Morðárás á gríska nýnasista!

Ég velti fyrir mér hvað gerist núna. En ég rakst á frétt þess efnis á vef Financial Times, að gerð hafi verið skotárás á félaga í Gullinni Dögun, sem er nýnasista eða fasistaflokkur í Grikklandi, sem mælst hefur með allt að 15% fylgi. Ég tek fram að stefna Gullinnar Dögunar á enga samúð skilið. Þeir vilja gera Grikkland aftur að fasistaeinræðisríki eins og það var á dögum, einræðisherrans Ioannis Metaxas. Sá réð yfir Grikklandi með harðri hendi, á árunum 1936-1941. Er nasistar gerðu innrás í Grikkland.

Á vefnum fagna margir því "crackdown" sem verið hefur í gangi af hálfu grískra stjórnvalda, gagnvart Gullinni Dögun.

Menn segja lýðræðið vera að verja sjálft sig, ég hef séð líkingar við nasistaflokk Hitlers, hvað ef nasistarnir hefðu verið handteknir og bannaðir, áður en þeir fengu tækifæri til að vera kosnir til valda?

En Gullin Dögun hefur ekki formlega verið bönnuð, en meirihluti þings hefur Samþykkt ályktun, þ.s. flokkurinn er skilgreindur sem "glæpasamtök" ekki stjórnmálaflokkur.

5 þingmenn flokksins hafa verið sviptir þinghelgi, og handteknir eftir að þekktur andfasískur grískur rappari, var stunginn til bana - af fylgismanni Gullinnar Dögunar.

Og í síðustu viku, samþykkti þingið að svipta Gullna Dögun - framlögum af skattfé sem allir stjórnmálaflokkar eiga að fá, skv. grískum lögum: Greece cuts off state funding to Golden Dawn

  • Þetta er mjög áhugavert ástand.
  • En þetta er í fyrsta sinn, tja síðan á 8. áratugnum, er herforingjar tóku völdin í Grikklandi, sem gripið er til svo umfangsmikilla aðgerða, gegn stórum stjórnmálaflokki.

Two Golden Dawn members shot dead in Athens

"Witnesses said two men drove up on a motorbike and fired several shots into a group of Golden Dawn supporters arriving for a speech by a party official. The killers escaped without being stopped and abandoned the bike in a nearby street, the official said."

Klassískt "hit" eins og í kvikmynd.

 

Spurning?

  • Hefur ekki almenningur rétt til að kjósa að afnema lýðræðið, ef almenningur hefur misst trú á því?

Það er enginn vafi á því, að Gullin Dögun vill grískt lýðræði feigt. Að þingmenn flokksins hafa þá stefnu, að ef þeir komast til valda, að afnema það. Afnema stjórnarskrána o.s.frv. Líklega að banna aðra flokka.

En, þ.s. margir gleyma í dag, er að í kalda stríðinu - höfðu flokkar hreinræktaðra kommúnista einmitt það á sinni stefnuskrá. Að afnema lýðræðið, banna alla aðra stjórnmálaflokka, ef þeir mundu komast til valda.

Það var tekin sú ákvörðun, af lýðræðisríkjum Evrópu. Að þó svo þessir flokkar væri sannarlega í andstöðu við vestrænt lýðræði, að eigi síður - heimila þeim að bjóða fram. Að heimila þingmönnum þeirra að sitja á þingi, halda fram sínum boðskap, heimila þeim flokkum að gefa sinn boðskap út í ræðu og riti.

Þ.s. að sjálfsögðu öll lönd eiga að gera, er að halda uppi lögum og reglu - handtaka þingmenn fyrir að brjóta lög, sannarlega - ef lögbrot er unnt að sanna.

Handtaka einstaka flokksmeðlimi fyrir lögbrot, ef þau er unnt að sanna.

Flokkar kommúnista voru undir sérstöku eftirliti á árum kalda stríðsins, meira að segja á Íslandi var njósnað um meðlimi flokks þeirra, fylgst með athöfnum þeirra - - slíkt var algerlega réttlætanlegt. Þ.s. eftir allt saman, vildu þeir lýðræðið feigt meira að segja á Íslandi.

Það var ekki af ástæðulausu, að menn töluðu um lýðræðissinnaða flokka, sem þá voru allir aðrir en flokkur kommúnista, þ.e. Vinstri Sósíalista eins og hann hét á Íslandi.

  • En þ.e. einmitt punkturinn - - það var ákveðið að meiri skynsemi væri í því að heimila þessum flokkum að starfa fyrir opnum tjöldum.
  • Heldur en að banna þá, og eiga það á hættu - að þeir gerðust "neðanjarðarhreyfingar." Sem talið var mun hættulegra.
  • Það er einmitt rétt að muna, að það sýndi - siðferðislegan styrk lýðræðisríkjanna, að þau heimiluðu flokkum kommúnista að bjóða sig fram, er á sama tíma í ríkjum kommúnista, var einungis flokkum kommúnista heimilt að vera í framboði.

Þess vegna er ég að velta því fyrir mér - - þegar frjálslyndir menn fagna því, að verið sé að handtaka grísku nýnasistana.

Hvort þeir hafi hugsað málið til enda.

 

Niðurstaða

Það var einmitt punkturinn. Að sýna umburðarlyndi þeim sem ekki áttu það skilið. Þá sýndu lýðræðisríkin að þau voru betri en andstæðingurinn. Það þíddi ekki að lýðræðisríkin væri "naive" en það voru hafðar nánar gætur á fylgismönnum kommúnista. Sem m.a. fól í sér að njósnað var um þeirra helstu foringja, m.a. komið fram að slíkt var gert hér á landi. Sem var að sjálfsögðu eðlilegt, hafandi í huga að þetta voru einstaklingar er vildu lýðræðið feigt - sem störfuðu fyrir flokka er voru akkúrat "samsæri um það að afnema lýðræðið" ef þeir mögulega mundu komast til valda.

Þess vegna er ég að velta fyrir mér þeim skilaboðum sem "lýðræðisflokkarnir" á Grikklandi eru að senda til kjósenda, þegar réttkjörnir þingmenn eru sviptir þinghelgi og handteknir.

Þó svo það sé satt, að þeir einstaklingar vilja gríska lýðræðið feigt.

Núna hefur verið gerð morðárás á fylgismenn Gullinnar Dögunar?

Það verður forvitnilegt að sjá hvort lögð verður eins mikil áhersla á að rannsaka þann glæp?

Ef ekki, getur allt málið þ.e. aðgerðin gegn Gullinni Dögun - snúist í höndunum á yfirvöldum. Og þess í stað, gert Gullinni Dögun það kleyft að setja á sig ímynd fórnarlamba skipulagðra ofsókna.

  • Spurning hvort upplausnin í Grikklandi sé núna að hefjast?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar athyglisverð grein hjá þér, manni hefur oft verið hugsað til þess að Grikklandi hefur oft verið líkt við púðurtunnu í þessum hremmingum sem þeir ganga í gegnum og vonum seinna að upp úr sjóði hjá þeim, er það vegna þess að þeir eru orðnir eitthvað andlega máttlitlir, eru þeir hræddir við herinn eða springur þetta í loft upp einhvern daginn?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 07:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já það er einmitt spurning, hugsanleg valdataka hersins. En eftir því sem ástandið versnar, því flr. snúa baki við hefðbundnum flokkum. Vinstri róttæklingarnir í Syriza annars vegar eflast þá og á hinn bóginn fasistarnir/nasistarnir í Gullinni Dögun. Mér virðist einmitt að Grikkland geti staðið frammi fyrir götuátökum af því tagi sem skók Þýskaland árin eftir að kreppan mikla hófst fram að valdatöku nasista. Svo alvarlegt gæti ástandið orðið, að samfélagið gæti jafnvel fagnað valdatöku hersins - og lögregluríki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2013 kl. 11:03

3 identicon

Reyndar þá var nasistaflokkurinn bannaður eftir að Hitler reyndi að hrifsa völdinn í hinnu svokallaða "beerhall putch" (mann ekki hvernig þetta er stafað) og Hitler og mörgum öðrum fleygt í fangelsi. Flokkurinn fór í klóið eftir á. Það var ekki fyrir en 5 árum seinna þegar Hitler lostnaði úr fangelsi að Hitler fór að endurbyggja flokkinn (sem að þá hafði verið afbannaður þar sem að hann var ekki lengur talinn hættulegur) til að koma honum aftur á skrið. 

Svo veit ég ekki hvort að bönn á flokkum skipta neinu máli ef að hann er nóg og vinsæll og núverandi valdhafar nóg og óvinsælir. Kommúnistanir í Rússlandi voru ekkert löglegir, en samt tóku þeir landið undir sig. Sömu sögu er að segja í flestum öðrum löndum þar sem að kommúnistar komust til valda. 

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 12:42

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það væri náttúrlega afar írónískt (sem er viðeigandi grískt orð) ef fastsitar kæmust upp með að banna þennan ákveðna flokk fasista, og komast svo sjálfir til valda og gera allt það sama og gullin dögun ætlaði að/vildi gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2013 kl. 18:51

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn, skv. wikipedia þá sat Hitler bara 9 mánuði í fangelsi. Nasistaflokkurinn fékk víst 24% í kosningunum 1926. En Síðan einungis 3% 1928. En 34% 1932. Nasistafl. var kannski bannaður í Bæjaralandi um tíma, þ.s. byltingartilraunin fór fram. En líklega ekki í Þýskalandi í heild.

En þ.e. líklega rétt að það hafi litla þíðingu að banna slíkar hreyfingar - sbr. að verkalýðsfl. voru almennt bannaðir í Evr. á 19. öld tímabilið er ríkir eingöngu máttu kjósa. Samt efldust þeir flokkar sem neðanjarðarhreyfingar jafnt og þétt frá miðri 19. öld. Urðu síðan að risastórum fjöldahreyfingum eftir Fyrra Stríð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2013 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 329
  • Frá upphafi: 847322

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 320
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband