Stefnir í Trump verði að sætta sig við transfólk innan hersins

Í júlí á þessu ári sendi Donald Trump frá sér tilskipun þar sem svokölluðu - transfólki, var bannað að starfa innan hersins. En bann tilskipunin gekk það langt, að ekki átti að vera nóg að banna transfólki að vera hermenn - þeir áttu ekki fá að gegna nokkru starfi á vegum hersins.

Sjá umfjöllun mína: Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.

Tilvitnun - Donald Trump: "After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military," - "Our military must be focused on decisive and overwhelming victory and cannot be burdened with the tremendous medical costs and disruption that transgender in the military would entail,"

Þetta er auðvitað alger þvættingur -- tilskipunin mætti tafarlaust víðtækri andstöðu innan hersins - og það voru hermenn sem komu fram til að óska eftir lögbanni.

U.S. military must accept transgender recruits by Jan. 1, judge rules

Justice Department reviewing options after ruling on transgender recruits: White House

http://img.thedailybeast.com/image/upload/v1491941164/articles/2017/02/22/bully-trump-s-new-target-transgender-students/170222-Trump-Guidance-on-trans-rights-tease_arrzac.jpg

Innan bandaríska heraflans hefur lítill fjöldi hermanna síðan Obama heimilaði formlega transfólk í hernum 2016 - starfað fyrir opnum tjöldum!

Mótbáran að það sé sérstaklega erfitt - kostnaðarsamt, að hafa slíka hermenn.
Að það skapi vandamál tengd móral innan hersins.
Eru sömu mótbárur og heyrðust á sínum tíma, þegar rætt var að heimila konum að vera hermenn.
--Þetta er mjög einfalt, þ.e. ekki stærra vandamál.
--Meint vandamál í tengslum við móral reyndust ekki vera fyrir hendi.
--Og kostnaður að sjálfsögðu langt í frá vandamál, enda bæði kyn þá lengi búin að starfa innan hersins.

Að sjálfsögðu að nokkur fjöldi hermanna koma fram 2016 - sýni að nokkur fjöldi transfólks hefur starfað árum saman innan hersins, án vandamála sem nokkur hafi veitt athygli.

  1. Eins og kemur fram í frétt, gaf Obama út 2016 tilskipun um formlega innskráninu nýrra yfirlýstra transhermanna -- James Mattis hafði frestað dagsetningunni til jan. 2018.
  2. Skv. úrskurði Colleen Kollar-Kotelly alríkisdómara í Washington, skal herinn standa við jan. 2018, m.ö.o. fylgja fyrirframgerðri áætlun um að veita móttöku transfólki sem yfirlýstir trans einstaklingar hefðu áhuga á herþjónustu.

Colleen hafnaði því að bann tilskipun Trumps fengi að standa meðan verið væri að fjalla um hana á æðra stigi innan bandaríska dómskerfisins.

Annars vegar skv. þeim rökum að herinn hefði haft nægan tíma til undirbúnings.
Og hins vegar að líklegt væri að bann við transfólki teldist mismunun skv. bandarískum lögum og stjórnarskrá - því væntanlega brot á hvoru tveggja.

Skv. Sarah Sanders er ríkisstjórn Trumps alls ekki á þeim buxunum að gefast upp í baráttu sinni fyrir því að - fá bann við transfólki innan hersins í hrint í framkvæmd:

"The Department of Justice is currently reviewing the legal options to ensure the president’s directive is implemented,"

 

Niðurstaða

Það er mjög greinileg staðfesting þess hversu fullkomlega forpokaður Donald Trump er, auk þess að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna virðist í engu skárri hvað það varðar; þessi barátta ríkisstjórnar Trumps fyrir því - að fá svokallað transfólk bannað við öll störf hverskonar innan bandaríska heraflans, ekki einungis sem hermenn.

Afstaðan er að sjálfsögðu fullkomlega úrelt.
Og í engu samræmi við þekktar staðreyndir.
En greinilega i samræmi við þekkta fordóma!

  • Á 21. öld er algerlega það algerlega úrelt hugsun, að banna einstaklinga á grunni þess hvað þeir eru.
    --Slíkt að sjálfsögðu flokkast undir mismunun, augljóst brot á prinsippinu, allir séu jafnir fyrir lögum.

 

Kv.


Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands ætlar að snúa við þeirri þróun að Nýsjálendingum er búa í tjöldum fjölgar sífellt

Áður nefndi ég baráttu Vancouver borgar við vaxandi húsnæðisvanda í Vancouver: Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?.

Skv. frétt Financial Times, virðist afskekktasta milljónaþjóð í heimi, Nýja-Sjáland eins og Ísland, búa við hratt vaxandi húsnæðisfátækt: New Zealand looks to ban foreigners from buying houses.

Nýja-Sjáland er sennilega það land með yfir milljón íbúa sem er í mestri fjarlægð frá öðrum milljónaþjóðum!

http://www.lib.utexas.edu/maps/australia/new_zealand_physio-2006.jpg

Skv. OECD er um 0,9% Nýjasjálendinga á húsnæðishrakhólum!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/nzwqbyy.png

Eða m.ö.o. um 40.000 Nýjasjálendingar án húsnæðis.

  • Þetta kvá skv. OECD vera hæsta hlutfall húsnæðisleysis í þróuðum iðnríkjum.

Höfum í huga að Ísland er í OECD - þannig að fullyrðing OECD gerir örugglega ráð fyrir Íslandi, þó að ofangreind mynd sýni ekki Ísland.

"The price of land and building has been increasing exorbitantly while the level of building of affordable homes has dropped off enormously."

“The market for housing in New Zealand is completely broken,”

"The big change in homelessness is the number of working families struggling to find homes and pay rent,”

  1. Þetta virðast vera vandamál sem komi Íslendingum kunnuglega fyrir sjónir - þ.e. húsnæðisverð og leiga hafa samtímis rokið upp.
  2. Verkafólk á lægstu launum á í hratt vaxandi vanda því sífellt aukið hlutfall fólks í lægri launaþrepum - hafi ekki efni á eigið húsnæði, né því að greiða leigu.

Þegar sami vandi birtist í Vancouver - London - Reykjavík og Auckland.
Er greinilega í gangi - hnattrænn vandi.

  1. Skv. fjölda hagfræðinga - að sögn FT - tengist þetta útbreiðslu lágvaxtaumhverfis á Vesturlöndum.
  2. En að sögn þeirra ónefndu hagfræðinga sem FT sé í tengslum við, leiði lágvaxtaumhverfi til hækkunar eignaverðs - þ.e. landverðs sem og húsnæðisverða, þar með einnig að auki leiguverðs.
    Vegna þess að fjársterkir aðilar í leit að -rentum- leita í eignir í vaxandi mæli.

--Í samræmi við slíka greiningu, hyggst ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands, banna útlendingum kaup á fasteignum og landareignum í Nýja-Sjálandi.

--Auk þess, ætlar ríkisstjórnin að - skattleggja "húsnæðispekúlanta" á þann veg, að leggja sérstakan skatt á -- ef húsnæði er selt innan 5-ára.

"Like many countries in the aftermath of the 2008 financial crisis, the former New Zealand government sold off state housing and has failed to build enough affordable homes. The number of social houses owned by Housing New Zealand peaked at 68,148 in 2011, compared with 61,323 in 2017."

--Það minnir einnig á vandann hér - að það skorti félagslegt húsnæði.

  1. "As well as banning foreigners from buying existing homes,"
  2. "the coalition plans to build 100,000 affordable homes,"
  3. "stop sell-offs of state housing,"
  4. "and provide more funding for homeless initiatives."
  5. "It also wants to tax housing speculators, who will be defined as anyone who sells a house within five years of buying it."

Þetta eru töluvert aðrar aðgerðir sem rætt er um í Vancouver.
Hinn bóginn þá er Vancouver borg - ekki ríkisstjórn lands.

  • Það sem samt sem áður áhugavert að horfa á aðgerðir Vancouver borgar, og Nýja-Sjálands í samhengi.
  • Augljóslega getur Ísland ekki bannað - - landkaup og húsnæðiskaup útlendinga.

Reykjavíkurborg getur sannarlega aukið framboð af lóðum.
Ríkið og borg getur lagt meira fé til þess að berjast við húsnæðisfátækt.
Hvort sem ríkið og borgin, geta staðið fyrir byggingu ódýrs húsnæðis.

--Svo hugsa sé að aðgerðir Vancouver borgar séu virkilega verðar athygli.

 

Niðurstaða

Það sem sést á umfjöllunum mínum um hugmyndir Vancouver borgar að lausn húsnæðisvanda.
Og um vanda Nýsjálendinga þegar kemur að lausn húsnæðisvanda.
--Að Ísland og Íslendingar standa langt í frá einig í þeirri glímu.

Hinn bóginn þá verða lausnirnar væntanlega að spretta fram innan hvers lands.
Það er þá áhugavert að sjá hvaða leiðir önnur lönd ætla að fara.
--Þarna eru a.m.k. 2-nokkuð ólík dæmi um leiðir til lausnar sama vanda.

Mér virðist sannarlega unnt að skoða leið Vancouver borgar, og baráttu Nýsjálendinga.
Og beita því í leit að nothæfum lausnum hér á Íslandi.

 

Kv.


Bretland og ESB virðist hafa náð mikilvægu áfangasamkomulagi um BREXIT - eftir að lausn á deilu um landamæri N-Írland náðist

Í mörgum mikilvægum atriðum virðist Theresa May hafa gefið töluvert eftir gagnvart ESB, þó Bretland hafi þó náð fram þrem mikilvægum atriðum.

Brexit divorce deal: the essentials

  1. Það fyrra, er sjálfsögðu það að áfangasamkomulagið tryggir að BREXIT ferlið heldur áfram á næsta stig.
  2. Annað atriðið, er að Brussel féllst á kröfu Bretlands - að breskir dómstólar, í stað svokallaðs Evrópudómstóls, úrskurði innan Bretlands þegar deilur rísa um túlkun á samkomulagi sem náðist um gagnkvæm réttindi þegna Bretlands í ESB löndum og þegna ESB landa í Bretlandi.
  3. Þriðja atriðið er að Bretland náði fram formlegri tryggingu frá Brussel um það að engar nýjar fjárhagslegar kröfur á Bretland verði lagðar fram - til viðbótar þeim sem Bretland hefur nú samþykkt.

Hinn bóginn, koma á móti nokkrar mikilvægar eftirgjafir ríkisstjórnar Bretlands.

  1. Sú mikilvægasta er án vafa sú að Bretland hefur samþykkt að greiða inn í sjóði ESB sem væri Bretland fullur meðlimur ESB - út fjárlagaárið 2019-2020.
  2. Til viðbótar samþykkti Bretland að taka þátt í öllum kostnaði sem aðildarríkin samþykkja sameiginlega að leggja á öll aðildarríki, út fjárlagaárið 2019-2020.
    --Sem þíðir fjárhagslegir baggar geta bæst við sem Bretland hefur ekkert um að segja.
  3. Engin lokasumma verður möguleg í langan tíma - þ.s. Bretland hafi samþykkt greiða áfram sinn hluta lífeyrisskuldbindinga starfsm. ESB -- sem væri samþykktur hlutur Bretlands sem aðildarríkis.
    --Áætlun bresku ríkisstjórnarinnar er þó sú að heildarsumman verði á bilinu 40 - 45 milljarðar.€.
  4. Varðandi landamæri N-Írlands við Írland - veitti Theresa May forsætisráðherra Írlands algera tryggingu þess, að það mundu ekki myndast "hörð" landamæri milli N-Írlands og Írlands; hvernig sem að öðru leiti samningar um BREXIT munu fara.
    --Skv. því lét May það eftir, að ef viðræður Bretlands og ESB fara á endanum út um þúfur, og ekkert frekara samkomulag náist m.ö.o. þar á meðal um N-Írland; að þá gildi sú trygging sem May veitti - þ.e. að N-Írland mundi að öllu leiti fylgja lögum ESB.
    --Þó restin af Bretlandi gerði það ekki endilega síðar meir í slíku tilviki.
    --Þannig að N-Írland fúnkeraði áfram sem hluti af hagkerfi írska lýðveldisins. Auk þess að May hafi veitt þá tryggingu að staðið yrði áfram við öll atriði friðarsamkomulags sem gildi í N-Írlandi.
  5. Skv. samkomulagi um gagnkvæm réttindi þegna - fá borgarar ESB landa áfram full atvinnu-réttindi í Bretlandi, og á móti breskir þegnar í ESB.
    --En tryggt sé þó að réttindi ESB þegna í Bretlandi til að fá til sín ættingja sem ekki séu þegnar ESB aðildarlands séu ekki meiri en breskra þegna í ESB löndum um það sama.
    --Bresk lögregla má láta þegna ESB landa í Bretlandi sæta reglulegu eftirliti varðandi tengsl við glæpi.
    --Og eins og ég sagði áðan, breskir dómstólar úrskurða hvort samkomulagi sé rétt beitt innan Bretlands.
  6. Bretland gaf það eftir, að túlkun breskra dómstóla á reglum um réttindi þegna aðildarlanda ESB í Bretlandi -- verði að taka mið af dómsniðurstöðum svokallaðs Evrópudómstóls.
  7. Að lokum, neitaði ESB að tryggja að breskir þegnar haldi óhjákvæmilega öllum sínum réttindum í 27 aðildarríkjunum --> Hinn bóginn, getur það hugsast að Bretland nái því atriði fram síðar.

Það verður áhugavert að fylgjast með umræðunni í Bretlandi um þetta samkomulag. En það getur vel hugsast að einhver óánægja meðal BREXITERA rýsi - vegna þess hve mikið hafi verið gefið eftir.

 

Niðurstaða

Það að May náði mikilvægu samkomulagi við Írland, og tókst að pressa flokk Sambandssinna til að sætta sig við það - hafi verið ákveðinn sigur fyrir May, eftir þá gagnrýni sem hún fékk fyrir klúður einungis nokkrum dögum fyrr: Theresa May’s team worked through night to secure border deal.

Ef maður leitast við að sjá jákvætt úr þessu, þá má vera Bretland nái fram einhverjum góðvilja við samningaborðið í framhaldinu; eftir að hafa formlega samþykkt þá bitru pyllu að borga að fullu inn í sjóði ESB úr fjárlagaár 2019-2020.

Hvort að svo verður á auðvitað eftir að koma í ljós.
--Það að Bretland virðist ætla að halda í opinn vinnumarkað við ESB lönd, getur verið stærsta fréttin í þessu eftir allt saman!

  • Það á eftir að koma í ljós - hvaða önnur atriði svokallaðs 4-frelsis Bretland á endanum sættist á.
  • En það heyrast raddir sem æskja þess að Bretland verði áfram í innra markaðnum, fylgi reglum ESB um innra markaðinn í hvívetna --> Eftir BREXIT.

 

Kv.


Verðbólga 1.369% í Venezúela - kínverskt risafyrirtæki krefst fyrir dómi greiðslu inn á skuld

Ég virkilega held að stjórnin í Caracas sé komin á lokasprettinn. En eftir yfirlýsingu um gjaldþrot liggur fyrir - ca. mánuður liðinn. Þá hefur maður verið að bíða eftir því að einhver mikilvægur kröfuhafi mundi láta til skarar skríða.
--Kínverskt risafyrirtæki hefur höfðað mál fyrir rétti í Houston Texas.

Chinese firm sues Venezuela as crisis tests ally's patience

Lawsuit shows China losing patience with Venezuela

Venezuela inflation reaches quadruple digits, hitting 1,369 percent

 

Aðgerðin sem ég er að bíða eftir, er þegar einhver stór kröfuhafi krefst lögtaks í einu eign þeirri sem skiptir nú orðið nokkru máli í Venezúela!

Kínverska fyrirtækið Sinopec seldi 13þ. tonn af stálbitum til PDVSA ríkisolíufélags Venezúela. Salan fór fram 2013 og Sinopec krefst 23$ milljóna í skaðabætur frá PDVSA fyrir - vanskil á greiðslum.

Þetta mál er miklu stærra en þessar upphæðir gefa til kynna - en skv. frétt Financial Times skrifaði Sinopec undir 14 milljarða.$ samning árið 2014 - sem átti að fela í sér meiriháttar kínverska fjárfestingu í olíuiðnaði Venezúela m.ö.o.

Þetta er lítil summa í samanburði við 62 milljarða.$ sem Kína lánaði til Venezúela, og eru litlar líkur á að Venezúela muni yfir höfuð endurgreiða.

  • Það sé sem sagt óhætt að kalla málið sem Sinopec hefur höfðað út af tiltölulega lítilli summu --> Einhvers konar, loka-aðvörun frá Kína.

En þ.e. hægðarleikur að krassa því sem eftir er af ríkinu í Venezúela - með því að krefjast lögtaks á olíuförmum frá PDVSA, og öðrum eignum PDVSA sem finnanlegar eru utan Venezúela.

Ég á nákvæmlega von á því að akkúrat slík atburðarás hefjist innan tíðar.
Einungis spurning um hvenær ekki hvort.

--Það gæti verið Kína sem ákveður með slíkum hætti, að formlega afskrifa stjórnina í Caracas.
--Þ.e. ekki langt síðan Kína - afskrifaði Robert Mugabe.

Landið yrði þá að alþjóðlegu hamfarasvæði - hjálparstofnanir yrðu að koma á svæðið, líklega einnig friðargæsluliðar SÞ.
--Fyrirmynd, Haiti fyrir ekki mjög löngu síðan, en á mun stærri skala.
--Líklega yrði friðargæsluliðið stærstum hluta skipað, herliði nágrannalanda.

Ég er að tala um, eftir hrunið.
Og ég meina þá, algert hrun.
--Landið falli í óreiðu eða kaos.

 

Niðurstaða

Flest bendi til þess að ótrúlegum upphæðum hafi verið stolið í spillingarhýt af ótrúlegum skala er virðist hafa myndast í ríkisstjórn Venezúela - en mjög lítið virðist hafa verið framkvæmt af nokkru tagi fyrir þá peninga sem landið hefur tekið af láni sl. 10-15 ár.
Ég er m.ö.o. segja að vaxandi líkur virðast á að stærstur hluti þess fjár hafi verið stolið.

Staðan sé líklega sú að í Caracas sé hreint ræningjaræði - eins og kemur fram í frétt að ofan fellur olíuframleiðsla stöðugt, hefur gert í um áratug en minnkunin hefur verið með vaxandi hraða -- að sjálfsögðu vegna skorts á fjármögnun í innviðum.

--Slík ráðsmennska er einungis rökrétt í einu samhengi sem ég kem auga á, að verið sé að stela öllu steini léttara -- þeir sem stjórna hugsi einungis um að maka krókinn persónulega.
--Og þegar hrunið loks komi, hverfi margir þeirra væntanlega til leynireikninga í skattaskjólum.

Á endanum sé landið skilið eftir rúið inn að skinni, þjóðin háð mataraðstoð og neyðarlæknisþjónustu hjálparsamtaka - auk herliðs nágrannalanda með bláum hjálmum SÞ.
--Þetta virðist mér líkleg enda útkoma, fullkomið hrun.

Kína getur verið aðilinn sem ákveður að taka tappann endanlega úr þessu baðkari.

 

Kv.


Ég held tilfærsla sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hafi í raun og veru ekki nokkrar dramatískar afleiðingar

Ég er búinn lengi álíta 2-ja ríkja lausnina dauða, sjá blogg frá 2012: Er friður í Ísrael mögulegur?. Skoðanir mína á því hver sé rökrétt endalausn, hafa ekki breyst síðan.
--M.ö.o. að eina raunhæfa endalausnin, sé lausn er byggi á einu sameiginlegu ríki.

Ég held að allar aðgerðir Ísraela samfellt síðan Ariel Sharon hóf uppbyggingu hins fræga veggjar - í tengslum við svokallað "Second Intifada" þegar Palestínumenn voru að beita sjálfsmorðssprengjuárásum innan Ísraels.
--Stuðli að þessum rökrétta endapunkti.

Ákvörðun Donalds Trumps sé þá einungis - enn ein litla flísin.

Valdi þetta kort því það sýnir landslagið!

Israel Topographic Map large map

Mikilvægt að skilja hvar hæðir og lægðir í landinu liggja svo unnt sé að skilja af hverju enga líkur séu á að Ísraelar gefi upp Vesturbakkann nokkru sinni!

  1. Meginmálið er að Vesturbakkinn er hálendur - fyrir 6-daga stríðið, gátu Palestínumenn mjög auðveldlega skotið af kraftlitlum sprengjuvörpum yfir byggðir Ísraela á láglendinu við ströndina.
  2. Síðan liggur hann að eina ferskvatnsforðabúri landsins sem máli skiptir, þ.e. Jórdanánni sem fræg er aftur á daga Gamla Testamentsins, er rennur frá vatninu sem Jesús er sagður hafa gengið á.
  3. Lægðin sem áin liggur um - er mikilvægt "killzone" þ.e. opið flatlendi þ.s. lítið skjól er að finna, á móti hæðunum á Vesturbakkanum - ef maður ímyndar sér ísraelskan her þar staðsettan, í vörn gegn innrás.

Öryggis Ísraela sjálfra vegna - er grundvallaratriði algert að stjórna hálendinu um mitt landið. Þannig sé einfaldlega barasta það!

Það má líta á "settlement policy" sem vísvitandi stefnu til að tryggja tilvist vaxandi íbúafjölda í hæðunum - er líklegur væri að vera ætíð vinveittur IDF "Israeli Defence Forces."

Það þarf í raun og veru ekki að nefna til fleiri atriði -- það sé nánst ekki hægt að verja landið, án þess að her Ísraels hafi fulla stjórn á hálendinu um miðbik landsins.

Það hálendi, var einnig kjarnasvæði hinna fornu gyðingaríkja Gamla Testamentsins - þ.s. í hálendinu gátu þau betur varist innrásum.

Í grundvallaratriðum hafi varnarhlutverk hálendisins ekki breyst.

 

Um ákvörðun Donalds Trumps!

Fullur Texti formlegrar ákvörðunar Trumps!

Viðbrögð voru öll fyrirsjáanleg - þ.e. Evrópuríki hörmuðu ákvörðuna, sögðu nauðsynlegt að ákvarða framtíð Jerúsalem í friðarsamningum.

Öll Múslimaríki á Mið-austurlanda-svæðinu Súnní sem Shía - fordæmdu ákvörðunina nokkurn veginn einni röddu, þó með mismunandi harkalegu orðalagi.

Og aðalritari SÞ var einnig fremur fyrirsjáanlegur: U.N. chief says no alternative to two state solution in Middle East.

Eins og fyrirséð var fordæmdu hreyfingar Palestínumanna ákvörðunina - Abbas sagði Jerúsalem órjúfanlega framtíðarhöfuðborg Palestínu: Abbas says Jerusalem is eternal Palestinian capital, dismisses U.S. peace role - Hamas urges action against U.S. interests over Trump's 'flagrant aggression' - Senior Palestinian figure Dahlan urges exit from peace talks over Trump's Jerusalem move.

Vandi fyrir Palestínumenn er augljóslega sá, að ekki nokkur skapaður hlutur þrýstir á Ísrael að gefa nokkuð eftir sem skiptir máli.

Í seinni tíð hefur dregið úr svæðisbundinni einangrun Ísraels - eftir því sem fjöldi Arabaríkja hefur í vaxandi mæli einblýnt á átök við Íran.

En vaxandi kaldastríðs-átök hóps mikilvægra olíuauðugra arabaríkja við Íran - hefur skapað þá áhugaverðu stöðu; að Ísrael er ekki lengur - óvinur nr. 1. Heldur lítur í vaxandi mæli út sem hugsanlegur bandamaður - þeirra sömu arabaríkja.

  • Írans - Araba öxullinn er hratt vaxandi mæli að verða megin átakalínan.
  • Meðan - Arabaríki hafa affókusað á Ísraelsríki.

Fátt bendi til samkomulags til að binda endi á þau átök.
Stjórn Donalds Trumps virðist líklegri að kynda undir þeim frekar en hitt.
Með eindreginni afstöðu um stuðning samtímis við Saudi-Arabíu og bandalagsríki Saudi-Arabíu, í átökum þeirra ríkja við Íran -- og eindregnum stuðningi Trumps við Ísrael.

--Meðan hatrið vex milli Araba og Írana.
--Bendi fátt til þess að meiriháttar þrýstingur á mál Palestínumanna og Ísraels rísi upp þaðan á næstunni.

 

Niðurstaða

Framtíðarlausn á deilum íbúa -landsins helga- eins og það svo lengi hét í Evrópu, verður mjög líklega að bíða mörg ár enn. En þær viðræður sem voru í gangi milli Ísraels og Palestínumanna, voru í raun og veru ekki á leið til nokkurs. Það skipti sennilega ekki íkja miklu nk. nokkur ár - þó viðræður leggist af; því fátt bendi til þess að átök þau sem nú skekja Mið-Austurlönd taki enda í bráð.

En meðan megin átakalínan eru Arabar vs. Íran þ.e. Súnní vs. Shia. Íran m.ö.o. óvinur nr. 1.
Þá sé ég ekki nokkurn umtalsverðan þrýsting á lausn langrar deilu Ísraela og Palestínumanna rísa.

Meðan smám saman halda byggðir Ísraela áfram því ferli að umkringja byggðir Palestínumanna á Vesturbakka. Þar með smám saman með vaxandi öryggi að tryggja það að engin raunverulegur möguleiki verði á að aðskilja íbúana er byggja - landið helga, frá hvorum öðrum í aðskildum ríkjum.

--Lausnin rökrétt hljóti að vera - eitt ríki.
--Bendi á gömlu færsluna mína að ofan - en 2012 viðraði ég hugmyndir um, eins ríkis lausn.
Ég hef fáu við þær pælingar að bæta. Í eðli sínu sé sú þróun sem ég ræði þar skýrari en þá.

 

Kv.


Robert Mueller, sérstakur saksóknari Bandaríkjaþings, virðist farinn að rannsaka fjármál Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna

Rétt að nefna það strax að einn af lögfræðingum Trumps, Jay Sekulow - hefur hafnað því sem ósönnu að Deutche bank hafi afhent til Roberts Mueller - persónuleg fjárhagsgögn er tengjast Trump.

Trump lawyer denies Deutsche Bank got subpoena on Trump accounts:"We have confirmed that the news reports that the Special Counsel had subpoenaed financial records relating to the president are false," - "No subpoena has been issued or received. We have confirmed this with the bank and other sources."

Aðspurðir segjast talsmenn Deutche Bank ekki tjá sig um mál einstakra kúnna - en að Deutche Bank svari alltaf opinberum erindum og uppfylli ætíð lögmætar opinberar kröfur.

Mueller Subpoenas Trump Deutsche Bank Records, Source Says:"Deutsche Bank always cooperates with investigating authorities in all countries."

Sem er -- hvorki já - né - nei.

Mueller's Trump-Russia investigation engulfs Deutsche

Robert Mueller sérstakur saksóknari Bandaríkjaþings

http://static.politifact.com.s3.amazonaws.com/politifact/photos/SP_285077_PEND_FBI.jpg

Fréttaveiturnar - Der Handelblatt, Bloomberg, Reuters - segjast hafa tengla meðal starfsmanna Deutche sem staðfesti að bankinn hafi fengið - kröfu um upplýsingar "subpoena"

Á móti höfum við neitun eins lögfræðings Trumps - og að Deutche neitar að tjá sig um mál tiltekinna kúnna/skjólstæðinga -- en segist sinna öllum löglegum opinberum erindum.

Deutche m.ö.o. hvorki neitar né játar.

Sem sjálfsagt er eðlileg opinber afstaða risabanka vs. hagsmuni mikilvægs kúnna.

  • Persónulega trúi ég því ekki að þessir 3-fjölmiðlar mundu senda þessar fréttir frá sér, ef þær væru algerlega tilhæfulausar.

Það þíði ekki að þó svo að Robert Mueller sé farinn að rannsaka fjárhagsmál Trumps, að það þíði óhjákvæmilega að þar sé eitthvað að finna.

En höfum í huga, að þetta gerist í kjölfar þess að -- tveir fyrrum samstarfsmenn Trumps hafa gert samning við Mueller; þ.s. þeir játa á sig - smábrot gegn vægð og að þeir sýni fullt samstarf við Mueller.

Og að þriðji fyrrum samstarfsmaður Trumps hefur verið formlega ákærður af Mueller -- fyrrum stjórnandi framboðs Trumps.

Rás atburða er nú greinilega á auknum hraða hjá Mueller!
Að hann sé að rannsaka Trump í kjölfar játningar Flynns sl. föstudag - er risastórt mál.

 

Niðurstaða

Mueller væri ekki að rannsaka fjármál Trumps, nema að hann teldi sig hafa ástæðu að ætla að eitthvað sé þar að finna. Höfum í huga - plea bargain - Flynns er í skamma hríð var þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, og var mjög ákafur stuðningsmaður Trumps í kosningabaráttunni.
En þ.e. greinilegt að Flynn samþykkti að játa á sig tiltölulega smávægilegt brot - gegn vægð, er ljóst virðist að Mueller getur ákært Flynn fyrir verulega verra brot.

Að Mueller hafi sent kröfu til Deutche Bank um fjármálaupplýsingar tengdar viðskiptaveldi Trumps og aðila er tengjast fjölskyldu Trumps - þetta kemur í ljós skömmu eftir að "plea bargain" Flynns hefur formlega opinberast.

Getur einmitt bent til þess að Flynn sé farinn að aðstoða við rannsókn Muellers. En þ.s. hann var mjög virkur í framboði Trumps og þar í innsta kjarna. Er talið hann hafi hluti að segja. Mueller hefði vart samþykkt "plea bargain" nema þegar ljóst væri að Flynn gæti veitt Mueller hugsanlegt tangarhald á sér til muna - mikilvægari manni.

--Eins og ég hef oft sagt, algerlega óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
--Ég hef einnig sagt, að alls óvíst sé að hann endist út sitt annað ár í embætti.

 

Kv.


Saudi-arabísku plotti kollvarpað í Yemen af bandamönnum Írans

Fyrir 1990 var Yemen skipt upp í Suður-Yemen eða Alþýðulýðveldið Yemen annars vegar og hins vegar í Arabalýðveldið Yemen eða Norður Yemen -- sjá kort:

Norður Yemen vs. Suður Yemen - skipting landsins til 1990

https://www.acaps.org/sites/acaps/files/datacards/maps/yemen.gif

Dramatísk atburðarás hófst fyrir sl. helgi, þegar bardagar hófust milli fylkinga sem hafa barist í 3-ár gegn bandalagi Saudi-Araba við önnur Persaflóa Araba furstadæmi; þ.e. hersveitir hollar Ali Abdullah Saleh fyrrum forseta sameinaðs Yemen, í 30 ár "de facto" einræðisherra landsins og hersveitir hollar fylkingu svokallaðra Hútha sem hafa risið frá fjölmennum minnihlutahóp Shíta í því sem áður var -- Norður Yemen, eða Arabalýðveldið Yemen.

Þessi atburðarás náði hápunkti með yfirlýsingu, Ali Abdullah Saleh sl. sunnudag, sem ekki varð skilin með öðrum hætti - en að hann ætlaði að söðla um; segja skilið við bandalag sitt við Hútha.

  • Atburðarásinni lyktaði síðan á mánudag - með dauða, Ali Abdullah Saleh.

Fregnir benda til þess, að hersveitir Saleh hafi verið ofurliði bornar af hersveitum Hútha í höfuðborg landsins -- Sana. Virðast hersveitir Hútha hafa tekist að ná svæðum í Sana áður stjórnað af hersveitum er hollar voru, Ali Abdullah Saleh.

Skv. fréttaveitum Hútha - var bílalest Saleh stöðvuð í fyrirsát rétt fyrir utan Sana, ráðist síðan að henni - Saleh að lokum drepinn.

Það bendi til þess, að Saleh hafi gert tilraun til flótta! Líklega til fæðingabæjar hans, þ.s. hann kvá hafa átt virki undir stjórn eigin hersveita.

Vígstaðan við upphaf ársins, þ.s. stríðið er í pattstöðu líklega lítt breitt

Yemen map: There are rumours that Oman has already shut down its border posts with Yemen, which may indicate a new development

Bendi fólki á að skoða kortin -- en ég hef veitt því athygli sl. 3. ár síðan Saudar og bandamenn þeirra hófu þátttöku í átökum -- að þ.e. eins og að gamla skiptingin sé að rísa upp að nýju.

  1. En bandalag Saleh og Hútha hefur ráðið þéttbýlasta hluta landsins fram að þessu, og hersveitum studdum af Saudum og bandamönnum Sauda - lítt gengið í um 3 ár að breyta stöðunni úr ca. þeirri sem sést á kortinu að ofan.
  2. Eftir lát Saleh - er komin upp óvissa!

En spurningin sé væntanlega hvað þeir hópar sem voru í kringum Saleh, ákveða að gera.
En hann hafði stuðning nokkurra Araba-hópa sbr. "tribes."

Former Yemen president shot dead during heavy fighting in Sana’a

Ex-president Saleh dead after switching sides in Yemen's civil war

Ali Abdullah Saleh, varð forseti Arabalýðveldisins Yemen eða Norður Yemens 1978. Meðan Suður Yemen fylgdi Sovétríkjunum að máli - fylgdi Norður Yemen Vesturlöndum að máli. Samskipti Yemen ríkjanna tveggja voru vægt sagt stirð - borgarastríð í S-Yemen 1986 líklega veikti það ríki verulega. 1990 eftir eiginleg lok Kalda-stríðsins komust ríkisstjórnir landanna tveggja að samkomulagi um sameiningu. Aftur á móti risu upp deilur í tengslum við sameininguna, og stutt borgarastríð 1994 lyktaði með sigri ríkisstjórnarinnar í Sana - m.ö.o. Saleh.

Ali Abdullah Saleh, ríkti yfir sameinuðu Yemen til 2012, er hann var hrakinn frá í kjölfar margra mánaða innanlands ólgu og mótmæla gegn stjórn hans.

Þær ríkisstjórnir sem sátu í Sana eftir það - má kalla handbendi Saudi Arabíu. Saleh hafði fengið að halda öllum sínum eignum, var áfram áhrifamikil persóna í Yemen.

Fyrir þrem árum, tók Ali Abdullah Saleh þátt í uppreisn gegn ríkisstjórn landsins í bandalagi við Shíta sértrúarhóp (Zaidis sect) sem er fjölmennur minnihluti í Yemen -- svokölluð Húthí fylking er hernaðarhreyfing þess trúarhóps.

Framanaf gekk því bandalagi mjög vel í átökum, og höfðu um skeið meira en helmings landsins á sínu valdi - þar á meðal borgina Aden. En í kjölfar ákvörðunar Saudi Araba og bandamanna Saudi Araba um þátttöku í stríðinu.

Þá fljótt urðu Arabahersveitir Saleh og Shíta hersveitir Hútha - að hörfa inn á sín kjarnasvæði; þ.s. þeir hafa sameiginlega haldið velli í 3 ár.

  1. Nú er það spurning, hvort atburðir þeir sem lyktuðu með dauða - Saleh.
  2. Hafi opnað stöðuna að einhverju verulegu leiti?
  • Það virðist a.m.k. ljóst, að Ali Abdullah Saleh hefur reynt sitt hinsta plott, og tapað.

En það blasi við að hann hafi náð samkomulagi við Saudi Arabíu - enginn veit um hvað. En það hljómar sem svo að það hafi verið nægilega gott það tilboð - að hann ákvað að taka þá áhættu; að stynga rítingnum í bakið á þeim sem hann hafði barist við hlið á, í rúm 3 ár.

  • Dauði Saleh - hljóti að vera áfall fyrir þessa saudi-arabísku tilraun, til að umbylta stöðunni í Yemen; eftir 3 ár af pattstöðu.
  1. En það virðist sennilegt, að það bandalag sem Saleh hafði byggt upp utan um sjálfan sig, og haldið honum mikilvægum svo lengi.
  2. Geti verið í hættu á að sigla sinn sjó í kjölfarið.

--Það sé þá samt spurning, hvort að það geti samt verið smá tími þegar Húthar séu þannig séð - úr jafnvægi, sem hugsanlega Saudar og bandamenn, geta nýtt sér til - áhlaups.

--Það væntanlega kemur í ljós á nk. dögum.

 

Niðurstaða

Það kemur í ljós á nk. dögum hvort að Saudar geta að einhverju leiti nýtt sér atburðarásina í Yemen sl. daga sér til tekna. En fljótt á litið virðist sem að bandamenn Írans í Yemen, Húthar, með snöggum og að því er virðist - algerum sigri yfir hersveitum Ali Abdullah Saleh í Sana borg; hafi möguleika til þess að ná aftur fullu jafnvægi á sína vígsstöðu.

En það virðist blasa að Saudi Arabía hafði gert samkomulag við gamla bragðarefinn Saleh í von um að umbylta víggstöðunni í Yemen sem í 3. ár hefur verið pattstaða - þrátt fyrir mikinn kostnað Saudi Araba og bandamanna þeirra, og stöðugar loftárásir.

En nú eftir drápið á Saleh, og fullkominn sigur að því er virðist yfir hersveitum Saleh a.m.k. í Sana borg. Þá virðist a.m.k. að Húthar hafi sýnt fram á að því geti fylgt veruleg áhætta; að gera tilraun til að rísa upp gegn þeim.

Saleh virðist hafa haft utan um sig bandlag margvíslegra "tribal" Araba hópa í norðurhluta Yemen - - þeir hópar væntanlega velta fyrir sér sinni stöðu. Virðast a.m.k. síður líklegir til uppreisnar gegn Húthúm eftir lát Saleh og afhroð hersveita Sale í Sana borg.

Það sé þar með alls óvíst að nokkur veruleg breyting verði á vígsstöðunni í Yemen.

--Það geti verið áhugavert að veita athygli fréttum nk. daga frá Yemen.
--M.ö.o. hvort frekari atburðarás fer af stað, eða að mál snúi til baka til fyrri pattstöðu.

En sumir fréttaskýrendur velta því fyrir sér, hvort hersveitir studdar Saudum og bandamönnum Sauda -- geti tilraun til áhlaups á víglínur; í von um að víggstaða Hútha sé ekki í fullu jafnvægi akkúrat á þessum punkti.

 

Kv.


Trump greinilega bálreiður yfir vitnisburði Michael Flynn á föstudag, en í kjölfarið hefur snjóað Twítum frá Trump

Það fyrsta var eftirfarandi, þann 2. des:

Þetta þótti mörgum benda til þess, Trump væri að viðurkenna hafa vitað að Flynn hefði logið að FBI er hann rak Flynn.

Síðar daginn eftir bætti Trump við eftirfarandi:

Og síðan nokkrum mínútum síðar:

Bendi á að skv. niðurstöðu FBI-sem Comey kynnti 2016 eða fyrir forsetakosningarnar það ár; var það niðurstaða FBI að fjöldi eyddra meila væri í takt við eðlilega notkun - sjá gamla færslu: 30.000 e-mailar Clintons - stormur út af engu!

En hafið í huga að FBI - lét rannsaka alla diskana sem notaðir voru af Clinton. Með hátæknileiðum er unnt að framkalla eydda maila að nýju. Þær ræddu við þá sem sendu Clinton maila og fengu að líta á tölvur þeirra og þjóna. Skv. lýsingu Comey var þetta mjög ítarleg rannsókn.

Þannig að án vafa komst FBI að því, yfir hvaða tímabil mailum var eytt - sem sé af hverju matið sé að - um hafi verið að ræða, eðlilega noktun.

M.ö.o. eyði allir mailum, því annars fyllist allt af lesnum mailum. Ef viðkomandi fær mikinn fjölda meila dag hvern -- sé rökrétt að fjöldi daglegra eyddra meila sé töluverður.

  • 30.000 mailar eru ekki nema: 90 eyddir mailar per dag, ef miðað væri við 1 ár.
    --Og Clinton var lengur en eitt heilt ár, utanríkisráðherra.

M.ö.o. hefur þetta "controversy" um 30.000 eyddu mailana -- alltaf verið pólitísk froða.
Trump sé með pólitíska froðu er hann fullyrði að miklum fjölda maila hafi verið eytt - allt í einu - að um "coverup" sé að ræða.
--Engar vísbendingar um slíkt séu til staðar.

Trump sendi frá sér síðan eftirfarandi á sunnudag:

Næsti kom skömmu síðar:

Og hann bætti síðan um betur:

Sannast sagna kem ég ekki auga á nokkra skynsama ástæðu að efast um niðurstöðu FBI sem Comey kynnti 2016 - en eins og ég benti á að ofan; er fjöldi eyddra meila ekkert ótrúlegur - þegar mið er tekið af líklegum fjölda maila sem streymt hafa um þjóninn.

Megin spurningin sem FBI rannsakaði, var hvort unnt væri að sýna fram á tjón Bandaríkjanna - m.ö.o. það að Clinton rak meilana á þjóni í hennar einka-eign, hafi orsakað leka á leyndargögnum af vefþjóninum.

Svar Comey var einfaldlega að - FBI hefði ekki tekist að færa sönnur á slíkt.
Skv. lögum væri það smávægilegt brot - að hafa vistað mail gögn á einka-vefþjóni.

--En ef leyndargögn hefðu lekið með sannarlegum hætti, hefði það orðið að dómsmáli.

Comey taldi það líklegt að leyndargögn hefðu lekið - en þ.s. FBI þyrfti að sanna sekt, væri það mat Comey og stofnunarinnar að málið væri ekki hæft til dómtöku.

M.ö.o. hafi Clinton sloppið með skrekkinn.
--Ekkert bendi til þess að Clinton hafi persónulega með nokkrum hætti grætt á þessu.

  1. Ástæður þess að Trump talar þarna um "dishonest agent" er frásögn Comey af fundi sem hann átti með Trump í Hvíta-húsinu þ.s. einungis þeir tveir voru viðstaddir og því til frásagnar.
  2. Comey sagði Trump hafa óskað eftir því að Comey hætti að rannsaka Flynn.

Þess vegna vakti það svo mikla athygli -- er það virtist að Trump væri að ofan að viðurkenna að hafa vitað að Flynn hefði logið að FBI --> Er hann átti það samtal í Hvíta-húsinu við Comey.

Menn hafa sagt "obstruction of justice" þ.e. með þessu hafi Trump viðurkennt tilraun til að hindra framgang réttvísinnar - með því að vita Flynn hafa verið staðinn að "Federal crime" og hafa þá óskað eftir því við þáverandi yfirmann FBI að rannsókn FBI á Flynn væri hætt.

  1. Greinilega tekur lögfræðingur Trumps þetta alvarlega, því hann sagði á Sunnudag að það hefði verið hann, en ekki Trump, er hefði skrifað fyrsta Twítið umrædda; og baðst afsökunar á klaufaskap sínum við að semja textann.
  2. Margir líklega gruna að hann sé þarna að bjarga Trump úr klemmu. Því engin leið sé líklega þar með að sanna - að Trump hafi skrifað það tiltekna Twít.

Trump tweets about Russia probe spark warnings from lawmakers: "Trump’s attorney, John Dowd, told Reuters in an interview on Sunday that he had drafted the Saturday tweet and made “a mistake” when he composed it."

Margir líklega munu trúa því mjög hóflega að Dowd hafi raunverulega samið það Twít.

 

Niðurstaða

Endurtek að ég sé enga ástæðu að ætla að rannsókn FBI á mail máli Clintons hafi með nokkrum hætti farið óeðlilega fram. Þvert á móti virðist mér Comey hafa sýnt með því að hefja aftur rannsókn einungis 11 dögum fyrir kosningar - sem augljóslega kom Clinton afar illa. Að Comey var ekkert í því að gera Clinton greiða. Rétt að muna að Trump lofaði þá mjög Comey fyrir að hafa opnað rannsóknina að nýju. En síðan var henni aftur lokað rétt fyrir fyrir kosningar. Þá er líklegt að Clinton hafi ekki átt raunhæfa möguleika á að laga skaðann fylgislega séð.

Hinn bóginn var það ákaflega greinilegt að Trump vildi að rannsókn FBI héldi áfram, og henni lyktaði með dómsmáli -- Comey hafi þá aftur auðsýnt með því að loka málinu að nýju.
Að hann lét ekki heldur Trump þrýsta honum til að gera þ.s. hann taldi ekki rétt.

Mér virðist þar með þvert á móti, málið allt sýna að Comey hafi hagað málinu án tillits til póltísks þrýstings - hvort sem er frá Demókrötum eða Repúblikönum.

Comey virðist mér einmitt sjaldgæft dæmi um embættismann með raunverulegt "integrity."

Aftur á móti hefur Trump mjög lengi verið þekktur fyrir að fara mjög frjálslega með sannleikann -- twítin hans sýna einnig vel fram á það, m.ö.o. röflið að 30þ. mailum hafi allt í einu verið eytt eftir að þingið hefði óskað eftir þeim.

Það sé fullyrðing sem hann hafi nákvæmlega ekki neitt fyrir sér um - sérstaklega á sama tíma eftir að FBI hafði tjáð allt aðra niðurstöðu úr sinni rannsókn.

Ég trúi miklu mun fremur Comey en Trump.

  • Mér virðist hegðan Trumps um helgina honum sjálfum bersýnilega til minnkunar.

 

Kv.


Ástæða að ætla Michael Flynn hafi gert samkomulag við Mueller að vitna gegn sér mikilvægari aðila - spurning hversu nærri Donald Trump "special investigator" Mueller getur hoggið

Þú spyrja sig margir þeirrar spurningar - hvað felst akkúrat í þeim vitnisburði sem Micheal Flynn hefur boðið - sérstökum saksóknara Robert Mueller. En í eiðssvarinn viðurkenndi Flynn á föstudag hafa logið að FBI - sem telst minniháttar brot er varðar allt að 6 mánaða refsingu.

  1. Hinn bóginn benda nú nokkrir fjölmiðlar á, að Mueller hafi haft sannanir fyrir miklu mun alvarlegra athæfi á Flynn.
  2. Sem hefði getað þítt, 5 ára fangelsi.

M.ö.o. eru þeir að segja, Flynn hafa verið settan í krúfstykki - þeir fjölmiðlar vilja meina að skv. sínum heimildum, sé óhugsandi annað en að Mueller hafi samið við Flynn um að vitna gegn sér háttsettari manni.
--Þá samanborið við þá stöðu er Flynn áður hafði innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

  1. Ásökunin sem varðar 5-ára refsingur, snýr að mjög sérstöku plotti sem Flynn virðist hafa verið viðriðinn, að skipuleggja mannrán í samvinnu við ríkisstjórn Tyrklands - á Gulem klerki er býr í Bandaríkjunum.
  2. Skv. heimildum pressunnar erlendu - þá þáði Flynn 530þ.$ af tyrkneskum stjórnvöldum - talið að Flynn hafi brotið reglu í lögum, svokallaða "foreign agent" reglu. Sem kvá skilda bandaríska ríkisborgara - að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um það með formlegum hætti, ef þeir gerast "agentar" annarrar ríkisstjórnar.

Sjá umfjöllun WallStreeJournal: Mueller Probes Flynn’s Role in Alleged Plan to Deliver Cleric to Turkey.

Michael Flynn og Robert Mueller

http://politicaldig.com/wp-content/uploads/2017/08/cousel-mueller-flynn-docs.jpg

Spurningin stóra er því sú - hver var sá háttsetti embættismaður ríkisstjórnar Bandaríkjanna, sem Flynn viðurkennir að hann hafi verið í samskiptum við, er hann laug að FBI?

Fjölmiðlamennirnir álykta, að þegar Flynn samdi við Mueller - hafi hann hlotið að hafa falboðið upplýsingar á móti; og að á endanum hljóti hann hafa opnað sig alveg fyrir Mueller.
Ella hefði Mueller ekki samþykkt, að láta Flynn sleppa með að vera refsað fyrir mun smærra brot.

  • Enginn veit í raun og veru hver sá maður er.

En flestir fjölmiðlamennirnir virðast giska á eiginmann Invönku Trump - Jared Kushner.

Trump notes Flynn lied to FBI, says his actions during transition were lawful

Flynn’s indictment tightens the noose on Trump’s White House

Michael Flynn guilty plea: what happened and what it means

Flynn Flipped. Who’s Next?

Mueller investigation takes a big step closer to Donald Trump

Michael Flynn’s Guilty Plea: 10 Key Takeaways

Hinn bóginn vekur athygli að skv. vitnisburði Flynns - þá hafði Flynn ítrekað samskipti við Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum - en málið er að skv. vitnisburði Flynn bar hann skeiti milli núverandi forseta Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Rússlands, með milligöngu Sergei Kislyaks og Michael Flynn.

Það telst vera ólöglegt þ.s. á þeim tíma var Trump enn almennur borgari, að semja við erlent ríki um atriði tengdum utanríkismálum Bandaríkjanna.

Óvíst hve mikið veður þó sé unnt að gera út af því máli - þ.s. aldrei hefur verið refsað út á það lagaákvæði sem er um 200 ára gamalt "Logan Act."

  1. Síðan á væntanlega eftir að koma fram, hver er stóra sprengjan í vitnisburði Flynns.
  2. Sem leiddi til þess, að Mueller samþykkti "plea bargain" við Flynn.

En vanalega þíðir slíkt, ef samþykkt, að boðinn var vitnisburður gegn sér mikilvægara aðila.

 

Niðurstaða

Það helst sem má lesa úr rás atburða helgarinnar tengd rannsókn sérstaks saksóknara Roberts Mueller - á málum tengd núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þá nánar tiltekið samskiptum aðila tengdum núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 er þeir aðilar höfðu einungis lagastöðu almenns ríkisborgara - við ríkisstjórn Rússlands í gegnum sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak.

Virðist vera að Mueller telji sig hafa nú verkfæri í höndum, m.ö.o. Michael Flynn.
Hvað akkúrat það er sem Flynn lofaði honum að vitna um, kemur væntanlega fram síðar.

En rás atburða getur verið að nálgast, áhugavert stig - með Micheal Flynn sem lykilvitni.

  1. Ég bendi á að ég hef áður sagt, óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
  2. Fyrir utan, að því má við bæta, að óvíst sé hann klári nk. ár í embætti.

 

Kv.


Mun Mike Pompeo - verða utanríkisráðherra í stað - Rex Tillerson?

Sterkur orðrómur virðist í Washington að yfirvofandi sé að Donald Trump skipi Mike Pompeo - núverandi yfirmann CIA, utanríkisráðherra Bandaríkjanna "Secretary of State" í stað Rex Tillerson - fyrrum forstjóra Exon Mobile.

Þessi orðrómur hefur reyndar heyrst áður - en sterk undiralda virðist nú til staðar.

Trump considers replacing Tillerson with Pompeo

Trump considers plan to replace Tillerson with CIA chief - U.S. officials

Trump turnover - Tillerson would be latest to leave administration

Mattis on Tillerson departure: 'There's nothing to it'

Tillerson unaware of plan to oust him, Senator Corker says

 

Mike Pompeo og Rex Tillerson

https://thenypost.files.wordpress.com/2017/10/tillerson-pompeo-split-getty.jpg?quality=90&strip=all

Eins og kemur fram, kannast hvorki Mattis né Tillerson við sannleiksgildi þessa!

Pompeo er þekktur harðlínumaður - harður stuðningsmaður Ísrael, samtímis jafn gallharður andstæðingur Írans -- hann hefur að sögn látið frá sér ummæli þ.s. hann dásamar frammistöðu Trumps; sem líklega Trump hefur ekki þótt leiðinlegt að heyra.

Á sama tíma hefur Tillerson verið undir ámæli harðlínumanna innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna - fyrir meinta linkind gagnvart Norður-Kóreu og Íran, fyrir að styðja afstöðu Trumps gagnvart deilu Saudi-Arabíu við Quatar - ekki nægilega einarðlega, o.s.frv.

Þ.e. reyndar áhugavert að James Mattis virðist styðja Tillersons - en þeir tveir virðast hafa talað með svipuðum hætti innan ríkisstjórnarinnar; verið þannig séð "dúfurnar í hópnum."

Áhugavert að "Marine General" þekktur sem "Mad dog Mattis" sé - dúfan í hópnum ásamt Tillerson.

Það sýni sjálfsagt - hversu langt til hægri aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Bandaríkjanna virðast vera.

  1. Með Mike Pompeo sem utanríkisráðherra - mundi utanríkisráðuneytið án vafa tala með sama hætti og Donald Trump -- en Pompeo hefur komið fram sem einarður stuðningsmaður Trumps, meðan að Tillerson hefur ítrekað virst beita sér til þess að milda stefnu ríkisstjórnarinnar, að því er best verður séð - með stuðningi Mattis.
  2. Það þíddi þá, að harðlína forsetans í utanríkismálum, mundi þá væntanlega vera framfylgt í mun meira mæli en fram að þessu.

--Spurning hvort að síðar snúi Trump sér að því að setja sér þægari hershöfðingja yfir varnarmál.
--En ef Mattis fer úr ríkisstjórninni einnig - eitthvað síðar, væri væntanlega enginn eftir aðrir en já-menn Trumps, fyrir utan starfsmannastjóra Hvíta-hússins. Sem einnig er hershöfðingi.

Ef Trump endaði einungis með - já-menn í kringum sig. Þá mundi væntanlega enginn verða eftir til að tékka af Trump.

En Trump hefur sagt Íran t.d. helsta útbreiðsluland hryðjuverka í heiminum. Trump vill greinilega taka upp einarðan stuðning við stefnu Saudi-Arabíu gegn Íran. Og gegn Quatar þ.s. Bandaríkin hafa herstöð -- en PENTAGON og Mattis hafa viljað fara varlega í því máli. Því gæti einnig fylgt, stóraukinn stuðningur Bandaríkjanna við - stríð Saudi-Arabíu í Yemen.

Á sama tíma, ótékkaður af, mundu væntanlega líkur á átökum við Norður-Kóreu einnig vaxa. En Trump hefur ítrekað látið fara frá sér ummæli í þá átt - að Norður-Kórea yrði lögð í rúst ef átök hæfust, og fyrr í vikunni sagðist hann mundu "take care" á vandanum tengdum Norður-Kóreu.

Hvorir tveggja utanríkisráðherrann og varnarmálaráðherrann, hafa verið talsmenn varfærni í þeim málum -- a.m.k. séð í samhengi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að stefni í að utanríkisstefna Bandaríkjanna á nk. ári taki enn ákveðnari kúrs í harðlínuátt en fram að þessu. En ef Pompeo tekur við af Tillerson - mundi utanríkisstefna Bandaríkjanna án vafa með ómenguðum hætti fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Íran - ásamt hugmyndum Trumps um fulla samstöðu Bandaríkjanna með Saudi-Arabíu og Ísrael; í deilum þeirra landa á Mið-Austurlanda svæðinu.

Auk þessa að harka utanríkisstefnu Bandaríkjanna mundi þá væntanlega einnig fylgja harðlínuafstöðu Trumps gagnvart Norður-Kóreu.

Ef Tillerson fer - væri Mattis einn eftir til að halda aftur af þeirri harðlínu. Þá gæti það sama endurtekið sig - að grafið yrði undan Mattis og Trump á endanum sannfærður um að skipta honum út fyrir hershöfðingja með skoðanir nær afstöðu Trumps sjálfs.

Ef Mattis yrði einnig skipt út fyrir fylgismann Trumps - væri þá enginn með ráðherrastöðu eftir til að halda á lofti öðrum sjónarmiðum; það yrði þá - já-manna ríkisstjórn.
--Þá væri kannski óhætt að segja - guð hjálpi okkur öllum!

  • En þ.e. alveg óhætt að segja Trump mun meiri harðlínumann, en Bush nokkru sinni var.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 379
  • Frá upphafi: 871469

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband