Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Ég tók eftir ummælum formanns Bjartrar Framtíðar í gærkveldi á Stöð2. En hann ásamt formanni Pírata flokks. Talaði um nauðsyn þess - að hækka orkuverð til stóriðju. Hann vitnaði í það að Landsvirkjun hefði verið með áhugaverða stefnumótun á því sviði. Birgitta tók ekki undir seinna atriðið, en mótmælti því ekki heldur.

Það er fjöldi fólks sem er í reynd andsnúið þeim stóriðjuverum sem eru til staðar hérlendis.

Sem raunverlega virðist halda það, að góð hugmynd væri að tengja orkukerfi Íslands við orkukerfi Evrópu.

En það hefði ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn - - sem ég einfaldlega efast um að margt af því fólki sem styður þær hugmyndir geri sér fyllilega grein fyrir.

Maður heyrir frasa eins og - - við fáum ekkert fyrir auðlindirnar okkar?

Þetta er síendurtekinn frasi - - raunverulega lítt rökstuddur!

  • En að sjálfsögðu felur það í sér umtalsverða óbeina arðgreiðslu til almennings - að búa við mun lægra orkuverð en tíðkast í Evrópu.

Ég hef áður fjallað um þetta atriði:

Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

 

Tenging við orkunet Evrópu er sennilega allra versta hugmyndin í umræðunni hérlendis!

  1. Það er alveg af og frá, að það borgi sig að leggja streng til Evrópu, samkvæmt þeirri hugmynd að nota einungis afgangsrafmagn - - en þetta er nefnt af Landsvirkjun. En það þarf að halda til haga, að þetta væri lengsti sæorkustrengur heims. Ég hef því augljósar efasemdir um kostnaðartölur nefndar hjá LV. En þegar verið er að gera nýja og áður óþekkta hluti - kemur alltaf verulegur viðbótar kostnaður. Það þarf ekki að efa - - að slíkur sæstrengur yrði mjög dýr! Og til þess að hann borgaði sig, þyrfti að virkja mun meir en nú hefur þegar verið gert, líklega a.m.k. þ.s. áformað hefur verið að virkja vegna hugsanlegra viðbóta álvera fyrir Norðan og við Helguvík. En mig grunar, að í reynd þyrfti enn meira til.
  2. Síðan þarf að árétta það, að með tengingu við orkunet Evrópu færi rafmagnsverð hérlendis í það að vera hið sama og í Evrópu - þ.s. verð á rafmagni er með því allra hæsta sem gerist í heiminum. Ég hef heyrt fólk kvarta yfir því að dýrt sé að kinda hús á köldum svæðum þ.s. ekki er heitt vatn og þarf að kinda með rafmagni. En hvernig væri ástandið þar ef þar væri það rafmagnsverð sem tíðkast á meginlandi Evrópu? Ekki gleyma því, að stórfelld hækkun rafmagnsverðs til almennings - myndi lækka lífskjör almennings einnig um lands allt. En þetta myndi koma þó harðast niður á köldu svæðunum.
  3. Auk þessa þarf að nefna hækkun matvælaverðs hérlendis - - en flestar matvörur þarf að varðveita í frystum eða kælum þangað til að þær fara til neytenda. Sumar vörur eru varðveittar jafnvel allt að því ár. T.d. mjólk þarf vart að nefna, að hana þarf að kæla á öllum stigum vinnslu, en einnig í verslunum. Þetta auðvitað mun einnig lækka lífskjör hérlendis.
  4. Síðan, töpuð störf - - en með 3-földun orkuverðs. Þá leggst af allur orkufrekur iðnaður hérlendis þegar samningar langtímaorkukaupenda við LV renna út, og fer t.d. yfir til Bandaríkjanna þ.s. orkuverð er einnig lágt eins og hér tíðkast. (Mér skilst reyndar að það sé mjög svipað því sem tíðkast hérlendis. Sem setur fullyrðingar um það að við fáum ekkert fyrir orkuna í áhugavert samhengi.) En einnig leggst af öll gróðurhúsaræktun hérlendis - sem treystir á lýsingu árið um kring. En það væri ekki möguleiki að hún geti borið sig á 3-földu orkuverði. Að auki má nefna, að öll vinnsla af öðru tagi sem treystir á lágt orkuverð, fer þá einnig í súginn - sbr. málmblendi, kísilmálmverksmiðjur o.s.frv. Að sjálfsögðu tapast að auki öll afleidd störf sem tengjast beint eða óbeint allri þessari starfsemi - þ.e. þau þjónustufyrirtæki sem þjóna þessum greinum.
  5. Kostnaður eykst fyrir allar innlendar greinar er nýta rafmagn, en það má einnig nefna að fiskvinnsla nota mikið af kælum og frystum, á hinum ýmsu stigum vinnslu, og einnig við það að varðveita tilbúna vöru. Áður en henni er skipað til flutnings úr landi. Þarna versnar því afkoma landvinnslu.

 

Hver græðir?

  1. Ekki almenningur - - en hækkun orkuverðs bitnar á almenningi með beinum hætti í gegnum dýrari rafmagnsreikning, en einnig í gegnum hækkað matvælaverð, og ekki síst í gegnum umtalsvert aukið atvinnuleysi.
  2. Atvinnulífið stórfellt tapar - - en öll starfsemi sem nýtir rafmagn, verður fyrir meiri kostnaði. Nokkrar greinar munu leggjast af með öllu. En t.d. landvinnsla fiskvinnslu verður minna hagkvæm og því fyrir bragðið mun verða að lækka laun.
  3. Ekki græðir umhverfið, því það yrði að virkja nánast allt virkjanlegt á sviði vatnsafls og að auki líklega nánast alla virkjanlega gufuorku.
  4. En Landsvirkjun, já þar myndast óskaplegur gróði.

 

Spillingarhætta!

Það getur verið að hluti af hinni pólitísku stétt - sjái gróðavon. En Landsvirkjun hefur pólitískt kjörna stjórn. Sú mun verða óskaplega pólitískt mikilvæg ef af rafstreng verður.

En leitast verður líklega við það að selja þessa hugmynd - í gegnum það að endurdreifa hagnaðinum a.m.k. að einhverju leiti til baka, til almennings.

  1. En fræðilega, er mögulegt að niðurgreiða kostnað til almanna veitna - þannig minnka þá kostnaðarhækkun og því lífskjaraskerðingu er verður.
  2. Að auki. Væri fræðilega unnt einnig að niðurgreiða kostnað til landbúnaðar með sama hætti, til að draga úr þeirri hækkun sem yrði á matvælaverði.
  • Punkturinn er sá - - að það yrði óhjákvæmilega mikil togstreita um þessa endurdreifingu.
  • Pólitísk umræða - færi meira eða minna að snúast um, reipitog um þessa peninga milli hópa.
  • Megin kosningamál - getur verið einmitt, að færa til milli hópa.

Ég þarf vart að nefna, að spillingarhætta í slíku samhengi meðal hinna kjörnu fulltrúa í stjórninni - væri óskapleg.

Þetta gæti orðið eins slæmt, og úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á tímum innflutningshaftanna á 6. áratugnum.

En í eðli sínu væri hin pólitíska stjórn einmitt - úthlutunarnefnd.

Stór hluti þjóðarinnar - - yrði að nokkurs konar ómögum. 

Sem væru að rífast um - rífast um, næstu úthlutun.

 

Það sem ég vil gera, er að skapa útflutningsstörf!

  1. Fullvinnsla áls! En ef við framleiðum úr álinu sem er flutt út héðan. Þá er með því unnt að búa til mun verðmætari vöru. Með þeim hætti, fá meira fyrir rafmagnið - en þ.e. eftir allt saman grundvöllur þess að það sé til staðar ál. Og að auki skapa verðmæt störf, sem krefjast munu þekkingar. Í því samhengi vil ég efla verkmenntaskóla. Sé fyrir mér, atvinnusvæði í kringum hvert álver, þ.e. þau 3-sem þegar eru til. Og ef einu til er bætt við, þá við það einnig. Þetta ímynda ég mér að geti skapað þúsundir starfa fyrir rest. Og stórfellt aukið útflutningstekjur okkar.
  2. Ný stóriðja, þ.e. ylrækt í stórum stíl. En þetta er ekkert útilokað af möguleika 1. En það er möguleiki til staðar á því að stórfellt auka við gróðurhúsa ræktun hérlendis. Gera hana að starfsemi sem veitir meir en þúsund störf, jafnvel 2 eða 3 þúsund. Kannski jafnvel enn fleiri en það. Ylrækt þarf ekki háhita - heldur duga svokölluð lághitasvæði. Reynd er hún því möguleg hvar sem til er nóg af heitu vatni þ.e. því sama og notað er til húshitunar. Í þessu samhengi þyrfti að efla menntun á því sviði, en þegar er til ágætur skóli - á Hvanneyri. Hann þarf þá að stækka verulega.
  • Báðir þessir möguleikar eru fullkomlega útilokaðir ef Ísland væri tengt við Evrópu með rafstreng.
  1. En með því að skapa verðmæt störf.
  2. Væri að sjálfsögðu gróðinn, færður til almennings.

 

Niðurstaða

Ég skil ekki af hverju formaður Bjartar Framtíðar tekur undir hugmyndir Landsvirkjunar um rafstreng. En rafstrengur er algerlega út úr kú, miðað við tal BF um svokallaða "Græna stefnumótun." 

En þær virkjanir sem nauðsynlegt væri að hrinda í framkvæmd. Eru slíks eðlis. Að líklega má treysta því fullkomlega að ekki sé raunhæfur möguleiki á því að hrinda þessu í framkvæmd.

Það ágæta fólk sem sumt hvert aðhyllist þessa hugmynd, af andstöðu við stóriðju. Held ég að geri sér engan veginn grein fyrir því - hve óskaplega slæm þessi hugmynd er.

Sannarlega myndu stóriðjuverin fara - en vart er unnt að segja að heilt séð sé rafstrengur "græn lausn."

  • En ef t.d. er mynduð stjórn Hægri-Vinstri þ.e. Sjálfstæðisflokks og Samfó/BF.
  • Þá getur verið, að þessi hugmynd fari lengra en að vera á hugmyndastigi eingöngu.

Ef hún fer að nálgast framkvæmdastig, þá er fullkomlega ljóst - að þetta yrði að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"Fullvinnsla áls!" stendur ekki til boða og hefur aldrei gert það. eða veist þú eitthvað meira sem við vitum ekki?

Rafn Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 01:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hefur þá farið framhjá þér að um nokkurt árabil var rekið fyrirtækið Alpan. Tilraun til að koma á fót álstrengjaverksmiðju fyrir Austan, strandaði einungis á neitun Steingríms J. að veita fjármögnun frá ráðuneytinu. En Byggðastofnun mælti með verkefninu en hafði ekki fjármagn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 01:39

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það sem fær mig hvað mest til þess að gjalda varhug við rafstreng er að raforkuverð er gríðarlega hátt í Evrópu.  Mikið hærra en t.d. í N-Ameríku.  Það kemur fyrst og fremst til út af því hve gasverð er mörgum sinnum lægra Vestanhafs.

Ætla Íslendingar að treysta á það að stjórnvöld í Evrópu geti ekki og muni ekki gera neitt í því að jafna þannan aðstöðu og samkeppnismun?  Ég hef nú ekki mikið álit á mikið af frammámönnum í "Sambandinu", en hef þó trú á því að þeir vakni upp á endanum.

Ef einhver einkaðili vill leggja streng á eigin ábyrgð, án nokkurra skuldbindinga af hálfu Íslands, er í sjálfu sér ekkert út á það að setja.  En Íslensk stjórnvöld eða Landsvirkjun eiga ekki að koma beint að málinu.  Það er glapræði.

Ef til vill væri rétt að skoða síðasta "ævinýri" í orkuiðnaði, þar sem Össur Skarphéðinsson (og fleiri) reiknuðu Íslendinga í hundruð milljarða hagnað.   Það kallaðist REI ef ég man rét.

G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2013 kl. 03:39

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þegar talað er um hagnað við það að selja raforkuna út(fæst væntanlega hærra verð ytra og betri nýting)þá verða menn að reikna allt dæmið.Það er til að mynda miklu betri kostur að nota orkuna til að skapa verðmæti innanlands.Það má orða það þannig að þá sé verið að fullvinna raforkuna.Fullvinnsla á áli,fiskafurðum og jafnvel koltrefjum(Íhlutir fyrir bílaiðnaðinn og annað) er vel hugsanlegt.Er mjög meðmæltur þessum hugmyndum.það fjármagn sem menn vilja setja í rafstrenginn er betur nýttur í þessa hluti og aukna hátækni innanlands.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.4.2013 kl. 06:24

5 Smámynd: Skarfurinn

Einar ert þú ekki bréfberi hjá póstinum ?

Skarfurinn, 26.4.2013 kl. 09:21

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er búið að tala um fullvinnslu áls í hálfa öld  og sú röksemd vó þungt í mínum huga þegar ég var samþykkur því að reisa álver hér á landi á sínum tíma. En þetta hefur auðvitað ekki gengið upp, því að í flestum tilfellum eru stórar úrvinnsluverksmiðjur erlendis svo stórar, að hagkvæmni þeirrar stærðar reynist of mikil til að við getum keppt við hana. Þess vegna streyma meira en 700 þúsund tonn af óunnu áli úr landi árlega. 

Röksemd forstjóra Landsvirkjunar fyrir sæstreng er sú að slíkan útflutning megi bera saman við útflutning okkar á ferskum fiski með flugvélum beint á markað erlendis. Það hafi hækkað verðið, sem fæst fyrir fiskinn, og sú hækkun skili sér inn í þjóðarbú okkar í formi tekna fyrirtækjanna, sem greidd eru gjöld af í ríkisjóð. 

Sá ábati sé meir en það tap neytenda sem verður vegna hærra fiskverðs erlendis. 

En hann minnist ekki á það að kostnaður innlendra kaupenda að orkunni er margfalt meiri en kostnaður neytenda vegna fiskneyslu. Ég óttast það mest, að heppnist að leggja sæstreng muni virkjanaæði renna á landsmenn þegar meiri tekjur fást af raforkusölunni.

Það er innbyggð stórfelld skekkja í rammaáætlunina þegar til lengri tíma er litið, því að rísi álver í Helguvík og Reykjanesskaginn verður tekinn í nefið með gufuaflsvirkjunum, sitja barnabörn okkar uppi með það, að búið verður að klára alls rúmlega 1000 megavatta orkugetu þessara virkjana og þau þá telja sig tilneydd að virkja þessi 1000 megavött á nýjum svæðum, Kerlingarfjöllum, Torfajökulsvæðinu og jafnvel í Öskju og Kverkfjöllum, bara til að viðhalda álverunum fjórum.

Ef það verður þá ekki búið að stúta þessu öllu áður. Og þá á vísa Flosa Ólafssonar um orkustefnu Íslendinga vel við:

Seljum fossa og fjöll!

Föl er náttúran öll!

Og landið mitt taki tröll!  

Ómar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 09:55

7 Smámynd: Höfundur ókunnur

Sæll Einar, þú ert oft með góðar pælingar en svo bregðast krosstré sem önnur tré; þetta er meira og minna bull hjá þér.

Ársskýrsla LV 2012: síða 42. Þar sérð þú samantekt á dýpi núliggjandi sæstrengja. SAPEI er á milli Sardiníu og Ítalíu, er í rekstri og hefur verið um allnokkurt skeið. Þú getur gúglað restina. Þetta með dýpi er því rangt.

Töpuð störf?  Was?? Stóriðja er að nota í kringum 1700-1800 MW (allt meðtalið). Strengur flytur 800 MW eða 1000 MW. Með einbeittum brotavilja í því að virkja ekkert meira, setja allt í biðflokk, þá má, í allra svartsýnasta tilfelli gefa sér að eitt álver fari. Það væri þá álverið sem borgaði lægsta verðið, ekki satt? Hver hagnast af því? (Segjum sem svo að sala um streng gæfi 3x hærri tekjur?)

Gefum okkur líka að það sé það mikill ábati af sölu út úr landi (þú getur sjálfur skoðað nordpoolspot.com) að það væri með einu pennastriki hægt að lækka verð til kaldra svæða, t.d. með því að auka niðurgreiðslur (sem þú getur séð t.d. hjá Orkustofnun).

Það vilja allir bæta við útflutningsstörf.  Og það er er nákvæmlega ekkert sem lokar á það, þrátt fyrir streng. Jafnvel við álverin sjálf, sem verða líklega öll álver áfram á sama stað í landinu, fyrir sem og eftir streng.

Ef þú skoðar betur það sem er að gerast, og hefur verið að gerast í Noregi, þá er algerlega ljóst, að "töpuð störf" verða ekki í því að byggja smávirkjanir, bændavirkjanir. Þar yrði umtalsverð gróska.

Bara til að halda því til haga: Alpan var með það litla fullvinnslu að það fékk ekki viðskiptanúmer hjá Alusuisse-Straumsvík. Alpan keypti því að kaupa ál til fullvinnslu erlendis frá. En auðvitað ganga ekki öll startup verkefni og þótt eitt hafi klikkað getur vel verið að næsta virki.

Það má segja umtalsvert meira um þetta, en læt þetta duga að svo stöddu.

kv.

Höfundur ókunnur, 26.4.2013 kl. 10:42

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Getur einhver skýrt út fyrir mér hvers vegna orkuverð til almennings hér á landi þarf að hækka við að selja útlendingum rafmagn um sæstreng á uppsprengdu verði???

Haraldur Rafn Ingvason, 26.4.2013 kl. 11:31

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur Rafn. Landsvirkjunar-meðvirkur einstaklingur hefur útskýrt það á þann hátt, að það sé svo rosalegur gróði fyrir íslendinga, ef við seljum rafmagn á háu verði í gegnum sæstreng.

Hann nefndi sem dæmi, orðum sínum til stuðnings, að þetta væri svipað og þegar fiskur er seldur á háu verði erlendis, þá ættu allir íslendingar að fagna því að borga okurverð fyrir fiskinn, og þakka fyrir að sama okurverð "þurfi" að vera hjá okkur eins og kaupendunum handan hafsins!

Og þjóðin "græðir" á glæpaklíku-okrinu?

Þjóðin "græðir" svo mikið, að hún hefur ekki efni á rafmagni fyrir almenning Íslandi!

Það er öllum hollast að halda sig við staðreyndir, og hætta meðvirkni við glæpaklíku-sölumenn dauðans!

Ómar Ragnarsson bendir réttilega á þá staðreynd, að það hefur verið vanrækt í marga áratugi að fullnýta álið á Íslandi, fyrir íslendinga!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.4.2013 kl. 15:37

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sæll Haraldur,

Hér er reynslusaga af svipuðu dæmi, endilega lestu þessa grein og þá ættir þú að fá innsýn í það hvers vegna þetta er hugsanlega ekki jafn góð hugmynd og gefið er í skyn.

http://www.bbl.is/index.aspx?GroupId=38&TabId=46&NewsItemID=7251&ModulesTabsId=191 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.4.2013 kl. 15:42

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Haraldur Rafn Ingvason - Mjög einfaldlega vegna þess, að þá þurfa kaupendur á Íslandi að keppa við kaupendur í Evrópu, um rafmagnið sem framleitt er hérlendis.

Kaupendur hér fá þá ekki rafmagn, nema að borga sama verð og kaupandi erlendis er til að borga fyrir það.

Sama mál og á við um fiskinn okkar, verslanir hérlendis verða að keppa við erlenda kaupendur, og geta ekki boðið okkur ódýrari fisk þó hann sé framleiddur hér.

Fræðilega er unnt að niðurgreiða verð til almennings eins og ég benti á, nota hluta hagnaðar LV til þess - - en eins og ég benti einnig á, þá væri það háð algerlega duttlungum pólitískrar togstreitu að hvaða marki það væri gert og jafnvel hvort yfirhöfuð.

Að auki, væri mikil spillingarhætta tengt því pólit. úhlutunarstarfi - sem þá ætti sér stað.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 17:28

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Höfundur ókunnur- - Þú tekur ekki tillit til þess að LV er bundin af samningum við álverin, með hvaða hætti verð fyrir rafmagn þróast. Þangað til að þeir samningar renna út - en mér skilst að þeir séu yfirleitt til töluverðs árafjölds; þá væru aðaláhrifin þau að lækka lífskjör fyrstu árin með hækkun matarverðs og hækkun raforkuverðs til almennings, og með því að drepa alla aðra starfsemi í landinu t.d. ylrækt sem ekki er með bundna langtíma samninga v. LV.

Ef það væri verið að millifæra þann hagnað til neytenda, yrði þá fyrstu árin sára lítil aukning á hagnaði fyrir LV af strengnum. Sem örugglega er ekki þ.s. til stendur.

Ég trúi ekki þessu kostnaðarmati LV á strengnum, jafnvel þó að einn strengur liggi dýpra, þá er þessi miklu lengri en tíðkast um slíka strengi.

Ég er algerlega viss að þetta er versta hugmyndin af þeim öllum sem menn eru að ræða að hrinda í framkvæmd.

Slíka framkvæmd verður að stöðva - hindra, með öllum tiltækum ráðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 17:34

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það er búið að tala um fullvinnslu áls í hálfa öld  og sú röksemd vó þungt í mínum huga þegar ég var samþykkur því að reisa álver hér á landi á sínum tíma. En þetta hefur auðvitað ekki gengið upp, því að í flestum tilfellum eru stórar úrvinnsluverksmiðjur erlendis svo stórar, að hagkvæmni þeirrar stærðar reynist of mikil til að við getum keppt við hana. Þess vegna streyma meira en 700 þúsund tonn af óunnu áli úr landi árlega."

Þ.e. alveg rétt að erlendis eru til stórar verksmiðjur sem framleiða úr áli. Þ.s. hér þarf að gera, er að koma auga á jaðarmarkaði þ.s. ekki er til staðar slík risaverksmiðja þ.s. eftirspurn er ekki eftir milljónum eintaka heldur kannski nokkur hundruð þúsundum.

Ég held að stór ástæða þess að þetta hefur aldrei verið gert - - sé einnig að það hafi aldrei verið langtímastefna til staðar hérlendis til atvinnuuppbyggingar nema á einu tímabili, þ.e. þegar farið var í átak að frystihúsavæða landið fyrir áratugum.

Það er alveg ljóst að slíkur rekstur myndi um eitthvert árabil framanaf ekki skila neinum umtalsverðum hagnaði - þannig séð endurtekning þess þegar við fórum í loðdýrarækt og fiskeldi. Það tekur tíma fyrir okkur að ná árangri, að læra inn á þessa nýju tegund af starfsemi, að þróa vörur sem markaðurinn er til í að borga meira fyrir o.s.frv.

Þess vegna hef ég talað um 20 ár áður en slíkar tilraunir myndu vera farnar að vera verulega arðbærar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 17:42

14 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Mjög einfaldlega vegna þess, að þá þurfa kaupendur á Íslandi að keppa við kaupendur í Evrópu, um rafmagnið sem framleitt er hérlendis.

Kaupendur hér fá þá ekki rafmagn, nema að borga sama verð og kaupandi erlendis er til að borga fyrir það."

 Ok, var búinn að heyra af þessu norska rugli en var ekki klár á hvað olli því. Er þetta byggt á regluverki um innri markað eða eitthverju þess háttar? Sé það svo þá finnst mér líklegt að niðurgreiðslur til innnanlandsmarkaðar séu litnar hornauga... hvar finnur maður upplýsingar um þetta efni?

Þessi hugmynd er sennilega hreinræktuð geggjun ef markaðsverð orku hér heima á að fylgja evrópuverði. 

Haraldur Rafn Ingvason, 26.4.2013 kl. 18:44

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Orkunot Íslendinga, olía og kjarnorka.

Orkusala á Íslandi eftir orkugjöfum, 2011,

kjarnorka 5%, jarðefnaeldsneyti 6%, endurnýjanleg orka 89% 

"Íslendingar nota kjarnorku og olíu í stórum stíl."

"Nú á að byrja á að venja okkur við að nota kjarnorku og olíu."

"Það á ekki að bíða eftir að sæstrengur komi á milli Íslands og Evrópu."

"Best er að venja þá á að borga hærra orkuverð strax."

 http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1270416/

Eg. 26.04.2013 jg

Jónas Gunnlaugsson, 26.4.2013 kl. 22:24

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Haraldur Rafn Ingvason, - " Er þetta byggt á regluverki um innri markað eða eitthverju þess háttar?"

Akkúrat.

"Sé það svo þá finnst mér líklegt að niðurgreiðslur til innnanlandsmarkaðar séu litnar hornauga..."

Það getur verið. Ekki 100% viss.

"Þessi hugmynd er sennilega hreinræktuð geggjun..."

Það er mín skoðun á henni - að hún sé snargalin.

"hvar finnur maður upplýsingar um þetta efni?"

EES samningurinn sjálfur veitir kannski einhverjar upplýsingar sjá:

Lög um Evrópska efnahagssvæðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 22:43

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Haraldur Rafn Ingvason - Eina leiðin til að komast hjá því að verðlagið hér fylgi verðinu í Evrópu, væru niðurgreiðslur - að nota hluta af hagnaði LV sem þá yrði til. En það væri þá pólitísk úthlutunarnefnd sem tæki þá ákvörðun. Augljóst spillingarvíti virðist mér. Og auðvitað ef EES lokar á slíkar niðurgreiðslur í reynd - en kannski eru dómar EFTA Dómstóls um það hver veit hef ekki kannað það. Þá væri engin leið til að forða því að sama markaðsverð og í Evrópu væri einnig hér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 22:47

18 Smámynd: Þorgeir Gestsson

Hefurðu dælt bensíni á bílinn einhvern tímann? Hvaðan kom það? Það er nefnilega ekki nein olíuvinnsla á Íslandi. Bensínið kemur frá einhverjum vitleysingi (eða hvað?) í útlöndum sem taldi betra að selja olíuna á heimsmarkað heldur en að nýta allt heima hjá sér. Ef fólk fattar það að þetta sé útflutningur sem þarf að "stoppa með öllum ráðum" þá getum við t.d. kvatt sjávarútveginn okkar eins og hann er framkvæmdur í dag. Olía, kol, gas eru meira að segja óendurnýjanlegar orkulindir. Það er ekki hægt að fá það tilbaka ef manni snýst hugur í framtíðinni. Það væri hægt að hætta að selja rafmagnið út einn góðan veðurdag, og þá hefur ekki gengið neitt á orkulindirnar okkar. Ég veit satt að segja ekki um mörg ríki og auðlindir sem ríkið hefur ákveðið að yrði að nýta eingöngu á heimavelli, ef það hefur verið einhver möguleiki á að senda auðlindina á markað erlendis.

Að segja að "við" þurfum að fara út í að fullframleiða álið er að mínu mati vafasamt. Í ríki þar sem er viðskiptafrelsi þá gerast slíkir hlutir sjálfkrafa þegar viðskiptatækifærin eru fyrir hendi. Það er grunsamlegt að hafa haft hægri stjórn hér lengi (þó ekki allra síðustu árin) og þetta fer ekki sjálfkrafa í gang á því tímabili.

Ylræktin; svipað með hana. Af hverju verður hún ekki sjálfkrafa gífurlega öflug atvinnugrein með allt þetta heita vatn sem við höfum? Sennilega einfaldlega út af því að hún er ekki eins arðbær og maður myndi kannski halda.

Þú ert að tala um spillingu út af því að stjórnmálamenn myndu vera með fingurna í því hverjir fengju orkuna, en mér heyrist þú vera mjög spenntur fyrir því sjálfur. Stjórnmálamenn eiga að passa upp á að viðskiptaumhverfið sé þannig að framtaksamt fólk og fyrirtæki sé ekki stöðvað, þannig finnum við út hvaða atvinnugreinar eru mest arðbærar fyrir okkur.

Er fólk að segja að allir ESB búar búi við sama rafmagnsorkuverðið, vegna regluverksins? Hvernig get ég þá haft möguleika á að kaupa frá mismunandi orkufyrirtækjum á mismunandi verði hér í Svíþjóð? Við snögga skoðun á því þa munar 15% á þeim ca. 100 fyrirtækjum sem get farið í viðskipti við.

Þorgeir Gestsson, 27.4.2013 kl. 13:14

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorgeir - flest lönd sem hafa olíulyndir flytja ekki beint út hráoliu, heldur framleiða þau fullunna vöru sem heitir einmitt bensín eða dísil.

Að flytja út rafmagn með beinum hætti er eins og að flytja úr óunna hráolíu.

Þ.s. ég er að tala um, er meir í ætt við að flytja út bensín eða dísil, þ.e. nota orkuna hér heima til þess að framleiða úr henni verðmæta vöru til útflutnings.

Hætta að vera hráefnaútflytjandi. Ekki stefna meir í hráefnaútflutning. Heldur í fullvinnslu. Í það að selja fullunna vöru.

Skapa þannig störf. Verðmæti.

Þannig einnig er arðurinn færður til þjóðarinnar, í gegn um hin verðmætu störf sem verða til.

------------------------

Þorgeir - ef þú lýtur til þeirra landa sem hafa verið í hvað hröðustum uppgangi, þá eru það lönd nákvæmlega sem viðhafa skipulagða uppbyggingarstefnu á sviðum atvinnulífs.

Ég er að tala um lönd eins og Japan, S-Kórea, og Kína. En einnig að líta til þess hvernig Þýskaland byggði sig upp, þegar það hóf sína iðnaðaruppbyggingu fyrir rúml. 100 árum.

Ríkið mun ekki þurfa beint að koma að því að hér fari af stað ylrækt, um leið og hún hefur samkeppnisskilyrði sem ríkið mun skapa henni. 

Mun hún blómstra og margfaldast á skömmum tíma. Ríkið mun þurfa að skipta sér af því að uppbygging áliðnaðar hefjist og komist á legg, þ.e. veita langtímalán á kjörum sem eru betri en markaðurinn myndi veita.

En í S-Kóreu undir Park voru framkvæmdir sambærilegir hlutir, og flest af því hefur síðar meir gengið.

Eins og þú sérð styð ég ekki Laissez faire mótelið.

Og er algerlega ófeminn við það, að ríkið veiti atvinnulífinu stuðning.

Þ.s. ríkið er þá að gera, er að fara inn í hlutverk sem vantar á markaðinn hér - sem er þolinmóða langtímafjárfestinn.

Köllum það, að fylla upp gat á markaðinum. En það er þá gert í þeirri trú að ríkið muni ekki tapa á því. En algerlega er ljóst að slíkur iðnaður mun líklega taka um áratug að fara að skila verulegum hagnaði. Þ.s. eftir allt saman verðum við ekki best á einni nóttu. Heldur þarf að fara fram töluvert lærdómsferli, við þurfum að læra á markaðinn, læra á það að framleiða vöru sem eftirspurn er eftir, það þarf þá að fara fram vöruþróun - - ca. 10 ár á ég von á að það taki fyrir slíkan iðnað að slíta barnskónum.

Þangað til að ríkið geti alfarið hætt að skipta sér af honum. Og þaðan í frá muni hann stækka og blómsta fyrir eigin rammleik.

Þannig hefur þetta verið í Japan og S-Kóreu. Ríkið kom gjarnan inn, veitti hagstæð langtímalán - var þolinmóður fjárfestir, en til lengri tíma litið uppskar það vaxandi skatttekjur þegar iðnaðurinn smám saman komst yfir byrjunarhjallana - skapaði sér virka samkeppnisstöðu. Og fró svo að stækka fyrir eigin rammleik.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2013 kl. 18:36

20 Smámynd: Höfundur ókunnur

Sæll,

Þú ferð enn með hálfsannleik. Hér sést yfirlit samninga í stóriðju : http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/frettir2/Orkustefna-fyrir-Island.pdf (síða 57)

Samningur við Rio Tinto Straumsvík er bundinn við verðbólgu í Bandarkjunum. Samningar við norðurál og alcoa eru álverstengdir. Þar með er 1/3 af kökunni (sirka) óháður sveiflum í álverði.

Samningar sem renna út 2019 eru við Grundartangastarsemi.

Báðir eru væntanlega þannig að LV vill fá bæði lækkun á áhættu og hærra verð. En hvaða samningsaðstöðu hefur fyrirtækið? Sérðu fyrir þér 200x földun á ylrækt? Hefurðu smakkað tómata frá Marokkó í Evrópu og athugað verðið - ég mæli með því (ef þú átt þess kost).

Fullvinnsla á áli er því miður ansi bratt forsenda. Straumsvík var að breyta framleiðslunni sinni úr börrum (mest beisik) og í flóknari lokapródúkt. Það er svona hálft skref. Breytingar þar enduðu reyndar með hvelli og ókláraðri stækkun, spurning hvort Rio Tinto sé að tapa miklu þarna núna... (amk. voru uppsagnir um daginn).

LV gerði kostnaðarmat á Kárahnjúkavirkjun og kostnaður við virkjunina endaði á góðu róli miðað við það mat. Hvers vegna gefur þú þér að sæstrengur sé með ótrúverðugum tölum í ljósi þessa? Hefur þú séð eitthvað frá Búðarhálsi sem enginn annar hefur? (Búðarháls er reyndar mjög klassísk virkjun en Kárahnjúkar voru það ekki).

Ef þú gefur þér einhverjar prívat misaugljósar forsendur "ég trúi ekki opinberum tölum", þá færðu alltaf rétt í rökræðum. Enda eru slíkar rökræður ekki rökræða heldur einræða.

Ég mæli með því að þú skoðir hvernig þessi mál eru að þróast í Noregi. Ein slóð er nve.no.

Skoða fyrst, tala svo (skrifa svo).

Höfundur ókunnur, 1.5.2013 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 846663

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband