Það er sennilega snjallara fyrir ríkisstjórnina að láta Hönnu Birnu hætta sem ráðherra

Að þessari ályktun liggja alveg sambærileg rök og dæmigert er þegar kemur að spurningu um afsögn ráðherra eða aðstoðarráðherra í Bretlandi, þ.e. mat á stöðu ráðherrans fyrst og fremst í pólitísku samhengi annarsvegar og hinsvegar mat á áhrifum þeirrar pólitísku stöðu ráðherra á pólitíska stöðu ríkistjórnarinnar.

http://www.vb.is/media/cache/0c/ba/0cbaca07679e60e9f13be24064a8930b.jpg

Hanna Birna með mistökum gaf á sér höggstað - þess vegna hefur aldan gegn henni getað risið svo hátt sem hún hefur gert:

  1. Megin mistök hennar voru þau að ræða rannsóknina á hinum fræga leka við þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík, Stefán Eyríksson.
  2. Með þessu magnaði hún upp þá tortryggni gagnvart henni sem þegar var fyrir, vegna þess að hún sem Innanríkisráðherra var þá einnig "formlegur yfirmaður" lögreglustjórans í Reykjavík, sem þá var í miðjum klíðum að rannsaka leka innan hennar ráðuneytis.
  3. Með samræðum -sem túlka má sem afskipti af rannsókn- en -þó ekki sem tilraun til þess að hindra þá rannsókn- sýndi hún af sér -umtalsverðan brest á dómgreind.-
  4. Það tók hana síðan - alltof langan tíma að átti sig á því, að hún þyrfti að víkja sem yfirmaður lögreglumála.
  • 2-mistök, að víkja ekki sem yfirmaður lögreglumála, að ræða rannsóknina við lögreglustjóra.

Eftir stendur Hanna Birna ákaflega mikið löskuð - pólitístk séð.

Mín skoðun er að sennilega væri betra fyrir hana sjálfa að víkja, en hún virðist ekki þeirrar skoðunar sjálf - en ég tel að málið mundi frekar deyja niður og gleymast ef hún mundi stíga til hliðar sem ráðherra.

En ef hún ætlar áfram að halda sínum ráðherrastól, virðist hætta á að málinu verði haldið stöðugt vakandi af nú fjölmennum andstæðingum hennar.

Það er í því sem liggur hætta fyrir ríkisstjórnina.

 

Ríkisstjórnin mun þurfa á öllum sínum kröftum að halda í þau átök sem eru framundan á vinnumarkaði

Með því að standa með Hönnu Birnu, er ríkisstjórnin að verja hluta af sínu pólitíska kapítali - í þá vörn. En framundan eru stórfellt átök við aðila vinnumarkaðar, það liggur ljóst fyrir.

ASÍ er með stór orð uppi, ríkisstjórnin er í vandræðum með læknastéttina sem heimtar ákaflega háar prósentuhækkanir sinna launa - - ASÍ hafnar því algerlega að sætta sig við það að verkafólk hækki hlutfallslega minna en aðrir.

  • Það sem ég er að segja, er að ríkisstjórninni veiti ekki af öllu sínu pólitíska kapítali, fyrir þau átök.
  • Sem mig grunar að verði hörðustu átök á vinnumarkaði í a.m.k. 20 ár.

Mér virðist raunveruleg hætta á allherjarverkfalli - - þ.e. víðtækum verkföllum af því tagi, sem síðast sáust á fyrri hluta 10. áratugarins.

Og slík verkföll - verða ekki endilega skammvinn.

Það gætu orðið fjölmenn götumótmæli, þegar harkan í verkföllunum vex eftir því sem á líður.

 

Vegna þess að Hanna Birna er augljóslega dragbítur á vinsældir ríkisstjórnarinnar, og stjórnarflokkanna!

Þá bendi ég ríkisstjórnini á að líklega væri snjallara fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana, að láta hana hætta sem ráðherra. En óþarfi að láta hana hætta sem þingmann.

Það mætti hugsa það sem - - > Pólitíska ábyrgð fyrir þann skort á dómgreind sem hún sýndi, er hún mánuðum saman skildi ekki að hún þurfti að hætta sem ráðherra lögreglumála, og að auki sýndi þann skort á dómgreind að ræða rannsóknina við lögregælustjóra.

Ég lít ekki á að hún hafi brotið lög - eða formlega brotið af sér í starfi.

En ákvörðun um það hver gegnir stöðu ráðherra er eftir allt saman - alltaf pólitísk.

Ég er því að benda ríkisstjórninni á að taka þá pólitísku ákvörðun að láta óvinsælan ráðherra, dragbít á fylgi ríkisstjórnar og stjórnarflokka; hætta.

 

Niðurstaða

Við á Íslandi erum ekki vön því að ráðherrar taki poka sinn vegna mistaka sem ekki fela í sér lögbrot eða formlegt brot í starfi. Það hafa verið líflegar umræður um ábyrgð ráðherra. Það virðast margir rugla saman prinsippunum um "pólitíska ábyrgð" sem um er ætíð tekin pólitísk ákvörðun, og um "lagalega ábyrgð." Þ.s. ekki sé um brot á lögum að ræða og sennilega ekki heldur í starfi. Getur eingöngu hugtakið pólitísk ábyrgð komið til skjalanna.

  • Hver gegnir stöðu ráðherra er alltaf pólitísk ákvörðun.
  • Það er alltaf valinn sá eða sú, sem talin er vera í sterkri pólitískri stöðu.
  • Þá auðvitað má alveg hafa það á móti, að ef sá eða sú verður síðar pólitísk séð að dragbít.
  • Að þá sé viðkomandi vikið, fyrir einvhern annan einstakling sem talinn sé í betri stöðu pólitískt séð.

Erlendis þekkist það að endurnýjað sé í ráðherraliði ríkisstjórnar, ef vinsældir hafa dalað. Hörð átök eru framdundan, ríkisstjórnin þarf á því að halda að styrkja sig fyrir þau átök. Nýr "vinsælli" ráðherra í staðinn fyrir núverandi Innanríkisráðherra. Gæti verið góður leikur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Það þarf nú ekki allt að ganga eins og erlendis,en það er stefna Esbsinna,að gera usla og nota til þess m.a.ríkisfjölmiðil,sem er forkastanlegt. Getur enginn lifandi maður skilið,að saklausum manni mundi alltaf finnast það eðlilegt,að hann sæti áfram og trúir að upp komist um sakamanninn fljótlga.  Ráðherra lögreglumála er annt um að flýta þessu og ræðir það við lögreglustjóra,því ríkisstjórnin er önnum kafin.    Samsæri er mín skoðun,Gísli dregur það, þar til hann er kominn að fótum fram og sektin augljós í tölvu hanns.--- Finnst þér Einar að aðalmálið sé að fara að geðþótta mótmælenda, látum það ekki henda aftur,að hræðast þennan hávaða,ekki gerð fyrri ríkisstjórn það.ENGIN LÖGBROT HAFA VERIÐ FRAMIN -(Ósjaldan minnt á að  Jóhanna hafi brotið jafnréttislög),,sem mér finnst ættu ekki að vara lög,aðeins einskonar aðfinnsluverð ábending.  

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2014 kl. 23:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég lít á þ.s. meginatriði að ríkisstjórnin sé sterk frammi fyrir þeim átökum sem framundan eru, jafnvel þó það sé í vissum skilningi ósanngjarnt gagnvart HB, þá skipti sennilega meira máli fyrir stjórnina og flokkana sem að henni standa, að vera sem sterkust frammi fyrir því sem framundan er - - heldur en að hanga á tilteknum ráðherra, ef sá sannarlega er orðinn dragbítur á fylgi flokkanna, stjórnarinnar, og að auki vinsældir stjórnarinnar.

Eftir allt saman þarf stjórnin ætíð á því að halda að "viðhalda sannfæringarkrafti sínum" og vinsældir þá sannarlega hjálpa, svo henni verði auðveldar en ella að koma málum fram - sannfæra almenning um ágæti þeirrar stefnu, og ekki síst um réttmæti þess að mæta ekki óraunhæfum launakröfum.

Ef staða ráðherra veikir getu stjórnarinnar, til að sannfæra hinn breiða almenning - - þannig veiki stjórnina fyrir þau átök framundan - > en á endanum er mikilægur þáttur þeirra alltaf "hver hefur áróðurslega séð sterkari stöðu" þá gæti sú veiking, átt þátt í að stuðla að því að stjórnin verði undir í þeim átökum - t.d. stuðlað frekar að því að mótmæli verði fjölmenn.

Það sé ekki endilega mikilvægasta prinsippið - - hvaða einstaklingur gegnir tiltekinni stöðu.

"(Ósjaldan minnt á að  Jóhanna hafi brotið jafnréttislög)" - sannarlega, en ég lít ekki endlega á hegðan fyrri stjórnar sem "fordæmi til eftirbreytni." 

Ráðherrar fyrri stjórnar, sem hefðu átt að víkja, viku ekki - - væri það ekki einmitt ein leið til að sýna að þessi stjórn skapi jákvæð fordæmi, ef hún lætur ráðherra gjalda mistaka sinna með því að víkja. Jafnvel þó ekki hafi þau mistök falið í sér lögbrot. Sérstaklega þegar á sama tíma, gæti innkoma vinsælli einstaklings - - styrkt stjórnina málefnalega og fylgislega fyrir komandi átök - - > Virðist mér það skynsamara fyrir stjórnina og flokkana sem að henni standa.

Ég mundi ekki líta á þ.s. "sigur andstæðinganna" ef hún fer frá. Heldur sé stjórnin að sína að hún taki tillit til gagnrýni - að hún taki ábyrgð þeirra einstaklinga sem gegna störfum ráðherra - > Alvararlega.

Sá punktur gæti einnig styrkt málefnastöðu stjórnarinnar - - auðveldað stjórninni ásamt því að hafa fengið inn vinsælli einstakling; að hafa betur í því mikla áróðursstríði sem framundan er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.11.2014 kl. 08:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já Einar,það verður alltaf spurning "hvernig á að bregðast við"-- Þegar dómarar dæma,líta þeir á fordæmin m.a. í úrskurðum mála.Nú ef forsætisráðherra er stætt á því að brjóta lög fyrir allra augum,á þá innanríkisráðherra að hlýta dómi háværra andstæðinga,sem er fullkomlega ósanngjörn,? Nei sú ríkisstjórn er veik að mínum dómi.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2014 kl. 13:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ekki sammála þér, að það veiki ríkisstj. að skipta út ráðherra sem er orðinn óvinsæll, fyrir vinsælli. Ef það virkaði þannig, væri slík aðgerð sennilega ekki þetta algeng erlendis t.d. í Bretlandi eða Frakklandi, þ.s. ráðherrum er miskunnarlaust skipt út - ef hallar undan vinsældum stjórnar eða ef þeir eru undir hörðu ámæli. Þetta er einnig spurning um að missa ekki sýnina á þ.s. máli skiptir - sem sé ekki hvaða ráðherra sytur, heldur að ríkisstjórnin sé fær um að sinna sínum verkum, og ekki síst - hafi stuðning almennings við þau verk.

Annars virðist hún sjálf skv. fréttum hafa ákveðið að hætta. Þessi færsla virðist hafa verið vel tímasett hjá mér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.11.2014 kl. 18:41

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hjá stórþjóðum gegnir allt öðru máli þar er þeim "dömpað" vegna augljósra axaskafta,þar eru fjölmiðlar hlynntir andstöðunni ekki í meirihluta eins og hér.. En hér þar sem stjórnarandstaðan raðar sér í megnið af fjölmiðlum landsins,geta Þeir hagað fréttaflutningi að vild og vitað er að Esb er með skrifstofu hér og næga peninga. Þetta upphlaup er mjög líklega hannað til að koma ESB-sinnanum Ragnheið Ríkharðs í embættið. Ríkisstjórnin er fær um að sinna sínum verkum,en mættu hafa meiri frið til þess. Dæmi;Ekki tókst utanríkisráðherra að sækja Esb- fíflaumsókn Össurar fyrir hávaða og virkjuðum fjölmiðlum,þar sem Rúv. allra landsmanna,er miskunarlaust brúkað til að hræða vesalings utanríkisráðherra,sem virðist hiksta ; nei,nei fréttamaður!   

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2014 kl. 06:22

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég veit ekki betur en að ráðherrum sé oft "dumpað" fyrir óvinsældir einar þarna úti t.d. í Frakklandi eða Bretlandi. Það virðist gjarnan vera þannig að ef ríkisstj. er óvinsæl orðin - fara fjölmiðlar að ala á meintum orðróm þess efnis að forseti eða forsætisráðherra hyggist endurnýja ráðherralið - ef hávaðinn er nægilega mikill orðinn; virðist það einmitt enda þannig - að fjölmiðlar eins og hér geti nánast pantað að skipt verði um ráðherra.

Þ.e. ekki ástæðulaust að menn tala gjarnan um fjölmiðla sem 5-aflið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.11.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband