Mun leiðréttingin fara forgörðum?

Ég set þessa spurningu fram til þess að benda fólki á, að leiðréttingin er ekki í höfn nema að unnt sé að verjast því að hún brenni fljótlega upp í verðbólgu. Til þess að hún nái tilgangi sínum að skila lækkun lána sem hafi einhvern varanleik, þá þarf að forða því að síðan komi -fljótlega- bylgja af verðbólgu sem eyði upp lánaleiðréttingunni.

 

Óvinir leiðréttingarinnar

Um getur verið að ræða "meðvitaða óvini" og "ómeðvitaða óvini." Ómeðvitaður óvinur, er þá sá sem vill það sem líklega mun valda því að leiðréttingin fer forgörðum, en er ekki meðvitaður um að forgangsröðun viðkomandi sé ógn við leiðréttinguna. Síðan eru það þeir sem allan tímann hafa verið andvígir lánaleiðréttingu, og eru er til vill "vísvitandi" að stuðla að því, sem er líklegt til þess að hún fari forgörðum.

Ég hef heyrt fólk segja - "mér er sama um leiðréttinguna þar sem ég fæ ekkert út henni."

 

Lág verðbólga er auðvitað grunnforsenda

Verðbólga er lág eins og er, þ.e. tæplega 2%. Á hinn bóginn þá hefur leiðrétting þá afleiðingu að - bæta kjör þeirra sem skulda lán er verða leiðrétt. Það þíðir að leiðrétting er líklega a.m.k. að einhverju marki "neyslu-aukandi" aðgerð. 

Hafa þarf í huga að þjóðfélagið hefur ávalt takmarkuð fjárráð í formi gjaldeyristekna. Þannig að leiðrétting - - minnkar það svigrúm sem er til þess að auka neyslu með öðrum úrræðum. Það þíðir að leiðrétting - - minnkar svigrúm til frekari launahækkana. Þannig að ekki verði af verðbólgubylgja.

Spurning hvort unnt er að beita verkalýðsfélög þeim rökum, að þau ættu að geta sætt sig við "minni launahækkanir" vegna kjarabótarinnar er fylgi leiðréttingunni?

 

Það getur verið að ríkisstjórnin hafi gert alvarleg mistök með samningum við kennara

Málið er að þeir samningar voru langt umfram það 3-4% viðmið sem miðað var við í samningum við ASÍ. Nú stendur þjóðfélagið frammi fyrir því. Að hver hópurinn á eftir öðrum. Vill sambærilegar prósentuhækkanir - þ.e. hækkanir í 2-ja stafa tölu. Og þegar sérfræðihóparnir hafa væntanlega klárað sína samninga. Kemur aftur að ASÍ á nk. ári

Þannig að það virðist alveg ljóst að möguleikinn á verðbólguholskeflu á nk. 12 mánuðum sé til staðar. 

Eins og ég hef bent á, þá gengur ekki tilraun til "leiðréttingar launa upp" nema að aðrar stéttir launamanna - sætti sig um að krefjast þess ekki sama. En þá sjáum við þ.s. svo oft áður hefur gerst, að launahækkanir í 2-ja stafa tölu. Brenna stærstum hluta upp í verðbólgu.

Ef þ.e. engin leið til þess að stöðva þá vegferð er virðist hafin, að hver stéttin komi á fætur annarri, með sambærilega kröfugerð - - þá sannarlega getur það endað þannig.

Að ekki einungis fari leiðrétting launa kennara fyrir bý - - - heldur einnig, leiðrétting lána.

Að verðbólgan sem verði til, ef öllum tekst að knýja fram launahækkun í 2-ja stafa tölu, verði til þess að leiðrétting lána - - brenni einnig upp í sama verðbólgubálinu.

  • Þetta er ekki orðið enn.
  • En um það hindra verðbólguholskefluna hljóti baráttan að snúst um.

Hún geti tapast - en sé ekki töpuð enn!

 

Niðurstaða

Eitt vandamál við "leiðréttinguna" vegna þess að hún er "neyslu-aukandi" er að hún fyrir bragðið minnkar það svigrúm sem til staðar er - til beinna launahækkana. Vegna þess að þjóðfélagið geti einungis aukið neyslu, þar með innflutning, að takmörkuðu leiti - - áður en jafnvægi efnahagsmála er ógnað. Með þetta í huga, og það að svo að leiðrétting gangi upp þarf verðbólga að haldast lág - áfram. Þá kann að vera að stjórnvöldum hafi orðið á alvarlegt axarskaft með samningum við kennara. Því það virðist augljóst - - að ef önnur stéttafélög knýja fram sambærilega kröfugerð. Þá það geta ógnað leiðréttingu lána, leitt til þess að fljótlega verði hún að engu.

Stjórnvöld munu að sjálfsögðu ekki græða fylgislega á leiðréttingu lána.

Nema að sýnt sé fram á að hún hverfi ekki fljótlega.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég má til að leiðrétta nokkrar rökvillur hjá þér, Einar.

Eina verðbólga sem gætti skaðað leiðréttinguna, er verðbólga sem verður vegna meiri neyslu í kjölfar minni greiðslubyrði af lánum.  Þar sem meðal leiðrétting er 1,3 m.kr., gera má ráð fyrir það leiði til 5.000x1,3 = 6.500 kr. lækkunar á greiðslubyrði á mánuði, þá er ólíklegt að leiðréttingin hafi aukna verðbólgu í för með sér.  Sú 150 ma.kr. lækkun sem þegar hefur orðið á gengistryggðum lánum hefur t.d. ekki leitt til hærri verðbólgu.  Raunar er verðbólgan lægri en hún hefur verið í lengri tíma.  Ekkert bendir heldur til þess að óhóflegar kauphækkanir og launaskrið til tekjuhærri hópa hafi valdið aukinni verðbólgu, þó þær tölur séu margfaldar á við leiðréttinguna.

Leiðréttingin mun leiða til þess að minni þörf verður til kauphækkana.  Án leiðréttingarinnar má búast við fleiri hefðu þrýst á meiri kauphækkanir, en annars.

Gagnvart ALLRI verðbólgu, sem ekki má rekja beint til leiðréttingarinnar, þ.e. lang stærsti hluti verðbólgunnar, þá mun leiðréttingin einmitt hafa jákvæð áhrif á eftirstöðvar lánanna.  Dæmi:  Lán fyrir leiðréttingu er 10 m.kr. og leiðréttingin er 1 m.kr.  Eftirstöðvar eftir leiðréttingu er þá 9 m.kr.  Nú verður á einhverju tímabili 10% hækkun vísitölu neysluverðs. Án þess að velta fyrri sér afborgunum, þá hækkar óleiðréttur höfuðstóll í 11 m.kr., en sá leiðrétti í 9,9 m.kr.  Leiðréttingin dregur því úr áhrifum framtíðar verðbólgu.  Viljum við hins vegar taka inn verðbólguáhrif vegna leiðréttingarinnar, þá munu þau vara í stuttan tíma og eftir það hæfist það ferli sem ég lýsi.

Það er síðan rangt hjá þér að verðbólga í framtíðinni sé einhver forsenda fyrir því að leiðréttingin borgi sig.  Öll lækkun á höfuðstólum verðtryggðra lána borgar sig.  Hún borgar sig raunar þess meira sem framtíðarverðbólgan verður hærri!  Við eigum hins vegar ekki að vera að velta því fyrir okkur, heldur hvernig við getum losnað við allar vísitölutengingar út úr neytendasamningum og koma hér á lágvaxta húsnæðislánum.

Marinó G. Njálsson, 12.11.2014 kl. 13:26

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Marínó, ég hélt að það kæmi nægilega vel fram, að ég á við þær kauphækkanir sem líklega eru í farvatninu. Ég veit sannarlega af því að verðbólga er lág eins og er þannig að þær kauphækkanir sem fram að þessu hafa orðið hafa ekki valdið verðbólgu - né á ég von á því að leiðréttingin -per se- valdi verðbólgu. Á hinn bóginn geti þær kauphækkanir sem eru í farvatninu, ef sambærilega hækkanir gangi yfir alla línuna við þær er kennarar fengu, valdið slíkri verðbólgu - að bæði leiðrétting launa kennara og lána fari fyrir lítið þ.e. lánin hækki aftur a.m.k. um þ.s. nam lækkun vegna leiðréttingar. Þess vegna sé svo mikilvægt að tryggja að þær kauphækkanir sem eftir eru að koma fram - - verði ekki það miklar að viðskiptajöfnuðurinn verði það óhagstæður að stöðu þjóðarbúsins sé ógnað. En þ.e. þá sem yrði klassísk gengisfelling - væntanlega.

Þú getur auðvitað sagt að lánin yrðu enn hærri ef ekki hefði verið framkv. - leiðrétting. En, ég er að tala um þá upplifun sem líklega verður ofan á hjá almenningi. Honum muni líklega finnast leiðréttingin hafa tapast. Ef lánin hækka aftur.

Kv. 

Einar Björn Bjarnason, 12.11.2014 kl. 15:03

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

"En, ég er að tala um þá upplifun sem líklega verður ofan á hjá almenningi. Honum muni líklega finnast leiðréttingin hafa tapast. Ef lánin hækka aftur."

Þess vegna er mikilvægt að menn segi sannleikann og sýni fram á að sú ályktun sé röng.

Varðandi launahækkanir, þá ætti niðurstaðan að vera sú, að þörf er á minni hækkun en áður en til leiðréttingarinnar kom.  Leiðréttingin er kjarabót, þó sú kjarabót dreifist ójafnt.

Marinó G. Njálsson, 12.11.2014 kl. 18:16

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vonandi samþykkir verkalýðshreyfingin að taka tillit til "leiðréttingar lána" kjarabótarinnar sem fæst með henni, er hún kemur fram með sínar launakröfur fyrstu mánuði nk. árs.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.11.2014 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband