Stjórnarher Úkraínu í hraðri framsókn síðan á sunnudag, við það að ná svæðinu þar sem malasíska vélin kom niður

Þegar eitt stríð er í "tímabundinni lægð" en Hamas og ísraelsk stjórnvöld, virðast hafa ákveðið án formlegs samkomulags, að viðhafa vopnahlé á mánudag, síðasta dag föstumánaðar múslima, sem er hefðbundinn hátíðadagur múslima: Fighting in Gaza Falls Sharply on Muslim Holiday

Þá blossar upp annað stríð, en skv. fréttum, er stjórnarher Úkraínu að taka það svæði þar sem leifar malasísku vélarinnar og einhverra farþega, er að finna.

Troops Move on Crash Site in Ukraine

Ukraine claims more territory as fight intensifies with rebels

Það má líta á yfirlísingar uppreisnarmanna sem staðfestingu á því, að her Úkraínu sé við það að taka yfir svæðið þar sem malasíska vélin kom niður

Alexander Borodai - “The attempts to clear militia from the crash site irrefutably show Kiev is trying to destroy evidence,”

Yfirtaka úkraínska hersins á svæðinu, breytir stöðunni - en Hollendingar voru búnir að gera samkomulag við uppreisnarmenn, og sérfræðingar voru á leið á staðinn.

En þeir sérfræðingar þeir urðu frá að hverfa, vegna þess að árás stjórnarhersins á vígsstöðvar uppreisnarmanna, var þá hafin, heyra mátti stórskotahríð framundan - ljóst að ótryggt væri að halda áfram.

Þetta vídeó var hlekkjað inni á frétt Reuters, að sögn "óstaðfest" sýnir að farartæki úkraínska stjórnarhersins, á ferð um veg í grennd við "krass"-staðinn:

  • "By Sunday evening, the Ukrainian advance had blocked a road leading from the provincial capital, Donetsk, to the airplane debris northeast of Shakhtyorsk, but it remained unclear whether government troops were in control of all or part of the approximately 14 square miles of debris fields."
  • "A spokesman for Ukraine's Security Council, Andriy Lysenko, said Kiev was trying to close in on the crash site and force the rebels out of the area but was not conducting military operations in the immediate vicinity."
  • "He said Ukrainian troops were in the towns of Torez and Shakhtarsk, both formerly held by the rebels, while fighting was in progress for the village of Snezhnoye - close to the presumed missile launch site - and Pervomaisk."

Skv. því er stjórnarherinn, að taka "bæina og þorpin" í grennd við "krass"-staðinn, eiginlega í kring um hann.

Fréttir eru að sjálfsögðu óljósar.

 

Niðurstaða

Það verður alveg breytt staða, þegar stjórnarher Úkraínu tekur svæðið þar sem malasíska vélin kom niður. Höfum í huga, að þetta er eðlilegur þáttur í herferð hers Úkraínu. Þetta svæði er rétt við landamærin að Rússlandi. Að taka landamærasvæðin, er eðlilegur þáttur í því að "umkringja" og "einangra" uppreisnarmenn.

En með því að taka landamærasvæðin, þá hindrar stjórnarherinn frekari vopnasendingar til uppreisnarmanna, að auki hindrar það að þeim berist frekari liðsafli frá Rússlandi - meintir frjálsir einstaklingar sem berjast að eigin vilja.

Uppreisnarmenn saka stjórnarherinn, um að ætla að eyðileggja sönnunargögn. 

En þeir hafa alltaf sakað stjórnarher Úkraínu, um að hafa skotið vélina niður.

Það kannski sýnir þá afstöðu, sem netverjar stuðningsmenn uppreisnarmanna, munu taka "þegar sennilega" rannsókn ályktar að uppreisnarmenn hafi sennilega skotið vélina niður, fyrir mistök.

Því verði haldið blákalt fram að niðurstaðan sé fölsuð - sé lýgi.

En þetta sé líklega þ.s. raunverulega gerðist.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hefur þú lesið þessa hernaðarspeki? Í morgunblaðinu?

Ert þú með kort af svæðinu ... heldur þu að með því að fara inn eftir rauða strikinu, að þá hindrir þú fluttning gagna frá "hægri" á kortinu, og til vinstri?

Heirðu góði, annað eins helvítís þvaður hef ég aldrei heirt.

Rússar sýndu um helgina gervihnatta myndir sem sýndu, að Ukraínu menn sjálfir eru að öllum líkindum sekir um þetta.  Hér var sýnt hvernig Ukraínu flutti sín "BUK" kerfi frá stað til stað á þessu tímabili.  Og þeir kröfðust að bandaríkjamenn sýndu myndir frá gervihnetti sínum, sem getur sýnt þegar eldflaug er skotið.  Samkvæmt svæðinu frá mynd Bandaríkjamann, er svæðið sem skotið er af ... mjög líkt því svæði, sem Rússar sýndu fram á að væri kerfi Úkraínu manna.

Ukraína er þar með í mikilli mön að ná skjótum yfirráðum af svæðinu, til þess að geta stjórnað öllu sem "fynnst" á svæðinu.  Og samkvæmt Kínverskum fréttum, hafa þeir myrt fleir yfirráðamenn í framför sinni sem er óbreittir borgarar.  Slíkar fréttir ferð þú náttúrulega ekkert með hér, er það ... á meðan þeir sem myrtir eru, eru bara Rússar, gerir þetta ekkert til.

Og í þessu sambandi má þakka fyrir að Pútin er "kjáni", sem ekkert gerir.  Því honum væri hægt um vik, að breita þessar för Úkraínu manna í helför ef það væri ásettningur hans.  Þannig að þessi för Ukraínu mann er örþrifaráð ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 20:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég tek að sjálfsögðu nákvæmlega ekki neitt mark á ríkisfjölmiðli Rússlands, má líta á RT sem - fjölmiðlaveitu stjórnvalda. Að líta á fréttaskýringar RT eða annarra rússn. fjölmiðla sem marktækan, er það sama og að líta á fréttir kínv. ríkisfjölmiðla sem marktækan, en í báðum löndum - - er fréttaflutningi stýrt af stjv. og þess vendilega gætt að í þeirra fjölmiðlum sé ekkert sagt nema stjv. þóknanlegt, sem styður við stefnu stjv. hverju sinni. Eiginlega barnalegt, að taka nokkurt hið minnsta mark á ríkismiðlum þessara tveggja landa. Mér er alfarið sama um einhverjar myndir, sem líklega hafa verið fótóshoppaðar af rússn. leyniþjónustunni, áður en þær voru sendar yfir til starfsm RT með fyrirmælum um byrtingu.

------------------------

Að sjálfsögðu láta einhverjir almennir borgarar lífið, þegar slík átök eru í gangi. Það fylgist alltaf að, þegar barist er í þéttbýli. Ég tók eftir því um daginn, að þú ert ekki andstæður aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas, þ.s. einnig er barist í þéttbýli og almennir borgarar hafa sannarlega verið að farast.  Mér virðist þú ekki eins viðkvæmur þá, mér hefur virst í gegnum allar sínar aðgerðir, fari her Úkraínu að eins og her Ísraela, þ.e. að gæta þess að lágmarka mannfall almennings. En þegar barist er í návígi í borgum, er það því miður ekki alltaf mögulegt, að forða slíku tjóni. Þetta áttu uppreisnarmenn að sjálfsögðu að skilja, er þeir fóru af stað með vopnaða uppreisn - - að henni mundi vera mætt með vopnum.

Aðgerðir hers Úkraínu eru í engu minna réttmætar en aðgerðir hers Ísraels.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2014 kl. 21:24

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er nú eitthvað farið að fyrnast yfir upptök þessara átaka hjá þér Einar.

Þannig var að lýðræðissinnaðir aðilar í A Úkraínu sem viðurkenndu ekki fasistastjórnina í Kiev tóku sig til,týndu saman nokkra borðfætur, og ráku út oligarkahyskið og fylgjendur þeirra sem fasistastjórnin hafði með ólöglegum hætti sett yfir svæðisstjórnirnar.

Aðeins einn maður lét lífið í þeim aðgerðum.

Næst er Úkrainski herinn sendur á vettvang og hann drap nokkra mótmælendur,en þó með hangandi hendi af því að margir hermannanna voru rússar og ekki tilbúnir að myrða ættingja sína að ástæðulausu.

Einnig spilaði þar inn í að út af nýlegri reynslu frá Bosníu þá voru margir yfirmenn hersins hikandi við að fremja stríðsglæpi.

Í framhaldi af því var æðsti yfirmaður hersins rekinn og endurnýjað í yfirmannasveit hersins ,með aðstoð yfirmanns CIA sem heiðraði staðinn með nærveru sinni.

Nú var herinn rekinn af stað aftur en sýndi litla takta fyrr en Sjálfur Joe Biden hafði persónulega fullvissað fasistastjórnina og glæpalýð þeirra um að bandaríkjastjórn munni loka fyrir allar tilraunir til að sækja þá til saka fyrir stríðsglæpi þá sem framundan voru.

Nú var rumpulýðnum ekkert að vanbúnaði og við tóku atburðir eins og morðin í Odessa og Mariopol og so on.

Af einhverjum ásæðum er Einar svo glær að hann áttar sig ekki á hverjir stríðsaðilarnir eru í þessu stríði.

Þetta stríð er rekið áfram og fjármagnað af fámennri elítu sem hefur hreiðrað um sig í bandaríska stjórnkerfinu og er farin að nota fullkomnasta her í heimi ,beint og óbeint,til að snatta fyrir sig um allan heim og skara enn meiri auð og völdum að þessu 0,1% mannkyns.

Svo vill til að þeir eiga einnig nánast alla fjölmiðla hins vestræna heims ,síðan þjóðviljinn fór á hausinn,og nota þá til hins ýtrasta til að réttlæta þetta skefjalausa ofbeldi sem þeir eru að fremja um víðann völl,líka gagnvart eigin þjóð.

Einar lepur svo áróðurinn ómengaðann og deilir honum með okkur af ótrúlegri þrautseigju.

Ásæðan fyrir að framganga þeirra er svo ofbeldisfull nú síðari ár er að þeim er orðið ljóst að stoðirnar eru þegar fúnaðar undan svikamyllunni og eini möguleikinn til að halda henni gangandi er ofbeldi og innræting.

Við vitum ekki hver skaut niður þessa flugvél og fáum kannski aldrei að vita það með vissu.Mér skilst að svarti kassinn sé nú í höndum breskra "sérfræðinga",vonandi eru það ekki sömu sérfræðingarnir sem "vissu" um efnavopnin í Írak,"Vissu" að Assad beitti efnavopnum í Sýrlandi eða "vissu" hvar BUK loftvarna skriðdrekinn hans Einars var staðsettur í Úkrainu. Ég er samt hræddur um að þetta séu sömu "sérfræðingarnir"

Það er alveg með ólíkindum að þó þetta lið sé aftur og aftur gómað þar sem það stendur keikt í pontu og lýgur okkur full til að geta startað nýju stríði,þá er alltaf fjöldi fólks tilbúinn að falla á kné og tilbiðja það.Jafnvel þó það líði ekki nema nokkeir mánuðir á milli eins og síðast.

Borgþór Jónsson, 29.7.2014 kl. 00:24

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú er alltaf jafn sérkennilegur í túlkunum Boggi, og vanalega. Það var ekki "fasistaþróun" sem varð í Kíev, og hún var ekki ólýðræðisleg, þvert á móti var hún í formi eins af hinum klassísku lýðræðislegu ferlum, þ.e. "mótmæli." Þau mótmæli, urðu ákaflega fjölmenn, þ.e. hundruð þúsunda á götum helstu borga í N-hluta landsins. Á endanum, leiddu átök mótmælenda og stjv. þess tíma, til byltingar - - sem er einmitt eitt af hinum klassísku ferlum sem stundum gerast í lýðræðissamfélögum sbr. að Frakkland býr við sitt 5. lýðveldi. En þ.e. eitt af grundvallaratriðum hins lýðræðislega samfélags, atriði sem þú virðist búinn að tína, rétturinn til að steypa sinni ríkisstjórn. Þó sá réttur standi hvergi í nokkurri stjórnarskrá, þá er sannleikur máls sú, að engin stjórnarskrá hefur virðingu ef fólkið rís upp gegn henni, grundvöllur hvers lýðræðissamfélags, er að fólkið sættist á að lög landsins séu sæmilega réttlát, það sama gildir um stjórnarfyrirkomulag, að óánægja má ekki vera of almenn - annars tapar það tilgangi sínum. En eðli sínu skv. getur lýðræðissamfélag ekki búið við fyrirkomulag sem meirihlutinn er ósáttur við, þá rís samfélagið upp og steypir eða byltir því fyrirkomulagi.

-----------------------------

Þú virðist hafa gleimt því, að flest lýðræðissamfélög hafa einhverntíma gengið í gegnum "almenna byltingu." Úkraína hefur gengið nú í gegnum tvær slíkar. Það að sumir landsmenn, voru ósáttir við útkomu byltingarinnar í Kíev, þíðir ekki að hún hafi ekki verið í eðli sínu lýðræðislegt ferli. En lýðræðislegt, er ekki "bara kosningar" heldur það að almenningur fái "vilja sínum framgengt." Þ.e. þ.s. gerðist í byltingunni í Kíev. Að almenningur fékk vilja sínum framkv. Þ.e. meirihluti almennings.

-----------------------

Það var vitað að "fjölmennur minnihluti" var óánægður með þá byltingu, en þau að hefja vopnaða uppreisn. Var algerlega úr takti, og ég er viss um, gríðarleg mistök af hálfu þeirra aðila - sem ákváðu að hefja þá uppreisn. Þeir aðilar, hafa leitt miklar hörmungar yfir sín samfélög, þ.e. stríð. Já, stríðið er "uppreisninni að kenna" án hennar "hefði ekkert stríð orðið." Stjv. hafa ávalt rétt til að "kveða ólöglega vopnaðar uppreisnir niður." Og þau eru einmitt að því.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2014 kl. 03:51

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Það að borga meira en 5 milljarða dollarar fyrir byltingu til þess eins að koma sitjandi lýðræðislegri kosinni ríkisstjórn Úkraínu frá völdum, hlýtur allt saman að vera lýðræðislegt, svo og þar sem að Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt settu saman og skipuðu þessa strengjabrúðu ríkisstjórn Úkraínu, allt saman lýðræðislegt ekki satt í New York Times og Neocon fjölmiðlunum?
Allt sem er opinberað í RT verður núna að banna og/eða reyna gera útafvið strax einhvern veginn, svo og fréttir er segja hið gagnstæða um MH17 atburðina, ásamt því sem að myndbönd á BBC verður núna að fjarlægar er eiga það til að eyðileggja allan áróðurinn fyrir stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Úkraínu (The Video Report Deleted by the BBC - ENG SUBS), því eins og dr. Paul Craig Roberts segir þá er málið hjá stjórnvöldum að við eigum að kaupa allar þessar lygar og falsaðar gervihnattamyndir (Fake Satellite Images: The Latest US Government Hoax against Russia), ekki satt?

What the Media Won’t Report About Malaysian Airlines Flight MH17

Deleted BBC Report. “Ukrainian Fighter Jet Shot Down MHI7″, Donetsk Eyewitnesses

Fake Video of Alleged Pro-Russian Militia Claiming Responsibility for MH 17 Attack Was Made Before Plane Crash

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband