Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er það fáránlegt að styrkja starfsmenn Fiskistofu til þess að flytja með stofnuninni til Akureyrar?

Ég ætla ekki í þessari færslu að taka afstöðu til þess - hvort það er yfir höfuð snjallt að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ég ætla að tjá mig um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þar sem hún gagnrýnir ákvörðun Sigurðar Inga, að bjóða starfsmönnum Fiskistofu 3 milljónir króna í styrk auk þess af kostnaður við flutning verður greiddur.

Ef þeir kjósa að flytja með stofnuninni Norður: Má ekki skapa „galin fordæmi“

http://www.ruv.is/files/imagecache/frmynd-stor-624x351/myndir/vigdis_4.jpg

Er það galið fordæmi?

Nú ætla ég að bera blak af Sigurði Inga - að sjálfsögðu er það fordæmisgefandi, ef Sjávarútvegsráðherra, lætur styrkja starfsmenn Fiskistofu til flutnings - um 3 milljónir króna, auk þess að beinn flutningskostnaður verður greiddur.

En til að svara því hvort það er "galið fordæmi" er rétt að rifja upp - - hver reynslan hefur hingað til verið af flutningi starfsemi á vegum hins opinbera út á land.

En rannsóknir hafa sýnt fram á, að yfirleitt flytja afskaplega fáir starfsmenn með stofnun - til annars sveitafélags, jafnvel þó flutningurinn sé ekki til héraðs sem getur talist sérstaklega afskekkt.

  1. Það sem þarf að hafa í huga, er það verðmæti sem fólgið er í þekkingu og reynslu starfsmanna.
  2. Hvaða áhrif það hefur á gæði þeirrar þjónustu eða ráðgjafar sem viðkomandi stofnun veitir, að það þurfi að ráða t.d. 95-98% starfsmanna að nýju, þannig að þeir til að byrja með jafnvel alfarið snauðir af reynslu. 

Í "fullkomnum heimi" mundu "kannski" starfsmenn flytja allir sem einn - og starfsemin ekki neitt líða fyrir flutning í annað sveitafélag.

En útkoman hefur fram að þessu verið í þá átt, að það þurfi nánast að - hefja/byggja starfsemina upp á nýjum stað - - á "0" punkti.

  • Ég held að "sanngjörn túlkun" sé sú - - að Sigurður Ingi, sé að leitast við að komast framhjá þessum grunn galla, er verið hefur við fyrri flutninga á stofnunum út á land. 
  • Ef reynslan verður sú, að 3 millj.kr. auk greidds flutningskostnaðar, dugar til þess að "sannfæra meginþorra starfsm." að flytja með stofnuninni - - þá kannski þíðir það.
  • Að þar með séu þeir ágallar er hingað til hafa verið á slíkri aðgerð - að mestu sniðnir af.
  • Sem mundi þíða, að minni andstaða yrði í framtíðinni við slíkar tilfærslur á stofnunum og þar með "opinberum störfum" út á land.

Nú þurfa menn að svara því - hver fyrir sig. Hvort viðkomandi er fylgjandi því, að dreifa frekar en nú er, opinberum störfum um landið. Það er bæði hægt að færa rök með og á móti.

 

Er þetta brot á "jafnræðisreglu"?

Ég verð að segja - að mér finnst það afar hæpið að svo sé. En jafnræðisregla er brotin, ef aðgerð gengur lengra en góðu hófi gegnir, ef það er t.d. til "vægara úrræði" sem nær líklega svipuðum árangri.

  1. Ef við íhugum vandamál við fyrri flutninga á stofnunum út á land - þá er reynslan sú. Að starfsmenn almennt flytja ekki.
  2. Sem þíðir að þekking þeirra og reynsla er þar með glötuð viðkomandi stofnun. Sem þarf þá að ráða nýja og ferska starfsmenn, síðan tekur þá nýju starfsmenn - tíma að afla sér þekkingar og reynslu. Það sé á meðan - líklegt að gæði þeirra vinnu séu um einhverja hríð. Síðri en þeirra starfsmanna, sem ekki fluttu - sem höfðu þekkingu og reynslu. Þannig að gæði þeirrar vinnu - þjónustu - ráðgjafar, sem viðkomandi stofnun veiti. Séu þá um tíma - síðri.
  3. Þeim ágalla - hlýtur að fylgja kostnaður. Sem ég veit ekki til að hafi verið greindur.

Ef þetta úrræði, að styrkja starfsmenn um 3 milljónir króna, dugar til þess að komast framhjá þessu vandamáli, að starfsmenn flytja ekki með stofnun. Þannig að flutningur leiði ekki til tapaðra gæða í veittri vinnu - ráðgjöf eða þjónustu.

Þá a.m.k. blasir ekki við neitt "augljóslega vægara úrræði" sem mundi duga.

Né mundi ég telja það sanngjarna túlkun, að líta svo á að viðkomandi úrræði, sé bersýnilega umfram meðalhóf.

  • Að óreyndu, áður en úrræðið hefur gengið í gegnum sína prófraun, sé í reynd ekkert hægt að fullyrða af eða á.

 
Niðurstaða

Fljótt á litið þá að sjálfsögðu eykur það kostnað við flutning á Fiskistofu. Að greiða starfsmönnum "3 milljónir króna + kostnað við flutning" fyrir að flytja Norður með stofnuninni. Ég vil ekki meina að sú aðgerð sé augljóslega "ómálefnaleg" - enda býr í starfsmönnum með langa reynslu, reynsla og þekking sem hefur verðmæti.

Ég veit ekki til þess enn a.m.k. að kastað hafi verið mati á það - hver hugsanlegur kostnaður samfélags hefur verið í gegnum tíðina, af fyrri tilflutningum á starfsemi stofnana. Þegar haft er í huga, að það hefur komið tími - þegar gæði veittrar þjónustu - ráðgjafar eða vinnu - - hafa liðið fyrir það að stofnun hefur þurft að hefja starfsemi á nýjum stað. Með nánast alla starfsmenn nýja.

Mig grunar að með því að "glata þekkingu og reynslu" reyndra lykilstarfsmanna - - hljóti að hafa bæst við umtalsverður viðbótar kostnaður af fyrri tilraunum til flutninga á stofnunum. Þannig að í ljósi þess, geti það "minnkað frekar en hitt endanlegan kostnað við flutning á Fiskistofu" ef aðgerð Sigurðar Inga, að styrkja starfsmenn - svo þeir flytji - verði til þess að stofnunin heldur þeirri þekkingu og reynslu sem býr í núverandi starfskröftum að mestu eða a.m.k. miklu leiti.

-----------------------------

Ég læt vera að svara því hvort sú aðgerð að flytja til stofnun, sé skynsöm eða ekki.

A.m.k. - ef það tekst að færa til stofnun, án þess að þekking og reynsla starfsmanna glatist.

Þá tekst ef til vill, að flytja í þetta sinn stofnun, án umtalsverðs tjóns fyrir starfsemi þeirrar stofnunar.

Sem mun auðvitað, ef það tekst að forða því tjóni, leiða til þess - að líklega verður horft til flutnings á fleiri stofnunum. Sem er gott, ef menn eru því fylgjandi, en kannski slæmt í augum þeirra sem eru á móti slíkum flutningum.

 

Kv.


Einn af auðugustu mönnum Rússlands, virðist skyndilega fallinn í ónáð - sumir vilja líka málinu við mál Khodorkovsky

Vladimir Yevtushenkov, einn af 15 ríkustu löndum Rússlands, aðaleigandi AFK Sistema, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki starfandi í Rússlandi.

Skv. fréttum frá því fyrr í þessari viku, hefur hann verið settur í stofufangelsi.

Russian oligarch Yevtushenkov placed under house arrest

Russia’s rich feel chill wind from the Kremlin

Yevtushenkov loses favour as new Moscow order emerges

  • Athygli vekur, að áður hefur komið fram í fréttum innan Rússlands, að "ríkisolíufyrirtækið Rosneft" hafi áhuga á að kaupa, Basneft sem er í eigu AFK Sistema - - sem skv. fréttum sé í dag "eina starfandi stóra olíufyrirtækið innan Rússlands" - sem ekki sé ríkisfyrirtæki heldur einkarekið.
  • Sá sem ræður ríkjum innan Rosneft er Igor Sechin - "sem er í innsta hringnum utan um Pútín."

Það er afar freistandi, hafandi í huga "spillinguna innan embættiskerfis Rússlands" sem og innan "réttarkerfis Rússlands" að túlka ásakanir á hendur Yevtushenkov - - sem tilraun til þess að "knýja hann til þess að selja Basneft" - til Rosneft.

Að slik séu sambönd Sechin innan opinbera kerfisins í Rússlandi - - að hann geti notað sambönd sín innan kerfisins, til þess að fá Yevtushenkov handtekinn - - gegnt kærum sem séu búnar til.

Á hinn bóginn var Khodorkovsky að ástunda pólitísk afskipti - Yevtushenkov virðist ekki hafa stundað neitt slíkt.

  • Það væri auðvitað - ákaflega slæmt fyrir Rússland, ef þ.e. svo að "innanbúðar menn í Kreml" geti haft fyrirtæki af "öðrum auðmönnum" með því að "notfæra sér sambönd innan embættismannakerfisins" til að fá "viðkomandi handtekna" gegnt kærum sem séu "soðnar saman eftir þörfum."
  • En það mundi einnig þíða, að "Vestræn fyrirtæki sem fjárfesta í Rússlandi" - "væru ekki endilega örugg."

Slíkt augljóslega fælir fjárfestingar frá landinu, ef menn geta ekki treyst því, að "lög séu virt" eða að "farið sé eftir leikreglum."

Það hafa öðru hvoru komið upp mál sem virðast gefa vísbendingu um það, að Kremlverjar - geti nánast pantað hvaða niðurstöðu sem þeir vilja, frá embættismannakerfinu - og frá dómskerfinu einnig.

Síðast var það málið tengt þekktri kvennahljómsveit, Pussy Riot, sem mótmælti eins og þekkt er í kirkju, voru meðlimir dæmdir fyrir í fangelsi - töluvert síðar náðaðir af Pútín.

Khodorkovsky málið er einnig áhugavert fyrir "náðunina sem hann fékk" mörgum árum eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi - - fyrirtæki hans bútað niður, og "skipt milli elítunnar tengd Kreml." Hann er nú eins og þekkt er, í útlegð.

Maður velti fyrir sér, hvort að stutt sé í að - annar auðmaður verði flúinn í útlegð.

 

Niðurstaða

Sennilega hið versta mein sem hvílir er Rússlandi, er hin gríðarlega óskaplega spilling. Sem virðist það slæm - - að lög og reglur, gildi ekki - þegar innanbúðar menn vilja eitthvað annað. Að lög og reglur, gildi mun síður fyrir "auðuga einstaklinga" sem hafa efni á mútum, en fyrir fátækan almenning sem mun síður hefur efni á slíku.

Kremlverjar virðast lítt áhugasamir um það að vinna á henni, því Kremlverjar - - allra tíma. Virðast sjá það frekar sér í hag, að "beita henni fyrir sig."

Þessi spilling - auðvitað gerir Rússland að töluverðu áhættu umhverfi, fyrir hvern þann sem vill fjárfesta í Rússlandi. En mörg dæmi eru um það, að fyrirtæki og eignir, hafi verið hafðar af fyrri eigendum með "fölsuðum pappírum" með uppáskrift mútaðra embættismanna.

Menn héldu kannski, að í seinni tíð, hefði þetta vandamál - rénað.

En kannski, er það nú, á leiðinni til baka - af töluverðum krafti.

 

Kv.


Poroshenko virðist bjóða uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, sjálfstjórn og fulla sakaruppgjöf!

Þetta virðist vera mun betra tilboð en hafði komið fram snemma í vor, þegar Poroshenko bauð einungis sakaruppgjöf til þeirra sem að hans sögn, "væru ekki sekir um alvarlega glæpi" en nú virðist tilboðið gilda um "alla þátttakendur í átökum" - að auki fái svæði uppreisnarmanna "mjög verulega sjálfstjórn."

Ukraine Proposes ‘Special Status’ for Breakaway Regions

Fresh shelling in Ukraine's Donetsk puts ceasefire under more strain

"...the Ukrainian government submitted a draft law to Parliament on Monday that would grant “special status” to the breakaway Donetsk and Luhansk regions for three years."

  1. The main points include amnesty for those who participated in the “events” in those regions;
  2. the right to use Russian as an official language;
  3. the election of local councils;
  4. funds for social and economic development from the state budget;
  5. and the right to form local police forces. "

Þetta gildir þó einungis í 3-ár.

"A woman's body lay on a sidewalk after shelling near the Donetsk international airport on Sunday."

 

En ég reikna með því, að þetta sé "hugsað til bráðabirgða" meðan að samningar mundu væntanlega vera í gangi um - - endanlegt fyrirkomulag.

  • Ég held þó að augljóst sé, að "sakaruppgjöf verði að vera endanleg" - - > en þó er það sanngjarnt að binda hana við; samþykki formlegs friðarsamkomulags.
  • Það hefur alltaf verið ljóst, að miðað við íbúasamsetningu Úkraínu, þá verður rússn. að vera "jafn rétthátt tungumál."
  • Að héröðin "haldi eftir hluta af skattfé" til eigin nota - - er eðlilegur hluti af auknu sjálfforræði.
  • Og sjálfsögðu að, til staðar sé sérstakt "héraðs þing" og "lögregla."

Bendi á að fylkin í Bandaríkjunum, þau hafa sannarlega "eigin lögreglulið" - "eigin fjárlög" - "fá hluta af skattfé til sín" - og hafa "eigin þing."

Fylkin í Bandar. eru samt ekki "full sjálfstæð" - - en mér virðist sjálfforræði fylkjanna í Bandar. geta verið fyrirmynd.

Eitt sem þau hafa ekki - - er "eigin utanríkisstefna."

Utanríkismál - - eru alríkismál.

Það gæti verið töluvert bitbein um utanríkismál í Úkraínu.

En ef þ.e. krafa um það, að A-héröðin "megi fylgja eigin utanríkisstefnu" þá er verið að taka "sjálfforræði" það langt - - að það líkist þá meir "fullu sjálfstæði" en "takmörkuðu sjálfforræði bandar. fylkja."

Þ.e. afar vafasamt, að Kíev sé áhugasöm, um að ganga það langt.

  1. Deilan verði líklega ekki um það, hvort að A-Úkraína fái aukna sjálfsstjórn.
  2. Heldur um það, akkúrat hve mikla.

En mér hefur virst tillögur Pútíns, benda í átt til það mikillar sjálfstjórnar - að það væri nánast það sama og að leggja miðstjórnarvald í Úkraínu af, þ.e. leggja þjóðríkið Úkraínu niður.

Ef slíkum hugmyndum er haldið til streitu - - þá gæti þetta endað án samkomulags.

Og hugsanlega stríðið blossað upp að nýju!

 

Niðurstaða

Þessar tillögur sem nú koma fram, eru þær tillögur sem Kíev hefði átt að koma fram með í vor. Þegar Poroshenko var nýkjörinn, og það voru haldnir fundir um hugsanlega lausn deilunnar milli stjv. og uppreisnarmanna í A-Úkraínu.

Það getur verið, að úr því sem komið er, komi þessar tillögur of seint. Að mál hafi þegar þróast það langt. Að þeim verði snarlega hafnað - - og að Kíev standi einungis frammi fyrir þeim valkostum að gefa að fullu eftir -sem líklega þíddi nýja byltingu í Kíev- eða að átökin fara að nýju í fullan gang.

Það gæti verið líklegri niðurstaðan.

Eins og ljósmyndin að ofan sýnir - hafa við og við orðið "vopnahlésbrot." Virðist lítið þurfa af að bregða, til þess að bardagar fari í fullan gang að nýju. Þá óttast ég, að átökin breiðist hugsanlega víðar um landið, sérstaklega í S-hlutanum.

En nú með öflugan stuðning rússn. hermanna, getur verið að uppreisnarmenn hafi styrk til að sækja fram til S-Úkraínu.

 

Kv.


Algerlega andvígur því að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi

Nú er komið fram frumvarp Vilhjálms Árnasonar sem felur í sér að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi, og færa þar með sölu á áfengi inn í almenna verslun - þar á meðal, stórmarkaði. Ég hafna ekki út af fyrir sig rökum hans, að með því að færa sölu áfengis yfir í almennar verslanir. Verði "aðgangur almennings að áfengi bættur" auk þess að "mun þægilegra verði fyrir almenning að nálgast áfengi í sömu ferðinni og það kaupir sér mat" og síðan að "viss sparnaður verði af því að reka sölu á áfengi á sömu stöðum sala matvæla fer fram."

Breyting á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak

  • Á hinn bóginn--styð ég ekki þau markmið.
  1. Ég vil ekki "fjölga sölustöðum áfengis." Það er tilgangur í sjálfu sér, að þeir séu "tiltölulega fáir."
  2. Ég vil ekki "bæta aðgang neytenda að áfengi." Það sé tilgangur í sjálfu sér að hafa hann tiltölulega ógreiðan.
  3. Og ég vil alls ekki, færa sölu á áfengi til "einkaaðila." Það sé tilgangur í sjálfu sér, að sala á áfengi sé í ríkiseinkasölu.


Ég tel að ríkið sé "betur fært" um að sjá um sölu áfengis, en einkaaðilar!

Þetta snýst auðvitað um "hvaða markmið" er lögð áhersla á að þjóna!

  1. En galli við það að færa sölu yfir til einkaaðila, er auðvitað sá - að einkaaðilar vilja ávalt - - > hámarka sinn hagnað. Sem er ekkert að í sjálfu sér, þegar seld er vara sem ekki telst til fíkniefna.
  2. Það þíðir auðvitað, að einkaaðilar - munu ávalt "keppast um markaðinn" og ekki síst "keppast um að hámarka sölu" - - > Þau atriði ganga einmitt gegn lýðheilsumarkmiðum.
  3. Þetta er grundvallaratriði - - en tilgangur þess að viðhafa ríkiseinkasölu, er að sjálfsögðu sá, að lágmarka sem mest er mögulegt, tjón samfélagsins af áfengi.
  4. Lágmörkun útbreiðslu og neyslu áfengis, er hluti af þessum lýðheilsumarkmiðum - að auka aðgang að áfengi, gera neytendum það þægilegra að nálgast það, fjölga sölustöðum til mikilla muna, færa sölu áfengis yfir til aðila "sem hafa hagsmuni af því að hámarka sölu þess" - - > Allt það gengur gegn lýðheilsumarkmiðum.
  • Þetta er ástæða þess, að ríkið er "betur fært um að sjá um sölu á áfengi" þ.s. "ríkið er betur fært um að þjóna þeim lýðheilsumarkmiðum" að "lágmarka samfélagslegt tjón af áfengi."

Þegar ekki er verið að selja "skaðleg fíkniefni" þá að sjálfsögðu, geri ég engan hinn minnsta ágreining við rök þess efnis, að einkaaðilar eigi að sjá um málið.

 

Þetta þíðir að ég vil reyndar ganga lengra en gert er í dag, að viðhafa ríkiseinkasölu á fíkniefnum!

  1. En sömu rök virka algerlega, þegar kemur að sölu á tóbaki, og sígarettum - vindlum og öðru sem inniheldur tóbak.
  2. Að auki, er ég kominn á þá skoðun, að rétt væri - - að selja; kannabis - og - hass - einnig í ríkiseinkasölu.
  • En ég tel að gild rök séu fyrir því, að afglæpavæða þau efni - þau séu ekki "augljóslega skaðlegri en áfengi eða tóbak."
  • Sem segir ekki að þau séu "minna skaðleg" - en ef áfengi sé heimilt og einnig tóbak, séu ekki gild rök fyrir því, að banna þessi 2-fíkniefni sem í dag eru undir banni.
  • Það þíðir auðvitað, að ég ætlast til að viðmiðin séu þau sömu - - eins og í dag gilda um sölu áfengis.

ÁTVR - - ætti þá að fá nýtt nafn, Fíkniefnasala Ríkisins eða FR.

 

Niðurstaða

Ég ætlast til þess, að áfram sé viðhöfð sú regla sem hingað til, að ríkið sjái um sölu á áfengi. Að auki tel ég rök fyrir því, að afglæpavæða "kannabis" og "hass" -  viðhafa samskonar ríkiseinkasölu skv. sambærilegum reglum er gilda um sölu á áfengi um þau 2-efni. Til viðbótar, er ég á því að sölu sígaretta - vindla - píputóbaks; ætti einnig að færa yfir í ríkiseinkasölu.

En mér virðist sömu rök halda í öllum tilvikum - að ríkiseinkasala gegni lýðheilsusjónarmiðum.

Auk þess, að réttmætt sé að ríkið hirði allar sölutekjur af þessum skaðlegu efnum, á móti því tjóni sem ríkið óhjákvæmilega ber - vegna þess að það heldur uppi þeim sjúkra- og hjúkrunarstofnunum, sem þeir er tapa heilsu sinni af völdum þessara fíkniefna þurfa á að halda.

Þeir sem eru þeirrar skoðunar að hið mikilvæga yfirmarkmið sé einstaklingsfrelsi, verða eðlilega á öðru máli. 

 

Kv.


Samstaða Araba ríkja með Ísrael í átökum við Hamas - vekur athygli

Það merkilega er, að samtímis því, að Evrópa gerist andsnúnari Ísrael. Er öfug þróun í gangi í Arabaheiminum. En þ.e. t.d. klárt að "Egyptaland" með al Sisi sem forseta, stendur "þétt að baki Ísrael" í átökum Ísraels við Hamas. En einnig virðist, að Saudi Arabía + bandamenn Sauda við Persaflóa. Séu einnig að baki Ísrael, í þetta sinn. Og til viðbótar, vekur þögn konungsdæmisins í Jórdaníu áhuga.

 

Það virðist að Ísrael sé minna einangrað, a.m.k. í Mið-Austurlöndum

Arab Leaders, Viewing Hamas as Worse Than Israel, Stay Silent

Aaron David Miller, vill meina að um sé að ræða - samstöðu gegn róttæku Íslam.

  • “The Arab states’ loathing and fear of political Islam is so strong that it outweighs their allergy to Benjamin Netanyahu,” - “I have never seen a situation like it, where you have so many Arab states acquiescing in the death and destruction in Gaza and the pummeling of Hamas,” - “The silence is deafening.”

Það má að auki nefna, að engin gagnrýni hefur heldur komið frá löndum eins og Marokkó, Túnis eða Alsír.

  • "Mr. Sisi’s office said, in a statement that cast no blame on Israel but referred only to “the bloodshed of innocent civilians who are paying the price for a military confrontation for which they are not responsible.
  • "“There is clearly a convergence of interests of these various regimes with Israel,” - said Khaled Elgindy, a former adviser to Palestinian negotiators who is now a fellow at the Brookings Institution in Washington."
  1. "The dynamic has inverted all expectations of the Arab Spring uprisings."
  2. "As recently as 18 months ago, most analysts in Israel, Washington and the Palestinian territories expected the popular uprisings to make the Arab governments more responsive to their citizens, and therefore more sympathetic to the Palestinians and more hostile to Israel."
  3. "But instead of becoming more isolated, Israel’s government has emerged for the moment as an unexpected beneficiary of the ensuing tumult, now tacitly supported by the leaders of the resurgent conservative order as an ally in their common fight against political Islam."
  • "“Sisi is worse than Netanyahu, and the Egyptians are conspiring against us more than the Jews, said Salhan al-Hirish, a storekeeper in the northern Gaza town of Beit Lahiya. They finished the Brotherhood in Egypt, and now they are going after Hamas.”"

 

Það virðist að Ísrael sé óvænt að græða á andstöðu sem leidd er af Saudi Arabíu gegn bræðralagi Múslima

En Hamas er afsprengi Bræðralagsins - - innan Egyptalands eru skipulagðar ofsóknir gegn Bræðralaginu, enn í fullum gangi.

Og þ.s. Hamas er skyld hreyfing, virðist að stjv. í Egyptalandi og fjölmiðlar á vegum stjv. innan Egyptaland, spyrða Hamas við Bræðralagið.

Og þá framkallast að "merkilega ástand" að ríkisstj. Egyptalands og ráðandi fjölmiðlar í Egyptalandi, eru upp fullir af samúð - með Ísrael. Í baráttu Ísraels við Hamas, og öfugt við þ.s. þekkist í Evrópu, er Hamas innan Egyptalands - kennt um manntjón almennra borgara á Gaza.

--------------------------

Höfum í huga, að Bræðralagið hefur einnig "verið bannað í Saudi-Arabíu" og má nú handtaka hvern sem er, fyrir það eitt - að vera grunaður meðlimur.

Munum einnig, að Saudi Arabía, styður stjórn al Sisi með óskaplegum fjárhæðum, þ.e. a.m.k. 10 ma.USD. Þannig er stjórn al Sisi fjármögnuð af Saudi Arabíu og flóa Aröbum.

  • Svo þ.e. spurning, hver heldur um stjórnvölinn?
  • Mig grunar að það hljóti að vera, Saudi Arabía.

Varðandi Jórdaníu, þá virðist stjv. þar líta á "þögn" sem besta ráðið.

Fyrir Ísrael - - er þetta auðvitað töluvert frelsandi þróun. Því þetta opnar alveg nýjar víddir fyrir Ísrael. Þegar kemur að hugsanlegri samvinnu t.d. við Egyptaland, og það má einnig rifja upp að Ísrael hefur sínar eigin gaslyndir í lögsögu.

Hver veit, kannski að Saudi arab. fyrirtæki, geti haft áhuga á því dæmi. Aldrei að vita.

 

Niðurstaða

Það er óneitanlega sérstakt. Að samtímis að fordæming á Ísrael fer vaxandi víða um Evrópu, og í fjölmiðlum kom frétt að 5 S-Ameríku ríki hefðu kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. 

Þá er þróun í Mið-Austurlöndum í þá átt, sem er hagstæð fyrir Ísrael. Í stað þess að það hafi hugsanlega stefnt í alvarlega einangrun landsins. Er það allt í einu, að verða sæmilega - miðlægt.

En það eru vísbendingar þess, ef Mossad hafi starfað með leyniþjónustu Saudi Arabíu, innan Líbanon og Sýrlands. Þar nýtur Ísrael, annars þáttar - - þ.e. vaxandi átaka milli Saudi Arabíu ásamt bandamönnum við Íran.

Ísrael er hugsanlega að lenda í þeirri þróun, að verða bandamaður ríkja, sem eru í Bandalagi við Saudi Arabíu, gegn annars vegar Bræðralagi Múslima, og hinsvegar gegn áhrifum Írans, í stríði sem nú skekur bæði Sýrland og Írak - með upprisu ISIS hópsins.

  • Og þessa dagana, eru þar af leiðandi, Arabaríkin - ekki að gagnrýna herför Ísraelshers gegn Hamas.
 
Kv.

Stjórnarher Úkraínu í hraðri framsókn síðan á sunnudag, við það að ná svæðinu þar sem malasíska vélin kom niður

Þegar eitt stríð er í "tímabundinni lægð" en Hamas og ísraelsk stjórnvöld, virðast hafa ákveðið án formlegs samkomulags, að viðhafa vopnahlé á mánudag, síðasta dag föstumánaðar múslima, sem er hefðbundinn hátíðadagur múslima: Fighting in Gaza Falls Sharply on Muslim Holiday

Þá blossar upp annað stríð, en skv. fréttum, er stjórnarher Úkraínu að taka það svæði þar sem leifar malasísku vélarinnar og einhverra farþega, er að finna.

Troops Move on Crash Site in Ukraine

Ukraine claims more territory as fight intensifies with rebels

Það má líta á yfirlísingar uppreisnarmanna sem staðfestingu á því, að her Úkraínu sé við það að taka yfir svæðið þar sem malasíska vélin kom niður

Alexander Borodai - “The attempts to clear militia from the crash site irrefutably show Kiev is trying to destroy evidence,”

Yfirtaka úkraínska hersins á svæðinu, breytir stöðunni - en Hollendingar voru búnir að gera samkomulag við uppreisnarmenn, og sérfræðingar voru á leið á staðinn.

En þeir sérfræðingar þeir urðu frá að hverfa, vegna þess að árás stjórnarhersins á vígsstöðvar uppreisnarmanna, var þá hafin, heyra mátti stórskotahríð framundan - ljóst að ótryggt væri að halda áfram.

Þetta vídeó var hlekkjað inni á frétt Reuters, að sögn "óstaðfest" sýnir að farartæki úkraínska stjórnarhersins, á ferð um veg í grennd við "krass"-staðinn:

  • "By Sunday evening, the Ukrainian advance had blocked a road leading from the provincial capital, Donetsk, to the airplane debris northeast of Shakhtyorsk, but it remained unclear whether government troops were in control of all or part of the approximately 14 square miles of debris fields."
  • "A spokesman for Ukraine's Security Council, Andriy Lysenko, said Kiev was trying to close in on the crash site and force the rebels out of the area but was not conducting military operations in the immediate vicinity."
  • "He said Ukrainian troops were in the towns of Torez and Shakhtarsk, both formerly held by the rebels, while fighting was in progress for the village of Snezhnoye - close to the presumed missile launch site - and Pervomaisk."

Skv. því er stjórnarherinn, að taka "bæina og þorpin" í grennd við "krass"-staðinn, eiginlega í kring um hann.

Fréttir eru að sjálfsögðu óljósar.

 

Niðurstaða

Það verður alveg breytt staða, þegar stjórnarher Úkraínu tekur svæðið þar sem malasíska vélin kom niður. Höfum í huga, að þetta er eðlilegur þáttur í herferð hers Úkraínu. Þetta svæði er rétt við landamærin að Rússlandi. Að taka landamærasvæðin, er eðlilegur þáttur í því að "umkringja" og "einangra" uppreisnarmenn.

En með því að taka landamærasvæðin, þá hindrar stjórnarherinn frekari vopnasendingar til uppreisnarmanna, að auki hindrar það að þeim berist frekari liðsafli frá Rússlandi - meintir frjálsir einstaklingar sem berjast að eigin vilja.

Uppreisnarmenn saka stjórnarherinn, um að ætla að eyðileggja sönnunargögn. 

En þeir hafa alltaf sakað stjórnarher Úkraínu, um að hafa skotið vélina niður.

Það kannski sýnir þá afstöðu, sem netverjar stuðningsmenn uppreisnarmanna, munu taka "þegar sennilega" rannsókn ályktar að uppreisnarmenn hafi sennilega skotið vélina niður, fyrir mistök.

Því verði haldið blákalt fram að niðurstaðan sé fölsuð - sé lýgi.

En þetta sé líklega þ.s. raunverulega gerðist.

 

Kv.


Hamas fékk því ráðið, að vopnahléð varð ekki framlengt. Ef Ísrael vill losna við Hamas, þarf Ísrael að "klára myndun ríkis Palestínumanna!"

Ég ákvað að bíða með að skrifa þessa færslu, þar til útkoman væri ljós. En seint í gærkveldi, voru fréttir alþjóða fjölmiðla á þá leið. Að stjórnvöld í Ísrael hefðu samþykkt að framlengja vopnahléið í 12klst. Menn voru með vonir um að unnt yrði að framlengja það - svo það næði yfir sunnudag.

En Hamas samþykkti ekki framlengingu vopnahlésins - það lá þegar fyrir í gærkveldi, að Hamas hefði að ný hafið eldflaugaárásir. En viðbrögð Ísraela við þeim árásum, lágu þá ekki fyrir. En nú er svarið við þeirri spurningu komið:

War resumes, ending Gaza ceasefire

More fighting breaks out in Gaza after rockets hit Israel

Ending Cease-Fire, Israel Resumes Gaza Offensive

Israel Ends Cease-Fire in Gaza After Hamas Shelling Continues

Smoke rises during an Israeli offensive in the east of Gaza City July 27, 2014. REUTERS/Ahmed Zakot

Smoke rises during an Israeli offensive in the east of Gaza City July 27, 2014. 

 

Vonandi að þetta hristi menn úr þessari "góðir vs. vondir" sýn sem gengið hefur ljósum logum

Ef Hamas væri "góði aðilinn" - ef Hamas væri "annt um samborgara sína" - > þá klárlega hefði Hamas ekki ákveðið "fyrir sitt leiti" að halda stríðinu áfram.

Málið er, að Hamas er einnig með markmið sem sú hreyfing vill ná fram, í þessum átökum.

Það er ekki þannig, að Ísraelar hafi "neytt þessi átök upp á Hamas." Heldur er eins og að í kjölfar morðs á 3-ísraelskum unglingum. Er ísraelsk stjórnvöld létu þá vopnin "smávegis tala" þ.s. þau hafa kennt Hamas um þau "morð." Hvort sem þ.e. satt eða ekki, að Hamas bar þar ábyrgð. Atriði sem líklega verður aldrei sannað.

Þá "ákvað að virðist Hamas" að svara þeim "refsiárásum ísraelska stjv." - sem kallaði beint á frekari loftárásir, af hálfu ísraelskra stjv. Síðan stóð svo í nokkra daga, að gagnárásir beggja aðila, voru í snjóbolta þ.s. "hvor aðilinn" svaraði ætíð með "stækkaðri árás."

Síðan á endanum, ákváðu ísraelsk. stjv. að hefja innrás landhers á Gazasvæði.

Hamas hefði að sjálfsögðu getað látið vera að "svara upphaflegri" refsiárás Gyðingaríkisins, en það bendir fátt til annars, en að ísraelsk stjv. í það sinnið - hafi ætlað að láta þær árásir duga. Og virkilega verið treg til, að hefja innrás landhers. En árásir Hamas, þegar Hamas svaraði hverri loftárás með enn stærri eldflaugaárás, hafi kallað fram þá kröfu almennings í Ísrael - sem stjv. fundu sig tilneydd að fylgja.

Stjv. fundu sig ætíð knúin til að "gera nýjar árásir" í hvert sinn sem Hamas sendi nýja skæðadrífu eldflauga yfir frá Gaza. Þannig fóru mál í stigmagnandi hrynjanda." Og síðan, varð krafan um landhernað of hávær, frá stuðningsmönnum stjv. Mig grunar sterkt, að Hamas hafi alveg áttað sig á því, að þannig mundi þetta fara. Útkoman hafi verið sú sem Hamas valdi.

Valdaránið í Egyptalandi, virðist hafa komið Hamas í afar erfiða aðstöðu.

Markmið Hamas með núverandi átökum, sé sennilega - það að opna að nýju fyrir viðskipti Gazasvæðis, út á við, sem áður fóru fram í gegnum smygl göng til Egyptalands. En herforingjarnir egypsku lokuðu á það.

Hamas hafi sennilega "litlu að tapa" - fyrir Hamas sé þetta markmið spurning sennilega um "líf eða dauða hreyfingarinnar." Hamas sé til í að berjast fyrir sínum tilvistargrundvelli, þó það kosti "þúsundir lífið."

  • Hamas viti mæta vel, að átök við Ísrael kosta mikið blóðbað meðal almennra borgara.
  • Hamas eigi að síður, velji þá leið - sem mun kosta slíkt blóðbað.

Menn virkilega verða - að losa sig úr þessari, "góðir vs. vondir" sviðsmynd, á átökin innan Ísraels.

Þegar kemur að átökum við "Hamas" - þá á sú sviðsmynd, alls ekki við.

 

Það er samt ósennilegt, að Hamas verði þurrkuð út

Ég hef sagt sambærilega hluti sjálfur, en hér er haft eftir "Lieutenant General Michael Flynn" nokkurn veginn það sama, og ég hef sjálfur verið að segja í undanförnum færslum "en ath. einnig í athugasemdum við þær færslur": Destroy Hamas? Something worse would follow

Það er einmitt málið - eins og ég t.d. sagði í: Enn eina ferðina ætla stjórnvöld í Ísrael að refsa Hamas með sprengjuherferð á Gaza.

  • Þá í vissri kaldhæðni örlaga - má segja að ísrelsk stjv. hafi "þörf fyrir Hamas."
  • Það sé í þeim skilningi, að Hamas haldi öðrum og hugsanlega enn róttækari hreyfingum frá.

Þetta er að sjálfsögðu ekki e-h, sem ég fann upp, í þeirri athugasemd. Heldur hafa aðilar sem vita hafa á málum, nefnt þetta atriði áður. Ég er oft þannig, að ég man slík "efnisatriði" sem ég er sammála, þó ég muni ekki akkúrat, hvar ég fyrst heyrði þá "greiningu."

Málið er líka - að Ísrael þyrfti þá að "stjórna Gaza svæði." Sem Ísrael að sjálfsögðu, vill ekki gera.

Þ.s. það mundi vera ákaflega kostnaðarsamt, þ.s. það þíddi stöðuga hersetu. Og því í reynd, stöðug stríðsátök þar - við margvíslegar róttæklingahreyfingar.

Hamas er a.m.k. ekki "totally irrational." Þó að vopnahlé haldi aldrei lengur en 2-3 ár, þá a.m.k. halda þau um tíma, það hefur verið mögulegt að semja um einhver atriði við Hamas.

----------------------------

Það hefur með öðrum orðum, verið það "skásta í stöðunni" - að Hamas ráði Gaza.

En að við og við, séu átök, sem þá "tæmi mikið til vopnabúr Hamas" síðan haldi vopnahlé um tíma, meðan að Hamas smám saman, endurnýjar sitt vopnabúr.

Svo verður önnur syrpa, eftir 2-3 ár, til að tæma það að nýju.

  1. Málið er líka, að Ísrael virðist ekki til í það samkomulag, við meginhreyfingu Palestínumanna, sem til þyrfti.
  2. Ef ætti að vera mögulegt, að binda enda á stjórn Hamas á Gaza, án þess að þörf skapaðist fyrir, stöðuga ísraelska hersetu á Gaza. 
  3. En Fatah hreyfingin, er eini aðili "B" sem til greina kemur, sá eini sem gæti stjórnað Gaza, án stöðugrar þarfar fyrir ísraelska hersetu þar.
  4. En Fatah, er að sjálfsögðu ekki til í það "borgarastríð meðal Palestínumanna sem þá mundi skapast" nema að fá á móti, einhverja stóra eftirgjöf gagnvart heimastjórn Palestínumanna, á svokölluðum Vesturbakka.
  • Ég er auðvitað að tala um "landnemabyggðir Ísraela" á Vesturbakkanum.
  • Og öll þau "öryggishlið" sem ísraelsk stjv. reka, sem kriss krossa Vesturbakkann, og einangra að verulegu leiti, byggðir Palestínumanna þar.

Einungis með slíku bandalagi við Fatah, tel ég að Hamas verði þurrkuð út - eða a.m.k. smættuð niður í að vera "fámenn öfgahreyfing."

Það bandalag, krefst þess eiginlega, að Ísrael klári það mál, að semja um skiptingu landsins við Fatah.

Þannig að heimastjórn Palestínumanna, geti orðið að "raunverulegu ríki."

----------------------------

  1. Slík aðstoð Fatah - eins og ég bendi á.
  2. Þíddi borgarastríð meðal Palestínumanna, milli Fatah og Hamas.
  3. Sem Fatah leggur einungis í, gegn því að vera uppskera, þann endanlega sigur - sem hin eiginlega myndun ríkis Palestínumanna væri.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega málið, Ísrael neyðir sjálft sig til að búa við Hamas, með því að klára ekki samninga við Fatah um skiptingu landsins. Það auðvitað þíðir, að fjarlægja að verulegu leiti eða jafnvel öllu leiti, landnemabyggðir Gyðinga á Vesturbakkanum. 

En Ísrael treystir sér bersýnilega ekki til þess, sem væri varanleg herseta á Gaza ströndinni.

Sem leiðir fram þann veruleika, að meðan að Ísrael kyngir ekki þeirri pillu, sem eiginlegri myndun ríkis Palestínumanna væri. Þá á Ísrael líklega engan möguleika annan.

En þann, að búa við Hamas á Gaza. Sem þíðir, að það heldur áfram, sá hrynjandi að vopnahlé stendur yfir milli Ísraela og Hamas, vanalega í 2-3 ár. Þar til að næsta syrpa hefst. Þannig haldi mál þá áfram.

----------------------------------

Varðandi núverandi átök, þá virðast þau snúast um - þörf Hamas fyrir opnun samgönguleiða að nýju, gagnvart útlöndum.

Hamas sé sennilega að berjast fyrir því, að annað af tvennu, Gyðingaríkið opni viðskiptaleiðir fyrir Gaza svæðið út á við, í gegnum sitt landsvæði.

Eða, að Egyptaland opni að nýju smyglleiðirnar í gegnum Sinai skaga, sem herforingjastjórnin lokaði á. Eins og  Yuval Diskin benti á: Það virðist að valdaránið í Egyptalandi, geti að verulegu leiti verið undirrót núverandi átaka Hamas og Ísraela.

Geti Hamas líklega ekki greitt laun til starfsm. á sveitastjórnarstigi. Fyrir Hamas snúist þetta, um getu Hamas til að stjórna áfram svæðinu. Fyrir Ísrael, væri það sennilega "verra ef Hamas verður undir og annað af tvennu stjórnleysi tekur við á Gaza eða að önnur hættulegri hreyfing mundi taka yfir."

Svo rökrétt útkoma er sú: Að Ísrael gefi eftir gagnvart Hamas.

En það getur tekið töluverðan tíma, áður en sá þrýstingu skapast heima fyrir innan Ísraels, svo að ríkisstjórnin treysti sér til þess - - að veita slíka tilslökun gagnvart Hamas.

Þangað til sennilega, standi átökin. Þetta get ég að sjálfsögðu ekki tímasett.

Þetta sé rökrétt útkoma, meðan að Ísrael - semur ekki um myndun ríkis Palestínumanna. Í núverandi ástandi, sé það rökrétt "minnst slæma" útkoman fyrir Ísrael, að veita Hamas eftirgjöf.

En það verði ekki "pólitískt mögulegt fyrir stjv. í Ísrael" - fyrr en töluvert meira blóð hefur runnið.

-----------------------------------------

Skv. yfirlísingu Hamas á hádegi á Sunnudag, samþykkir Hamas endurnýjun vopnahlés, klukkustundum eftir að stríð hófst að nýju á sunnudagsmorgun, en skv. frétt Reuters er ekki að sjá - að það vopnahlé sem Hamas talaði um, sé hafið - né vitað "hvort það hefst."

Hamas accepts 24-hour Gaza humanitarian truce, Israel considers move

Skv. frétt, virðist að ísraelsk stjv. ljái máls á því, að opna samgönguleiðir, eins og Hamas krefst - en einungis ef Hamas er algerlega afvopnað. Sem ég sé reyndar ekki "hvernig á að tryggja." Nema einhver annar taki að sér "öryggisgæslu" á Gaza svæði. Ekki að sjá líkur þess, að Hamas ljái máls á því.

En kannski er "undanhald" ísraelskra stjv. í málinu hafið. Eftir stríð einhverja daga til viðbótar, verða þau ef til vill til í að gefa eftir, án þess að knýja fram "afvopnun" Hamas. Eftir því, sem hallar frekar á Ísrael, í áróðursstríðinu - innan Vestrænna ríkja. En stuðningsmenn Palestínumanna, virðast standa stöðugt sterkar að vígi, vera að ná að stjórna verulega "umræðunni" á þann veg, að umræðan snúist um "dráp Ísraela á almennum borgurum" og "ásakanir m.a. runnar frá aðilum er styðja Hamas um meinta stríðsglæpi Ísraela."

Það sé eiginlega á þessum vettvangi - sem Ísrael sé að tapa.

-----------------------------------------

Ps2: Skv. frétt Reuters síðla sunnudag, fjöruðu bardagar út á Gaza eftir því sem leið á daginn, án þess að um eiginlegt vopnahlé væri að ræða. Áhugavert blogg frá egypskum herforingja, virðist sýna - að virkilega er saumað að Hamas, frá Egyptalandi. Kyrfilega verið að loka þeim samgönguleiðum þangað, sem Hamas áður hafði: Fighting in Gaza abates, but truce hopes look fragile

"A poll published by Israel's Channel 10 television said some 87 percent of respondents wanted Israel to continue the operation until Hamas was toppled."

"Egypt had also destroyed 13 tunnels which crossed into its territory, an Egyptian general said on his Facebook page. It was "a continuation of the efforts by the armed forces in protecting the borders of the state from smugglers and terrorists," Brigadier General Mohamed Samir Abdulaziz Ghoneim said."

Miðað við afstöðu almennings í Ísrael, virðast litlar líkur á því, að stjv. þar gefi eftir í bráð. Líkur því á áframhaldandi átökum.

 

 

Kv.


Reuters segir að Ísrael hafi samþykkt 12klst. pásu í sókn herafla síns gegn Hamas, til að auðvelda brottflutning fólks

Miðað við þessar "fyrstu fréttir" virðist þetta ekki "mikið vopnahlé." En Ísraelar segjast ætla að halda áfram - að leita að neðanjarðargöngum Hamas, til þess að sprengja þau. Og að hermönnum verði heimilt að svara skothríð. Minnir mig á "vopnahlé" sem lýst var yfir í Úkraínu, sem leiddi ekki til neinnar sjáanlegrar pásu í skothríð beggja aðila. Síðan, hefur stríðið þar haldið áfram af fullum þunga.

Israel agrees to 12-hour Gaza ceasefire

Israel Agrees to Pause in Assault on Gaza as Cease-Fire Deal Is Pursued

John Kerry tries to negotiate Gaza ceasefire with Israel

  1. "One senior Israeli official, who was speaking on the condition of anonymity because of the fragile diplomacy, said that a crucial element for Israel was whether a temporary cease-fire would allow it to continue its operations against the tunnel network, which Hamas militants have used to infiltrate Israeli territory."
  2. "Military officials say that most of the tunnels have been located but that destroying them is a lengthy and complicated process."

"According to Israeli news media, Hamas also agreed to the initial 12-hour lull."

Ég á varla von á því, að Hamas láti það "afskiptalaust" að her Ísraela ætli að halda áfram aðgerðum sínum, við það - að leggja í rúst jarðganganet Hamas, er virðist hríslast um Gaza svæði.

http://thefunambulistdotnet.files.wordpress.com/2012/11/map-ocha.jpg

Sjálf Gazaborg kvá vera meginþungamiðja þess "gangakerfis" - - sem dæmi um það hvernig þessi göng líta gjarnan út, má sjá á mynd:

http://media2.s-nbcnews.com/j/MSNBC/Components/Photo/_new/131013-gaza-tunnel-soldier-hmed-1050a.380;380;7;70;0.jpg

Þessi göng eru augljóslega gagnleg fyrir Hamas, þ.s. þau veiti Hamas möguleika til þess, að skýla eigin mannskap fyrir "loftárásum" og "sprengjuárásum" sem og "skothríð." En ekki síst, séu til staðar rými innan þess, geymslur fyrir vopn og skotfæri, sem þá séu einnig tiltölulega óhult.

Erfitt að ímynda sér, að ef ísraelskt herlið, ætlar að halda áfram aðgerðum sínum gegn þessu gangakerfi, að þær aðgerðir þíði ekki "áframhaldandi átök við Hamas."

Þó að það sé "yfirlíst vopnahlé."

Spurning þá hvaða tilgangi slík yfirlýsing gegni?

 

Niðurstaða

Ég er afar skeptískur á gagnsemi þeirrar vopnahlésyfirlýsingar, sem verið er að tala um í fyrstu fréttum laugardags. Það virðist eiginlega vera "vopnahlé" sem "er ekki vopnahlé." Kannski, að eigi að síður, verði "minna skotið" og ef til vill þíðir þetta einhverja minnkun tímabundið á aðgerðir ísraelska hersins, eða með öðrum orðum - að dragi úr bardögum, rétt á meðan.

Aðilar máls þ.e. Hamas og stjv. Ísraels, virðast ekki enn telja sig hafa náð þeim markmiðum sem sóst er erftir, þannig að mér virðist þetta þíða að "bardagar halda áfram." Nema auðvitað, að einhver ný þróun verði í þessu máli yfir helgina.

 

Kv.


Hvaða afleiðingar hefði það sennilega að beita Ísrael, sambærilegum viðskiptaþingunum og beitt var á sínum tíma gegn S-Afríku?

Til þess að átta sig á því - hvernig mál eru líkleg að þróast. Þarf að rifja upp það tímabil þegar Bretar stjórnuðu Palestínu. Á þeim árum var ekki farið að tala um "Palestínumenn" heldur voru múslímar er bjuggu í landinu helga, jafnan nefndir - Arabar: British Mandate for Palestine. Hreyfing Síonista hafði umtalsverð áhrif á það, hvernig landamæri svæðisins voru mörkuð, og einnig á texta samkomulagsins.

Á þeim árum sem Bretar stjórnuðu Palestínu, þ.e. 1920-1948, mynduðust tvær þjóðernishreyfingar, önnur meðal Araba og hin á meðal Gyðinga, sem fóru að streyma inn á svæðið. Spenna hlóðst upp milli íbúanna - fyrst gerði meirihluti Araba uppreisn 1936: Arab Revolt of 1936–1939. En síðan smám saman, hófu Gyðingar - einnig uppreisn gegn Bretum: Jewish insurgency in Palestine. Eftir Seinna Stríð, voru Bretar eins og milli steins og sleggju.

Sérstaklega eftir að Seinna Stríð var hafið, frömdu hryðjuverkasveitir Gyðinga fjölda sprengjutilræða, auk þess sem þær stóðu fyrir skotárásum á breska hermenn - gerðu sitt besta til að gera Bretum ómögulegt að stjórna svæðinu.  

Á endanum gáfust þeir upp, og afhentu svæðið til Sameinuðu Þjóðanna, sem þá voru nýlega stofnaðar. Gerð var tilraun til að "skipta landinu milli hópanna tveggja" sem leiddi til fyrsta stríðs Ísraela og Araba: Arab-Israeli War of 1948.

  1. Ísrael/Palestína - er ekki S-Afríka.
  2. Í landinu helga, er ekki að finna neinn sambærilegan einstakling, við Nelson Mandela. Auk þess, eru Palestínumenn, eins og þeir kalla sig í dag, klofnir - hluti þeirra er undir stjórn miskunnarlausrar hreyfingar, Hamas. Sem erfitt er að sjá, að unnt verði að gera samkomulag við.
  3. Síðan er innan samfélags Gyðinga, enn að finna þá hættulegu róttækni, sem braust út þegar Bretar stjórnuðu landsvæðinu.

Hugmyndin virðist vera, að afmá Ísraelsríki eins og það hefur þróast seinni ár?

Vilja beita Ísraela viðskiptaþvingunum

Kortið sýnir þá skiptingu landsins, sem taka átti gildi skv. ráðandi samkomulagi innan SÞ 1948. 

En það fór enginn eftir því, en hvorir tveggja Gyðingar og Arabar, sáu samkomulagið sem - svik við sinn málstað.

Og upphófst fyrsta stríð Araba og Ísraela, sem eins og við þekkjum í dag, lyktaði með sigri Ísraela.

Það er þetta stríð, sem er hinn eiginlegi "bautasteinn" sem deilan snýr að, en mikill fjöldi Araba í dag nefndir Palestínumenn, flúðu til Jórdaníu, Líbanon eða Egyptalands - undan hersveitum Gyðinga. 

Sá flótti er í dag umdeildur eins og eiginlega allt annað sem gerðist, en það virðist að bardagasveitir Araba, hafi fyrir sitt leiti - hvatt óbreytta borgara til að yfirgefa svæði, sem um var barist. Á sama tíma, eru vísbendingar þess - að a.m.k. sumar sveitir Gyðinga, hafi beitt hræðsluáróðri og ógnunum, til að hvetja til flótta.

En það kort sem menn eru að tala um er annað, þ.e. kortið sem varð til í kjölfar svokallaðs, 6-Daga Stríðs, er Ísrael náði á sitt vald svokölluðum "hernumdum svæðum."

Það virðist stóra hugmyndin - að neyða Ísrael til að fallast á skiptingu landsins, skv. þessi seinna korti. Palestínskt ríki, verði svokallaður Vesturbakki + Gaza.

Beita til þess, samræmdum viðskiptabanns aðgerðum, eins og var beitt gagnvart S-Afríku.

Höfum í huga, að í dag býr fjöldi Gyðinga svokallaðra landmena, á þeim svæðum - sem ættu í samræmi við þær hugmyndir, að tilheyra ríki Palestínumanna á "hernumdu svæðunum."

Það er ákaflega erfitt að sjá fyrir sér það, að Gyðingar sættist á þetta - nema í ástandi því, að ríki þeirra væri alveg gersamlega komið á hnén - þá er ég að tala um, að það væri komið ástand nær-hruns eða nær-upplausnar.

En ég sé ekki Gyðinga eða ríki Gyðinga samþykkja slíka kosti.

Það muni þurfa að ganga alla leið - - og í reynd, afmá það.

Þá er spurning, hvaða ógnarástand, hrunið mundi leiða fram?

 

En ég er á því, að tilraun til þess að taka S-Afríku á Ísrael, endi líklega ekki friðsamlega

Málið er, að þeir hópar sem eru að deila, eru einfaldlega ekki eins auðveldir viðureignar - - og Búar eða "Africans" voru í S-Afríku, og svertingjar undir stjórn Afríska Þjóðarráðsins.

Ef við ímyndum okkur, að viðskiptabann mundi verða til og það yrði nægilega víðtækt eins og í tilviki S-Afríku. Þá mundi það að sjálfsögðu leiða til - efnahagslegs hruns Ísraels. Því fylgi að sjálfsögðu stórfellt versnandi kjör, allra íbúa - en óhjákvæmilega mundu kjör Palestínumanna versna einnig, þó slæm séu í dag. Þó þeir geti verið til í þetta eigi að síður.

Þá óttast ég, að róttækni meðal Gyðinga mundi vaxa, það sama mundi gerast meðal Palestínumanna - eftir því sem ríki Gyðinga hnignaði. Mundu átök beggja stigmagnast, það sé sennilegt að róttækar hreyfingar beggja mundu verða stöðugt sterkari - heiftin milli aukast stig af stigi.

  1. Menn þurfa að sjálfsögðu - að muna eftir kjarnorkuvopnum ríkis Gyðinga.
  2. En ég er á því, að líkur þess séu meiri en "0" svo sannarlega, að kjarnavopnum yrði á endanum beitt.
  • Ég sé það alveg sem möguleika, að dæmið endaði á því, að landið yrði að - geislavirkri auðn.

Jafnvel þó þetta endi ekki þar, þá eru kjarnavopnin þegar málið er skoðað til enda, loka gambýttur Gyðinga í Ísrael.

Ástandið, þegar færist nær endalokunum, gæti orðið - afar hættulegt. Vegna kjarnavopnanna, en Ísrael ræður yfir nægilega mörgum sprengjum, til að leggja nokkurn veginn - öll Mið-Austurlönd í auðn. Tæknilega, getur Ísrael einnig sprengt upp flestar höfuðborgir Evrópu.

En Jeríkó-flaugar Gyðingaríkisins, sennilega ná yfir Evrópu að megni til.

  • En menn þurfa að - - pæla í endataflinu.
  • Áður en farið er í slíka vegför.

-----------------------------------------

Nánast besta mögulega útkoma: væri langvarandi herseta friðargæsluliðs. Sem mundi þá væntanlega, tryggja landamærin. Þær yrði mjög sennilega að vera til staðar - - áratugum saman.

Og vera sennilega, ákaflega fjölmennar.

Ég efa þó að það væri friðsamt, en það væri líklega nóg af "reiðum Gyðingum" sem mundu væntanlega endurvekja hryðjuverkasveitir Gyðinga. Og það er vel hugsanlegt, að þær sveitir yrðu einnig undir árásum róttækra Palestínumanna, sem mundu sennilega líta á hvert það samkomulag, sem mundi ekki alfarið afmá byggðir Gyðinga í landinu - sem svik. Og því, líta á friðargæslusveitir sem hernámssveitir, ef þær leituðust við að halda slíkum öfgahópum niðri.

Mig grunar að ástandið í því tilviki yrði sennilega að mörgu leiti líkt ástandinu sem sveitir Breta bjuggu við, árin eftir 1940 til 1948.

  • Það gæti verið til staðar, veikt Palestínuríki, klofið á milli hófsamra afla og öfga-afla.
  • Og áfram, mjög veiklað ríki Gyðinga. Líklega með sambærilegum hætti, klofið óróasvæði.

 

Niðurstaða

Ég held að margir þeir, sem halda að óhætt sé að taka S-Afríku á Ísrael. Steingleymi kjarnavopnum Ísraels. En það virðist ákveðin bjartsýni, að með þrýstingi yrði að endanum friðsamt samkomulag, eins og í S-Afríku.

En menn gleyma þá því, hve algerlega einstakur atburðurinn í S-Afríku var. Það var í reynd Nelson Mandela, sem "kom í veg fyrir borgarastríð" í kjölfar uppgjafar ríkis hvíta minnihlutans í S-Afríku.

Án hans, eru ákaflega miklar líkur á því, að allt dæmið hefði farið í háa loft - með borgarastríði og miklu blóðbaði.

Að auki, voru ekki trúarbrögðin klofningsmál í S-Afríku eins og í Ísrael. 

Það er ekki síst, hin hættulega trúar-róttækni sem býr í Gyðingum og Palestínumönnum, sem gerir þetta mun hættulegra. Inn í þetta, hríslast svo kjarnavopnin - - mér virkilega finnst það ekki óhugsandi.

Að það dæmi mundi geta endað með þeim ósköpum, sem væri "beiting kjarnavopna" og þá eru möguleikarnir allt frá því, að skilja landið sjálft eftir sem geislavirka auðn, yfir í að gera stóran hluta Mið-Austurlanda að geislavirkri auðn, yfir í jafnvel að sprengja í leiðinni helstu höfuðborgir Evrópu.

En ég vara fólk við því - að vanmeta þá hættulegu róttækni sem býr í landi Gyðinga.

Ég mundi segja, að tilvist kjarnavopnanna ein og sér, geri þessa leið - of hættulega.

----------------------------------------

Tek fram, að ég tel reyndar afskaplega ólíklegt að það séu líkur á því að samstaða geti myndast meðal Vesturlanda, um viðskiptaþvinganir á Ísrael.

Ábending mín er þá ekki síst sú, að benda fólki á að andstaða við þá hugsanlegu vegferð, sem menn leggja til. Sé ekki endilega af völdum þjónkunar við Bandaríkin - jafnvel Ísrael.

Heldur er ekki ósennilegt að fleiri en ég, sjái hve hættuleg púðurtunna Ísrael getur reynst vera.

 

Kv.


Hamas er hugsanlega sigurvegari í núverandi átökum við Ísrael

Þetta hljómar ef til vill - sérkennilega í eyrum einhvers. Þar sem mannfall Hamas er í háu margfeldi. En punkturinn er sá, að Hamas er sennilega búið að ná markmiðum sínum - með núverandi átakasyrpu.

  • Sigrar Hamas, geta aldrei verið nema "áróðurs sigrar."
  1. Hamas heldur velli, eina ferðina enn - fátt bendir til annarrar útkomu.
  2. Í annað sinn, virðist Hamas hafa tekist að klófesta ísraelskan herfanga, síðast tókst Hamas að fá lausa 4000 fylgismenn Hamas, í skiptum fyrir hermann. Þetta eitt sér, getur réttlætt allt málið í augum Hamas.
  3. Síðan hefur herflokkum Hamas, tekist að drepa nokkurn fjölda af ísraelskum hermönnum, þar á meðal 13 í orustu í Gazaborg. Í allt virðist mannfall "IDF" eða ísraelska hersins, vera orðið a.m.k. 25. Auðvitað, nálgast mannfall Hamas líklega 5-hundraðið. En þetta er "ójafn" leikur.
  4. En punkturinn, er að þetta er mesta mannfall Ísraelshers, síðan Ísraelsher fór fyrir 8 árum í snögga herför inn í Lýbanon, gegn Hesbollah. Hamas hafi nú sennilega með nægilegum hætti, sannað það fyrir róttæklingum á Gazaströnd, að Hamas hreyfingin sé málið.

Líklega endar dæmið alveg eins og síðast, að það tekur nokkur ár, þar til að Ísraelar að lokum láta undan, og semja við Hamas um "ójöfn" skipti á gíslum - síðast í hlutfallinu 1/4000.

Þegar við tökum um "áróðurssigra" þá eru nú heimsfjölmiðlar - fullir af fréttum um "dráp" Ísraela á Palestínumönnum. T.d. voru fjölmennar óeirðir í París, þ.s. mótmæli gegn Ísrael fóru úr böndum:

Paris crackdown amid anti-Israel rioting

Víða eru mótmæli á torgum í Evrópu, þ.s. fólk mótmælir í "vandlætingu" drápum Ísraela á Palestínumönnum, þó oftast séu þau mótmæli friðsamleg.

Gaza death toll tops 500 as U.S. steps up ceasefire efforts

Gaza Battle Deadliest in Conflict

Israel Says Seven More Officers, Troops Killed in Gaza Ground Operation

http://thefunambulistdotnet.files.wordpress.com/2012/11/map-ocha.jpg

Málið er að mig grunar að Hamas sé búið að spila ríkisstjórn Ísraels - ákaflega vel

Ríkisstjórn Ísraels er af því taginu, að ákaflega fáir "utan Ísraels" bera nokkra virðingu fyrir henni, þ.e. samsetningur af trúarofsaflokkum og megin hægri flokki Ísraels.

Fólk þarf þó að átta sig á því - að Hamas er enginn góður gæi!

  • En það þarf að hafa í huga, að Hamas virðist hafa komið flestu því sem skiptir máli fyrir þá, fyrir í gröfnum hvelfingum og göngum - sem liggja þvers og kruss undir Gazaborg, og víðar.
  • Sennilega hafa loftárásir Ísraela, ekki valdið Hamas í þetta sinn, neinu umtalsverðu tjóni.
  • Á meðan létu Hamas liðar, skæðadrífu - eldflauga ganga yfir Ísrael. Samtímis því, að almennir borgarar á Gaza, fá fyrir ferðina.

En ef Hamas væri "góður gæi" væri Hamas þá, að stunda slíka leiki - þ.e. skýla eigin mönnum, meðan þeir láta eldflaugum rigna yfir Ísrael. Sem sannarlega skópu lítinn usla þar.

En á móti, sem Hamas hefur fullkomlega vitað að mundi gerast, þá sprengdu Ísraelar upp - umtalsverðan fjölda af húsum og drápu fjölda palestínskra borgara.

  • Útkoma: áróðurssigur fyrir Hamas.

Mér virðist af rás atburða, að Hamas samtökin séu afskaplega tilfinningalaus, í reynd, gagnvart mannfalli sinna samborgara.

-------------------------------

Ísrael er í dag með, Moshe Ya'alon, sem einu sinni var yfirmaður herafla Ísraels, sem hætti í kjölfar deilu 2005, þegar þáverandi stjórn landsins - ákvað að afnema einhliða byggðir Ísraela á Gaza svæðinu; var Ya'alon mjög andvígur þeirri aðgerð. Ekta harðlínumaður, og er varnarmálaráðherra.

Sá sem gefur skipanir til ísraelska hersins, geri ég ráð fyrir.

Það var í hans tíð sem yfirmanns herafla Ísraels, þegar Ísraelar fóru síðast með her inn á Gazasvæði, en síðan hafa þeir fram til nú, látið loftárásir duga. Kannski, langaði hann til að klára verkið, sem hann náði sjálfur ekki að klára á sínum tíma.

  • Og var því auð-egndur til verks, af Hamas.

En þ.e. sjálfsagt full ástæða til að taka Ya'alon alvarlega, þegar hann segir - tilganginn að leggja gangakerfi Hamas í rúst. 

Það verður þá áhugavert að fylgjast með nk. daga, því ef "IDF" ætlar að leggja þau göng í rúst, þá munu hermenn Ísraela, þurfa að "hefja innreið inn í gangakerfi Hamas."

Þá má sjálfsagt eiga von á allkonar góðgætum frá Hamas, í formi sprengjugildra af margvíslegu tagi. Það getur skýrt, af hverju "IDF" hefur innreið sína í Gazaborg, þ.s. líklega er "miðstöð neðanjarðarhvelfinga Hamas."

  • En þetta getur kostað "IDF" verulegt mannfall - þ.e. 25 sé bara byrjunin.
  • Og Hamas gæti náð að fanga flr. en bara einn hermann.

Spurning hvort að Moshe Ya'alon - heldur vinsældum sínum innan Ísraels. En á sínum tíma, var það fyrir þrýsting almennings, að á endanum - létu ísraelsk stjv. undan, og sömdu um að skipta á einum lifandi herfanga fyrir 4000 Hamas liða. Á seinni árum, hefur stuðningur almennings við herfarir, dalað hratt - þegar raunverulegt mannfall lætur á sér kræla.

  • En Hamas hafnar enn - - öllum sáttaumleitunum. Treystir kannski á það, að mannfall "IDF" á endanum skapi nægan þrýsting á ísraelsk stjv., til að þau hætti "og veiti Hamas vopnahlé á hagstæðum kjörum."

Þeir halda ef til vill, að þeir geti náð sér í flr. "konfektmola" þ.e. "ísraelska fanga."

Þó það kosti 1.000 - 2.000 óbreytta borgara lífið - - þá er það mjög sennilega þess virði, vel það, í augum Hamas.

 

Niðurstaða

Ef fólk man eftir, þá hófst núverandi hrina - á leit Ísraela að 3-myrtum unglingum. Lík þeirra fundust nokkru síðar, í kjölfarið töldu stjv. í Ísrael að Hamas ætti sök á. Og létu nokkrar sprengjur falla innan Gazasvæðis.

En Hamas, í stað þess að gera ekkert - sem hefði átt að vera niðurstaðan, ef Hamas væri annt um eigin samborgara. Þess í stað, hóf gagnárásir í formi eldflaugaárása. Sem ríkisstj. Ísraels, svaraði með enn frekari loftárásum.

Það er nánast eins og að Hamas hafi stjórnað atburðarásinni, en í hvert sinn sem Ísraelar gerðu frekari loftárásir, þá svaraði Hamas með því - að auka frekar á eldflaugaárásir á Ísrael. Sem skilaði að sjálfsögðu, enn meiri loftárásum Ísraela - mannfalli palestínskra borgara, og því frekari áróðursprikum til Hamas.

Það sem ég er að benda á, sé að atburðarásin sé sennilega að spilast nokkurn veginn, eins og hentar hagsmunum Hamas - - þó jafnvel nokkur þúsund almennir borgarar farist, sé Ísraelum ekki Hamas kennt um það, í alþjóðapressunni. Hver látinn palestínskur borgari verði áróðursprik fyrir Hamas.

Síðan séu nú ísraelskir hermenn, farnir að tína tölunni, sem séu frekari áróðursprik fyrir Hamas, því þá sanni Hamas fyrir öfgasinnuðu fólki á Gaza svæðinu, að Hamas séu fært um að drepa Ísraela. Þannig veiki Hamas stuðning við önnur öfgasamtök, á ströndinni.

Og ef þ.e. rétt, að Hamas hefur náð sér í stríðsfanga, þá er rétt að árétta - að síðast þó þau viðskipti hafi tekið nokkur ár, náði Hamas 4000 Hamas liðum úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir einn. 

Ef Moshe Ya'alon ætlar virkilega að láta herinn, berjast inni í neðanjarðar borginni sem Hamas hefur reist, undir Gaza ströndinni - þá geta flr. slíkir "lukkupinnar fyrir Hamas" bæst í sarpinn.

  • En í þessum viðskipum, til að hafa betur, þarf Hamas eingöngu að halda velli.
  • Allt umfram það, þ.e. látnir ísraelskir hermenn, tölum ekki um ísraelska stríðsfanga, er bónus fyrir Hamas.
  • Og í kaldhæðni örlaga - virðast látnir samborgarar Hamas - einnig vera bónus fyrir Hamas.

Það er áhugavert að muna það, hve litla tillitsemi Hamas virðist auðsýna eigin borgurum, þegar menn hlusta núna á talsmenn Hamas, eins og t.d. Barghouti.

Þarna virðist "heims ísraelsk ríkisstjórn" vera að takast á við "nær fullkomlega miskunnarlaus samtök."

Þarna er ekki um að ræða, góður vs. vondur.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 870151

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband