnir - en þá sem felst í varnarskuldbindingu nágranna þjóðanna gagnvart okkur.
  • Og sú gildir einungis svo lengi, sem við erum NATO meðlimir.

 

Að sjálfsögðu gildir þetta enn frekar, þegar við erum í samkiptum við þjóðir sem ekki eru Vestrænar!

Ímyndum okkur, að Kínverjar raunverulega setji hér upp - - "umskipunarhöfn." Nú, það væri ekki mjög mikið vesen af Kínverjum, ef Ísland væri "utan NATO" og "ekki með varnarsamning við Bandaríkin" að einn góðan veðurdag - - umbreyta höfn með nokkrum fjölda kínverskra starfsmanna, þangað sem kínversk skip mundu sigla reglulega. Í eitt stykki flotahöfn fyrir Kínaveldi.

En "hvað sem er getur verið inni í gámum" þess vegna "vopn" - "skriðdrekar" - "fallbyssur" - "eldflaugar" -- -- jafnvel gæti flutningaskip flutt myndarlegan herflokk.

  • Án NATO aðildar, væri ekkert sem mundi augljóslega hindra Kínverja í slíku.
  • Ef Ísland væri utan við NATO, og án varnarsamnings við Bandaríkin.
Meðan Ísland er í NATO, er loforðið að "árás á einn sé árás á alla" ákaflega sterkt fráhrindandi fyrir hvern þann, sem mundi hugsa sér að renna hýru auga á Ísland.


Niðurstaða

Mín sín á málið er afar einföld - að það væri það allra heimskulegasta sem Ísland og Íslendingar geta gert. Að segja upp aðild af því varnarkerfi sem "vestrænar þjóðir" komu sér upp 1949. Þó að NATO hafi víkkað hlutverk sitt á seinni árum. Breytir það ekki því grunnhlutverki. Að NATO er "varnarkerfi" fyrir aðildarlönd. Þó svo að "NATO" hafi bætt við sig "verkefnum" þá sinnir það enn þeim gömlu. Þau eru eftir sem áður - - kjarni tilgangs tilvistar NATO.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband