Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.11.2013 | 00:50
Hugmyndin að ESB aðstoði við losun hafta dúkkar allaf upp öðru hvoru!
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn gaf út skýrslu snemma á árinu sem fjallaði um losun hafta, og komst að því að kostnaðurinn við það væri ekki undir 35% af þjóðarframleiðslu. Hafið í huga, að 35% er gólfið í þeirra áætlun. Sjá athugun AGS á losun hafta: Selected Issues.
Ég bendi á þennan áætlaða kostnað, vegna þess að þetta er vandinn í hnotskurn.
Bloomberg tók viðtal við íslenska forstjóra um daginn, og þeir eru bersýnilega á böggum hildar yfir því, að þeim virðist margt benda til þess að losun hafta geti dregist úr hömlu.
Icelands EU Snub Provokes CEO Backlash as Euro Dreams Crushed
Forstjórarnir voru greinilega ekki alltof kátir yfir því að aðildarferlið var stöðvað, en mesta athygli vakti þó svar Helga S. Gunnarssonar forstjóra Regins:
"Removing capital controls is going to be a lot more challenging than people allege these days. Its going to be painful. It would be easier if we were assisted by the EU.
Ég hef aldrei almennilega séð fyrir mér hvernig ESB mundi aðstoða við losun hafta!
Ég hef aldrei heyrt neina skýra hugmynd eða tillögu um akkúrat hvernig af hálfu aðildarsinna, mér virðist hugmyndir gjarnan frekar - þokukenndar.
En málið er að það eru ekki endalausar útgáfur af því hvernig höft eru losuð.
- Það er tæknilega séð unnt að skuldsetja ríkið upp á 30-40% til að tryggja þannig losun hafta, með sem minnstum kostnaði fyrir einkaaðila. Sú viðbótar skuldsetning ofan á núverandi skuldsetningu upp á ca. 100% hefði þó margar alvarlegar afleiðingar. Og auðvitað skipta vextir lánsins miklu máli. Það þarf þá að lágmarka þá lánsfjárhæð eins og mögulegt er.
- Það má ímynda sér að einhver afskaplega góðviljaður, veiti Íslandi stuðning - t.d. að Seðlabanki Evrópu samþykkti tengingu krónu á hagstæðu gengi. Þá mundi Evrópa borga þennan kostnað að mestu leiti. Mig hefur grunað að þetta sé draumur einhverra aðildarsinna. En ég efa að forstjórinn sé þetta óraunhæfur.
- Tæknilega er unnt að "frysta lánskjaravísitöluna" og losa síðan höft, þá er kostnaðurinn áfram sá sami, en í stað þess að tekið sé lán þá er þeim kostnaði dreift á alla landsmenn sem og eigendur fjármagns til jafns - svona nokkurn veginn. Það felur í sér verulega lífskjaralækkun a.m.k. um skamman tíma, vandinn er að lánaleiðin - einnig felur í sér umtalsverða lífskjaralækkun.
- Væri skiptigengisleiðin, sú einnig felur í sér umtalsverða lækkun lífskjara en hefur þann kost, að ekki verður nein verðbólga, en þá væri tekinn upp nýr gjaldmiðill t.d. Ríkisdalur, og síðan færi fram skipti á honum og núverandi fjármagni - í fyrirfram ákveðnum skiptihlutföllum. Þetta verður að gilda jafnt fyrir alla til að standast stjórnarskrá, en það mætti hafa þá almennu reglu t.d. að lágar upphæðir t.d. upp í 10 eða 20 milljónir, fari á hagstæðara skiptihlutfalli.
- Málið er að ég kem ekki auga á nokkra leið til losunar hafta - - sem ekki leiðir til lífskjaralækkunar er væri umtalsverð.
- Þess vegna auðvitað hika stjórnvöld.
En losun hafta kostar alltaf þessi 35-40% af þjóðarframleiðslu, burtséð frá því hvaða aðferð er beitt!
Varðandi birtingarmynd hugsanlegrar aðstoðar ESB - - sé ég ekki fyrir mér nokkra raunhæfa leið aðra en lán.
Það sé algerlega af og frá að það geti komið til greina, að Íslandi verði veitt hagstæð tenging, þannig að kostnaður við losun hafta lendi á Seðlabank Evrópu - - þó ekki væri nema fyrir það, að honum er bannað algerlega skv. sáttmálanum um Evrópusambandið að "fjármagna ríki."
Bannið gagnvart því að fjármagna ríki hefur einnig aðra afdrifaríka afleiðingu!
Nefnilega þá, að Seðlabanka Evrópu væri óheimilt að lána aðildarríki fé undir markaðsvöxtum.
Það er mjög mikilvægur punktur, en ég sé ekki nokkra leið fyrir Ísland að komast af, eftir að hafa tekið lán upp á 35-40% af þjóðarframleiðslu á 7% vöxtum eða þar um bil.
Tæknilega gæti Ísland gert a.m.k. tilraun, til að fá "aðildarríkin" til þess að lána Íslandi fyrir losun hafta, á lægri vöxtum en markaðs.
Ísland er þó ekki meðlimur að evrusvæði, jafnvel þó það væri gengið í ESB - en um upptöku evru gilda sér reglur, og vanalega tekur það nýtt land fleiri ár að komast inn í evruna, eftir að það er gengið inn.
Utan við evrusvæði, er ég ekki viss að greið leið væri að láni frá "neyðarlánasjóði evrusvæðis" en ef maður ímyndar sér, að í aðildarferlinu legði Ísland megin áherslu á það - að öðlast "hagstæða lánsfjármögnun" - og aðildarríkin fyrir rest samþykkja að veita hana.
Ímyndum okkur það, þá hef ég miklar efasemdir um það, að Ísland mundi sleppa við sambærileg ströng skilyrði um þá lánveitingu, og tja ríki eins og Portúgal eða Grikkland eða Írland.
- Kannski er það þetta sem þessir ágætu herramenn sjá fyrir sér, að Ísland gangi inn - - svo það geti fengið "neyðarlán" frá aðildarríkjum ESB.
- Til að fjármagna með þeim hætti, losun hafta sbr. kostnaður upp á 35-40% af þjóðarframleiðslu.
Hvaða afleiðingar hefði það að skuldsetja landið fyrir 35-40%?
Þær væru auðvitað svakalega, en þá um leið verður skuldastaða ríkissjóðs þyngri heldur en skuldastaða Ítalíu, svipuð og skuldastaða Portúgals.
En það tekur ekki alfarið tillit til þess hvaða hagkerfislegar afleiðingar það hefði, en augljóslega mundi hagkerfið við þetta - skreppa töluvert saman.
En það þarf að minnka verulega neyslu, svo nægur afgangur sé af viðskiptum við útlönd til að ráða við hækkaða skuldastöðu, það minnkar hagkerfið.
Ríkið þarf líklega að hækka skatta verulega, hirða umtalsvert aukið hlutfall tekna almennings, tæknilega væri unnt að hirða þá lífskjaralækkun sem mundi þurfa til - með skattahækkun einni sér.
Ríkið þarf þá auðvitað einnig, að skera mikið niður til viðbótar því, sem í dag er útlit fyrir að það þurfi að skera niður.
Þannig að þjónusta við almenning - gæti beðið mjög umtalsverðan hnekki, þ.e. atvinnuleysisbætur - tryggingabætur - vaxtabætur - örorkubætur - framkvæmdir á vegum ríkisins - viðhald vega og margt fleira.
- Ég er að tala um það, að eftir minnkun hagkerfisins yrði skuldastaðan líklega á bilinu 150-160%.
Eða á svipuðum slóðum og á Grikklandi.
Það mundi síðan taka líklega áratugi að borga þetta til baka.
Við værum því að tala um lækkun lífskjara er mundi vara sennilega a.m.k. 30 ár.
Nema auðvitað, að rosalega yrði mikið um nýjar fjárfestingar - - en ég sé ekki alveg fyrir mér að áhugi fjárfesta mundi vakna á hagkerfi, þess ríkissjóður rambar á hyldýpi gjaldþrots.
En ofur skuldastaða virðist á evrusvæði valda því, að fjárfestar leggja á flótta - fjármagn fremur en hitt leitar annað. Auðvitað mundi fólksflótti af landinu allur færast stórfellt í aukana.
Þannig að ég sé ekki alveg fyrir mér, að þessi skuldsetningar leið - jafnvel þó hún tryggði haftalosun.
Að hún mundi leiða til aukinna fjárfestinga eða aukins trausts.
Ég held að viðbótar skuldsetningin vegi á móti og gott betur.
Niðurstaða
Punkturinn er sá, að það er ekki sama hvernig höftin eru losuð. Stjórnvöld verða auðvitað að íhuga sinn gang. Ég get vel skilið að menn hiki þegar staðið er frammi fyrir þessum kaleik. En ef lífskjör lækka um helming aftur - sem getur vel gerst. Þá má reikna með því að almenningur mæti á Austurvöll með potta og tunnur. Það hefur einhvern veginn enginn, leitt almenningi það fyrir sjónir - að losun hafta sé líkleg að vera kostnaðarsöm með þeim hætti, að erfitt verði að forða því að sá kostnaður bitni á almenningi.
Að semja við erlenda eigendur fjármagns sem fast er hérlendis um niðurfærslu þess, getur verið gott - - en ég segi einungis "getur verið" því að mér virðist óhjákvæmilegt að stjórnvöld ætli á endanum að borga þá út, eftir að samið hefur verið um nægilega mikla niðurfærslu.
Viðbótar skuldsetning þannig lágmörkuð. Á hinn bóginn, eins og AGS bendir á sjá hlekk á umfjöllun AGS að ofan þá er það fjármagn einungis ca. "hálfur skaflinn." Hinn helmingur hans er uppsafnað fé lífeyrissjóðanna, og sá skafl hleðst stöðugt hærra því lengur sem höftin eru.
Það verður áhugavert að sjá hvernig menn ætla að glíma við þá hundruð milljarða króna, sem sjóðirnir líklega vilja færa út - - en ef höft eru losuð mun það útstreymi lækka gengi krónunnar mjög verulega.
Þó við tölum eingöngu um útstreymi fjármagns sjóðanna. Þá hækka lán landsmanna hressilega, og það akkúrat gengur ekki.
- Þess vegna er á því, að fyrir rest - þurfi að losa höft með lánskjaravísitöluna í frystingu.
Þá virðislækka sjóðirnir sitt eigið fé hér heima fyrir, er þeir senda fé úr landi. Og jafnframt þá lán landsmanna.
En vegna þess að sá skafl sem hleðst upp af peningum sjóðanna hækkar stöðugt, má þessi losun ekki bíða mjög mikið lengur.
------------------------------
Mér líst eiginlega ekki sérdeilis vel á hugmyndir um aðstoð ESB. Ekki vegna þess að mér sé sérdeilis í nöp við ESB. Heldur vegna þess, að mér líst alls ekki á það hvaða afleiðingar það hefði - að fjármagna losun hafta með skuldsetningu. En við sjáum hve vel Grikklandi vegnar - ekki satt?
Kv.
12.11.2013 | 00:17
Risahöfn á Austurlandi gæti aukið mjög erlenda fjárfestingu á Íslandi!
Mín kenning um það af hverju ekki hefur verið mikið um erlenda fjárfestingu hérlendis, er töluvert önnur en áhugamanna um aðild að ESB og um upptöku evru.
En ég fókusa á "flutningskostnað" til og frá landinu. Grunar að sá skipti miklu máli.
Það sem hefur lengi vantað hérlendis, er aukin samkeppni í siglingum hingað til lands, en ekki síst. Aukin umferð flutninga um landið.
Þetta skiptir máli, því hvort tveggja aukin umferð og aukin samkeppni, leiðir til minni kostnaðar í flutningum til og frá landinu.
Minni kostnaður, þíðir að ódýrara verður fyrir erlend fyrirtæki að starfa hér á landi.
Ísland verður samkeppnishæfara sem land til að framleiða varning til útflutnings.
Mig grunar einmitt, að stórskipahöfn geti verið lykill að því, að gera Ísland samkeppnishæft, sem "manufacturing" eða framleiðsluland.
Auðvitað skiptir flr. máli - eins og skattaumhverfi, lagaleg umgjörð, jafnvel innanlands pólitík.
Ég legg auðvitað til, að við aðlögum skatta á fyrirtæki að því sem tíðkast á Írlandi, ef við gerum það í ofanálag við það að höfn kemur, þá virkilega gæti opnast fyrir gáttir erlendrar fjárfestingar hér.
Mynd sýnir Langanes og hvar Finnafjörður er!
Það var áhugaverð frétt á Ruv.is í dag: Höfnin í Finnafirði þykir góður kostur
"Hafsteinn Helgason...sagði að þýska höfnin Bremanports hefði valið Finnafjörð vegna þess að þar er mjög aðdjúpt, lítið um vindhviður og ölduhæð lítil."
"Í Finnafirði er nóg flatlendi og það þykir kostur að ekkert fjölmennt þéttbýli sé í grennd. Hafsteinn segir að krafa þýska fyrirtækisins sé sú að hægt sé að byggja óhindrað upp starfsemi á u.þ.b. 1.000 hekturum lands."
"Einnig kom fram í máli Hafsteins að Bremenports ætlaði að ráðast í mikla skógrækt allt í kringum höfnina til að draga úr skafrenningi og snjósöfnun. Enn einn kostur Finnarfjarðar sé að þar er lítil úrkoma og snjólétt. Í upphafi hafi Bremenports talið að framkvæmdir gætu hafist eftir 10-12 ár en nú hafi sá tími verið styttur í 5-8 ár."
"Fyrsta fjárfestingin verður um 18 milljarðar íslenskra króna, segja þeir og það er um það bil 1,6 km langur viðlegukantur. Þeir segja að ekki sé byrjað með minna, segir Hafsteinn."
"Tveir stórir viðskiptavinir þýsku hafnarinnar Bremenports vilja koma með starfsemi hingað til lands ef áform um stórskipahöfn í Finnafirði verða að veruleika. Fyrirtækin sækjast eftir beinni siglingaleið á Asíumarkað. "
Eðlilegt er að taka slíkum málflutningi með einhverjum fyrirvara, á hinn bóginn bendir margt til þess að siglingar yfir Pólinn séu að vaxa mun hraðar - en svartsýnismenn töldu víst einungis fyrir ári.
Bremenports rekstrarfélag Brimarhafna, hefur tekið að sér að rannsaka aðstöðuna við Finnafjörð, og einnig það að athuga með áhuga annarra fyrirtækja, með þátttöku í verkefninu.
Kínv. félag sem nýverið sigldi yfir pólinn sbr: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!. Um er að ræða fyrirtækið Cosco Shipping. Aðilar á vegum þess hafa komið hingað, og virðast hafa áhuga á verkefninu fyrir Austan. Þeir tóku þátt kynningu á þessari hugsanlegu höfn, þ.e. ekkert út í hött að það geti verið, að það höfði til Cosco Shipping, að gerast meðfjárfestig og eiga síðar meir aðstöðu á svæðinu.
- Það virðast a.m.k. ekki blasa við neinar tæknilegar ástæður af hverju risahöfn við Finnafjörð geti ekki orðið að veruleika, það að búið sé að skoða gögn um vind og öldumælingar, sem og úrkomu og snjóalög, bendir til þess að full alvara sé með athuguninni.
Og ef framkvæmdir hefjast eftir 5-8 ár, þá erum við að tala um næsta kjörtímabil - herrar mínir og frúr, sem upphafspunkt framkvæmda.
Ég er þess fullviss að tilkoma slíkrar hafnar verður alger bylting fyrir Ísland, meiri bylting heldur en tilkoma Reykjavíkurhafnar var: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?
Reykjavíkurhöfn var ástæða þess að þéttbýlið við Reykjavík varð að þungamiðju byggðar á Íslandi.
Þ.e. ekki ástæða að ætla að Finnafjarðarhöfn hafi smærri áhrif, reyndar tel ég þau stærri.
Þarna þarf auðvitað að tala um áhrif nk. 30-40 ára, en á þeim tíma grunar mig að eftir tilkomu Finnafjarðarhafnar, byggist upp í grennd við höfnina, þéttbýli fjölmennara en þéttbýlið við Eyjafjörð.
Þarna verði iðnaðarsvæði tengt fyrirtækjum sem framleiða varning til útflutnings til Asíu, svei mér þá að ég held að það geti virkilega gerst, fyrst að 2-þýsk fyrirtæki eru þegar hálfvolg.
- Reykjavík getur orðið hátæknimiðstöð Íslands, þ.e. hugbúnaðargeirinn.
- En Austurland, gæti orðið "manufacturing center of Iceland" þ.e. framleiðsla á varningi, tækjabúnaði, ekki hugbúnaði. Álverið getur tæknilega spilað rullu þar, en framleiðsla á hlutum úr áli gæti orðið vænlegur iðnaður.
- Ég er ekki viss hvað Eyjafjarðarsvæðið getur gert, þar verður mikill landbúnaður áfram, þar er háskóli, þeir geta haft einhvern hugbúnaðariðnað, en mig grunar að það svæði geti hugsanlega grætt á þjónustu við Grænland. Þ.s. námufyrirtæki sem ætla að hafa starfsemi þar í framtíðinni.
Ég hef ekki nefnt olíu og gas.
Það er einfaldlega vegna þess, hve óvissan um það er risastór.
Tel það ekki með að sinni, nema frekari fréttir berist.
Niðurstaða
Málið að ég tel að lykilatriðið fyrir erlenda fjárfestingu hér, sé ekki að taka upp erlendan gjaldmiðil, það sé ekki heldur aðild að ESB, heldur sé það lækkun á flutningskostnaði til og frá landinu.
Í reynd sé hár flutningskostnaður ígildi umtalsverðrar viðskiptahindrunar fyrir Ísland.
Þetta sé í bland vegna fákeppni í flutningum til og frá landinu, en ekki síst vegna lítils flutningsmagns er gerir það að verkum að fáir aðilar hafa áhuga á því að sigla hingað.
Með tilkomu risahafnar sé ég allt það leysast, þ.e. magn þ.s. streymir hér um margfaldast, þannig að við það fara erlend skipafélög að sjá hag sinn af því að sigla hingað.
Þá bæði lækkar kostnaður af völdum þeirrar auknu samkeppni, og vegna þess að aukið magn í flutningum þíðir, að hagkvæmari flutningatæki verða notuð.
Þá um leið, snarbatnar samkeppnishæfni Íslands - gagnvart möguleikanum á erlendum fjárfestingum.
Kv.
11.11.2013 | 00:36
Klofningur innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu vekur athygli!
Það er ekki síst fulltrúar hvaða ríkja greiddu atkvæði gegn tillögu Mario Draghi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, um 0,25% stýrivaxtalækkun.
Punkturinn er, að þetta eru einmitt fulltrúar þeirra tilteknu ríkja, sem tæknilega eiga auðveldast með það að yfirgefa evruna, stofna sinn eigin gjaldmiðil.
En Mario Draghi varð að gera eitthvað, til að sporna við þróuninni í átt að verðhjöðnun, vegna þess hve hættuleg sú þróun er fyrir - - framtíð evrunnar.
En þ.e. einmitt málið, Mario Draghi er að berjast fyrir áframhaldi evrunnar.
Það eru tiltekin ríki sem nauðsynlega verða að vera meðlimir áfram, og Ítalía er sannarlega eitt þeirra.
Ítalía er sennilega í augnablikinu það land, sem mest á í hættu að hrökklast út, hafandi í huga að evran líklega getur ekki lifað brotthvarf Ítalíu af. Þá er það virkilegt alvörumál að tryggja stöðu lykillandsins Ítalíu. En Ítalía getur hæglega farið ekki síst vegna þess að Ítalía á öflugt útflutningshagkerfi, er mundi geta náð sér hratt í kjölfar gengisfellingar.
Sannarlega er Þýskaland einnig lykilland - en Þýskaland er ekki við það að hrekjast út, það getur auðvitað sjálfviljugt tekið aðra ákvörðun. En þ.e. ekki að hrekjast út.
ECB split stokes German backlash fears
- "Last week, two German members of the ECBs 23-member governing council led a six-man revolt against Thursdays move to cut the banks benchmark lending rate by 25 basis points."
- "Among those who voted with the two Germans on Thursday were the heads of the Dutch and Austrian central banks."
Tæknilega geta; Þýskaland, Austurríki, Finnland, Holland + hugsanlega einhver flr. ríki mjög nátengd inn í hagkerfi Þýskalands eins og Slóvakía, myndað sinn eigin gjaldmiðil.
Sá mundi verða sterkur - og líklega hækka verulega í virði sbr. v. evruna.
Málið er að þessi tilteknu lönd geta farið án þess að verða gjaldþrota, brotthvart þeirra er því ekki ógn við stöðugleika fjármálakerfis Evr. og þar með ekki við tilvist evrunnar, öfugt við brotthvarf Ítalíu. Þess vegna verður Ítalía að vera innan evrunnar ef evran á að vera til áfram, meðan að ríku löndin geta farið án þess að evran líði undir lok. Ef út í þ.e. farið er Ítalía sennilega hið eiginlega lykilland evrunnar.
- Það áhugaverða er, að ef þessi ríku tiltölulega vel stæðu lönd fara - þá líklega forðar það greiðsluþroti allra ríkjanna í S-Evr. þ.s. við gengisfall evrunnar er af yrði, mundu skuldir þeirra landa er eftir verða þar innan "raunlækka."
- Gengisfallið mundi líklega að auki duga til að endurreisa samkeppnishæfni þeirra landa.
Það verður áhugavert að fylgjast áfram með framvindu mála, en ég er fullviss um að þessi ákvörðun þ.e. stýrivaxtalækkun í 0,25% úr 0,5% dugar ekki til að stöðva þróunina yfir í verðhjöðnunarástand í S-Evrópu.
Mun róttækari aðgerðir þurfi til, en Mario Draghi gaf í skyn að hann ætti meira í pokahorninu sbr.:
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 November 2013
"we continue to monitor closely money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance. We are ready to consider all available instruments...."
Draghi getur ekki sagt það skírar, að hann fyrirfram útiloki enga þá aðgerð - sem "ECB" er fær um að grípa til.
Rétt er að muna loforð hans frá 2012 um að gera allt þ.s. til þarf til að tryggja framtíð evrunnar.
Ef evran á sér einhvern "champion" er það Mario Draghi.
Hann ætlar sér að halda þeirri baráttu áfram, en þ.e. líklegt að þær aðferðir sem hann mun þurfa að beita muni mæta síharðnandi andstöðu.
Og hann verður að halda Ítalíu á floti! Hann örugglega skilur það.
Ákvörðunin um lækkun vaxta, var mjög harkalega gagnrýnd innan Þýskalands meðal hægri sinnaðra hagfræðinga og hægri sinna í Þýskalandi almennt.
- Það er dýpkandi gjá milli Draghi, og þess sem þarf líklega til.
- Og þeirra sem vilja halda sig við hina gömlu stefnu Seðlabanka Þýskalands.
Og eins og ég sagði, verður þessi vaxtaákvörðun líklega hvergi næg eins og sér, þannig að Draghi mun þurfa að seilast dýpra í tólakistuna sína.
Spurningin er hvað gerist - þegar hann fer að prenta peninga?
Bendi einnig á áhugaverða grein í Telegraph:
Reports of the survival of the eurozone may have been greatly exaggerated
Ég er alveg sammála Roger Bootle að klofningurinn sem upp er kominn, muni líklega halda áfram að ágerast.
Það kaldhæðnislega er - að það besta sem hugsanlega getur komið fyrir evruna, er að best stæðu löndin í N-Evrópu fari út.
Að Evran verði að því sem mætti kallað "Líru hina meiri" eða "The Greater Lira."
Niðurstaða
Mér virðist líklegt að næsta ár geti verið örlagarýkt. En þróunin yfir í verðhjöðnun virðist líkleg að halda áfram. Munum að hluti af þessu eru vandræðin á Bandaríkjaþingi deilan um ríkishallann og beiting Repúblikana á skuldaþakinu svokallaða sem svipu. Þessi deila mun taka sig upp snemma á nýárinu. Ekkert er í kortunum annað en að hún haldi síðan áfram með hléum eins og á sl. ári. Og að sú deila þar með haldi áfram að skaða bandar. efnahag. Punkturinn er að þetta víxlverkar við vandræðin í Evrópu, minni neysla og hagvöxtur í Bandar. - - þíðir lakari útflutnings tækifæri fyrir Evrópu. Þetta með öðrum orðum á sinn þátt í því að skaða möguleika ríkjanna í vanda, að hefja sig upp.
Þetta þíðir líklega að "US Federal Reserve" heldur líklega prentun áfram á fullum dampi út næsta ár, þrátt fyrir vangaveltur um svokallað "taper."
Sem þíðir, að peningastefna Bandar. verði áfram "lausari" en peningastefna Seðlabanka Evrópu, svo að evran líklega heldur áfram að hækka á kostnað dollarsins.
Nema að Draghi geri e-h virkilega róttækt, eins og að hefja sjálfur - massíva prentun.
En getur hann það, án þess að valda mjög miklum klofningi meðal aðildarríkja evru um peningastefnuna?
Þetta er eins af þessum mikilvægu spurningum sem ekkert augljóst fyrirfram svar er við.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta virðist megni til fyrir tilstuðlan "hnattvæðingar" en þ.e. auðvelt að sjá af hverju. En flestir hljóta að sjá að þegar risa lönd eins og Kína, Indland, Indónesía o.flr. eru öll að iðnvæðast samtímis. Við bætast mörg hundruð milljón verkamenn - á mun lægri launum, að vinna meira eða minna samskonar störf. Þá hefur sú aukna samkeppni við þá launamenn, áhrif á kjör launamanna er vinna samskonar störf á vesturlöndum - eðlilegt að þeim áhrifum vaxi fiskur um hrigg eftir því sem iðnvæðing Asíulandanna sækir inn á sífellt flr. svið.
Áhrifin hafa verið að stigmagnast síðan á 10. áratugnum. Síðan þá hefur orðið umtalsverð hnignun á því hlutfalli landsframleiðslu Evrópu- og N-Ameríkulanda sem fellur til fólks í stétt almennra launamanna.
- Stefán Ólafsson, vill kenna um - - stefnu hægri manna.
En vandinn er sá, að þessi þróun er til staðar í öllum löndum í Evrópu og N-Ameríku.
Alveg burtséð frá því hvort það eru hægri stjórnir eða vinstri stjórnir við völd.
Að auki er þetta einnig að gerast í Japan og S-Kóreu, sjá mynd.
Sjá grein The Economist: Labour pains
Myndin mælir það hvaða hlutfall landsframleiðslu launatekjur eru, eða launakostnaður.
Eins og sjá má, fer þetta hlufall mnnkandi í öllum samanburðarlöndum.
"The Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD), a club of mostly rich countries, reckons that labour captured just 62% of all income in the 2000s, down from over 66% in the early 1990s."
Sem þíðir að það hlutfall sem fellur til launatekna launamanna hefur minnkað að meðaltali um 4% af þjóðarframleiðslu í OECD.
"...the share of income earned by the top 1% of workers has increased since the 1990s even as the overall labour share has fallen."
Aukin eftirspurn eftir störfum sem krefjast sérfræðiþekkingar á sama tíma hefur að því er virðist leitt til þess, að þeir launamanna sem eru í hæstu tekjustigum - - fá hlutfallslega meira til sín í dag.
- Hnignunin virðist mest í störfum þ.s. krafa um menntun er lág til miðlungs.
- Sem er algerlega rökrétt, því það eru akkúrat þau störf - - sem lenda í vaxandi verðsamkeppni við ódýrt vinnuafl í Asíu á sama tímabili.
"Workers in America tend to blame cheap labour in poorer places for this trend. They are broadly right to do so, according to new research by Michael Elsby of the University of Edinburgh, Bart Hobijn of the Federal Reserve Bank of San Francisco and Aysegul Sahin of the Federal Reserve Bank of New York."
"Of the 3.9 percentage-point fall in the labour share in America over the past 25 years, 3.3 percentage points can be pinned on the likes of Foxconn."
Með öðrum orðum, stærsti hluti hnignunar tekna launamanna sl. 25 ár - er vegna samkeppninnar við láglaunasvæði Asíu.
Þetta sýni rannsókn Michael Elsby og Bart Hobjin fram á.
Niðurstaða
Með öðrum orðum, rannsóknin sem kemur fram í textanum að ofan virðist sanna að stærsti hluti ofangreindrar þróunar, stafi af hinni vaxandi samkeppni við ódýrt vinnuafl í Asíulöndum. Ástæðan sé ekki - eins og Stefán Ólafsson vill halda fram, að hægri menn hafi verið við stjórn. En sömu þróunar gætir í löndum þ.s. vinstri menn stjórna.
Ég held einnig að sú tilfærsla framleiðslustarfa til Asíu sem hefur verið stöðugt að ágerast síðan 1990 ca, sé einnig undirrót núverandi kreppu á vesturlöndum.
Hnignun framleiðsluhagkerfis Evr. og N-Ameríku hafi í reynd smám saman verið að grafa undan lífskjörum á þar, þegar haft er í huga hve augljóst það er hverjum sem kemur í verslun þ.s. seldur er nýjasti hátæknivarningur - að þetta er allt framleitt í Asíu meira eða minna. Þá sést af því, að Asía hefur náð Evr. og N-Ameríku tæknilega.
Með glatað tækniforskot, sé einfaldlega ekki lengur unnt fyrir Evrópu og N-Ameríku, að viðhalda lengur miklu hærri lífskjörum. Það sé líklega ekki möguleiki á annarri útkomu en, lækkun lífskjara í Evr. og N-Ameríku - þ.s. líklega sé ekki nægilega mikið til af hráefnum á plánetunni. Til þess að Asíumenn lyfti sér í þau lífskjör sem við hér við N-Atlantshaf höfum haft sl. 30 ár eða svo.
Núverandi kreppa muni líklega leiða fram þessa leiðréttingu kjara.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2013 | 22:10
Seðlabanki Evrópu er sagður hafa komið mörkuðum á óvart með vaxtalækkun!
Þetta er þ.s. erlenda pressan segir. En undanfarið hefur verið töluverð umræða um vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu. Flestir hagfræðingar og sérfræðingar sem rætt var við. Töldu að Mario Draghi mundi halda vöxtum óbreyttum. Það virðist einnig að markaðir hafi verið búnir að verðleggja inn þá afstöðu.
Enda lækkaði gengi evrunnar örlítið í kjölfar þess er það varð ljóst, að Seðlabanki Evrópu er að lækka stýrivexti í 0,25%.
Að auki varð smávægileg hækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu.
Þessi vaxtalækkun er þó sennilega ekki líkleg til að duga til að stöðva þróun innan Evrusvæðis í átt að verðhjöðnun.
Mario Draghi sagði þó - að "ECB" hefði fleiri tæki í tólakistunni, ef framvinda næstu mánaða er á þá leið, að verðbólga sé áfram á stöðugri niðurleið.
------------------------------------------
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 November 2013
- "First, based on our regular economic and monetary analyses, we decided to lower the interest rate on the main refinancing operations of the Eurosystem by 25 basis points to 0.25% and the rate on the marginal lending facility by 25 basis points to 0.75%.
- "The rate on the deposit facility will remain unchanged at 0.00%."
- "Second, following todays rate cut, the Governing Council reviewed the forward guidance provided in July and confirmed that it continues to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time."
- "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term. At the same time, inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%. Such a constellation suggests that we may experience a prolonged period of low inflation, to be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below but close to 2% later on."
- "Annual growth in M3 moderated to 2.1% in September, from 2.3% in August...Net capital inflows into the euro area continued to be the main factor supporting annual M3 growth, while the annual rate of change of loans to the private sector remained weak."
- "The annual growth rate of loans to households (adjusted for loan sales and securitisation) stood at 0.3% in September, broadly unchanged since the turn of the year. The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.7% in September, compared with -2.9% in August."
- "In order to put high public debt ratios on a downward path, governments should not unravel their efforts to reduce deficits and sustain fiscal adjustment over the medium term."
------------------------------------------
Rétt að nefna að þrátt fyrir þetta er peningastefna "ECB" enn tiltölulega stíf!
Málið er að aðrir stórir seðlabankar hafa verið að ástunda prentun - til þess að örva hagkerfin sín. Það er "Bank of England" - "US Federal Reserve" - "Bank of Japan" og þó formlega sé Kína ekki að prenta. Þá líklega hefur peningaprentun hvergi á hettinum verið meiri þar í landi síðan heimskreppan hófst.
Kína gerir þetta í gegnum bakdyrnar þ.e. þ.s. Kína stjórn á alla viðskiptabanka, heimilar ekki einkabanka, þá eru þeir notaðir - - til þess að dæla fjármagni inn í hagkerfið.
- Í þessu samhengi er peningastefna "ECB" enn stíf.
- En eins og kemur skýrt fram að ofan í máli Mario Draghi, þá er reiknað með mjög lágri verðbólgu á evrusvæði nk. 2-3 ár sbr. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term.
- Þetta er það lengsta sem hann líklega treystir sér að ganga, í því að viðurkenna það að hætta sé á verðhjöðnun.
Hann minnir síðan á, að bankaráðið muni áfram fylgjast með vökulum augum, og nefnir þann skýra möguleika að meira verði gert í framtíðinni - ef þörf á því kemur fram.
- T.d. neikvæðir vextir á innlánsreikninga "ECB" - svo bankar taki frekar fé sitt út, ný "LTRO" lán til banka.
Eins og kemur einnig fram í máli Mario Draghi, þá mega ríkisstjórnir evrusvæðis ekki enn - slaka á klónni í niðurskurðinum. Eins og hann mynnti á að meðalskuldirnar væru að nálgast 96%.
Þetta eins og hann sjálfur bendir á, muni áfram vera hemill á hagvöxt.
- Miðað við þetta, ætti gengi evrunnar að viðhaldast í "hækkunarferli."
En þ.e. eðlilegt að svo verði áfram, því þrátt fyrir mildun peningastefnu "ECB" eru aðrir stórir seðlabankar með til muna slakari stefnu.
En það má líta á peningaprentun sem ígildi neikvæðra stýrivaxta.
Hvað gæti breytt þeirri útkomu?
Fyrir utan óvænt mun meiri hagvöxt - sem virðist ekki líklegt. Þá er það helst möguleikinn, að Seðlabanki Bandaríkjanna dragi úr prentun. En umræður um hugsanlega niðurkeyrslu seðlaprentunar, hefur verið að gjósa upp við og við sl. 6 mánuði.
En meðan "Fed" heldur áfram á sama dampi, þá ætti evran halda áfram eins og verið hefur undanfarna mánuði að smáhækka gagnvart dollar.
8% sl. 6 mánuði gagnvart dollar og 30% hærri gagnvart jeni síðan á sl. ári.
Að auki hefur hið kínv. renminbi einnig töluvert lækkað gagnvart evru á þessu ári.
- Mín skoðun er að "Fed" muni líklega ekki draga úr prentun fyrir árslok, heldur bíða eftir því hvernig deilu Repúblikana og Demókrata fram vindur, en aftur hefst sama dramað í janúar og febrúar nk.
- Meðan Bandar. þing gerir sitt besta til að skaða efnahag Bandar. með þeim hætti, sé líklegra að "Fed" viðhaldi prentun á núverandi dampi.
Um þetta eru mjög skiptar skoðanir, en skv. glænýjum efnahagstölum frá Bandar., var hagvöxtur á 3. ársfjórðungi betri en 1. og 2. fjórðung, þrátt fyrir deilina á "Capitol Hill."
Það er þó talið að hluti af þeirri aukningu sé útskýranlegt með því að mörg fyrirtæki hafi verið að endurnýja birgðir, í reynd sé vöxtur á svipuðu róli - þ.e. milli 1 - 2%.
Skv. þessu heldur "Fed" áfram prentun á fullum dampi - og evran heldur áfram hægt og rólega að hækka gagnvart dollar, líklega einnig jeni - pundi og renminbi.
Þ.e. ekki síst þessi gengishækkun - - sem er að skapa hina auknu tilhneigingu til verðhjöðnunar. En einungis ef "ECB" tekur upp prentun eins og hinir seðlabankarnir, verði þessi þróun stöðvuð.
Og ég efa að bankaráð "ECB" sé enn til í slíkt.
Það muni sennilega ekkert minna duga til en að evrusvæði sem heild mælist í smávægilegri neikvæðri verðbólgu eða verðhjöðnun eða að meðaltalið sé a.m.k. komið í "0%."
Niðurstaða
Mér virðist enn vera vaxandi líkur á endurkomu evrukrísunnar á nk. ári. En þessi vaxtalækkun dugar líklega ekki til þess að stöðva núverandi þróun í átt að verðhjöðnun á evrusvæði. Gengi evrunnar líklega mun áfram haldast á hækkunarferli gagnvart helstu gjaldmiðlum - vegna þess að ríkjandi peningastefna í þeim gjaldmiðlum er enn slakari.
Þó svo að bankaráð Seðlabank Evrópu hafi gengið lengra en nokkru sinni áður, þurfi meira til - ef á að hindra þá varasömu útkomu sem verðhjöðnun mundi vera. Í því ástandi alvarlegrar skuldakreppu er rýkir á evrusvæði.
En ég bendi auk þess á, að "ECB" ætlar að framkvæma þolpróf á helstu bönkum Evrópu, og í þetta sinn eiga þetta að vera alvöru þolpróf. Svo að reiknað er með "slæmum" tíðindum.
Það gæti svo óheppilega víxlverkast, að niðurstöður þeirra þolprófa detti inn um svipað leiti, og S-Evr. verði öll kominn yfir í verðhjöðnun.
Það væri mjög óskemmtileg víxlverkan.
------------------------------------------
Bendi fólki á ritgerð er virðist mjög áhugaverð, birt á vef AGS:
Will the U.S and Eu rope Avoid a Lost Decade? Lessons from Japans Post Crisis Experience
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2013 | 22:57
Kosningarnar síðla árs 2015 gætu orðið áhugaverðar á Spáni!
Það er dálítið verið að ræða nýja hagspá Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þessa dagana. Eitt atriðið í þeirri umræðu - er Spánn. En spá Framkvæmdastjórnarinnar er lakari, en spá ríkisstjórnar Marihano Rajoy fyrir næsta ár. Reyndar munar ekki mjög miklu þ.e. 0,5% vs. 0,7%. En þ.s. vekur meiri athygli er spá Framkvæmdastjórnarinnar um ríkishalla Spánar. En skv. spá Framkvæmdastjórnarinnar verður Spánn enn ekki búinn að ná fram lágmarksjafnvægi á ríkisreksturinn innan tveggja ára. Kosningaárið verði líklega enn halli á frumjöfnuði fjárlaga - þ.e. áður en tekið er tillit til skuldaliða. Og heildarhallinn verði 6,6% nk. ár - sem væri þá aukning á halla miðað við spá fyrir þetta ár þ.e. 5,9%. Á sama tíma gerir ríkisstjórn Spánar ráð fyrir að hallareksturinn á spænska ríkinu verði 5,8% á nk. ári, 4,4% 2015 og takmarkið um 3% halla muni nást rétt í tæka tíð fyrir kosningar 2016.
EU forecasts are wake-up call for Spain
Gætu orðið áhugaverðar kosningar!
Bent er á í greininni, að líklega verði megin kosningamálið kosningarnar veturinn 2015 - > atvinnumál. Enda ekki furða. Ríkisstjórn Rajhoy muni bersýnilega eiga á brattann að sækja. En sá örlitli hagvöxtur sem getur náðst fram. Sé ólíklegur til að duga einn og sér til að vinna á hinu gríðarlega atvinnuleysi að nokkru umtalsverður ráði.
Þannig að árið 2015, verði Rajhoy tilneyddur að - fókusa á atvinnumál.
Með öðrum orðum, fókusa af þeim vanda sem snýr að hallarekstri ríkissjóðs.
Svo að líklega sé eini sénsinn, að skera frekar niður - - aðgerðir sem yrðu kynntar til sögunnar á nk. ári, Framkvæmdastjórnin hefur "réttilega" kosið að miða við "no policy change" þ.e. gerir ekki ráð fyrir aðgerðum, jafnvel þó einhverjar frekari séu líklegar, sem ekki hafa verið kynntar til sögunnar enn.
Eftir það verði kominn kosningaskjálfti - - Rajhoy muni neyðast líklega til þess að verja fé til atvinnuskapandi verkefna.
Þannig auka hallann að nýju - en þarna er hann bersýnilega milli tveggja elda.
- Þ.s. vert er að muna, er að Rajhoy var kosinn til valda, vegna þess að hann lofaði að leysa efnahagsvanda Spánar.
- Meðan enn er svo óskaplegt atvinnuleysi, mun almenningur líklega ekki kaupa að sá vandi sé leystur.
- Spurning hvort fram koma mótmælaframboð?
En mér virðist geta skapast augljós eftirspurn eftir nýjum framboðum, en það getur meira en verið - að kjósendur treysti ekki neitt frekar flokkunum sem stjórnuðu kjörtímabilið á undan, þeir sem stjórnuðu er kreppan hófst.
Spurning þó - hvaða tegund af mótmælum munu koma fram?
Ef einhver þekkir til á Spáni má viðkomandi leggja orð í belg.
Niðurstaða
Það sem er áhugavert við Spán og nokkur önnur lönd sem hafa skipt um ríkisstjórnir eftir að kreppan í Evrópu hófst. Lönd sem enn eru í kreppu. Er að þegar næst verður kosið. Og líkur eru sterkar að kreppan verði enn í algleymingi - eins og t.d. á Spáni. Er að þá eru kjósendur búnir að prófa báðar meginfylkingar hefðbundinna flokka.
Þannig að næsta röð kosninga - getur orðið röð kosninga, þ.s. jaðarflokkar ýmist til vinstri eða hægri komast til valda í þeim ríkjum Evrópu þ.s. kreppa og mikið atvinnuleysi er líklegt að vera enn til staðar.
Kv.
5.11.2013 | 23:24
Hin skrítna efnahagsumræða í Þýskalandi!
Þjóðverjar hafa verið að fá töluvert af umvöndunum á síðustu vikum, um það vandamál sem þeirra viðskiptahagnaður ca. 5% af þjóðarframleiðslu er talinn vera. Nánast hver einasta alþjóða stofnun hvetur þá til að - gera sitt til að eyða upp þeim afgangi, þ.e. OECD, AGS, SÞ, WTO og Bandaríkin hafa nýlega komið fram með sambærilega gagnrýni.
Hið dæmigerða þýska svar - er að Þjóðverjar geti ekkert að því gert, þó þeir hafi skilvirk útflutningsfyrirtæki.
Það sé ranglátt að refsa þjóðverjum fyrir að ganga vel í útflutningi.
Umræða af þessu dagi má sjá gott dæmi af í eftirfarandi grein í Der Spiegel:
Complaints about German Exports Unfounded
Fulltrúi frá AGS sem ræddi við þýsk stjv. lagði það til - að þýsk stjv. mundu taka upp formlega stefnumótun, um það að smám saman draga úr viðskipta-afganginum. Setja sér ákveðin markmið í því skyni.
"For Finance Ministry officials, this approaches the sort of hubris one would expect from a planned economy. They also like to point out that there isn't much they can do about the surpluses because they simply lack the necessary leverage. No one in the world is being forced to buy German cars or machines, they note, so should the German government ban exporting? "This is the sort of thing that didn't even work under socialism," says one official."
Þarna koma fram verð ég að segja "sérkennileg viðbrögð" en þ.e. enginn að tala um það, að Þýskaland eigi að flytja minna út.
Heldur, að Þýskaland eigi að auka - - eftirspurn innanlands.
Punkturinn er sá, að 5% af þjóðarframleiðslu viðskipta-afgangur þíðir í reynd að þýska hagkerfið, er ekki að starfa að fullum dampi.
Þýska hagkerfið hefur skv. því efni á því að auka neyslu, þar til að verðmæti innlendrar neyslu er í jafnvægi við tekjur af utanríkisviðskiptum.
Þannig að viðskiptajöfnuður sé í jafnvægi þ.e. "0".
Þá er þýska hagkerfið í fullum afköstum.
Þetta þíðir meiri skatttekjur fyrir ríkið - þetta þíðir meiri hagvöxt - þetta þíðir hærri lífskjör.
Að líkja þessu við sósíalisma eða kommúnískt hagkerfi - er afskaplega öfgakenndur samanburður.
"Suggestions that the Germans stimulate imports are no less unrealistic as the government also lacks important tools to influence them. Germans will buy more foreign goods if they earn more money. But this isn't something the government can dictate since, in Germany, employers and trade unions negotiate wage levels without any government interference."
Þetta er nett rugl, þ.s. ríkið getur gert - er að hækka laun eigin starfsmanna. Það getur síðan hvatt stéttafélög launamanna í samfélaginu til að krefjast sambærilegra launahækkana.
Þó svo ríkið stjórni ekki samningum á almenna vinnumarkaðinum, mundi slíkt fordæmi hafa mikil áhrif og að auki ef það mundi hvetja til launahækkana úti í samfélaginu í ofanálag.
Þá er ég viss að það væri langt í frá - áhrifalaust.
""That would be absurd," says economist Holger Görg, a professor at the Kiel Institute for the World Economy (IFW), in northern Germany. After all, Görg argues, no one can be forbidden from buying German goods. Germany was still a problem child in the 1990s, he explains, but then it regained its strength. "Should that be held against the country today?" Görg asks incredulously. The real issue, he says, is why countries like Spain or Italy haven't managed to become more competitive."
Þetta er sú hlið sem Þjóðverjar einblína á - - þ.e. að vandinn sé hinum löndunum að kenna.
Þ.e. rétt að þó svo að Þjóðverjar auki innlenda eftirspurn, er ekkert sem tryggir að Þjóðverjar muni auka innflutning frá S-Evr.
Á hinn bóginn, þá er það eitt og sér að afnema þann nettó hagnað sem þjóðverjar hafa af utanríkisverslun - töluverð bót meina.
En vandinn við þær nettó tekjur, er að þær þarf að verja til einhvers hlutar. Á sl. áratug, var þetta fé mikið til endurlánað í gegnum Þýska banka til landa sem voru þeirra helstu viðskiptalönd, þannig streymdi viðskiptahagnaður Þjóðverja út aftur sem lánsfé og fjármagnaði vaxandi viðskiptahalla helstu viðskiptalanda Þýskalands innan Evrópu.
Vegna þess að Þýskaland hafði ofgnótt fjármagns, var þetta fé lánað á mjög hagstæðum kjörum - - sem hvatti til enn meiri neyslu í jaðarlöndum Evrópu.
Þetta ódýra lánsfé átti alveg örugglega töluverðan þátt í þróun þeirrar viðskiptabólu er ágerðist á evrusvæðis á sl. áratug.
- Þjóðverjar hafa aftur á móti margir hverjir búið til þá söguskýringu, að núverandi kreppa sé réttlát refsing fyrir S-Evr. fyrir ofneyslu þá er þar varð á sl. áratug.
- Þetta snúist eingöngu um það, að S-Evr. skeri niður kostnað og lagfæri til heima hjá sér.
Einhvern veginn virðast menn ekki gera sér grein fyrir því, að þegar þú allt í senn - - stórfellt minnkar innri eftirspurn með því í bland að lækka laun og auka atvinnuleysi, skerð stórfellt niður ríkisútgjöld ásamt því að sveitafélög einnig skera niður hjá sér, og að auki fyrirtæki eru fyrir sitt leiti að minnka kostnað.
Þá er ekkert til staðar til að halda þeim hagkerfum uppi - - nema hugsanleg von um að auka útflutning.
Ef sú von bregst, blasir ekkert annað við en - - hrap niður í verðhjöðnun, dýpkandi skuldaspíral, hratt vaxandi atvinnuleysi og fátækt, og síðan gjaldþrot.
- Þess vegna er það svo slæmt hve gengi evrunnar fer hækkandi!
- En það grefur undan þessari síðustu von S-Evr. um útflutningsdrifinn vöxt.
Niðurstaða
Málið er að það væri gott fyrir Þjóðverja sjálfa að auka hagvöxt í Þýskalandi með því að auka neyslu. Þá stækkar hagkerfið. Þá aukast skatttekjur. Þá aukast lífskjör. Þetta hafa Þjóðverjar eins og ég sagði efni á alveg að þeim punkti er viðskiptajöfnuður nær "0" punkti.
En þegar Þjóðverjum er bent á þetta - þá malda þeir í móinn.
Eins og sjá má af ummælum sem vitnað er til að ofan.
- Einhverjir áhrifamiklir hagsmunir innan Þýskalands greinilega vilja að þetta sé svona áfram.
- En málið er, að alþýða manna í Þýskalandi er í reynd arðrænd um þau lífskjör sem á skortir, meðan Þýskaland er enn með 5% af þjóðarframleiðslu viðskipta-afgang.
- Einhver bersýnilega græðir á því arðráni og sá eða þeir einhverjir, virðast stjórna umræðunni.
Kv.
4.11.2013 | 21:27
Romano Prodi hvetur til samstöðu þjóða S-Evrópu gegn stefnu Þýskalands!
Fyrst, hver er Romano Prodi? Hann er fyrrum Forseti Framkvæmdastjórnar ESB, þ.e. árin 1999 - 2004. Hafið í huga að þetta eru árin þegar evran er formlega tekin upp. Hann var einnig forsætisráðherra Ítalíu annars vegar frá 17. maí 1996 -- 21. október 1998 og hins vegar frá 17. maí 2006 - 8. maí 2008.
Hann er forsætisráðherra, þegar Ítalía er að semja um það að verða eitt af stofnríkjum evrunnar, þrátt fyrir að skuldir ítalska ríkisins - hafi verið langt umfram svokölluð "Maastricht" viðmið, þ.e. langt umfram 60%.
Hann er einn af hinum stóru hugsjónarmönnum um samstarf þjóða Evrópu um svokallað Evrópusamband, og hann sannarlega hefur verið þeirrar skoðunar að samstarfið um evruna sé mikilvægur þáttur þess samstarfs.
Sem m.a. skýrði af hverju hann lagði svo mikla áherslu sem forsætisráðherra á það, að Ítalía væri með frá upphafi.
Það er því vert að veita gagnrýni hans fulla athygli
Þetta er viðtal sem birtist í ítölsku nettímariti - Quotidiano Nazionale.
Prodi boccia l'austerity della Germania: "E' tempo di cambiare Maastricht"
Þar sem ég tala ekki eitt orð í ítölsku - gríp ég til "google translate."
Skv. þíðingu "Google" er fyrirsögnin:
Prodi rejects the austerity Germany: "It's time change of Maastricht "
Texti - google translate
"Many, including myself, have repeatedly said that a country can not have a trade surplus as the German one, proportionally double that of China, almost zero inflation and weak growth without posing the question of the revival. But all this had no effect on German policy, perhaps because it is not a common action in France, Italy and Spain, countries that have the exact same interests, but each act on their own behalf. "
Vandi við þetta er að Þjóðverjar þverneita að samþykkja það að þeirra risastóri viðskipta-afgangur sé yfir höfuð vandamál, og þar með að það halli á þá - að gera eitthvað í því að minnka hann.
Það er ekki lengra síðan en sl. fimmtudag, að þýsk stjv. svöruðu fremur reiðilega, sambærilegri ábendingu frá Bandaríkjunum.
Germany rebuffs US Treasury criticism
There are no imbalances in Germany that need correction, - On the contrary, the innovative German economy contributes significantly to global growth through exports and the import of components for finished products."
Viðbrögð talsmanns fjármálaráðuneytis Þýskalands eru dæmigerð.
Ekkert að hjá okkur - ef gengið er á viðkomandi talsmenn, þá er dæmigerða svarið. Að aðrir eigi að taka til hjá sér. Þetta sé þeirra vandamál - með öðrum orðum.
- Romano Prodi bendir á að það gangi ekki að Frakkland, Ítalía og Spánn beiti þrýstingi hvert í sínu lagi.
Texti - google translate
"Before there were elections, now the debate on the grand coalition and the government will take office in January already in the European elections. I have no illusions: Before September-October will not change anything. " Even after the American groomed? "I doubt it very much. The German public is now convinced that every stimulus to the European economy is an undue aid to 'lazy' in the South, to which, however, I am proud to belong. They're obsessed with inflation as teenagers with sex. They do not understand that the issue is, today, is deflation, as I say, a year. "
Hann er sammála mér að ný ríkisstjórn muni halda sig við fyrri stefnu, þ.e. engin breyting. Þjóðverjar séu sannfærðir um það - að sérhver tilraun til að örva hagvöxt, muni eingöngu íta undir leti S-Evr. búa. Þjóðverjar séu með verðbólgu á heilanum eins og unglingar séu með kynlíf á heilanum. Þeir skilji alls ekki hættuna sem muni fylgja þeirri verðhjöðnun sem sé að skella yfir S-Evr.
- Ég get tekið undir hvert orð hjá Prodi.
Texti - google translate
"Even the other, because if it breaks the euro, a currency in the north and one in the south, their exchange rate should be 2 and beyond and would not sell more than one Mercedes in Europe. The German industrial know it, but all that is only able to obtain a policy of small adjustments, little solidarity, which is not enough to overcome the crisis. "
Hann segir að ef ríkjandi stefna kallar fram klofning evrusvæðis í suður vs. norður svæði, þá muni Þjóðverjar ekki selja einn einasta Mercedes Bens þaðan í frá í S-Evr. Þetta viti þýskir stjórnendur, en þeirra þrýstingur sé ekki að hafa mikil áhrif - segir Prodi, og þær litlu aðgerðir dugi hvergi til að binda enda á krísuna.
- Það reyndar gæti verið áhugavert, ef Frakkland - Ítalía og Spánn, mundu hóta því sameiginlega að yfirgefa evruna eða stofna annað gjaldmiðilssvæði.
Texti - google translate
"Then they put me on the cross, all that I am right now. But is not stupid that there are the parameters as a reference point. It's stupid that you leave unchanged 20 years. The 3% deficit-GDP makes sense at certain times, in others it would be fair to zero, in the other 4 or 5%. An agreement presupposes a policy to handle it and the policy is not made with the multiplication tables. "
Þetta er áhugavert, en hann greinilega vill að reglurnar séu sveigjanlegar. En í staðinn, hafa Þjóðverjar knúið fram að reglurnar hafa verið þrengdar og gerðar til muna minna sveigjanlegar.
Þjóðverjar knúðu á sl. kjörtímabili fram svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála" sem fól einmitt það í sér, og ekki síst - - að reglurnar væru settar inn í stjórnarskrá aðildarríkja.
Svo að það að brjóta þær yrði að lögbroti jafnvel stjórnarskrárbroti innan lands.
Ég er ekki alveg með það hve mörg af ríkjunum hafa klárað allar þær lagabreytingar og stjórnarskrárbreytingar - sem geirnegla hinar þrengdu reglur niður.
- En þetta gerir það nokkur flóknara að þrýsta í gegn - - því að reglurnar verðir mildaðar.
- Af hverju samþykktu þá S-Evr. ríkin "Stöðugleika Sáttmálann" og leiddu í lög?
Þetta er vandinn í dag - - að það skiptir engu máli hver er kosinn. Jafnvel ekki hvort það er engin stjórn við völd. Þ.s. reglurnar eru í lögum - er farið eftir þeim alveg burtséð.
- Skv. þeim hugmyndum sem heyrast í Þýskalandi, þá vilji þar til að ganga ennþá lengra í þessa átt. Þ.e. að öll aðildarríkin, veiti Framkvæmdastjórn ESB yfirumsjón gagnvart fjárlögum einstakra landa, þannig að Framkvæmdastjórnin mundi lesa yfir drög að fjárlögum, sem þíddi að ríkin væru skuldbundin til að gera þær breytingar á eigin fjárlögum sem Framkvæmdastjórnin teldi rétt hvort það væru skattahækkanir - útgjaldalækkanir eða að einhver tiltekin útgjöld verði ekki framkvæmd.
Prodi vill berja í borðið og segja - hingað og ekki lengra.
Texti - google translate
"There was still a strong Europe yes. But today there are only the countries and only one at the helm, Germany. Even the ECB, which...is the only power strong European and has done so much, is not omnipotent. It has a statute and the Bundesbank in council ... ".
Eins og ég skil þetta, bendir hann á að Seðlabanki Evrópu er múlbundinn af því regluverki er gildir um þá stofnun, og veru fulltrúa Seðlabanka Þýskalands í bankaráðinu. Þýskaland sé langsamlega sterkasta ríkið þessa stundina - og bersýnilega í ekilssætinu.
Texti - google translate
"They should beat them together with France, Italy and Spain, but do not because each is an illusion to go it alone."
Það sé fásinna af Frökkum, Ítölum og Spánverjum - - að sína ekki samstöðu.
Texti - google translate
" temporarily exclude from the calculation of the deficit 51 billion paid by Italy to European solidarity and to use those resources for public investment overtime."
Hann leggur til að framlag Ítalíu til stofnana ESB - verði dregið frá ríkishalla Ítalíu. Meðan versta kreppan gengur yfir. Þannig að ítalska ríkinu verði tímabundið heimilaður viðbótar hallarekstur sem samsvara þeim framlögum.
Texti - google translate
"In America, where the crisis began well, Obama has had to inject $ 800 billion of cash to jump-start the economy. In Europe, who does? ".
Hann bendir á að það hafi í reynd ekki verið nein eyðsla í Evrópusambandinu í því skyni, að örva hagvöxt. Sem sé sambærileg við eyðslu Obama á sínu fyrra kjörtímabili.
Niðurstaða
Það er áhugavert að sjá einstakling sem skipað hefur æðstu stöðu þá sem er í boði innan Framkvæmdastjórnar ESB, leggja til samræmda uppreisn þjóða S-Evr. gegn hinni ríkjandi stefnu innan Evrópusambandsins. Prodi að sjálfsögðu vill að evran og ESB haldi áfram.
Ég held að rétt sé að skilja ákall hans, sem ákall til verndar evrunni og ESB.
Hann er greinilega þeirrar skoðunar að núverandi stefna gangi ekki.
Sem líklega ber að skoðast þannig, að hann telji að ríkjandi stefna sé ógnun við áframhaldandi tilvist hins sameiginlega gjaldmiðils, og jafnframt áframhaldandi tilvist ESB.
- Það er merkilegt að sjá - sannfærða Evrópusinna, meira að segja einstakling er fram að þessu hefur einnig verið sannfærður evrusinni; vera orðinn þetta örvæntingarfullur - vegna þeirrar framvindu er hann sér fyrir sér.
Ég er gersamlega sammála honum að stefnan gengur ekki upp.
Stefnan muni ekki ganga upp.
Þetta sést á nýjustu hagtölum, sem sína að S-Evrópa er að sökkva í ástand verðhjöðnunar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2013 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2013 | 19:46
Ísland getur hugsanlega boðið Snowden hæli, í samkomulagi við vestrænar þjóðir að hann verði hér!
Í Guardian er frétt þess efnis, að í þýsku útgáfu Der Spiegel, hafi 50 þekktir þýskir einstaklingar skrifað undir áskorun þess efnis. Að Snowden verði veitt hæli í Þýskalandi.
Germany 'should offer Edward Snowden asylum after NSA revelations'
Ég hef fram að þessu talið það af of frá, að Ísland veiti Snowden hæli.
En ef stór Evrópuþjóð verður á undan okkur, mundi hælisvistar-tilboð Íslands þannig séð - fá nokkurt skjól af hælisvistar-tilboði hins miklu mun stærra ríkis.
Einnig gæti hælisvist hans hér, verið nokkurs konar lending á því hvar hann skal vera, í víðtækara samkomulagi við vestrænar þjóðir - t.d. ef Snowden fyrst fer til Þýskalands.
Það hefur orðið greinileg breyting á umræðunni um njósnir Bandaríkjamanna á allra síðustu vikum, eftir að ríkisstjórn Þýskalands lét vita af því - að NSA "National Security Agency" Bandar. hefði njósnað um síma Angelu Merkel kanslara Þýskalands á sl. kjörtímabili.
Að auki kom fram að njósnað hefði verið um síma fleiri evr. leiðtoga.
Á allra síðustu dögum, hafa bæst við afhjúpanir þess efnis að einstök Evrópuríki, séu sjálf töluvert umsvifamikil í netnjósnum.
Snowden says calls for reform prove intel leaks were justified
Þýskaland getur verið að nálgast þann punkt, að veita Snowden hæli!
Germany Open to Speaking to Snowden
Það hafa verið uppi hugmyndir innan Þýskalands síðan afhjúpunin um hleranir á GSM síma Merkelar komu fram, að fá Snowden til að veita þýskum stjórnvöldum nánari vitnisburð um þær njósnir.
"Both the Interior Ministry, which is overseeing the government's investigation, and Thomas Oppermann, head of the parliamentary committee overseeing the intelligence services, indicated they would like to hear from the former NSA contractor."
Skilvirkasta leiðin væri að fá Snowden til Þýskalands - ekkert tæknilega ómögulegt við það. Þó það væri bersýnilega flókið í útfærslu.
En það mundi krefjast einhvers konar samkomulags við Rússland.
Síðan þarf einhvern veginn að leysa það mál, að Þýskaland hefur í gildi samkomulag við Bandríkin, um afhendingu sakamanna og gagnkvæma virðingu dóma.
Svo er ekki víst endilega að Rússar mundu hafa áhuga á að fá Snowden til baka, ef hann verður farinn annað.
Tæknilega er hugsanlega hægt að semja við Rússa um það, að þýskir sendimenn fái að ræða við Snowden í Rússlandi.
"Mr. Oppermann, a Social Democrat, said on Twitter on Friday that he would like to hear Mr. Snowden as a witness, but only without risking his safety and "completely ruining" Germany's relations with the U.S."
Eins og sést á viðbrögðum þingmanns þýskra krata, eru menn á nálum varðandi samskiptin við Bandaríkin, en á sama tíma - - virðist vaxandi vilji til að beita Bandaríkin sjálf þrýstingi í njósnamálinu.
Þingmaður græningja, Hans-Christian Ströbele, sagðist hafa hitt Snowden í Moskvu, var með í fórum sínum bréf sem hann sagði frá Snowden - þ.s. Snowden býðst til að vitna fyrir þýskum stjórnvöldum.
Skv. því vill Snowden helst fá að koma til Þýskalands eða svipaðs lands.
"Germany rejected Mr. Snowden's asylum application this summer. However, given the seriousness of the allegations he has brought to light, it isn't certain Germany would immediately hand him over to the U.S. But Germany would face a serious diplomatic rift with the U.S. were he to be given protection here."
Ein tæknilega möguleg lausn - - gæti verið að Snowden fengi að fara hingað.
Eftir að hann hefur borið vitni fyrir þýskum stjórnvöldum.
En þá þarf a.m.k. að vera fyrir hendi, þegjandi samkomulag við bandar. stjv. um það - að þau sætti sig við veru hans hérlendis, sem nokkurs konar form útlegðar.
Það gæti verið lending, að hann geti ekki nokkru sinni farið til Bandar., en til þess að draga úr þeirri gagnrýni sem Bandaríkin eru undir, þá sætti þau sig við það - að hann verði í vestrænu landi í öryggi og góðu atlæti líklega æfina á enda.
- Augljóslega getur Ísland aldrei veitt Snowden hæli í fullkominni andstöðu við Bandaríkin.
Niðurstaða
Afhjúpanir Snowden hafa beint sjónum almennings að því hve gríðarlega umsvifamiklar njósnir ekki einungis Bandaríkjanna, heldur flr. vestrænna ríkja eru orðnar innan internetsins.
Þetta er sjálfsagt mjög þörf umræða - hvar mörkin eiga að liggja, hvað má og hvað ekki má.
Það má því taka undir það með Snowden, að þörf hafi verið fyrir það, að vekja upp þá umræðu.
Bandaríkin hafa líklega gengið heldur of langt, í kjölfar 9/11 atburðarins, er leyniþjónustustofnanir Bandar. urðu fyrir mikilli gagnrýni. En þá kom í ljós að upplýsingarnar voru til - en það vantaði stofnun til að samræma meðferð slíkra upplýsinga. Þess vegna varð NSA til.
En nú er búið að leysa þann galla sem þá var afhjúpaður, standa menn frammi fyrir hinum vandanum. Að sú stofnun sem átti að leysa skort á skilvirkni um meðferð og öflun upplýsinga, er farin að ganga líklega - - skrefum of langt.
Það þarf að toga til baka - - finna nýtt jafnvægi.
Þetta þurfa Bandaríkin sjálf að gera - - vegna sjálfra sín.
En einnig önnur vestræn ríki.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2013 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2013 | 00:06
Morðárás á gríska nýnasista!
Ég velti fyrir mér hvað gerist núna. En ég rakst á frétt þess efnis á vef Financial Times, að gerð hafi verið skotárás á félaga í Gullinni Dögun, sem er nýnasista eða fasistaflokkur í Grikklandi, sem mælst hefur með allt að 15% fylgi. Ég tek fram að stefna Gullinnar Dögunar á enga samúð skilið. Þeir vilja gera Grikkland aftur að fasistaeinræðisríki eins og það var á dögum, einræðisherrans Ioannis Metaxas. Sá réð yfir Grikklandi með harðri hendi, á árunum 1936-1941. Er nasistar gerðu innrás í Grikkland.
Á vefnum fagna margir því "crackdown" sem verið hefur í gangi af hálfu grískra stjórnvalda, gagnvart Gullinni Dögun.
Menn segja lýðræðið vera að verja sjálft sig, ég hef séð líkingar við nasistaflokk Hitlers, hvað ef nasistarnir hefðu verið handteknir og bannaðir, áður en þeir fengu tækifæri til að vera kosnir til valda?
En Gullin Dögun hefur ekki formlega verið bönnuð, en meirihluti þings hefur Samþykkt ályktun, þ.s. flokkurinn er skilgreindur sem "glæpasamtök" ekki stjórnmálaflokkur.
5 þingmenn flokksins hafa verið sviptir þinghelgi, og handteknir eftir að þekktur andfasískur grískur rappari, var stunginn til bana - af fylgismanni Gullinnar Dögunar.
Og í síðustu viku, samþykkti þingið að svipta Gullna Dögun - framlögum af skattfé sem allir stjórnmálaflokkar eiga að fá, skv. grískum lögum: Greece cuts off state funding to Golden Dawn
- Þetta er mjög áhugavert ástand.
- En þetta er í fyrsta sinn, tja síðan á 8. áratugnum, er herforingjar tóku völdin í Grikklandi, sem gripið er til svo umfangsmikilla aðgerða, gegn stórum stjórnmálaflokki.
Two Golden Dawn members shot dead in Athens
"Witnesses said two men drove up on a motorbike and fired several shots into a group of Golden Dawn supporters arriving for a speech by a party official. The killers escaped without being stopped and abandoned the bike in a nearby street, the official said."
Klassískt "hit" eins og í kvikmynd.
Spurning?
- Hefur ekki almenningur rétt til að kjósa að afnema lýðræðið, ef almenningur hefur misst trú á því?
Það er enginn vafi á því, að Gullin Dögun vill grískt lýðræði feigt. Að þingmenn flokksins hafa þá stefnu, að ef þeir komast til valda, að afnema það. Afnema stjórnarskrána o.s.frv. Líklega að banna aðra flokka.
En, þ.s. margir gleyma í dag, er að í kalda stríðinu - höfðu flokkar hreinræktaðra kommúnista einmitt það á sinni stefnuskrá. Að afnema lýðræðið, banna alla aðra stjórnmálaflokka, ef þeir mundu komast til valda.
Það var tekin sú ákvörðun, af lýðræðisríkjum Evrópu. Að þó svo þessir flokkar væri sannarlega í andstöðu við vestrænt lýðræði, að eigi síður - heimila þeim að bjóða fram. Að heimila þingmönnum þeirra að sitja á þingi, halda fram sínum boðskap, heimila þeim flokkum að gefa sinn boðskap út í ræðu og riti.
Þ.s. að sjálfsögðu öll lönd eiga að gera, er að halda uppi lögum og reglu - handtaka þingmenn fyrir að brjóta lög, sannarlega - ef lögbrot er unnt að sanna.
Handtaka einstaka flokksmeðlimi fyrir lögbrot, ef þau er unnt að sanna.
Flokkar kommúnista voru undir sérstöku eftirliti á árum kalda stríðsins, meira að segja á Íslandi var njósnað um meðlimi flokks þeirra, fylgst með athöfnum þeirra - - slíkt var algerlega réttlætanlegt. Þ.s. eftir allt saman, vildu þeir lýðræðið feigt meira að segja á Íslandi.
Það var ekki af ástæðulausu, að menn töluðu um lýðræðissinnaða flokka, sem þá voru allir aðrir en flokkur kommúnista, þ.e. Vinstri Sósíalista eins og hann hét á Íslandi.
- En þ.e. einmitt punkturinn - - það var ákveðið að meiri skynsemi væri í því að heimila þessum flokkum að starfa fyrir opnum tjöldum.
- Heldur en að banna þá, og eiga það á hættu - að þeir gerðust "neðanjarðarhreyfingar." Sem talið var mun hættulegra.
- Það er einmitt rétt að muna, að það sýndi - siðferðislegan styrk lýðræðisríkjanna, að þau heimiluðu flokkum kommúnista að bjóða sig fram, er á sama tíma í ríkjum kommúnista, var einungis flokkum kommúnista heimilt að vera í framboði.
Þess vegna er ég að velta því fyrir mér - - þegar frjálslyndir menn fagna því, að verið sé að handtaka grísku nýnasistana.
Hvort þeir hafi hugsað málið til enda.
Niðurstaða
Það var einmitt punkturinn. Að sýna umburðarlyndi þeim sem ekki áttu það skilið. Þá sýndu lýðræðisríkin að þau voru betri en andstæðingurinn. Það þíddi ekki að lýðræðisríkin væri "naive" en það voru hafðar nánar gætur á fylgismönnum kommúnista. Sem m.a. fól í sér að njósnað var um þeirra helstu foringja, m.a. komið fram að slíkt var gert hér á landi. Sem var að sjálfsögðu eðlilegt, hafandi í huga að þetta voru einstaklingar er vildu lýðræðið feigt - sem störfuðu fyrir flokka er voru akkúrat "samsæri um það að afnema lýðræðið" ef þeir mögulega mundu komast til valda.
Þess vegna er ég að velta fyrir mér þeim skilaboðum sem "lýðræðisflokkarnir" á Grikklandi eru að senda til kjósenda, þegar réttkjörnir þingmenn eru sviptir þinghelgi og handteknir.
Þó svo það sé satt, að þeir einstaklingar vilja gríska lýðræðið feigt.
Núna hefur verið gerð morðárás á fylgismenn Gullinnar Dögunar?
Það verður forvitnilegt að sjá hvort lögð verður eins mikil áhersla á að rannsaka þann glæp?
Ef ekki, getur allt málið þ.e. aðgerðin gegn Gullinni Dögun - snúist í höndunum á yfirvöldum. Og þess í stað, gert Gullinni Dögun það kleyft að setja á sig ímynd fórnarlamba skipulagðra ofsókna.
- Spurning hvort upplausnin í Grikklandi sé núna að hefjast?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar