30.000 e-mailar Clintons - stormur út af engu!

Rétt að ryfja upp atriði úr yfirlýsingu James B. Comey, yfirmanns FBI: FBI Director Comey’s full remarks on Clinton email probe.

Eins og frægt er - afhenti Clinton 30þ. e-maila til FBI -- en sagðist hafa eytt 32þ. e-mailum, vegna þess að þeir hefðu verið - persónulegir, ekki í tengslum við starfið.

Í öllu þessu fári út af e-mailunum 30þ. sem var eytt -- hef ég engin haldbær rök séð nokkurs staðar fyrir því; að um augljóst brot í starfi hafi verið að ræða - er þeim var eytt.

Eða nokkur haldbær rök fyrir því, að Clinton hafi verið að leyna gögnum.

  1. Það á barasta - einhvern veginn, að vera -- augljóst.
  2. Þetta sé fyrirbærið, pólitískur stormur.

 

Höfum í huga, hve lágt hlutfall 30þ. e-maila sem voru afhentir, reyndust innihalda leyndargögn

"From the group of 30,000 e-mails returned to the State Department, 110 e-mails in 52 e-mail chains have been determined by the owning agency to contain classified information at the time they were sent or received."

--> M.ö.o. 0,37% innihalda gögn sem töldust leyndargögn á þeim tíma sem Clinton starfaði sem - utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

"Eight of those chains contained information that was Top Secret at the time they were sent..."

--> 0,026% innihalda háleynileg gögn, á þeim tíma sem hún var utanríkisráðherra Bandar.

  1. Hvað lág prósenta afhentra e-maila innihalda leyni-gögn!
  2. Er áhugavert í samhengi þessara eyddu e-maila.

En fólk þarf að nefna betri ástæðu þess, að það sé sannfært um að í hinum 30þ. eyddu e-mailum hafi verið að finna viðkvæm gögn.

En einungis þá, að viðkomandi sé í nöp við Clinton.

Eða að þeir séu sannfærðir, án þess að hafa fyrir því nokkur haldbær rök, að hún sé að ljúga.

 

Það sem þetta segir okkur, er að langsamlega megnið af e-mailum, hafi ekki innihaldið viðkvæm gögn eða leyndargögn!

FBI-telur sig ekki hafa fundið nokkra ástæðu til að ætla, að e-mailum hafi verið eytt -- til að leyna gögnum.

  1. "The FBI also discovered several thousand work-related e-mails that were not in the group of 30,000 that were returned by Secretary Clinton to State in 2014. We found those additional e-mails in a variety of ways. Some had been deleted over the years and we found traces of them on devices that supported or were connected to the private e-mail domain. Others we found by reviewing the archived government e-mail accounts of people who had been government employees at the same time as Secretary Clinton, including high-ranking officials at other agencies, people with whom a Secretary of State might naturally correspond."
  2. "With respect to the thousands of e-mails we found that were not among those produced to State, agencies have concluded that three of those were classified at the time they were sent or received, one at the Secret level and two at the Confidential level. There were no additional Top Secret e-mails found."
  3. "I should add here that we found no evidence that any of the additional work-related e-mails were intentionally deleted in an effort to conceal them."
  4. "Our assessment is that, like many e-mail users, Secretary Clinton periodically deleted e-mails or e-mails were purged from the system when devices were changed."

Eins og kemur fram -- kemdu starfsm. FBI-í gegnum e-mail þjóna Clintons, einnig þann sem tekinn hafði verið úr notkun.
Fjöldi e-maila sem ekki höfðu verið afhentir til FBI - fundust.

Í allri þeirri rannsókn - tókst FBI ekki að finna nokkrar vísbendingar, um tilraunir til að leyna upplýsingum.

  1. Ég sé ekki nokkra ástæðu að ætla, að FBI hafi kastað til hendinni við þessa rannsókn.
  2. Eða að FBI sé að verja Hillary Clinton.

--Rétt að hafa í huga, að allir notendur e-maila.
--Eyða e-mailum, sérhvert okkar gerir það reglulega!
--Engin ástæða að ætla að Clinton hafi hegðað sér með öðrum hætti.

Maður eyðir náttúrulega ekki þeim - sem maður veit að það þarf að varðveita.
Þ.e. aldrei hvort sem er unnt að treysta á það, að þó e-mail sé eytt.
Þá sé ekki unnt að framkalla eyddan e-mail aftur.

  1. Það auðvitað gerði FBI - í rannsókn sinni.
  2. Þannig að Clinton gæti aldrei treyst á það, að geta raunverulega leynt FBI upplýsingum, fyrst að allir þjónarnir voru afhentir.
  • Síðan auðvitað, gat hún aldrei heldur treyst því að FBI-gæti ekki komist yfir þá frá þeim sem hún hafði samskipti við.
    --Eða að FBI mundi ekki skoða þjóna þeirra.

Ekki hefur komið fram nákvæmlega hve marga e-maila FBI fann!

 

Niðurstaða

Málið um 30þ. tíndu e-mailana, sé að öllum líkindum fyrst og fremst pólitískt. Hafandi í huga að unnt er að framkalla að nýju - eydda e-maila. Þannig að eina leiðin til að vera viss að eyddum e-mailum sé varanlega eytt af diski -- sé að eyðileggja sjálfan harðdiskinn fullkomlega þar sem gögnin voru varðveitt. En þá getur vel verið að unnt sé samt sem áður að sækja þá e-maila til aðila sem höfð voru samskipti við. En starfsmenn FBI, rannsökuðu e-mail þjóna þeirra sem vitað var að höfðu verið í reglulegum samskiptum við Clinton.

Það væri þar með afskaplega áhættusamt fyrir Clinton - að ætla sér að leyna FBI upplýsingum, með þeirri aðgerð að eyða þeim. Þar sem að hún gæti aldrei verið viss, að FBI-gæti ekki samt nálgast þá e-maila!

Ég sé enga skynsama ástæðu til að efast um mat FBI-að ekki sé ástæða að ætla að gögnum hafi verið vísvitandi leynt.

  • M.ö.o. sé málið með tíndu e-mailana, eingöngu pólitískur stormur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Liggur það ekki í augum uppi að þessi umgengni Hillary á tölvupósti hlýtur að vera grafalvarlegt brot í ljósi starfs hennar sem Utanríkisráðherra og sannar hún það best sjálf með (hlægilegum) ásökunum á hendur Pútín og félögum þess efnis að þeir hafi uppgötvað og lekið upplýsingum um ólöglegt samsæri hennar og forystu Demokrata gegn útnefningu Bearnie Sanders.

ABC - Anything but Clinton Eins og milljónir Ameríkana segja.

Jónatan Karlsson, 6.8.2016 kl. 09:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónatan, þær ásakanir koma ekki frá Clinton sjálfri - en fyrr á árinu var gerð hakk árás á netþjóna Hvíta-hússins og netþjóna Utanríkisráðuneytis Bandar. Síðan er því haldið fram af Demókrataflokknum, að rannsókn á gögnum sýni fram á að -- sömu aðilar hafi staðið að þeim hakkárásum, og á e-mail þjóna Demókrataflokksins nýverið.

Hvíta-húsið t.d. fyrr á árinu, sagði að hakk árásin á það, hefði verið framin af rússn. aðilum.
Það löngu áður en hakk árásin á e-mail þjóna Demókrata flokksins, komst upp.

    • Þú hefur kannski ekki lesið nægilega víðtækt um málið.

    _____________
    Best að hafa orð Comey fyrir þessu, hversu alvarlegt brot Clinton er:

      • "Although we did not find clear evidence that Secretary Clinton or her colleagues intended to violate laws governing the handling of classified information, there is evidence that they were extremely careless in their handling of very sensitive, highly classified information."

      • "With respect to potential computer intrusion by hostile actors, we did not find direct evidence that Secretary Clinton’s personal e-mail domain, in its various configurations since 2009, was successfully hacked...Given that combination of factors, we assess it is possible that hostile actors gained access to Secretary Clinton’s personal e-mail account."

        • "In looking back at our investigations into mishandling or removal of classified information, we cannot find a case that would support bringing criminal charges on these facts.

        • All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."

        • "To be clear, this is not to suggest that in similar circumstances, a person who engaged in this activity would face no consequences. To the contrary, those individuals are often subject to security or administrative sanctions. But that is not what we are deciding now."

        _____________________

        Það sem yfirmaður FBI-segir er að venja í saksókn mála sem skapast hafi, sé sú!
        Að einungis sækja til saka þegar:

          • Hægt er að sanna tjón í formi upplýsingaleka.

          • Eða, að sýna fram á að viðkomandi hafi vísvitandi ætlað að valda tjóni.

          Það sé þar með röng sú fullyrðing er oft heyrist, að Clinton sé að fá sérmeðferð.

          Í sambærilegu máli, ef um starfsmann væri að ræða, mundi viðkomandi sæta - viðurlögum sem ákveðin væru af ráðuneytinu sjálfu.
          --Sbr. að vera lækkaður í tign.
          --Eða vera rekinn úr starfi.
          --Eða færður til í starfi.
          --Eða látinn borga sekt.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 6.8.2016 kl. 10:38

          3 Smámynd: Borgþór Jónsson

          Niðurstaða FBI er svo augljóslega kattaþvottur að það er ótrúlegt að mönnum skuli sjást yfir það.

          Ég held að mönnum sjáist ekki yfir þetta,það þarf einbeittan ásetning til þess að afsaka þetta.

          .

          Á þessu máli eru tveir megin vinklar.

          Fyrir það fyrsta snýr þetta að varðveislu og meðferð gagna ,bæði trúnaðarmála og annara gangna

          Í annan stað er það innihald póstanna.

          Aðfinnslur Bandaríkjamanna snúa eingöngu að fyrra atriðinu,það er að segja að varðveislu og meðferð.

          Fyrir það fyrsta þá segja lög  í þessu ágæta landi að fólki sem gegnir jafn hárri stöðu og Clinton gerði,sé óheiimilt að nota annan server en þann sem ríkið skaffar.Þar er enginn vafi og Clinton braut þessi lög.

          Fyrir þessu liggja fyrst og fremst tvennar ástæður.

          Í fyrsta lagi öryggissjónarmið,menn vilja tryggja eins og hægt er að gögn sem tengjast svo háu embætti séu varinn fyrir hnýsni.

          Í annan stað vilja menn að athafnir ráðherrana séu skráðar í gagnagrunn sem er aðgengilegur fyrir bæði önnur stjórnvöld og að hann sé aðgengilegur til að svara fyrirspurnum frá blaðamönnum í samræmi við upplýsingalög.

          Þegar fyrirspurn berst fá fjölmiðlumm eru mjög straangar og góðar reglur um skyldu til upplýsingar og þá leita menn í gagnagrunni ríkisins eftir upplýsingum,menn höfðu hinsvegar engann aðgang að gagnagrunni utanríkisráðherrans og þess vegna var svarið að það væru engar opinberar upplýsingar fyrirliggjandi um málið.

          Þó við getum ekki vitað með vissu hvað lá að baki þessarar ákvörðunar frú Clinton ,þá er þetta sennilega ástæðan fyrir að hún ákvað að setja upp serverinn.Hún vildi geta framkvæmt hluti án þess að aðrir í stjórnkerfinu eða almenningur vissi havað hún var að gera.

          Þetta skýrist betur þegar póstarnir eru skoðaðir af því margir þeirra eru glæpsamlegir ,bæði gagnvart Bandarísku þjóðinni og ekki síður gagnvart heimsbyggðinni.

          Í slíkum tilfelluum er betra að enginn hafi aðgang nema bréfritari sjálfur og nánustu trúnaðarmenn.

          .

          Það segir skýrt í lögunum að slíkt sé lögbrot þó að enginn ásetningur liggi að baki.Þarna kemst Clinton upp með að bera við fábjánahætti ,jafnvel þó að það sé augljóst  að að baki lá einlægur ásetningur til að brjóta lögin.

          Uppsetning þessa servers þarfnaðist ákvörðunar og einhverskonar aðgerða til að hrinda þessu í framkvæmd.

          Ásetninguriinn til að brjóta lögin er augljós.

          Það er ekki eins og það hafi verið server í kjallaranum hjá henni sem hún notaði í hugsunarleysi.

          Fólk hefur áður verið dæmt fyrir sambærilega hluti ,samt miklu umfangsminni.

          .

          Eins og annarsstaðar þá ríður spillingin húsum þar sem Clinton hjónin eru annarsvegar. 

          Það gæti hugsanlega hafa haft áhrif á ákvörðun FBI að saksóknarinn sem hefði átt að gefa út ákæru á hendur Clinton er náin vinkona hennar og líkurnar á að hún hefði gefið út ákæru eru nánast engar,sama hversu afbrotið er alvarllegt.

          Á leynifund Bill Clintons með áðurnefndum saksóknara í einkaþotu hennar tveim dögumm fyrir ákvörðun FBI var þessum málum endanlega ráðið til lykta.

          .

          Innihald póstanna er svo efni í annan fyrirlestur. Þar kastar fyest tólfunum.

          Borgþór Jónsson, 6.8.2016 kl. 11:15

          4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Boggi minn -- Spilling? Kattarþvottur? Glæpsamlegir póstar?

          Þú ert farinn að skálda í eyðurnar. Það er vitað að hún vísvitandi varðveitti gögn á þjóni í eigin eigu. Á hinn bóginn þarf slíkt ekki endilega að vara glæpsamlegt kæruleysi. Enda er vel unnt í eigin heimkynnum, að setja upp gott öryggiskerfi á þjón í eigin eigu varðveittur á eigin heimili.
          --Eigum við ekki að gera ráð fyrir því, að Clinton hafi gætt lágmarks öryggis, fyrst að FBI-metur ekki að uppsetningin hafi vísitandi verið ætlað að skaða öryggi bandar. þjóðarinnar. En annars gengur ályktun FBI ekki upp.
          --Enda mjög auðvelt í dag, að gera þjón sem þú átt persónulega heima fyrir, afskaplega öruggan. Eða af hverju væri það ekki hægt?
          _________
          Aftur á móti telst hennar heimili ekki -secure location- nákvæmlega skv. reglum sem gilda um það.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 6.8.2016 kl. 11:27

          5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

          32,000 tölvupóstar segir þú Einar að Hillary Rotten Clinton eiðilagði og það lítur út fyrir að þú hafir lesið alla þessa tölvupósta sem þú heldur fram að sé ekkert sem er í þeim sem að er alvarlegar upplýsingar.

          Jafnvel FBI hefur ekki lesið þessa tölvupósta.

          Málið er kanski ekki vel skiljanlegt fyrir Einar Björn, en allir tölvupóstar sem eru á server sem notaður er fyrir tölvupósta Utanríkisráðuneytisins er eign borgara USA og hún skrifaði undir plagg að hún skyldi þetta ákvæði þegar hún tóm við starfi sem Secretery of State.

          Sem sagt Hillary Rotten hafði ekki leifi til að láta eyðileggja tölvupósta sem voru á þessum server.

          Svo hafði Hillary Retten haldið þvi fram að hún hafi ekki verið með Classified tölvupósta á þessum server, en viti menn það fundust fleirri hundruð Classified tölvupóstar á þessum server sem hún var að nota. Þetta er brot á lögum samkvæmt the esponage act, og FBI Director segir að svo sé en mælir samt ekki með að ákæra þessa gjörspilltu manneskju.

          Það er einmitt í the esponage act að jafnvel þó svo að það sé kæruleysi, þá hefur hún brotið lögin og á að vera ákærð.

          Kæruleysi og vanþekking á lögum er enginn afsökun.

          Kveðja frá Houston

          Jóhann Kristinsson, 6.8.2016 kl. 17:06

          6 identicon

          Heirðu góðurinn ... sko, heldur þú að Hillary Klinton ... að hún sé ímynd utanríkisráðuneytisins? Ef við skoðum þetta sem stærðfræðiformúlu.

          Hillary Clinton != State Department.

          Hún tekur sér vald, í nafni embættisins.  Allt, í sambandi við málið er brotlegt.  Bara það að hún notaði eigið póstfang, var "upplýsingaleki", og eins og bent er ofan ... brot gegn "njósna" lögum. Að manneskjan "hafi ekki gert sér grein fyrir þessu", gerir hana að öllu leyti óhæfa til starfs.

          Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2016 kl. 22:16

          7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

          Þetta er rétt hjá Einari.  Það er ekkert merkilegt í þessum e-mailum.

          Að tala um ,,samsæri gegn Sanders" er alveg fráleitt.

          Það eru nokkur e-mail þarna þar sem einstaka aðilar finna að framgangi Sanders og vilja alls ekki að hann sé í odda.

          Það er bara eðlilegt.  Sér í lagi í samhengi þess hvernig Sanders rak baráttu sína.  Hann var aggressífur og ekki alveg raunsær stundum.

          Það er alveg ljóst að meginþorri Demókrata vildi miklu frekar Hillary.  

          Havaríið kringum þessi e-mail eru brosleg og fyndið hve ofsa-hægrimenn hafa látið í kringum þetta dæmi.

          Er allt að koma í hausinn á þeim núna.

          Hillary virðist ætla að taka þetta örugglega.

          Flestir búnir að fá nóg af vitleysu ofsa-hægrimanna.

          Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2016 kl. 10:25

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Apríl 2024
          S M Þ M F F L
            1 2 3 4 5 6
          7 8 9 10 11 12 13
          14 15 16 17 18 19 20
          21 22 23 24 25 26 27
          28 29 30        

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (28.4.): 24
          • Sl. sólarhring: 26
          • Sl. viku: 487
          • Frá upphafi: 847138

          Annað

          • Innlit í dag: 24
          • Innlit sl. viku: 463
          • Gestir í dag: 24
          • IP-tölur í dag: 24

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband