Það virðist að valdaránið í Egyptalandi, geti að verulegu leiti verið undirrót núverandi átaka Hamas og Ísraela

Þetta má lesa út úr áhugaverðum ummælum Yuval Diskin fyrrum yfirmanns Shin Bet. En Diskin bendir á, að þegar valdarán egypska hersins varð - og Sisi herforingi tók við af forseta Bræðralags Múslima, Mohammed Morsi. Hafi verið lokað á smygl-göng Hamas yfir til Egyptalands. Sem hafi leitt til þess ástands, að hans mati, að Hamas sé ekki mögulegt - að greiða embættismönnum sinnar stjórnar á Gaza svæði "laun."

'All the Conditions Are There for an Explosion'

"...the new regime destroyed the tunnel economy between Gaza and the Sinai Peninsula, which was crucial for Hamas. Since then, Hamas has been under immense pressure; it can't even pay the salaries of its public officials." 

  • Þetta skýri sennilega - af hverju Hamas setur upp skilyrði fyrir vopnahlé.

Shelling of Gaza school kills at least 15; toll nears 800

"Hamas leader Khaled Meshaal said on Wednesday his fighters had made gains against Israel and voiced support for a humanitarian truce, but only if Israel eased restrictions on Gaza's 1.8 million people. Hamas wants Egypt to open up its border with Gaza too."

Það sem smyglgöngin til Sinai skaga virðast hafa gert, virðist ekki hafa "bara snúist um vopnasmygl" heldur ekki síður, um "inn vs. útflutning" þ.e. að Gaza svæðið, hafi "utanríkisviðskipti."

Hamas, hafi "skattlagt þau viðskipti" sem hafi gert Hamas mögulegt, að greiða starfsmönnum á sveitastjórnarstigi, á Gaza - laun.

  • Þetta er sennilega - það hvað málið snýst um, fyrir Hamas.

Vandinn sé auðvitað, að herforingjastjórnin í Egyptalandi - fyrirlíti Hamas, afsprengi Bræðralags Múslima. Með stóran hluta meðlima Bræðralagsins í fangelsum, hundruð þeirra milli vonar og ótta, hvort dauðadómum verði framlengt - eftir að egypski herinn hefur drepið a.m.k. 1.000 mótmælendur gegn stjórninni, síðan "ógnarstjórn hersins í Egyptalandi undir stjórn Sisi hófst."

Þá er einnig ljóst, að "samúð" er ekki til staðar meðal núverndi stjv. Egyptalands, gagnvart Hamas - og líklega, ekki heldur gagnvart íbúum Gaza.

  • Hamas muni sennilega, halda stríðinu áfram - á sama tíma mun einnig sókn ísraelska hersins halda áfram.
  • Og líkin þá halda áfram að "hrannast upp."

Fyrir Hamas, geti þetta verið - upp á líf eða dauða, fyrir samtökin.

Þau hafi engu að tapa, allt að vinna - þess vegna setja þau skilyrði - væntanlega í trausti þess, að þrýstingur alþjóðasamfélagsins. Muni á einhverjum enda, brjóta niður vilja Ísraela.

En þangað til að sá punktur er kominn, að sá þrýstingur dugar til þess, að Ísraelar veita slíka "eftirgjöf" sem virðist a.m.k. enn - vera óhugsandi. Þ.s. þá mun ríkisstj. Ísraels bersýnilega, tapa andlitinu gagnvart almenningsálitinu heima fyrir.

Virðist líklegt, að þessi átök muni halda áfram.

Sennilegt, að þau séu ekki enn - - nærri hálfnuð.

 

Niðurstaða

Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í máli fyrrum yfirmanns, Shin Bed. Þá sé líklega ekki að vænta vopnahlés á nk. dögum, kannski ekki einu sinni, í næstu eða jafnvel, þarnæstu viku.

Við getum því verið að sjá fram á, lát þúsunda Palestínumanna. Meðan að annars vegar, Hamas metur hagsmuni sinnar hreyfingar, mikilvægari en þau líf. Og á sama tíma, sé harðlínustjórnin í Ísrael, nú að sverfa til stáls - alls ekki á þeim buxum að veita "meiriháttar eftirgjöf." Hún meti því ekki heldur, líf palestínskra borgara nægilega mikilvæg, til að láta það hafa áhrif á markmið sín með núverandi herför.

Stjórnin í Egyptalandi, sem Ísraelar segi - að eigi að miðla málum. Sé síðan sennilega, með ef eitthvað er, enn minni samúð með málsstað Palestínumanna, en ríkisstjórn Ísraels.

Almenningur á Gaza. Sé því virkilega í vondum málum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góð greining og fróðleg. Þeir eru ekki margir hér á landi sem velta þessari hlið sem snýr að Hamas fyrir sér.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.7.2014 kl. 14:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eru alltof margir sem skipta þessu í góðan vs. vondan, setja Palestínumenn ávalt í hlutverk fórnarlamba, hreyfingar þeirra í lið þeirra góðu að því er virðist með mjög yfirborðslegri skoðun á því, hve mikill munurinn er raunverulega á þeirra megin hreyfingum, þ.e. Hamas og Fatah.

------------------------

Tek þó eitt fram, að sennilega er það eina sem Vesturlönd geta gert, er að beita þrýstingi. En sennilega þarf sá þrýstingur að vera bæði á stjv. í Egyptalandi sem og stjv. í Ísrael - - þ.s. enginn virðist í reynd vilja "herseta Gazaströndina" virðist enginn valkostur annar en Hamas ráði þar áfram; þá sé líklega það minnst slæma í stöðunni að opna að nýju á viðskiptaleiðir fyrir Hamas út fyrir Gaza. Svo vopnahlé verði mögulegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2014 kl. 15:12

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ástandið þarna er hreinasta hörmung. Góði og vondi kallinn? Það er auðvitað einföldun. Ég hvet þig samt til að skoða hlið vinstri manna hérlendis og þeirra málgögn. Staða mála er eingöngu Ísreal að kenna en Hamas er í þægilegu skjóli fyrir allri gagnrýni. Það er afar einkennileg greining á stöðu mála, bæði söguleg og pólitísk sem og hernaðarleg. Íslendingar telja að flugskeytin sem Hamas hafa og/eða höfðu yfir að ráða séu rakettur að íslenskri fyrirmynd á gamlárskvöldi. Þeir gleyma að það er yfirlýst stefna Hamas að útrýma Ísrael og Gyðingum í jihad og þess vegna langt í að hægt sé að ræða einhverja tveggja ríkja lausn eða væntanlega frið yfirleitt á meðan Hamas ræður. Það er þó von með Fatah.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.7.2014 kl. 19:59

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eiginlega þyrftu Ísraelar og Fatah hreyfingin að taka sig saman, um að ráða niðurlögum Hamas. En þá að sjálfsögðu, þurfa Ísraelar að gefa eftir eitthvað verulega bitastætt til Fatah - ef slíkt bandalag á að geta verið möguleiki. Heilt yfir hugsa ég að Fatah hreyfingin sé í engu betri né verri en sú hreyfing, Haganagh, sem varð að kjarna ísraelska hersins við stofnun ríkis Gyðinga. Ef út í þ.e. farið, er Hamas ekki endilega verri en þær öfgahreyfingar Gyðinga sbr. Stern og Irgun, sem voru til á 5. áratugnum, og frömdu fjölda hryðjuverka gegn Bretum og öðrum íbúum þess sem þá var Palestína undir breskri stjórn. Gyðingar í ljósi sögunnar, hafa ekki endilega efni á að setja sjálfa sig á einhvern "hástall." En miðað við ástandið í dag, er þörf fyrir að losna við Hamas. En án bandalags við Fatah, sé ég það ekki sem raunhæfan möguleika.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2014 kl. 21:56

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef menn vilja yfirleitt meta og mæla í gráðum herskáa öfga og öfgahreyfingar,sem eru auðvitað alltaf fyrirbæri sem ábyrgar þjóðir vilja með einhverjum hætti uppræta,þá er mest aðkallandi að taka á þeim sem ógna mest í dag. Einhverjir jafn herskárir fyrri ára skipta ekki lengur máli,enda líklegt að lýðræðisríkið Israel hafi tekið á þeim sem óðu uppi í her þeirra,gegn Bretum. Alla vega voru forsetar eins og Ben Gurion ekki að samykkja slíkt. Ríki sem eiga í þessum heiftugu átökum,komast varla hjá ódæðis hendarverkum manna viti sínu fjær,eins og eftir að ungu mennirnir þrír voru pyntaðir og drepnir,þannig kveikja óbreyttir oftast ófriðarbál. Mikilvægast er fyrst skaðinn er skeður að dæma þá,enda er verknaðurinn ekki í þökk lýðræðisins Ísrael. Í ljósi sögunnar gætu Gyðingar sett sig á háan hest,vegna yfirvegaðrar skynsemi,að sækja þá ( t.d.Adolf Eichmann) sem ábyrgð báru á útrýmingar áformum á Gyðingum, en hatast ekki við þjóðina sem þeir tilheyrðu.

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2014 kl. 05:21

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Wiki er með ágæta umfjöllun um eitt mannskæðasta hryðjuverkið sem framið var af hryðjuverkahópum Gyðinga gegn Bretum: King David Hotel bombing. Ég var eingöngu að skoða "átakasögu" Gyðinga vs. Palestínumanna, í hennar ljósi - hafa Gyðingar ekkert endilega verið neitt áberandi betri aðilinn - t.d. börðus Gyðingar í eitt skipti sín á milli: The Hunting Season. Eins og ég benti á, þurfa Gyðingar á bandamanni að halda, meðal Palestínumanna - en annars sé erfitt að sjá, hvernig það verði yfirleitt ráðið niðurlögum Hamas hreyfingarinnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2014 kl. 17:20

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga, annað atriði - en það eru enn til staðar öfgahópar meðal Gyðinga, bendi á eftirfarandi atriði úr viðtali Der Spiegel við Yuval Diskin - en í kjölfar brottnáms og morðs á 3-unglingum sem voru Gyðingar, frömdu ísraelskir öfgamenn "morð" á palestínskum unglingi:

"...the fact that it really happened, is unbelievable...Or you can pour oil into the lungs and light him on fire, alive, as happened to Mohammed Abu Chidair.... I cannot even think of what these guys did."

Þeir eins og hann lýsti, kveiktu í honum, fylltu lungu hans af bensíni, helltu einnig yfir hann, lungu hans hafa nánast sprungið - erfitt að ímynda sér sársaukann af slíkum dauðdaga - - og þ.s. Diskin staðfestir, enginn hefur verið handtekinn fyrir þennan glæp.

"We don't have the same tools for fighting Jewish extremism or even terrorists as we have when we are, for example, facing Palestinian extremists." - "The biggest problem, though, is bringing these people to trial and putting them in jail. Israeli courts are very strict with Shin Bet when the defendants are Jewish. Something really dramatic has to happen before officials are going to take on Jewish terror."

Þetta sé vaxandi vandamál, ofbeldi svokallaðra "settlera" sem beinist gjarnan gegn Palestínumönnum, sem hingað til - sé nær ekkert refsað fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2014 kl. 17:59

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las í bloggi eins af þeim sem blogga daglega að þeir hafi verið handteknir. Alla jafna þýðir hinn sami fréttir úr erlendum blöðum,en kanski veit mr. Diskin betur,þá er bara að bekenna það. Ég á bágt með að lesa lýsingar á hryllingi,sem eru um allan heim þó ekki sé afleiðingar stríðsátaka.En maður verður að vona að dauðinn líkni áður en..... Gott ef S.ÞJ.sendu lærða og þjálfaða huglækna til beggja stríðsaðila,auðvitað um leið og háttsettir eru þar til að miðla málum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2014 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband