Romano Prodi hvetur til samstöðu þjóða S-Evrópu gegn stefnu Þýskalands!

Fyrst, hver er Romano Prodi? Hann er fyrrum Forseti Framkvæmdastjórnar ESB, þ.e. árin 1999 - 2004. Hafið í huga að þetta eru árin þegar evran er formlega tekin upp. Hann var einnig forsætisráðherra Ítalíu annars vegar frá 17. maí 1996 -- 21. október 1998 og hins vegar frá 17. maí 2006 - 8. maí 2008.

Hann er forsætisráðherra, þegar Ítalía er að semja um það að verða eitt af stofnríkjum evrunnar, þrátt fyrir að skuldir ítalska ríkisins - hafi verið langt umfram svokölluð "Maastricht" viðmið, þ.e. langt umfram 60%.

Hann er einn af hinum stóru hugsjónarmönnum um samstarf þjóða Evrópu um svokallað Evrópusamband, og hann sannarlega hefur verið þeirrar skoðunar að samstarfið um evruna sé mikilvægur þáttur þess samstarfs.

Sem m.a. skýrði af hverju hann lagði svo mikla áherslu sem forsætisráðherra á það, að Ítalía væri með frá upphafi.

 

Það er því vert að veita gagnrýni hans fulla athygli

Þetta er viðtal sem birtist í ítölsku nettímariti - Quotidiano Nazionale.

Prodi boccia l'austerity della Germania: "E' tempo di cambiare Maastricht"

Þar sem ég tala ekki eitt orð í ítölsku - gríp ég til "google translate."

Skv. þíðingu "Google" er fyrirsögnin:

Prodi rejects the austerity Germany: "It's time change of Maastricht "

Texti - google translate

"Many, including myself, have repeatedly said that a country can not have a trade surplus as the German one, proportionally double that of China, almost zero inflation and weak growth without posing the question of the revival. But all this had no effect on German policy, perhaps because it is not a common action in France, Italy and Spain, countries that have the exact same interests, but each act on their own behalf. "

Vandi við þetta er að Þjóðverjar þverneita að samþykkja það að þeirra risastóri viðskipta-afgangur sé yfir höfuð vandamál, og þar með að það halli á þá - að gera eitthvað í því að minnka hann.

Það er ekki lengra síðan en sl. fimmtudag, að þýsk stjv. svöruðu fremur reiðilega, sambærilegri ábendingu frá Bandaríkjunum.

Germany rebuffs US Treasury criticism

“There are no imbalances in Germany that need correction,” - “On the contrary, the innovative German economy contributes significantly to global growth through exports and the import of components for finished products."

Viðbrögð talsmanns fjármálaráðuneytis Þýskalands eru dæmigerð.

Ekkert að hjá okkur - ef gengið er á viðkomandi talsmenn, þá er dæmigerða svarið. Að aðrir eigi að taka til hjá sér. Þetta sé þeirra vandamál - með öðrum orðum.

  • Romano Prodi bendir á að það gangi ekki að Frakkland, Ítalía og Spánn beiti þrýstingi hvert í sínu lagi.

 

Texti - google translate

"Before there were elections, now the debate on the grand coalition and the government will take office in January already in the European elections. I have no illusions: Before September-October will not change anything. " Even after the American groomed? "I doubt it very much. The German public is now convinced that every stimulus to the European economy is an undue aid to 'lazy' in the South, to which, however, I am proud to belong. They're obsessed with inflation as teenagers with sex. They do not understand that the issue is, today, is deflation, as I say, a year. "

Hann er sammála mér að ný ríkisstjórn muni halda sig við fyrri stefnu, þ.e. engin breyting. Þjóðverjar séu sannfærðir um það - að sérhver tilraun til að örva hagvöxt, muni eingöngu íta undir leti S-Evr. búa. Þjóðverjar séu með verðbólgu á heilanum eins og unglingar séu með kynlíf á heilanum. Þeir skilji alls ekki hættuna sem muni fylgja þeirri verðhjöðnun sem sé að skella yfir S-Evr.

  • Ég get tekið undir hvert orð hjá Prodi.

 

Texti - google translate 

"Even the other, because if it breaks the euro, a currency in the north and one in the south, their exchange rate should be 2 and beyond and would not sell more than one Mercedes in Europe. The German industrial know it, but all that is only able to obtain a policy of small adjustments, little solidarity, which is not enough to overcome the crisis. "

Hann segir að ef ríkjandi stefna kallar fram klofning evrusvæðis í suður vs. norður svæði, þá muni Þjóðverjar ekki selja einn einasta Mercedes Bens þaðan í frá í S-Evr. Þetta viti þýskir stjórnendur, en þeirra þrýstingur sé ekki að hafa mikil áhrif - segir Prodi, og þær litlu aðgerðir dugi hvergi til að binda enda á krísuna.

  • Það reyndar gæti verið áhugavert, ef Frakkland - Ítalía og Spánn, mundu hóta því sameiginlega að yfirgefa evruna eða stofna annað gjaldmiðilssvæði.
En ekki nema að þau taki sig saman um einhverja sameiginlega hótun, séu einhverjar líkur á því. Að stefna þýskra stjv. muni breytast.

 

Texti - google translate  

"Then they put me on the cross, all that I am right now. But is not stupid that there are the parameters as a reference point. It's stupid that you leave unchanged 20 years. The 3% deficit-GDP makes sense at certain times, in others it would be fair to zero, in the other 4 or 5%. An agreement presupposes a policy to handle it and the policy is not made with the multiplication tables. "

Þetta er áhugavert, en hann greinilega vill að reglurnar séu sveigjanlegar. En í staðinn, hafa Þjóðverjar knúið fram að reglurnar hafa verið þrengdar og gerðar til muna minna sveigjanlegar.

Þjóðverjar knúðu á sl. kjörtímabili fram svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála" sem fól einmitt það í sér, og ekki síst - - að reglurnar væru settar inn í stjórnarskrá aðildarríkja.

Svo að það að brjóta þær yrði að lögbroti jafnvel stjórnarskrárbroti innan lands.

Ég er ekki alveg með það hve mörg af ríkjunum hafa klárað allar þær lagabreytingar og stjórnarskrárbreytingar - sem geirnegla hinar þrengdu reglur niður.

  • En þetta gerir það nokkur flóknara að þrýsta í gegn - - því að reglurnar verðir mildaðar.
  • Af hverju samþykktu þá S-Evr. ríkin "Stöðugleika Sáttmálann" og leiddu í lög? 

Þetta er vandinn í dag - - að það skiptir engu máli hver er kosinn. Jafnvel ekki hvort það er engin stjórn við völd. Þ.s. reglurnar eru í lögum - er farið eftir þeim alveg burtséð.

  • Skv. þeim hugmyndum sem heyrast í Þýskalandi, þá vilji þar til að ganga ennþá lengra í þessa átt. Þ.e. að öll aðildarríkin, veiti Framkvæmdastjórn ESB yfirumsjón gagnvart fjárlögum einstakra landa, þannig að Framkvæmdastjórnin mundi lesa yfir drög að fjárlögum, sem þíddi að ríkin væru skuldbundin til að gera þær breytingar á eigin fjárlögum sem Framkvæmdastjórnin teldi rétt hvort það væru skattahækkanir - útgjaldalækkanir eða að einhver tiltekin útgjöld verði ekki framkvæmd.

Prodi vill berja í borðið og segja - hingað og ekki lengra. 

 

Texti - google translate

"There was still a strong Europe yes. But today there are only the countries and only one at the helm, Germany. Even the ECB, which...is the only power strong European and has done so much, is not omnipotent. It has a statute and the Bundesbank in council ... ".

Eins og ég skil þetta, bendir hann á að Seðlabanki Evrópu er múlbundinn af því regluverki er gildir um þá stofnun, og veru fulltrúa Seðlabanka Þýskalands í bankaráðinu. Þýskaland sé langsamlega sterkasta ríkið þessa stundina - og bersýnilega í ekilssætinu.

 

Texti - google translate 

"They should beat them together with France, Italy and Spain, but do not because each is an illusion to go it alone."

Það sé fásinna af Frökkum, Ítölum og Spánverjum - - að sína ekki samstöðu.

 

Texti - google translate  

" temporarily exclude from the calculation of the deficit 51 billion paid by Italy to European solidarity and to use those resources for public investment overtime."

Hann leggur til að framlag Ítalíu til stofnana ESB - verði dregið frá ríkishalla Ítalíu. Meðan versta kreppan gengur yfir. Þannig að ítalska ríkinu verði tímabundið heimilaður viðbótar hallarekstur sem samsvara þeim framlögum.

 

Texti - google translate 

"In America, where the crisis began well, Obama has had to inject $ 800 billion of cash to jump-start the economy. In Europe, who does? ".

Hann bendir á að það hafi í reynd ekki verið nein eyðsla í Evrópusambandinu í því skyni, að örva hagvöxt. Sem sé sambærileg við eyðslu Obama á sínu fyrra kjörtímabili.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að sjá einstakling sem skipað hefur æðstu stöðu þá sem er í boði innan Framkvæmdastjórnar ESB, leggja til samræmda uppreisn þjóða S-Evr. gegn hinni ríkjandi stefnu innan Evrópusambandsins. Prodi að sjálfsögðu vill að evran og ESB haldi áfram.

Ég held að rétt sé að skilja ákall hans, sem ákall til verndar evrunni og ESB.

Hann er greinilega þeirrar skoðunar að núverandi stefna gangi ekki.

Sem líklega ber að skoðast þannig, að hann telji að ríkjandi stefna sé ógnun við áframhaldandi tilvist hins sameiginlega gjaldmiðils, og jafnframt áframhaldandi tilvist ESB.

  • Það er merkilegt að sjá - sannfærða Evrópusinna, meira að segja einstakling er fram að þessu hefur einnig verið sannfærður evrusinni; vera orðinn þetta örvæntingarfullur - vegna þeirrar framvindu er hann sér fyrir sér.

Ég er gersamlega sammála honum að stefnan gengur ekki upp. 

Stefnan muni ekki ganga upp.

Þetta sést á nýjustu hagtölum, sem sína að S-Evrópa er að sökkva í ástand verðhjöðnunar.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar góð grein hjá þér, er þetta ekki vandi ESB í hnotskurn, sjónarmið norður og suður everuríkja nánast ósættanleg? annað hvort er að slíta þetta í sundur eða bræða þetta saman, það gengur auðvitað aldrei að eitt svæði sama gjaldmiðils raki til sín gróða og annað lepji dauðann úr skel, hvernig heldur þú að okkur hefði reitt af við hefðum verið í esb með evru? er ekki stjórn ríkisfjármála hjá okkur svolítið Grísk?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 07:39

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"er ekki stjórn ríkisfjármála hjá okkur svolítið Grísk?"

Það er einmitt málið, ég held að við hefðum búið til kokteil af Írlandi og Grikklandi, við hefðum örugglega þurft að fá a.m.k. eina skuldafyrirgefningu hugsa ég.

En ég sé ekki hvernig annars, við sambærilegt bankahrun og þann viðskiptahalla er hefði verið til staðar og þurft að núlla út í staðinn með launalækkunum og atvinnuleysi, sem hefði tekið lengri tíma en með gengisfellingu, við hefðum komist hjá greiðsluþroti.

-------------------

Málið með ESB er að mig grunar að evran sé í reynd ógn við tilvist þess, ESB væri betur statt ef löndin samþykktu að leggja evruna af. Ég hugsa að sú úkoma, ef evran væri lögð niður undir stjórn, skv. samkomulagi - mundi leið til endaloka sambandsins. En ef útkoman verður, einhvers konar uppreisn S-Evr. og greiðsluþrot S-Evr., mundu deilurnar milli N-Evr. og S-Evr. verða miklu harðari. Það virkilega gæti leitt til endaloka sambandsins, t.d. að til verði jafnvel, N - / V - bandalag. Ekki bara N- vs. S- gjaldmiðill.

Þá held ég að Bretland og Svíþjóð a.m.k. mundi ekki vera með, en N-bandalag eða samband, yrði svo gersamlega dóminerað af Þýskalandi. Að ég sé ekki Svía og Breta vilja taka þátt í því. Jafnel ekki Dani heldur. Kannski að Finnar yrði þar innni, vegna ótta þeirra við að verða annars "dómineraðir" af Rússum. Sama um Eystrasalt löndin, að þau mundu kjósa að vera frekar nokkurs konar þýsk leppríki en rússnesk.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.11.2013 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 849637

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband