Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.7.2014 | 12:17
Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?
Ísland hefur lengi verið í klassísku "boom / bust" ferli. Bendi á að þarna er ég ekki að kenna um stjórnvöldum, nema að hluta. Þau geta þó gert eitt og annað til þess að draga úr upphleðslu spennu. Síðan ef það dugar ekki - er hægt að framkvæma róttækari aðgerðir. Á móti er spurning, hvort vilji til slíks er fyrir hendi, eða hvort menn vanmeti hættuna - eða menn horfi á skammtímasjónarmið?
Stenst viðskiptajöfnuður Íslands álagið sem er framundan?
- Fyrirtækið Gam Management er með merkilegan fjárfestingasjóð, sem virðist eiga kringum 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Það sem ég hjó þó eftir, eru áætlanir sjóðsins - - um uppbyggingu: Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu - Í nýlegri grein Kjarnans, er viðtal við Gísla Hauksson, framkvæmdastjóra Gamma: Markmiðið að byggja upp öflugt leigufélag. - - "Markmiðið sé að koma á fót öflugu leigufélagi að skandinavískri fyrirmynd, sem nú sé orðið til undir merkjum Leigufélags Íslands ehf. Félagið hafi nú þegar til útleigu áður nefndar 350 íbúðir í eigu sjóða á vegum GAMMA. Sárafáar íbúðir hafi nú þegar verið seldar út úr eignasafni félagsins en flestar íbúð - anna séu nú í útleigu. Þá eigi sjóðurinn Novus, sem er á vegum GAMMA, lóðir fyrir 850 íbúðir víðs vegar um í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þar sé stefnt á uppbyggingu smárra og meðalstórra íbúða." - - > Takið eftir áformum að reisa 850 íbúðir! Ekki misskilja það, að ég sé á móti þessu félagi, Ísland hefur einmitt lengi skort öflugt fasteignafélag af þessu tagi. En spurningin er um heildardæmið, með öðrum orðum - viðskiptajöfnuðinn.
- Svo eru stórfelld kosningaloforð Samfylkingar, um byggingu 2.500 - 3.000 búseturéttaríbúða á næstu árum, væntanlega "allt innan kjörtímabils borgarstjórnar": Vilja byggja 2.500 til 3.000 íbúðir. Ég heyrði nýlega viðtal við Dag, þ.s. hann vildi meina að þetta verkefni mundi "vinna gegn bólum" frekar en vera líklegt að mynda slíka - - en þá er hann að tala um "verðbólu" og út af fyrir sig er það rétt, að svo mikil uppbygging getur haldið niðri verðhækkunum. En þ.e. einungis lítill vinkill í þeirri heildarmynd sem þarf að skoða, þegar metin eru bóluáhrif.
- Svo er þessi "dæmalausa launahækkun til kennara upp á allt að 29%" - Launahækkun upp á 29 % | RÚV - Plús í kladdann - Samtök atvinnulífsins. Þó svo að samn. feli í sér margvíslegar skilvirkni aukandi breytingar - verður ekki horft framhjá þessari gríðarlegu launahækkun. Þó svo notað sé orðalagið "leiðréttingar" þá er þetta launahækkun.
- ASÍ hefur gefið það út að "næst verði farið fram á réttmætar leiðréttingar launa" - eiginlega bein tilvitnun í umræðuna hjá félögum kennara, þ.s. eingöngu var notað orðalagið, "launaleiðrétting" - Tilraun til langtímasamnings í uppnámi - Nýjar áherslur í kjaraviðræðum ASÍ og SA. Tilvitnun - "Ríkisstjórn og sveitarfélög hafi hins vegar að undanförnu samþykkt veruleg frávik frá þeirri meginlínu sem lá til grundvallar kjarasamningunum sem gerðir voru í desember 2013 og febrúar 2014." - Aðildarsamtök ASÍ geta ekki við það unað að launafólki sé mismunað með þessum hætti. Það getur ekki verið þannig að almennt launafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleika og lágri verðbólgu á meðan aðrir sæki sér meiri kaupmáttarauka með meiri launahækkunum. Það verða allir að axla ábyrgð, - Félagsmenn ASÍ vildu gera slíka tilraun. Því miður vantaði framtíðarsýn stjórnvalda og samstöðu á vinnumarkaði svo leiðin væri fær. Þess vegna hljóta aðildarsamtök ASÍ að fara inn í viðræður um næsta kjarasamning á þeim grundvelli að krefjast réttmætra leiðréttinga á kjörum sinna félagsmanna til jafns við aðra, - - Þá vitum við að ASÍ mun næsta haust krefjast launahækkana í 2-ja stafa tölum, eins og kennarar fengu.
- Það vakti athygli mína að um daginn, var rætt við Sigmund Davíð forsætisráðherra, um hættu á þenslu - og hann tók undir að einhver slík hætta geti verið til staðar. Sagði til skoðunar að "draga úr opinberum framkvæmdum."
- Aðspurður sagði hann áform um skattalækkanir í samræmi við kosningaloforð Sjálfstæðisflokks, enn vera í býgerð.
- Síðan má ekki í heildarmyndinni að ofan - gleyma leiðréttingu lána sem ríkisstjórnin er með í framkvæmd, sem mun koma inn á sama tíma og allt ofangreint.
Ég óttast með öðrum orðum - klassíska neyslusprengingu, þegar allar þessar launahækkanir koma inn. sannarlega verðbólga líka óhjákvæmileg, þ.e. 2015 og 2016. Þegar launahækkanabylgjan gengur í gegn. Það þíðir óhjákvæmilega mikla aukningu gjaldeyrisneyslu.
Svo má ekki gleyma allri húsnæðisuppbyggingunni samtímis - - en allt til húsnæðis er innflutt nema sandurinn í steypuna. Af því leiðir að bygging húsnæðis eykur mjög "gjaldeyrisneyslu" þjóðarbúsins.
Leiðrétting lána ofan í þetta, er síðan eins og rjóminn ofan á.
- Ég er ákaflega hræddur um, að það dugi hvergi nærri til - - að draga úr opinberum framkvæmdum.
Sjá hér spá Hagstofu Íslands: Hagtíðindi.
Hagstofan hefur því miður oft vanmetið ofangreinda þætti.
Niðurstaða
Ég óttast með öðrum orðum að Ísland sé á siglingu í átt til stórrar gengisfellingar. Einfaldlega vegna þess að landið ráði ekki við þá gríðarlegu gjaldeyrisneysluaukningu sem sé í farvatninu.
Á móti má nefna að 2-erlendar fjárfestingar koma inn á nk. 2-árum. Síðan var aukning um 30% í ferðamennsku þ.s. af er ári, jafnvel miðað við svakalegt ár í fyrra.
Á hinn bóginn, þegar launahækkanabylgjan kemur inn - - þá reikna ég með að það sama gerist eins og alltaf áður. Að Ísland verði dýrara land.
Aukning í ferðamennsku hefur verið svo mikil meðan að Ísland hefur enn verið tiltölulega hagstætt, miðað við árin 2004-2007. En miklar verðhækkanir virðast mér óhjákvæmilegar, þegar "launahækkana" sprenging sú sem virðist í farvatninu - kemur fram. Þá ætti að hægja verulega á aukningu ferðamennsku.
Fjármagns innspýtingin vegna fjárfestinganna 2-ja verður komin inn, fyrir kosningar 2016. Á sama tíma, og innlendar kostnaðarhækkanir - - eru líklega farnar að slá verulega á aukningu í ferðamennsku.
- En neyslubólan- og fjárfestingabólan í byggingum er þá sennilega að komast almennilega á flug.
Ríkisstjórnin væri afar óheppin, ef gjaldeyrisvandræði - hefjast áður en kjörtímabilinu er lokið. En rétt er að muna að ríkissjóður er enn með töluvert þunga greiðslubyrði í gjaldeyri, a.m.k. fram yfir 2018.
Það gæti einnig lafað rétt svo fram yfir kosningar.
Hvað segja þeir sem lesa þetta? Eruð þið sammála því að stefni hugsanlega í ljósi reynslunnar í stóra gengisfellingu? Öðru hvoru megin við nk. þingkosningar?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2014 | 22:34
Áhrif dóms Evrópudómstólsins er heimilar einstaklingum að aftengja upplýsingar um sig á leitarvél Google virðast vera að koma í ljós
BBC vakti athygli á tilkynningu sem félagið fékk frá Google nýverið, um það að tiltekin grein mundi ekki lengur koma fram í leitarniðurstöðum. Robert Preston hjá BBC fjallaði um málið:
Why has Google cast me into oblivion?
En hann er blaðamaðurinn er skrifaði þá grein á sínum tíma.
"Now in my blog, only one individual is named. He is Stan O'Neal, the former boss of the investment bank Merrill Lynch. My column describes how O'Neal was forced out of Merrill after the investment bank suffered colossal losses on reckless investments it had made. Is the data in it "inadequate, irrelevant or no longer relevant"? Hmmm."
Það sem hann vísar til - - er dóms Evrópudómstólsins. Sem heimilar - "...individuals had the right to request the removal of search results linking to inadequate, irrelevant or no longer relevant personal data even if the information had been published legally."
- Spurningin er náttúrulega - - hvað gerir einkafyrirtæki í þessu tilviki Google þegar það stendur frammi fyrir slíkri dómsniðurstöðu?
Einn dómarinn spurður af fréttamanni sagði:
The ruling does not elevate the right to be forgotten to a super right trumping other fundamental rights, such as the freedom of expression or the freedom of the media,
- En hvernig á fyrirtæki að fara að því að feta það einstigi - - hvaða efni telst "mikilvægt" og hvað telst "ekki vera mikilvægt"?
- Ég held að það hljóti að blasa við, að það sé ekki endilega "hagur einkafyrirtækis" að túlka dómsniðurstöðuna, að almanna hag.
- Heldur með þeim hætti, er fellur frekar að eigin hag.
Líklegur fókus sé þá sennilega á - - lágmörkun eigin áhættu fyrirtækisins.
- En ef það mundi leitast við að túlka dómsniðurstöðuna þröngt, er ekki ósennilegt að það mundi lenda í málaferlum.
- Líkur á málaferlum virðast augljóst verulega miklu minni, ef Google túlkar dómsniðurstöðuna vítt.
Þannig að það virðist mér fremur klárt, að Google muni fremur auðveldlega láta undan kröfum einstaklinga, um að "afnema" tengingar milli þeirra nafna og greina eða umfjallana sem finna má á netinu.
Vandinn við þetta er ekki síst, að ekki er verið að takmarka aðgang að ólöglegu efni, heldur efni sem oftast nær hefur verið löglega birt og er til staðar með löglegum hætti á netinu, og mun áfram vera til staðar.
Á hinn bóginn, þegar haft er í huga óskapleg stærð netsins, gríðarlegur fjöldi netsíðna, en ekki síst heldur - sá fjöldi netsíðna er hætt hafa starfsemi eða virkni, en eru enn finnanlegar með leitarvélum í gagnageymslum.
Þá ætti það að blasa við, að það geti verið torvelt að leita að tilteknum gögnum á netinu, ef þeirra er ekki lengur unnt að leita - með leitarvél.
Þannig að ef mikið verður af því, að einstaklingar fá því framgengt, að tengingar milli nafna þeirra og upplýsinga sem finnanlegar eru á netinu, verði afnumdar úr Google.
Þá leiði það til þess - - að mikið magn af göngum verði í reynd - tínd. Jafnvel þó þau séu enn til einhvers staðar í gagnageymslu sem varðveitir vefsíður sem ekki eru lengur virkar, eða að síðan heitir ekki lengur það sama en hefur enn í varðveislu þær upplýsingar sem leitað er.
Höfum í huga að Google er ótrúlega gagnleg fyrir marga:
- T.d. er hægt að kanna fortíð þess sem vill leigja íbúðina þína.
- Eða kaupa bílinn þinn.
- Eða eiga við þig viðskipti.
Þannig er mögulegt að forðast svik og pretti, eða vafasama karaktera.
En maður þarf að velta fyrir sér - hverjir eru líklegastir til að vilja afnema tengingar við upplýsingar um sjálfa sig? Eru það ekki einmitt karakterar, sem almenningur þarf eiginlega á að halda, að unnt sé að halda undir smásjá?
Ég sá athugasemd um málið, aðili sem er á öðru máli:
"On Google News today I read several screaming headlines about a private individual who has mental health problems and has only come to the public notice because she acted bravely during an unpleasant murder last year. I, and millions of others, would not have known about this private individual's personal problems - which are nothing to do with anyone other than her family and community and should not really be a "news" item - if it wasn't for Google. This person should be left alone and have the opportunity to deal with her own problems in private, not have them splattered all over the internet thanks to Google (and the British tabloids who push these kinds of stories to move their Google ratings up)."
Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því, að einstaklingar með geðtruflanir ættu að hafa sérstaka vernd - að auki má bæta við, einstaklingum með andlega fötlun.
Á hinn bóginn, eins og dómurinn er orðaður, þá kastar hann út of víðu neti - en ef það hefði verið sérstakt markmið að vernda slíka einstaklinga.
Hefði það verið mögulegt með mun "þrengra orðalagi" er hefði heimilað þessum tilteknu hópum að fá tengingar um sig - afnumdar.
Með öðrum orðum, án þess - - að eins og nú er, þá muni glæpamenn - spilltir pólitíkusar - fjárglæframenn og aðrir vafasamir karakterar án efs; leggja áherslu á að "af-googla sig."
Orðalag dómsniðurstöðunnar heimili of víða túlkun.
Af því leiði að neikvæð áhrif á almannahag, verði sennilega töluverð.
Niðurstaða
Mér finnst að dómurinn hafi í dómsniðurstöðu ákveðið, að bæta hag einstaklinga - en á sama tíma fórnað á móti almannahag. Það er í mörgu vaxandi togstreita milli einstaklingshagsmuna og almannahagsmuna.
T.d. er gott dæmi, hvernig ESB hefur farið með Evrópureglur er lúta að innistæðutryggingum. Sjálfsagt vita einhverjir að lágmarkstrygging er ekki lengur rúmar 20þ. heldur 100þ.. Að auki hefur orðalagi reglugerðar verið breytt svo það fari ekki milli mála að ríki eru ábyrg fyrir greiðslum. Ekki síst, það þarf að greiða kröfur hraðar, en áður var krafa um.
Fljótt á litið virðist þetta með lofsamlegum hætti styrkja hag einstaklinga. Á hinn bóginn er ég hræddur um, að með því að 4-falda upphæðina sem þarf að ábyrgjast. Og taka af allan vafa um ábyrgð ríkja. Hafi ESB með því "tryggt að það verði ríkisþrot" næst þegar verða meiriháttar bankagjaldþrot.
Þá er spurning náttúrulega á móti, hver er hagur almennings - sem á að standa undir slíkum kröfum? Og gæti séð sinn ríkissjóð verða gjaldþrota - séð fram á hrun almannaþjónustu o.s.frv.?
Spurning hvort að dómur Evrópudómstólsins sé ef til vill vísbending um það, að róttækar hugmyndir um einstaklingshyggju, njóti stuðnings á hæstu stöðum innan ESB.
Kv.
27.6.2014 | 23:16
Stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar þjóða ættu að fagna ákvörðun Úkraínu, Georgíu og Moldavíu
Í seinni tíð hefur verið sérkennileg togstreita í gangi um þjóðir sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum milli Evrópusambandsins og Rússlands. Pútín hefur á sama tíma verið að leitast við að byggja upp - sitt eigið tollabandalag undir stjórn Rússlands. En hefur orðið lítt ágengt þ.e. einungis fengið 2-meðlimaríki. Af öllum þeim fyrrum Sovétlýðveldum er fengu sjálfstæði við hrun "USSR" hefur hann einungis fengið 2 til að undirrita sáttmála við Moskvu.
- Til þess að fá Lukashenko í Hvíta Rússlandi til að undirrita, þurfti Kreml að beita hann miklum þrýstingi.
- Armenía var einnig beitt þrístingi og hótunum.
Þetta er nefnilega áhugavert ástand - - að hingað til hefur ekki eitt einasta fyrrum Sovétlýðveldi, eða fyrrum aðildarland A-blokkarinnar; af fyrra bragði óskað eftir slíkum nánum viðskiptatengslum við Rússland.
Einungis 2-hafa fengist til þess, vegna þess að þau höfðu ekki aðra valkosti, voru beitt þrýstingi og hótunum, með öðrum orðum, þetta var ekki frjálst val hjá þeim.
Á sama tíma, hafa nú öll fyrrum aðildarríki A-blokkarinnar, er ekki voru Sovétlýðveldi - - gengið í ESB. Öll sömu ríki hafa einnig gengið í NATO.
Ath. - í öllum tilvikum, fóru þau lönd fram á aðild að NATO - og sífellt nánari viðskiptatengsl við ESB og síðan fulla aðild.
Ukraine Signs Trade Agreement With European Union
Þetta er ekki áróður - - heldur ískaldar staðreyndir
Það er áhugavert að veita athygli áróðri rússneskra fjölmiðla - og Rússlandsvina, sem bera blak af Rússum og styðja þeirra sjónarmið. En þetta umtal, að NATO hafi verið að marsera upp að landamærum Rússlands, er afskaplega villandi - - en í öllum tilvikum:
- Óskuðu nýju NATO löndin eftir aðild.
- Ekkert þeirra fékk aðild, fyrr en þau höfðu tekið upp fullt lýðræðisfyrirkomulag.
- Að auki, hefur ekki verið sett upp nein herstöð í nýju aðildarlandi, sem sú þjóð óskaði ekki eftir.
Ég að sjálfsögðu blæs á þá mótbáru að NATO hafi lofað Rússum, að NATO yrði ekki stækkað í A-átt. En það sýni eiginlega einmitt í hnotskurn hroka Rússa og virðingarleysi þeirra gagnvart vilja annarra þjóða, þ.e. þeir vildu með öðrum orðum "takmarka sjálfákvörðunarrétt" fyrrum A-tjalda þjóða.
Rússar þurfa eiginlega frekar að beina þeirri spurningu að sjálfum sér - - af hverju vildu allar þessar þjóðir ganga í NATO, og það við fyrsta tækifæri sem þær þjóðir fengu?
Af hverju síðan, eru nýju NATO löndin, einna bestu stuðningsmenn Bandar. innan NATO? Og einna helstu gagnrýnendur Rússa meðal NATO meðlima?
--------------------------------
- Skv. prinsippinu um sjálfsákvörðunarrétt þjóða er það algerlega klárt.
- Að Rússum einfaldlega kemur ekki við, hvort þjóð A eða B, vill ganga í NATO eða ekki.
Sama prinsipp að sjálfsögðu gildir um hugsanlega viðskiptasamninga við ESB.
Um það hvort þær sömu þjóðir dreymir um hugsanlega ESB aðild síðar meir.
Rússar þurfa einnig að spyrja sig fleiri spurninga
T.d. - af hverju fá þeir enga þjóð sem áður var hluti af "USSR" til að undirrita samninga við Moskvu um tollabandalag - - af fúsum og frjálsum vilja?
Þegar Rússar sneru upp á handlegginn á Viktor Yanukovych, er hann var við það að ljúka samningum við ESB um fríverslun, sami samningurinn og Poroshenko var að undirrita.
Þá gengu þeir afskaplega langt, það voru mjög harðar viðskiptaþvinganir, settir á tímabundnir refsitollar - beitt heilbrigðiseftirliti Rússlands sem stöðvaði innflutning á einstökum vörum vegna heilbrigðisástæðna, beitt að auki hótunum vegna gaskaupa og gasverðs, ekki síst hótað að gjaldfella skuldir Úkraínu við Rússland.
Þetta er þ.s. margir á Vesturlöndum tóku ekki fullt tillit til, er Viktor Yanukovych var gagnrýndur, að hann tók ekki þá ákvörðun - - sem fullkomlega frjáls maður. Heldur undir afarkostum Pútíns, að hætta við þá samninga á 11-stundu.
Eins og þekkt er, reis þá upp fjölmenn mótmælahreyfing - - og fyrir rest var stjórn hans steypt, hann flúði í útlegð. Og nú hefur sami samningurinn verið undirritaður - - Pútín sennilega finnst hann upplifa "Groundhog Day."
- Það ætti hverjum og einum að vera ljóst, sem er ekki illa haldinn skorti á sjálfsgagnrýni.
- Að ef enginn vill vinna með þér, nema að þú þvingir viðkomandi.
- Þá er líklega e-h að þinni framkomu.
Staðinn fyrir að skilja, að það eru þeir sjálfir, sem eru að hrekja þessar þjóðir frá sér - - þá er dreift einhverri samsærisdellu í fjölmiðlum, þ.s. allt er skýrt með að sjálfsögðu "Vestrænu samsæri."
Þessar þjóðir eru sem sagt, ekki að taka "frjálsa ákvörðun" heldur hafi vestrænir fjölmiðlar matað lýðinn á lygum um Rússland og þá framtíð sem þær þjóðir eiga framundan, í samstarfi við Vestrænar þjóðir.
Þeim sé síðan stjórnað, af keyptum aftaníossum Vesturvelda.
Vandamál Rússa er einmitt framkoma þeirra gagnvart öðrum þjóðum
Rússar eiga orð um fyrrum Sovétlýðveldi, sem hefur verið þítt á ensku sem "near abroad." Sem þíða má á íslensku sem "bakgarð Rússlands."
Þá skilst samhengið, því að Rússar hafa litið á þetta svæði, akkúrat sömu augum og Bandaríkin áður litu Mið-Ameríku.
Að sjálfsögðu leiddi það til þess að Bandar. voru ekki sérlega vinsæl í Mið-Ameríku meðal íbúanna þar, og sama að sjálfsögðu gildir um fyrrum Sovétríkin.
Að reynsla þeirra sem þar bjuggu af því að lifa með Rússlandi, hroka Rússa gagnvart þeim þjóðum, sem sé sá sami og Kanar áður buðu Mið-Ameríkuríkjum. Er einmitt þ.s. hefur leitt fram þá niðurstöðu er ég bendi á að ofan.
Sem er þá, að flestar þessara þjóða, leita logandi ljósi að einhverjum öðrum en Rússum, til að eiga viðskipti við. Og til að tryggja öryggi sitt.
- Framkoma Pútíns gagnvart Úkraínu - - þíðir að sjálfsögðu að Úkraínumenn verða hér eftir, fremur óvinveittir Rússum. Þ.e. eigin uppskera Pútíns.
- Moldavíumenn hafa að sjálfsögðu veitt þessu athygli, þeir sjálfir urðu fyrir nokkrum árum fyrir sumu leiti sambærilegri framkomu, er Rússar bjuggu til "Trans Dnéstríu" á landamærum ´Moldavíu og Úkraínu. Með stuðningi rússn. hersveita frá herstöð á því svæði. Að sjálfsögðu hefur enginn samþykkt sjálfstæði þeirrar landræmu. Þar er nokkur iðnaður, meðan að nær enginn er í Moldavíu sem er talið fátækasta land Evrópu. Þrátt fyrir þrýsting og hótanir - - já einmitt eina ferðina enn beita Rússar hótunum, ákveða Moldavíumenn að hefja náin viðskipti við Evrópu.
Niðurstaða
Ég hef að sjálfsögðu ekki verið þekktur sem aðdáandi ESB nr. 1.
Á hinn bóginn er ég mjög ákveðið stuðningsmaður "sjálfsákvörðunarréttar þjóða."
Það var einmitt á grundvelli þess réttar, að Ísland og Íslendingar tóku afdrifaríka ákvörðun 1944, um fullt sjálfstæði. Þá voru raddir þess efnis, að það væri dónaskapur af okkar hálfu, að taka slíka ákvörðun einhliða meðan Danir væri hersetnir.
- Þeir sem styðja - - rétt stórþjóðanna til að ráða yfir þeim smærri. Þeir eru gjarnan mjög uppteknir af einmitt hagsmunum stærri þjóðarinnar, hennar tilfinningum og hagsmunum.
En ég segi á móti, að annaðhvort styðja menn það prinsipp að hver þjóð skuli ráða sér sjálf, eða ekki.
Ef niðurstaðan er sú, að hver þjóð skuli sjálf ákveða sína framtíð. Þá auðvitað þíðir það, að það er réttur hverrar þjóðar að taka ákvörðun hverja þá sem sú þjóð vill um sína framtíð. Og komi þá engri 3-þjóð eða fyrrum herraþjóð þeirrar þjóðar það nokkuð við hvað sú þjóð ákveði að gera.
Það er mitt svar við mótmælum Rússa - gagnvart meintri útþenslustefnu NATO. Og mótmælum þeirra gagnvart frjálsum ákvörðunum fyrrum aðildarríkja "USSR" að ganga Vesturlöndum á hönd.
En ég hef að sjálfsögðu ekkert við það að athuga - - ef þjóðir fullkomlega sjálfviljugar ákveða að semja um fríverslun við ESB, og tel að mótmæli Rússa séu einmitt dæmi um þeirra hroka gagnvart smærri og veikari þjóðum.
Sama gildir að sjálfsögðu um hugsanlega NATO aðild. Og aðild að ESB - - að Rússum komi þetta ekkert við.
Ef fyrrum Sovétlýðveldi virkilega vill stefna í slíkar áttir - - er það mál þeirrar þjóðar, og hennar réttur.
Það komi ekki neitt við afstöðu minni til ESB aðildar Íslands, hvort að ég styð rétt þjóða til að nýta sinn sjálfsákvörðunarrétt.
Kv.
18.6.2014 | 16:06
Fall risastórrar olíuhreinsunarstöðvar í hendur ISIS liða, virðist geta leitt til stórgróða fyrir samtökin
Það vekur sjálfsagt nokkra athygli að þó að bærinn Baiji hafi fallið í sl. viku. Að þá sé olíuhreinsunarstöðin nærri honum fyrst að falla á miðvikudag. Það stafi af því að stjórnarherinn hafi lagt mikla áherslu á að halda olíuhreinsunarstöðinni, vegna efnahagslegs mikilvægis hennar. Síðan hafi verið beitt þeirri hótun, að sprengja stöðina í loft upp - ef ráðist væri á hana. Hafi hún verið umkringd í tæpa viku, eftir að Baiji féll. Starfsmenn hafi verið fluttir á brott af þyrlum fyrir helgi. Einungis hermenn með alvæpni orðið eftir.
Skv. fréttum, er þetta bersýnilega ákaflega stór stöð:
Extremists Said to Take Control of Iraqs Biggest Oil Refinery
Islamists fight for control of main oil refinery in north Iraq
"Baiji oil refinery produces about 170.000 barrels a day of gasoline and other oil products, and supplies northern Iraq and Baghdad." - "Adnan al-Janabi, head of the oil and gas committee in Iraqs parliament, told reporters at a conference in London that with Baiji closed, Iraq will have to import more than 300,000 b/d of oil products about half its needs."
Þessi mynd frá NyTimes kvá sýna einmitt stöðina við Baiji
Samkvæmt þessu, er það svakalegt "kúp" hjá ISIS - ef þ.e. rétt að þeir hafa nú stöðina á sínu valdi.
Það er ekki bara tekjutjónið fyrir stjórnvöld í Bagdad - heldur ekki síður að þær tekjur renna þá héðan í frá til ISIS.
Það kom fram í fréttum sl. viku, að þegar ISIS tók Ninawa hérað að mestu í sl. viku, þá hafi þeir í leiðinni - - tekið olíusvæði í því héraði.
En einnig kom fram, að þeir brunnar hafa ekki starfað síðan fyrir innrás Bandar. 2003, en tæknilega er vel mögulegt að ræsa framleiðslu að nýju - - og nú með falli Baiji hreinsunarstöðvarinnar, hafa ISIS liðar yfrið næga hreinsunargetu til að framleiða "fullunnar olíuvörur."
En þá færðu miklu meiri tekjur - - en ef seld er óhreinsuð hráolía.
- Ég er að segja, að með þessu sé ISIS virkilega að skjóta grundvelli undir það ríki, sem ISIS segist ætla að stofna - innan Íraks og hluta af Sýrlandi.
ISIS - Terror incorporated?
Það er komin út áhugaverð skýrsla um ISIS samtökin þ.s. sérfræðingar gera tilraun til að greina þær upplýsingar sem - tja, ISIS gefur út.
Það áhugaverða virðist vera, að ISIS gefi reglulega út "árangursgreiningar." Svona eins og fyrirtæki, sé öðru hvoru að tjá niðurstöður af árangursmati, t.d. í ársfjórðungaskýrslum.
Nema að þ.s. ISIS sé að mæla, séu hlutir sem fái "kalt vatn renna niður um bak."
ISIS Annual Reports Reveal a Metrics-Driven Military Command
Financial Times vakti athygli á þessu, og þeir birta nokkra punkta úr skýrslunni.
"In 2013 alone, the groups report claimed nearly 10.000 operations in Iraq: 1.000 assassinations, 4.000 improvised explosive devices planted and hundreds of radical prisoners freed. In the same year it claimed hundreds of apostates had been turned." - "Isis was already extorting taxes from businesses in Mosul before its takeover, netting perhaps as much as $8m a month."
Það sem þetta virðist sýna - eru "ákaflega vel skipulögð samtök" sem full ástæða er að taka ákaflega alvarlega.
Það sé full ástæða að ætla, að ISIS ætli sér nákvæmlega þ.s. þau samtök lísa yfir - þ.e. að stofna Súnní íslamískt ríki, í N-Írak og S-hl. Sýrlands.
- Þessar reglulegu skýrslur ISIS eru þó áhugaverðar, en greinendur halda að þeim sé beint að þeim sem fjármagna ISIS. Séu virkilega þ.s. þær skýrslur virðast vera "Progress reports."
- Sýni fjármögnurunum fram á, hvað þeir séu að kaupa.
Niðurstaða
Ég geri ráð fyrir að eftir töku meiriháttar olíuhreinsistöðvar, muni ISIS ganga rösklega í það verk. Að starta að nýju olíubrunnunum á olíusvæðum í N-Írak. En síðari ár, hefur olía eingöngu verið dælt upp í S-Írak. Á láglendinu nærri Persaflóa.
Það hefur auðvitað þau hugsanlegu áhrif -ábending til þeirra sem óttast olíukreppu- að framboð af olíu ætti að aukast, fremur en hitt. En samtökin vilja að sjálfsögðu fá tekjurnar af þeirri olíu.
Að sjálfsögðu þegar þær tekjur fara að skila sér, þá mun staða samtakanna styrkjast enn meir, þannig að ef ekki hefur tekist að hrekja ISIS frá N-Írak í millitíðinni, líklega muni það ekki gerast eftir það.
-----------------------------
Varðandi önnur átök, virðast enn standa átök um borgina Baqubah. ISIS virðist hafa tekið hluta af henni. En ekki alla. Þar virðist hafa verið framið "hryðjuverk" af öryggissveitum ríkisstjórnarinnar. Er nokkur fjöldi handtekinna manna voru drepnir, sem grunaðir voru um tengsl við ISIS. En þeir virðast hafa verið vegnir af lögreglunni, á aðallögreglustöð borgarinnar. Þegar óttast var að stöðin mundi falla þá og þegar. En síðan hafi ISIS hörfað nokkuð undan gagnárás. Stjórnarherinn haldi enn borginni a.m.k. að verulegu leiti. Baqubah sé í um 60km. fjarlægð frá Bagdad. Lögð virðist áhersla á, að halda ISIS í einhverri fjarlægð frá höfuðborginni.
Engin eiginleg gagnsókn í gangi, en barist af hörku í nálægum byggðalögum.
Kv.
15.6.2014 | 01:17
ISIS samtökin virðast hafa stöðvað sókn átt til Bagdad, a.m.k. í bili
Það eru deildar meiningar um það hvað akkúrat gerðist á laugardag. En Íranar gáfu það út, að þeir hefðu gert gagnárás á sóknarvæng ISIS. Og hrakið liðsmenn þeirra samtaka nokkurn spöl lengra frá Bagdad, náð til baka nokkrum bægjum í grenn við höfuðborg Íraks. Nokkrir heimsfjölmiðlar gáfu út frétt, á grundvelli þeirrar skýringar - íranskra yfirvalda.
Á hinn bóginn "finnst mér mest trúverðug" túlkun NyTimes:
Iraq Rebels Stall North of Baghdad as Residents Brace for a Siege
En þ.e. ekki endilega ótrúverðugt að stjórnvöld í Íran - haldi fram einhverum sigri á þessum punkti. Jafnvel þó það sé gegn raunveruleika rásar atburða. Þ.s. stjórnvöld í Bagdad eftir áföll vikunnar, eiga sjálfsagt í einhverjum erfiðleikum með það, að hughreysta eigið fólk - einnig til að stappa stáli í eigin liðsmenn. Að ISIS samtökin séu langt í frá "ósigranleg."
- En skv. upplýsingum NyTimes, sé ekkert sem þeirra fréttamenn á staðnum hafi getað fundið, sem bendi til þess að slík gagnárás raunverulega hafi átt sér stað.
- Líklegra sé að ISIS hafi einfaldlega, stöðvað frekari framrás liðssveita sinna - enda sé þeim örugglega kunnugt um þá söfnun liðs af hálfu stjórnvalda Íraks sem sé í gangi, til varnar höfuðborginni.
Það sé rökrétt við slíkar aðstæður, þegar þeir standa frammi fyrir fjölmenni til varnar, út frá hernaðartaktík, að stöðva þá frekari framrás - - þangað til að samtökin hafa náð að safna fjölmennara liði til árásar, þar sem fjölmenni er til varnar.
Fréttaskýring íranskra stjórnvalda sé þá smávegis "propaganda" til að stappa stáli í eigið fólk, efla baráttuanda sinna liðsmanna, fyrir þau átök sem eru framundan - - þannig séð því "réttlætanleg lygi."
Sjá aðrar fréttir:
Iraq slows rebel advance, U.S. sends carrier to Gulf
Iraqi Military Makes Gains North of Baghdad in Conflict With ISIS
Iraqi government counter offensive halts Sunni insurgents
Getur einhver nefnt gilda ástæðu þess - - að Írak skuli ekki skiptast í sundur í 3 ríki?
Bendi fólki á að Sýrland og Írak voru búin til eftir samkomulag milli nýlenduveldanna, Bretlands og Frakklands, um "skiptingu Mið-austurlanda" þeirra á milli.
Landamæri ákveðin, algerlega án nokkurs tillits til íbúa eða skiptingar íbúa.
Sennilega er stærsta óréttlætið, að fjölmenn þjóð þ.e. Kúrdar - fengu ekki sitt ríki. Heldur var svæðum þeirra skipt milli þriggja landa.
- Það áhugaverða er, að aðstæður í Sýrlandi og Írak, gefa tækifæri til að enda það tiltekna óréttlæti, að Kúrdar hafa ekki sitt eigið þjóðríki.
- Þ.s. svæði Kúrda í báðum löndum, eru "de facto" með fullt sjálfforræði - eina sem vantar er yfirlýsing um sjálfstæði, rökrétt að Kúrdasvæðin í báðum löndum "sameinist."
- Myndi sjálfstætt Kúrdistan.
Síðan hefur það atvikast í Sýrlandi, að tiltölulega fámennur hópur, "Alavítar" - einoka stjórn landsins. Og viðhafa ógnarstjórn - til að halda meirihlutanum niðri. En "Alavítar" eru innan við 5% íbúa landsins.
Slíkt fyrirkomulag, getur ekki skoðast sem "réttlátt." Ekki furðulegt að meirihlutinn, hafi á endanum risið upp, gegn ógnarstjórn minnihlutans.
Innan Íraks, hefur stjórn einokuð af meirihluta Shíta ráðið landinu, eftir að minnihluti Súnníta tapaði völdum, er ógnarstjórn Saddam Hussain, var steypt í kjölfar innrásar Bandaríkjahers - - rás atburða sl. viku virðist sterkt benda til þess. Að fjöldi súnníta hafi fagnað yfirtöku "ISIS" á þeirra svæðum, en "ISIS" eru súnnísk öfgatrúarhreyfing. Að auki bendir margt til þess, að fjöldi fyrrum hermanna, líklega súnnítar, hafi gengið í lið með hersveitum "ISIS." Að auki, hafa fréttir borist af því, að fyrrum liðsmaður Bath flokks Saddam Hussain, hafi verið skipaður "governor" Ninawa héraðs, sem "ISIS" hertók á þriðjudag. Með öðrum orðum, er vísbending þess - - að súnníta hluti íbúa Íraks, hafi ákveðið að samþykkja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum. Sem ef út í þ.e. farið - er þeirra réttur.
- Punkturinn er, að flest bendi til þess að hóparnir þ.e. Kúrdar, shítar og súnní Arabar - - vilji lifa "sitt í hvoru lagi."
- Og er þá eitthvað, virkilega er það eitthvað, sem er athugavert við það - að það verði niðurstaðan?
- Mér virðist einfaldlega að það mundi vera - réttlát útkoma.
Þá myndast 3-þjóðríki, tvö þeirra þá "overlappa" landamæri Íraks og Sýrlands, þ.e. ná yfir svæði beggja megin landamæranna, þ.e. ríki Kúrda annars vegar og hins vegar hið nýja trúarríki Súnníta.
Niðurstaða
Það virðist hætta á töluverðu blóðbaði á næstunni, ef ISIS lætur verða af atlögu gegn Bagdad. En segjum svo, að ekki verði af þeirri atlögu. Að fylkingar sættist á "vopnahlé." Og núverandi yfirráðasvæði - verði ný landamæri.
Þá erum við að tala um 3-ríki öll með hreint ágætan tilverugrundvöll.
Þ.e. öll 3-ráða þá yfir olíusvæðum. Og munu því geta haft tekjur af olíusölu.
- Ríki Alavíta minnkar þá verulega, verður þá sennilega eingöngu svæði við ströndina og síðan kringum höfuðborgina og næsta nágrenni, og landamærin við Líbanon - sem Alavítar haldi með aðstoð Hesbollah, flokks herskárra líbanskra shíta.
Ég hef heyrt nokkuð af skrítnum samsæriskenningum, þess efnis - að baki þessu standi eitthvert samsæri Bandar. jafnvel Ísraels einnig. En það tel ég ákaflega hæpið.
Líklegast sé málið akkúrat eins og það virðist - þ.e. íbúarnir vilji ekki lengur lifa saman.
Lái þeim það hver sem vill.
En réttlætið hlýtur að vera það, að vilji þeirra til þess að lifa í sitt hvoru lagi nái fram að ganga.
Eða, hvaða ástæðu getur einhver nefnt til þess, að það sé yfirmáta nauðsynlegt að hindra þann vilja í því að ná fram?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.6.2014 | 00:32
Aðstoðarmaður forseta Úkraínu tjáir ótta úkraínskra stjórnvalda varðandi markmið Pútíns
Sá þetta í áhugaverðri fréttaskýringu Der Spiegel. Frásögnin er að sjálfsögðu, á ábyrgð þess einstaklings, sem gegnir stöðu aðstoðarmanns nýkjörins forseta Úkraínu. Í máli hans kemur m.a. fram að úkraínsk stjv. áætla fjölda vopnaðra uppreisnarmanna - um 12.000 í Donetsk héraði, og um 5000 í Luhansk héraði. Skv. frásögn hans, séu uppreisnarmenn nú "betur vopnum búnir en stjórnarherinn" og að auki "fjölmennari." Þess vegna séu þeir að vinna jafnt og stöðugt á.
The Fight for Ukraine's East Gets Bloodier
Yuri Lutsenko - "Putin doesn't want the Donbass region. He has other goals. First, he wants to sow anarchy in the region because it is extremely important for our economy and without it, the Ukrainians will never get back on their feet," - And secondly, he wants the separatists to gain so much independence that they will be able to veto any decision coming from Kiev. That would paralyze the state and would mean it was de facto governed from Moscow." - "We have no choice. If we abandon Donetsk, Putin will soon be in Odessa. He is in the process of establishing a cordon sanitaire around Russia. And Ukraine is now, just as Poland once was, a buffer to Europe. It is not a local war, it is a European war."
- Ég hef einnig séð þá kenningu - að Pútín vilji mynda land-tengingu milli Rússlands og Krímskaga.
Meginspurningin er eiginlega - hvort þ.e. ekki þegar orðið nánast þýðingarlaust fyrir stjórnarherinn, að berjast í Luhansk og Donetsk?
Donetsk virðist nú vera nær algerlega á valdi uppreisnarmanna, meðan að harðir bardagar hafa undanfarið verið milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Luhansk.
Skv. nýlegum fréttum, féllu tvær varðstöðvar við landamærin gagnvart Rússlandi, þannig að stjv. í Kíev, geta nú enn síður - temprað flæði á milli Rússlands og héraðanna í Úkraínu "í uppreisn."
Rebels in Eastern Ukraine Capture Government Posts
Mér virðist það geta haft augljósa kosti - að hörfa frá Luhansk og Donetsk, þó það þíði - sennilega. Varanlegan missi fyrir Úkraínu á þeim tveim héröðum, þ.s. iðnaður er hvað mest þróaður.
Mér skilst að við það tapi Úkraína um 40% af gjaldeyristekjum - - ca. svipað og ef Ísland mundi einn góðan veðurdag, vakna upp við það að miðin í kringum Ísland væru steindauð.
Við það er ríkissjóður Úkraínu augljóslega "gjaldþrota" gagnvart erlendum skuldum.
- Eins og sést á "kortinu að ofan" þá eru Luhansk og Donetsk - - einu héröðin þ.s. rússn.mælandi eru í meirihluta.
- Það er eiginlega punkturinn við það að hörfa þaðan, því að í öðrum héröðum - ætti stjórnarherinn að njóta mun betri stuðnings íbúa. Þ.s. í þeim öllum eru úkraínskumælandi ívið flr.
- Og því eiga töluvert betri möguleika á að halda velli í bardögum, en nú í héröðunum tveim með rússn.mælandi meirihluta - þ.e. úkraínski stjórnarherinn sennilega fær þar lítinn stuðning frá íbúum.
Lutsenko sennilega túlkar ótta úkraínskra þjóðernissinna - þegar hann dregur upp sína "dóminó kenningu."
En á hinn bóginn, ef uppreisnarmenn í Luhansk og Donetsk, mundu ætla að "sækja inn í héröðin fyrir SV-í átt til Odessa.
Þá ætti stjórnarherinn, að geta virkjað íbúameirihlutann - með sér. Til að aðstoða við það verk að verja þau héröð.
Ég er því ekki alveg eins viss að "dómínó kenningin" sé rétt. En ég sé enga ástæðu til að efast um, að Úkraínumennirnir trúa þeirri kenningu.
- Enn eru átökin milli stjórnarhersins, og sveita vopnaðra uppreisnarmanna í Luhansk og Donetsk.
- En í ímyndaðri sviðsmynd, að uppreisnin gerði tilraun til þess að "leita inn í héröð þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir - en þó í minnihluta."
- Þá tel ég að stríðið mundi umhverfast yfir í - - borgarastríð.
Það er alltaf spurning um það - - hve mikla áhættu á átökum menn vilja taka.
Þ.e. ekki endilega öruggt, að Pútín hafi áhuga á að færa átökin yfir á það stig, þ.s. borgarastríð mundi sennilega skapa mikinn flóttamannavanda. Og sá mundi örugglega töluvert bitna á Rússlandi.
- En án Luhansk og Donetsk, er Úkraína mun - - veikara land efnahagslega.
- Svo er rétt að muna, að innan þeirra héraða, er iðnstarfsemi enn þann dag í dag mikið til gíruð á að framleiða fyrir Rússland, t.d. enn eru verksmiðjur þar sem framleiða varning sem er mikilvægur fyrir Rússland. T.d. Antonov risaflutningavélar.
Það er því ástæða að ætla að Rússland vilji fá að nýju - "Donbass" svæðið.
Svo fremi að Pútín geti hindrað að Úkraína gangi í NATO - eða þ.s. eftir er af henni. Þá væri Úkraína veiklað land efnahagslega, gjaldþrota land - - engin ógn fyrir Rússland.
Veik Úkraína getur hentað Rússlandi ágætlega. Hún sannarlega verður efnahagslega mjög veik án sinna mest þróuðu héraða, og kolasvæðanna í "Donbass lægðinni" en kolin eru grundvöllur iðnaðarins þar.
Niðurstaða
Rétt er að muna að Pútín lagði ekki Georgíu undir Rússland, fyrir nokkrum árum. Heldur veikti hann Georgíu, þ.e. lamaði her landsins, og svipti það mikilvægu landsvæði. Í dag stendur Georgía mun veikari á eftir, enn þann dag í dag. Ekki líklegt til að vera ógn við Rússland.
Pútín er þegar búinn að taka Krímskaga af Úkraínu, við það færðust mjög miklar framtíðar auðlyndir yfir til Rússlands, sjá: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu
Ef Luhansk og Donetsk renna inn í Rússland, fær Rússland aftur "kolalögin í Donbass" og að auki "hið mikilvæga iðnaðarsvæði í Donbass" en ekki síst, mun eignast öll hafsbotnsréttindi við Azovshaf.
Kannski er það raunverulega mótívið - - að leggja undir Rússland "auðlyndir." Eins og ég benti á í umfjölluninni minni hlekkjað á að ofan.
Rússland þurfi ekki "land-tengingu" við Krímskaga með því að ná til sín héröðum í S-Úkraínu. Það sé vel mögulegt þess í stað, að reisa langa brú yfir mjótt sund á milli Rússlands og Krímskaga þ.s. bilið er minnst - sjá kort að ofan. Hugmynd sem hefur verið nefnd sem möguleiki.
Með því að láta þau svæði vera, forðist Pútín "það borgarastríð er þá mundi skella á innan Úkraínu með tilheyrandi flóttamannavanda" og sennilega að auki "þau versnandi samskipti við Vesturlönd sem þá yrðu" -- það sé því sennilega ekki þess virði fyrir Pútín. Að gera alvarlega tilraun til að ná S-héröðunum.
Það sé sæmilega trúverðugt, að Pútín vilji Luhansk og Donetsk, og ætli síðan að láta það duga. Eftir standi til muna veikluð Úkraína, með mjög skerta framtíðar möguleika í efnahagsmálum. Líklega með varanlegum hætti mun fátækari en áður - - byrði hvað það varðar á Vesturlöndum.
- Í leiðinni hámarki Pútín sennilega tilkostnaðinn við það fyrir Vesturlönd, að ætla að til framtíðar halda Úkraínu í einhvers konar lágmarks starfhæfu ástandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2014 | 14:27
Stóra fréttin í sveitastjórnarkosningum á landinu, er án vafa - - sigur Framsóknarflokksins í Reykjavík
Að Framsókn sé með 2-borgarfulltrúa er ákaflega sérstæður atburður í sögu flokksins. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir taka því sæti í borgarstjórn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2006 að Framsóknarflokkurinn fær mann inn í borgarstjórn. En ég er ekki búinn að skoða hvort að Framsókn hefur nokkru sinni haft 2 fulltrúa. Það má vera, en er þá lengra síðan en ég get munað persónulega.
- Þ.s. þarf að hafa í huga, er að megnið af fylgissveiflunni til Framsóknar, virðist koma í kjölfar þess að Sveinbjörg hefur upp raust sína, og gagnrýnir áform um mosku hér í Reykjavík.
- Þessi hópur er væntanlega "nýr inn í flokkinn" en í kjölfar þessa sigur, er sá hópur líklega kominn til með að vera. Einmitt það atriði - - varpar upp spurningum.
En ég er nú um nokkurra ára skeið búinn að vera töluvert virkur í þjóðfélagsumræðunni hér á netinu, þ.s. ég hef stundað það að "verja Flokkinn gagnrýni" t.d. þeirri tegund gagnrýni, að flokkurinn sé að þróast yfir í sambærilegan flokk við "FN - Front Nationale" í Frakklandi eða "UKIP - United Kingdom Independence Party."
Ég hef ekki álitið þá gagnrýni sanngjarna, miðað við stefnu flokksins í gegnum árin. Og auðvitað stefnuskrá ásamt öðrum yfirlýstum markmiðum.
- En spurningin er, hvað gerist með flokkinn, eftir að þessi "andstöðuhópur við Mosku" er kominn inn í flokkinn?
- En hann hlýtur að hafa einhver áhrif innan hans, og því á stefnu hans.
Spurning hvort það verði "mission creep" eins og þ.e. kallað á ensku, þá á ég við að "fyrst verði það andstaða við Mosku" - "síðan ef enginn innan flokksins rís upp og mótmælir, eða forystan stappar ekki niður fæti, þá geti flokkurinn orðið að segli fyrir andstöðuhópa innan okkar samfélags við útlendinga almennt, og hugmyndir um andstöðu því, víkkað út?"
En það eru eftir allt saman ekki bara múslimar hér, heldur einnig nokkur hópur frá Asíu, svo má ekki gleyma fjölmennum hópi Pólverja.
- Forysta framsóknar getur verulega mikið "ákveðið" hve stór áhrif á stefnu Framsóknar til framtíðar, þessi óvænti sigur í Reykjavík mun hafa, þ.e. hvort þeim sem eru í andstöðu við mosku og hugsanlega ekki bara mosku, er gefið undir fótinn - - með þeim hætti að "gagnrýni sé hugsanlega kæfð."
- Eða hvort hún gefur hreint út, að þessi úrslit þíði ekki, að flokkurinn styðji afstöðu gegn innflytjendum á Íslandi.
- Væri það ágætt, að Sigmundur Davíð, mundi gefa það hreint út sem fyrst, að hann hafni andstöðu við útlendinga á Íslandi. Í stað þess eins var unnt að lesa út úr orðsendingu frá honum síðast, þ.s. hann nefndi tilvik þ.s. andstæðingar höfðu gagnrýnt flokkinn í fortíðinni með ekki endilega sanngjörnum hætti, sem þegar nefnt var í samhengi við gagnrýni á flokkinn í tengslum við hið óvænta úrspil Sveinbjargar, var a.m.k. unnt að skilja sem tilraun til "þöggunar á gagnrýni einmitt á hið nýja útspil í Reykjavík."
- Ef menn fara í það far - - að öll gagnrýni innan og utan flokksins sé "ósanngjörn," leitast verði við að bæla hana niður, kæfa óánægju innan flokksins sem utan - - þá verða það að sjálfsögðu ákveðin skilaboð ekki bara til flokksmanna heldur til samfélagsins í heild, um það í hvaða átt Framsóknarflokkurinn er ef til vill að leita.
Ég hef hingað til hafnað því, eins og ég sagði, að Framsókn væri sambærilegur við "FN" eða "UKIP" en ég hef augu og eyru, og ef ég sé það gerast að flokkurinn sé að færast einmitt í þá átt.
Þá mun engin tilraun til að kæfa gagnrýni á slíka þróun, lengi villa mönnum sýn.
Ef Framsókn virkilega þróast í þá átt, hættir tiltekin gagnrýni að vera "ósanngjörn" sem þíðir, að þeim mun fjölga sem hlusta á hana - og ef forystan hamlar ekki á móti, gefur engin skilaboð um það að hún vilji ekki slíka þróun; er langt í frá loku fyrir skotið að Framsókn endi einmitt sem slíkur flokkur.
- En ég bendi þá á móti þeim sem horfa á uppgang flokka eins og "FN" og "UKIP" í dag, að það er vegna tiltekinnar þróunar innan Evrópu sbr. mikið atvinnuleysi, óánægja því með þróun mála meðal kjósenda, þeim finnst hefðbundnu flokkarnir ekki vera að standa sig.
- Flokkar sem spila út á andstöðu við útlendinga, eðli málsin skv. eru vanalega ekki stórir, heldur litlir.
Þetta er atriði sem forysta Framsóknar þarf að hafa í huga, að ef hún vill að flokkurinn sé stór - - þá gengur þannig þróun, að Framsókn hugsanlega rói á þau mið, sambærileg við þau mið sem "FN" og "UKIP" hafa verið að róa á; í berhögg við draum forystunnar þess efnis að Framsókn verði stór flokkur í framtíðinni.
- En stór flokkur þarf að hafa víðtæka skírskotun, sem einmitt - - krefst umburðarlyndis.
Þá á ég við, að stefna flokksins sé aðlaðandi - hafi sem víðtækasta skírskotun; en í eðli sínu er stefna sem felur í sér "gagnrýni á einstaka samfélagshópa" fráhrindandi - nema á þá kjósendahópa sem styðja slíka gagnrýni.
Flokkar með "fráhrindandi stefnu" eru því yfirleitt litlir - - nema að óvenjulega aðstæður komi fram, tja eins og þær sem til staðar eru óneitanlega í Evrópu, í hinu mikla atvinnuleysi þar og þeirri óánægju með stjórnmál almennt, sem þar er upp risin.
- Að taka mið af upprisu andstöðuflokka við innflytjendur - - er því villuljós fyrir Framsókn. Ef menn halda annað.
Þessi listi yfir úrslit sást á vef MBL.is: Skv. MBL.is síðast "Uppfært 1.6. kl. 07:11"
Atkvæði | % | Fulltrúar | ||||||
![]() | B - Framsókn | 5.865 | 10,7% | 2 | ||||
![]() | D - Sjálfstæðisflokkur | 14.031 | 25,7% | 4 | ||||
![]() | R - Alþýðufylkingin | 219 | 0,4% | 0 | ||||
![]() | S - Samfylking | 17.426 | 31,9% | 5 | ||||
![]() | T - Dögun | 774 | 1,4% | 0 | ||||
![]() | V - Vinstri græn | 4.553 | 8,3% | 1 | ||||
![]() | Þ - Píratar | 3.238 | 5,9% | 1 | ||||
![]() | Æ - Björt framtíð | 8.539 | 15,6% | 2 | ||||
Á kjörskrá: 90.489 Kjörsókn: 56.896 (62,9%) | Talin atkvæði: 56.896 (100,0%) Auð: 2.024 (3,6%); Ógild: 227 (0,4%) |
Það blasir við að Samfylking og Björt Framtíð, mun annaðhvort slá sér upp með fulltrúa Vinstri-Grænna eða fulltrúa Pírata, í Reykjavík
Útkoman í Reykjavík virðist ekki benda til þess að fulltrúar Framsóknar verði meðstjórnendur borgarinnar. En líkur virðast litlar á því, að í ljósi stefnu nýkjörinna borgarfulltrúa Framsóknar, að samstarf við þær Sveinbjörgu og Guðfinnu, höfði til fulltrúa Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar.
Þó það væri tölfræðilega séð traustari meirihluti.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þær stöllur spila með moskumálið, en líklega verður moskan reist á þeim stað sem tillaga liggur fyrir, fyrst að Samfylking og BF líklega slá sér upp með VG eða Pírötum.
Það gæti meir en verið meira að segja, að kosning þeirra stalla fyrir hönd Framsóknar, vegna þess að það gerist í samhengi við moskumálið, hafi öfug áhrif á hina flokkana - - verði til þess að það verði nánast óhugsandi annað í augum Samfó, BF og Pírata eða VG - annað en að hún rísi á þeim stað.
Þeir verði hugsanlega líklegir til að taka þ.s. nokkurs konar prinsipp mál, má jafnvel vera að þeir verði til í að láta einmitt á það reyna, hvort að fulltrúar Framsóknar muni þá standa fyrir einhverjum hávaða um málið, þegar mjög sennilega grænt ljós verður gefið af nýrri borgarstjórn á moskuna á þeirri lóð.
- Það getur nefnilega verið í kaldhæðni örlaga, að með því að fá atkvæði út á þetta mál, hafi þær algerlega tryggt að moskan verði einmitt byggð á þessum tiltekna reit.
- Þær þurfa sennilega fljótlega að ákveða hve mikið þær ætla að gera úr því máli.
Ég mundi leggja til, að í kjölfar kosninganna - - verði engum mótmælum við hreyft, sem minnst sagt, þegar líklega fljótlega verður ljós að moskan mun mjög sennilega rísa nákvæmlega akkúrat þarna.
En hinir fulltrúarnir muni ef þær stöllur gagnrýna málið, einfaldlega fyrir þau mótmæli - sennilega fá sérstaka ánægju út úr því, að hundsa þær mótbárur.
Svo þeirra sjálfra vegna, mæli ég með því, að þær segi sem fæst um þetta mál héðan í frá. Þær eru komnar inn í borgarstjórn. Hafa þar með tækifæri til að láta ljós sitt skína í mörgum málum.
Þær aftur á móti geta alveg örugglega ekki annað en tapað þessu tiltekna máli. Ef þær halda til streitu gagnrýni á moskuna, og sú andstaða síðan verður örugglega hundsuð af meirihlutanum. Þá virkar þær "impotent."
Þær þurfa einnig að muna eftir þörfum flokksins, ef t.d. farið væri í það far að standa fyrir mótmælastöðu á lóðinni, tæknilega möguleg leið ef menn vilja mótmæla þegar mótbárur hafa verið hundsaðar, þá mundi það setja forystu Framsóknar í mjög áhugaverða klemmu, sem ég er algerlega viss um - - að forysta Framsóknar mun ekki fagna eða vara þakklát fyrir.
Skv. Ólaf Þ.: Meirihluti með Vinstri grænum líklegastur
Var kosningaþátttaka sú minnsta í sögu sveitastjórnakosninga í Reykjavík. Þátttaka 20% minni en 2002 og 10% minni en síðast.
- Margir voru líklega á faraldsfæti um landið, vegna uppstigningardags sl. fimmtudag, virðast margir hafa tekið föstudags frí og sennilega farið í ferðalag innanlands.
Spurning hvort að Framsókn græddi á þessu í borginni?
Niðurstaða
Þær stöllur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafa með kosningasigri sínum fengið tækifæri til áhrifa. Vonandi munu þær beita þeim áhrifum til góðs frekar en til ills. Það atriði er í þeirra höndum.
En flokkurinn væri mjög líklega ákaflega þakklátur þeim, ef þær beita sér stíft í flugvallarmálinu. Ég efa að þakklætið verði alveg það sama, ef þær beita sér stíft áfram í moskumálinu.
Það er miklu mun umdeildara mál innan flokksins, meðan að þ.e. alger samstaða um flugvallarmálið - þá er alveg öruggt að þær fá stuðning óskoraðan.
Þarna liggur valið í þeirra höndum.
Varðandi forystu flokksins, liggur val - um þeirra viðbrögð. Ef innkoma hóps andstæðinga mosku inn í Framsóknarflokkinn, laðar að þá til flokksins sem hafa áhuga á að beita sér gegn "útlendingum á Íslandi."
Það er nú möguleiki, forystan þarf þá að taka af varfærni á gagnrýni innan flokks sem utan á slíkar áherslur, því ef slík gagnrýni er kæfð - - verður það álitið bæði af samfélaginu og af innanflokksmönnum, sem "samþykki við þeirri stefnu" að toga flokkinn í átt til flokka á við "UKIP" eða "FN."
Þessu ræður forystan, þ.e. í hennar höndum að hindra slíka þróun. Með öðrum orðum, framtíð flokksins hver hún verður er í hennar höndum.
Draumurinn um nýtt stórveldi Framsóknarflokksins í ísl. stjórnmálum, er algerlega ósamræmanlegur við hugsanlegar tilraunir til þess að íta honum í átt að stefnu "UKIP" eða "FN."
Flokkurinn getur ekki orðið stór og á sama tíma siglt í slíka átt. Þau markmið útiloka hvort annað.
Þ.e. eitt af því sem forystan þarf að ákveða, vill hún að flokkurinn sé stór flokkur með víða skírskotun og því víðtæk áhrif innan ísl. stjórnmála, eða flokkur með þrönga skírskotun lítið fylgi og lítil áhrif innan ísl. stjórnmála.
En þó svo að "FN" hafi fengið nýlega töluvert fylgi í Frakklandi, eru áhrif "FN" almennt séð lítil innan landsstjórnmála í Frakklandi, t.d. hefur "FN" einungis um 9% af fulltrúasætum í sveitastjórnum, fáa þingmenn - hafa almennt verið hundsaðir af öðrum flokkum.
"FN" er því ekkert sérstaklega aðlaðandi fordæmi, ef menn eru að íhuga áhrif innan stjórnmála.
Kv.
30.5.2014 | 22:51
Ég mótmæli því að lóðaúthlutun fyrir moskvu, sé gerð að bitbeini í umræðunni fyrir kosningar, til atkvæðasmölunar
Ég ætla ekki að fara neitt í felur með það, að ég tek eindregna afstöðu gegn stefnu 1. sætis á lista á vegum framboðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. En í kjölfar þess að framboðsfrestur rann út þann 10. maí sl. Hefur andstaða við mosku í Reykjavík virst all í einu vera orðið meginmál framboðsins, í stað baráttunnar fyrir Reykjavíkurflugvelli, sem þó er mjög mikilvægt baráttumál fyrir landsmenn alla.
Þetta mál, bæði að það skuli fyrst koma fram eftir að framboðsfrestur er liðinn, og málefnið sjálft andstaða við byggingu mosku í Reykjavík, þ.s. spjótum virðist beint að viðkvæmum minnihlutahóp í samfélaginu á Íslandi; stuðar mig svakalega - gerir mér ókleyft að veita framboði Framsóknarflokksins í Reykjavík stuðning í þetta sinn.
Að auki, eins og ég skil stefnu Framsóknarflokksins, er það algerlega og gersamlega gegn stefnu flokksins, að vega gegn viðkvæmum minnihlutahóp á Íslandi - sem á það á hættu að vera lagður í einelti.
Við eigum að vernda okkar minnstu samborgara, ekki vega að þeim.
Sannarlega er unnt að færa málefnaleg rök fyrir því að trúfélög skuli ekki fá ókeypis lóðir
Þetta hefur verið nefnt í umræðunni, sem hefur verið fjörleg undanfarið. Ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við það, að sú stefna sé mörkuð - - að hætt sé að veita trúfélögum ókeypis lóðir.
- En gott og vel, þá þarf að gæta þess - - að óeðlilegt er að breyta reglum afturvirkt.
- Þ.e. ef sett er ný regla, þá er réttlætis vegna, rangt að láta hana gilda um aðrar úthlutanir, en þær sem berast eftir að nýja reglan hefur tekið gildi.
- Sannarlega er tæknilega unnt, að lýsa allar áður fram komnar umsóknir ógildar, og heimtað að nýjar verði lagðar inn - jafnvel í tilvikum þegar umsókn hefur legið fyrir árum saman frá aðila.
- Slík nálgun mundi flokkast undir - - valdníðslu.
- Réttlætið krefst þess, að þó svo að reglunni sé breytt, fái múslimar í Reykjavík úthlutað lóð skv. eldri reglunni, er gilti þegar umsókn þeirra barst - - í því tilviki að lagt er til ofangreind reglubreyting.
Hvað með að moskan sé of stór á lóðinni, eða á of áberandi stað?
Þarna er verið að koma inn á atriði, sem kveðið er á um í borgarskipulagi - nánar tiltekið skipulagi því er gildir á því tiltekna svæði.
Moska mun að sjálfsögðu falla undir það skipulag, þær reglur um umfang bygginga sem fylgja með sem kvaðir við lóðaúthlutun, en við úthlutun lóðar er tækifæri ef menn vilja að setja inn "viðbótar skilyrði."
Þau þurfa þó að vera málefnaleg, þ.e. það þurfa að vera góð rök fyrir því að setja strangari kvaðir, en skipulag svæðisins gerir ráð fyrir.
Að einhverjum finnist það ljótt, að moska sé á þessum stað - eru tilfinningarök sem í eðli sínu skv. eru ekki málefnaleg.
Ég held þvert á móti að vel hönnuð moska, geti verið ákaflega falleg bygging.
- Mig grunar að það skíni í gegn fordómafull afstaða til mosku, þegar talað er um "bygginguna sem of áberandi" eða "of stóra."
- Ég held að enginn mundi tala um Hallgrímskirkju í dag sem of stóra eða of áberandi, þó er hún á einna mest áberandi staðnum í borginni, og er sannarlega stór.
Að ýta undir fordóma
Það er þ.s. mér finnst alvarlegasti hlutinn við þetta. Mönnum verður gjarnan tíðrætt um innflytjendur sem ógn, sérstaklega er þetta mikið rætt á meginlandi Evrópu. Ísland hefur ætíð viðhaft ákaflega stranga innflytjendastefnu, þ.s. langsamlega flestir sem koma ólöglegir til Íslands - - er vísað snarlega úr landi aftur skv. 1-lands reglunni. En Ísland er ákaflega sjaldan eðli sínu skv. 1-landið sem útlendingur kemur, sá hefur 99,99% tilvika fyrst komið í annað Evr. land - sem skv. því reglukerfi sem Ísland er hluti af, heimilar Íslandi að senda viðkomandi til þess upprunalands, þ.e. þess Evr. lands sem sá eða sú kom fyrst til sem flóttamaður.
Hingað er alls ekki að streyma sá gríðarlegi straumur og til nágrannalandanna á meginlandinu. Þetta hefur verndað Ísland - - gegn þeim vandamálum sem gjarnan hafa komið upp.
- Tek fram að þau vandamál eru ekki endilega "útlendingunum að kenna" heldur algerlega allt eins "samfélaginu sjálfu."
- En það reynir mikið á getu samfélags til umburðalyndis, þegar fjölmennir hópar koma, sem hafa aðra siði og aðrar venjur, en sem því samfélagi finnst sjálfsagðar.
- Ég tel reyndar, að oftar þegar vandamál hefjast, sé það umburðarlyndi samfélagsins sem bregst, frekar en að "helvítis útlendingarnir hafi gert eitthvað af sér."
- En samfélagið gjarnan tekur þ.s. sönnun þess, að tortryggni hafi haft rétt á sér, ef óánægjualda brýst fram meðal samfélags útlendinga í landinu.
Fordómafullir einstaklingar, kenna gjarnan "útlendingunum" alveg sjálfvirkt um - - ef það koma upp vandamál í samskiptum.
Sem dæmi get ég nefnt óeirðir sem blossuðu upp í Svíþjóð fyrir 2-árum. Þegar ungmenni sem voru múslimar gengu berserkgang í eigin hverfum, brutu og brömluðu, kveiktu í bílum og einhverjum byggingum.
Ef aðstæður þeirra ungmenna eru skoðaðar nánar, kemur í ljós - - að flest þessi ungmenni, áttu mjög litla möguleika á að fá atvinnu. Virkilega nær enga. Framtíðin var því ekki björt. Sem að sjálfsögðu fyllti þau vonleysi og óánægju. Sem síðar braust út í óeirðum.
Að einhverju verulegu leiti stafaði það af því að þau töluðu ekki málið, en þó dugar það ekki endilega til - að vernda þig fyrir fordómum, að vera altalandi á málið.
- Ég t.d. heyrði um daginn í þætti í útvarpinu á RÚV. Viðtal við pólska stelpu, sem sagði farir sínar ekki sléttar af af íslensku samfélagi.
- Samt hafði hún "aðlagast" þ.e. er fædd hér, með samt alfarið pólskt nafn, er því Íslendingur þó hún eigi pólska foreldra, talar íslensku eins vel og hver annar barnfæddur og uppalinn hér.
- En þó átti hún í vandræðum með vinnu - - vegna fordóma. Hún sagði, að eina leiðin fyrir sig, væri að mæta sjálf á staðinn, því það væri eins og að menn gerðu ráð fyrir því, að hún talaði bara pólsku.
- Að auki hefði hún oft rætt við íslendinga, sem taka henni vel meðan þeir vita ekki ætterni hennar, en að hennar sögn merkilega margir síður vel, þegar þeir vita af því.
Hópar múslima eiga að sjálfsögðu - - mun meir á hættu að verða fyrir barðinu á "fordómum ísl. samfélags." Þ.s. þeir eru mun meir ólíkir okkur, en stúlka sem talar málið reiprennandi en hefur pólskt fornafn og eftirnafn.
Þ.e. því afskaplega alvarlegt að vera að ífa þá samfélagsfordóma upp. Ljótur leikur!
Niðurstaða
Við eigum að vernda okkar minnstu samborgara - - ekki ráðast gegn þeirra hagsmunum. En samfélög útlendinga hér, eru einmitt að mörgu leiti okkar minnstu borgarar.
- Þeir fá almennt lægri laun.
- Eiga erfiðar með að útvega sér vinnu.
- Fá síður atvinnu við hæfi.
- Sæta gjarnan fordómum nærsamfélagsins, vegna þess að þeir hafa skrítna siði og venjur, og gjarnan bætist við, ef þeir tala bjagaða íslensku.
- Þeir eru því fátækari en meðaltal íbúa á Íslandi.
Tek fram, að þetta er ekki sérkenni á Íslandi. Útlendingar í öllum samfélögum eiga erfitt uppdráttar, eða erfiðar uppdráttar.
En það brennur á, alveg eins og það brennur á að vinna gegn fordómum gegn hommum og lesbíum, eða berjast fyrir réttindum kvenna, að berjast gegn fordómum gagnvart nýbúum innan okkar samfélags.
- Ef Framsóknarflokkurinn væri að leita sér að verðugu verkefni, þá í stað þess að "efla fordóma gegn tilteknum hóp útlendinga innan okkar samfélags" ætti hann að - - standa fyrir verndun slíkra hópa innan samfélagsins hér.
- Ég er að tala um, að taka að sér - - réttindabaráttu fyrir þessa hópa.
- Bendi á að um 10þ. pólverjar eru hér. Og samanlag nokkur þúsund aðrir.
- Þetta er dálaglegur kjósendahópur, þegar allt er talið.
Það mundu fáir gagnrýna það, ef Framsóknarflokkurinn mundi taka að sér, að auðvelda nýbúum það að búa á landinu, aðstoða þá í hvívetna við það verkefni að finna sér hlutverk innan okkar samfélags, höfum í huga að "aðlögun á ekki að vera einhliða" þ.e. að útlendingar taki upp okkar siði - - í þeirri afstöðu felast einmitt rammir fordómar. Því það felur í sér skort "okkar" á umburðarlyndi. Heldur "gagnkvæmri aðlögun" þ.s. þeir læra á okkar samfélag, og við lærum að lifa með þeim og umbera þau atriði sem gera "þau" öðruvísi.
Barátta gegn fordómum - - er eilífðarmál.
Þ.s. aldrei má, er að styðja við slíka fordóma.
Það mega Framsóknarmenn aldrei gera.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2014 kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.5.2014 | 23:15
Banvænar óeirðir í Odessa - borgarastríð hafið í Úkraínu?
Það sem stendur uppi af hinum "banvæna föstudegi" í Úkraínu, er án vafa manntjónið sem varð í blóðugum óeirðum milli fylkinga óeirðaseggja, þ.s. úkraínskumælandi og rússneskumælandi tókust á - með grjótkasti, eldsprengjum, bareflum. Mesta manntjónið virðist hafa orðið, þegar stór opinber bygging "brann að hluta" eftir að hluti óeirðaseggja hafði leitað skjóls þar, en andstæðingar hentu að því er virðist - eldsprengjum á eftir, og kveiktu í byggingunni.
38 manns virðast hafa farist í Odessa.
Sjá frétt BBC: Dozens killed in Odessa fire amid clashes
Áhugaverð fréttaskýring Guardian er ítarlegri, en skv. henni geisuðu óeirðir fyrir utan, meðan að byggingin brann, ef marka má sjónarvotta - hefndu sumir rússn.mælandi óeirðarseggjanna, sem voru inni í brennandi byggingunni, sín með því að klifra upp á þak, og skjóta á óeirðarseggina fyrir neðan - að sögn sjónarvotta voru nokkur lík að óeirðunum loknum með kúlugöt. Á endanum hafi rússn.mælandi hópurinn verið yfirbugaður, þeir sem enn voru uppi standandi verið leiddir út í lögreglubíla og ekið á brott. Meðan að slökkvilið slökkti eldinn í byggingunni - - en miðað við þessa frásögn. Er hlutverk lögreglunnar áhugavert, að hafa staðið algerlega hjá - meðan að óeirðaseggirnir tókust á megin hluta dagsins fram á kvöld, sem endaði síðan undir kvöld með harmleiknum í byggingunni:
Ukraine clashes: dozens dead after Odessa building fire
Spurning hvort að tala fallinna - eigi eftir að hækka!
Fólk reynir að flýja eldhafið!
Þá árás verður eiginlega að líta á sem "fjöldamorð."
Ég lít ekki á þetta sem sérstaklega "ríkisstjórninni að kenna" heldur sé um að kenna, því ástandi spennu sem hefur verið að stigmagnast milli fylkinga úkraínskumælandi og rússneskumælandi í landinu.
Eiga báðar fylkingar þar sannarlega - - sök.
Þarna virðist sjást til óeirðaseggs, munda sig til við að kasta eldsprengju að byggingunni þó hún þegar standi í björtu báli!
Skv. fréttum hafa áður orðið óeirðir í Odessa. Skv. Wikipedia er íbúasamsetning ca. 60/30 milli úkraínskumælandi og rússneskumælandi. En líklegt virðist að "hverfaskipting" sé til staðar.
Í kjölfarið á þessu manntjóni, er líklegt að "biturð" og reiði gæti í rússn.mælandi samfélaginu í Odessa, en það virðist skv. óljósum fréttum, að líkur séu á að hópur af þeim hafi hörfað inn í þá byggingu, sem síðan var brennd - af hinum óeirðaseggjunum.
Ef úkraínsk stjv. taka ekki á "Odessa" með hraði, til að "kæla tilfinningar" t.d. handtaka einhverja þeirra, sem vörpuðu eldsprengjunum sem kveiktu í.
Þá gæti þetta verið upphaf af hjaðningavígum á víxl, milli hópanna sem búa í borginni. Gæti hún þá hugsanlega leist upp í - víggirt hverfi. Með einskismannslandi á milli.
- Þetta sýnir líka hættuna á stigmögnun sem er til staðar, að átökin breiðist víðar út um landið.
Hvað er að frétta af átökunum í Slaviansk?
Þau átök voru framan af degi mest í fókus, þ.s. atlaga úkraínskra stjórnvalda að höfuðstöðvum uppreisnarmanna í borginni Slaviansk. Það var töluvert drama, þ.e. 2-þyrlur Úkraínuhers skotnar niður. Fórust flugmenn beggja. Og 3-þyrlan löskuð, sem náði að nauðlenda.
Á móti viðurkenndi sjálfskipaður borgarstjóri Slaviansk, Vyacheslav Ponomaryov, að 3-af hans liði hafi fallið.
Það er kannski þess vegna sem rússn. fréttastofu tala um, 43 hafi fallið. En þá passar það við það, að mannfall í Odessa hafi verið 38 að viðbættum þeim 5 sem virðast hafa fallið í dramanu við og í borginni Slaviansk.
Ef marka má fréttir, ræður stjórnarherinn - öllum leiðum inn í borgina. Hún er umkringd.
En andstæðingar ráða enn miðju borgarinnar, og meginkjarna. En stjórnarherinn einhverjum úthverfum.
Þannig séð, er vígi aðskilnaðarsinna í Slaviansk -- ekki fallið, a.m.k. ekki enn.
------------------------------------------------------
Síðan rakst ég á mjög áhugaverða skoðun: Why the Russian sanctions dont work
Sem ég er gersamlega sammála, þar koma fram punktar, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir - um hugsanlegar víðtækar afleiðinga "linkenndar" Vesturlanda gagnvart Rússlandi - í þeim átökum sem standa yfir.
En punkturinn er sá, að sú linkennd, muni hvetja 3-aðila til að "taka málin í sínar hendur" t.d. Ísrael gæti komið til greina, fyrst að Vesturveldi hafa sett það fordæmi - - að "ofbeldi" kostar bara "vægar refsiaðgerðir." Engin hætta á hernaðarárás!
Niðurstaða
Úkraína virðist standa á hnífsegg. Ein mistök, virðast nú geta leitt til mjög blóðugs hildarleiks í landinu, milli fylkinga. Ég er að tala um þjóðernishreinsanir.
T.d. Odessa, virðist staður þ.s. hætta á þjóðernishreinsunum virðist mikil. En þ.e. borg sem Úkraína "verður að halda." Eiginlega - hvað sem það kostar. Þeir eiga ekki aðra hafnarborg.
Án hennar væri landið ekki á vetur setjandi efnahagslega.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2014 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2014 | 03:16
Hvernig er hægt að tryggja Reykjavíkurflugvöll - um alla framtíð?
Ég styð Reykjavíkurflugvöll sem Reykvíkingur - vegna þess að ég tel það vera mér sem Reykvíking í hag, að Reykjavík hafi flugvöll áfram. Vegna þess að ég tel að Reykjavík hafi hag af því að búa við flugvöll rétt við miðju borgarinnar. Á hinn bóginn tel ég að "eignin" Reykjavíkurflugvöllur sé ekki nýtt að nægilegu marki Reykvíkingum til hagsbóta.
- Vandamálið er að um nokkurra ára skeið hefur ríkjandi borgarstjórn viljað flugvöllinn burt, og hefur í því skyni vísvitandi gert sér far um að "minnka umferð um Reykjavíkurflugvöll."
- En flugvellir hafa tekjur af því að flugvélar komi og fari, þannig að með því að fækka lendingum og brottförum, hefur borgarstjórn skipulega - - minnkað tekjur vallarins.
- Sem í dag skilar því ástandi að völlurinn er "fjárhagsleg byrði."
Þetta var að sjálfsögðu hugsað til þess, að nota það síðar meir - að völlurinn væri í taprekstri. Hann væri fjárhagsleg byrði á borgarsjóði.
Þið hafið vonandi tekið eftir þessu, sbr. flytja áhugaflugmenn á Sandskeið, dragar úr kennsluflugi, banna herflugvélum að lenda, setja þá reglu að vélar í ferjuflugi yfir hafið skuli almennt lenda í Keflavík.
Stig af stigi markvisst, hefur umferðin verið nöguð niður.
Mynd sýnir hve miðlægur Reykjavíkurvöllur er á höfuðborgarsvæðinu!
Það þarf að efla Reykjavíkurflugvöll
Það þarf að margfalda flugtök og lendingar á næstu árum, svo að tekjur vallarins aukist þannig að í stað þess að borgarsjóður borgi með rekstrinum - - þá skili hann hagnaði í borgarsjóð.
- Það er þannig sem "framtíð hans verður tryggð."
- En meðan að hann er fjárhagleg byrði - - verður hann stöðugt í hættu.
- Síðan að sjálfsögðu, þarf borgin á auknum tekjum að halda, útsvarið er þegar í hámarki.
- Hvernig getum við nýtt völlinn betur fyrir Reykvíkinga?
- Svar, hefjum aftur millilandaflug frá Reykjavík!
------------------------------------------------
Ég ætla að benda á dálítið sem gerðist fyrr á þessu ári:
- Snemma á árinu voru deilur milli Isavia og Wow Air, sem enduðu með þeim hætti, að Wow Air fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem Wow Air hafði farið fram á: WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
- Þar með hætti Wow Air við áður fyrirhugaða við útþenslu flugs á vegum félagins á þessu ári.
Sjá einnig þessa frétt: WOW air hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
Og að auki: Sakar Isavia um að hygla Icelandair.
Ekki síst: Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli.
Isavia svarði á þá leið, að meðferð máls væri reglum skv: Isavia harmar ákvörðun WOW---------------------------------
Deilan virðist hafa snúist um "flug á tilteknum tímum dagsins" sem eru eftirsóttastir.
Sjálfsagt tæknilega rétt hjá Isavia, að nóg sé af plássum - heilt yfir. En það "missi af punktinum."
- Punkturinn í þessu er sá, að ég "tel að það sé markaðstækifæri fyrir Reykjavíkurflugvöll."
- En ef boðið yrði einnig upp á millilandaflug frá Reykjavík, þá geta fleiri flugvélar "heilt yfir" komið og farið frá landinu, á þeim tímum sem mest eftirspurn er eftir.
- Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort Wow Air væri til í að nýta flug frá Reykjavík, en ég sé enga ástæðu til þess - að það geti ekki verið.
Þegar haft er í huga hve gríðarlegur vöxtur hefur verið á umferð um Keflavíkurvöll, og það hefur verið látið uppi að það muni þurfa að stækka "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" verulega fyrir 2020, ef aukning verður á sama dampi áfram og undanfarin ár.
Þá virðist mér algerlega klárt, að það sé "pláss fyrir Reykjavíkurvöll" á markaðinum.
Hvað væri svo sniðugt við það fyrir Reykjavík að hafa millilandaflugvöll?
Ég er að tala um það, að bjóða Reykvíkingum upp á það, að í stað þess að geyma bílinn sinn á Kefló, þá geti þeir þess í stað haft hann inni í eigin borg, meðan að þeir skreppa í utanlandsferð. Það er auðvitað töluvert ódýrara fyrir Reykvíkinga, að sleppa ökuferðinni til og frá Keflavík. Það er einnig tímasparnaður af því, að aka í 15 mínútur í stað þess að aka í 40. Sinnum tveir er það hálftími vs. klukkutími og 20 mínútur. Til samanburðar tekur það milli 2-3 tíma að fljúga til næstu landa. Ef þú flýgur reglulega er þetta fljótt að telja.
Síðan á hinni hliðinni, þá geta erlendir ferðamenn lent beint inni í miðri borg, þaðan sem er göngufæri beint inn í miðborgina, eða þeir geta tekið strætó þangað, eða leigubíl sem er miklu mun ódýrari en alla leið frá Kefló. Ég er að tala um að "auka ferðamannastraum til Reykjavíkur og það verulega."
Að sjálfsögðu þarf nýja flugstöð: En hún þarf ekki að vera byggð þannig að mjög kostnaðarsamt sé að reisa hana, ef t.d. byggð væri ódýr bygging sambærileg við mörg ódýr íþróttahús sem víða má finna á landinu, t.d. límtréshús einfaldlega geimur með stóru þaki úr bitum eins og víða má sjá. OK, ekki elegant, en getur verið A)nægilega stórt og B)unnt að reisa fljótt. En það þyrfti helst að ná því innan kjörtímabilsins.
Það mætti meira að segja hafa það þannig að lítið væri um steyptar undirstöður, svo að "tæknilega væri mjög fljótlegt að rífa þá byggingu að nýju" ef Reykvíkingar síðar ákveða að leggja völlinn af. En hugsa mætti sér þannig fyrirkomulag, til að "draga úr andstöðu við byggingu flugstöðvar" með því að lofa því, að hún gæti verið til bráðabirgða. Til þess að ná málinu fram.
- Punkturinn er að koma þessu sem fyrst í notkun.
En ef borgin vill auka velferð íbúa, þarf borgin að efla sínar tekjur sem hraðast.
Þ.e. einfaldlega svo, að sú starfsemi sem er í hröðustum vexti er ferðamennska, með millilandaflugvöll innan borgarinnar, gæti borgin náð miklu forskoti á öll önnur byggðalög á landinu í ferðamennsku.
- Það að sjálfsögðu með engum hætti hindrar aðrar greinar í því að vaxa sbr. tæknigreinar.
- Höfum einnig í huga að ef borginni dreymir um að verða miðstöð hátæknigreina, gæti það verið mjög nytsamt að hafa flugvöll svo nærri, að þangað sé víðast hvar einungis 15 mínútna keyrsla.
- En þá nýtist völlurinn til þess að flytja varning með skömmum fyrirvara til kúnna erlendis, "just in time manufacturing" mætti kalla það.
- Reykjavík gæti sérhæft sig í því, að "afgreiða pantanir með mjög skömmum fyrirvara."
---------------------------------
Að sjálfsögðu væri farið eftir "ströngum hávaðareglum" og síðan hef ég í huga, tiltölulega smáar vélar eins og B737 eða A318-320.
Vélar sem duga til að fljúga á tiltölulega nálæga staði eins og New York, Boston, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Bergen og Osló.
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn og Vallarvinir, ætla að hafa það sem meginkosningamál að flugvöllurinn fari hvergi. Vonandi sjá menn þá, að ef það á að takast að gera flugvallarmálið að meginkosningamáli. Þá þarf að koma fram með "nægilega djarfa tillögu um framtíð vallarins" svo að "sú tillaga vekji þá athygli er þarf."
Ég tel að sú tillaga sem ég kem hér formlega á framfæri - uppfylli þau atriði.
- Vera nægilega djörf, svo að hún vekji þá athygli sem til þarf.
- En að samtímis, sé hún það skynsöm að fjöldi Reykvíkinga ætti að vera mögulegt að sannfæra.
Það eru til það margir Reykvíkingar sem vilja hafa flugvöll í borginni að þetta á vel að vera mögulegt.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar