Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands ætlar að snúa við þeirri þróun að Nýsjálendingum er búa í tjöldum fjölgar sífellt

Áður nefndi ég baráttu Vancouver borgar við vaxandi húsnæðisvanda í Vancouver: Getur Reykjavík beitt lausn Vancouver borgar til lausnar skorti á leiguhúsnæði?.

Skv. frétt Financial Times, virðist afskekktasta milljónaþjóð í heimi, Nýja-Sjáland eins og Ísland, búa við hratt vaxandi húsnæðisfátækt: New Zealand looks to ban foreigners from buying houses.

Nýja-Sjáland er sennilega það land með yfir milljón íbúa sem er í mestri fjarlægð frá öðrum milljónaþjóðum!

http://www.lib.utexas.edu/maps/australia/new_zealand_physio-2006.jpg

Skv. OECD er um 0,9% Nýjasjálendinga á húsnæðishrakhólum!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/nzwqbyy.png

Eða m.ö.o. um 40.000 Nýjasjálendingar án húsnæðis.

  • Þetta kvá skv. OECD vera hæsta hlutfall húsnæðisleysis í þróuðum iðnríkjum.

Höfum í huga að Ísland er í OECD - þannig að fullyrðing OECD gerir örugglega ráð fyrir Íslandi, þó að ofangreind mynd sýni ekki Ísland.

"The price of land and building has been increasing exorbitantly while the level of building of affordable homes has dropped off enormously."

“The market for housing in New Zealand is completely broken,”

"The big change in homelessness is the number of working families struggling to find homes and pay rent,”

  1. Þetta virðast vera vandamál sem komi Íslendingum kunnuglega fyrir sjónir - þ.e. húsnæðisverð og leiga hafa samtímis rokið upp.
  2. Verkafólk á lægstu launum á í hratt vaxandi vanda því sífellt aukið hlutfall fólks í lægri launaþrepum - hafi ekki efni á eigið húsnæði, né því að greiða leigu.

Þegar sami vandi birtist í Vancouver - London - Reykjavík og Auckland.
Er greinilega í gangi - hnattrænn vandi.

  1. Skv. fjölda hagfræðinga - að sögn FT - tengist þetta útbreiðslu lágvaxtaumhverfis á Vesturlöndum.
  2. En að sögn þeirra ónefndu hagfræðinga sem FT sé í tengslum við, leiði lágvaxtaumhverfi til hækkunar eignaverðs - þ.e. landverðs sem og húsnæðisverða, þar með einnig að auki leiguverðs.
    Vegna þess að fjársterkir aðilar í leit að -rentum- leita í eignir í vaxandi mæli.

--Í samræmi við slíka greiningu, hyggst ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands, banna útlendingum kaup á fasteignum og landareignum í Nýja-Sjálandi.

--Auk þess, ætlar ríkisstjórnin að - skattleggja "húsnæðispekúlanta" á þann veg, að leggja sérstakan skatt á -- ef húsnæði er selt innan 5-ára.

"Like many countries in the aftermath of the 2008 financial crisis, the former New Zealand government sold off state housing and has failed to build enough affordable homes. The number of social houses owned by Housing New Zealand peaked at 68,148 in 2011, compared with 61,323 in 2017."

--Það minnir einnig á vandann hér - að það skorti félagslegt húsnæði.

  1. "As well as banning foreigners from buying existing homes,"
  2. "the coalition plans to build 100,000 affordable homes,"
  3. "stop sell-offs of state housing,"
  4. "and provide more funding for homeless initiatives."
  5. "It also wants to tax housing speculators, who will be defined as anyone who sells a house within five years of buying it."

Þetta eru töluvert aðrar aðgerðir sem rætt er um í Vancouver.
Hinn bóginn þá er Vancouver borg - ekki ríkisstjórn lands.

  • Það sem samt sem áður áhugavert að horfa á aðgerðir Vancouver borgar, og Nýja-Sjálands í samhengi.
  • Augljóslega getur Ísland ekki bannað - - landkaup og húsnæðiskaup útlendinga.

Reykjavíkurborg getur sannarlega aukið framboð af lóðum.
Ríkið og borg getur lagt meira fé til þess að berjast við húsnæðisfátækt.
Hvort sem ríkið og borgin, geta staðið fyrir byggingu ódýrs húsnæðis.

--Svo hugsa sé að aðgerðir Vancouver borgar séu virkilega verðar athygli.

 

Niðurstaða

Það sem sést á umfjöllunum mínum um hugmyndir Vancouver borgar að lausn húsnæðisvanda.
Og um vanda Nýsjálendinga þegar kemur að lausn húsnæðisvanda.
--Að Ísland og Íslendingar standa langt í frá einig í þeirri glímu.

Hinn bóginn þá verða lausnirnar væntanlega að spretta fram innan hvers lands.
Það er þá áhugavert að sjá hvaða leiðir önnur lönd ætla að fara.
--Þarna eru a.m.k. 2-nokkuð ólík dæmi um leiðir til lausnar sama vanda.

Mér virðist sannarlega unnt að skoða leið Vancouver borgar, og baráttu Nýsjálendinga.
Og beita því í leit að nothæfum lausnum hér á Íslandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að hugsa um fátæka einstaklinga Evrópu, er eitthvað sem átti að taka fyrir þegar Merkel labbaði fram og sagði Þjóðverja svo ríka að þeir gætu tekið á móti öllum flóttamönnunum. Með hroðalegum afleiðingum.  Hun sagði þetta líka ofan í geðið á 3 miljónum manna, sem búa við "svelt" aðstöðu í Þýskalandi.

Henni hefði verið nær að hjálpa sveltandi þjóðverjum ...

Sama á við Ísland.

En hér þarftu að staldra við, því ástæða þess að Merkel (og Íslendingar) taka á móti flóttamönnum er peningaaðstoð sem þeir fá, meðal annars frá Saudi Arabíu.

Svíar hafa léku þennan leik, 1995 þegar þeir seldu SAAB og Volvo. En í stað þess að byggja infrastruktur landsins, var farið í peningaleikinn "Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér". Spil, sem gengur út á að þú tapar.

Sama á við um þessar hugsanir þínar. Ísland er lítið land, og ekki bara það heldur land sem finnst á miðju Atlantshafi og hér kallt ... við búum við hlýindaskeið.  En það er ekkert varanlegt, þó svo að ýmsir vilja halda að við séum á leið að heimsendi vegna þessa. Hér mun kólna, og hlýna aftur ... eins og það eftur gert á Jörðinni í miljarða ára.

Þú brauðfæðir ekki miljónir manna á Íslandi, undir erfiðum kringumstæðum.

Þannig að þú ert bara að leggja grundvöllinn að því, að miljónir manna deyji í framtíðinni, með því að takmarkalaust byggja upp án aðhlynningar.

Lífið á jörðinni er einstakt.  Hvar sem við kíkjum út í himingeiminn, er ekkert annað en dauðar plánetur. Það er "lífið" á jörðinni, sem er heilagt ... ekki einstakir ábúendur þess. Við VERÐUM að stemma stigu við þróuninni... ef við viljum að börn og barnabörn okkar, haldi lífi. Orkan er ekki takmarkalaus, og fólk lifir ekki af á köldum slóðum þegar allt frýs.

Við eigum að byggja framtíðina, á skynsemi ... ekki ímyndaðri dellu, um að við séum álfar jólasveinsins. Og við eigum að hafa aðeins meira vit fyrir okkur, en kanínur sem éta sjálfan sig til dauða.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 06:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll -- ""Þú brauðfæðir ekki miljónir manna á Íslandi, undir erfiðum kringumstæðum."" --  hvaða bull er þetta, það stendur ekki til hjá nokkrum manni.

Og þú greinilega veist afar lítið um ákvörðun Merkel -- einungis e-h sem þú hefur lesið á bloggsíðum manna, sem einnig vita sára lítið.
--En til að skilja ákvörðun Merkel þarf að skilja samhengið. En eftir að stríð hófst 2011 í Sýrlandi - var vaxandi straumur flóttamanna yfir Miðjarðarhaf til Ítalíu. En flóttaleið Sýrlendinga lá þá leið framanaf.
--Að auki streymdi hópur til Grikklands hina leiðina er varð aðal-leiðin síðar meir.
--------------
Það hófst ririldi milli Ítalíu og Grikklands -- stutt af Spáni, við þjóðirnar í Norður og Austur Evrópu. Þ.s. S-Evr. þjóðirnar sögðu það ósanngjarnt, að Norður og Austur Evr. þjóðirnar, sendu alla flóttamenn beint til baka til þeirra -- ofan í aukið flóð flóttamanna.
--Rökrétt hlóðust þá flóttamenn upp í S-Evr.

Á endanum, lagði Framkv.stj. ESB fram tillögu, að löndin mundu deila flóttamönnunum til jafns í hlutfalli við eigin fólksfj. Ríkisstj. Þýskalands og Frakklands ákváðu að styðja tillögu Framkv.stj. - sem S-Evr. þjóðirnar einnig vildu. Og ákveðið var á sameiginlegum fundi skv. veginni atkvæðagreiðslu -- að fara þá leið.
--En ljóst varð fljótt að Ungverjaland og Pólland, mundu neita að taka við sínum skerfi skv. samkomulaginu -- innan fárra daga var þar með samkomulagið hrunið, því er afstaða ríkistj. Póllands og Unverjalands lá fyrir, ákvað Holland að og Danmörk það sama.
------------------
Þá sögðu S-Evr. þjóðirnar Merkel, að þær þjóðir mundu hætta að taka aftur til baka - flóttamenn sem sendir væru til baka til þeirra skv. Dyblinnar reglunni.
Að auki þær mundu opna landamæri sin norðan megin svo flóttamenn mundu streyma viðstöðulaust Noður og Austur.

Ákvörðun Merkel þarf að skilja í þessu samhengi - því það vor var þegar ljóst, að líklegur fj. flóttamanna til Evr. yrði yfir milljón.
Merkel ákvað þá að hafa landamæri Þýskalands opin það sumar!
Svo Þýskaland tæki við bróðurparti aðstreymisins!
---------------
Ég stórfellt efa að ákvörðun Merkel hafi haft nokkur áhrif á fjöldann sem að streymdi -- flóttamennirnir það ár voru að streyma greiðlega samtímis yfir Miðjarðarhaf frá Líbýu og yfir Eyjahaf til Grikklands.
--Eins og þekkt er - fór Merkel þá strax að semja við Erdogan af Tyrklandi.
--Þeir samningar tóku á bilinu 6-8 mánuði.
Á meðan, hófuð þjóðir fyrir Norðan Grikkland eigin aðgerðir, þ.e. lokun landamæra Norðan við Grikkland.

Fyrir rest tók samkomulag við Erdogan gildi.
Fljótlega á eftir dróg mjög úr streymi flóttamanna yfir Eyjahaf.
Sú staða hefur haldist síðan.

Á þessu ári hefur Merkel í samvinnu við Ítalíu -- haft mikil samskipti við stjórnina í Tripoli þ.e. V-Líbýu. Það hafa verið keyptir eftirlits-bátar fyrir stjórnina þar, og ESB löndin borga laun þeirra er vinna á þeim.
--Ásamt loforði um fjárhagslega aðstoð - de facto mútugreiðslur til Tripoli stjórnarinnar - hefur sú samvinna virst virka þetta ár.
**Þ.e. aðstreymi flóttamanna yfir Miðjarðarhaf hefur verið mun minni þetta ár.
---------------
Þannig er stig af stigi verið að vinna á krísunni.
**Nýlega fréttum við af fundum ESB ríkja við Afríkusambandið eða nánar tiltekið, í Vestur-Afríku-Sambandið.
Samvinna er hafin við þau lönd - um að þau taki aftur við flóttamönnum frá Líbýu. 

Hvernig það kemur til með að virka kemur í ljós síðar. 

---------------

"Við VERÐUMað stemma stigu við þróuninni... ef við viljum að börn og barnabörn okkar, haldi lífi. Orkan er ekki takmarkalaus, og fólk lifir ekki af á köldum slóðum þegar allt frýs."

Mér er ekki alveg ljóst hver sú þróun er sem þú vilt stemma stigu við.
--Ertu að tala um fólksfjölgun á plánetunni?
Þú segir það ekki beint.

"Svíar hafa léku þennan leik, 1995 þegar þeir seldu SAAB og Volvo. En í stað þess að byggja infrastruktur landsins, var farið í peningaleikinn "Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér". Spil, sem gengur út á að þú tapar."

Kostnaður við flóttamenn hefur ekkert samhengi við þann vanda sem er húsnæðisfátækt -- nákvæmlega ekkert orsakasamhengi.

Sá vandi orsakast af sífellt hækkandi verðlagi á landi og húsnæði, og þar með síhækkandi leigu.
Sömu þróun má sjá í landi svo langt í burtu sem Nýja-Sjálandi.

Greinilega er ástæðan ekki - flóttamenn.

-------------------
"Sama á við um þessar hugsanir þínar. Ísland er lítið land, og ekki bara það heldur land sem finnst á miðju Atlantshafi og hér kallt ... við búum við hlýindaskeið. En það er ekkert varanlegt, þó svo að ýmsir vilja halda að við séum á leið að heimsendi vegna þessa. Hér mun kólna, og hlýna aftur ... eins og það eftur gert á Jörðinni í miljarða ára."

Þ.e. ekkert öruggt við það að mannkyn verði hér þá - ef mannkyn stemmir ekki stigu við -- þeirri hröðu hitun sem mannkyn sjálft er að framkalla á þessum tíma.
--Að sjálfsögðu ef mannkyn ferst - nær plánetan væntanlega aftur einhverju nýju jafnvægi innan nk. ármilljarðs.

En það gagnast okkur lítt.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.12.2017 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband