Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Evrusvæði hættulega nærri verðhjöðnun

Skv. Eurostat mældist verðbólga á evrusvæði einungis 0,7% í nóvember. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Það er því hugsanlegt að hún mælist e-h hærri í endanlegu uppgjöri mánaðarins. En þetta sýnir þó samt sem áður - að evrusvæði er komið hættulega nærri "verðhjöðnun."

Euro area annual inflation down to 0.7 %

Myndin að neðan sýnir uppgjör Eurostat á verðbólgu október mánaðar.

Þá mældist meðalverðbólgan 1,1%.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/verdbolga_evrusv.jpg

En nú allt í einu er meðalverðbólgan einungis 0,7%.

Það þíðir líklega að löndum í verðhjöðnun hefur fjölgað miðað við myndina að ofan.

Af myndinni má sennilega ráða - hvaða lönd hafa líklega dottið í verðhjöðnun, þ.e. þau lönd sem voru með mælda verðbólgu innan við 0,5% í október mælingunni.

Þau sem voru með mælda verðhjöðnun þá, eru þá líklega fallin dýpra í það ástand.

 

Af hverju er verðhjöðnun hættuleg?

  1. Ein mikilvæg áhrif eru þau, að allt bundið í peningum hækkar í virði. Öfug áhrif við verðbólgu. Það finnst kannski einhverjum gott. En það fer mjög mikið eftir því hvort um er að ræða einstakling sem á töluverðar fjárhæðir af peningum eða hvort um er að ræða einstakling sem á fyrst og fremst skuldir. Sá sem á peninga græðir - sá sem á skuldir tapar.
  2. Seinni áhrifin munu skipta miklu máli í þeim löndum þ.s. alvarleg skuldakreppa er útbreidd. Þessi virðisaukningaráhrif skuldanna, koma þá líklega hart niður á þeim löndum sem þegar eru í alvarlegu kreppu ástandi.
  3. Og líklega við þetta, dýpkar kreppan í þeim löndum - enn frekar. Þetta eykur hættuna á því að þau falli inn í dýpkandi skuldaspíral, þ.s. verðhjöðnun er ákaflega hagvaxtarbælandi, fyrir utan að virðishækka skuldirnar.
  4. En hún bælir vöxt vegna þess, að þó svo að þeir sem eiga peninga finnist þeir græða, þá halda þeir samt að sér höndum - ástandið bælir áhuga þeirra á því að fjárfesta eða verja peningunum í eitthvað, því væntingin er að verðin muni vera lægri á morgun.

Ég bendi á ritgerð eftir Zsolt Darvas sem er einn af meðlimum svokallaðs Bruegel "Think Tank:"

THE EURO AREA’S TIGHTROPE WALK: DEBT AND COMPE TITIVENESS IN ITALY AND SPAIN

---------------------

  1. If inflation has to be 1 percentage point lower in Italy and Spain because the overall euro-area inflation rate undershoots the two percent target, the persistent primary sur- plus has to be higher in Italy by 1.3 percent of GDP and in Spain by 1.0 percent of GDP, according to our calculations.
  2. Consistent with the ECB mandate, average inflation in the euro area should not be allowed to fall below the two percent target, and Germany and other euro-area countries with a strong competitive position should refrain from domestic policies that would prevent domestic inflation from rising above two percent (Wolff, 2012; Darvas, Pisani-Ferry and Wolff, 2013).
  3. Therefore, the ECB should do whatever it takes, within its mandate, to ensure that inflation does not fall below the 2 percent target.

---------------------

Höfum í huga að ítalska ríkisstjórnin stefnir að því að viðhalda 5% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, skv. útreikningi Zsolt Darvas hækkar þörf ríkissjóðs Ítalíu fyrir afgang um 1,3% fyrir hvert prósent sem meðalverðbólga evrusvæðis er minni en 2%.

Þannig að við 1% verðbólgu þarf 6,3% afgang - > við 0% verðbólgu 7,6%.

Hafandi í huga skuldastöðu upp á 133% virðist fljótt á litið, ekki vinnandi vegur fyrir Ítalíu að greiða skuldir sínar niður.

Skv. óbreyttum forsendum. Annaðhvort þarf Ítalía að finna leið til að auka hagvöxt stórfellt - - sem virðist ekki líklegt. En enn mælist samdráttur á Ítalíu og líklega eru hugmyndir ríkisstjórnarinnar um 1% hagvöxt á nk. ári - skot í loftið. En skv. erlendum fjölmiðlum, er hagstjórn á Ítalíu meira eða minna hangandi á reiðanum. Ríkisstjórnin hafi í reynd ekkert gert.

Eða að vextir þeir sem ríkissjóður Ítalíu getur fengið - verða að lækka verulega.

Það seinna er tæknilega mögulegt, en krefst þess að Ítalía óski formlega aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis, svo Ítalía geti fengið Seðlabanka Evrópu til að virkja svokallað "OMT" þ.e. kaup án takmarkana.

 

Niðurstaða

Mér virðist löndin í vanda á evrusvæði nú milli tveggja elda. Annars vegar hækkandi gengi evrunnar er skaðar möguleika þeirra til að auka útflutning. Og hins vegar hin hratt vaxandi hætta á verðhjöðnun er mun virðishækka þeirra skuldir. Ef ekki er fljótlega e-h róttækt gert, stefnir í að hinn þegar hættulegi skuldaspírall landa í vanda. Fari í frekari stigmögnun.

Með þessu áframhaldi getur evrukrísan skollið aftur á af þunga á næsta ári.

 

Kv.


Paolo Scaroni forstjóri orkurisans Eni, varar við áhrifum síhækkandi orkuverðs!

Herra Scaroni skrifaði lesendagrein í Financial Times, undir eigin ábyrgð að sjálfsögðu. Þó svo að sjálfsögðu sé forstjóri ítalska orkurisans Eni alls ekki óháður eða hlutlaus greinandi. Er það samt ekki ástæða að leiða hjá sér þá þætti er hann bendir á, en þær upplýsingar hafa komið fram hjá fleiri aðilum.

Russia and shale can solve Europe’s energy problem

  1. "Thanks to the rapid increase in efficient non-conventional gas production, US companies pay about $3.50 per million British thermal units (mBtu) for their natural gas.
  2. That is about a third of what Europeans pay." 

Gasverð í Evrópu er með öðrum orðum - 3 falt hærra.

Það sem er í gangi í Bandaríkjunum er svokölluð "Fracking revolution" en gasvinnsla í Bandaríkjunum hefur aukist umtalsvert sl. 8 ár, og verð á gasi hefur fallið - mikið. 

Það hefur áhugaverðar afleiðingar - - nefnilega þær. 

Að bandarísk námufyrirtæki sem stunda enn þann dag í dag, að grafa eftir kolum.

Hafa orðið fyrir því, að eftirspurn hefur minnkað innan Bandaríkjanna, þannig að í staðinn - hafa þeir nú  síðan 2010. Verið að selja kol á umtalsvert lækkuðu verði miðað við þeirra fyrra söluverð til Evrópu.

Það er að hafa þá áhugaverðu afleiðingu, að kola-orkuver í Evrópu eru samkeppnishæfari en gasorkuver.

Þannig að gasorkuver eru að verða undir í samkeppninni, við rafmagnsframleiðendur er brenna kolum.

  1. "gas-fired power generation has decreased by 25 per cent between 2010 and 2012..."
  2. "...while coal-fired power generation has increased by 10 per cent."

Og útkoman af því er sú, að síðan 2010 hefur losun CO2 aukist í ESB vegna rafmagnsframleiðslu.

Þrátt fyrir að - "€30bn of incentives" - sé varið  árlega til að styðja við eflingu "grænna" orkulausna.

Þetta eru að sjálfsögðu - - algerlega ófyrirséð hliðaráhrif.

  • "Europe’s electricity is twice as expensive as America’s."

Það er að hluta vegna álagsins sem er lagt á orku framleidda með kolum og gasi, og öðrum leiðum taldar ekki umhverfisvænar. Sem notað er til að fjármagna stuðninginn við eflingu "grænna" orkukosta.

Vegna þess að kol eru nú fáanleg frá Bandar. á svo hagstæðu verði miðað við áður, eru kolaorkuverin að sigra í samkeppninni við - gas orkuverin. Því þau geta boðið rafmagnið á lægra verði.

Svo kaupendurnir versla við kolaorkuverin.

Þessi útkoma er auðvitað "embarrassment" fyrir þá sem skipuleggja orkuáætlun Evrópu.

-----------------------------------

Paolo Scaroni hefur sínar skoðanir - - hann vill að Evrópa fylgi fordæmi Bandaríkjanna. Bendir á að líklega sé nóg af "leirsteinsgasi" einnig í Evrópu, ef Evrópumenn geta fengið sig til að nýta þau jarðlög. Og að auki sé nóg af gasi í Rússlandi. 

Má einnig nefna að í Rússlandi er að finna mjög stórt "leirsteinslag" - sjá: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.

Að auki nefnir hann að það sé mjög skaðlegt fyrir samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu, að búa við 2-falt orkuverð samanborið við Bandaríkin.

Þegar séu mörg teikn þess, að orkufrek evr. efnavinnslufyrirtæki séu að leita hófana eftir því, að koma upp verksmiðjum í Bandaríkjunum.

Spurning hvað gerist með stáliðjuverin, en stálið er upphaflegur kjarni þýska iðnveldisins.

Þetta komi ofan á aðra þætti sem veita Bandaríkjunum forskot í samkeppnishæfni.

Rétt að ryfja upp að efnahagur Evrópu er ekki sterkur þessi misserin, og að það stefnir í að orkverð haldi áfram að hækka á næstu misserum. Nema að skipt sé snarlega um kúrs.

 

Niðurstaða

Hátt orkuverð er ekki einungis slæmt fyrir atvinnulíf Evrópu. Því má ekki gleyma að þegar harnar á dalnum hjá almenningi, fjölgar stöðugt þeim sem eiga í erfiðleikum með orkureikninginn sinn. Í Þýskalandi er talað um svokallaða "orkufátæklinga" þ.e. þá sem eiga ekki efni á því að kinda t.d. nema eitt herbergi. Þ.s. fjölskyldan kúrir saman.

En merkilegur sannleikur er sá, að þó svo að margir í Þýskalandi hafi mjög góð laun. Vegna þess að ekki eru nein lágmarkslaun - nema lágmarkslaun stéttafélaga. Þá t.d. ef þú ert verktaki utan stéttafélags - þá geta launin verið lægri en meira að segja þ.s. telst lágmarksviðmið hérlendis.

Þetta sé hlutskipti vaxandi fjölda þeirra sem koma til Þýskalands á flótta frá atvinnuleysinu í eigin löndum. Ef þú ert ekki með menntun eða þekkingu sem eftirspurn er eftir. Fólk á slíkum launum, sé líklegt að eiga í vandræðum með orkureikninginn.

Þetta vandamál er örugglega einnig til staðar í þeim kreppuhrjáðu löndum, sem það fólk var að flýgja.

 

Kv.


Kreppan heldur áfram hjá Ítölum!

Skv. hagstofu Ítalíu "Istat" var samdráttur á 3. ársfjórðungi. Þetta er haft eftir yfirmanni "Istat" í fyrirspurnartíma á ítalska þinginu í dag. Hann gaf þó ekki upp neinar tölur. Til samanburðar var 0,3% samdráttur á 2. ársfjórðungi. Á sama tíma, hélt efnahagsráðherra ríkisstjórnar Ítalíu Fabrizio Saccomanni því fram, í sama fyrirspurnartíma á þingi. Að ítalska hagkerfið mundi ná botni þ.e. "0" eða með öðrum orðum, hvorki samdráttur né vöxtur. Og að smávægilegur vöxtur mundi mælast lokamánuði ársins.

Italy’s Slump Persists in Setback for Letta Government

Italy says 2013 recession to be deeper than thought

Italy recession extends into third quarter

Efnahagsráðherra Ítalíu segir - að samdráttur 2013 verði 1,8%.

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs, var ítalska hagkerfið búið að dragast saman um 8,7% frá 1. ársfjórðungi 2008. Samdráttur á 3. fjórðungi bæti þá við þá tölu.

Þetta er þegar búið að slá út kreppu er hófst 1992 og stóð yfir í 6 ársfjórðunga.

Með öðrum orðum, orðin mesta kreppa sem Ítalía hefur þurft að glíma við, tja - síðan á 4. áratugnum. Einungis það var mun verra.

Einungis samdrátturinn í Grikklandi um ca. 23% hefur verið verri, í núverandi kreppu innan Evrópu.

Rétt að muna að auki, að hagvöxtur á Ítalíu árin 2000 fram til upphaf árs 2008. Var ákaflega lélegur.

Það mundi ekki koma mér á óvart, ef Ítalía í dag er neðan við stöðu landsins ca. 2000.

  • "Istat said the number of Italians defined as living in poverty had doubled to 4.8m between 2007 and 2012."
  • "Industrial output is more than 25 per cent below its pre-recession peak."

"Mr Saccomanni, presenting the draft 2014 budget, stressed the importance of political stability in maintaining confidence on markets over Italy’s ability to service its public debt, which he said was expected to rise to 132.9 per cent of GDP this year from 127 per cent in 2012. Interest payments alone were costing every Italian €1,400 a year, he noted, following 20 years of “stagnation” that required radical measures to correct."

Með þetta gríðarlegar skuldir, þó svo að ítalska ríkið sé með "primary budget surplus" þ.e. afgang af frumjöfnuðu fjárlaga, mun ítalska ríkið þurfa svo gríðarlega stóran afgang.

Ef staða hagkerfisins heldur áfram að vera slæm, að það fer virkilega að vera erfitt að trúa því - - að þetta sé hægt.

Hafið í huga, að skuldir Ítalíu eru þær 3. hæstu í heimi, einungis Bandaríkin og Japan skulda hærri upphæðir.

 

Niðurstaða

Þó svo að staða Ítalíu virðist fljótt á litið vonlítil. Þá er alveg tæknilega unnt að forða Ítalíu frá stjórnlausu hruni. En ef áætlun Seðlabanka Evrópu um kaup án takmarkana svokallað "OMT" prógram, væri virkjað, þá væri tæknilega unnt að halda Ítalíu á floti. Með því að tryggja Ítalska ríkinu nægilega ódýra fjármögnun.

Auðvitað væri þetta björgunarprógramm - með þeirri breytingu einni, að í stað þess að Ítalía fengi björgunarlán. Væri Ítalía að fá heimildir frá Seðlabanka Evrópu til útgáfu tiltekins magns ríkisbréfa sem bankinn mundi kaupa jafn harðan. Þá gæti þetta verið alveg eins að öðru leiti og önnur björgunarprógrömm þ.e. með endurskoðunum. Og ef Ítalía stæðist endurskoðun - fengi hún að gefa út nýjan slurk af ríkisbréfum.

Mér virðist ákaflega erfitt fyrir Ítalíu að forðast þessa útkomu.

Ef Ítalía ætlar að halda sig við evruna.

 

Kv.


Langtímajafnvægisatvinnuleysi á Spáni 26%, 14% á Írlandi skv. útreiknuðum viðmiðum Framkvæmdastjórnar ESB

Matthew Dalton hjá Financial Times vakti athygli á þessu, en þ.e. virkilega áhugavert ef þ.e. afstaða Framkvæmdastjórnar ESB að "structural unemployment" sé virkilega 26% á Spáni og 14% á Írlandi. Þetta er áhugavert ekki síst vegna þess að akkúrat núna er atvinnuleysi á Írlandi 13,3% en á Spáni er það 26,2% eða ca. við það viðmið sem starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar kalla "structural" þ.e. ekki "cyclical."

Svokallað "Irish Fiscal Advisory Council" gaf út skýrslu fyrr á árinu, sem fjallar um þessa "áhugaverðu" afstöðu sérfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB: Fiscal Assessment Report April 2013.

Ég ætla aðeins að fara í gegnum þá greiningu:

Takið eftir því að allur ríkishallinn í Írlandi er skilgreindur sem "structural" en ekki "cyclical."

Það er áhugavert - virkilega.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/irland_hagvoxtur_0002.jpg

Takið eftir - sjá myndina að neðan - að skv. þessu er "enginn slaki" í írska hagkerfinu á þessu ári.

En eins og sjá má, er raunverulegur vöxtur í Írlandi þegar yfir skilgreindu "potential growth" eða mögulegum vexti.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/irland_hagvoxtur_0003.jpg

Þetta kemur betur í ljós - sjá mynd að neðan - en eins og sjá má, er ekkert "output gap" þ.e. enginn slaki. Ef miðað er við áætlanir sérfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB.

Til samanburðar áætlar AGS slaka upp á 1,8% á þessu ári.

En OECD áætlar slaka upp á 7,7%.

Á milli áætlana sérfræðinga þessara 3-ja stofnana er því enginn smáræðis munur.

Sá munur getur stafað af ólíkum greiningar aðferðum - og ólíkum skilgreiningum.

Rétt að árétta þó, að gráa línan á myndinni að ofan, sýnir mögulegan vöxt smá aukast ár frá ári.

Þá líklega minnkar einnig áætlað "structural" atvinnuleysi.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/irland_hagvoxtur_0001.jpg

Hvað ef sérfræðingar Framkvæmdastjórnarinnar hafa rétt fyrir sér?

Þá skortir Spán og Írland - getu til hagvaxtar. Flóknara er það ekki.

Það er auðvitað hugsanlegt að alvarlegt efnahagsáfall - - geti skaðað getu til hagvaxtar.

Á hinn bóginn þarf það ekki að vera "varanlegur skaði."

  • 14% atvinnulausir annars vegar og 26% atvinnulausir, ættu að fela í sér - vannýtta hagvaxtargetu.
  • Svo þá þarf maður að velta fyrir sér - af hverju er þá geta til hagvaxtar ekki fyrir hendi, þannig að líkur séu á því að atvinnuleysi geti minnkað? En það gengur ekki upp að "structural" atvinnuleysi sé þetta mikið, nema að geta beggja hagkerfa til að vaxa upp úr því atvinnuleysi - sé ekki til staðar.
  • Þá þarf að skoða það, hvaða þættir það eru, sem "lama" svo mikið, getu beggja hagkerfa til vaxtar. 

Eitt atriði sem getur "tímabundið" minnkað mögulegan hagvöxt, er alvarleg skuldastaða.

Það að sjálfsögðu á við bæði hagkerfin, að þau eru virkilega að drukkna í skuldum.

Eins og sjá má á myndinni til hliðar frá The Economist, þá er til staðar hreint ótrúlega alvarleg skuldastaða.

En á Írlandi skuldar atvinnulífið rúmlega 200% af þjóðarframleiðslu, almenningur rúmlega 100% og ríkið ca. svipað. Eða samtals rúmlega 400% af þjóðarframleiðslu.

Á Spáni er heildarstaðan skv. myndinni kringum 300%.

Það sannarlega getur verið, að þetta ástand - framkalli hagvaxtarlömun. Sú þarf þó ekki að vera langtíma, en ef þ.e. skuldastaða sem er hin eiginlega ástæða lömunarinnar, getur lækkun þeirra skulda þá smám saman að nýju - endurreist hinn mögulega hagvöxt. 

Það getur verið að sé ástæða þess, að sérfræðingar Framkvæmdastjórnarinnar telja, að mögulegur vöxtur á Írlandi muni smá aukast ár frá ári, næstu ár.

Ef það er málið - að skuldakreppan sé orsökin. Þarf að vinna á henni og það af krafti.

Þá ætti mögulegur vöxtur aukast ár frá ári, og samhliða "structural" atvinnuleysi minnka.
----------------------------------

Forsenda þeirrar útkomu auðvitað er þá sú, að skuldirnar séu á leið í lækkunarferli eða það sé þegar hafið.

Þar liggur einmitt vandi, því ef þetta er rétt skilið hjá mér - - þá er óvíst að það standist að mögulegur vöxtur sé að aukast á næstu misserum, því að skuldastaða beggja hagkerfa er enn að aukast.

Reyndar hefur skuldastaða atvinnulífs á Spáni skánað nokkuð. En staða ríkisins fer versnandi á meðan. Og staða almennings er enn að versna. 

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að fella dóm á það hvort AGS hefur rétt fyrir sér, að Írland hafi enn slaka upp á 1,8% miðað við upphaf þessa árs, eða Framkvæmdastjórn ESB hefur rétt fyrir sér með það að sá sé ekki til staðar. En ég get vel keypt það, að mjög alvarleg skuldastaða skaði möguleika til hagvaxtar.

Það getur mjög vel verið, að geta til hagvaxtar hafi skaðast umtalsvert bæði á Írlandi og á Spáni, en þar hafa skuldir aukist mjög mikið hjá nær öllum aðilum innan hagkerfanna þ.e. almenningi - fyrirtækjum - sveitafélögum - héraðsstjórnum og ríkinu.

Þá er ákaflega mikilvægt að koma þessum skuldum í lækkunarferli. Ef það gengur ekki á allra næstu árum, þá getur hagvaxtargeta áfram verið í lamasessi næstu ár.

Tja eins og gerðist í Japan í kjölfar kreppunnar er hófst þar veturinn 1989.

Bendi einnig á áhugaverða grein Financial Times:

-----------------------------

Debt: A deceptive calm

En greinandi Financial Times bendir á að ein skýring þess að tiltölulega rólegt hefur verið á evrusvæði þetta ár samanborið við sl. ár, sé sú - - að erlendir fjárfestar séu þegar farnir.

Markaðurinn fyrir ríkisbréf sé einokaður af innlendum aðilum, líklega bönkum - - þannig að óheppilegt samband banka og  ríkissjóða. Sé frekar að styrkjast en veikjast. Það getur þítt, að þegar Seðlabanki Evrópu fer af stað með fyrirhuguð þolpróf á evrópskum bönkum, en til stendur að hafa þau raunverulega erfið - - að þá verði umtalsvert rugg á mörkuðum.

En talið er líklegt að þau próf leiði fram slæmar fréttir víðsvegar um bankaheim Evrópu.

"But arguably a much bigger reason for the recent stability in eurozone bond markets across much of the rest of the region is that foreign investors have retreated. So far this year, domestic investors have accounted for almost 100 per cent of the net issuance of Italian and Spanish government debt, according to calculations by BNP Paribas. Of outstanding Spanish bonds, almost 70 per cent is currently held domestically. For Italy, the figure is almost 60 per cent."

Ríkissjóðirnir falla því saman eða hanga saman, eins og tveir drukknandi menn á sama bjarghringnum.

Það er því ekki furðulegt að fréttir berast af því að Mario Draghi sé undir miklum þrýstingi frá stjv. aðildarríkjanna, að þynna út hið fyrirhugaða þolpróf svo að allir helstu bankarnir standist það.

En stórt rugg gæti hugsanlega drekkt samtímis ríkissjóðunum og bönkunum, jafnvel á mjög skömmum tíma.

 

Kv.


Það eru ekki bara ríkissjóðir Evrópu sem eru í skuldafangelsi!

Ég er að vekja athygli á áhugaverðri umfjöllun The Economist. En þeir benda á þann sannleika, að kreppan átti eftir allt saman upphaf sitt í - einkahagkerfinu. Það er eiginlega einungis Grikkland og Ítalía, þ.s. vandræði ríkisins - má skoða sem aðalvanda. En í öðrum aðildarlöndum ESB er það frekar, að skuldavandi einkahagkerfisins sé undirrót efnahagsvanda sem síðan leiðir til vanda hjá ríkinu einnig.

Það er vegna þess, að þegar kreppa hefst í einkahagkerfinu og hún skapar efnahagssamdrátt, þá minnka skatttekjur ríkisins - og það ef það var ekki áður með rekstrarhalla, lendir í honum.

Ef vandræði einkahagkerfisins eru mjög alvarleg, getur það átt sér stað, að ríkið telji sig nauðbeygt til að koma mikilvægum þáttum þess til bjargar, enda eftir allt saman - lifir ríkið á hagkerfinu en ekki öfugt.

Þetta einmitt gerðist 2009, en þá vörðu ríki Evrópu gríðarlegu fjármagni til að styðja við fjármálakerfi álfunnar, rámar í að þetta hafi verið um 30% af þjóðarframleiðslu ESB sem heildar, sem fór í það eitt - að hindra allsherjar fjármálahrun.

En þessi stuðningur var síðan, upphaf að fjárhagslegum vanda ríkissjóðanna sjálfra.

Sumir vilja meina að ríkið hefði átt að heimila fjöldagjaldþrot bankakerfanna, tja eins og á Íslandi - - höfum í huga að þjóðarframleiðsla Íslands mælt við dollar minnkaði úr rúmlega 58þ.$ per haus í jan. 2008 í 37þ.$ árið eftir eða um 40%. Það fæst mun lægri tala um minnkun hagkerfisins, þegar miðað er við krónur því að þær sjálfar minnkuðu svo mikið.

Með öðrum orðum, það hefði skapast mjög áhugavert efnahagsástand í Evrópu, en í dag er fjármálakerfið ESB rúmlega 3 þjóðarframleiðslur ESB að umfangi - - ef við ímyndum okkur að það hefði eins og hér skroppið saman niður í ca. 1. þjóðarframleiðslu. 

Þá erum við alveg örugglega að tala um mjög hressilegan samdrátt í evr. hagkerfinu.

Kannski eins mikinn og hefur orðið í Grikklandi.

Lífskjör örugglega mundu falla einnig mjög umtalsvert.

Kannski gerist þetta á endanum, en það er alveg unnt að skilja það - af hverju menn í lengstu lög vilja forðast slíkt hrun.

The Economist - Debtors’ prison

Þetta er mjög forvitnileg mynd, en hún sýnir t.d. þá stöðu Írlands að þar skulda fyrirtæki meir en 200% af þjóðarframleiðslu, almenningur skuldar rúmlega 100% af þjóðarframleiðslu, ríkið sjálft 117%.

Á Írlandi skuldar sem sagt almenningur ca. annað eins og ríkið, og fyrirtæki ca. 2-falt þ.s. ríkið skuldar.

Áhugavert er þó að versta skuldakreppa almennings á evrusvæðis, er í Hollandi. Þ.e. ef heildarhlutfall skulda miðað við þjóðarframleiðslu er haft í huga. Það verður áhugavert að veita Hollandi eftirtekt. En þar hefur upp á síðkastið verið í gangi nokkur lækkun húsnæðisverðs, og vaxandi skuldavandi heimila. Það hefur skilað samdrætti í neyslu sem hefur skilað samdrætti í hagkerfinu - - og því að ríkið hefur ekki náð halla sínum í lögbundið af ESB 3% þrátt fyrir ítrekaðar niðurskurðartilraunir.

Þó stendur Holland þrátt fyrir allt sæmilega, vegna þess að ríkið - - getur í algerri neyð, aðstoðað íbúðaeigendur. Þ.s. hollenska ríkið getur enn tæknilega séð bætt á sig skuldum, þó það væri ekki skv. reglum ESB.

Áhugavert er hve það eru mörg Evrópulönd þ.s. skuldir almennings og fyrirtækja eru alvarlegri en í Bandaríkjunum.

 Það er ekki af ástæðulausu, af hverju Evrópa hefur lent í alvarlegri skuldakreppu en Bandaríkin.

Það sést af tölunum að ofan, að þ.e. einfaldlega vegna þess að svö mörg hagkerfi í Evrópu skulda meira.

  • Evrópu vantar hagvöxt - - en á sama tíma, hindra skuldir atvinnulífs og almennings, hagvöxt.
  • Þess vegna hefur Evrópa verið að fylgja fram þeirri hugmynd, að auka útflutning - - eða með öðrum orðum, láta "heiminn" borga.
  • Ég hef ekki trú á þeirri leið - - einfaldlega vegna þess að ég sé ekki að til sé í heiminum næg eftirspurn, til að mæta endurfjármögnunarþörf Evrópu í gegnum þá aðferð.
  • En hver á að kaupa allan þennan útflutning?
  • Það er ekki að furða, að gengi Evrunnar hefur verið í hækkunarferli megnið af þessu ári, en það má líta á þ.s. "leiðréttingu" heimsins á þeirri stöðu, að sú hugmynd gangi ekki upp - - en þá hækkar gengi Evrunnar því meir sem evrusvæðisríki leitast við að minnka eftirspurn innan svæðisins til að skapa "nettó" útflutningsstöðu. 

Staða fyrirtækja í Evrópu er alvarleg - sérstaklega í þeim löndum þ.s. alvarlegur efnahagsvandi er til staðar.

  1. "Other balance-sheet indicators also suggest that Italian business is in a bad way. For example, 30% of corporate debt is owed by firms whose pre-tax earnings are less than the interest payments they have to make.
  2. "That share of frail companies is even higher in Spain and Portugal (40% and nearly 50% respectively). "
  3. But Italy’s plight is in stark contrast to the situation in France and Germany, where little more than 10% of corporate debt is owed by such weak performers. Italian firms have been hurt by the erosion of their competitiveness within the euro zone."

Rétt að muna að í S-Evr. er mjög hátt hlutfall mjög lítilla fyrirtækja, sem sjá mjög mörgum fyrir atvinnu.

Staða smáfyrirtækja og dvergfyrirtækja virðist vera mjög erfið á Spáni, á Ítalíu og í Portúgal.

Sjálfsagt eru þau einnig fórnarlömb þess mikla samdráttar í eftirspurn er hefur orðið í þeim hagkerfum.

Á hinn bóginn, ætti - - lágt skuldahlutfall almennings og fyrirtækja á Ítalíu að þíða, að Ítalía sé líklega það land, sem mest mundi græða á því að yfirgefa evruna.

En meginvandi atvinnulífs Ítalíu virðist vera - - skortur á samkeppnishæfni af því tagi, sem ein stór gengisfelling getur leiðrétt á einni nóttu.

Ítalía hefur einnig öflug útflutningsfyrirtæki, sem mörg hafa verið að flytja út þætti framleiðslu til Asíu, þó loka samsetning fari gjarnan enn fram á Ítalíu.

Þetta hefur leitt til vandræða á iðnaðarsvæðum á Ítalíu, þ.s. fyrirtækjanet tengt framleiðslu t.d. ísskápa, þvottavéla og annarrar framleiðslu heimilistækja, verið í hnignun - vegna þess að íhlutaframleiðslan hafi mikið til færst úr landi á sl. áratug.

Þannig hefur framleiðsluhagkerfið holast upp, störfum í framleiðslu fækkað.

Stór gengisfelling ætti að geta snúið þeirri óheillaþróun við.

Ekki á einni nóttu - - þ.e. töpuð störf koma ekki aftur eins og hendi sé veifað, en kannski þá a.m.k. hættir sú hnignun. Og framleiðsluhagkerfið getur farið að byggja sig upp að nýju.

  • Meðan hæg en örugg hnignun atvinnulífs á Ítalíu heldur áfram - - verður ekki séð að skuldastaða Ítalíu geti verið sjálfbær.

Að yfirgefa evruna getur verið forsenda slíks viðsnúnings - - þó svo að skuldirnar mundu hækka við gengisfallið, þá a.m.k. með bættum forsendum fyrir vexti hagkerfisins, þá ætti traust samt að aukast.

En annars virðist Ítalía stefna í dauða þúsund smáskurða.

------------------------------------

Tæknilega séð er unnt að bjarga málum án þess að Ítalía - Spánn - Portúgal yfirgefi evruna.

Ég sé ekki nokkra leið færa aðra en þá, ef öll þessi lönd eiga að haldast þar innan, en að Seðlabanki Evrópu fari að beita sér með sambærilegum hætti og tja - seðlabankar Japans, Bandaríkjanna og Bretlands.

Í þeim þrem tilvikum, eru seðlabankarnir að fjármagna ríkissjóðina, og tryggja þeim - - mjög lága vexti.

Að auki eru seðlabankarnir, að dæla fé inn í hagkerfið, og með virkum hætti - - tryggja að fjármagnskostnaður innan hagkerfanna sé lágur, með því að tryggja það að bankarnir hafi nægan aðgang að últra ódýru fjármagni.

Þetta er því miður "bannað" í Evrópu, þ.e. Seðlabanki Evrópu má þetta ekki.

Loforð Mario Draghi um kaup Seðlabanka Evrópu án takmarkana, er mjög svo á lögfræðilega gráu svæði, jafnvel þó til standi að veita þá heimilt einungis gegn mjög ströngum skilyrðum.

Það er ekki fyrirframljóst að það standist lög.

Bankarnir í S-Evr. hafa ekki getað afskrifað nægilega mikið af lánum, m.a. vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur ekki verið nándar nærri eins "aggressívur" við það að dæla fé inn í bankana, og seðlabankar Bandar.  og Bretlands hafa verið.

Það hefur verið gert með - peningaprentun.

Það er örugglega stór hluti ástæðunnar af hverju, að á meðan skuldir almennings og fyrirtækja hafa lækkað í Bandaríkjunum og Bretlandi síðan 2009, hafa skuldir almennings og fyrirtækja hækkað í Evrópu.

"Little progress has been made to lighten the private-debt burden since the crisis began. Though it eased in Spain from 227% of GDP in 2009 to 215% in 2012, it rose over the same period in Cyprus, Ireland and Portugal. In Britain, by contrast, private debt fell from 207% of GDP in 2009 to 190% in 2012 thanks to improvements by both households and firms."

Þetta er auðvitað mjög hæg skuldalækkun í Bretlandi - - en hæg lækkun er betri en hækkun.

  • Fyrsti vísbendingar eru uppi um að hagvöxtur í Bretlandi sé farinn að taka við sér.

Sem er vísbending þess að skuldalækkunin sé farin að skila tilætluðum áhrifum.

Ef það verður engin grundvallar stefnubreyting í stjórnun peningamála á evrusvæði - - þá virðist mér ástandið ekki samræmast veru Ítalíu - Portúgals og Spánar innan evru.

Það getur verið að Írlandi takist að tolla.

 

Niðurstaða

Vandræði Evrusvæðis er ekki bara of miklar skuldir heldur einnig röng peningastefna. Ofuráherslan á lága verðbólgu, í reynd vinnur gegn því að mögulegt sé að lækka hina erfiðu skuldastöðu hagkerfanna. Og virðist ætla að tryggja ástand - - stöðnunar og gríðarlegs atvinnuleysis um ókomin ár.

Nema að aðildarríki gefist upp.

Ef við rifjum upp 4. áratuginn, yfirgaf Frakkland ekki gullfótinn fyrr en 1937 eða 8. árum eftir að kreppan mikla hófst.

Kjósendur í S-Evrópu hafa skipt stjórnir. Næst þegar verður kosið. Ef ástandið verður enn svipað, sem verður að skoðast sem ákaflega líklegt. Þá geta líkur skapast á óvæntum niðurstöðum.

 

Kv.


Hækkandi gengi evrunnar getur verið farið að skaða hagvöxt!

Fyrstu vísbendingar hafa komið um það, að hugsanlega sé sú uppsveifla á evrusvæði er hófst sl. vor farin að kólna. En nú sést í fyrsta skipti síðan þá - hreyfing í tölum í hina áttina. Auðvitað getur verið, að þetta sé skammtímasveifla - að tölur október séu ekki að sýna nýtt trend.

En hafandi í huga hækkandi gengi evrunnar undanfarið, getur skýring blasað við.

Rising Euro Threatens Bloc's Fragile Recovery

Markit Flash Eurozone PMI ®

  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 51.5 ( 5 2.2 in September ). Two - month low .
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 50.9 ( 5 2.2 in September ). Two - month low .
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 51. 3 ( 51. 1 in September ). Two - month high .
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index (4) at 52. 9 ( 52.2 i n September ). Two - month high 

Það er lækkun innkaupastjóravísitölunnar sem gefur þessa vísbendingu.

En sú stærð horfir alltaf inn í næstu framtíð - þ.e. pantanir segja til um vöxt eða minnkun innan athafnalífs í næstu framtíð. Þar kemur fram greinilega minnkun í vexti neyslu og/eða sölu þjónustu til annarra landa.

Síðasta stærðin, sýnir hvað gerðist í iðnframleiðslu þennan mánuð, meðan að innkaupastjóravísitalan sýnir hvað gerist sennilega í þeim næsta.

cat

Ef línurit yfir gengi evrunnar vs. dollars er skoðað - sjá: Dollar/Euro.

Sést að gengi evrunnar hefur verið í hækkunarferli síðan sl. apríl. En síðan í september hefur verið nokkuð brött hækkun. Sennilega hafa deilurnar á Bandaríkjaþingi haft þar áhrif.

En það getur vel staðist að hin viðkvæma uppsveifla á evrusvæði - - sem ca. samsvarar 0,2% hagvexti að meðaltali á evrusvæði á 3. ársfjórðungi - - geti skaðast af síhækkandi gengi evrunnar.

En það vinnur gegn tilraunum landa í S-Evrópu, til að vinna sig upp úr kreppu. Með þeim hætti að auka útflutning varnings og þjónustu.

En hærra gengi gerir þeirra útflutningsvörur minna samkeppnishæfar - - skaðar tilraunir þeirra til að ná fram samkeppnishæfni um verð og kostnað með launalækkunaraðferðinni.

Þetta getur t.d. dregið úr hraða aukningar í útflutningi á Spáni - - sem hefur verið megin drifkraftur þess smávægilega efnahagslega viðsnúnings sem þar virðist til staðar, skv. tilkynningur Seðlabanka Spánar að mælst hafi hagvöxtur á Spáni á 3. fjórðungi þessa árs upp á 0,1%.

  • Þessi gengishækkun, getur a.m.k. hindrað það - að sá hagvöxtur komist yfir 0,2%.
  • Hún getur einnig kæft þennan litla vöxt.

 
Niðurstaða

Það verður forvitnilega að fylgjast áfram með. Aðilar á evrusvæði hafa verið að fagna endalokum kreppunnar þar. Það getur verið að sá fagnaður hafi komið of snemma. En ef hagvöxtur kemst ekki hærra en 0,2%. Vegna þess að óhagstætt gengi evrunnar - dragi úr þrótt útflutningshagkerfisins.

Eða ef hann nemur staðar. Þá er ljóst að hin eiginlega krísa er ekki að hverfa.

En rétt svo mælanlegur hagvöxtur, er hvergi nærri því nægur - til að dragar úr atvinnuleysi.

Né til að binda enda á skuldakrísuna í aðildarríkjum evrusvæðis í vanda.

 

Kv.


Er verðbólga hættulega lág á evrusvæði?

Ég bendi fólki á áhugaverða ritgerð eftir Zsolt Darvas sem er einn af meðlimum svokallaðs Bruegel "Think Tank" en hann sýnir fram á hve afskaplega mjór sá vegur er sem evrusvæði þarf að feta, ef aðildarríki í vanda eiga að geta mögulega ráðið við sínar skuldir.

Að hans sögn, flækir mjög lág verðbólga - - þ.e. verðbólga vel undir 2% stöðuna. 

THE EURO AREA’S TIGHTROPE WALK: DEBT AND COMPE TITIVENESS IN ITALY AND SPAIN

Skv. hans greiningu, þarf Ítalía afgang af frumjöfnuði fjárlaga upp á 5% ef verðbólgan er 2%. Þegar miðað er við það að Ítalía nái fram hagvexti en sá verði lítill þ.e. á bilinu 0-1% út áratuginn.

En 6,3% afgang ef hún er 1% miðað við sömu forsendur. Og síðan 7,6% við "0%" verðbólgu.

Það er -> þörf fyrir afgang aukist um 1,3% per hverja lækkun verðbólgu um 1%.

Slíkar stærðir eru líklega óraunsæjar með öllu!

 

Hvað þarf að gerast til þess að Ítalía gangi upp, við líklegan slakan hagvöxt?

Skv. greiningu Zsolt Darvas og félaga, þarf líklega Seðlabanki Evrópu að taka upp sambærilega seðlaprentunarstefnu og Japansbanki. En Japansbanki hefur einmitt tekið upp þá stefnu, að hækka verðbólgu í 2% og halda henni þar. En verðbólga í Japan hefur um langt árabil verið langt undir 2%.

  1. If inflation has to be 1 percentage point lower in Italy and Spain because the overall euro-area inflation rate undershoots the two percent target, the persistent primary sur- plus has to be higher in Italy by 1.3 percent of GDP and in Spain by 1.0 percent of GDP, according to our calculations.
  2. Consistent with the ECB mandate, average inflation in the euro area should not be allowed to fall below the two percent target, and Germany and other euro-area countries with a strong competitive position should refrain from domestic policies that would prevent domestic inflation from rising above two percent (Wolff, 2012; Darvas, Pisani-Ferry and Wolff, 2013).
  3. Therefore, the ECB should do whatever it takes, within its mandate, to ensure that inflation does not fall below the 2 percent target.

Zsolt Darvas bendir þó á, að ef ekki næst samstaða um það að tryggja að verðbólga sé í kringum 2%.

Geti verið unnt að bjarga Ítalíu og Spáni með "OMT" eða "Outright Monetary Transaction" - þ.e. að Seðlabanki Evrópu kaupi ríkisbréf beggja landa án takmarkana.

Og tryggi verulega lækkaða vexti á útgefnar skuldir Ítalíu og Spánar.

Það geti þó verið erfið pylla að kyngja fyrir Ítalíu og Spán, því Seðlabanki Evrópu heimtar að land sem vill "OMT" óski aðstoðar til Neyðarlánasjóðs Evrusvæðis. 

Því að einungis neyðarlánasjóðurinn hefur þann rétt að setja aðildarríkjum bindandi skilyrði, í reynd mundu þá bæði löndin fara í björgunarprógramm - en með því tilbrigði að í stað neyðarláns mundu koma kaup Seðlabanka Evrópu á þeirra skuldabréfaútgáfum.

Að flestu leiti væri nær enginn munur á því prógrammi, og björgunarprógrammi Portúgals þ.e. það væri eftirlit, endurskoðanir með vissu millibili - Seðlabanki Evr. mundi skammta heimildir til úgáfu gegn kaupum með tilliti til frammistöðu Spánar og Ítalíu við það að uppfylla markmið þess björgunarprógramms.

Þetta er ekki falleg staða!

En vandinn er sá, að miðað við þá verðbólgu sem er á evrusvæði í dag, lýtur út fyrir að verðbólga á Ítalíu og Spáni þurfi að vera milli 0-0,5%. Þ.s. verðbólga í Þýskalandi er ekki nema 1,6% skv. september mælingu EUROSTAT og var þá enn í lækkunarferli. Að stefna á 1%.

En verðbólgan á Ítalíu og Spáni þarf að vera lægri en í Þýskalandi, vegna þess að bæði löndin þurfa að framkvæma "innri verðhjöðnun" í samanburði við Þýskaland, til að bæta verðsamkeppnishæfni þeirra.

Euro area annual inflation down to 1.1%

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/verdbolga_evrusv.jpg

Eins og sjá má er nú nokkur fj. landa kominn niður fyrir 1% verðbólgu, þ.e. gjarnan talið hættumerki - en verðhjöðnun er mjög hættuleg. Ef miklar skuldir eru útbreitt vandamál.

En í verðhjöðnun hækka skuldir miðað við verðlag. Ekki mikið endilega per ár, en þetta telur ef erfið skuldastaða er útbreidd.

Ef slíkt fer saman við mikið atvinnuleysi - og lélegar hagvaxtarforsendur almennt. 

Þá getur verðhjöðnun í samhengi við slíka þætti, orðið afskaplega eitruð.

 

Niðurstaða

Ég er eiginlega sannfærður um það að Ítalía a.m.k. muni lenda í vandræðum með sínar skuldir. Spánn er örlítið líklegri að sleppa. Þar sem skuldir Spánar eru í dag kringum 93% meðan að skuldir ítalska ríkisins hafa náð 133%. Á móti kemur, að meðan ítalska ríkið er með rekstrarafgang þegar þó sá sé of lítill - þannig að skuldir hækka enn. Á sama tíma er spænska ríkið enn með halla á frumjöfnuði fjárlaga, og mun taka einhver ár enn að vinna þann halla niður. Að þeim tíma liðnum spáir AGS t.d. að skuldir Spánar muni hafa náð 120%. Áður en þær hefja lækkunarferli. Þ.e. háð þeirri forsendu að hagvöxtur þar verði heldur betri en - enn sem komið er, stefnir í að hann verði. Og að auki að Spánarstjórn takist fyrir rest, að ná fram sæmilega digrum afgangi og í ofanálag muni takast að viðhalda þeim afgangi um töluvert langt árabil. Sama á við um Ítalíu - - en það þarf líklega að halda 5% afgangi í a.m.k. 20 ár. Sem sögulega séð virðist ólíklegt.

Skv. nýjustu fréttum mældist hagvöxtur á Spáni á 3. fjórðungi þessa árs þ.e. 0,1%. 

Spánn því formlega komin út úr samdrætti - - bjartsýnir hagfræðingar spá 1% á nk. ári.

Það þarf auðvitað mun meiri hagvöxt - ef dæmið á að ganga upp. 

En gríðarl. atvinnuleysi eitt og sér, er umtalsverður hagvaxtarhemill.

End of Recession in Spain Fuels Hopes for Euro Zone

 

Kv.


Ætlar Merkel að láta svipuna ganga á Evrópu?

Það er mjög áhugaverð grein í Der Spiegel, en þ.s. er áhugavert við hana er ekki einungis innihald hennar heldur að auki "tónninn" í henni, þ.e. hin augljósa hrifning blaðamannsins á þeim hugmyndum, sem hann segir sig hafa heimildir fyrir að séu ræddar nú innan Kristilegra Demókrata, og verði líklega til skoðunar í þeim stjórnarmyndunarviðræðum - sem nú fara í hönd milli þeirra og þýskra sósíaldemókrata.

En "tónninn" í umfjöllun Spiegel, sýnir þá ólíku heimsmynd sem Þjóðverjar upplifa, samanborið við kreppuhrjáð lönd S-Evrópu.

En innihaldið er einnig áhugavert!

  1. Eins og hefur komið fram, í Der Spiegel, hefur ríkissjóður Þýskalands grætt stórfé á kreppunni, þ.e. vegna þess, að fjármagnsflóttinn frá S-Evr. til Þýskalands, hefur leitt til mikilla undirboða á fjármagni til boða, í Þýskalandi.
  2. Þýska ríkið hefur notfært sér það, og endurfjármagnað skuldir - og sparað sér skv. útreikningum fjármálaráðuneytis Þýskalands sjálfs 40ma.€ í lækkuðum vaxtagjöldum: Evrukreppan hefur sparað Þýskalandi 40 milljarða evra!. Og það þó tekið sé tillit til kostnaðar við veitt neyðarlán og annað tilheyrandi kreppunni.

Nú er svo komið, að þýska ríkið stendur frammi fyrir mjög þægilegum "vanda" þ.e. "rekstrarafgangi."

Angela's Agenda: A Grand, Controversial Plan for Europe

  • Og skv. fréttum, stendur til að verja því fé - - ekki spara það. 
  • Eða nota það til að lækka skuldir hraðar! 

Þetta virðist vera skv. fyrstu vísbendingum um það, hvert þreifingar Kristilegra Demókrata og Sósíaldemókrata stefna.

Þ.e. það á að - - auka útgjöld. 

Á sama tíma eru skv. Der Spiegel hugmyndir um að - - herða svipuna að Evrópu.

 

Það sem menn þurfa að átta sig á, að þessar hugmyndir fela ekki í sér "sameiginlega hagstjórn" þó svo að í "Merkel Speek" sé það orðalag notað. Ambrose Evans-Pritchard kom eitt skiptið með afskaplega gott orðalag yfir þessar hugmyndir. Orðaleppurinn hans Brósa: Punishment Union.

En sameiginleg hagstjórn er þ.s. Bandaríkin hafa, sem felur í sér umtalsverð sameiginleg fjárlög, ásamt heimild alríkisins til að skuldsetja alla skattborgara þeirra ríkja sem mynda Bandaríkin.

Þessar hugmyndir Angelu Merkel fela í sér hvorugt. 

Heldur snúast þær um að auka völd Framkvæmdastjórnar ESB yfir fjárlögum einstakra ríkja - - í reynd að, troða öllum aðildarríkjum ESB inn í sambærilegt fyrirkomulag, og þ.s. ríki í svokallaðri björgunaráætlun búa við.

Þannig að Framkvæmdastjórnin fái alltaf "fjárlög" aðildarríkis til fyrirfram yfirlestrar. Áður en þing aðildarríkis gengur frá samþykki. Síðan hafi framkvæmdastjórarnir heimild til að gefa bein fyrirmæli um útgjaldalækkanir eða launalækkanir eða annað, svo að ríkjunum sé hagstýrt skv. þýskum hugmyndum um það hvað telst vera góð hagstjórn.

Auk þessa, hefur þegar með svokölluðum "Stöðugleika Sáttmála" Evrópudómstólnum verið veittar auknar heimildir, til að kæra ríki fyrir brot á hallarekstri. Og skv. þeim sáttmála er þegar búið að takmarka mjög heimildir aðildarríkja til að reka sig með halla.

Viðbót Merkelar væri þá að bæta við þessum - valdheimildum Framkvæmdastjórnarinnar.

----------------------------------------------

  1. "The goal is to achieve extensive, communal control of national budgets, of public borrowing in the 28 EU capitals and of national plans to boost competitiveness and implement social reforms."
  2. "The hope is that these measures will ensure the long-term stability of the euro and steer member states onto a common economic and fiscal path."
  3. "This would be the oft-invoked and ambitious political completion of Europe's monetary union -- a huge achievement."
  • "...what is new is the thumbscrews Brussels will be allowed to apply if Merkel has her way, including sooner and sharper controls and veto rights, as well as contractually binding agreements and requirements."
  • "In short, this would amount to a true reconstruction of the euro zone and a major step in the direction of an "economic government" of the sort the SPD too would like to see put in place."
  • "For instance, the Commission could be given the right to conclude, with each euro country, an agreement of sorts to improve competitiveness, investments and budgetary discipline."
  • "Such "contractual arrangements" would be riddled with figures and deadlines, so that they could be monitored and possibly even contested at any time." "
  • In return, a new, long-discussed Brussels budget will become available to individual countries, an additional euro-zone budget with sums in the double-digit billions for obedient member states."

----------------------------------------------

Rétt að taka fram - - að þessum hugmyndum hefur þegar verið hafnað.

En þær dúkkuðu upp á fundum ca. í sl. nóvember, þ.e. 2012. Þ.e. allur ofangreindur pakki.

Og ég man ekki betur en að François Hollande hafi hafnað þeim - ákveðið. Einhver ráðherra hans, sagði e-h á þá leið, að ekki komi til greina að afhenda Þýskalandi stjórn yfir efnahagsmálum í Frakklandi.

Og ég á alls ekki von á því, að þær fái betri móttökur nú ári seinna.

Þær séu því "dead on arrival" eða "D.O.A." 

En það segir samt áhugaverða sögu að flokkur Angelu Merkel skuli ekki hafa fallið frá þeim.

  1. Að stjórn Merkel sjái engan hroka í því, að ætla sér sjálf að auka á ríkisútgjöld.
  2. En á sama tíma, vilja setja hin aðildarríkin í "spennitreyju."

Það er einnig viðbótar punktur - - en það sést hversu "pro cyclical" þessi stefna er, einmitt á því að samtímis því að þýska ríkið ætlar að nota afganginn til að auka ríkisútgjöld, þá ætlast hún til að löndin í S-Evrópu herði að sér sultarólar.

Þessi stefna er öfug við dæmigerðan Kanes-isma, þ.e. reka ríkið með afgangi þegar vel gengur, en halla í kreppum.

 

Niðurstaða

Ég get nefnt einn veikleika til viðbótar á þeirri stefnu sem lýst er að ofan. Nefnilega þann, að Þýskaland græðir meðan fé vill streyma frá S-Evr. til Þýskalands, því þá undirbýður það fé vexti innan Þýskalands. Það kaldhæðnislega er - - að ofangreind stefna, mundi viðhalda þeim vaxtahagnaði Þýskalands. En meðan að ríkjandi stefna í flestum öðrum aðildarlöndum evrusvæðis, er niðurskurður og verðhjöðnun. Þá heldur fé áfram að streyma til Þýskalands. Og þrýsta niður vöxtum þar - sem m.a. að stórum hluta skýrir það af hverju ríkissjóður Þýskalands stefnir í rekrarafgang þetta kjörtímabil. En sá gæti horfið aftur, ef þessi vaxtagróði hverfur.

Það gæti því komið fram sú ásökun t.d. í S-Evrópu, að Þýskaland sé einfaldlega að beita valdi sínu, til þess að þröngva fram þeirri stefnu, sem Þýskaland græðir á en hin löndin að sama skapi tapa á.

Bendi á skemmtilega grein eftir Ambrose Evans-Pritchard - en hann fjallar um áhugaverða bók sem er skrifuð af engum öðrum en formanni "International Institute for Strategic Studies (IISS)."

Frexit fever reaches heart of French establishment

Sá ágæti maður virðist hafa söðlað um, og vill nú leggja evruna niður til þess að bjarga Evrópusambandinu, en hann telur að annars muni evran ganga af því dauðu. En hann áður studdi evruna.

 

Kv.


Evrópusambandið að leika sér að eldinum?

Það hafa borist fréttir yfir helgina af áhugaverðu bréfi sem Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrópu - eins og hann er gjarnan titlaður, sendi sl. júlí til samkeppnisstjóra Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Joaquin Almunia.

Fyrst núna er þetta að berast út - ítalskt blað var fyrst með fréttina.

Draghi asked EU to keep state aid rules for banks flexible

Brussels stands ground against Mario Draghi over bailout curbs

 

Verður bankakrísa í ESB á næsta ári?

  1. Fyrsta vandamálið eru eru nýjar reglur sem banna að stjórnvöld hjálpi við endurfjármögnun banka, nema að fyrst hafi verið gengið að - eigendum ótryggðra skulda viðkomandi bankastofnunar. Þær taka formlega gildi 30. júlí nk.
  2. Annað vandamálið er að á næstunni stendur til af hálfu Seðlabanka Evrópu að standa fyrir ströngum "stress" prófum, þ.s. geta bankanna til að standast - áföll. Verður prófuð.
  3. Í þriðja lagi hafa kröfur um eigið fé verið hertar, og skal það að lágmarki vera 8%. Áður var krafan um 5% að lágmarki.
  • Búist er við því að "stress" prófin leiði í ljós - holur í bókhaldi einhvers fjölda bankastofnana innan ESB. En þessi próf kvá vera töluvert strangari en fyrri sambærileg próf áður framkvæmd. En Seðlabanki Evrópu er að notfæra sér það, að vera taka yfir eftirlit með bönkum innan Evrópu. Að framkvæma samræmd "stress" próf. Án þess að þau séu útvötnuð af innanlands pólitík hinna ýmsu landa, eins og fyrri stress próf eru sökuð um að hafa verið.
  • Þess vegna er reiknað með því skv. frétt af Seðlabanka Evrópu, að bókhaldsholur muni koma fram í dagsljósið.
  • Þannig að einhver óþekktur fj. bankastofnana muni þurfa að afla sér nýs fjármagns, til að uppfylla skilyrði.
  • Hingað til hefur Seðlabanki Evrópu veitt bankastofnunum a.m.k. 6 mánaða frest, til að uppfylla skilyrði um eigið fé og/eða óbundið lausafé.
  • Því er það ekki ólíklegt, að ofangreind regla - muni vera búin að taka gildi.

Í þessu samhengi þarf að skilja aðvaranir Draghi:

----------------------------------------

"Banks that are still viable but need state aid to boost their capital base should be allowed to receive help without inflicting losses on their junior bondholders, European Central Bank President Mario Draghi told the European Commission."

"Draghi said imposing losses on junior creditors in the context of such "precautionary recapitalisations" could hurt subordinated bank bonds..."

"He said “improperly strict” interpretation “may well destroy the very confidence in the euro area banks that we all intend to restore”."

""By structurally impairing the subordinated debt market, it could lead to a flight of investors out of the European banking market, which would further hamper banks' funding going forward," Draghi said in the letter seen by Reuters."

---------------------------------------- 

Hann virðist með öðrum orðum, óttast að nýju reglunum verði fylgt stíft fram - - þannig að bankar sem annaðhvort uppfylla reglur um eigið fé eða eru mjög nærri því að uppfylla reglur um eigið fé, en vantar töluvert upp á að uppfylla skilyrði um lausafé.

Þurfa því að afla sér viðbótar fjármagns, geti lent í vandræðum með þá fjármögnun - - eftir að nýju reglurnar hafa tekið gildi.

Það sem mig grunar, er að Draghi hafi áhyggjur af hugsanlegri myndun - - > Óttabylgju.

  1. Þ.e. nýju reglurnar hugsanlega fæli fjárfesta frá því að leggja bönkunum til nýtt fé - - vegna þess að þeir óttist að tapa því frekar, eftir gildistöku nýju reglanna. 
  2. Sem leiði til vandræða þeirra banka við nauðsynlega endurfjármögnun.

Ef slíkar tafir virðast ætla að eiga sér stað hjá einhverjum fj. banka, gæti slík óttabylgja myndast - - og hratt fjarað undan þeim bönkum. Sbr. "self fulfilling prophecy."

  • Þá gæti hratt vaxandi ótti um hrun þeirra, skapað að auki óróa meðal innistæðueigenda - - en hvað gerðist á Kýpur er að sjálfsögðu ekki gleymt.

Það er að auki mun líklegra en ekki, að bankar í S-Evrópu lendi í slíkum vanda en í N-Evrópu.

Ekki síst er rétt að muna:

  1. Að ef fj. banka er að selja eignir á sama tíma, geti það haft neikvæð áhrif á verðmyndun á dæmigerðum eignum þeirra.
  2. Svo má ekki gleyma áhrifum á lánveitingar - - en ein leiðin til að afla sér fjár, er að skrúfa fyrir lánveitingar og síðan "innkalla lán."
Þarna geta því mögulega orðið heilmikil neikvæð efnahagsáhrif. Þau séu líklegust til að skella á þegar viðkvæmum hagkerfum S-Evrópu.

----------------------------------------  

"Mr Almunia has so far stood his ground. Even at banks reaching their regulatory minimum, “subordinated debt must be converted into equity before state aid is granted”, the commission said in informal guidance issued last week. "

"“A stress test revealing a capital shortfall is as such not relevant for state aid control,” - “State aid control would only become relevant when the private means to raise capital had been exhausted and a bank would need to resort to public resources to fill the gap. In these cases, the bank’s soundness becomes doubtful.”"

"In a nod to Mr Draghi’s concerns, the commission highlighted that under its rules exceptions can be made “when the implementation of writing down or conversion of subordinated creditors would lead to disproportionate results or would endanger financial stability”. "

---------------------------------------- 

Það má velta því fyrir sér - - hvort að "case by case" undanþágur, geti dugað til að forða þeirri hættu, sem Draghi telur sig sjá?

En mig grunar að Framkvæmdastjórnin gæti hugsanlega reynst ekki vera nægilega snör í snúningum, en óttabylgja getur hlaðist upp - - hratt.

Menn gætu því misst stjórn á rás atburða. Ef viðbrögð eiga að vera "case by case" en ekki almenn, eins og Draghi óskar eftir.

 

Niðurstaða

Það stefnir í að Evrópusambandið standi fyrir áhugaverðri tilraun á nk. ári. En nýjar reglur sem kveða á um það, að stjórnvöldum sé óheimilt að endurfjármagna banka fyrr en fyrst hefur verið gengið að eigendum ótryggðra skulda viðkomandi banka. Þær taka gildi nk. sumar. 

Á næstunni mun "ECB" standa fyrir ströngum stress prófum, og reiknað með því að margir bankar muni þurfa að - - afla sér aukins fjármagns. 

Mario Draghi virðist telja að þetta samhengi geti framkallað umtalsverðar hræringar innan fjármálakerfis Evrópu - óttabylgja ekki útilokuð.

Er Framkvæmdastjórn ESB að leika sér að eldinum?

 

Kv.


Er Írland virkilega úr hættu?

Ef maður skoðar álit markaða, má ætla að svo sé. En vaxtakrafa fyrir 10. ára ríkisbréf Írlands, er komin niður fyrir 5%. Líklega er það ívið hagstæðara en Ísland getur fengið.

Það hefur nú mælst hagvöxtur á Írlandi síðan 2012, ekki mikill þó. En þ.e. þó betra en samdrátturinn sem enn er í S-Evrópu.

Erlend fjárfesting hefur aukist verið að skila sér nokkuð til baka á þessu ári, vísbending um aukna tiltrú alþjóðafyrirtækja á stöðu landsins.

Launakostnaður per vinnustund hefur lækkað nokkuð á Írlandi. Írland sjaldgæft dæmi um það, að tekist hafi virkilega að lækka laun að einhverju ráði.

Afgangur hefur verið samfellt af utanríkisviðskiptum síðan 2010. Sem er hagstæðari staða en í S-Evr. en þ.e. ekki fyrr en á þessu ári, sem t.d. Spáni tókst að hefja viðskiptajöfnuð upp í jafnvægi jafnvel smávægilegan afgang.

Sjá umfjöllun The Economist:

The eighth austerity budget

Fitter yet fragile

 

En það eru fleiri hliðar á stöðu Írlands!

Eins og sést á myndinni fyrir ofan, er Írland enn með mjög umtalsverðan hallarekstur á ríkinu, og það þrátt fyrir að írska ríkið hafi samtals skorið niður 28ma.€ af ríkisútgjöldum eða 17% af þjóðarframleiðslu. Sem er ekkert smáræði!

Það þíðir auðvitað að skuldir Írlands sem í dag mælast yfir 120% - miðað við landsframleiðslu mælikvarða.

Að auki skuldar almenningur rúmlega 200% af landsframleiðslu "GDP" í húsnæðislánum - - og um 17% þeirra lána eru í vandræðum. Skuldavandi heimila á Írlandi er enn í aukningu - vegna þess að tekjur almennings eru enn í hnignun.

  • Síðan er landsframleiðsla töluvert villandi mæling fyrir Írland, en það stafar af því hve hátt hlutfall atvinnulífs á Írlandi er rekið af stórum alþjóða fyrirtækjum.
  • En sá mælikvarði dregur ekki frá "hagnað" þeirra fyrirtækja sem sendur er úr landi, og er því í reynd ekki hluti af skattastofni þeim sem ríkið notar til að standa undir sínum skuldum.

Margir telja því að annar mælikvarði sé raunhæfari mælikvarði fyrir Írland, þ.e. þjóðarframleiðsla "GNP."

En þá er hagnaður erlendra fyrirtækja, ekki talinn með.

Gapið milli landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu hefur farið stækkandi.

  1. "Irish GNP is lower than GDP because of the big profits made by foreign firms."
  2. "The gap between the two has been widening, from 14% in 2007 to 20% in 2011."

Það er ekkert smáræðismunur - - og það þíðir að mæling á skuldastöðu landsins eftir því hvor mælikvarðinn er notaður. Skilar töluvert ólíkri niðurstöðu.

  • Takið eftir að í staðinn fyrir að Írland skuldi rúmlega 120% mælist skuldahlutfallið í staðinn tæplega 160%. 

Þetta finnst reyndar sumum hagfræðingum ganga of langt, og vilja þess í stað blanda mælikvörðunum saman.

  1. "The Irish Fiscal Advisory Council, a watchdog, has suggested a hybrid measure in which 40% of the excess of GDP over GNP is added to GNP."
  2. "This offers a better gauge of fiscal sustainability for the Irish economy, says John McHale, who chairs the council."
  3. "On this basis, the debt burden, which is expected to peak in 2013 at around 120% of GDP, would really be close to 140% (see chart)."

Hafandi þetta í huga, og einnig það að enn er ríkishalli Írlands ca. 7,7% - sem þíðir að skuldirnar eru enn í vexti. Og miðað við það hve hægur vöxtur landsins er og líklega áfram næstu árin.

Hef ég efasemdir um sjálfbærni skulda Írlands.

Figure 1 Seasonally Adjusted growth rates(% change on previous quarter)

Einst og sést á myndinni að ofan tekin af vef Central Statistics Office. Þá eru bersýnilega umtalsverðar sveiflur á þjóðarframleiðslunni, mun meiri en á landsframleiðslumælikvarðanum.

 

Niðurstaða

Það er alltaf góð spurning hvernig á að skilgreina - árangur. Írland er auðvitað í miklu betri stöðu en aðildarþjóðir evrusvæðis í S-Evrópu. Samt verð ég að segja. Að ég hef efasemdir um sjálfbærni skulda Írlands. Í ljósi þess að mjög líklega vanmetur landsframleiðslumælikvarðinn sem almennt er notaður í ESB skuldastöðu Írlands. Nær sé að tala um 140% eða 160%. Og enn vaxandi.

Enn er staða heimila gríðarlega þung og versnandi. Vegna ótrúlegrar skuldastöðu írskra heimila. En þau skulda bersýnilega umtalsvert meir en ísl. heimili miðað við þjóðarframleiðslu. Man ekki nákvæmlega töluna fyrir Ísland. En ef ég man rétt, er sambærilegt hlutfall fyrir Ísland rétt neðan við 90%.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband