Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Síðan Óskar Bergsson hætti við framboð í 1. sæti í Reykjavík. Hófst - þ.s. ég verð að segja, að hefur verið afskaplega "vandræðaleg" syrpa, þ.s. "Kjördæmasambandið í Reykjavík" virðist hafa rætt við nokkurn fjölda aðila, ég get einungis gert ráð fyrir því að þeir sem rætt var við óformlega hafi sagt "nei" kannski kurteislega veit ekki, en nú í rúma viku hefur "planið virst vera" að Guðni Ágústsson, sá ágæti maður, sé fenginn til liðs á "ögurstundu."
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar
En nú fullyrða tveir fjölmiðlar að Guðni Ágústsson ætli ekki fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík, á síðu flokksins, Framsokn.is, segir einungis að fundi hafi verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.
Mín skoðun er sú, ég læt hana nú uppi, að þegar Óskar Bergsson hætti, hefðu allir fyrir neðan átt að færast upp um eitt sæti, en Óskar komið inn neðstur í heiðurssæti listans!
Þannig hefði listinn snúist eins og kefli um eitt prik, allir færst til, sá næst efsti orðið efstur - sá efsti orðið neðstur, en það eru fordæmi fyrir því að sá sem hættir við framboð "taki heiðurssæti."
- Vandinn við hugmyndina, að fá inn einhvern "þekktan" - - er að þegar slík tilraun er gerð svo seint, þegar einungis vikur eru eftir af fresti til að skila inn lista, og fylgi er í lægstu lægðum.
- Er að þá verður samningsstaða flokksins í Reykjavík gagnvart hverjum þeim sem óskað er eftir að "reddi málum" svo afskaplega - afskaplega veik.
- Og síðan hitt, að þegar fylgið er þetta lítið, þá einnig verður það lítt spennandi í augum hugsanlegra þekktra einstaklinga, sérstaklega þegar eiga í hlut aðilar sem sjálfir hafa óflekkaðan orðstír - þá eðlilega verða þeir tregir til að "snerta á málinu."
Mín skoðun er sú - - ég læt hana nú uppi
Sé að hætt sé á því, að þessi "dauðaleit" að reddara, sé búinn að stórskaða möguleika flokksins í Reykjavík - frekar en orðið var. Var þó staðan ekki beisin fyrir, sem var ástæða þess að Óskar hætti.
- Eins og ég skildi málið, þá stóð til að "framboð flokksins yrði á allra vörum" sem má segja að hafi tekist.
- Nú verða menn að vonast til þess að Oscar Wilde hafi haft rétt fyrir sér fyrir 100 árum, þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að það sé ekkert illt umtal, bara umtal.
- Höfuðatriðið sé að vera í "umræðunni."
Ég held reyndar, að ímynd og hvað sé rætt, skipti töluverðu máli.
Ég óttast að ímynd flokksins í Reykjavík sé sköðuð, þannig að erfitt verði að "endurræsa" listann, með það fólk "sem er á listanum" og "sannarlega hefur fram að þessu ekki hætt" og "er því búið að sanna að það vill koma fram fyrir hönd flokksins í Reykjavík."
En þ.e. nokkurs virði, að það sé fólk sem vill bjóða sig fram.
Ég legg til, að hætt verði við þær leikfléttur sem hafa verið uppi, og flokkurinn haldi sig við það fólk "sem er í framboði" - "hætti þessari skaðlegu leit að reddara."
Mynd sýnir hve miðlægur Reykjavíkurvöllur er á höfuðborgarsvæðinu!
Þess í stað komi flokkurinn fram með útspil á sviði málefna!
Flokkurinn vill tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar. En það að segjast vilja að völlurinn sé um alla framtíð, er ekki nóg - til að vekja athygli og skapa þá umræðu sem framboðið þarf á að halda.
Þess vegna hef ég þá hugmynd, að flokkurinn leggi til að "hafið verði að nýju millilandaflug frá Reykjavík." Það væri tillaga sem líklega yrði "nægilega umdeild" en samt "fullkomlega verjanleg" til þess, að framboðið geti fengið athygli.
Að sjálfsögðu væri farið eftir "ströngum hávaðareglum" og síðan hef ég í huga, tiltölulega smáar vélar eins og B737 eða A318-320. Vélar sem duga til að fljúga á tiltölulega nálæga staði eins og New York, Boston, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Bergen og Osló.
Það þarf líklega nýja flugstöð, það má hugsa sér "bráðabirgðabyggingu" sem væri þannig frágengin, að hana mætti taka aftur niður - - ef það verður síðar meir niðurstaða íbúa að leggja völlinn niður. Við getum séð fyrir okkur byggingu svipuðum þeim ódýru íþróttahúsum, sem reist hafa verið víða. Ekki "sérlega elegant" endilega - - en nægilega rúmgóðar. Ástæðan er sú, að ég tel nauðsynlegt að "dæmið" komist í gagnið "innan kjörtímabilsins" svo að reynsla verði komin á, áður en því líkur. Á sama tíma, virðist flokkurinn mjög sáttafús, með því að reisa ekki "varanlega byggingu." Þó hún væri að sjálfsögðu þannig, að hún mundi geta staðið í áratugi, ef ákveðið er að "taka hana ekki niður." Þannig væri kannski unnt að ná málinu í gegn!
- Snemma á árinu voru deilur milli Isavia og Wow Air, sem enduðu með þeim hætti, að Wow Air fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem Wow Air hafði farið fram á: WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
- Þar með hætti Wow Air við áður fyrirhugaða við útþenslu flugs á vegum félagins á þessu ári.
Sjá einnig þessa frétt: WOW air hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
Og að auki: Sakar Isavia um að hygla Icelandair.
Ekki síst: Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli.
Isavia svarði á þá leið, að meðferð máls væri reglum skv: Isavia harmar ákvörðun WOW---------------------------------
Deilan virðist hafa snúist um "flug á tilteknum tímum dagsins" sem eru eftirsóttastir.
Sjálfsagt tæknilega rétt hjá Isavia, að nóg sé af plássum - heilt yfir. En það "missi af punktinum."
- Punkturinn í þessu er sá, að ég "tel að það sé markaðstækifæri fyrir Reykjavíkurflugvöll."
- En ef boðið yrði einnig upp á millilandaflug frá Reykjavík, þá geta fleiri flugvélar "heilt yfir" komið og farið frá landinu, á þeim tímum sem mest eftirspurn er eftir.
- Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort Wow Air væri til í að nýta flug frá Reykjavík, en ég sé enga ástæðu til þess - að það geti ekki verið.
Þegar haft er í huga hve gríðarlegur vöxtur hefur verið á umferð um Keflavíkurvöll, og það hefur verið látið uppi að það muni þurfa að stækka "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" verulega fyrir 2020, ef aukning verður á sama dampi áfram og undanfarin ár.
Þá virðist mér algerlega klárt, að það sé "pláss fyrir Reykjavíkurvöll" á markaðinum.
- En ef það á að vera völlur hér áfram, þá þarf að tryggja honum tekjur.
- Vellir hafa tekjur af flugumferð, þannig að ef Reykjavík á að hafa tekjur í stað þess að hafa kostnað, þarf að "auka mjög verulega umferð um Reykjavíkurvöll."
- Þetta er róttæk tillaga.
- En ekki, of róttæk heldur.
- Og ég held, að hún sé nægilega róttæk til að vekja næga athygli á framboðinu.
Það þurfi ekki að dubba upp einhvern þekktan - til að redda málum.
Niðurstaða
Sjálfsagt er Guðrún Bryndís Karlsdóttir, ekki mjög þekktur einstaklingur. En hún vill enn bjóða sig fram. Það hafa yfirlýsingar hennar undanfarna daga sýnt. Hún tengist engu vafasömu í fortíð flokksins á áratugnum á undan, þegar Halldór Ásgrímsson fór fyrir flokknum.
Við auðvitað sáum fyrir sl. þingkosningar, að framboðstilraunir fengu stundarfylgi, sem síðan hvarf - eftir því hvernig umræðan sveiflaðist. Einnig sást, að einn einstaklingur með umtalsvert persónufylgi, gat skipt máli. Mig grunar að framboð Lilju Mós, sé töluvert í huga manna - en flokkur hennar fékk töluvert fylgi um tíma, en þegar hún hætti sjálf þá var eins og allt fylgið gufaði upp.
Á hinn bóginn, ef við skoðum hvað Framsóknarflokkurinn gerði, þá var það í nafni "málefnalegs útspils" sem flokkurinn fékk verulegt viðbótar fylgi.
Þ.e. ekkert sem segir, að "málefnalegt útspil" geti ekki virkað í Reykjavík.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2014 | 23:43
Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn andstæðingum sínum í Luhans og Donetsk virðast í mýflugulíki
Að "crackdown" sé hafið, hefur verið blásið fremur út af stjórnvöldum í Kíev, það hefur verið fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims. En þegar ég rýni í pressuna, ber frásagnir saman, fæ ég ekki betur séð að þær aðgerðir, séu afskaplega í reynd "smáar í sniðum" og því lítt fallnar til þess að skelfa andstæðinga stjórnvalda í þeim héröðum Úkraínu, þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta.
Ukraine launches 'gradual' operation, action limited
Clash Erupts at Military Airport in Eastern Ukraine
Það hafa borist óljósar fréttir af lest brynvarinna farartækja, með 2-3 skriðdreka fremsta í flokki, en annars liðsflutningafarartæki. Sem lagði af stað á sunnudag. En fátt hefur borist af fréttum af för þeirrar liðssveitar síðan - - nema að það bárust óljósar fréttir af því að hún hefði mætt vegatálma.
Þetta sá ég sl. mánudag, á þriðjudag berast engar frekari fréttir af þessari lest farartækja. Svo ég verð að álykta. Að hún sé föst við þennan "vegatálma" og þannig standi mál hvað þá liðssveit varðar.
En á þriðjudag, var fjallað um það með umtalsverðu "fanfare" að herflugvöllur í grennd við borgina Kramatorsk hefði verið, eins og það var orðað af hálfu stjórnvalda í Kíev, frelsaður.
Skv. frásögn "Reuters" sem mér virðist mest trúverðug, þá var fámennum herflokki lent þar á tveim liðsflutningsþyrlum.
Sá herflokkur virðist hafa tekið sér stöðu á flugvallarsvæðinu, síðan urðu einhverjir pústrar við "innganginn" þar sem ekið er inn á svæðið, en þar var víst til staðar "vegatálmi" mannaður stjórnarandstæðingum.
- Það fara nokkrar mismunandi sögur af þeim pústrum.
- Skv. RIA-Novosti létu 4 lífið og tveir slösuðust.
- Frásögn yfirvalda er sú, að völlurinn hafi verið tekinn án nokkurs manntjóns eða líkamsmeiðinga.
- Skv. WSJ slösuðust 3.
- Skv. Reuters, þá voru einhver hundruð óbreyttra borgara við vegatálma við flugvöllinn, og það urðu pústrar og deilur milli þeirra og hermannanna, en undir kvöldið hafi þeir leitað inn í byggingarnar á flugvellinum. Skv. þeirri frásögn var ekkert manntjón. Vegatálminn sé enn mannaður mótmælendum, hermennirnir hafi ekki komist út fyrir flugvallarsvæðið.
Auk þessa, virðist að þyrlur hafi verið notaðar til að flytja fámenna herflokka til valdra staða á svæðinu, væntanlega vegna vegatálma mannaða af stjórnarandstæðingum.
- Það virðist a.m.k. ekki augljóst, að það hafi orðið mannfall.
Aðgerðirnar virðast bera því vitni, að menn eru logandi hræddir við "mannfall" - leitast í lengstu lög við að forðast slíkt. Um það getur ekki síst ráðið, vitneskjan um tugi þúsunda rússn. hermanna sem bíða gráir fyrir járnum nærri landamærunum við Úkraínu.
Niðurstaða
Það getur vel verið að aðgerðir stjórnvalda í Kiev, verði stærri að umfangi á miðvikudag, en þær voru á þriðjudag. En a.m.k. fram að þessu, sé ég fátt í þeim sem líklegt sé að skefla andstæðinga stjórnvalda á þeim svæðum þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta, en á þeim svæðum hefur andóf verið mest áberandi. Ef aðgerðir Kíev stjórnarinnar, ná ekki því umfangi að stjórnvöld nái stjórn á atburðarásinni, þá geta mál alveg æxlast með þeim hætti. Að Donetsk og Luhansk héröðin yfirgefi Úkraínu.
Á hinn bóginn, gæti verið skynsamt af hinni þjóðernissinnuðu stjórn. Að íhuga tilboð Pútins af fullri alvöru, þ.e. um stórfellt aukið sjálfræði einstakra svæða. Þ.e. að tekið verði upp "fylkja" fyrirkomulag í landinu. Og auðvitað að landið, samþykki að ganga aldrei í NATO.
Væri það virkilega óásættanlegt, t.d. að hvert svæði væri eins sjálfstætt og fylkin í Bandaríkjunum?
Það gæti verið eini möguleikinn, til að hindra að andóf í V-héröðum Úkraínu. Færist jafnvel alla leið yfir í borgarastríð.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2014 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.4.2014 | 14:05
Merkilegar breitingar í gangi á íslenska flokkakerfinu
Það sem virðist staðfestast - - er ný skipting stjórnmála á Íslandi skv. nýjum ás. Með öðrum orðum, að það sé að myndast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. samhliða hægri vs. vinstri skiptingu, er önnur skipting eftir nýjum ás milli "aðildarsinnaðra flokkar" og "sjálfstæðissinnaðra flokka."
Þetta minnir á flokkakerfi í Færeyjum þ.s. til staðar eru "sambandssinnaðir flokkar" og "sjálfsstæðissinnaðir" og einnig er hægri vs. vinstri skipting.
Þannig séð má líta á "aðildarsinna" sem okkar "sambandssinna."
Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn
Mjög áhugaverð greining á "hugsanlegu fylgi flokkanna."
Aðildarsinnaðir flokkar eru þá:
- Nýr hægri flokkur.
- Björt Framtíð.
- Samfylking.
Sjálfstæðissinnaðir flokkar eru þá:
- Sjálfsstæðisflokkur.
- Framsóknarflokkur.
- Vinstri Grænir
Mér finnst skv. ofangreindri hugmynd um hugsanlegt fylgi, samanlagt fylgi aðildarsinna ívið hátt.
En samanlagt fylgi þeirra hefur hingað til verið innan við 40%, þ.e. á bilinu rúmlega 30% í um 35%.
Í sl. kosningum, er samanlagt fylgi þeirra einungis 21,1%. Ef maður lítur ekki á fylgi Pírata sem aðildarsinnað fylgi. En höfum í huga að mörg atkvæði fóru líklega forgörðum í sl. kosningum í kraðaki flokka, sem gerði tilraun til að ná inn á þing. Vegna óánægju með síðustu stjórn, getur verið að fj. aðildarsinnaðra kjósenda hafi "ekki mætt á kjörstað."
Það sé heldur mikið, að fylgi aðildarsinna sé 42,8%. Þá það sé ekki mjög fjarri greiningu sem kom fram um daginn, þ.s. kjósendur voru spurðir um það hvort þeir gætu hugsanlega kosið nýjan hægri flokk. Þá var kringum 38% sem fannst það koma til greina, á móti rúmlega 60% sem fannst það ekki.
Það sé hugsanlegt að aðildarsinnum hafi fjölgað í kringum 40%. Þannig að skiptingin sé kringum 60/40.
Með Pírötum væri það í kringum 50/50. En þegar spurt hefur verið beint um afstöðu til aðildar, hefur a.m.k. hingað til afstaða kjósenda verið milli 35-40% með, rúm 60% á móti.
- Þannig að ég hallast að því að aðildarsinnaður hægri flokkur, fái líklega minna en 20%.
- Samt þó svo að slíkur flokkur væri með frekar öruggt líklegt fylgi um eða yfir 15%.
Það getur þítt að sá verði "stærsti aðildarsinnaði flokkurinn" í næstu þingkosningum.
Það er spurning hvað Samfylking gerir, en undir forystu Árna Páls hefur hún leitað nokkuð til hægri, kannski tilraun til að halda í "hægri krata" en ef þeir munu fara til nýs hægri flokks.
Þá gæti verið svigrúm fyrir Samfylkingu að leita aftur til vinstri, að naga eitthvert hugsanlegt aðildarsinnað fylgi úr þeirri átt. En ef Samfylking heldur núverandi "hægri slagsíðu" miðað við þegar Jóhanna Sigurðar stjórnaði. Þá gæti farið að þrengjast verulega um stöðu Bjartrar Framtíðar.
Fylgi BF gæti kreists verulega saman, undir þrístingi beggja aðildarsinnuðu flokkanna, sitt hvoru megin við BF á hægri vs. vinstri væng.
- Það væri auðvitað stór tíðindi, ef Sjálfsstæðisflokkurinn staðfestist sem flokkur á bilinu 20-26%. Hámarksfylgi hans verði hér eftir innan við 30%.
- Framsóknarflokkurinn ætti að geta fengið töluvert meir en 11,5%. Þ.s. "sjálfstæðissinnaðir kjósendur" eru ívið stærri hópur. Hann gæti t.d. verið jafn stór, aðildarsinnuðum hægri flokki.
- Stjórnarmyndun í framtíðinni, gæti orðið töluvert flóknari, ef hin nýja tvískipting flokkakerfisins staðfestist. En spurning um það, hvernig t.d. aðildarsinnum mundi ganga að ná að semja um stjórnarmyndun, við einhvern "sjálfstæðisinnaðan flokk" - en annars væri erfitt að sjá hvernig stjórnarmynstur getur orðið til sem býður upp á aðild sem hugsanlegan endapunkt.
Niðurstaða
Það eru merkilega hræringar í íslenska flokkakerfinu. Aðildarmálið klýfur þjóðina svo rækilega, að ný skipting stjórnmála á Íslandi sé að verða til. Þannig að flokkakerfið verði 2-falt. Bæði aðildarsinnaðir flokkar og sjálfsstæðissinnaðir flokkar, skiptist eftir hægri vs. vinstri ás.
Stjórnarmyndanir í framtíðinni geta þá líklega orðið ærið flóknar.
Kannski mun það leiða til "minnihlutastjórna" eins og sums staðar er algengt í Evrópu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2014 | 23:39
Það voru augljós mistök gerð í tengslum við SB Kef, Steingrímur J. er bara of þrjóskur til að viðurkenna það
Það er ekki furðulegt að í kjölfar útgáfu Sparisjóðaskýrslu Alþingis, þá vakni aftur upp umræðan í tengslum við óskaplegt tap ríkisins á SB Kef. Eins og er þekkt stóð SB Kef einungis uppi í 10 mánuði, frá því að ríkið bjó það fyrirtæki til úr rústum Sparisjóðs Keflavíkur. Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, fékk Steingrímur J. aðvaranir frá Seðlabanka og embættismönnum. Að það væri hæsta máta óráðlegt að leggja fé í þá hít sem rústir Sparisjóðs Keflavíkur voru. Og sem síðar kom á daginn.
Steingrímur J. - Steingrímur sér ekki eftir neinu
Gylfi Magnússon - Óhjákvæmilegt að reyna að bjarga þeim
Það er sannarlega rétt sem Steingrímur J. nefnir sér til varnar, að það hafi verið óhjákvæmilegt - að verja einhverju fé. Þegar Landsbankinn var látinn taka yfir innistæður þegar SB Kef féll 10 mánuðum síðar, þá þurfti ríkið að láta fylgja fjármagn með - borga með innistæðunum.
En þ.e. einmitt punkturinn, að Steingrímur J. neyddist til þess "hvort sem er" - hann hefði getað sleppt því að verja 30ma.kr. í endurreisn starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur sem SB Kef, fé sem hvarf í hítina.
30ma.kr. er ekki "skiptimynnt." Það munar alveg um 30ma. til eða frá.
Vandinn var, að þetta var langt í frá eina skiptið, sem Steingrímur J. beitti þrjóskunni fyrir sig, og hlustaði ekki á aðvaranir.
Önnur dýr mistök var þegar hann tók ekkert mark á aðvörunum þess efnis, að "gengistryggð lán" væru sennilega "ólögleg."
En þegar samið var um endurreisn bankanna, þá fylgdu með í kaupunum slík lán - sem bankarnir síðan voru neyddir til að afskrifa stórum hluta í kjölfar dóma Hæstaréttar. Þarna tapaðist mjög mikið fé.
Það má nefna annað dæmi til viðbótar, nefnilega þegar samið var um lán sem tengdist endurreisn Landsbanka Íslands, lán sem í dag Seðlabanki Íslands segir að verði að endursemja um - þ.s. fyrirséð er að Landsbanki geti ekki staðið við greiðslur. Og, einnig í það skiptið var Steingrímur J. varaður við - og það ítrekað. En öllum aðvörunum var hafnað af honum og einnig Gyfla Magnúss. Reyndar virtist Gylfi í öllum af þessum deilum, standa við hlið Steingríms J. og verja öll sömu mistökin.
Að sjálfsögðu, var versta þrjóskukastið í tengslum við "Svavars samninginn," þegar það var alveg sama hve mikið honum var mótmælt, hve hávært á Alþingi og úti í þjóðfélaginu - - í gegnum Alþingi skyldi honum þröngvað. Þó er erfitt að ímynda sé hvernig í ósköpunum Ísland hefði getað staðið við þær óskaplegu vaxtagreiðslur, sem sá samningur gerði ráð fyrir. Ég man enn eftir fullyrðingum Gylfa Magnúss. sem einnig stóð framarlega í þessari deilu, þegar hann hélt því fram að Svavars samn. væri "viðráðanlegur."
Niðurstaða
Ég held að það sem reynslan af stjórnvisku Steingríms J. og Gylfa Magnúss. kennir okkur. Sé að menn eigi að hlusta á "málefnalega gagnrýni." Það geti verið varasamt að "hlusta ekki." Ég er ekki að segja að stjórnvöld þurfi alltaf að - lúffa ef stefnan er gagnrýnd. Heldur það, að það sé rétt að taka málefnalega gagnrýni til raunverulegrar "íhugunar." En málið er að "fáir hafa alltaf rangt fyrir sér" og "enginn hefur alltaf rétt fyrir sér."
Kv.
Eins og margir ættu að hafa tekið eftir komu, Peningamál 2014/1, út í dag. Það er ekki svo að sú lýsing komi mér í opna skjöldu. Ég vissi að málin eru afskaplega snúin.
En þ.e. áhugavert að sjá þá lýsingu samt sem áður.
Greiðslubyrði erlendra lána og greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins: Greiðslubyrði erlendra lána þjóðarbúsins er þung og uppgreiðsla á erlendum skuldum innlendra aðila verður hröð á næstu árum. Samhliða því þurfa ríkissjóður og Seðlabankinn að endurfjármagna hluta af útistandandi skuldum til að nægjanlegur gjaldeyrisforði sé til staðar, sem er ein af forsendum þess að losun fjármagnshafta verði trúverðug.
Þetta ætti að vera ágætlega skiljanlegt, ef skuldastaða ríkissjóðs er ekki trúverðug - þá augljóslega getur staða gjaldmiðilsins vart heldur öðlast trúverðugleika. Að endurreisa trúverðuga skuldastöðu ríkissjóðs, er eitt af lykilatriðum þegar kemur að losun hafta.
Fyrir utan skuldir ríkissjóðs og Seðlabankans vegur skulda - bréf milli Landsbankans og LBI þyngst en endurgreiðslur af þeim ná fullum þunga á árinu 2015. Samkvæmt yfirlýsingu Landsbankans mun bankinn þurfa á endurfjármögnun að halda áður en kemur að gjald - dögum skuldabréfanna árið 2016 en sama ár er um 115 ma.kr. erlend skuld ríkissjóðs vegna gjaldeyrisforðans á gjalddaga.
Landsbanki virðist skv. þessu vera "ógjaldfær" nánast, þetta er þó staða sem legið hefur fyrir lengi. Eða alla tíð síðan að Steingrímur J. samdi um þetta lán - sem var greiðsla fyrir lánapakka sem færður var úr þrotabúi Landsbanka HF yfir í hinn nýja Landsbanka HF.
Miðað við upplýsingar sem Seðlabankinn hefur haldið á lofti varðandi þessa skuld, virðast mistök hafa verið gerð - þegar samið var um greiðsluskilmála á því láni.
Innlendir aðilar, þar með talinn Landsbankinn, hafa í nokkrum mæli safnað fyrir afborgunum næstu ára eða munu mæta þeim með sölu erlendra eigna. Að teknu tilliti til þess, auk varfærins mats á væntri endurfjármögnun, eru ófjármagnaðar afborganir fram til ársins 2018 um 550 ma.kr. eða sem nemur allt að 5,0% af lands - framleiðslu á ári.
Þetta er heldur ekki nýtt, hefur legið lengi fyrir. Ég velti fyrir mér í ljósi þess að gengi krónu hefur hækkað um rúm 11% sl. eitt og hálft ár - - af hverju þeirri gengishækkun var leyft að ganga fram?
En það er gríðarlega mikilvægt að viðskiptajöfnuðurinn sé "jákvæður" um nægilega hátt hlutfall, til þess að landið verði ekki "greiðsluþrota" hugsanlega.
Ég veit að neysla mun aukast, þar með mældur hagvöxtur og skatttekjur ríkisins - við það minnkar hallarekstur a.m.k. til skamms tíma á ríkinu.
En ef það þíðir, að ekki verði nægur gjaldeyrir fyrir framtíðar afborgunum, mun ríkinu refsast og það harkalega á allra næstu árum.
Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 jákvæður um 82 ma.kr. eða 4,6% af landsframleiðslu. Spá Seðlabankans bendir hins vegar til þess að viðskiptajöfnuðurinn verði óhagstæðari á næstu árum og snúist fljótlega í halla, m.a. vegna lækkunar húsnæðisskulda. Samkvæmt spá bankans mun inn - flutningur aukast í kjölfar skuldalækkunarinnar og viðskiptajöfnuður versna vegna þessa um sem nemur 1% af landsframleiðslu á ári sem jafngildir um 100 ma.kr. á næstu fimm árum. 4 Ef hins vegar er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður verði á næstu árum jafn meðaltali síðustu þriggja ára, þ.e.a.s. 3,5% af landsframleiðslu, eru afborganir erlendra lána um 100 ma.kr. umfram viðskiptaafgang á árunum 2014 til 2018.
Ef gengið hefði ekki hækkað - - en það eru höft og það á að vera unnt að stýra genginu. Þá hefði viðskiptajöfnuðurinn haft stærri afgang, það hefði verið því mögulegt að láta Seðlabankann safna hraðar upp gjaldeyrisforða.
Þó tæknilega sé unnt að greiða lán með því að slá ný - þá er ekki öruggt að þau verði hagstæðari en þau sem þá eru greidd upp, jafnvel ekki öruggt að þau verði eins hagstæð.
Það sé verið að taka "óþarfa" og líklega "óskynsama" áhættu - að láta gengið hækka í takt við hækkandi gjaldeyristekjur.
Skynsamara hefði verið að notfæra sér aukningu gjaldeyristekna, til þess að byggja hraðar upp eignasjóð Seðlabanka.
Nauðsynlegt er að viðhalda myndarlegum afgangi af utanríkisvið - skiptum á næstu árum til þess að standa undir þungri greiðslubyrði. Til að ná því markmiði þarf þjóðhagslegur sparnaður að vera svipaður og á síðasta ári og aukast síðan samfara aukinni fjárfestingu. Auk þess þarf að lengja í erlendri fjármögnun innlendra aðila og vegur skuld Landsbankans við LBI þar þyngst. Slíkar aðgerðir myndu draga verulega úr áhættu tengdri greiðslujöfnuði þjóðarbúsins og liðka fyrir losun fjármagnshafta.
Þetta er algert lykilatriði - það má ekki taka óþarfa áhættu með greiðslustöðu þjóðarbúsins, þegar hún er bersýnilega svo tæp.
Núverandi afborgunarferill erlendra lána þjóðarbúsins veitir að öðru óbreyttu ekkert svigrúm fyrir annað útflæði, svo sem því sem tengist nauðasamningum föllnu bankanna, skammtímakrónueignum erlendra aðila eða losun fjármagnshafta nema annað fjárstreymi komi á móti.
Ef staðan er gerð þannig þrengri en hún þarf að vera, þá einnig flækir það fyrir og líklega tefur - losun hafta.
Betra aðgengi innlendra aðila að erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum er forsenda stöðugleika á komandi árum. Þungur afborgunarferill á erlendum lánum er ein helsta áhættan í fjár - málakerfinu í tengslum við losun hafta.
Það þarf vart að nefna, að hröð upphleðsla eignasjóðs í Seðlabanka, mundi skapa bætt traust á stöðu landsins gagnvart erlendri skuldastöðu þess, og þannig - stuðla að hagstæðari lánskjörum.
Þegar menn íhuga að endurfjármagna lán.
Uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð Eignir Glitnis, Kaupþings og LBI eru nú metnar á um eina og hálfa landsframleiðslu, þar af eru innlendar eignir um 38% en hlutfall inn - lendra krafna er einungis tæplega 6%. Að öðru óbreyttu mun tæplega hálf landsframleiðsla af innlendum eignum koma í hlut erlendra kröfu hafa.
Þetta er ekkert smáræði - 50% af þjóðarframleiðslu, af fé - sem kröfuhafar hafa rétt á að fá. Og þ.e. ekki til fjármagn til þess að losa það fé.
Þetta er "gordíons"-hnútur sem þarf lausnar við:
- Viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins veitir ekki svigrúm fyrir útflæði krónueigna búanna og hindra verður fyrirsjáanlegt ójafnvægi í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins af útgreiðslum þeirra með því að draga úr vægi innlendra eigna í eignasöfnum þeirra.
- Engar ákvarðanir liggja fyrir um framhald slitameðferðar búanna.
- Mikilvægt er að slitameðferðin hafi ekki neikvæð áhrif á greiðslu jöfnuð þjóðarbúsins og að slit búanna raski hvorki stöðugleika í bráð né lengd.
- Að loknum slitum þarf aðgengi innlendra aðila að erlendum lánamörkuðum að vera til staðar á viðráðanlegum kjörum, en það er forsenda langtímalausnar greiðslujafnaðarvandans.
Það versta við þetta er að forsendurnar virðast vart vera samræmanlegar - þ.e. útiloka hverja aðra.
- Lausnin er samt alveg nægilega sýnileg - það þarf að "afskrifa sem mest af þessu fé"!
- Þetta eru of stórar upphæðir, til þess að það sé raunhæft að ríkið taki þetta á sig sem skuld.
- Og þetta eru að auki líklega það stórar upphæðir, að losun hafta með þær ólosaðar eða ekki verulega minnkaðar eða afskrifaðar, mundi skapa "óskaplegt gengisfall."
- Ég fjallaði um það í gær - hvernig ég tel rétt að leysa þennan "Goríons"-hnút: Hvaða leið mæli ég með til losunar hafta, fyrst að ég tel leið aðildarsinnanna í Alþjóðamálstofnun ófæra?
Niðurstaða
Mér virðist að Íslendingar séu ekki að standa sig nægilega vel í aðhaldi. Það er ljóst af tölum er sína að framreiknað er gjaldeyrisforði ekki "nægur" fyrir útistandandi framtíðar afborgunum. Ísland hefði ekki átt að láta gengið hækka um 11% rúm sl. rúmt ár. Þess í stað hefði átt að halda genginu föstu - og frekar láta það fé renna inn í sjóði Seðlabanka. Enda í ljósi þess hver staðan er - getur það ekki annað en styrkt stöðu landsins. Að safna sem örast upp gjaldeyrisforða.
Það bætir stöðuna að öllu leiti, þ.e. samningsstöðu gagnvart kröfuhöfum - traust gagnvart erlendum fjármálastofnunum sem meta framtíðar greiðslugetu landsins og þannig stuðlar að lægri framtíðar vöxtum - og ekki síst flýtir fyrir lækkun skulda sem einnig eflir traust.
Það eru því augljós mistök "tel ég" að hafa látið þessa gengishækkun ganga fram.
------------------------------
Ps: Fyrir áhugasama bendi ég á eftirfarandi greiningu AGS á fjármálalegum stöðugleika helstu landa heims: FISCAL MONITOR April 2014
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2014 | 23:16
Hvaða leið mæli ég með til losunar hafta, fyrst að ég tel leið aðildarsinnanna í Alþjóðamálstofnun ófæra?
Svar: sú leið sem Lilja Mós. stakk upp á, á umliðnu kjörtímabili. Það er að Ísland framkvæmi gjaldmiðilsskipti, með öðrum orðum skipti út krónum fyrir nýjan "eigin" gjaldmiðil, sem má þess vegna heita króna.
Fyrir þessu er fordæmi, en Þýskaland hefur þrisvar sinnum skipt út ónýtum gjaldmiðlum - fyrst í kjölfar óðaverðbólgunnar á 3. áratugnum, í öðru lagi eftir Seinna Stríð er Bundesmark tók við af Reichsmark er var þá orðið algerlega verðlaust, síðan í þriðja lagi þegar gjaldmiðill A-Þýskalands var lagður niður en peningalegar eignir færðar yfir í Bund með afföllum.
- Það er einmitt hugmyndin, að færa peningalegar eignir yfir - - með afföllum.
Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ: Aðildar- viðræður Íslands við ESB. Kemur fram umfang svokallaðs "færsluvanda" Íslands, þ.e. umfang þess fjármagns sem líklega mun leita út úr landinu ef höftin eru losuð.
Bls. 40.
- "Samkvæmt síðasta mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá ágúst síðastliðnum telja krónueignir erlendra aðila um 60-70% af landsframleiðslu þar sem bæði er um að ræða eftirstöðvar af eignum vaxtarmunarfjárfesta (20% af VLF) og síðan krónueignir þrotabúanna (40-50% af VLF).
- Færsluvandamálið er þó mun víðtækara en það, þar sem fjölmargir innlendir aðilar vilja einnig flytja verðmæti frá íslenska myntsvæðinu, svo sem til þess að ná fram áhættudreifingu með því að bæta erlendum eignum í eignasafn sitt.
- AGS metur það að svo að uppsöfnuð fjárfestingarþörf íslenskra aðila, s.s. lífeyrissjóðanna, nemi um 30-45% af landsframleiðslu Íslands. Samanlagt slagar færsluvandi Íslands upp í 100% af landsframleiðslu."
Takið eftir - - 100% af þjóðarframleiðslu.
- Þetta er það mikið, að ég er viss að skv. því er sú leið, að losa höft og frysta lánskjaravísitöluna þar með ófær.
En krónan mundi þá falla líklega rúmlega 90%. Evran mundi sennilega kosta í kjölfarið nokkra þúsund kalla. 10.000 kallinn verður sennilega minna virði en 50 kall er í dag. Verðlag mun hækka ekki 100% heldur nær lagi, nokkur hundruð prósent. Verðbólga færi sennilega í sögulegar hæðir.
- Ég tel mig ekki vera að mála skrattann á vegginn!
Þetta er algerlega leysanlegt með gjaldmiðilsskiptum
Sennilega þarf að færa fjármagn á milli með 70% afföllum a.m.k. Þá mundi skaflinn minnka úr 100% af þjóðarframleiðslu, í 30%. Sem væri viðráðanlegt.
- Vandinn við þetta, að vegna jafnræðisreglu ESB, og vegna stjórnarskrávarðra eignaréttinda, er líklega ekki unnt að "mismuna" eftir því hver er eigandi fjármagns.
- Þannig að sama reglan þarf þá að gilda í öllum tilvikum, hvort sem eigandi fjármagns er Íslendingur, lífeyrissjóðir, ísl. fyrirtæki eða erlend, útlendir einstaklingar o.s.frv. Og einnig óháð því á hvaða formi það fjármagn er, þ.e. lausafé, skuldabréf, víxlar, afleiður o.s.frv.
- Það ætti þó að vera mögulegt, að skipta t.d. fyrstu 10 millj. af hverri upphæð skv. 1/2. t.d. ef menn vilja að smáar upphæðir afskrifist minna.
Bendi einnig á pistil Gunnars Tómassonar hagfræðings: Draumsýn og veruleiki.
Þar varar hann við annarri leið, sem einnig er í umræðunni - - ég er ekki viss hvort hann hefur rétt fyrir sér, en ekki heldur að hann hafi rangt fyrir sér. Ég tel a.m.k. óvissu augljósa hvort sú leið sé fær.
Það sé a.m.k. hugsanlegt að ísl. ríkið mundi lenda í alvarlegum málaferlum á erlendri grundu.
- Aftur á móti tel ég ekki hættu á því ef "gjaldmiðilsskiptaleiðin" er farin, þ.s. þá verða allir beittir sömu reglu, engum mismunað - svo þá ætti enginn erlendur dómstóll geta skipt sér af.
Hvað með laun?
Ég held að þau mundu ekki lækka 70%. Þetta er ekki "gengisfelling." Ég held að augljóst sé, að atvinnulíf mundi "greiða áfram sömu laun" til þess að viðhalda friði á vinnumarkaði, til þess að ógna ekki kjarasamningum.
Á hinn bóginn, mundi skuldir allra lækka 70%. Sem bundnar eru í krónum.
Þannig að aðgerðin mundi gríðarlega bæta fjárhag heimila, og annarra sem skulda.
Á móti, verður lífeyriskerfið fyrir miklu tjóni - - sem þarf að bæta a.m.k. að einhverjum hluta. En eignir þess skerðast að sjálfsögðu einnig, 70%. Þ.e. allar krónueignir. Ekki erlendar eignir.
- Það ætti tæknilega að vera mögulegt, að ríkið samþykki að láta lífeyrissjóðina fá "skuldabréf" á ríkið, til að rétta þann halla af, að verulegu leiti.
Það þíddi auðvitað umtalsverða skuldsetningu ríkisins til viðbótar, sem líklega þarf að mæta með hærri sköttum og niðurskurði í rekstri ríkisins.
- En á móti bendi ég á, að ríkið er ekki skv. þessari áætlun, að lenda í nokkrum viðbótar gjaldeyrisskuldum.
- Skuldir í eigin gjaldmiðli, eru eðli málsins alltaf minna áhættusamar.
Og ítreka, að almenningur mundi fá verulega kjarabót á sama tíma, með gríðarlegri lækkun skulda.
Atvinnulíf mundi einnig sjá sambærilega kjarabót, þ.s. þess skuldir í krónum yrðu einnig afskrifaðar með þessari leið, að sama hlutfalli.
Þannig að búast mætti við - - > mjög mikilli aukningu innlendrar fjárfestingar í kjölfar aðgerðarinnar.
Sem þíddi stórfellt bætta hagvaxtarmöguleika næstu árin, þannig að sú skuldsetning sem ég er að tala um, að lendi á ríkinu þegar ríkið "styður við lífeyriskerfið" verði því viðráðanleg.
- Og ekki síst, um leið og aðgerðinni er að fullu lokið, þ.e. skiptin hafa klárast.
- Ársfrestur til að skipta gömlu fé er liðinn, þá má losa höft strax.
Ef undirbúningur væri hafinn t.d. á þessu ári, ætti að vera mögulegt að losa höft með þessari leið, áður en kjörtímabili er lokið.
Niðurstaða
Ég veit ekki um neina aðferð sem sé skilvirkari við það að losa um haftavandann, heldur en gjaldmiðilsskiptaleiðin. En þessu fé þ.e. að umfangi 100% af þjóðarframleiðslu. Þarf að eyða upp. 70% afskrift þess er örugglega nærri lagi. Þá eins og ég benti á, verði skaflinn eingöngu 30%. Sem sé viðráðanleg stærð til haftalosunar.
Gengissveifla í kjölfar haftalosunar ætti þá ekki að vera stór í sniðum. Vegna stórfelldra afskrifta innlendra peningalegra eigna, ætti í kjölfar haftalosunar með þessari aðferð. Að skapast mjög kröftugur hagvöxtur, ásamt því að fjárfesting ætti að verða mjög öflug a.m.k. nokkur ár í kjölfarið.
Atvinnuleysi ætti því að hverfa fljótt. Kröftugur hagvöxtur ætti að auki að bæta fremur hratt lífskjör í landinu, til viðbótar þeirri betrumbót þeirra sem yrði vegna afskriftar peningalegra eigna.
Með auknum hagvexti, vegna aukinna fjárfestinga, ættu erlendar skuldir lansdins að lækka fyrr en ella.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar er að mörgu leiti merkilegt plagg, og hvet ég alla til að lesa hana: Aðildar- viðræður Íslands við ESB. Það sem ég hjó sérstaklega eftir. Er kaflinn þar sem rætt er um hugsanlegar leiðir til losunar hafta. Meginhugmynd þess sem ritar þann kafla. Virðist sú að Ísland mundi fara inn í - "annað björgunarprógramm." Hjá höfundi gætir þó finnst mér óhemju bjartsýni um það að tilboð ísl. ríkisins til aðila sem eiga fé hér um að fara af landi brott með það fé, mundi ekki vera tekið af mörgum - vegna hins meinta trúverðugleika sem fyrirheit um evruaðild og aðstoð "ECB" mundi skapa. En hver skuldsetning ríkisins verður stendur augljóslega og fellur á þeim punkti.
- Höfundur telur að fyrirheitið eitt að ætla sér inn í evruna sé lykilatriði er muni hafa mjög jákvæð áhrif til þess að efla traust á innlenda fjármálakerfinu.
- Svo mikil verði áhrif þess fyrirheits, að ofan í það traust - muni sennilega duga til að fá "lánalínur" frá AGS og ESB, tilvist þeirra ein og sér ofan í traustið vegna fyrirheits evrunnar, mundi duga til að skapa nægan trúverðugleika.
- Þannig að það verði enginn umtalsverður fjármagnsflótti, ekki komi til nein umtalsverð viðbótar skuldsetning ríkisins.
bls. 41.
"Sú aðstoð ESB sem skiptir langmestu máli felst annars vegar í þeim trúverðugleika sem stuðningur Seðlabanka Evrópu skapar og hins vegar í því fyrirheiti að íslenskar krónur breytist í evrur innan ákveðins tíma með aðild landsins að myntbandalaginu. Gjaldeyrismarkaðir eru í eðli sínu framsýnir og bregðast við um leið og aðildarsamningur hefur verið samþykktur, og þar með breytast allar forsendur til afnáms hafta á svipstundu til hins betra."
Vandamálið við þetta - sem kemur fram innan skýrslunnar, er að "höftin á Kýpur eru enn uppi."
Ef það eflir svo gríðarlega trúverðugleika ísl. fjármálakerfisins, fyrirheitið eitt og sér, að stefna að aðild að evru - - af hverju í andskotanum hafa höftin á Kýpur ekki farið af enn?
Þarna er augljóslega algerlega sannfærður evrusinni að skrifa - - ég ætla ekki að tína til margt. En í skýrslunni úir og grúir af "hæpnum" fullyrðingum - sem þessi að ofan er gott dæmi um.
Það áhugaverða er, að hann fjallar síðan sjálfur á öðrum stað um þann kostnað sem Ísland stendur frammi fyrir - - og í ljósi þess. Er ég algerlega gáttaður á því, að hann virðist virkilega halda. Að trúverðugleika vandinn sé leystur við það eitt. Að ætla inn í evruna og slá lán.
Færsluvandi Íslands!
Bls. 40.
- "Samkvæmt síðasta mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá ágúst síðastliðnum telja krónueignir erlendra aðila um 60-70% af landsframleiðslu þar sem bæði er um að ræða eftirstöðvar af eignum vaxtarmunarfjárfesta (20% af VLF) og síðan krónueignir þrotabúanna (40-50% af VLF).
- Færsluvandamálið er þó mun víðtækara en það, þar sem fjölmargir innlendir aðilar vilja einnig flytja verðmæti frá íslenska myntsvæðinu, svo sem til þess að ná fram áhættudreifingu með því að bæta erlendum eignum í eignasafn sitt.
- AGS metur það að svo að uppsöfnuð fjárfestingarþörf íslenskra aðila, s.s. lífeyrissjóðanna, nemi um 30-45% af landsframleiðslu Íslands. Samanlagt slagar færsluvandi Íslands upp í 100% af landsframleiðslu."
Takið eftir þessu gríðarlega umfangi "færsluvandans" sem er ágætt orð yfir vandamálið. Stærstu aðilarnir í lið 2-eru lífeyrissjóðir.
Munum að Kýpur lenti í færsluvanda, mér finnst merkilegt hversu "blasé" hann er með þá trú sína, að þessi vandamál verði ekki erfið úrlausnar - þegar Ísland hefur gengið inn í ESB, hefur ákveðið að taka upp evru, og fengið lánalínur frá AGS og Seðlabanka Evrópu. Þ.e. líka áhugavert, að hann talar seinna í skýrslunni, eins og að "færsluvandi" sé óhugsandi loks þegar inn í evruna sé komið - þó er Kýpur í færsluvanda sem enn er óleysanlegur.
- Mér finnst virkilega blasa við - sbr. vanda Kýpur þ.s. brast á fjármagnsflótti - að ef Ísland slær lán eins og hann leggur til, þ.e. fær lánalínur.
- Þá muni þeir sem eiga fé, notfæra sér málið - - til að taka sitt fé úr landi.
En ég sé ekki nokkra hvatningu fyrir þá aðila til að gera það ekki - - en það ætti að blasa við hverjum og einum að ef "færsluvandinn er" 100% af þjóðarframleiðslu, og á sama tíma skuldar landið þegar 100% af þjóðarframleiðslu.
Þá brýst út allsherjar fjármagnsflótti - - um leið og gáttir eru opnaðar, eins og hann leggur til. En einmitt vegna þess, að aðilarnir munu vita, að Ísland er einungis fært um "takmarkaða skuldsetningu" og samtímis mun það væntanlega eiga við að þær "lánalínur munu í reynd vera takmarkaðar," þ.s. enginn mun augljóslega veita Íslandi "ótakmarkaða úttekt."
Þá ertu þvert á móti með uppskrift af "fullkomnum fjármagnsflótta-stormi."
- Sá mundi þá standa þangað til, að AGS og Seðlabanki Evrópu, annaðhvort - - klippa á lánalínurnar - eða takmarkaðar lánalínur þrjóta.
Þá veit ég ekki í hvaða skuldsetningu ísl. ríkið mundi vera statt í.
En líkur á þjóðargjaldþroti eftir slíka æfingu tel ég að væri yfirgnæfandi!
Niðurstaða
Ég mæli eindregið gegn þeirri hugmynd að losun hafta sem sett er fram í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. En ég tel næsta fullvíst, að ef sú leið mundi vera prófuð - mundi það skila hvorki meira né minna, en landinu í þjóðargjaldþrot.
Það er stórfelldur vandi fyrir alla kenninguna sem sett er fram í skýrslunni, þ.s. haldið er að evru-upptaka geti tekið 3 ár. Hlægilegt - brandari. Þ.s. fullyrt er að lágir vextir taki nánast við frá fyrstu dögum er evra væri upp tekin. Að höftin á Kýpur skuli enn vera uppi.
En það bendir til þess, að evruaðild sé ekki slíkt úrslita-atriði um trúverðugleika lands, og höfundur heldur fram.
Ef skaflinn er 100% af þjóðarframleiðslu, á sama tíma og landið skuldar 100% af þjóðarframleiðslu. Þá er augljóslega algerlega ófært að ætla að losa höft með lánalínum, þ.s. aðilum er boðið upp á að flytja féð sitt héðan og skuldsetja ríkið samtímis. Lánalínurnar mundu að sjálfsögðu ekki skapa það ástand trúverðugleika, sem höfundur heldur fram. En líklega mundi AGS og "ECB" ekki treysta sér til að lána svo mikið þ.e. 100% til viðbótar vegna augljóss greiðsluþols vanda landsins. Þannig að líklega væri lánsfé í boði smærra en þau 100% sem til þarf ef féð á að duga til að hleypa út öllum skaflinum. Ekki síst þess vegna, yrði líklega sá snöggi fjármagnsflótti sem ég tel að verði ef þessi leið væri farin. Aðilar mundu keppast við að færa sitt fé þangað til að féð mundi klárast, eða erlendu aðilarnir mundu klippa á lánalínurnar.
Auðvitað mundi þá haftavandamál Íslands hafa magnast um allan helming, með kannski skuldsetningu ríkisins á bilinu 160-180% jafnvel. Fer eftir hvenær "ECB" og AGS hefðu sett tappan í eða hve há lánin voru áður en þau tæmdust.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2014 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fljótt á litið virðist útkoman vera - ippon. Þ.e. kennarar hafi unnið fullkominn sigur. En ef marka má yfirlýsingar sigurhrósandi talsmanns kennara. Þá er um að ræða afskaplega "hressilegar hækkanir."
Þ.s. ég velti fyrir mér varðandi áhættu ríkisstjórnar er eftirfarandi:
- Ríkisstjórnin þarf að ná fram stöðu þ.s. verðbólgan er sem næst markmiðum Seðlabanka, og ekki síst að hún sé sæmilegs stöðug sæmilega nærri því markmiði.
- Ríkisstjórnin þarf að auki að ná fram markmiðum í því að koma hömlum á vöxt útgjalda ríkisins, vegna þess að það þarf að sína fram á að ríkisstjórnin, geti komið hömlum á vöxt skulda ríkisins.
- Hagvöxtur er mikilvægt atriði, en hin atriðin þurfa að vera með í lestinni.
Háar launahækkanir:
- Geta sannarlega skapað verðbólgu.
- Og þær geta sannarlega ógnað markmiði ríkisstjórnarinnar, varðandi stjórnun útgjalda og því tilraunum til að skapa tiltrú á getu ríkisins, við það að hafa stjórn á uppsöfnun skulda.
- Það þíðir, að háar launahækkanir - - geta grafið undan því höfuðmarkmiði ríkisstjórnarinnar að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
Spennt og sátt með nýjan kjarasamning
Illugi Gunnarsson - Samningurinn stórt skref í rétta átt
Mér finnst viðtalið við Illuga áhugavert - en hann getur ekki neitað því að um "stórar launahækkanir er að ræða" en segist fagna því að tekist hafi að bæta kjör kennara.
Að auki getur hann ekki neitað því að útgjöld ríkisins aukist, en bendir á móti á markmið um endurskipulagningu skólastarfsins sem hafi að hans mati náðst.
Fram kemur í máli Guðríður Arnardóttur formanns félags Framhaldsskólakennara:
"Vinnufyrirkomulag kennara mun breytast, og það metið með allt öðrum hætti - í stað fastra tíma á bakvið hvern áfanga þurfi að meta hvern áfanga fyrir sig, t.a.m eftir fjölda nemenda og umfangi áfangans."
Í máli Gunnars Björnssonar samningamanns ríkisins kemur fram:
"Samningurinn nær til októbermánaðar 2016 og felur í sér sex prósent launahækkun." - "Aðrar hækkanir eru háðar nýju vinnumati, en þær geta gert það að verkum að hækkunin nemi samtals 29 prósentum yfir samningstímann..."
-------------------------------------
Bendi á að ríkisstjórnin gerði einungis skammtímasamning við ASÍ til eins árs.
Það verði í kjölfarið ákaflega forvitnilega að fylgjast með því, hvaða áhrif kjarasamningar við kennara munu hafa á kröfugerð almennt á vinnumarkaði.
Ég skal ekki neita því að kennarar eiga skilið hærri laun, að kennarastarfið er ákaflega mikilvægt. Að samfélagið líklega "græði á því" að launa kennarastarfið vel.
En það þarf líka að ná tilteknum "skemmri tíma" markmiðum um losun hafta, þá þarf eins og ég benti á að ofan, verðbólga að vera lág og ríkið búið með aðgerðum sínum í eigin rekstrarmálum að skapa það hámarks traust sem það framast getur náð fram.
Eru þau markmið samræmanleg? Eða þarf annað að láta undan?
Það verður því ákaflega áhugavert að fylgjast með næstu mánuðum, en það eru flr. kjarasamningar útistandandi. Síðan næsta hausti, en þá ættu samningar milli ASÍ og SA að hefjast að nýju.
Niðurstaða
Ef það hefst "stéttastríð" hér þ.s. hópar launamanna hver á eftir öðrum koma fram, og heimta tveggja stafa prósentu launahækkanir, þá gæti markmið ríkisstjórnarinnar um losun hafta fyrir lok kjörtímabils komist í mikla hættu. En þá gæti verðbólga farið í tveggja stafa tölu. Og útgjöld ríkis gætu farið illilega úr böndum.
Í ljósi þess hve mikilvægt þ.e. fyrir stjórnarflokkana að ná fram markmiðinu um haftalosun, hélt ég að ríkisstjórnin mundi vera til muna harðari á því markmiði sem var áður yfir líst. Að launahækkanir væru einungis upp á 2%.
En nú virðist búið að fleygja því markmiði út um gluggann? Hefur þá markmiðinu um haftalosun einnig verið fleygt?
Kv.
Hlekkur á könnunina má finna: Tæp 40% myndu hugleiða nýtt framboð hægrimanna.
Það sem mér finnst vert athygli - er hve prósenta þeirra sem geta hugsað sér að kjósa slíkan flokka, rímar vel við þ.s. hefur lengi verið tilfinning mín í gegnum árin.
Að sé ca. fylgi aðildarmálsins meðal þjóðarinnar.
Þ.e. á milli 35-40%.
Það ætti ekki að koma á óvart, að aðildarsinnuðum kjósendum - getur komið til hugar að kjósa aðildarsinnaðan flokk.
"Þannig kæmi framboðið til greina hjá 52,3% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum, 48,7% Sjálfstæðisfólks, 42,7% Pírata, 35,9% Framsóknarfólks, 30,1% Samfylkingarfólks og 20,0% Vinstri-grænna."
Það kemur sennilega ekki á óvart að kjósendur Pírata eða BF geti hugsað sér að kjósa slíkan flokk - - en athygli vekur hve margir sem segjast vera Sjálfsstæðismenn, taka einnig undir slíkt.
Merkilega margir kjósendur Framsóknar, miðað við harða andstöðu flokksins sem lá alltaf skýr fyrir gagnvart aðildarmálinu. En kannski kaus nokkur hópur flokkinn út á aðgerðir flokksins fyrir heimilin, sem er ef til vill þrátt fyrir allt - í þeim hópi sem til er í það að íhuga aðild.
Það hefur verið tilfinning mín um nokkurra ára skeið, að 2-falt flokkakerfi sé í þróun!
Um sé að ræða að stjórnmál hér séu sennilega að endurtaka gamlan klofning frá því fyrir 1920, þegar aðalklofningurinn snerist um mismundandi afstöðu gagnvart sjálfstæðismálinu. Tímabil svokallaðra "sjálfsstæðisstjórnmála."
- En ég tel að ísl. stjórnmál, séu að klofna um aðildarmálið - - þvert á hægri vinstri ásinn.
- Og út af því sé að þróast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. á endanum geti verið búið að þróast kerfi þ.s. til sé staðar aðildarsinnaður hægri flokkur, á móti honum hægri flokkur sem sé sjálfstæðissinnaður. Síðan með sama hætti - tveir miðflokkar. Síðan tveir vinstriflokkar.
- Píradar virðast einhvers staðar úti í mýri - í þessu samhengi þó.
Ég held að klofningur þjóðarinnar vegna aðildarmálsins - - muni hindra að verulegu leiti flakk fylgis milli Sjálfsstæðisflokks, og fræðilega nýs hægri flokks er væri "frjálslyndur" -en það orð er nánast orðið í dag að kóða orði fyrir það að vera aðildarsinnaður meðal aðildarsinna í dag- þegar stefna slíks flokks væri orðin sæmilega vel kynnt.
Í dag liggur hún eðlilega ekki fyrir - - margir geta ruglast í ríminu, vegna frasans "frjálslyndur".
Það eru ekki allir sem skilja eða fatta, að "aðildarsinnar meina það í þeirri merkingu að flokkurinn væri aðildarsinnaður."
Þ.e. ekki ólíklegt, að nokkur hluti svarenda - sé að tjá óánægju með núverandi forystu, án þess að í reynd er á hólminn væri komið. Að þeir mundu í raun og veru vera líklegir kjósendur.
- Hægri sinnaður flokkur aðildarsinna muni líklega einungis keppa um atkvæði aðildarsinna, við aðra flokka aðildarsinna.
- Í því samhengi, sé því líklega eðlilegt - - að BF stafi einna mest hætta af slíkum hugsanlegum flokki.
- Og það sé alveg hugsanlegt að nokkur hópur Sjálfsstæðismanna, mundu kjósa slíkan flokk.
Líklegt fylgi gæti verið á bilinu 10-15%. Meðan að Sjálfsstæðisflokkur, gæti minnkað í það að haldast í því fari að vera alltaf innan við 30%.
Megin spurningin verði hvernig aðildarsinnar mundu skiptast milli aðildarsinnaðra flokka - - skv. könnuninni að ofan, væri minnst hreyfing á fylgi Samfylkingar meðal flokka aðildarsinna.
Ég á alls ekki von á að slíkur flokkur - -finni ógrynni af nýjum aðildarsinnum.
Því meir sem flokkum aðildarsinna muni fjölga, verði hver þeirra flokka fyrir sig - smærri.
Fjöldi þeirra þ.e. hlutfall meðal þjóðarinnar, hafi haldist ákaflega stöðugt í meir en 10 ár. Þ.e. á ca. svipuðu bili og könnunin að ofan sýnir að geti hugsað sér að kjósa flokk sem Þorsteinn Pálsson mundi fara fyrir.
Niðurstaða
Ég hef nefnt það áður. Að ég hef ekki endilega neitt á móti því. Að flokkum aðildarsinna fjölgi. Þannig að þau ca. 35-40% þjóðarinnar sem virðast aðildarsinnuð. Skiptist yfir hægri vinstri ás á flokka sem þá skipta þeim atkvæðum á milli sín.
Á sama tíma, festist sjálfstæðissinnaði helmingurinn á flokkakerfinu einnig í sessi, og þar verði einnig hægri vs. vinstri skipting.
Það auðvitað þíði, að flokkarnir verði fleiri og almennt smærri. Sem má vera að geti flækt stjórnarmyndun í framtíðinni. Sjálfstæðisfl. líklega minnki í að vera milli 20-30. Í stað þess að hafa oft áður verið milli 30-40%. Meðan að Samfylking með fjölgun flokka aðildarsinna, sé ólíkleg að stækka umfram 20%. 20% geti verið ca. hámarks fylgi hennar eftir fjölgun flokka aðildarsinna, kannski líklegra að hún haldist innan við 20%.
BF og hugsanlega Píradar einnig, gætu kannski einna helst orðið fyrir barðinu á nýjum hægri flokki. Ef af verður.
Kv.
Fríverslunarsamningur við Kína gæti orðið næsti fríverslunarsamningur Evrópuríkja, í kjölfar á fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Ef forseti Kína, Xi Jinping fær einhverju um ráðið.
En í Evrópuför sinni virðast viðskipti hafa verið megin umræðuefnið, burtséð frá því hvaða ríki hann heimsótti, og einnig þegar hann átti fund í höfuðstöðvum Framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Skv. því sem kemur fram í fréttaumfjöllun, er Evrópa mikilvægasta viðskiptasvæði Kína. Á sama tíma er Kína 2-mikilvægasta viðskiptaland Evrópu - á eftir Bandaríkjunum.
Þetta setur kjánalega neikvæða umræðu hérlendis - þ.s. leitast er við að varpa upp neikvæðri sýn á áhuga Íslands á auknum viðskiptum við Kína; í áhugavert samhengi.
En flest það fólk sem er háværast í gagnrýni á þennan áhuga ísl. stjv., virðist áhugasamt um aðild Íslands að ESB. Miðað hvernig umræðan hljómar, virðist nánast að þetta ágæta fólk hafi ekki nokkra hugmynd um gríðarlegt umfang viðskipta Evrópu og Kína. Né að það átti sig á því að milli Evrópu og Kína sé til staðar gagnkvæmur áhugi á að efla þau viðskipti -- enn frekar.
France strives to improve its trade position with China
Xi Wraps up German Visit with Economic Highlights
Xi Jinping brings panda diplomacy to Brussels
China's Xi receives royal welcome in Belgium before EU talks
France and China should take the lead in forging Sino-EU relations, says Xi Jinping during tour
Myndin sýnir þegar Filippus konungur Belgíu sæmir Xi Jinping heiðursriddaranafnbót. Þetta er dæmi um þann fáránleika sem gjarnan einkennir slíkar heimsóknir.
"In the palace's Empire Room, the king bestowed the Order of Leopold on Xi..."
Ekki þekki ég akkúrat hver er hefðin að baki Leopold orðunni, en skv. "Wikipedia" þá er erfitt að sjá að forseti Kína sé réttmætur orðuhafi sbr: Order of Leopold
- It is the highest order of Belgium and is named in honour of King Leopold I.
- "The decoration was established on 11 July 1832 and is awarded for extreme bravery in combat or for meritorious service of immense benefit to the Belgian nation.
- The Order of Leopold is awarded by Royal Decree."
Það næsta sem Ísland á skv. þessu, er Fálkaorðan. Ég man þess ekki dæmi, að þekkist að "Fálkaorðan" sé notuð í augljósum pólitískum tilgangi - - til að koma sér í mjúkinn hjá valdamiklum erlendum þjóðarleiðtogum.
- En þetta sýnir kannski - - hve örvæntingarfull a.m.k. sum Evrópuríki eru, í sókn þeirra eftir erlendum fjárfestingum.
Eitthvað hefði verið sagt hér á landi, ef Davíð og Dóri, hefðu fengið Vigdísi til að veita þáverandi forseta Kína, Fálkaorðuna - - fyrir að láta svo lítið að sjá sig á Íslandi.
Nægilega var það gagnrýnt á sínum tíma, þegar aðgengi mótmælenda að heimsókn kínverska forsetans, var takmörkuð - töluvert.
Ísland er ásakað fyrir að sleikja upp Kínverja - - hvað þá með Belgíu?
------------------------------------
Það er ekki bara Belgía, þ.s. mjúkum höndum var farið með forseta Kína, í Frakklandi þ.s. er við völd vinstri stjórn franskra krata. Þar var eftirfarandi ákveðið - "In its bid to catch up, France has noticeably dialled down the volume of its concerns about human rights in China and other diplomatic issues."
- "A collection of commercial deals, including for Airbus aircraft and Areva, the nuclear group, are set to be signed on Wednesday when President Xi visits Mr Hollande at the Elysée Palace."
- "Agreements will be signed to open Chinese markets to charcuterie ham, sausages and other delicacies and in areas from milk production to care of the elderly."
Það er algerlega ljóst - - hver var fókus heimsóknarinnar.
Franskir embættismenn virtust fara mikinn í því að sleikja upp forseta Kína "French officials have made much of what they insist is a relationship like no other country with China..."
Ef mátti marka franska embættismenn, er Frakkland vinur Kína í heiminum Nr. 1.
------------------------------------
Áhugaverð voru viðbrögð Merkelar - - en hún hafnaði beiðni Xi Jinping um sameiginlega heimsókn á þekkta minningarstaði um "helför gyðinga" og önnur voðaverk nasista í Seinni Styrjöld.
Talið er að þýsk stjv. hafi óttast, að forseti Kína mundi nota tækifærið til að gagnrýna Japan, sem einnig er mikilvægt viðskiptaland Þýskalands. Að Merkel hafi óttast að styggja Japan.
Þetta sýnir samt sem áður hvort landið er mikilvægara Frakkland eða Þýskaland - - í Frakklandi virtist að menn gengu mjög langt til að komast til móts við sérhverja ósk gestanna. Það sama í öðrum Evr.löndum, t.d. Bretlandi. Og þið sjáið fyrir ofan hvað Belgar gerðu.
Forseti Kína hélt áhugaverða ræðu í Þýskalandi sbr:
- "Economic and trade ties are the cornerstones and propellers of China-Germany relations. Multiple cooperation documents have been inked between Chinese and German authorities, which are a major positive signal to the enterprises of both countries. These deals will further promote economic cooperation, trade exchanges and mutual investment, and play an exemplary role in furthering economic and trade ties between China and Europe."
- "During his visit to Duisburg, the world's biggest inland harbor, Xi Jinping called on China and Germany to work together to build a modern-day Silk Road economic belt. The Silk Road refers to an ancient trade route connecting China and central Asia and Europe."
- The two countries are now linked by the Chongqing-Xinjiang-Europe international railway with Duisburg acting as its European terminus. The Chinese president witnessed the arrival of a cargo train at the railway station in Duisburg from the southwestern Chinese city of Chongqing.
Niðurstaða
Það er bersýnilega í gangi mjög hraður vöxtur gagnkvæmra viðskipta Kína og Evrópu. Áhugi Kína á fríverslun við Evrópu - er áhugaverður. Kannski kemur slíkur samningur í framtíðinni milli ESB og Kína.
En David Cameron sagði t.d. þegar Xi Jinping heimsókti hann, að Bretland styddi fríverslun milli Evrópu og Kína.
Ísland var því kannski einungis nokkrum árum á undan Evrópu með það að klára samning um fríverslun við Kína.
Miðað við augljósan áhuga Evrópuríkja á auknum viðskiptum við Kína, og ekki síst á auknum fjárfestingum kínv. fyrirtækja í Evrópu - - þá er áhugi Ísland á viðskiptum við Kína, og á kínverskum fjárfestingum. Einungis dæmi um venju Íslands og íslendinga, að fylgja sömu meginstraumum og skekja okkar nágrannalönd Austan megin við hafið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 870160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar